Vandamál tiltektar!

Eins og sést í færslunni hér að neðan eru fyrstu opinberu fréttir í leikmannamálum þessa glugga af sölu, en ekki kaupum. Ryan karlinn Babel virðist hins vegar ekki enn vera viss hvert hann vill fara, en ég held að nú klárist ferill hans á Anfield örugglega.

Í þessum pistli langar mig aðeins að skoða hvernig klúbburinn okkar stendur þegar kemur að leikmannasamningum þeirra leikmanna sem við mögulega viljum losna við og við görgum um hér að eigi “bara að selja”!!!

Það er ekki eins borðleggjandi og við öll höldum að “taka til” hjá fótboltaliði. Ég held þó kannski að sérkennileg breyta hafi dottið inn i kollinn á mörgum núna í vetur. Það var vegna þess að nú er kominn fídus í “Football Manager” leikinn sem hefur verið einn helsti ásteitingarsteinninn í leikmannaskiptum um árabil.

Það er þegar leikmaður heimtar “starfslokagreiðslu” vegna þess að hann sé að lækka í launum við félagaskipti, eða þegar lið er til í að losa annað lið við leikmann gegn því að hans “gamla” lið greiði hluta af launum leikmannsins áfram.

Það er erfitt að átta sig á launum leikmanna, því að lítið er gefið upp um þá, bæði föst laun og bónusa. Þær upplýsingar sem ég hef verið að reyna að safna mér síðustu vikur eru fyrst og fremst byggðar á vangaveltum þegar leikmenn voru nýbúnir að skrifa undir eða með því að hlera á twitter og annars staðar einstaklinga sem mögulega vita eitthvað um launakjör auk svona “vangaveltnasíðna” á netinu.

Satt að segja þá vona ég að það sem ég hef fengið að vita sé ekki alls kostar rétt, því það eru ansi margir “feitir kettir” hjá Liverpool. Þ.e.a.s. leikmenn sem sitja mikið á bekknum eða utan hóps á stórum samningum.

Það er ekki langt síðan að margir lykilmenn félagsins fengu góða samninga, sem eru á bilinu 80 – 120 þúsund pund í vikulaun. Þarna erum við að tala um Reina, Carragher, Agger, Gerrard og Torres. Ég held að fáir hér vilji sjá þessa menn fara og því ekki ástæða til að velta þeim upp sem tiltektarvandamálum.

Heldur ekki ungu mönnunum sem eru að detta inn í liðið, Kelly, Spearing, N’Gog, Wilson eða Pacheco. Þessir eru á langtímasamningum, nýundirrituðum og ekki að fara neitt.

En þá kemur að þeim nöfnum sem hægt er að búa til umræðuna um.

Einungis einn leikmaður sem er í leikmannahópnum rennur út á samningi í sumar. Sotiris Kyrgiakos. Sá leikmaður er á nokkuð stórum samningi, en einhvern veginn held ég að hann verði látinn klára en fái ekki nýjan samning, verði þökkuð góð störf. Annar leikmaður sem rennur út á samningi í sumar er Emiliano Insua, kannski það hafi eitthvað átt þátt í því að það átti að selja hann í fyrrasumar, því yfirleitt reyna menn að fá samninga framlengda ári áður en þeir renna út. Insua er með magnaðan agent sem kannski pirraði menn á Anfield.

Árið 2012 renna nokkrir leikmenn út á samningi, þar á meðal fjórir sem mögulega verða hluti hóps sem hverfur frá klúbbnum. Það eru þeir Skrtel, Lucas ,Aurelio og Kuyt. Kuyt farinn að eldast og hinir þrír ekki ómissandi. Það sem maður heyrir af samningum þessara þriggja er að Skrtel og Lucas eru á þægilegum samningum og því söluvænlegir, en Kuyt mun ekki fara nema til stórliðs því hans samningur er afar stór. Einungis 10 – 15 ríkustu lið álfunnar hafa efni á að borga sömu laun og því er mögulegt að Dirk Kuyt sé fyrsta vandamál tiltektarinnar á Anfield. Hann verður ekki seldur hvert sem er nema við tökum á okkur fórnarkostnað. Hinir þrír eru hins vegar “söluvænlegir” eins og staðan er á samningum þeirra nú.

Ryan Babel er líka með samning til þessa tíma, en hann hefur nú þegar sagst vera til í launalækkun fyrir spiltíma. Hann er á stórum samningi, talað um 75 þúsund á viku. Það að hann sé til í launalækkun ber að þakka, því ég sé ekki mörg lið til í að borga honum þau laun, t.d. ALLS EKKI draumaliðið áhangenda hans, Arsenal.

En árið 2013 renna svo út samningar sem eru klárlega vandamál tiltektar. Glen Johnson er þar, sagður vera með um 105 þúsund pund á viku, Milan Jovanovic líka, hann á að vera með 85 þúsund pund og síðast en ekki síst var í sumar keyptur 30 ára miðjumaður sem fékk þriggja ára góðan samning, upp á ca. 70 þúsund pund. Sá heitir Christian Poulsen. Alla þessa leikmenn má selja nú þegar (Poulsen líka því hann lék ekki með Juventus í vetur áður en hann kom til Liverpool). En hvern þessara manna eru lið í Evrópu líkleg til að semja við um þessi kjör? Í öllum þessum tilvikum yrðum við að gera aðra áðurnefndrar eftirgjafar, eða selja þá til félags með miklum afslætti. Nafni Jovanovic er nú dreift um alla Evrópu en ennþá eru að mér skilst engin viðbrögð nema frá minni klúbbum í Þýskalandi og svo frá Belgíu, í öllum tilvikum frá liðum sem eiga enga möguleika á að greiða þessi laun.

En vitleysa sumarsins endaði ekki þarna, því bæði Paul Konchesky (29 ára) og Joe Cole (29 ára) fengu fjögurra ára samninga sem renna út sumarið 2014! Konchesky hækkaði töluvert í launum, talinn vera með um 45 þúsund pund og Cole fékk risasamning, talað um launabilið 95 – 105 þúsund pund. Hvaða lið í heiminum, eða bara sólkerfinu, verður tilbúið í að jafna þessa samninga í lengd og launum!!! Það segir kannski ýmislegt hversu vitlausir þessir dílar eru að árið 2014 á samningur Aquilani að renna út, sá var í anda samnings Konchesky og Juventus er búið að samþykkja við hann að taka þann samning yfir.

Konchesky er ekki hægt að selja í þessum glugga, en má lána (lék fyrir Fulham einn leik áður en hann kom). Cole má selja. Enginn verður til að hjálpa til við þessa tiltekt nema að við sitjum uppi með mikinn fórnarkostnað!

Fyrir þetta missti Purslow alvöru starf hjá klúbbnum og er í “puntstöðu” sem partur af starfslokasamningi (hann var líka á löngum samningi) og þetta er það sem eigendurnir töluðu um þegar þeir minntust á slaka samningsgerð hjá klúbbnum.

Og þetta mun standa í okkur í miðri tiltektinni. Við erum ekki að sjá lið standa í röðum að eltast við þá leikmenn sem við helst þyrftum að losa. Jovanovic hefur fengið skýr skilaboð um að hann megi fara, Joe Cole er manni nú sagt að LFC sé tilbúið að losa (Kenny vill frekar nota Shelvey eða Pacheco) og Johnson, Poulsen og Konchesky eru ekki ómissandi (vægast sagt) eins og þeir hafa spilað í vetur. Afsláttarsala eða fórnargreiðsla er því eini valkosturinn. Báða hluti er ég sannfærður um að menn séu nú að reyna með einhverja þessara manna.

Þessu umhverfi klúbbsins munu FSG breyta. Langtímahálaunasamningar til óreyndra manna eða meiðslapésa heyra nú sögunni til. Því þetta er raunveruleikinn, en ekki Football manager þar sem Cole, Jovanovic, Babel, Johnson og Poulsen eru þrælgóðir og ekkert vandamál að selja.

En meira að segja þar er vandamál að taka til og selja Skrtel og Konchesky!

Efficiency (skilvirkni) leikmanna þarf að vera í takt við mikilvægi þeirra og samningurinn sömuleiðis, vonandi tekst okkur að taka til með lágmarks tilkostnaði til framtíðar!!!

158 Comments

  1. Bendi samt á að ef við gegum okkur að Cole sé á 4 ára 100K samningi þá er hann að fá 20.8M út samningstímann. Við fengum hann frítt þannig að það þarf að draga kaupverð fyrir sambærilegan leikmann frá þessari tölu til þess að fá út einhvern raun-rekstrarkostnað.

    Hinsvegar hefði væntanlega verið betra að borga lægri laun og setja eingreiðslu (sweetener) við undirritun.

  2. Frábær pistill Maggi og setur leikmannaskiptin eflaust í nýtt ljós hjá mörgum. Vona bara að FSG, Comolli og Kenny verði fullkomlega miskunnarlausir í þessari vinnu. Ef þessar tölur eru réttar þá fer mig að gruna að Eggert Magnússon hafi veirð ráðinn sem ráðgjafi í samningagerð hjá Liverpool!

  3. His Bitemark says that he’s a Red
    Suarez Suarez
    He’ll never bite alone we said
    Suarez Suarez
    We bought the lad from the Dutch
    He scores a goal with every touch

    Tekið af rawk spjallinu, menn eru víst bara strax komnir með lag um hann ef hann kemur sem er btw snilld:D

  4. His Bitemark says that he’s a Red

    Suarez Suarez

    He’ll never bite alone we said

    Suarez Suarez

    We bought the lad from the Dutch

    He scores a goal with every touch*

  5. Mér finnst þetta frábært, sem bjöggi er að sýna. Sýnir afhverju kóngurinn ætti að vera lengur með liðið en út sumarið…

  6. Frábær pstill Maggi. Ef þessar staðreyndir séu á rökum reistar þá er vandamál klúbbsins ekki bara á vellinu heldur eru launamál félagins í algjöru rugli. M.v. það tekjutap sem félagið verður af vegna CL þá er það mjög skiljanlegt að eigendur fari varlega með peningana og selja áður en þeir kaupa.

  7. Mjög góður pistill,sem var þörf á því málin eru oft aðeins flóknari heldur en menn halda.
    Ótrúlegt með samningana hjá Jova og Cole,aðallega Jovanovic þar sem Cole er enskur og hefur sannað sig mun meira heldur en Jova.

    Ég hafði alla tíð viljað Cole til Liverpool helst beint frá West Ham fyrir margt löngu en karlinn virðist bara eitthvað týndur,hvort sem það er vegna meiðsla á líkama eða sál.

    Hef samt trú á honum,bara setja hann á kantinn og láta hann dæla fyrir,hann er snöggur og með afbrags-sendingargetu.Hann þarf bara Kenny-pepp í hausinn sinn.

    Ég vill frekar bíða þolinmóður þó erfitt sé og gera hlutina rétt til langtíma svo að klúbburinn minn sé ekki alltaf að tapa á öllum viðskiptum eins og virðist vera raunin með síðustu ár(atug)

    Þetta er ekki Football Manager,það er ekkert hægt að loada bara nýju seifi eða restarta þegar þú ert búinn að klúðra öllu.

    Nýjir tímar,ný Von með Kenny og Henry YNWA

  8. Flott samantekt Maggi. Ég held að Kuyt sé einfaldlega ekki hluti af tiltektinni, ég hugsa að honum verði boðinn áframhaldandi samningur næsta sumar, líklegast árs framlenging, í mesta lagi 2 ár og þá jafnvel aðeins lægri en sá sem er í gildi núna. Eins og þú kemur inná, þá er stóra vandamálið fólgið í samningum leikmanna eins og Konchesky, Poulsen og Jovanovic. Þeir eiga allir meira en 2 ár eftir og því erfitt að losa. Menn eins og Skrtel sem eiga um eitt og hálft ár eftir, eru minna vandamál, kjósi menn að losa þá. Þegar líður nær þessu ári sem eftir er, þá gefa menn meira eftir fái þeir lengri samning á nýjum stað (sbr. Babel núna) Þessir gaurar hugsa fyrst og fremst um sig og sína og því ef þeir fá góðan samning, hjá liði sem þeir vilja spila með, og til lengri tíma = meira öryggi, þá gefa þeir meira eftir í launamuninum.

    Með Cole, þá held ég að við séum ekkert að spá í að losa okkur við hann. Hann er enskur, hjálpar upp á kvótann, og menn vita alveg að hann á helling inni frá því sem hann hefur sýnt til þessa. Eins og fram kemur hér að ofan, þá var outlay ekki mikið á þeim bænum og ekki verið að spá neitt í re-sale value þegar hann á í hlut.

    En all in all, held að þú hafir alveg hárrétt fyrir þér í því að það verður djöflinum erfiðara að losa okkur við Konchesky, Poulsen og Jovanovic. Enginn á góðum aldri þannig lagað, háir samningar og allt of langt eftir af þeim. Big losses framundan varðandi þá þrjá.

  9. Reyndar má leiðrétta eitt og annað varðandi FM þarna hjá þér, að þessi fídus var mættur fyrir löngu, fyrir utan að ég prófaði að vera Liverpool (að vísu með A-klassa árangri og skilaði dollunni á fyrsta tímabili) og það er fjandanum erfiðara að losna við þennan deadwood sem Jova, Poulsen og Konchesky eru (meira segja Joe Cole, sem er 33 hjá mér á þessum líka feita samningi, fellur í þennan hóp) …. Annars nóg komið um tölvuleiki og geri ég mér alveg fyllilega grein fyrir muninum.

    Þetta er náttúrulega hreinn og beinn skandall að svona samningar skuli vera gerðir. Maður fer nú að hugsa sig tvisvar um áður en maður verslar varning og annað tengt klúbbinum þegar maður sér að þetta er allt að renna í vasana hjá mönnum sem svo leggja sig ekki einu sinni fram. Ég hef nú líka alltaf verið á því að svona samningar þurfi að vera árangurstengdir og greiðslurnar að virka sem hvatning til að standa sig eins og maður. Ég er ekki í nokkrum vafa um að Fergie og Wenger t.d. leyfi ekki svona löguðu að gerast eins og samningurinn hjá Johnson (Rooney kannski undantekningin en hann hlýtur að falla í Torres/Gerrard flokkinn). Maður spyr sig líka, ef engir voru peningarnir til að kaupa leikmenn undir G&H, hvaðan komu þá þessar svimandi launagreiðslur eiginlega ? Í þessu máli verða allir að taka á sig sína sök, Hodgson, Rafa, Purslow og fleiri.

    Annars er ég ósammála þér með að setja Dirk vin minn sem hluta tiltektar. Sé ekki að aldurinn sé að fara að breyta hans spilamennsku mikið, aldrei verið snöggur og gaurinn er með 20 í natural fitness svo maður vísi aftur í tölvuleikinn góða. Það sem ég er að reyna að segja er að ég sé lítinn mun á 30 ára Kuyt og 34 ára Kuyt.

    Hvernig standa annars aðrir menn eins og Maxi og varamarkmenn og fleiri ?

  10. Athyglisverðar pælingar og ég verð að viðurkenna að ég var ekki að gera mér fulla grein fyrir þessu. Þetta breytir ansi miklu þegar kemur að sölum og kaupum á leikmönnum. Winston Bogarde er held ég besta dæmið um leikmann sem að var á alltof háum launum hjá Chelsea á sínum tíma og var bara alveg sama þótt hann þyrfti að æfa með unglingaliðum Chelsea, með þann launapakka sem hann var með var ekki nokkurt lið í heiminum að fara að jafna. Þannig að til að losna við þessa menn sem að Maggi telur upp hér að ofan þarf Liverpool væntanlega annaðhvort að bæta þeim það launatap sem þessir menn verða fyrir eða að þeir dagi uppi í varaliðinu. Það er alveg deginum ljósara að þeir hafa spilað sig út úr liðinu með lélégum frammistöðum (Ekki átti maður von á miklu) og þar með er kostnaður Liverpool orðin gífurlegur í ekki neitt ! Ég vil skrifa þetta mest á Christian Purslow en aðrir hafa eflaust komið að þessu einnig ! Það verður allavega fróðlegt að fylgjast með. FSG á vafalítið eftir að breyta þessum brag hjá LFC.

  11. þetta er orðið ekkert smá ruglingslegt með þetta suarez mál…. núna er maður að lesa að henry hafi borðað með umbanum hans suarez sem heitir pere guardiola sem er bróðir pep guardiola í london þar sem verið er að klára samningsmálin og fínisera smaninginn……. á annan bóginn þá er talað um að það sé ekki séns í helvíti að hann sé að koma þar sem kaupverðið á honum sé skæhæ og babel sé hlægileg skiptimynt……… þetta er orðið einsog lélegur þáttur í glæstum vonum…… nóg af drama en það gerist ekki neitt!!!

  12. Skelfileg lesning hérna þetta er bara einfalt Suarez til LIVERPOLLA!!!! hann er ábyggilega einn besti leikmaður í heiminum í dag, og flott að sjá hann og Gerrard saman sem er náttúrulega besti leikmaðurinn í heiminum í dag!!! You will never play alone!!!

  13. Á hvaða sýru eru menn eiginlega þarna á Anfield sem sjá um samninga?
    Það verður enginn gamanleikur að losna við þessa menn. En ef þeir hafa metnað til að spila þá hljóta þeir að taka á sig launalækkun.

  14. Þetta minnir líka bara á NBA. Lið sem gera feita samninga við leikmenn sem standa svo ekki undir væntingum geta lent í vandamálum í nokkur ár. Þess vegna er griðarlega mikilvægt að fara hárrétt að í þessum málum.

    Síðan væri gaman að sjá launaþak í fótboltanum. Þá gætu ríkustu liðin ekki hrifsað alla sterkustu leikmennina til sín nema þeir myndu taka á sig verulega launalækkun.
    Auk þess gætu meðalpésar einsog Poulsen, Konchesky og fleiri ekki farið fram á svona há laun.

  15. Flottur pistill Maggi og góð sýn sem maður fær á málin.

    Eitt er ég að spá og það er varðandi þessa eigendur, Maggi, Kristján Atli, Einar Örn, SSteinn og fleiri góðir pennar vitið þið eða hafið heyrt einhversstaðar og kannski á twitter hvort þessir menn eigi eða séu virkilega tilbúnir til þess að setja eitthvað af peningum í leikmannkaup? slúður er slúður en af hverju er oft sagt að Liverpool hafi ekki efni á hinum eða þessum eða þá að Suarez gangi ekki vegna þess að Babel fer/fór bara á 7 millur?? erum við kannski að sjá að þessir menn séu bara til í að eyða 10 mills í jan og ekki efni á Suarez??? Hvað gerist svo í sumar, verða þá settar 20 milljónir í viðbót í leikmannakaup eða verður það nær 100???

    Þetta lið er ekki á næstu 2-3-4-5 árum að fara á toppinn ef ekki verður eytt helling af peningum í leikmenn það er ég handviss um, er ekki að segja að það vanti 3-400 milljónir í leikmenn eins og í Manchester borg en kannski 100-150 milljónir væri nær lagi, þetta tel ég raunsætt ef á að koma liðinu í baráttu um sæti 1-2 eða þess vegna bara 3-4. Gera eigendurnir sér grein fyrir því að það þarf að styrkja þennan leikmannahóp töluvert mikið til þess að koma þessu liði á þann stað sem það á heima á???

    ohh hvað væri gott að vera fluga á vegg í einhverjum herbergjum í Liverpool borg þessa dagana…

  16. Á sama tíma og það er frábært að lesa um virkni Kenny með unglingunum þá er það eiginlega smá sjokk að þetta skuli vera svona sérstakt. Að það sé virkilega svona sérstakt að managerinn sé að fylgjast með æfingum 17-18 ára stráka – sem eru framtíð klúbbsins.

    Það útskýrir margt fyrir manni, ef satt er.

    En nú verður vonandi breyting á, hef trú á Kónginum – hann kann allavega að hrífa mann með sér.

  17. Góðu pistill Maggi eins og vanalega.

    Mér finnst oft að það verði að taka þennann launakostnað meira með í dæmið þegar verið er að ræða kaup og sölutölur liðanna. Þetta hleypur yfirleitt á milljónum punda yfir nokkur ár.

    Þess ber líka að gera að það hefur oftast verið mjög sterk fylgni á milli launakostnaðar og stöðu í deildinni og því oft mun marktækara að líta á þær tölur heldur en hvers “virði” liðið er.
    Væri gaman að sjá þessar tölur hjá liðunum í dag.

    Veit annars ekki hvort þetta hefur komið fram hérna einhverstaðar áður en verðum við ekki að geta gert grín af okkur sjálfum stundum. Smá gallery af myndum hér af King Kenny sem ég gat ekki annað en brosað svoldið af:

    http://www.guardian.co.uk/football/gallery/2011/jan/18/kenny-dalglish-the-gallery

  18. tiltekt
    1. Bæta þjálfunar mál (check)
    2. Hreinsa til (þessir menn sem eru á launaskrá og skila engu Degen, Aqulani, Cole og fleiri)
    3. betrum bæta liðið!
    4. Stuðla að stöðuleika og leikgleði

    Babel er ekki liðsmaður þess vegna er Kenny að leyfa honum að fara. Hann þarf að fá einhvern sem getur sent bolta og jafnvel skapað færi fyrir Torres. Auk þess þarf hann sóknarmann sem getur leyst eða hjálpað Torres frami.

  19. Góður Eyþór en má þetta? fyrirsögnin lét mig vona að hann væri þar í alvöru sko…

  20. Eyþór, stattu út í horni, teldu upp á 1000 og hugsaðu þinn gang ! Bölvaður 🙂

    Annars flottur Maggi og spennandi pælingar sem þó er erfitt að spá í þar sem við höfum í raun ákaflega litla hugmynd um það hvernig þessir samningar líta nákvæmlega út.

  21. Vantar eiginlega ekki frekar fokk merki heldur en þumal á Eyþór 🙂 en mér finnst þessi mynd samt drullufyndin.

  22. Afsakið, ég bara stóðst ekki mátið – of góð mynd! 😉

  23. Babu upp með húmorinn,,,næst þegar við sjáum mynd af Suarez (vonandi) verður það í Liverpool búning við hliðina á Dalglish 🙂

  24. Guðbjörn þú hlýtur nú að sjá að ég er ekkert að tapa mér þarna! Splæsti meira að segja þumal á Eyþór í leynilegri kosningu.

  25. hehe já babu við verðum að halda kúlinnu í lagi á þessum síðustu og vestu,,,en það eru bjartir tímar framundan hjá okkur,,,YNWA

  26. Hvað voru menn að reykja þegar þeir samþykktu að borga einhverjum miðaldra Serba frá Belgíu 85þ pund á viku?

  27. Fínasta samantekt Maggi.

    Hvernig er það annars er einhver af ykkur sem getur frætt mig um áreiðanleika þeirra síðna sem fjalla um leikmannamál Liverpool? Smellti mér inn á NewsNow.com og las þar að Suares væri við það að detta inn, það væri búið að gera tilboð í Lukaku og að samtöl ættu sér stað við umboðsmann Honda.

    Maður er svona cirka hálfpartinn að verða geðveikur á þessu öllu saman þannig að ef einhver gæti lesið í áreiðanleika fréttanna þá væri það afar vel þegið af minni hálfu.

    Áfram Dalglish!

  28. eru menn alveg búnir að gleyma því þegar polsen var að koma til okkar, og það kom einhver og setti myndband af honum hér á spallið.. menn voru að tala um jafnoka macerano, allavegana miklu betri en lucas…. er suarez ekki bara enn einn polsen í dulagerfi, þoli ekki leikmenn sem fara að grenja utaf eingu eins og c. ronaldo eða bíta eyrun af mönnum eru menn ekki aðeins að missa sig í einhverji suarez dírkun!! ÉG segi að það séu til betri menn fyrir minni pening, verðum að vanda valið við meigum ekki enda uppi með aðra leikmenn eins og jova, cole,polsen..

  29. @ Elli nr 31

    Milan Jovanovic kom frítt til Liverpool, það þýðir oft að leikmenn fá að njóta þess með hærri launum.

  30. Guð minn almáttugur. Liverpool stefnir í gjaldþrot ef launagreiðslurnar verða ekki lækkaðar! Bara Cole með tæpa 4 milljarða ísl.kr. á fjórum árum. Liverpool á ekki fyrir Suarez, við getum gleymt honum.

  31. Striker -> Suarez — Já takk
    Left back -> Coentrao — Já takk

    Martin Kelly færist þá í miðvörðinn og Glen Johnsson í hægri bak aftur.

                    Reina
    

    Johnson – Kelly – Agger – Coentrao
    Kuyt – Meireles – Cole?
    Gerrard
    Torres – Suarez

    Bekkur : Gulacsi, Aurelio, Wilson, Lucas, Shelvey, Ngog, Pacheco
    Aðrir : Kyrgiakos, Konchesky, Jovanovic, Maxi, Spearing, Poulsen, Skrtel, Darby

    Alveg spurning að halda áfram að taka unga stráka upp úr akademíunni og fórna mönnum eins og Kyrgiakos, Konchesky, Jova, Maxi, Poulsen og Skrtel. Þessir fimm + Babel verða að mínu mati að fara spurning hvernig það gengur en ég spái því að megnið af þeim hverfi í síðasta lagi í sumar.

    Warnock — Nei takk
    Downing – Nei takk

  32. Vá þetta átti ekki að líta svona út, kannski að einhver lagi þetta til fyrir mig 🙂

  33. En er þetta ekki bara lísandi dæmi líka með fyrrverandi stjóra, veit að hann kemur ekki mikið að samningum en þetta er akkurat þeir leikmenn sem hann hefur verið að kaupa undanfarin ár. En þessi kaup voru í fyrstalegi allveg út í hött, en þegar maður les þennan pistill þá er margt annað en kaupin sem eru allveg út í hött.

  34. Warner segir þarna orðrétt hjá BBC þegar hann er spurður hvort að LFC sé of gott til þess að falla (meðal annars) að Liverpool sé búið að negla nokkur target niður, nú á bara eftir að ganga frá málunum. Segir einnig eins og Mr. Jeff bendir á að peningar eru ekki vandamálið – einfaldlega að borga rétt verð og það sem mikilvægara er, fyrir réttan leikmann!

  35. Nákvæmlega núna er Cole að spila með varaliðinu, svo má hann bara fara þegar hann er búinn af því

  36. Ég get ekki séð að Luis Suarez sé Með Ajax í kvöld! Í það minnsta ekki í byrjunarliði. Er það tákn um einhvað eða er hann meiddur?

    Með vinsemd og virðingu/ 3XG

  37. Hann fékk held ég sjö leikja bann. Held að leikbannið nái alveg út janúar.

  38. Frábær pistill og skemtilegar pælingar á hlutum sem maður hefur hreynlega ekkert velt fyrir sér fyrr en nú 😉

  39. Já auðvitað er hann enn í banni, hvernig læt ég.
    Annars flottar pælingar og pistlar, tak for de…

    Með vinsemd og virðingu/3XG

  40. Nr. 15 Krulli spyr um launaþak.

    Er það misminni í mér, eða settu Þjóðverjar launaþak í sína deild ?

  41. Tom Werner í dag:

    We do have great resources. We have a very high wage bill and it shouldn’t be such that we are 12th in the league right now. I don’t want to get the wage bill down, I want it to increase and we have the resources to do that – I just think we ought to be performing at a better level than we had been.

    “I expect us to move forward and improve our position. But we are not going to be making decisions which do not improve the fortunes of the club long-term.

    “There have been some decisions made which have set the club back and our hope is we will have some announcement to make but there is nothing I can say today.”

    Semsagt, launakostnaðurinn í dag er mjög hár, en þeir ætla ekki að lækka heildarlaunakostnaðinn heldur fá meiri gæði fyrir peninginn. Þeir ætla að taka klúbbinn áfram þó að teknar hafi verið ákvarðanir sem hafi fært hann til baka, vonast til að geta tilkynnt okkur eitthvað fljótlega en ekki í dag.

    Virkilega flott viðtal í alla staði við karlinn, þeir virkilega kunna að “talk the talk” og nú er bara walk the walk takk.

    Svo held ég að það sé ekki tilviljun að Danny Wilson og Joe Cole voru teknir útaf í leik varaliðsins í kvöld. Léku víst báðir afar vel í leiknum, Cole lagði upp sigurmarkið gegn Man. City sem við unnum 1-0 á útivelli í Lancashire Cup, þar sem við eigum titil að verja!

  42. Allt að gerast á Twitter. Babel búinn að taka Liverpool út sem liðið sitt á accountinum sínum og það er að hvíslast út að Suarez sé svo gott sem done deal.

    Stórfínt.

  43. Nú er bara að refresha liverpool.tv þetta á að vera komið í gegn….

  44. Ég er ekki alveg tilbúinn að kvitta undir það að setja Cole í sama flokk og Poulsen og Konchesky,,allavega ekki alveg strax. Fyrir það fyrsta þá kom Cole frítt og það er venja að leikmenn sem koma frítt fá oft hærri laun fyrir vikið. Ég tel að Cole hafi sýnt það og sannað með West Ham og Chelsea að hann er afburða leikmaður þegar hann er heill, sem er því miður alltof sjaldan. Ég tel hins vegar að hann auki dýptina í hópnum og ef hann kæmist í topp form og myndi haldast heill 80% af tímabili þá væri Liverpool í virkilega góðum málum. Vissulega hefur Cole valdið vonbrigðum í vetur en hvaða leikmaður (fyrir utan Reina) hefur ekki gert það?

  45. Samkvæmt slúðrinu á að vera búið að taka tilboði LFC og samningaviðræður við Suarez eru í gangi. Frank de Boer á að hafa staðfest það en ég hef þó ekki séð neitt um það.

    Annar Groundhog day í fyrramálið kannski?

  46. Ef ég man rétt þá var eitt af fyrstu verkum Hodgson hjá Liverpool að gefa Skrtel nýjan samning til ársins 2014 en ekki bara 2012. Ég man allavega að ég var afar ósáttur, held að þetta hafi verið ástæðan.

    Reyndar var maður að drukkna í ástæðum til að vera ósáttur á þessum tíma. Hodgson var að kaupa Poulsen og Konchesky um svipað leyti.

  47. Ég er ekki alveg að skilja þessa yfirlýsingu hjá Tom Werner að félagði eigi nóg af peningum og svona hálf montað sig að Boston Red Sox borgi næst mestu launin í þeirri deild.
    Ég hefði haldið að best væri að halda sig frekar til baka um hversu sterkt félagið sé peningalega og með því ætti að vera hægt að kaupa leikmenn á ásættanlegan pening. Ekki eins og t.d. MC og Chelski sem eru búin að haga sér þvílikt fáranlega að það er ekki möguleiki að þau geti keypt leikmann á eðlilegu verði.
    Ég er þó alls ekki að kvarta yfir því ef alvöru leikmenn verði keyptir. Ég vil samt ekki sjá neinar fáranlegar upphæðir enda eru peningar að eyðileggja fótboltann og launaþak sennilega eðlilegt framhald.
    Það eru þó spennandi tímar framundan hjá okkur og vonandi fáum við alvöru leikmenn til liðsins og förum að vinna leiki 😉

  48. Þetta twitter dæmi er stórhættulegt en það væri snilld að klára þetta á morgun og að Suárez yrði svo allavega á bekknum um helgina.

  49. @SkyJacquie Suarez medical at #LFC tomorrow!!

    Sky á Twitter..
    Held að maður segi þetta gott kvöld og bíði eftir fréttum á morgun.

  50. @65.
    Þetta er ekki rétt hjá þér

    TezzaEley18 @SkyJacquie that tweet doesn’t appear on Jacquie’s timeline therefore FAKE

  51. Like á Suarez, like á þessa síðu en stórt unlike á nokkur comment hérna fyrir ofan.. Finnst sumir meiga hætta að vera reyna vera meira en þeir eru :S Gúndó out

  52. yo, er bara að spá hvor einhver viti eitthvað um þennan Fabio Coentrão, það er ekkert verið að sýna varnartakta á youtube, er bara að spá hvort þetta sé annar Johnson? Real og Man u hafa held ég haft áhuga á honum þannig að það staðfestir að þetta er engin Konchesky

  53. Þetta sagði de Boer eftir leik Ajax og Feyenoord í kvöld.

    “Við þurfum leikmann eins og Suarez til þess að vinna meistaratitilinn” “Þess vegna viljum við ekki að hann fari til Liverpool. Við höfum þó unnið fjóra (keppnis/official)leiki í röð án hans.”

    Heimild:
    http://www.telegraaf.nl/telesport/voetbal/ajax/8783931/De_Boer__Niet_super__wel_degelijk.html

  54. 12.5 milljónir munu aldrei duga fyrir Suarez nema kannski Babel fylgdi einnig með í kaupunum en held líka að Liverpool telji 21 milljón of mikið fyrir hann, eigum við ekki að segja að þetta gangi í gegn fyrir 17.3 og málið er dautt?

  55. Hvað gerist svo í sumar, verða þá settar 20 milljónir í viðbót í leikmannakaup eða verður það nær 100???

    Held að það sé algjörlega ljóst að við erum ekki að fara að fá eitthvað nálægt 100 milljónum punda til að eyða í einum leikmannaglugga, t.d. næsta sumar. Nýju eigendurnir eru búnir að segjast vera tilbúnir með aukið fé til leikmannakaupa, en vilja fá value for money. Ég væri í rauninni afar sáttur ef við fengjum eitthvað nálægt 50 milljónum punda til að kaupa fyrir, en það er mikil bjartsýni.

    Vandamálið er að þetta Real Madrid / Chelski / Man.City dæmi er búið að brengla þetta svo mikið að 100 milljónir punda virðist ekki lengur vera neitt svaðalega há upphæð, en þetta er FÁRÁNLEGA há upphæð.

  56. Finnst ykkur þetta viðtal ekki koma á undarlegum tíma ?
    Við erum að reyna að semja við Ajax (sennilega) og örugglega við fleiri lið og þá kemur eigandi Liverpool fram og segir að Liverpool Fc eigi til nóg af peningum og muni nota þá til að styrkja liðið í leikmannaglugganum.
    Af hverju að koma fram á þessum tímapunkti ?

  57. Ekki laust vid ad eg se nokkud vongodur med daginn,… Normenn ad fara ad tapa fyrir Islandi i handbolta og hinn vel tenti Suarez ad lata mynda sig med konginum 🙂 eins gott ad tad fari eitthvad ad gerast …

  58. 78 mer finnst það rosa skrítið. Það hlítur bara að þýða að það se búið að semja um kaupverðið á Suarez ég bara trúi ekki að öðru (vona það allavega) því annars er þetta frekar asnaleg yfirlýsing hjá honum ! verðmat á Babel uppí kaupin og launamál hans og það bull hlítur bara að vera að tefja þetta. vona að þetta detti í gegn í dag

  59. Mér finnst það nú pínu langsótt að Ajax geti eitthvað nýtt sér þetta. Þeir eru í verulegum fjárhagskröggum (meðal annars þess vegna kemur ekki til greina að fá Babel í skiptum, þeim vantar cash) og nýjasta stunt Suarez sem hann fékk sjö leikja bannið fyrir hjálpar svo heldur ekki til með verðmiðann á honum. Enda bauð Liverpool ekki nema 12,5 millur og sagt er að líklegt verði að þeir endi þetta á 17-18 sem er mjög flott að mínu mati. Allt tal um að setja 100 milljónir í leikmannakaup er alveg út úr kortinu. Gæti séð fyrir mér að þeir setji inn 20-30 millur+ í sumar + leikmannasölur. Bjartir tímar framundan.

  60. @78 ju verd ad segja ad eg var steinhissa a timasetningunni… Madur hlitur ad velta fyrir ser hvort ad teir seu i basli med ad heill ta leikmenn sem buid er ad spotta og tetta se einnhver svona PR til ad gera klubbinn girnilegri fyrir frekari vidraedur.. En ju mjog spes timasetning og tad liggur eitthvad ad baki hja teim… Teir hafa sint tad hingad til ad teir kunna alveg til verka og ekki er tetta likt teim.

  61. Strákar hafið þið samt tekið eftir því að eftir að RH var rekinn þá er enginnnnnnn að tala um Charlton Cole eða aðra sultu leikmenn sem væntanlega Liverpool leikmenn ??

    Ég hef fulla trú á að Suarez verði orðinn leikmaður Liverpool í dag eða á morgun :=)

    Varðandi það fé sem sett verður í leikmenn þá hef ég enga trú á að það verða einhverjar 100 millur sem að menn fá en kannski 50 millur. Kalla það bara mjög gott ef það fer svo hátt !

  62. Eitt sem ég hef aldrei skilið í umræðum hér um fjármagn til leikmannakaupa. Á ég þá við um þegar menn eru að nefna tölur eins og 100M eða svo og engjast um að það sé ekki vitað hvað á að eyða miklu. Spáið í það ef klúbburinn mundi nú gefa upp hvað hann ætlaði að eyða í leikmenn. “Tilkynning frá Liverpool FC! Við ætlum að eyða 100 milljónum sterlingspunda í leikmenn!” Svo er farið að spá. Áhugaverður leikmaður finnst og klúbburinn setur sig í samband við klúbbinn sem leikmaðurinn er hjá. Þar fara stjórarnir strax að hugsa: “Flott. Þeir eiga 100 milljónir sterlingspunda. Kreystum 30 út úr þeim!

    Þessvegna er ég persónulega ánægður, líkt og SSteinn og fleiri benda á, þá yfirlýsingu þeirra FSG manna að þeir ætla sér ekki að eyða of miklu. Finnst alveg fáránlegt er klúbburinn ætlar að hætta að láta taka sig svona í rassgatið, eins og Maggi er að benda á að gert hafi verið, bara til þess eins að láta einhverja aðra taka sig enn frekar í görnina.

    Það á auðvitað að skoða klassa leikmenn og þeir kosta. Held að FSG viti það alveg en það á ekki að borga hvað sem er.

    Hættum að láta eins og ríkir, ofdekraðir krakkar 🙂 Þetta reddast.

  63. Alveg sammála MaggaR 82. Þeir hljóta að vera að reyna lokka til sín leikmenn með því að segjast eiga nóg af seðlum.

    Steini 76. Ég er alveg sammála þér að 100 milljónir eru helvítis hellingur af peningum. En er það ekki rétt hjá mér að eigendurnir okkar hafa hvergi talað um hversu miklum peningum verði eytt? Þeir hafa sýnt það hjá Boston að þeir geta eytt miklu og sýndu það allsvakalega í haust þegar< þeir fengu 2 leikmenn fyrir einhverjar 2-300 milljónir dollara er það ekki? af hverju ekki hjá okkar mönnum að taka uppá að eyða slatta? af hverju virðast allir á því að þeir séu ekki að fara eyða ja td 100 milljónum í sumar?

    Auðvitað eru 3 félög búin að brengla markaðinn verulega en ég tel raunhæft að liðið þurfi 100-150 milljónir ef á að berjast um toppsætið, það er engin rosaupphæð í þessum blessaða bolta í dag ef við gefum okkur að góður/ klassaleikmaður kannski kosti 20 milljónir og okkur vanti í draumaheiminum 2 sóknarmenn, báða kantana, miðvörð og vinstri bakvörð þá væru það kannski 120 milljónir, selja mætti auðveldlega fyrir 40-50 þar sem Aquilani færi á 15 allavega og svo gætum við selt 5-6 aða leikmenn allaveganna í staðinn fyrir 6 nýja leikmenn. Með þessi þyrftu eigendurnir að setja fram kannski 80 kúlur og spyr ég því hvað menn hafi fyrir sér í því að það væru þeir ekki tilbúnir að gera???

    Steini hvað finnst þér og kannski öðrum pennum að okkar liði vanti raunhæft mikið af peningum til þess að geta keppt á toppnum í deildinni? ég segi 100-150 milljónir og myndu sölur ganga uppí það….

  64. Spennandi tímar. Hef nú grun um að þetta viðtal komi fram á þessum tímapunkti til að gera klúbbinn áhugaverðari svona útávið. Við höfum nú ekki beint verið að gera góða hluti undanfarið með allt í rugli í eigendamálum og þjálfaramálum og almennt neikvæða umræðu. Við getum heldur ekki boðið uppá Meistardeildina og varla boðið uppá Evrópukeppni yfir höfuð þannig að við erum ekki mest spenanndi klúbburinn í auknablikinu.

    Því veitir ekkert af því að bæta ýmind okkar útávið en engu að síður þá hlýtur Liverpool FC að vera nokkuð spennandi staður fyrir margann fótboltamanninn, sérstaklega núna er eigendamálin eru kominn í góðan farveg, skuldirnar greiddar og King Kenny við stjórnvölinn.

    Enda tekur maður eftir því núna að það er nánast ekkert verið að slúðra um okkar leikmenn eins og Torres, Gerrard, Reina og co. Frekar hefur umræðan snúist uppí hverjir gætu verið að koma til okkar sem er auðvitað bara frábært.

    Það eru bjartir tímar framundan hjá Liverpool FC

  65. Ef menn kaupa rétt og skynsamlega þá held ég að 100 – 150 millur sé of mikið. Ég myndi segja að 50 millur + það sem fæst fyrir selda leikmenn sé alveg nóg til að byrja með ! Seldir leikmenn eins og Aquilani, Konchensky, Poulsen, Jovanovic, Skertl ásamt fleirum ætti auðveldlega að gefa 30 millur í kassann, kannski meira ! Þá erum við komnir með 80 millur og fyrir það ætti að vera hægt að kaupa nokkra klassa leikmenn næsta sumar. Tala nú ekki um ef að Suarez verður keyptur núna sem dæmi og kannski einn annar góður til þá er ekki eins og þurfi að kaupa heilt lið næsta sumar !

  66. Sammála þessu Haukur, ég er líka að tala um samanlagt núna og í sumar. Segjum að vanti 6 leikmenn sem gætu kostað 20 hver þá eru það 120, fljótt að koma en getum líka látið nægja 1 senter en ekki 2, báða kantana, miðvörð og vinstri bakvörð þá eru þetta 5 leikmenn.

  67. Viðar, ef við horfum aðeins á kaup og sölur almennt í boltanum, þá eru nú ekki margir leikmenn sem fara á + 20 milljónir punda. Við erum til dæmis tiltölulega ný búnir að kaupa Meireles á 11,5 milljónir punda, og er það hörku góður leikmaður. Sóknarmenn eru dýrir, en varnarmenn til að mynda eru talsvert ódýrari. Algjört bjartsýniskast myndi vera 50 milljónir punda í leikmannakaup og það væri hægt að gera marga frábæra hluti fyrir þann pening. Ef við segjum sem svo að við fáum Suarez inn í þessum leikmannaglugga, þá væri hægt að gera fína hluti með 40 milljónir punda næsta sumar, plús það sem næst inn í kassann.

    Mitt mat er það að við þurfum engar 100-150 milljónir punda til að koma okkur í toppbaráttuna á nýjan leik. Ef við horfum til Chelsea og Man. City, þá eru þeir búnir að eyða þvílíkum fúlgum í leikmenn sem þeir hafa svo verið að losa sig við aftur á cut price dílum. Ef menn kaupa inn af skynsemi, þá þarf alls ekki slík fjárútlát til að fylla í þær holur sem þarf að fylla í hjá okkur.

    Ég hef einmitt ætlað að setja inn pistil í svolítinn tíma sem snýr að þessum leikmannakaupum almennt, kannski maður fari bara að vinda sér í það fljótlega.

  68. Hvaða rugl er þetta? Á bara að fara að kaupa 20m+ leikmenn í kippum? Höldum okkur aðeins niður á jörðinni. Ef þeir eru að setja 20+ í leikmannakaup í janúar og svo kannski aðrar 20-30 í sumar + sölur þá er það aldeilis frábær styrking ef rétt er keypt og ætti að duga vel til að skila okkur aftur í meistaradeildarsæti.

  69. Liverpool er við það að kaupa Luis Suarez framherja Ajax á átján milljónir punda en möguleiki er á að Ryan Babel fari líka í skiptum. (Daily Mirror)

    Paul Konchesky, vinstri bakvörður Liverpool, gæti farið aftur til Fulham á láni. Konchesky hefur ekki náð sér á strik hjá Liverpool síðan hann kom til félagsins á fjórar milljónir punda í sumar. (Daily Mail)

    Umboðsmaður Keisuke Honda ætlar að ræða framtíð leikmannsins hjá CSKA Moskvu. Liverpool er í bílstjórasætinu í baráttunni um Japanann en Arsenal og Aston Villa hafa líka áhuga. (Sport.co.uk)

    Frétt frá Fótbolta.net. Sjá alla fréttina: http://fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=102948#ixzz1BZRy0tGM

    Vonandi að það sé eitthvað til í þessu. Bara breyta því að ‘lána’ Konchesky yfir í ‘selja’ og fá einhvern alvuru vinstribakvörð í staðin.

  70. Ég persónulega vona innilega að það verði ekki keyptir of margir nýir leikmenn, því við þurfum svo sannarlega að huga að ungu strákunum sem þurfa að fá meiri ábyrgð, Pacheco, Shelvey, Suso og margir fleiri. Það verður ekki neitt úr þeim nema þeir fái að spila eitthvað hlutverk í liðinu. Það væri snilld að þeir fengju nokkra leiki til vors til að sanna sig. En gott væri að fá 2-3 menn sem fara beint í liðið og kveðja nokkra ónothæfa menn. Hins vegar er ég ekki bjartsýnn að það fáist mikið fyrir kalla eins og Konchensky, Poulsen og Jovanovic. Þeir eru nú ekki beint búnir að auglýsa sig sérstaklega sem afburða knattspyrnumenn.

    En þvílíkur munur er að fylgjast með fréttum af liðinu okkar um þessar mundir, þetta er orðið eins og það var hér áður fyrr. Liverpool hjartað slær í takt hjá öllum og menn eru ekkert blaðrandi einhverja vitleysu í fjölmiðlum allan daginn eins og fyrrum eigendur og stjórar. Nú leysa menn allt á bakvið tjöldin og þetta finnst mér frábært.

    Megi framtíðin vera okkur björt.

  71. sky: “Have you noticed a difference in the players these past weeks?” Kenny: “I wasn’t here before.”

    Úr blaðamannafundinum áðann:D

  72. Steini bíð spenntur eftir pistilinum frá þér um þessi mál og vona að hann komi sem fyrst.

    Auðvitað er hægt að gera þetta fyrir minni pening en þá þarf oft heppni að fylgja með, Meireles eru flott kaup en það eru líka góðar líkur á að 11.5 milljóna kaup heppnist ekkert endilega.

    Mér sýnist svo miðverðir vera ansi dýrir ef við spáum í Cahill frá Boltom eða Shawcross frá Stoke td. Klassa Vinstri bakvörður gæti hæglega kostað 15-20 milljónir ef við spáum í contrao eða Bastos tildæmis.

    En auðvitað vona ég að það sé hægt að gera þetta á sem hagkvæmastan máta eins og aðrir en er það ekki rétt að FSG eyddi risaupphæð í 2 leikmenn í haust fyrir Boston Red Sox ( 2-300 milljónum dollara ) ??? af hverju eru menn svona handvissir um að þeir séu ekki tilbúnir að eyða segjum td 80-100 milljónum í Liverpool????

  73. Maggi talar um í pistlinum að Konchesky sé búinn að spila fótbolta fyrir 2 lið á tímabilinu og geti þar af leiðandi ekki verið seldur. Hefur hann nokkuð spilað fótbolta fyrir okkur á tímabilinu? Nei, bara smá pæling 🙂

  74. Sælir félagar

    Ansvílli góð umræða hér og skemmtilegar pælingar. Það sem er magnaðast við þetta allt er að hlutirnir gerast hægt (góðir hlutir gerast hægt) og enginn veit í raun neitt nema menn í innsta hring. Blaðrið er í fjölmiðlum (misáreiðanlegum) og hjá okkur stuðningsmönnum en eigendur og stjóri verjast allra frétta þar til eitthvað er fast í hendi. Öðruvísi mér áður brá og er gott.

    Ég hlakka til að fá grundaðan pistil um leikmannamarkaðinn (svipaðan og góðan pistil Maggaum daginn) frá SSteini. Ég hefi ofurtrú á þessum strákum sem skrifa pistla á þessa síðu. Að öllu jöfnu eru þeir vel grundaðir og byggðir á upplýsingum sem er býsna áreiðanlegar og öllu fleipri sleppt. Amk. þá tekið fram ef upplýsingar eru ekki áreiðanlegar. Það er töluverð vinna að afla heimilda og staðreyna þær og við hin sem njótum góðs af þökkum fyrir það.

    Ég vona innilega að orðrómur um Suarez reynist á rökum reistur og tiltektin í liðinu gangi eftir. Eins og Maggi benti á í sínum pistli er svona tiltekt ekki einfalt mál og getur verið býsna flókið að losna við menn af samningum. Hitt er ég viss um að nýir eigendur hafa peninga og eru tilbúnir að nota þá í “rétta” leikmenn og borga fyrir þá “rétt” verð”. Ég hefi sem sagt trú á nýjum eigendum og nýjum stjóra því þeir eru ekki gasprandi út og suður heldur munu láta verkin tala.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  75. Í beinu framhaldi af GÓÐU innleggi Steina af Twitter:

    RT @Juicechambo: A number of Premier League clubs believed to have made enquiries about signing Paul Konchesky from Liverpool.

    Held að það verði raunin, Konchesky fer annað í lán í vetur því það má ekki selja hann. En ég er sammála Steina í þeim upphæðum sem hann nefnir. Viðtalið við Warner í gær lýsti að mínu mati metnaðarfullum gaur sem er til í að borga fyrir gæði, en þolir ekki að borga fúlgur fyrir drasl.

    Svoleiðis vinna mun taka tíma, en það væri frábært að fá þó ekki væri nema einn gæðaleikmann í janúar, auk “uppfærslu” í vinstri bak og kantmann helst á láni…

  76. Suarez og einn leikmaður til nú í janúar og 40-50 milljónir punda í sumar plús sölur á leikmönnum ætti að vera meira en nóg til að gera okkur samkeppnishæft á nýjan leik. Skulum ekki gleyma því að hægt er að kaupa frábæra leikmenn á “lítinn” pening. Ákkurat þessa stundina sárvantar okkur miðvörð og varnarsinnaðan miðjumann og ef við kaupum nýjan Hyypia og nýjan Hamann þá kostuðu þeir ekki nema 13-14 milljónir punda á sínum tíma sem er klink miðað við gæði og afköst.

    Svona overhyped leikmenn á borð við Contreao, Suarez (því miður), Lukaku og Chamberlain hafa oft sky high verðmiða vegna þess að umboðsmenn þeirra vita af áhuga liða á borð við Real, Chelsky og Man City. Enda er draumur umboðsmanna að selja leikmenn til þessara liða enda borga þau lið líklega 40-60% álag vegna ógáfulegra fjárfestinga.

    Ef við gefum okkur það að Suarez komi í janúar og Babel fer hina áttina og eftir eru 50 milljónir punda þá lítur dæmið út svona næsta sumar.

    Selja: Aurelio (0), Skrtel (4), Konchesky (2), Insua (3) Aquilani (12), Poulsen (2), Spearing (1), Ngog (3) og Jovanovic (3) gæti það skilað inn um 30 milljónum punda til viðbótar við 50 milljónirnar. Það gera 80 milljón punda og ekki er verra að launakostnaður lækkar verulega með því að losa okkur við ónauðsynlega launaþiggjendur. Svo gæti verið spurning hvort hægt væri að losna við Kuyt, J.Cole eða G.Johnson enda eru þeir á góðum samningum og gætu skilað peningum í kassann. En gerum þó ekki ráð fyrir að þeir fari neitt.

    Fyrir 80 milljónir punda er auðveldlega hægt að kaupa góðan vinstri bakvörð, öflugan miðvörð, djúpan miðjumann, tvo kantmenn og frábæran sóknarmann. ekki má heldur gleyma að leikmenn eru ódýrari á sumrin og minni líkur á fljótfærniskaupum sem nýtast svo illa.

    Reina – Johnson – Subotic – Agger – Contreao – A.Young – Gerrard – Mereiles – Honda – Torres – Suarez.
    Subs: Jones (GK), Kelly, Carragher, van Bommel, J.Cole, Kuyt, Lukaku
    Aðrir leikmenn: Kyrgiakos, Wilson, Maxi, Lucas, Shelvey og Pachecvo

    Svo eru um að gera að fá FSG að efla starfið á Melwood, enginn almennilegur komið þaðan upp síðan Gerrard lét sjá sig fyrir meira en áratug síðan. Það er alls ekki nógu gott.

  77. Smá þráðarán hér.. En eruð þið sem eruð duglegir á Twitter til í að nefnar mér nokkur vel valin nöfn til að ég geti bætt við á Twitter listann minn. Þá svona Liverpool penna og áreiðanlega penna.

    Takk fyrir

  78. Það að kaupa leikmenn í tonnatali er ekki samasemmerki á góðan liðsanda og móral.

    Jú auðvita eigum við að kaupa 2-3 leikmenn til að stykja hópinn ekki misskilja mig, en við verðum að vera rólegir í að selja frá okkur. Við erum búinn að senda all nokkra leikmenn frá okkur á láni sem snúa kannski ekki aftur. Við þurfum að hafa eitthvað bakup.

    Ég er sammála að Roy H gengið (jovan, Konch, Pulsan og Cole ) mætti fara en við verðum að hafa bakup.

    Mér lýst vel á þá stefnu sem eigendurnir hafa tekið að það megi eyða

  79. Ég held að við ættum ekki að vera að líta á þessa glugga með það að leiðarljósi. Mikið frekar að hugsa um gluggana með það að leiðarljósi að kaupa 1-2 klassa leikmenn á því verði sem beðið er um.

    Segjum sem svo að klúbburinn ákveði að eyða 20m punda í sumar og hafi svo tvo menn í sigtinu, annar á 12m/p en hinn á 10m/p… þá gengur það ekki upp. Hinsvegar ef klúbburinn hefur það að leiðarljósi að þessir tveir menn VERÐI að koma þá er það mikið auðveldara mál að splæsa 22m/p á þessa tvo menn og vera ekki í einhverri vitleysu með budget.

    Ég geri mér hinsvegar allveg fulla grein fyrir því að þetta er mjög hrá og einfölduð mynd af málinu EN ég ætla ekki að bíða og vonast eftir budgeti upp á 20m/p, 50m/p eða 100m/p heldur ætla ég að bíða eftir réttu mönnunum.

  80. Vantar aðeins inn í hjá mér “… með það að leiðarljósi að eyða x milljónum punda . Mikið frekar…”

  81. 105: Mr.Jeff

    Já, mér er búið að hlakka til að fá að sjá hann með aðalliðinu. Hann er nefnilega virkilega góður. Real og Barca voru að slást um hann áður fyrr.

    Sólar eins og Ronaldo, hugsar og sendir sendingar eins og Gerrard. Hef virkilega gott álit á drengnum. Hann getur líklegast hjálpað okkur mikið í framtíðinni.

  82. Alltaf er maður að vonast eftir nýju nafni á hverjum degi en aldrei gerist neitt.

  83. Suso lítur rosalega vel út á þessu vídjói. Hver er ástæðan fyrir því að hann er ekki að fá að spreyta sig með aðallliðinu. Ef hann er orðinn 16-17 ára er ekkert því til fyrirstöðu að henda honum í djúpu laugina. Jafnvægi, tækni, hreyfingar og sendingar. Þessi leikmaður hefur þetta allt saman.

    • Babu, það vantar LFCHistory á twitter listann þarna…

    Já en ekki gaurinn sem sér um þann vef 😉

    Þetta er annars að verða smá gamall listi og aldrei að vita nema maður uppfæri þetta og setji aftur hingað inn. Það verður þó ekki fyrr en lítið verður að gerast hja okkar mönnum og EKKERT að gerast hjá mér 🙂

  84. Suso lítur vel út en hver ein og einasta sending í þessu 3 mínútna myndbandi var með vinstri, hefði viljað sjá alla vega eina góða með hægri 🙂

  85. Menn eru að nefna allskonar leikmenn hérna og það er vel. Eflaust allt leikmenn sem að Liverpool þarfnast. En mér finnst alltaf gleymast það sem mér finnst vanta einna mest í Liverpool. Það er leikstjórnandi eins og Alonso var. Það vantar manninn með killer sendingarnar, með yfirsýn yfir leikinn og er prímusmótórinn á miðjunni ! Ég myndi segja að það sé akkúrat það sem vantar í kerfi eins og 4-2-3-1 sem að Liverpool er að spila mest þessa dagana ! Djúpur miðjumaður er ekki efst á listanum enda er Lucas að standa sig mjög vel að mínu mati sem sá leikmaður sem að sinnir ´´skítverkunum´´. Honum vantar bara mann eins og Alonso sér við hlið til að setja boltann á eftir að hann er búinn að vinna boltann !

  86. Haukur, hvað viltu þá gera við Meireles? Segjum sem svo að við fáum annan Alonso.

  87. Lýst hrikalega vel á Suzo, þvílík sendingargeta hjá drengnum, hvað er hann gamall?

    er ekki komin tími á að sjá einhvern leikmann brjótast fram á sjónarsviðið 17-18 ára gamlan eins og Fowler, Owen, Gerrard, Thompson og margir aðrir gerðu á tíunda áratugnum???

  88. Mereiles gæti vel sinnt hlutverki sem varnarsinnaður miðjumaður en til að ná árángri þá þarf að hafa fleiri en bara Lucas og annan Alonso í leikmannahópnum. Ég er ekki að segja að Mereiles eigi að vera seldur enda staðið sig með prýði þegar hann hefur verið að spila sína réttu stöðu. Mereiles er samt ekki staðgengill Alonso að mínu mati !

    1. Loftur

    Honum vantar bara styrk, verður ready næsta pre season eftir góðan tíma í lyftingarsalnum 😉

  89. Ég tek þetta tilbaka ! Erum með leikstjórnanda sem heitir Suso !! haha Hendum honum bara inn á ! Geggjaðar sendingar !

  90. Las að liverpool væri æi bilstjórasætinu um Honda.. Frábær leikmaður sem myndi eflaust bæta liðið mikið .. 😀 hvernig líst mönnum á hann ?:)

  91. Hættiði að kalla Poulsen “Pulsuna” og Glen Johnsons “Glenda”.

    Þetta er hvorki fyndið né sniðugt. Þessir leikmenn spila fyrir Liverpool og þótt þeir hafi ekki spilað jafn vel og menn bjuggust við, þá eru þessi leiðinlegu gælunöfn bara þreytandi og niðrandi.

  92. Suso lítur vel út,lofar góðu 🙂

    Ég hef nú alltaf sett samansemmerki milli þess að vera örfættur og hafa góða spyrnutækni/getu 😉

  93. Nákvæmlega Einar Örn. Þetta skítkast okkar poolara yfir okkar eigin leikmenn nær engri átt. Lucas, Poulsen, Kuyt, Glen ofl. leikmenn LIVERPOOL eiga þetta bara ekki skilið. Sérstaklega skil ég ekki þá sem kvitta hérna undir með YNWA á sama tíma og þeir eru að níða leikmenn okkar liðs.

  94. Sammála Einari(#123) nema ég myndi ganga skrefinu lengra og hætta öllum niðrandi viðurnefnum. Finnst það vera asnalegt og barnalegt að kalla leikmenn allra liða(Meira að segja MU líka) leiðinlegum nöfnum.

  95. Nei ég hætti aldrei að tala um Neville systurnar ! Eitt að tala illa um sína eigin menn en að mega ekki gera gys að öðrum liðum, þar dreg ég línuna !! Sveitttann !

    Er annars einhver með link á blaðamannafund Dalglish í dag ?

  96. Sammála Einari(#123) nema ég myndi ganga skrefinu lengra og hætta öllum niðrandi viðurnefnum. Finnst það vera asnalegt og barnalegt að kalla leikmenn allra liða(Meira að segja MU líka) leiðinlegum nöfnum.

    Hey don’t push it man

  97. Sammála hættum að uppnefna leikmenn Liverpool,en mér finnst allt í lagi að skjóta á andstæðinga okkar,en í guðana bænum hættum að uppnefna okkar leikmenn,það er niðurrifs starfsemi.

  98. Ég held að við getum alveg gleymt því að fá Suarez, Henry og félagar vilja samkvæmt fréttum ekki vilja fara hærra en 12-14 miljónir evra sem er bara djók verð og auðvitað ekki séns á að fá hann á því verði.

  99. Ásmundur, ertu með þetta 100% staðfest eða ertu að hafa þetta eftir einhverjum fjölmiðlinum?

    Annars er 12-14 milljónir plús Babel bara fínasta verð fyrir Suarez ef það er það sem við erum að bjóða.

  100. Ég er ekki að kaupa það að þeir séu að tjá sig svona miðað við allt sem á undan er gengið ! Sammála Babú að ef þetta er verið að bjóða + Babel þá erum við að tala um það verð sem Ajax er að fara fram á ! 18 – 20 milljónir punda !

  101. Fyrir þá sem hafa missta af þessu síðustu 2 eða 3 daga þá er samantektin hér:

    Twitter: SUAREZ IS COMING !!!
    Twitter: LFC and Ajax still far apart
    Twitter: SUAREZ MEDICAL TOMORROW !!!!!!
    Twitter: SUAREZ OFFER ACCEPTED !!!!
    Twitter: LFC only willing to pay 12,5 million, Ajax want 24.
    Twitter: SUAREZ DEAL DONE !!!!!
    Twitter: Suarez deal not done
    Twitter: SUAREZ NOT PLAYING WITH AJAX TONIGHT, HE IS IN LIVERPOOL FOR MEDICAL!!!
    Twitter: Suarez still banned

    Twitter gerði silly season meira silly – hélt að það væri ekki hægt. Nennið að vekja mig þegar það er kominn niðurstaða í þetta, helst þegar hún kemur í venjulegum stöfum, ekki caps lock.

  102. Suarez er jú enginn byrjandi, en eru menn ekki aðeins að missa sig hérna? Á HM í sumar sást t.d. augljóslega að Forlan var mörgum klössum fyrir ofan þennan náunga. Suarez var jú lang-næstbesti maður liðsins en samt. Þessar verðhugmyndir hjá Ajax eru rugl. 10-12M + Babel (sem ég met á svona 4) finnst mér algjört max.

  103. djöfull hlakkar mig til að janúar sé búinn og maður hættur að bíða eftir að leikmennirnir komi!! guð sé lof fyrir hanboltan.. hann styttir manni biðina um 95%

  104. 134 Hjartanlega sammála….Hugsanlega framtíðar fyrirliði liðsins, lang mikilvægasti maður liðsins í dag.

  105. Af Twitter, Ngoo úr varaliðinu…

    @Michael Ngoo Hearin luis suarez deal aint gona be :(dont worry too much tho der wil be ppl comin in soon i reckon 😉

  106. Reyndar ekkert víst að þetta sé Ngoo sjálfur, sé núna að hann er bara búinn að twitta 3 færslum…

  107. Maggi:
    Tony Barret got bamboozled by a fake Ngoo account – as if a youth player is privy to transfer dealings! And Tony is a good journo

    En þetta er farið að dragast aðeins of mikið fyrir mig. Af hverju þarf þetta að taka svona marga daga að klára kaup. Það er kominn 20 jan og það er ekki eins og Comolli hafi bara byrjað að vinna hjá Liverpool í gær.

  108. Ég held Ásmundur, að það sé hugsanlega vegna þess að þeir framkvæma ekki viðskipti sín eins og kexkóngurinn – þ.e. afhenti óútfyllta ávísun til liðsins og leyfa leikmanninum að ráða hvað hann fær í laun 😉

    Það er án efa verið að prútta um verð – það er rosalega erfitt að geta í eyðurnar. Eins og Daglish sagði í viðtali í dag f úlfa leikinn, hann mun framkvæma sín viðskipti eins og þau voru alltaf gerð í hans tíð hjá LFC. Af virðingu við mótsemjanda og á bakvið tjöldin.

    Fyrir óþolinmóða menn eins og mig er þetta algjör helvíti. 😉

  109. Eeeefast líka um að Ngoo sé mikið að fá að vita um hvort einhverjir séu að koma eða ekki, og hvað þá að hann fari að slúðra því á Twitter fyrstur af öllum.

    En sammála Tómasi ,,Góðir hlutir gerast hægt”

    Ég er viss um að við náum að ganga frá 2 góðum dílum í janúarglugganum. Sérstaklega miða við það sem King Kenny og stjórn/eigendur eru að segja í blöðunum. Þeir eru líka að standa sig vel í að halda öllu bakviðtjöldin sem er náttúrlega bara gott mál, þó svo að við séum allir að fara á límingunum, þá held ég að það sé klúbbnum fyrir hag og það skiptir mestu máli.

  110. @ 135 Beggi

    Já, Coentrao er flinkur leikmaður… áttu nokkuð klippu af honum í vörn ;o)

  111. Ég er svartýn á þetta gerist með Suarez..
    amarjourno amar singh
    by Andrew_Heaton
    Comolli also says that no talks with Ajax ‘at the moment’ suggesting they have hit a wall on clubs’ differing value of Suarez
    Comolli was speaking on Canal +Sport

  112. Fyrst við fáum þá ekki í janúarglugganum, hverja fáum við þá í staðinn?

  113. Það eru nú sumir að segja á Twitter að þetta sé gamalt viðtal við Comolli

  114. Afskaplega jákvæðar fréttir um Liverpool undanfarið. Svo föstudagur á morgun, oft gerast hlutirnir þá. Það væri ekkert leiðinlegt að fá mynd af King Kenny og …………….. 🙂

    Hef mestar áhyggjur hvaða númer er laust.

  115. Liverpool offer was raised today and another club has put a bid in for Suarez.

    Our offer is now at £19,000,000

    Þetta er samkvæmt einum aðila á rawk spjallinu sem hefur einhver sambönd innan klúbbsins.Verður fróðlegt um helgina..

  116. Hvaða hvaða Stefano. Suarez kemur til Liverpool! Ég trúi á það að við fáum 2 nýja í janúarglugganum. Framherji. 90% að það sé Suarez og svo einhvern varnarmann. Það allavegana vona ég. Þessi vörn gengur ekki lengur og mun ekkert skána þótt Suarez væri kominn í framlínuna með Torres.

  117. Halda: Jose Reina, Brad Jones, Daniel Agger, Jamie Carragher, Glen Johnson, Martin Kelly, Raul Meireles, David N’Gog, Fernando Torres, Joe Cole, Steven Gerrard, Lucas Leiva, Dirk Kuyt.

    Ungir(halda): Daniel Ayala, Stephen Darby, Danny Wilson, Jonjo Shelvey, Jay Spearing, Nathan Eccleston, Dani Pacheco.

    Fara sem fyrst/hypja sig: Paul Konchesky, Ryan Babel, Christian Poulsen, Milan Jovanovi?.

    Mega fara í sumar: Maxi Rodriguez, Sotirios Kyrgiakos, Martin Skrtel, , Fábio Aurélio.

    Vantar:
    MIÐVÖRÐ. – Agger er eini vel spilandi miðvörðurinn í liðinu.
    Sóknarmann. – Torres er bestur (ekki að sýna það þessa dagana samt), N’gog er góður/efnilegur og að mínu mati vanmetinn. Væri fínt að bæta einum heimsklassa striker í viðbót.
    Kanntmenn. – Við eigum enga! Væri reyndar til í að fá Kelly fastann í bakvörð og Johnson á hægri.
    Vinstri Bakvörð. – Eigum engann í Liverpool klassa, Aurelio kemst næst því

Ryan Babel á leið til Hoffenheim (uppfært: eða hvað?)

Wolves á morgun