Stjóramálin – tímabundin eða varanleg lausn

Það er svo mikið búið að slúðra um þessi þjálfaramál síðustu daga að maður veit varla hvar maður á að byrja. Eina stundina er Hodgson öruggur, svo kemur frétt um að hann sé bara öruggur til sumars, svo frétt um að hann sé öruggur þangað til að ákjósanlegur arftaki finnst og svo að hann sé öruggur næstu vikuna.

Í gærkvöldi setti Rory Smith á Daily Telegraph inn frétt um þessi mál. Smith skrifar um fótbolta í Liverpool borg fyrir Telegraph.

Fréttin heitir því ágæta nafni: [Liverpool set to delay search for Roy Hodgson successor as prospect looms of Kenny Dalglish return](http://www.telegraph.co.uk/sport/football/teams/liverpool/8235362/Liverpool-set-to-delay-search-for-Roy-Hodgson-successor-as-prospect-looms-of-Kenny-Dalglish-return.html)

Línan í fjölmiðlum fyrir þessa grein hafði verið sú að FSG/NESV væru komnir á þá skoðun að þeir vildu reka Hodgson, en að þeir vildu ekki gera það nema að varanlegur arftaki gæti tekið við strax. Þar sem að flestir helstu kostirnir eru núna í starfi (André Villa Boas hjá Porto (sjá mynd) og Deschamps hjá Marseille) þá gæti það reynst erfitt. Ólíklegt er að lið þeirra taki vel í því að missa þjálfara á miðju tímabili. Þótt að það verði að teljast líklegt að báðir aðilar væru spenntir fyrir starfi hjá Liverpool, þar sem það væri talsvert stórt skref uppá við frá núverandi starfi (þrátt fyrir ömurlegt gengi, þá er Liverpool staðan klárlega eitt mest spennandi djobbið í boltanum í dag, sérstaklega með nýjum eigendum).

Allavegana, eigendur Liverpool virðast núna hafa ákveðið að það sé þess virði að fá einhvern í starfið tímabundið þangað til að endanlegur stjóri geti tekið við. Einsog svo oft áður er það aðallega nafn Kenny Dalglish, sem er nefnt.

Að mörgu leyti skil ég það að menn hiki við að setja í starfið mann tímabundið því það bindur að einhverju leyti hendur eigendanna í sumar (hvað ef að Dalglish sé ekki þeirra hugmynd til frambúðar, en hann nær sæmilegum árangri með liðið – verður þá ekki erfitt að láta hann hætta fyrir nýjan og yngri mann?)

En ástandið á liðinu hefur auðvitað verið það slæmt undanfarið að ágætur heimasigur gegn Bolton breytir litlu varðandi stóru myndina. Ég tel að það væri alltaf best að fá inn framtíðarstjóra, en ef það gengur ekki fyrr en næsta sumar, þá væri það góður kostur að fá Dalglish inn, jafnvel þó að það flæki hlutina aðeins varðandi sumarið. Gengið undir stjórn Hodgson hefur verið það slæmt.

58 Comments

  1. Mín skoðun á þessu máli er að Dalglish verður bara tímabundin lausn á þjálfaramálunum.

    Ég vil fá til okkar ungan (undir 50 ára – Dalglish er að verða 60 ára og Hodgson er 63 ára) mann, sem getur leitt þetta lið næstu 10-15 árin svipað og Ferguson (45 þegar hann tók við United) og Wenger (47 ára þegar hann tók við Arsenal).

    Einhvern sem hefur trú á sóknarbolta og vill byggja upp nútímalegt og skemmtilegt stórveldi hjá Liverpool. Ég hef ekki nægilega þekkingu á evrópskum fótbolta til að segja hver þessi maður sé nákvæmlega, en ég vona að menn hugsi langt fram í tímann við þessa ráðningu.

  2. Ég vil fá Dalglish inn sem caretaker fram á sumarið. Það er ekki eins og það sé verið að fá einhvern sem tengist klúbbnum ekkert inn á skammtímabasis og það er ekki eins og það sé verið að fá einhvern aukvisa inn. Þetta er LFC maður through and through sem er gríðarlega sigursæll og vinsæll hjá stuðningsmönnum.

    Ég er alveg fullkomlega sammála að ákjósanlegasta staðan væri sú að vera með ungan og góðan þjálfara á lausu sem gæti tekið við strax, en ég held að næst beti kosturinn sé að fá Kenny inn fram á sumar og skoða þá stöðuna.

    Vonandi berast fréttir af brotthvarfi Hodgeson á morgun!

  3. Deschamps, Laudrup, Boas, Coyle, Hoffenheim gaurinn hljóma allir nokkuð spennandi… Væri ekki gaman ef kop pennarnir tæku hugsanlega kandídata og skrifuðu ævisögu þeirra svo ég geti haldið áfram að vera feitur letingi með hor og snakkpoka. Pretty please 😀

  4. Ég gæti séð fyrir mér Benítez sem hugsanlegan caretaker fram á sumar með þá pælingu að hann fengi 1 ár í viðbót ef liðið spilar betur en Barcelona. Svo væri hægt að meta stöðu hans, en hann yrði náttúrulega að vera sammála hugmyndum NESV. Benítez þekkir hópinn og hópurinn þekkir hann, sé fyrir mér að það væri auðveldara að setja bökin saman með hann við stjórn því allir myndu gjörþekkja hlutverk sín en maður veit aldrei hvað nýr þjálfari kemur til með að vilja og segja. Hvaða taktík myndi Dalglish vilja nota? Geri mér samt grein fyrir óvinsældum þessarar uppástungu.

    Hvað Kenny D varðar er ég á báðum áttum. Vinsælt Legend og við vitum árangur hans sem leikmanns og þjálfara en það var fyrir löngu síðan. Hann gæti brillerað og mótiverað menn vel en hann gæti líka farið sömu leið og Shearer þegar hann átti að bjarga Newcastle frá falli. Ég geri ráð fyrir því að Henry og Werner séu að spá í þeim báðum ef þeir eru á annað borð að leita af tímabundri lausn…

    Alltaf spennandi að velta fyrir sér nýjum stjóra en ég vona að ég verði ekki fyrir vonbrigðum aftur eins og ég varð daginn sem Hodgson var tilkynntur

  5. Við skulum ekkert vera að nefna Dalglish og Shearer sem stjóra í sömu setningunni, því það er fáránlegt. Jafnvel þótt svo ólíklega færi að Dalglish næði ekkert sérstökum árangri seinni hluta tímabilsins væri það betra fyrir sálina að sjá hann stýra liðinu en að þjást áfram með RH.

  6. King Kenny tekur við til sumars, eftir það kemur framtíðarstjóri hver sem hann kann að vera.
    Ég hef eingar áhyggjur af því hversu langt er síðan KD hefur þjálfað, hann kann þetta og það er ekki fræðilegur möguleiki að hann geti gert verra úr núverandi stöðu.

    Roy Hodgeson verður að hætta strax fyrir allrahluta sakir, ekki síst þær að núverandi eigendur þurfa að sýna í verki að meðalmennska og þeimur verra verður ekki liðin í uppbyggingu Liverpool til framtíðar.

  7. 5 Magnús T

    Ég er algerlega sammála því að King Kenny fyrir Hodgson er jákvætt, hiklaust. Finnst hins vegar ekki hægt að segja að það sé ólíklegt að kóngurinn nái ekkert sérstökum árangri. Við vitum ekkert um það og því er það í mínum augum alveg jafn líklegt og ekki. Maðurinn hefur ekki stjórnað liði í 10 ár og ef ég væri að leita að tímabundnum stjóra myndi ég allavega íhuga þá staðreynd.

    Á hinn bóginn myndi ég einnig íhuga að þó hann hafi ekki verið að þjálfa síðastliðinn áratug hefur hann fylgst grannt með og verið mikið tengdur inn í fótboltaheiminn og núna auðvitað Liverpool eftir að Benítez fékk hann til baka. (annað dæmi um snilli Benítez :þ ). Ég myndi líka skoða vinsældir þessa manns og hlusta á það gríðarlega háværa kall margra aðdáenda sem sjá hann sem bjargvætt og vilja ólmir gera hann að stjóra, helst strax eftir að Hodgson var ráðinn.

    Alls ekki auðveld eða augljós ákvörðun en ég vona bara að rétta ákvörðunin verði tekin, en ég veit ekkert hver hún er. Yrði ánægður með ráðningu Dalglish en líka Benítez, yrði svo drullustressaður yfir gengi þeirra og liðsins. Allt nema Roy fokking Hodgson

    Varðandi Shearer og Dalglish var ég eingöngu að bera saman vinsældir þeirra hjá félögum sínum, ekki þjálfara kunnáttu.

  8. Ég myndi ekki slá höndunum á móti Benitez en svo veit maður náttúrulega ekkert hvernig leikmannahópurinn myndi taka honum… Finnst líklegt að það færi ílla í Gerrard en vel í Torres … Dalglish er líklega besta lausnin enda líta allir sannir Liverpool menn upp til mannsins og bera virðingu fyrir honum…

    Dalglish fram á sumar… hef enga þolinmæði fyrir lágkúrulegum fótbolta sem Liverpool hefur verið að spila síðan Hodgson tók við.

  9. Ég hef legið eins og grár köttur og lesið alltof mikið af slúðurfréttum og bulli,
    frá Twitter færslum Marinu Dalglish og því að Kenny neiti engu og stríðsöskur hans fyrir leikinn hafi gefið honum stig.

    Persónulega finnst mé bæði betra,hvort sem Kenny tekur strax við og við bara sjáum til í sumar eða fá Ralf,Didi jafnvel Coyle strax,stórir klúbbar og sá stærsti á ekkert að láta bíða eftir sér.

    YNWA

  10. Og enn eitt gullkornið sem brýtur mælinn, gaman virkilega að sjá hvað stóri Liverpool Og Manchester united voru kátir saman á DW vellinum í dag í ljósi stöðunnar.

    Meira xxxxxx

  11. Ég vil fá Kenny Dalglish og vildi fá hann þegar Benitez var látinn fara.Alla vegana til að stýra liðinu fram á sumar og ef vel gengur þá bara lengur.Held að hann sé ekki búinn að gleyma hvernig á að stjórna liði,hann hefur verið mjög sigur sæll alla ævi og lætur liðin sín spila skemmtilegan fótbolta.Og er búinn að hrærast í þessu allan tíman síðan hann stjórnaði síðast var það ekki Celtic 2001?Og ef hann myndi ekki ná árangri núna þá myndi hann samt vera kóngurinn í mínum augum.Mín skoðun er sem sagt sú að fá Kenny inn strax og reyna að minka skaðann sem orðinn er á þessu tímabili.

  12. Ekki nokkur ástæða til að afskrifa Dalglish sökum aldurs, enda maðurinn ekki nálægt eftirlaunum hvað aldur varðar. Fergurson, hvergi nærri hættur, er að verða sjötugur og langt í að Dalglish nái þeim áfanga, bara svo dæmi séu tekin. Fram að þeim tíma má byggja upp meistaralið til nokkurra ára. Nú er kominn tími til að King Kenny taki við, hann treystir sér til þess skv. fréttum og því er engu að kvíða. Persónulega fengi ég sennilega strútahúð við að sjá hann ganga aftur inn á Anfield sem stjóra Liverpool, hvernig sem gengi.

  13. Hafið þið velt þeirri staðreynd fyrir ykkur að af næstu fimm leikjum þá eru fjórir útileikir?? Þar af einn á móti Man Utd. Úff þetta gæti orðið vondur mánuður.

  14. Frank Riikard er efstur hjá veðbönkum þar sem hann er núna atvinnulaus og með svona international sjarma sem er meira bóla en nokkuð annað. Frank er með só and so feril og ég er langt í frá spenntur fyrir honum. Persónulega er ég ekki spenntur fyrir honum.

    Ég stend við fyrri skoðun um að Nesv sé eð meta hvort það fáist einhver almennilegur strax eða ekki. Nokkrir dagar til eða frá skipta ekki máli með það. Verði hinsvegar löng bið, þ.e.a.s. meira en 2 vikur eða svo, þarf að finna Caretaker sem tekur á málunum. Hvort King Kenny er rétti maðurinn eða ekki veit ég ekki. Hinsvegar er mér það ljóst að það þarf að losa um fleiri karaktera frá Anfield. T.a.m. Sammy Lee. Við þurfum nýjar nálganir ekki að poppa upp á þær gömlu alltaf.

    Nesv þarf að finna manninn núna sem tekur okkur áfram en ekki afturábak. Við þurfum ekki einhvern plástur eða skyndikaffi. Við þurfum mann sem leikmennirnir trúa á að geti tekið liðið áfram mjög fljótlega, sennilega á næsta tímabili í einhverri Evrópukeppninni en ef við náum henni ekki, sem er allt eins líklegt verður verulegur tekjusamdráttur hjá klúbbnum.

    Sjáum til hvað gerist.

  15. Ég man nú ekki betur en að Coyle hafi yfirgefið Burnley fyrir Bolton á miðju tímabili. Spurning hvort hann sé þó ekki enn sem komið er of óreyndur fyrir okkar lið og hvernig á að díla við stórstjörnur. Gæti endað eins og þetta Hodgson dæmi. Deschamps er 100% minn kostur í þessu af þeim sem hafa verið nefndir. Frekar ólíklegt að hann komi fyrr en í sumar og ef NESV eru á svipaðri skoðun þá er ljóst að valið stendur á milli þess að láta Hodgson halda áfram eða láta Dalglish taka við fram á sumar. Það verður samt að hafa í huga að það tekur tíma að lagfæra það sem Hodgson hefur gert og þá þurfum við líka að vona að Dalglish spili inn á styrkleika hópsins. Að því sögðu þá má alveg eins gera ráð fyrir því að Benítez gæti gert hvað bestu hlutina með liðið, þekkir það vel og þeir þekkja hans áherslur og þyrfti ekki að taka langan tíma að koma þeim aftur á – hápressubolti, 4-2-3-1, spil í fætur og Torres væri fljótur í toppform. Hins vegar væri ólíklegt að Benítez myndi samþykkja að starfa undir Comolli þar sem hann vill stjórna sem manager, sjá um innkaup og leikmannahópinn sjálfur. Þessvegna væri hann ágætis möguleiki sem caretaker fram á sumar.

  16. Ég vill Dalglish inn strax! Og á meðan er hægt að leitast eftir framtíðarstjóra.. En auðvitað ef Dalglish gengur svo vel með liðið þá þurfum við ekkert að leitast eftir öðrum.

    En allavega fá hann bara strax inn núna, hvort sem það sé tímabundinn stjóri eða framtíðarstjóri.

  17. Smá tölfræði handa ykkur til að spá og spekúlera í. Leitaði að nokkrum velvöldum mönnum á Wikipedia og eftirfarandi tölfræði er hægt að lesa þar.

    Roy Hodgson, 893 leikir, 43,38% vinningshlutfall [41,38% með LFC]

    Rafa Benitez, 670 leikir, 52,24% vinningshlutfall [53,43% með LFC9]

    Gérard Houllier, 551 leikur, 50,8% vinninhlutfall over all og með LFC.
    Aðrir “enskir” stjórar:

    Alex Ferguson, 2016 leikir, 57,79% vinningshlutfall.

    Arséne Wenger, 1256 leikir, 53,59% vinningshlutfall.

    Carlo Angelotti, 751 leikur, 55,20% vinningshlutfall, 64,29% með Chelsea.

    Aðrir stjórar:

    Pep Guardiola, 148 leikir, 72,97% vinningshlutfall!!!

    Special Jose, 483 leikir, 68,12% vinningshlutfall.

    Frank Riikard, 396 leikir, 52,78% vinningshlutfall.

    Ditier Dechamps, 308 leikir 51,30% vinningshlutfall.

  18. Samkvæmt fyrrverandi njósnara hjá LFC, Tor-Kristian Karlsen, á tvitter þá hefur hann góðar heimildir fyrir því að Liverpool hafi haft samband við Dortmund út af þeirra þjálfara, Jurgen Klopp en hann er með þá gulu og svörtu á hraðferð að þýska titlinum. Það má hinsvegar teljast nokkuð dýr kostur þar sem hann er nýlega búinn að skrifa undir langtímasamning við þýska liðið! Hitt er annað að þetta ýtir undir sögusagnir þess að eitthvað mundi gerast í þessum málum fljótlega …. vonandi!!!

  19. Afhverju hefur ekkert verið rætt um að fá Martin O´Neill ? Maðurinn er á lausu, er frábær stjóri, ungur og vill spila sóknarbolta! Held að hann yrði akkúrat maðurinn sem myndi snúa þessum skrípaleik við!

  20. Martin O´Neil er vælukjói og stökk frá borði hjá sæmilega stórum klúbb….Villa. Held að það ætti að ráða mann sem hefur sterkar skoðanir og vel ígrundaðar hugmyndir. Jafnvel að Ian Holloway væri kostur. Það er magnað hvað hann hefur gert fyrir lítið fé. Imagine hvað hann gæti gert með stærra setup og meira cash.

  21. Dalglish takk fyrir er hann ekki bara besta í stöðunni held að leikmenn leggi sig meira fram fyrir hann .Dalglish hefur unnið þessa deild í 4 sinnum gefum langbesta leikmanni liverpool í sögunni tækifæri hann á það bara skilið.Martin O´Neill nei takk

  22. Nú er klukkan orðinn 00 00 og það er kominn mánudagur, ég trúi því að þetta sé síðasti dagurinn hans Roy sem stjóri Liverpool fc

  23. @21

    Hvernig datt þér er í hug að setja orðið ,,sóknarbolti” í sömu setningu og Martin O´Neill? Að mínu mati er maðurinn á sama leveli og Hodgson og reyndar Coyle líka ef út í það er farið.

  24. owen coyel er fyrsti kosturinn í mínum augum hann bætir sig með hverjum leiknum og á framtíðina fyrir sér vonandi með liverpool.

  25. eitt sem ég held er að Rafa myndi ekki vilja vera care-taker þjálfari Liverpool útaf því hans samband milli þá sem ráða og ég held líka að hann myndi ekki samþykkja taka við Liðið svo vera rekinn ef þegar þeir finna “sinn” þjálfara og líka sem eitt sem Maggi hefur verið tala um er þeir eru leita þjálfara í stað knattspyrnustjóra sem sér bara um þjálfun og stjórnun á liðiðinu og læt Comolli sjá um kaupin. Af þeim þjálfurum sem ég væri til fá gæti þurft að bíða til sumars væru Jurgen Klopp þótt það myndi telja ólíktlegt ef hann vinni þýsku deildina og væri kominn í meistaradeildina og færi svo taka við Liverpool sem tæki alveg ekki verðið með í næsta tímabil þar svo er það André Villa Boas sem ég tel eitt af því spennandi þjálfara sem nú eru að þjálfa.
    Sem gætt líka ver óliklegt þarsem ég heyrði hann væri búinn að endurnýja samning við Porto
    svo áendanum gæti Liverpool endað með ancelotti þarsem hann gæti verð rekinn í þessu tímabil þarsem Chelsea virðist ekki vera standa sig vel en samt myndi vera talinn góður kostur þarsem
    hann reynslu að stjórna stórliðum og byrjar alltaf flott en kannski galli við hann er að spilar mikið með reynslu og hefur nokkuð háan meðalaldur að lið sitt og gott dæmi er það er A.C. milan þarsem mennirnir væru komnir yfir 29 kannski það nESV eru leita eftir.

    Þessi listi frá dailymail um þá þjálfara sem eru hættu að verða rekinir. P.S. ekki búinn endurnýja hann
    http://www.dailymail.co.uk/sport/football/article-1342796/THE-FIRING-LINE-Liverpool-boss-Roy-Hodgson-brink.html

  26. Martin O’Neill er efstur á blaði á hjá mér.
    Þjálfari sem virðist alltaf ná því besta út úr sínum liðum.
    Ég fílaði að hann sagði upp hjá Aston Villa. Milner var seldur gegn hans vilja og hann hætti.
    O’Neill er prinsip maður. Ég hef mikla trú að hann geti rifið Liverpool liðið upp úr þessu skítapytt sem það er komið í.

    Skil ekki af hverju mönnum líst svona illa á hann.

  27. Pálmi, Martin O’Neil er bara ekki samboðin Liverpool til lengri tíma. Hans hugsjónir snúast um 5-4-1 kerfið þar sem counter attack er það sem skiptir máli. Bomba fram stóran striker (Carew) og liggja til baka og verjast. Hjá Lester var hann með Heskey …

    Recordið hans er lélegt utan við Celtic er hann með minna en 40% vinningshlutfall og nær enga titla.

  28. Ég er nokkuð spenntur fyrir Rikjaard, ég vill allavega sjá þjálfara sem spilar tiki-taka bolta.
    Að öðru leiti eru Klopp, Coyle, Deschamps, Rangnick og jafnvel Holloway allt áhugaverðir þjálfarar.

  29. Rijkaard er svolítil áhætta að mínu mati og gæti verið happa glappa. Hann brilleraði alls ekki með Sparta í sínu fyrsta starfi á eftir landsliðinu en reif svo Barcelona upp eftir erfiða byrjun og í framhaldinu varð liðið skemmtilega spilandi. En hann var aftur á móti rekinn frá Galatasaray fyrir álíka árangur og Hogdson er að ná núna.
    Martin O´Neill=Sóknarbolti er álíka góð samlíking og Hringekjan=Skemmtun
    Coyle finnst mér spennandi kostur, en er sammála mönnum þess efnis að hann er einnig svolítið spurningamerki varðandi það að stjórna stóru leikmönnunum. Mér er svosem sama ef hann fær Konchesky ofl. til að spila sambabolta, samheldið lið, sókn?vörn taktík og skilar stigum í hús.
    Einna helst vill ég að við fáum réttan mann í starfið…..
    Valtýr Björn og Mikael Nikulás ættu að geta ráðlagt könunum, þeir vita þetta allt.

  30. Þegar ég les hérna menn vera að drulla yfir Martin O’Neill blöskrar mér. Eru ekkert nema retarðar hérna inni? Hann náði frábærum árangri með Aston Villa og fór einungis þegar það var farið að vaða yfir hann þar sem sýnir hvernig maður hann er. Sjáið bara hvernig Houllier er að ganga með Villa núna. Liðið er við fallsvæðið.

    Svo hljóta menn að vera að grínast með Frank Rækard sem langtímalausn. Hann er skilgreiningin á þjálfara sem er stórt nafn en er svo mikill meðaljón að það er ekki fyndið. Tollir hvergi í starfi og myndi vera horfinn frá Bítlaborginni á max þremur árum.

    Annar maður sem væri góður kandídat er David Moyes. Hann er búinn að vera lengi hjá Everton og kominn á endastöð þar. Eflaust til í breytingu og gæti verið næstu tvo áratugina hjá Liverpool. Eina vandamálið er að hann er blár í dag.

  31. Já þumlið mig niður sauðnautin ykkar. Má einnig benda á það að Martin O’Neill er öllum hnútum kunnugur á Englandi og vill byggja lið á mönnum frá Bretlandseyjum. Horfið á Chelsea og United sem hafa unnið titilinn síðustu 8 ár eða eitthvað, stólpar þessara liða eru bretar.

  32. Vildi bara benda mönnum á að janúarglugginn er opinn og stór þörf á að gera eitthvað strax. Eða er taktíkinn sú sama og hefur verið undanfarinn ár að láta reyna á Buzzer frá miðju.

  33. Kári (35) – Roy Hodgson er líka öllum hnútum kunnugur á Englandi

  34. Ekki er ég að skilja ahverju menn eru alltaf svona æstir í að fá breta eða englending til að stjórna. Síðustu 20 ár hefur enginn englendingur unnið deildina sem stjóri tveir skotar hafa unnið deildina en annars hafa það verið erlendir stjórar sem hafa unnið. Að tala um að Chelsea sé með enskan kjarna er náttúlega bara fyndið 3 englendingar sem fá að spila reglulega þar sem er nú minna en hjá Liverpool.

    Ég vil aðalega sjá þjálfara sem lætur lið sitt spila sóknarbolta, það finnst mér útiloka flesta stjóra sem eru ættaðir frá bretlandseyjum.

  35. Varla er Comolli að fara ráða því í hvaða stöðu og hvernig leikmenn vantar í aðalliðið án þess að þjálfarinn hafi eitthvað um það að segja. Hefur hann ekki bara óbundnar hendur í að “boosta” upp akademíuna með kaupum á ungum leikmönnum?

    Mér finnst það eitthvað svo órökrétt að einn maður þjálfi liðið og stýri því en svo einhver annar sem sér um að þróa það óháð því hvað þjálfarar segja. Ég er reyndar nokkuð viss um að ferlið, sem Liverpool ætlar að innleiða og ákveður hvaða leikmann skuli keyptir eigi að líkjast því sem tíðkast á t.d. á spáni hjá mörgum liðum og t.d. Barcelona styðst við. Þar er einn svona yfirmaður innkaupa en hann er ekki einvaldur og reyndar langt frá því að vera það. Allir þjálfarar og Pep segja sína skoðun og sitt mat á stöðunni, niðurstöður teknar saman í meginlínur og leikmaður fenginn sem fellur næst skilgreiningunni. Real Madrid fellur ekki undir þessa aðferð eins og allir vita þar er maður við stjórnvöldin sem ræður því sem hann vill.

    Ég er hrifin af þessu kerfi og það ætti að öllu jöfnu að lágmarka áhættu á því að kaupin verði flopp. Mismunandi álit og mat á stöðu hjá fleiri en einum manni hlítur að leiða menn að niðurstöðu sem virkar í raunveruleikanum. Maður eins og Ferguson, sem veit upp á prik hvað þarf til að ná árangri í ensku deildinni, hefur svo sem gert mistök í leikmannamálum en reynsla hans er gríðarleg. Hann getur leift sér að hafa færri með í ráðum.

    Með því að láta fleiri en einn mann með nægjanlega þekkingu á viðkomandi leikmannahóp sjá um innkaupin, er hægt að vinna upp reynsluleysi að stórum hluta.

  36. Owen Coyle sem manager er alger klikkun. Bolton spilar lang-leiðinlegasta boltann í deildinni.

  37. Sóknarbolta varnarbolta. Það þarf stjóra sem gerir sér grein fyrir því hvenær á að spila sóknarbolta og hvenær er betra stilla upp varnarsinnuðu liði.

  38. Já. Kominn mánudagur og Hodgson á Melwood áðan að setja upp æfingu væntanlega, annars hefðum við klárlega frétt um það.

    Hann er þá pottþétt að fara að stjórna liðinu á Ewood Park á miðvikudagskvöldið, nokkuð sem ég var bara alls ekki viss um. Þó held ég að viðbrögð leikmannanna eftir leikinn hafi eitthvað spilað þar inní, Reina fór og faðmaði karlinn, Gerrard sýndi honum viðlíka virðingu og síðan kom Cole í sjónvarpið og studdi fast við bak honum. Ég held að NESV líti líka á það ef að leikmenn styðja Hodgson enn í starfið þá hlusti þeir á þá. Staðan er sennilega nokkuð flókin, en ég held þó að hann sé bara stjóri á “game to game” basis og næsta slys verði hans síðasta.

    Við krefjumst auðvitað þriggja stiga gegn Blackburn-liði í miklum vanda og síðan er það leikurinn sem ræður öllu fyrir það hvort ljósglæta skín í gegnum skýjaþykknið, bikarleikurinn á OT. Faðmlag Hodgson og Rauðnefs var nú ekki til að leyfa manni meiri bjartsýni fyrir þá viðureign og enn eitt sjálfsmark karlsins í pressunni, en ef svo ólíklega vildi til að við næðum úrslitum þar með hann við stjórn er möguleiki á að hann nái að létta af sér pressu. En ef hann ekki vinnur á Ewood Park hljóta menn að velja annan til að leiða liðið út á völlinn í bikarleiknum.

    Mér hefur þó fundist hann hafa fattað það eftir ótrúleg ummæli hans um Kop-stúkuna að hann býr við þau forréttindi að fá að þjálfa hjá magnaðasta félagi Englands og hafi sýnt ofurlitla auðmýkt eftir afsökunarbeiðnina, það er þó allavega byrjun.

    Varðandi vangaveltur um stjórana er það stanslaus pæling hér, hefur verið síðustu þrjú ár. Ég var lengi á því að O’Neill væri maðurinn en svo fannst mér hann einfaldlega tapa plottinu hjá Villa og demba sér á ný í “kick and run” eins og Árni Jón bendir á hér að ofan, alltof varnarsinnaður þjálfari að mínu viti í dag.

    Klopp og Villa Boas eru báðir nýir í starfi og jafn mikið og mann langar í einhvern galdramann er hvorugur þeirra á þeim stað þar sem Rafa Benitez var þegar hann kom til liðsins og ég verð bara að viðurkenna það að ef við eigum að fara að leita eftir manni sem að kemur utan Bretlands þá tel ég þurfa einhvern mun reyndari í starfi en annan þessara, þó vissulega sé árangur þeirra eftirtektarverður. Van Gaal kemur þó upp í hugann.

    En svo eru tveir kostir sem þekkja vel til á Englandi, Deschamps sem auðvitað lék í ensku deildinni og Ralf Rangnick bjó þar um tíma og lék í utandeildinni á meðan að hann nam ensku, hann er lærður enskukennari karlinn. Þessir tveir finnst mér vera augljósir kostir ef leita á utan Bretlandseyja.

    Menn spyrja hvers vegna vilja menn Breta? Mín skoðun er einfaldlega sú að til að ná árangri þurfirðu að hafa annað hvort a) ótrúlegan leikmannahóp eða endalaust af peningum, eða b) þekkingu á aðstæðum og því hvernig best er að bregðast við.

    Ég las t.d. viðtal við Ancelotti nú nýlega þar sem hann kvartaði undan veðrinu og því að einungis væri hægt að æfa við svo og svo aðstæður (Liverpool t.d. æft lengst af núna á gervigrasi innanhúss skilst mér) og ekki þarf að ræða það hvað margir lenda í vandræðum í desember og janúar af þeim sem ekki þekkja til slíks álags sem er í Englandi.

    Þess vegna held ég enn að það væri Liverpool Football Club fyrir bestu að fá mann sem þekkir ensku deildina eins og skóinn sinn, veit eftir hvaða eiginleikum þarf að leita þegar keyptir eru leikmenn og þekkir frá fyrstu hendi þær aðstæður sem ríkja í deildinni.

    Svo þegar Roy Hodgson hættir vill ég að Dalglish fái aðkomu að liðinu sjálfu og verði lykilmaður ásamt Comolli í leikmannakaupum og verði ungum knattspyrnustjóra innan handar við að byggja klúbbinn upp.

    Í dag sé ég tvo kandídata, þann sem ég vill helst, Owen Coyle og síðan kann ég afar vel við það sem ég hef séð af Roberto Di Matteo hjá W.B.A. Að því gefnu að Dalglish verði með þeim fyrst um sinn held ég að þar fari besta lausnin.

    En við skulum sjá hversu langt sá núverandi á eftir í starfinu…

  39. Sællir félagar verð að segja ég bara skil ekki þessa dýrkun á Owen Coyle hvað hefur hann gert til að verðskulda það,
    Bolton er spila svo leiðinlegan og hugmynda snauðan bolta endilega leiðrétið mig ef þið getið segið mér hvað hann hefur gert sem er svona frábært??

  40. http://www.skysports.com/story/0,19528,11096_6631702,00.html
    Ég kýs frekar að hlusta á mann með reynslu í bransanum (atvinnumennsku og þjálfun), heldur en “fyrirframanskjáinngagnrýnendur”.
    Við megum ekki haga okkur eins og grasrót og þingmenn Vinstri grænna, ef að það gengur illa þá á annaðhort að reka eða þá að krefjast að viðkomandi segi af sér.

    Inntakið hjá Rush var að góðir hlutir gerast hægt.

  41. Ég ber hina mestu virðingu fyrir Daglish og Rush en………..

    Það kemur ekki til greina að ég gefi hodgson meiri séns vegna ítrekaðra afbrota:

    1.tala klúbbinn stöðugt niður! 2.tala niður til stuðningsmanna liðsins! 3.láta liðið splæsa í gersamlega óviðunandi (gamla/útbrunna/ekki nægilega hæfileikaríka) leikmenn fyrir multimoney, og láta Aquilani, Dalle Valle og Insua frá sér á fáránlegum forsendum! 4. Spila úr sér genginn, ógeðslega ljótan, leiðinlegan fótbolta sem lið eins og Liverpool ætti aldrei að koma nálægt!

    Ég veit ekki af hverju menn eru að halda yfir honum hlífðarskildi, ég raunverulega skil það ekki.
    Þetta gengur ekki bara út á að úrslitin séu svoldið slæm, heldur er þessi ógeðslega stoke-ish hálofta-bolta spilamennska Liverpool fc ekki sæmandi!

    roy hodgson út!

  42. Ég verð að segja að ég er nokkuð ánægður með að það sé ekki búið að reka Hodgson með skömm. Mér finnst(ATH þetta er huglægt mat) eins og að NESV séu að reyna að gera starfið eftirsóknarverðara, þ.e. að sá stjóri sem tekur við að Hodgson muni hafa trausta stjórn á bakvið sig, ekki einhverja sem líkist þessari sem var á tímum Gillet og Hicks. Það getur varla verið að langt sé í að Hodgson verði rekinn og finnst mér aðalmálið vera að gera það rétt og fá réttan mann inn. Ég efast nefnilega um að þessir NESV gæjar séu einhverjir vitleysingar þegar kemur að rekstri.

  43. Ég held að einmitt núna sé gífurlega erfitt að fá einhverja af þessum “draumakostum” til varanlegra þjálfara. Nöfn eins og Klopp, Deschamps, Villa Boas og jafnvel Coyle eru svolítið off-limit núna gæti ég trúað. Þeir hafa allir lagt mikla vinnu í sín lið og komið þeim langt í vetur, sumir hverjir eru jafnvel líklegir til að vinna til deildartitla ef lið þeirra halda dampi (Klopp,Boas) og því ekki skrítið ef þeir vilji ljúka verkinu með sín lið og fá titill í safnið – það er bara metnaðarfullt að mínu mati og um að gera að reyna að fá slíka menn í starfið, hvort þeir vilji gefa upp sína vinnu til að koma er allt annað mál.

    Ég vil að það verði virkilega vandað valið á næsta stjóra Liverpool, ekki bara stokkið á Rafa, O’Neill, Rangnick, Rikjaard, Big Sam eða hvað þeir nú allir heita sem eru á lausu núna bara til þess eins að ráða inn nýjan stjóra “just for the sake of it”. Ef að einhver þessara manna (og ég stórefa nú að Sam sé hluti af þessum hópi!) er talinn rétti maðurinn og fenginn í starfið er það bara fínt mál og hægt að skipta um mann í brúnni núna. Ef að enginn þeirra er rétti maðurinn og hann er aðeins fáanlegur í sumar þá vil ég að beðið verði þangað til. Hvort sem að Hodgson myndi klára leiktíðina eða Dalglish eða einhver annar kæmi inn tímabundið væri að mínu mati bara nokkurt aukaatriði, þar sem ég mun sætta mig við hálft tímabil í viðbót í gremjulegri rússíbanareið og með stóra marbletti víðsvegar á líkamanum eftir að hafa unnið sjálfum mér mein eftir leiki ef að það þýðir að næstu 5, 10, 15 ár í sögu Liverpool undir nýjum, réttum manni verði glæst og í algjörri andstöðu við síðustu eitt og hálft tímabil.

    Ég ætla að gefa mér það að þetta tímabil, síðan FSG/NESV komu allavega, sé notað til undirbúnings fyrir alvöru uppbygginguna sem mun eiga sér stað á félaginu næstu árin. Stjórnin verður mynduð, allar stöður innan félagsins skoðaðar, metnar og síðan fjarlægt þær sem ekki eru nógu sterkar, og í sumar mun þetta líklegast byrja á fullu; stórar breytingar á leikmannahóp og vonandi rétti maðurinn til að leiða Liverpool í næstu gullár félagsins ráðinn.

  44. Rangnick hljómar ágætlega eftir lestur þessarar greinar en mér finnst þó tilfinnanlega vanta stóra titla á ferilskrá hans, skrítið að það er ekkert minnst á það í greininni. Ég tek það þó fram að ég er algjörlega grænn hvað Rangnick varðar, þekkti raunar ekki nafnið fyrr en núna og hef því ekki fylgst með þjálfaraferli hans eða þeim liðum sem hann hefur stýrt.

  45. Aðeins út fyrir stjóramálin þá er víða í slúðurfréttum dagsins að Liverpool sé að komast að samkomulagi um kaup á Eljero Elia.

  46. Ég er mjög spenntur fyrir Elia og vona að þetta sé satt. Þetta er mjög áhugaverður, góður og spennandi leikmaður sem getur orðið töluvert betri. Að fá hann á þessum tíma til Liverpool, þar sem hann hefur lent upp á kant við stjóra sinn þar og því ekki jafn dýr og hann hefði verið í fyrra.

    Þetta er leikmaður sem Liverpool þarf í sitt lið og við stuðningsmenn þurfum að fá að sjá í liðið okkar. Einhver sem getur gert flotta hluti með boltann og fengið mann til að fá þessa spennu í magann þegar hann fær boltann og kemst á skrið.

    Vonandi reynist þetta vera satt og hann verður liðsmaður Liverpool fyrir vikulok. Það voru einhverjar “inside info” um daginn sem sögðu að Elia og Ricky van Wolfswinkel væru á leið til Liverpool, ef satt reynist þá er helmingurinn af þessu að ganga í gegn og verð ég nú að viðurkenna að ég myndi ekki slá hendinni á móti RvW heldur! Ef að leikmannaslúður/kaup halda áfram á þessari braut þá verð ég sáttur! 🙂

  47. Elia virðist vera svona dýrari týpan af Babel. Hann er allt sem er allt sem Babel á að vera. Hann er snöggur, sterkur og getur tekið menn á. Okkur er alltaf sagt að þetta séu styrleikar Babel, en hann sýnir þetta ekki nærri nógu oft, og oftast er hann bara lélegur í að taka menn á. En eitt er sem Elia hefur sem Babel hefur ekki og það er fótboltaheili. Hann virðist eiga auðvelt með að sjá sniðugar sendingar á framherja og miðjumenn.

    Þannig að ég vona að hann komi og verði stabílt jafngóður og hann hefur sýnt. Þá er ég sannfærður um að menn eins og Torres fari að skora meira.

  48. Diet Coke: Owen Coyle er búinn að stjórna Bolton í eitt ár núna og lið sem er með að meðaltali 200 heppnaðar sendingar í leik er merki um lið sem spilar ömurlega long ball fótbolta… þú getur bara skoðað það hérna http://www.guardian.co.uk/football/chalkboards/create

    (Alls/Heppnaðar/Misheppnaðar)

    Liv-Bol (1.1.2011) Liv=580/430/150, Bol=355/200/155

    Bol-Liv (21.10.2010) Liv=546/376/169, Bol=392/254/138

    Svona dæmi eru endalaus.

Liverpool 2 – Bolton 1

Þumlakerfið