Liverpool á eftir 17 ára enskum leikmanni

The Guardian (sem eru nú oftast hvað áreiðanlegastir í fréttum af leikmannakaupum) segja að Liverpool séu að undirbúa 10 milljón punda tilboð í Alex Oxlade-Chamberlain, 17 ára leikmann Southampton.

Alex leikur sem framliggjandi miðjumaður og er að sögn Guardian af mörgum hjá Southampton talinn efnilegri heldur en Theo Walcott. Alex samræmist ágætlega stefnu FSG og væntanlega Damien Comolli að fjárfesta í ungum leikmönnum. Ég tel ekkert ólíklegt að félagið sé tilbúið að leggja til umtalsverðan pening þegar að um er að ræða unga leikmenn.

Andy Hunter hjá Guardian skrifar:

Anfield scouts view Oxlade-Chamberlain as one of the finest prospects in the country and, though he would likely be nurtured into the first team at Liverpool, the club are anxious to address the lack of support for Torres

Fyrir mig er engin spurning að stefna FSG að fjárfesta háum upphæðum í unga leikmenn án efa rétta stefnan. Undir fyrri eigendum þá klúðruðu Liverpool menn oft tækifærum til að kaupa unga leikmenn, sem kostuðu pening. Leikmenn einsog Abu Diaby, Denilson og Theo Walcott, sem Arsenal var í öllum tilfellum tilbúið að borga hærri pening fyrir.

42 Comments

 1. Hljómar vel… Það er margt gott búið að gerast á Anfield uppá síðkastið. Fyrst eigendaskipti og svo stjóraskiptin og tel ég svona kaup snilld. Miklu girnilegra en eitthvað Carlton Cole kjaftæði og eitthvað í þeim dúr.

 2. Ekki spurning að spreða í unga leikmenn,það er framtíðin,frekar en að eyða leikmenn eins og kolla og pulsuna,mér verður óglatt að hugsa um þá leikmenn.

 3. Mér líst vel á þessa stefnu ef þetta gerist.
  Ég vill sjá leikmenn eins og Lukaku, Hazard og Connor Wickham koma til liðsins.

 4. Talandi um unga leikmenn veit einhver um link af markinu hans Pacheco í varaliðsleiknum?

  Annars ánægður með þessa stefnu hjá LFC vona svo innilega að þeir kaupi Lukaku á þessu fáranlega verði sem er verið að tala um.

  Arnar

 5. Er spenntur fyrir þessum strák, hann á að vera gífurlegt efni. Er upphaflega miðjumaður en spilar á kantinum og stundum frammi með Southampton og er að gera það gott. Hann er hraður og virðist vera með ágætis auga fyrir markinu því hann er með fjórtán byrjunarliðsleiki á leiktíðinni og kominn með sex mörk.

  Ég vil sjá Liverpool taka sénsinn á svona strákum, höfum marg oft brennt okkur á því að tíma ekki að borga smá fyrir þessa efnilegu stráka og nögum handabökin enn í dag hugsandi hvað við gætum nú haft í liðinu okkar ef það hefði bara verið teknir sénsar.

  Ef að Chamberlain kemur yrði ég ánægður, ég er hrifinn af þessari stefnu að reyna að fá bestu og efnilegustu unglinga Bretlands til Liverpool og reyna að byggja liðið upp á þeim í framtíðinni. Shelvey, Wilson, Sterling eru á meðal þeirra sem eru komnir og vonandi bætast fleiri við í þennan hóp fljótlega.

 6. “Anfield scouts “…. Var ekki verið að reka þá alla núna í des/jan?

 7. Nei Daði, það voru einhverjir fimm látnir fara núna í vikunni og ég reikna stórlega með að það séu mun fleiri scoutar hjá Liverpool en bara þessir fimm. Annars hefur Comolli farið sjálfur, og Kenny Dalglish tvisvar í desember, allavega sex sinnum í vetur að fylgjast með þessum strák spila og það sýnir að áhuginn er gífurlega mikill og alveg ljóst að Liverpool þarf að hafa hraðar hendur til að missa ekki af honum.

 8. Ef það er satt að Arsenal sé okkar helsti keppinautur um kauða – þá þarf að hafa hraðar hendur ef vilji er fyrir því að klára dæmið.

  Ef strákurinn er ekki L´pool eða Arsenal maður þá hlýtur hann að skoða á hvorum staðnum fær hann er líklegra að hann fái tækifæri á að þróa hæfileika sína. Þar tapa flestir í samanburði við trú og tækifæri sem Wenger veitir ungum leikmönnum.

 9. Ég tók út tvö ummæli um byrjunarlið kvöldsins þar sem það er verið að ræða þau mál í upphitunarþræðinum. Hér er verið að ræða leikmannakaup og slúður. Bið menn vinsamlegast að virða það að halda sig við rétta þræði í umræðum.

 10. Það gott og blessað að kaupa unga leikmenn fyrir framtíðina, en hins vegar er nútíðin í algjöru rugli, Ég myndi vilja sjá þessa stefnu vera 50/50. Verðum líka að fá inn leikmenn eru búnir að sanna sig og geta leikið vel frá fyrsta degi.

  áfram Liverpool

 11. Ánægður með að við séum loks farnir að leggja alvöru metnað í að kaupa ungu strákana.
  Vorum alltaf að kaupa stráka á nokkur hundruð þúsund pund frá liðum í neðrideildunum og þeir voru ekki búnir að spila neitt fyrir þau lið.

  En þessi er kominn með slatta af leikjum og mörkum þrátt fyrir að vera aðeins 17 ára. Líkar þetta!

 12. Hljómar spennandi, það er auðvitað alltaf áhætta að kaupa svona unga leikmenn á þetta háu verði en .að verður einfaldlega bara að taka slíkar áhættur stundum.

 13. Veit nú voða lítið um þennan kauða, en það er búið að vera óþolandi gegnum tíðina að horfa á eftir gullmolum sem margir hverjir höfðu jafnvel líst yfir vilja á því að koma til Liverpool og þurfa alltaf að sætta sig við það næst besta sem hefur auðvitað ekkert komið út úr.

  Aguero, Bale og Walcott voru allir orðaðir við Liverpool á sínum tíma, og ég man eftir að hafa leyft mér að vera spenntur yfir þeim öllum. Ef mig misminnir ekki voru t.d. bæði Aguero og Walcott púlarar og því mjög sennilegt að þeir hefðu allir viljað koma.

  Þessir 3 leikmenn eiga það líka allir sameiginlegt í dag að kosta 30M+. Með því að leggja mikla áherslu og peninga á unglinga og njósnastarfið er hægt að spara sér þvílíkar fjárhæðir fyrir utan það að séu menn keyptir nógu ungir er hægt að komast framhjá miklu basli með reglurnar í meistaradeildinni og deildinni með uppalda leikmenn.

 14. Gísli þetta er alveg rétt hjá þér. Aguero og Walcott eiga það sameiginlegt að vera poolarar. Má líka bæta við Modric á þennan lista.

 15. Ekki má gleyma Dani Alves sem var sterklega orðaður við Liverpool um árið en umræðurnar sigldu í strand út af 2 milljónum punda sem munaði á kaupverði sem Liverpool var tilbúið að borga og Sevilla vildi fá. Ef ég man tölurnar rétt vildu Sevilla 12 milljónir punda en Liverpool voru bara tilbúnir að borga 10. Þessi upphæð þætti hlægileg í dag (þó hún hafi þótt nokkuð há á þeim tíma) og maðurinn búinn að margfaldast í verði síðan þá.

  Ætli kommentin um “vandræðastöðuna” hægri bakvörð væru ekki þó nokkuð færri síðastliðin ár ef hann hefði komið.

 16. Er það rétt það sem ég var að lesa twitter hjá Insua sjálfum að hann sé að koma til baka úr láni?

 17. Nei GÁsgeir, held að þeir séu að skipta um heimavöll, hann var eingöngu að kveðja gamla heimavöllinn, hefði samt ekkert verið á móti því að fá hann, 🙂

 18. Nu er nyr stjori komin og þá bíður maður bara eftir því að Henry og félagar opni veskið. Lýst vel á þennan strák ef nóg er til af seðlum, þurfum líka leikmenn sem labba inní liðið, er ekki viss um að þessi sé að fara að gera það þó það væri frábært ef svo væri.

  Ég hef engar áhyggjur af næstu árum ef ég sé þessa menn eyða eins og 20-30 mills i januarglugganum því þá veit maður að þeir ætla að styrkja liðið verulega. Væri gaman að sjá sem dæmi Suarez og Ashley Young koma i Janúar þó langsótt sé og bíða svo eftir enn meira spennandi sumri. Ef við sjáum ekkert af viti i leikmannakaupum i Jan þá er ég ekki bjartsýnn á að þessir menn séu eitthvað að fara styrkja liðið eitthvað svakalega.

  Svo er eitt sem fer mjög í mig og það er að sjá margar síður alltaf tala um að Liverpool hafi ekki mikið fé til þess að styrkja liðið, eitt dæmið er það að Liverpool mundi sennilega aldrei kaupa Adebayor því hann kostaði um 2 milljónir. Hefur einhversstaðar verið talað um að Henry og félagar ætli ekki að ayða neinum peningum að ráði???

  Vonum það besta. Er rosalega spenntur fyrir leiknum i kveld.

 19. Það hefur aldrei talist vera góður buinsness að gefa að það út að þú eigir sand af seðlum áður en þú gengur að kaupum á einhverju.
  En ég er samt að verða pínu pirraður á því hversu seint það gengur að styrkja liðið, núna fara að koma nýjar reglur, þessar fair play reglur sem taka gildi frá 2012 og því myndi maður ætla að eigendur liðsins mundu reyna að styrkja hópinn bæði núna í janúar og svo vel í sumar.

 20. Janúarglugginn er alltaf mjög erfiður, liðin vilja oftast ekki selja leikmennina á þessum tímapunkti og ef þau ætla að selja þá, þá reyna þau oftast að bíða eins lengi og þau geta því það þrýstir verðinu upp.

  Ég ætla nú rétt að vona að Liverpool tími ekki að kaupa Adebayor á 20 mills, alltof mikið fyrir þennan klikkhaus.

 21. Drauma line-up að minu mati ef satt reynist T.L.F En í sambandi við þennan strák, þá finnst mér að við ættum frekar að einbeita okkur að þvi að kaupa leikmenn sem styrkja okkur strax i byrjun. 17 ára gullmolar(eða ekki gullmolar) finnst mer að ættu ekki að vera i forgangi hja LFC þessa stundina. Við þurfum leikmenn inn sem geta breytt gangi leiksins svo einfalt er það.

 22. Ég óttast að hann endi hjá Arsenal. Ef þú ert ungur , efnilegur og vilt fá að spila þá er röðin þessi :

  1. Arsenal

  2. Man.U

 23. MW, það hefur verið ráðandi síðustu árin að ef þú ert efnilegur og vilt fá að spila hjá stórliði hafa Arsenal og Man Utd verið málið. Þetta gæti hins vegar (vonandi) verið að breytast hjá Liverpool. Ég vona það allavega. Í vetur hafa Kelly, Ngog, Spearing, Shelvey og Wilson allir fengið að spila talsvert auk þess sem Eccleston og Pacheco hafa fengið einhverjar mínútur.

  Það hefur allavega ekki gerst lengi að ungur strákur eins og Kelly fái að byrja leiki gegn Man Utd og Chelsea eða að fyrsti varamaður inn á Old Trafford sé átján ára strákur (Shelvey).

  Ég er allavega bjartsýnn á að þetta sé að breytast undir stjórn Comolli og nýrra eigenda.

 24. Er ég eini sem finnst frekar asnalegt að vilja splæsa 10 milljónir punda í einhvern táning sem er hálfgert spurningamerki ?

 25. það er ekki asnalegra en að eyða 7,5 milljónum punda í Poulsen og Konchesky vitandi að þeir geta ekki neitt…

 26. Erum við ekki bara í þeirri stöðu núna að við eigum mjög erfitt með að fá til okkar leikmenn sem teljast í heimsklassa. Hinsvegar ættum við nú enn að geta fengið til okkar unga leikmenn sem við getum svo komið í heimsklassa.

  Ég held að það sé gáfulegri leið amk heldur en að kaupa einhverja meðaljóna sem lítil von er á að verði nokkurntíman alvöru heimsklassa leikmenn.

 27. Menn tala um að fá strax sterka menn inn til að styrkja hópinn, helst bara á morgun. Það er gott og vel en ég er ekki alveg viss um að það sé leiðin að toppnum.

  Ekki miskilja mig, það væri virkilega spennandi að fá flotta reynslumikla menn inn í liðið strax í janúar en hvað þyrftum við að fá til að fara að berjast um titilinn ? Yrðum við ekki bara aðeins betri, myndum kannski komast aftur í topp 4 á næsta ári en sennilega ekki alveg nægilega sterkir til að gera atlögu að titlinum.

  Við erum með ágætt lið en eins og flestir vita alls ekki nægilega sterkt. Ég myndi einmitt vilja nota tækifærið núna og byrja á uppbyggingunni meðan hægt er að nota unga drengi og það drepur okkur ekki að tapa einum og einum leik.

  Ég myndi semsagt vilja sjá okkur fjárfesta í ungum leikmönnum og virkilega gefa þeim tækifæri í aðalliðinu. Leyfa þessum strákum að spila með Torres, Gerrard osfr og ölast topp reynslu.
  Þessir drengir gætu svo vera kjarninn í sterku ungu liði sem gæti virkilega náð í langþráðann titil eftir kannski 3-4 ár.

  Þarna væri líka kominn kjarni af sigurvegurum með Liverpool hjarta til að byggja á í framtíðinni, eitthvað sem við höfum ekki átt nóg af undanfarna áratugi.

 28. Reina, Kelly, Agger, Skrtel, Johnson, Poulsen, Lucas, Meireles, Jovanovic, Torres, Kuyt. Subs: Gulacsi, Kyrgiakos, Konchesky, Ngog, Wilson, Maxi, Shelvey.
  Þetta kemur nokkuð á óvart en verður áhugavert þar sem poulsen og Jova koma inn í liðið
  fróðlegt hvort Kely verði í vinstri bakverði eða Glen þar og öfugt

 29. Sammála með pulsuna en kannski getur Kenny kennt honum betur en Woy:)
  Vonandi verður Glen á kantinum þó ólíklegt sé.

 30. Hann endar hjá United eða Arsenal. Þau ættu að heilla meira en Liverpool. Síðan held ég að metnaðurinn sé meiri hjá þeim.

Blackpool á morgun

Liðið komið: Poulsen og Jovanovic byrja!