Blackburn 3 – Liverpool 1

Já nei glætan, um þennan leik þarf ekki að segja margt.

Á meðan ég kveð Roy Hodgson, versta stjóra í sögu Liverpool FC vil ég benda mönnum á að maður nær bestu viðspyrnunni þegar maður spyrnir sér frá botninum. Ég neita að hugsa það til enda ef þetta er ekki botninn.

Þennan leik myndi ég flokka sem verstu frammistöðu liðsins sem ég hef séð ef ekki væri fyrir úrval álíkra hörmunga síðastliðna mánuði. En ætli það sé ekki best að lýsa þessu sem svo að líklega dugar þetta sem löggild skýring á veikindaleyfi hjá stuðningsmönnum Liverpool á morgun.

FSG / NESV eða hvað sem þið kallið ykkur, þið eigið leik.

216 Comments

 1. Jæja….Samhryggist , en þetta endaði nákvæmlega eins og ég spáði í gær…því miður.

  Annars er United hjarta mitt nokkuð sátt við önnur úrslit í kvöld.

  Hvor verður rekinn á undan , RH eða Ancelotti ???

 2. Ekkert nema óheppni! Hef góða tilfiningu fyrir næstu leiki og trúi því að við náum að snúa genginu við! Vil allavegana leyfa Hodgson að klára tímabilið hjá okkur og gera svipuð kaup og í sumar. Þá fer þetta að snúast okkur í hag. YNWA!

 3. Sunnudagur …. yeah right!
  Ef versti stjóri allra tíma verður ekki rekinn þá verðum við að grípa til okkar ráða.

 4. Ég er búinn að gefast upp á þessu.
  Hodgson út og þá horfi ég aftur á Liverpool spila, ég trúi ekki öðru en það verði fyrir sögn í öllum blöðum í kvöld. ( Hodgson drekinn staðfest )

 5. Sammála Torfa.
  Hef varla misst af leik í áratug en hef tekið þá ákvörðun að horfa ekki á fleiri leiki fyrr en destRoy Hodgson er farinn. Þetta er svo langt frá því að vera boðlegt að það hálfa væri nóg.
  Ég hreinlega trúi því ekki að Hodgson fái fleiri leiki. Burtu með manninn eins og skot.

 6. Liðið ömurlegt í kvöld, Hodgson verri(ef það er þá hægt) og þessi skýrsla í takt við það, ömurleg!

 7. Ef maður reynir að segja eitthvað um þennan leik þá var Cole eini leikmaður okkar sem kemst nálægt því að komast frá honum með 5 eða meira í einkunn og svo Gerrard fyrir að sýna í restina að þetta Liverpool lið getur svo léttilega slátrað Blackburn hafi þeir áhuga á því á annað borð.

  Vörnin hjá okkur var svo léleg að það er vandræðalegt, Johnson, Skrtel og Kyrgiakos gerðir að fíflum í leiknum og þá eigum við semsagt eftir að minnast á Konchesky!

  N´Gog þarf síðan að fara á bekkinn, hann passar bara ekki í þetta leikkerfi með Torres og var mjög slappur í dag.

  Vandamálin eru reyndar nánast óteljandi.

 8. Ætla að láta mig dreyma snöggvast. Bannað að vekja mig. Draumurinn verður á þá leið að Roy verður rekinn á eftir, gefum þessu svona 5 sek. Einhver nýr kemur, sama hver það er, og leikmenn okkar taka hausinn á sér út í rassgatinu á hver öðrum og sjálfum sér. Svo förum við í leikinn á sunnudaginn, snarbrjálaðir og hressir og sláum þetta súkkulaði lið út.

  Bannað að vekja mig !

  Ræða þenna leik sem var að klárast? Hell no! Babu súmmerar þetta ágætlega upp og ekki orð um þennan viðbjóð meir. Farinn í draumalandið….

 9. Tókuð þið eftir því að þegar Geevie Stee fékk vítið þá var það í fyrsta skipti á tímabilinu sem maður sér hann fyrstan inn í teiginn! Frábær notkun á leikmanninum.

 10. Hodgson verður bara að vera drekinn á morgun/i kvöld, annað kemur ekki til greina!

 11. Jæja þá veit maður hvernig morgudagurinn verður, látlaust tékk á hvor ekki sé búið að reka ugluna frá félaginu. Þetta er óþolandi stöðug sms til að minna mann á hvernig leikurinn fór.
  Maður leiksins ég fyrir að endast til að horfa á allan leikinn.

 12. Er ekki búið að reka hann ennþá ?
  Hvað er í gangi, Henry taka upp símann og hringja í einhverja nagla og henda Hodgson úr rútunni hjá Liverpool.

 13. Jæja, þrír stjórar reknir á morgun og nú er að grípa það sem er laust. Væri alveg til í að sjá O´Neill koma enda ekki margir lausir í dag. Hann gat gert lið úr Aston Villa og af hverju ekki Liverpool. Betri hópur allavegna og mun breiðari en hann hafði úr að moða hjá Villa.

  Þessi leikur var í raun skelfing frá upphafi til enda. Margir kvarta útaf kaupunum á Konchesky og ég skil það en hvað með 17m sem fóru í Johnson? Agalega lélegur og ég horfði á leikinn með enskum þulum og þeir misstu bara andlitið og voru bara gáttaðir á því að þetta væri hægri bakvörður Englands.

 14. Ég sá mjög góðan leik í kvöld, en það var Arsenal – MC……þakka Hodgson samstarfið og þessa 2 góðu leiki sem liðið spilaði undir hans stjórn!

 15. Þetta er bara hrein hörmung. Maður er bara næstum farinn að hlægja af þessari skelfilegu frammistöðu, trúi því að Hodgson fá man u leikinn en svo ekki meir.

 16. Þetta er allveg að koma hjá RH við þurfum bara að horfa uppá nokkra svona tapleiki í viðbót, svo er bara að vera með þolinmæði og styðja hann í fallbaráttunni. Þeir hljóta að halda sér uppi :S Vörnin er allveg handónýt kaupa nokkra grimma serba sem hafa fengið herþjálfun.

 17. enn eina ferðina er ælan komin uppí kok…….. og risaeðlan á eftir að ásækja mig í draumi með sitt steingeldi FOKKINGS 442 kerfi DJÖFULLINN!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!1

 18. Kæra stjórn LFC.

  Vinsamlegast ekki reka RH fyrr en kl 15.30 næstkomandi sunnudag.

  Virðingarfyllst

  United menn nær og fjær.

  🙂

 19. skysports_ed Ed Chamberlin by paul_tomkins

  LFC fans joining in with Blackburn fans singing “you’ll be sacked in the morning” to Roy Hodgson.

 20. Það bara getur ekki annað verið en að tilkynningin um að Hodgson hafi verið rekinn komi í kvöld eða á morgun. Þetta einfaldlega gengur ekki lengur. Svo er ég óðum að komast á þá skoðun að við eigum að selja talsvert af leikmönnum okkar og hleypa nýju blóði í liðið. Johnson er alveg hræðilegur trekk í trekk og er algjörlega gagnslaus á köflum. Eins mega Skrtl, Konchesky, Poulsen og Maxi fara. Babel sæi ég ekki á eftir og ef rét tilboð bærist í Kuyt þá þyrfti að skoða það vel.

  Allavega, Hodgson burt, það er númer 1,2 og 3!

 21. Maður leiksins ég fyrir að endast til að horfa á allan leikinn.

  Ég er sammála. Hugsið ykkur liðið, sem fór frá Liverpool og stóð þarna í rigningunni í kvöld.

  Ég eyddi meirihluta kvöldsins í að horfa á Arsenal-MCity. Þetta Liverpool lið er hreinlega ömurlegt. Ég held því ekki fram að allt verði í lagi um leið og Roy fari. Langt því frá. En það eru nákvæmlega engar líkur á að við munum ná ásættanlegum árangri með Roy Hodgson sem þjálfara. Hann hefur gert allt sem í hans valdi stendur til að sýna okkur að hann er fullkomlega vanhæfur í þetta starf.

  Ef að NESV menn gera ekki eitthvað í þessu á næstu dögum, þá verð ég fyrir gríðarlegum vonbrigðum. Að hugsa sér að hörmungin á síðasta tímabili líti núna út einsog hreinasta hátíð.

 22. Lýsandinn sem ég hlustaði á sagði að þetta væri Rafa að kenna. Roy væri svo heiðarlegur að hann myndi samt ábyggilega taka á sig sökina eftir leikinn. Aumingja Roy. Svo óheppinn.

 23. Nú verða okkar ástkæru eigendur að bjarga eigin andliti og það strax.

 24. Einhver að horfa á LFC TV núna?…Menn eru að hringja inn með grátstafinn í kverkunum…..Vilja losna við þjálfarann..Skrýtið…lol

 25. @ 27 Gretar.

  Það er miklu fljótlegra að telja þá upp sem á EKKI að selja.

  1. Reina

  2. ????

 26. Er það bara ég en mér finnst eins og það sé rétt rúm vika sem ég var að lesa nákvæmlega sömu komment og er hér núna?

  Ef þessir kanar reka ekki þennan mann sem kallar sig þjálfara strax í kvöld þá veit ég ekki hvað maður gerir.

 27. Haha Kiddi, ég var einmitt með sömu þuli og hjó eftir þessu. Jújú liðið sem Rafa skildi eftir sig var ekkert fullkomið, langt því frá, en það er þó alveg ljósárum betra en það sem Roy Hodgson er að ná út úr því.

 28. Úr Guardian leikskýrslunni:

  Liverpool supporters are not only voting with their feet at Anfield now. The gate for Saturday’s home win over Bolton, Hodgson’s reprieve, was roughly 10,000 down on the average attendance – a figure that included 4,000 season ticket holders – and here, for the first time in living memory, there were empty swathes in the Darwen End where the away fans congregate. After one away league win all season, the expense of Christmas and the consistently miserable fare Liverpool have served on their travels for the past year, it was a wonder so many showed up at all, and their presence provided a further rebuke to the manager’s recent complaint about a lack of support.

 29. Látið ekki svona, dæmið hann eftir 30 leiki.
  Ekki Roy að kenna að hópurinn sé svona allt of stór og fámennur. Bara ef við hefðum unnið blackburn, wolves, everton o.s.frv. værum við hérna að tala um að vera komnir í EFRI hluta töflunnar, það væri útópía.

 30. Nú er ég að pæla, hversu mikið eiga leikmennirnir í þessu ástandi?

  Má ég gerast svo djarfur að biðja um greiningu frá Magga á því sem er að gerast hjá Liverpool?

 31. Ég er nú samt hættur að pirra mig á þessu. Auðvitað er þetta ömurlegt en maður er hættur að búast við nokkru og þá verður ekki eins mikið um brostnar væntingar.

  Þetta er skelfing en ég spái því að nýr stjóri verði kynntur fyrir helgi og þá getur maður farið að koma með væntingarnar aftur. :o)

  Ég ætla ekki að láta einn mann stýra pirringi í mínu lífi það er alveg á hreinu.

 32. Bara svona fyrir þá sem að vilja skrifa eitthvað á leikmennina þennan slæma árángur þá ætla ég að koma með myndlíkingu. Fyrir nokkrum árum seldi íslenska ríkið alla bankana. Þar með fengu nokkrir ´´stjórar´´ fullur kistur af fjár (leikmenn). Það fé (leikmenn) átti ekki að vera erfitt að ávaxta hafi menn haft eitthvert vit á fjármálum ( fótbolti). En niðurstaðan var sú að féð (Liverpool leikmenn) glataðist allt með því að menn einfaldlega spiluðu ekki rétta taktík á mörkuðum (Vellinum). Menn keyptu ónýt fyrirtæki ( Konchensky, Poulsen og Cole ) og sóuðu auðnum !

  Málið er að ef þú ert góður stjóri með mikinn sannfæringarkraft og ert taktíker þá er fótbolti mjög einföld íþrótt. Skemmir ekki fyrir að vera snjall í leikmannakaupum eða í það minnsta að vera umvafinn mönnum með vit á þeim mörkuðum ! Staðreyndin er nú bara sú að Roy Hodgson ( Sigurður Einarsson ) Hefur brugðist ekki bara stuðningsmönnum heldur leikmönnum og eigendum líka. Sóunin er slík að við erum að horfa upp á lélégustu frammistöðu auðsins í sögunni !!!!!!!

  Takk fyrir ekki neitt Roy Hodgson !

 33. Hvílíkur leikur. Það vantaði alla baráttu í liðið. Það virðist vera að leikmennirnir séu allir búnir að missa trúna á að þeir geti unnið á útivelli.

  Ég skil ekki þetta tal um að aumingja Hodgson hafi erft tóma aumingja, er þetta ekki að megninu menn sem náðu 2 sæti í deildinni fyrir 2 árum?

  Það er ekki hægt að líta framhjá því að hugarfar spilar mjög stóra rullu í öllum íþróttum, hvort sem það er golf eða fótbolti. Liðið þarf að hafa þjálfara sem er leiðtogi, getur rifið það upp þegar illa gengur og fyllt það sjálfstrausti. Því miður virðist vera að Roy Hodgson hafi ekki það sem þarf. Hann verður að fara.

 34. Eg mun lita á það sem persónulega móðgun við mig sem stuðningsmann liverpool ef eigendur liðsins reka ekki þennan karlfusk áður en ég vakna á morgun.

 35. Þetta var leikur númer 2 (í röð) sem ég sleppi (lucky me) vonandi þarf ég ekki að sleppa fleiri leikjum = uglan verði farin fyrir næsta leik.

 36. Spurning :

  Ef Liverpool rúllar yfir United á sunnudaginn með 3 eða 4 mörkum og RH hrækir á Gary Neville um leið og kallinn sendir SAF fokkmerki , eruð þið þá til í að gefa RH séns framm á vorið ???

 37. Hvað á þessi hörmung að þurfa ganga lengi yfir? hefði það breytt einhverju hefði liðið tapað gegn Bolton eða ekki náð að grísa á sigur? Fékk Hodgson gálgafrest þá? Á Hodgson kannski að fá að klára tímabilið? Verð að játa að ég hreinlega skil ekki af hverju nýjir eigendur nota ekki tækifærið núna í janúar og skipti um stjóra. Bara sú aðgerð myndi virka vel útá við og segja að nú séu nýjir tímar í vændum.

  Ég fer ekki af þeirri skoðun að síðasti almennilegi sénsinn að láta Hodgson fara er á morgun eða föstudag. Utd leikurinn á sunnudag er sjálfsagt síðasti sénsinn á að vinna stóran titil þetta árið, þó að löng leið sé að titlinum sjálfum. Ef karlinn verður ekki látinn fara á næstu dögum, lít ég svo á að hann fái pening til að versla sem þýðir að hann fái að klára tímabilið. Það væri ekki mjög lógískt að leyfa manninum að eyða milljónum punda og reka hann svo í lok janúar. Það er ekki tilviljun að Blackburn og Newcastle létu sína stjóra fara fyrir opnun gluggans.

  Næsti leikur verður gegn Man Utd í bikarnum, sjálfsagt mikilvægasti leikur liðsins so far. Man Utd ekki tapað heima og Liverpool varla unnið leik á útivelli. Verður að játast að möguleikarnir eru ansi litlir og hvatinn til þess að horfa á leikinn undir stjórn Hodgson er ansi lítill. Mesti spenningurinn hjá honum fyrir leikinn tengist sjálfsagt tilhlökkuninni að knúsa Ferguson eftir leikinn.

 38. MW#43

  Nei, en hann færi þó með vott af virðingu í burtu 😉

 39. Sorry en Manchester United er klárlega að fara að vinna 19. titilinn með því að vera minnst lélega liðið í deildinni. Ekki samt eitthvað sem við ættum að hafa miklar áhyggjur af þar sem ég hræðist fallbaráttuna meira miðað við stöðuna núna. Hodgson hlýtur bara að vera sparkað eftir þennan leik.

  Bull að leikmannahópurinn sé ekki sterkari en þetta. Ef það er rétt þá var Liverpool að spila ótrúlega mikið yfir getu fyrir 2-3 árum. Vissulega ekki eins sterkur hópur og kláraði tímabilið 2008-2009 en kommon…25 stig eftir 20 leiki og 6 stig í fallsætið!!! Þetta er bara knattspyrnustjóranum að kenna og hann á að sjá sóma sinn í því að axla ábyrgð og segja af sér. Ef ekki hann þá verða Henry, Werner og félagar að grípa í taumana ekki seinna en strax!

 40. HAHAHA MW. Nei er mitt svar.

  Þó að Alex Ferguson sé stjóri Utd þá ber ég mikla virðingu fyrir honum enda finnst mér hann hafa gert gríðarlega vel og er að mínu mati einn virtasti stjórinn í heiminum í dag.

 41. Ömurlegt, drottinn minn almáttugur hvað maður saknar Alonso og Arbeloa.
  Hvernig væri það svo að fatta það að Johnson er fínn sem kantari en í besta falli slappur sem bakvörður.

 42. Twitter-sögur í gangi um að það hafi þurft að skakkast í leikinn milli leikmanna og þjálfara LFC í hálfleik í kvöld. Hodgson svo í viðtali eftir leikinn og heldur áfram að tala eins og stuðningsmennirnir eigi ekki rétt á að vera brjálaðir eftir þennan leik. Tekur “einn eða tvo daga að jafna okkur” á þessu tapi, “leikmennirnir jafn fúlir og þið” og svo framvegis.

  Ég veit að ég sem reglurnar á þessari síðu og það á ekki að brjóta þær en VILL EKKI EINHVER DRULLA ÞESSU HELVÍTIS FÍFLI AFTUR TIL LONDON ASAP?

  Veit ekki hvað annað ég get sagt. Það eru ekki bara úrslitin í leikjum, öll töpin og ömurleg spilamennskan, heldur líka hrokinn í náunganum og það að hann hefur ekki gert svo mikið sem eina tilraun til að skilja menninguna í kringum Liverpool Football Club. Það er það sem er verst í þessu.

  Oh. Fjandans. Andvarp. Ef hann verður enn við stjórnvölinn um helgina ætla ég ekki að horfa á United-leikinn, það verður bara spurning um hversu illa við töpum. Ætla þess í stað að spamma alla kontakta sem ég veit um hjá NESV-mönnum. Ef þeir hafa ekki hreðjarnar í að binda enda á þetta núna fer ég að stórefast um hæfni þeirra til að stýra þessu félagi aftur upp á við.

 43. Mesti spenningurinn hjá honum fyrir leikinn tengist sjálfsagt tilhlökkuninni að knúsa Ferguson eftir leikinn.

  Takk! Þetta var fyrsta skiptið sem ég hló í kvöld.

 44. Ég myndi prófa að hafa NGog frammi í næsta leik…. ! ! ! anyone….

  • Ef Liverpool rúllar yfir United á sunnudaginn með 3 eða 4 mörkum og RH hrækir á Gary Neville um leið og kallinn sendir SAF fokkmerki , eruð þið þá til í að gefa RH séns framm á vorið ???

  Hann fengi alveg næsta leik

 45. Hrokafull uppstilling, enn einu sinni stillt upp með sama leikkerfi og hefur skítbrugðist okkur í allan vetur.

  N’Gog gerður að blóraböggli með því að stilla honum upp sem senter leik eftir leik, Torres auðvitað líka, en síðan bara neglt út í vitleysuna.

  Martin Skrtel, lélegasti varnarmaður í sögu Liverpool á ALDREI að fá að klæðast LFC – treyju nema borga fyrir hana 49 pund í Official – búðinni. Sennilega ekki Kyrgiakos heldur.

  Í kvöld sáum við “dead man walking”. Roy Hodgson er farinn á taugum og kann bara eina leikaðferð í fótbolta. Þrönga útgáfu af 4-4-2 þar sem kantmenn eiga að leysa inn á miðjuna og bakverðir að overlappa. Vandinn er bara sá að ÖLL liðin í deildinni hafa góða hugmynd hvernig á að leysa þetta, liggja bara aftarlega og dúndra hátt, setja svo pressu á tréhestana sem eru í vörninni og málið er komið.

  Steven Gerrard settur niður á miðjuna eins og gegn Wolves, þó að hann hafi notið sín í frjálsara hlutverki seinni 45 gegn Bolton. Reynum það aftur í upphafi seinni hálfleiks en þá of seint.

  Kórónan á glæsiverki Hodgson var svo í skiptingunni hans Kuyt. Þá tók hann Maxi útaf, lét N’Gog líta illa út áfram og setti Hollendinginn á vinstri kant, eins og 90 mínúturnar gegn Úlfunum.

  Þetta er auðvitað bara grátlegt og alveg morgunljóst að stærri mistök en þessi þjálfaraskipti í sumar verða ekki gerð í stjórnartíð Liverpool Football Club. Fullkomið ráðaleysi og steingeldur fótbolti verið það eina sem boðið hefur verið uppá frá fyrstu mínútu stjóratíðar Hodgson og allir þessir lýsendakjánar sem í dag eru enn að reyna að kenna Rafael Benitez um steindautt knattspyrnulið eru bara svo sorglegir að það hálfa væri nóg.

  Það getur ENGINN varið þessa frammistöðu í kvöld, frekar en ömurleikann heima gegn Úlfunum og það er hlægilegra en allt ef að þessi maður fær að labba flissandi inn á Old Trafford með besta vini sínum um helgina.

  Hef bara ekki nokkra trú á neinu öðru en því að annar maður stjórni æfingu morgundagsins, ekki er það leggjandi á leikmennina að taka enn einn krísufundinn!!!

  You’ll never walk alone!!!

 46. 43 – ekki séns í helvíti að maður gæfi séns.

  Ég las í ævisögu Fowler að hann hefði orðið vitni að því nokkrum sinnum á ferlinum (þar á meðal minnir mig þegar Souness var kominn á síðustu metrana hjá Liverpool) að lykilleikmenn sem væru óánægðir með þjálfara einhverra hluta vegna hreinlega ákváðu að vera ekkert að gefa sig sérstaklega í leikina þannig að þeir töpuðust og þannig flýta því að þjálfarinn færi. Miðað við spilamennskuna á móti Wolves og nú í kvöld dettur manni hreinlega í hug að eitthvað slíkt sé í gangi, svei mér þá.

 47. Hvaða heilvita manni dettur í hug að vilja koma í félagaskipta glugganum núna

 48. Á LFC TV er verið að lesa upp e-mail-a og taka símtöl frá fólki sem er brjálað. Hef ALDREI heyrt né séð þetta á LFC TV stöðinni áður. það er verið að gagnrýna RH beint sem er fáheyrt.

  Þetta getur ekki annað verið en endirinn fyrir RH

  …Og byrjunin fyrir Liverpool !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

 49. NESV eiga alla skömmina af þessum leik.
  Þeir eru búnir að fá endalausar ábendingar, beiðnir og núna í síðustu leikjum er harðasti stuðningskjarni liðsins búnir að syngja um það, að vilji stuðningsmanna sé að Hodgson eigi að vera rekinn, fyrir löngu síðan!

 50. Sælir félagar

  Ég verð að viðurkenna að ég kenndi í brjósti um RH í kvöld. Gamall maður sem er svo vonlaus og hugmyndalaus og horfir á allar vonir bresta. Leikkerfi hans og uppbygging á leik liðsins er vonlaus og hann getur ekkert nema grátið horfna sigurgöngu liða sinna á útivöllum álfunnar.

  Hvílikur harmur og vonleysi, hugmynda- og lánleysi sem skein af manninum. Vonandi verður honum gerður sá greiði að leysa hann frá störfum því hann er svo hlaðinn böggum hildar að engin skapandi eða sjálfstæð hugsun nær að vakna og lifna. Eftir öll þau “dags hríðar spor” sem hann hefur hlotið er ekkert eftir. Fullkominn heiladauði og bara maskínur sem halda krofinu á lífi. Skelfilegt og – eins og ég áður nefndi – brjóstumkennanlegt.

  Að lokum legg ég til – í mannúðarskyni – að RH verði rekinn.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 51. 56

  vildi að ég gæti gefið 100 thumbs upp. Maggi með puttann á púlsinum.

 52. Hodgson var spurður áðan: er þinn tími búinn, hann svaraði svona: ég held að þetta hafi verið minn síðasti leikur og svo labbaði hann í burtu

 53. Ég vona að eftir 1 ár eða svo muni ég hugsa um þennan leik(og þetta Hodgson-tímabil ef út í það er farið) og hugsa:,ótrúlegt að við séum á toppnum eftir þetta fíaskó!”.

  • Hvaða heilvita manni dettur í hug að vilja koma í félagaskipta glugganum núna

  Knattspyrnumenn hafa nú ekki beint verið þekktir fyrir að vera manna skarpastir og það eru verið að orða okkur við Adebayor!!!

 54. Enn er verið að ráðast beint á Hodgson og samanbitinn þulurinn hjá LFC TV er held ég að koma þessum skilaboðum inn í umræðun án ritskoðunar. Ég held að það sé vegna þess að það er þegar búið að ákveða framhaldið og hann veit það . Endurtek, ég er áskrifandi af LFCTV og mæli með því, en ég hef ALDREI heyrt svona beinskeitta gagnrýni á Hodgson þar áður.

  Þannig að ég held að þetta sé done deal 🙂

 55. Farinn að hallast að því að allar æfingar Liverpool fari fram á þessum lituðu boltum þarna sem leikmenn sitja alltaf skælbrosandi á… nú eða þrekhjólunum.

  Kæmi mér ekkert á óvart að sjá Johnson, Skrtel, Lucas og fleiri skælbrosandi ofan á þessum boltum, N’Gog, Kyrgiakos og fleiri á hjólinu og Roy Hodgson brosandi útí eitt á æfingasvæðinu.

 56. 5 ‘A hverju ert thu eiginlega?? Held ad thu ættir ad skella ther i fri med rh vini thinum.

  Stjornendur sidu: Held ad thid ættud ad koma thessu thumb down systemi upp hid snarasta. Ekki mun af veita!

 57. Ég held að þeim sé sagt að brosa þegar að myndin er tekin….getur bara ekki annað verið! Ef maður sér brosandi mynd eftir þennan leik þá veit ég nú ekki hvað!
  Út með Ugluna og það er útrætt mál!

 58. Fyrir það fyrsta verður það að teljast vafasamt að þessi maður var ráðinn til að byrja með. Burtséð frá því hversu mikið er búið að fegra hans feril þá hefur hann að mínu viti ekki gert neinar rósir utan skandinavíu.

  Annað sem er virkilegt áhyggjuefni er algjört sinnuleysi þessara nýju eigenda. Kop stúkan sem og að manni finnst nánast allir stuðningsmenn eru við það að missa vitið yfir þessum stjóra og ekkert heyrist frá stjórninni. Það er engin lausn að ætla halda honum fram á vor. Taktíkin, öll hans aðkoma og fas er einfaldlega ekki að virka hjá þessu félagi.

  Hann biður um tíma til að endurbyggja hópinn og blablabla. Hann tók við nokkuð sterkum hóp. Þó svo að síðasta tímabil var lélegt vorum við engu að síður að gera tilkall til meistaradeildarsætis. Væri gaman í kjölfarið að fá að vita hversu stóran hluta af síðasta tímabili Gerrard og Torres voru meiddir. Auk þess sem RB þurfti að vinna við aðstæður sem ég held að enginn hefði getað sætt sig við. Fólk hefur mismunandi skoðanir á RB en hann var þó alltaf í baráttu um eitthvað þrátt fyrir ömurlegar aðstæður og mikil meiðsli.

  Evrópusæti er fjarlægur draumur í dag.

  newsnow verður á refresh hjá mér þar til að ég fæ þær jákvæðu fréttir að Woy sé farinn frá Liverpool.

 59. Ég lagði það á mig að horfa á liðið mitt þangað til staðan var orðin 3-0. Þá leið mér bara svo hörmulega illa að ég varð að hætta. Ótrúlega vandræðalegt og sorglegt að horfa á liðið vera svona andlaust. Vona að Kenny stjórni æfingunni á morgun og leiknum á móti manutd.

  Lengi getur Woy versnað.

 60. þaðsem égmun sjá gerast í Liverpool er King Kenny verður CEO og care-taker manager ralf rangnik svo ef hann sendur sig vel verður hann boðinn lengri samning ef hann gengur illa mun það fara á milli Jurgen Klopp, dider deschamps eða andré Boas.

 61. Meðaltal LFC eftir 20 leiki undir stjórn Rafa Benítez frá 2004-2010 er 38 stig, +16,5, ~5. sæti (4,6.).

  Ég ætla að leyfa mér að hlægja í andlitið á þeim sem bæði vildu reka besta þjálfara Liverpool í 20 ár síðasta sumar, og einnig þeim sem kenna honum um núverandi ásigkomulag klúbbsins.

  FSG/NESV hafa akkúrat 9 klst til þess að sanna sig fyrir stuðningsmönnum félagsins og gera það sem er svo lífsnauðsynlegt að gera.

 62. hahahahaah….. komment 73 hjá Krulla sennilega það besta sem ég hef lesið…..

 63. Djöfull vona ég það innilega að RH fari með rétt mál svona einu sinni !!

 64. Það að ekkert heyrist frá NESV þarf ekki að þýða að ekkert sé að gerast. Kannski eru þeir að starfa eftir gömlu góðu Liverpool gildunum það er að vera ekki endalaust að blaðra í fjölmiðlum um hlutina heldur vinna sín mál af fullum krafti bak við tjöldin og svo allt í einu allt klárt og stjóraskipti fara fram á nokkrum klukkutímum. Vona að þetta sé rétt hjá mér.

 65. Getið þið einhverjir sagt mér hvort einhver myndbönd séu frá viðtölunum í lok leiksins í kvöld.
  Langar virkilega að sjá í sméttið á honum!

 66. Ef nesv væru ekki að leita að öðrum knattspyrnustjóra væru þeir búnir að lýsa því yfir að Hodgson væri öruggur í starfi.
  En það hafa þeir ekki gert.
  Þannig að við skulum anda rólega. Veit það er fjandanum erfiðara.
  En nýr stjóri kemur fyrr en seinna. Það bara hlýtur að gerast.

 67. Jæja ég segi fyrir mitt leiti að ég er búin að missa alla trú á þessum könum og ég er eiginlega alveg pottþéttur á því að Woy stjórnar liðinu á mót Manure á laugardaginn.

 68. Seasonið 2008/2009 töpuðum við 2 leikjum á tímabilinu. Góðir tímar.

 69. ég var skoða sunday The Sunday Supplement þarsem íþróttablaðamenn eru tala um stöðu Roy Hodgson þótt ég líki ekki að þar er sun blaðamaður þarna en hann var einni sem sagði að NESV væri byrja leita veit hvort á trúa því hér er linkur:

  http://www.skysports.com/tv_show/story/0,,12382_6630477,00.html

 70. GHG 91:
  Frábærir tímar. Og ef við hefðum gert rétta hluti á markaðnum eftir það tímabil. Þá værum við ekki í þessari stöðu í dag.
  Fengið alvöru mann fyrir Xabi… en ekki mann á hækjum og svo framvegis…

 71. Smáauglýsingar-atvinnuleit
  Maður á sjötugsaldri óskar eftir vinnu,tek nánast hverju sem er.helstu hæfniseiginleikar eru nudd á fési og prump í lófa+sniff.svar óskast á Roy@fartmail.cum.

 72. Ég er svo reiður, sár, brjálaður, fúll að ég á ekki orð! Helv meðal.. nei fyrirgefið ekki einu sinni það gott, í þessi liði, stjóra!

  Þessi stjóri, þetta lið, þetta “kerfi er bara útí hött! Eins gott að rh verði bara rekinn ekki seinna en í kvöld! Mér er sama þótt skúringarmaðurinn á Anfield taki við á meðan við leitum af framtíðar stjóra en það þarf bara að skipta manninum út ekki seinna en NÚNA! Og það að þessir “atvinnumenn” geti ekki drullast til að gera EITTHVAÐ fyrir allann þennan pening sem þeir eru að fá er bara sorglegt….

  Ég mun allavega ekki horfa á leik hjá Liverpool fyrr en það er búið að reka rh, en ætla þó að hafa undanþágu á því yfir leiknum um helgina, eða allavega sjá til í hálfleik..

  YNWA!

 73. 94 (og 91) Þetta sumar breyttist allt. Slæmar ákvarðanir og ef ég man þetta rétt var þetta sumar líka þriðji félagaskiptaglugginn (af fjórum) sem Liverpool kom út í plús á leikmannamarkaðnum…

 74. Dan Roan segir á twitter að sú staðreynd að Roy neitaði að svara spurningum um framtíð sína sé sterk vísbending um það að hann viti það að þetta sé búið.

  Sýnist viðtalið líka í raun vera tilraun til auðmjúkrar grafskriftar, þar sem hann talar um að klefinn og hann séu algerlega niðurbrotnir, þetta hafi ekki verið sú frammistaða sem menn ætluðu sér. Það eitt og sér sýnir nú að það eru ekki miklar líkur á árangri. Ummæli hans um að næstu úrslit skipti mestu máli finnst mér þýða á mannamáli, “gefið mér séns á OT”….

  Verra finnst mér að heyra af því að sennilega tókst hinu mannlega skítseyði El Hadji Diouf eitthvað að ergja leikmenn okkar og þjálfaralið í göngunum. Held að hann sé eitt versta eintak af knattspyrnumanni sem um getur!!!

 75. Nr. 100 – ef þú ert að meina sömu Twitter-tilvísun og ég sá á frétt um Diouf og Gerrard, þá var hún tengill á næstum ársgamla frétt…

 76. Babel twitterar “silence” á síðuna sína.

  Vonandi veit hann eitthvað sem við fáum að vita í fyrramálið. Ætla að reyna að sofna og vonast eftir glaðlegri morgundegi.

  NESV eða FSG eru á góðri leið með að stúta öllu sína jákvæða PR-dæmi frá því í haust ef ekkert gerist á morgun.

  Það er bara þannig.

 77. Ég fór nú bara í bíó kl 20:00 eins og ég talaði um í upphituninni.

  Sé engan tilgang í að horfa á fínustu knattspyrnumenn eyðilagða af manni sem hefur ekki hundsvit á fótbolta, hann er búin að sanna það endanlega og það kæmi mér stórlega á óvart ef að hann fengi vinnu á bretlandseyjunum eftir þetta Liverpool tímabil sitt.

  Hver setur Kuyt á vinstri vænginn…….. HALLÓ! Vinstri vænginn? Er ekki allt í lagi!!!!
  Afhverju setur hann ekki Gerrard í hægri bakvörð? Það er meiri skynsemi í því.
  En allavega…..

  Leikmannahópurinn er ekki þetta slappur og það er alveg klárt mál að ef að Hodgson stýrir þessu liði mikið lengur þá jaðrar það við hryðjuverk. Það er lítið réttlæti í þessum heimi, John Lennon er skotinn í bringuna af stuttu færi af einhverjum geðsjúkling og Yoko Ono stendur við hliðiná honum og sleppur alveg og að Roy Hodgson var ráðinn stjóri hjá Liverpool.
  Sick, gjörsamlega sick.

  Ég sé ekki LFC TV, en hér að ofan hafa menn sagt að það sé allt að verða vitlaust þar í @ og innhringingum, ánægður með það.
  Næsta skref er bara að hætta að mæta á völlinn, ef að fólkið í Liverpool vill virkilega sjá RH í burt þá eru það sterkustu skilaboð sem að það getur sent eigendunum, það yrði rosalegt að sjá næsta leik á Anfield spilaðan fyrir framan nokkuð hundruð túrista stuðningsmenn.

  Er gjörsamlega magnað að hugsa til þess að liðið skuli vera í verri stöðu núna heldur en það var þegar Gillette og Hicks áttu það. NESV menn skulda okkur ekki neitt en þeir bara verða á reka þenna hryðjuverkamann.

 78. Það rifjaðist upp fyrir mér gamalt og gott lag frá Liverpoolborg þar sem textinn er á þessa leið: Will you still need me, will you still feed me when I’m sixty four.

  Og ég segi bara við hinn sextíu og þriggja ára gamla Roy: No way. Close the gate when you leave. You’ll always walk alone.

 79. Þvílíkur leikur… úff….

  en maður hlýtur að velta upp einu grjóti eða svo,,,
  Gerrard fer niður… víti,,,
  Gerrard fer á punktinn….
  Flautan glymur….Gerrard er að fara að leggja af stað í hlaupið…
  Hann eyðir einni sekúndu í smá pælingu…
  Ef við töpum þá verður uglan sennilega rekin … hmmmmm.
  Gerrard neglir yfir… Baggio style ( HM ´94 )…
  Dirk hleypur að honum.. slær hann af hughreystingu í hnakkan og sagði.,,.,. you did it for us.,,.

  Það væri nú dálítið fyndið ef að þetta hefði flogið í gegnum höfuð hans… hver veit..

  Rétt áður en hann tók vítið sagði ég við fólkið,, hann klúðrar viljandi.,.,., það er eina leiðin til að losna við ugluna.

  Gefumst ekki upp félagar, höfum trú á nýja eignarhaldinu, þeir hafa áður rifið menn upp úr öskustónni, þeir taka við erfiðu búi og vonandi skila þeir okkur dollum í framtíðinni.

 80. Smá pæling… ef Rasshausinn verður ekki látinn fjúka, er ekki hægt að hafa hópferð á Liverpool-Milwall á næstu leiktíð?

 81. bara smá pæling ætli NESV viti að þú getir fallið um deild???? ég meina það er ekki nein deild í USA þar sem liðið þitt falli.. það sem gerist þú átt betri möguleika á því að fá betri menn næsta ár……

 82. Eitt sem ég fattaði ekki fyrr en nú (sjá Football365)

  Hodgson hóf leik í ensku úrvalsdeildinni á Ewood Park. Það er ekki nema viðeigandi að hann endi þar líka.

 83. Hey, ekki messa við Millwall… 🙂 þeir eru þó á 8 leikja taplausu strike þannig að þeir mætast bara á miðri leið þegar Millwall fer upp úr championship í vor…

 84. Fékk ómerktan hvítan liverpool bol um jólin.
  Er að spá að merkja hann með Hogdson aftan á hvernig lýst mönnum á?

 85. Er ekki hægt að láta hann fara og aðstoðarþjálfari tekur við liðinu. Þannig getur nú andrúmsloftið skánað.

 86. Það er von !!!!
  Á Twitter frá Andrew nokkrum Heaton
  Just got text in that Ayre has just confirmed to v loyal fan (close family friend of ours) that he’s gone!

 87. Sammy Lee taka við liðinu? Ertu eitthvað snarruglaður drengur? Hann á auðvitað líka að fara, nýr manager með nýja þjálfara takk!!!

 88. Ég ætla að byrja á því að verja Glen Johnson. Hann átti ekki sökina, að mínu mati, á 1. og 3. marki Blackburn. Johnson var í báðum tilfellum í línu og örlítið fyrir framan halfcent(inn) sinn, og þá báða og því rétt staðsettur. Aftur á móti var “vinur” okkar Konchesky í báðum tilfellum fyrir aftan “línuna” og spilaði manninn réttstæðan í það minnsta sá ég ekki betur.

  Soto er svo, eins og allir Liverpool leikmenn, að spila fyrir neðan getu. Það vita flestir það að þú reynir ekki að ná til boltans þegar sóknarmaður hefur hann. Þú “heldur”.

  Það er óvirðing við allt sem viðkemur Liverpool football club að segja ekki upp eftir svona hörmung eins og viðgengist hefur í vetur. Hodgson og allt hans þjálfarateymi á fyrir löngu að vera komið út í hafsauga. Þeir ættu að leggja til Viktoríukross fyrir þann sem fattaði upp á því að það þyrfti að borga, að öllu jöfnu, meira en því sem nemur þriggja mánaða uppsagnarfresti til þjálfara og þeirra sem vinna við fótbolta.

  Í raun er Hodgson ekki vandamálið! Fyrri eigendur eru krabbamein sem tekur tíma að losna við. Þeir studdu RB. aldrei (eða sjaldan) á sínu síðasta tímabili og náðu meira að segja hluta stuðningsmanna Liverpool í lið með London mafíunni, sem gerðu sitt besta til að bola RB í burt. Tölfræðin í sinni einföldustu mynd (English Premier League) lýgur ekki og þar er RB. bestur, af þeim sem stýrt hafa Liverpool, síðustu 20 árin eða frá því við urðum síðast meistarar.

  Hópurinn; fyrstu 18 að mínu mati, er nógu og sterkur til að gera betur, það reyndar skrifast algjörleg á Hodgson að láta Aquilani og Insua fara, hann er bara svolítið þunnur og veldur engan veginn 4-4-2 í sinni einföldustu mynd eins og Hodgson vill. Gömlu eigendurnir gátu ekki skilið það að til þess að bæta lið verður þú að halda þínum bestu mönnum og koma inn með þróun sem felur í sér a.m.k. þrjá leikmenn sem eru jafn góðir og þínir bestur menn. Þá fyrst er hægt að versla 2-3 unga og efnilega og leifa 2-3 ungum og efnilegum úr unglingastarfi að þróast og koma jafnt og þétt inn í aðalliðið án pressu um að vera næsti……..þessi og þessi.

  Ef gömlu eigendurnir eru skilgreindir sem krabbamein….er Liverpool í lyfjameðferð núna og vonandi gengur hún vel. Þetta segji ég með fullri virðingu og von um fullan bata fyir þá sem þjást og þá aðstandendur þessa skelfilega sjúkdóms.

  Það er aðeins eitt sem ég get fundið Hodgson, Poulsen og Konchesky til varnar. Þegar Liverpool kallar……… segir þú ekki nei.

 89. http://news.bbc.co.uk/sport2/hi/football/teams/l/liverpool/9342617.stm
  Give me a fucking break!!

  “.. Its a bit of blow for us…” Roy Hodgson its a fucking disaster… on what planet do you live.

  Tek það aftur…!! Ég vorkenni karluglunni ekki lengur…!! Hélt að hann væri að brotna karlinn á hliðarlínunni í leiknum… En Guð minn góður að hlusta á manninn í viðtölum…. og ég beið og beið eftir því að hann segði það…

  .. “Who knows… if Gerrard hadnt miss that penalty then we might have salvaged the situation and made it draw for us…”

  Maðurinn er bara algjör disaster Zone fyrir klúbbinn. Þetta jaðrar við hryðjuverk á LFC að hafa þennan mann sem stjóra eina mínútu í viðbót! Ég er kominn með upp í kok af manninum. Hann fer alveg endalaust í taugarnar á mér í viðtölum. Give me Rafa back plísssss… eða bara eitthvað. Þetta er ekki hægt lengur.

  YNWA

 90. Það er Mike Kelly sem á að koma sér einnig í burtu með Roy

  En Sammy má alveg vera áfram, góður drengur þar á ferð.

 91. …og þá er slúðrið byrjað að rúlla inn á Twitter. Minnst þrír mismunandi aðilar að halda því fram að það sé búið að segja Hodgson upp. Ef eitthvað er til í því ætti að fást öruggari staðfesting á því á Twitter seinna í kvöld og svo í öllum stóru miðlunum eldsnemma í fyrramálið.

  Krossleggjum fingur.

 92. Geturðu nefnt einhverja af þessum einstaklingum Kristján, svo ég geti skoðað á Twitter líka?

 93. Twitter ….

  I’m hearing from two sources (one a senior journo and other a LFC person) that Hodgson has been relieved of his duties
  Og aftur Twitter…
  3-word email from a friend who knew of the NESV takeover when everyone was talking about Kenny Huang and Kirdi: “Confirmed – He’s Gone”

 94. Ég ætla vaka þangað til það er búið að reka þennan rasshaus og það er eins gott að þeir drífi sig í því vegna þess að ég er drulluþreyttur …

 95. @ubermick @GBHLFC @KevThompson á Twitter eru fyrstir með þetta. Einn segist heyra þetta frá Ian Ayre, annar frá manni tengdum inn í NESV og sá þriðji vill ekki nefna sínar heimildir (GBHLFC) en sá hefur verið með inside info áður sem hefur staðist.

  Held áfram að krossleggja fingur.

 96. Alltaf flottir á vaktinni. Meira slúður takk. Ekkert betra en að reka þjálfara fyrir Manchester United leik. Sure win.

 97. Það logar allt á Twitter um að kallinn sé farinn…
  Samt ekki nógu áreiðanlegt, nema þá helst Babel með ” * Silence * “

 98. Metnaðarlaus klúbbur með metnaðarlausa eigendur, skilar seint góðum árangri.

  Nú reynir á kanana, að sýna hvort þeir hafi pung!

 99. Ég ætla að vaka eftir fréttum! Frábær þjónusta sem maður fær hér á kop.is. Ég hrópa það enn og aftur, þið eigið heiður skilið!

  Það vantaði hjá mér í minni stuttu leikgreiningu ofar # 118 að Soto reyndi að ná til boltanns þegar sóknarmaður snéri BAKI BAKI BAKI í markið…….. þá á að “halda”. Ekki gerði Soto sig sekan aðeins um það heldur “opnaði” hann sig á sterkari fót Benjani og því þrumaði hann boltanum í netið.

 100. Tekið af Twitter fyrir 1 min, nú er bara að krossleggja fingur

  anfieldonline Anfield Online
  Strong indications from several sources that Roy Hodgson has been relieved of his duties as Liverpool FC manager.

 101. Jæja ég er farinn í háttinn. Vakna fyrir 6 í fyrramálið og vona að Twitter, og þið nátthræðurnar hér á Kop.is, segi mér góðar fréttir.

 102. http://www.skysports.com/football/match_report/0,19764,11065_3284039,00.html
  ok við vorum lélegir í kvöld en blackburn voru nú ekkert betri nema í að nýta færin samkvæmt töflu frá sky sport hér að ofan svo það virðist vera að ekki bara að vera lélegir heldur er enginn heppni með okkur ,fleiri skot á mark fleiri marktilraunir mun meira með boltann ,varnarmenn skitu á sig í kvöld ,veit ekki í hvaða draumaheimi Glen johnson var í kvöld ,svo er ég ekki alveg að skilja þessar breytingar hjá Roy afhverju ekki að halda sama byrjunarliði fyrir utan Meireles sem er meiddur þá kom Gerrard inn hafa Agger og Arelio og Kyt áfram í liðinu .

 103. Búinn að vera stuðningsmaður síðan 1977. Liðið er bara ekki betra, því miður.
  Með einhvern ofmetnasta striker síðustu ára.

 104. Nr 138 hefuru skoðað tölfræði Fernando Torres fyrir þessa leiktíð? Skoðaðu hana og segðu mér síðan að hann sé ofmetinn, vona innilega að þú sért að tala um Ngog 😉 Fernando Torres er ekki vandamálið!

 105. jaHérnaHér….. Það er að detta ( ef ekki dottið ) í það að mður bíður jafn spentur við að losna við Woy og G & H í haust!!! skrítin heimur!!!

 106. Vandamálið er taktíkin og hve aftarlega við spilum, lélegt spil út úr vörninni veldur því að miðjan dettur út heilu og hálfu leikina, ef við værum að pressa ofar væri Torres að skora meira og sama gildir um Ngog.

 107. Hvað segja menn í Liverpoolborg? Allir komnir í háttinn? Ekkert nýtt? Bíð eins og smákrakki eftir því að fá að opna pakkana á aðfangadag 🙂

 108. Það er ekki neitt að fara gerast fyrr en á morgun held það sé óhætt að vera leggjast til hvílu. Sá líka á Twitter að það yrði blaðamannafundur á morgun, útá hvað mun hann snúast hmm ?

 109. Mér finnst Liverpool ekki hafa getað neitt af viti síðan Sami nokkur Hyypiä hætti að spila. Munið þið tímabilið 2008-2009. Martin Skrtel var meiddur og Hyypiä spilaði í vörninni í staðinn fyrir hann. Um áramót kom Skrtel aftur í liðið og Hyypiä var settur á hliðarlínuna (og í lok seasons látinn fara) Merkilegt nokk þá upphópfst jafnteflahrinan mikla eftir að hann fór úr byrjunarliðinu. Enda er hann með góða sendingargetu og spilaði alltaf vel upp úr vörninni, það var eins og botninn dytti úr liðinu þegar hann fór. Klúðruðum tímabilinu í framhaldi af því.

  Agger var og er sá maður sem hefði átt að leysa Hyypiaä af hólmi en því miður hefur hann verið fjarri góðu gamni vegna meiðsla. Skrtel og Carragher ætla ég ekki einu sinni að ræða hérna. Búinn að hata háloftasendingarnar hans Carra of mikið undanfarin tvö tímabil.

 110. Sammy og Roy á spjalli eftir að Roy hafði átt fund með Henry

  Sammy: Jæja, hvað sagði hann?
  Roy: Þetta var nú eitthvað furðulegt
  Sammy: Nú hvað?
  Roy: hann er bara eitthvað skrítinn þessi maður
  Sammy: Hvað sagði hann?
  Roy: Hann sagði að ég væri dreki!
  Sammy: Sagðann það?
  Roy: Þú ert drekinn sagði hann, hahaha, hann kallaði mig dreka
  Sammy: furðulegt maður, nákvæmlega það sama og hann kallaði mig í síðustu viku…jæja förum á æfingasvæðið!

 111. Hey, við eigum allavega ágætis möguleika að enda ofar en Chelsea í ár!! Tala nú ekki um ef við fáum nýjan stjóra á morgun.

 112. Snilldar staðreynd af Twitter:

  <

  blockquote cite=””>Did you know… Dalglish has won more trophies than Hodgson has won away games in all his time managing English sides.

 113. Held að Dalglish sé ekki endilega málið enda langt síðan hann þjálfaði. En hann myndi þó bæta liðið rosalega enda efast ég um að hægt sé að gera verra en Roy Hodgson.
  Þar að auki er hann um sextugt og við þurfum að finna framtíðarlausn. Einhvern ungan með metnað sem getur byggt upp stórveldi á einhverjum árum.

 114. Góðar fréttir félagar, ef sannar reynast:

  thisisanfield This Is Anfield
  LFC rumour: Ian Ayre has told a close friend Hodgson has been sacked. Not the first rumour of the day, won’t be the last either.

  GBHLFC GBH
  by thisisanfield
  I’m hearing from two sources (one a senior journo and other a LFC person) that Hodgson has been relieved of his duties.

  ubermick Gaz Edmunds
  by thisisanfield
  3-word email from a friend who knew of the NESV takeover when everyone was talking about Kenny Huang and Kirdi: “Confirmed – He’s Gone”

  ChrisMac1991 Chris Maclean
  by JimBoardman
  @JimBoardman some pretty peculiar tweets from liverpool, Eccleston, Mavinga, Babel all in the last hr, somethings going on #detective 🙂

  thisisanfield This Is Anfield
  We now have it from 3 separate “sources” that Roy Hodgson has been sacked as #LFC manager.

  Kannski full snemmt að byrja að fagna, en það má þó halda í vonina !

 115. Vaknaður. Það er lítið í gangi á Twitter eða netinu akkúrat núna. Menn ennþá sofandi ytra. Ef satt er að Roy hafi verið rekinn strax í gær eins og slúðrið sagði þá ættum við að frétta það um 8/9-leytið eða eftir klukkutíma eða svo.

  Krossleggjum enn fingurna.

 116. Andskotans, vakti til 4 að bíða og núna vaknaður aftur og enn gerist ekkert. Þetta verður líklega sama kjaftæðið og fyrir viku, allt logandi í slúðri og maður heldur í sirka 12 sinn í vetur að kallinn sé búin en hann virðist því miður eiga mun fleiri líf en kettirnir….

  Ef hann verður ekki rekinn fyrir hádegi í dag þá er ég byrjaður að hata þessa nýju eigendur meira en nokkurn tíman Hicks og Gillett. Skildi þó ekki vera að að það sé rétt sem ógéðið hann Hicks sagði sama dag og NESV keypti glugginn að þessir menn ættu bara eftir að reynast illa.

 117. Sorrý sé ekki enn út fyrir augun á mér af þreytu enda fór ég á kop.is áður en ég fór á klósettið tildæmis en þetta átti að sjálfsögðu að vera Skildi þó ekki vera að að það sé rétt sem ógéðið hann Hicks sagði sama dag og NESV keypti KLÚBBINN að þessir menn ættu bara eftir að reynast illa.

 118. Ohh, var að vona að þegar nóttin væri liðin að það væri komin ný fyrirsögn þar sem stæði feitletrað að Hodeson væri hættur.

  Ég hef fulla trú á því að ráðamenn Liverpool séu búnir að vera á maraþonfundum í nótt og fljótlega verði tilkynnt að Roy sé hættur, vonandi vonandi.

 119. Á Twitter núna:

  @mikejefferiesL4 : Hearing that Roy will be officially gone today @ 1pm GMT.

  @RBuxton_LFC : Increasing talk of Hodgson being relieved of his duties at #LFC before 1pm today. Rumours of press conference being called currently untrue.

  Hann var sem sagt ekki rekinn í gær en það gæti verið að gerast núna í morgunsárið og svo (vonandi) blaðamannafundur seinna í dag. Þetta bara verður að vera að gerast.

  Viðar Skjóldal segir:

  „Ef hann verður ekki rekinn fyrir hádegi í dag þá er ég byrjaður að hata þessa nýju eigendur meira en nokkurn tíman Hicks og Gillett.“

  Ég veit þú ert nývaknaður, en róóóuum okkur aðeins. 😉

 120. Algjörlega út í mesta hött í heiminum að fara að líkja þessum eigendum, sem VORU að koma, við G&H og hvað þá að þeir séu verri.. algjörlega fáránlegt.
  Auk þess er klukkan ekki nema 8.

  Ferskasta sem ég sé á twitter er frá poolaranum Mike Jefferies sem gerði G&H out videoið:
  Hearing that Roy will be officially gone today @ 1pm GMT.

 121. sættum okkur við það blackburn eru einfaldlega bara betra liðið

 122. Þegar allt er svona neikvætt þá verður maður það auðvitað sjálfur en eigendurnir verða að fá að heyra það að þeir hafa EKKERT gert ennþá og ég ætla ekki að byrja að hrósa þeim fyrr en eitthvað af viti gerist, þeir gáfu eitt loforð sem þeir hafa einfaldlega svikið okkur með og af hverju væri ég svo sannarlega til í að fá skýringu á. Svo fær maður bara á tilfinninguna að allt fari til helvítis þegar gengið er svona, stjórinn enn á svæðinu og þar fram eftir götunum, þetta gæti allt breyst ef Hodgson fær að fjúka í dag, eigndurnir koma í kjölfarið fram og segjast ekki hafa getað gert þetta fyrr og lofa um leið öllu fögru hvað leikmannakaup varðar en sjáum hvað setur.

  Ætla að leggja mig í 2-3 tíma ef ég get sofnað og vonast svo eftir einhverju fersku þegar ég stend uppá eftir…

 123. spurning hvort honum verði leyft að haalda smá reisn og segja af sér og segja af sér á sunnudagskvöld. Enda engum nýjum stjóra greiði gerður að mæta scum.udt í fyrsta leik, það verra fátt verra en tap móti þeim… EN svo vill maður bara losna við krákuna strax og á hinn bóginn er fátt sem gefur meiri byr í seglinn en að sigra scum í fyrsta leik.
  Maður bíður bara spenntur fregna með f5

 124. Vá. Er einhver Stat brjálæðingur hérna inni sem getur fiskað upp hvenær Gerrard missti víti seinast?

 125. Gerrard klúðraði víti á móti Portúgal á HM 2006 og svo í CL 2007 eða 2007 en þá skoraði hann úr frákastinu.

 126. Góði Guð! ég veit að ég hef ekki alltaf verið góður og á ekki skilið að þú bænheyrir mig. En þjáning mín og bræðra minna er það mikil að þú myndir gera mörgum gott með því að beita þér í Hodgson málinu. Þá helst á þá leið að Mr.Hodgson verði látin fara frá LFC í dag. Ég mæli með því að hann taki við sem aðstoðarmaður GÞ hjá BÍ.

 127. 165, klúðraði hann ekki líka á móti Aston Villa einhvern tíman á 2009 og tók frákastið? Minnir svo að Carra hafi gert grín af honum og sagði að hann hefði alltaf vitað að Gerrard myndi klúðra vítinu.

 128. Sáu þið hvað Gerrard var gjörsamlega útkeyrður þegar hann stóð yfir boltanum í vítinu. Miðað við það þá er ekki skrýtið að þetta var lélegt víti.

 129. Ég legg til að þangað til einhver maður fæst í starfið þá sjái Sammy bara um þetta. Getur &$%$ ekki versnað ástandið

 130. LivEchoLFC Liverpool Echo
  Just had it confirmed there is no 10am press conference at Liverpool FC

  Ætli karl uglan haldi ekki bara starfinu framyfir júnætid leikinn.

 131. Hann klikkaði á víti gegn West Ham á síðasta tímabili eða tímabilinu þar á undan og tók frákastið og skoraði.

 132. Hvað er málið, því er karlinn ekki farinn ! Ef hann fer ekki í dag þá fer hann ekki fyrr en eftir ManU leikinn. Ef hann svo grísapunkast á að vinna þann leik þá gætu eigendurnir lengt í snúrunni ; ( Helv karlinn !

 133. Ég hef sjaldan tekið ósigur svona með mér inn í næsta dag eins og ég er að gera núna.

  Það eru rúmir 11 tímar síðan leik lauk, hvað er svona flókið?

 134. Það er voðalega lítið að gerast en ég vil fara að heyra eitthvað frá þessum eigendum.

  @JimBoardman Dunno where the press conference rumour came from. Not one planned. Heard there will just be an announcement. Fingers crossed.

 135. Sama hér Babú!

  Sat fram á nótt og skrifaði um hvað mér finnst vera að og rifjaði upp vandræðasöguna sem hófst þegar klúbburinn kom heim úr Asíu-ferðinni sumarið 2009 og ekki sér fyrir endann á ennþá.

  Roy Hodgson ræður ekkert við starfið, en það þarf að átta sig á því að nokkrir leikmenn þarna, reyndar margir bara held ég, eru ekki partur af framtíð félagsins…

 136. Verður Hodgson rekinn fyrir eða eftir hádegi ? 🙂

  Maggi hann virðist samt vera búinn að átta sig á því að Poulsen er ekki partur af framtíð félagsins 🙂

  Ég er nú reyndar á því að varnarlínan sem byrjaði í gær, eins og hún leggur sig, eigi enga framtíð hjá félaginu, mundi glaður fá ca. 20 milljónir punda fyrir Johnson (Spurs mundi örugglega stökkva á það verð) og fá hægri bakvörð sem kann að verjast. Konchesky kann ekki fótbolta og hafsentar gærdagsins eru einfaldlega ekki á kaliberi að spila fyrir klúbb sem ætlar sér að vera í toppbaráttu, sem reyndar langur vegur er frá í dag. Forgangsverkefni er að fá inn hafsent til að spila með Agger í hjarta varnarinnar, Carra og Wilson ættu að geta bakkað þá upp. Síðan mundi ég vilja kantmann og framherja, það ætti að duga í bili.

 137. “Apparently Gerrard and Reina were tagged together against Hodgson and Lee and you would think that Gerrard and Reina were managing the squad rather than Hodgson and Lee. Gerrard told Hodgson to “shut it” a number of times and that he had better find a new captain because he wasn’t playing under him ever again.”

 138. @ 166

  Alveg óþarfi að klína ugglunni á gallharðann púllara eins og Guðjón Þórðarsson, Gaui á betra skilið 🙂

 139. Transfer Speculations Liverpool Echo
  Just had it confirmed there is no 10am press conference at Liverpool FC

  Þetta er LFC Transfer Speculation á facebook….

 140. BBC Sport reports that NESV are now considering whether to sack Roy Hodgson “but no decision has been taken yet”.

  Af Twitter. Af hverju þarf að “considera” það eitthvað? Og af hverju er ekki sjálfkrafa búið að taka ákvörðunina eftir leikinn í gær?!?

  Fokk. Þetta leggst illa í mig. Hann verður að fara STRAX, og þótt fyrr hefði verið.

 141. Mertesacker á að vera fyrstur inn af þeim slúðursögum sem ég hef heyrt.

  Benitez vildi kaupa Michael Brown á sínum tíma því Agger var of mikið meiddur og Skrtel leit illa út. Kortér fyrir gluggalokun fékk hann að vita að hann fengi mest 2 milljónir punda til leikmannakaupa sumarið 2009 og hann náði í Kyrgiakos, sem er ágætur miðað við verð, en ekki til þess fallinn að vera lykilmaður í stórliði.

  Varnarleikur Liverpool er skelfilegur, skásti varnarmaðurinn í gær var Paul Konchesky, sem segir kannski ýmislegt. Þar þarf fyrsta púslið í liðið, því Carra er líka að verða 33ja ára…

 142. Held að #178 sé með þetta í hnotskurn. Hodgson er farinn hvort sem það verður fyrir eða eftir hádegi og menn geta farið að slaka á með það.

  En það er ekki hægt að kenna Hodgson alfarið um hvað sorglega lélegir sumir leikmennirnir eru. Það er vitanlega skylda þjálfarans að stilla upp leikskipulagi og efla stemminguna í liðinu en hann spilar ekki leikinn.

  Það sem maður sá í gær var framkvæmdastjóri á hliðarlínunni sem var nánast í losti yfir hvað leikmennirnir lögðu sig lítið fram. Sáum við leikmenn LFC tækla eða hlaupa? Þegar fyrirliðinn fær víti sem hefði getað komið Blackburn, sem var með varaliðið í gær, í veruleg vandræði hittir hann ekki einu sinni markið! Aðrir voru einnig fáránlega lélegir og ættu að skammast sín.

  Ég er ekki að verja Hodgson enda heyrir hann sögunni til en djöfull er lélegt að sjá hvað leikmenn taka lítið á fyrir LFC.

 143. Það er rétt hjá Magga, varnarleikurinn hefur verið ömurlegur í vetur og hefur í raun verið það síðan að Hyypia hvarf úr vörninni. Eftir að hann fór þá hefur vörnin verið stjórnlaus þ.e. enginn leader. Ekki nóg með það þá hefur spilamennska Carra farið hratt niður á við eftir að stjórnandinn fór. Það ættu að vera forgangskaup að reyna finna framtíðar leader í miðvörðinn, gengur ekki að vera að fá á sig mark eða mörk í hverjum einasta leik.

 144. Það er ekki búið að boða neinn blaðamannafund í dag og FSG hefur ekki tjáð sig neitt um Roy Hodgson í ansi langan tíma núna. Þeir geta ekki dregið það lengur að tjá sig og þeir hljóta að átta sig á því að næsta stuðningsyfirlýsing við Hodgson er svo gott sem stríðsyfirlýsing.

 145. Copy/paste af fotbolti.net

  “Stuðningsmenn Liverpool hafa margir hverjir viljað fá Kenny Dalglish fyrrverandi stjóra liðsins til að taka við að nýju og hafa bent á að hann hafi unnið til fleiri verðlauna sem stjóri (16) en Hodgson hefur unnið útileiki á ferli sínum sem stjóri á Englandi (13).”

  Mögnuð statistík !

  Frétt frá Fótbolta.net. Sjá alla fréttina: http://fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=102303#ixzz1AFSjzWoA

 146. er ekki yfirleitt bara send fréttatilkynning þegar stjórar eru reknir (og blaðamannafundur þegar nýr er ráðinn)?

 147. Það er ekki hægt að gefa RH þá afsökun að hafa tekið við arfa slöku liði af Benitez, sem sá síðarnefndi eyddi GÍFURLEGUM fjármunum í að móta. RH gafst sá séns að koma inn með ferskan blæ í hópinn og blása í menn sjálfstrausti, sem og gera þær breytingar sem þurfti, og honum mistókst stórkostlega í báðum tilvikum. Hann gerði EKKI þær breytingar sem þurfti á leikmannahópnum sem þurfti til að bæta upp í þær holur, og hann hafði aldrei búningsklefann frá fyrsta degi. Ég tala í þátíð því fyrir mér er Roy Hodgson liðin tíð. Ef nýir eigendur ætla sér að sýna metnað reka þeir Roy Hodgson í dag og láta Sammy Lee og Dalglish taka við liðinu þar til annar maður tekur við. VÍK BURT, SATAN!

 148. Strákar ég myndi alveg slaka. Miðað við allt slúðrið og þá staðreynd að ekki bara sorpritin í Englandi eru farin að birta fréttir af hugsanlegum brottrekstri RH þá sé þetta bara rétt handan við hornið. Hvort að tilkynning komi í dag eða á morgun verður bara að koma í ljós. Ég ætla að gefa mér það að stjórn Liverpool sé núþegar búin að taka ákvörðun um að RH sé ekki lengur stjóri Liverpool og það hafi í raun verið gert strax eftir Wolves leikinn. Þeir eru bara að hnýta seinustu hnútana með nýjan stjóra hvort sem það verður Dechamps, BOAS, Ragnick eða caretaker Daglish út tímabilið ! Ef það er einhver annar þá kemur mér það á óvart !

 149. Karlinn verður ekki rekinn, það verður núna drifið í því að styrkja liðið og mun kallinn klára þetta tímabil.
  Sky Sports reporting that Liverpool have approached Stoke City regarding the availability of defender Robert Huth. #lfc

  Robert Huth REALLYYYY

 150. Svona miðað við hvernig varnarmenn liðsins hafa staðið sig hingað til þá held ég að Huth væri ekki endilega einhver veiking á hópnum. Fimm milljónir og þá myndi ég nú ekkert blóta þessu í sót og ösku en eitthvað mikið hærra og ég verð óánægður, kysi frekar einhven annan á slíkan pening.

 151. 178

  Ég er alveg sammála þér með að það sé ekki eingöngu hægt að kenna Roy um allt saman en nánast er það samt þannig.
  Það er bara svo ég taki eitt dæmi, ekki eðlilegt að maður sem var að spila úrslitaleikinn á HM í sumar, Kuyt, og einn af duglegri og bara betri leikmönnum Hollands í sumar sé allt í einu farinn að virka eins og meðal maður í Crystal Palace.

  Ég fylgdist svolítið með varnarvinnunni í gær og í einu atviki fanst mér eins og ég væri að horfa á 7.flokk spila fótbolta því það eltu allir leikmennirnir boltann en ekki mennina sem þeir áttu að vera að dekka. Í þriðja markinu hjá Blackburn var Skrtle eins og kjáni og á algjörlega það mark einn, en hvernig dekkning var það hja Agger að fara frá manninum sem var svo sent á.

  Ég held að málið sé einfalt. Það er alveg sama hverjir eru að spila fyrir þetta lið núna… leikmenn hafa ekki trú á þessu verkefni og hafa ekki trú hver á öðrum… Reina treystir ekki vörninni, miðverðirnir treysta ekki bakvörðunum, bakverðirnir treysta ekki á Lucas og Lucas, N´gog og Roy Hodgson vita svo bara ekkert hvað þeir eiga að gera 🙂

  95% Roy að kenna 5% leikmenn

 152. Úbbs – sá þetta poppa upp rétt áðan en greinilega eldgamalt, feginn er ég…

 153. Þetta er það nýjasta af Twitter, mjög jákvætt held ég:

  This Is Anfield
  “A statement from Liverpool Football Club is expected shortly… #lfc”
  2 minutes ago

 154. thisisanfield This Is Anfield
  A statement from Liverpool Football Club is expected shortly… #lfc
  2 minutes ago Favorite Retweet Reply

  Ætli þeir séu ekki bara að koma með stuðningyfirlýsingu handa Hodgson.

 155. hvort ætla menn að veðja yfirlýsingu um stuðning eða brottrekstur…. eða bara eitthvað allt annað… 🙂

 156. Ég bara á ekki til orð með þetta lið og stjórann, hefði helst viljað segja þetta á fingramáli, ég á svo ekki til orð. Burt RH áður en við föllum í 1 deild.

 157. Ef það er von á fréttatilkynningu þá er búið að reka Roy Hodgson. Þeim er bara enganvegin stætt á að styðja hann áfram. Þeir eru bara ekki svo vitlausir.

 158. jæja þá er maður enn og aftur að fara að skipta um F5 takka á lyklaborðinu eftir þennann dag … þetta er að verða eins og þegar maður beið eftir eigendaskiptunum.

  við getum huggað okkur við það að þetta er búið hjá RH …. bara spurning hvort það sé núna eða ( Guð forði okkur frá því) í sumar.

  p.s ELSKA þessa síðu og ykkur sem að dælið inn fréttum hérna …. no homo samt 😉 hehe

  YNWA !

 159. liverpool fans have graffiti all over stadium with paint ‘hodgson out’

 160. villa have just announced that houlliers job is safe
  what do you have to do to get sacked this season
  come on the pitch during the game and punch your players

  🙂

  Heyrðu vinur minn þarna úti er að horfa á tvið og lesa blöðin og þetta er hann að sjá

 161. anfieldonline Anfield Online
  And BBC Radio 5 reporting that LFC will NOT be issuing a statement today. Not enough senior figures at Anfield today perhaps?

  Þetta er alveg ótrúlegt, hversu lengi á að draga okkur stuðningsmennina á asnaeyrunum.

 162. Reyndar tekið af transfer tavern enn samt. :o/

  A rumour spreading like wildfire this morning is that LFC are to make an official announcement at 1pm today.
  Mike Jefferies, respected LFC fan and the man behind the Dear Mr Hicks video Tweeted earlier…
  Mike Jefferies

  @mikejefferiesL4 Mike Jefferies
  Hearing that Roy will be officially gone today @ 1pm GMT.
  4 hours ago Favorite Retweet Reply

 163. Jæja þá er maður búin að leggja sig aðeins aftur og ef eitthvað er hafa fréttirnar bara versnað síðan í morgun, HVAÐ ER Í GANGI??? Maður er bara ekki að kaupa þetta sko.

  Þarf maður ekki að fara að hafa samband við heimsmetabók Guinnes og athuga hvort þolinmæðin sem Roy Hodgson hefur fengið í vetur frá eigendum og stjórn Liverpool sé ekki bara heimsmet.

 164. Þegar NESV keypti Boston Red Sox þá var stjórinn látinn fjúka innan viku, afhverju sýna þeir Hodgson svona mikinn stuðning?!?

 165. Það verður enginn rekinn.

  Liverpool endar í fallsæti og þá verður allt betra vegna þess að við fáum þá að velja einn af bestu nýliðunum fyrir næsta tímabil.

  Er það ekki annars?

 166. Reka Roy og láta Kónginn taka við og koma á stöðugleika. Hann fær aðdáendur með sér og það er það sem liðið þarf!

  Hugsa svo til framtíðar.

  Margir færir þjálfarar nefndir í þessum þræði.

  Ég set þó spurningamerki við Rijkaard. En það er bara tilfinning. Hver veit, kannski myndi hann henta okkur vel.

  Svo þarf auðvitað að gera risaátak í leikmannamálum.

Liðið gegn Blackburn – Spá

Opinn þráður: DAUÐAVAKTIN!