Babel til Hoffenheim (staðfest)

Jæja, opinbera síðan hefur staðfest að Ryan Babel hafi samið við Hoffenheim og fari þangað á morgun. Ég hef svo sem ekki miklu að bæta við fyrri umræðuna um þessa sölu.

64 Comments

 1. Ég hef góða trú á því að Babel eigi eftir að standa sig hjá Hoffenheim en hann var aldrei að fara að gera neinar rósir hjá Liverpool svo þetta er fínt.

 2. Hvað þýðir þetta varðandi sóknarkantmenn hjá okkur ?
  Og svo er talað að Wolfsburg ætla að bjóða 6 millur fyrir Milan Jovanovic.

  Babel vildi fara til Ajax svo núna er spurningin hvort að það sé þá alveg dautt mál að Suarez komi eða þá að það sé klappað og klárt og það séu bara peningar á milli og því fari Babel til Þýskalands.

 3. Smá samantekt af tilþrifum Babels í Liverpooltreyjunni, farvel segi ég bara og vonandi setur hann mörg fyrir Hoffenheim. Sé pínu eftir honum þarsem að mér fannst hann alltaf spila langt undir getu og vonaði að Kenny og nýja þjálfarateymið gætu skólað hann aðeins til.

  http://www.youtube.com/watch?v=Tmn2rTvIhD4

 4. Ég segi bara farvel Ryan Babel ! Takk fyrir þau mörk sem þú settir og þær sendingar sem þú sendir. Gangi þér sem allra best í Þýskalandi.

  Svo bara bring on Suarez !!!

 5. Hann er nú meiri lygarinn þessi Kenny Dalglish, heldur því fram að Babel verði um kyrrt og hálfum sólarhring síðar þá fer hann. Ja hérna hér, ef maður getur ekki trúað honum hverjum getur maður þá trúað!

  Nei segi bara svona. Hlutverk Babel hjá Liverpool leit aldrei út fyrir að vera eitthvað meira en bara varamaður. Hefur fullt af hæfileikum en hefur ekki náð því besta úr þeim þrátt fyrir að hafa fengið ótal tækifæri. Vonandi að hann nái feril sínum á flot hjá skemmtilegu liði Hoffenheim og Liverpool fái betri leikmann í staðinn.

 6. Sammy Lee og Clarke voru á Bolton – Chelsea leiknum, vona að þeir séu bara að skoða Chelsea en ekki neina af þessum Bolton leikmönnum.

 7. Er furðulega svekktur yfir þessu var alltaf að vona að hann blómstraði í rauðu treyjunni en það bara gerðis ekki 🙂
  bless Babel gangi þér vel

 8. Ég hef stundum velt því fyrir mér ef Babel hefði fengið spiltíma Kuyt hvar hann væri þá staddur í dag?Er samt sammála því að hann hafi ekki nýtt sénsana sína nógu vel en það eru samt aðrir leikmenn sem eru alltaf í liðinu þrátt fyrir að vera hrikalega hægir og geta ekki tekið á móti bolta smá pirraður á þessu.Gangi honum allt í haginn og vonandi kemur einhver betri í staðinn en það virðist ekki ætla að verða Suarez þar sem þeir vilja 35 mills fyrir hann sem verður ekki borgað.Kaupin á eyrinni eru ekki allveg að ganga nógu vel núna.

 9. 4 – Skondið að sjá fullt af skotum í hliðarnet í compilation videoi ! Það segir sitthvað um feril Babel hjá Liverpool 😉

  YNWA

 10. Afhverju reyndum við ekki að fá Demba Ba á láni frá Hoffenheim sem ákveðin part af sölunni á Babel?
  Virkilega góður leikmaður sem myndi breikka vel uppá framlínuna hjá okkur.

 11. Jæja ef þetta gengur alveg í gegn er komin einhver hringekja í gang.
  Babel karlinn var nú aldrei nein sérstök mannvitsbrekka og verður sennilega minnst fyrir tilþrif sín á Twitter frekar en á vellinum …. Var efnilegur já en aldrei neitt meira en það.

  En ok, Babel var nú samt eini backup strikerinn almennilegi. Ég býð ekki í það ef bara Ngog og Kuyt eiga að taka við keflinu ef Torres verður sparkaður niður eða meiðist. Nú eða verður þreyttur ….

  Sjáum til hvað næstu dagar bera í skauti sér, þeir gætu orðið spennandi…..

 12. Þetta þíðir það að við fáum klárlega einhvern leikmann á næstu dögum, eigum við ekki að segja að Suarez komi á morgun eða miðvikudaginn…
  Svo fáum við Adam á 5-6 millur afþví að hann vill fara frá Blackpool

 13. Hefur 60 þúsund pundum á viku oft verið betur varið en í twitterkónginn.

  Óska honum góðs gengis á nýjum vettvangi – þó að launin séu nokkuð lægri!

 14. Það er endalaust talað um það hjá Liverpool að menn ætli að vera “smart” í leikmannakaupum og það verði engir “silly” tilboð eða launakjör í gangi. Leikmannamarkaðurinn í dag er nátturlega snargeðveikur. Meikar nátturlega engan sens að kaupa fótboltamenn á marga milljarða. EN…… ef við ætlum að vera með í þessari baráttu og þokast nær toppliðunum að þá verðum við taka þátt í þessu rugli. Ef að þessi upphæð sem BBC segir Liverpool hafa boðið í Suarez (tæpar 13 milljónir punda) er rétt að þá er alveg deginum ljósar að félögin eiga aldrei eftir að ná saman. Til dæmis fór Dzeko til city á 27 millj. Þegar Suarez verður seldur verður það nær þessari tölu en 13 millj.
  Skil síðan ekki að ef Dalglish og félagar virkilega telja að Charlie Adam muni styrkja Liverpool liðið að afhverju gera þeir ekki þá alvöru tilboð í manninn? 4.5 millj.!!

 15. nr 7, okkur veitti nú ekkert af því að eignast einn klassa miðvörð til framtíðar og hann spilar einmitt fyrir Bolton, ég vona innilega að þeir hafi verið að skoða Gary Cahill.

 16. Þar fer sagan endalausa frá liðinu og er ég nokkuð mikið bjartsýnn á að hann eigi eftir að blómstra svakalega á næstu mánuðum og árum í þessari deild!! hentar honum bara klárlega mikið betur!!

 17. Ef Liverpool lýkur þessum leikmannaglugga á þann hátt að það eina sem gerðist var að við seldum Babel þá naga af mér handleggina!!!!!!!!

 18. Verðum við ekki bara að bíta í það súra epli að þurfa borga meira og fá Suarez strax? Ajax vill ekkert missa hann á miðju tímabili, Það er bara dýrara að versla leikmenn í janúar heldur en á sumrin.

  Þetta er svipað og þegar manni langar alveg þvílíkt mikið í einhverja nýja græju en mamma/kærasta ( í sumum tilfellum báðar) eða einhver annar predikar yfir þér að bíða og safna þér fyrir þessu og þá verður hluturinn ef till vill búin að lækka í verði. Maður getur samt ekkert beðið og VERÐUR! að kaupa það strax!

  Verðum bara opna veskið, borga þeim einhverjar 20 milljónir fyrir Suarez og krosslegja fingur að hann geti blómstrað fyrir okkur.

 19. Jæjja núú hlýýýýtur eitthvað að fara að gerast! Ég bara neita að trúa öðru..

  Fínt að vera búinn að losa sig við of launaðann bekkjarsetumann sem hefur já bara ollið vonbrigðum á vellinum, en samt auðvitað ekki á Twitter.

  En tek þetta auðvitað til baka ef við fáum engann í staðin, þá er náttúrlega ekki gott að hafa losað sig við hann. Finnst það samt mjöög ólíklegt að þeir hafi látið hann fara ef þeir væru ekki “100%” með mann í hans stað, held að KKD átti sig alveg á því að við erum ekki með breyðasta hópinn í ensku úrvalsdeildinni.

 20. Frábært fyrir Babel sjálfan, ég er nokkuð viss um að hann geri mjög góða hluti með Hoffenheim og Hollenska landsliðinu á komandi árum. Hann hefur allt til brunns að bera, honum vantar bara sjálfstraust. En ef Suarez kemur, sofna ég með bros á vör út mánuðinn.

 21. ég er nú alveg sammála því að það er móðgun að bjóða 12,7m í Suárez.

  en ég ætla að vona að Liverpool fari ekki að kaupa C.Adam á einhverja fáranlega upphæð.

 22. Takk fyrir fátt Ryan “twitter” Babel.

  Að öðru, skil ekki þessa stæla og svartsýni í mönnum, við keyptum Torres á 20-25, vitandi að maður er markaskorari af guðsnáð og það sannaði sig. Þó að Suarez sé búinn að sanna sig í Hollandi þá er það ekki eins sterk deild og Ensku(1og2) spænska þýska og ítalska. Var Kuyt ekki markamaskína þarna…

  Það er alveg hægt að gera góð kaup fyrir minna en 30mills, gott dæmi er einn besti miðjumaður í sögu liverpool, Xabi Alonso, hann var keyptur á 11. Hvað kostaði svo Reina? Cole? Agger? Benayoun? Dæmi um það þegar menn ætluðu bara að borga uppsett verð og skitu var t.d. með Robbie Kean, látum það ekki gerast aftur.

  Ég er samt ekki að halda því fram að Suarez sé ekki spennandi leikmaður, væri mikið til í hann, en að borga 30milljónir fyrir mann sem hefur ekki sannað sig meira en þetta þá segi ég nei og kaupa frekar Young og Adam.

 23. “Ég er samt ekki að halda því fram að Suarez sé ekki spennandi leikmaður, væri mikið til í hann, en að borga 30milljónir fyrir mann sem hefur ekki sannað sig meira en þetta þá segi ég nei og kaupa frekar Young og Adam.”

  Hvað hafa Young og Adam sannað á alþjóðamótum landsliða eða þá í Evrópukeppnum félagsliða?

  Get ekki sagt að Young og Adam hafa sannað sig neitt mikið frekar en Suarez bara fyrir það eitt að spila í ensku deildinni.

 24. Takk fyrir allt Babel, takk fyrir að reyna hjá Liverpool FC. Því miður gekk þetta ekki upp, hvorki fyrir LFC né Babel.

  Gangi honum sem best hjá nýju félagi.

  Nú er sá orðrómur í gangi um að skipti Suarez til LFC séu úr sögunni. Við skulum bara bíða og sjá. Blaðamönnum í UK hljóta að hugsa King Kenny þegjandi þörfina. Þeir fá ekki nógu mikið að vangaveltum´frá honum varðandi leikmannakaup. Mér finnst þetta bara FRÁBÆRT hjá kallinum, leikmannakaup eiga að vera á milli klúbba, ekki til þess að selja ómerkileg sorprit, sem mörg blaðana eru í UK.

  Mér finnst Kenny bara vera að fara með klúbbinn back to basics. Hið besta mál.

  YNWA

  YNWA

 25. Ég sá einhverstaða á netflakki mínu að kaupverðið sé um 6 milj og hækki upp í 8 milj.eftir enhven tíma.Því miður var hann bara efnilegur og ekkert annað en hann átti samt sín móment hjá liverpool,ég ég óska honum góðs gengis hjá nýju liði og vonandi ganga hlutirnir upp hjá honum í framtíðinni.

 26. Eitt mikilverðasta verk Kenny er að hreinsa til, losa sig við skemmdu eplin – og hann byrjar bara vel.

 27. Eina sem ég velti fyrir mér í sambandi við brotthvarf Babels, hver á að koma inná til að breyta leikjunum ef við erum undir á 75. mín? Babel gat þó allavega komið inná og tekið þreytta varnarmenn á. Það vantar hraða í þetta lið, þá erum við í ágætis málum.

 28. Já, hann braut upp leikina vel. Hann var 100% trúr liðinu og reyndi alltaf sitt besta. Sé eftir honum en vonandi kemur eitthvað ferskt inn í liðið og hendir okkur upp í töflunni. Djöfull er þetta transfer dæmi samt hjá okkur orðið þreytt. Ég myndi skoða Eljero Elia ef ég væri þeir, held að hann sé nú ekkert voðalega dýr og hann er með mjög góðan hraða, einmitt það sem okkur vantar. Er orðinn frekar ringlaður á þessu Suarez máli.

 29. Held að það hafi verið twitterair… c”.) já ég veit, ég er með aulahúmor

 30. Ég trúi því ekki að Liverpool hafi boðið 12,7 milljónir í Suarez! Þvílíkir jólasveinar. Eru menn algjörlega veruleikafyrrtir? Ég skil ekki hvernig Ajax nennir yfir höfuð að ræða við Liverpool. Ég held við fáum ekki neinn almennilegan leikmann núna í janúar því forráðamenn Liverpool eru greinilega gufuruglaðir þegar kemur að verðlagningu á leikmönnum.

 31. Við eigum klárlega að kaupa hinn fjölhæfa sóknarmann Luis Suarez á 20 milljónir punda ef Chelsea er að fara kaupa miðvörðin David Luiz á 25,5 milljónir punda!

 32. Nr. 36 Halli

  Eigum við ekki bara að treysta FSG og Comolli í þessu máli og varast aðeins að hlusta á slúðrið í fjölmiðlum? En svo er spurning hvort það séu FSG sem eru gufuruglaðir eða Ajax sem er með leikmann sem á 18 mánuði eftir af samning og hefur lýst því yfir að hann væri til í að yfirgefa félagið.

  Þetta er smá póker hjá báðum aðilum núna og alveg óþarfi að gleypa alveg hrátt það sem kemur fram í fjölmiðlum.

 33. Tom Werner sagði það sjálfur að þeir ættu pening til þess að eyða í janúar og ætluðu að kaupa.
  Mér finnst einhver skrítin lykt af þessu ef þeir geta ekki boðið alvöru pening í mann eins og Suarez, það er bara fáranlegt ef að þeir hafa boðið 12,7 milljónir í hann og ég trúi því ekki.
  Okkur vantar menn í hópinn okkar til þess að bæta hann og Suarez og Adam eru menn í það.
  Ég er ekki að segja að þeir eigi að bjóða einhverja 30 milljónir í Suarez en mér finnst hann alveg 20 milljóna króna virði og Adam alveg 8 milljónir.
  Ég held að Adam gæti fyllt skarð Alonso eða komist nálægt því. Hann er mjög góður og hefur hjálpað Blackpool að ná sínum árangri og hann vill ólmur spila með Liverpool og skuldbinda sig við þá. Ég veit að hann myndi spila vel hjá okkur. Eins með Suarez, hann vill koma til okkar og ég veit að hann og Torres saman frami myndi vera virkilega skothelt og þá held ég að hann sé allavegana 20 milljóna króna virði þar sem hann og Torres munu skora mörg mörk saman og koma þessu liði aftur á sigurbraut. Eða það held ég og trúi ég á!
  YNWA!

 34. Held það því miður að Liverpool séu að reyna “Barcelona” Suarez frá ajax. Hálf skammast mín samt fyrir það.

 35. @39:

  Ég held að Suarez sé miklu meira en 20 milljón króna virði, kannski 20 milljón punda….

 36. Hehehe þú veist ég meinti það vinur 🙂 En þakka ábendinguna að þetta var ekki nógu vel skrifað hjá mér 😀

 37. Held að við ættum hætta að lesa þetta slúður. Ef að það verður keyptur leikmaður eða leikmenn í janúar er það bara frábært. Ef ekki þá er það bara þannig. Treysti Dalglish og félögum alveg 100%. Hann sagði að ef þetta er hópurinn sem hann á að vera með, þá er það bara þannig! Svo held ég að þegar kemur að kaupum á leikmönnum þá hljóta þeir að vita þetta betur en við! 🙂 Annars væri einhver af okkur stjóri hjá Liverpool!

 38. Þýðir bara ekkert að vera undirbjóða leikmenn í janúar. Janúar er “redd-gluggi” og þá er allt dýrar!

 39. Nr. 38 Babu

  Ef að Liverpool buðu 12,7 milljónir punda í Suarez þá er það bara algjörlega fáránleg vitleysa. Ég las þetta á BBC í morgun, en að sjálfsögðu vitum við ekki 100% hvort það er satt. Ég er ekkert að gleypa neitt hrátt úr slúðurblöðunum. Ég er að sjálfsögðu að meina að þetta er fáránlegt EF þetta er satt. Ég hefði haldið að það væri gjörsamlega augljóst félagi. Þú mátt alveg treysta forráðamönnum Liverpool í blindni fyrir mér og horfa framhjá þessari umræðu, en mér finnst bara allt í lagi að tjá sig um orðróm þess efnis að Liverpool séu að bjóða kolruglaðaðar upphæðir í leikmenn, sérstaklega þegar þetta er komið á trausta miðla. Er þetta ekki annars vettvangur þar sem ræðum þessi mál?

  Ef að Liverpool buðu 12,7 milljónir punda í Suarez, 23 ára og einn efnilegasti framherji Evrópu, þá eru þeir bara kolklikkaðir og ekki líklegir til að næla sér í neina heimsklassaleikmenn. Það er bara hlegið að svona tilboðum.

 40. @ 45 ´´Ef að Liverpool buðu 12,7 milljónir punda í Suarez, 23 ára og einn efnilegasti framherji Evrópu, þá eru þeir bara kolklikkaðir og ekki líklegir til að næla sér í neina heimsklassaleikmenn. Það er bara hlegið að svona tilboðum.´´
  100% sammála ef að þetta er raunin en ég held að þeir eigi eftir að bjóða 18 mill 28. jan fá hann síðan á 20 ásamt eitthverjum bónus tegndum árangri á loka spretinum
  held að þeir hafi boðið svona rosalega látt fyrst til að halda þessu í 20 mill en ekki 30 eða eitthverju álíka

  En ein spurning ! hver er suares og hversu góður er hann ?
  hefur eitthver séð hann spila eitthvað að viti ?

 41. það sem ég hef seð af Suarez (sem er reyndar ekkert rosalega mikið) þá er þetta alveg 20 milljóna punda senter hann er grimmur,gráðugur,markheppinn senter sem minnir kannski helst á Teves ef ég nefni einhvern. held að hann væri rosalega góður úti vinstrameigin hátt uppi samt, með torres.

 42. Dabbi , þú ert alveg sammála um að 12,7mp tilboð sé of lágt en virðist samt ekkert þekkja til kauða og telur 20mp nærri lagi…..?

  Ég spyr aftur, afhverju ætti LFC að bjóða meira en þeir verðleggja leikmanninn á ? Og hversvegna í ósköpunum telja menn það slæmt buisness move að undirbjóða leikmann – varla eiga þeir að yfirbjóða í fyrstu atlögu, sérstaklega þegar þeir eru eini bjóðandinn ?

  Hvað ef af þessum kaupum verður og leikmaður stendur ekki undir væntingum – ætla menn þá að blóta KD eða FSG fyrir að greiða allt of mikið fyrir leikmanninn ? Til að mynda eitthvað markarsverð á honum verður að vera kaupandi og seljandi – í augnablikinu virðist það bara vera Liverpool sem er tilbúið að bjóða í leikmanninn, eigum við þá bara að borga það sem Ajax vill ? Bara svo við séum alveg örugglega ekki að bjóða of lítið í hann ?

  Það er ekkert sama sem merki á milli þess að spila vel í hollandi og að verða hit á Englandi (Kezman var guð í Hollandi). Enn síður er það gefið að leikmenn sem spili vel á HM séu frábærir leikmenn (Diouf anyone?). Þó að við þurfum nauðsynlega á leikmönnum að halda þá verðum við samt sem áður að vera skynsamir. Mér lýst vel á þennan leikmann m.v. það litla sem ég hef séð en ég verð að setja mitt traust á KD og Camolli sem hafa aðgang að njósnurum sem hafa fylgst með kappa svo mánuðum skiptir. Þeir hljóta að vera betur til þess fallnir að leggja mat á verðgildi leikmannsins en þeir sem skoða hann á youtube.

  Annars tek ég undir með Babu að því leitinu að menn verða að taka öllu slúðri með fyrirvara – aftur á móti er þetta 12mp tilboð einnig á Echo & BBC, þannig að eitthvað hlítur að vera til í þessu.

 43. Það er margt til í þessu hjá þér Eyþór, en það er sama hvernig menn líta á þetta, að bjóða 12.7 milljónir punda er alveg út úr kortinu vitlaust miðað við gæði þessa leikmanns og ekkert nema tímasóun að standa í svona rugli. Allir í heiminum ættu að vita að Ajax myndi hafna þessu umsvifalaust, og svona tilboð gæti jafnvel fengið þá til að slíta þessum umræðum þar sem þetta er svo langt frá virði leikmannsins. Það skiptir engu fyrir þá þó enginn sé að bjóða í Suarez. Ef einhver myndi bjóða 15 milljónir punda í Torres og halda því fram að það væri sanngjarnt verð því hann er sá eini sem væri að bjóða þá yrði hann úrskurðaður fáviti af okkur.

 44. Hvernig myndu menn vilja setja liðið upp ef Suares og Adam myndu koma??
  Miðju og “vængmenn” sem við höfum verið að spila með eru: Gerrard – Cole – Meireles – Lucas – Poulsen – Spearing – Kuyt – Maxi – Jovanovic – Babel (farinn). Ef við bætum Adam inn ásamt Suarez uppá topp sem eru klárlega góð kaup…hverning uppstilling sýnist ykkur fellow kop að væri best??? YNWA

 45. ahh… mér finnst Suarez vera réttmætur á ca 15 mill punda sidan plus hvað hann skorarar, eftir að hafa nað ákveðnum leikjum osfv.(bonusar). Hann er aldrei 20mill punda virði slett.

 46. Sammála þér Halli að mörgu leyti, en það er ekki hægt að líka Torres og Suarez saman.

  Sá fyrrnefndi er besti nýliði (sóknarmaður) í sögu EPL (hvað varðar mörk á fyrsta seasoni) , er með hvað besta mörk/mín ratio í sögu klúbbsins, gengdi lykilhlutverki í EM titli Spánar þar sem hann skoraði úrslitamarkið í úrslitaleiknum ásamt því að eiga eitt stk gullmedalíu af HM2010 uppí skáp hjá sér.

  Hann kom til Liverpool eftir að hafa verið stórt nafn í mun stærri deild en þeirri hollensku,í töluverðan tíma, hálfgert undrabarn í mörg ár – kom á 20mp þrátt fyrir að þá þegar var Chelsea verðbólgan löngu kominn, reyndar fyrir tíð olíufund City en Chelsea og Real höfðu ekki beint verið að eyða litlum fjárhæðum árin á undan.

  Þó að Torres hafi verið smá gamble á sínum tíma eru fleiri óvissuþættir í Suarez en Torres að mínu mati. Bæði vegna styrkleikamunar á deildunum sem þeir spila í, hugarfari og öðru. Suarez er nú enn að afplána 7 leikja bann fyrir að bíta andstæðinginn ásamt því að uppákoma hans á HM var nú ekki beint sú skemmtilegasta – en miðað við síðasta ár eða svo er Torres kórdrengur í samanburði.

 47. Aðal málið Halli og Eyþór er að Ajax vill ekkert selja leikmanninn og þess vegna geta þeir farið fram á hærra verð. Ef þú vilt fá leikmann en lið hans hefur engan hug á að selja hann þá verður kaupandi bara einfaldlega að punga út meiru til að fá leikmanninn ! Sbr Dzeko !

 48. @49 Dabbi , þú ert alveg sammála um að 12,7mp tilboð sé of lágt en virðist samt ekkert þekkja til kauða og telur 20mp nærri lagi…..?
  ertu ekkert búinn að vera að les þessa síðu ?
  ég held að langflestir séu sammála um það að þessar 12,7 er of lítið
  það eru allir að tala um að Ajax vilji fá yfir 20 þannig að hvað var svona ragnt við þetta comment ?
  ekkert asnalegra en að vera að rífa sig á bloggsíðum

 49. 49 – Eyþór Guðj:

  “ég verð að setja mitt traust á KD og Camolli sem hafa aðgang að njósnurum sem hafa fylgst með kappa svo mánuðum skiptir. Þeir hljóta að vera betur til þess fallnir að leggja mat á verðgildi leikmannsins en þeir sem skoða hann á youtube.”

  Þetta er allt saman alveg kórrétt hjá þér, en að sama skapi má með þessum rökum bara loka þessari síðu – allavega loka fyrir komment. Við getum notað þessi rök alltaf. Ef LFC tapar leik, eigum við þá bara að segja að við verðum bara að treysta því að Daglish hafi samt valið rétta liðið, því ekki sjáum við hvað fer fram á videófundum, æfingum etc? Nei, við verðum að hafa skoðanir á þessum hlutum, það er málið.

  Varðandi þetta Suarez dæmi þá er nærtækast að benda á Edin Dzeko sem hliðstætt dæmi. Þeir tikka báðir í sömu boxin. Proven markaskorarar í sínum deildum, fyrirliðar Ajax og Wolfsburg (eða voru það), Suarez stóð sig vel með spútnikliði Úrúgvæ á HM og leggur upp ógrynni marka. Fjölhæfur leikmaður, og bara allur pakkinn. Dzeko fór á 25 milljónir til ManCity. LFC býður helmingi minna í Suarez. Fengi ég svona tilboð í mitt faxtæki þá myndi ég ekki einu sinni hafa fyrir því að svara því.

  Það vita allir sem fylgjast með knattspyrnu í dag að Suarez færi aldrei á svona upphæð, og ef Commoli, Daglish, Werner, Henry og hvað þeir heita nú allir saman, halda að þeir geti fengið leikmann með svona orðspor á bakinu á þessa upphæð, þá þarf bara einhver að slá þá hressilega utan undir og vekja þá aftur úr draumalandinu. Raunveruleikinn er sá, að ef þú ætlar að fá alvöru leikmenn til félagsins þá þarftu að borga alvöru upphæð. Við getum alveg talað um það að 25 milljónir séu of mikið fyrir Suarez eða Dzeko, en svona söngur hefur heyrst í rúman áratug eftir að Real Madrid tók að sér að kaupa bestu leikmenn heims fyrir stjarnfræðilegar upphæðir. Raunveruleikinn er því bara eins og við sjáum hann í dag, ekki fyrir 10 árum síðan. 20 millljónir fyrir Suarez, jafnvel 25, eru ekkert óeðlileg upphæð. Ekki miðað við það sem hann hefur sýnt hjá Ajax eða með Úrúgvæ, og ekkert miðað við hann gæti hæglega farið til Ítalíu eða Spánar fyrir þessa upphæð. Það kæmi mér í sjálfu sér ekkert á óvart.

  Og fari svo að Suarez taki sér landa sinn Forlan til fyrirmyndar og kúki allhressilega upp á bak í ensku deildinni, þá verður bara að hafa það. C’est la vi, vogun vinnur og vogun tapar. Sjálfur mun ég ekki bölva Daglish og félögum fyrir að eyða svona upphæð í algjört flopp, ekkert frekar en ég bölva Rafa fyrir að hafa keypt Aquilani. Á meðan LFC getur ekki framleitt ungstirni eins og Wenger gerir hjá Arsenal, þá þarf LFC einfaldlega að keppa við hin liðin á sama leikmannamarkaðnum. Á þeim markaði er Suarez aldrei 12,5 milljón punda virði.

 50. Reina

  Kelly – Skrtel/Carra/Wilson – Agger – Johnson/Aurelio

  Adam/Lucas – Meireles

  Cole/Maxi/Kuyt – Gerrard – Suarez

  Torres

  Þetta væri ekkert leiðinleg viðbæting við hópinn.. Tala nú ekki um ef við fengjum góðann miðvörð líka með þessu!

 51. Heyrst hefur að þeir séu líklegast að hækka boðið. Ég bíð spenntur. Ekkert búið að heyrast um þetta í langan tíma núna.

 52. Suarez á bara 18m eftir af samningnum, sem er svona í styttra lagi, svo það hlýtur að hafa veruleg áhrif á verðið sem borgað er fyrir samninginn. Mætti ekki segja að 12,5 milljónir punda fyrir 18 mánaða samning jafngildi 25 milljónum punda fyrir 3 ára samning.

  Ef við ætlum að bera Suarez saman við Dzeko, hvað var mikið eftir af samningnum hjá Dzeko?

 53. það er talað um að Ajax vilji fá 35 mill evrur sem eru 30.1 mill pund

 54. Væri ekki leiðinlegt ef þetta væri satt hjá þér Hreiðar, Suarez er frábær, væri einnnig til í nýjan miðvörð og Charlie Adam.

  —————Reina
  Kelly-Nýr/Carra-Agger/Nýr-Aurelio(Insúa þegar hann kemur aftur)
  ———Meireles-Adam
  –Johnson-Gerrard-Suarez
  ————–Torres

 55. Kemur illa uppsett….
  Reina-Kelly-Carra/nýr-Agger/nýr-aurelio/Insúa-Meireles-Adam-Johnson-Gerrard-Suarez-Torres…… skilst kannski betur svona 🙂

 56. ég mun sakna babels….hann mun samt smella inní hoffenheim og verða seldur til city á 30 mills eftir 3.ár

Opinn þráður – pass ‘n’ move

King Kenny hefur engu gleymt