Liðið gegn Blackburn – Spá

Byrjunarliðið í kvöld er komið og það er svohljóðandi:

Reina

Johnson – Skrtel – Kyrgiakos – Konchesky

Cole – Lucas – Gerrard – Maxi

N’Gog – Torres

Bekkur: Gulacsi, Agger, Kelly, Kuyt, Poulsen, Babel, Jovanovic.

Fjórar breytingar á liðinu frá síðasta leik, Agger er líklega hvíldur fyrir United leikinn enda nýstiginn upp úr meiðslum, Kuyt er svei mér þá bara hvíldur eða hreinlega tekinn úr liðinu enda afar lítið komið út úr honum í þessu 4-4-2 kerfi sem liðið spilar. Fabio Aurelio er auðvitað bara sparileikmaður og einungis notaður um helgar og Meireles meiddist í síðasta leik og er ennþá að jafna sig á þeim meiðslum.

Það verður fróðlegt að sjá hvaða Liverpool lið mætir til leiks og spennandi að sjá hvort eitthvað meira kemur út úr samstarfi N´Gog og Torres í fremstu víglínu. Persónulega hefði ég viljað sjá Babel fá sénsinn fyrir N´Gog, en vonandi verður leikur frakkans í kvöld til þess að kæfa slíkar vangaveltur.

En mig langaði engu að síður að hefja þennan þráð strax (færslan var komin inn óvenju snemma í dag) til að gefa lesendum meiri tíma til að taka þátt í könnun sem ætti að sýna hvað við erum bjartsýn(ir) fyrir leik (opið til rúmlega 20):

Hvernig fer Blackburn - Liverpool?

 • Jafntefli (26%, 175 Atkvæði)
 • Blacburn vinnur með meira en einu marki (23%, 159 Atkvæði)
 • Liverpool vinnur með meira en einu marki (19%, 130 Atkvæði)
 • Liverpool vinnur með einu marki (17%, 114 Atkvæði)
 • Blackburn vinnur með einu marki (15%, 104 Atkvæði)

Fjöldi atkvæða: 682

Loading ... Loading ...

Annars mælum við eindregið með því að menn nýti tímann fyrir leik til þess að grandskoða hina stórgóðu LFCHistory.net sem þeir félagar Mummi og “Arnie” Baldursson voru að enda við að uppfæra. Þeir félagar voru t.a.m. að benda umheiminum á stórmerkilega staðreynd sem sýnir að Liverpool FC bara hlýtur að hafa fundið upp knattspyrnusöngva. Höldum því allavega fram þar til aðrir geta afsannað það.

225 Comments

 1. Mjög skemmtileg nýbreytni að fá svona spá fyrir leik, kúdos á ykkur 🙂

 2. Nokkuð sáttur með þetta lið, en eins og alltaf væri maður til í losna við konsjeski og skrtel fyrir Agger og Aurelio.

  Nokkuð bjartsýnn og spái 1-4

 3. Hefði viljað sjá Agger og Aurelio inná með Johnson og Kyrgiakos.

  Gott að sjá bæði Gerrard og Torres inn á en vörnin lítur ekki vel út. Vona að þetta breytist fyrir leik.

  Ég hef reynt að fylgjast með leikmannamálum og stjóra sem hafa verið orðaða við okkur og einhvern veginn finnst mér ekkert spennandi vera í spilunum. Er þetta rugl í mér eða erum við virkilega komnir á þann stall að mest spennandi leikmaðurinn sem er orðaður er þessi Elia?

  Vonandi vinnum samt í kvöld.

  Áfram Liverpool!

 4. Hvernig væri að gefa þeim Danska séns á meðan Slóvakinn er í ruglinu???

 5. Vona svo innilega að Agger og Aurelio verði í byrjunarliðinu á kostnað Skrölta og Konna. Ef þeir verða ekki þá verður ömurlegt uppspil frá vörninni og með því að pressa á okkur lendum við í langspyrnum og rugli, líkt og á móti úlfunum og töpum . En verð samt að segja að mér fannst Skrölti líta miklu betur út á móti Bolton en í öðrum leikjum með Agger sér við hlið.

 6. mín spá er 2-0 hef akkurat einga trú á liverpool liðinu undir stjórn hodgson og þannig verður það þangað til hann hættir.

 7. út með Konch, Skrtl og Ngog, Inn með Aurelío, Agger eða Wilson ef Agger er meiddur og Kuyt á kantinn.

  Stilla upp í 4-4-1-1 með Cole í holunni. Við þurfum að leyfa Cole að fá nokkra leiki í röð og sjá hvort við eigum að henda honum eða ekki.

  Nota svo Babel og Jova í skiptingar á kant eða striker ef á þarf.

  Að lokum þarf að pressa allan leikinn og ekki gefa hálfa sekúndu a boltann

 8. Þetta á víst að vera liðið, en er ekki viss 😀

  Blackburn Squad: Bunn, Nelsen, Samba, Givet, Olsson, Salgado, Pedersen, Linganzi, EH Diouf, Dunn, Benjani. Subs: Hoilett, MB Diouf, Doran, Morris, Lowe, Potts, Fielding.

  Liverpool Squad: Reina, Johnson, Skrtel, Agger, Aurelio, Gerrard, Lucas, Kuyt, Rodriguez, Torres, Ngog. Subs: Hansen, Kelly, Kyrgiakos, Konchesky, Poulsen, Cole, Babel.

  Linkur: http://www.sportingpreview.com/matches/10111683.php

 9. “bæði Gerrard og Torres eru með öfugt við það sem var búið okkur undir þannig að þetta er mjög óstaðfest lið”.

  Það var keyrt mig heim um síðustu helgi.

  innskot. Sniðugur. Lagfærði þetta örlítið.

 10. Liverpool: Reina, Johnson, Konchesky, Skrtel, Kyrgiakos, Lucas, Gerrard, Cole, Maxi, Ngog, Torres. Subs: Gulacsi, Agger, Kelly, Kuyt, Poulsen, Babel, Jovanovic.

 11. Kolkrabbinn minn (læt rúmlega eins árs gamlan strák minn draga miða) spáir Liverpool sigri. Hann hefur haft rétt fyrir sér í þau tvö skipti sem hann hefur spáði í leikina en í bæði skiptin tapaði Liverpool.

 12. Hef því miður þá tilfinningu að þetta verði engin frægðarför…

  RH hefur ekkert sýnt (amk ekki hvað mig varðar) til að ég öðlist allt í einu þá trú að við séum að fara að taka stig í eintölu og hvað þá í fleirtölu í kvöld. Fyrir mér var sigurinn gegn Bolton ekkert nema sigur þar sem menn börðu sig saman og unnu leikinn. Gæðalega var knattspyrnan ekki upp á marga fiska lengst af og þetta er bara það sem maður hefur vanist í stjóratíð Hodgson.

  Mikið rosalega vona ég samt að við tökum stigin þrjú, okkur veitir svo sannarlega ekkert af þeim. – er samt hræddur um að við fáum engin.

 13. Staðfest lið komið á heimasíðuna. Þið voruð alveg spot on.

 14. Gullfiskurinn minn spáði Liverpool sigri. En hann þykir ansi skarpur… af gullfiski að vera. 😉

 15. Orðið frekar þreytt að sjá Ngog í byrjunarliðinu leik eftir leik

 16. Er ekki líklegra að Maxi sé á hægri og Cole á vinstri?

  Annars líst mér ágætlega á þetta lið, en ég hefði viljað sjá Agger í því.

 17. Ég er hjartanlega sammála Magganum @19…. HVURN ANDSKOTANN hefur Babel gert innan klúbbsins til að fá ALDREI 2 leiki í röð í byrjunarliðinu…

 18. Er ótrúlegur bjartsýnismaður og þetta Blackburn lið á ekki að geta mikið.
  Samt held ég að þetta verði jafntefli eða rétt marður sigur. Vildi sjá Agger inná sérstaklega þegar hann er að hóta því að fara,eins og kostir okkar í miðvörðinn eru….

 19. er staddur erlendis getur einhver hjalpað mer hvar get eg seð leikinn a netinu

 20. Aurelio ekki í hóp, Skrtel, No’goal og Konchevsky í byrjunarliðinu, Babel sem fyrr á bekknum.

  Er Roy að biðja um það að vera rekinn?

 21. Rojadirecta.com er líka góð síða, þar fær maður þetta upp í lista eftir hraða streamsins og náttúrulega hvaða player er notaður. Þessi síða og atdhe.net eru aðal hjá mér.

  Ég spáði þessum leik sem jafntefli og tel ég mig nokkuð bartsýnann. Það er samt spurning hvort að desemberfríið sem við fengum hafi gert okkur gott eða vont…spurning hvort menn séu orðnir hundleiðir á einföldum og einsleitum æfingum Hodgson og verði helgeldir í kvöld.

 22. Skil ekki hvað menn eru að fárast yfir Ngog, verið einn af fáum mönnum í þessu liðið sem hefur
  ekki verið að spila undir væntingum.

 23. Það eru einhverjir að segja að Gerrard og jafnvel Torres hafi eitthvað meiðst í upphitun.

 24. skrifa aldrei a þessa siðu en les ykkur daglega verð að segja að þið eruð FRABÆRIR mættuð samt vera aðeins jakvæðari i garð okkar astkæra klubbs, við höfum nuna nyja eigendur sem eru ALVöRU menn sem vita hvað þeir eru að gera og það er ometanlegt til lengri tima við þekkjum ekkert annað en að vinna a arinu 2011 og hugsum svoleiðis það gera SIGURVEGARAR kv.bb

 25. Wolves að vinna Chelsea, veit það er mikið eftir og Chelsea vinnur örugglega leikinn, en ef sá leikur endar þannig þá held ég að einhverjir verði látnir taka pokann sinn.

 26. Babú, sorry en þetta stingur mig alltaf svo í augun . ‘Hlítur’ er ekki rétt. ‘Hlýtur’ er hinsvegar rétt.

  Innsk. Ahh takk, lagaði þetta. Gaman að sjá svona ábendingu án óþarfa stæla.

 27. 29

  Ertu ekki að grínast? Hann gæti ekki haldið boltanum þó líf hans lyggi við!

  Hann hefur lítinn sem engann styrk og hefur basicly ekkert fram yfir Babel.

 28. vá hvað hann ngog er daufur frammherji fyrir þetta lið felur í jörðina og fer strax að hvarta og nennir ekki neinu en ég tek það ekki af honum að hann er að reyna en hann er bara allas ekki nógu góður fyrir liverpool of hægur líka og nær ekkert að taka menn á. hann er að fara í taugarna á mér á þessum fyrstu 20 mín.

  http://domacifilmovi.us/ch5.php

 29. Þegar ég á leikskýrslu hef ég jafnan word skjal opið til að punkta það helsta hjá mér meðan á leik stendur, svona til að muna þetta eftir leik. Það er nú allavega “jákvætt” að maður er ekkert að fylla það skjal neitt þennan veturinn!

 30. Ég er farinn að halda að ég hafi spáð rangt um úrslitin. Sé ekki Liverpool halda tapinu í einu marki !

 31. Finnst að það megi nú alveg taka þennan blessaða Joe Cole og þennan blessa David Nignog útaf bara! Jesús minn hvað þetta eru miklar hræður! Inná með Kuyt og Babel!

 32. Af hverju er maður ekki hissa? Ætli það sé ekki best að finna sér eitthvað uppbyggilegt að gera, lesa bókina hanns Gillz eða eitthvað.

 33. Ótrúlegt hvað maður nær ennþá að pirrast eins og þetta komi manni eitthvað á óvart.

  Eitt hjól undir bílnum
  en áfram skröltir hann þó

  hversu lengi á að keyra á einu dekki

  Ef leikurinn endar með tapi þá er maður bara farinn að sjá fyrir sér fallbáráttu

 34. Konchesky góður að dúndra boltanum fram þegar skrtel og kyrgi voru uppá teig, bara svona til að tryggja fast break fyrir Blackburn.

 35. Ömurlegt….Það er alveg klárt að í Liverpool liðinu eru 3-4 leikmenn sem eru ekki hæfir til þess að spila í PL. Með ólíkindum að þeir skuli klæðast rauðu treyjunni…

  Ætli það bíði ekki 4 ára samningur Hodgson eftir leikinn…

 36. Jesús kristur… boltinn var hálftíma á leiðinni en hercules gat ekki rifið sig fram fyrir manninn…

 37. Væri bara ekki betra að sleppa því að vera með varnarmenn inná vellinum þegar þeir eru svona átakalega lélegir

 38. JÁ það gat vernað en meira , sæll leyfum bejani bara að snúa !!!!!!!!!!!

 39. Kunna þessir djöfulsins aumingjar ekki að verjast
  Drulla þessum helvitis þjálfara út strax í hálfleik áður en hann skemmir allt við þennan klúbb.

 40. Jæja, er ekki komið gott að metnaðarleysi, meðalmennsku og hæfileikaskorti þessa blessaða knattspyrnustjóra okkar? Er ekki löngu kominn tími til að alvöru maður taki við?

 41. Var það ekki Comolli sem rak einhvern frá Tottenham í hálfleik, man ekki hvort það var Ramos eða einhver annar.

  Yrði draumur að sjá það gerast núna í hálfleik.

 42. Þetta lið okkar er vandræðalegt. Menn eru að berjast um menn eins og Dzeko og Carlos Tevez þarna í Manchester borg, Ferguson dregur einhvern Mexíkana uppúr hattinum á spottprís sem brillerar, meðan við þurfum að horfa uppá þetta rusl.

  Það er enginn að vinna fyrir laununum sínum í þessum hóp okkar, og það er hlegið að manni ef maður segir að þetta geti ekki verið talentinu að kenna heldur stjóranum, af því að við “erum með flesta landsliðsmenn á HM í Suður-Afríku” af öllum PL liðum.

 43. ja hérna hér…. það er afrek að láta Blackburn líta út fyrir að vera fínt fótboltalið….

 44. úff það er bara ein sem við getum vonandi treyst á einn mann til að redda þessu Steven Gerrard eða allavega eins og torres er að spila núna

 45. Jæja 2-0 undir á móti Blackburn í hálfleik.
  Okkur myndi ganga betur með Steve Wonder á hliðarlínunni,Roy burt strax. nú má bara ekki bíða lengur!!!

 46. Tapaður leikur. Líklega gáfulegast að hvíla G&T fyrir bikarleikinn um næstu helgi áður en þeir meiðast.

 47. Maður er nánast að vonast eftir því að Liverpool nái ekki að skora svo fíflið liti enn verr út og um leið hækka líkurnar á brottrekstri hans. Því helvítið mun ALDREI segja af sér.

 48. heitasta helvíti ! hversu lélegt getur þetta orðið … í alvörunni ?

  rabble rabble rabble rabble rabble rabble rabble rabble rabble rabble rabble rabble rabble rabble rabble rabble rabble rabble rabble rabble rabble rabble rabble rabble rabble rabble rabble rabble rabble rabble rabble rabble rabble rabble rabble rabble rabble rabble rabble rabble rabble rabble rabble rabble rabble rabble rabble rabble rabble rabble rabble rabble rabble rabble rabble rabble rabble rabble rabble rabble frick

 49. Ætlar þessi ráðþrota maður á hliðarlínunni ekki að fara taka NGog útaf…. það eina sem Kiddi Kærnested er búinn að segja í leiknum um NGog er ; æji næstum því hja Ngog… Hann ætti að líta meira í kringum sig hann Ngog…. Klaufalegt hjá Ngog…. Það er nefninlega ekki það sem við þurfum… og hættiði svo að dæla boltum inná þessi tröll þarna í teignum hjá Blackburn… sem er btw að fara 3 stigum upp fyrir okkur e. þennan leik

 50. Hvað varð um það að þjálfarar segja upp starfi sínu sjálfviljugir af virðingu fyrir klúbbinn?
  Mér finnst þetta bara orðin óvirðing af Hodgson að halda þessari þrjósku áfram.

 51. Víst við erum að tapa þessu þá má þetta bara fara 5-0 og þá losnum við kannski við Hodgson.

 52. Ég hef trú á því að Hodgeson nái að tuska þá til í leikhléi! N´gog setur tvö og Aurelio kemur inn af bekknum og klárar þetta! Hættum með lélegan móral og stöndum saman. Ég er búinn að sjá helling af góðum töktum hjá liðinu. Koma svo! YNWA.

 53. Í guðana bænum Roy Hodgson áttaðu þig á því að þetta 4-4-2 kerfi þitt er steingelt og breyttu leikskipulaginu. Þá er ég að tala um í seinni hálfleik því meiri er tíminn ekki, þetta skal vera síðasti leikurinn í brúnni hjá Liverpool.

  Ef þið smellið ykkur strax á 9:00 í þessu video-i http://www.youtube.com/watch?v=y9l4l7Mj_Ek þá sjáið þið manninn sem ég held að sé idol-ið hans Hodgson hvað leikkerfi varðar.

 54. Ég skil ekki þessa sjálfspíntingarkvöt að horfa á Liverpool leiki viku eftir viku.
  Og þessir aðdáendur sem ferðast með liðinu eiga mína virðingu að ferðast í alla þessa útileiki til þess að horfa á liðið niðurlægt í hverjum einasta útileik.

 55. Ég ætla horfa á seinni hálfleikinn hjá Arsenal-Man City…..

  Mér dettur ekki í hug að gagnrýna Hodgson,hvað eru NESV að spá!!!!

  Ég trúi ekki öðru en að þeir séu langt komnir með að ráða nýjan stjóra

  Geta Bretar ekki beitt hryðjuverkalögum á Hodgson!!!!!!!!!!!!!!!!!!

 56. o.m.g
  ég sem setti Kuyt og Skrtel í liðið mitt í Fantasy Prem League og Kuyt sem captain…

 57. Við erum að drulla á okkur gegn veiku Blackburn liði. Afhverju kemur það manni ekki á óvart?
  Eigendurnir hljóta að gefa Hodgson 10 ára framlengingu eftir þessa snilld. Farinn að halda að þeir vilji að liðinu gangi svona.

 58. Ég er byrjaður að halda að NESV mennirnir séu harðir United aðdáendur og þetta sé allt á áætlun hjá þeim.

  • Og þessir aðdáendur sem ferðast með liðinu eiga mína virðingu að ferðast í alla þessa útileiki til þess að horfa á liðið niðurlægt í hverjum einasta útileik.

  Aldrei færri frá Liverpool á Blackburn leik og einungis um 2/3 okkar helmings nýttur.

  Annars er ég sammála því að núna er röðin komin að FSG, Hodgson er búinn að gera allt sem í hans valdi stendur til að koma sér frá félaginu.

 59. Hodgson að gera vini sínum Ferguson stóran greiða og skemma alveg Liverpool FC áður en hann sest í helgan stein.

 60. Burt með Benitez, þessir CL titlar okkar voru bara heppni! Fáum einhvern sem getur gert miklu betur heldur en hann og getur svo sannarlega nýtt kraftinn í þessum leikmannahóp!

 61. vá hvað ég er glaður að hafa ekki farið að eyða tíma í að horfa úff
  Ætla að njóta þess að sjá þá um helgina með nýjan stjóra 🙂

 62. má blóta?? mér kemur allavega ekki önnur orð í hug eftir svona hörmung!

 63. Við hverju eru menn að búast? Liðið hefur ekkert verið styrkt á sl árum meðan Man City t.d. eyðir yfir 100 millum bara í sóknarmenn!!!! Liðið er ekki betra en þetta og ekki bætir RH árangurinn mð þessari SAMBA veislu.

 64. heyrðu ég er bara kominn með nóg af liverpool í bili og er hættur að horfa á þenna djö…. leik og er bara farinn í Fm11 að skemmta mér að vinna deildir.en ég trúi því ekki að hann hodgson verði ennþá þjálfari liverpool eftir þetta tap á móti VEL SPILANDI LIÐI BLACKBURN!!!! þetta er djók að láta þá vallta svona yfir sig í þessum leik.
  þér er VELKOMIÐ AÐ TAKA VIÐ Ralf Rangnick AF HODGSON OG VERÐA NÆSTI STJÓRI LIVERPOOL.

 65. Það snjallasta núna hjá eigendum væri að reka bjánann í hálfleik og senda hann heim, þetta er miklu miklu milklu meira en nóg komið!

 66. Jæja enginn Adebayor í hóp hjá City. Hvort hann sé ekki í hóp útaf slagsmálum eða félagsskiptum hef ég ekki séð. Real Madrid, sem ég tel okkar mesta ógn við það að fá Adebayor hefur dregið sig úr framherja kapphlaupi. Þetta eru bestu fréttir hálfleiksins held ég, eina sem gætu mögulega toppað það er brottrekstur í hálfleik.

 67. Skelfilegur varnarleikur, og algjört hugmyndar og hreyfingarleysi sóknarlega, án gríns ég held að ekki einn Liverpool leikmaður hafi verið á tánum í fyrri hálfleik.

  Á hvað leggur Hodgson áherslu fyrir leik, og á æfingarsvæðinu ?? anyone ? Hver er hans hugmyndarfræði ?

 68. Jæja ég ætla að setja alla mína peninga á að liverpool falli í vor, svona áður en veðbókarar loki á þann möguleika þar sem það stefnir margt í það að Liverpool spili í Coka cola deildinni í haust.

 69. Staðan hjá okkur í dag er svo slæm að ég get ekki annað en hlegið af svona twitter færslum

  MirrorFootball

  Ronaldinho wouldn’t get into this Blackburn side #brfc #lfc

 70. Þetta ástand er ekki lengur Roy Hodgson að kenna. Sökin er fyrir löngu komin á eigendur liðsins.
  Ástandið er búið að vera skelfilegt síðan hann tók við og þeir gera ekki neitt!

 71. Bíð bara spenntur eftir að Ugluson nuddi andlitið sitt og reddi málunum!

 72. Sælir félagar

  Glenda og Goggi lykilmenn. Gríska tröllið lætur taka í í skrjáfandi þurrt ra….. Vonandi verður hinn snjalli stjóri LFC aðlaður eftir leikinn fyrir árangur á útivelli alla sína tíð.

  Að lokum legg ég til að RH verði rekinn.

  Það er nú þannig

  YNWA

 73. Nýr stjóri gerir ekki þessa leikmenn sem eru inná vellinum eitthvað betri en þeir eru.

 74. Það getur bara ekki annað verið en að maðurinn verði rekinn eftir þennan leik, eða hvað?

 75. Ég veit ekki með ykkur, en ég sagði karlinum upp á gamlársdag, fór í prentarann og prentaði mynd af karlinum og setti á eina góða rakettu,skaut svo karlinum upp nákvæmlega kl 24/00.
  Þar með var hann ekki framkvæmdastjóri minn lengur, enda er ég orðinn hundleiður af þessari hræðilegu knattspyrnu sem hann lætur liðið spila.

  bæ bæ Roy Hodgson.

 76. 108 Elmar er þetta eitthvað djók?
  Minnir að Rafa nokkur Bentitez hafi gert akkurat það,að ná öllu sem var hægt að ná úr þessum tuskum sem við köllum lið í dag.

  Eru stjórar ekki misgóðir að ná því besta úr mönnum? Ég væri frekar til í að sjá Gerrard stjórna restinni af leiknum þó að besta hálfleiksinnáskiptingin væri Hodgson out Dalglish in..

 77. 108#

  Þú ert greinilega með hugarfar NESV. Og JÚ það myndi gera þá betri ef rétti stjórinn tæki við.

 78. baaaaaaahahahahahaha……. Ég get ekki annað en hlegið þar sem gremjan er orðin gríðarleg !

  Maður er búinn að kaupa sér ferð á Liverpool – Everton og ef RH verður enn stjóri Liverpool þegar sá leikur fer fram þá hugsa ég að ég eyði þeim sunnudegi bara á Albert dock að versla eitthvað fallegt. Rölti kannski yfir á Goodison Park og míg á leikvanginn !!

 79. Nau! Það er bara skipting hjá okkar manni! Og það fyrir 80. mínútu!!!

 80. já sæll…..þá er þessi niðurlæging orðin opinber….fullkomið. Ef þetta er ekki síðasti naglinn hjá hodgson þá veit ég ekki hvað. Og já Johnson má fara til andskotans líka!!!

 81. það er allavega jákvætt að eftir því sem Blackburn skora fleiri mörk í kvöld þá aukast líkurnar á að Hodgson taki pokann sinn í kvöld eða fyrramálið

 82. Nú verða þeir að senda Hodgson að pakka! Það getur ekki annað verið.

 83. Er ekki komið nóg af Hodgson ???? Please, látið hann nú fara strax í kvöld, takk fyrir.

 84. Vona að nýji stjórinn fari að gefa Martin Kelly alvöru run hún Glenda þarna má bara fara og spila í stelpudeildinni.

 85. Eins og ég sagði áðan til hvurs í andskotanum eru við að gera með varnarmenn þegar þeir standa bara og horfa á Blackburn skora og skora og skora

 86. bwhahah núna , djöfull væri ég til í að mæta og gefa hodgson “kynhest” djíz 3-0..

  ég ætla borða hendina mína ef hodgson verður ekki rekinn eftir þetta, er eitthvað að manninum?

 87. 3ja í boði Skrtel og Konchesky sýndist mér. Nú hlýtur hann að verða rekinn!!!

 88. Nú er mér öllum lokið….. ég meina gjörsamlega öllum lokið! Ef Roy Hodgson segir ekki af sér eftir þennan leik og/eða hann verður rekinn þá er eitthvað mikið að. Hvílík andskotans hörmung.

  YNWA

 89. My utmost respect for Torres, Reina and Gerrard if they stay at LFC this January.

 90. Ég talaði um 0-3 sigur fyrir leik. Ég sé það núna að völvan séri öfugt. Afsaka þetta.

  Okkar menn hafa sýnist mér gefist upp.

 91. komnir með þessa líka fína markatölu -4 mörk er ekki neitt….

 92. Það er alltaf glatað að horfa a liðið tapa en hallo 3-0, hvað er i fokking gangi. Vissi að menn væru með drullu uppa bak en þetta er rosalegt. Ef RH verður ekki rekinn aður en kemur að viðtölum eftir leik er eitthvað mikið að eigendunum. RH drullaðu þer i burtu.

 93. Johnson og varnarleikur er svipað gáfulegt og ís með laukbragði. Sekta hann og reka Hodgson.

  Ef þjáningarbræður okkar á Englandi ganga ekki af göflunum eftir þessa töku þá missi ég allt álit á þeim. Eina leiðin til að eigendurnir geri eitthvað er að fólk hætti að mæta á leiki, engar kjánalegar mótmælagöngur eða fíflalegir mótmælatreflar.

 94. Er leikmenn Liverpool svona lélegir út af Roy, nýr stjóri gerir þá ekkert betri.

 95. Það skal engin reyna að ljúga því í mig að leikmennirnir standi með RH.

 96. Við náum á einhvern óskiljanlegan hátt að vinna United í F.A. á sunnudaginn og það mun bjarga manninum næstu árin. En svo mun hann tapa illa í næst umferð gegn Stevenage eða eitthvað álíka.
  Erum að láta Blackburn niðurlægja okkur og hvað er langt síðan það gerðist?

  Gjörsamlega brjálast ef þetta gerpi verður á hliðarlínunni á Old Trafford…

 97. Ég bjóst nú svo sem við að Liverpool myndi tapa en svona niðurlægingu bjóst ég ekki við. Sá ekki fyrri hálfleikinn og það er spurning hvort maður eigi að pína sig á þeim seinni.

  Og síðan má þessi djfæklasjfkljsadlækfjkæljflkæadsjkldæjfklaæsjflksafdsal þjálfara asni fara til fjandans ARGGGGGGGGGGGGGGGGGGGGGGGGGGGGGGG

 98. Ég spái því að RH fái núna 10 ára endurnýjun á samningi sínum fyrir þetta meistaraverk. Til hamingju púllarar um allan heim!

  PS: Kaldhæðni?

 99. óska eftir sjálfboðaliða til að annað hvort hnefa mig eða flá mig, sá hinn sami má ráða, það er eflaust töluvert skárra en að horfa á þennann viðbjóð!

 100. Það eina jákvæða við þetta stórtap gegn miðlungsliði Blackburn er að nú hefst uppbyggingin hjá klúbbnum. Maður er svoooo búinn að bíða eftir því að maðurinn verði látinn fara. Kannski þurfti eitthvað á borð við þetta, niðurlægingu frá Blackburn Rovers….úfff, sad but true!

 101. Vængbrotið Blackburn lið að taka okkur í þurrt ! Ralf Ragnick please help !!!

 102. Ohh afhverju er ekki 90.min og uppbótartíminn að verða buinn, nenni ekki að horfa a´þetta samt einhvernveginn verður maður …

 103. Ef ég væri í spor um RH þá mundi ég láta mig hverfa áður en leik líkur, þá er möguleiki að hann komist án áverka frá Anfield.

 104. Vá talandi um að láta taka okkur í þura ef hann er ekki rekinn núna þá er ég hættur að horfa á fótbolta!!!

 105. Ég spyr, hefur einhver séð leikmenn Liverpool, þið vitið, þessir menn sem fá milljónir í laun á viku við að leika sér?????

 106. Ég legg til að Carragher taki bara yfir sem caretaker fram að ráðningu framtíðarstjóra !

 107. Það verður gaman að lesa viðtöl við leikmenn Liverpool eftir leikinn, þar sem þeir segjast styðja heilshugar við bakið á Roy 🙂

 108. Jahérna þetta er allveg hræðilegt. Væri til í að fá annahvort þjálfara Dortmund eða Mainz til að taka við af Hodgson. Þau lið eru nú efst í Þýskalandi.

 109. Hvar eru menn eins og Björn Tore Kvarme þegar maður þarf á þeim að halda?

 110. Lítil ljóstýra í myrkrinu er að Joe Cole er allur að koma til, búinn að vera skapandi og líflegur

 111. Roy Hodgson stendur bara og starir……. ekkert að öskra eða segja mönnum til eða neitt. Stendur eins og gamall maður með alzheimer og veit ekki hvar hann er eða hvað hann heitir.

 112. Þetta er allt til skammar, bæði leikmenn og þjálfari, mætti reka þá alla fyrir mér
  Aumingjar!

 113. Ef við skoðum hvernig stór hluti liðsins er að spila, einstaklingarnir sem slíkir, þá sjáum við hvað þetta lið er mikið rusl. Johnson, Skrtel, Konchesky, n’Gog, Cole, Maxi, Torres. Þetta er öll vörnin og öll sóknin. Skelfilegt.

  Hverjum er um að kenna? Það þarf meira en þjálfarann burt, það þarf holskurð og endurnýjun á öllum stærstu líffærunum. Þrekþjálfarar, varnarþjálfarar, sóknarþjálfarar, hálft helvítis liðið má marsera með Roy út í miðja Mersey.

 114. Það versta við veru Hodgeson hjá Liverpool verður algert niðurbrot hans á leikmönnum. Þeir vita alveg hvað þeir geta ef þeir fá að spila rétt leikkerfi en áfram skal barist í 4-4-2! Alger hryllingur og skemmdarverk í hæsta gæðaflokki. Burt með manninn strax! Næsti þjálfari verður lengi að koma liðinu upp á eðlilegt ,,level” sem er svo langt fyrir ofan þenna hrylling.

 115. svakalegur þjálfari , hann setur varnarmann inná þegar hann er 2-0 undir, ég veit að hann vill spila en kommon settu frekar 3 sókndjarfari menn + það að agger getur spilað í 8-0 tapinu á móti man u á laugardag mæli með að ditcha þann leik algjörlega…

 116. Mikið hlakkar mig til að sjá hvaða froðuplast vellur uppúr RH eftir leikinn!!!!!

 117. Ég er svo meðvirkur að ég drullu vorkenni RH… hann lítur út fyrir að vilja leggjast í grasið og gráta!!

 118. Yess, hrákadallurinn Diouf kominn inná, hann á örugglega eftir að skora til að fullkomna ömurleikann!

 119. úr því sem komið er – töpum bara 6-0 og fáum alvöru niðurlægingu – þá hlýtur hann að vera rekinn !

 120. Okey Hodgson er hræðilegur, veit allt um það… En verða leikmenn ekki að taka örlitla ábyrgð á sig eða er það bara ég! Þetta eiga jú að heita ATVINNUMENN!!!

 121. Maður er eiginlega farinn að vorkenna Hodgson, hann stendur þarna á hliðarlínunni gjörsamlega hugmyndasnauður og virðist ekki vita hvernig í fjandanum hann komst þangað.

 122. tala nú ekki um það að þetta er liðið sem tapaði 7-1 á móti man u sem við mætum um helgina ætli við töpum bara ekki svona 27-0 á móti united..

 123. Besta í leiknum hingað til er gult spjald á Lucas fyrir brot á diouf

 124. Vá hvað Babel var spenntur að koma inn á. Gott að maður fær eitthvað til að brosa yfir 🙂
  Svo er spurning hvort stóra brosið komi strax eftir leik eða í fyrramálið?

 125. RH eftir leik
  “Við töpuðum fyrir frábæru liði, ég var að vona að við næðum að halda jöfnu.”

 126. Þvílik vitleysa hjá Newcastle að rjúka til og skipta um þjálfara………eeehh eða nei kannski ekki !

  En við getum algjörlega bókað það að það stjórnar einhver annar liðinu á móti ManU um helgina. Verst er að nú fara Chelsea menn á markaðinn að leita að þjálfara, Ancelotti gæti verið búinn að vera þarna ef þeir tapa í kvöld á móti Wolves.

 127. Hér með tilkynnist, í vitna viðurvist, að ég er hættur að horfa á Liverpool leiki þar til skipt verður um stjóra

 128. hvað er gerrard að skemma þetta ! fyrst hann er að þessu á annað borð – höldum þá áfram – vinnum 3-4 🙂

 129. Blackburn er búið að sigra leikinn og þeir eru enn að pressa Liverpool alveg til Reina !

 130. Sé ekki betur en að Ancelotti sé að missa vinnuna, viljum við ekki bara fá hann?

 131. Chelsea er samt ekki með nema 5 sterkasta leikmannahópinn í deildinni

 132. Gerrard er sniðugur, klúðraði vítinu í þeim tilgangi að tryggja brottrekstur Hodgson:D

 133. Skyldi Gerrard hafa gert þetta af ásettu ráði? Vítaspyrnurnar hans eru ekki svona.

 134. Ok það er verið að gefa Man Utd sinn 19 titil á silfurfati!!! RUGL!!!

  Og sov vertu sæll Hodgson, takk fyrir ekkert

 135. Ancelotti væri algjörlega frábær kostur fyrir okkur. Fá hann í a.m.k. 5 ár og svo tæki Carra við liðinu…

 136. Joe Cole og félagar eru aldeilis að standa við stóru orðin !! Let´s kick off from here ! Tímabilið átti að byrja núna en það virðist ennþá vera pre season hjá honum ásamt fleiri leikmönnum Liverpool ! Ég hefði mikinn áhuga á að vita hvað RH segir eiginlega við leikmenn í klefanum fyrir leik ! Er hann bara að bjóða upp á kaffi og með því og að ræða Icesave eða ?? Meðalmennskan er svo alger og það bara skín úr augunum á honum ! Hann bað um að verða dæmdur eftir 10 leiki. hóhóhó dómari, ég semsagt, hef kvatt upp minn dóm. RH þú ert hér með dæmdur í lífstíðar fangelsis bann frá æfingarsvæði Liverpool. Fullnustu dóms skal uppfyllt strax !!

 137. Þetta var ótrúlega áhugalaus og kæruleysislega tekin spyrna !

  Ég hef aldrei séð hann lyfta víti áður.

 138. Djöfull er ég ánægður með þetta Blackburn lið, vantar fullt af mönnum í liðið, samt eru þeir að pressa okkur uppí kok……………2 mörkum yfir!

 139. hvað var eiginlega langt síðan Gerrard klikkaði víti með Liverpool fyrir þennan leik ?

 140. GUÐ DROTTINN ALMÁTTUR VERNDARI HIMINS OG JARÐAR GÆTI EKKI STIGIÐ NIÐUR FRÁ HIMNUM, Í ÖLLU SÍNU VELDI OG SANNFÆRT MIG UM AÐ ÞETTA HAFI ÓVILJAVERK (KLÚÐRIÐ).

  PERSÓNULEGA ALDREI SÉÐ MANNINN HITTA EKKI Á RAMMANN Í VÍTASPYRNU.

  TAKTU NÚ GOTT FACERUB RH. ÞÚ VARST AÐ MISSA VINNUNA.

  o shit var að taka eftir capslock… biðst afsökunar.

 141. Þarna sá ég bara fyrirliða sem vildi ekki bjarga stjóranum sínum þó fagmaður sé (Gerrard sko) ekki þessi vonandi fyrrum mistök hjá Liverpool.

  Er Ralf ekki baa málið?

 142. Á Twitter eru menn að tala um slagsmál í búningsklefa Liverpool í hálfleik.

 143. Við erum þá í 12 sæti eftir þessar hörnungar, Everton eru komnir yfir okkur með sigri á Tottenham 🙂

  Vúhúúúúúú!

 144. Var það ekki Carra og Gerrard sem boluðu Benitez út til að fá enskan þjálfara og þá Hodgson? Efast að hann sé þá að klúðra viljandi

 145. Bara málið afsakið.

  Verð að hrósa þeim stuðningsmönnum sem sungu lagið okkar í endann á vellinum.

 146. Ég skil ekki þessi læti í ykkur öllum. Mér finnst kallinn vera að standa sig bara ágætlega. 😀

 147. Helgi F #209 – Hver á Twitter hefur aðgang að búningsklefa Liverpool í hálfleik???

 148. Þetta ætti að auðvelda NESV að ákveða hvað eigi að gera við Hodgson. Bíð spenntur eftir fréttatilkynningu í fyrramálið, eða bara á eftir.

 149. Gerrard klikkaði af ásettu ráði, hann hefur hugsað, “ég fer ekki að bjarga þessum andskotans fávita uppúr holunni”

 150. Sorry en Man Utd er klárlega að fara að vinna 19. titilinn með því að vera minnst lélega liðið í deildinni. Ekki samt eitthvað sem við ættum að hafa miklar áhyggjur af þar sem ég hræðist fallbaráttuna meira miðað við stöðuna núna. Hodgson hlýtur bara að vera sparkað eftir þennan leik.

  Bull að leikmannahópurinn sé ekki sterkari en þetta. Ef það er rétt þá var Liverpool að spila ótrúlega mikið yfir getu fyrir 2-3 árum. Vissulega ekki eins sterkur hópur og kláraði tímabilið 2008-2009 en kommon…25 stig eftir 20 leiki og 6 stig í fallsætið!!! Þetta er bara knattspyrnustjóranum að kenna og hann á að sjá sóma sinn í því að axla ábyrgð og segja af sér. Ef ekki hann þá verða Henry, Werner og félagar að grípa í taumana ekki seinna en strax!

 151. Var það ekki Carra og Gerrard sem boluðu Benitez út til að fá enskan þjálfara og þá Hodgson? Efast að hann sé þá að klúðra viljandi

  Ef þeir vilja spila undir stjórn Roy Hodgson, þá geta þeir gert það einhvers staðar annars staðar en í Liverpool.

 152. 215 Gylfi Freyr

  Það var enginn inn í klefanum en það er haugur af blaðamönnum og öðru starfsfólki á svæðinu.

  Veit ekkert hvort þetta er satt en það eru margir búnir að segja þessar fréttir.

  Liverpool Bust Up: “Security called to tunnel as thought 3rd party involved,all lfc camp.” A few players & staff

 153. Maður er farinn að vorkenna Hodgson að vera svona hryllilega vonlaus. Þegar myndavélin sýnir hann gjörsamlega út úr heiminum eins og hann hafi verið geislaður niður frá fjarlægu geimskipi og virðist hugsa “hvar er ég”, þá finnst mér að einhver eigi að vefja hann í teppi og fylgja honum á elliheimilið þar sem hann getur eitt elliárunum í að stara út í loftið og éta búðing.

Blackburn Rovers á Ewood Park

Blackburn 3 – Liverpool 1