King Kenny hefur engu gleymt

Það er ekki lengur pólitíkus sem vill halda öllum góðum að stjórna Liverpool og því síður útlendingur sem hefur takmarkaðan orðaforða í ensku sem auðvelt er að túlka að vild. Því miður fyrir Sky og aðra blaðamenn sem sérhæfa sig í heimskulegum spurningum eða ósönnum rógburði þá er King Kenny Dalglish mættur og persónulega myndi ég skrifa hjá mér og hugsa vel út í hvað ég ætla að spyrja hann.

Er ekki réttast að leyfa þessari snilld að lifa fram að upphitun a la SSteinn sem ætti að detta inn á morgun?

28 Comments

  1. Manni hlýnar um hjartarætur þegar maður sér brosið hans Daglish t.d. á 0:44

    Mikið Svakalega er gaman að vera Liverpool stuðningsmaður í dag og að hafa þennan Snilling sem þjálfara sem virðist alltaf eiga stutt í húmorinn.

  2. 2

    Hann segir víst “Is that your last question? So you’re not even asking me about lady officials? And you want me to answer your questions?”

  3. Vonandi að fleiri geti farið að viðurkenna hvað Rafa var fáránlega slakur á blaðamannafundum. Svo hrútleiðinlegur og lélegur í “mind games” að það hálfa var nóg. Húmorinn svo þvingaður að maður fékk aulahroll. Já Roy var slakur, en Rafa var það líka í þessari deild. Rafa-rantið mun seint renna mér úr minni.

  4. Kenny Dalglish er bara goðsög og það hljóta allir sem tengjast fótbolta á einn eða annan hátt fagna því að fá þennan meistar aftur til starfa.

  5. hahahaha það fyllir mann bara gleðitilfinningum að sjá Kenny Dalglish á þessum blaðamannafundum ! Og það sem meira er þá held ég að blaðamennirnir elski hann ! Þvílíkur snillingur sem þessi maður er ! Hann bara verður að vera lengur stjóri en bara út tímabilið !

  6. kóngurinn er bara eini maðurinn sem ætti að stjórna liverpool næstu ár ! mundi ekki einu sinni vilja móra í staðinn

  7. Er þetta ekki ákkúrat það sem við þurfum eftir það sem á undan er gegnið – að BROSA ? það hefði ég haldið, ég vona að ég brosi með King Kenny mikið lengur en fram á vorið

  8. Ég veit ekki hvort að ég elski King Kenny eða konuna mína meira, þvílikur fagmaður !

  9. Enski textinn hér að neðan er tekinn af Liverpool síðu og er nákvæmlega frá mínu hjarta. Í dag er 25 jan, Fenway drífið hendurnar úr vösum og sýnið okkur að þið ætlið að færa Liverpool aftur á sinn stall, til þess þarf að taka upp veskið. Já og góðir menn kosta peninga ef enginn er að átta sig á því. Babel veit ekki hvort hann er að koma eða fara og þau tilboð sem við höfum gert í okkar targets eru að því er virðist tómt bull, hvaða rugl er í gangi.

    Ef það á ekki að gefa Daglish færi á að ná alvöru mönnum út af nísku þá skiptir engu hvort kallinn er fyndinn eða ekki á blaðamannafundum:

    With Liverpool heavily mentioned in several transfer moves in the transfer window, it is time to ask the question. Why are we placing such small bids for Suarez and Charlie Adam? Rumours were related that we had the money to spend this window by Tom Werner himself, telling us that Liverpool had money to spend, this transfer window and beyond.

    However only bidding £12.7 million for Ajax forward and £4 million for Blackpool’s Charlie Adam smells like stale & small cheese to me. Come on Fenway, show your signs of intent as new owners of Liverpool Football Club and give the cash to Commoli to capture Suarez, offer them £20 million for the Uragyuan stiker, if that isn’t enough then, fair enough, walk away from the deal.

  10. http://www.skysports.com/story/0,19528,11661_6699911,00.html

    Það er kannski ekki skrýtið að Ajax vilji fá almennilegan pening fyrir Suarez þegar að svona viðskipti eru að gerast í kringum menn. Svona er fótboltinn bara orðinn í dag og nýju eigendurnir verða að aðlaga sig að því vegna þess að ekki er markaðurinn að fara að aðlaga sig að þeim.

  11. Nei nei við erum búin að vera saman í 3 ár og í þessi 3 ár hef ég talað mikið um ást mína á Liverpool og Kenny Dalglish, ég held að hún myndi frekar taka þessu sem hrósi 🙂
    Ég var búinn að bíða eftir þeim degi að King Kenny tæki við liðinu síðan 1992…

    Kenny Dalglish verður alltaf hetjan mín og svo er Robbie Fowler í 2 sæti 🙂

  12. Svona til þess að halda áfram að móðga eigendur annara liða með fáránlega lélegum og ómerkilegum tilboðum, eigum við bara ekki að bjóða 10 milljónir punda í Messi.

  13. BB nr 19.
    Dalglish er búinn að taka hann upp á Melwood að mér skildist þannig að það er stutt í að við förum að sjá þennan dreng sýna snilli sína hugsa ég ! Eða vona öllu heldur ! En hverju sem því skiptir þá er þörf á að fá mann í stað Babel hvort sem að hann er keyptur eða sóttur í unglingaliðið !

  14. Kenny er bara maðurinn, það er svo einfalt! Frábær í öllum svörum og alltaf með húmorinn sinn skemmtilega kaldhæðna í öll viðtöl brosandi!

    Ég vill Kenny áfram eftir þetta tímabil ekki spurning.

    Það er verið að sýna þátt á LFCtv núna um Ann of Anfield-þarna er verið að tala um eina dyggustu stuðningskonu Liverpool síðustu 40 ár,missti bara af 20 leikjum allan tímann keyrandi frá Grimsby á verkamannalaunum,þetta er ALVÖRU og LFC sýnir enn og aftur hverjir skipta mestu máli þegar kemur að klúbbnum jú stuðningsmennirinr…

  15. Besti munurinn í þessu video-i er þó að núna er taflið svo gjörsamlega búið að snúast við. Áður fyrr var móðursjúkur gamall Everton leikmaður í lykilstöðu hjá Sky að nánast vinna við að ropa út úr sér þvælu um framkvæmdastjóra Liverpool og grafa undan honum við hvert tækifæri.

    Núna er kominn aðeins heimavanari stjóri til Liverpool sem var öskufljótur að leggja sitt á vogarskálarnar við að fá þennan gamla leikmann Everton rekinn úr starfi.

    Suck it Andy Gray

  16. Btw besta á twitter so far vegna þessa…

    BREAKING : Someone in Wirral ordered 10 cases of Dom Perignon

    (Rafa býr þar)

  17. Djöfuls legend er þessi eðal náungi. Í fyrsta skipti í langan tíma er maður leitandi að fréttamannafundum á vegum Liverpool FC. Vonandi að hann og við berum þess gæfu að hann verði lengi við stjórnvölinn.

  18. 2 spurningar varðandi Charlie Adam.

    Nú er mikið verið að tala um þennan leikmann og mögulega sölu á honum til Liverpool, Ian Holloway t.d. talar um að hann sé maðurinn til að fylla skarðið sem Xabi Alonso skyldi eftir sig.

    Er Charlie Adam eitthvað ofan á brauð?
    Hefur einhver hérna heillast af honum áður en þessi umræða fór í gang?

    Ég efast ekki um að hann er toppmaður fyrir Blackpool, en auðvitað ef KD og DC eru spenntir fyrir honum þá er eflaust eitthvað varið í manninn, en mér finnst bara eins og þetta sé heimatilbúið hæp frá Ian Holloway.

    Hvað segið þið spekingar?

  19. Vonandi að fleiri geti farið að viðurkenna hvað Rafa var fáránlega slakur á blaðamannafundum. Svo hrútleiðinlegur og lélegur í “mind games” að það hálfa var nóg. Húmorinn svo þvingaður að maður fékk aulahroll. Já Roy var slakur, en Rafa var það líka í þessari deild. Rafa-rantið mun seint renna mér úr minni.

    Vá hvað þetta er léleg athugasemd!

    Í fyrsta lagi, þá var Rafa brosandi og glaður á mörgum blaðamannafundum. Mörg slík myndbönd eru til af honum.

    Eigum við ekki að sjá hvernig Kenny bregst við mótlæti?

    Rafa-rantið hefur verið vandlega afgreitt á þessari síðu. Allt sem hann sagði var rétt, liðið fór á góða keyrslu í kjölfarið (en ekki öfugt eins og margir halda fram).

    Rafa var alls ekkert fáránlega slakur á fréttamannafundum.

Babel til Hoffenheim (staðfest)

Fulham á morgun