Hodgson verður að fara. Strax!

Ég missti af leiknum í gær þar sem ég var á frábærum Jónsa tónleikum í Höllinni. Einsog ég hef getið um áður, þá verður það æ auðveldara að fórna Liverpool leikjum fyrir aðra skemmtilega hluti þessa dagana. Ég sá ekki eftir því.

Ég hef undanfarið velt því fyrir mér af hverju í ósköpunum engin pressa er á Hodgson frá Lundúna-pressunni. Benitez var jú tekinn af lífi af þeim í hverri viku, en Roy Hodgson virðist fá endalausa sjensa – byggt á þeim misskilningi aðallega að hann sé svo nice kall (sem hann er klárlega ekki – þrátt fyrir að hann geti virkað aumingjalegur í viðtölum).

Allavegana, í dag birtist grein á Guardian, sem er alveg frábær og segir allt, sem ég hefði viljað segja um þetta mál. Hún byrjar svona, en ég mæli með því að fólk lesi hana alla.

Pass and move, it’s the Liverpool groove? Not any more. The Hodgson way is more hoof and pray. As endless long punts were hammered towards Fernando Torres and David Ngog during last night’s defeat to Wolves, it became increasingly impossible to justify Roy Hodgson lasting at Anfield beyond the end of the week. Patience has its virtues, and chairmen can be trigger-happy, but it is hardly compulsory; Hodgson’s time is up. He simply has to go. Forget about giving him extra time and the chance to dip into the transfer market in January. Trust has to be earned and Hodgson has failed. Liverpool are perched three points above the bottom three. Losing to Northampton Town, Blackpool and Wolves at Anfield in the space of six months, no matter what financial constraints Hodgson has had to work under, is a grotesque underachievement for a club of Liverpool’s elevated standing.

For all his complaints about the situation he inherited from Rafael Benítez, Hodgson took over a squad containing Pepe Reina, Jamie Carragher, Javier Mascherano, Steven Gerrard, Dirk Kuyt and Torres. Granted, he lost Mascherano to Barcelona but he also willingly parted with Alberto Aquilani, while bringing in the laughable pair of Paul Konchesky and Christian Poulsen. Although Liverpool were average last season, they still finished seventh. With the players at his disposal, Hodgson has introduced an ugly, negative route-one style, which last night saw the defence bypassing the midfield with alarming regularity.

Sjá restina hér.

Hodgson verður að fara. Ég trúi því varla að núna næstum því sólarhring eftir þessa hörmung sé hann ennþá starfandai stjóri hjá Liverpool. Eru NESV menn algjörlega sofandi?

112 Comments

 1. “Ég trúi því varla að núna næstum því sólarhring eftir þessa hörmung sé hann ennþá starfandai stjóri hjá Liverpool. Eru NESV menn algjörlega sofandi?”

  Algerlega, hvað er í gangi?
  Og kallinn kemur svo fram enn einu sinni eftir að hafa skitið uppá bak og kvartar yfir því að Kop stúkan styðji hann ekki nóg!

  Burtu með hann strax!

 2. ætliði að kenna hodgson um þetta slæma gengi ? eru þið búnir að gleymaárangur hans með Fulham á síðustu leiktíð ? hættið að gagnrýna hann , þetta eru leikmennirnir sem geta ekkert.

 3. Segi það með ykkur. Maður er hálf orðlaus. Maður getur skilið það að á vissum tímapunkti hafi það verið óskastaða hjá þeim að leyfa karlinum að dangla fram á vor og ráða þá framtíðarmann. En eins og staðan er núna þá er slíkur tími ekkert í boði lengur. Við erum þrem stigum frá fallsæti. Með hverjum deginum sem líður sogumst við lengra og lengra inn í svartholið. Þegar klúbbur af stærðargráðu Liverpool er dottinn í fallbaráttu er hann feigur. Svo einfalt er það. Meðan hin botnliðin eru flest vön því að vera í fallbaráttu, og öllu því sem henni fylgir, er þetta algjörlega nýr heimur fyrir Liverpool FC og okkur stuðningsmönnunum. Við getum ekki vanist því að vinna annan hvern leik. Eða þriðja hvern leik, haldið áfram að mæta bjartsýnir á völlinn og styðja okkur lið. Það eru einfaldlega aðstæður sem við þekkjum ekki og leikmennnirnir ekki heldur. Við þurfum algera stefnubreytingu núna strax!

  Rekið Hodgson, áður en það verður of seint!

 4. Hann segist hafa stuðning stjórnar og leikmanna. Ja, ekki var hann að styðja við bakið á t.d. Paul Konchesky í gær þegar hann skipti honum útaf til að niðurlægja hann. Óskiljanleg skipting, hann getur ekki hafa verið svo vitlaus að halda að skiptingin sú myndi ekki vekja viðbrögð.

  NESV eru ekki að fara að reka hann fyrir Bolton-leikinn. Því miður, óskiljanlegt, ligg á bæn að fyrri grein mín rætist ekki og þeir láti veturinn líða í þessum ömurleika.

  Það eina sem mér hugsanlega dettur í hug er að í upphafi janúar verði komnir nokkrir nýir leikmenn og NESV vilji sjá hvort að það eru leikmennirnir sem eru vonlausir en ekki stjórinn.

  Ég held bara að það dugi alls ekki – taktíkdellan í gær var svo svakaleg að bara fávitalegt viðtalið sló því við. Maðurinn ræður ekki við þetta.

  En á móti Bolton vill ég að Skrtel verði heima að skúra og ég veit ekki hvor er lélegri, Konchesky eða Aurelio síslasaði. Ég HEIMTA Maxi í liðið og hann kyngi stoltinu og stilli Lucas og Meireles saman fyrir aftan Torres og Gerrard. Þessi 4-4-2 bullútgáfa með hit og hope áherslunni er svo ömurlegt og útúrónýtt hugmyndafræðilega að ég á ekki lýsingarorð til að minnast á það.

  4-2-3-1 hrokagikkurinn þinn, kyngdu því að þitt kerfi virkar ekki með þessa leikmenn og sættu þig við það að þú þarft að hugsa út fyrir kassann. Ancelotti ætlaði að reyna 442 í fyrra, sá það gekk ekki og náði ágætis árangri.

  Það þarf hugrekki til að hugsa út fyrir kassann, sennilega klikkar hann þar.

  Flott grein Einar Örn, mikið vildi ég að ég hefði verið með þér í Höllinni í gærkvöldi!!!

 5. Hodgson á enga framtíð hjá Liverpool en áhyggjur mína rista dýpra en svo. Eg er drulluhræddur um að þetta sé bara búið. Liverpool sé komið í flokk með liðum á borð við Everton og Aston Villa.
  Hodgson er að drulla á sig, en þessi leikmannahópur er bara hörmung. Fyrir utan Reina, Gerrard og Torres (tveir síðastnefndu hafa ekkert getað) er þetta svo mikið meðallið að það er ekki fyndið. Maggi hér að ofan segir “ég heimta Maxi í liðið”. Maxi getur ekki rassgat. Ef hann væri að spila með Hull myndirðu ekkki segja: “Bíddu hver er þetta, þessi á að vera í Liverpool”. Sama gildir um Kuyt, Skrtel og marga fleiri.

 6. Sælir félagar

  Þegar NESV – mennirnir tóku eignarhald LFC í sínar hendur gáfu þeir eitt loforð. Og það má segja að það loforð hafi verið sett með logandi letri á yfirtökusamning þeirra. Það var einfaldlega þetta: við munum alltaf hlusta á stuðningsmenn því við vitum að stuðningsmenn liða eru lífæð þeirra og án stuðningsmanna eru lið ekkert (ATH endursögnin er frjálslega fram sett en inni haldið var þetta).

  Nú er sú staða uppi að einu stuðningmenn RH eru andsetnir vesalingar annarra liða (les. mu). Því er mér sú spurning ofarlega í huga hvort NESV – menn eru að hlusta á stuðningmenn LFC eða einhverja aðra.

  Þó ég á sínum tíma hafi verið á móti ráðningu RH þá er maður þannig gerður sem stuðningsmaðir LFC í 40 ár að maður stendur með sínu liði hvað sem á gengur og þar af leiðandi stjóranum líka. Nú er annar uppi. Frammistaða RH sem stjóra, leikstjórnanda, skipuleggjanda og talsmanns liðsins og leikmanna og um leið tengiliðar liðsins og stuðningmanna, er með þeim hætti að ekki verður lengur við unað. Maðurinn verður að fara.

  Loforð NESV – manna til stuðningmanna í upphafi eigendasögu þeirra verður að standa. Krafa stuðningmanna um brotthvarf RH frá klúbbnum er nánast einróma ( ég veit ekki með móður Konna karlsins í vinstri bak en lýsir varla afstöðu neinna nema hennar og RH). Meðmælendur hans mælast ekki nema í micro-prósentum og eru því ekki marktækir. NESV – menn verða að standa við loforð sitt og það ekki seinna en strax.

  Að lokum legg ég til að RH verði rekinn

  Það er nú þannig

  YNWA

 7. Ég bara neita að trúa því að það sé e-r heilsteyptur púlari sem vill halda þessum manni..

  Ef að hann er ekki farinn eftir 1 viku þá er ég hættur þessu bulli !

 8. Í mótlæti kemur fyrst í ljós úr hvaða efni maður er gerður. Ekki þarf að fjölyrða um Hodgson sem þjálfara. Þótt hann hafi þjálfað Halmstad og Fulham er álíka gáfulegt að ræða um hann sem þjálfara og að rífast um hvort jörðin sé flöt eða hnöttur.

  Það sem mér finnst sæta tíðindum er hvað veruleikafirrur karlinn er. Þetta er eitthvað sem frú Hodgson ætti að hafa áhyggjur af. Hann gæti einn daginn komið heim og haldið að hann væri 25 ára hönk með tilboð um dirty deit frá Angelinu Joly upp á vasann ef miðað er við það sem hann er að láta út úr sér þessa dagana.

  Frá því að fór að reyna á hann hefur hann verið í bómull hjá fjölmiðlum t.d. borið saman við hvernig enska pressan pönkaðist á Benitez. Samt hefur honum tekist að klúðra nánast hverju einasta viðtali með taktlausum ummælum.

  Skýringuna á óförunum er aldrei að finna hjá honum sjálfum. Ónei. Það eru leikmennirnir sem bregðast eða þá að andstæðingarnir svona stórkostlegir. Hodgson er líklega eini maðurinn í vetrarbrautinni sem talar um Stoke eins og liðið væri gjöf guðs til fótboltans. Nú síðast er þetta the Kop að kenna!

  Þetta er það svakalegasta sem ég hef heyrt. Trúfastasti stuðningsmannahópur nokkurs knattspyrnuliðs kemur viku eftir viku og borgar dýrum dómum fyrir að sjá liðið sitt spila. Þegar þessi þriðja flokks þjálfari getur ekki einu sinni stillt upp liði til að sigra neðsta lið deildarinnar á heimavelli og the Kop lætur álit sitt á svikinni vöru í ljós með réttlátri óánægu er ósigurinn aðdáendunum að kenna!

  Neðar í afneitun og sjálfsvorkunn er ekki hægt að komast að mínum dómi. Þetta er kerlingarvæll sem enginn af fyrrverandi framkvæmdastjórum LFC myndi nokkurn tímann láta sér svo mikið sem detta í hug að láta út úr sér! NESV verður að bregðast við og reka Hodgson. This is too much! Þótt að game planið hjá þeim hafi verið að hanga á Hodgson fram til vors er game over fyrir Hodgson.

  Ef menn vilja skemmta sér ofurlítið er að finna grein til varnar Hodgson á Pressunni í dag. Greinin er skrifuð af einhverjum Gunnari Gunnarssyni og er líklega mesta steypa sem skrifuð hefur verið um fótbolta fyrr og síðar. Þá er kveðjan til okkar púlara í lok þessa skítakamars í greinarformi eitthvað sem skal geymt en ekki gleymt.

  sjá hér:
  http://www.pressan.is/pressupennar/LesaGunnarGunnarsson/til-varnar-roy-hodgson

 9. Þetta var kornið sem fyllti mælinn, fyrir leikinn í gær voru sennilega 90-95% stuðningsmanna Liverpool sem vildu Hodgson burt strax en í dag er hlutfallið líklega nálægt 100%. Ég var í minnihlutanum sem vildi láta hann klára tímabilið fyrir leikinn í gær þó ég væri ósáttur við hann því ég sá engan augljósan kost í stöðunni til að taka við keflinu. En ég gafst endanlega upp á kallinum í gær líkt og ég gafst upp á Benitez þegar það tókst ekki að slá Reading úr bikarnum í tveimur tilraunum í janúar í upphafi ársins. Hef ekkert verið of hrifinn af því að fá Dalglish aftur í stjórastólinn því það er langt síðan hann hefur verið í bransanum, en nú sýnist mér sá kostur vera vænlegastur að láta hann taka við á meðan unnið er að því að ráða nýja stjóra. Hann getur varla gert mikið verr en Hodgson.

  Hodgson hefði síðan alveg eins getað flýtt fyrir og sagt upp strax í stað þess að gagnrýna stuðningsmenn félagsins.

 10. Jæja þá er árið að enda og á ég þann draum að árið 2011 byrji með nýjum stjóra og ALLIR meðal leikmenn látnir fara. Mér finnst við alveg geta látið ungu leikmennina okkar spila og fá reynslu í stað þess að láta meðal leikmenn hlaupa um völlinn .
  Kaupa góða leikmenn með hjarta og kjark .
  Verð að segja eins og er að ég hef ekki verið að taka tíma frá fjölskyldunni í að horfa á mitt ástkæra lið , en ef stjórinn fer og menn fara að spila með hjartanu þá er ég mættur aftur 🙂
  Megi þið og ykkar fjölskyldur eiga góð áramót .

 11. Er Roy ekki bara að taka Rafann á þetta, bulla bara tóma vitleysu í viðtölum, móðga aðdáendurna og svo næst eigendurna og nær svo samkomulagi um starfslok án þess að þurfa að kenna gengi liðsins um. Vonum það besta allavega að það sé málið!!!

 12. Stjáni, taka Rafann á þetta? Rafa talaði alltaf vel um stuðningsmennina!

 13. ALLIR AÐ SKRIFA UNDIR ÞETTA “PETITION”!!!

  og láta alla sem þið þekkið skrifa undir líka, margt smátt gerir eitt stórt

 14. Gríðarlega, 1000% sammála þessari færslu, sem og greininni í The Guardian.

  Ég hef fylgst með umræðunum á Twitter og á miðlunum ytra í dag og það berast nákvæmlega engar fréttir frá NESV-mönnum. Það veit enginn hvað þeir eru að hugsa, á meðan Hodgson heldur áfram að reka báða fætur ofan í kokið á sjálfum sér („þetta var Kop-stúkunni að kenna“, „leikmennirnir og stjórnin styðja mig enn“, „ég hef ALDREI NOKKURN TÍMA GERT NEITT RANGT ÞIÐ VERÐIÐ AÐ TRÚA MÉR!!!!“) vita menn ekkert hvort stjórnin er að undirbúa uppsögn, halda áfram eins og ekkert hafi í skorist eða eitthvað þess á milli.

  Hins vegar eru allir sammála um að ef verið er að undirbúa uppsögn Hodgson þá verði það aldrei gert fyrr en í fyrsta lagi eftir Bolton-leikinn þar sem það sé of stutt í þann leik til að koma öllu í uppnám.

  Því miður. Ég hefði viljað sjá þá faxa uppsagnarbréfið yfir Atlantshafið og láta það bíða eftir Hodgson á skrifstofu hans eftir leikinn strax í gær, en aðalatriðið er að við losnum við karlugluna áður en hann veldur frekari skemmdum.

  Þar að auki verður að hafa í huga að The Kop-stúkan verður allt annað en vinveitt honum á nýársdag eftir það sem hann sagði um að stuðningsmennirnir hefðu brugðist liðinu. Andrúmsloftið verður eitrað á laugardaginn og ég sé ekki hvernig hann getur haldið að það hjálpi liðinu að skamma stuðningsmennina og fá þá frekar upp á móti sér.

  Andvarp. Getur þessu bévítans rugli ekki bara lokið? Ég er orðinn þreyttur á þessu, og hann er varla búinn að vera þarna í hálft ár.

 15. Ég horfði á viðtal við Paul Walsh gamla senterinn okkar(þessi með stutt að framan,langt að aftan hárgreiðsluna) og hann sagði að ef Hodgson verður rekinn þá er bara einn kostur í stöðunni og það er að Daglish taki við út tímabilið og notist við sömu leikmenn og við höfum núna af því einfaldelega að góðir leikmenn vilja ekki koma til Liverpool í fallbaráttuslag. Hann sagði að Daglish mundi örugglega reyna að notast við Torres og Gerrard saman frammi af því að það er það sem þeir báðir vilja en fá ekki fyrir RH. Hann sagði líka að menn eins og Richkaard mundu aldrei koma nema að minsta kosti væru cirka 50 milljón pund á borðinu í leikmannakaup og því væri best að gleyma honum strax. Ég var skammaður hérna af Babu fyrir tveim dögum fyrir að segja mínar skoðanir á leikmönnum LFC en ég held bara að ég hafi verið nokkuð nærri lagi um stöðuna í klúbbnum sem er greinilega miklu verri en við hér á þessu spjalli viljum trúa. En það er alveg á hreinu núna að John Henry verður að fara að sýna okkur að þetta Hodgson dekur dugar ekki lengur. Roy verður að fara núna.

 16. Mikið óskaplega hlakkar mig til á morgun þegar þetta ár rennur loksins sitt skeið á enda. Það er ekki nóg með að árið endi með Liverpool Í 12.SÆTI eftir tap t.d. á Northamton í leik sem verðskuldaði stærra tap, Blackpool og Wolves á heimavelli í leikjum sem liðið átti heldur ekkert skilið úr. Nei ofan á þetta er ég gallharður Selfyssingur líka og liðið féll í sumar.

  Ergo árið 2010 hefur verið hrein og klár hörmung frá upphafi til enda þegar kemur að fótbolta og ég bara man ekki eftir því verra. Guð blessi allavega Knattspyrnufélagið Árborg!

  Hvað NESV varðar þá er ég að missa þolinmæðina gagnvart þeim líka þó þeir hafi reyndar tækifæri strax í dag að endurheimta traustið. Ég skildi það ekki þegar þeir tóku við afhverju þeirra fyrsta verk var ekki að koma sér í mjúkin hjá stuðningsmönnum með því að reka hrottalega vanhæfan og óvinsælan stjórann og slíta þar með alveg tengslin við fyrrum eignarhald félagsins.

  Að þeir séu svo ekki ennþá búnir að því núna er einfaldlega bara óafsakanlegt og þeir hjálpuðu ekkert málstað sínum að reyna að skella skuldinni á Benitez líkt og þeir gerðu í viðtali á LFCTV um daginn. Hodgson hefur verið svö ömurlega lélegur að það er á mörkunum að maður vilji að hann nái að rétta úr kútunum með liðið. Nánast því allt sem Hodgson hefur haft uppá að bjóða síðan hann kom hefur verið rangt og það eru flestir fyrir lifandis löngu búnir að átta sig á því.

  Gaman engu að síður að allt útllit sé fyrir að liðið kemur til með að styrkjast strax 1.janúar ef eitthvað er að marka slúðrið þó maður viti ekki mikið um væntanlega leikmenn. Það segir meira en margt engu að síður að fæstir hafa list á því að tala um þetta meðan reiðin er svona ríkjandi gegn Hodgson og nýjir leikmenn bjarga líklega ekki Hodgson úr þessu.

  Að því sögðu, hvað varð um Halldór Braga, væri svo til í annað svona rant frá honum eins og kom í gær.

 17. Tommi

  þessi með stutt að framan,langt að aftan hárgreiðsluna

  Ekki ertu með mynd af einhverjum þar sem þessu er öfugt farið? 🙂

  Ég var skammaður hérna af Babu fyrir tveim dögum fyrir að segja mínar skoðanir á leikmönnum LFC en ég held bara að ég hafi verið nokkuð nærri lagi um stöðuna í klúbbnum sem er greinilega miklu verri en við hér á þessu spjalli viljum trúa.

  Æ greyið, ég man nú ekki eftir því (ekki að neita fyrir það samt). En það er bara alls ekki leikmennirnir sem eru aðalvandamálið hjá félaginu í dag þó þeir séu auðvitað alls ekki saklausir heldur. Allt leikskipulag er gjörsamlega í molum, kerfið er greinilega eitthvað sem engum leikmanni liðsins líður vel í og er bara alls ekki að virka. Hodgson hefur afrekað að láta menn trúa því að Torres sé bara hálf slappur þó ótrúlega lítið sé talað um munin á þeirri stöðu sem hann er að spila núna og t.d. í fyrra. Hann er frammi, en þetta er ALLS EKKI sama hlutverkið. Þetta er bara smá dæmi, Kuyt er síðan ekkert að fara gera á vinstri kanti og það ætti öllum að vera jafnljóst og að Meireles er geldur á hægri kanti.

  Hópurinn okkar er ekki nógu sterkur og hann var veiktur á FÁRÁNLEGAN hátt í sumar, en hann er ekki svona slappur, því lofa ég.

 18. Auðvitað skrifaði maður undir þetta, sennilega það besta sem ég hef skrifað undir 🙂

 19. Hodgson vill að áhorfendur breytist í stuðningsmenn… jæja ég vil þá að Liverpool breytist í knattspyrnulið!

 20. Eru menn samt á því að Kenny Daglish verði ákjósanlegur arftaki liðsins? Fyrir mitt leyti hef ég efasemdir um það, og þar ræður mestu sú staðreynd að hann hefur ekki komið að knattspyrnuþjálfun liðs í 10 ár.

 21. ÞÓ FYRR HEFÐI VERIÐ!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

  ÞAÐ ER LIVERPOOL-KLÚBBURINN SEM SKIPTIR OKKUR ÖLLU MÁLI

 22. Það eru tveir hræðilegir leikir framundan, Bolton heima og svo Manchester United úti. Ef Liverpool sigrar þessa leiki þá mun RH kaupa sér lengri tíma með liðið sem er alveg skelfileg tilhugsun. Honum tókst að kaupa extra tíma eftir sigurinn á móti Chelsea en er svo kominn rakleiðis aftur í fallbaráttu. Hann verður að vera farinn fyrir leikinn á móti M.U. Þá mun líka sá leikur vinnast.

 23. Það er deginum ljósara að Roy fer. Við þurfum ekkert að vera að velta okkur upp úr því. Mig grunar án þess að hafa nokkuð fyrir mér í þeim efnum, að núna fari fram fundir í reykfylltum bakherbergjum og menn séu að búa til lista yfir þá fimm sem menn hafa áhuga á að fá í jobbið. Síðan þarf að klára þann pakka og það mun taka líklega um 7 daga. Líklega verður Roy með liðið á móti Bolton og Blackburn en síðan takk og vertu úti. NESV heyrir og sér. Það er ekki flókið.

  Greinarkornið frá Guardian segir allt sem segja þarf, semog þetta ótrúlega viðtal Roy eftir leikinn í gær þar sem hann sagði að þeir hefðu verið óheppnir að tapa. Leikurinn hefði átt að fara 0-0 og það hefðu verið sanngjörn úrslit. Jú og ég skil ekki af hverju ég fæ ekki meiri stuðning ….

  Tippa á að það verði ekki caretaker sem taki við heldur sá sem á að ráða, fær peninga til að gera eitthvað í glugganum og vinnur svo með Commolií að búa til lið fyrir næstu tvö árin. Lið sem spilar boltanum og sprengir upp hraða.

 24. Maður hefur ekki heyrt neitt frá leikmönnum né stjórnendum Liverpool síðan leikurinn gegn Wolves tapaðist.
  Eina sem maður heyrir eru örvæntingafull comment frá Roy gagnvart öllum öðrum en honum sjálfum.
  Vonandi eru NESV gæjarnir að vinna í friði við að finna nýjan stjóra.

 25. En að slúðri, þá verð ég að segja að þetta er leikmaður sem ég held að gæti gert góða hluti fyrir okkur, bæði hvað varðar sölu á treyjum og að draga að efnilega unga leikmenn, enda hver myndi ekki vilja æfa og spila með Torres, Gerrard og Ronaldinho.
  Þessi maður á fullt eftir og hann leggur upp mörk og skorar slatta.
  http://www.fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=102041

 26. Ég hef verið rólegur hingað til en eftir þennan Wolves leik verður kallinn að hypja sig…..þvílík hörmungar steypa og þvílíkt hörmungar viðmót á leikmönnum okkar….. Sóknarleikurinn gekk út að að Skrtel þrumaði yfir miðjumennina upp á von og óvon….það sáust varla 3 sendingar í röð milli samherja og botnliðið leit bara ansi vel út…..

  Hodgson fann þúfuna sína hjá Fulham og átti natturulega aldrei að yfirgefa hana.

  Vinur minn hefur verið að agitera fyrir ferð á Anfield í vinahópnum. Hef aldrei farið (enn) og ætla ekki meðan Roy er á svæðinu, það væri bara waste of money…

 27. http://www.youtube.com/watch?v=UK5blUYc6FI

  Það verður ekki leiðinlegt að sjá þennan Gervinho hjá Liverpool (Þó Wikipedia sé nú lagt frá því að vera áreiðanleg síða) og þennan franska kantmann sem var í stúkunni á Anfield í gær. Okkur vantar hraða, sprengikraft og leikmenn sem fá áhorfendur til að standa upp og taka andköf yfir. Auðvitað þarf nauðsynlega nýjan þjálfara en það vantar ekki síður meiri möguleika í sóknarleik liðsins.

  Hodgson er ekki jafn hræðilegur þjálfari og margir vilja meina, en hann nær ekki að vinna úr hópnum sem hann hefur með í höndunum og því þarf hann að fara. Hins vegar sé ég ekki hver ætti að taka við Liverpool núna….það eru ekki margir góðir þjálfarar á lausu á miðju tímabili. Það eina sem ég sé í stöðunni er að fá Daglish og Samy Lee til að klára tímabilið og sjá svo til hvað er í boði í sumar. Helst vildi ég fá Louis Van Gaal frá Bayern eða jafnvel taka wild card á þetta og ráða Slaven Bilic….hann er hress.

 28. Ótrúlegt, Newcastle ráku Hughton fyrir óásættanlegan árangur þegar Newcastle voru/eru fyrir ofan okkur. Sýnist eigendur Lfc hava engan metnað miðað við eigana Newcastle.

 29. Hvað viltu frá mér Babú? Ég vil Hodgson jafn mikið út og þú, hef jafn lítið álit á honum og þú, eini munurinn á okkur er að þú nærist á niðurrifsskrifum um hann og þ.a.l. um liðið en mér finnst þau leiðinleg, vil lesa um eitthvað annað þó vissulega sé það erfitt núna og ég skilji pirringinn í þér gagnvart Hodgson og deili honum með þér. Þér má finnast ég skrítin fyrir að leiðast niðurrifsskrif um liðið mitt! Þrátt fyrir Hodgson þá er þetta LIVERPOOL og mér leiðist rosalega þegar “stuðningsmenn” þess rakka liðið niður ENDALAUST. Þér er auðvitað frjálst að vara algjörlega ósammála mér þar.

 30. Ég skrifa þetta nú með hálfum hug en, þarf Sammy Lee etv. líka að taka pokann sinn? Er hann góður þjálfari? Ég hef lengi velt þessu fyrir mér. Hann entist ekki lengi hjá Bolton á sínum tíma og var svo hjá Rafa og nú með Hodgson. Ég kunni vel að meta hann og vinnusemi hans á gullöldinni, var svona þess tíma Carragher, ekki sá besti en gaf sig alltaf 1000% En ég velti því fyrir mér hvort hann sé góður í þessu starfi.

 31. Fyrir það fyrsta finnst mér það bara alls ekki niðurrif að vilja Hodgson í burtu, það er nauðsynlegt og undanfarið er erfitt að finna annað umræðuefni. Því til sönnunar bendi ég á ALLAR síður tengdar Liverpool FC undanfarið, þar á meðal þessa hér og ekki reyna að halda því fram að ég sé sá eini sem hef haldið því á floti hér. Að öðru leyti er ég alls ekki versti gagnrýnandi þessa liðs og hef alveg trú á hópnum með öðrum og jákvæðari stjóra.

  Þar á eftir er ég ekki alveg að ná því afhverju þú einblínir svona á mig sérstaklega í þessu samhengi og rant-ið þitt í gær var eitt af því fáa sem fékk mig til að hugsa um að glotta í gærkvöldi.

  En er ekki mál til komið að hlífa öðrum lesendum við þessum deilum okkar? Það er fátt sem við erum sammála um, við förum líklega svipað mikið í taugarnar á hvor öðrum og þetta er svo sannarlega ekkert að fara skila neinum árangri.

 32. Fyrst af öllu vil ég senda ritstjórum kop.is þakkir fyrir einstaklega gott starf og óska þeim alls hins besta á nýju og vonandi miklu betra Liverpool-ári. Ég les þessa síðu í hvert einasta skipti sem hún er uppfærð – enda trúaður Púlari frá barnæsku.

  En nú fer ég fram á að menn eins og Þórður Víkingur girði sig í brók í eitt skipti fyrir öll og fari að nota heilann (til þess er hann). Þá á ég við að menn hætti að nota konu-orð eins og t.d. “kerling” sem skammaryrði yfir KARLA sem eru á einhvern hátt aumingjar, eða með kúk upp á bak, eða “punglausir” eins og sumum finnst mjög kætandi orðalag. Þetta er ekki í lagi, elsku drengirnir mínir.

  Við erum öll saman í Liverpool, bæði konur og menn, og við erum öll jafn mikils virði (hugsanleg undantekning þó einstaka ónefndur þjálfari…). Mæður okkar, systur, dætur og/eða eiginkonur eiga betra skilið en svona niðurlægingar munnbrúk.

  YNWA

 33. RH verður að hætta að afsaka sig, ef hann væri góður knattspyrnu stjóri og væri buinn að gera góða hluti þá væri hann væntanlega með stuðning frá stuðningsmönnum, segir sig sjálft þetta væl i honum gengur ekki.

 34. Hvað sem er að gerast á öðrum síðum kemur mér bara ekkert við, mér leiðist niðurrifið alveg jafn mikið. Þegar þetta gekk á í fyrra með Rafa talaðir þú og aðrir um niðurrifsskrif, hver er munurinn núna? Ég byrjaði á að skjóta á þig því þú ert penni hérna og notar oftar en ekki ljót og dónaleg orð um Hodgson, orð sem ekki má nota um Rafa(mér er nokk sama um Rafa, hann er farinn, þú bara verð hann útí eitt og hann er eins og einhverskonar skurðgoð hjá þér, þess vegna tala ég um hann og tek hann sem dæmi). Þú og hinir pennarnir reynið að halda ákveðnum standar hérna inni, og er það vel, en skjótið svo sjálfa ykkur með fallbyssu í fótinn(aðalega þú þó) með drulli ykkar á Hodgson. Á umræðan bara að vera á háu plani þegar þið eruð sammála henni, en það má fara á lágt plan eins og þú og fleirri undanfarið þegar þið eruð á móti málefninu? Maður hlítur að spyrja sig. Þetta er ákveðin hræsni og þú hlítur að sjá það.

  En ég held þó Babú að við séum nokkuð mikið sammála. Erum bara ósammála með þessi niðurrifsskrif þín…erum nokkuð sammála samt um Hodgson og hans spilastíl og áherslur held ég.

 35. Ekkert fréttist enn.

  Nú þurfum við að draga upp allar árur og strauma og senda í suðurátt. Þögnin er óvanaleg í svona stöðu. Þann 1.janúar kemur í ljós hvort leikmennirnir ætla að gefa karlinum möguleikann á ný og eru nú algerlega geðtrylltir fyrir leikinn við Bolton eða hvort staðan er einfaldlega ónýt og Hodgson er að gera starfslokasamninginn…

 36. Roy Hodgson talar um að hann hafi ekki fundi fyrir þessum fræga Anfield stuðning. Það er bara eitt vinur minn..
  You have to earn it!!!

 37. En best væri auðvitað að þess þyrfti ekki og þeir séu þegar búnir að ákveða að láta hann fara óháð Bolton úrslitunum.

 38. Maggi, hvar hefur þú heyrt um þann blaðamannafund ? Og hvenær er hann þá ?, væntanlega ekkert komið fram um fundarefni ???

 39. Það var bara hálf tilgangslaust að vakna þennan daginn 🙂 held að ég hafi aldrei á minni ævi kíkt eins oft á alllllar fótbolta síður sem ég veit um í þeirri von að fá ósk okkar flestra uppfyllta. En því miður gerðist það ekki 🙁

 40. Halldór Bragi – Jæja tek eitt að lokum.

  Þegar þetta gekk á í fyrra með Rafa talaðir þú og aðrir um niðurrifsskrif, hver er munurinn núna? Ég byrjaði á að skjóta á þig því þú ert penni hérna og notar oftar en ekki ljót og dónaleg orð um Hodgson, orð sem ekki má nota um Rafa

  Ég ákvað bara í gamni að renna lauslega fyrir öll mín ummæli hérna inni sl. 2-3 mánuði aðallega til að leita að þessum ljótu og dónalegu orðum og það versta sem ég fann var að ég kallaði hann steingerving einu sinni í pirring eftir enn einn tapleikinn. Gott og vel, má vel vera að þú grafir meira upp og eflaust eitthvað ákaflega sjokkerandi.

  Annars er að mestu um að ræða gagnrýni á hans störf og ég játa alveg að hún hefur verið mjög hörð frá mér og það mun ekki breytast meðan ástandið á félaginu er svona en aldrei hafa ummæli frá mér verið á þann hátt að þeim hefði verið eytt í fyrra (væri umræðuefnið Rafa, ekki nema sérstaklega væri tekið fram að hann væri ekki til umræðu).

  Þetta kallar þú niðurrif og sakar mig einan (nánast) um að vera í forsvari fyrir, sem er ekki rétt þó vel megi vera að ég hafi haft mig mest í frammi af okkur pennunum þegar kemur að gagnrýni og óþoli gagnvart Hodgson (höfum nú verið misvirkir í spjallinu þetta tímabilið nota bene).

  Auðvitað viljum við ekkert minna málefnalega umræðu núna og ég líkt og aðrir reyni oftast að halda mér innan velsæmismarka hér inni. Það sem má vera að hafi breyst núna er það að allir með tölu (meira að segja við) eru sammála um rót vandans og maðurinn sem er að stýra hefur hreinlega verið svipað dónalegur í garð stuðningsmanna Liverpool og þeir í hans garð. Staða félagsins nú og stjóranna er bara alls ekkert lík og því kannski ekki skrítið að gagnrýnin sé harðari núna, við erum í botnbaráttu og það eru komin áramót!!!

  Þar fyrir utan erum við að bera saman menn þar sem annar hafði komið Liverpool tvisvar í úrslit stærstu félagsliðakeppni í heimi ásamt því að hafa tímabilið áður náð besta árangri í deild sem stjóri Liverpool í 20 við mann sem er núna ÞRÁTT FYRIR ALLT AÐ NÁ SÍNUM BESTA ÁRANGRI SEM STJÓRI Í ENSKU ÚRVALSDEILDINNI hvað sigurleiki varðar. Þar fyrir utan má m.a. nefna að maðurinn sem við vorum að rökræða í fyrra vann þrettán leik á útivelli tímabilið á undan, þessi sem við erum að ræða núna hefur unnið þrettán útileiki í ensku úrvalsdeildinni í heildina.

  Meira að segja þú hlítur að fyrirgefa að gagnrýnin er aðeins óvægnari í ár þó ennþá sé þess óskað að menn haldi sig á málefnalegu nótunum.

  (mér er nokk sama um Rafa, hann er farinn, þú bara verð hann útí eitt og hann er eins og einhverskonar skurðgoð hjá þér, þess vegna tala ég um hann og tek hann sem dæmi).

  Það er bara ekkert rétt hjá þér. En hann er að mínu mati besti stjóri Liverpool síðan ég fór að fylgjast með liðinu spila (ég var 10 ára 1991 og ekki alveg að spá eins mikið í þessu þá) og hann náði besta árangri sem nokkur stjóri félagsins hefur náð á þessum tíma og stærsta bikarnum. Ég held uppá hann af þessum sökum og ber gríðarlega virðingu fyrir hans störfum fyrir félagið og rökræði við menn sem gagnrýna hann á eins óvæginn og ósanngjarnan hátt og þú hefur gert hér inni.

  Það má vel vera að þér finnist ég hljóma núna svipað og þú í fyrra. Munurinn núna er líklega bara að við erum sammála og þú hefur það ekki í þér að koma með mótrök og líkt ég gerði þá líklega í fyrra…og því skil ég ekki fullkomlega afhverju við erum að rífast?

  En ég held þó Babú að við séum nokkuð mikið sammála. Erum bara ósammála með þessi niðurrifsskrif þín…erum nokkuð sammála samt um Hodgson og hans spilastíl og áherslur held ég.

  Það er þessvegna sem ég fatta ekki alveg afhverju öll þín gagnrýni beinist að mér. Það eru allir sem skrifa um Liverpool að gagnrýna Hodgson, hver einn og einasti. Þú þolir ekki að sjá þessa umræðu því hún fer í taugarnar á þér (niðurrif???) en skrifaðir ekki hér inn í fyrra nema til að drulla yfir stjóran ef ég man rétt eða þá okkur sem vörðu hann.

  Ég hef mig alveg mikið í frammi en oftast sleppi ég nú þessum ljótu og dónalegu orðum sem þú ert að saka mig um…ekki nema þú fylgist með mér á Twitter líka, en það kemur þessari síðu ekkert við (þá sleppa KAR og EÖE ansi billlega hjá þér btw 🙂 ).

  Að lokum sakaðir þú mig um að skrifa ekki um neitt nema Hodgson hér inni og alltaf að vera rífa liðið niður. Það er ekki rétt þó þetta hafi vissulega verið umræðuefnið undanfarið. En á móti gat ég ekki betur séð þegar ég fór lauslega yfir mörg þinna ummæla að þau snérust að ég held alltaf um annaðhvort Benitez eða til að gagnrýna mig fyrir að gagnrýna Hodgson.

  Bið saklausa lesendur afsökunar á þessu langa kommenti, vona að þetta sé það síðasta í bili frá mér í þessa leiðinlegu umræðu.

 41. Það hefur reyndar komið fram á Twitter í dag að þessum blaðamannafundi, sem átti upphaflega að fara fram síðdegis í dag, var frestað áður en liðið skeit á sig gegn Wolves. Frestunin þýðir því ekkert. Því miður.

 42. OK……

  Áður en ég byrja langar mig að taka fram að ég er Manchester United stuðningsmaður umkringdur Liverpoolmönnum í fjölskyldu minni.

  Það er svolítið skemmtilegt (fyrir okkur hina) að hugsa til þess í dag að það er ekki svo langt síðan að Liverpool var á pari við hin “topp 4” liðin á Englandi. En hvað hefur gerst síðan?

  Ég held að ljóst sé að Benitez var vissulega komin á endastöð með liðið, enda búin að stíga hvert feilsporið af fætur öðru. Gleymið þó ekki að hann færði ykkur stóran titil og var allavega contender í öllum keppnum, þó sérstaklega “útsláttar” keppnum.
  Þið fáið svo RH sem ég persónulega taldi bara hreinlega vera ansi góðan kost. Árangur hans síðustu ár með “lítil” lið var hreint út sagt frábær og ég hreinlega taldi að hugsanlega væri eitthvað til í þessari ráðningu.

  Síðan þá hefur liðið meira eða minna verið lélegt, þetta byrjaði svo sem ekki hræðilega og leit ekkert verr út en hjá ManUtd, Tottenham og fleirum í upphafi. Athugið að það hefur ekki verið neitt yfirburðalið í keppninni í ár. Liverpool var svo sem ekki að spila vel, en í upphafi var ekkert lið að undanskildu Chelsea, sterkt. Mínir menn í Manchester hafa sennilega ekki verið með jafn lélegt og illa spilanlegt lið í mörg ár en einhverra hluta vegna eru þeir efstir í dag…. Ég skal vel viðurkenna að ég skil oft ekki hvers vegna.

  En aftur að efninu. Það virðist vera staðreynd að í ár er ekki eitt einasta lði í premier league sem hægt er að ganga að sigri vísum. Öll “stóru” liðin hafa verið að tapa leikjum. Þó sérstaklega á móti liðum sem hafa mætt með baráttuanda og tilbúin í allt. Þetta er einfaldlega Það sem mér hefur fundist vanta hjá Liverpool.
  Steven Gerrard, sem af flestum knattspyrnuáhugamönnum sem reyna að vera hlutlausir, er án efa einn af 5 bestu miðjumönnum heims, virkar hreinlega áhugalaus. Torres sem er líklega einn af tveimur bestu framherjum heims (Drogba) lítur út eins og leikmaður Southampton og vörnin sem hefur oftar en ekki verið gríðarsterk með Carragher í fararbroddi er í molum. Ljóst er að þessir leikmenn verða ekki lélegir bara af því. Leikskipulag GH er hreinlega að skemma þá. Eða allavega finnst mér það….. Svo ég haldi nú áfram…..

  Ég get sagt fyrir mitt leyti að mér er hætt að finnast þetta fyndið. Liverpool á, að mínu mati, að vera í topp 5 og á að vera að slá rothögg annað slagið. Ítrekað finnst mér hins vegar Liverpool vera að mæta sem sterkara liðið í leik, hugsanlega ná forystu og svo bara hætta þeir. Það vantar allt “kill” í hugsun þeirra.

  Um daginn mættuð þið liði Chelsea og unnuð í hreint frábærum leik. félagar mínir í vinnunni mættu með treflana í vinnuna daginn eftir og voru fullir bjartsýni. Ég var þó ekki að sjá þetta vegna þess að í öll þessi tímabil þegar Liverpool hefur gengið illa, þá hafa þeir venjulega staðið sig vel í stórleikjunum. Ég myndi til að mynda aldrei segja annað en að leikur milli minna manna og Liverpool sé annað en fifty fifty leikur. Eins þegar Liverpool mætir Arsenal eða Chelsea. Þetta er ekki vandamálið. Heldur virðist þetta bara hreinlega vera á þá leið að þegar þið mætið “lélegu” liði, þá er bara allt annað lið á vellinum. Andlaust vont lið…..

  Þið eruð duglegir að gagnrýna Torres, og rétt er að hann lítur illa út þessa dagana. Gleymið þó ekki að þið getið tekið hvaða framherja í heiminum í dag og sett í stöðu Torres þessa dagana, og ég get lofað ykkur að hann myndi standa sig illa. Það er erfitt að vera einn frammi og hafa enga hjálp. Berbatov er t.a.m. gott dæmi um þetta. Hann getur aldrei neitt nema þegar Rooney er inni á vellinum til að taka hluta af álagi varnarmanna. Það er einmitt málið, Rooney og Berbatov bakka hvor annan upp og svo er Chiccarito eða hvað hann nú heitir ágætur. Hugsanlega segið Torres fái næga hjálp og að GH sé að rembast við að spila 442. Ég er bara ekki að sjá það. Fyrirgefið mér en Ngog er ekki á “Liverpool” skala og Gerrard er ekki framherji. Hins vegar finnst mér illa farið með frábæran leikmenn vegna skipulag og þið megið vel vera ósammála mér.

  Það er t.a.m. einn leikmaður hjá ykkur sem mér finnst mjög góður og hefur hreinlega ekki fengið að spila nóg. Allavega ekki nóg til að komast í leikform….. Ég er að tala um Babel. Mér finnst þessi leikmaður gríðarlega fínn og held að hann geti mikið meira en hann er að sýna. Ég veit ekki hvort þið munið eftir því þegar Ronaldo kom fyrst í United. Ferguson henti honum inn og lét hann spila leik eftir leik eftir leik. Þó svo allir væru að sjá að hann var hreinlega ekki að spila vel, ári síðar var það gleymt og grafið og hann einn af bestu leikmönnum heims. Mér finnst Babel aldrei hafa fengið þetta tækifæri.

  Annar leikmaður sem liggur reglulega undir ámælum er markvörður ykkar. Við því segi ég bara að allir markmenn gera mistök. Hann hefur ekki gert mörg, allavega ekki í samanburði við allt sem hann er búinn að bjarga. Prófið að velta þessu svona fyrir ykkur: Hvaða markmann mynduð þið vilja fá í staðinn?” Ég sem United maður væri allavega vel til í Reyna. 🙂

  Varðandi kaup ykkar upp á síðkastið þá langar mig að benda ykkur á eitt. Það lítur enginn leikmaður vel út á meðan að liðið er gersamlega andlaust. Ég ætla rétt að vona að þið áttið ykkur á því að Joe Cole er mikið betri en hann hefur verið að sýna. Gleymið þó ekki að allt Liverpool liðið er að jafnaði betra en það hefur verið að sýna. Það hlýtur að vera erfitt að koma inn sem nýr leikmaður og ætla sér að blómstra, þegar allt gengur á afturfótunum.
  Mér finnst þó Meirelez hafa verið að spila nokkuð vel og ég held að þið ættuð allavega að vera ánægðir með hann. Áður en ég sá Barca taka Real í rassgatið um daginn, þá held ég hafi aldrei séð lið fara jafn illa með mótherjann, eins og þegar Ronaldo og Meireles gengu frá Spánverjum í “ekki svo miklum vináttuleik” um daginn.

  Bottom line

  Það er ekkert sérstak vandamál með hóp Liverpool í dag. Vandamálið liggur einfaldlega í því hvernig þessi hópur er notaður.

  Fyrir mig og fleiri aðdáendur enska boltans. Þá vona ég að Liverpool vari nú að losa sig við RH sem er greinlega nokkrum bjórum frá því að vera kippa. Ég hugsa þetta bara á þá leið að ef allt færi til helvítis hjá Liverpool (sem mér finnst þó ólíklegt) þá væri deildin bara ekki söm. Liverpool verður að vera í baráttunni, líkt og United.

  Því segi ég ::::: Í guðanna bænum losið ykkur við Hodgson. Hann er augljóslega vanhæfur og hugsanlega vanhæfari en Benitez. Þó það sé gaman að sjá ykkur liggjandi, þá er löngu hætt að vera gaman að sparka í ykkur liggjandi.

  Með kveðju um skemmtilegri fótbolta Liverpool

  Ottó Rafn

 43. Líklega það gáfulegasta sem komið hefur frá United manni hér inni og eitthvað sem flestir eru í meginatriðum sammála að ég held.

  Þetta eru þó líklega bestu ummæli dagsins og ein besta útskýring sem ég hef heyrt lengi.

  sem er greinlega nokkrum bjórum frá því að vera kippa

 44. Sama hér Dassi, kop.is,refresh liverpolfc.tv,sky.com,bbc.com,mirror,echo,mín skoðun með valtý, facebook,twitter,goal,givemefootball,guardian…..
  Name it,held að ég sé að tapa vitinu barasta hehehe

  Og að Hodgson tali um stuðning innan klúbbsins og frá leikmönnunum sem hann hefur drullað svo reglulega yfir (því þetta er auðvitað öllum að kenna nema arkitektnum sem byggir hús sitt á kviksandi) er bara fyndið..

  Hafið þið séð einhverjar stuðningsyfirlýsingar í dag frá leikmönnum,legendum eða klúbbi??

  Netheimar loga af reiði í garð þessa manns eftir að hann fór og kúkaði uppí hörðustu aðdáendur okkar ástkæra liðs.

  Er svo bara svekktur með að einungis 5000 manns séu búnir að skrifa undir petitionið af öllum margmilljón stuðningsmönnum LFC víðs vegar um heim.

  Roy virðist bugaður,leikmennirnir ekki með snefil af áhuga og stuðningsmönnum svíður frá eldrauðu Liverpoolhjarta og niðrí rassgat.

  Nú er nóg,YNWA

 45. Afsakið svo að GH á auðvitað að vera RH HAHAHA En þið áttuðuð ykkur vonandi á því……

 46. Poolara bróðir minn benti mér á þessa síðu og ég verð þó að segja að mér finnst sérstaklega “sniðugt” að Manchester United er alltaf sett í “subscript”….. ASNAR… En gaman af því…

 47. Nr. 62

  Ef ég man rétt þá voru svo margar misgóðar útgáfur í gangi að þetta varð lausinin á endanum fyrir heilan helling af viðurnefnum fyrir Man utd 😉

 48. Þið gleymduð hinsvegar að “subscripta” “united”…. En allavega saklaust og ágætt grín. En segið mér annað, er Liverpool.is spjallborðið meira eða minna dautt ?

 49. Bjössik

  Hefurðu í raun einhverja trú á að Daglish nái betri árangri? Ég veit það ekki en ef mitt lið væri í þessari stöðu, þá myndi ég alvarlega velta fyrir mér hvort Martin Oneil sé ekki bara sterkasti kosturinn. Hann allavega er stöðugur og mun aldrei sökka…..

 50. Nei ég get ómögulega verið viss um að Daglish nái topp 4,en hvernig er annað hægt en að ná betri árangri en Roy karlinn.
  Þó að karlinn sé ryðgaður þá slær hjarta hans í takt við stuðningsmenn LFC og ekki var hann vanur að liggja í vörn og dúndra fram.

  Er þetta ekki eins og dæmisagan um hjólið,ef þú hefur á annað borð lært að hjóla kanntu það fyrir lífstíð og Kenny átti mikið eftir ef ekki hefði komið til hörmulegs Hillborough slyss og endalausra jarðarfara í kjölfarið sem bugaði karlinn.

  Hann gerði Newcastle að meisturum og Blackburn líka ef minnið bregst mér ekki.

  Hann myndi amk fá allan stuðning ALLRA stuðningsmanna og það er eitthvað sem vöntun er á í dag,talandi um tólfta manninn.

  Ég vill hann klárlega sem caretaker ef Deschamps og aðrir “ungir” eru ekki ready fyrr en í sumar.

  Verð að hrósa þér fyrir flottan óháðann pistil áðan stóristerki,komandi frá Manchester manni með knattspyrnuna í bland við ríginn nauðsynlega að leiðarljósi.

 51. Allt í lagi kæri Bjössik… Þetta eru sennilega bestu rök sem ég hef lesið um verðandi “stjóra” Liverpool…… Ég er vel til í að horfa á Daglish reyna þetta. Ég held einmitt að vandamálið sé svo djúpt að þið séuð komin í:::::::::::::::::

  DESPERATE TIMES, DEMANDE DESPERATE MEASURES……

  En Daglish…. í alvöru… trúið þið því ?

 52. Sorry með mig,hann náði bara að vera runner up með Newcastle og það vantaði s í Hillsborough
  á ekki að sjást skrifað vitlaust virðingar vegna.

 53. Martin O’ neill gerði svosum fína hluti með Leicester og celtic og lala með Aston Villa en ég veit ekki hvort hann sé maðurinn fyrir Liverpool. Það er erfitt að gera okkur til hæfis,ég veit.

  Langar rosalega að fá könnun um nöfn á þjálfurum og sjá hvern flestir Kop.is daglegir vilja og sjá hversu svakalega ósammála við erum,brennt barn forðast eldinn,kveikjara og eldspýtur…

 54. Er búinn að vera að stefna á að skrifa eitthvað vitrænt í allan dag. En hreinlega get ekki haldið mig á neinum málefnalegum nótum…

  Liverpool er búið að tapa heima fyrir Blackpool, northampton og Wolves. Liverpool er búið að vinna einn útileik.

  Og hvernig zoomerar R. Hodgson á stöðuna?

  Jú stuðningurinn er ekki nægur…!!!

  En hvað veit ég? Ég er bara fan, ekki supporter!

  Var það ekki þannig Hr. Hodgson?

 55. tók eftir því að Monaco er í 17. sæti í frönsku deildinni þannig að Deschamps hlýtur að vera á förum þaðan..

  Bara spurning síðan hvort hann taki við LFC eða ekki.

 56. já og jæja, ég hef oft talað illa um spilamennsku þessa liðs en þetta sprengir allan mögulegan þjófabjálk, að við séum að ná kannski 2-3 færum í leik er ekk boðlegt. Vona svo sannarlega að þessir aumu kanar kynni sér þessa íþrótt áður en við verður næsta leeds

 57. Pálo…. Deschamps þjálfar reyndar Marseille og eru þeir í 5 sæti í frönsku deildinni. 😀

 58. það væri frábært að byrja nýtt ár með nýjum stjóra og væri ég helst til að fá owen coyle. Hann tók við hjá Bolton þegar allt var á afturfótunum og sjá þá núna ! ég er handviss um hann myndi snúa gæfuni okkur í hag. Svo er hann ungur (sérstaklega miðað við ellismellinn á varamannabekk lfc) og væri klárlega ráðning til framtíðar…………….Og það væri ekki verra ef við fengjum elmander til þess að koma með honum þá myndi torres sjá um það að skora á heimavelli ef hann fer loksins að komast í sitt rétta form og elmander á útivell þar sem honum líður greinilega betur

 59. Þið takið eftir því að enginn LFC leikmaður, eigandi eða stjórnandi hefur stigið fram og stutt RH.
  Merkilega mikil þögn …

  • tók eftir því að Monaco er í 17. sæti í frönsku deildinni þannig að Deschamps hlýtur að vera á förum þaðan..

  Páló þetta FAIL er alveg úr karakter hjá þér, rétt búinn að vinna Quiz-ið okkar 🙂

 60. Jæja félagar þá vitum við að þessir kana aumingjar ætla ekki að reka karlfíflið eins og kom klárlega í ljós á blaðamannfundinum í morgun. En ef að þeir eru svo barnalegir að halda að þessi afsökunarbeiðni dugi til þá eru þeir jafnvel vitlausari en ég hélt. Þeir ætla greinilega að reyna að halda dauðahldi í hann þangað til í sumar spurnigin er bara hvort að þeir verði sjálfir í náðinni þá, ég efast um það. Fyrir mitt leiti þá segi ég Hodgeson OUT!!! Yanks OUT!!!! þeir hafa klárlega ekki það sem til þarf til þess að koma Liverpool á sinn réttmæta stað aftur.

 61. Bless, bless Hodgson. Óska þér alls hins besta.

  Nýr dagur, Nýtt ár. Það er LIVERPOOL sem ég elska.

 62. RH burt…Það eru allir sammála því…Hvar sem í flokki menn standa en hvað svo ? Trúa menn því virkilega að KD séu einhver lausn ? Þarf ekki að skipta út amk helmingi af leikmönnum liðsins ?
  Hvern sjá menn sem framtíðarstjóra LFC ? Á englandi er bara einn maður sem gæti gert eitthvað og þið eruð að fara að mæta honum í næsta leik….Eins og staðan er í dag er alveg sama hver verður ráðinn stjóri LFC að viðkomandi þarf langan tíma í að koma LFC aftur í topp 4 og hann (eða hún , best að gæta jafnréttis ) þarf peninga og 110 % stuðning eigenda í amk 2 ár.

  Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir samskiptin á árinu sem er að líða.

 63. Er fullkomlega sammála flestum ef ekki öllum hér á síðunni að RH eigi að fara en getur einhver sagt mér af hverju?????? mannskapurinn spilar svo HÖRMULEGA varla er það bara þjálfun eða uppstillingu(sem er oft bara góð)um að kenna. Hvers vegna er td, Torres svona slappur og Gerrard já og bara flestir, andsk, hafi það þetta er eitthvað bogið við þetta allt saman að menn sem spila sínar stöður svona yfirleitt geti ekki blautann, bara skil ekki hversu daprir leikmenn eru nema að þeir þoli allsekki RH. GLEÐILEGT NÝTT ÁR og megi það vera betra en þetta sem er að líða, eða það hlýtur að vera ekki getur það versnað er það?

 64. Ingvi (eða bara einhver) ertu með link á umfjöllun um þennann blaðamannafund sem var í morgun.

 65. 81

  það er kanski hægt að svara því svoleiðis með að þú notar ekki bakara sem smið eða það er frekar erfitt að spila undir manni sem ætlast til að þú spilir aðferðir sem ekki hafa verið eru notaðar á þínum ferli né ertu samhæfur við hugsunarhátt þinn varðandi spilun….

  jú jú Torres var slappur í fyrra en var frekar mikið meiddur en hvað svo með þar áður…

  hvað hefur breyst þannig annað (vantar matara frá miðuju t.d.) en að spánverjar hafa ekki nota kick and run aðferð síðan á steinöld og þar með fær hann ekki þá mötun á sendingum sem hann er vanur.

  Gerrad…. hver veit hvað er að.. hann er að fá enskan þjálfara en hann hefur kansi viljað fá einhvern sem kunni fótbolta eða þá hann er hættur að langa að spila fyrir Liverpool… eða hann er kanski ánægður að það sé vandamál þar sem hann er þá að “hefna” sín á þeim sem hótuðu honum og fjölskyldu hans þegar hann vildi fara til Chels***

 66. Ef að menn eru eitthvað að vesenast með hvaða mann á að ráða og kannski engin almnnileg lausn til akkúrat núna, menn vilji ekki Dalglish og eitthvað í þá áttina þá held ég alveg án spaugs að það væri gáfulegra að láta fyrirliðann Steven nokkurn Gerrard stjórna liðinu út seasonið frekar en Roy Hodgson, hann færi kannski að spila betur með aukinni ábyrgð bara í leiðinni. Auðvitað myndi þetta aldrei gerast en hefur svo sem gerst í sögunni að leikmaður taki við liðinu og kannski besta dæmið Kenny sjálfur Dalglish….

 67. Við náum aldrei topp 4 á þessu tímabili, við erum með 22 stig en Man City sem er kannski eina liðið sem við gætum náð er komið með 38 stig, ég held að menn ættu varla að láta sig dreyma um þetta 4 sæti, því miður er staðan í dag bara svona léleg og þetta fer ekki batnandi allavega með Roy Hodgson í stjóra starfinu….

  Því miður held ég að við náum aldrei Arsenal, Man utd og Chelsea á þessu tímabili og mér finnst ansi líklegt að Spurs og City verði einnig fyrir ofan okkur….

 68. áhugaverður punktur hjá Viðari skjóldal.

  Já hvernig væri það að fá bara skipperinn til að stýra skútunni alveg út árið?

 69. En ef að þeir eru svo barnalegir að halda að þessi afsökunarbeiðni dugi til þá eru þeir jafnvel vitlausari en ég hélt.

  Efast nú um að menn séu á því og orðrómurinn segir að þessi ummæli hafi farið illa ofan í eigendur félagsins. En það er nú engu að síður jákvætt að Hodgson biðjist afsökunar á þessum ummælum. Gef honum það þó.

 70. Heyrðu já á meðan ég man langar mig að kasta fram hugmynd ég fekk í hausinn í vikunni en þannig er mál með vexti að á nútímaöld eins og núna virðast öll almenn samskipti fara meira og minna fram á maili en ekki í síma, tildæmis ef þú ert í sambandi við stofnanir og annaðslíkt er aldrei hægt að ná í nokkurn mann í síma, alltaf beðin um að senda mail bara. Ég er búin að vera með gmail í kkun tíma en hef nokkrum sinnum og einmitt akkúrat núna lent í vanræðum með það, það bara virkar ekki, segir að username eða pasword sé ekki rétt en er samt að skrifa það rétt, bara liggur eitthvað niri og stundum í 1-2 daga í einu en pompar svo alltíeinu inn.

  En þá að hugmyndinni minni sem er ætluð Einari og Kristjáni Atla, nú eigið þið þessa slóð KOP.is .. Er engin séns að við aðdáendur og notendur síðunnar gætm fengið mail sem endar á KOP.IS ??? ég væri tildæmis með Viddiskjol@kop.is væri ekkrt nema töff og kannski betra en þetta ógéðis gmail. Nú er ég engin tölusnillingur en var tjáð að þeir sem eiga slóðina gætu þetta en kannski kostaði það eitthvað. Mér væri persónuleg alveg sama þó ég þyrfti að borga eitthvað smá fyrir þetta ef ég fengi jafn töff mail og ég er að tala um hér að ofan, væri líka kannski bara gaman ef við notendur síðunnar værum allir með mail sem enda á kop.is, væri kannski bara auglýsing fyrir síðuna í leiðinni.

  Mér væri líka slétt sama þó eigendur síðunnar gætu kannski hagnast smá á þessu fyrir vel unnin störf og frábæra þjónustu ef margir vilja þetta og þetta kostaði eitthvað smátterí.

  Að lokum legg ég það til að þið hafið fleiri en eina auglýsingu á síðunni svo þið fáið meira í vasann fyrir að halda úti jan góðr síðu og þessari, það gæti kannski þýtt það frábær síða yrði enn betri….

  Með bestu kveðju og ósk um að allir notendur síðunnar fái gleilegt ár sem væri gott ef hæfist á að mannfýlan hann Hodgson yrði látin fara, ég finn lyktina af honum hingað til Noregs, stinkar hún líka heim á klakann???

 71. Hallur ég held að það sé engin að láta sig dreyma um 4 sætið lengur eða bara evrópusæti yfir höfuð við erum að tala um fallbaráttu sérstaklega ef þessir vitlausu ameríkanar losa okkur ekki við Hodgeson. Það er bara með ólíkindum að lið eins og Blackburn og Newcastle séu með meiri metnað og hærri standarta en Liverpool þar þykir árangurinn ekki ásættanlegur samt er Blackburn ofar en við í töfluni og Newcastle er með jafn mörg stig og við en er engu að síður lið sem var að koma upp um deild og þegar lið koma upp er markmiðið yfirleitt bara að halda sér í deildinni og þeir eru ekki í fallsæti.

 72. Er ennþá með ælubragð eftir að hafa lesið þetta. PUKE.

  “The last thing on my mind is to walk away from here. I want to be here and I want to turn things around and get the success for the club they want. I can only beg for the time and patience it’s going to take to do it.

  “I’m confident that given that time and with the competency I know I possess, and the quality of players here and the possibility of adding to that in future transfer windows, this club will once again be up at the top.”

 73. Ég vil sjá allt vitlust á Anfield á morgun og helst mósaík mynd yfir alla KOP stúkuna þar sem stendur Hodgson Out, hæpið að það verði en annars látlaust baul á Hodgson eða eigendurna sem eru á góðri leið með að fá alla stuðningsmenn liðsins uppá móti sér og það á algjörum ljóshraða og margfalt skemmri tíma en Gillett og Hicks tókst að gera.

  Mér lýst ekkert á blikuna. Hvað eru NESV menn að spá???? eiga þeir ekki pening til að reka manninn… ARRRGGGGGGG FOKKOFFFF

 74. Ætli Broughton sé ekki að fá viðurkenningu fyrir gott starf í breska atvinnulífinu. Hann hefur starfað sem chairman hjá British Airways frá árinu 2004 og svo er hann varaforseti breska atvinnubandalagsins.

 75. Mikið er gaman að lesa öll metin sem Hodgson hefur bætt.

  • Liverpool has lost 8 matches after 18 match rounds in the league for the first time since 1964/1965.

  • The last time Liverpool had less points at turn of the year was in 1953-54 … the season it was relegated.

  • After the first five games of the season, Liverpool recorded its worst start to a season since 1992-93.

  • Liverpool suffered its first loss to Blackpool at Anfield since 1967.

  • Liverpool’s first loss to Stoke in 26 years.

  • Liverpool’s first-ever loss in its entire history to fourth division opposition (Northampton in September).

  • Liverpool suffered only its second-ever loss to Wolves at home in 60 years.

  • For a period this season Liverpool has been mired in bottom-three relegation zone for first time since 1984.

  • The worst winning percentage (41.38%) for a Liverpool manager since 1959, edging Graeme Souness’ 41.4% in 1991-94.

  • The first Liverpool manager to win fewer than six of his first 18 league games in charge since George Kay only won five back in 1936.

 76. Hvað með gerrard og carra sagan segir að þeir hafi haft mikið með það oð gera að rh var ráðin á ekki bara að reka þá líka .

 77. Gleðilegt nýtt Liverpool-ár,

  nesv rétta liðið valdi.

  Takk fyrir pent ekki fleiri tár,

  og á braut helvítið hann Hodgson haldi.

 78. Sælir félagar fjær og nær, konur og karlar.

  Mínar bestu óskir um gleðilegt og farsælt komandi ár með nýjum stjóra. Megi framtíðin bera í skauti sér betra lið, betri stjóra og marga titla á komandi árum. Síðuhöldurum og fastapennum þessarar síðu þakka ég ánægjuleg og gefandi samskipti og sérstakar þakkir fyrir bestu fótboltasíðu norðan Alpafjalla og þó víðar væri leitað.

  Að lokum legg ég til að RH verði rekinn.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 79. Má tala um helvítið hann Rafa, mannugluna hann Rafa eða fávitan hann Rafa?…eða er það bara um Roy Hodgson sem segja má svona ljótt? Svona orð lýsa engum nema þeim sem þau ritar. Hodgson verður að fara ASAP, en verum rólegir á dónalegu orðavali.

 80. Hvernig geta menn þumlað kommentið mitt #104 niður, viljið þið lélegan standard hérna og slæmt málfar? Ég hélt alltaf að hugmyndin hérna inni væri að halda standarnum háum og umræðunum á vitsmunalegu stigi án alls skítkasts. Greinilega ekki, hmmm….

 81. Það má kannski viðurkenna að stór orð hafa fallið um hodgson undanfarna mánuði og á ég allnokkur þeirra!

  Staðreyndin er sú að hodgson hefur nánast frá upphafi sýnt klúbbnum og aðdáendum ítrekað óvirðingu i orðum og verki og á þessvegna lítið gott skilið!
  Rafael Benitez verður ALDREI settur í sama flokk og hodgson þegar kemur að sorteringu á stjórum Liverpool þar sem Rafa hefur ætíð sýnt klúbbnum ást og virðingu!
  Reyndar held ég að af öllum stjórum Liverpool, þá er hodgson svo djúpt á botninum að enginn hinna kemur auga á karlinn!

  Gleðilegt nýtt & hodgson-laust ár!

 82. Keli Toll, á sama tíma og ég er af mörgu leiti sammála því sem þú ert að segja, þá eru dónaleg orð og barnalegt orðaval aldrei réttlætanlegt, menn verða að vera betri en það, sérstaklega ekki hérna þar sem síðuhaldarar lögðu mikla áherslu á nákvæmlega þetta þegar þeir reyndu að útrýma ljótu orðbragði í garð Rafa. Ég er sammála því sem síðuhaldarar sögðu í fyrra um orðbragðið í garð Rafa, en gilda þá ekki sömu reglur núna?

 83. Hahahaha hvernig færðu það út að helvíti sé slæmt orð,ekki er ég trúaður nema kannski á Fowler svo að þetta er orð er jafn merkingarlaust og kleina fyrir mér.

  Reyni yfirleitt að temja mér kurteist málfar og á miðað við þær hugsanir sem koma í kollinn minn varðandi Herra hátign Hodgson þá er þetta bara hrós.

  Eina sem ég óska er að liðinu mínu gangi sem allra best,er ekki í einhverjum sunnudagsskóla og íslenskutíma hérna og hvað þá að eltast við ástæðulaus rifrildi við aðra meðbræður mína Herra Halldór Bragi.

 84. Roy Hobgson verður hætta stjóri frá Liverpool strax! Ef Liverpool móti Bolton 1 janúar 2011, Liverpool sigur, jafna eða tapa!!!!!!
  Gleðilegt nýtt ár 2011
  Y.N.W.A

 85. Hvernig geta menn þumlað kommentið mitt #104 niður, viljið þið lélegan standard hérna og slæmt málfar?

  Þetta þumlakerfi hefur verið að virka hálf skringilega að undanförnu. Góð ummæli eru þumluð niður bara vegna þess að sumir eru þeim ósammála. Þumlakerfið er EKKI skoðanakönnun. Þumlakerfið á að nýtast okkur til að draga fram góð komment (þótt maður sé þeim kannski ósammála) og fela mjög slæm komment (en ekki góð komment, sem lýsa óvinsælli skoðun).

  Ég skal skrifa pistil um þetta á nýju ári, en ég er bara orðinn svo þreyttur á þessu að ég varð að minnast á þetta.

 86. Nákvæmlega Einar og ég held að það sé þörf á pistli um þetta, sumir virðast skilja þetta illa. En er í raun tilgangur að hafa thumbs down? Er tilgangur í að gefa fólki séns á að gefa á þann hátt skít í ummæli sem hugsanlega eru góð og vel ígrönduð, bara gegn skoðun fólksins? Væri ekki nær að hafa bara thumbs up, þau ummæli sem ekki fá mörg thumbs up fá skilaboðin á þann hátt.

  Annars óska ég bara öllum Liverpool mönnum nær og fjær gleðilegs nýs árs og með heitri von og þrá um að nýja árið verði okkur heillaríkara.

Liverpool 0 – Wolves 1

Gleðilegt nýtt ár