Opinn þráður: DAUÐAVAKTIN!

Ákváðum að slíta leikskýrsluna sem lengst frá okkur en búa til opinn þráð með vangaveltum yfir daginn.

Ekkert formlegt hefur borist um brottrekstur RH, eða staðfestingu á því að hann haldi áfram, en vangavelturnar eru miklar!

Allir helstu miðlar segja RH á bjargbrúninni en eru jafn mikið að bíða eins og við, eina nýja sem komið er upp núna er að kjaftasögumiðlarnir tala um það að Dalglish vilji ekki taka við ef Hodgson verður rekinn með þá leiki sem nú eru framundan og sömu miðlar tala um að eina ástæða þess að Hodgson er ekki farinn enn sé sú að enginn sé kominn eftirmaðurinn.

Babel og Ecclestone twittuðu sérkennilega í gærkvöldi, en miðað við Babel karlinn þá er hann nú kominn upp á Melwood á æfingu, svo að fljótlega hlýtur að koma í ljós hver er þar að stjórna.

Við komum hér inn með fréttir um leið og einhverjar verða, endilega henda inn í kommentin hér að neðan ef eitthvað nýtt kemur upp!!!

11:00 Twitterfærslur staðfesta að leikmennirnir séu mættir á Melwood (áttu að vera í fríi) og að Hodgson var að leggja bílnum fyrir utan. Nú hljótum við að fara að heyra eitthvað.

11:22 Veggjakrot um allt á og í kringum Anfield sýnt á Sky Sports News. Einfalt og laggott. HODGSON OUT!!! Þeir sem vilja sjá: Þetta er á girðingu við Anfield

12:04 Ekkert opinbert ennþá, stöðugt fleiri kjaftasögusíður segja eigendurna vera afskaplega óánægða með síðustu úrslit, en ennþá þegja “stóru” miðlarnir eins og BBC, Sky, Times og Guardian. Ansi margir að bíða frétta af Melwood þar sem nú berast fréttir af sömu veggjakrotsútgáfum og eru um allt í kringum Anfield.

Svo er hér flottur stuttur punktur til þeirra sem tala um að þetta sé “ekki liðið hans Roy”. Þetta er tekið af This Is Anfield vefnum og bendir t.d. á að við mættum í fyrsta leik Pardew og Kean hefur nú ekki verið lengi með Blackburn.

En munnveðrin sem stóðu með Hodgson í sumar þurfa að leita sér einhverrar afsökunar þegar þeir nú sjá hversu vonlaus hann er. Rök eru ekki alltaf vinir þeirra einstaklinga…

12:42 Kjaftasögumiðlarnir tala um að Roy Hodgson sé á stjórnarfundi á Melwood, eftir fundahöld stjórnar fram á nótt. Sumir segja að blaðamannafundur verði boðaður strax að fundi loknum en ekkert er staðfest. Paul Tomkins býður þeim sem vilja lesa hans skoðanir í dag upp á þessa grein, sem tekur vel á málefnum LFC frá hausti 2009.

13:42 Ef á að verða blaðamannafundur í dag ættum við nú bráðum að fara að heyra af því. FSG eru ekki “spontant” vanalega með fréttir af sínum aðgerðum, á twitter virðast blaðamennirnir sem maður fylgist með telja litlar líkur á yfirlýsingu um framtíð Hodgson. En það eru allir vissir um það að RH er “dead man walking” í starfinu og bara spurning hvenær þeir klippa á samstarfið.

15:10 Held við tökum meistara KAR á orðinu. Það er alveg orðið ljóst að það eru ekki miklar upplýsingar að leggja af stað út í loftið og örugglega verið að fara yfir málin á Melwood / Anfield / Boston vígstöðvunum og ekki komin lausn í málið. Allir stóru miðlarnir bíða með öndina í hálsinum og opinbera heimasíðan ennþá með viðbrögð RH eftir leik sem fyrstu frétt. Held að ágætt sé að loka færslunni í bili og við höldum áfram í kommentunum. Að sjálfsögðu verður hér uppfært ef eitthvað merkilegt gerist og hvað þá ef við fáum einhverjar fréttir af slagnum sem stendur vafalaust úti núna…

244 Comments

 1. Það hlýtur bara að koma tilkynning mjög fljótlega um að Roy sé farinn. Nú er aðalspurningin bara hver tekur við.

  Ég ætla að skjóta á að Kenny verði caretaker fram á sumar.

 2. Það voru mistök að láta ekki Hodgson fara fyrr. Nú er slæmur tími fyrir mann eins og Daglish að taka við sem caretaker og erfitt fyrir þjálfara að koma inn og ná jafnvel ekkert að versla. Þetta er spurning um hvort Hodgson sé betri en enginn?

 3. BBC: The club are not expected to make an announcement on Thursday.

 4. Eftir langa vöku og nánast ónýtan F5 takka vegna þess ætla ég að leggja mig smá, ætla rétt að vona að Roy verði farinn þegar ég vakna.

 5. getur maður semsagt hætt að refresha eins og enginn sé morgundagurinn ?

  það eru tveir útileikir framundan þannig að það er ljóst að ekki kemur sigur í hús í þeim… ef svo ótrúlega vill til að mælirinn sé nú þegar ekki orðinn fullur hjá eigendunum þá verður hann í síðasta lagi orðinn fullur í kjölfarið á Blackpool-leiknum….

 6. Það er nákvæmlega ekkert því til fyrirstöðu að reka Hodgson strax. Menn á kantinum sem geta tekið við strax eins og Sammy Lee og Dalglish leisi vandann á meðan framtíðarmaður verði fundinn. Ef NESV ætlar sér að reka manninn er lang best að það sé gert strax. Skil ekki eftir hverju er verið að bíða.

 7. Framtíð Ryan Giggs í óvissu? Ég held nú að Giggs verði með samning þarna eins lengi og hann getur staðið í lappirnar og sparkað í boltann en hvað um það…

  Ég ætla rétt að vona að eigendur LFC sjá sóma sinn í því að losa okkur við mannfýluna ekki seinna en í dag.

 8. Ég vil alveg nákvæmlega jafn mikið sjá Sammy litla Lee fara með Hogdson. Hann á ekki að lifa af þriðja þjálfara Liverpool

 9. Klukkan er 07:25 í Boston. Nú er bara bíða eftir því að Henry klári morgunmatinn og reddi þessi síðan

 10. Sumir tala um að Sammy Lee eigi að taka við eða að vera áfram eftir að Hodgson fer. Það er nú bara þannig að þjálfarinn og/eða aðstoðarmaður stjórans sé ekki síður mikilvægur en stjórinn sjálfur.

  Er það ekki rétt munað hjá mér að eftir að gamli aðstoðarmaður Benitez fór, fór að halla undann fæti hjá okkur. Mig rekur einnig minni til þess að það koma svoldið down tímabil hjá ManU eftir að Carlos Queirez (eða hvað hann nú heitir) fór frá þeim og svo þarf varla að minnast á Wilkinson hjá Chelsea. Það eru eflaust fjöldi dæma um slíkt.

  Þurfum að endurskoða allann pakkann ásamt Sammy Lee. Hvort það gerist í dag, morgun eða eftir nokkrar vikur er ekki aðal málið. Við erum á leið í algjöra uppbyggingu á þessum klúbb sem hófst með yfirtöku NESV.

  Það eru engar skyndilausnir í fótbolta, okkar tími mun koma.

 11. Ein pæling sem ég hef ekki heyrt minnst á áður… Gerrard sem spilandi þjálfara út sumarið… Hvernig litist mönnum á það….

 12. Latest … RT frá SiClancy

  RH in a board meeting now Ian Ayres & Nash also in meetin NESV up till 3am in discussion! RH is jobless by end of meeting

 13. Gerrard sem spilandi þjálfara út sumarið… Hvernig litist mönnum á það….

  Ótrúlega slök hugmynd að mínu hógværa mati.

 14. RH er hálfnaður með tímabilið og er á góðri leið að slá met niðurávið og ef þessi Henry rekur hann ekki þá er sá maður eitthvað klikkaður. Þetta getur ekki versnað með nýjum stjóra og er eitthvað til í því sem er vitnað í hér á spjallinu í bók RF (guð) að menn hefðu spilað með hangandi hendi ef þeir voru ekki ánægðir með stjórann, mig hefur grunað að svo væri.

 15. Skil ekki þessa neikvæðu umræðu um aðstoðarþjálfara sem allt byggist allt í einu á. Áhrif þeirra eru nákvæmlega þau sem aðalþjálfari ákveður og lengra komast þeir ekki. Þessi gamla umræða um mikilvægi Paco er fáránleg og og eins það að Sammy Lee sé dragbítur á Hodgson.

 16. Líklega gott að þumallinn sé ekki þarna 😀 – Langaði bara að viðra þessa hugmynd. Vonandi kemur Hodgson ekki brosandi frá þessum fundi…

 17. Hvaða knattspyrnustjórar eru á lausu? Ég man eftir fjórum, Gary Megson, Big Sam, George Burley og Darren Ferguson. Og eitt enn, hvað þarf Liverpool að borga RH mikið ef þeir reka hann? Ég held að það hljóti að standa í eigendunum! Eru þeir ekki bara fyrir amerískt sport!

 18. Sé ekki endilega þörf á að ráða enskan stjóra, Væri til í þýskan. Eru ekki flestir falir fyrir rétt verð?

 19. Þetta er bull í Keegan núverandi eigendur völdu ekki RH

 20. Fá Benitez til að klára tímabilið launalaust. Hann er með nóg í laun frá Inter 🙂

 21. Ef (og vonandi) Hodgson verður rekinn eru bara tveir kostir sem koma til greina í mínum huga: Ralf Rangnick sem varanlegur stjóri eða Dalglish fram á sumar þar til annaðhvort verður framlengdur samningur við hann eða nýr stjóri verður ráðinn til frambúðar. Báðar þessar lausnir hugnast mér ágætlega. Annars er ég frekar spenntur fyrir þessum Rangnick, virkar nokkuð spennandi á mig.

  Alla veganna er þessi listi sem HB birtir alveg til þess að framkalla ælu upp í háls 🙂

 22. Þjálfarar munu alltaf segja að það eigi ekki að reka þjálfara. Keegan og Barnes hafa verið aktívir í að láta reka sig og Macca er með krullur, semsagt óþarfi að hlusta á þá, miklu frekar horfa á þá skora mörkin í den á LFCTv.

 23. Yngvi (30), strangt til tekið er Rafa enn á launum hjá Liverpool – hann fékk væntanlega feitan starfslokasamning í sumar

 24. Er þetta ekki að detta? þetta er orðið sama spennan og í sambandi við söluna á klúbbnum en nú vantar bara dómara í málið til þess að gera þetta enn meira spennandi

 25. Vegna links sem #26 er að senda inn og sambærileg mál sem maður er að sjá.

  Þetta er í raun makalaust hvað allir stjórar þarna úti eru að verja kallinn. Keegan í þessu viðtali. Glen Hoddle og David Seaman voru á Sky í gær að verja hann og fullt af stjórum og gömlum kempum eru að verja þetta. Eitt er þó kolrangt í viðtalinu við Keegan (hvort sem hann sagði þetta eða hvort sem þetta eru skrif blaðamanns eða léleg þýðing) Núverandi stjórn LFC valdi ekki Roy sem stjóra. Maður heldur á köflum að þessir dúddar séu að þessu til að sýna honum samúð í verki, vilja ekki vera vondir við hann. “Æ. Greyið.”

  Óþolandi að geta ekki ýtt á Fast Forward takkann núna og spólað yfir þennan leiðindakafla. Hmmmpppffff.

 26. Fá Benitez aftur? Voðalega eru menn fljótir að gleyma. Held að menn ættu að horfa framávið, ekki´i baksýnisspegilinn.
  Ef ekki fæst framtíðarstjóri strax er eina vitið að láta King Kenny klára tímabilið af mínu mati og reyna svo að fá nýjan stjóra….eða bara Kenny áfram ef allt er í lukkunnar standi 🙂

  • Hvað er málið með alla þessar gömlu Liverpool hetjur sem hafa trú á Hodgson?

  Þetta eru sömu “snillingar” og vildu síðasta stjóra í burtu og sáu honum allt til foráttu. That went well!! Hanesn og Lawro eiga að vera í þessum hópi líka.

 27. “Fernando Torres, Steven Gerrard og Joe Cole spiluðu allir með Liverpool í gær en þess má einnig geta að átta leikmenn úr aðalliði Blackburn voru í gær fjarverandi af ýmsum ástæðum.”

  Átta leikmenn úr aðalliði Blackburn fjarverandi – samt tókst Liverpool að láta lið Blackburn líta út eins og Barcelona á sínum besta degi !!!!!

 28. Ég er samt alveg viss um að það vill því miður enginn góður leikmaður ganga til liðs við okkur með þennann (“sauð”) sem stjóra.

  Setti >Sauð< í gæsalappir og sviga í virðingarskyni við Sauðfé nær og fjær.

 29. Ég er sammála þeim sem að telja að Kenny Daglish eigi að klára tímabilið meðan verið er að finna staðgengil fyrir RH. Daglish hefur allt með sér til að taka þetta verkefni að sér. Hann hefur stuðning 99 % stuðningsmanna, hann hefur virðingu leikmanna og hann hefur reppið til að klára þetta tímabil. Hitt er annað mál hvort að hann sé rétti maðurinn til að vera framtíðarmaður Liverpool FC. Ég er endilega ekkert svo viss um það ! En það er engin spurning í mínum huga að ef ég hefði einhver völd innan Liverpool þá væri þetta málið. Og svo er það bara bull að halda því fram að hann geti ekki tekið þetta að sér þar sem hann hafi ekki þjálfað lengi. Er maðurinn búinn að vera lifandi í fílabeinsturni eða ?? Nei svo sannarlega ekki ! Hann hefur eins og við allir hinir verið að fylgjast með hvernig boltinn hefur breyst og hvernig mál hafa þróast. Fótbolti er ennþá sama íþróttin og áður með smá áherslubreytingum sem hann er vafalaust mjög vel að sér í !

  Ekkert bull, fá King Kenny í sætið heita og tökum svo restina af tímabilinu í að finna rétta manninn í starfið. Sjálfum hugnast mér vel BOAS !!

 30. Afhverju taka menn ekki bara Ragnick ? Hann er á lausu og mjög fær.

  Sé enga ástæðu til að hafa einhvern care-taker manager, ef að Ragnick gengur ekki upp verður honum bara sagt upp í sumar.

 31. Carlos Q…gamli aðstoðarmaðurinn á OT er sá sem þið leitið að 🙂

 32. Já MW , við viljum helst þjálfara sem fer fram yfir miðju með fleiri menn en tvo (yrði bæting frá núverandi ástandi) – honum CQ tókst að gera leiðinlegt varnarlið úr Portúgal sem er afrek útaf fyrir sig.

 33. Fá Benitez aftur? Voðalega eru menn fljótir að gleyma

  Ég vil fá Benitez vegna þess að ég er ekki fljótur að gleyma. Ég man eftir þarsíðasta tímabili. Ég man eftir því þegar Liverpool var besta liðið í Evrópu – liðið sem enginn vildi mæta í Meistaradeildinni. Ég man eftir tveimur úrslitaleikjum í Meistaradeildinni. Ég man eftir 4-0 sigri á Real Madrid, 4-1 á Old Trafford. Ég man eftir því að Liverpool liðið spilaði aldrei jafn illa undir stjórn Benitez og það hefur spilað undir stjórn Hodgson

  Vandamálið er einmitt fólkið sem var fljótt að gleyma og vildi losna við Benitez útaf einu slæmu tímabili.

 34. 36

  “Fá Benitez aftur? Voðalega eru menn fljótir að gleyma. Held að menn ættu að horfa framávið, ekki´i baksýnisspegilinn.”

  Mér þætti það alls ekki svo galið og ég man eftir öllu sem gerðist á hans árum. Ef hann er baksýnisspegill þá var sá spegill klesstur af bílnum af einhverju rugludall, vona að NESV sé að leita að límbandi fyrir quick fix.

 35. Í alvöru talað, er ekkert að gerast í þessum málum.
  Þetta á ekki að þurfa að taka svona langan tíma, Hodgson þú ert búinn að koma þessu liði í skítinn so piss off pg skella hurðinni á eftir honum.
  Ég væri frekar til í að nýta Carra í hans meiðslum og láta hann stýra liðinu liðinu á móti united heldur en að láta Hodgson sjá um það.

 36. Maggi#37

  Jú líklega er það rétt hjá þér, en hann gerði ekki uppá bak með liðið eins og Benitez heldur vann hann allt sem hann keppti um(LFC var ekki í evrópukeppni á þessum tíma).

  Benitez er vinsæll meðal ákveðna stuðningsmanna liðsins, King Kenny er vinsæll á meðal þeirra allra. Það finnst mér líka krúsíal þáttur núna. Okkur vantar jákvæðni og eitthvað til að fá menn til að standa saman, ekki aftur sundrung eins og var með Rafa. Eða það er mitt mat.

 37. Ég er farinn að verða dálíti hræddur að þetta endi eins og hjá leeds, liðið í algjöru rusli þó við höfum marga frábæra leikmenn.
  Þetta er eins og höfuðlaus her, enginn virðist vita hvað á að gera.
  Reka karlinn strax og fynna einhverjan sem getur komið liðinu á rétta braut aftur, annars endar þetta ílla hjá okkur.

 38. Hodgson burt í dag, hann nær öllu því versta út úr leikmönnum og stuðningsmönnum Liverpool. Ef við fáum ekki topp þjálfara núna í janúar þá er eina rétta í stöðunni að bíða til sumars og ráða Kenny Daglish tímabundið.

 39. Ég veit ekki með Carlos Q.
  Fyrir utan það að “vera” MUFC maður.
  Þá hagaði hann sér eins og fífl með Portúgal, asnalegar yfirlýsingar í garð leikmanna
  og svo drullaði hann yfir starfsfólkið sem að var komið til að taka lyfjaprófið á
  þessum Portúgölsku væluskjóðum.

  Sáuð þið viðtalið/símatímann á LFC tv eftir hörmungarnar í gær.
  Þar var “gamli” Roy í stólnum og hélt því fram að King Kenny væri búinn að
  vera of lengi frá toppþjálfun til að höndla jobbið…..

  Ég held samt að svona legend hljóti að koma með auka kraft í hópinn.

 40. Halldór Bragi í #47.

  Sammála þér þarna, Kenny er auðvitað okkar kostur allra að sjá frekar en Hodgson og Benitez held ég. En vandinn er einfaldlega sá, hvað með til framtíðar?

  Ég er á því að FSG sé núna að reyna að fá kónginn í lið með sér að stjórna liðinu út tímabilið, því eins og ég hef áður sagt er 62ja ára Kenny Dalglish eiginlega eins langt frá hugmyndum þeirra um þjálfara og Roy Hodgson í rauninni er. FSG hefðu ALDREI ráðið Roy Hodgson sem þjálfara liðsins, þeirra hugmyndafræði gengur út á að vera með ungt lið, stjórnað af ungum og áköfum þjálfara undir stjórn reynslumikils CEO (yfirmanns knattspyrnumála).

  Ég held að Dalglish vilji verða þjálfarinn, en þeir vilja hafa hann CEO. Þar stendur hnífur fastur í kú ef að ekki verður skipt um þjálfara í dag. Það verður BARA út af því að þeir fá engan annan í starfið. Það vita allir að tími Hodgson er liðinn….

 41. Strákar þó ég vildi glaður fá Benitez í stað Hodgson er það þá ekki alveg ljóst að liðið þarf ekki á Benitez aftur að halda, það hlýtur að vera til meiri frumleiki en það. Mér fannst Benitez endanlega missa það þegar hann lét Ferguson taka sig í görnina um áramót 08-09 í sálfræði 902 og reyndi svo að skjóta til baka með því að lesa upp af blaði og í kjölfarið silgdi United framúr okkar mönnum á töflunni og Ferguson hló í smettið á Benna allan tíman á meðan þetta átti sér stað.

  Bentez gerði margt frábært hjá Liverpool og alla daga margfalt betri kostur en Hodgson en var hans tími ekki bara liðin síðastliðið sumar rétt eins og tími Hodgsons var búin eftir fyrstu 2 deildarleiki liðsins á þessu tímabili?

 42. er það þá ekki alveg ljóst að liðið þarf ekki á Benitez aftur

  Af hverju er það ljóst?

  Mér fannst Benitez endanlega missa það þegar hann lét Ferguson taka sig í görnina um áramót 08-09 í sálfræði 902

  Manstu hvað annað gerðist á nákvæmlega sama tíma? Eitthvað sem Benitez var að beina fókus frá? Eitthvað varðandi fyrirliða liðsins.

  en var hans tími ekki bara liðin síðastliðið sumar

  Af hverju? Útaf einu slæmu tímabili? Ég hefði þvert á móti viljað gefa Benitez tíma með nýjum eigendum sem hefðu a.m.k. leyft honum að eyða þeim hagnaði sem hann skapaði klúbbnum með árangri í meistaradeild og sölu á leikmönnum.

  Ég skil ekki hvað Kenny hefur framyfir Benitez – eru það ekki bara draumórar að Kenny geti gert eitthvað með liðið? Byggir það á einhverju?

  Ég geri mér alveg grein fyrir því að það eru ekki allir sammála mér um Benitez, en það er staðreynd að síðustu tuttugu ár hefur enginn stjóri Liverpool náð jafn góðum árangri og hann.

 43. Æji Matti give it a rest. Þú fílar Benitez, aðrir ekki…that’s it.

 44. Jæja er að verða geðveikur á að það sé ekki búið að reka Hodgson. Er fundur í gangi eða er það bara eitthvað slúður?

 45. Djöfull er ég sammála þorra afhverju er ekki buið að reka manninn? Er allt bara rólegt?

 46. Það tekur tíma að reka mann. Líklegt er að haldinn hafi verið einhverskonar fundur í gærkvöldi, sem er síðan haldið áfram í morgun. Kannski hefur tímamismunur áhrif, þessvegna tekur þetta tíma. Vonandi var Hodgson tilkynnt að hann yrði rekinn nú í hádeginu, en þá á eftir að ganga frá starfslokasamningi áður en nokkuð er tilkynnt. Vonandi gerist það í dag.

  Varðandi næsta stjóra. Það eru mjög fáir á lausu, Ralf Rangnick virðist vera svipaður og Hodgson, nema þýskur. Að því leiti að hann náði frábærum árangri með lítið lið. Þurfum við ekki einhvern sem er vanur stórum klúbbi og stórstjörnum? Sem getur lokkað þær til okkar. Ralf hefur ekki verið að fá til sín neinar stjörnur, heldur minni nöfn sem hafa gert það gott. Ég hef takmarkaðan áhuga á því, og við vitum öll hversu lítil þolinmæði er meðal okkar, stuðningsmannanna.

  Líklega er best að ráða einhvern tímabundið fram á sumar. Sammy Lee ef Dalglish er ekki til er líklega skásti kosturinn. Rafa kemur ekki aftur og stóru stjórarnir eru bara ekkert á lausu. Veit ekki með Rijkaard.

  Ég vil í það minnsta ekki ana út í neitt. Tímabilið getur varla orðið verra, kannski nær einhver að rífa liðið upp. Ég held þó að skynsamlegast sé að bíða fram á sumar, eyða litlum pening í janúar og reyna frekar að gera góða lánssamninga. Þetta lið á alveg að geta náð Evrópusæti með réttan mann í brúnni. Það er ekki Hodgson og ég er ekki viss um að sá rétti sé á lausu nú í janúar.

 47. shit maður situr hérna við tölvuna og gjörsamlega misnotar F5 takkann …. Ef Roy verður látinn fara í dag hvar verður þá partýið í kvöld ? 🙂

 48. Svona þegar að menn tala um að kenny sé úreltur miðað við roy að þá á sama tíma og roy var að vinna það eina sem að hann hefur unnið þ.e. sænsku deildina að þá vann kenny ensku úrvalsdeildina á sama tíma með liverpool og hefur náð góðum árangri með enskum liðum.

  Kenny tapaði 41 leik sem stjóri liverpool og það í rúmlega 300 leikjum, roy hefur tapað 9 af 29 sem að segir frekar mikið að mínu mati.

 49. Ef eigendur okkar ástkæra liðs hafa ekki manndóm í sér til að reka þetta helv…. fífl sem einn manna í heiminum kallar sig framkvæmdastjóra þá set ég þá í sama flokk og geðsjúklingana sem áttu liðið áður og sé þá að það getur ekkert annað búið undir en einbeittur ásetningur og samsæri bandaríkjamanna að koma félaginu okkar endanlega í rúst.

  Nú erum við nýlega búnir að tapa fyrir tveimur liðum sem voru nýbúin að reka stjórana sína sem,by the way,voru mjög vinsælir hjá leikmönnum og stuðningsmönnum sinna liða og ekki þarf að halda Woy hjá Liverpool vegna þess að hann sé svo vinsæll.

  Svo hlusta ég ekki á þau “rök” að það sé enginn til að taka við af fíflinu og þess vegna sé ekki hægt að reka hann,það væri hægt að pikka upp “any Tom,Dick or Henry” upp af götunni og hann myndi ekki standa sig verr en uglan.

  Að lokum langar mig að velta því hvaða spekingar semja við þessa framkvæmdastjóra og þá er ég ekki bara að tala um hjá Liverpool,það virðist ekki vera hægt að reka þá úr vinnunni án þess að borga þeim fúlgur fjár,væri allt í lagi að láta þá fá einhverjar krónur en að þeir geti því sem næst gert félögin gjaldþrota sem vilja losna við þá AF ÞVÍ AÐ ÞEIR STANDA SIG EKKI Í VINNUNNI finnst mér algjörlega fráleitt!!!

 50. Æji Matti give it a rest. Þú fílar Benitez, aðrir ekki…that’s it.

  Sagði ég það ekki sjálfur? Ef þú vilt ekki ræða Benitez, slepptu því þá að nefna hann. Ef þú þolir ekki andmæli, slepptu því þá að tjá þig.

 51. Jú líklega er það rétt hjá þér, en hann gerði ekki uppá bak með liðið eins og Benitez

  Voðalega er leiðinlegt að sjá þetta niðurrif hjá þér hérna inni!

  Það ætti annars að vera öllum morgunljóst og sérstaklega í dag að það er í besta falli kjaftæði að segja að Benitez hafi verið að gera upp á bak með þetta lið. Hvað þá ef við miðum við þær aðstæður sem hann vann við.

 52. Spurning um hvort að Hodgson sé að fara að stýra okkur gegn ManUtd um helgina og svo fara á útivöll á móti Blackpool og tapa fyrir þeim i annað skiptið á tímabilinu og koma okkur þar af leiðandi í fallsæti!

 53. F5 F5 F5 F5 andsk… F5 F5 F5 djöf… F5 F5 F5…..

  Trúi ekki öðru en að Henry hafi verið að vakna eftir vonda martröð.

 54. Það er rangt Halldór Bragi að það sé bara Matti sem fílar Benitez:-)

 55. Hver í andskotanum þykistu vera Matti??? Þú segir mér ekki til um hvað ég eigi að gera, hafðu það alveg á kristal tæru!!!

  Ég nefndi að ég vildi ekki Benitez útaf ákveðni sundrung stuðningsmanna Liverpool þegar hann var við stjórnvölin(sem þú ert svo sannarlega að sýna framá hér). Ég ætlaði ekki í einhverja “ég hata/ ég elska” Benitez samkeppni við þig. Þannig umræður eru löngu búnar og menn almennt bara sammála um að vera ósammála þar. Gerðu það fyrir okkur að hætta þessum ástar-Benitez rembing þínum!

 56. Dalglish er að sjálfsögðu goðsögnin okkar á allan hátt. Skulum ALDREI gleyma því hvað hann hefurr gefið og er enn að gefa félaginu.

  En eins og Roy Evans sagði í gær, þá er bara auðvitað ekki neitt sjálfsagt að Kenny gefi okkur árangur. Fótboltinn hefur breyst GÍFURLEGA frá því hann hætti með Blackburn og hann feilaði algerlega með sterka leikmannahópa hjá Newcastle og Celtic.

  Það sitja nýir eigendur upp með. Ætla þeir að ráða stærsta nafn í sögu félagsins til að stjórna mölbrotnum leikmannahóp í gegnum þann storm sem nú er í gangi. Vitandi það að sama á hverju mun ganga þá hafa þeir endanlega afhöfðað sig í augum okkar allra ef þeir reka kónginn eða fara ekki eftir því sem hann vill?

  FSG vinna ekki á þann hátt og ég ítreka enn og aftur þá skoðun mína að þessi staðreynd stendur helst í þeim í dag, því þeir vita að Hodgson er búinn.

  Það er ekki svo einfalt bara að segja bara. “Dalglish taktu við” og allt fer í gang. Tap á OT undir hans stjórn, svo slakur leikur í Blackpool og tap í Merseyside derby-inu og hvað þá?

  Roy Hodgson er EITT af vandamálum félagsins og hin vandamálin munu ekki hverfa með brotthvarfi hans. Niðurbrotið sjálfstraust og stanslaus veiking á leikmannahópnum frá hausti 2009 lagast ekki með brotthvarfi hans eingöngu.

  Ég vill sjá aðkomu kóngsins að þessu liði, en ég er langt frá því sannfærður um að ráðning hans muni snúa öllu við um leið, því hann þarf MIKLU FLEIRI góða leikmenn. Ef hann er til í að stýra liðinu í gegnum storminn og er tilbúinn að velja sér arftaka með eigendunum þá er ég sáttur.

  Því við megum ekki gleyma því að ENGINN er stærri en Liverpool Football Club, ekki einu sinni kóngurinn Kenny Dalglish! Við verðum að koma klúbbnum út úr þessu ömurleikaástandi sem hann er fastur í og egóum, hvaða egói sem er, þarf að fórna til þess!

  Og Halldór Bragi, það er alls ekki rétt að Matti einn fíli Benitez. Værum ekki í þessum skítamálum með hann við stjórn, en örugglega með allt öðruvísi leikmannahóp. Því Rafa vildi taka duglega til í honum í sumar og þar fylltist mælirinn hjá Purslow og co. Þeir vildu annan í endurskipulagningu klúbbsins og það er að mínu mati að koma í ljós að var heimskasta ákvörðun sem hægt var að taka í stöðunni.

  Ef svo illa færi að Dalglish gengi illa, þá er ég alveg viss um það að stór hópur aðdáenda myndu þiggja Rafa aftur. Þó ég sé búinn að spá því að hann taki fljótlega við af Ancelotti….

 57. goa#66

  Þetta var kannski illa orðað hjá mér en ég meinti: aðrir = summir 🙂

 58. Hef VERULEGAR áhyggjur af stöðu mála hjá liðinu okkar.

  Roy ræfilinn er að drukkna í djúpu lauginni, af hverju er NESV ekki búið að láta manninn fara. Tel nú samt að þeir verði að bregðast við núna enda 10.000 laus sæti á síðasta heimaleik, menn farnir að spreyja “Hodgson out” á veggi Melvood og Anfield, Hodgson sífellt að gera í brók í viðtölum og búin að fá aðdáendur upp á móti sér endanlega.

  Áhyggjur mínar snúast þó ekki bara um hinn útbrunna skarf Roy Hodgson sem kennir öllum öðrum enn sjálfum sér um það sem miður fer. Nei áhyggjur mínar snúa ekki síður að nýjum eigendum klúbbsins NESV.

  So far eru NESV með falleinkun varðandi stjóramál og ekkert spennandi heyrist af leikmanna eða vallarmálum.

  Fyrir janúargluggann vorum við orðaðir við ýmsa alvöru leikmenn og m.a Comolli lét hafa eftir sér að janúarglugginn nú yrði spennandi fyrir bisness þar sem mörg lið á meginlandinu væru i fjárhagserfiðleikum og því hugsanlega hægt að fá menn sem að öllu eðlilegu væru ekki á lausu á ágætis verði. Þetta hljómaði vel og maður taldi Liverpool loksins tilbúið að berjast um alvöru menn á markaðnum með komu NESV. Það þarf jú að kaupa leikmenn því allir sjá að hópurinn í dag er ekki nógu sterkur til að berjast á toppnum hver svo sem stendur í brúnni þó jafnvel mamma myndi skila þessu liði ofar í töfluna enn Roy.

  Nú er manni hins vegar farið að gruna að það eigi ekki að eyða miklu í leikmannamál, blöðin hætt að orða okkur við DZEKO og hina alvörubitanna og nú er Liverpool, já LIVERPOOL, orðað við leikmenn eins og Robert Huth, Routledge og einhvern Traore sem er framherji í Rúmeníu með frekar dapurt record þar í landi 44 leikir 14 mörk ef ég man rétt.

  Við erum reyndar orðaðir við Adebayor sem er hörkuleikmaður þó hann sé ekki í náðinni hjá City. Við getum þó ekki keypt hann þar sem við virðumst ekki hafa pening í alvöru menn frekar enn áður, enn þá kemur í ljós að man city er talið sátt við að lána okkur hann þar sem þeir líta ekki á Liverpool sem keppinauta um eitt eða neitt, getum við þá átt séns, nei auðvitað ekki því að Liverpool treystir sér ekki til að greiða laun leikmannsins, frábært.

  Svo eru farnir að heyrast þekktir frasar úr herbúðum okkar manna eins og “það þarf að selja til að geta keypt”, frábært. Ekki nóg með að blöðin haldi því fram að Robert Huth sé það mest spennandi sem við erum að elltast við heldur er talið að hann sé of dýr fyrir okkur, með öðrum orðum við getum meira að segja ekki tryggt okkur Robert Huth hvað þá einhverja alvöru menn.

  Veit að blöðin eru eitt enn veruleikinn annar enn engu að síður er oft hægt að lesa milli línanna og fá raunverulega stöðu mála.

  Ég vona svo sannarlega að mín tilfinning sé tómt bull og fjarri sanni enn ég er farinn að hafa áhyggjur af því að NESV ætli ekki að kosta miklu í Liverpoolverkefnið, tel að í janúar og í sumar komi unglingar og meðalmenn enn ekki þeir stóru bitar sem við þurfum til að styrkja liðið.
  Verði það málið þá er ljóst að Torres, Reina, Agger og fl. fara ef liðið verður ekki styrkt almennilega og frambærilegur stjóri skipaður.

  Með öðrum orðum þá tel ég raunverulega hættu á að framtíðin hjá Liverpol sé barátta um miðja deild óháð því hver stendur í brúnni.

  NESV upp með veskið, burt með Roy, inn með alvöru menn og alvörustjóra annars er framtíðin svona:

  “Huth með boltann út úr vörninni, gefur á Routledge sem kemur upp kantinn og gefur inn í boxið þar sem Ngog kemur á ferðinni…..” HLJÓMAR EKKI SPENNANDI Í MÍNUM EYRUM!

  YNWA

 59. Hver í andskotanum þykistu vera Matti??? Þú segir mér ekki til um hvað ég eigi að gera, hafðu það alveg á kristal tæru!!!

  Segir Halldór Bragi sem í næstu athugasemd þar á undan sagði:

  Æji Matti give it a rest.

  Mér finnst þetta fyrst og fremst krúttlegt 🙂

  En fjandakornið, er ekki búið að reka Hodgson?

 60. Þarna er ég að biðja þig um að hætta þessum Benitez ástarleik þínum. Þú hlítur nú að vera greindur yfir heimskumörkum og áttaðir þig á því…eða hvað?

 61. 70 “Huth með boltann út úr vörninni, gefur á Routledge sem kemur upp kantinn og gefur inn í boxið þar sem Ngog kemur á ferðinni…..” HLJÓMAR EKKI SPENNANDI Í MÍNUM EYRUM!

  Eins og þú lýsir þessu væru þeir þó að spila boltanum fram og ná fyrirgjöf þar sem sóknarmaður kemur á ferðinni.
  Þetta erum við ekki að sjá oft í dag hjá liðinu okkar. En mér finnst þetta heldur ekkert spennandi, þ.e.a.s. nöfnin sem þú nefnir

 62. Er samála umræðuni hérna áðan auðvitað á sammy lee að hverfa með RH held að hann eigi stóran þátt í því hvernig er komið fyrir okkar átskærafélags……

  Var ekkert smá ósáttur að mann fíflið væri en með vinna þegar ég vaknaði:(

 63. “Huth með boltann út úr vörninni, gefur á Routledge sem kemur upp kantinn og gefur inn í boxið þar sem Ngog kemur á ferðinni…..” HLJÓMAR EKKI SPENNANDI Í MÍNUM EYRUM!

  Þetta er allavega álitleg sókn, væri til að að heyra hvernig hún endar? Skorar N´gog?

 64. 53 Viðar

  Ertu að meina eftir að Rafa las upp af blaðinu um Fergie og Liverpool fékk í kjölfarið 41 stig af 54 mögulegum.

  Já skelfilegir tímar alveg hreint.

 65. Það sem við erum að upplifa núna er talsvert ólíkt því sem við þurftum að upplifa á tíma G&H, þ.e. stöðugt fjölmiðlablaður stjórnarmanna sem auðveldlega var hægt að túlka á marga vegu. NESV menn virðast því vera samheldnir að þessu leiti.

  Ég skil ekki hvers vegna menn eru að stressa sig svona rosalega. Hodgson er eins og margoft hefur komið fram ,,Dead-man-walking” og það er bara tímaspursmál hvenær hann verður látinn fara. Maggi bendir réttilega á að ef næsti sem tekur við stjórnartaumunum tapar næstu tveimur leikjum hvað myndi hugsanlega gerast. Góðir hlutir gerast hægt og það á nefnilega líka við í þessu tilfelli. Hodgson mun fara, þannig verum ekkert að stressa okkur of mikið á þessu.

 66. er ekki einkunnarorð félagsins YNWA ?? mér sýnist Hodgson greyið vera algjörlega einn í þessu og það eru allir á móti honum. Ég mun allavegana ekki taka mark lengur á þessum YNWA söng enda virðast allir stuðningsmenn Liverpool ekki standa undir þessum orðum.

 67. Finnst að menn eigi leifa eigendunum að njóta vafans þar til vitað er hvað veldur því að hann hafi ekki verið rekinn. Tel það fullkomnlega ljóst að eigendurnir viti að Roy á enga framtíð hjá klúbbnum, því er vandamálið einhverstaðar í næsta skrefi.

  Kannski vill Kenny ekki vera einhver tímabundinn caretaker, treystir sér ekki í þetta, hver veit.
  Kannski vilja þeir ekki hinn eða þennan… því þeir eru nú þegar með einhvern sem þeir vilja virkilega inn sem endanlegan stjóra en er ekki laus strax.

  Held það hljóti bara að vera miðað við hvað það hefur dregist að reka Roy, átti kannski að reyna að lifa á honum þangað til. Í millitíðinni gerir Roy eins og Roy einn getur og er í raun orðinn verri en enginn, enginn augljós caretaker í boði og allt í steik. Þá er ákvörðunin ekki eins einföld og “Roy out!”
  Tengt því, hver er að draga fram alla þessa fyrrverandi leikmenn til að styðja við Roy. Ég meina.. hvenær commentaði Keegan síðast á stjóra Liverpool.

 68. Ertu að meina eftir að Rafa las upp af blaðinu um Fergie og Liverpool fékk í kjölfarið 41 stig af 54 mögulegum. Já skelfilegir tímar alveg hreint.

  Þegar ég var yngri og Simpson þættirnir voru ennþá hip & kúl var svonalagað kallað FACE í minni sveit 🙂

  En ég trúi því varla að þeir ætli að leggja á okkur aðra óvissunótt þar sem Hodgson er ennþá titlaður stjóri félgasins.

 69. Nei Babú ég er að meina þegar Rafa las upp af blaðinu og liðið átti svo í kjölfarið afleitan janúarmánuð ef ég man rétt sem kostaði okkur titillinn

 70. Þarna er ég að biðja þig um að hætta þessum Benitez ástarleik þínum. Þú hlítur nú að vera greindur yfir heimskumörkum og áttaðir þig á því…eða hvað?

  Sami maður sagði:

  Hver í andskotanum þykistu vera Matti??? Þú segir mér ekki til um hvað ég eigi að gera, hafðu það alveg á kristal tæru!!!

  Hver þykist þú eiginlega vera Halldór? Eigum við ekki bara að hætta þessu áður en þetta verður pínlegra?

  Vil bæta því við að mér hefur alltaf verið drullusama þó stuðningsmenn Liverpool hafi haft skiptar skoðanir á Bentiez. Andúð manna á Benitez hefur í afskaplega fáum tilvikum byggt á málefnalegum ástæðum. Oftast eru þetta vitleysingjar að lepja skítinn frá spekingum á Sky varðandi hlutin eins og svæðisvörn, að Gerrard eigi að vera á miðjunni eða liðið eigi að spila 4-4-2. Við sjáum öll hvað það voru gáfuleg ráð.

  Til er fólk sem þótti boltinn hans leiðinlegur þrátt fyrir að árangurinn væri góður. Það er svosem spurning um smekk, ég var ekki sammála því – jafnvel þó liðið hafi spilað marga leiðinlega leiki síðustu ár. Ekkert jafnast á við leiðindin sem okkur hefur verið boðið upp á undir stjórn RH.

 71. Er ekki bara tillitsemi við vinnuveitendur að tilkynna þetta á flöskudegi?

 72. Eins og ég sagði hérna í gærkvöldi þá verður Woy Horribleson enþá stjóri Liverpool þegar við mætum Manure á laugardaginn. Enda hafa þessir nýju eigendur ekki gert annað en að valda vonbrigðum og munu halda því áfram þeir eru þess ekki verðugir að halda um taumana hjá klúbbnum okkar líkt og fyrri kanar. Því segi ég einfaldlega YANKS OUT!!!!!!!!

 73. Nei Babú ég er að meina þegar Rafa las upp af blaðinu og liðið átti svo í kjölfarið afleitan janúarmánuð ef ég man rétt sem kostaði okkur titillinn

  Hvað annað gerðist hjá liðinu þennan saman mánuð. Eitthvað varðandi fyrirliða liðsins. Svona, svaraðu því maður. Vísbending: Þetta gerðir á næturklúbbi eftir 5-1 sigur liðins á Newcastle.

 74. Ekkert að frétta ?

  þið twitter gæjar er enginn að skrifa neitt sniðugt núna

 75. Liverpool vann á þessu tímabili Babú aðeins einn deildarleik frá áramótum og þar til í byrjun mars og meðal annars engan í janúar

 76. Friðgeir, nr 75

  Hehe

  Ætli eins og staðan er í dag þetta myndi ekki enda svona:

  “Huth með boltann út úr vörninni, gefur á Routledge sem kemur upp kantinn og gefur inn í boxið þar sem Ngog kemur á ferðinni og leitar að Adebayor sem var of dýr, finnur þess í stað einhvern nobody sem kom á free tranfer og sókninn rennur út í sandinn, Roy Hodgson nuddar andlitið, klórar sér í rassinum og þefar en af einhverjum óskiljanlegum ástæðum finnur enga SKÍTALYKT..

 77. Viddi #90

  Enda var Gerrard að eiga við leiðindar dómsmál sem stjórinn tæklaði vel með að búa til eitthvað fjölmiðlarugl svo gerrard fengi frið frá pressunni!!! mér fant það snalt þá og fynst það enþá!!!

 78. Já mikið væri ég til í það hræðilega tímabil aftur!

  En viltu ekki rífast um þetta við Matta? 🙂

 79. Ég get ómögulega skilið afhverju þessi þráður er farinn að snúast um það hvort Benitez var góður þjálfari eða ekki. Hvað í fjandanum skiptir það máli núna????????

  Er ekki búið að reka karlinn ennþá?

  Fannar #78 Liverpool menn labba aldrei einir og eins og flestir eru búinir að sjá þá er Hodgson ansi langt frá því að vera Liverpool maður og það er ástæðan fyrir því að hann gengur einn.

 80. Babú engan áhuga á að rífast um Benitez enda er hann liðin tíð og kemur líklega aldrei aftur. Kunni samt í heildina vel við hann bara.

  Kannski við ættum að einbeita okkur að þvi að sameina krafta okkar í að fá Hodgson í burtu

 81. Matti og Halldór Bragi,,,blessaðir hættið þessum sandkassaleik eða farið eitthvað annað og rífist eins og smábörn.

 82. Það hefur aldrei verið gefið neitt út um blaðamannafund. Það voru twitter færslur um það í morgun en þá komu nokkrar á móti sem sögðu að ekki yrði neitt gefið út í dag.

 83. Ég bara skil ekki hvernig það getur tekið svona langan að ákveða að reka Hodgson.
  Bara alveg óskiljanlegt!!

 84. Ég legg til að menn andi rólega því svo virðist sem við fáum litlar fréttir í dag. Nýjustu fregnir af Twitter segja að það verði líklega engin yfirlýsing gefin út í dag. Það sé verið að ræða málin og allt slíkt en engin ákvörðun hafi enn verið tekin.

  Sennilega eru NESV-menn og stjórnin að vinna vinnuna sína. Þ.e. að tala við leikmenn, tala við Hodgson, ráðfæra sig við aðra t.a.m. Comolli, Dalglish og jafnvel einhverja aðra þekkingarpósta, áður en þeir taka endanlega ákvörðun. Ég get ímyndað mér að það sé sú vinna sem er í gangi í dag, fyrst þeir tóku ekki af skarið og ráku hann beint eftir tapleikinn í gær.

  Það er allavega staðan núna. Miðað við Twitter er verið að ræða málin og um leið og ákvörðun hefur verið tekin munum við heyra af henni. Sem verður þá eflaust seint í kvöld eða á morgun í fyrsta lagi, miðað við það sem maður er að heyra.

  Þetta er þó allt óstaðfest. En ég ráðlegg mönnum að anda rólega, það er greinilega aðeins meira en mínútuspursmál hérna.

 85. Okei, ég ætla að dýfa tánni í fúlan pytt í smástund. Nú vil ég ekkert frekar en sjá á bak Hodgson, þetta er ömurlegt ástand og maður nennir ekki að horfa á liðið lengur. En satt að segja finnst mér hluti af sökinni liggja hjá hinum nýju eigendum. Það er í sjálfu sér aðdáunarvert hjá þeim að vera varkárir í yfirlýsingum og láta verkin tala, en þögn þeirra á undanförnum vikum auk undanbragða í viðtalinu á LFCtv hefur lítið gert til að róa fólk. Ef þeir hefðu rætt þetta af hreinskilni við aðdáendur í sjónvarpsviðtalinu og gefið þar út skýrt orðaða yfirlýsingu um að Hodgson verði a.m.k. út veturinn hefði fólk held ég aðeins róast. En þar sem þeir vildu/þorðu greinilega ekki að ræða þetta og voru varkárir í svörum, fengu aðdáendur á tilfinninguna að hægt væri að hafa áhrif á ákvörðun þeirra. Þeir verða einfaldlega að standa í lappirnar og taka þá ábyrgð sem fylgir eignarhaldinu. Ég held að það sé samt of seint fyrir þá núna að skera úr um að Hodgson verði út veturinn, tækifærið er liðið og það verður að gera breytingar og það strax.

 86. Þvílíkt ástand hjá þessum ástsæla klúbbi. Í dag er fimmtudagur og á sunnudaginn er/ætti að vera einn af okkar stærstu leikjum á tímabilinu og allt ætti að vera logandi útaf þeim leik. En í staðin erum við að bíða og bíða eftir allt öðruvísi fréttum og leikurinn fellur í algjöran skugga. Mann langar helst til að grenja. 🙁

 87. ætla nú ekki einu sinni að fylgjast með þessum leik a sunnudaginn ef að crapson verður en við stjórn ég bara get þetta ekki lengur alveg gjörsamlega óþolandi að horfa upp á þetta

 88. Ekkert að gerast á Twitter… Menn aftur komnir aftur í umræður um leikmannakaup 🙂
  M’Vila komin í umræðuna.

 89. Sammála Kristjáni Atla,,,anda rólega þetta er meira en eitt pennastrik,það mun koma niðurstaða í þetta mál,tekur bara sinn tíma.

 90. Babú unnu 2 deildarleiki fyrirgefðu af fyrstu 7 eftir áramótin

  Þetta er nú ekkert versti slæmi kafli sem ég hef heyrt um!! Plús það að í nánast öllum þessum leikjum fyrir utan Boro leikinn var Liverpool rúmlega helmingi betra í leiknum án þess að ná að klára hann.

  03.01.2009 2 – 0 Preston North End Deepdale FA Cup 3rd round

  10.01.2009 0 – 0 Stoke City Britannia Stadium Premier League

  19.01.2009 1 – 1 Everton Anfield Premier League

  25.01.2009 1 – 1 Everton Anfield FA Cup 4th round

  28.01.2009 1 – 1 Wigan Athletic JJB Stadium Premier League

  01.02.2009 2 – 0 Chelsea Anfield Premier League

  04.02.2009 0 – 1 Everton Goodison Park FA Cup 4th round replay

  07.02.2009 3 – 2 Portsmouth Fratton Park Premier League

  22.02.2009 1 – 1 Manchester City Anfield Premier League

  25.02.2009 1 – 0 Real Madrid Bernabeu Stadium Champions League 1st knockout r. 1st leg

  28.02.2009 0 – 2 Middlesbrough Riverside Premier League

  03.03.2009 2 – 0 Sunderland Anfield Premier League

  10.03.2009 4 – 0 Real Madrid Anfield Champions League 1st knockout r. 2nd leg

  14.03.2009 4 – 1 Manchester United Old Trafford Premier League

  22.03.2009 5 – 0 Aston Villa Anfield Premier League

  En já Benitez er ekki til umræðu nú.

 91. Rafa vs Roy….. það þarf ekki einu sinni að rökræða það! Ég fæ bara sæluhroll að hugsa til þess hversu æðislegt væri að hafa hann núna en ekki Woy sem gerir ekki annað en að reyna að klína eigin vangetu á Benites. Það heitir á góðri íslensku að pissa í skóinn sinn. Woy er orðinn vel blautur af eigin dissi/pissi.

  YNWA

 92. Það gerist ekkert í þessu í dag. Við verðum bara að slaka á og bíða frétta, vonandi góðra frétta. Ég sjálfur er hvort sem er enn í sjokki yfir þessari hörmung sem ég varð vitni af í gær. Nýkomin úr áfallahjálp og er komin á 6 róandi á dag :-/

 93. Við fáum engar góðar fréttir NESV menn eru getulausir með öllu. Vitið þið til Woy stýrir liðinu í næsta leik.

 94. Vissulega er maður spældur yfir því að Hodgson skuli ekki vera farinn, en er ekki um að gera að líta á björtu hliðarnar og hugsa sem svo að þessi vinnubrögð NESV séu eitthvað sem gætu reynst heillandi fyrir þá kandítata sem koma til greina sem framtíðarstjóri félagsins?

 95. Twitter segir nú að Roy hafi verið að fara frá Melwood, blístraði á leið sinni út í bíl….

 96. 116 Maggi..Voru að sýna þetta á SKY…Það sem þeim fannst athyglisverðast, var að hann var með 2 stórar töskur sem hann setti í Bimmann hjá sér..Ætlii hann hafi tæmt skrifstofuna sýna??

 97. Nei, ég held að það hafi verið, “það geta ekki allir verið gordjös” eftir Pál Óskar

  1. Fannar Már S says:
   06.01.2011 at 14:23
   er ekki einkunnarorð félagsins YNWA ?? mér sýnist Hodgson greyið vera algjörlega einn í þessu og það eru allir á móti honum. Ég mun allavegana ekki taka mark lengur á þessum YNWA söng enda virðast allir stuðningsmenn Liverpool ekki standa undir þessum orðum.

  Hvað meinar við erum að styðja hvert annað í því að reka hann! 🙂

 98. Ég var verulega þunnur í vinnunni í dag. Ástæðan er sú að ég fór á pöbbinn að horfa á leikinn gegn Blackburn. Ég var mjög rólegur enda vinnudagur morguninn eftir. Þegar staðan var orðin 3-0 gat ég ekki meir. Bjór og áki. Síðan einn enn. Bara aðeins í viðbót. Barhhjónnn…

  Staulaðist svo heim og hlustaði á Luke Kelly á leiðinni, þetta var það sorglegt.

  Roy Hodgson! I fart in your general direction.

 99. Voðalegur seinagangur er þetta. Það er nákvæmnlega ekkert sem réttlætir það að hann eigi að fá 1, 2 eða 3 leiki til viðbótar til að bjarga sér.
  Alveg dæmigert að hann nái sigri á Old Trafford með 11 manna pakka í vörn og mark eftir skyndisókn. En einn sigurleikur bjargar ekki heilu tímabili.

  Hann þyrfti að ná 10 sigurleikjum í röð eða eitthvað álíka til að heilla mig.

 100. Þetta er farið að birtast á Twitter.. news coming through that Roy Hodgson has been sacked after training today at Liverpool FC melwood …
  Vonandi er þetta rétt..

 101. Þá þarf bara að ráða André Villas Boas. Ekki leiðinlegt að fá hann. Svaðalegt Record sem gæjinn er með. Bíðum og sjáum!?!

 102. Twitter:

  “Hodgson seen putting several large bags in boot of his car at Melwood” SSN. Is he on his way?

 103. Var hann ekki örugglega með Poulsen og Koncheskey í þessum töskum.

 104. Menn eru farnir að tvíta mikið um þessa stóru töskur sem Roy tók með sér af Melwood í dag og sumir eru að vonast eftir að Paul Konchesky sé í einni af þessum töskum 😉

 105. Frekar dularfult ef að hann er að setja einhverjar töskur í bílinn sinn…
  Hvað ætli sé í þessum töskum, ekki bjó kallinn þarna 🙂

 106. Og ekki er hann að taka verðlaun sem hann hefur unnið þannig að ég vona að hann sé að smygla þeim félögum með sér í burtu.

 107. http://yfrog.com/0x24903294z

  Hér má sjá 2:36 mín. langt vídjó frá SkySports þar sem umræddar töskur og blístrandi Hodgson eru í allri sinni dýrð.

  Sýnist þetta bara vera tvær íþróttatöskur. Karlinn gæti verið með föt til skiptanna á æfingum og svona. Ekkert sem öskrar á mann að hann hafi verið að tæma skrifstofuna sína, beint…

 108. Það er allt að verða vitlaust núna og menn segja að BBC sé búið að segja að það sé búið að reka kalliinn.

 109. Legg þúsara undir að það verður búið að tilkynna uppsögn Hodgson næstu 20 mín !

 110. voðalega þurfið þið að ýta alltaf fast á F5 takkann !! Minn er í fínulagi þrátt fyrir óstjórnlega notkun á honum í dag !!

  Roy Hodgson Sacked from Liverpool FC !!!

 111. Haukur, ekki koma með svona yfirlýsingar nema hafa link með, annars ertu að æra ansi marga óstöðuga hér !

 112. Má ég sjá hversu margir hamast á F5 takkanum og bíða hér eftir fréttum? Þumla upp!

 113. rburgessbbc Richard Burgess
  by danroan
  Just for clarification, despite some Twitter rumours, Radio 2 has NOT reported that Hodgson has been sacked.

 114. Hvernig lýst ykkur á að leggja nokkrir saman í púkk og borga e-rjum fyrir að ganga frá Hodgson. Og málið leyst. Þetta er ekki liverpool aðdáendum bjóðandi. Ég hef það á tilfinningunni að þetta sé e-ð plott hjá Roy Hodgson og Alex Ferguson. Þeir eru bestu vinir. Stjórar Liverpool og manu eru eiga ekki að vera fokking vinir. Svo einfalt er það !

 115. Þegar maður skannar miðlana sér maður margar gamlar Liverpool kempur taka upp hanskann fyrir Roy…ég er hræddur um að hann hafi mun meiri stuðning en flestir hér halda. Roy er ekki að fara að taka pokann sinn í dag.

 116. Verð að segja það að mér finnst þetta bara vera orðið ótrúlegt að það sé ekki búið að kaupa handa honum miða til London í dag, alveg hreint ótrúlegt… Hættur að refresha, nenni þessum skrípaleik ekki lengur 🙁

 117. Dan Roan hjá BBC á Twitter: Liverpool unable to confirm if Hodgson press conference will go ahead as planned tomorrow afternoon.

  Það á semsagt að vera blaðamannafundur hjá Hodgson á morgun, útaf United leiknum væntanlega, en Liverpool staðfestir ekki að hann fari fram. Gott mál.

 118. Fyrir mér er þetta sorgar dagur, þá helst hegðun fjölmiðla og stuðningsmanna Liverpool. Ég hafði virkilega vonað að þetta myndi ganga upp hjá karlugluni. Mér fynst fólk þá helst netverjar koma fram við karlinn eins og hann sé glæpamaður og að hann hefði viljandi viljað skaða Liverpool. Og nú á bara að taka hann af lífi.
  Ég er 100% viss um það að hann hefur viljað Liverpool og okkur stuðningsmenn vel. Og ég er líka viss um að að hann er niðurbrotinn maður útaf ástandinu. Ég finn til með honum og mun ekki taka þátt í þessu manorðsmorði sém er í gangi í fjölmiðlum þó ég sé samfærður um að hann sé ekki rétti maðurinn til að stýra Liverpool. Dauðavaktin bjánalegt.

 119. 152

  Ef hann hefur viljað okkur vel hefði hann verið búinn að segja af sér fyrir löngu

 120. Skubli :

  Ég er líka viss um að kallinn vildi vel, og er ekkert kátur með ástandið, og skil svo sem alveg hvert þú ert að fara…. en come the fuck on !!!!

  Maðurinn er að skaða allt umhverfið í kringum sig, og ef hann vill klúbbnum vel, þá ætti hann að sjá það fyrstur manna, að þetta gengur bara því miður ekki upp hjá honum, og hann ætti því að segja af sér.

  Hann þrjóskast hinsvegar við, og kemur í ofanálag sí endurtekið fram í fjölmiðlum með einhverja bölvaða steypu, og kórónar svo alla vitleysuna, þegar hann hálfpartinn drullar yfir þá stuðningsmenn sem sitja í KOP stúkunni og eru hjarta klúbbsins, sverð og skjöldur. Auk þess sem það eru þeir sem greiða launin hans !!

  Hann á bara að vera fyrir löngu búinn að átta sig á því kallinn, að hann ræður ekki við þetta verkefni, og víkja til hliðar. Hann veit vel hversu óvinsæll hann er, og hann þarf að hafa kolinn vitlaust skrúfaðan á, til að átta sig ekki á því að stuðningsmennirnir vilja hann í burtu. Ef þeir vilja það ALLIR SEM EINN, þá á hann að víkja.
  Make no mistake…það er ekkert verið að rökræða þetta neitt… það eru engir hópar að takast á… menn skiptast ekkert í fylkingar. Aldrei hef ég upplifað annað eins, að stuðningsmennirnir ALLIR vilja fá stjórann í burtu… ég veit ekki um einn Liverpool stuðningsmann sem myndi vilja hana hann.

  Hann veit þetta vel, og ætti að víkja bara….

  Insjallah….
  Carl Berg

 121. Þessir amerísku eigendur virðast ekki hafa mikla peninga til að setja í klúbbinn, allavega er ekki verið að linka okkur við neinn alvöruleikmann og þessir efnilegu sem verið er að reyna að ná í vilja annaðhvort ekki koma af því að við erum svo lélegir eða þá að við viljum ekki borga þann pening sem liðin vilja fá. það er kanski farið að renna upp fyrir Henry og félögum að það er sennilega ekki góður bissness að reka fótboltalið og það kæmi mér því ekkert á óvart að klúbburinn verði settur í sölu aftur fljótlega. Á meðan þá blæðir klúbburinn út og Roy tekur okkur með stæl niður um deild ef ekkert verður að gert í hans málum. það þarf menn með hár á brjóstkassanum til að þola mótlæti,en það virðist sem að síðasti svoleiðis maðurinn hafi gengið út í vor(Rafa) og hann virðist líka hafa slökt á eftir sér!!! “GUÐ BLESSI LIVERPOOL”!!!

 122. Þetta er engin röksemdarfærsla hjá þér Skubli # 152. Það að hann taki að sér starfs sem knattspyrnustjóri LFC felur það í sér að hann er tilbúin að takast á við þetta verkefni, þeim kröfum og væntingum sem til hans eru gerðar. Þetta er ábyrgðarstaða því félagið á gríðarlegt magn af stuðningsmönnum sem er mörgum hverjum mjög annt um félagið og gengi þess hefur áhrif á daglegt líf þess – þetta er mikið meira en eitthvað hliðar-“hobbý”.

  Hver er munurinn á að taka að sér umrætt starf eða ábyrgðarmikið starf í ríkisstjórn og sofa á vaktinn og vera ekki starfi sínu vaxinn – menn geta ekkert komið sér undan ábyrgð af því að þeir eru svona fínir kallar.

  Roy er ekki glæpamaður – engin sagt það. En hann er ekki starfinu vaxinn og ætti að hafa manndóm í sér að sjá það sjálfur og segja starfi sínu lausu – ekki bíða eftir hinu óumflýjanlega til að fá feitan launatjékka frá klúbbunum sem hann gerði nákvæmlega ekkert fyrir – nema þá að þjappa stuðningsmönnum saman, eftir að hafa verið tvístraðir með brottför Rafa þá eru þeir allir á sömu skoðun þegar kemur að Roy og veru hans hjá LFC.

 123. Ég er alveg á því að Roy Hodgson er ekki maðurinn sem á að stýra Liverpool. Þetta gekk ekki upp hjá honum og þannig er það nú bara. Löngu kominn tími til að fá nýjann mann í brúnna.

  En það er algjörlega fráleitt af okkur sem stuðningsmönnum að tala illa um hann og uppnefna. Mér blöskrar að sjá menn kommenta hér og tala um að “ganga frá honum”. Það er ekki mönnum sæmandi að tala svona og ekki þessarri ágætu síðu til framdráttar. Þetta á að vera málefnaleg síða um Liverpool og er frábær sem slík, og við skulum halda því áfram.

 124. Ég er sammála að það á að láta karlinn fara.
  En ég hlæ ekki að óförum annara.
  Og það hlakkar ekki í mér að hann skuli vera að fara. Helvítis vesen að þetta hafi ekki gengið upp.
  Ég skil vel að hann villji ekki hætta sjálfur, hann hefur trú á að hann ráði við verkefnið og að segja að hann hætti ekki vegna feitan launatjekka fyrir að hafa ekki gert neitt er bara búll. Ég er smfærður að hann hefur unnið dag og nótt og gert sitt besta. En því miður fyrir hann og okkur var það ekki nó. Ég segi okkur líka því þetta er bara vesen að þurfa að standa í þessu stjóra veseni.

 125. Ég hef fylgst nokkuð náið með LFC sl. 15 ár. Til þess að summa þessi ár upp þá má segja að:

  Það var ekki gaman að horfa á liðið fyrstu 10 árin en svo kom Rafa Benitez. Fyrir hann var hópurinn svona:

  Dudek, Carra, hypia, finnan, riise – Hamann, Gerrard, smicer, murphy – Owen, Heskey Bekkur: Kirkland, Henchoz, Traore, Biscan, Kewell, Diouf, Baros

  Svo komu menn inn eins og Reina, Alonso, Macherano, og Torres…

  Hann fór með þennan hóp: Reina, Carra, Agger, Johnson, Insua – Gerrard, Macherano, Rodriguez, Lucas, Kuyt, Torres Sub: Cavalieri, Skrtel, Aurelio, Aquilani, Babel, Riera, Ngog

  Skyndilega var maður farinn að fylgjast með hverjum leik með von í hjartanu að Titillinn væri á næsta leyti….

  Með eða á móti Rafa þá getur enginn sagt annað.

  En ég neita því að liðið okkar: Reina, Carra, Agger, Johnson, Aurelio – Gerrard, Meireles, Joe Cole, Lucas, Kuyt, Torres … meðallið? NEI !!!

  Rafa eða O’neill STRAX segji ég

 126. Hvað er í gangi?

  Er Roy Hodgson með nektarmyndir af öllum sem tengjast enska boltanum?

  Hvað þarf maðurinn að afreka til þess að vera rekinn eða réttilega gagnrýndur í blöðunum?

  Þarf hann að pissa á Hillsborough skiltið og þurrka félagann með enska fánanum?

  Út með þetta viðrini strax!

 127. Ég skil nú bara ekkert í þessum Liverpool goðsögnum, þ.e. fyrrum leikmönnum sem styðja Hodgson í starfi ! Ég er farin að efast um að þeir hafi nokkuð vit á fótbolta.

  Það sjá það allir og hefur verið rökstutt á margvíslegan hátt á þessari síðu (hvort sem það er kaup á leikmönnum, taktík, framkoma í fjölmiðlum, lán á leikmönnum, liðsuppstilling eða eitthvað annað), að þessi maður á enga samleið með Liverpool.

  Jafn hugmyndasnauður leikur og leikur Liverpool er þessa mánuðina hefur bara ekki sést og heimsklassaleikmenn líta út eins og meðalskussar.

  Ég bara skil þetta ekki.

 128. Er sammála #152. Þetta er of langt gengið. Hodgson er misheppnaður og heyrir brátt sögunni til. Vonandi tekst okkur að gleyma þessu tímabili sem fyrst. Vonandi!

  Fyrst að í rauninni er búið að reka Hodgson, þótt NESV séu taktískir í yfirlýsingum, ættu menn að slaka aðeins á. “Dauðavaktin” – er ekki allt í lagi með þá sem stjórna þessari síðu? Þetta er fáránlegt og á ekkert skylt við að taka sterkt til orða eða hafa skoðanir á Hodgson.

  Hodgson verður atvinnulaus innan skamms og væntanlega ekki mjög bjarta framtíð. Er það ekki nóg refsing?

 129. “Dauðavaktin” er fullkomnlega óviðeigandi og sýnir hvernig stjórnendur hérna á þessari annars ágætu síðu láta öfgakenndar tilfinningar stjórna sér algjörlega, eins og reyndar meirihluti lesenda. Þetta eru týpurnar sem geta ómögulega séð að sökin sé hjá leikmönnunum, en vilja ávallt láta haus stjórans fjúka.

  Scum aðdáendur í Manchester geta þakkað fyrir að menn eins og þið stjórnuðuð ekki Utd í kringum 1990 því þá hefði Ferguson verið rekin eftir röð lélegra úrslita.

  Menn eru svo blindaðir hérna að þeir sjá ekki tréin fyrir skóginum. Hodgson á að fjúka, en mönnum þykir nauðsynlegt að skjóta hann, og á meðan sjá þeir ekki hvernig Torres spilar eins og championship striker og Gerrard klúðrar víti. Satt að segjast er ég farinn að trúa því að orð Robbie Fowler eigi við um ástand leikmannahópsins þessa daganna, en hann sagðist hafa orðið vitni að því oftar en einu sinni að lykilmenn leiki viljandi undir getu til að losa sig við stjórann, en það er það fyrsta sem kom í hugann þegar Gerrard koxaði á vítinu í gær.

 130. Ég verð að játa það að ég skil bara ekkert í þessari umræðu að fá Benitez aftur. Gott og vel að losna við RH, hann ræður ekki við verkefnið. En að fá Rafa aftur er mér óskiljanlegt. Hann var kominn á algjöra endastöð með liðið í fyrra. Svo fór hann til besta liðs Evrópu og gerði langt uppá bak á örstuttum tíma. Vilja menn virkilega fá hann aftur? Við þurfum nýtt blóð. Einhvern sem rifið getur liðið upp svo maður hafi ánægju af því að fylgjast með Liverpool á nýjan leik.

 131. 158

  Ég held að það sé enginn hér inni sem er að hlæja yfir óförum Hodgson, nema þá kannski stuðningsmenn annara liða. Ég væri meira en til í að þetta hefði gengið upp hjá honum en það hefur sýnt sig á síðustu sex mánuðum að það er bara ekki að fara að gerast!

 132. Voðalega eru menn viðkvæmir þó það sé í fyrirsögn hér “Dauðavaktin” So what ??. Þetta gæti að stjórnendur þessarar ágætu síðu væru dauðleiðir á að bíða eftir að Hodgson verði rekinn !

  Ekki verða hræddir þó svo fyrirsögnin sé bönnuð innan 8 ára.

 133. Árið 2005 unnum við meistaradeildina í frábærum leik og árið eftir komumst við í úrslitaleikinn aftur og við höfum eftir það verið í CL reglulega undanfarin ár og vorum á tímabili hæst rankaðir í Evrópu í CL.
  Liðið vann Barcelona, Real Madrid, United á old trafford, vorum fyrsta liðið til þess að vinna deildarleik á stamford Bridge í einhver 4 ár.

  Við vorum fyrsta liðið til þess að skora 100 mörk í hitti fyrra og liðið gat spilað fáranlega skemmtilegan fótbolta en þó vantaði herslumuninn á að vinna deildina.

  En í dag kemur svo þessi maður hérna og kemur með fáranlegt comment um að Liverpool sé búið að vera á niðurleið undanfarið 6-7 ár.

  http://www.fotbolti.net/f…iewStory&id=102327

  Það verður að líta lengra en til Roy Hodgson til að sjá hvar hlutirnir fóru að fara úrskeiðis hjá Liverpool. Félagið hefur verið á niðurleið í að minnsta kosti sex til sjö ár, jafnvel lengur.”

  Frétt frá Fótbolta.net. Sjá alla fréttina: http://www.fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=102327#ixzz1AHqUrrAF

  Staðreyndin er sú að Hodgson hefur unnið 13 útileiki á sínum ferli í Ensku deildinni 13 LEIKI Í HEILDINA.
  Kenny Dalgish hefur unnið fleiri titla en Hodgson útileiki.

 134. Það kemur bara ekki til greina að kaupa Klose, hvernig dettur þér þessi vitleysa í hug remer ?

 135. Slakir að drulla yfir mannin persónulega, hann er að gera sitt besta hjá Liverpool en stíllinn hans passar bara ekki inn í leikstíl Liverpool, líka eru nokkrir leikmenn sem meiga alveg fara með Hodgson. Svo eru sumir farnir að drulla yfir NESV.. slaaaakir menn, þori að veðja á að þeir eru að gera sitt besta í að vinna í málunum, þetta tekur allt tíma.

 136. Sammála Theodór Ingi.

  Við skulum heldur ekki fara yfir um í pólitískum rétttrúnaði varðandi titilinn á þræðinum. Ég er sammála því að það besta við þessa síðu er einmitt að hér fara fram málefnalegar umræður um Liverpool og oft knattspyrnu almennt. Ég get lesið texta á 6 tungumálum og trúið mér að slíkar netsíður um knattspyrnu eru sjaldgæfar. Það er miklu, miklu algengara að allar umræður fari strax í sandkassann og “pabbi minn er sterkari en pabbi þinn”. Eða jafnvel “mamma þín er hóra”. Svo situr maður fyrir framan skjáinn og fattar af hverju geðfatlaðar samsæriskenningasíður fá svona mikla athygli á netinu. Það er ekki þar með sagt að ekki megi skrifa með smá stíl og húmor, jafnvel frekar svörtum húmor. Heldur einhver í alvöru að Emil (148) hafi verið að meina þetta?

  Roy Hodgson er fullorðinn maður með mörg ár að baki í þessum bransa. Hann er örugglega með mjög þykkan skráp eins og allir sem hafa náð eins langt og hann. Þykkur skrápur er hreinlega nauðsynlegur fyrir starfið. Það hefði verið frábært ef hann hefði náð betri árangri með Liverpool en undir hans stjórn hefur frammistaða liðsins verið fyrir neðan allar hellur. Það er klárlega ekki bara honum að kenna og engin sem heldur því fram heldur. Mínar rannsóknir á mannskeppnunni sem eru aðallega byggðar á ágiskunum og fyllerísröfli benda til að það er tvennt sem fólk vill aldrei viðurkenna. Það er náttúrulega engin til sem er afbrýðissamur, það er alltaf fólk úti í bæ. Hitt er síðan að viðurkenna að maður ráði ekki við eitthvað.

  Ég held að Roy Hodgson hefði átt að segja af sér um leið og hann missti klefann og ekki síður þegar hann missti nær alla stuðningsmenn Liverpool í heiminum. Hann veit alveg að það er ekkert til sem heitir “bara fótbolti”. Þótt fólk taki harkalega til orða þýðir það ekki að það haldi virkilega að Roy Hodgson sé Dr. Evil.

 137. Voðalega eru menn fljótir að gleyma, skemmtilegur fótbolti undir Benitez? What??? Auðvitað komu góðir leikinn inná milli en ég man eftir póstum hérna þar sem hann var sakaður um að vita ekki hvað sóknarleikur væri, vandræðalegur og bitlaus sóknarbolti var hans aðalsmerki. 100 mörk, jájá, flottur árangur, engin spurning, en er þetta eekki tímabilið þar sem við spiluðum á móti stórliðum eins og TNS frá Wales og Kaunas frá Litháen því við þurftum að taka þátt í allri undankeppninni útaf báglegum árangri heimafyrir árið áður hjá Benitez. Fleirri leikir en vanalega voru líka á boðstólnum þar sem við spiluðum í heimsmeistarakeppni félagsliða og europian super cup útaf frábærum árangri í cl árið á undan(mér dettur auðvitað ekki til hugar að gera lítið úr þeim árangri Benitez og hann mun lifa á þessu). Auðvitað voru þessi 100 mörk ágætur árangur en það er ekki eins og þetta hafi bara verið í deildinni. Menn verða að horfa á heildarmyndina

  Hver man ekki eftir því þegar Benitez klúðraði titilvonum okkar í janúar þegar hann fór á taugum gegn Ferguson, las upp vandræðalegan texta á sinni lélegu ensku og liðið vann ekki leik allan mánuðinn. Eftir þetta áttum við aldrei séns þrátt fyrir góðan endasprett enda misstum við Manure liðið of langt frá okkur í þessum heimskupörum Benitez. Þessi texti var skrifaður á blað, hefði ekki verið nær hjá Rafa að einbeita sér að sínu liði í stað svona kjánaláta?

  Ég gef Benitez eitt og annað, auðvitað þennan CL titil og FA Cup titilinn árið eftir og síðan að komast í úrslitin 2007 var góður árangur þó hans sé ekki minnst sérstaklega enda vannst ekki neitt. En eftir þetta lá leiðin niður á við og man ég eftir því t.d. á Players hvað menn voru almennt komin með nóg af honum. Nóg af þrjósku hans, nóg af spilastílnum og nóg af látbragði hans öllu. Tilhneyjing hans til að rífast í yfirmönnum sínum í blöðunum var síðan auðvitað forkastanleg. Ekki sá maður Ferguson gera það þrátt fyrir oft erfiðar aðastæðu með sína yfirmenn. Enda var þar á ferð maður sem veit að hann er í vinnu hjá mönnum sem setja honum ákveðnar reglur. Hann hafði vit á að einbeita sér að fótbolta enda árangurinn eftir því…ohh bara ef Rafa hefði nú haft vit á þessu í stað þess að standa í sandkassastríðinu endalaust.

  Ég er sammála öllum sem segja að Rafa sé skárri kostur en Roy Hodgson, en af mínu mati er hann skárri af tveim virkilega vondum.

 138. Ég vil taka það fram að ég er Gunner en les alltaf þessa síðu og öfunda Poolara af henni. Hér er nánast alltaf málefnaleg og skemmtileg umræða. Ég er sammála ykkur um að Roy er ekki rétti maðurinn fyrir liðið, það á að láta hann fara osfv. Að sama skapi er ég alveg viss um að hann er að gera sitt allra allra allra besta og er líklega meira niðurbrotinn en allir sem hafa skrifað hér comment.

  Mér finnst ótrúlegt að menn sem setja YNWA í commentin sín gjörsamlega taki manninn af lífi. Hann er kannski lélegur þjálfari já, hann kannski kann ekki að koma vel fyrir í viðtölum, hann kannski nuddar andlitið á sér asnalega osfv. En þetta skilgreinir hann varla sem persónu er það?

  Held að það séu fáir sem jafna labb einir í dag eins og Roy. YNWA hvað?

 139. Ég hef ekkert á móti Roy Hodgson sem persónu, ég finn svakalega til með kallinum og ég hefði viljað að hann myndi brillera sem stjóri Liverpool..
  Hann er mjög stoltur af því að vera stjóri Liverpool og hefur sennilega verið að bíða eftir svona tækifæri lengi og þvi kastar hann því ekki frá sér svo auðveldlega, hann er að reyna sitt besta, það er líka alveg ljóst að hann hefur ekki alveg úr því besta að moða, ég myndi segja að það séu bara svona 7-8 leikmenn sem eiga skilið að klæðast rauðu treyjunni eins og staðan er í dag…
  Liverpool hjartað mitt er það stórt að ég bara get ekki meira, ég er búinn að vera geðveikur í allan dag, endalaust að skoða fréttirnar og konan mín finnur virkilega til með mér þó að hún skilji ekki alveg þessar áhyggjur…

  Ég hef horft á alla Liverpool leiki síðan ég var 6 ára, ég er 33 ára í dag, ég hef séð það mjög svart en í gær þá held ég að þetta hafi verið það versta síðan Souness var með liðið, það var erfitt tímabil. úffff, þetta minnti á 3-0 sigur Newcastle á okkur þegar Andy Cole skoraði þrennu, ég tók þann leik uppá á video en sú spóla fékk að fjúka úti sjó….

  Hodgson er heiðursmaður og því á hann bara að hafa vit á því að drulla sér í burtu því að ég og fleiri bara getum ekki horft á meira af þessum viðbjóði sem er í gangi…
  Lausnin er ekki Rafa, lausnin er ekki Oneil eða Coyle…

  Ég myndi vilja að Dalglish tæki við þessu á morgun og myndi stýra liðinu þangað til í maí, ég myndi einnig viljað það að hann fengi að ráða því hvaða leikmenn yrðu keyptir í janúar…

  Sjáum til hvað gerist, ég hef trú á því að það sé verið að segja kallinum upp…

 140. Ég er ekki að segja að ég vilji fá Benitez aftur, heldur benda á það að þetta þvæla hjá Keegan á engan rétt á sér.
  Að liðið sé búið að vera á niðurleið undanfarin 6-7 ár eða lengur, ég spyr bara hvernig var þetta áður en Benitez kom ? Við vorum ekki í CL ár eftir ár en með komu Benitez þá breyttist það og Liverpool varð að einu sterkasta liði Evrópu og það lið sem flest lið vildu alls ekki mæta í CL.

  Í dag þá hugsa lið eins og Wolves og Blackburn um að sigur á Liverpool sé bara walk in the park og ættu að verða nokkuð örugg 3 stig.
  Bara sækja á liðið hans Hodgson og þá fer allt í flækju hjá þeim enda eru þeir ekki með neina taktik nema að negla boltanum fram á Zamora Torres.

  Vissulega var Benitez kominn á endastöð með þetta lið en ég bara skil ekki hvernig Hodgson fær allan þennan stuðning, og ég er bara farinn að virkilega efast um að Hnery og félagar muni hlusta á okkur stuðningmennina heldur fara að ráðum Rush, Keegan, McManaman og fleiri fyrrum leikmanna Liverpool sem segja það þvælu að reka Hodgson enda sé hann með handónýtt lið í höndunum og hann þurfi bara tíma.

  Þessir eigendur eru nýjir í fótboltanum og því kannski erfitt að lesa í það á hverja þeir muni hlusta.

 141. Það nýjasta frá Dan Roan
  L’pool latest – lots of talks today but am told still no decision has been made. Interesting 24hrs ahead

 142. 164= MSG

  Þú talar hérna eins og að þó svo að það standi “dauðavaktin” í fyrirsögninni, séu síðuhaldarar að óska Roy Hodgson dauða og djöfulgangs í framtíðinni !!
  Er ekki allt í lagi heima hjá þér ? þó svo að fyrirtíðaspennan sé alveg að fara með þig, þá þarftu nú ekki að snúa út úr öllu sem þú kannt að lesa drengur !!

  Þegar Adolf Ingi Erlingsson kallar D-riðilinn á HM í fótbolta eða handbolta “dauðariðilinn”, hringir þú þá algerlega viti þínu fjær uppá RÚV og heimtar einkaviðtal við Pál Magnússon, því siðferðiskennd þinni hafi verið storkað svo mikið ? Að sá sem kæmist ekki uppúr þessum riðli skyldi bara deyja drottni sínum ?

  Án þess að ég sé að svara fyrir síðuhaldara, þá held ég nú að “dauðavaktin” sé bara orðkrydd, sem átti að lýsa síðustu stundunum í starfi RH sem stjóra Liverpool. Ef þú ert ekki hugmyndaríkari eða ljóðrænni en það, þá verður þú að eiga það við sjálfan þig. Ef menn mega ekki krydda setningar sínar með samlíkingum og spæsa þetta aðeins upp (því allir eru jú yfir spenntir) vegna þess að þú þurftir endilega að byrja á túr í dag, þá legg ég bara til að þú haldir þig inná barnaland.is fram yfir helgi vinur !!

  • ” og á meðan sjá þeir ekki hvernig Torres spilar eins og championship striker ”

  Talandi um að sjá ekki trén fyrir skóginum félagi.. heldurðu nokkuð að það hafi eitthvað með það að gera hvernig Roy Hodgson er búinn að láta liðið spila ? Gæti verið smá möguleiki… þó ekki nema fucking tiny bit, að Torres fái úr litlu sem engu að moða , á meðan liðið sem hann spilar með, sparkar tuðrunni uppí loftið úr öftustu varnarlínu eins og enginn sé morgunndagurinn, og það er ekki vottur af sóknarþenkjandi tilburðum í kringum hann ? Gæti verið að það henti honum, sem striker, örlítið betur, að liðið sem hann spilar með , myndi nú svona til tilbreytingar reyna að sækja aðeins á lið andstæðinganna ? Heldurðu að það gæti kanski hjálpað honum eitthvað ? Heldurðu að það myndi kanski aðstoða hann, þó ekki væri nema smá, við að hætta að líta út eins og championsship striker, eins og þú kýst að kalla hann… sem að mínu viti, er klárlega miklu verra og ljótara en að kalla þessa færslu “dauðavaktina “

  Svo hefur það bara alls ekker verið lenska hjá Liverpool stuðningsmönnum að vilja ávallt sjá haus stjórans fjúka, og ef þú getur ekki tekið hausinn út úr rassgatinu á þér, og áttað þig á því að hér er um einstakt tilfelli í sögu Liverpool að ræða, þá hef ég bara ekkert meira við þig að ræða…

  Insjallah…
  Carl Berg

 143. Ég var að skoða þetta víti áðan hjá Gerrard og mér finnst þetta svo skrýtið hvernig hann fer að þessu.
  Hvað haldið þið, klúðraði hann þessu viljandi til þess að setja meiri pressu á Hodgson ?
  Hann heldur um Liverpool merkið á brjósti sér lítur svo á hliðarlínuna og skóflar svo boltanum yfir markið.

  http://www.youtube.com/watch?v=R8MSm-ayaGo

 144. 180 – Þetta er einkennilegt það er rétt hjá þér. Ég hef sjaldan eða aldrei séð Gerrard svona stressaðan fyrir víti. Venjulega skín einbeitingin af honum og boltinn er grafinn niðri í annað hvort hornið. Þetta lítur allavega mjög furðulega út að mínu mati!

 145. 174 – Sendu reikninginn á Paul Tomkins, hans orð létu mig leggja fé mitt undir !

 146. Að Gerrard myndi fara klúðra víti viljandi??? aldrei, aldrei…eini sénsinn að hann myndi gera það væri í draumi eða öllu heldur í martröð hans og hann væri í Man. Utd treyju

  Gerrard er Liverpool-maður í gegn og setur liðið ávallt í forgang!

 147. sást nú bara á gerrard og torres hvað þeir voru pirraðir i þessum leik og hvað þetta er að fara að lenda a leikmönnunum öll þessi neikvæðni i garð hodgson ætli þeir seu ekki bunir að missa trúna á þessum gamla tröllkarli

 148. Sælir félagar

  Það er alveg á hreinu að þeir eru teljandi á fingrum hægri handar minnar (þar vantar einn fingur) sem óska RH persónulega ills. Og nánast allir sem hér skrifa vita að kallinn er örugglega ekki slæmur maður. En hann er vonlaus stjóri fyrir LFC. Hann hefur þetta bara EKKI. Það er einfaldlega þannig. Því ætti hann að segja stöðu sinni lausri. Það væri mannsbragð að því og honum til mikils álitsauka.

  Því vil ég biðja Nallann sem kom hingað inn til að tjá sig um málflutning okkar að gera okkur ekki upp skoðanir. Við erum fullfærir um að gera okkur skiljanlega sjálfir. Til þess þurfum við ekki hjálp óviðkomandi manna.

  Ég er einn af þeim sem vill kallinn burtu. Það er einfaldlega mín skoðun að hann ráði ekki við verkefnið. Það sýnist mér að sé skoðun 99,999% stuðningsmanna klúbbsins. Og þá á ég við stuðningsmenn sem leggja bæði vit og fé í það að styðja klúbbin. Ekki bullukolla sem eitt sinn gerðu garðinn frægan með liðinu. “Ómerk eru ómaga orð”. Þar sem þeir eru á launum hjá einhverjum öðrum en LFC eru orð þeirra ómarktæk að maður tali ekki umm bullið og rangfærslurnar í málflutningi þeirra.

  Og svona í framhjáhlaupi vil ég benda á að talað er um að “sjá ekki skóginn fyrir trjám”. Þ.e. að láta smáatriðin skerða yfirsýn sína. Bara smá íslenskukennsla sem eltir gamlan kennara endalaust því miður og bið ég hér með afsökunar á því.

  Að lokum legg ég til að RH verði rekinn.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 149. Halldór Bragi

  Voðalega eru menn fljótir að gleyma, skemmtilegur fótbolti undir Benitez? What???

  Já, það var oft skemmtilegur fótbolti undir Benitez. Hann stillti liðinu upp framar og lið hans skoraði fullt af mörkum í ensku úrvalsdeildinni

  http://en.wikipedia.org/wiki/2008%E2%80%9309_Liverpool_F.C._season

  Hver man ekki eftir því þegar Benitez klúðraði titilvonum okkar í janúar þegar hann fór á taugum gegn Ferguson, las upp vandræðalegan texta á sinni lélegu ensku

  Það var búið að ræða þetta hér fyrir ofan og búið að hrekja þetta bull.

  • Benitez fór ekki á taugum
  • Gerrard var handtekinn fyrir áflog á bar – það sló liðið útaf laginu
 150. Annars sýnist mér Halldór Bragi einn af þessum sem fá fótboltaþekkingu sýna frá Sky og Andy Gray. Segðu okkur næst að svæðisvörnin hafi ekki virkað og að Steven Gerrard eigi að vera á miðri miðjunni. Þér finnst það, er það ekki? 🙂

 151. Þú skalt ekki voga þér litli mattapjakkur að gera mér upp skoðanir. Að þú skulir nefna mig og andy gray í sömu setningu verðskuldar að ég berji þig. Að þú skulir voga þér að gera mér upp skoðanir eða annað, þú ert FÁRÁNLEGUR!!!

  Það er ekkert búið að hrekja eitt né neitt, hann las þetta upp og liðið hans og hann sjálfur drullaði uppá bak mánuð á eftir. Að reyna hvítþvo Rafa og kenna þessu með Gerrad um er auðvitað ekki svaravert en svo sem í takt við Rafa, því það var alltaf allt öðrum en honum að kenna. Maðurinn gat aldrei tekið ábyrgð á getuleysi sínu.

  En þetta er í síðasta skipti sem ég svara þér litli maður og mér þætti vænt um ef þú gætir gert slíkt hið sama!

 152. Trúi ekki að ég þurfi að rembast við að sofna aðra nóttina í röð. Maðurinn á auðvitað að vera löngu farinn!!!

 153. Merkilegt… það eru nokkrir áhangendur Kop.is á túr á sama tíma greinilega 😉

 154. Hvers konar eigendur eru NESV og Henry? Smart guys doing smart things in smart way? Já, ok. Bjöllusauðir sem ekkert vita um enskan bolta reykjandi Havanavindla með ákvörðunarkvíða á háu stigi. Þvílíkir sauðir. Halda enn í von með Hodgson.

  Þeir fá hér með gula spjaldið og ef Hodgson verður enn stjóri á sunnudag fá þeir rauða spjaldið. Það þýðir a.m.k að ég muni ekki horfa á næstu 4 leiki né kaupa nokkra vöru merkta Liverpool.

 155. RH verður áfram stjóri Liverpool, annars væri löngu búið að reka hann. Enda er þetta ekkert honum að kenna, heldur leikmönnunum sem eru á taugum yfir þessu öllu. Hvaða leikmenn Liverpool hafa verið að spila vel í haust? Bara Reina og Carragher. Reyndar hafa komið einn og einn leikur sem aðrir leikmenn hafa verið í lagi. Torres er búinn að vera arfaslakur, Gerrard virkar oft á tíðum áhugalaus, Skrtel hefur farið aftur, Maxi hugmyndalaus, Johnson taugatrekktur og svona get ég haldið áfram endalaust. Við verðum bara að horfast í augu við staðreyndir.

 156. Einu skiptin sem Carlberg segir eitthvað af viti er jafnan rétt í kjölfarið á tunglmyrkva… Nr. 179 og Nr. 190 sanna þessa kenningu. 🙂

  Annars er skroll-takkinn eitthvað bilaður (eða mjög góður) hjá mér. Neitar að stoppa á Nr. 173

 157. 180 Ásmundur.

  Mér finnst Gerrard alls ekki klúðra þessu viljandi og held reyndar að hann hefði aldrei geð í sér til þess. Myndbandið er klippt. Það vantar t.d. að um leið og Gerrard féll, stóð hann strax upp, hljóp og náði í boltann yfir endalínuna, hljóp að vítapunktinum og leit þá fyrst á dómarann til að tékka á hvort það væri ekki örugglega víti.

  Þegar hann lítur svo til hliðar rétt gjóir hann augunum aftur fyrir sig en horfir aðallega beint til hliðar (til vinstri). Dómarinn var einmitt staðsettur þar og ég held að Gerrard hafi bara verið að bíða eftir merki um að fá að taka vítið.

  Það sem mér fannst hins vegar óvenjulegt var hvað Gerrard var æstur. Eiginlega svo æstur að hann var ófær um að taka vítið. Hann flýtti sér svo mikið að ég held að hann hafi hreinlega ætlað sér að jafna leikinn úr vítinu. Skora tvö mörk í einu. Því fór sem fór.

 158. Og svona fyrir ykkur hina sem eruð að láta litla mattaling slá ryki í augu ykkar, hér eru bara staðreyndir fengnar hjá lfchistory.net um markaskorun Liverpool undir stjórn Benitez:

  Tímabil 04-05 = 52 mörk, markahlutfall +11
  Tímabil 05-06 = 57 mörk, markahlutfall +32
  Tímabil 06-07 = 57 mörk, markahlutfall +30
  Tímabil 07-08 = 67 mörk, markahlutfall +39
  Tímabil 08-09 = 77 mörk, markahlutfall +50
  Tímabil 09-10 = 61 mark, markahlutfall +26

  Eins og sést vel þá átti liðið eitt gott ár í deildinni, árið sem við lentum í öðru sæti, enda var endaspretturinn það tímabilið, febrúar til maí, frábær. En þetta eina tímabil er undantekningin en ekki reglan, því miður.

 159. Dan Roan á BBC segir að Hodgson muni halda blaðamannafundinn á morgun…

 160. Já ok takk fyrir þessa útskýringu Gummi, ég var nefnilega búinn að slökkva á sjónvarpinu þegar þetta víti kom og er þetta vídeo það eina sem ég hef séð af þessu víti.
  Mér finnst þetta víti bara vera svo ólíkt vítum frá Gerrard.

 161. Halldór Bragi hvernig stendur á því að þér fylgja tóm leiðindi í hvert sinn sem þú skrifar hérna inn?

  ER þegar farin að sakna þess að geta ekki þumlað leiðindaPÉSA eins og þig sem ekkert gerir nema stofna til illinda, NIÐUR !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

 162. 195# Halldór.
  Mér sýnist nú bara á þessu að Liverpool liði hafi nú bara verið að bæta sig ár frá ári og svo kom eitt slæmt ár og þá var hann látinn fara.

 163. Halldór Bragi, hættu að hóta mönnum líkamsmeiðingum. Matti, hættu að rífa kjaft.
  Þetta er eitthvað sem þið getið rætt á facebook með kertaljós og rauðvín. En það sem þetta er ekki er ein af ástæðum þess að við hinir erum að koma hér inn á kop.is
  Í guðanna bænum lokiði á ykkur trantinum, þetta er í besta falli vandræðalegt rifrildi.

 164. Fylgja mér leiðindi? Afhverju segirðu það, afþví að ég er ekki til í þessa skurðgoðsdýrkun á Rafael Benitez? Engin leiðindi í mér, finnst bara leiðinlegt þegar aðdáendur liðsins míns eru heilaþveignir af bulli, fyrst af Benitez sjálfum og nú ástmönnum hans. Ef þið teljið það rosalega bætingu að fara úr 52 mörkum og í 57 þá jú, þetta var allt á upplið…dööö

  Hvað haldið þið að lið eins og Man utd, Chelsea og Arsenal hafi verið að skora af mörkum? Vandræðalega lélegur sóknarleikur er það sem ég man helst eftir af Benitez, á eftir Istanbul auðvitað.

  Þetta er fyrir mér svona svipað vitlaust og að vilja Björneby aftur í vinstri bakk afþví að Konni er að gera uppá bak…eða Traore afþví að Skrtel er slakur.

 165. Verum nú alveg rólegir á því að drulla yfir eigendurna þótt að þeir séu ekki búnir að reka stjórann. Auðvitað vonum við að hann verði rekinn og það sem fyrst en gefum þeim smá tíma. Við þurfum almennilegan mann til þess að taka við. Ætli það sé ekki málið að losa við Sammy Lee líka, býst allavega við því að fáir stuðnungsmenn vilji að hann stjórni liðinu á meðan leitað væri að stjóra. Og King Kenny? Myndi hann vilja taka við á þessum tímapunkti þar sem að 2 af næstu 3 leikjum okkar eru á móti tveimur af okkar mestu erkifjenum og ef að illa gengi undir hans stjórn þá myndi það flekka hans legendary orðspor með Liverpool. Það eru 20 ár síðan hann þjálfaði Liverpool og fótboltinn hefur breyst mikið síðan þá. Hann er búinn að vera að gera góða hluti Liverpool síðan að Benítez fékk hann aftur en ég held því að það séu bara draumórar að hann takið við og komi liðinu á rétta braut aftur.

  Staðreyndin er sú að allir eru búnir að fá nóg af Hodgson og eigendurnir vita það. Þeir fáu sem að verja karlinn eru annaðhvort aðdáendur annarra liða eða fyrrverandi leikmenn Liverpool sem að eru í dag þjálfara og vilja auðvitað ekki að þjálfarar séu reknir svona úr starfi, enda hafa þeir sjálfir lent illa í því. Það eru fullt af spennandi þjálfurnum í boði en það er líklegtast að við fáum einhvern sem að er samningslaus. Bíðum bara rólegur og leyfum eigendunum að vinna sína vinnu. Miðað við hljóðið í þeim hingað til er leiðin bara upp á við.

  YNWA

 166. Eru menn að missa vitið hérna inni. Matti og Halldór Bragi hagið ykkur eins og menn eða sleppið því að commenta hérna inni. Ef þið getið ekki talað saman á málefnalegum nótum án þess að hæðast að gáfnafari eða öðru hjá hvor öðrum þá er betra að sleppa þessu. Ég hef sjaldan séð annan eins barnaskap hjá fullorðnum mönnum !!!!

  Annars er maður að fara að sofa aðra nóttina og ekki enn búið að reka Rafa nei ég meina Hodgson ! Hvaða djöfulsins vitleysa er þetta. Það hafa ekki einu sinni verstu sorprit Englands eins og The Sun minnst einum staf á að Rafa kæmi tilbaka. Eigum við ekki bara að halda okkur frekar við umræður um menn sem að koma virkilega til greina eða í það minnsta hafa þó verið nefndir til sögunnar sem eftirmenn Hodgson af sorpritunum !!!

 167. Ég er alveg sammála þér Ásmundur að þetta víti var einstakt af hálfu Gerrard – á neikvæðan hátt. Þetta er líka í eina skiptið sem ég hef séð hann taka víti og verið algerlega sannfærður um það fyrirfram að hann myndi klikka. Hann missti bara algerlega kúlið.

 168. “Gerrard var handtekinn fyrir áflog á bar – það sló liðið útaf laginu”
  Hahahahaha. Eins gott að hér eru menn sem eru með þetta á hreinu annars væri maður alveg úti á túni hvað sannleikann varðar…

 169. Það var ágætis punktur sem Lee Dixon kom inná, þar sem hann er álitsgjafi í þættinum Match of the Day á BBC ásamt goðinu Alan Hansen, en hann benti á að Hodgson ætti e.t.v. ekki viðreisnar von, þar sem hann væri búinn tapa stuðningsmönnunum en það sem verra væri að þá virtist sem hann væri búinn að tapa klefanum líka. Leikmenn hafa hreinlega ekki trú á því sem þeir eru að gera.
  Þegar þannig er komið þá eru menn komnir á endastöð.

 170. Ég er með góðan skroll takka eins og Babú, mæli eindregið með að menn fái sér mýs með góðu skrolli. Hentar vel á td svona síðum.

 171. Held það sé morgunljóst að Roy Hodgson stjórnar æfingunni í fyrramálið og kemur svo og heldur hefðbundinn blaðamannafund fyrir helgarleikinn, þar sem hann labbar með lið Liverpool inn á Old Trafford.

  Ég eins og 99% aðdáenda er rasandi undrandi á þessu öllu og þegar við bætist að enn er ekki neitt ákveðið í gangi varðandi leikmannakaup og við erum nú allt í einu bendlaðir við Vedran Corluka og David Wheater þá leyfi ég mér að hafa áhyggjur af því hvaða stefnu nýir eigendur eru að sýna af sér núna. Að mínu mati þá eiga þeir að sanna fyrir okkur að við séum ekki ennþá í eigu fjarlægra eigenda sem ekki eru með puttann á púlsinum.

  Þeir sparka ekki stjóranum, en styrkja ekki leikmannahópinn hans. Erum við að tala um millibilsástand allan þennan vetur, ætla þeir að leyfa öllum “pundits” og fyrrum leikmönnum að tala niður til aðdáendanna sem voru aldrei ánægðir með þessa ráðningu og vilja manninn í burtu.

  Lægsta áhorfandatala á Anfield í deildarleik síðan 1983 á að segja þeim og sýna hvaða hug menn bera til stjórans og þess sem er í gangi núna.

  Svo held ég að gott væri að við héldum okkur bara við það að ræða Roy Hodgson og framtíð hans með liðið og látum Benitez bara hvílast í bakgrunninum. Það er óumdeilt að hann náði besta árangri Liverpool í Evrópu sem stjóri síðan Bob Paisley hætti, hæstu stigatölu sem við höfum náð frá stofnun Úrvalsdeildarinnar og er með prósentuhlutfall sem stjóri sem jafnast á við kónginn Dalglish. Hann hins vegar missti flugið síðasta tímabilið og lenti upp á kant við leikmenn og þáverandi stjórn og er farinn. Látum það ekki ergja þessa umræðu.

  Látum málið bara snúast um það sem það á að snúast. Þá staðreynd að stjóri Liverpool á morgun og um sinn er Roy Hodgson. Sem er alveg klárlega gæðablóð sem nær öllum leikmönnum sem hann hefur stjórnað líkar vel við og er víst vinalegur jolly gaur, sem enginn vill neitt illt. Allavega ekki ég.

  En ég tel hann ekki hafa verið rétta ráðningu og þessir 30 leikir sem hann hefur stjórnað finnst mér heilt yfir hafa sannað það mál og nú sé komið nóg. Hins vegar ef eigendurnir ætla að halda trausti við hann þarf að fá leikmenn til liðsins.

  Í GÆR!!!

 172. Ég held að það sé ekki líklegt að Gerrard hafi klúðrað viljandi til að auka pressu á Hodgson eða eitthvað þvíumlíkt en síðan hvenær skítur Gerrard boltann hátt á mitt markið…

  ég dottaði aðeins áðan og sá facebook skilaboð frá einum félaga þegar ég vaknaði: “Mutu og Adebayor staðfestir til Liverpool, og Hodgson fær út árið” Fyrsta hugsun mín var óstjórnleg reiði en áttaði mig fljótlega á því að þetta væri of vont til að vera satt….

  Annars situr kvíðahnútur í kviðnum eins og undanfarna mánuði og ég er ansi hræddur um að “ástandi” muni versna áður en það batnar… ég bara verð að fara fá góðar fréttir frá Bretlandi bráðum því ég þoli þetta ekki mikið lengur

 173. 192

  Já lykilmenn hafa verið taugastrekktir og slakir, en ber ekki þjálfarinn stóra ábyrgð á því ?? Mér finnst það allavega ekki fría Hodgson ábyrgð að mönnum hafi farið aftur, eða séu stressaðir.

 174. Það sem mér finnst magnað í öllum þessum hamagangi er hversu hrikalega oft þessir áreiðanlegu twitter pennar hafa rétt fyrir sér? Eða nei, alls ekki. Minni áreiðanleiki í þessu en ofurölvuðum saumaklúbbi, held það sé best að kaupa sem minnst af þessu.

 175. LOL….RH er með LFC á hraðleið niður töfluna og aðeins 5 stigum frá botnsæti….En það er ekki stóra vandamálið….RH hefur tekist að fá eldheita LFC aðdáendur til að hóta að berja hvorn annan…Snilld…YNWA er sniðugt svo menn verði ekki barðir af félögum sínum í illa upplýstum húsasundum….Annars væri gaman að vita hvað Halldór Bargi og Matti séu gamlir ?? 🙂

 176. Ok, ef Hodgson verður þjálfari á sunnudaginn, þá getum við allavegana glaðst yfir úrslitunum hver sem þau verða.

  1. Sigur: Við vinnum Manchester United á þeirra heimavelli. Sirka 2% líkur
  2. Tap: Þá bara HLJÓTA þeir að reka Hodgson. Sirka 98% líkur.

  Spáiði í því ef Hodgson tapar þessu leik. Það þýðir að Liverpool hefur dottið útúr deildarbikar í fyrstu umferð og sama á þá við um bikarinn (eða fyrstu mögulegu umferð). Það þýðir einnig að liðið hefur í byrjun janúar tapað tvisvar fyrir Man U og einu sinni fyrir Everton (allir þrír leikirnir gegn þessum liðum). Auk tapa fyrir minni liðum einsog Northampton, Blackpool, Blackburn, Newcastle og Wolves.

  Hvernig er hægt að réttlæta að halda þjálfara, sem skilar slíkum árangri?

 177. Ætli það verði ekki stórvinur RH hjá Man Utd sem fái að veita honum “coup de grace.” Ég spái því úr því sem komið er.

 178. Var að lesa að Daglish væri í Dubai…
  Veit ekki hvort að það sé tilviljun en Hamburg SV er einmitt í æfingarbúðum þar. Ætli hann sé að fylgjast með Eljero Elia ?

 179. Halldór Bragi, ef þú hótar einhverjum líkamsmeiðingum í eitt skipti til viðbótar verðurðu bannaður frá síðunni. Það er ekkert flóknara en það.

  Annars sýnist mér eins og fleirum allt stefna í að Hodgson lifi fram yfir United-leikinn. Ég á upphitun fyrir hann og ég get upplýst ykkur um það að ef Hodgson situr í stjórasætinu á Old Trafford á sunnudaginn spái ég okkur slæmu tapi. Mjög slæmu, niðurlægjandi tapi gegn fyrrum erkifjendum sem eru núna farnir að vorkenna okkur frekar en hata.

  Það er svo skrýtið að vera Púllari í dag. Ég hef aldrei upplifað það áður að bera nánast hatur út í knattspyrnustjóra Liverpool og ég vona að ég þurfi þess aldrei aftur. Maður reynir að segja við sjálfan sig að þetta sé bara stoltur, eldri maður sem er að reyna að grafa sig út úr mjög djúpri holu og að hann eigi okkar stuðning skilinn þangað til yfir lýkur … en svo man ég að hann gróf sér holuna sjálfur með ömurlegri stjórn liðsins, úreltri taktík, niðurrifi sjálfstrausts leikmanna og með því að hreyta ónotum í átt að stuðningsmönnum liðsins oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Og eftir situr einfaldlega sú staðreynd að við verðum að losna við hann áður en hann veldur frekari skaða.

  NESV-menn hljóta að hafa einhverjar ástæður fyrir því að hafa ekki þegar rekið hann. Hvort þeir eru að reyna að kaupa sér tíma til að geta kynnt arftakann til sögunnar um leið og Hodgson fer, eða hvort þeir vilja leyfa honum að klára United-leikinn og segja svo af sér og halda æru sinni, eða hvort þeir hreinlega þora ekki að taka af skarið af því að þeir hafa ekki vitneskju og reynslu til að taka svo stóra ákvörðun á þessum tímapunkti, eða hvort þeir hreinlega styðja Hodgson þrátt fyrir allt sem á undan er gengið, er erfitt að segja. Aðeins tíminn mun leiða það í ljós.

  Á meðan andar maður rólega. Blaðamannafundurinn á morgun verður fróðlegur, fari svo að Hodgson sitji hann og ætli sér bara að tala um United-leikinn. Væntanlegt blóðbað á sunnudaginn verður líka fróðlegt, og mig grunar að við eigum nokkra daga eftir til viðbótar hangandi á Refresh-takkanum áður en yfir lýkur.

  Já, og fyrir þá sem voru ósáttir við orðavalið þá var það ég sem setti orðið „Dauðavaktin“ í titil færslunnar. Ef það móðgaði einhvern legg ég til að sá hinn sami kaupi sér þykkari skráp og læri að telja upp á tíu. Þetta var augljóslega ekki meint sem móðgun á nokkurn mann, mér fannst þetta bara augljós titill á opnar umræður á þeim degi sem við bjuggumst við að það væri 99,5% öruggt að Hodgson yrði rekinn á. Úr því að það gerðist ekki vonum við að sjálfsögðu, einu sinni enn þrátt fyrir alla rökhugsun sem bendir til hins gagnstæða, að hann nái að töfra fram ólíklegasta sigur allra tíma á Old Trafford á sunnudaginn.

  Þangað til, slökum á og verum vinir. Líka Matti og Halldór Bragi. 🙂

 180. Sjiii þið veeerðið nú að setja ‘Thumps down’ á aftur.. Einmitt mörg comment hér að ofan sýna ástæðuna afhverju það kerfi var sett á.

  En auðvitað væri óskandi að menn gætu bara rætt saman í rólegheitunum og virt skoðanir hvors annars eins og fullorðnir menn, en það geta bara ekki allir því miður. Munum eitt, við erum allir að styðja sama LIÐ, hvort sem við viljum kveikja í RH eða giftast RB! 🙂

  YNWA kæru stuðningsmenn!

 181. Sjá mynd í Nr. 217

  Var þetta alveg dagurinn til að vera með blátt bindi? (smá smámunasemi 🙂 )

  Annars legg ég til að þeir sem eru að agnúast út í Matta hérna ættu að renna betur yfir það sem hann hefur verið að svara í þessum þræði.

 182. SAF er ekki að fara slátra vini sínum á sunnudaginn það held ég að sé alveg ljóst. Ég er nokkuð viss um úr því sem komið er að Hodgson verður með liðið á sunnudaginn. Ég er nokkuð viss um að það skiptir ekki máli hvernig sá leikur fer það er búið að ákveða framtíð Hodgson og verður honum sagt upp eftir Blackpool leikinn. Andlega hlið liðsins verður enn jafn brothætt á útivelli því held ég að sá er tekur við vilji byrja á heimaleik. Ég segji það hér með, mín ágiskun er að Hodgson verður látinn taka pokann sinn eftir Blackpool leikinn miðvikudaginn 12.01.2011. Þá eru fjórir dagar í næsta leik.

  16.01.2011 mæta Everton á Anfield. Þá verður nýr framkvæmdarstjóri hjá Liverpool og það skiptir í raun engu máli hver það verður, af þeim sem teljast líklegastir að taka við af Hodgson, Anfield á eftir að nötra vegna stuðnings við liðið og framkvæmdarstjórann. Góður dagur til að byrja endurreisnina.

  Næstu leikir Wolves úti, Fulham og Stoke heima og vonandi allt annar bragur kominn á liðið. Stoke kemur á Anfield 02.02.2011 og þá verður (fullyrði ég) búið að kynna nýja leikmenn……..spennandi leikmenn.

  Ef ég set mig í spor eigendanna væri þetta flétta sem ég mundi veðja á að hentaði best fyrir þann sem tekur við. Bara láta lögregluna í Liverpool vita að þetta upplausnarástand á eftir að standa yfir í sex daga til viðbótar.

  Þolinmæði er dyggð.

 183. Annar gullmoli af Twitter:

  Most Chelsea fans can’t remember a worse run of form since they were Fulham fans

 184. Hérna…

  eruð þið að segja mér að ég sé að fara að sofa núna…. daginn eftir þennan Blackburn leik… og það er ekki ennþá búið að reka Hodgson?

 185. Já Þórir Hrafn. Því miður ertu að fara að sofa og láta þig dreyma um bað með Cameron Diaz eins og venjulega. Þetta er auðvitað bölvuð ónáttúra í þér. Sjálfur er ég meira svona Cate Blanchett maður þegar kemur að baði. Smekkur og allt það.

  Sammála þér um Roy samt.

 186. fór frekar í bíó á klovn en að horfa á liverpool leikinn undir stjórn Hodgson og sá ekki eftir því. hvað þarf að gera til þess að hann verði rekinn? hann er búin að drulla yfir stuðningsmenn og hann getur þar af leiðandi hoppað upp í rassgat og drullað sér í burtu HVER RÉÐ ÞETTA ?? djöfull er ég reiður þetta algjör vanviti og hann á að vera rekinn og það með skömm 9 tapleikir í 20 leikjum!!!segir allt

 187. Það er óhætt að segja að það sé stormur í kringum Liverpool eins og venjulega,ég er svolítið hissa á þeim stuðningi sem Hodgson fær frá gömlu hetjunum okkar,eða hvað,nýtur Hodgson kannski meiri stuðnings en maður gerir sér grein fyrir,eru kannski læti í okkur ásamt mörgum öðrum, bara stormur í vatnsglasi,mín skoðun er samt sú að Hodgson eigi að víkja sæti,hann er bara ekki að ráða við þetta starf,einnig eru stuðningsmenn Liverpool búnir að snúa við honum baki áhorfendatölurnar í leiknum gegn Wolves sanna það,svo móðgaði hann all grimmilega hörðustu stuðningsmenninna og það eitt er eitt og sér algjörlega ófyrirgefanlegt,einnig virðist vera að tiltrú leikmanna á stjóranum sé lítil eða eða eingin og það kæmi mér ekki á óvart að hann veri búinn að tapa búningsklefanum,einnig virðist manni að móralinn sé ekki góður í liðinu og er ég ekki hissa á því.Ferill Hodgson sem stjóri er sá versti síðan þeir féllu um deild eða í 54 ár(held ég),af þessari upptalningu minni er ég hissa á að gömlu hetjurnar skuli styðja hann,reyndar voru þeir aldrei undir stjórn manns sem sat í heitu sæti,þeir höfðu sigursælust stjóra í sögu Liverpool.Vandarmál Liverpool er ekki bara hodgson vandarmálið eru leikmennirnir einnig það eru alltof margir leikmenn sem eiga bara ekki að vera á launaskrá og vandarmálið nær lengra en það og nægir að nefna þá G&H fyrrum eigendur og það virðist vera að þeir hafi gjörsamlega skilið liðið eftir í rjúkandi rúst.Við sem öskrum á að losna við Hodgson skulum bara viðurkenna það að Hodgson á minnstu sökina,vandarmálið er mikklu mikklu viðtækara en þessir 6 mánuðir sem hann er búinn að stjórna liðinu,en það breytir því ekki að hann verður að víkja sem stjóri,ég treysti nýju eigendunum til að taka réttu ákvörðun og mun ég styðja hana,hver sem niðurstaðan verður,það var ekkert rugl þegar nýju eigendurnir sögðu að þeir ættu fyrir höndum mjög erfitt starf að rétta liðið af,það er aldeilis að sanna sig núna,en Liverpool mun rétta sig af og komast á þann stall sem þeir eiga heima,Á TOPPINN,það er mín von og trú. Fyrir höndum er stórleikur á sunnudaginn gegn Manchester United og við munum vinna hann 1-2,ég hef allavega trú á því,ef þetta er ekki leikurinn til að snúa þessari þróun við,þá mun hann aldrei koma,og í guðan bænum kæru stuðningsmennLiverpool á Íslandi ekki vera með þessi leiðindi eins og Matti og Haldór Bragi,því það eru forréttindi að vera stuðningsmaður Liverpool FC.

 188. Vá, Halldór Bragi valið er að jánka þínum vonlausu póstum eða vera barinn? Nýtt low á þessari síðu. Ef það á að vera svona linur á bönn hérna þá vantar ignore fítus eða eitthvað.

 189. Carl Berg ætti að fá sér ennþá meira í glas, hann verður skemmtilegri og skemmtilegri með hverjum sopanum.

 190. Ég vil ekki samþyggja þau rök Roy Hodgson að þetta sé allt Rafa að kenna, liðið sem Rafa skilaði af sér er töluvert betra en það sem hann fékk frá Houllier. Hins vegar hefur liðið staðið sig mjög illa Torres, Gerrard, Kyut, Cole, Paulsen, Koncielsky og fleiri búnir að vera arfaslakir allt tímabilið.
  Kannski er hægt að kenna Roy um gengi þeirra, að hann spili vitlausa taktík og geti ekki blásið lífi í leikmenn en þetta eru allt atvinnumenn sem eiga hreinlega að gera betur þannig þetta er ekki allt honum að kenna.
  Roy Hodgson er frábær knattspyrnustjóri og frábær maður og ég hef ávallt haldið uppá Roy Hodgson en var ekki viss um að hann væri nægilega stór fyrir liðið þegar hann tók við og fyrir utan það fannst mér fáránlegt að ráða manninn á þessu tímabili. Liðið var í söluferli og því hreinlega asnalegt að ráða mann til framtíðar. Hins vegar hafði ég trú á því að hann gæti gert vel ef allt gengi upp en því miður varð ekki svo.
  Mér finnst skelfilegt að vonast til þess að Roy verði rekinn en ég get lítið af því gert þar sem við getum ekki sætt okkur við það gengi sem við höfum þurft að sætt okkur við. Roy er 63 ára gamall og á því ekki mikið eftir og ég vona að honum muni ganga vel eftir að hann fari frá Liverpool því eins og ég sagði áður þá líkar mér vel við manninn en hann er örvæntingafullur og kemur illa fyrir í viðtölum virðist ekki vita hvað hann eigi að taka til taks þegar liðið lendir undir og getur hreinlega ekki unnið á útivelli.

  YNWA – Ekki einu sinni Roy Hodgson…

 191. 221-Hallur: Meira fíflið þessi Lawrie Sanchez á BBC. Reynir að verja Roy Hodgson með því að segja að Liverpool sé ekki lengur stór klúbbur. Hann skilgreinir svo að ekki stór klúbbur sé klúbbur sem hefur ekki unnið titla lengi og að CL sigurinn síðast hafi bara verið einhver grís…blablabla. Skv. þessari skilgreiningu þá er Arsenal ekki heldur stór klúbbur. Efast um að hann þyrði að segja það opinberlega.

 192. Roy Hodgson verður stjóri Liverpool eitthvað áfram, hann á eftir að stýra liðinu gegn Man Utd á sunnudaginn. Það er verið að tala um að nýr stjóri taki við liðinu þegar Liverpool tekur á móti Blackpool

 193. Nr. 234 – MSG

  “Dauðavaktin” er fullkomnlega óviðeigandi og sýnir hvernig stjórnendur hérna á þessari annars ágætu síðu láta öfgakenndar tilfinningar stjórna sér algjörlega, eins og reyndar meirihluti lesenda. Þetta eru týpurnar sem geta ómögulega séð að sökin sé hjá leikmönnunum, en vilja ávallt láta haus stjórans fjúka.

  Það er nú bara erfitt að sjá hvernig þú færð það út að Carlberg hljómi eitthvað meira í glasi (vitlausari) heldur en þú? Tala nú ekki um þegar þú ferð svo að líkja saman stöðu Hodgson nú og síðan stöðu Ferguson fyrir 21 ári síðan.

  En ég mæli með því að þú rannaskir aðeins betur hvernig Hodgson leggur leiki sinna liða vanalega upp og smellir síðan aftur svona visku hingað inn.

  Að saka okkur (amk stjórnendur +fleiri) svo um að vera týpurnar sem vilja alltaf láta stjórann fjúka þegar á móti blæs er síðan í besta falli djók þar sem við vorum einmitt skammaðir á þessum vettvangi fyrir “trúa í blindni” á síðasta stjóra.

 194. Læðist að mér sá grunur að Ipswich næli í Ralf Rangnick og hann eigi eftir að gera það lið öflugt 🙁
  Vona bara að eigendur vakni og láti vaða 🙂

 195. Ég verð að viðurkenna að þrátt fyrir að ríflega 99.99% stuðningsmanna Liverpool vilji Roy Hodgson burt úr stjórasætinu hjá okkar elskaða klúbbi, sé yfirskriftin “Dauðavaktin” full mikil dramatísering. Mér finnst það sérstaklega m.t.t. sögu klúbbsins okkar.

  Ég horfði á úrslitaleikinn á Heysel í beinni útsendingu. Það var dauðavakt. Ég horfði á Hillborough í beinni útsendingu. Það var dauðavakt. Ég geri ekki ráð fyrir að Shankly hefði talað um að fótbolti væri mikilvægari en líf eða dauði, hefði hann verið á lífi eftir þá atburði.

  Við berum sterkar tilfinningar til klúbbsins, en eins og segir: “látið ekki kappið bera fegurðina ofurliði” Því skora ég á frábæra stjórnendur þessarar síðu að vanda fyrirsagnirnar aðeins í framtíðinni.

  Að lokum legg ég til að Roy Hodgson verði sendur aftur til London.

 196. Menn fagna ennþá 2005 og 2006 og lifir Rafa á því. Hann er ekki legend og ég get ekki séð að hann verði eitthvað þægilegri að vinna með þessum eigendum heldur öllum þeim sem hann hefur lent uppá kant við áður.

  Ég vil Roy burt en ég vil ekki sjá Rafa aftur. Hann fékk 6 ár og vann ekkert síðustu 4 árin og allt þvaður um stigamet og markamet sem engu skila er rugl því það skilaði ákkúrat engu.

  Svo að Jónasi í færslu 198. Þetta er bara rétt hjá Halldóri og ég veit ekki til þess að þessi síða sé yfirlýst stuðningsíða Rafa.

  Kannski er hún það, mætti allavegana halda það miðað við skrif sumra(fleiri en færri) og hvað þeir ráðast gegn þeim sem styðja ekki Rafa.

  Rafa er farinn og menn þurfa bara að sætta sig við það og hætta að grenja yfir því eins og smástelpur. Við þurfum nýjan stjóra en það er enginn lausn í að fá mann aftur sem virtist vera búinn að missa allt traust leikmanna.

  Eru menn búnir að gleyma “leikgleði” Liverpool á síðustu leiktíð?
  Búnir að gleyma því að lykilmenn hristu hausinn yfir skiptingum og skildu ekki upp né niður í karlinum?

  Þetta eru sömu menn og eru ennþá hjá klúbbnum.

 197. Júlíus og þið hinir. Held varla að menn séu í mikilli alvöru að vilja Rafa aftur. Bara þegar hann er borinn saman við Roy þá er niðurstaðan skærari en Betlehemstjarnan og það er erfitt að rífast um þann samanburð.

  Get ekki skilið það öðruvísi en svo á að lesa allflesta þessa pósta hér inni að menn vilja almennt fá einhvern nýjan framtíðarþjálfara sem er líklegur til árangurs í samvinnu með eigendum. Félaginu til heilla og allt það.

 198. Jói#5

  Held að það vilji allir framtíðarstjóra hjá klúbbnum sem hreinsar í leiðinni vel til því ekki er þörf á.
  Bæði leyfar eftir núverandi stjóra sem og fyrrum. Mikið af meðalmönnum sem þarf að losna við.
  Fyrst og fremst að nýr stjóri fái að vita hvað hann fái í leikmannakaup og svo selja menn og fá inn nýja. Held því miður að einmitt haldi að Rafa sé sá maður sem geri þetta en ég hef ekki nokkra trú á honum.

  Fá inn menn sem leggja sig fram fyrir klúbbinn og aðdáendur hans.

 199. Er þá ekki óþarfi að fárast eitthvað um Rafa? Má ekki bara skella lokinu á þá kistu og leifa henni að vera í friði?

  Að öðru. Búið að fresta fréttamannamundinum:

  @LivEchoLFC

  Liverpool FC have cancelled their press conference – an interview with Roy Hodgson will be on the club website later. Your thoughts?

Blackburn 3 – Liverpool 1

Hodgson heldur starfinu … um sinn