Hodgson heldur starfinu … um sinn

Góðan daginn og gleðilegan föstudag. Óska ykkur einnig til hamingju með veðrið hér á fróni.

Síðustu tveir dagar hafa verið hálf súrrealískir. Menn hafa setið á fréttavaktinni, hangið yfir Twitter og öðrum miðlum, fullvissir þess að það væri bara mínútuspursmál hvenær brottrekstur Roy Hodgson yrði staðfestur. Eftir að hafa rétt úr kútnum með liðið í deildinni í nóvember reyndist desember honum erfiður og nýja árið byrjar illa. Liðið hefur núna tapað 4 af síðustu 6 deildarleikjum og eftir ömurlega frammistöðu gegn Blackburn á miðvikudag héldu flestir að það væri ekki annað hægt en að segja honum strax upp.

Nema hvað, það virðist alveg vera annað hægt. Þegar þetta er skrifað er fréttastreymið alveg þornað upp. Við höfum ekkert heyrt af eða á en menn eru á því að fyrst hann var ekki rekinn í gær sé langlíklegast að hann hafi keypt sér gálgafrest fram yfir næsta leik. Sá leikur, eins og við vitum öll með hnút í maganum, er á Old Trafford gegn Man Utd á sunnudag.

Hvað gerist í kjölfarið á þeim leik veit enginn. Slæmt tap þar ætti að gulltryggja örlög Hodgson, myndi maður halda, en það héldum við líka eftir Wolves- og Blackburn-tapleikina. Sigur þar gæti keypt honum lengri frest. Menn reyna að giska á hvað FSG-hópurinn (áður nefndur NESV-hópurinn) er að hugsa og hverjar ástæður þess að ekki sé búið að reka Hodgson eru en það eru bara skot í myrkrinu eins og staðan er í dag.

Hodgson á að halda blaðamannafund í dag eins og venjan er fyrir sunnudagsleiki. Það verður fróðlegt að sjá hvað kemur út úr þeim fundi og við munum fylgjast með því og eflaust ræða fréttir þaðan fram eftir degi.

Annars langar mig til að þakka ykkur lesendum síðunnar fyrir frábæra þátttöku í að gera þessa síðu svona mikilvæga á fréttnæmum tímum. Síðustu þrjár færslur okkar hafa allar fengið meira en 200 ummæli. Það hefur aðeins gerst einu sinni áður, í byrjun október þegar við vorum síðast á vaktinni vegna eigendaskiptanna.

Þakka ykkur fyrir umræðurnar. Þetta er frábært.

172 Comments

  1. Hvað þarf eiginlega að gerast til þess að eigendurnir vakni,að liðið falli um deild??? Sögðust ætla að hlusta á stuðningsmennina þegar þeir keyptu félagið,hlusta á stuðningsmennina “my arse”!!!

  2. Vá mörg komment :D! Enda frábær síða og góðir pennar og þakka ég fyrir starf ykkar á síðunni.
    En um þennan leik þá er ég ótrúlega smeykur um hann enda eru allir bestu vinir mínir Utd menn og vona ég að við náum sigri eða flottum leik okkar manna allavega. Ef tap verður staðreynd þá vona ég að Roy sé kominn með nægan tíma til að “snúa blaðinu við” og verði látinn taka pokann sinn. En Liverpool vegna vonast maður auðvitað að okkar menn valti yfir nágranna okkar!

  3. Ég er farinn að halda að þeir ætli sér strax að finna framtíðarstjórann, og eru þess vegna að höndla þetta svona. Ég bara verð að hugsa það svoleiðis til að halda geðheilsunni!

    Mig langar einmitt voða lítið að sjá fergííí og ugluna fallast í faðma rétt fyrir leik…… verður óglatt við tilhugsunina. Þá fer ég að hugsa um leikinn og……. Gubb! ………… afsakið!

  4. Reyndar ekki alveg rétt að þetta sé alveg þagnað. Alla vega samkvæmt slúðrinu á BBC þá er ruslið búið að segja að hann sé búinn að kveðja leikmennina.

  5. Ég held að menn ættu aðeins að anda með nefinu. Roy fer fyrr en seinna og þá á ég við mjög fljótlega. Það er ekkert verið að gefa honum frekari tíma. Mín tilfinning er sú að eigendur séu að taka sér tíma til að gera hlutina vel þannig allir fara nokkuð sáttir frá borði. Þó svo stuðningsmenn Liverpool vilji Roy burtu strax þá þarf stundum að gera hlutina með stóískri ró og með virðingu.

    Svo er hér grein eftir Phil Thompson sem þekkir þessa stöðu sem er uppi núna. Hann telur þó að ástandið sé mun verra en þegar hann og Houllier hættu í den. En hans mat er að best sé að leiðir Roys og Liverpool skilji.
    http://www.liverpoolecho.co.uk/liverpool-fc/liverpool-fc-columnists/phil-thompson/2011/01/07/phil-thompson-time-to-end-roy-hodgson-s-liverpool-fc-reign-now-100252-27944794/

    Svo legg ég til að Ralf Rangnick verði ráðinn sem næsti stjóri Liverpool.

  6. Þetta er nú alveg skelfileg staða sem komin er upp. Að reka hann ekki fyrir ManU leikinn er algjör rugl. Er nú alveg viss um að það hlakki í ManU mönnum yfir því.

    Ef hann fær United leikinn þá fær hann væntanlega næsta leik líka því ekki verður hann rekinn fyrir að tapa fyrir United á Old Trafford. (nema að þeir gjörsamlega niðurlægja okkur)

    Maður er ekkert sérstaklega spenntur að horfa á leikinn á sunnudaginn og tel okkur eiga ákaflega lítinn séns í þeim leik. Ekki nema þá að leikmenn okkar koma bandvitlausir í þann leik og taka þetta á baráttunni einni saman. Ég sé það samt bara ekki gerast með Hodgson við stjórnvölinn.

    Hvað þessir eigendur eru að hugsa veit ég ekki, vona bara að þeir séu að gera samning við framtíðar stjóra Livepool í þessum töluðu sem mun þá taka við liðinu einhverntímann á næstu tveim vikum.

  7. KOP.IS rules og vil byrja á ad thakka fyrir frábaera vinnu og bestu LFC siduna!

    Kem hingad daglega (oft a dag 😉 skoda les og skrifa sammt sjalda en tad lagast 🙂
    Koma svo SCUM! a sunnudaginn vinnid okkur svo Woy getur tekid sitt pick og pakk og drullad sér til london .

  8. Það eru auðvitað ENGAR líkur á því að Liverpool séu að fara að vinna útileik á móti Manchester United í bikarnum en það er kannski fyrir bestu að láta Hodgson klára þann leik og helst með varaliðinu og láta kallinn svo fjúka eftir þann leik og hann Ferguson getur þá huggað vin sinn eftir leikinn.

  9. Ég held að ástæðan fyrir því af hverju þetta tekur svona ógurlegan tíma sé bara ein. Þeir vilja vera alveg vissir um að skrefið sem verður tekið eftir að Hodgson verður kvaddur verði það rétta.

    Held að það sé alveg morgunljóst að Roy verður ekki mikið lengur við stjórnvölinn og það sé fyrir löngu búið að ákveða það að hann er ekki framtíðarstjórinn en FSG virðast, fyrir mitt leyti, vera þannig týpur að þeir vilja ekki ana að neinu og vita sem er að það er ekki bara að reka Roy. Það verður að vera alveg klárt hver eftirleikurinn af því verður; hvort sem það er að ráða Dalglish, Rangnick, Frankie eða hvern annan sem er.

    Þetta er nefnilega ekki alveg augljós staða (eftirleikurinn þ.e.a.s.). Og meðan svo er, er ómögulegt fyrir þá að vera að lýsa því yfir að Hodgson sé á leið út (sem ég held að liggi í augum uppi) – það myndi fara alveg með þetta.

  10. Henry og félagar þurfa að koma með einhvern mjög sterkan leik afar fljótlega ef þeir vilja ekki fá mjög stóran skerf stuðningsanna liðsins uppá móti sér. Ég er allavega einn af þeim sem er ekki vinur þeirra í augnablikinu, Það má vel vera að þeir séu bara að taka sér tíma í þetta en ef maðurinn verður ekki látin fara í dag sem ég tel reyndar engar líkur á að gerist þá verða þessir menn að koma fram og segja eitthvað finnst mér.

    Ha bíddu er leikur um helgina? alveg búin að gleyma því. Við getum í besta falli látið okkur dreyma um jafntefli og náð fram öðrum leik á Anfield sem vonandi færi fram með annan mann í stjórastólnum. Mér er meinilla við það að detta útúr einu alvöru keppninni sem liðið á eftir í vetur og vonast því eftir þessu kraftaverkajafntefli á sunnudag.

  11. fyrir hvað stendur FSG nákvæmlæega?

    Fenway Sports Group

    Annars er ég ekki sammála því að United úti sé slæmur vettvangur til að hefja störf hjá félaginu, sama hvernig fer þá getur nýr stjóri ekki tapað miklu þar því enginn fer að kenna honum um ef við töpum og hann fær hrósið ef við vinnum…sem við gerum á sunnudaginn, sama hver stýrir.

  12. Mæli með að menni horfi á viðtalið við Barnes og Keegan hér http://www.youtube.com/watch?v=ylFyGBX7X60 .
    Eitt þurfa menn að vita. Aðdáendur sem mæta á völlinn og eiða meiri tímanum í að búa á þjálfarann eða bara yfirhöfuð sýna liðinu engan stuðning í verki eru ekki aðdáendur. Menn þurfa ekki að mæta á völlinn og vera með leiðindi svo að eigendurnir fatti að það gengur ekki vel hjá liðinu eða að þjálfarinn fatti að menn séu ekki að standa sig. Þeir eru ekki vitlausir. Ef að Liverpool fær þann stuðning sem það á skilið á sunnudaginn þá á United enga von. Ef það verður engin stuðningur við liðið getum við gleymt þessu. Hver heilvita maður sem hefur stígið inn á fótbolta völl þar sem að það er eitthvað að keppa um vita hversu mikilvægur góður og strekur stuðningur úr pöllunum er.

  13. Ég vill nú þakka aðstandendum síðurnar fyrir frábæra vinnu og einnig þeim sem taka þátt í umræðunum hérna inni. Ég er eiginlega hættur að skanna netið í von um að finna eitthvað bitastætt og held mig við það að Refresha kopi.is endalaust yfir daginn á dögum eins og í gær. Reyndar flest alla aðra daga

  14. RH mætir á Old Trafford…Rúllar yfir sinn gamla vin 0 – 3 og fer svo og segir starfi sínu lausu.

  15. Phil Thompson er eini fyrrverandi leikmaður Liverpool sem hefur þorað að segja hreint út, enda með bein í nefinu (staðfest), að best sé að leiðir skilji hjá Hodgson og Liverpool. Mig minnir að þessar gömlu hetjur hafi margar hverjar verið fljótar til að gagnrýna Benitez.

  16. @ Kristján Atli

    Hver hefur almennt verið aukning inn á þessa síðu frá í fyrra ???

    Hvað komu að meðaltali margir hér inn í jan 2010 á móti í dag ???

    Takk fyrir frábæra síðu og heilt yfir málefnalega umræðu.

  17. MW (#19) – Þakka hrósið. Fyrir rúmu ári síðan fengum við um 2.400 heimsóknir á dag og 4.300 síðuflettingar alls. Ég gæti vel ímyndað mér að þær tölur hafi þess vegna tvöfaldast síðan þá, allavega ef eitthvað er að marka vöxt í ummælafjölda og það hversu mikið meira áberandi síðan virðist vera orðin. Annars sér Einar Örn um þessi mál, við skiptum með okkur verkum, saman vitum við allt en þetta er eitt af því sem hann veit. :p

  18. Veit ekki hvort þið hafið séð þetta en þetta er a Liv, klubburinn á íslandi 07.01.2011 08:01 | Heimir Eyvindarson
    Ekkert nýtt í stjóramálum
    Leit Liverpool að framtíðar eftirmanni Roy Hodgson hefur ekki enn borið árangur. Það mun vera megin ástæða þess að Hodgson hefur ekki enn verið rekinn.

    BBC og fleiri virtir miðlar sögðust í gær hafa fyrir því traustar heimildir að eigendur Liverpool væru staðráðnir í að segja Roy Hodgson upp á næstu dögum. Tony Barrett blaðamaður The Times, sem þykir vel að sér um málefni Fenway Sports Group, segir að leit eigendanna að framtíðar eftirmanni hafi ekki enn borið árangur og þess vegna sé Hodgson enn við stjórnvölinn á Anfield.

    Sömu heimildir herma að eigendurnir séu ekki ýkja hrifnir af því að fá stjóra til starfa tímabundið, en árangur Hodgson og samband hans við stuðningsmenn félagsins geri það þó að verkum að þeir velti þeim möguleika alvarlega fyrir sér þessa dagana. Nafn Kenny Dalglish hefur fyrst og fremst verið nefnt í því sambandi, en Phil Thompson mun einnig koma til greina í starfið.

  19. Hehehe ekkert lítið bein heldur jónsi 🙂

    En ég tel að það sé alveg öruggt að Hodgson muni sitja út United leikinn, Sammy Lee er ekki að fara að taka þetta að sér á meðan. Svo er Blackpool úti 12. jan og ég er alveg handviss um að það sé síðasti leikurinn sem að Roy stýrir okkur.´Blackpool búnir að koma skemmtilega á óvart í vetur og ég er ansi hræddur um það að þeir hirði 6 stig af okkur í vetur.
    Menn eru gjörsamlega bugaðir þarna inni á vellinum og það er ekkert að fara að breytast nema að við fáum inn nýjann stjóra, framherja, kantara og varnarmann.

    En talandi um nýja stjóra þá vill ég sjá Rolf Rangnick sem að er búinn að gera frábæra hluti með Hoffenheim, hefur að vísu haft mikinn pening til leikmannakaupa, en hann ætti að geta keypt eitthvað hjá okkur. Vonandi að hann fengi þá Gylfa bara með sér 🙂

    -Jurgen Klopp er búinn að færa þetta Dortmund lið uppí gjörsamlega nýjar hæðir og það má eiginlega segja að þeir séu búnir að vinna deildina núna í Janúar. Hann er að ná ótrúlegum árangri með ekki betra lið en þetta.

    Andres Vilas Boas er ungur portúgali sem að var hægri hönd José Mourinho bæði hjá Chelsea og Inter og tók síðan við Porto liðinu. Ekki búinn að tapa leik í deildini og ég er gríðarlega hrifinn af þessum gæja og væri eiginlega mest til í að sjá hann hjá okkur. Hugsa að hann sé clone af Mourinho og ekki væri slæmt að fá alvöru sigurvegara loksins til okkar.

  20. Sælir þjáningabræður.

    Held Óli G (nr. 12) hafi hitt á nákvæmlega rétta punktinn. Það er í sjálfu sér ekkert mál að reka Destroy, utan þess að það þarf að greiða honum feitt vegna starfslokasamnings. Vildi að RH fattaði sjálfur að gera hið eina rétta og segja upp sjálfur og fara með einhverja sjálfsvirðingu í burtu og peninga í poka.

    Vandamálið liggur í hvað svo ? Á að ráða einhvern til að taka við liðinu fram á vor eða reyna finna rétta eftirmanninn strax ? Þar liggur hundurinn grafinn.

    Það þarf enginn að velkjast í vafa um að eigendur félagsins eru fyrir löngu búnir að afskrifa RH og þetta tímabil. Til þess fengu þeir m.a. Damien Comolli til að hafa umsjón/stjórna leikmannakaupum. Eigendurnir hafa ætlað að gefa sér tíma til að finna rétta framtíðarþjálfarann. Einhvern sem hugsaður var til marga ára til að byggja upp, en það er það sem þarf. Þeir þjálfar eru hins vegar ekki á lausu í janúarglugganum. Þess vegna hafa eigendurnir verið að vona að RH næði að halda sjó út veturinn og skila líðinu í evrópusæti og ef allt gengi að óskum hugsanlega meistaradeildarsæti. ..

    Þetta hefur ekki gengið eftir eins og við vitum og því eru þeir komnir í vanda. Þögn þeirra hefur af einhverjum hér á spjallinu verið túlkuð sem skeytingarleysi og ekki sé verið að hlusta á okkur. Held að þetta sé ekki rétt túlkun. Held að það sé verið á fullu að vinna í málinu bakvið tjöldin og lausnin verði tilkynnt þegar hún er tilbúinn. Svipað og þegar þeir keyptu félagið. Það hafði enginn heyrt á þá minnst fyrr en tilkynnt var um kaupinn. Held bara að þeir hafi nú lent í aðst?ðum sem þeir áttu ekki von á að lenda í. Vinnan þeirra í vetur hafi meira snúist um að finna eftirmann RH sem tæki við í vor.

    Ég fyrir mitt leyti er sáttur við þessi vinnubrögð sem eru afturhvarf til fortíðar þegar málin voru leyst innan stjórnar, í stað fjölmiðla. Vera kann að sá tími sé liðinn en ég er þess fullviss að þeir hafa ekki setið í vetur og borað í nefið á sér og sé allveg sama þótt gengi liðsins hafi hrapað hraðar en hlutabréf í íslenskum bönkum. Þvert á móti er ég eins og áður segir viss um að það sé búið að skrifa upp lista með alvöru framtíðarþjálfurum sem verið sé að vega og meta hver henti best fyrir framtíð LFC.

    Nú er staðan sú að þeir verða að gera eitthvað strax. Verður að reka RH og fá einhvern til að taka við fram á vor. Einsýnt að árangurinn gæti ekki orðið verri. Hver sá maður er veit ég ekki en einhvern veginn finnst mér að Daglish hljóti að koma til greina. Hann á að hafa viljað taka við í vor þegar meistari Benitez var rekinn og hann ætti því að vera tilkippilegur að koma félaginu til hjálpar á raunastund. Hins vegar finnst mér að hann sé ekki sá maður sem muni stjórna til framtíðar. Sé það ekki fyrir mér en svo getur vel verið að hann búi enn yfir töfrum.

    Og þá gæti komið annar vandi. Hvað ef Daglish reynist svo farsæll og liðið fer að spila eins og englar. Þá gæti orðið erfitt að segja við hann, takk fyrir hjá?pina og ráða svo einhvern annan til að taka við !

    Það má ekki gleyma því að ráðning þjálfara á sér yfirleitt langan aðdraganda, tala ekki um þegar verið að ráða toppmenn sem eru þegar fyrir í góðri stöðu (vísa þá til margra þeirra nafna sem hafa verið nefnd). Þá tekur tíma að sannfæra menn um að það sé rétt move að segja upp vinnunnni og koma til LFC í óvissuna. Það þarf að fá þeirra félag til að samþykkja að sleppa þeim osfrv. Þessi vinna kann að vera byrjuð og er mjög líklega hafinn. Er Daglish eða einhver annar tilbúinn að koma og leika björgunarmann fram á vor vitandi það að einhver annar taki svo við keflinu í vor ?

  21. Er virkilega Coyle efstur á óskalistanum hjá FSG.

    http://www.mirrorfootball.co.uk/news/Bolton-s-Owen-Coyle-tops-Liverpool-shortlist-to-replace-Roy-Keane-article665949.html?utm_source=twitterfeed&utm_medium=twitter

    Liverpool want Bolton boss Owen Coyle to replace Roy Hodgson, according to reports.

    Stories claim the former Burnley manager has shot to the top of the Anfield shortlist after Marseille boss Didier Deschamps and former Barcelona coach Frank Rijkaard ruled themselves out.

    Coyle has won admirers for an attractive style of passing football at Bolton, where predecessors Sam Allardyce and Gary Megson were noted for the direct play.

    Hodgson is believed to be expecting the sack after Sunday’s FA Cup third round tie at Manchester United and is even claimed to have made a farewell speech to players after their midweek defeat at Blackburn.

    Ég get ekki sagt að ég sé mikið spenntur fyrir þessum þjálfara hjá Bolton.

  22. Tek undir hrós KAR fyrir umræður síðustu daga, þetta spjallborð fer bráðum að verða hálfgert meðferðarúrræði í deprímeringu manns yfir því hvernig allt gengur.

    Ég hlakka mikið til blaðamannafundarins í dag, ætla að refresha twitter hratt þar. Ef að Hodgson situr fyrir svörum (er enn ekki 100% viss um að hann sé í starfi) verður hann að vera auðmjúkur og leggja það hreint fyrir að hann sé að fara á Old Trafford til að vinna og þar með öðlast tiltrú einhverra aftur. Ég aftur á móti held að hann geri það ekki, því hann veit að þetta er búið….

    Aðeins um “eldri” hetjurnar okkar, sem ég auðvitað elska. Keegan, Barnes, McManaman, Kennedy og þeir sem vilja halda Hodgson áfram eru að misreikna eitt. Þetta er ekki umhverfið eins og það var á áttunda eða níunda áratugnum. Bill Shankly stjórnaði Liverpool í 7 titlalaus ár. Var ekki rekinn og aldrei minnst á það. Í nútímanum er í alvöru verið að tala um að Ancelotti verði rekinn frá Chelsea, sem urðu tvöfaldir meistarar Í FYRRA!!!

    Ég man eftir því að við töpuðum einu sinni 4-0 fyrir Coventry undir stjórn Joe Fagan og stuttu síðar heima fyrir Úlfunum. Auðvitað var maður svekktur, en þá voru ekki 50 blaðamenn að arga á blóð út í eitt. Með allri virðingu þá eru Keegan og Barnes auðvitað að tala fyrir því að ekki eiga að reka stjóra, m.a. út af þeirra eigin stjóraferli. McManaman og Kennedy vita einfaldlega ekki hvað verið er að ræða um.

    Phil Thompson hefur langt í frá verið minn uppáhaldspenni eða spekingur, en mér finnst grein hans vera hin fullkomlega rétta í dag. Það er svo einfalt að Roy Hodgson, LFC og Fenway Sports Group er einfaldlega ekki að ganga saman og það er því bara ein leið til. Slíta samstarfinu nú þegar, en ekki bíða fram á vor þegar öllum er ljóst að það er engin framtíð í samstarfinu. Þeir sem hafa þjálfað eða verið að spila við slíkar aðstæður þekkja þetta held ég, ég er á því að þessi vonleysistilfinning sé af sama meiði alls staðar, bara mismunandi stærð eftir félagi og deild.

    Þá er það, hver á að taka við? Ég sveiflast mikið þar, myndi þó bara taka klassíkina á þetta og láta Sammy Lee stjórna á OT. Jafnvel láta hann stjórna liðinu í Blackpool líka en stefna á nýjan stjóra um næstu helgi gegn Everton, allavega ef verið er að ræða um Dalglish.

    Svo er það málið eitt sem mér þætti gaman að heyra ykkar skoðanir á. Eigum við að “bíða” þangað til sá sem við viljum “er tilbúinn” að taka við. T.d. Boas eða Klopp?

    Ég segi nei. Liverpool Football Club er þekktara lið en flest í Englandi og í raun í Evrópu. Að mínu viti á fyrsta spurningin í öllum starfsmannaviðtölum að vera. “Ertu tilbúinn að koma nú þegar til Anfield og byrja að byggja upp?”

    Þeir sem segja “nei” eiga ekki að fá fleiri spurningar. Ekkert “nei, ekki núna heldur 2014”, eða jafnvel “nei, ekki fyrr en í sumar”, hvað þá “nei, ekki nema ég fái pening”. Það veit nú allur fótboltaheimurinn hvert verkefnið er, að endurreisa einn stærsta, ef ekki stærsta, sofandi risa heimsins og þar þarf mann með pung og bein í nefinu.

    Þess vegna er ég núna að sveiflast frá því að ráða tímabundið í starfið. Ég held að FSG og Comolli viti hvert þeir vilja fara og ef þeir þurfa að skipta um stjóra er bara kominn tími á það að þeir segi hvert þeir stefna og fá mann með sér sem fer 100% í það verk við þær aðstæður sem þeir bjóða uppá. Ekki síst að hreinsa til í leikmannahópnum á miskunnarlausan hátt!

    Það er allavega mín skoðun, við þurfum mann sem ÞRÁIR starfið hjá okkur. Auðvitað fækkar það þeim sem sækja um starfið en það er mér skítsama um. Þú ert ekkert að þjálfa Dortmund, Porto, Bolton eða Brann ef að Liverpool spyr um þig…

    Eða er það nokkuð?

  23. Þú ert ekkert að þjálfa Dortmund, Porto, Bolton eða Brann ef að Liverpool spyr um þig…

    Svipaður punktur og ég var að reyna að koma með hérna um daginn í samtali við Grezza. Þetta er ekkert flókið og ég er mjög sammála þér Maggi að þeir sem þurfa eitthvað að hugsa sig um eða óska eftir að bíða þar til tímabilinu líkur eiga þar með að hafa stimplað sig út úr kapphlaupinu um stjórastöðu Liverpool.

    Hvað Owen Coyle varðar þá er hann töluverð áhætta og erfitt að gera sér grein fyrir því hvort hann höndli þessa pressu. En hann stendur fyrir fótbolta sem ég væri frekar til í að sjá á Anfield heldur en það sem boðið er uppá í dag og mig grunar að hann geti lífgað gríðarlega upp á leikgleði núverandi leikmannahóps.

    Það er sama hver kemur inn, það er alltaf áhætta og mikil óvissa sem fylgir, en Owen Coyle sem gerði kraftaverk með Burnley og er búinn að snúa Bolton heilan hring á örskömmum tíma er ekkert minna spennandi kostur fyrir mér heldur en t.d. Rangick, Klopp eða hinn 33 ára gamli Boas. Ekki frekar en Dalglish sem yrði bara tímabundið. (Tek fram að það er ekki langt síðan ég heyrði af þessum mönnum (utan KD auðvitað).

    Eins og staðan er núna myndi ég allavega taka honum, Coyle fagnandi þó við þyrftum kannski ekkert að gera 5 ára samning við hann strax neitt.

  24. Án þess að blanda mér í smáatriði umræðunnar, enda koma mér þau ekki við þá langar mig að velta einu upp. Flest ykkar sem eru á Twitter fylgjast vonandi með Tor-Kristian Karlsen, einum skarpasta boltatístaranum http://twitter.com/#!/karlsentk
    Hann benti um daginn á þá staðreynd að CEO hjá stórfyrirtækjum eru yfirleitt ráðnir með margra vikna eða mánað leit og undirbúningi. Í boltanum þykir langt ef þetta tekur 2 daga (sjá t.d. að það er strax búið að ráða Paul Jewell til Ipswich). Hvort skyldi nú skila betri árangri?
    Ein að skárri rökunum með fótboltaaðferðinni er að vísu sú að stjórnir eru oft búnar að hafa auga á sínum mönnum lengi og búnir að hafa samband (sem auðvitað er gegn reglum). Það þarf enginn að segja mér að það hafi fyrst verið hringt í Jewell í gærkvöld.

  25. Eins og ég sagði hérna í gær þá er þetta einmitt málið held ég: Former Assistant Manager Thompson said he hoped the Reds could a strike a deal with Hodgson which allowed him to leave the club with dignity after trying his best in the face of an array of problems.

    Það er verið að tala við Hodgson sem neitar væntanlega að segja af sér. Eðlilega. Hann vill verða rekinn ef hann á að fara. Annars er hann að stökkva frá borði. Auðvitað gefst hann ekkert upp. Nú er eflaust verið að reyna að finna bestu leiðina til að hann fari, tala við hann og ýmsa fleiri, gera starfslokasamning osfv.

    Ég er ekki í neinum vafa um að hann fer mjög fljótlega, það sé búið að ákveða það, það þarf bara að finna rétta leið til þess.

    Þá á líka eftir að finna eftirmann, það er brjálað að gera á Englandi í janúar og þetta hreinlega tekur tíma. Menn geta heldur ekkert bara stokkið frá liðunum sínum eins og ekkert séð. Það er eflaust verið að líta í kringum sig, en þetta er ekkert eins og að skipta um ljósaperu. Við þurfum að vera þolinmóðir, þetta hefst allt.

  26. BBC: Hodgson clings to Liverpool job.

    BBC segja að Hodgson haldi starfinu um sinn eftir að stjórnin og eigendur hafi borið saman bækur með röð símtala í gær en enga ákvörðun tekið í kjölfarið.

    Hann stýrir liðinu því gegn United um helgina, framtíðin óráðin eftir það.

  27. Það gat svo sem verið, andskotinn hafi það.
    En eitt annað sem mér finnst vera frekar fáranlegt er að í janúnar mánuð þegar leikmannaglugginn er opinn þá fer Dalglish bara í frí til Dubai að leika sér og kemur ekki fyrr en í næstu viku einhverntímann.
    Er hann ekki að aðstoða við að finna leikmenn fyrir Liverpool og taka ákvarðanir um hverjir verða keyptir til liðsins.

  28. Hvernig væri að menn hættu svo hræsninni og færu raunverulega að fylgja þessum orðum sem við flöggum svo ótal oft, you never walk alone?

    Menn eru tilbúnir að henda einu YNWA í hvert skipti sem vöðvi tognar á okkar ástkæra Anfield en þegar það á að leiða aldraðan mann til slátrunar, sem er augljóslega ekki hæfur fyrir vinnuna, þá má bara skera hann á háls.

    En hvað átti RH að gera, segja nei þegar honum bauðst starfið? Að RH sé í stjórastöðinni hjá okkur, bæði upprunalega og að hann sitji ennþá í starfi er engan veginn honum að kenna.

    YNWA gildir ekki einungis eftir hentugleika, menn ættu að rifja upp raunverulega þýðingu þessara orða.

    Koma svo.

  29. Insúa er að halda uppá 22 ára í dag, vona að hann haldi uppá 23 ára afmælið sitt í Liverpool.

  30. Ásmundur 35, það var einhver sem benti á að það Hamborg sé í æfingaferð í Dubai og Kenny sé þar aðp fylgjast með og jafnvel ræða við þá um Elia.

  31. MSG þetta er alveg rétt hjá þér en ég vill samt benda á það að mér finnst Roy Hodgson aldrei hafa sýnt að hann sé Liverpoolmaður, hefur sagt og gert flest allt vitlaust. Hann veit ekki hvernig hjártað í Liverpool slær. Eins og ég las einhverstaðar, Roy Hodgson talar 5 tungumál en hann talar ekki scous-ísku

    p.s. það er búið að cancela blaðamannafundinum í dag

  32. Það er búið að aflýsa blaðamannafundinum ! Hodgson ætlar bara að tala við LFCtv !

  33. Ég er sammála Magga númer 27, okkur vantar klárlega manager með pung í nefinu!

  34. Ég veit ekki með ykkur… en ég er að missa trúnna á þessu NESV dæmi.
    Þeir virðast ekki sjá það sem allir sjá…

    Trúi ekki að við séum að lenda í öðru eins rugli og með Gillet & Hicks. Mér er alveg sama þótt NESV myndu gefa 100m punda í leikmannakaup í janúar. Hvað græðir þjálfari sem spilar “kick & run” fótbolta á því að hafa 30 milljón punda stórstjörnur í sínu liði?

  35. Ég túlka það bara þannig að hann hafi ekki viljað svara spurningum blaðamanna, heldur setur bara það sem hann vill segja á LFCtv óáreittur. En það er bara mín túlkun

  36. Það væri ekki verra ef menn myndu setja inn linka þegar menn koma með svona fréttir.

  37. Það eru allir áreiðanlegustu miðlarnir á Twitter að segja þetta, Twitter er alltaf langt á undan fréttasíðununum þannig það kemur ekki línkur strax.

    1. Maggi
      “Þú ert ekkert að þjálfa Dortmund, Porto, Bolton eða Brann ef að Liverpool spyr um þig…”
      Ég og Babú vorum akkurat að ræða þetta um daginn í öðrum þræði og ætla ég að nota aðeins svörin mín þar. Ég get ekki sagt annað en að mér finnst þetta ótrúleg einföldun að vissu marki.

    Ef að Liverpool getur ekki fengið betri þjálfara en Hodgson, betri leikmenn en Jovanovic, Konschesky og Poulsen sýnist mér að Liverpool sé ekki eins stórir og eftirsóttir vinnuveitendur eins og þeirra ástkæru stuðninsmenn vilja halda. Það sem ég er að reyna að segja að ef samkeppni er um leikmenn eða þjálfara, haldið þið virkilega að þeir kjósi Liverpool út af einhverri fornri frægð, frábærri sögu, bítlunum, velli, stuðninsmannasöng eða einhverju álíka ? Að mínu mati er mannskeppnan því miður ekki svo einföld, það verður að borga sambærilega eða meira en hin topplið í englandi og evrópu.

    Það á eftir að koma í ljós hvað nýjir eigendur ætla að setja mikla peninga í verkefnið og því svolítið óljóst hvað verður. En akkurat í dag er ég ekki svo viss um að Liverpool geti auðveldlega borgað nægilega vel til að sannfæra lið og leikmenn til að yfirgefa stórlið í evrópu. Ef að þú vilt leikmann frá Bolton þarf að borga meira en Bolton. Í tilfelli Porto, sigursælasta liði Portúgal (td með fleirri deildartitla heimafyrir en Liverpool í englandi) og nánast alltaf í 16.liða úrslitum í meistaradeildar, með heimavöll sem tekur 52 þús þarf væntanlega að borga meira en þeir gera og líklega er leikmaðurinn einni dýrari fyrir vikið. Eins er Dortmund í dag eitt best spilandi lið í evrópu í dag, með marga mjög unga og spennandi leikmenn, frábæra þýska stemmingu á stærsta velli í þýskalandi sem tekur rúm 81 þús og ótrúlegt ef þeir verða ekki í toppbaráttu bæði heimafyrir og í evrópu á næstu árum.

    Það er s.s að mínu peningarnir sem ráða því að mestu hvert leikmennirnir fara, en ekki forn frægð.

  38. Það er sniðug ákvörðun að fresta blaðamannafundinum, að mínu mati. Blaðamenn hefðu ALDREI látið vera að spyrja um yfirvofandi brottrekstur. Þetta hefði orðið að sirkus.

    Úr því að búið er að ákveða að hann stýri liðinu gegn Man Utd á hann að fá að skapa sér vinnufrið og gera allt sem hann getur til að koma liðinu í stand fyrir þann erfiða og mikilvæga leik. Við verðum að styðja hann í því og því er ég sammála, það er rétt ákvörðun að spara honum sirkusinn í kringum fjölmiðlana í dag.

  39. 44

    Ég á hinn bóginn er að fá mikla trú á NESV/FSG. Ég held að það sé alveg á hreinu að Hodgson verði látinn fara en hinsvegar ekki fyrr en hinn rétti eftirmaður er fundinn. Það er að mínu mati góð vinnubrögð. Eins og ég hef áður sagt þá held ég að vinnubrögð af þessum toga séu þar að auki eitthvað sem muni eiga sinn þátt í að heilla nýjan mann í starfið.

  40. Það er búið að aflýsa blaðamannafundinum ! Hodgson ætlar bara að tala við LFCtv !

    Þetta er afar skiljanlegt held ég og í raun bull að láta manninn fara á blaðamannafund eins og staðan er núna ef hann á að stýra liðinu um helgina á annað borð. Sérstaklega þar sem hann hefur enn ekki fengið stuðningsyfirlýsingu frá FSG.

    Ég er eins og aðrir hundfúll með að ekki sé búið að reka Hodgson og hélt að það hlyti að verða þeirra fyrsta verk. En það fer ekki mikið í taugarnar á mér að FSG menn eru ekkert að útvarpa sínum skoðunum eða hugsunum í fjölmiðla sí og æ heldur vinna í hljóði. Vonandi bara að þeir fari að skera á þennan hnút sem allra fyrst.

  41. Dan Roan, blaðamaður hjá BBC á Twitter:

    LFC tell me Hodgson press conference cancelled due to “ongoing media speculation about manager’s position. Club wants focus to be on game”

  42. Maður er búinn að sveiflast til og frá í þessu máli öllu…

    Vil ég Hodgson burt? Að sjálfsögðu, helst í fyrradag. Öll hollering á klúbbnum er þannig að staðan fyrir hann er algerlega vonlaus. Ég meina… hvað þyrfti RH að gera til að við myndum sættast við hann? Taktíkin hjá RH var greinilega að byggja upp klúbbinn á einhverjum árum og láta Rafa vera nokkurs konar “fall guy” Mistkin hjá RH eru ótal. Hann vanrækir grunnatriði leiksins, ég hef ekki flett ennþá upp tölfræðinni en þarf þess varla til sjá hvernig sendingagetan er orðinn, eins nýting á opnum svæðum á vellinum, varnarmenn eru ekki einu sinni að nota skrokkin lengur rétt í hreinsunum úr teig. Þegar sjálfur fótboltinn er skoðaður er dómurinn um RH mjög einfaldur. Það er allt í rusli og drasli.

    Það sem er eiginlega verra, ef það er hægt, er öll framkoma RH og “attitjút” RH áttar sig ekki á sögunni, og hvað Liverpool yfir höfuð er. Liverppol er risa risa risa stór klúbbur. krafa og markmið klúbbsins eru og eiga að vera aðeins eitt: Sigur! Þetta virðist RH barasta alls ekki skilja. Talar um að það þurfi heppni á móti liðum eins og Bolton og Blackburn, að ef hlutinir hefðu farið svona og svona hefði þetta og hitt getað farið hins veginn. Algerlega óásættanlegt. RH skilur ekki af hverju viðbrögðin við tapleikjum eru jafn hörð og þau í rauninni eru. Ótalmargir fatta ekki okkur púllaranna og tala um að við lifum í einhverjum draumaheimi og hvað og hvað ekki. Kannski er það rétt, hvað veit ég?

    En allir stjórar hjá LFC þurfa að starfa í þessum draumaheimi, þú breytir ekki veröldininni með því einu að segja satt, það er því miður ekki þannig. Við viljum sigur ALLTAF. Þannig ER það og þannig Á það að vera. Roy skilur þetta ekki. sennilega fyrsti stjóri í sögu LFC sem ekki skilur þetta.

    NESV/FSG er auðvitað vorkunn að leysa úr þessu. Það er yfirleitt “poor managment” að hlaupa til og reka allt og alla. ÞEir eru jú fyrst og síðast að reka fyrirtæki, eins mikið og mig svíður að RH skuli vera þarna ennþá, þá hef ég það á tilfinningunni að það sé verið að hafa vit fyrir mér. Ég er ennþá ekki sammála þessari nálgun (ég er blóðþyrstur aðdáandi) en ég skil hana.

    Svo er það bara áfram veginn strákar… MUFC á sunnudaginn og krafan er skýr.

    Þetta kemur allt. Ef það rignir í Biskupstungum í dag þá rignir yfirleitt í Hrunamannahreppi á morgun. Em andskotinn hafi það ætlar ekkert að stytta upp???

    YNWA

  43. Enn og aftur erfiðir tímar hjá okkur Liverpool mönnum.
    Ég verð þó að segja að trú mín á nýju eigendurnar er enn til staðar og þeir hljóta að vera að vinna á bak við tjöldin og finna nýjan stjóra til að stýra liðinu, hvort heldur tímabundið eða til framtíðar. Einu áhyggjur mínar eru þær að nú er leikmannaglugginn galopinn og við vonandi að leita eftir sterkum leikmönnum. Þetta hlýtur að vera svolítið flókin staða, hvernig á að sannfæra leikmenn um að koma til liðsins ef ekki er vitað hver kemur til með að stjórna liðinu í framtíðinni.

    Hvernig haldið þið að fjölmiðlasirkusinn hefði verið ef G&H (eða hvað þeir hétu nú gömlu eigendurinir) hefðu verið við völd?
    Vona að gamli góði Liverpool andinn sé aftur kominn, tekist á í reykfylltu herbergi, fundin lausn og hún síðan tilkynnt fjölmiðlum og allir sáttir.

    Takk fyrir frábæra síðu. Kem hér inn oft á dag til að fylgjast með því nýjasta sem er að gerast í klúbbnum.

  44. Verð að segja að ég skil ekki afhverju FSG eru ekki löngu búið að ljúka sambandinu við Roy Hodgson… Finnst það óvirðing við mannin þegar alheimur veit að hann er “dead man walking” og á sér eflaust ekki viðreisnar von sem þjálfari LFC.

    Liverpool getur alveg verið þjálfaralaust um einhvern tíma, leyft Sammy Lee að stilla upp liðinu.

  45. held að engum sé greiði gerður með blaðamannafundi á þessu stigi

    NESV er væntanlega ekki búið að reka hann núna því eftirmaðurinn er ekki fundinn og erfitt að fá þjálfara á þessum tímapunkti, fáir stjórar á lausu og gæði þeirra mismikil. Vinsælt er að bendla Rangnick við Liverpool þessa dagana, en hans afrek er að fara upp neðrideildirnar í Þýskalandi með Hoffenheim og alla leið upp í Bundesliguna og festa þá þar í sessi. Mér skilst að hann hafi verið bakkaður upp af auðkýfingi, það er hægt að nefna hliðstætt dæmi í Kevin Keegan sem hefur gert svipað með Newcastle, Fulham og City. Það er farið upp um deildir með lið þar sem hann hefur fengið að kaupa allt sem hreyfist. Lið hans spila leiftrandi sóknarbolta líkt og sagt er um lið Rangnick, og meira að segja orðið “haustmeistari” í úrvalsdeildinni líkt og Rangnick.

    Nú er ég ekki að gera lítið úr árangri Rangnick en mér finnst skorta titla í safnið hans, þess vegna er ég ekki sannfærður um ágæti hans. Keegan hefur gert hliðstæða hluti á Englandi (farið með lið upp neðrideildirnar og upp í PL) og Rangnick í Þýskalandi en samt mundi örugglega enginn vilja fá hann sem stjóra Liverpool í dag. Tek það að lokum fram að ég hef aldrei séð heilan leik með Hoffenheim undir stjórn Rangnick þannig að þetta eru töluverðir fordómar hjá mér, bara skoðun mynduð af því sem ég hef lesið mér til um kappann.

  46. Ég er nú bara ennþá orðlaus að Roy skuli hafa verið ráðinn til Liverpool, afrekaskráin hjá honum segir manni það að hann á ekkert erindi í stóran klúbb eins og okkur. Á sínum tíma var ég orðinn mjög leiður á Rafa og öllum sirkusnum í kringum hann og fyrrum eigendur og studdi það að hann færi en óboj ég ætlaðist til að fá einhvern með pung og bringuhár. Ég trúi ekki öðru en Henry og félagar séu að vinna vinnuna sína og styð þá heilshugar enn sem komið er. Vitum að Roy verður rekinn en það þarf bara að hugsa aðeins fram í tímann. Ég vona að þeir ráði einhvern erlendan varanlega þannig að uppbyggingin geti hafist. Ég held að það sé mun skárri kostur en að fá einhvern tímabundið og skipta svo aftur í vor. Varðandi leikmenn sem hugsanlega myndu koma til okkar í framtíðinni held að væri lítið aðdráttarafl fyrir okkur ef O´Neill eða Coyle væru stjórar, eins hefur það ekki verið aðlaðandi að koma til okkar með fyrri eigendur og allt vesenið í kringum þá, og hvað þá eftir að Roy kom. Með nýjum stjóra og nýjum eigendum er ég mun bjartsýnni á framhaldið en verið hefur. Svo þarf að rífa upp stemmninguna og drápseðlið í leikmönnum. Liverpool á að sækja af fullum krafti þó að við séum 1 eða 2 eða 3 mörkum yfir sem gerist æ sjaldnar. Með von um bjarta framtíð.

    ps: Af gefnu tilefni tek ég fram að þó svo að ég nefni orðið drápseðli er ég ekki að tala um að neinn sé drepinn.

  47. Urmull!! Ég er sammála.

    Like á kop.is Þið eruð að standa ykkur vel.

  48. Var að klára að lesa innleggið sem Matti bendir einmitt á…

    ÞEtta er með því áhugaverðasta sem ég hef lesið og er algjört möst fyrir alla að lesa vel í gegnum.

  49. Tek undir með Mumma. Matti bendir á frábæran tengil í ummælum #61. Það er erfitt að lesa þetta og vera ósammála svo mikið sem einu orði, hvort sem heimildir þess sem skrifar eru uppspuni eða ekki.

    Ef Purslow, undir skipunum Hicks & Gillett, fékk sjúkraþjálfarana til að ljúga að Rafa sl. vor að Torres væri heill þegar hann var það ekki er það grafalvarlegt mál. Ef það er eitthvað til í þessu skal engan undra þótt Torres sé ekki beint að elska klúbbinn þessi síðustu misseri.

  50. Frásögnin um Torres og meiðsli hans er svakaleg.

    Mér þykir þetta trúverðugt. Þetta passar allt við stemminguna í klúbbnum síðasta ár.

  51. Að missa trúna á nýju eigendum Liverpool á þessum tímapunkti finnst mér skrítið, þvert á móti sé ég ekki betur en menn séu næjanlega gáfaðir til að vera ekki að taka skyndiákvarðanir með svona mikilvægan hlut eins og að henda út stjóra og ráða einhvern í skyndingu.

    Ég vil ekki sjá RH áfram sem stjóra enda er maðurinn alveg clueless, en það þýðir heldur ekki að bara einhver geti komið og snúið öllu til betri vegar.

    Ég fæ ekki betur séð en að þetta tímabil sé nánast ónýtt, þrátt fyrir að vera bara rúmlega hálfnað, það að vera í Evrópukeppni á næsta tímabili er meira að segja orðin fjarlægur möguleiki eins og staðan er í dag, því það eru nokkur önnur lið talsvert líklegri til að ná þeim sætum en við í augnablikinu. Það sem ég er að pæla er bara það að kannski, bara kannski er í ljósi stöðunar ágætt að horfa á þetta frá grunni, sætta sig við að missa af Evrópukeppni eitt tímabil á meðan að uppbyggingin fer fram.

    Það er alveg ljóst í mínum huga að með því að taka vel ígrundaða ákvörðun í ráðningu nýs þjálfara, ráða rétta manninn sem sættir sig við að þurfa að byggja upp nýtt lið, en fær á móti að móta liðið sitt sjálfur og skipta út mönnum gætum við fengið að lifa spennandi tíma fljótlega.

    Af leikmanna hópnum eins og hann er í dag er það aðeins Pepe Reina sem er að mínu mati ósnertanlegur, restin má fara þó að það virki kalt. Gerarrd og Torres eins og þeir geta verið stórkostlegir hafa bara ekki verið það í alltof langan tíma, og Torres sérstaklega virðist ekki hafa lengur neinn áhuga á því að spila í Liverpool treyjunni. Þetta er auðvitað algerlega óásættanlegt því leikmenirnir okkar bera auðvitað heilmikla ábyrgð á ástandinu eins og það er í dag.

    Eitt að lokum. Af hverju halda menn að RH verði frekar rekinn eftir komandi tap gegn Man Utd um helgina, heldur en að hafa klúðrað leikjum gegn lélegustu liðum deildarinnar?
    Ég skil þetta ekki, það er nefnilega ekkert óeðlilegt að tapa fyrir Man Utd (auðvitað leiðinlegt samt) hvort sem það er í deild eða bikar, en að spila með hangandi haus leik eftir leik gegn botnliðunum í deildinni er auðvitað bara út í hött.

    Peace out.

  52. Christian Purslow fær hrós fyrir sinn þátt í að koma Hicks & Gillett frá völdum í haust. Það verður aldrei tekið frá honum. En flest allt annað ætti hann að skammast sín fyrir. Frásagnirnar af þessu, hvernig hann gróf undan framkvæmdarstjóra Liverpool yfir rúmlega heilt leiktímabil, hvernig staðið var að því að reka Rafa (hugsið ykkur, jafnvel þótt það hafi verið rétt að reka hann, að við fengum bara fréttatilkynningu á meðan Rafa var ekki einu sinni í borginni (í sumarfríi) á meðan Houllier og Evans fengu að kveðja með því að stíga niður sjálfir á fréttamannafundi), afskipti hans af leikmannamálum sem Hodgson hefur sjálfur staðfest (ráðlagði honum að selja Lucas, Maxi, Skrtel og fleiri sl. sumar en Hodgson hlýddi ekki) og svo loks að því er virðist vanhugsuð ráðning á Hodgson sjálfum.

    Purslow, maður. Og miðað við flest sem maður les þessa dagana eru Gerrard og Carragher í svipuðum klíkuleik innan félagsins líka. Það vekur upp hjá manni þá spurningu hvort Gerrard (að verða 31 árs) og Carra (nýorðinn 33ja ára) verða ekki að hverfa á braut líka til að þetta lið geti loks byrjað að horfa fram á við undir stjórn nýs stjóra.

  53. Sem betur fer er það algjörlega eðlilegt að tapa fyrir Man.Utd !

    Takk Hafliði….Hvert á ég að senda United búningin ?

    🙂

  54. 61….. vá rosaleg sleggja. Þetta er eitthvað svo ótrúlega sannfærandi. Undirstrikar enn og aftur hvurslags helvíti RB var að eiga við.

  55. Las þennan tengil og mér finnst alltaf hættulegt þegar leikmenn verða of valdamiklir í félagi, líkt og Gerrard og Carragher eða Terry og Lampard. Maður hefur auðvitað heyrt meira af slúðri af Stamford Bridge þar sem þessir tveir hafa fengið að ráða miklu í samstarfi við Roman. Liverpool þjálfara sem hefur stjórn á þessu. Þetta er svipað syndrome og íslenska landsliðið hefur verið í.

    Haldiði að Man Utd væri enn í fremstu röð ef Ferguson hefði ekki sent mönnum tóninn þegar þeir urðu of stórir (Beckham, RVN og Keane)

  56. He he MW, eigðann bara sjálfur, en svona er þetta bara að mínu mati 🙁

  57. Þetta innlegg í #61 er magnað. Las það í lestinni áðan. Ef þetta er uppspuni, þá er þetta með ólíkindum vel saminn uppspuni, þar sem þetta passar ansi vel inní allt, sem ég allavegana hef heyrt og lesið um ástandið.

  58. Matti. Þú ert snillingur að grafa þetta upp!

    Nákvæmlega það sem hefur verið slúðrað um á vefsíðum og í spjalli frá sumri 2009 og ég hef verið að halda að hafi verið réttur skilningur. Gerrard er með þráhyggju fyrir því að vera CM, og það þó að menn eins og Houllier, Rafa og Capello vilji ekki nota hann þar. Hann og Carra voru þeir sem strækuðu á Rafa af hverju sem það var og þeir reyna nú að standa við bak Hodgson. Sáuð þið gargið hans Gerrard í leiknum á N’Gog í byrjun.

    Vandinn er sá að það er ekki auðvelt að finna sterkan mann í starfið sem er framundan, það að hreinsa vel til. Purslow, Carra og Gerrard þurfa klárlega að svara fyrir það sem gerðist sumarið 2009 og ef að sagan af Torres er rétt eftir höfð frá því í vor skil ég fullkomlega að hann sé pirraður enn í dag.

    Söguna af því hvernig Crouch sveik Hemma Hreiðars um að kaupa húsið hans hef ég heyrt áður og eftir öruggum heimildum.

    Skyldulesning, rotintunnan sem stjórnaði hlutum frá júlí 2009 – október 2010 olli skaða sem þarf að bæta, af öðrum en þeim sem sú rotintunna valdi til að stjórna. Eftir ÞEIRRA höfði.

    Alltaf verið morgunljóst að Steven Gerrard er ekki maður í CM í leikkerfinu 442. Til þess er hann of ákafur og óskynsamur varnarlega. Væri erfitt að finna þjálfara sem segir annað og ég fullyrði að yfir 99% þjálfara í heiminum myndu nota hann sem AMC í liði sínu. En Hodgson gerir það ekki því Gerrard heimtaði að fá CM hlutverkið hjá honum.

    Það sést alltaf best þegar rútineraður CM leikmaður eins og Meireles er settur út á kant til að koma Gerrard í sína stöðu…

  59. Það vekur upp hjá manni þá spurningu hvort Gerrard (að verða 31 árs) og Carra (nýorðinn 33ja ára) verða ekki að hverfa á braut líka til að þetta lið geti loks byrjað að horfa fram á við undir stjórn nýs stjóra.

    Ég sagði það á þessa síðu fyrir einhverju síðan að ég vildi fá stjóra, sem myndi þora að setja Carragher á bekkinn. Stend við það. Ég vil stjóra, sem er ekki hræddur við ákveðna leikmenn. Gerrard og Carra eiga meira inni hjá okkur vegna tryggðar þeirra við klúbbinn og vegna þess að þeir eru frá Liverpool.

    En þeir eiga ekki að stjórna hvort og hvar þeir spila.

  60. 71

    Algjörlega sammála Shearer, að taka á þessu player power er algjörlega nauðsynlegt fyrir framtíð klúbbsins og trúverðugleika næsta stjóra. Ferguson má eiga það að hann hefur höndlað slíkt mjög vel.

  61. @ 72 Hafliði..

    Sorry ég mátti til…Það er EKKI oft að maður les eitthvað jákvætt um Man.U hér 🙂

    Eigðu góða helgi….Þar til kl.13.30 á sunnudag..

  62. Held ég hafi aldrei verið eins lítið spenntur fyrir leik gegn United! :/

  63. @ 61

    Áhugavert og líklega 75 % satt.

    Ég bíð 30 millur + Johnny Evans fyrir Reina og Torres…..Málið dautt

  64. MW #79…… nei takk, þetta eru leikmenn sem eru ómetanlegir í aðdráttarafli Liverpool um þessar mundir.

  65. Svakalegt innlegg sem Matti benti á.

    Það sem fær mig til að trúa þessu er ekki bara það að allt þetta hljómar mjög raunverulegt heldur virðist maðurinn sem segir frá þessu ekki vera að gera neinum hærra undir höfði. Þ.e. hann er ekki að lofsyngja einhvern einn.

  66. 82 Þetta minnir mann á undirbúningstímabilin hér á íslandi í gamla daga 🙂

    Manni hent út í sama hvernig veðri sem er, við eigum æfingatíma það skal vera æfing 🙂

    Er þetta pínupils(vesti) sem Gerrard er í?? Gátu þeir ekki fundið minna vesti á hann???

  67. Svakaleg lesning. Það sem Rafa hefur þurft að berjast við þarna er með ólíkindum.

    Jú er ekki bara kominn tími á hreinsun,líka á gulldrengjunum Gerragher þessir menn eiga bara að spila fótbolta og láta aðra um það að stjórna.

  68. @ 85 Maggi..

    Já….ég er til í alla díla sem losa mig við Johnny E…..

  69. Grezzi # 48:
    Ég verð að vera ósammála þér um að það sé ekki eins eftirsóknarvert að stýra Liverpool eins og margir eru að segja. Nýir eigendur komnir sem hafa sýnt að þú verður ekki rekinn þó svo þú tapir nokkrum leikjum ;P (hehe) en þó helst myndi ég segja að það sem væri eftirsóknarverðast við þetta starf er það að ef þér tekst að koma Liverpool aftur í toppbaráttuna og jafnvel vinna deildina þá ertu orðinn goðsögn hjá einu allra stærsta félagi heims og fyrir mér er það verðmætara en allt heimsins fé.

    Þó er ég alveg sammála þér um að sennilega eru margir sem hugsa ekki svona heldur bara um það hvar þeir fá mestan pening.

  70. Reiknaði nú með lengra viðtali við Hodgson en sést á opinberu síðunni.

    Hins vegar ætla ég að tippa á það að Lucas og Meireles verði inni á miðjunni fyrir aftan Stevie og Torres. Vonandi með Cole og Maxi á köntunum. Fannst svar Hodgson benda til þess að hann sæi kost að hafa alla þrjá miðjumennina tilbúna.

    En það er svo langt frá því að ég sé nálægt því að vera bjartsýnn fyrir helgina þó að svona verði stillt upp…

  71. Finnst þér það líklegt, Maggi? Ég sé hann fyrir mér setja Meireles inn vinstra megin fyrir Maxi, Agger og kannski Aurelio inn í vörnina, annars óbreytt frá því venjulega. 4-4-2 enn og aftur. Af hverju ekki? Það hefur virkað vel hjá honum á 35 ára löngum ferli, því að breyta núna?

    Skiptir engu máli hvernig hann stillir upp á sunnudag. Við erum að fara að skíttapa þessum leik.

  72. Þetta er eitt áhugaverðasta og merkilegasta grein um stöðu Liverpool sem matti linkað
    maður gæti líkt þetta við Liverpool og Rannsóknaskýrslu um fall Liverpool og Rafa.

    Það áhugaverðasta við þessa grein er að það sé ekki mikið skrifað um H&G en meira um völd Leikmanna sérstaklega Gerrard en þetta grein sýnir líka hvað mikið ég hafi rangt um Rafa og þessi grein gefur hvað hann hefur þurft að gera þessi tímabil en þessu grein lýsir hann líka
    vandamál Rafa er afþví hann er svo nátengdur öllum í Klúbbnum

    Hér lýsir þetta best.
    “If Rafa could be criticised, it would be his stubbornness and coldness towards
    delicate issues and alternative personalities. His inability to be able to improve working relationships between himself and the players and fellow staff and his refusal or inability to make things better when they did go wrong , caused him unnecessary problems.”

    En mesta shockið er um Torres sem ég held þetta tímabil er búinn að sýna er að er óhamingjusamur hér vegna Læknalið Liverpool hafa logið á honum ef þetta er satt þá
    er ekkert furða að Leikmenn einsog Harry Kewell og Aquilani hafa sýnt hvað þetta
    Læknalið var grín og það er enginn furða að þeir eru reiðir sérstaklega Kewell.
    hér þetta best lýst:
    What the he…….!
    “Rafa had told him that he had been lied to about Torres state of fitness by the fitness team and he felt awful that Torres would probably miss the world cup because of it.”

    þessu grein:
    http://www.football.co.uk/liverpool/harry_kewells_agent_slams_british_medics_for_ruingin_aussies_career_rss322586.shtml

    Nú það nýjasta um Torres og Reina:
    http://www.guardian.co.uk/football/2011/jan/06/sacking-roy-hodgson-spanish-liverpool

    Þetta er án efa blog ársins.

  73. Matti #61

    Þetta er svakalega flott grein og þarna er greinilega einhver sem er vel innvinklaður í hlutina….

    mér fannst líka flott comment hjá þessum gaur þegar hann sagði:

    ps might tell ya the truth over Robbie Keane one day!

  74. Ok – ég var einn af þeim sem vildu gefa Hodgson séns og varði hann lengi framan af. Fannst, og finnst reyndar enn, ósanngjarnt að kenna honum um allt það sem miður hefur farið hjá liðinu og tel að allir eigi að fá sína sénsa en ekki vera útilokaðir fyrirfram. Nóg um það.

    Það sem ég skil ekki núna er – af hverju er ekki búið að reka manninn? Hann er búinn að missa alla frá sér, jafnvel þá sem vörðu hann hér fyrr í haust. Þá er augljóst að klefinn er farinn líka.

    Hvaða rugl er það að bíða fram yfir manu leikinn? Það skiptir engu hvernig sá leikur fer. Sama krafan verður á að fá nýjan manager inn.

    Ef Hodgson væri rekinn núna strax þá gæti það skipt sköpum fyrir leikinn á sunnudaginn. Það hefur marg oft sýnt sig að bara það að losa stjórann getur blásið lífi í leikmenn og liðið allt. Það er líka ljóst að sá leikur getur skipt sköpum fyrir framhaldið hjá liðinu. Sigur gæti snúið gengi liðsins við en í mínum huga bjargar það samt ekki starfi Hodgson. Hann bara verður að fara.

    Annars afar áhugaverðar umræður hérna á síðunni og utanumhald síðuhöldurum til sóma eins og áður. Tek undir með þeim sem benda á að vandinn er stór og ekki auðleystur. Í mínum huga er bara eitt í stöðunni. Ráða Kenny Dalglish. Hann er sá eini sem sátt væri um og áhangendur myndu gefa góðann séns til að snúa stöðunni við. Hann nýtur líka þannig virðingar að hann myndi hafa í fullu tré við stjörnur liðsins Gerrard, Carrager, Torres og Reina. Það líður að því að setja þarf Carrager á bekkinn. Það verður umdeild ákvörðun og hana þarf að taka af óumdeildum stjóra.

    Til að súmmera þetta upp. Reka Hodgson strax fyrir manu leikinn og ráða Dalglish. Aðeins þannig geta FSG sannað sig sem nýjir eigendur en eins og staðan er núna eru þeir einfaldlega ekki að standa sig vel. Gefum þeim samt sénsinn.

    Áfram Liverpool!

  75. Þetta viðrini verður rekið eftir helgi trúi ekki að þeir láti þetta vera svona fram að vori

  76. Af hverju er hann viðrini ?

    Óhæfur og allt það, en viðrini, kommon !

  77. Hvernig er það er Manchestur United síðan svona leiðinleg eða er bara Liverpool síðan svona góð að united menn eru hér og spjalla um boltan,ekki misskilja mig mér finnst allt í lagi að stuðningsmenn annara liða sér hér,ef þeir eru skemmtilegir og hafa upp á eitthvað skemmtilegt að spjalla og eru kurteisir,reyndar skil ég það vel að stuðningsmenn annara liða vilji koma hingað á kop.is….enda besta stuðningsmanna síða í ”heimi”,,,,stór orð en ég stend við hvert orð.

  78. @ 100 Guðbjörn…

    Þetta er eina síðan þar sem hægt er að spjalla um enska boltann á Íslandi og þar af leiðandi sú laaannnggg besta….Ekki spurning !

    Ástræðan er líklega sú að það er svo langt síðan að LFC var stórveldi í enska boltanum að stuðningsmenn LFC eru því flestir komnir til vits og ára 🙂 United fans eru flestir á aldrinum 0 – 35 ára með fáeinu undantekningum eins og mér 🙂 Það er ekkert skemmtilegt að skiptast á skoðunum við börn sem hafa engin rök önnur en að kalla þig fávita 🙂

  79. Ég geri mér grein fyrir að FSG séu búnir að taka sinn tíma í þessu og ætla greinilega að gefa honum utd leikinn ef ekki lengur bara.

    Spurning með mannúðarástæðurnar að hafa karlinn mikið lengur,hann er eins og sært dýr í öllum viðtölum og flestir alvöru bílstjórar myndu skjóta skepnuna strax eftir slysið en ekki vera að láta hana þjást fyrir allra augum.

    Vona innilega að þeir séu að vanda valið vel,veit ekki með Coyle því þrátt fyrir árangur með litlum liðum þá er ég alveg til í stjóra með titla á bakinu og að hans merki verði það að í Liverpool sé bara ein stjarna sem er liðið sjálft.

    Myndi alveg sætta mig við Deschamps,Rangnick eða jafnvel Riikard eða Van Gaal…
    En sem fyrst takk

  80. það verður líka gaman að sjá að ef það er mark takandi á greininni sem matti benti á þá á að tilkynna nýjan CEO á miðvikudaginn 12 jan, búið sé að ganga frá öllum samningum…. þá hlýtur það að vera hans fyrsta verka að skipta út þjálfurum

  81. Einn góður vinur og púllari í meir en 30 ár hefur haldið því fram lengi að Gerrard væri ekki að gera sig fyrir klúbbinn móralskt séð. Hann er allt of heimaríkur. Það þarf að fá stjóra sem tekur í hnakkadrambið á honum og hristir hann ærlega. Þetta er ótrúleg lesning sem Matti benti á en staðfestir svo margt sem mann hefur grunað. Það er ekki laust við að maður fyllist smá vonleysi yfir ástandinu við þennan lestur. Það verður að koma stjóri sem hristir ærlega upp í þess öllu saman.

  82. Já þetta er rosaleg saga frá Woolie-bílstjóra. Væri gott að komast á spjall við hann einhvern daginn yfir ölkrús.

    Niðurstaðan úr þessu er margþætt og kannski hafa pennarnir hérna að mörgu leyti haft puttann á púlsinum með það. Fyrirvarinn á þessu hlýtur þó að vera að maðurinn sé að segja satt að mestu leyti:

    • það voru mistök að reka Rafa. Hann átti litla sök á því hversu illa gekk, þrátt fyrir að hann hafi verið með skrýtnar innáskiptingar, verið pirrandi rólegur með skrifblokkina, hafi lent í rifrildi við Gerrard og misst klefann af þeim sökum. Betra hefði verið að Gerrard myndi fara. Hann er ekki heilagur og er jafnvel ákveðið mein á klúbbnum. Ég var á því að það þyrfti að reka Rafa í desember í fyrra en ekki lengur. Hann gæti jafnvel orðið kostur fyrir okkur á ný.

    • Meðferðin á Torres var fyrir neðan allar hellur. Oft eru íslenskir pólitíkusar sakaðir um að reyna að bjarga sér fyrir horn með því að benda á aðra en þessi frásögn var alveg mögnuð og hvernig hver benti á annan og hvurs lags rotta Purslow var greinilega í málinu. Minnir á Árna Johnsen og hellurnar.

    • The Liverpool Way var greinilega steindautt í meðförum eigendanna og “Dr. Evil´s henchmen”. Heiðarleiki, hreinskilni og lausnarleitir höfðu vikið fyrir baktjaldamakki og óheiðarlegum “viðskipta”lausnum sem jafnvel gengu svo langt að hætta ferli eins besta framherja heims til þess eins að fá hærra verð fyrir klúbbinn. Þetta er svo lygilegt að það jaðrar við mögnuðustu Fons-flétturnar.

    • Hodgson verður að víkja. Hann hefur ekki þá virðingu eða vald yfir leikmönnum að þeir geri það sem hann segir. Meireles-Gerrard-miðjumálið er skýrt dæmi. Ég skil þó Hodgson upp að vissu marki, auðvitað vill hann halda einum af lykilmönnum sínum ánægðum. En það sem Maggi hefur lengi sagt, að hann geti ekki spilað sem djúpur miðjumaður, er bara hárrétt. Og þetta er fyrir utan að liðið getur ekki rassgat, spilar leiðinlegan og óárangursríkan fótbolta og flestir leikmenn eru langt frá sínu besta.

    • Okkur vantar nýtt upphaf, nýjan, ferskan stjóra, nýja leikmenn og nýtt þjálfaralið. Við þurfum algjöra yfirhalningu, facelift er ekki nóg. Það gerist ekki á viku, þannig að lausnin með Dalglish sem care-taker fram á sumar er besta lausnin núna svo liðið sogist ekki niður í fallbaráttu. Dalglish hefur virðingu og völd innan félagsins til að eiga við Gerrard, Torres og Carragher. Það er ekki gáfulegt að fara út í einhver kaup í janúar heldur verðum við að horfa á þetta til lengri tíma ef skaðinn á ekki að verða meiri. NESV er að gera rétt í því að gera þetta hægt og þótt menn hafi ákveðið að Hodgson væri ekki rétti maðurinn eftir Wolves leikinn þá taka þessir hlutir tíma og í dag eru aðeins liðnir 9 dagar frá þeim leik, þar af 7 virkir vinnudagar. Við viljum jú ekki Mike-Ashley-vinnubrögð hjá Liverpool Football Club, er það?

    And that´s my 5 cents…

  83. MW
    Ég er ánægður með þig,ég er nógu gamall til að muna liverpool vann allt sem hreyfðist og Manchester United var í sama bullinu og Liverpool,enda vann þitt lið ekki deildina í 26 ár þegar þeim tókst loksins að vinn deildina 90 eitthvað síðan hefur united tekið forustu hlutverkið hvað deildarkeppnina varðar og liverpool verið í bullinnu í þeim efnum,en vonandi fer þetta hlutverk að snúast við á nýjan leik,þó maður sjái það ekki ske eins og staðan er í dag,ja mér finnst það lykil atriði að fólk geti talað saman án þess að kalla hvern annan fávita.

  84. Þetta er vægast sagt einkennileg staða sem komin er upp.

    Ef það er búið að ákveða að Hodgson fari, þá á hann að fara asap ! Ef það kemur caretaker inn eftir kannski tvær vikur þá eru þessir eigendur í ruglinu. EF hinsvegar framtíðar stjórinn er að koma inn og verður kominn mjög fljótlega þá skilur maður eigendurna upp að vissu marki.

    Úr því að Hodgson er ekki farinn verður maður að vona að það sé verið að ganga frá málum við framtíðar stjóra Liverpool. Hver það er veit nú enginn en best væri að skoða Comolli í því máli því hann mun sennilega hafa puttana í því ferli öllu.

    Þessi endalausa Rafa umræða finnst mér bæði þreytt og leiðinleg. Held að menn séu búnir að gleyma leiðindunum sem voru með þennann mann og ég man ekki betur en að flestir hafa öskrað eftir höfði hans hér á þessu spjalli.

    Annars er merkilegt að Hodgson á enn séns að eiga betra tímabil en Rafa í fyrra !

  85. Dear Mr. Hodgson

    Johnson – Agger – Kyrgiakos – Aurelío
    Kuyt – Mereiles – Lucas – Maxi
    Gerrard
    Torres

  86. Davíð..

    Trapattoni verður 72 ára á árinu.. Ekki mjög sniðug ráðning uppá framtíðina að gera

  87. Spearing er auðvitað Enskur nagli, bara verst að hann er ekkert sérstaklega góður í fótbolta.

  88. …já það er sorglegt því það væri fínt að eiga uppalinn “nýjan Sammy Lee” þarna á miðjunni…

  89. Sagan hans Woolie er mögnuð á sama tíma sorgleg.
    Mikið er ég fegin að nýir karlar eru komnir í brunna.
    Ég ætla að treysta að þeir vilji græða á LFC og passi því vel uppá eign sína.
    Gefum þeim tíma, ég er ekki viss um að allur vandi LFC leysist bara með brottför
    Hodgson, það er svo mikið sem þarf að taka til í.
    Ég ætla að gefa þeim tíma og treysta á þá.

  90. ég er nú nokkuð viss um að Spearing myndi allavega leggja sig fram þó að knattspyrnuhæfileikar hans séu kannski takmarkaðir.

  91. Veit ekki hvað ég geri ef ég sé sömu vörn gegn United og spilaði gegn Rovers.
    Vil sjá hana svona gegn United:
    Kelly—–Agger—-Wilson—–Aurelio

  92. Er ekki að fara að koma upphitun kæru síðustjórnendur?

    Þó svo maður sé ekki eins spenntur og maður er vanalega fyrir svona leiki þá er nú alltaf gaman að lesa upphitanir frá ykkur 🙂

  93. Leikurinn er ekki fyrr en á sunnudag svo að upphitunin kemur á morgun ÓliPrik.

    Hins vegar verður meistari KAR í viðtali á fótbolti.net á X-inu á morgun fyrir þá sem vilja heyra karlinn fara yfir málin af sinni alkunnu snilld. Skora á þá sem ná þeirri stöð að hlusta á Kristján Atla ræða mál okkar ástkæra klúbbs…

  94. 123 Ómar Örn..Hvílík pípandi snilld sem þetta vídeó er! Dáist að fólki sem hefur ímyndunarafl í að semja svona …

  95. hahahah úps biðst afsökunar á þessu, dagatalið í hausnum á mér eitthvað í ruglinu eftir jólafríið en þá..

    En svona til að bæta upp fyrir þetta glens hjá mér: http://www.youtube.com/watch?v=0-K6VTMeIdw

    Afhverju getum við ekki fengið svona stjóra aftur.. Mann sem elskar liðið, borgina, söguna, aðdáendurnar og gerir liðið að LIÐI ekki nokkra einstaklinga sem eru búnir að missa allt sjálfstraust og búnir að gleyma hvaða klúbb þeir spila fyrir! Besti stjóri allra tíma meistari Bill Shankly! (Það ætti kannski að fara að sýna núverandi leikmönnum LFC fyrir hvað þeir eru að spila, held að þeir séu alveg búnir að gleyma því fyrir hvaða klúbb þeir eru að spila fyrir)

  96. það má ekki gleymast að Liverpool má þakka fyrir að hafa ekki farið allgjörlega á hausinn og misst 9 stig, ég held að RH sé ekki rétti maðurinn til lengir tíma litið, en mér finnst meiri hluti áhangenda Liverpool ekki gera sér grein fyrir að liðið og leikmanna hópurinn er búinn að ganga í gegnum mikla óvissu og neikvæða umræðu í langan tíma, óvissu um framtíð félagsins þegar liðið var selt, og þegar Rafa var rekinn þá hefur það tekið tíma fyrir suma Spánverja í liðinu að samþykja að vera áfram í liðinu, og sumir vilja jafnvel fara út af óvissu, við þetta bætist svo núna að stuðningsmenn eru ekki að bæta ástandið með ennþá meiri neikvæði. Að reka Roy Hodgson núna skilar engu í enda tímabils.

  97. Er ekki hægt að stofna nýjan þráð með umfjöllun um fall og hrun Liverpool með USA eigendum? Það er ekki fallegt að hafa mynd af strengjabrúðu fyrrverandi og núverandi eiganda á toppi. LOL

  98. Edin Dzeko til city, Becks til Tott, Bentley til Birm.

    Það má deila um ágæti þessara manna en ég tel að hver og einn væri að styrkja okkar
    hóp einsog hann er í dag, ég veit að Becks er gamall en hann er bara á láni og getur klárlega
    verið gamewinner og er enskur.

    Það sem ég er að reyna að segja er. . . ætla öll liðin að styrkja sig í jan nema Liverpool? 🙂
    (og liverpool þarf ekki einusinni að kaupa til að byrja að styrkja sig, bara gefa einn stjóra 😉 )

  99. maggi eiga ekki Kop.is posta viðtalið hans KAR hér fyrir þá sem vilja hluta á hann tala um Liverpool. 🙂

  100. Maður verður víst að hafa þolinmæði og hún er víst dyggð. Þetta síson er farið í vaskinn algjörlega og enn eitt árið þarf maður að hlusta á raupandi vitleysinga sem dýrka rauðnef og félaga. O jæja, skrápurinn er orðinn þykkur. Maður gerði sér svosem ekki miklar vonir í upphafi með gjaldþrota eigendur, vonlausan stjóra og heitustu kaupin voru 28 ára gamall portúgali. Loksins þegar þeir fundu striker sem vildi koma gátu þeir ekki fjármagnað það, þ.e.a.s. Mario Gomez fléttan.

    Ég held líka að NESV hafi ekki átt von á því að þurfa að taka þennan slag strax. Ég geri ráð fyrir að þeir hafi alltaf hugsað sér að skipta um stjóra en þeir vilja fá rétta talentinn inn. Sérstaklega þegar maður hugleiðir kjaftasögurnar sem ganga um spánverjana sem nenna þessu rugli ekki. Hafa gefið NESV fram á vorið að koma með alvöru áætlanir annars fari þeir. Og ég skil það vel. Þeir eru þó komnir með Commoli sem ég trúi að sé fínt fyrir klúbbinn. En það er bara ekki nóg. Það þarf bæði metnað, mann með pung í nefinu eins og meistari Maggi orðar það og líka mann sem þorir að taka á Gerrard og Carrager. Þeir virðast komast upp með ótrúlegustu hluti ….

    Líka eftir að hafa lesið innleggið á Redandwhitekop þá er svosem alveg hægt að leggja saman tvo og tvo.

  101. Matti 61. Frábær linkur. Það er eitthvað við það þegar manni finnst maður sé næstum eins og á gægjum verðandi vitni að einhverju algerlega raunverulegu, einhverju sem átti ekki að fara lengra.
    Mér fannst þetta ansi raunsær texti. En ekki er hann fallegur. Gerrard lítur ekki nógu vel út og Rafa sem hafði jafnvel möguleika á að verða annar Shankly, með hjartað og þekkingu, tekinn ósmurt. Reyndar gerði hann afdrifarík mistök líka, selur Alonso og missir Gerrard (eiga sjálfsagt báðir sinn hlut í því) en ef satt er, svikinn svo hressilega að það hefði verið auðveldara fyrir hann að fyrirgefa konunni sinni hliðarspor.
    Ég get alveg keypt það að þegar hann hefur hvílst og náð áttum aftur, þá eigi hann eftir að gera góða hluti einhvers staðar.

    Nú óskar maður bara eftir þjálfara sem fer í 4 3 3 eða 3 5 2 með Gerrard frjálsan frammi. Ætli bílstjórinn sé á lausu, hann er alveg með þetta.

  102. Afhverju ekki Klose til Liverpool? Winner með reynslu og ætti að geta kennt N’gog hvernig eigi að koma sér í færi og klára þau, og ódýr. Annars er maður byrjaður að kikja oftar hingað en á fotbolti.net, cheers fyrir frábærri síðu.

  103. Síðustu tveir sólarhringar hafa verið manni ansi sérstakir og eiginlega vonbrigði. Umræðurnar hér á spjallinu endurspeglað þá sólarhringa. Fyrir ári síðan skrifaði maður að það hafi aldrei verið erfiðara að vera Liverpool aðdáandi en einmitt þá, en sem betur fer vissi maður ekki þá hvað myndi bíða manns einu ári seinna. Ég ætla rétt að vona að botninum séð náð um þessar mundir því ef ástandið á eftir að toppa það ástand sem nú er, þá er alveg spurning um að taka upp símann og hringja í Snorra í Betel og spyrjast fyrir hvernig hægt er að af “Liverpoolast”.

    Umræðan í kringum félagið er búin að vera virkilega súrrealísk, stjórinn er algjörlega búinn að tapa stuðningsmönnunum, gamlir leikmenn gefa út stuðningsyfirlýsingar við stjórann og ekkert heyrist frá eigendum liðsins. Ekki nóg með það þá eru stuðningsmenn liðsins komnir í hár saman og farnir að gagnrýna hvorn annan fyrir að hafa viljað Benitez burt. Ég verð að játa ég get ekki með nokkru móti séð hvaða máli það skiptir hvort að menn hafi viljað hann burt eða ekki og að þræta um það hjálpar engan veginn til í því ástandi sem nú er. Benitez var frábær stjóri og gerði marga góða hluti fyrir Liverpool og hans verður minnst fyrir það en ég held að málið sé að nú verða menn að komast yfir þá “fyrrverandi” er það má segja svo. Það samband er búið og félagið og stuðningsmennirnir verða einfaldlega að get over it.

    Í myndi vilja líta frekar svo á að nú sé tækifæri. Hodgson var ráðinn til skamms tíma til þess að stjórna liðinu í því krísuástandi sem þá ríkti og e.t.v. ekki alveg lokið enn. Hefði hann nýtt það tækifæri hefði e.t.v. verið hægt að lengja þann samning (rennur út á næsta ári). Nú er hann búinn með 1/4 af þeim samning og ljóst að hann er engan veginn á réttri leið með liðið. Það er mín trú að núna er rétti tímapunkturinn að hefja leit að nýjum framtíðarstjóra sem myndi marka stefnuna til næstu 4-5 ára. Það eru komnir nýjir eigendur, með nýjar áherlsur og þá er rökrétt að sýna áherlsubreytingar með að skipta um stjóra í brúnni. Með því að fá nýjan stjóra núna í þessum janúar glugga fengi sá stjóri tækifæri til þess að kaupa e.t.v. 1-2 leikmenn til þess að styrkja hópinn og að koma sínum áherslum og sinni hugmyndafræði til leikmanna til loka tímabils. Þetta tímabil er svo gott sem farið fyrir veður og vind ef ekki verða dramatískar breytingar á. Nýr stjóri gæti notað restina af þessu tímabili til þess að búa liðið undir það næsta. Ég myndi telja það farsælla heldur en að byrja í sumar að fá nýjan stjóra um mitt sumar.

    Vandamálið í dag e.t.v. hver er sá rétti og er hann á lausu??

  104. Það getur vel verið að Liv, vinni mu á sunnudag en ég hef ekki áhuga að horfa á leikinn ef RH er við stjórn. Þ:að er bara staðreynd að leikmenn eru að gefa skít í RH, og hann á ð fara strax og þessvegna skiftir ekki nokkru máli hver tekur við um stundar sakir, það getur ekki versnað.

  105. Maggi (#126) – hvernig gast þú frétt þetta svona fljótt? Vaktarðu fótbolta.net öllum stundum eða? :p

    En já, það er satt að ég verð í viðtali kl. 13:00 á X-inu 97.7 á morgun í útvarpsþætti Fótbolta.net og umræðuefnið verður bæði vandræði Liverpool og svo eflaust líka upphitun fyrir stórleikinn á sunnudag. Í kjölfarið á því viðtali hendi ég mér heim, horfi á Leeds vinna Arsenal og hendi hér inn upphitun fyrir United.

    Sem sagt bara fótboltadagur hjá mér á morgun. Líst vel á’ða.

  106. Kristján, muntu koma til með að koma eitthvað inná þessar nýju upplýsingar sem komu fram í greininni í athugasemd 61 ?

  107. Hver er þessi Negrado hjá Valencia,er
    orðaður við okkur
    en er víst metinn á 80 kúlur 🙂

  108. ég elska liverpool meira en lìfið. Burt með hodgson apaheila og ràðum mann með sàðràs STRAX! ynwa!
    Til hamingju kop.is með fràbæra sìðu, kem hér 7sinnum à dag en commenta aldrei. Keep up the good work!

  109. Ronni, Negredo er framherji Valencia. Klásúla í samningnum hans, eitthvað sem er skylda hjá öllum leikmönnum á Spáni, segir að félag hans megi ekki hafna tilboði fyrir þessa tiltekna upphæð og hans segir að hann megi fara fyrir 80 milljónir evra en hann færi þó aldrei fyrir slíka upphæð, frekar svona 15-20 milljónir evra.

  110. Úps, ætlaði ekki að skrifa Valencia þarna, átti að standa Sevilla! 🙂

  111. Mummi minn hafðu mig afsakaðan, ég nennti ekki að lesa öll commentin sem er hér að ofan enda dejavu þessa dagana í commentum frá mönnum. Vildi bara benda á en ég sé núna að Matti hefur verið búinn að grafa þetta upp. Ekki skrítið !

  112. Er fólk í alvöru verið að tala um Owen Coyle sem næsta þjálfara Liverpool?
    Er allt í lagi með fólk!
    Held að Liverpool aðdáendur og um leið eigendur eiga að læra af reynslunni að vanda valið vel áður en bara einhver þjálfari er ráðinn. Þetta er þjálfari sem hefur þjálfað eftirfarandi lið: Falkirk, St. Johnstone ,Burnley og Bolton Wanderers. Ef kröfurnar á næsta þjálfara verði ekki meiri en þetta þá legg ég til að Guðjón Þórðarsson verði ráðinn næsti þjálfari Liverpool. Hann hefur í það minnst þjálfað landslið og þekkir ýmislegt varðandi pressu.
    Við verðum að gera kröfu að næsti þjálfari verði hæfur og reynslumikill sem getur höndlað stórstjörnur og um leið fengið þá til liðsins. Own Coyle er alls ekki það sem við erum að leita að.

  113. Það er engu líkara en Man Utd sé að fara að spila við neðrideildarlið á sunnudaginn miðað við þessi ummæli Fergie: “It’s a cup-tie and there are shocks in cup-ties. They’ve been there since it started. Great reminders are when Hereford beat Newcastle. It happened with Yeovil Town, York City over the years. Bournemouth beat Manchester United. The FA Cup is a tournament you can never be sure about. We made a mistake last year of picking a team that we thought would be good enough to beat Leeds. We had a reminder that the FA Cup has shocks in it. We had one last year. We hope we don’t get one this year.”.

  114. Djöfulsins hroki í gamla. Hann veit auðvitað alveg hvað hann er að gera og segja og þetta á að fara beint undir skinnið á Liverpool mönnum.

    En þetta segir mér hinsvegar bara eitt, hann er hræddur við þennann leik !

  115. Liverpool legend John Barnes has warned the Anfield board there is no point in sacking Roy Hodgson – because they cannot get ­anyone better.

  116. þá er knattspyrnuheimurinn ansi fátæklegur ef ekki er hægt að fá neinn í augnablikinu betri en Roy Hodgson til að stýra Liverpool…. ég mundi frekar snúa þessu við og segja: they cannot get anyone worse

  117. @Eiríkur númer 152.

    Hvernig litist þér á þjálfara sem hefur þjálfað Carlisle United, Grimsby Town, Workington og Huddersfield Town?

    Það er ekki eðlilegt finnst mér að ætlast til að þjálfararnir sem við skoðum séu búnir að þjálfa Barca, AC Milan og Bayern áður en þeir koma til greina hjá okkur.

  118. HUDSON HÆTTUR, þetta er komið á officalheimasíðu klúbbsins. King Kenny tekur við. YYYYYEEEEEESSSSS. getur ekki orðið vera en það var.

  119. East Stirlingshire, St. Mirren og Aberdeen,

    Þetta er þjálfaraferill Alex Ferguson áður en hann fór til Manchester united

  120. Yeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeesssssssssssssssssssssssssssss!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

  121. JÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁ!!!!!!!!!!! HALELÚJA!!!!! Ég ætla að op ca. 1 til 24 öllara í kvöld til að fagna þessu!

    Til lukku poolarar um alla veröld! Vonum að kóngurinn geti aðeins lagfært ástandið!!!!

  122. Hahahaha, ég hélt að þetta væri svona kaldhæðnis tengill sem væri lygi. Þvílík gleði hjá mér 🙂

    Til hamingju allir Liverpoolarar nær og fjær. Kannski að maður horfi á Dalglish rúlla yfir MU á morgun 1-4.

  123. Mig langar að lesa eða heyra eitthvað viðtal við King Kenny eftir að hann tók við, veit einhver um svoleiðis?

  124. nákvæmlega hefur ekkert heirst frá Kenny Daglish ???
    ég var eitthvað að leita en fann ekkert

Opinn þráður: DAUÐAVAKTIN!

Hodgson rekinn!!! – Dalglish tekur við