Hodgson rekinn!!! – Dalglish tekur við

Roy Hodgson hefur verið rekinn úr starfi sem framkvæmdastjóri Liverpool. Staðfest á opinberu síðunni: Hodgson leaves Liverpool FC

Ég mun uppfæra þegar ég hef náð andanum.


John Henry segir um þetta á opinberu heimasíðunni:

We are grateful for Roy’s efforts over the past six months, but both parties thought it in the best interests of the club that he stand down from his position as team manager. We wish him all the best for the future

Ok, Kenny Dalglish mun stjórna liðinu gegn Manchester United á morgun og svo áfram út tímabilið. Tom Werner tekur fram að þetta sé bara ráðning út tímabilið hjá Dalglish:

“No one who cares for this great club has been happy with the way this season has unfolded and we have examined options and considered at length what is best for us going forward. Kenny will bring considerable experience to the position and provide management and leadership for the rest of the season.”

Ég get varla þakkað Hodgson fyrir margt – hann hefur verið fullkomlega afleitur framkvæmdastjóri og ummæli hans við fjölmiðla um hópinn og aðdáendur hafa verið það klaufaleg að það mun enginn sakna hans hjá Liverpool. Maður getur þó varla annað en kennt í brjósti um hann. Hann tók einfaldlega við starfi, sem hann var fullkomlega vanhæfur til að taka við.


Ég er búinn að lesa eitthvað af greinum á netinu um þessa breytingu. Án efa sú besta að mínu mati er skrifuð af Scott Murray á Guardian: Kenny Dalglish isn’t the long-term solution. But he understands Liverpool

168 Comments

  1. þá er bara að sigra á Old Trafford á morgun og byrja winning streak-ið. ég fékk bara gæsahúð

  2. King Kenny tekinn við tímabundið allavega……Góð byrjun á deginum 🙂

  3. Snilldin ein. Eina rökrétta í stöðnni. Vonandi tekst King Kenny að bjarga málunum fyrir okkur, en hann á svakalega vinnu framundan.

  4. Vá hvað þetta eru góðar fréttir, nú er ég viss um að það lifni yfir leikmönnunum, þeir fái leikgleði aftur og við förum að spila viðunnandi sóknabolta aftur loksins! 🙂
    Best day of the year

  5. King Kenny!!! Frááááábært 🙂 Þetta gat ekki versnað svo nú er bara að þjappa liðinu saman og gera eins vel og hægt er út þetta tímabil… Bíðum eftir vorinu 2013… þá verður gaman í Liverpool 🙂

  6. Loksins!!!! Nú horfir maður kannski á stórleikinn á morgunn gegn Scum!

  7. Ætla að taka hógværðina á þetta: Þetta er skref í rétta átt, en núna þarf Kenny Daglish að sanna það að hann sé sú goðsögn hjá klúbbnum sem hann á að vera og snúa gengi liðsins við.

  8. Snilld þá getur maður farið að fylgjast með liðinu sínu aftur. Spái samt tapi gegn utd en svo verður þetta upp á við. Til hamingju allir saman.

  9. Þetta er goð byrjun og verður gaman að sja hvernig Kenny gengur með liðið i framhaldi. Til hamingju allir.

  10. en núna þarf Kenny Daglish að sanna það að hann sé sú goðsögn hjá klúbbnum sem hann á að vera og snúa gengi liðsins við.

    Kenny Dalglish þarf ekkert að sanna. Hann er og verður alltaf goðsögn hjá þessum klúbbi og þetta tímabil mun engu breyta um það.

  11. Það verður mjög fróðlegt að fylgjast með hvernig fótbolta King Kenny ætlar að láta liðið spila og hvaða leikmennn hann vill nota. Spennandi tímar fram undan enda þurfa leikmennirnir að taka sig á fyrir nýjan framkvæmdastjóra:-)

  12. Þetta er skref í rétta átt en ekkert gefið að það muni ganga vel hjá Dalglish. Þetta sýnir samt kjarkinn í Dalglish og ást hans á félaginu að vilja taka við því í þessu ástandi.
    Það er líka annað, að hvort sem Kenny gengur vel eða ekki þá hefur hann nú þegar áunnið sér rétt til þess að fá vinnufrið út tímabilið annað en RH hafði.

    Að lokum legg ég til að saga Roy hjá LFC verði þurrkuð út.

    Til hamingju með daginn.

  13. Fyrst og fremst mikill léttir að heyra þetta. Vonandi tekst Kenny að rífa menn upp og fá einhverja leikgleði í hópinn.

  14. Eina rökrétta niðurstaðan. KD fær tækifæri til að sjá hvort hann sé enn með þetta og sýna mönnum að það þurfi ekki að ráða annan mann í sumar. Þetta tímabil er farið í súginn og ekki hægt að vænta kraftaverka úr því sem komið er. Klárum þetta með sæmd og hefjum endurreisnina.

  15. Hversu glatað er það að heyra þessar fréttir fyrst frá móður sinni sem hefur engan áhuga á þessu eftir að maður hefur sjálfur verið að refresha helstu fréttasíðurnar á fullu síðustu daga?

  16. stefnir allt í það við fáum að sjá almenilega kantspyrnu á nýju ári 😀 bæ bæ Roy

  17. vá hvað þetta eru góðar fréttir!!!! opna einn kaldann á stundinni!!! til hamingju Liverpool menn!

  18. Mæli með LFCTV fyrir þá sem geta séð það.

    Gellan sem er vanalega í öllum útsendingum sagði óvart “F” orðið þegar hún hélt hún væri ekki lengur on-air. Kómískt.

  19. YESSSSS!!! Fyrsta skiptið sem ég fagna eins og maður þetta tímabilið!!! Nákvæmlega það sem ég vil. Vona bara að Dalglish standi undir nafni og pumpi smá lífi í hópinn. Verðugt verkefni fyrir höndum, í fyrsta lagi að koma liðinu í almennilegt form til að geta pressað, og svo að fá menn til að spila almennilega vörn og sókn. Takk NESV, þið byrjið vel.

    Síðan verður fróðlegt að sjá hvernig liðinu verður stillt upp á morgun. Ég vil sjá back-to-Rafa-uppstillingu:

    Reina

    Johnson-Skrtel-Agger-Aurelio

    Meireles-Lucas

    Kuyt-Gerrard-Cole

    Torres

    Þetta er einfaldlega það besta sem við eigum í dag og því ber að stilla upp.

  20. GLEEÐILEG JÓL !!!!!! 😀 Loksins get ég haldið gleðileg jól !! Þetta eru frábærar fréttir fyrir Liverpool aðdáendur og fótboltann almennt.

  21. Nú geta þeir sem voru að gagnrýna NESV sem mest varla sagt mikið. Þeir hafa staðið við stóru orðin og hlustað á aðdáendur liðsins.

  22. Ég er reglumaður mikill þegar kemur að áfengi en ég ætla að leyfa mér að opna einn kaldann í dag og jafnvel nokkra sem ég hef verið að geyma í kælinum undanfarið !!

    Til hamingju með þetta strákar. Ankannarlegt að vera að óska til hamingju kannski því það er aldrei fagnaðarefni að þurfa að segja upp framkvæmdarstjóra. Maður hefði frekar kosið að Hodgson næði árángri en að verða rekinn. En svona er boltinn og hann gerði afdrifarík mistök sem að kostuðu hann starfið. Menn verða að standa og falla með því sem þeir gera og hann féll. Maður hefur ekki mikið að þakka fyrir og er feginn að Hodgson er á veg en hann var engu að síður þjálfara stærsta og besta klúbbs í heimi og fyrir það fær hann virðingu. Vona að honum gangi betur í næsta starfi sínu sem hann er betur vaxinn í. Kannski getur hann orðið aðstoðarmaður Ferguson fyrst að Ferguson hefur svona mikið álit á honum sem þjálfara !

    Ég var bara smá polli þegar ég sá Kenny Daglish stjórna seinast Liverpool FC og ég man ennþá daginn sem að hann hætti sem stjóri Liverpool FC. Það hafa alla tíð verið magrir tímar síðan hann hætti og hvort hann geti náða einhverju betra úr liðinu en Roy Hodgson verður bara að koma í ljós. En ég get allavega nokkuð klökkur sagt að ég fer stoltur á Liverpool – Everton leikinn núna að sjá annan af tveimur uppáhalds Liverpool mönnum mínum í sögunni stjórna Liverpool með berum augum !! Shitttttt hvað mig hlakkar til

    Góðar stundir félagar og vonandi byrjar hans nýja tíð hjá Liverpool vel á morgun !!

  23. Hrabbi (#26) segir:

    „Gleðidagur! Okkar eigin Kristján Atli verður í fótbolta.net útvarpsþættinum í dag að ræða málefni Liverpool. Hann gat væntanlega ekki ímyndað sér að hann færi brosandi í viðtalið í dag 🙂

    http://fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=102394“

    Nei ég átti ekki von á því. Brosi samt út að eyrum í dag. Það er skrýtið að þeir skuli hafa beðið svona lengi eftir miðvikudagsleikinn en eflaust þurftu þeir þessa tvo sólarhringa til að klára öll mál og skoða alla möguleika áður en rétt ákvörðun var tekin.

    Bless, Hodgson. Takk fyrir heimasigurinn gegn Chelsea og lítið annað, því miður. Eins og Paul Tomkins segir þá er Hodgson ekki slæmur stjóri, bara rangur stjóri fyrir Liverpool FC.

    Ekkert slíkt vandamál í gangi með Kenny Dalglish. Kóngurinn þekkir klúbbinn best allra, hann mun sameina alla í liðinu og alla stuðningsmenn að baki þessu liði og það sem mikilvægast er, það mun enginn leikmanna setja sig upp á móti honum. Ef hann segir Gerrard að spila vinstri bakvörð mun Gerrard bara þegja og gera það því þú fokkar ekki í kónginum.

    Ég geri samt ráð fyrir tapi á morgun, skrifa upphitun hér á síðuna seinna í dag þegar ég er búinn í viðtalinu, en þetta mun verða okkur til góða í næstu leikjum.

  24. Góð tíðindi. Það verður spennandi að sjá upphitunina. Enn meira spennandi að sjá uppstillingu á sunnudag. Hvað þá að sjá hvernig leikmenn bregðast við. Og hvernig mun Kenny bregðast við framvindu leiksins ef ástæða er að grípa inní.

    Annars hefur Kenny allan slaka í mínum huga fyrir þennan leik, ég mun ekki fara á límíngunum ef illa gengur. En frábært tækifæri að skella hurðum á ömurlegasta tímann í sögu Liverpool og rífa menn upp á rasshárunum. Back to business.

  25. Þvílikur léttir – Til Hamingju poolarar nær og fjær !!!
    Nú er maður hreinlega spenntur fyrir leiknum á morgun þó að maður viti að ekki breytist allt við þetta. Ég trúi því þó að við eigum eftir að sjá nokkra hreinlega nýja leikmenn en með sama útlitið og sumir undir stjórn RH.
    Það verður gaman að hlusta á viðtalið í dag hjá Kristjáni og mikið er þetta mikill léttir.
    Ef þetta kalllar ekki á einn “Thule” hvað gerir það þá 😉

  26. Sama hvernig gengur næstu mánuði inni á vellinum hjá okkar mönnum mun okkur öllum líða betur vegna þess að Dalglish er ekki ógeðslega leiðinlegur hrokagikkur.

    Sum komment hér hafa stóíska ró að leiðarljósi, við eigum að bíða og sjá hvernig gengur, en mér er, á þessari stundu, eiginlega sama. Ég veit að knattspyrnustjóri Liverpool mun ekki segja mér í hverri viku hvað ég hef verið leiðinlegur og ósanngjarn og hvað Kop-stúkan sé að gera vonda hluti.

  27. Glæsilegt, til hamingju allir. Nú er maður loksins að verða spenntur fyrir þessum leik á morgun.

  28. TIlHAMINGJU
    Vonandi að svartnættið sé á enda hjá okkur Liverpool fanz.

  29. Ég sver það ég var svo þunnur að ég hélt ég væri að drepast. Þynnkan hvarf þegar ég frétti þetta. Til hamingju félagar. YNWA

  30. Frábærar fréttir!!! Hlakkaði lítið til leiksins gegn erkióvinunum á morgun þar sem maður hafði enga trú þar sem að leikmennirnir höfðu gjörsamlega misst alla trúnna á stjóranum fyrir svona mánuði síðan eða meira. En tilhlökkun mín hefur heldur breyst, það verður súrealískt að sjá Kenny ganga meðfram vellinum á Old Trafford á morgun. Sammála öllum hér með Roy, verkefnið var einfaldlega of stórt frá fyrsta degi, maðurinn ætlaði að stýra klúbbnum eins og einhverju meðalliði.
    En vá hvað fréttir á borð við þetta birta tilveruna:) Nú getur manni byrjað að hlakka til að horfa á ný, þó að án efa sé mikil vinna framundan hjá annars vegar Kenny og hins vegar stjórninni að finna verðugan eftirmann.

  31. djöfull vona ég að þetta gefi mönnum kickstart! ánægður með þetta

  32. til hamingju poolarar, var nú óþarfi að fá réttinarar frá scum uninted manni, það nú samt sama hvaðan góðar fréttir koma YYYYYYYYYYYYEEEEEEEEEEEESSSSSSSSSSSSSS

  33. Elías Már (#32) segir:

    „Þetta er besta afmælisgjöfin sem ég hef fengið lengi.“

    Kristján gefur fyrir … Elías skallar … stöngin inn! FH-ingar skora!

    Til hamingju með daginn, gamli. 🙂

  34. Snilldin eina, KD hefur verið viðloðandi LFC síðan 1966, varla hægt að hugsa sér betri aðila til að taka við liðinu í þessari stöðu.

  35. sveimér þá að ég verði ekki bara í liverpool bol í dag 🙂

    úff hvað þetta er mykill léttir. en það er líka eins gott að strákarnir í liðinu girði sig í brók og fari að spila fótbolta… 🙂

  36. Mikill gleðidagur. Eitt risastórt skref fram á við í uppbyggingu Liverpool. Næstu skref eru að finna nýjan stjóra og hreinsa til í leikmannahópnum.

  37. Sælir félagar

    Þetta eru gleðifréttir og eins og Einar bendir á þá þarf King Kenny ekkert að sanna. Vonandi tekst að snúa gengi undanfarinna vikna við og ná liðinu í það form sem hefur verið undirliggjandi en ekki sést. Ég mun fyrirgefa Kenny þó ekki takist að vinna leikinn á morgun og gengið verði brokkgengt í fyrstu. Það mun taka tíma að raða brotunum saman í heildstæða mynd. En ég hef fulla trú á að það takist.

    Svo er að sjá hvað þengill fær að kaupa í glugganum því auðvitað þarf að styrkja hópinn þó fyrir sé mikð af ónýttum hæfileikum sem ekki nutu sín undir stjórn RH.

    Einu áhyggjurnar núna er slúður um að Torres vilji fara. Vonandi er þetta bara rugl og þessu gulldrengur komi til baka með öðrum leikmönnum liðsins.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  38. Dalglish! Velkominn!

    Hann er einmitt í afar fróðlegu viðtali á LFC TV núna

  39. Hrikalega góðar fréttir – hef engar áhyggjur af því þó Kenny hafi ekki verið í þjálfun alveg nýlega.
    Kannski er bara gott að taka sér frí annað slagið, sjáið bara Hodgson hann er búinn að vera að rúnkast í þessu hvíldarlítið í 35 ár og í bezta falli er árangurinn af því ekkert sérstakur
    Sjaldan hafa dagar byrjað jafnvel !!

  40. Þetta er bestu tíðindi sem maður hefur fengið af Liverpool síðan nýjir eigendur tóku við.

    Talandi um nýja eigendur þá er ég gríðarlega ánægður með hvernig þeir tækluðu þetta mál , það eru ekki nema tæpur sólarhringur síðan maður las “Hodgson heldur starfinu … um sinn” hérna á síðunni. Í öllum miðlum voru vangaveltur og getgátur en hvergi var að finna eitthvað staðfest þar til þetta var tilkynnt á opinberu heimasíðunni, svona á að vinna þessa hluti.

    Vona að Dalglish finni rétta tempóið og rétta taktinn fljótlega með liðinu og við förum að sjá skemmtilegri og árángursríkari bolta á næstu vikum og þá vonandi út þetta tímabil.

    Mér leist aldrei vel á ráðninu Hodgson en ég er mjög spenntur fyrir því að sjá hvað Dalglish gerir.

  41. Gledidagur mikill.. Fanst taktikinn hans woh aldrei henta klubbi eins og Liverpool!!

  42. Þetta eru frábærar fréttir og nú verður spennandi að sjá hvað áhrif Kóngurinn hefur á mannskapinn.

    Ástandið getur í það minnsta ekki orðið verra en það er, leikurinn á morgun er svo bara allt í einu orðinn spennandi áhorfs, ekki vegna þess að ég vænti sigurs á Old Trafford heldur vegna þess að það er einfaldlega allt allt of langt síðan Kóngurinn stóð á hliðarlínunni. og því vil ég ekki missa af.

    Til lukku öll með daginn 🙂

  43. Þetta er lítið skref fyrir Dalglish en stórt skref fyrir mannkynið

  44. Davíð Arnar says:
    “08.01.2011 at 12:08
    Snilldin eina, KD hefur verið viðloðandi LFC síðan 1966,…”

    Þetta er ekki rétt. Dalglish var hjá Liverpool frá 1977 – 1991 og kom síðan aftur til félagsins fyrir 2 árum. Hins vegar var hann til reynslu hjá Liverpool árið 1966, þá 15 ára, en það náði ekki lengra þá.

  45. Það verður virkilega spennandi að sjá hvaða taktík karlinn lætur liðið spila: old school 4-4-2 eða hvort hann sé í takt við nýja tíma og fari í 4-2-3-1. Þá verður jafnframt gaman að sjá hvaða menn hann leggur traust sitt á, verður Agger aftur í náðinni og tók Hodgson þá Konchesky og Poulsen með sér í töskunum ?

  46. Bestu ár Liverpool hafa alltaf verið með Skota, annað hvort sem stjóra eða leikmenn. Frábært að skipta Roy út og fá Dalglish inn í staðinn. Mun væntanlega kveikja vel í leikmönnum. Spurning hvort töfin gæti að einhverju leiti tengst kröfugerð KD um peninga til leikmannakaupa? Allt í einu verður næsta vika spennandi 🙂

  47. Maður er bara í sigurvímu! Það mætti halda að LFC hefði verið að vinna stórtitil! 🙂

    Nú bind ég bara vonir við tvennt: (langar að gera kröfu til þess, en enginn má brúka munn við kónginn.)
    Í fyrsta lagi vil ég sjá liðið koma sér þægilega lang frá botninum, og í öðru lagi vil ég bara sjá fallegri bolta!

    heyrðu…… ég er að fatta….. nú fer kannski kontjeskí draslið aftar í röðina á bekknum!
    Þetta bara batnar og batnar!!!! 🙂

  48. Góðar fréttir. Verst að núna hlakkar í Sörnum í Manchester borg að gera tilraun til að valta yfir Liverpool úr því að vinur hans Hodgson var rekinn.

  49. Váá þvílíkar fréttir.Til hamingju allir poolarar það er bara þannig.
    Nú getur maður horft með stolti á liðið sitt spila SAMA hvað gerist þá verður það gert með VIRÐINGU.

    Djamm í kvöld!!!

  50. nú er þungu fargi af okkur létt
    bara varð að henda saman 2 ferskeytlum um það og eitt kommentið (veit ekkert um stuðla og höfuðstafi :))

    Refresh takkar orðnir þreyttir

    eftir vikur liðnar
    nú tímar eru betur breyttir
    bil frá botni gliðnar

    Sveinn frétti það hjá sinni móður
    að hoddson hefði farið
    hann hefur beðið alveg óður
    og rífress takkann barið

  51. …………

    Vá, ég er orðlaus. Ekki bjóst ég við að sjá þetta þegar ég vaknaði rétt í þessu. Hélt að ekkert svona myndi gerast fyrr en í fyrsta lagi á mánudaginn – vááá!

  52. kom ekki eins og það átti að gera en þetta átti að vera ein setning í línu í ferskeytlunum

    • innsk. Babu. Lagaði þetta
  53. Eitt er hægt að segja um FSG/NESW……… Þeir kunna að koma manni á óvart!

  54. TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN LIVERPOOL! Vá ég tek undir með mönnum hér að ofan, ég er orðlaus og mætti halda að Liverpool hafi verið að vinna ensku úrvaldsdeildina ég er svo glaður!

    YNWA KING KENNY!

  55. spurning um að klára flugeldana í dag það var ekki veður til að skjóta þeim upp á þrettándanum
    vá ég hef ekki verið svona glaður í marga mánuði

  56. It’s the season to be jolly! Maður er líka svona tífalt ánægðari þar sem maður bjóst ekki við að sjá þetta fyrir united leikinn úr því sem komið var. En ætli þetta þýði þetta þá að FSG vilja fá einhvern af þeim sem voru ekki tilbúnir til að fara frá sínu félagi á miðju tímabili?

  57. Frábærar fréttir – því miður var Roy Hodgson aldrei með þetta og því lang best fyrir alla að hann fari að sinna einhverju öðru. Maður sér það vel hversu lélegur hann var á því hvað aðdáendur annarra liða eru fúlir með að hann sé farinn. YNWA!

  58. Ég vaknaði og fór inn á Facebook og sá ekkert um þetta í Newsfeed og hugsaði með mér: “Ohh, enn einn dagurinn þar sem ég vakna og Roy Hodgson er ennþá stjóri Liverpool…”. En síðan opnaði ég fótbolta.net næst eins og venjan er og er þá ekki efsta fréttin “Roy Hodgson hættur með Liverpool – Daglish tekur við (Staðfest)”. Fór þá strax hingað inn og á aðalsíðuna og mikið varð ég glaður! Þessu erum við búnir að vera að bíða eftir of lengi en sem betur fer kom þetta á endanum. Vonandi að Kenny komi með einhverja baráttu í liðið og rífi þá upp af rassgatinu. Ekki veitir af í komandi leikjum. Mikið djöfull er ég sáttur í dag og maður á eftir að fagna vel í kvöld þrátt fyrir þetta h****** veður!

  59. Maður myndi draga þa ályktun frá þessu þá að þeir vilji e-h sem er ekki tibúinn að koma alveg strax.

    Miðað við þetta gætum við þá útilokað Rijkaard og rangnick.

    Ég tippa á að þeir vilji Villas-Boas!

  60. ætli maður verði ekki að fa ser CARLSBERG i tilefni dagsins, svona uppa gömlu goðu dagana
    Til hamingju allir poolarar YNWA

  61. Kenny Dalglish factfile – Liverpool

    1977: August 10 – Joins Liverpool from Celtic in a British record £440,000 deal.
    August 13 – Makes Liverpool debut in Charity Shield encounter with Manchester United.
    August 20 – Scores first Liverpool goal after just seven minutes of league debut against Middlesbrough at Ayresome Park.
    August 23 – Nets on Anfield debut as the Reds beat Newcastle 2-0.

    1978: Tops the club’s goalscoring chart at the end of first full season with Liverpool, his one-in-two ratio bringing 31 goals in 62 appearances.
    May 10 – Scores the winning goal in the European Cup final against FC Brugge at Wembley.

    1979: Dalglish is awarded the football writers’ player of the year award as Liverpool wrap up the First Division championship.

    1980: Wins second English league title with Liverpool.

    1981: Liverpool win the League Cup, but the big prize comes as the Reds clinch the third European Cup of the Bob Paisley era.

    1982: Liverpool claim another First Division Championship and a second successive League Cup win.

    1983: A third League Cup triumph is capped by securing back-to-back league titles. Dalglish’s contribution is recognised as he is voted both Player of the Year and Players’ Player of the Year.

    1984: Now playing under Joe Fagan, Dalglish is again inspirational as Liverpool clinch a famous treble, lifting the European Cup, league title and League Cup.

    1985: May 29 – Liverpool reach the final of the European Cup but the match against Juventus at the Heysel Stadium in Brussels was overshadowed by events off the pitch as 39 people – mostly fans of the Italian club – die amid supporter unrest.
    Hours before the ill-fated match, Fagan announced he would retire at the end of the season, leaving Dalglish to step up to a player/manager role.

    1986: With English clubs banned from Europe in the wake of Heysel, Dalglish was left to concentrate solely on the Reds’ domestic ambitions, and duly delivered the Anfield faithful a league and FA Cup double, with Dalglish hitting the goal that clinched the First Division Championship.

    1987: The 1986/87 season was a huge disappointment for Dalglish’s side, with Merseyside rivals Everton winning the league, Arsenal defeating them in the League Cup final and a humbling FA Cup exit at the hands of Luton.

    1988: The signings of Peter Beardsley, John Barnes and John Aldridge the previous year meant Dalglish increasingly became consigned to the Liverpool dug-out. His new-look side nevertheless delivered him a second league title as player/manager.

    1989: April 15 – Dalglish endures his darkest hour as Liverpool manager when 96 fans of the club die in a crush at Hillsborough Stadium ahead of the FA Cup semi-final against Nottingham Forest.
    May 20 – Just five weeks after the events of Hillsborough, Dalglish leads Liverpool to an emotional 3-2 win over Everton in the FA Cup final at Wembley.

    1990: May 1 – Makes his final appearance for the club at the age of 38, coming on as a second-half substitute in Liverpool’s last home game of the season against Derby, by which time the Reds were league champions for the third time under Dalglish. He retired with a record of 172 goals in 515 first-team games for the club.

    1991: February 22 – Dalglish ends his long association with Liverpool as he stands down as manager on health grounds.

    2009: April 19 – Dalglish is widely linked with making a sensational return to Anfield as a member of manager Rafael Benitez’s backroom staff.
    April 24: Benitez admits he has talked to Dalglish but has not decided what role he could play.
    July 3: Dalglish is appointed to a senior role at the Liverpool academy and is also to act as a club ambassador.

    2010: June – Asked to help find Rafael Benitez’s successor and is linked with the job himself. Roy Hogdson is eventually appointed.

    2011: January 8 – Following Hodgson’s departure, Dalglish takes charge of Liverpool until the end of the season.

  62. Hjartað tók kipp þegar maður rakst á þessa fyrirsögn á netinu 🙂

  63. Kálið er ekki sopið þótt í ausuna sé komið……Mér finnst það ljótt af LFC að setja Kenny Dalglish í þetta starf núna….Hans frábæra reputation er farið !

    Ég segi það enn og aftur : Leikmennirnir eru vandamálið ekki stjórinn.

  64. Nafni #82 – eigum við ekki samt að gefa honum hálft tímabil eins og RH og dæma hann þá!?

  65. Hvað ætli ,,gömlu” Liverpoolstjörnurnar segi núna eftir að Hodgson er farinn? Þeir töldu hann rétta manninn í starfið! Nægir að nefna Keegan, Barnes, McManaman, Hansen, Lawrenson, Redknap … og fleiri og fleiri og fleiri:-) Stórundarlegt!

  66. Þetta eru frábærar fréttir. Nokkuð sem maður er búinn að bíða lengi eftir að fá að heyra. Nú reynir líka á leikmennina að sýna sig og sanna því mér finnst þeir hafa fengið ansi litla gagnrýni fyrir sinn þátt í lélegu gengi liðsins. Leikmenn eins og Torres, Kuyt, Cole og lengi mætti halda áfram hafa spilað langt undir getu.
    Kannski er vandamál Liverpool bara miklu stærra en bara Roy Hodgson?
    EN vonum það besta…

  67. Ég gæti ekki verið meira ósammála sumum hér að ofan sem segja þetta mikla áhættu hjá LFC og ganga sumir svo langt (MW) að segja að orðspor hans sé undir (Ef ekki farið í vaskinn nú þegar).

    Þessir menn hafa klárlega ekki séð LFC leik það sem af er tímabili – ætlar í alvöru einhver að halda því fram að frammistaðan geti versnað á næstu 4 mánuðum m.v. það sem á undan er gengið ?

    Það er ekki einn maður hér inni (tel ég nokkuð víst) sem telur að LFC fari nú á sigurrön þar til á enda tímabilsins og bikarinn vinnist í lokaumferðinni. Það sem þessi ráðning gerir fyrst og fremst er að hún skapar ró og vinnufrið í kringum liðið þar til þessu hörmungartímabili er lokið. Og það sem enn mikilvægara er , e.t.v. fara stuðningsmenn að mæta á leiki aftur og hafa gaman af.

    Það er engin pressa – eina leiðin er upp. Boltinn undanfarið hefur verið sá leiðinlegasti sem ég hef orðið vitni að á mínum “stuðningsmannaferli” og hefur hann verið ansi skrautlegur.

  68. YEEEEEEEEESSSSSSSSSS !!!!!!!!!!!!!!!!!

    Ég vaknaði núna fyrir 15 min mundi að kop.is gaurinn átti að vera á x-inu ,stilti á xið og það fyrsta sem ég heyri se að daglish sé tekinn við !!!! YEEEEEEEEEEEESSSSSSSSSSS!!!!!!!!!
    LOKSINS !!!!!!! EG ER BARA ALLVEG HOPPANDI KÁTUR !

  69. Off topic.

    Er að horfa á FA Youth Cup á Liverpoolfc.tv.

    Vorum 0-1 undir í hálfleik eftir að hafa yfirspilað Crystal Palace allan leikinn og fengið svo mark á okkur úr skyndisókn.

    Hver annar en Íslendingurinn Kristján Gauti (Emíílson eins og Bretarnir kalla hann) kom inn á í hálfleik og er búinn að skora jöfnunarmarkið eftir 10 mínútur.

    Ps. Djöfull er Suso búinn að vera góður í þessum leik, Xavi-esque!

  70. Til Hauks nr. 36. Hvaða afdrifaríku mistök gerði Hodgson sem að kostuðu hann starfið?

  71. LOKINS LOKINS! Ég núna gleði. Roy Hodgson hættur með Liverpool. Ég hlakka sjá nýtt stjóri Daglish Liverpool. hann getur stjóri Liverpool móti Man Utd bikiarinn á morgun. spennum leiks. Y.N.W.A. Kv. Jóel Eiður 🙂

  72. Ég er ekki frá því að þetta eru bestu fréttir sem maður hefur fengið í langan tíma!

  73. Einhver benti á það á Twitter að þetta er í fyrsta skipti í þrjú ár, sem við viljum ekki losna annaðhvort við eigendur eða framkvæmdastjóra. Furðuleg tilfinning.

  74. Vandamál Liverpool bara miklu miklu stærra en bara Roy Hodgson og það á eftir að koma í ljós á næstu misserum.

  75. Stór dagur og frábærar fréttir! Þetta voru reyndar fréttir sem ég vonaðist að kæmu innpakkaðar með einhverjum jólapakkanum en það fór víst ekki. En betra seint en aldrei sagði einhver!

    Því miður fyrir Liverpool og Roy Hodgson gekk þetta ekki upp og var það ljóst alveg frá Blackpool leiknum að mínu mati. Ég man eftir tveimur ljósum punktum síðan hann tók við og er það þegar ég frétti af Joe Cole og þegar við unnum Chelsea!

    Ég ætla þó að vera á jörðu niðri hvað varðar Kenny. Hann kemur og tekur við erfiðum aðstæðum og ætla ég ekki að búast við einhverjum göldrum. Ég hlakka þó gífurlega til að sjá hann í brúnni sem stjóra og fæ ég hreinlega gæsahúð við tilhugsunina. Ég er samt sammála Kristjáni Atla um að ég held við séum ekki að fara sigra á Old Trafford en ef við sýnum okkar besta miðað við leikmenn og aðstæður þá verð ég ánægður.

    Til hamingju með daginn Liverpool menn og nú krossum við fingrum vonumst eftir betri tímum!

    YNWA

    1. Elmar
      Við vitum að þetta er ekki lið sem á að vera í toppbaráttu eða Meistaradeildarbaráttu. En það skal enginn segja mér það að Liverpool sé lið sem eigi að vera að ströggla í 12. sæti, tapandi illa gegn liðum einsog Blackpool, Wolves, Blackburn og fleiri slökum liðum.

    Vonum að Dalglish nái að fara með liðið á þann stað sem það á að vera. Þ.e. 5-6 sætið.

  76. 104

    Og hver er punkturinn hjá þér? Hodgson hefur ekki getuna til að stýra metnaðarfullu liði með engin vandamál, hvað þá klúbb með vandamál.

    Enn að fá gæsahúð.. Dalglish !!! <:D

  77. Stór dagur í sögu félagsins – nú er hægt að horfa fram á veginn og þetta er vonandi fyrsta skrefið að betri tímum. Ég ætla samt að fara varlega í væntingarnar til Dalglish, svo lengi sem hann gerir betur en RH og kemur stöðugleika á spilamennskuna er ég sáttur. Allt annað, t.d. skemmtileg spilamennska og klifur upp í EL/CL sæti yrði bara bónus.

    Nú er samt stóra spurningin, fær Dalglish eitthvað að styrkja hópinn í janúarglugganum, eða verður þetta ár í heildina algjör afturför í leikmannamálum?

    En til hamingju Poolarar, þetta eru svo sannarlega góðar fréttir.

  78. Magnað.

    Arsenal og MUFC að detta út úr bikarnum strax í janúar!!!

  79. 100 Rúnar

    Kannski að taka aldrei ábyrgð á neinu. Hefur kennt öllum um hörmulega frammistöðu nema sjálfum sér.

    Hann stillti upp kjúklingaliði gegn Northampton í bikarnum sem tapaði og eftir leikinn tók hann þá alla af lífi. Minntist ekki á það að hann pakkaði í vörn gegn þessu liði.

    Hann gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool fyrir að mótmæla gegn Hicks og Gillett fyrir utan völlinn löngu fyrir leik og kenndi þeim um slakt gengi liðsins.

    Hann hraunaði yfir blaðamenn frá Danmörku og Svíþjóð sem höfðu ekki gert neitt – ekki einu sinni komið með erfiða spurningu.

    Hann neitaði að verja Torres þegar Alex Ferguson hraunaði yfir Torres og kallaði hann öllum illum nöfnum. Hefði nánast getað tekið undir með þeim rauðnefjaða.

    Hann sendi ungan bakvörð sem öðlaðis mikla reynslu í fyrra í lán til þess að kaupa Konchesky.

    Hann sendi ungan miðjumann sem hefur hæfileika þrátt fyrir að hafa ekki náð að sýna þá í fyrra á lán til þess að kaupa átakalega gamlan og slakan miðjumann í staðinn – Poulsen.

    Hann bannaði Liverpool goðsögn að ferðast með liðinu í Evrópuleik af því að einhverjir stuðningsmenn vildu fá hann frekar en Hodgson í sumar.

    Hann laug upp á fyrrum framkvæmdastjóra LFC sem endaði með því að hann þurfti að biðja hinn sama opinberlega afsökunar.

    Fyrir hvern einasta leik talaði hann um að það yrði nú ekki sjálfgefið að ná í stig í þeim leik.

    Honum tókst á mettíma að sameina stuðningsmenn Liverpool í að hata sig með hroka, uppgjöf og afsökunum hvað eftir annað.

    Þetta er það sem ég man í augnablikinu. Vona að það hjálpi þér eitthvað.

  80. Update:

    Kristján Gauti að koma Liverpool yfir í framlengingu með sínu öðru marki, virkilega sprækur.

    Staðan 2-1 og seinna hálfleikur framlengingarinnar eftir.

  81. Eitt finnst mér alveg magnað og það er sú staðreynd að enn hefur enginn leikmanna liðsins stigið fram og lýst vonbrigðum sínum á því að Hodgson hafi fengið sparkið.

    Stevie og Carra, mennirnir sem hvöttu til þess að hann yrði ráðinn hvar er stuðningur þeirra ????

    Hjá Newcastle og Blackburn þá voru leikmenn snöggir að lýsa yfir vonbrigðum sínum þegar þeirra stjórar voru reknir.

    Nei, maður bara spyr sig!!!!!!!!!!!!!!!

    Engu að síður mjög góður dagur fyrir geðheilsuna og mína nánustu B-) .

  82. Nú var seinni hálfleikur af framlenginu í Youth Cup að byrja fyrir þá sem eru með E-Season Ticket… Kristján Gauti kom okkur inn í framlengingu með marki í seinni hálfleik og bætti síðan við marki í framlengingunni áðan…. Staðan 2 – 1 🙂

  83. Bless Roy … Velkominn Kenny Dalglish. Spennandi tímar fram undan. Verður fróðlegt að sjá hvort Kenny tekst að setja sitt mark á liðið. Það þarf ekki að gera sér neinar grillur fyrir leikinn á morgun. En .. guð minn góður hvað það myndi hleypa blóðinu af stað að nýju ef við færum með sigur af hólmi. Eða jafntefli og rematch á Anfield…. Bring it on… 🙂

    YNWA

  84. Til hamingju Liverpool- og Elvis-aðdáendur! Elvis hefði orðið 71 árs í dag! Sögulegur dagur í marga staði!

  85. Ég er mjög veruleikafirrtur, get ekki verið raunsær og lifi í nostalgíu. Það gerir mig að púlara. Ég legg til að við sendum utd mönnum þau skilaboð á morgun að við erum ekki lengur aðhlátursefni við önnur lið. Nú rísum við upp úr öskunni eins og fuglinn Fönix!
    Ekkert annað en sigur á morgun!
    Áfram Liverpool!!!

  86. Var að koma af vinnufundi þar sem ég fékk snilldarskilaboð frá Babu, “Gleðileg jól”.

    Vissi strax hvað var að gerast.

    Þetta er hárrétt skref hjá klúbbnum, Dalglish er búinn að vera innanbúðar hjá Liverpool nú síðustu tvö árin og veit allt um það sem Matti dró fram hér í gær, veit af “player power” og er sá maður í heiminum sem mest langar til að endurreisa þetta félag okkar. Ég er enn sannfærður um það að hann verður yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu en hann mun fram á vor koma þessu félagi á heilbrigðari stall en Hodgson karlanginn.

    Segi það hér ennþá að hann er ekki eini vandinn og hann fékk vonlaust verkefni í arf, að taka við af fagmanni sem hafði verið komið illa fram við lengi og þeir sem bökkuðu Roy upp voru þess eðlis að þeir voru látnir fara (Purslow, Hicks, Gillett og Broughton) og leikmenn sem höfðu tapað trú á verkefninu vegna pirrings á frammistöðu inni á vellinum og smitaðir af ósanngjarnri gagnrýni á liðið (Carragher, Gerrard og hugsanlega fleiri leikmenn).

    En núna er maður sem er númer EITT hjá ÖLLUM hjá félaginu. Enginn skal gleyma því að Rafa endurréð Dalglish til félagsins og þeir voru í miklum samskiptum innan klúbbsins, svo kóngurinn veit hvaða áherslur hann vill nota frá þeim sem Rafa var með, og hvað hann vill gera til að ná betri árangri.

    Ég er líka glaður að sjá að Hodgson áttaði sig á því að þetta gekk ekki lengur. Sennilega hefur þessi ákvörðun verið tekin strax eftir Blackburnleikinn, en karlinn sæst á að stjórna æfingu á föstudaginn og reyna að halda sjó þar til kóngurinn kæmi heim. Það vill ég þakka Hodgson fyrir og ég gleðst yfir vinnubrögðum Henry og félaga. Þeir eru að sýna það að þeir ætla að hlusta á aðdáendur og meta sögu klúbbsins mikið.

    Kóngurinn er kominn heim, það er bara alls ekkert víst að það muni ganga vel, en það er súrrealísk tilhlökkun hjá mér að sjá hann standa við hlið Rauðnefs á morgun, síðast þegar þeir stóðu hlið við hlið vorum við með yfirhöndina og við skulum alveg hafa það á hreinu að Fergie ræfillinn er reiðari yfir þessum fréttum en margir og í ljósi þess að hann hataði LFC á þeim tíma og var illa við Dalglish út af ýmsu þá eru hlutföllin rétt. Enginn vinarbragur á leik morgundagsins og það er ég glaður með, óháð úrslitum.

    Þetta er á réttri leið, ljósið skín aðeins úr myrkrinu í dag!!!

  87. The last time Kenny was manager we had a balding eccentric in goal, Glen at RB, a Dane in midfield, a Scouser wearing No.8, a goal machine wearing No.9, England’s left winger wearing No.10 and a sub from Standard Liege. We won the league.

  88. Flott viðtal í #118 sem vel er þess virði að hlusta á.

    Verður gaman að sjá hvernig mál þróast til morguns, sérstaklega þar sem Kenny hefur ekki hitt leikmennina ennþá. Þó auðvitað það skipti litlu máli í hans tilviki þar sem hann hefur verið á Melwood í allan vetur og horft á flesta leikina.

    Vona samt að Thompson verði ekki aðstoðarmaður kóngsins, veit ekki út af hverju, kannski bara út af lestri ævisagna leikmanna sem mála hann upp sem frekar erfiðan karakter…. Fá bara Rush í teymið!

  89. loksins jákvæðar frettir fra liverpool borg var farinn að halda að jóhanna og steingrimur réðu rikjum hja klúbbnum

  90. Verðum að hrósa nýju eigendunum fyrir að hlusta á aðdáendur félagsins þó svo fyrr hefði mátt vera. Þumall upp fyrir þeim

  91. það er nefnilega það, þú þarft ekki að fara yfir lækinn til að ná í vatnið og þessir eigendur eru að fatta það, hann var allan tíman þarna.

  92. það væri nú gaman að fá kannski Ray Wilkins sem aðstoðaþjálfari sem hann er búinn sanna að var lykillpersóna hjá Chelsea.

  93. Glæsilegt. Fór nákvæmlega eins og ég vonaði. Dalglish er stærri en allar stjörnur liðsins og hann á erfitt verk fyrir höndum. En hann fær minn stuðning alla leið.

  94. Djöfull held ég að Gerrard eigi eftir að sýna STÓRLEIK á morgunn. Ef hann er ekki í skýjunum núna þá veit ég ekki hvað!.!

  95. til hamingju með nýjan þjálfara hlakka til á morgun að horfa á leikinn með réttu hugarfari lítið farið fyrir ´þvíundanfarið þar sem maður hefur bara vonað að liðið tapaði og það er nú ekki gott við vinnum á morgun

  96. Þetta eru að mínu viti gleði fréttir fyrir okkur Púlara. Það er rétt sem Einar og aðrir segja hér á blogginu að kóngurinn þarf ekki að sanna eitt eða neitt hann er og verður kónur. En hann verður að snúa gengi liðsins við svo mikið er víst… og ég hef fulla trú á að það veri þanneig og sá viðsnúningur hefst á morgun… Áfram LIVERPOOL

  97. Þetta er ekki mikill tími sem Kenny hefur til að undirbúa liðið fyrir næsta leik. Mig hlakkar hinsvegar mikið til að sjá hvort hann geri ekki einhverjir breytingar á byrjunarliði liðsins, ég trúi ekki öðru en að hann hendi Ngog út og fari í 4-2-3-1.

  98. Merkilegur dagur 🙂 Ég er búinn að vera sérstakur aðdáandi Kenny Dalglish frá því hann kom til félagsins. Ég er búinn að nefna hans nafn í síðustu ráðningar á stjóra en ekki orðið að ósk minni, fyrr en nú.
    Ég verð líklega í London undir lok næstu viku, og í kjölfar þessara tíðinda er maður að velta fyrir sér að breyta öllum áætlunum og reyna að komast norður á leikinn við Everton. Hvaða leið er best til að nálgast miða kæru félagar?

  99. Auðvita verður þetta stremmbinn leikur en KD = Dalglish verður ekki í vandræðum með að stilla upp liðinu þar sem hann hefur nánast horft á alla leiki. Er ekki barasta 4-5-1 flott og svo má alltaf laga þetta eftir því hvernig leikurinn þróast.

  100. Það verður gaman að sjá hvernig liðið kemur mótiverað í leikinn á morgun. Það er ekki síður tilhlökkun að sjá stemmninguna á Anfield á næsta heimaleik gegn Everton. Ég man vel eftir fótboltanum sem Liverpool spilaði undir stjórn Dalglish fyrir 20 árum síðan. Það er engin tilviljun að þegar menn tala um skemmtilegan sóknarbolta þá eru oft borin saman Arsenal liðið undir stjórn Wenger og Liverpool liðið undir stjórn Dalglish.

    Ég get hreinlega ekki beðið eftir sjá liðið eftir einhverjar vikur og mánuði þegar Dalglish verður búinn að koma áherslum sínum á framfæri. Það alveg klárt að væntingarnar eru miklar um aukið skemmtanagildi og vonandi nær Dalglish að hjálpa mönnum að ná upp leikgleðinni, eitthvað sem hefur ekki sést á leikmönnum undanfarin tvö tímabil.

  101. Var að lesa um Kenny á Wikipedia. Þvílíkur snillingur. Merkilegt að hann fór á reynslu sem unglingur til m.a. Liverpool og var ekki “signaður”. Kom þó seinna, sá og sigraði.

    Eftir að hafa skautað um netið í dag er maður sannfærðari og sannfærðari að þetta hafi verið rétt “múv”hjá könunum. Kenny að mér skilst ætli að sækja sér gamlan hund sem aðstoðarþjálfara og þá ættu dagar Sammy Lee að vera taldir eða hvað? Það kemur í ljós. Ég held allavega að hann vilji fá jobbið til frambúðar. Hann fær núna sex mánuði til að snúa liðinu við, hausnum á leikmönnum og fá aftur neistan í liðið. Af þessum sex mánuðum fær hann örugglega frið í c.a. 2 mánuði algjörlega og ef track rekortið verður gott þá munu menn e.t.v. slaka á því að leita að “framtíðar” stjóra. Comolli mun kaupa leikmenn sem henta óháð stjóranum og því spurning bara að “harvesta” eins og eigendur vilja. Þeir vilja klárlega líka snúa við genginu og vekja sofandi risa upp. Ég sem aðdáandi vill klárlega sjá meiri árangur, skemmtilegri fótbolta og vita til þess að liðið sem ég elska er á þeim stalli sem það á að vera. Eina sem skyggir á þetta er þó sú staðreynd að Kenny hefur verið 10 ár án þess að þjálfa að einhverju ráði. En ég veit að hann leysir það, enda er það ekki hans að sjá um fitness heldur stratigíu. Hún gleymist ekki, ekki frekar en sú einstaka tilfinning að sigra.

    Að lokum: Bring on United ….

  102. Með allt þetta tal um að Phil Thompson verði aðstoðarmaður Kenny hjá liðinu…man ég ekki rétt að Thompson lenti upp á kant við marga þegar hann var hjá okkur síðast þ.m.t. Gerrard og sérstaklega Carragher???

  103. Tímasetningin, hjá Dalglish, kemur skemmtilega á óvart, að taka við fyrir þennan leik. Það náttúrulega skiftir litlu máli hvernig liðinu gengur undir hans stjórn. Hann var, er og verður kóngurinn. Nú er kominn maður sem flestir leikmenn og stuðningsmenn eru sáttir við og í raun kominn vinnufriður fyrir eigendur að þróa verkefnið áfram. Stuðningsmenn verða á bak við liðið hvað sem á dynur og láta London mafíuna ekki plata sig aftur.

    Ég er reyndar ekki bjartsýnn fyrir leikinn á morgun en það er deginum ljósara að þessi neikvæða nálgun (mitt mat) á leiki heirir sögunni til. Alla vega á meðan Kenny Dalglish er á hliðarlínunni.

    Bara ein pæling……..ef Liverpool vinnur á gamla túninu á morgun……er King Kenny þá nógu og sterkt lýsingarorð?

  104. Ráða meira “Gummi” ? Fékk hann ehtímann að ráða minna ? Og afhveru ætti brotthvarf RH að verða kveikjan að því ?

  105. Hvernig það tók nýja eigendur yfir þrjá mánuði að komast að þessari sorglega borðleggjandi niðurstöðu er eitthvað sem ég skil næstum jafn illa og að Roy Hodgson hafi verið ráðinn til að byrja með. En guð minn góður hvað þetta eru jákvæðar fréttir, fyrst og fremst finnst mér þetta vera léttir og loksins loksins er búið að skera á þennan hnút.

    Fyrir mér er það nánast aukaatriði (bónus) að Dalglish hafi tekið við með öllu því feel good sem þeirri ráðningu fylgir. Aðalatriðið var að losna við Roy Hodgson og stöðva þessi skemmdarverk sem hann var að vinna á liðinu. Ég tek alls ekki undir það með Paul Tomkins og fleirum um að þetta sé ekki slæmur stjóri heldur bara hjá röngu félagi. Hann hefur sannað það svo um munar að hann er ákaflega takmarkaður þjálfari og algjörlega úreltur hvað hugmyndafræði varðar. Þetta var líka skoðun margra hjá Fulham þrátt fyrir að hann hefði skilað þeim í úrslit UEFA Cup í fyrra og ekki var að sjá að margir hafi saknað hans á Craven Cottage, ekki nema stuðningsmenn Liverpool sem söknuðu þess mjög að sjá hann þar í hverri viku. Hann kann eina taktík og getur þjálfað sæmilega góð lið út í hið óendanlega til að spila þessa taktík með nákvæmlega 33%-35% árangri. Þegar hann hefur fengið lið með væntingar hefur hann ekki átt séns á að uppfæra sinn leik og í dag lauk Hodgson sínu síðasta risastóra verkefni og svei mér ef þetta er ekki hans besti árangur hvað sigur % varðar sem þjálfari á Englandi.

    Vanalega þakkar maður fráfarandi stjóra góðar stundir og getur bent á eitthvað jákvætt úr ferli stjórans, en ekki núna. Ég hef alls ekki farið leynt með það hér að mér fannst þetta fullkomlega vonlaus stjóri og það er held ég bara ekki neitt sem ég get bent á sem mér finnst hann hafa gert rétt síðan hann kom.

    Jú það er reyndar eitt, hann náði að sameina stuðningsmenn Liverpool og það er reyndar magnaður árangur útaf fyrir sig á svona stuttum tíma.

    En nákvæmlega þetta, þessi allt að því fullkomna andúð hefur skapað þetta einstaka tækifæri fyrir klúbbinn að fá King Kenny Dalglish inn til að redda málunum. Það hefði verið mikið umdeildara ef Dalglish hefði verið fenginn inn í sumar (að mínu mati) en er núna alveg borðleggjandi. Honum hefur langað að stýra félaginu síðan stuttu eftir að hann hætti síðast og það er enginn að fara gráta það að sjá Dalglish á bekknum aftur.

    Þetta er vissulega stór áhætta sem hann er að taka og sýnir eitthvað sem við vissum vel fyrir, að Kenny Dalglish skortir ekkert hugrekki. En þegar maður skoðar þetta nánar þá er þetta win win situation, bæði fyrir Dalglish og þá sérstaklega FSG.

    Dalglish þarf að láta liðið spila betri fótbolta og ná meira út úr hópnum heldur en Roy Hodgson gerði og þá er hann ennþá í plús. Ég meina come on, hver efast um að hann geti það ekki? Hann er með alla stuðningmenn (með túrbínuna í botni í 5 gír) með sér í liði og líklega megnið af liðinu líka sem bara geta ekki hafa verið sáttir undir stjórn Hodgson. Hvort sem þetta er bara 6 mánaða verkefni eða til lengri tíma þá er (ef maður leggur Selfysskuna fyrir sig) alls ekkert v í s t að þetta klikki.

    Svo er ekki hægt að segja annað en að þetta hafi verið algjörlega fullkomið tækifæri sem féll upp í hendurnar á FSG. Þeir vilja fá stuðningsmenn á sitt band, til að gera það með skjótum hætti án þess að eyða miklum pening er alveg tilvalið að reka versta og óvinsælasta stjóra klúbbsins í sögunni (Souness þ.m.t.) og fá konung félagsins inn í staðin í nokkra mánuði. Þeir unnu mig allavega aftur á sitt band með þessu þó ég sé mjög ósáttur með hvað þetta tók langan tíma.

    Roy Hodgson kveð ég með engum sökunuði og hendi hér inn bút úr snillldarfærslu Paul Tomkins frá því í gær sem útskýrir vel hvað Hodgson átti aldrei heima í Liverpool og afhverju hann er ekki meðtalinn þegar talað er um að púllarar gangi aldrei einir:

    At Liverpool, we deify our managers. Or at least, we like be able to. That is because their personalities made so much happen for us; they inspired the Kop, which in turn inspired the team. The successful ones have been very much anti-establishment; and yet Hodgson, from London, friend of Alex Ferguson and the mistrusted mass media, not to mention hopeful England manager, is about as establishment as it gets. He doesn’t inspire the Kop, and never will. The chemistry isn’t there.

    Hann var aldrei einn af okkur og virtist ekki langa til að vera það, haltu þig bara í London vinur.

    Vertu hjartanlega velkominn heim King Kenny Dalglish.

  106. Mig langar að lesa eða heyra eitthvað viðtal við King Kenny eftir að hann tók við, veit einhver um svoleiðis?

  107. Eruð þið algjörlega sannfærðir um að þetta sé breyting til bantnaðar ???? Vissulega má segja að ástandið gæti ekki versnað , en jú það getur versnað…Jæja ég vona það svo sannarlega ykkar vegna að KD nái aðeins betri árangri en RH en ef eitthvað er að marka bílstjórann þá eru vandamál LFC meiri og dýpri en RH.

  108. MW…. liðið sem hogdson var með í höndunum er klárlega hundrað sinnum betra en það er búið að vera sýna og þessi stjórnartíð roy er búin að vera móralslegt sjálfsmorð fyrir leikmennina!!!

    vandamálin sem þú talar um samkvæmt bílstjóranum eru farin úr klúbbnum purslow, læknateymið, og apakettirnir G&H

  109. King Kenny á hliðarlínunni verður tólfti, þrettándi, fjórtándi og fimmtándi leikmaður Liverpool á OT á morgun ! Hann lengi lifi !

    Nú verður kona bara að gera alvöru úr því að fara á leik á Anfield í vor.

  110. King Kenny á hliðarlínunni verður tólfti, þrettándi, fjórtándi og fimmtándi leikmaður Liverpool á OT á morgun ! Hann lengi lifi !

    Janft í liðum semsagt ef við teljum dómaratríóið +4 dómara sem United menn? 🙂

  111. Að fá svona fréttir á afmælisdaginn sinn er einfaldlega besta afmælisgjöf sem maður getur hugsað sér. King Kenny sem framkvæmdastjóri . Æðislegt.

  112. netid liggur nidri hja mer herna i Noregi og vissi eg tvi ekkert um þetta mal fyrr en um 3 i dag tegar siminn hringdi enda ekkert ad spa i þessu, helt þetta gerdist ekki i dag fyrst tad gerdist ekki siðustu 2 dagana en mikid var eg gladur samt og varla trudi tessu, helt ad eg hefdi nu fengid hringingu töluvert fyrr ef tetta væri rett en þá var víst folk buid ad vera að reyna að na sambandi við mig, heimasiminn er tildæmis nettengdur og virkar tvi ekki heldur En skilaboðin komu og ég er í skýjunum.

    Náum jöfnu a morgun og klárum þá á Anfield.

    Youll Newer Walk Alone

  113. Ég er búinn að bíða eftir þessum degi síðan 1992, þetta er ynsislegt, ætla að opna kaldann núna, skál elsku vinir

  114. Mjög jákvætt. Þetta átti að gerast um leið og Rafa var rekinn. Þótt maður geri ekki ráð fyrir kraftaverki mun þessi breyting róa okkur áhangendur liðsins. Þetta er okkar vilji. Það er mikilvægt. Sýnir að NESV menn hlusta á stuðningsmennina. Allavega loks góður dagur hjá okkur Púllurum. Fæ mér koníak til heiðurs því.

  115. Held að Herra Dalglish sé vandanum meira en vaxinn og að hann sé einmitt maðurinn til að endurvekja gömlu gildin og þær hefðir sem að gerðu Liverpool að því sem að klúbburinn var á gullöldinni. Hvernig væri nú ef að FSG myndu fjármagna kaup á almennilegum leikmönnum og versla 6-7 topp leikmenn. Hvernig væri nú að skipta Babel út fyrir Gareth Bale o.s.f. ?

    Mér fyndist ekkert óeðlilegt að eyða svosem 30-50 milljónum evra í leikmenn á næsta sumri til að styrkja hópinn og byrja að taka unglinga upp í gegnum starfið.

  116. Eins og ávallt þegar ég skrifa hér inn, þá ætla ég að byrja á að benda á að ég er stuðningsmaður Manchester United. Fyrir mér er þessi breyting úr Hodgson í Daglish að koma á versta tíma. Oftar en ekki finnst mér eins og lið með nýjan stjóra vinni fyrsta leik með nýjan stjóra. Þetta augljóslega líkar mér ekki.
    Ég var gersamlega búinn að gleyma árangri Daglish sem stjóri og varð því að fletta þessu upp. Vægast sagt þá hefur hann stórkostlegan feril og er klárlega maður sem á eftir að laga Liverpool. Hversu mikið vitum við þó ekki.

    “skipta Babel út fyrir Gareth Bale” Ég held að menn verði nú aðeins að hugsa þetta betur. Ég held að það sé ekki nokkur möguleiki á að Bale eða annar leikmaður í klúbb sem er í meistaradeildarbaráttu hafi áhuga á Liverpool. Vissulega var þetta skemmtilegur kostur, en ástandið hjá Liverpool er bara þannig í dag að það verður erfitt að fá leikmenn á háu kaliberi til liðs við sig. Hitt er svo annað mál að ef Daglish stendur sig vel og smá heppni fer nú í lið með Liverpool, þið náið evrópusæti eða eitthvað álíka, þá breytist þetta hratt. En í dag held ég bara að þið verðið að sætta ykkur við annað hlutskipti. Gleymið því samt ekki að Ferguson reyndi að fá Bale þegar hann fór frá Southampton til Tottenham en hann neitaði að borga sömu laun. Bale elti því aurinn og sér sennilega ekki eftir því í dag.
    Svo held ég bara að Liverpool vantar ekki Bale. Ykkur vantar striker til að aðstoða eða hlaupa í skarðið fyrir Torres. Með fullri virðingu fyrir Ngog … þá bara sökkar hann. Held því að gáfulegra væri að fjárfesta hinum megin á vellinum. En hvað veit maður svosem…

    Með von um skemmtilegan leik á morgun

    Ottó Rafn

One Ping

  1. Pingback:

Hodgson heldur starfinu … um sinn

Man Utd á morgun!