Fulham á morgun

Hvað er það fyrsta sem kemur upp í huga ykkar þegar ég segi nafnið Fulham? Hjá mér er það “takk fyrir akkúrat ekki neitt”. Gjaldkerinn þeirra er örugglega ennþá skellihlægjandi úti í banka eftir viðskipti liðanna síðasta sumar. Við borguðum þeim einhverjar 3 milljónir punda fyrir Roy Hodgson og bættum svo um betur og létum þeim í té c.a. 5 milljónir punda til viðbótar fyrir hinn tæplega þrítuga vinstri bakvörð, Paul Konchesky. Við þetta hafa svo bæst heilar 2,5 milljónir punda í starfslokasamning til handa Roy blessuðum. Þetta gerir yfir 10 milljónir punda kostnað fyrir okkar menn, en það er í lagi þar sem við höfum nánast drullað peningum síðustu 3 árin. Mér hefur reyndar aldrei verið neitt illa við Fulham, þeir geta svo sem ekkert að því gert hvað stjórnendur okkar voru vitlausir í sínum athöfnum síðasta sumar. Danny Murphy er líka fyrirliði þeirra og sá drengur mun ávallt eiga sess í hjarta manns eftir að hafa ákveðið að gera það að reglu sinni að setja boltann í netið hjá nágrönnum okkar frá Manchester, kenndum við sjálfan djöfulinn.

Fulham hafa ekki verið að gera neitt sérstakt mót, en það höfum við nú heldur ekki verið að gera. Þeir hafa unnið heilan einn leik á útivelli, en það kemur reyndar ekki til með að skipta neinu máli, Wolves voru ekki búnir að geta boru á útivelli þangað til þeir mættu á Anfield fyrir ekki svo mörgu síðan. En munurinn þá og nú? King Kenny Dalglish er mættur á svæðið og það er með hreinum ólíkindum hversu andrúmsloftið í kringum Liverpool FC hefur breyst fáránlega mikið á ekki lengri tíma. Bara við það að fá Kónginn aftur til stjórnvölinn. Hver fréttamannafundur með kappanum er bara einn og sér hreint tilhlökkunarefni, horfnir eru þeir tímar sem voru fyrir c.a. mánuði síðan að manni kveið fyrir hverjum fundi stjórans með blaðamönnum. Bara þessi vellíðunartilfinning með komu kappans er nánast nóg fyrir mann. Þunglyndið yfir liðinu hefur verið á köflum “too much” í vetur og við áttum algjörlega skilið að fá smá vellíðunartilfinningu á nýjan leik. Þriðja markið gegn Wolves um helgina var bara gamla pass and move all over again eins og í gamla daga. Stimpill Kóngins er kominn á liðið að vissu marki, við vissum vel að þessir knattspyrnumenn okkar kynnu alveg að sparka tuðru.

Fulham er mikið jafnteflis lið, hafa gert heil 11 slík á tímabilinu. Þeir eru bara 3 stigum á eftir okkur í deildinni, en samt búnir að tapa 3 færri leikjum. Aðal málið hjá þeim er að vörnin hjá þeim er sterkari en okkar, allavega hafa þeir fengið 6 mörkum færra á sig, en á móti kemur, þá hafa þeir ekki verið að skora mikið. Af 25 mörkum þeirra þá hefur Clint Dempsey skorað 8 kvikindi. Næsti maður hjá þeim, Brede Hangeland er með heil 3. Þeir eru því ekkert að kafna úr framherjum, þó svo að Clint spili framarlega. Bobby Zamora er meiddur hjá þeim, og hefur það sitt að segja. Mér skilst að Fulham séu alveg með það á tæru að hann sé ekki að spila með þeim þessa dagana og haga því spili sínu þannig. Eitthvað sem Roy Hodgson fattaði ekki hjá Liverpool. Danny Murphy hefur verið aðal mótorinn á miðjunni hjá þeim, en sá aðili sem ég hræðist alltaf mest hjá Fulham er Mark Schwarzer. Á einhvern hundleiðinlegan hátt virðist sá maður alltaf eiga stórleiki á móti okkur. Sem betur fer held ég að hann sé ennþá að spila í Asíukeppninni…wait for it…wait for it…wait for it…MEÐ ÁSTRALÍU. Það er því einhver Stockdale gaur í markinu, og ég ætla bara rétt að vona að Schwarzer hafi ekki kennt honum hvernig eigi að eiga stórleiki gegn Liverpool. Annað sem ég hræðist mikið við Fulham liðið, Senderos er víst meiddur, hefði alveg þegið hann í hjarta varnarinnar að glíma við Fernando. Brede Hangeland er virkilega öflugur varnarmaður og þeir Simon Davies og Damien Duff geta einnig gert mikinn usla á góðum degi.

En þá að okkar mönnum. Maður hefur svo sannarlega aftur fengið löngunina á því að ræða Liverpool FC við félagana alveg fram og aftur. Sú löngun hafði minnkað fáránlega mikið síðustu vikurnar undir Roy Hodgson. Ég hef ekki farið í felur með þá skoðun mína að sénsinn sem Kelly hefur verið að fá sé frábær og hann er að nýta hann vel. Flott að fá ungan og sprækan strák inn í liðið, svo sannarlega framtíðarmaður hjá okkur. Næsta skref finnst mér vera að gefa Martin Skrtel kallinum frí og leyfa Danny Wilson að spreyta sig. Skrtel hefur nokkra góða kosti, en undanfarið hafa gallarnir hans verið svo hrikalega áberandi að ég efast bara um að þó Wilson sé með minni reynslu, að hann geri jafn mikið af mistökum. Meira að segja hefur Skrtel komist upp með flest af mistökum sínum í vetur því það liggur við að hann hafi geta fengið dæmt á sig víti í hverjum einasta leik sem hann hefur spilað á tímabilinu. Danny Wilson með Agger, tveir vel spilandi og tiltölulega fljótir miðverðir. Gefa guttanum séns þangað til Carra kemur tilbaka. Margir hafa verið að afskrifa Carra, en ég er á því að hann er mikilvægari en menn grunar. Hann er leiðtoginn, öskrar menn í stöður og skipuleggur vörnina með Pepe. Agger er sem betur fer hávær líka (þó ekki í sama flokki og Carra) en þeir Skrtel og Soto eru nánast mállausir. Inn með Wilson, en ég efast nú engu að síður að Kenny setji hann inn líka.

Við erum að fara að spila við þrjóskt lið Fulham á heimavelli og ég væri alveg til í að sjá Kónginn hrista svolítið upp í þessu og vera með sóknarsinnað lið. Meðal annars þess vegna vil ég sjá Wilson inni, því hann er hraðari en bæði Skrtel og Soto. Ég væri til í að sjá Fabio vinstra megin, Kelly hægra megin, Glen á hægri kanti, Cole vinstra megin, Lucas og Raul á miðjunni með Stevie í holunni fyrir aftan Fernando. Léttleikandi og skemmtilegt lið á móti varnarsinnuðum Fulham mönnum. Og já, mikið er það nú gott að endurheimta Stevie, og já, hans langbesta staða er í holunni fyrir aftan El Nino. Meireles stóð sig vel í “holunni” í síðustu leikjum, en menn sjá það alveg sem vilja sjá að hann er að “droppa” meira tilbaka en hann ætti að gera, því hann er fyrst og fremst miðjumaður. Lucas og hann hafa verið að lofa virkilega góðu þarna saman á miðjunni. En Kóngurinn fer sínar eigin leiðir, það mun ekkert breytast og ég er á því að hann muni stilla svona upp á morgun:

Reina

Johnson – Skrtel – Agger – Aurelio

Lucas – Meireles
Kuyt – Gerrard – Maxi
Torres

Bekkurinn: Gulacsi, Kelly, Kyrgiakos, Konchesky, Poulsen, Cole og Ngog

Já, það er eitthvað sem segir mér að hann hvíli Kelly, eftir fjóra leiki í röð í byrjunarliðinu og Johnson komi aftur í sína stöðu. Býst reyndar alveg eins við því að Konchesky fái sénsinn vinstra megin, en ég var þó í mestum vafa með vinstri kantinn. Eitthvað sem segir mér að Cole fari að fá sénsinn hjá Dalglish. En ég ætla að standa við þetta svona þangað til annað kemur í ljós. Held að Jovanovic sé meiddur, ásamt auðvitað Carra.

En þetta er á sjálfum Anfield, ekkert annað en 3 stig koma til greina. King Kenny Dalglish hefur ekki unnið á Anfield í einhver rúmlega 20 ár eða svo, því er kominn tími á það. Fulham geta með sigri jafnað okkur að stigum, en það er bara ekkert að fara að gerast. Við höldum áfram þar sem frá var horfið gegn Wolves og spilum þá út af vellinum. Ahh hvað það er gott að vera orðinn bjartsýnn á nýjan leik, það munar öllu fyrir sálartetrið hjá manni, sem var ekki orðið upp á marga fiska á sínum tíma, allavega ekki það sem sneri að fótboltanum. Eigum við ekki bara að segja að við endurtökum leikinn frá því gegn Wolves og vinnum góðan 3-0 sigur? Torres er óstöðvandi þessa dagana, setur eitt, Stevie stimplar sig inn á ný með einu og svo mun Lucas af öllum mönnum hamra inn þriðja markið.

Koma svo…

105 Comments

  1. Það kæmi mér nú mjög mikið á óvart ef hann myndi taka Kelly úr liðinu

  2. Vel mælt ssteinn !
    Eina breyting frá síðasta leik er að gerrard kemur inn, annas á liðið að vera óbreytt.
    Spurning með johnson, hvort hann verður vinstra meginn eða hægra meginn.
    persónulega vildi ég prófa hann á hægri vængnum.

  3. Langt síðan mig hlakkaði svona til að horfa á Liverpool leik, þetta er 2-0 sigur. Torres með bæði. Lýst helviti vel á liðið sem þú vonaðist eftir en því miður er það ekki líklegt. Væri mjög til í að sjá Joe Cole, ef hann kemst í gang þá gæti hann orðið lykilmaður í þessu liði, það þarf enginn að segja mér að hann hafi vaknað einn daginn búinn að missa alla hæfileikana, vonandi að hann fái að spila hjá kóngnum, öðlist sjálfstraust og láti ljós sitt skína í Liverpool búningnum.

  4. Mér er nokkuð sama hverjir spila þennan leik, liðið er allt saman á réttri leið og við vinnum þennan leik 4-0.

  5. Vill fá Kelly í miðvorðinn á kostnað Skrtel, maðurinn er bara hrein hörmung. Á það til að eiga ágæta leiki, en staðsetningarnar hans eru oftast skelfilegar, stórhættulegar tæklingar innan okkar teigs, enginn leikskilningur.

  6. Váá hvað væri gaman að sjá léttleikandi liðið sem SSteinn vil sjá, var að spjalla við félaga minn í síma í dag og talaði um að draumurinn væri einmitt það lið sem steini nefnir hér að ofan. Það verður samt líklega ekki en væri gaman.

    Ég er líka alltíeinu orðin bjartsýnn og spái 5-1.. Torres 3, Gerrard 1 og Meireles heldur áfram að setjann.

    Hvað er svo að frétta af leikmanamálum? er þetta ekki að verða aðeins of þreytandi? ætli það sé eitthvað að gerast í Suarez málinu ennþá? lykillinn í því máli finnst mér er að vita hvort Comolli hafi í alvöru farið til Hollands, ef hann gerði það er áhuginn mikill og málið verður klárað annars hef eg talsvert minni trú á málinu… Svo er spurning með Charlie Adam hvort Liverpool hækki boð sitt eða gleymi honum bara. Maður vonar að þessir 2 komi en svo er alltaf spurning hvort eitthvað annað sé að gerast, okkur vantar kantmenn og mundi ég þiggja þessa 2 fyrrnefndu og eitt stk Zogbia með þeim fyrir 8-9 millur… Er annars eitthvað áhugavert meira í slúðrinu en þessir 2 Suarez og Adam orðaðir við okkur??

  7. Ég hugsa að hann haldi sama liði og á móti Wolves. Gerrard komi inn á bekkinn bara. Það er allavega rökrétt að gera það þar sem það lið gerði góða ferð til Wolverhampton. En þetta byrjunarlið er samt engu að síður mjög líklegt fyrir utan að Maxi er ekki að fara að missa sæti sitt til Joe Cole eins og er allavega ! Annars góð upphitun að vanda 🙂

  8. Það hættulegasta fyrir okkur er að gefa Fullham mönnum horn eða aukaspyrnu 10m fyrir utan teig. Þess vegna er best að Lucas Leiva verði sem minnst inn á. Veikasta svæðið okkar er fjærstöngin í þessum leikatriðum og er það oftast sett á hinn arfaslaka varnarmann SKRTL að skalla boltann burt. Eini gallinn er sá að Skrtl kann ekki að skalla, hann lýtur út fyrir að geta það en hann bara kann það ekki. Að vísu kann hann ekki heldur að sparka og er nokkuð lélegur í að dekka. Síðan er mjög auðvelt að taka hann á og yfirleitt er hann mistækur og óöruggur. En að öðru leyti er hann fínn knattspyrnumaður.
    (þetta síðasta var kaldhæðni)
    ((þetta með kaldhæðnina var líka kaldhæðni, því auðvitað er það kaldhæðni að segja að kaldhæðni sé kaldhæðni))

  9. 2-0 fyrir Liverpool. Það er Torres eftir sendingu frá Meireles og Gerrard með flott skot.

  10. Kann ekki að setja upp liðið hérna í svona ramma en ef ég kynni það þá væri liðið mitt þannig skipað. REINA – Kelly – Agger – Wilson – Aurelio – – Johnson – Meireles – Lucas – GERRARD – Cole — TORRES og þá myndum við vinna 5-0 en liðið verður ekki svona og við vinnum 3-1 😉

  11. Sælir félagar

    Það er auðvitað engin kaldhæðni þegar menn segja að kaldhæðni sé kaldhæðni. Þegar maður er með kaldhæðni þá má maður ekki segja frá kaldhæðninni því þá hættir hún að vera kaldhæðin kaldhæðni. Kaldhæðnin verður þá bara lélegur brandari þar sem kaldhæðni er bara kaldhæðni þegar maður beitir kaldhæðni á kaldhæðin hátt sem kaldhæðni. 😉

    En nóg um það. Mér líst betur á liðið hans SSteins en liðið sem SSteinn stillir upp sem því liðið sem KK stilli að líkindum upp. Það er, SSteinn stillir upp liðinu hans SSteins sem liðinu sem SSteinn vill að byrji inná en SSteinn telur að KK stilli upp öðru liði en SSteinn. Við sjáum til.

    Ég held að okkar menn vinni þennan leik nokkuð örugglega en ekki auðveldlega. Það er líklegt að við fáum á okkur mark (vonandi ekki mörk) úr föstu leikatriði en við ættum að skora 2 til 4 úr frjálsum leik.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  12. Það er í rauninni bara eitt sem er öruggt og það er að Andy Gray mun ekki lýsa leiknum hjá okkar mönnum á morgun!

  13. Það er mjög fyndið að fylgjast með skrifum um Skrtel inn á kop.is. Ef marka má þessi skrif þá getur Skrtel ekki eftirfarandi hluti: dekkað menn, tæklað, skallað, sent boltann, talað og tekið góða ákvörðun undir pressu. Í rauninni er hann eins og þoka inn á vellinum, menn labba í gegnum hann. Við ættum í raunninni að spila með 10 menn í staðinn fyrir að hafa Skrtel inn á. Mjög skemmtilegt.

    Annars er ég sammála með það að Wilson ætti að fá að spila á morgun.

  14. Sjitt, ég ætti að taka það fram að ég er að tala um comment á kop.is… sorrí með það.

  15. 16 Maggi bjögg….

    ég er nú stundum komin á þá skoðun að betra væri að vera tíu en með Skrtel í vörninni svo slakur hefur hann á köflum verið…

  16. Það verður gaman að fá steve aftur inn í liðið og mun örugglega breyta miklu í okkar spili en ég er ekki viss um að hann verði í “holunni” …á móti man utd meðan steve var inná sáum við hann og mereles skipta þessu á milli sín… það er að segja að annar fór í holu hlaupið og hinn beið og svo öfugt, og er ég sanfærður að þetta gæti verið sniðugur leikur hjá king kenny,
    það er erfiðara að dekka menn ef ekki alltaf sami maðurinn hleypur fram á við,

    og ef rétt er að steve vill vera meira á miðjunni þá er þetta góð leið til að hafa hann steve góðann en samt láta hann spila í sinni bestu stöðu,

    er ég sá eini sem fanst við vera að spila svona á móti man utd?

  17. Ég vona að liðið verði svona..

    Reina

    Kelly – Wilson – Agger – Aurelio

    Meireles – Lucas

    Johnson – Gerrard – Cole/Maxi

    Torres

    En efast nú samt um það og held að liðið verði svipað og þú nefnir hér í upphituninni 😉 En við vinnum þennan leik með 2 mörkum (að minnstakosti). 2-0 eða 3-1. Gerrard og Torres með mörkin.

    YNWA!

  18. Einn helsti Liverpool-haterinn farinn af öldum ljósvakans. Græt ekki Gray.

  19. Strákar, ein pæling varðandi skrölta svona áður en hann er alveg tekinn af lífi. 3 síðustu framkvæmdastjórar hafa lagt traust sitt á hann….út af einhverju. Og ekki segja bara að það hafi ekki verið neinn annar. Ég man þegar hann var keyptur þá voru comment um hann öll jákvæð, talað um hann sem þvílíkan töffara sem bryddi grjót og þ.h. Svo man ég að hann meiddist þegar hann var að tækla einhvern í dauðafæri og ég man hvað ég var svakalega ánægður með hann þá þó að það hefði verið slæmt að missa hann í meiðsli.

    Ég held að þetta snúist um sjálfstraust hans. Hann er góður varnarmaður…þegar hann hefur sjálfstraustið eins og hann var búinn að sýna fram á. Margir hér hafa spilað eða þjálfað fótboltalið og vita að sjálftraust þýðir allt. Ef þú hefur það ekki þá verður þú aldrei góður, en ef þú hefur það í botni þá getur meðalmaður spilað langt yfir getu.

    Ég held að við þurfum ekki svo mikið á nýjum varnarmanni að halda. King Kenny mun rífa upp sjálfstraustið í skrölta svo hann fer að bryðja mótherja og grjót til skiptis á no time. Mér finnst vera stígandi í leik hans undanfarið en viðurkenni auðvitað það sem hann sjálfur veit allra best (og kanski of vel sem skýrir aftur frammistöðuna) að hann hefur oft á tíðum verið arfaslakur og gert fáránleg mistök sem allir hafa gargað yfir…nánast eins og tifandi tímasprengja í vörninni.

    En gefum stráknum séns á meðan hann er bestur og með mesta reynslu af þeim sem við eigum völ á í þessari stöðu og vonum að Kenny nái að byggja upp sjálfstraustið og þá kemur frammistaðan aftur um leið. Wilson er eflaust frábær en ég hef svo sem ekkert fyrir mér í því og ég spyr ykkur sem setjið hann hér í ykkar “óskalið” hvað eftir annað, hvað í ósköpunum hefur wilson gert sem sannfærir ykkur um að hann eigi skilið að fá fast byrjunarliðssæti í LFC????

    Jú gefum honum séns og skoðum hann og metum og hver veit kanski er hann það besta sem hefur komið fram síðan Finninn föngulegi reið húsum í vörninni, en þangað til þá legg ég til að við styðjum þá sem við eigum og hafa lagt sig fram eins og þeir gátu hverju sinni, til að bæta sig enn frekar og skila okkur betri vörn í stað þess að rífa þá niður og hæpa upp einhverja efnilega gutta sem hafa bara ekkert sýnt ennþá hvað sem síðar verður.

    Góðar stundir
    Islogi

  20. Er eitthvað að frétta af þessum Luis Suarez kaupum? Væri svo gjarnan til í að sjá hann í rauðu treyjunni!

  21. Ég efast sjálfur um að Skrtle sé yfirhöfuð næginlega hæfileikaríkur varnarmaður til að ég vilji hafa hann í Liverpool FC. Wilson stimplaði sig vel inn hjá Rangers og var valinn efnilegasti ung leikmaðurinn eða besti nýliðinn eða eitthvað álíka.

    Ég býð Martin að sanna að ég hafi rangt fyrir mér og ég skal fyrstur fara og kyssa skó hans geri hann svo. En eins og staðan er í dag vil ég heldur gefa Wilson sénsinn en að halda Skrtle áfram.

    KKD þekkir þetta betur en við og ef hann treystir Skrtle, geri ég það líka. Við eigum auðvitað að styðja okkar menn, sama hvort þeir heita Reina, Torres, Gerrard, Konchesky, Poulsen eða Lucas…
    Sýnum að slagorðið YNWA á við alla hjá Liverpool sem gefa sig 100% og hættum að væla, Hilmir hefur snúið heim og FerguSauron fellur innan tíðar

  22. Er aðeins að velta fyrir mér stöðu Johnson innann klúbbsins í dag.

    Þó Daglish sé að hrósa Johnson sem vinstri bakverði eru helstu styrkleikar hans ekki að nýtast okkur þar. Eitt það besta við Johnson eru frábær hlaup hans frá kannti og inná miðju, eitthvað sem hann á bágt með að gera frá vinstri kannti. Johnson hefur ekki þótt besti varnarmaður í heimi en hann hefur komist langt á fyrrgreindum sóknar hæfileikum. Samt heldur hann nú Aurelio útur liðinu og ekki einu sinni í sinni stöðu.

    Er kannski verið að halda Johnson góðum eða er hann að fá einhverja greiða hjá Kenny fyrir að vera enskur ? Ef Kelly er kominn til að vera í hægri bak eru þá dagar Johnson taldir í sumar hjá Liverpool ?

  23. charlie adams að eiga stórleik á móti man utd. gaf evra kjaftshögg af gamla taginu og átti glæsilega hornspyrnu sem endaði með marki……… kannski smá liverpoolblóð komið strax í hann 🙂

  24. Charlie Adam klobbaði líka Darren Fletcher, mér leið vel í hjartanu þegar það gerðist.

  25. Manchester aðdáendur virðast líka vera búnir að ákveða það að hann hafi til Liverpool því samkvæmt twitter kalla þeir hann öllum íllum nöfnum(“scouse” abuse). Vonandi bara að gamli refurinn Alex Ferguson blandi sér ekki í barráttuna eftir þennan stórleik sem Charlie Adam hefur átt.

  26. Fyrirgefið þráðránið en ég verð að segja að mér finnst ýmislegt falla með Man U í þessum leik. Þeir fá aukaspyrnur sem Blackpool fær ekki og hefðu átt að fá á sig hryllilega augljóst víti. Þá er ég að tala um svo augljóst þegar Rafael gjörsamlega keyrði yfir kantmanninn sem var búinn að pota boltanum áfram.

    Núna rétt í þessu fékk Hernandez að komast einn í gegn þegar hann var augljóslega rangstæður.

    Ohhh… 2-1. Það er allt að falla með þeim.

    Kv. Bitri Liverpool aðdáandinn

  27. Hvað er að þessu Man. Utd liði? Afhverju geta þeir ekki tapað?

    Fokk.

    En tókuð þið annars eftir því að stuðningsmenn Blackpool eru búnir að stela Torres laginu og nota það um DJ Campell?

    “Nananana nananana nanana ….. DJ Campell Blackpool’s number 9”

    Skondið.

  28. Fyrst menn eru farnir að ræða Charlie Adam hér þá verð ég að nefna að ég horfði á allan leikinn áðann og hann má eiga það að hann átti frábærann fyrri hálfleik. En eins góður og hann var í þeim fyrri þá var hann lélegur í seinni. Virkaði búinn á því enda kannski mikil ábyrgð á honum. Hann var fínn að dreifa spila, rólegur og yfirvegaður með boltann og tekur vægast sagt frábærar hornspyrnur.

    Sjálfsagt hægt að nota hann en ég myndi þá líka vilja vera viss um að hann spilaði ávallt eins og í fyrri hálfleik hér í kvöld

  29. Við höfum ekkert að gera með þennan Charlie Adam. Við þurfum að kaupa sóknarmann, kantmenn og varnamenn EKKI miðjumann. Þessi Adam er fínn með Blackpool þar sem hann er aðalmaðurinn en hjá Liverpool yrði hann aldrei svona mikilvægur. Vill ekki sjá hann.

  30. Typical comment frá Ferguson:
    we couldn’t handle Charlie Adam, his corner kicks are worth £10m – ef Liverpool ætlar að kaupa hann – borga nógu mikið….

  31. 39# hann lagði samt upp bæði mörkin á móti man united sem er ekkert lélegt lið og hann kýldi evra! Sé ekki betur en að Liverpool geti klárlega notað svoleiðis mann! held það væri rosa sterkt að fá breta inn á miðjuna fyrir aftan Gerrard til að stjórna spilinu og losa poulsen í burtu í staðin !

  32. Ég var búinn að setja þetta komment mitt inn á annan þráð hér á blogginu en öll traffík fer að því er virðist á þá færslu sem er efst þá stundina. Þess vegna skelli ég þessu inn hérna líka vegna þessarar Charlie Adams umræðu:

    2 spurningar varðandi Charlie Adam.

    Nú er mikið verið að tala um þennan leikmann og mögulega sölu á honum til Liverpool, Ian Holloway t.d. talar um að hann sé maðurinn til að fylla skarðið sem Xabi Alonso skyldi eftir sig.

    Er Charlie Adam eitthvað ofan á brauð? Hefur einhver hérna heillast af honum áður en þessi umræða fór í gang?

    Ég efast ekki um að hann er toppmaður fyrir Blackpool, en auðvitað ef KD og DC eru spenntir fyrir honum þá er eflaust eitthvað varið í manninn, en mér finnst bara eins og þetta sé heimatilbúið hæp frá Ian Holloway.

    Hvað segið þið spekingar?

  33. Það verður einhver að fara að taka helvítis Búgörsku melluna Berbatov úr umferð, bið bara um eina hressilega tæklingu!

  34. Hallur common!!! Maður vill aldrei sjá leikmann brotna eða meiðast þótt hann sé hjá Man utd.

    Horfði á leikinn sem ég er búinn að sjá af Adam þá má segja hann sé þessi Adam í paradís sem oft er vitnað í, hann er hörku leikmaður og sendingarnar hjá honum eru sjúkar. Vill sjá hann sem fyrst í liverpool bol.

    En að leiknum þá er þetta skildu sigur okkar manna og það verður enginn hætta af honum, 4-0 sigur þar sem Torres skorar 2, Gerrard 1 og svo Meireles. koma svo!

  35. Varðandi Adam þá sá ég smá cover um hann á BBC hjá Gary Lineker og félögum. Alan Sherer talaði um að hann væri með alveg ofboðslegt auga fyrir hlaupum manna og algerlega með pin point sendingar þvers og krus um völlinn. Sendingar sem minna mann á Alonso. En þeirra mat er að hans helsti galli er varnarskyldan. Veit svo sem ekkert hvort hann er hjá Blackpool á einhverju fríspili þar en ég efa það ekki að ef hann kemur þá verður hann tekinn í gegn af þjálfurum okkar.

    Er hinsvegar að spá ef hann kemur, í staðin fyrir hvern á að stilla honum upp? Mereles djúpur eða Gerrard og þá Adam í mið og mögulega Gerrard í holu? Þá er Lucas út. Þótt hann sé góður þá er ég ekki viss (kannski þessvegna sem ég er ekki þjálfari lol) hvort það sé eitthvað möst fyrir okkur að fá þennan leikmann. Finsnt aðrar stöður vera meira aðkallandi að styrkja.

    Með Fulham. Djö get ég tekið undir með SStein að þar hljlóta menn ennþá að vera á barnum á snepplunum að skemmta sér fyrir peninginn sem við erum búnir að “gefa” þeim. En að leikskipulagi þá held ég að það verði sko sótt til sigurs á Anfield enda kunna þá list fáir betur en Kóngurinn. Vil sjá stórskotahríð á morgun.

  36. Man Utd viðbjóður eins og vanalega en það er bara eitt sem gleður mig á þeim bænum og það er, hvar er Wayne Rooney? er hann búin á því bara?

  37. Vonandi verður Paul Konchesky með í rútunni til Fullham. Vonandi verður hann EKKI með tilbaka.

  38. (Reina) (Kelly, Agger, Skrtel, Johnson) (Lucas) (Mereiles, Adam) (Gerrard) (Suarez, Torres)
    Þetta er draumaliðið ef eitthvað er varið í þetta slúður, það er vel hægt að spila með 4 miðjumenn 😀

  39. Spáði 1-4 sigri okkar manna síðast. Klikkaði aðeins… en núna kemur þetta… 4-1 fyrir okkar mönnum á móti Fulham. Og núna kemur þrennan hjá Torres! 🙂 .. Case closed!

    YNWA

  40. http://5.media.sportspickle.cvcdn.com/43/83/1652a2d9de72fac1384c39933a411b9e.jpg

    “The only man that makes no mistakes is the man that does nothing.” Það er mjög auðvelt að missa sig í einhverri svona speki samanber það að allir (ég þar með talinn) vilja Pacheco, Wilson og leikmenn sem spila aldrei leiki. Héðan af ætla ég að treysta því að þjálfaralið Liverpool viti meira um þá menn sem eru í leikmannahópnum en ég. Ef Skrtel er að spila og Wilson ekki er Skrtel einfaldlega betri.

  41. Alveg sammála þér Maggi. En þetta er partur af programmet, að gagnrýna uppstillingu liðsins, ákveðna menn og vilja fá hina og þessa inn í liðið sem hafa kannski lítið eða ekkert sýnt og þrátt fyrir að maður hafi ekkert vit á þessu.

    Meira að segja hrauna stuðningsmenn Manchester yfir þann gamla þegar illa gengur þrátt fyrir að maður myndi halda að karlinn væri kominn með þetta eftir 150 ár við stjórnvölinn.

    Þetta sést kannski best á því að þegar illa gengur logar spjallið af misgáfulegum hugmyndum og skoðunum um hina og þessa leikmenn frá okkur sófasérfræðingunum með öl í hendi og majones útá kinn.

    En það er nú einmitt þetta sem gerir þetta einmitt svo skemmtilegt !

    Spái að við vinnum þægilegan sigur á Fulham í kvöld, 2-0 Torres og Gerrard af gömlum vana.

  42. Ég get ekki séð að fyrrverandi þjálfaraliðið hafi verið að gera rétt með því að velja Konchesky í vinstri bakvarðarstöðu leik eftir leik og maðurinn ekki að gera neitt að viti. Það er ekkert hafið yfir málefnaleg og rökstudda gagnrýni.

    Liverpool FC vinnur í kvöld og það væri frábært að halda “hreinu”. Fulham skorar ekki mikið af mörkum nú um þessar mundir og því ætti nýlegt sjálfstraust, pass and move og Anfield að skila þremur stigum í kvöld. Ég spái 3-0 og Torres fer á kostum og setur þrennu.

    Annað sem pirrar mig mikið. Ég hugsa að deildin vinnist á ca. 76 stigum í vor. Ef það reynist rétt að þá eru Rauðu djöflamerðirnir 25 stigum frá 19. titlinum og 15 leikir eftir.

  43. Ef að Jova fer er eins gott að þeir geri það fljótlega og fái einhverja leikmenn í staðinn. Að minnsta kosti 1 sóknarmann.

  44. Af hverju svaf ég ekki bara lengur, dreif mig fram að athuga fréttirnar, gleymdi meiríaséa að pissa af spenningi því ég hélt að eitthvað væri að gerast en NEI það er EKKERT að gerast.

    Er bæði Suarez og Adam umræðan dauðar? og er ekki einu sinni NEITT nýtt slúður að detta í staðinn fyrir það slúður? Hvað er í gangi…

  45. Varðandi Charlie Adam. Mér finnst hann toppleikmaður. Hann er grjótharður og er með frábært auga fyrir spili. Manni finnst oft leikmenn slakari liða vera hype-aðir upp en ég væri alveg til í að fá hann í Liverpool. Hann er kannski ekki 10m punda maður en 6-7 væri sanngjarnt. Þeir sem spila fantasy premierleague leikinn geta séð að þar er hann 4. hæsti miðjumaðurinn, stigi á eftir Van der Vaart. Hann er ástæðan fyrir því að Blackpool hefur veri ðað spila vel og hefur tam. unnið Liverpool tvisvar á leiktíðinni..

  46. Babel út og Jovanovic út. Væri magnað ef að þetta væri það eina sem myndi gerast í januar-glugganum!

  47. Þetta er lognið á undan storminum!
    Það bara hlýtur að vera ég neita að trúa öðru

  48. annað off topic, veit einhver eitthvað meira um stöðuna á insua, af hverju hann er ekki kallaður til baka úr láni þegar við erum að spila hægri bakverði í vinstribakvarðarstöðuna finnst mér ótrúlegt. 22 ára strákur sem mér fannst vera gera góða hluti hjá liverpool og vera efni í magnað bakvörð með meiri reynslu. Hann virtist vera búinn að eigna sér vinstri bakvarðarstöðuna á síðasta tímabili og það þó aurelio væri heill. Veit einhver hvort hægt er t.d. að kalla hann til baka miðað við lánsssamning hans við Galatasary.

  49. Nr.65 Biggi

    Tók eftirfarandi comment reyndar af Wikipedia. Veit að þetta er fáránlega óáreiðanlegt enn ég er einmitt búinn að vera velta því fyrir mér hvað sé málið með Insúa.

    “Insúa is rumoured to be returning to Liverpool in the January transfer window after Galatasaray manager Gheorghe Hagi stated that he did not want loan players in his squad. He has also said that he is desperate to play for Liverpool FC again under new manager Kenny Dalglish.”

    http://en.wikipedia.org/wiki/Emiliano_Ins%C3%BAa

  50. Nei guð minn góður, alls ekki kaupa einhvern Dzsudzsák.
    Er ekki nóg að eiga menn sem heita Skrtel, Kyrkiakos og Kát.

  51. 67. Magginn.

    Hann er virkilega góður, geðveikar aukaspyrnur. Öll mörkin hans samt eru eiginlega bara með vinstri! En það skiptir svosem ekki öllu.

  52. Nr. 69 er það ekki það sem menn vilja vinstrifótar mann á vinstri kant ?

  53. Jæja þetta er farið að verða ansi stressandi að engar fréttir eru að koma upp á yfirborðið af leikmannakaupum. Menn halda greinilega mjög vel að sér í öllum ummælum um hugsanleg kaup. Ef það er eitthvað til í því að Jova sé hugsanlega á förum þá bara hljóta menn að vera að vinna hratt og vel að því að tryggja sér einhverja nýja leikmenn ! Allt skúbb er vel þegið 🙂

  54. 71. Halldór.

    Jú auðvitað. enda sagði ég að það skipti svosem ekki öllu að öll mörkin hjá þessum gæja væru með vinstri. En það væri mjög mikill kostur ef hann gæti sýnt að gæti líka gert eitthvað með hægri.

  55. ég hef trú á að liverpool liðið er komið í rosa gír eftir að allar fréttir sem við kemur liðinu er bara í sambandi við hvað kenny er ánægður með mannskapinn…… hefur enginn tekið eftir því að hann talar BARA vel um þá sem spila fótbolta fyrir liverpool…. enginn hefur verið opinberlega gagnrýndur sem er þvílíkt jákvætt……og svo kæmi mér ekkert á óvart ef það kæmi nýr leikmaður úr algjörlega óvæntri átt eftir allt talið um suarez þá virðist vera að menn hafa ekki hugmynd um einhverja aðra leikmenn sem við erum tengdir við……. og pressan er hætt að þora spyrja kónginn….. hann segir bara að það komi þeim ekki við:)

  56. Afar áhugaverð staðreynd: The last time Fulham faced Dalglish’s Liverpool at Anfield they lost 10-0.

  57. Ég held að menn ættu aðeins að halda niðri í sér andanum í þessum janúarglugga. Það er nokkuð ljóst að forráðmenn Liverpool eru að vinna í að kaupa leikmenn en vandinn er sá, eins og svo oft áður, að verðin rjúka upp við áhuga LFC.

    Liverpool FC er augljóslega að reyna við Luis Suárez sem ég er sannfærður að væri frábær leikmaður fyrir LFC. Ajax vilja hinsvegar fá sem allra mest fyrir kappann og LFC borga sem allra minnst. Það væri ábyrgðarlaust að mínu mati að borga bara það sem Ajax vill. Það er ljóst að tíminn vinnur með okkur en ekki Ajax því leimaðurinn vill augljóslega snúa sér á önnur mið og þeir munu ekki geta gert nýjan samning. Þegar samningurinn færist nær endalokum lækkar kaupverðið og því spurning hvort ekki sé betra að sætta sig við nokkuð lægri upphæð en að taka áhættu á miklu lægra kaupverði.

    Mér hefur fundist þeir hafa verið nokkuð desperat í þessari umræðu, lýsandi yfir að liverpool verði að drífa sig að klára kaupin því annars sé hann ekki til sölu…

    Ég segi bara við Ajax: “Betri er einn fugl í hendi en tveir í skógi” !! 🙂

    og svo krossa ég fingur!

  58. Það mátti búast við því að ekkert myndi gerast í dag eða yrði birt opinberlega í dag um kaup eða sölu á leikmönnum þar sem að Dalglish er væntanlega með hugann við leikinn í kvöld og vill síst af öllu vera vagga bátnum með einhverjum fjölmiðlasirkus um leikmannakaup rétt fyrir leik

    Það má hins vegar búast við að eitthvað fari að gerast á næstu sólarhringum þar sem að næsti leikur er ekki fyrr en eftir að glugganum lokar. Mín vegna má Jovanovic fara, það væri ekki slæmt að fá einhverjar millur fyrir hann þar sem hann kom frítt. Peningur fyrir hann og Babel ætti að gefa félaginu einhverja möguleika að lokka til sín leikmenn.

    Annars er leikurinn í kvöld það sem skiptir mestu máli. Með góðri sannfæringu getur maður sagt að maður hefur fulla trú á sigri í kvöld og ætla ég að leyfa mér að spá 2-1, ansi hræddur um að Skrtel byrji inná sem skýrir markið sem Liverpool fær á sig. Torres og Gerrard koma með mörk Liverpool. Það hefði nú verið fróðlegt að sjá þennan leik undir leik Hodgson, það hefði væntanlega þurft auka myndavél á þak Anfield til að halda boltanum í mynd allan tímann.

  59. Ég held reyndar að menn séu bara með óraunhæfar kröfur varðandi þennan janúar glugga það er ekki eins og lið séu æst í að missa aðaleikmenn sína á miðju tímabili. Man einhver hérna eftir einhverjum stórum kaupum hjá Liverpool í þessum mánuði? Lið verðmeta leikmenn sína að sjálfsögðu hærra í janúar þegar það er helmingurinn eftir af tímabilinu ég tala nú ekki um ef leikmaðurinn er efstur bæði í mörkum og stoðsendingum og er jafnvel fyrirliði liðsins. Þannig að auðvita setja Blackpool og Ajax háa verðmiða á þessa leikmenn. Ég er líka algjörlega á móti því að borga bara no mater what. Ein miljón punda er líka ágætis upphæð þannig að það er alveg eðlilegt að menn séu ekki tilbúnir að borga kannski 5-10 milljónum meira fyrir leikmann en þeir hafa áætlað.

    Ég hef bara enga trú á því að það sé eitthvað stórt að gera núna í janúr enda ekki besti tíminn til að kaupa leikmenn.

  60. einhverju leiti sammála Auðunn.

    Ef félagið ætlar ser að eyða kanski 200 milljónum punda í leikmenn næstu 3 ár, þá finnst mér betra að borga ekki hærra verð núna í janúar, ef við gætum notað þá peninga í að kaupa kanski einn mann til viðbótar í sumar.

    Hinsvegar væri ég mjög svekktur ef liðið verður ekki eitthvað styrkt

  61. Finnst engum öðrum furðulegt að á meðan allt er stopp í viðræðum á milli Liverpool og Ajax að það sé ekkert annað lið sem reynir að koma og ræna honum af okkur. Miðað við hvernig er talað um þennan leikmann þá finst mér eins og að við ættum að þurfa berja önnur lið af okkur.

  62. Áhugavert með suares: Keyptur í ágúst 2007 til Ajax á 7,5 m evrur, farið stigvaxandi þar frá ári til árs, valinn leikmaður ársins í hollandi á síðasta tímabili með 49 mörk í öllum keppnum (35 í deild), nýorðinn 24 ára. Ég skil alveg það sem Ajax vill meina að 15 m evrur sé of lágt miðað við að leikmaðurinn er ungur en með mikla reynslu og var að ljúka sínu besta tímabili frá upphafi og er með langan samning við Ajax. Ég myndi fyrir mitt leyti ekki svara tilboði upp á 12,7 mpunda (15 mevra) í leikmann með sama árangur hjá Liverpool (ekki alveg sanngjarn samanburður þó). Ég segi að Liverpool eigi að setja lokaboð á 23 m evra (sem ég myndi telja sanngjarnt og er að öllum líkindum lægsta verð sem Ajax er þegar með í huga) og klára þessi kaup.

  63. Auðunn, við fengum Mascherano í janúarglugga 😉 …reyndar á lánssamningi til að byrja með en hann kom í janúar engu að síður.

    Annars er ég sammála mörgum hérna. Þó auðvitað langi manni að fá Suarez og/eða aðra góða leikmenn núna strax þá skilur maður Liverpool vel að borga ekki fáránlegar upphæðir. Mér finnst einmitt Ajax virkar frekar desperat í þessu fjölmiðlafári öllu á meðan ekkert heyrist frá Liverpool.

    Vá hvað maður er einmitt ánægður með hvað allt virðist fara fram bakvið tjöldin hjá okkar liði eftir að nýjir eigendur komu.

  64. Já við fengum Masch í janúar eftir að hann var búinn að vera á beknum hjá West Ham þar sem þeir gátu ekki borgað honum laun.

  65. Ég verð að vera sammála því að það er mun betra að hlutirnir eru að gerast eða ekki gerast í fundarherbergjum en ekki í fjölmiðlum. Menn eru greinilega mjög vandvirkir og ætla ekki að borga fáránlegar fjárhæðir fyrir leikmann eins og Suarez. Það er líka athyglisverður punkturinn hjá Haddi með það að leikmaðurinn vill fara og að pressan sé meiri á Ajax en Liverpool. Mögulega eru Liverpool bara að leyfa ajax aðeins að svitna yfir hlutunum og koma svo með lokaboð í vikunni seint. En djöfull væri ég til í að vera einn af þeim aðilum sem að eru í þessum fundarherbergjum !! Ætli Comolli vanti ekki aðstoðarmann ?? Helli upp á alveg killer gott kaffi !! haha

  66. BBC segir semsagt að Ajax vilji málið klárað fyrir laugardaginn. Þeir vilja 21 milljón punda, sem mér finnst ekki langt frá því að vera sanngjarnt. Þetta er semsagt allt í blússandi gangi, það þarf bara að komast að samkomulagi um kaupverð og allt bendir til að Suarez sé klár í að flytja til Merseyside.

    Vonum það besta.

    http://news.bbc.co.uk/sport2/hi/football/teams/l/liverpool/9377256.stm

  67. Vona að eitthvað sé að gerast í málunum. Ef Liverpool mundi klára Suarez fyrir 18-19 kúlur væri það held ég frábært, 21 alltílagi finnst mér en allt mikið hærra en það of mikil áhætta, hvað ef hann finnur sig svo ekki í Englandi? jú þá tapar liðið sirka helming verðsins á að selja hann aftur. Vona að hann komi og brilleri en það eru líka til dæmi um menn sem koma frá Hollandi og hafa brillerað þar en ekkert getað í Englandi en auðvitað líka hellingur af dæmum um menn sem hafa komið þaðan og brillerað líka í Englandi…

  68. Mér finnst samt alltaf mikill kostur að kaupa leikmenn í janúarglugganum, þá hafa þeir restina af tímabilinu til að aðlagast, ná öllu undirbúningstímabilinu fyrir næsta tímabil og verða þá alveg klárir í slaginn.

  69. Spennan magnast…. Tökum þessa Fulham menn í alfayeddið fyrir framan kop stúkuna takk
    4-0 eða 10-0 eins og hjá Kenny síðast

    Áfram Liverpool KOMA SVOOOOOOOOOOOOOOOO

  70. Tekið af BBC fréttinni hans Hjalta:

    “Earlier this week an Ajax spokesman said that Liverpool’s bid for Suarez was too low compared to the reported £27m Manchester City paid for Bosnia striker Edin Dzeko earlier this month.”

    Takk fyrir City

  71. Liverpool tekur þennan leik 3-0, Torres með 2 og Gerrard með 1!

  72. Babel og Gylfi í byrjunarliði Hoffenheim sem er að spila núna í Þýska bikarnum. Vona að þeir setji sitthvort markið.

  73. False Alert! Þetta voru gömul skilaboð frá því þegar það átti að spila þennan leik fyrst!

  74. nei, hann er bara ekki sýndur í sjónvarpinu á bretlandi. Ekki búið að fresta honum

  75. það er ekkert um það á news now þannig að ég veit ekki hvar þú færð upplýsingar

  76. The Liverpool team in full is: Reina, Kelly, Johnson, Agger, Skrtel, Maxi, Gerrard, Poulsen, Kuyt, Meireles, Torres. Subs: Gulacsi, Cole, Pacheco, Aurelio, Ngog, Wilson, Shelvey.

    Lucas meiddur

King Kenny hefur engu gleymt

Byrjunarliðið komið