Blackpool 2 Liverpool 1

Í kvöld léku okkar menn fyrsta deildarleik sinn undir stjórn Kenny Dalglish á útivelli gegn Blackpool. Eftir jafnan og spennandi fyrri hálfleik fór Liverpool-lestin út af sporinu í þeim seinni og niðurstaðan varð, því miður, verðskuldað **2-1** tap fyrir heimamönnum.

Dalglish kom nokkuð á óvart með liðsvali sínu í kvöld:

Reina

Kelly – Skrtel – Agger – Johnson

Meireles – Poulsen – Lucas

Kuyt – Torres – Jovanovic

**Bekkur:** Gulacsi, Kyrgiakos, Wilson, Konchesky, Shelvey (inn f. Kuyt), Maxi, Ngog (inn f. Poulsen).

Okkar menn byrjuðu af krafti, pressuðu nýliðana ofarlega og leikurinn var varla tveggja mínútna gamall þegar við náðum forystunni. Johnson lenti í vandræðum og missti boltann vinstra megin en Poulsen vann hann jafnharðan aftur fyrir framan eigin vítateig, kom honum fram á Meireles sem spilaði honum snöggt út á hægri vænginn þar sem Kelly kom á fluginu upp hliðarlínuna. Hann tók eina snertingu og sendi svo boltann innfyrir á **Torres** sem keyrði inn á teiginn og dúndraði upp í þaknetið við nærhornið. Frábært mark og margir mánuðir síðan maður sá Liverpool sækja svona hratt upp völlinn í skyndisókn. Það liðu svona fjórar sekúndur frá því að Poulsen vann boltann við eigin vítateig og þangað til Torres var kominn inn í hinn vítateiginn. Frábært mark.

Þetta virtist gefa okkar mönnum kraft og þeir pressuðu áfram á fyrstu mínútunum og maður leyfði sér að vera vongóður um öruggan sigur, en heimamenn héldu haus og létu ekki kafsigla sig. Þeir þéttu vörnina og unnu sig smám saman inn í leikinn og þegar þeirra tækifæri kom þurfti ekki að spyrja þá tvisvar. Á elleftu mínútu reyndu Torres og Meireles snöggt spil á miðjunni en sending Torres aftur á Meireles var of kraftmikil og fór framhjá honum. Vaughan fékk boltann, gaf hann fram á **Gary Taylor-Fletcher** sem komst framhjá Agger, inní teiginn og lagði boltann þar framhjá Reina. Staðan orðin 1-1 og við þetta var allur vindur úr okkar mönnum. Sjálfstraustið greinilega brothætt og menn bara hættu að hafa trú á hlutunum og misstu alla yfirsýn yfir leikinn. Botninn datt úr leik okkar manna.

Það sem eftir lifði fyrri hálfleiks var leikurinn opinn og spennandi. Blackpool-liðinu gekk betur að halda boltanum innan sinna raða en bæði lið voru að pressa og sækja á mörgum mönnum og allt útlit fyrir spennandi leik. Staðan í hálfleik var 1-1 en þótt síðari hálfleikur hæfist á sama opna, jafna spilinu fór fljótlega að koma í ljós hvernig þetta myndi enda. Hjá Blackpool er nefnilega leikmaður sem heitir Charlie Adam og hann átti í síðari hálfleik í kvöld frammistöðu sem minnti mig hreinlega á Xabi Alonso upp á sitt besta. Hann bara tók völdin í leiknum, stýrði spili sinna manna svo að þeir Poulsen, Meireles og Lucas voru að elta skuggann á honum allan seinni hálfleikinn.

Eftir um klukkutíma leik kom svo sigurmarkið. Meireles missti boltann á miðjunni, Adam dældi honum beint út á vinstri vænginn þar sem Vaughan tók við honum, gaf fyrir inná teiginn og beint á kollinn á **DJ Campbell** sem var aleinn í svona fimm metra gjá á milli Agger og Johnson á fjærstönginni okkar. Campbell þakkaði fyrir sig og skallaði boltann í netið, óverjandi fyrir Reina. Staðan orðin 2-1. Eftir þetta reyndu okkar menn að sækja. Seldu sig dýrt, Dalglish setti Shelvey og Ngog inná en allt kom fyrir ekki og á endanum voru Blackpool bara með of mikla stjórn á spilinu, of mikið með boltann og skipulagðari svo að þeir voru nær því að bæta við ef eitthvað var. Lokatölur urðu 2-1, mikil vonbrigði fyrir Púllara og ekki síst Dalglish.

Í gærmorgun skrifaði ég pistil hér inn þar sem ég varaði menn við of mikilli bjartsýni í kjölfar komu Dalglish. Ég skrifaði þann pistil ekki af því að ég hef ekki tröllatrú á King Kenny, og ég skrifaði hann ekki af því að ég er Skröggur Fúlegg sem vill ekki leyfa mönnum að njóta góðra frétta. Ég skrifaði hann af því að mér fannst menn hættulega bjartsýnir, af því að mér fannst sumir stuðningsmenn hafa glatað raunsæinu með komu Dalglish. Ég vildi benda mönnum á að þrátt fyrir að það væri kominn margfalt betri stjóri en Roy Hodgson þá væru enn vandamál til staðar sem yrði að taka á. Því miður minntu þessi vandamál á sig í kvöld.

Þessi vandamál heita einfaldlega leikmenn Liverpool veturinn 2010/11.

Það þarf engan sérfræðing til að sjá hvaðan þetta vandamál kemur, og það er líka alveg óþarfi af mönnum að ætla að rífast um hvort þetta vandamál sé Rafa Benítez, Hicks og Gillett, Christian Purslow eða Roy Hodgson að kenna. Þetta er þeim öllum að kenna. Á árunum 2007-2010 grófu Hicks og Gillett kerfisbundið undan liðinu með því að selja leikmenn, hirða gróðann til að borga skuldir og neyða Rafa til að sætta sig við ódýrari valkosti en þá sem hann vildi fá. Á sama tíma tók Rafa líka ýmsar áhættur á leikmannamarkaðnum – menn eins og Aquilani, Voronin, Keane, Dossena og Riera, og loks Jovanovic – sem borguðu sig ekki og reyndust liðinu mjög dýr mistök. Eftir að Rafa var rekinn sl. sumar tók Christian Purslow öll völd, sendi Insúa í burtu á láni og samdi við Joe Cole án þess að Hodgson fengi neinu um ráðið og svo þegar Hodgson loks fékk tækifæri til að setja sinn stimpil á liðið lét hann Aquilani fara á láni til að rýma fyrir lakari mönnum eins og Konchesky og Poulsen.

Hvað varð um Glen Johnson í vetur?

Og því erum við stödd hér í dag, með leikmannahóp sem er langt frá því að geta talist nógu góður fyrir lið með metnað í Úrvalsdeildinni. Skorturinn á breidd er algjör – í kvöld voru bara Gerrard (leikbann), Joe Cole og Carragher (meiðsli) fjarri en samt var bekkurinn okkar ekki upp á marga fiska. Þar að auki er svona helmingur þeirra leikmanna sem Dalglish stillti upp í byrjunarliði í kvöld langt því frá að vera nógu góður fyrir Liverpool. Ég er að tala um leikmenn eins og Jovanovic og Poulsen sem hafa aldrei verið nógu góðir fyrir þetta lið, og leikmenn eins og Kuyt, Johnson og Skrtel sem voru eitt sinn frábærir með þessu liði en eru langt frá því að vera mannsæmandi í dag.

Það er einfaldlega mikið verk framundan. Dalglish bíður ærinn starfi á æfingasvæðinu, hann tók sennilega of mikla sénsa með því að setja Johnson á vinstri vænginn og leyfa bæði Poulsen og Jovanovic að byrja í kvöld en hann verður samt ekki dæmdur of hart af þessu tapi. En hann þarf að taka á öllu sínu næstu vikurnar til að bæta þetta lið á æfingasvæðinu því þetta lið er úthugsað, útpælt, útskipulagt og yfirspilað af nærri því hverju einasta liði sem það mætir þessa dagana. Hvort sem það lið heitir Man Utd, Wolves, Blackburn, Tottenham, Newcastle eða Blackpool.

Það er þó ekki nóg að laga ringulreiðina sem ríkir innan hópsins á æfingasvæðinu. Þú getur klætt skítinn í skó og kennt honum að dansa ballett en það breytir því ekki að hann er og verður alltaf skítur. Það eru of margir leikmenn í þessu liði sem annað hvort hafa aldrei verið nógu góðir fyrir Liverpool eða eru búnir að glata öllu því sem gerði þá hæfa fyrir okkar frábæra félag.

Og þar koma eigendurnir inn. Ef það var eitthvað sem tapið í kvöld undirstrikaði þá var það að nú verða John W. Henry og félagar að standa við stóru orðin um metnað og áherslu á velgengni á vellinum. Þeir verða að taka upp veskið strax í janúar. Þetta lið okkar er í fallbaráttu og fram undan er risastór slagur gegn erkifjendum Everton á Anfield á sunnudag. Ég þori ekki að hugsa þá hugsun til enda að sá leikur tapist, en það er einfaldlega raunhæfur möguleiki eins og staðan á Liverpool FC er í dag.

Eigendurnir verða að kaupa. Comolli verður að taka af skarið. Það verður að bæta þennan leikmannahóp. Og á meðan eigendurnir og Comolli tala um framtíðarstefnu og að kaupa unga leikmenn til framtíðar verða þeir líka að hugsa um næstu fjóra mánuðina ef ekki á illa að fara. Við þurfum leikmann sem getur komið með smá yfirvegun, rökhugsun og spilastjórnun á miðjuna hjá okkur. Við þurfum leikstjórnanda. Einhvern sem getur tekið yfir leiki og stýrt þeim þegar aðrir eru undir pressu.

Einn **Charlie Adam** á diskinn minn, takk. Ef það er hægt að bjóða 10m punda í sautján ára strák hjá Southampton hlýtur að vera hægt að borga helminginn af þeirri upphæð í leikmann sem hefur núna tvisvar í vetur verið betri en allir miðjumenn Liverpool til samans.

Henry og Comolli, yfir til ykkar.

154 Comments

 1. Átakanlegt. Greinilega mikil vinna framundan. Samt meiri neisti en áður.

  Poulsen og Jova voru í liðinu já en gerðu nú ekki mikið gagn. Eins og þeir kæmust bara ekki í samband við hina. Bekkurinn átakanlegur svosem líka, ekkert þar sem gat breytt leiknum.

  Kannski er standardinn eitthvað farinn að dala hjá manni en í fyrra hataði maður Lucas. Í dag er hann einna skástur. Hefur hann tekið framförum eða hvað? Maður spyr sig.

 2. Maður er alveg orðlaus….
  Þetta var flott hjá okkur fyrstu 15 mín. Svo fór að halla undan fæti. Eftir að B’pool komzt í 2-1 þá gerðu mínir menn ekki nokkurn skapaðan hlut!
  Algjör hryllingur á að horfa.

 3. Jæja vonandi sjá eigendur liðsins og Dalglish að það þarf að kaupa menn í byrjunarliðið strax á morgun.
  Það vantar svo sárlega kantmenn með kunna að spila boltanum og svo sóknarmann sem getur skorað mörk.

  Þetta var hrikalegt að tapa þessum leik og Blackpool eiga hrós skilið fyrir fínan fótbolta en Liverpool menn þurfa aldeilis að sýna af hverju þeir eiga að fá að klæðast þessari treyju.

  Ég verð svo að setja út á Dalglish fyrir að hafa haft Johnson þarna vinstra meginn enda var hann skelfilegur og hefði nýst betur á hægri kantinum.

  Ég ætla að hrósa Poulsen enda var hann eini miðjumaður liðsins sem ekki skeit á sig í þessum leik.

 4. jahérna……….. hvað er í gangi með þetta lið okkar??????????
  Andleysið og áhugaleysið er algert!!!!!!!!!! Nýja leikmenn inn og það strax

 5. Vá hvað þessi vörn er skelfilega léleg. Reina maður leiksins og Blackpool bara langaði mun meira að vinna þennan leik.

  KD er fínn en hann gerir ekki kraftaverk. (það myndi engin annar þjáfari gera heldur) Það þarf að taka hressilega til í þessum hópi og ég persónulega vona að KD fái tíma til þess.

 6. Ég er að reyna að átta mig á af hverju Jovanovic fékk að klára leikinn, ég bara skil það ekki. Og skipta N’Gog inná á 85 mín. Mér þykir leiðinlegt að segja það en King Kenny skyldi punginn eftir á Anfield í kvöld.

 7. Hlægilegt er held ég orðið sem komi upp í hugann á mörgum sem horfðu á þennan leik, ef ég mætti ráða færi öll vörnin út fyrir næsta leik fyrir utan Kelly og btw láta hann fá svona kúabjöllu svo menn sjái og heyri þegar hann stendur einn fyrir fram autt markið. Miðjan hundléleg og náði ekki að loka á rassgat. Torres jákvæðari punktur en í síðustu leikjum (samt orðinn þreyttur á að hann væli og væli þótt honum og fleiri þykji eitthvað ósanngjarnt).

  Set samt bara skuldina jafnt á leikmenn og Kónginn fyrir að velja þetta lið sem var hlægilegt á vellinum í kvöld.

  Charlie Adams myndi labba inn í þetta lið okkar ef hann yrði keyptur, þvílíkur yfirburðamaður á miðjunni og sendingargeta hans var betri en öll okkar samanlagt

 8. Það kom svo greinilega fram í leiknum að Liverpool er með of marga hæga leikmenn inná. Það hefur reyndar verið vandinn undanfarin ár en meðan taktíkin var að halda boltanum gekk það alveg upp. Í þessum leik fengu Blackpool að stjórnan hraðanum og við vorum alltaf skrefi á eftir. Blackpool liðið er stórskemmtilegt lið og skemmtir sér vel í sínum leik.

 9. Hvað hef ég verið að reyna að segja ykkur síðasta árið…Vandamálið liggur 80 % í slökum leikmönnum….Ég vona að LFC kaupi 2 til 3 nothæfa spilara nú í janúar , annars er hætt við fallbaráttu…..

 10. Það er klárt má að Kristján Atli var með hárrétt mat á stöðunni þegar hann varaði okkur við bleika skýjinu og fékk bágt fyrir….. mikið svakalega vantaði okkur SG í dag og mættum fá slatta af þessari hörku, einbeitingu og dugnaði sem Blacpool syndi okkur í kvöld!!
  fínar breitingar samt á spilamensku liðsins og klárlega skemtilegra að fylgjast með liðinu spila á milli sín.. en þetta þarf að æfa og ég skrifa þetta ekkert sérstaglega á KD þrátt fyrir að ég persónulega hefði viljað skipta nokkrum leikmönnum út í hálleik!!

  Þetta mun taka smá tíma fyrir KD að laga og ljóst að það þarf að selja svona 7 leikmenn í sumar og gott start væri að fá svona 2 stór nöfn ekki seinna en í gær!!! gefum þess smá séns..

 11. Margt jákvætt, framan af. Torres mættur aftur og ef Dalglish nær Cole í gang… og liðið slípast betur saman er bjart framundan! Ekki sammála með Poulsen, hversu oft tapaði hann boltanum?

 12. Munurinn er sá að liðið er sett út á völlinn til þess að reyna að vinna fótboltaleik.
  Á útivelli undir Roy var ekki til neitt sem hét að sækja sigur. Fyrir það er ég þakklátur.

  Hinsvegar ætla ég ekki að þakka Poulsen, Jovanovic, Kuyt og Skrtel fyrir neitt. Það væri líklegast ekki nóg að skeina þessum leikmönnum með sandpappír, svo lélegir eru þeir.

  Það hefst ekki nein alvöru uppbygging þar til við losum okkur við “deadwoodið” sem er að plaga hópinn, hvílíkt og annað eins djöfulsins drasl hef ég sjaldan séð í rauðri treyju með merki LFC framaná.

 13. Getum víst ekki kennt Hodgson um þetta, sorgleg frammistaða og ég átti von á því að Dalglish gæti rifið menn meira upp!!!

  Menn höfðu engan áhuga á þessu, voru kærulausir og Liverpool til skammar!!!

  Einn versti leikur okkar á tímabilinu!

 14. er kominn með ogeð af þvi hvernig menn eru í þessu liði, hvernig klubburinn er rekinn af eintomri leti og bara öllu i samband við þetta, það er ekki búið að byggja nýjann völl, og ég er ekkert viss um að henry geri það , academian er ekki að koma með unga gaura í gegn , það eru keyptir menn eins og paulsen á 5 millur sem eru west ham efni .. alltaf keypt menn sem eru 27 eða eldri og reynt að fá eins marga meðaljóna á frjálsri sölu … er kominn með upp í kok af þessu og langar mest að hætta að fylgjast með þessu liði

 15. Róm var ekki byggð á hverjum degi sagði einhver góður maður, en það tekur smá tíma að byggja upp eftir þessar náttúruhafarir sem hafa gengið á okkar mönnumundanfarin ár en við þurfum bara að líta á að þetta tímabil er ónýtt og Kenny getur ekki lagað það.

  ég trúi bara ekki að manure menn séu stoltir af sigrinum síðustu helgi.
  þeir unnu lélegasta Liverpool lið sögunnar einum fleiri og á marki sem átti aldrei að standa. Blackpool eru betri en þeir.

 16. Sælir félagar

  Ég hafði ekki góða tilfinningu fyrir þessum leik. Það reyndist því miður á rökum reist. Ég verð að viðurkenna að uppstilling Kóngsins olli nokkurri furðu og reyndar skiptingar líka. Frammistaða Kuyt var með þeim hætti að það átti að skipta honum útaf strax í fyrri hálfleik. Jova var verulega ryðgaður og Pulsan á pari við sjálfan sig. N’gog er i mjög slakur en Babel sat á bekknum og átti greinilega ekki að koma inná. (var hann í banni?).

  Dómarinn afburða slakur en það er sama. Leikur Liverpool var ekki góður og innáskiptingar komu seint og illa og uppstillingin sérkennileg. Ég get ekki sagt að ég hafi verið ánægður með neitt í þessum leik og betra liðið vann. Því miður.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 17. Ég skil ekki af hverju Maxi fékk ekki að koma inná völlinn og af hverju var Babel í stúkunni ?
  Kuyt og Milan eru svo slakir kantmenn að það er skelfilegt að horfa á þessa menn reyna að komast framhjá mönnum. Skrtel má svo bara fara að snúa sér að einhverju öðru en fótbolta og Johnson átti bara að vera heima í dag að skipta um bleyjur.

 18. Ömurleg vörn, ömurleg miðja, ömurleg sókn og ömurleg spilamennska á allan hátt

 19. Náið í heykvíslarnar og kyndlana en Poulsen var besti maður Liverpool í þessum leik. Torres, Reina og Agger á sléttu, aðrir drasl. Jovanovic svo drasl í öðru veldi.

 20. Blackpool sigraði í dag verðskuldað 2-1. Strax augljós batamerki á leik Liverpool að mínu mati, áttum reyndar aldrei séns eftir að Blackpool komst yfir. Augljóst mál að Kenny Dalglish þarf meiri tíma með liðinu til að koma spilamennskunni í lag en fyrstu teikn eru jákvæð. Það verður spennandi að sjá hvort við fáum einhverja góða leikmenn í janúar og eins þróunina á leik liðsins eftir því sem æfingum og leikjum fjölgar undir stjórn Kenny.

  Það tekur tíma að hrista taktík Hodgson út úr liðinu en ég hef fulla trú að Kenny geri einmitt það og fyrr en seinna. Næsti leikur er á Anfield gegn Everton og ég ætla að spá því að þar hefjist tímabilið okkar fyrir alvöru. Það verður brjáluð stemmning og liðið hikstar loksins í gang þá við tekur betra gengi og við klárum tímabilið í efra helming töflunnar. Áfram Liverpool!

 21. Það þarf svo sannarlega að sópa út hjá Liverpool saman safn af skelfilegum leikmönnum,og áttu ekkert skilið úr þessum leik,ég held að þetta lið meigi bara þakka fyrir að falla ekki með þessum leikmönnum,það býður mjög erfitt starf fyrir Dalglish,það er deginum ljósara.

 22. Spurning um að kaupa Charlie Adam?
  Flottur leikmaður með stjálfstraustið í lagi og leggur sig alltaf 100% fram.
  En það er e-ð sem leikmenn Liverpool gera ekki þessa stundina!

 23. Maður er svo reiður og sár ! Ég bara get ekki meir ! Að hugsa sér að ég er að fara að horfa með berum augum á Liverpool tapa á móti Everton á sunnudaginn !! Þessir leikmenn sem eru inn á vellinum geta ekki neitt ! Torres hvar er viljinn og baráttan ?? Skertl kanntu yfir höfuð fótbolta ? Milan Jovanovic þú ert að spila fyrir LFC ekki Standard Ligerse ! Kuyt, Agger, Johnson. Það voru 8 leikmenn inn á vellinum í dag sem mega fara ! Reina, Torres og Lucas eru þeir einu sem ég vil halda !

 24. Annars veit ég um einn mann sem hefur LFC hjarta og myndi sóma sér vel í liðinu núna , allaveganna myndi hann styðja vel við Torres í sókninni með hraða sínum svo maður tali nú ekki um skapandi sendingargetu……………………Höddi Magg….Hann spilaði eitt sinn fyrir lið í Hafnarfjördur…..

 25. Það verður bara bullandi fallbarátta á þessu tímabili. Fullt af erfiðum leikjum eftir í þessari deild. Mér finnst bara leikmennirnir skítstressaðir í hvert einasta skipti sem þeir fá boltan og vita ekkert hvað þeir eiga að gera. Lucas, Torres og Reina menn leiksins að mínu mati. Já það er erfitt að vera Liverpool maður í dag. Segi bara það sama og ég sagði á síðasta tímabili: Ég get ekki beðið eftir næsta tímabili.

 26. Christian Poulsen skástur á miðjunni í dag…. hvað segir það um restina af liðinu ?

 27. Ég ætla að hrósa Poulsen enda var hann eini miðjumaður liðsins sem ekki skeit á sig í þessum leik.

  en Poulsen var besti maður Liverpool í þessum lei

  Ha!

  Á hvað voruð þið að horfa? Leikmenn Blackpool skokkuðu framhjá Poulsen trekk í trekk án þess að hafa nokkuð fyrir því. Hann var arfaslakur.

 28. Sammála Óla b með Jovanovic hann var hörmung og sömuleiðis Kuyt þeir geta einfaldlega ekki talist LFC klassi hvað sem það nú þýðir á þessum síðustu og VERSTU!!! AAAARRRRGGGGG!!!!

 29. @27 Krulli…. og af hverju ætti Charlie Adams að vilja koma… já eða einhver…

 30. Þetta var erfitt. Í fyrsta skipti í langan tíma, sem ég var spenntur yfir deildarleik, og því voru vonbrigðin þeim mun meiri að þetta hafi farið svona.

  Það heldur því enginn fram að Dalglish geti gert kraftaverk á þessu tímabili, en þessi mannskapur á að geta betur. Já, þetta eru ekki nógu góðu leikmenn til að skila meistaratitli á Anfield, en andskotinn hafi það – við erum ekki með svo slappan hóp að við séum að tapa tvisvar fyrir Blackpool. Þetta var þó allavegana ekki jafn slæmt og Blackburn.

  Mikil vonbrigði, en þetta breytir svo sem ekki stóru myndinni – við erum ekki að fara að komast í CL á næsta tímabili og menn verða að gera sér grein fyrir því og stilla því væntingar miðað við það. Það mætti í raun segja að það væri sorglegt fyrir ensku deildina ef að Liverpool kæmist inní CL eftir þetta hörmungar tímabil. Svo slöpp er enska úrvalsdeildin ekki.

 31. Jæja þetta lið er algert rusl!!!!

  Reina: fínn. Verður tæplega sakaður um mörkin.

  Kelly: Komst flott frá þessum leik. Klárlega besti hægri bakvörðurinn okkar.

  Johnson: #$”&#”$&”#$&#”$&#”$

  Agger/Skrölti: Tæplega hægt að vera reiður út í þá. Gerðu sitt besta held ég. Eru bara ekki betri.

  Pulsi: Pulsa.

  Lucas: Einn okkar besti í dag.

  Mereiles: Var eins og hann vissi ekki almennilega hvar hann ætti að spila á vellinum.

  Jovanovic: Hann er ekkert æðislegur í fótbolta. En hann var að reyna.

  Kuyt: Er búinn á því.

  Torres: Gerði sitt.

  KD Sýndi algeran dómgreindarskort með því að velja Pulsuna í kvöld. En hann er að taka við hæfileikalausu liði sem þar að auki hefur ekkert sjálfstraust.

  En það má ekkert taka af þessu Blackpool liði. Þeir áttu þetta 100% skilið. Sýndu okkur að það er ekkert tilviljun hvað þeim hefur gengið vel.

 32. Djöfull er ég að verða geðveikur á þessu liði. Læra þessir andskotar ekki að senda boltann almennilega í 5. og 6. flokki. Samt geta þessir leikmenn ekki sent á hvorn annan sem atvinnumenn og hvað er þetta með að skjóta alltaf í þessa helvítis varnarmenn.

 33. Þetta Liverpool lið þarf núna bara að einbeita sér að því að halda sér í deildinni og klára þetta tímabil. Að því loknu verður þessi hópur svo gott sem afmáður úr sögu félagsins.

  Þetta var sama hörmungin og áður í vetur og fyrir mitt leiti get ég ekki hrósað Dalglish mikið fyrir þennan bölvaða leik. Kantarnir voru vandræðalega lélegir allann leikinn án þess að nokkuð væri gert til að bregðast við því, þrír miðlungs miðjumenn (miðað við þennan leik) sköpuðu nákvæmlega ekki neitt og vörnin er eins og gatasigti án sjálfstrausts.

  En það er auðvitað bara takmarkað hægt að sakast við Kónginn, hann er ekki ennþá búinn að vera hjá okkur í viku og er þó auðsjáanlega búinn að skrúfa að mestu fyrir þennan kick and hope bolta okkar. En ég hef áhyggjur af því að hann sjái ekki ástæðu til þess að gera meira en tvær skiptingar í leiknum og svo loksins er hann tók ARFALSAKAN Dirk Kuyt útaf setti hann fjórða miðlungsgóða (en efnilega) miðjumanninn inná. Alveg fáránlegt. Poulsen fór ekki útaf fyrr en eftir 85.mín og N´Gog fékk ekki tíma til að hafa áhrif á leikinn.

  Holningin á liðinu var alls ekki góð og fyrir utan frábæra sókn í byrjun leiks og ágæta kafla af og til var þetta bara alls ekki gott, liðið virkaði þreytt og án sjálfstraust. Svolítið eins og lið sem hafði aldrei spilað saman áður á meðan leikmenn Blackpool virtust gjörþekkja hvorn annan.

  En þetta lið á líka að gefa mikið meira í leikinn heldur en við sáum í dag, það var alls ekki nýtt þann meðbyr sem þeir hafa fengið síðustu viku og í kvöld var okkur heldur betur þrykkt aftur niður á jörðina.

  Hvað leikmenn varðar þá þarf Dirk Kuyt líklega bara að fá frí og skella sér til Bahama í 2 vikur. Hann gerir engum gagn svona og er bara til trafala. Jovanovic var alltaf að reyna og það alveg án árangurs og virkaði eðlilega mjög ryðgaður. Poulsen var sæmilegur í dag en ef maður miðar við að í fyrra höfðum við Aquilani eða Macsherano frekar en hann þá tárast maður. Lucas og Meireles voru eins og Poulsen, sæmilegir án þess að skapa mikið sóknarlega og Meireles var ekki góður varnarlega.

  Johnson kann síðan ekkert á vinstri bakvörðinn og Kelly er ekki kominn fullkomlega með hægri bakvörðinn og eðlilega sóttu Balckpool mikið á þá.

  Það er alveg hægt að snúa þessari nánast fullkomnu hörmung við og Kenny Dalglish er alveg maðurinn til að gera það. En guð minn góður hvað við þurfum betri leikmenn framar á völlinn (og raunar út um allann völl) til að styðja Torres. Þá er ég ekki að tala um einhvern 17 ára demant sem verður jafnvel kannski góður eftir 3 ár heldur leikmann sem fer beint í liðið núna.

  FSG þarf nefninlega að átta sig á því núna strax í janúar að lið sem tapar tvisvar á sama tímabili í deild gegn nýliðum Blackpool er afar líklegt til að falla um deild.

 34. Sælir aftur

  Reina var bestur en Agger og Skerta nautið voru báðir ömurlegir. Agger átti jöfnunarmarkið skuldlaust og Reina gat því miður ekki bjargað marki nr. 2 Það hefði enginn getað eftir ömurlega varnartakta Agger, Skerta og Glendu.

  Liðið er ferlega lélegt og gífurleg vinna fyrir Kenny Dalglish að koma þessu í lag. Rífur helmingur leikmanna á ekki skilið að spila í rauðu og manna þarf ansi margar stöður uppá nýtt.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 35. Vil byrja á að taka fram að ég sá ekki nema síðasta hálftímann og það sem að ég sá þar var einhvern veginn hvernig fjaraði hægt og hægt undan leiknum hjá okkar mönnum!!

  Fannst það svona eins og menn séu hreinlega ekki í formi til að klára leikinn, sóknaruppbyggingin var afskaplega hæg og lítil hreyfing á mönnum til að skapa sér pláss og þegar að við misstum boltann vorum við alltof langt frá hinu liðinu til að geta lokað á sendingar eða pressað þá að einhverju ráði.
  Svo þegar að við náðum að skapa einhverjar sóknir að þá var hátíð ef að það náðist á mynd að það væru tveir inní teignum, hvað þá fleiri, þetta þarf klárlega að laga og það í gær!!

  Svo hefur það verið vandamál lengi hvað kantarnir hjá okkur eru lélegir sóknarlega, það er að mínu viti staða (stöður) sem að þarf að laga fyrst, fá menn til að þora að fara inní teiginn til að ráðast á boltann þegar að hann kíkir þangað inn.

  Held að það sé kominn tími á að hleypa fleiri ungum gröðum strákum inná völlinn sem að geta hlaupið og barist í rauðan dauðan en eru ekki að telja peningana í huganum eins og maður fær á tilfinninguna að sumir hverjir þessara leikmanna séu að gera 🙁

 36. Vá þetta var verulega painful!!!

  Charlie Adam var langbesti maðurinn á vellinum og væri ekki slæmt að fá hann á 4 millur.
  Raul Meireles var hræðilegur fyrir aftan Torres, hann á að vera á miðjunni!!!
  Kuyt var skelfilegur og má fara hvíla sig á bekknum.
  Jovanovic var þó að reyna og fannst mér ekki jafn hræðilegur og margir eru að segja hér, hann átti nokkrar hættulegar fyrirgjafir.
  Poulsen og Lucas sköpuðu ekkert (eins og við mátti búast) og voru slakir varnarlega.

  Það vantar ansi mikið í þetta lið:
  Framherja, fljótan kantmann, vinstri bakvörð og afgerandi miðvörð.

 37. KD á stóran þátt í þessu tapi með óskiljanlegri uppstillingu og þegar reyndi á þá gat hann ekki skipt mönnum inná. Það eru 4 leikmenn sem eru án efa þeir lélegustu sem hafa spilað fyrir þennan klúbb og það eru þeir lucas, pulsan, koncheskey og jovanovic.

 38. Miðjuspilið fannst mér ekki vera að gera sig og fljótir og ákafir miðjumenn Blackpool keyrðu yfir okkar menn. Þá fannst mér skorta kjark til að taka af skarið með skot á mark því í nokkrum tilvikum voru leikmenn í skotstöðu við vítateigshornið vinstamegin en ákváðu að gefa á næsta mann í meters fjarlægð. Þar vantaði sjálfstraust. Svo var Glen Johnson algerlega afleitur vinstra megin. Það á aldrei að láta hann spila þar aftur og helst ekki í vörn!
  Ef framtíðin á að vera stuttar snöggar sendingar og hraði þarf að selja marga leikmann þó þeir séu ágætir spilarar í taktísku kerfi þar sem liðið heldur boltanum vel.

 39. Úff. Pínlegt að horfa á þetta.

  Þýðir samt ekki að vera með svartsýni. Þurfum að styrkja nokkrar stöður og þá fer að ganga betur. Ég held að við þurfum að leggja áherslu á að fá hægri og vinstri bakverði, tvo miðverði, tvo vængmenn og tvo miðjumenn og svo einn striker. Þá ætti þetta að fara að snúast með okkur.

 40. Vá hvað ég held með lélegu fótboltaliði. Að horfa á marga af leikmönnum liðsins í kvöld verða sér til skammar trekk í trekk. Ég taldi svona 100 misheppnaðar sendingar á milli manna í kvöld. Torres var maður leiksins í kvöld. Það er erfitt að velja milli þess hvort Johnson eða Kuyt hafi verið verstu menn vallarins. Glen Johnson er ÓGEÐSLEGA LÉLEGUR og á helst að hvíla þennan mann út leiktíðina miðað við áhuga, sendingargetu, varnargetu, sóknargetu og viðhorf á vellinum. Kuyt gat bara ekki sent boltann frá sér og virkaði eins og hann væri 150 kg. Svo má selja Jova strax og spara það að maðurinn haldi svona áfram að niðurlægja sjálfan sig.

  Liðsvalið var brandari. Meireles var slakur, Poulsen var með betri miðjumönnum okkar í dag (en samt var hann hægur og slakur) og Lucas var í ruglinu líka.

  Skiptingarnar voru svo alveg úti á túni. Þessi ofurtrú á Shelvey er alveg út í hróa. Þetta er 18 ára piltur sem er aldrei að fara breyta tapleik yfir í sigurleik. Hann vantar hraða og er alltof bráður. Það á að setja svona menn inná völlinn þegar þú ert með öruggan sigur í höndunum og leyfa honum að reynsluna og sjálfstraustið þannig.

  Ótrúlega lélegt hjá liðinu okkar og mér fannst King Kenny bregðast seint og illa við frábærri spilamennsku Blackpool í leiknum.

  Þeir áttu sigurinn algerlega skilið.

  Djöfull er ég vonsvikinn.

 41. Greinileg batamerki. En vörnin er enn jafn mikið rusl, sérstaklega er Skrtel klaufskur og Johnson með athyglisbrest á háu stigi. En liðið var allavega að spila boltanum með jörðinni en ekki dúndrandi fram í sífellu og fáeinir leikmenn voru með lífsmarki. Ég kvíði ekki framhaldinu.

 42. 44 semsagt það vantar allt liði nema kansk já markmann og striker???? haha það vantar liverpool andan í þetta lið og baráttu… þetta lið er að taka tugi þúsunda punda á viku við að skíta á sig og það þarf bara að berja þetta lið áfram setja smá ótta og greddu í það. ef að þú stendur þig ekki í vinnunni færðu aðvörun og kanski rekinn.. það þarf aðalega að hrista upp í þessu liði og láta þá vita að þeir eru að spila fyrir Liverpool FC en ekki áhugamannalið í úberkistan….

  þetta lið er til skammar og ætti að endurgreiða okkur þá peninga sem þeir hafa fengið borgað fyrir þetta tímabil.

 43. Það er svo mikið að þessari uppstillingu að það var eins og Halloway hefði stillt upp báðum liðum.
  Lucas er með 80% nýtingu í að stoppa sóknir Liverpool manna og 70% getu í að stoppa sóknir Blackpool manna. Þessi gæi hugsar bara ekki forward! Svo eru þeir að spila eitthvað zonal marking á miðjunni sem gefur Blackpool mönnum fullt frelsi til að spila boltanum sína á milli, opna svæði og hlaupa í þau. Okkar miðja er hinsvegar stöð og með skelfilega sendingargetur fram á við.
  vængirnir voru glataðir og hraðinn er skelfilegur.
  Því miður þá kenni ég Kenny Dalglish um að hafa stillt upp vonlausu byrjunarliði og það eina sem bjargar honum er sú staðreynd að bekkurinn var ógeðslegur og ekkert skárra að finna þar.
  Uppstillingin var þannig að þar var enginn markaskorari nema einn (Torres). þar var enginn playmaker, þar var enginn kantmaður, einn miðvörður og enginn sóknarþenkjandi miðjumaður. Eins og svo oft áður þá dugaði það algjörlega fyrir blackpool að stoppa miðjuna og eigna sér hana og þá er hjartað rifið úr liðinu.
  Það er einn hraður Liverpool maður í hópnum og hann heitir Babel, það eina sem hægt er að gera er að gefa honum spilatíma og láta hann róta aðeins í varnarmönnum mótherjanna og opna fyrir Torres. Aðrir kallar eru bara hægir og hræddir.

 44. Því miður virðist hype-ið í kringum Dalglish ekki ætla að hjálpa okkur til þess að ná úrslitum í fyrstu leikjunum. Það er greinilega mikil vinna framundan. Það er samt stór munur á liðinu hvað hugarfarið varðar. Menn komu greinilega á útivöll til þess að vinna leikinn. Því miður er bara svo margt á móti okkur þessa dagana fyrir utan skort á gæðum í leikmannahópnum. Leikjaálag hefur greinilega haft áhrif í þessum leik og menn verða að muna að margir leikmanna í dag spiluðu einum færri í 60 mínútur á sunnudaginn og því var komin þreyta í liðið í lok leiksins. Annað sem var augljóst líka var skortur á sjálfstrausti eftir að við lentum 2-1 undir. Það á eftir að taka langan tíma að ná liðinu á eitthvað ról og eins og staðan er í dag þá erum við í fallbaráttu. Bláköld staðreynd.

  Ég set stórt spurningamerki við liðsvalið en eflaust var þetta einhverskonar rotation til þess að fá ferskari menn inn. Því miður eru þeir bara ekki betri en þetta. Skiptingarnar þóttu mér einkennilegar einnig.

  Fór afskaplega í taugarnar á mér að sjá Gerrard upp í stúku. Ef hann hefði nú haft vit á því að missa sig ekki í stundarbrjálæði á sunnudaginn þá hefði hann verið að spila þenna leik. Ábyrgðarleysi að mínu mati.

  Ég er eiginlega kominn á þá skoðun að Glen Johnson á hreinlega ekki að koma nálægt því að vera í vörninni hjá okkur. Hvað eftir annað virðist hann vera að dekka loftið. Vona að Jovanovic fari sem allra fyrst. Okkur vantar svo klárlega hraða að það er pínlegt og eins og Babu sagði í kommentum yfir leiknum þá hefur Kuyt lélegt fyrsta touch og ekkert annað touch því hann er búinn að missa boltann. Basically þá er hans annað touch tækling.

  Eitthvað slúður fyrir leikinn sem var að orða okkur við þennan Adam hjá Blackpool og miðað við frammistöðu hans í kvöld þá segi ég já takk. Frábær leikur hjá honum og bersýnilega frábær karakter.

  Ég mun missa af leiknum á sunnudaginn sökum vinnu. Eftir þessa hörmung í kvöld þá er ég samt miður mín yfir því. Maður er einfaldlega sjúkur.

 45. Þegar menn segja að pulsan hafi verið að gera einhverja hluti þarf að velta fyrir sér hvað þeir eru að drekka yfir leiknum. Þessi maður snerti ekki boltann og er álíka hægur á 90 ára gamall karl í hjólastól. Það þarf að henda pulsunni sem lengst í burtu frá anfield

 46. Ég held að það séu nokkrir punktar sem má lesa útúr þessum leik:

  I. Liðið er í mjög lélegu líkamlegu formi samanborið við andstæðingana. Þegar 15 mín voru eftir að leiknum virkuðu flestir leikmenn verulega þungir og andstuttir. Liðið náði ekki að ógna marki andstæðingana síðustu 15 mín, þrátt fyrir að vera marki undir og það er ekki í fyrsta skiptið í vetur.

  II. Það sem liðinu sárvantar er nýr miðvörður, það verður að fara finna arftaka Hyypia. Á meðan vörnin er höfuðlaus her þá kemst aldrei á stöðugleiki í varnarleikinn. Agger, Skrtel, Carra og Kyrgiakos eru enganveginn að ná að loka varnarmiðjunni og enginn af þeim er leader.

  III. Það vantar einn-tvo A-klassa leikmenn nú í janúarglugganum. Hópurinn er einfaldlega alltof veikbyggður og þegar lykilmenn detta út að þá er liðið einfaldega ekki sterkara en lið sem eru að berjast í botnbaráttu. Segjum svo að Torres og Reina myndu detta útúr því liði sem spilaði kvöld, getið þið ímyndað ykkur hvernig það lið myndi líta út?

  IV. Sjálfstraustið er ekkert í liðinu og liðið þarf boost sigur á sunnudaginn til þess að koma sér í gang. Það virðist sama hvaða liði Liverpool mætir um þessar mundir, þeir virðast geta tapað gegn hvaða liðið sem er.

 47. Eru þessir leikmenn aldrei saman á æfingasvæðinu ?

  Það hefur eitthvað gerst með sendingar og hlaup leikmanna ?

  Allt of margir menn, sem eiga ekkert erindi í Liverpoll peysu !

 48. Þið verðið að fyrirgefa, en mér fanst Kelly bara ekkert góður í þessum leik. Ég vill til dæmis meina að hann hafa verið algjörlega rangt staðsettur þegar seinna markið kom. Síðan er það bara augljóst Poulsen og Lucas geta ekki spilað saman á miðjunni. Þeir reyna allt of mikið að verjast báðir í einu og gleyma öllu í kringum sig. Það er hægt að færa rök fyrir því að þeir hafa báðir verið svona la la í þessum leik, en þegar þeir áttu að berjast hlið við hlið þá litur þeir út eins og grýla og leppalúði

 49. Varð fyrir gríðarlegum, gríðarlegum vonbrigðum.

  Ég hef ALDREI skilið þá ráðstöfun manna að spila mönnum út úr stöðum og það var gert með Meireles og Johnson í kvöld. Meireles var ekki í neinum takti þarna og Lucas og Poulsen, sem mér fannst hvorugur spila beint illa, eru sömu “ball-winning pass to the next one” – týpur sem að einfaldlega virka ekki saman. Ég er hreinlega andlaus að verða vitni að því að menn hafi reynt það einu sinni enn, eftir vandræðin í haust og Masch-Lucas kombóið í fyrra. Við sköpuðum ákaflega lítið fannst mér.

  Báðir kantmennirnir í liðinu eru uppaldir senterar og trekk í trekk í trekk leystu þeir inná miðsvæðið í hrúguna. Kelly kom upp hægra megin en hefur mjög slaka sendingargetu, Johnson var augljóslega hvekktur, enda fjórði leikmaðurinn til að spila vinstri bakvörð í vetur og kom aldrei upp völlinn í síðari hálfleik held ég. Ef að hann kom tékkaði hann alltaf til baka, á hægri löppina og drap hraðann niður.

  Frá ca. mínútu 55 til 65 vorum við að ná völdum á leiknum fannst mér og þá vildi ég sjá annan hvorn varnarsinnuðu miðjumannanna útaf og Maxi eða Shelvey inn. Einhverja skapandi menn. Varð fyrir feykilegum vonbrigðum að það gerðist ekki og við lentum undir. Eins og í flestum leikjum vetrarins þegar svo fer er það bara þannig að við ráðum ekki við neitt.

  Fyrst og síðast því enginn leiðtogi er í þessu liði utan Reina í markinu. Við erum með 10 – 14 fína leikmenn sem leika með landsliðunum sínum en bara ansi fáa leiðtoga. Þegar leiðtoginn okkar er svo í ofanálag í banni er ekki á miklu von, enda töpuðum við leiknum sanngjarnt og verðum bara að bíta í skottið á okkur með það og átta okkur á því að ef að menn ætla sér ekki að fjárfesta í betri leikmönnum verðum við að berjast um það að dragast ekki oní fallbaráttu.

  Og ef við förum þangað erum við í vanda, því okkar leikmenn kunna ekki þá baráttu, sem býður upp á allt annað en slagur um toppsæti.

  Kóngurinn skoraði sjálfsmark í kvöld, við skulum átta okkur á því. Sjálfsmark sem kippti öllum til baka og miðað við ummæli Comolli og Dalglish um “óþörf” leikmannakaup í janúar held ég bara að það hafi verið af hinu góða.

  Frá því að Hicks og Gillett ákváðu að græða á leikmannaglugganum hefur liðið okkar veikst. Menn reyna að benda á Rafa og við héldum okkur við Roy, sem báðir áttu þátt. En fyrst og fremst eyðslustefna klúbbsins, sem þarf að breyta í fyrramalið.

  Góður vinur minn sem ekki heldur með LFC vildi meina það í desember að ef að FSG væri alvara með klúbbinn væru þeir klárir með nýja leikmenn 1.janúar. Well, það er kominn 12.janúar og það þarf ekki lengur að draga í efa hjarta stjórans eða vilja þeirra sem að liðinu standa.

  Það þarf betri leikmenn og þess að fara styrkja lið sem hefur markvisst verið veikt frá því í maí árið 2009. Get ekki sagt að arða í mínum beinum hlakki til að taka á móti Everton á sunnudaginn með þann leikmannahóp sem við höfum úr að spila…

 50. Það sem ég hélt að þetta yrði gott kvöld þegar Torres skoraði en betra liðið sigraði (og þá er ég ekki að tala um betra liðið í kvöld heldur bara að Blackpool er betra lið en Liverpool). Enn og aftur finnst mér Reina vera sá eini sem getur verið sáttur með sjálfan sig og Kelly svo sem fínn að ýmsu leiti. Finnst þó nokkuð margir vera segja að Torres hafi verið á pari, jújú hann skoraði flott mark og “fiskaði víti” sem ekki var dæmt og var kannski skárri en undanfarið en allir vita að hann getur svo miklu miklu meira en það sem hann sýndi í kvöld.

  Er að fara að skíra á sunnudaginn (gegn mínum vilja eiginlega) og missi því af leiknum, spurning hvort það sé bara best ef liðið býður upp á það sama á móti Everton.

 51. meireles var afar slakur í kvöld, Johnson var lélegur en spilað útúr stöðu, hefði viljað sjá hann á hægri kanntinum og kuyt á bekknum.

  OG HVAÐ ER SKRTEL ALLTAF AÐ GERÐ ÞEGAR HANN FÆR BOLTAN? HANN ANNAÐHVORT SPILAR TILBAKA EÐA ÞRUSAR BOLTANUM Á MARKMANN ANDSTÆÐINGANA

 52. Með leikmenn eins og Pulsuna, Skyrpið í vörninni og Dirk “No-Touch” Kuyt í liðinu er aldrei von á góðu…. get talið Johnson með…..Jovanovich nenni ég ekki að tala um…..
  Mikið rosalega eru margir 5m punda “fringe players” í þessu liði!

  Kelly, Reina, Torres og Lucas eru þeir einu sem þurfa ekki að skammast sín eftir kvöldið.
  Meireles var að reyna of flókna hluti í uppspilinu í kvöld, hann myndi sjálfsagt gera það gott á miðjunni hjá Barca þar sem leikmenn kunna að móttaka bolta! Það bara geta sumir leikmenn LFC ekki!!!!

  SHIT

 53. Og viljiði plís fara að taka aftur upp Zonal-Marking í föstum leikatriðum, þetta “maður á mann” dæmi er svo vonlaust lélegt með þessa menn okkar að ég vildi helst bara láta mig hverfa þegar við fáum þetta á okkur!!!

 54. Lucas var kannski með skárri mönnum í kvöld en hann er engan veginn nógu góður. Ég geri meiri kröfur til miðjumanna en svo að þeir hlaupi úr sér lungun, loki svæðum og spili á næsta mann, eins og Lucas gerir vel. Þeir sem sáu Liverpool á gullárunum muna vel eftir hversu ógnandi miðjumennirnir voru, Souness, Mcdermott, Whelan, Mcmahon, Barnes og ég gæti haldið lengi áfram. Lucas er búinn að spila að ég held nálægt hundrað leiki og skora eitt mark, og alls ekki líklegur jafnvel þó hann sé fyrir opnu marki. En ég hef tröllatrú á Dalglish og hann mun væntanlega hreinsa út og þar er af nógu að taka og vonandi verður það samt Skrtl sem fer fyrstur, hann getur bara ekkert.

 55. Ok hélt að við myndum vinna í dag. Var búinn að bíða spenntur eftir þessum leik. Varð fyrir vonbrigðum með liðsuppstillinguna. Meireles var greinilega að spila í holunni fyrir aftan Torres. Hodgson var búinn að reyna það og það virkaði ekki. En Kenny var greinilega að prufa ýmislegt í dag, átta sig á hlutunum. Hann á eftir að rífa okkur upp. Menn verða að vera rólegir og gefa þessu tíma. YNWA

 56. Það var alltaf vitað mál að síðustu tveir leikir kæmu til með að vera erfiðir. Liverpool hefur verið í ruglinu á útivelli í 12 mánuði.

  Við vitum að það þarf að kaupa leikmenn og þá leikmenn sem ganga beint inn í byrjunarliðið, ungu drengirnir koma seinna. Við vitum að það tekur svolítinn tíma að venja liðið við “Pass and Move” eftir 6 mánaða fyrirskipun um “Kick and Hope”. En það eru klárlega augljósar breytingar strax sem benda til “Pass and Move”.

  Dalglish sagði sjálfur ” það fá allir séns”. Með öðrum orðum hann, þjálfararnir, Comoli o.fl. eru að sjá og skoða hópinn áður en ákvarðanir eru teknar. Það sem háir Liverpool svo átakanlega mikið að það er ekki til neinn leikmaður utan við fyrstu 11 sem geta komið af beknum og breytt leikjum okkur í hag.

  Það verður hreinsað út í sumar.

  ……… og já ég er strax farinn að hlakka til leiksins á móti Everton.

 57. Ég er á því að ef við myndum búa til úr hörðum stuðningsmönnum Liverpool sem eru í einhverju formi og e.t.v. eitthvað fiktað smá með bolta myndu ná betri árangri en þessir menn sem voru að spila í kvöld bara með viljanum til að gefa allt í leikinn fyrir Daglish og já auðvitað bara klúbinn sjálfann.

 58. Sælir félagar

  Það vantar leiðtoga í vörnina. Það er rétt hjá Einare#52. Þessi leiðtogi sat meiddur uppí stúku því miður. Það hefur verið skelfilegt að horfa uppá varnarleikinn síðan Carra meiddist. Ég vona bara að menn átti sig á því.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 59. Hats off to Blackpool,skemmtilegt lið þarna með frábæran stjóra…

  En hérna afsakið orðbragðið en Glenda,Kuyt,Pulsen og SKRTEL mega éta blautann skít selja þá strax eða gefa hjálpræðishernum.

  Menn voru bara á röltinu,sammála alltof margir sleðar í liðinu okkar sem geta ekki hlaupið,hvað þá tekið menn á.

  Ég er samt bjartsýnn (fyndið)

 60. “We’ve had 3 days training. I’ll get to know them training/ watching them playing. If you haven’t got confidence will take a wee while.”

  “Some of the problems you can solve yourselves. I wouldn’t be too harsh on the players-a lot played for an hour on Sun with 10 men.”

 61. Leikmennirnir virka þungir og virðast ekki vera í leikhæfu formi. Það þarf að styrkja hópinn í þessum leikmannaglugga svo að við föllum ekki úr deildinni. Við höfum ekki styrkt hópinn að neinu ráði í ansi langan tíma og það er að sjálfsögðu óásættanlegt,
  Það vantar allavega til að byrja með nýjan miðvörð,sóknarmann, vængmenn og miðjumann.

 62. Út með daglish! Ég var mun hrifnari af spilamennsku liðsins undir stjórn Hodgon!

 63. Eru menn að grínast með að vera að tala um að verið sé að hrista taktík Hodgson úr liðinu!? Vá maður finniði betri afsökun!

  Það er ekki hægt að kenna leikaðferðum Hodgson um þetta tap og ekki leikmannakaupum því að það vita allir að Liverpool voru með 100 sinnum sterkara lið á pappírnum!

  Auðvitað má kenna Hodgson um að einhverju leiti að mórallinn sé ekki góður og blabla þó svo að ég hafi ekki hundsvit á því!

  Maðurinn sem stýrir Liverpool í dag er Dalglish sem er Legend, engin spurning um það!

  En recordið er 0-2 og nú ber hann ábyrgð á gengi liðsins, ekki Hodgson, ekki Benitez og ekki Gerard Houllier!!!
  Auðvitað þarf hann tíma og vonandi fær hann meiri tíma og vinnufrið heldur en forveri sinn hann Hodgson því annars sjáum við líklega aldrei árangur, en byrjunin er ekki góð.

 64. Paul Tomkins átti gott comment á twitternum um leikinn í kvöld..

  “People who say tiredness not a factor should note that Blackpool rested an entire team to be fresh for this. We had 60mins at OT with 10 men”

 65. Jaaáá… Þið segið það… Ekki gekk þetta hjá okkur í þetta skiptið…

  En það er alveg greeiinilegt að það eru bara ALLTOF margir leikmenn sem eru engan veginn í þeim klassa að eiga að fá að vera inná fyrir Liverpool, ekki einu sinni á bekknum.

  Reina: Klaufi þarna einu sinni en átti mjög góðar markvörslur inná milli, aldrei honum að kenna mörkin. = 100% áfram í LFC búning.

  Johnson: Vitum að hann getur betur og hann var að spila vinstri bakvörð. Ætti í rauninni að vera á hægri Væng. = Ekkert að því að halda honum en þurfum annan hægri bakvörð, Johnson getur verið backup eða setja hann á kantinn.

  Kelly: Fannst hann fínn og hefur sýnt það að hann getur átt framtíð hjá klúbbnum. Á eftir að bæta sig helling tel ég. = Halda honum klárlega enda ungur og efnilegur, en ætti að vera backup fyrir heimsklassa bakvörð svona til að byrja með.

  Agger: Var ekkert það góður, en er töluvert betri en Skrtel. Átti klárlega fyrsta markið. = Jaá halda honum og fá einhvern betri með honum, veit að hann getur betur.

  Skrtel: Klaufskur, slappur að dreifa boltanum, brýtur óþarfa brot. = Ekki nógu góður sem LFC leikmaður, það er alveg búið að sýna sig á þessari leiktíð. Þurfum að kaupa nýjann Hyypia í hans stað!

  Lucas: Hann var nú öruglega með skárstu útá vellinum í þessum leik. Ég segi eins og einhver hér í kommentum, annað hvort er hann búinn að bæta sig eða bara allir í kringum hann orðnir svona svaakalega slappir því hann var HÖRMUNG í fyrra. = Engan veginn í LFC standard. Getur kannski verið ágætt að hafa hann á bekknum, en þurfum klárlega klassa miðjumann í staðin.

  Poulsen: Öruglega hans besti leikur í Liverpool treyju en samt mjööög lélegur. = Þarf nú varla að segja meira en hann burt strax! Þess vegna gefa hann..

  Kuyt: Mjööög slappur í kvöld.. = Þótt hann sé mjög duglegur þá er hann bara ekki nægilega góður og hann er orðinn gamall. Fínt að hafa hann sem einhverskonar backup því hann er jú duglegur og með mikið LFC hjarta. En klárlega kaupa nýjann í hans stöðu.

  Jovanovic: Úff hann var verstur í þessum leik. Átti bara mjööög slæmann leik, var ekki einu sinni snöggur eins og maður hafði tekið eftir hjá honum í byrjun leiktíðar. = Burt með hann.. Of gamall og ekki góður.

  Meireles: Ekki góður leikur hjá honum í dag. En engu að síður fyrir utan þennan leik þá er hann hörkuleikmaður. Vantar uppá sjálfstraustið hjá honum, kannski því hann er búinn að vera svoo oft nálagt því að skora en ekki en komið fyrsta markið hans. = Halda honum ég hef bullandi trú á kauða.

  Torres: Flott mark hjá honum og sýndi aaaðeins meira líf en hann hefur gert á þessari leiktíð, enda búinn að vera mjög líflaus svo að þurfti ekki mikið til. Samt ekki góður leikur á hans mælikvarða. = Halda honum. Þetta er nú auðvitað Torres svo að.. Vitum að hann er Heimsklassa striker, þarf bara að fara að sýna það aftur.

  Þannig sé ég þetta allavega.. Það er semsagt nóóóg af leikmönnum sem þarf að skipta út það er á hreinu! Meira var það ekki í bili..

  YNWA

 66. Hvað eru menn búnir að vera að gera í leikmannamálum undanfarin ár???
  Verðum að losna við Jovanovic, Lucas, Poulsen, N´gog, Konchesky, Agger, Skrtel, Kuyt. Myndi ekki gráta Johnson og Mereiles. Kaupa strag 5-6 leikmenn og losa 5-6. Vil þetta lið á næstunni;
  Pepe Reina; Aurelio, Skrtel, Kyrgiakos, Kelly; Agger aftastan á miðJunni, Babel vinstra megin, Gerrard, Joe Cole á miðJunni, Johnson á hægri væng, Torres sem er fremstur. Tek það fram að í þessari uppstillingu hafa ALLIR miðJumenn leyfi til að styðJa sóknina sem og bakverðirnir og Cole fremstur miðJumannana.
  Stórsókn gegn Everton og 4-5 mörk skoruð takk…

 67. Babel út. konchesky út. Skrtl út. johnson út. Poulsen út. Kuyt út. Jovanovic út. . kyrgiakos út. Maxi út. Lucas á bekkinn. Cole á bekkinn. Ngog á bekkinn. og líklega Aurelio líka of mikið meiddur. halda Reina! halda Gerrard! halda Carra. Halda Carra og svo mögulega Agger. Þetta seigir okkur að það þurfi að kaupa 10-13 leikmenn ef þetta lið á að fara að gera einhvað ekki nema bara til að ná 4 sætinu á næstu leiktíð og ef það verður ekki byrjað að kaupa einhverja núna í janúar þá munu allir sem ég sagðist vilja “halda” fara í sumar og hinir fara líka og ennþá slakari leikmenn koma því Liverpool verður þá komnir niður í Campionship. við erum í fallbaráttu ! !!!!

 68. Án þess að ég ætli að fara í allt byrjunarliðið þá var Dirk Kuyt að eiga sinn versta leik í treyju Liverpool félagsins í kvöld. Samanlagðar heppnaðar sendingar og móttökur eru teljandi á fingrum annarar handar á manni sem vantar þrjá putta.

 69. Flott skýrsla KAR og hárrétt.

  Hins vegar ætla ég ekki að biðja um Charlie Adam. Að mínu mati þurfum við betri leikmann en hann. Vissulega duglegur og á fínu róli, en ég held að við séum með yfirfullt mikið af central – miðjumönnum, en þyrftum sennilega fjóra vængmenn í leikmannahópinn til að búa til einhverja breidd í leikinn.

  Á meðan Meireles þurfti að slást við 2 – 3 miðjumenn sem gátu bara tjaldað á miðsvæðinu því það var enginn á köntunum var Adam oftast að berjast einn á einn við okkar miðjumenn því Blackpool var með vængmenn.

  Lucas, Poulsen, Meireles, Gerrard, Shelvey og sennilega Cole central-miðjumenn en að mínu mati er enginn vængmaður í liðinu. Maxi fer næst því sem fínn kantstriker og mér finnst mega prófa Johnson þar. En í dag einfaldlega loka liðin á okkur á miðjum vellinum og við náum aldrei að skapa neitt.

  Hversu oft komumst við á bakvið bakverðina í þessum leik. Eða nokkrum þeim síðustu???

  Alveg væri ég til í að fá Adam á diskinn minn ef við verðum fyrst búnir að fá alvöru vængmenn á báða kanta, hafsent með Agger sem getur sparkað í boltann og vinstri bakvörð sem er fínn að verjast og með góðar fyrirgjafir.

 70. þeir hérna sem segja að Poulsen hafi verið að gera eitthvað af viti í þessum leik kunna ekki að horfa á knattspyrnu, það er nú bara þannig.

 71. Sko, Blackpool voru skemmtilegir og áttu þetta alveg skilið, en hversu hallærislegt er það að heita DJ Campbell?

 72. Það er ljóst að Liverpool þarf að versla leikmenn STRAX í vikunni því talsvert vantar upp á gæðin í hópnum. Kaup sumarsins eru algjört flopp fyrir utan einn leikmann, þar komu 5 nýjir leikmenn inn í hópinn og ef allt hefði verið eðlilegt ættu þeir að hafa styrkt hópinn en svo er nú aldeilis ekki. Liverpool mun ekki veikjast þó að Poulsen, Jovanovic, Konchesky yrði seldir í dag. Við þetta mætti bæta Cole eins og hann hefur spilað hingað til. Síðan er Ngog ekkert meira en miðlungs leikmaður og mun aldrei verða meira en það. Shelvey er getulega talsvert frá því að gera eitthvað fyrir Liverpool, best væri að senda hann á láni til að bæta sinn leik enda mjög ungur.

  Menn hljóta að kalla Insúa til baka, þó að Insúa hafi ekki verið sterkasti leikmaður Liverpool á síðasta tímabili þá er hann hátíð við hliðina á því sem boðið er upp á í dag. Það er vandræðalegt að horfa upp á vinstri bakvarðarstöðuna nema þegar Aurelio spilar sem er bara 2 eða 3 hver leikur. Það þarf að fá stöðuleika á vörnina.

  Varðandi leikin þá leit þetta bara ágætlega út þar til um miðjan síðari hálfleik, þá klikkaði Kenny ílla á leikjaplaninu og gerði að mínu mati mistök í skiptingum. Ég hefði kostið að fá Maxi inná á kantinn í stað Shelvey enda sást greinilega að hann er enginn kantmaður. Shelvey hefði frekar átt heima á miðjunni í stað Poulsen. Auk þess skil ég ekki afhverju Jovanovic kláraði þennan leik því hann tók bara rangar ákvarðanir við vítateig andstæðinganna. Besti maður liðsins var Lucas Leiva.

  Niðurstaða leiksins er samt öllum ljós, það þarf að styrkja hópinn/liðið. Nýjir eigendur verða að kaupa gæði og til þess þarf að eyða stórum upphæðum. Að falla með þetta lið er mun dýrara en að kaupa 2-3 dýra og góða leikmenn núna í janúarglugganum.

  Svo vil ég benda mönnum á sem sífellt tala um að liðið núna sé svipað því sem endaði í 2. sæti 2009 að það er kolrangt. Þeir leikmenn sem farnir eru síðan tímabilið góða 2008/2009 eru og takið nú eftir, Alonso, Macherano, Arbeloa, Riera, Hyypia, Keane, Insua(láni), þeir leikmenn sem komið hafa í staðin fyrir þá eru lélegri og af þeim sökum er liðið í dag slakara. Þetta eru engin vísindi.

 73. Helvíti finnst manni vera lítið að frétta af leikmannakaupum, ég óska mér vinstri bakvarðar, miðvarðar og einn til tvo eldsnögga kantara sem geta sprengt upp varnir andstæðingsins og kryddað sóknarleikinn okkar (sem er í besta falli brimsaltur í augnablikinu)

 74. Mikið er þetta dásamlegt (sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér) við komumst eftir þennan leik allir, einir og óstuddir að sömun niðurstöðu…….það vantar betri leikmenn!

  Þá er bara spurningin þessi hvaða leikmenn?

 75. Voðalega eru margir að fara á taugum hérna! Vissulega var leikurinn lélegur hjá okkur og margir leikmenn ekki að standa sig, en eins og einhver hefur minnst á hér að ofan er stór hluti hópsins þreyttur eftir sunnudagsleikinn. Svo hefur Kenny bara haft nokkra daga til að vinna með hópnum og það tekur nú einhvern tíma að breyta alveg um leikstíl. Ég ætla að minnsta kosti að reyna að vera þolinmóður og gefa Kenny nokkrar vikur til að sýna árangur, áður en ég fer að heimta að rúmlega hálfur hópurinn verði seldur!

  Því miður verður enn þreyta í hópnum í Everton leiknum eftir 4 daga svo ekki reikna með neinni flugeldasýningu þar, vonandi þarf samt ekki að bíða mikið lengur en það eftir að stigin fari að hrannast inn.

 76. Það eru nánast engin gæði í þessu liði sem var á vellinum í kvöld og sennilega er þetta einn lélegast hópur Liverpool í langan tíma.

  Reina: Fyrsti maður á blað.

  Kelly: Framtíðarvarnar maður búinn að stimpla sig inn í liðið.

  Johnson: Er að missa það og var skelfilegur í vitlausri stöðu, ætti að vera okkar Malouda. Á kanntinn með helvítið. Eða seljann.

  Agger/Skertl: Agger ekki spilað neitt að ráði þetta tímabil og Skertl er bara ekkert spes. Okkur vantar svona Hyypia típu í vörnina. Einhver leiðtoga og þá á ég ekki við Carrager sem kominn er á léttasta skeiðið.

  Poulsen: Hræðilegur leikmaður en ég skil afhverju KD gaf honum séns í kvöld. Verður að sjá hvað hann getur. Það jákvæða við þessa frammistöðu Poulsen er að það þarf ekkert að láta hann spila meira.

  Lucas: svona lala alltof mistækur leikmaður ekkert spennandi.

  Meireles: Leysti SG af í dag og vissi ekkert hvernig hann átti að komast frá því verkefni. Leysti eiginlega bara vind í kvöld.

  Jovanovic: Jesús hvað hann var lélegur í kvöld en maðurinn ekkert búinn að spila undanfarna mánuði. Seljann til að minnka tapið á Poulsen kaupunum.

  Kuyt: Er ekki aðdáandi þessa leikmanns. Hægur leikmaður með ekkert first touch. Seljann í sumar.

  Torres: Það er ekki hægt að ætlast til þess að hann geri þetta allt sjálfur. Fær enga þjónustu og er ekki með skapandi leikmenn fyrir aftan sig.

  Við erum bara ekki með betri hóp en þetta og taflan segir allt um það. Töpuðum fyrir betra liði sem er sorglegt því þetta er Blackpool, nýliðar í deildinni en eiga hrós skilið fyrir spilamennskuna.

  Það eina sem ég hræðist núna er að við föllum 🙁

 77. Ég bara held að Hogdson hafi bara verið með þá í algjörlega fáranlegu æfinga prógrami og leikmenn ekki í neinu formi nema Kátur sem hleypur endalaust. En eins og stendur í þessari leikskýrslu spilaði liverpool mjög vel í seinnihálfleik eða svona fyrstu 35 og svo voru þeir bara búnir. Ég sem betur fer sá ekki seinni hálfleikinn

 78. Agger og Johnson voru eins og 14 ára stelpur á blæðingum í þessum leik, þeir eiga að skammast sín, Agger var eins og fáviti í 1 markinu og Johnson var bara að horfa á í seinna markinu…
  Vandamálið virðist vera stórt, þessir gaurar sem eru að spila í vörninni geta bara ekki varist, Skrtel var ágætur í kvöld en hann hefur verið sá lélegasti ásamt Johnson á tímabilinu…

  Sóknarlega er þetta bara of hægt, ég óska eftir hröðum mönnum. Leikmenn eins og Kuyt, Poulsen, Lucas, Ngog og fleiri eru bara alltof hægir…

  Ég vil sjá mann eins og A young í liðverpool liðinu, ég er líka til í að sjá Babel spila meira…
  Vonandi fer þetta að lagast , ég vona að það komi kaup á morgun

 79. Þessi leikur sýnir svart á hvítu hvað þessi hópur er dapur..Nú VERÐUR Dalglish að opna budduna og versla það sem vantar í hópinn…Já ásamt fleiri hlutum sem þarf að laga.
  1.Kantmenn,kantmenn,kantmenn..á báða kanta..menn sem geta tekið menn á og dripplað boltanum..Shaun Wright-Philips er á lausu…Gersamlega maður sem liðinu vantar.Hann getur komið sér upp að endamörkum á eigin spýtur og lagt upp færi fyrir senterinn, þótt miðjuspilið sé steingelt eins og í kvöld…Vinstri kanturinn er líka skelfilegur, og liðið þarf líka alvöru dripplara þar.
  2.Miðvörð…Hvað er með þennan Skrtel??….Æfir þessi maður ekki fótbolta daglega?..Það verður að fá alvöru nýjan Hyypia í þetta lið..Leiðtoga…Og fínt væri að hann kynni að senda boltan á samherja.
  3.Senter í topklassa..Þetta getur ekki gengið svona lengur…Ef Torres er í lægð, þá er bara ekkert skorað…
  4. Insúa og Aquilani heim aftur….Ég meina, voru þetta ekki döpur skipti?..Þeir út og Pulsan og Konchesky í staðinn….Þetta er bara móðgun við fótboltann..og félagið..
  5.Senda Glen Johson í afvötnun….Hann HLÝTUR að vera annað hvort fullur eða á lyfjum í þessum síðustu leikjum…

  I rest my case..

 80. Jæja ljós í myrkrinu…það er allavega einn Liverpool stuðningsmaður sem er kátur í kvöld…….
  Ian Holloway

 81. sælir bræður… sammála kidda kennedy,þetta er hrikaleg uppstilling hjá Dalglish, en hann er samt rétti maðurinn, ég mundi bæði ganga í sjóinn og hengja mig fyrir þennan besta son Liverpool… Kelly og Johnson voru vinstri hægri en áttu að vera hægri vinstri lucas.poulsen og meireles geta ekki unnið leik í ensku deildinni jovanivic er lélegasti kantmaður Liverpool frá upphafi en ég hef sagt það áður og ítreka það enn…. það eru 3-5 fótboltamenn í Liverpool í dag því miður torres, gerrard,reina og (johnson)(agger) hinir eiga allir að fara og eru ekki samboðnir Liverpool
  úrvalsdeildin enska = torres, gerrard, reina johnson og agger
  norska 2. deildin= lucas, meireles, kuyt,maxi, cole, carra ,kyrgiagos,ngog og babel
  færeyska 3. deildin = poulsen, jovanovic, shelvey og konchelsky og skrtel

  en kenny minn ,maður setur ekki shelvey á kantinn, elsku vinur, og maður lætur ekki poulsen byrja inná með lucas og meireles og maður setur ekki kelly í hægri bakvörð og johnson í vinstri , heldur öfugt
  Maggi minn hvar hefur þú séð shelvey góðan?
  skrtel er hrikalega lélegur leikmaður og strákar hringið í mig endilega þegar þig sjáið góðan leik með meireles!!
  kv moli

 82. Vá ég er svo pirraður að ég nennti ekki að lesa yfir öll þessi, sennilega fínu komment á leikinn! En það var einfaldlega af því að ég gat ekki beðið eftir að fá að svara honum Ásmundi varðandi Poulsen!!!

  Menn hljóta að vera að grínast með að hann hafi ekki skitið upp á bak!
  Maðurinn drullaði svo á sig að hús í næsta nágrenni voru rifin!!!!! Að sjá hann hlaupa nálægt tæklingu og svo hægja á sér (ef það er hægt) og rétt reka höndina í mannin bara til þess eins að hjálpa honum að komast nær vítateig LIVERPOOL var óbjóður!
  Það voru nokkrir þarna í dag sem voru geimverulega lélegir en Poulson sýndi enn og aftur afhverju hann á EKKI að vera í fótbolta! Ég bara trúi ekki að einhver náma í heiminum hafi ekki not fyrir “kanarí”fugl. Fugl sem hægt er að nota til að vara menn við of miklu gasi í námunni, því ef svo er þá getum við gefið þessum hugrökku námumönnum Poulsen sem F-ing kanarífugl!

 83. HERE WE GO AGAIN !

  nr. 90 Hallur segir: “Agger og Johnson voru eins og 14 ára stelpur á blæðingum”…

  Og ég kjeddlingin bíð spennt eftir framhaldinu, sem hlýtur að fela í sér einhverja snilldar útlistun á túrtöppum sem særa 14 stúlkur…(voru Agger og Johnson með þá í rassinum kannski?)… eða einhverja einstaka/sérstaka reynslu Halls af 14 ára stúlkum á blæðingum, reynslu sem hann vill deila með lesendum kop.is ?

  HVAÐ VARSTU AÐ MEINA MEÐ ÞESSU KOMMENTI ?

 84. Það er alveg ljóst að liðið þarf að gera betur þrátt fyrir að ýmsir hlutir séu að breytast til betri áttar. Liðið í heild virkar beittara en hjá Hodgson og menn eru að reyna að spila boltanum á jörðinni og sækja hraðar ef tækifæri gefst. Þá skapaði liðið sér slatta af hálffærum og mátti nokkrum sinnum litlu muna að menn kláruðu leikinn. Virtist helst vanta smá kjark, trú og sjálfstraust til þess.
  Sé horft á hópinn í heild þá eru of margir leikmenn í hópnum á skröltinu í liðinu. Það þarf að fá inn alvöru miðvörð með Agger í þetta lið sem hefur tækifæri á að eigna sér stöðuna og verða nauðsynlegur leiðtogi í framhaldi. Nýjan vinstri bakvörð þarf að finna og krækja í einn kantmann og einn sóknarmann til. Í sumar er svo hægt að fara í frekari tiltekt en þessa leikmenn þarf til að bjarga tímabilinu og tryggja að við verðum ekki í fallbaráttu. Held að þetta þurfi líka til að efla trú leikmanna á liðinu og sýna þeim að mönnum sé full alvara með að fara með Liverpool aftur á toppinn.
  Get þó ekki tekið undir með mönnum þegar þeir segja að leikmannahópur Liverpool sé handónýtur því það er slatti af fínum leikmönnum í liðinu og hópurinn stendur flestum leikmannahópum framar í deildinni sé ekki horft á efstu fjögur.
  Það sem við þurfum núna er að fylkja okkur á bak við klúbbinn og tala hann upp. Gefa mönnum þá tilfinningu að þeir spili fyrir besta lið í heimi. Styðja Kenny að fullu út tímabilið og þá munum við mjaka okkur upp töfluna. Áfram Liverpool.

 85. Kæru Púllarar, nú eru komnir nýir eigendur, nýr stjóri, en ekki dugar það. Nú þarf einfaldlega að sklipta um mannskap í liðinu, eða bara að falla í 1. deild og byrja frá grunni.
  Kannski er það eina lausnin svo að maður geti horft á sitt lið með stolti og sagt: ÁFRAM LIVERPOOL.

  Sorgtlegt að sjá þetta auma lið sem spilaði í kvöld og gat ekki rassgat.

 86. Á þessari stundu held ég að það sé óhætt að nota fleyg orð Guðjóns Þórðarsonar:

  “Þú gerir ekki kjúklingasalat úr kjúklingaskít”.

 87. Myndi nú ekki segja að Blackpool ætti sigurinn skilið var frekar jafn leikur þó Liverpool aðeins meira með boltann 54 % jafn mörg færi hjá báðum liðum ,Mér fannst Torres bera af út af velli í dag menn voru bara ekki að fylgja honum það vantar að fylgja með í sókn miðjan virðist úthaldslaus yfirleitt sótt á 1 til 3 -4 mönnum það gengur ekki mörkin koma með því að pressa fram á völlinn sóknin er besta vörnin segir einhversstaðar.alveg með ólíindum hvað vörnin er að bregðast Johnson er enginn varnarmaður ,svo Fannst mér að Daglish hefði mátt skipta mun fyrr og leyfa óþreyttum mönnum að koma inn ,en vonandi slípar hann þetta til ….

 88. Hjartanlega sammala KAR i thessum pistli. Thad tharf ad kaupa i januar fyrir næstu 4 manudi frekar en ad huga ad unglingum. Thad tharf 2 central midjumenn til ad keppa um sæti vid Gerrard og Meireles en thad sannadi sig i kvold ENN EINA FERDINA ad adal vandamal LFC er midjan. Vid erum eins og hradbraut en thad geta allir hreinlega valtrad yfir okkur. Svo er engin furda ad framherjar skora ekki thegar their hafa midju sem er svipud og hja Southend United. Charlie Adams yrdu frabær kaup en hann yrdi falur a litlar 5m thar sem hann vill fara. Ef eigendurnir (og Comolli) opna ekki augun strax verdur fallid ad veruleika. Vid erum slakasta lidid i deildinni eins og stadan er i dag.

 89. Afhverju ætti Adams að vilja fara til félags, sem hefur bæði tapað fyrir sinu eigin liði 2svar á tímabilinu og neðar í deildinni… not gonna happen

 90. Krasss….. búmmm… bing… bang… brotlentur!

  Til hamingju Ollie og félagar…. þið áttuð sigurinn skilið. Fyrir utan markið og sóknina á bak við það þá var þetta ein allsherjar hörmung. Blackpool…. fxxxing Blackpool… yfirspilaði Liverpool FC þannig á köflum að ég roðnaði af skömm. Hvað ætli lið Liverpool sem var inná í kvöld sé með meira í kaup en lið Blackpool??? Samanburðurinn er örugglega vandræðalegur. Þetta er hreinlega með ólíkindum hversu illa liðið leit út í kvöld.

  Þá er það næsti leikur…. nú er hver leikur slagur upp á líf og dauða. Best að venjast tilhugsuninni og fara að búa sig undir það versta!

  YNWA

 91. Eins og flestir hafa sagt þá er þessi hópur ekki nægilega góður. Alls ekkert það ósvipaður hópur og menn töluðu um að gæti blandað sér í baráttu um enska meistaratitilinn í fyrra. Gaman að því.

  Þeir sem eiga að fara eru:

  Lucas
  Kuyt
  Jovanovic
  Poulsen
  Skrtel
  Kyrgiakos
  Aurelio
  N’gog
  Konchensky
  Babel

  Byrjum að hreinsa og þá er möguleiki á bjartari tíð á næstu leiktíð.

 92. Alltaf þegar Carra meiðist fer þetta í rugl, hann er mikilvægasti leikmaður okkar, sama hversu gmall hann er., einfaldlega bestur.

 93. Það þarf að gefa þessu smá tíma. Öll okkar vandamál hverfa ekki á einni viku. Einn leik í einu, og svona eins og 2 til 3 leikmenn í Janúar. Varnar,væng og framherja. Það þýðir ekkert annað en bjartsýni. Við erum með mann í brúnni sem vill vinna þessa leiki, jafnmikið og við aðdáendur liðsins.

  Nú hefur Kenny og leikmenn hans 3 daga til þess að taka sig saman í andlitinu og einbeita sér að everton. Þetta verður erfitt, við erum að spila við lið núna sem eru að ég held bara að spila einn leik í viku, meðan LFC er að spila 3 leiki núna á einni viku. ÞÖKK SÉ FA, helvítis FA.

  YNWA

 94. Kaupverð á Leikmönnum

  Skrtel 2008 £6.5 Milljónir
  Glen Johnson 2009 £17.5 Milljónir Þar af 7 milljónir sem Portsmouth skulda
  Konchensky 2010 £3 Milljónir
  Meireles 2010 £11.5 Milljónir
  Agger 2006 £5 Milljónir
  Aurelio 2006 Frjáls Sala
  Gerrard Uppalinn
  Torres 2007 £20 milljónir
  Cole 2010 Frjáls Sala
  Jovanovic 2010 Frjáls sala
  Kyargos 2009 £1 Milljón
  Maxi 2010 Frjáls Sala
  Kuyt 2006 £10 Milljónir
  Babel 2007 £11.5 Milljónir
  Leiva 2007 £5 Milljónir
  Carrager Uppalinn
  Reina 2005 £8.6 Milljónir
  Poulsen 2010 £4.8 Milljónir

  ég sem var farinn að dreyma um Evrópusæti. En þetta verður víst löng þrautaganga næstu árin með þessu framhaldi.

  United hafa eytt 30 milljónum í Berbatov, 33 í Ferdinand, 26 í rooney, nani 25, hargreaves 17.

  Chelsea, city og tottenham hafa líka eytt vel og spurning um hvort að Liverpool verði ekki bara á endanum einsog Arsenal eru í dag með öflugar akademíur útum allan heim.

  Það þarf einfaldlega ða fara að standa í svona stórræðum til að fá svona leikmenn en ég veit ekki hvort að Liverpool eða FSG standi undir því og þarmeð þarf uppbyggingin að koma í gegnum unglinga og rétt vonast til að klúbburinn nái að fljóta áfram í meistaradeildinni.

 95. Nýja men inn strax þetta er ekki lítið vandræðanlegt lið!!!! og þeir sem segja að pulsen hafi getað blautan hvaða leik voruð þið að horfa á!!

 96. Æ það hefði verið svo þægilegt að kenna bara Hodgson um þetta. Vandæðin aukast og maður spyr sig hvers vegna nýir leikmenn hafi ekki verið kynntir til sögunnar strax í upphafi mánaðarins?

 97. Af hverju eru menn að drulla yfir N’Gog eftir þennann leik? Maðurinn fékk einhverjar 9 mínútur í kvöld!

 98. 93 Siguróli…. Hvernig færðu það út að Glenda sé í Liverpool klassa? Hann var fínn fyrir 2 árum en ekki getað mikið síðan og að við höfum látið Arbeloa fyrir skitnar 4 og keypt ÞETTA fyrir 17 er bara glæpur!

 99. Það eina sem mér datt í hug í gær þegar ég sá uppstillinguna á liðinu var að Dalglish hefði breytt svona til af tvennum ástæðum.

  1. Við spiluðum vel á móti Scums og vorum þar 10 á móti 12 í 60 mínútur sem tekur á, spiluðum samt vel. Því var vert að hvíla nokkra menn fyrir Everton leikinn.

  2. Leikur á móti Blackpool gæti gefið Dalglish tíma til að prófa minni spámenn, jafnvel hrissta aðeins upp í stöðum manna og að þarna hafi nokkrir verið á síðasta séns í raun. Nánast eins og æfingaleikur í hans huga.

  Svo kom náttúrulega í ljós að baráttugleði Balckpool manna keyrði yfir vonlausa dela í okkar liði og leikurinn tapaðist, nema hvað. Næst er það Everton á heimavelli og þá býst maður við að sjá menn í sínum stöðum og sterkasta liðið sem völ er á.

  Þetta datt mér í hug en hvað veit ég svo sem….bara ágiskun.

 100. Ég er ekki jafn svartsýnn og KAR er hér. Mér fannst ég sjá mikil batamerki á spilamennsku liðsins, einkum framan af leiknum, Torres fékk bolta í sína fullkomnu stöðu sem ég hef ekki séð gerast í marga mánuði, enda kom mark beint útúr því. Það vantaði jú eitthvað uppá og einkum betri spilamennsku hjá kantmönnunum og spilamennska liverpool fannst mér sleppa miðað við þá stöðu sem við erum í og þá lægð sem menn eru að rífa sig uppúr.

  Það má ekki taka það heldur af Blackpool að þetta er hörkulið og ótrúlega baráttuglaðir, miðað við hvernig þeir spiluðu í gær þá er ég ekki að sjá t.d. united vörnina eða arsenal vörnina hafa staðið sig mikið betur á móti þessum sóknartilburðum þeirra.

  Fyrir mér er þetta á réttri leið (en ekki fullkomið) og ég er enn ekki tilbúinn að hlusta á endalaust svartsýnistal og afskriftir á getu liðsins til að spila fótbolta. Sé liðið styrkt með 1-2 kaupum strax í janúar held ég að hægt verði að hraða þeirri leið umtalsvert.

 101. 102…Virkilega heimskulegt komment. Adams býst örugglega við því að eftir nokkur ár verði Blackpool stærra nafn í boltanum heldur en Liverpool…eða er það ekki annars?

 102. Hlutirnir eru ekki eins svartir og þeir líta út fyrir að vera. Gefum Dalgish allavega 3 leiki, til að koma sér aftur inní þetta. Efa það ekki að við tökum Everton. Sérstaklega útaf Cary Cahill verður ekki. Eigum eftir að slátra þeim bláu. upp með sokkana, þýðir ekkert annað.

 103. Á erfiðum tímum stíga sterki karektarar framm – þetta sagði Reina fyrir nokkru síðan. Bárust skilaboðin bara til kop.is en ekki í búningsherbergið ?

  Við þurfum nauðsynlega á nýjum leikmönnum að halda – þó ekki væri nema einn sóknarmaður og/eða kanntmaður til að fá smá líf í sóknarleikinn. Móttaka Kuyt er orðin verri en hjá Heskey undir það síðasta og miðjan okkar gæti ekki skapað hættu tveir gegn markverði. Varnarleikurinn hefur auðvitað ekki verið verri síðan fyrir aldamót… það er bara svo margt. Aðeins markvarðastaðan sem við getum sett verið sáttir við. Með fullri virðingu þá er restin bara drasl.

  Hafa verið yfirspilaðir af Blackpool (x2), Wigan, Birmingham, Blackburn, Newcastle og listin heldur áfram.

 104. Þetta er bara martröð. Deildin er meira en hálfnuð og við erum 5 stigum frá botnsætinu. Ég hef miklar áhyggjur af því að við gætum fallið. Fyrst Blackpool nær tvennu á okkur og lið eins og Wolves vinnur okkur á Anfield þá hlýtur maður að spyrja sig, hvaðan eiga stigin að koma?

  Menn verða að fara að spyrja sig, hversu lengi ætla menn að kalla þetta lægð hjá Glen Johnson? Verðum við ekki að fara að viðurkenna að þetta er hreinlega ekki nægilega sterkur leikmaður? Það sama á við um mjög marga, t.d. Dirk Kuyt. Þessi maður á að meðaltali um 1 góðan leik af fjórum núorðið, ef þá það. Eru toppleikmenn þannig? Ég nenni ekki einu sinni að tala um menn eins og Skrtel, Poulsen, Konschesky ofl.

  Veikingin á liðinu undanfarin þrjú ár hefur verið mikil. Ef við tökum út Gerrard, Torres, og Reina þá erum við í allra besta falli með meðallið. Staðan er bara þannig. Ef einhver af þessum þremur er meiddur eða í banni, eða jafnvel 2, þá geta allir unnið okur og það léttilega.

  Við erum í fallbaráttu. Hópurinn er alls ekki góður og sjálfstraustið er í molum. Þetta getur farið á versta veg. Við erum ekki einu sinni að ná að kreista fram jafntefli, heldur töpum leikjum í bunkum. 5 tapleikir af síðustu 7 núna. Kenny Dalglish á fáránlega erfitt verk fyrir höndum.

 105. mér fanst lucas vera mjög góður í gær eins og torres er búinn að bæta sig eftir að kenny kom þá fynst mér að torres sé kominn með meira sjálfstraust

 106. Ég sem tók mér frí í vinnunni til að horfa á leikinn því ég var svo spenntur… en það tekur tíma fyrir Daglish að ná einhverju úr leikmönnununm,held samt að hann sé rétti maðurinn fyrir liðið, spái 7-8 sætinu í vetur og 4 sætinu á næsta ári.
  uppbyggingin tekur tíma eftir rúst kananna(TOM & JERRY)

 107. Nú er maður búinn að hafa nóttina til þess að jafna sig á þeirri hörmung sem maður varð vitni að. Því miður virðist sá meðbyr sem lék í kringum ráðningu Dalglish aðeins ætla að skila sér utanvallar. Ég fullyrði það að ég hef aldrei gengið í gegnum erfiðara tímabil í alla þá áratugi sem ég hef haldið með liðinu. Þó svo maður hafi ekki trú á að liðið geti fallið úr úrvalsdeildinni, þá verður maður einfaldlega að átta sig á því að það getur gerst. Lið með ekkert sjálfstraust, litla breidd og með gríðarlega pressu á sér er ekki í auðveldri stöðu.

  Það er mín skoðun að nú þarf að hugsa til næstu 3-5 ára og fara að huga að endurnýjun hjá félaginu. Það þarf að fá til liðsins leikmenn sem eru líklegir til þess að vera framtíðarleikmenn í meistaraliði félagsins eftir 5 ár. Það þarf að henda ungum leikmönnum útí djúpulaugina, láta þá taka ábyrgð og félagið þarf að losa sig við leikmenn sem eru ekki hluti af framtíðaráformum félagsins.
  Þegar maður skoðar byrjunarliðið í gær, þá má ljóst vera að einungis 2-3 leikmenn af 11 hefðu komist í byrjunarlið Liverpool sem spilaði í Istanbul.

 108. Það á að henda Dirk Kuyt í ruslið. Hann er gjörsamlega búinn á því. Það er ekki nóg að vera bara duglegur, það þarf að geta eitthvað. Johnson sem varnarmanni má líka henda á haugana. Skrtel er arfaslakur sem og miðjan. Þegar Lucas Leiva er orðinn með þokkalegustu mönnum liðsins þá held ég að þetta sé að verða búið. Meireles lofaði góðu en er búinn að vera vonbrigði.
  Ég er brjálaður.

 109. Martin Kelly var klárlega besti maður liverpool i leiknum svo er næsta skref að kaupa kantmann sem kann einhvað í fótbolta. Fyrsta snertingin hjá kuyt er bara ekki til staðar og jovanovic er bara hræðilegur. Næsta leik henda johnson á kantinn …. hann er ekki alveg búinn að standa sig þarna í vörninnni seinustu leiki eins og flestir aðrir en hann kemur með góðar fyrirgjafir og kannað taka menn á.

 110. Ég held að það sé kominn tími á að Dalglish segi bara hingað og ekki lengra með frammistöðu nokkura leikmanna og hendi þeim úr liðinu.

  Vörnin

  Reina: það er ekki hægt að kvarta yfir honum, án hans værum við í fallsæti það fullyrði ég.
  ( Halda honum)

  Koncheskey: Það má losa okkur við hann asap enda er Þetta ekki leikmaður sem á framtíð hjá okkur.
  ( Selja hann )

  Aurelio: fínasti leikmaður þegar hann er heill en það er of sjaldan og hann er kannski ekki nægilega góður varnarlega sem er auðvitað slæmt þar sem hann er jú varnarmaður.
  ( Halda honum )

  Agger: Þetta er okkar besti miðvörður að mínu mati og kannski er hann ennþá hálfryðgaður eftir meiðslin og verður betri, en í dag er hann ekki að sýna nægilega mikið.
  ( Halda honum )

  Skrtel: guð minn almáttugur hvað þessi maður er slakur, þetta er næst dýrasti varnarmaðurinn okkar og hann byrjaði nokkuð vel og lítur út fyrir að vera gaur sem maður vill ekki mæta í dimmu skuggasundi en í fótbolta er hann frekar slakur og brýtur allt of mikið af sér og er bara klaufi.
  ( Selja hann )

  Soto: okkar hættulegasti varnarmaður í föstum leikatriðum og bestur að verjast slíkum en í heildina er hann mjög slakur varnarmaður og hefur ekkert að gera í lið sem ég ætlast til þess að Liverpool sé.
  Þá vil ég heldur nota ungu strákana sem backup.
  ( Selja hann )

  Carragher: okkar reyndasti og kannski mikilvægasti varnarmaður en tíminn fer að renna út hjá honum og það þarf að skipta honum út á næstu 2 árum.
  ( Halda honum)

  Wilson: Þetta er sá strákur sem ég vonast til þess að verði sá sem tekur við af Carragher og helst við ég fá hann í liðið sem allra fyrst enda eru hinir með far í buxunum eftir frammistöðu vetrarins.
  ( Halda honum)

  Johnson: Hvar er hausinn á þessum dreng ég bara spyr, hann er svo gjörsamlega týndur að ég er ekki viss um að hann rati aftur heim og verði eindaldlega seldur eða prófaður á kantinum því hann hlýtur að vera búinn að missa sætið sitt í liðinu til Kelly.
  ( Halda honum sem kantmanni en ekki sem bakverði)

  Kelly: Þetta er ljósi punkturinn í vörninni hjá okkur og er sá leikmaður sem á skilið að halda stöðunni sem hann hefur leikið í í seinustu 2 leikjum og ef að Dalglish vill ekki taka Johnson úr liðinu þá verður hann að setja hann á kantinn því hann slær Kelly ekki úr liðinu með áframhaldandi frammistöðu.

  ( klárlega halda honum)

  Miðjumenn.

  Babel: Þessi strákur hefur verið á leiðinni að blómstra frá því að hann kom en það virðist ekki vera neitt á bakvið þessa væntingar nema vonbrigði og ég held hreinlega að það verði að selja hann og fá inn ferskari leikmann.
  ( Seljann)

  Joe Cole: Kom frítt til okkar og ég átti von á rosalegum leikmanni en þegar hann er ekki í leikbanni þá er hann meiddur eða að drulla á sig á vellinum, ég hef allavega ekki séð neitt frá honum í vetur sem réttlætir launaseðilinn hjá honum en ég vona að Dalglish nái að kreista meira frá honum.
  ( Halda honum eitthvað)

  Jay Spearing: annað dæmi um efnilega strák sem ætlar ekkert að verða úr, ég hélt alltaf að þarna væri kominn mini útgáfan af sjálfum Gerrard en það kemur í ljós að þetta er bara varla helmingurinn af Gerrard.
  (Seljann)

  Poulsen: þarf að ræða það eitthvað
  (Seljann )

  Lucas: Hann hefur svo sem tekið framförum hjá okkur en er hann nægilega góður, menn tala um hann sem okkar besta miðjumann og þá spyr maður sig, hefur hann stigið svona mikið upp eða hefur Liverpool farið niður ?
  ( Halda honum)

  Shelvey: Ég held að margir sem drulla yfir hann geri sér kannski ekki grein fyrir því að hann er bara 18 ára þessi strákur og hefur verið látinn spila stundum á kantinum en hann er alls ekki kantmaður, ég hef trú á þessum strák og ég held að hann verði framtíðar miðjumaður hjá okkur.
  ( Halda honum)

  Maxi: Flinkur leikmaður sem í dag ætti að vera fyrsti kostur á annan hvorn kantinn, ég held að Dalglish gæti náð meira frá honum en ekki tramtíðar leikmaður hjá okkur.
  (Selja hann í sumar)

  Meirales: Hann hefur aðlagast Ensku deildinni vel og ég er sáttur með hann þar sem hann hefur myndað flotta miðju með Lucas en því miður hafa bæði Dalglish og Hodgson verið að henda honum á kantinn og í holuna sem hefur ekki virkað.
  (Halda honum)

  Kuyt: hefur virkað þreyttur undanfarið og alls ekki skilað því í vetur sem hann hefur áður gert fyrir okkur og ekki eykst hjá honum hraðinn með árunum og sem kantmaður er hann alls ekki að virka og því myndí ég vilja selja hann.
  (Seljann)

  Gerrard: Eins og staðan er í dag þá kæmi það mér bara alls ekki á óvart ef að Gerrard myndi bata biðja um að fá að fara enda hefur hann gert góða hluti hjá okkur en liðið aldrei styrkt að neinu ráði og hann þurft að bera þetta lið uppi svo árum skiptir, menn fá nóg af bulli.

  ( Reyna að halda honum)

  Sóknin fámannaða.

  Torres: frábær sóknarmaður sem hefur sýnt það margoft að hann er einn af bestu sóknarmönnum heims en hjá Liverpool fæ hann því miður enga aðstoð og það bitnar of mikið á honum og ef að þessir eigendur munu ekki styrkja hópinn mjög mikið þá fer hann í sumar og ég myndi skilja hann enda á svona sóknarmaður að vera í liði sem er fært um að mata hann að lágmarki um 3-4 bolta í leik.
  (Reyna að halda honum)

  Pacheco: mjög efnilegur leikmaður sem hefur ekki fengið nóg af tækifærum en hefur sýnt að hann kann vel að skora mörk, en það verður þá að spila drengnum í réttri stöðu en ekki á hægri kantinum eins og Hodgson reyndi að gera.
  (Halda honum)

  Jovanovic: Eitt orð seljann.

  Það er alveg klárt mál að Dalglish og eigendur liðsins VERÐA að styrkja liðið með nokkrum sterkum mönnum núna strax í janúar því að við höfum séð stór lið falla um deild og það gæti alveg gerst ef það fer ekki eitthvað mikið að gerast í leikmannamálum hjá okkur.

 111. Svona myndi ég spila þetta :

               Reina 
  
       Skertl - Kyrgiakos - Agger
  

  Johnsson Aurilio

       Maxi - Meireles - Cole
  
            Gerrard
  
            Torres
  
 112. Ég get varla annað en hlegið yfir sumum kommentum hérna. Héldu menn bara að allt myndi breytast á einni nóttu? Að ekkert væri að ég við myndum komast sjálfkrafa í Meistaradeildina af því Dalglish tók við?

  Við erum með ágætan mannskap sem hefur nákvæmlega ekkert sjálfstraust. Það er fyrsta verkefnið hjá Dalglish að koma sjálfstrausti í mannskapinn. Haldiði að menn sem hafa spilað vel fyrir Liverpool gleymi því bara á nokkrum mánuðum?

  Ég sá skýr batamerki á leik liðsins í gær frá Hodgson. Hættiði þessu væli og róið ykkur niður, gefið Dalglish tíma. Er ekki nóg að hafa vælt Kanana út og svo Hodgson? Á bara að byrja aftur eftir einn tapleik?

  Dalglish mun laga leikstíl liðsins og sjálstraustið kemur svo með stigunum. Þegar hann hefur lagað spilamennskuna koma stigin og þar með sjálfstraustið.

  Við erum heldur ekki að fara að selja 10 leikmenn og kaupa 10 nýja. Einn eða tveir væri frábært, en ekki meira að svo stöddu. Engin þörf á því.

 113. Stuðningsmenn annara liða skemmta sér núna við að spyrja hverju við ætlum að kenna um núna og fleira í þeim dúr. Svosem ekkert óvænt við það en flestir ættu nú að átta sig á því að núna fyrst getum við farið að líta til framtíðar aftur.

  Núna er búið að klára 2/3 af þeirri hreinsun sem varð að vinna hjá klúbbnum og eins og sást í gær þá er lokakaflinn svo sannarlega ekki léttur. Hann er auðvitað að fá aftur betri leikmenn til liðsins eftir að fyrrum eigendur veiktu hópinn kerfisbundið sl. 2-3 ár. Það var enginn hér að segja að allt væri orðið gott og blessað hjá félaginu þó Dalglish væri kominn, þó ég hafi reyndar búist við betri viðbrögum leikmanna í gær. Hópurinn er ekki svona lélegur og liðið á ekki að vera 5 stigum fyrir ofan fall. Aðalvandamálið núna er að okkar leikmenn virðast ekki hafa frétt af þessu ennþá og Roy Hodgson passaði sig svo sannarlega á því að þeir kæmust ekki að því.

  En boltinn er aftur kominn til FSG og þeim ætti, líkt og ölluð öðrum, að vera ljóst að það þarf að styrkja þetta lið núna á stundinni, jafnvel þó að markaðurinn sé ekki sá besti núna í janúar.

  Þeir hafa lagað tvö af þessum þremur atriðum sem lá fyrir að þyrfti að laga hjá félaginu. Þ.e.a.s. þeir boluðu Hicks og Gillett út og þeir ráku á endanum vonlausan Roy Hodgson. Þannig að ég hef alveg trú á því að þeir standi sig líka á leikmannamarkaðnum núna í janúar.

  Leikurinn í gær var þess eðlis að mér leið eins og ég hefði fengið höfuðhögg og hafði í kjölfarið áhyggjur af sjóninni hjá mér sem má ekki við fleiri höfuðhöggum. En ef maður lítur á heildarmyndina er staðan kannski ekki alveg jafn vonlaus eins og hún lítur út nákvæmlega í dag.

  A.m.k. er liðið núna að reyna að spila fótbolta og við stuðningsmenn ættum að vera orðnir töluvert meira samstíga heldur en áður.

 114. Nokkur atriði standa upp úr eftir leikinn í gærkvöld.

  Okkur vantar sárlega hraða fram á við. Það er lykilatriði þess að sprengja upp varnir andstæðingsins – keyra á þá með hraða. Það var ekki til staðar í gær og því urðu allar sóknir okkar vandræðalegar (nema í markinu, að sjálfsögðu).

  Líklega voru það mistök að hafa Johnson í vinstri bakk. (Ég er aldrei hrifinn af því að leikmenn þurfi að sækja inn á völlinn til að nota sinn sterkari fót og bara alls ekki með bakverðina). Það sem Johnson gerir þó vel, er að hann er fjári öflugur sóknarlega og kemur með ákveðið drive fram á við – það var steingelt í gær.

  Leikmenn okkar virkuðu svakalega þreyttir, á meðan Blackpool voru endalaust að beita hápressu.

  Við þurfum að skipta inn á miklu fyrr í gær – t.d. hefði ég viljað sjá Pacheco (sem var reyndar á mánudeginum eða þriðjudegi að spila með varaliðinu) koma inn í holuna og færa Meireles aftar í stað Lucas/Poulsen (bara taktískt).

  Konchesky virðist ekki ætla að fá mikið fleiri tækifæri – M.a.s. Johnson er settur frekar í vinstri bakk – hann hefði mögulega mátt koma inn og þá hefði verið hægt að færa Johnson út hægra meginn á kantinn og t.d. setja Kuyt í holuna fyrir Lucas/Poulsen. (Aftur taktískt)

  Síðast en ekki síst er ekki hægt að líta framhjá því að leikmenn Blackpool (annan leikinn í vetur gegn okkur) voru hreinlega bara betri en við. Miklu betri. Þó ekki jafn slæmt og á Anfield þar sem við vorum lakara liðið í 90 mínútur, í gærkvöldi var þetta þó bara í einhverjar 75 mínútur.

  “Dómadagsraus” Kristjáns Atla hér fyrr í vikunni, var einmitt alls ekki það. Raunsönn lýsing á vanda klúbbsins og það mun taka okkur tíma að vinna okkur út úr þessum eilífðardrullupytt sem G og H komu okkur í. Þolinmæði þarf til og á meðan verðum við bara að hafa trúnna.

  YNWA

 115. djöfull væri gaman ef það væri til svona varahlutaverslun þar sem leikmenn gætu keypt sér nýjar lappir og leikskilning 🙂
  verð ekki eldri ef það er actually farið að bendla okkur við ranieri

 116. 117 : United eyddu ekki 25 kúlum í Nani.

  United hafa keypt quaility fram yfir quantaty, annað en við.
  Svipaðir fjármunir farið til leikmannakaupa.

  Annars sé ég ekki Dalglish rífa okkur upp úr þessu miðjumoði. Þarf mann sem hefur gert eitthvað að viti seinustu ár. Er sam tekki að gera lítið úr afrekum hans á fyrir 20-25 árum

 117. Alltaf gaman að fylgjast með dramatíkinni hérna inni. Það tapast leikur og þá á að selja hálft liðið. Sem betur fer eru nú margir sem halda sig á jörðinni.

  Þetta er það sem ég hef til málanna að leggja (flest hefur samt komið fram áður hjá öðrum):
  – leikmenn voru að spila erfiðan leik á sunnudaginn og voru þar 10 megnið af leiknum. Auðvitað virka þeir þreyttir. Síðan verður annar leikur ekki síður erfiður um helgina.
  – leikmenn hafa lítið sjálfstraust eftir það sem á undan er gengið. Það tekur meira en 4 daga fyrir nýjan stjóra að byggja upp sjálfstraust leikmanna.
  – það er sjálfsagt fyrir nýjan stjóra að gefa mönnum séns, hefur ekki einmitt þótt undarlegt hvað Jovanovic fékk lítið að spila hjá Hodgson? Ég held að Dalglish átti sig alveg á því að liðið er ekki að fara að gera neinar gloríur þetta árið í deildinni, og því sjálfsagt að nota tímann til að gera smá tilraunir. Hann er óhræddur við það sem er gott, og þeir sem gera tilraunir verða að vera tilbúnir því að þær misheppnist. Daginn sem hann gerir tilraun sem heppnast þá munum við öll hrósa honum, og því væri fáránlegt að dæma hann fyrir misheppnaðar tilraunir.
  – Hvað er Liverpool aftur með marga landsliðsmenn? En Blackpool? Það gæti vel skeð að innan raða Liverpool væru einn eða tveir farþegar, þ.e. leikmenn sem hugsanlega ættu ekki heima í því landsliði sem þeir þó eru í. En fleiri en það? Afar ótrúlegt. Sýnum nú aðeins minni dómhörku, og aðeins meiri þolinmæði. Menn standa sig betur þegar sjálfstraustið kemur. Treystum Kenny fyrir að koma því í lag.
  – Auðvitað er sjálfsagt að styrkja liðið núna í janúar. Held að menn verði samt að vera viðbúnir því að fá ekki allt sem við viljum. Þetta er raunveruleikinn, ekki Championship Manager.

 118. Ég hef sjaldan eða aldrei verið eins miður mín yfir því hvernig ´´leikmenn´´ Liverpool eru að bregðast við inn á vellinum ! Þeir keppast um að koma fram á opinberu síðu Liverpool og tala um að menn verði að þjappa sér saman, fara fram, hefja stórsókn, safna stigum og ég veit ekki hvað og hvað ! En svo þegar á hólminn er komið eru þessi orð þeirra bara innantóm. Það segir mér að þeir eru betri í kjafti en klóm ! Menn eru ekkert að sýna klærnar inn á vellinum eða vígtennur. Hrikalegt andleysi er inn á vellinum og ég gat ekki séð að menn væru að spila eftir bestu getu eða að reyna eins og Dalglish sagði í viðtali eftir leik. Það er allavega ljóst að King Kenny á ærið verk fyrir höndum að byggja menn upp því að þeir leikmenn sem að eitthvað geta hjá Liverpool eru að spila undir getu og svo í þokkabót við það er liðið yfirfullt af meðalmennsku leikmönnum og þaðan af verra ! Ég er búinn að eyða stórfé í að kaupa mér ferð til að sjá mitt ástsæla lið spila á móti Everton um helgina og ég ætla EKKI að láta þessa fyrstu ferð mína á Anfield fara til spillis með einhverjum tapleik ! Ég krefst þess að menn taki sig á fyrir Everton leikinn og kremji Suckerton niður í grasrótina á Anfield ! Ég krefst þess að menn fari að hlusta á hvað Dalglish er að segja því let´s face it þessi tapleikur var ekki eitthvað sem að Dalglish lagði upp með ! Hann þarf tíma og ég er ekki að örvænta þótt á móti blási. Ætla að syngja YNWA á Anfield á sunnudaginn hástöfum þótt ég sé laglaus með öllu og öskra menn áfram eins og ég geri á leikjum hjá Þór :=)

  YNWA

 119. Guðni, Konchesky var tæpur vegna meiðsla og ekki klár í 90 mín. Aurelio er ekki maður í þrjá leiki á einni viku. Það var því lítið að gera, nema ef hann hefði sett miðvörð (Wilson eins og margir töldu eða Agger) í vinstri bakvörðinn. Efast um að það hefði verið betra.

 120. Það var neisti í liðinu.

  Við vorum allt of mikið að reyna alltof flókna hluti. Sendingar út úr kú sáust út um allt. Alltof mikið um ónákvæmar sendingar yfir menn í stað þess að halda boltanum niðri og spila honum í fætur.

  Það voru greinileg þreytu merki í mönnum en það er enginn afsökun.
  Jovanovic og Poulsen eru í engri leikþjálfun.
  Glen Johnson er engin varnarmaður hann er RM í mínum huga

  Ég er sammála mörgum hér að hópurinn er ekki nógu sterkur. En við getum ekki keypt okkur sjálftraust og sigra. En við getum svo sannalega betur en þetta.

  God save our gracious King,
  Long live our noble King,
  God save the King!
  Send him victorious,
  Happy and glorious,
  Long to reign o’er us;
  God save the King!

 121. Miðað við eftir að hafa horft á Varaliðsleikinn hjá Liverpool á móti Sunderland, þá sé ég ekkert að því að frysta suma þessa leikmenn og leyfa öðrum að fá sjéns.
  Suso er búinn að vera fáranlega góður og ef hann á ekki eftir að standa sig hjá aðalliðinu þá veit ekki hvað er í gangi þarna í akademíunni.

  Henda poulsen út(spearing hefði staðið sig betur) spurning um að hafa leyft bara shelvey að byrja.
  Miðað við frammistöðuna í gær hefði ég verið til í að sjá Suso fá 20mín, hann er reyndar búinn að vera spila marga leiki undanfarið enn hey hann hefði ekki getað staðið sig verr heldur en hinir miðjumennirnir okkar er það?

  Hvað er svo málið með að leyfa ekki Pacheco að koma í hópinn, að minnsta kosti á bekkinn. Þurfum fleiri leikmenn sem geta tekið einhvern á, ekki sjáiði Kuyt taka skærin og fara framhjá 1-2?
  Við getum greinilega ekki spilað 1-2 touch, þríhyrninga og svona “Barcelona” spil.
  Ég ætla samt að taka tillit til þess að völlurinn var mjög lélegur sá það bara í sjónvarpinu og vildi ekkert vera brjálaður alltaf þegar þeir komu með léleg touch, þeir áttu erfitt með að ná góðu gripi á vellinum. Enn það bætir samt ekki fyrir það að þeir voru ekki að gera skít(afsakið orðbragðið) afhverju ekki að prufa markmanninn aðeins?
  Kuyt kom með eitt skot rétt fyrir utan vítarteiginn það er eina skotið sem ég man eftir fyrir utan teig, bíddu eigum við ekki einhvern portugalskan miðjumann sem er rosalegur í langskotum?

  Það á eftir að taka 1-2 ár að losna við þessa leikmenn og bæta leikmannahópinn þar sem það er ekki mjög gott að taka “clearence” og selja 5-10 leikmenn á einu bretti þar sem enginn veit hvað það myndi gera við liðið.

  Vinsamlegast Liverpool FC ekki vera seinir að ná í þessa leikmenn sem geta breytt leikjum fyrir okkur, lærið af seinustu árum og verið fljótir að grípa leikmennina áður en hin liðin koma inn.

 122. Vandinn er ekki framtíðarleikmenn.

  Við erum með FRÁBÆRT U-18 lið og í varaliðinu efnilega leikmenn eins og Wilson, Shelvey, Pacheco, Kelly og í raun N’Gog.

  Við þurfum leikmenn sem skora eða leggja upp sigurmörk reglulega og þá sem bjarga mörkum hægri vinstri fram í hið óendanlega.

  Þeir kosta í kringum 10 milljónir og ef að þetta ár á ekki að verða fallbarátta þá þarf þrjú svoleiðis stykki á næstu klukkutímum…

 123. Verðum að fá nýja leikmenn í glugganum núna. Margir af þeim leikmönnum sem nú spila fyrir hönd Liverpool kæmust ekki í lið W.B.A. Verðum að fá kraftmiklann miðjumann með mikla vinnslugetu, Framherja í heimsklassa, sterkan miðvörð og vinstri bakvörð. Þetta er ekkert flókið. Ef við fáum ekki þessa menn þá eigum við í hættu við að falla niður um deild sem mjög erfitt er að komast upp úr aftur. Þetta er fórnakostnaður sem við verðum að nýta okkur til að klára deildina með smá sæmd. Við erum í fallbaráttu og við verðum að geta treyst á nýja eigundur til að halda haus.

  Miðjan er of veik þegar Gerrard er ekki með. Lucas er allur að vilja gerður en hann er of lítill, litla tækni, engan hraði (of skreflítill)

  Byrjunarliðið á móti Everton þyrfti að vera svona: Reina (markmaður) Kelly (hægri bak), Agger og Skrtel (miðverðir), Konchesky (vinstri bak), Johnson (hægri kant), Meireles (miðja), Pacheco (miðja framalega), Lucas (því miður ekkert annað betra til miðja), Babel (vinstri kantur), Torres (frammi).

  Bekkur: Varamarkmaður, Suso, Aurelio, Kyrgiakos, Spearing.

 124. Flott leikskyrsla hja Kristjani sem eg er algjorlega sammala.

  Tad er alltof mikid af leikmonnum i tessum hop sem eru okkar liði ekki bjoðandi. 5 til 8 leikmenn sem mættu fara i dag og mer væri slétt sama, menn eins og Konchesky, Poulsen og Jovanovich eru einfaldasta dæmið en eigum líka Babel, Skrtel, N Gog, Spearing ( sem verður aldrei neitt ) og svo hefur Kuyt ekkert getað siðan a leiktíðinni 08 til 09. Er líka hræddur um að við höfum ekkert að gera með Glenduna nema þá að nota á hægri kanti því varnarmaður er hann ekki, selja þá Kuyt og kaupa góðan hægri bak í staðinn og Glenda á hægri kant væri flott lausn. Okkur vantar 1-2 sentera, 1-2 kantmenn, 1-2 bakverði, kannski einn a miðjuna og 1-2 miðverði í skiptum fyrir þau nöfn sem ég tel upp hér að ofan ef við ætlum að búa til keppnishæft lið.

  þyrftum sirka 160 milljónir punda og þá má kaupa 2 sentera = 40 kúlur, 2 kantmenn = 40 kúlur, 1 miðjumann = 10 milljónir, 2bakverði = 40 kúlur og 2 miðverði = 30 kúlur. Fyrir alla leikmennina sem ég tel upp hér að ofan plús Aquilani gætum við kannski fengið í fljótu bragði og útí loftið sagt 60-70 milljónir og þá þurfa eigendurnir að taka fram sirka 100 milljónir punda og þá er séns á að vera með keppnishæft lið. Verðum ekki keppnishæfir með því að kaupa 3-4 10 milljón punda leikmenn það er á hreinu.

  Bestu Kveðjur og Youll Newer Walk Alone

 125. Það er rétt sem menn segja aðeinungis 3-4 leikmenn séu verðugir að spila fyrir Liverpool. Ljóst er að það þarf að styrkja liðið sem allra fyrst en Janúarglugginn er erfiður og ljóst að engar hreinsanir verða gerðar þá.
  Helst myndi ég eyða öllu sem þyrfti í Adam Johnson hjá stóra liðinu í manchester og Concentrao LB. Menn sem eru ungir en þó nógu góðir til að styrkja liðið. Varðandi alla þessa ungu stráka þá liggur minna á því núna en mætti alveg semja um kaup á þeim sem gengju í gegn í sumar. En liðið er bara þannig að hvort sem þú heitir hodgson eða daglish, … ef ekki er fjárfest í góðum pappír… þá ertu með skít í höndunum.

 126. Ég er alveg sammála því að við þurfum nýja leikmenn, en Lucas er fínasti miðjumaður. Mér finnst að við ættum að kaupa nýjan vinstri bak og miðvörð (agger og kelly eru einu varnarmennirnir okkar sem geta e-ð). svo vantar okkur sóknarmann og einhverJA brútal-ass kantmann, helst unga og snögga SEM KUNNA AÐ KROSSA. Hef það á tilfinninguni að kongurinn losi sig við allar sulturnar sem eru að þvælast fyrir eins og Poulsen, Jova, Skrrrrrtl, Kyrgiakos, Kuyt, Johnson, Konskesky og Babel.

 127. Sælir Púlarar!

  Ljóst er að vandamál Liverpool eru ærin en við skulum vona að botninum verði náð á þessu tímabili. Tilgangslaust er að horfa endalaust í baksýnisspegilinn og reyna að finna blóraböggla. Framundan er endurreisn en hvar erum við stödd í henni? Babu nefnir í athugasemd nr. 126 að 2/3 hreinsunarinnar sé lokið. Ég sé þetta hins vegar sem fjögurra þrepa ferli. Ætla ekki að fara ítarlega í hvert skref en svona sé ég þetta í grófum dráttum:

  Fyrsta skrefið er eigendamálin. Við þurfum eigendur sem hafa metnað og vilja til að styðja við klúbbinn alla leið. Þeir eiga að sjá til þess félagið sé vel fjármagnað (þ.e. skuldlaust), ekki að mjólka fjármagn út úr klúbbnum og sjá til þess að innviðir félagsins í heild séu 100% í lagi. Ég hef þá trú að þessu skrefi sé lokið og við séum komin með góða framtíðar eigendur.

  Annað skrefið er innviðirnir. Mjög mikilvægt er að hafa rétta fólkið í réttum stöðum. Daglegur rekstur þarf að ganga eins og smurð vél hvar sem drepið er niður fæti innan félagsins. Allir þurfa að hafa sitt hlutverk á hreinu, ganga í takt og styðja knattspyrnustjórann og leikmenn fram í rauðan dauðann. Hér þarf að gera bragarbót á, t.d. með því að ráða framkvæmdastjóra til frambúðar. Nauðsynlegt er að þessari endurskipulagningu sé lokið áður en tímabilið klárast.

  Þriðja skrefið er að ráða framtíðar knattspyrnustjóra. Einhvern sem fær traust, tíma og túkalla til að byggja upp öflugt lið. Eins og er verður Dalglish bara fram á vorið. Kannski er hann framtíðarlausnin en í öllu falli verður að ganga frá langtíma samningi við knattspyrnustjóra strax eftir að tímabilinu líkur. Það er samt ekki hægt fyrr en baklandið er tilbúið (skref 2).

  Fjórða skrefið er að byggja upp liðið. Knattspyrnustjórinn verður að geta hafist handa strax eftir tímabil og keypt þá sem hann vill kaupa, strax. Þessir nýju leikmenn þyrftu að vera með okkur í undirbúningstímabilinu frá byrjun. Fjármögnun þarf að vera með þeim hætti að ekki sé gerð krafa um sölu leikmanna fyrst. Það er algerlega óraunhæft að umbylta liðinu í janúar þó 1-3 öflugir leikmenn nú væri hið besta mál. Við verðum hins vegar að vera komin með rétta manninn í uppbygginguna strax í byrjun sumars.

  Þessi skref haldast auðvitað í hendur og verða reyndar stöðugt að vera í endurskoðun. Sífellt þarf að huga að því að efla bæði innviðina og liðið sjálft. Ég held hins vegar að við séum aðeins búin með um 30% af endurreisninni, þ.e. erum í skrefi númer 2. Hlutirnir geta hins vegar gerst mjög hratt ef okkur gengur vel að endurreisa baklandið. Þangað til þurfum við að halda haus og líklega bara horfast í augu við fallbaráttu.

  Róm var ekki byggð á einum degi. Nú þurfa allir að leggjast á eitt og tryggja að botninum sé náð. Síðan er að taka sér góða stöðu áður en við spyrnum okkar fast, alla leið á toppinn!

  YNWA

 128. Fótbolti.net greinir frá því að shaun wright-phillips sé að yfirgefa man city.

  Gæti það ekki verip fín lausn á hægri kantinn,ég myndi velja hann anytime fram yfir kuyt þessa dagana/mánuðina!!

 129. Skil ekki afhverju það eru ekki keyptir leikmenn?

  Það er augljóst að leikmenn sem eru til staðar(þessir svokölluðu gæðaleikmenn) eru bara orðinir frekir heimalingar.

  Það þarf að sparka í rassinn á þeim. Besta leiðin til þess er að kaupa leikmenn sem eru betri en þeir svo þeir séu ekki eins og metnaðarlausir og áhugalausir aumingjar inn á vellinum. Þetta er alveg óþolandi ástand.

 130. Held að Romelu Lukaku sé ekki rétta leiðin fyrir Liverpool á þessum tímapunkti og hvað þá að eyða 20+ milljónum í hann þó hann sé fáranlega efnilegur.
  Þarf einhvern framsækin miðjumann sem getur haldið uppí liðinu og bæta sóknarþungan

 131. 117.

  Það er eitt sem United gerir líka sem Liverpool gerir ekki og það er að kaupa algjörlega óþekkta leikmenn á lítið og selja þá á hagnaði til dæmis Zoran Tozic,Manucho og ég held að Bebé verði það líka(það eru fleiri en ég man þá bara ekki í augnablikinu).
  Ferguson keypti líka einhvern kínverja held hann hafi heitið Dong Fangzhuo sem var bara keyptur til þess að auka treyjusölu í Kína.
  Þetta skilar sér í pening sem ferguson má eyða í leikmenn

 132. Hvaða leikmenn eiga það skilið að vera áfram hjá okkur:
  Peppe
  Torres
  Gerrard
  Carra
  Kelly
  Kuyt
  Babel
  Aurelio
  Lucas
  Meieles
  Cole
  Aðrir leikmenn mega bara koma sér í burtu að mínu …
  Ég er alveg til í að gefa Cole og Babel meiri séns, margir eru líka á því að selja Kuyt, ég held að hann þurfi bara að fá að spila meira frammi….

  Ég nenni ekki að verja menn eins og Agger sem er alltaf meiddur og vælandi, Skrtel getur ekkert og Ngog mun ekki gera mikið meira, Johnson er lélegasti varnarmaðurinn okkar en hann má svo sem fara á kantinn, hinsvegar held ég að það sé bara ráð að selja hann frekar en að spila honum í full back..

  Við þurfum að fá til okkar ca 5 heimsklassa leikmenn sem fyrst

 133. Ánægður með þig ásmundur, varst þú bara fyrir tilviljun ad skoða þessa síðu hjá Anderlecht?

  Annars væri ég allsvakalega til í þennan dreng og held að hann sé klár í að spila bara strax eitthvað….

 134. Shiii djöfulsins tröll er þessi drengur! Romelu Lukaku semsagt.. Og frammherji sem er góður skalla maður og með styrk. Væri ekki slæm kaup hér á ferð! Tala ekki um hvað hann er ungur og með fína reynslu samt sem áður. Myndi öruglega strax fara að troða sér inní liðið hjá okkur, hvernig verður hann svo þegar hann er kominn yfir 20 árin!

 135. þessi gaur er klárlega næsti Drogba ef við likjum honum saman við eitthvad, ef hann er bara ekki jafn ogéðslega leiðinlegur leikmaður eins og Drogba en samt jafn góður þá er þessi drengur snilldarkaup.

Liðið komið: Poulsen og Jovanovic byrja!

Opin umræða