Bolton á morgun

Gleðilegt nýtt ár!

Um áramótin blikkaði ljós á símanum mínum. Skilaboð. Samkvæmt leiðbeiningum skilaboðanna stökk ég snöggt í tölvuna og sá fréttirnar sem við höfum öll beðið eftir: Eigendur Liverpool eru byrjaðir að leita að eftirmanni Roy Hodgson! Staðfest af öllum stærstu og virtustu miðlum Englands: Tony Barrett hjá The Times, Rory Smith hjá The Telegraph, Ian Herbert hjá The Independent og Tim Rich hjá The Guardian.

Ég stökk í kjölfarið inn á Twitter og þar var frekari staðfesting: eftir Wolves-tapið höfðu allir helstu miðlarnir reynt að fá viðbrögð frá NESV-mönnum vestan hafs, og síðdegis á gamlársdegi kom svarið: þeir eru að leita að eftirmanni og Hodgson verður skipt út um leið og „réttur maður“ hefur verið fundinn í starfið. Um leið.

Vonandi verður það sem fyrst.

Allavega, ég var snemma á gamlársdag búinn að skrifa upphitun þar sem ég bölsótaðist yfir því að Hodgson fengi annan leik til að bjarga starfi sínu. Sú upphitun er eiginlega fokin út í veður og vind í kjölfar þessarra frétta. Þetta breytir öllu og fyrir vikið held ég að það sé bara engin leið til að hita upp fyrir þennan leik.

Við eigum heimaleik gegn Bolton og það er ómögulegt að segja til um hvað Hodgson gerir. Hann stýrir liðinu pottþétt í þessum leik, og svo kemur væntanlega í ljós á næstu dögum hversu mikið lengur hann stýrir liðinu, þ.e. hvort skiptin taka fljótt af eða hvort hann fær að moðast með liðið eitthvað áfram eins og valdlaus kóngur. Ég vona ekki. Hann er í mjög erfiðri aðstöðu núna, ef menn vita að dagar hans eru taldir er engin ástæða til að reyna að ganga í augun á honum eða gera neitt aukalega til að bjarga honum.

Hvað gerir Hodgson á morgun? Stillir hann bara upp sama liði og gegn Wolves, af þrjóskunni einni saman, eða sendir hann mönnum löngutöngina og kúvendir um taktík eða liðsval? Ég hef ekki hugmynd, hallast frekar að því að hann breyti litlu en ég myndi vilja sjá breytingar á taktík, fyrst og fremst, og menn eins og Maxi Rodriguez og Daniel Agger strax inn í liðið aftur.

**MÍN SPÁ:** Ég veit að þetta er engin upphitun en klukkan er að detta í tvö á nýjum degi, nýju ári, gestirnir eru nýfarnir, dóttirin sofnuð og frúin að horfa á rómantíska gamanmynd í sófanum við hliðina á mér. Og ég þurfti að skrifa eitthvað í stað þess sem ég var búinn að skrifa í morgun því sú upphitun er núna úrelt. Frekar súrar aðstæður til að reyna að setja sig í gírinn og skrifa eitthvað af viti um knattspyrnu, ekki satt?

Ég ætla að þrítryggja mig fyrir þennan leik. Ég veit að áhorfendur á Anfield munu láta vita hver þeirra vilji gagnvart Hodgson er, ég á frekar von á að leikmennirnir verði andlausir eins og á miðvikudaginn en ekki, ég giska á að Hodgson haldi sig við 4-4-2 en breyti einhverjum leikmönnum (Kuyt fram fyrir Ngog, Joe Cole inn, eitthvað slíkt) og það er allt eins líklegt að liðið steinliggi aftur á heimavelli eins og að við náum að byrja nýja árið með sigri.

1X2 á morgun, en þessi leikur skiptir eiginlega litlu máli. Aðalatriðið er það sem fylgir næstu daga á eftir, ef fregnir stóru miðlanna eru sannar.

Gleðilegt 2011 kæru lesendur. Vonum að árið byrji frábærlega – sigur á Bolton og svo stjóraskipti strax í kjölfarið. Það væri ekki svo slæmt, er það?

35 Comments

  1. Árið gæti ekki byrjað betur 🙂 En vonandi tökum við þennan leik á morgun og rústum honum verðum jú að vera aðlaðandi fyrir nýjan stjóra og nýja leikmenn 🙂 Gleðilegt ár

  2. Gleðilegt nýtt ár og það gæti ekki byrjað betur en að RH fái að fjúka. Sigur á Bolton væri bara bónus.

  3. Gleðilegt ár kappar!!!!

    Hugarástand mitt er svona:
    Verður RH rekinn ef Liverpool tapar á morgun eða fær hann gálgafrest ef Liverpool vinnur næsta leik?? Á maður að vona að Liverpool tapi á morgun eða maður að vona að Liverpool vinni og RH verði einhverja leiki í viðbóð.

    Vissulega er sigur alltaf kærkominn en maður verður að hugsa málið alla leið, hver er fórnarkostnaðurinn……Er gott að vinna einn leik í dag og tapa næstu þremur eða er þess virði að tapa leiknum á morgun, sparka RH og vinna næstu þrjá???

  4. Gleðilegt nýtt ár pennar og lesendur.
    Þetta eru glæsilegr fréttir og frábær byrjun á nýju ári. Fyrstir í huga minn koma Owen Coyle, Dider Deschamps sem óska stjórar, maður sem getur látið Bolton spila knattspyrnu hlýtur að vera góður.

  5. well…hvað með að fá kevin keegan? engin skortur á sóknarleik þar.

  6. Gleðilegt ár,ég er svo glaður að sjá þetta í öllum miðlum og vonandi fær hann enga sénsa.

    Væri alveg til í Porto stjórann eða jafnvel Klopp frekar en Ó Nílla þó að hann hafi unnið titla með celtic…..

    Koma svo NESV tíminn er dýrmætur!

  7. Gleðileg byrjun á vonandi gleðilegu ári, já og gleðilegt ár!

    …manni er eiginlega alveg sama hvernig leikurinn fer á morgun ef þetta er satt, ætla samt að spá 3-2 sigri og menn taka gleði sína á ný. YNWA!!!

    • “dóttirin sofnuð og frúin að horfa á rómantíska gamanmynd í sófanum við hliðina á mér. Og ég þurfti að skrifa eitthvað í stað þess sem ég var búinn að skrifa í morgun því sú upphitun er núna úrelt. Frekar súrar aðstæður til að reyna að setja sig í gírinn og skrifa eitthvað af viti um knattspyrnu, ekki satt? ”

    Sko ef konan þín er að horfa á rómantíska gamanmynd úr vélsmiðju Hollywood, þá finnst nú ekki betri afsökun en að skrifa 900 orða upphitun, um stórmerkilegan leik, sem konan þín veit ekkert um, að skiptir litlu sem engu máli, í stóra samheinginu 😉

    Annars bara ekkert að þessari upphitun, og að sjálfsögðu vona ég að Rauði Herinn sigri þennan leik, því ég veit að það lengir ekki í hengingarólinni hjá stjóranum um eina einustu tommu !!

    Ég er sammála því, að ég býst ekki við að kallinn geri miklar breytingar, enda væri hann þá að viðurkenna að hann hafi gert þetta allt skakkt hingað til… ég býst svo sem ekkert endilega við að menn mæti dýrvitlausir í þennan leik heldur… en ég býst þó við að við náum að merja sigur í þessum leik…. í síðasta leik stjóran.. það er á hreinu. NEVS menn tapa stuðningsmönnunum ef þeir láta kallinn ekki fara, og það er það versta sem þeir gætu gert á þessum tímapunkti.

    En gleðilegt nýtt ár kopparar, og vonandi verður komandi ár, heillavænlegra fyrir okkur alla persónulega, og liðið sem við stöndum á bakvið…

    Insjallah..
    Carl Berg

  8. Owen Coyle, Martin O´Neal og svona tappar eru þetta ekki bara sömu meðalmennsku stjórarnir og RH? Ok, kannski léleg samlíking en samt, viljum við ekki alvöru kalla sem hafa landað alvöru titlum hjá alvöru liðum?
    Kannski fáir slíkir á lausu en afhverju í andskotanum er King Kenny þá ekki látinn taka við á meðan?!
    “…Dalglish became player-manager of Liverpool in 1985 following the Heysel Stadium Disaster and brought the team a league and FA Cup double in his first year, beating Merseyside rivals Everton in the process. During his six-year tenure, Liverpool always finished either first or second in the league. He guided them to three league wins and two FA Cups from 1985–1991.
    He joined Blackburn Rovers in 1991 and, through Jack Walker’s patronage, he turned the Second Division side to Premier League winners, breaking transfer fee records along the way…” (Wikipedia)
    Ég er gráti næst yfir því hvernig klúbburinn minn er að fara..

  9. Vá.. Sorry hvað þetta er illa uppsett hjá mér, vona að þið nennið að lesa þetta..

  10. Fuck yeah!!!!

    Fór út á svalir til að klára áramótavindilinn minn, ákvað að kíkja á netið í símanum og byrjaði auðvitað á kop.is og las þessa bestu frétt sem ég hef heyrt síðan Hicks fór að grenja.

    Megi árið 2011 færa okkur STUÐNINGSMÖNNUM (já Hodge, ég sagði STUÐNINGSMÖNNUM) LFC meiri gleði en árið 2010 færði okkur.

    Finnst rétt að Kenny fái að taka við sem caretaker á meðan leitin stendur yfir. Efstur á lista hjá mér er Didier Deschamps. Maðurinn er einfaldlega “winner” og nagli, svo yrði nú ekki verra ef hann myndi klæðast leðurfrakkanum sem hann var í þegar hann stýrði Monaco í úrslitaleik CL 2004, http://sportfotos.photoshelter.com/image/I0000rUCarxxhV7s , frakkinn er eitursvalur í þessum frakka.

  11. Er það ekki orðið hrikalega slæmt þegar maður vonar að liðið sitt, sem maður hefur stutt alla sína ævi, tapi leikjum eingöngu til þess að þjálfarinn verði rekinn? Þá er eitthvað mikið að..

    Nú er nýtt ár að ganga í garð og maður vonar að nýir tímar séu líka að ganga í garð hjá þessu félagi sem við elskum næstum því meira en fjölskylduna! Þegar “þjálfari” Liverpool er farinn að setja út á stemmninguna á Anfield þá á að reka hann ekki seinna en strax..!

    Áfram Liverpool!!

  12. Vil byrja á að benda á að hópur LFC er bara ekki nógu góður/sterkur plús það að 3 síðustu stjórar hafa heldur ekki verið góðir. Þetta er ekki Harry Potter leikur þar sem að galdrapriki er sveiflað og leikmenn gerðir betri en þeir virkilega eru LFC eru með 3 virkilega góða leikmenn hinir falla á milli þess að vera miðlungs og slappir( face it) því verður ekki breitt nema að fá stjóra sem að veit hvað hann er að gera. Nr. 4 vill fá bolton stjóran til að stýra liðinu, það passar hópurinn er bara miðlungsgóður eins og bolton.
    Megið þið hafa góðar stundir

  13. Rólegur Kiefer-Ziggy nr.13!
    Alveg sammála því að hópurinn mætti vera mun sterkari og breiðari en hann er engan veginn þetta lélegur eins og taflan sýnir!

    Sýnist þér Roy Hodgson ná að mótivera menn í leiki? Finnst þér commentin sem að gaurinn kemur með eftir leiki á móti “skítaliðum” þar sem að liðið drullar upp á bak, oft vegna óskiljanlegra uppstillinga, þar sem að menn eru látnir spila í allt annari stöðu en þeir eiga að vera í!? Og svo drullar hann yfir stuðningsmenn í þokkabót!

    Það er hreinasta móðgun fyrir mann eins og Fernando Torres að eiga að vinna úr einhverjum Kick & run bolta a la Stoke (og því miður LFC í augnablikinu). En þó eru leikmenn langt frá því að vera saklausir, en ég fer ekki ofan af því að RH er númer 1,2 og 3 ástæðan fyrir því að staðan er eins og hún er akkúrat núna.

    Við megum ekki sætta okkur við að fara að verða eitthvað miðlungslið eins og því miður við erum sífellt að nálgast með hverju seasoninu sem líður! Þetta er LIVERPOOL FC for crying outloud!

  14. Við verðum að vinna og gera það þannig að það sé ekki RH að þakka. Gleðilegt ár.

  15. Gleðilegt ár öll!

    Hlakka til að sjá uppleggið í dag.

    Hef alveg trú á því að hugsanlega verði einhverju breytt. Lucas og Meireles fái að vera saman inni á miðjunni og Gerrard þrýst framar.

    Ef RH breytir engu eftir tvær vonlausar frammistöður, vitandi af árásargirni Boltonliðsins er hann hrokafyllri í liðsvali en flestir aðrir, Rafa Benitez innifalinn!

    Á að skrifa leikskýrsluna á eftir og það er afar sérstök tilfinning þennan daginn, þetta verður eitthvað!

  16. Það hræðir mig óstjórnlega, eftir þessar fréttir, að Marin O’Neil skuli vera á lausu… Það er maður sem á að halda sig langt frá Liverpoolinu mínu.

    Annars sýnist manni að það sé óhjákvæmilegt að næsti stjóri verði ekki breskur. Það eru bara ekki nógu góðir kostir í boði, þrátt fyrir að Coyle hafi náð flottum árangri með Burnley og Bolton.

    Klopp er ekki að fara koma, Dortmund er í hörku topp-baráttu í deildinni.

    Didi Deschamps sagði nei í sumar, af hverju að segja já núna?

    Villas Boas er spennandi en ákaflega reynslulítill.

    Þessir þrír eru mest spennandi í mínum augum en þessi tímasetning á stjóraskiptum á ALLS ekki eftir að gera okkur auðvelt fyrir í að finna heimsklassa stjóra.

    Svo held ég að við getum öll kysst þá hugmynd bless að King Kenny sé að fara taka við þessu. Til skamms tíma eða langs tíma. Manni sýnist á öllum skrifum að FSG vilji ekki care-taker.

  17. Didi Deschamps sagði nei í sumar, af hverju að segja já núna? Eisi kannski vegna þess að það eru nýjir eigendur.

  18. Það er eitt sem ég myndi vilja sjá í dag og það væri hálftómur völlur, það myndi hafa mestu áhrifin á eigendur liðsins enda kæmi það við veskið þeirra.
    Ég vona innilega að þetta sé seinasti leikur Hodgson og nýr maður sé í stólnum í næsta leik.

    En gleðilegt nýtt ár og megi liðið byrja að klifra upp töfluna.

  19. Nú sýnist manni að þeir ætli ekkert að reka hodsgon í kvöld heldur láta hann halda stefnunni beint í strand. Því miður!

    Nú er það hið besta mál að við vitum að hann sé á förum á endanum en mér finnst það dálítið óhugnarlegt að á meðan getur hann haldið áfram að stefna liðinu í fallsæti með hræðilegri strategíu og slæmum innáskiptingum!

  20. Mér finnst það ekki góð stjórnun á klúbbnum að gefa það út að verið sé að leita að nýjum stjóra og reka ekki RH strax.þar sem ég þekki til þá er það vinnuregla flestra eiganda fyritækja að þegar búið er að ákveða að skifta um forstjóra þá er sá gamli látinn fara strax,af því einfaldlega að þegar fólk veit að það er á leiðinni út þá verða menn verri starfsmenn og geta jafnvel lekið út leyndarmálum og eyðilagt meira en þeir hjálpa. Þetta er allt saman svolítið skrítið og svo held ég að þessi Commoli (eða hvað hann nú heitir) eigi eftir að verða okkur til meira ógagns en gagns eftir að hafa lesið að hans er ekki saknað þar sem hann hefur verið áður . En á jákvæðu nótonum, þá er gott að vita að dagar RH séu á enda hjá Liverpool.

  21. Gleðilegt nýtt ár… 🙂 Og stærðar knús á bestu fótboltasíðu heims! Kop.is

    Burt séð frá heitum óskum og á köflum þráhyggju að núverandi stjóri láti sig hverfa eða verði látinn hverfa.. þá er leikurinn á móti Bolton “must sigur”. !! Það er bara svoleiðis. Við erum 3 stig frá fallsæti og þó sennilegast enginn stuðningsmaður Liverpool FC vilji einu sinni trúa því að eitthvað stórslys sé í uppsiglingu þá skal aldrei að segja aldrei! Og þrjú stig frá fallsæti er eitthvað sem setur hroll að mér í það minnsta.

    Svo… MR. RH reyndu að kveðja LFC í aðeins betri stöðu en þremur stigum frá fallsæti.

    YNWA

  22. Eins frábærlega og þetta hljómar er ég pínu áhyggjufullur yfir þessu, er það líklegt að Hodgson væri enn stjóri Liverpool ef hann vissi að hann væri að fara og leit af nýjum manni stæði yfir? það er ekki vaninn, í langflestum tilvikum er stjórinn látin fara og einhver annar tekur liðið kannski í 1-2 leiki áður en nýji maðurinn kemur. Getur þetta ekki verið bara slúður frá einum mili sem aðrir miðlar apa svo eftir þessum eina miðli? er einhver alvöru staðfesting komin frá NESV mönnum???

    Vona svo innilega að þetta sé rétt, best væri ef þetta væri staðfest svo maður gæti horft áhyggjulaus á liðið spila á eftir og vonast eftir góðum sigri sem hefði engin áhrif á það að Hodgson færi samt sem áður.

    Aldrei verið jafn erfitt að spá um leik áður hjá Liverpool held ég en ég spái 1-1 og Kyrgiakos skorar með skalla eftir horn…

  23. Fáránleg vinnubrögð að láta RH stjórna liðinu áfram þrátt fyrir að hann sé á leiðinni út!!!???

    Er mjög hrifin af Owen Coyle en honum vantar 2 til 3 ár í viðbót í reynslubankann.

    Held að Didier Deschamps sé efstur á óskalistanum mínum. Rijkaard kannski, annars veit maður ekki.

  24. Það hefur samt ekkert verið neitt staðfest af Henry og þeim að Hodgson sé á leiðinni út.
    Þetta er allt ennþá bara slúður.

  25. Megum við ekki alveg eins eiga von á því að menn komi dýrvitlausir í leikinn í dag, vegna gleði þess efnis að Hogdson sé mögulega loksins að fara?

  26. Gleðilegt ár kæru poolarar. Óskalistinn minn á nýja árinu er nýr stjóri með sigurvilja og leikmenn sem eru tilbúinir að leggja sig 150% fyrir klúbbinn.

  27. Ásmundur ..þetta stendur í greininni frá kristjáni Atla

    Ég stökk í kjölfarið inn á Twitter og þar var frekari staðfesting: eftir Wolves-tapið höfðu allir helstu miðlarnir reynt að fá viðbrögð frá NESV-mönnum vestan hafs, og síðdegis á gamlársdegi kom svarið: þeir eru að leita að eftirmanni og Hodgson verður skipt út um leið og „réttur maður“ hefur verið fundinn í starfið. Um leið.

    Þetta virðist vera einhverskonar staðfesting, en hvaðan kom svarið síðdegis í gær??? væri gaman að vita það…

  28. Við erum ennþá taplausir á þessu ári!!!!!! En kannski ekki lengi. Njótum þess á meðan.

    En annars gott að fá fréttir að eitthvað sé að gerast, við verðum að fá stjóra með alvöru pung, ekki einhvern meðalmann sem hefur ekki náð neinum árangri á ferlinum. Ég hef lesið afrekaskrá Hodgsons og þar er bara ekkert sem heillar mig og ég bara hreinlega skil enn þann dag í dag hvernig í ósköpunum þessi maður var ráðinn til Liverpool. Liverpool á að hafa menn í öllum stöðum innanvallar sem utan sem hafa getu og kunnáttu til að ná árangri með toppliði.

    Far þú í friði Hodgson, þú nærð ekki árangri með Liverpool. Prófaðu bara eitthvað skítalið í Svíþjóð.

  29. Nú veit maður ekki hvað er að gerast þarna á bak við og hvernig þessar fréttir fara af stað að Woy sé dead man walking. Ef þetta er sannarlega málið, þá hefði ég heldur viljað að kallinn hefði verið leystur undan samningi og einhver (hóst Kenny hóst) tæki við sem caretaker manager þar til að ásættanlegur stjóri fengist.

    Þetta gæfi Kenny tækifæri til að athuga hvort hann væri maðurinn til að taka við liðinu og ef að vel gengi, mætti alveg leyfa honum að halda áfram með liðið.

    Maður er samt orðin pínu paranoijaður og skíthræddur um að ef að liðið tekur Bolton í bakaríið þá fæi gamli fleiri leiki til að gera liðið að athlægi.

  30. já Lóki, mér lýst rosalega vel á þennan tón hjá Daglish. Vonandi þýðir það að hann sé byrjaður að koma með yfirlýsingar á official síðunni það að hann taki við liðinu og nái að mótivera það í blússandi samvinnu og sóknarbolta, helst bara strax á eftir. Verður annars mjög undarlegt að fylgjast með Woy kallinum, rúnum trausti og virðingu, ætla sér að sitja á hliðarlínunni og leika stjórann.

    Betra að fá bara Daglish inn strax…myndi allavega veðja á betri úrslit með því móti heldur en að hafa Woy(dead man walking) á hliðarlínunni.

    já…ferlega eru eitthvað skrítnar tilfinningar sem bærast í manni fyrir þennan leik….svona einhvern veginn í lausu lofti tilfinning. Endirinn á skelfilegu tímabili og/eða byrjunin á nýju tímabili sem við vitum ekki hvort verður byrjunin á upprisunni eða frekari depurð. Erum einhvernveginn á hnífsoddi og gætum farið í hvora áttina sem er.

    En Roy minn, eins og sagði í gamla laginu með þeim áttavillta…”ég vil fara minn veg og þú vilt fara þinn veg….daradaradadda da da daaaa”

  31. The Reds XI in full is: Reina, Johnson, Aurelio, Agger, Skrtel, Lucas, Meireles, Maxi, Kuyt, Ngog, Torres. Subs: Jones, Cole, Babel, Kelly, Poulsen, Gerrard, Kyrgiakos

    Agger í liðinu og Gerrard á bekknum….

  32. http://www.liverpoolfc.tv/news/latest-news/kenny-let-s-stick-together

    Vakti athygli mína strax að King Kenny nefnir RH eða the manager ekki í ákalli sínu um samstöðu. Væri fínt að Kenny tæki við frá og með morgundeginum og undirbúi liðið fyrir ferðina til Blackburn og svo bikarleikinn gegn erkifjendunum. Þá væri kominn Skoti við stjórnvölinn sem gæti skotið andskotans Skotanum ref fyrir rass. Gerrard út úr byrjunarliði v. meiðsla og Konni úr hóp. Veit ekki hvað veldur því. En gott að sjá okkar besta hafsent Agger í liðinu. Koma svo Liverpool, kveðjum Roy með sigri.

Gleðilegt nýtt ár

Liðið komið á “Roy Hodgsons’ D-Day”!