Blackpool á morgun! – Leiknum frestað

Uppfært (SSteinn) – Búið að fresta leiknum í dag vegna þess að völlurinn er frosinn og örbylgjuofn þeirra Blackpool manna er bilaður.

Uppfært: Horfið fyrst á þetta myndband, lesið svo upphitunina!

Eru ekki allir sáttir eftir jólamatinn? Fínt er, veislan heldur svo eflaust áfram í dag og á morgun. Okkar menn ætla sér væntanlega að skaffa eftirréttinn þegar þeir heimsækja **Blackpool** í Úrvalsdeildinni á morgun. Þegar þetta er skrifað stendur til að leikurinn fari fram en heimavöllur Blackpool er sá eini í deildinni sem er ekki með upphitaðan grasvöll þannig að það gæti orðið tvísýnt. Nýjustu fréttir herma að völlurinn verði skoðaður í hádeginu á morgun, 3-4 tímum fyrir leik, og endanleg ákvörðun tekin þá.

En á meðan gerum við ráð fyrir að þessi leikur fari fram.

Andstæðingar okkar eru spútniklið ársins. Það spáði enginn þessu liði neinu öðru en beinu falli niður í næstefstu deild aftur fyrir þetta tímabil. Ég gekk svo langt að spá því að þeir gætu mögulega bætt metið í litlum stigafjölda í vetur en annað hefur aldeilis komið á daginn. Þeir sitja í dag í 10. sæti deildarinnar, einu sæti neðar en við með jafnmörg stig en verri markatölu, en hafa þó leikið leik minna. Þeir eru á góðri leið með að tryggja sér sess í deildinni þetta árið og gott betur. Þá gerðu þeir sér lítið fyrir og skúruðu gólfið með okkar mönnum á Anfield fyrr í vetur, en matarlystarinnar vegna ætla ég að rifja þann leik sem minnst upp.

Liðið þeirra á morgun er hins vegar frekar meiðslum hrjáð. Það vantar nokkra pósta í þetta lið eins og Baptiste, Harewood og Gilks á meðan prímusmótor liðsins, miðjumaðurinn Charlie Adam sem farið hefur á kostum í vetur, er í leikbanni vegna fjölda gulra spjalda.

Við búumst engu að síður við sterku, vel skipulögðu og sókndjörfu liði Blackpool á morgun enda hefur stjórinn, Ian Holloway, unnið sér það inn að menn geri ekki ráð fyrir auðveldum sigri á móti þeim appelsínugulu.

Af okkar mönnum er það helst að frétta að Jamie Carragher er enn frá vegna meiðsla og Jay Spearing líka. Aðrir eru heilir, þar með talið Steven Gerrard og Daniel Agger. Ég stórefa að Agger rölti beint inn í liðið en geri ráð fyrir því að Gerrard taki pláss David Ngog en annað haldist óbreytt. Byrjunarliðið okkar á morgun ætti því að líta svona út:

Reina

Johnson – Kyrgiakos – Skrtel – Konchesky

Kuyt – Lucas – Meireles – Maxi
Gerrard
Torres

**BEKKUR:** Jones, Agger, Aurelio, Poulsen, Joe Cole, Babel, Ngog.

**MÍN SPÁ:** Blackpool-liðið er erfitt heim að sækja og það er ekki eins og okkar menn séu að geta blautan skít á útivelli í vetur, en þegar ég lít yfir meiðslalista Blackpool leggst þetta aðeins betur í mig. Blackpool er lið sem skorar yfirleitt alltaf og því þarf að ná tveimur mörkum en ég held að það sé kominn tími á góða frammistöðu hjá Fernando Torres. Við hefnum okkar með **2-1 útisigri** og Torres skorar bæði.

Gleðilega (matar)hátíð öllsömul, vonandi verðum við í góða skapinu fram á þriðja í jólum!

64 Comments

 1. Ég vona að þessi leikur fari fram…

  Við tökum þetta 1-3, Kuyt, Gerrard og Torres….

  Konan mín gaf mér risastórt Tv í jólagjöf og ég ætla að njóta þess að horfa á boltann næstu daga…
  Vonandi eiga allir góð jól kæru vinir..

 2. Flott upphitun og skemmtilegt upphitunarvideó 🙂

  Ég veit ekki hvað skal segja með leikinn, útileikur hefur haft samasemmerki við töpuð stig alltof lengi, þrátt fyrir hvít jól og allskonar jólakraftaverk hef ég litla trú á að við séum að fara að taka 3 stig í þessum leik því miður 🙁

  Jafntefli tel ég líklegast á morgun, og áframhaldandi ógleði með stjórann okkar fram að næsta heimaleik.

  Gleðileg Jól !

 3. skemmtilegt Quiz ! tp://www.liverpoolfc.tv/news/latest-news/the-lfc-tv-christmas-quiz

 4. Vonandi fer bara leikurinn fram og að við fáum 3 góð stig í jólagjöf frá okkar mönnum og vonandi kemst Torres aftur í gang og ekki væri verra ef Gerrard kæmi inn með látum.

  Spái 1-4 … Torres og Gerrard með sitthvor 2

 5. Feliz Navidad!

  Snilldarmyndband =)

  Spái þó að leikurinn á morgun verði ekki sama snilldin. 3-1 tap þar sem Kuyt klórar í bakkan 🙁

 6. Þessir bretar eru svo miklar kjellingar að leiknum verður frestað…

 7. Hvað er þetta, við vinnum þennann leik auðvitað. Spái þessu 2 0 þar sem Johnson setur eitt af sínum mörkum hlaupandi inn frá kanntinum og svo setur Torresinn eitt !

 8. Ég spái því að þessi leikur fari ekki fram, ef hann hins vegar verður spilaður vinnum við hann á marki Gerrards, 0-1.

 9. Jólin fólk. Takk fyrir upphitunina. Er með eina hugmynd og tillögu fyrir upphitara þessarar síðu. Það er að setja inn kl hvað leikirnir eru. Veit, endalaus frekja um þjónustu 🙂

 10. af hverju eru ekki þessir helvítis Blackpool leikir færðir á annan völl, hvenær á að spila þá, í Júlí?

 11. Mér sýnist liðið ætla að fara taplaust í gegnum jólavertíðina.
  Vonandi að menn nýti leikjahvíldina vel og mæti mæti vel stemmdir í næsta leik.

  Næsti leikur verður gegn Wolves. Wolves leikur í dag, svo gegn Liverpool þann 29. des og svo þann 1. jan gegn West Ham. McCarthy fékk 25.000 punda sekt á síðasta tímabili þegar hann gerði 10 breytingar á byrjunarliðinu milli leikja þegar prógramið hjá liði hans var orðið nokkuð stíft. Vissulega stillti hann upp sínu allra lakasta liði í miðleiknum á móti Man Utd á leikvelli martraðanna.
  Hann var gagnrýndur af mörgum en hrósað sérstaklega af einum manni, Ferguson en Man Utd vann þann leik örugglega 3-0.

  Það verður ansi fróðlegt að sjá hvaða liði Wolves stillir upp í leiknum gegn Liverpool í ljósi þess að liðið er í nákvæmlega sömu stöðu og það var í fyrra þ.e. á leik gegn liði í botnbaráttu einungis þremur dögum eftir Liverpool leikinn. Annars á það ekki að skipta neinu máli hvaða lið mætir mætir til leiks á Anfield, krafan er og verður alltaf 3 stig af hálfu Liverpool.

 12. Hvernig stendur á því að það er svona lítið mál að troða okkar frestuðu leikjum á strax í janúar en ManU og Chelsea spila ekki fyrr en í mars ? Afherju er td sá leikur ekki settur á 12 Jan.

  Ætli þetta hafi eitthvað með hinn heilaga Ferguson að gera ?

  Annars þéttist programmið í janúar og við spilum allavegana 9 leiki frá 29des til 2 feb sem gera ca leik á 3.88 daga fresti.

 13. það verður vonandi bara gaman að þurfa ekki að bíða lengi eftir næsta Liverpool-leik í janúar 🙂

 14. Það er bara fínt að leikjum sé frestað þá tapast þeir allavega ekki á meðan 🙂 Fínt ð eiga nokkra leiki inni þangað til Deschamps tekur við 🙂

 15. Það er jákvætt að þetta er sennilega lengsta samfellda tímabil í stjóratíð Hodgson hjá Liverpool án taps. En það endist sennilega ekki mjög lengi því fyrr eða síðar þarf liðið að spila á útivelli.

 16. Mér finnst alveg merkilegt hvað menn sýna Eiði Smára litla virðingu. Þarna er um þann knattspyrnumann okkar Íslendinga að ræða sem hefur náð hvað lengst. Ótrúlegt að lesa ummæli margra um manninn sem eiga ekki séns á að komast með tærnar þar sem Eiður Smári hefur haft hælana undanfarin ár.

  Vissulega tók Eiður líklega ranga ákvörðun er hann fór til Barcelona á sínum bestu fótboltaárum þar sem hann fékk lítið að spila en hver hefði hafnað því að spila við hlið Ronaldinho og fleiri snillinga á þessum tíma? Eiði tókst a.m.k. að skora mörk fyrir Barcelona, það hafa það ekki margir á ferilskránni. Hann hefur verið óheppinn síðustu ár með ferilinn og Monaco var ekki rétt skref, því miður, en nú er hann kominn aftur í PL og hann mun koma til baka… vitð þið til…

  Ég er a.m.k. á þeirri skoðun að Eiður eigi meira inni hjá okkur minnimáttarþjökuðu íslensku smáborgurunum en að vera kallaður Hlunk-Johnsen og búðingurinn…

 17. er ekki Búðingsen fín þýðing á Pudjohnsen ?

  Tek það fram að ég ber mikla virðingu fyrir Eiði Smára sem knattspyrnumanni, besti íslenski knattspyrnumaðurinn sem uppi hefur verið á eftir Ásgeiri Siguvinssyni. Þessar afsakanir Pulis fyrir láta hann ekkert spila vegna þyngdar standast samt vart skoðun hjá manni sem hefur æft hjá félaginu í um fjóra mánuði. En það hlýtur nú að mega grínast aðeins með þetta…

 18. Jújú, auðvitað má grínast með þetta… það má grínast með allt… mér finnst bara oft Guðjohnsen grín keyra um þverbak og oft vera litað af minnimáttarkennd grínistans… ekki að svo sé um þig en bara fengið nóg af þessu… ég held að Pulis sé bara að taka Íslendingafrystimeðferð á hann eins og hann hefur gert við marga í gegnum tíðina…

 19. FOkK mY LiFe ! var búinn að seigja við konuna : ferð þú ekki bara ein með srákinn í þetta fjölskylduboð þitt klukkan 3 . það er nefnilega Liverpool leikur þá sem mig langar sjá ! Hún sagði jújú allt í lagi. Svo er búið að fresta helvítis leiknum ! hvað á ég þá að gera?

 20. Sammála þér Royal. Eiginlega alveg merkilegt hvað búið er að hrauna yfir Eið undanfarin ár þrátt fyrir hans hæfileika á fótboltavellinum. Ég veit ekki til þess að þessi maður hafi gert nokkuð sérstakt af sér til að eiga þetta skilið.

  Ætli gamla grimma öfundsýkin sé ekki helst um að kenna en við íslendingar erum auðvitað heimsmeistarar í henni eins og öllu öðru.

 21. Ánægður með að þessum leik sé frestað. Þá getur maður slappað af og notið hátíðanna í rólegheitunum. Sérstaklega þar sem það voru 90% líkur á að Hodgson myndi tapa stigum í dag.

 22. Í mínum huga er ekki spurning um að það á færa þennan leik á annann völl. Enska FA hlýtur að skoða þessi mál í framhaldinu í leyfisveitingakerfinu sínu.

  Í tilfelli Eiðs Smára þá er eitthvað stórkostlegt að. Það er alveg augljóst. Ég verð alltaf óskaplega hryggur þegar ég les niðrandi ummæli um Eið skrifað af Íslending. Einhvernveginn þá fæ ég alltaf á tilfinninguna að viðkomandi sál líði ekkert alltaf nógu vel með sjálfa sig… Ekki það að segja að Eiður sé ósnertanlegur. Alls ekki. En þessi uppnefni eru engum til minnkunar, nema þeim sem þau skrifa…

  Liverpool kveðjur frá Selfossi

 23. Skemmtilegt að maður sem kallar sig “Royal” skuli vera á móti því að einhverjum sé líkt við búðing 🙂

 24. Frestaðir leikir eru hausverkur fyrir öll lið sem berjast á mörgum vígstöðvum. United spáin fyrir leiki dagsins :

  Blackburn v Stoke 2 – 1

  Bolton v West Brom 2 – 0

  Man Utd v Sunderland 2 – 0

  Newcastle v Man City 1 – 1

  Wolverhampton v Wigan 3 – 1

  Aston Villa v Tottenham 1 – 2

  Og svo stórleikurinn á morgun :

  Arsenal v Chelsea 2 – 2

  Jólakveðja frá Old Trafford

 25. Smá “off topic”. Ég myndi vera spenntur fyrir Deschamps sem þjálfara Liverpool, sá einhversstaðar þar sem var verið að bendla honum við Liðið.

 26. Samantekt af slúðri frá fótbolti.net varðandi Liverpool:

  Didier Deschamps er efstur á óskalista Liverpool sem eftirmaður Roy Hodgson knattspyrnustjóra. (News of the World)

  Liverpool hefur boðið Utrecht 8,5 milljónir punda í framherjann Ricky van Wolfswinkel sem hefur skorað 11 mörk í 17 leikjum í Hollandi. (talkSPORT)

  Roy Hodgson stjóri Liverpool hefur boðið Hollendingana Ryan Babel og Dirk Kuyt í skiptum fyrir Davide Santon hægri bakvörð Inter Milan. (IM SCouting)

  Liverpool ætlar að reyna að kaupa Edin Dzeko frá Wolfsburg og gæti látið Ryan Babel og Daniel Agger í skiptum. Manchester City vill líka fá framherjann sem gæti farið á 34 milljónir punda vegna klásúlu í samningi sínum. (Sunday Telegraph)

  Frétt frá Fótbolta.net. Sjá alla fréttina: http://www.fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=101862#ixzz19EUeA98b

 27. Finnst ykkur ekki að það ætti að vera skylda að þegar lið kemst í úrvalsdeild að það sé með upphitaðan völl? Smá pæling

 28. Þó Bretar séu skemmtilegasta fólk í heimi og ég elska þessa þjóð þá hef ég komist að því að þetta eru aumingjar og kellingar, leik Blackpool og Liverpool var frestað í dag vegna þess að völlurinn hjá Blakpool er ekki með hita undir vellinum og það var svo kalt og blablabla en veðrið í Blackpool í dag er mínus 1 gráða, kommon

  Hvað ætli maður hafi oft leikið sér úti í fótbolta þó það hafi verið 10-15 stiga frost og völlurinn harðari en malbik? þeir verða líka að taka tillit til fóks sem kannski hefur ferðast héðan og þaðan úr heiminum til þess að horfa á þessa leiki sem þeir fresta út af einverju eins minniháttar og þessu

 29. voðalega eru menn viðkvæmir þó einhverjir geri grín að eiði smára,má ekki gera grín að honum eins og hverjum öðrum,róið ykkur í vælinu…áfram liverpool

 30. ef liverpool ætlar að skipta um stjóra í sumar þá á ekki leifa hodson að versla eða selja leikmenn
  hann kaupir bara rusl menn.

 31. HVAÐ SAGÐI ÉG!!

  1. Drési says:
   26.12.2010 at 00:27

  Þessir bretar eru svo miklar kjellingar að leiknum verður frestað…

 32. Drési þú ert ótrúlegur, ef einhver þekkir hugarfar Breta, ástand Blackpool vallarins og þankagang dómarans þá ert það þú. Hefurðu ekkert spáð í að selja aðgang að þessari spádómsgáfu?

 33. Það þéttist prógrammið í janúar, 7 leikir á dagskrá nú þegar í þeim mánuði, en aðeins 2 leikir eins og staðan er í dag. Samt er okkar frestaða leik plantað í janúar, en manutta í mars, hmm,, skrítið, eða hvað ?

  Hvað varðar Eið Smára, þá held ég að kallinn ætti bara að koma sér frá Stoke, það er augljóst að þessi Pulis er enn eitthvað bitur út í okkur Íslendinga ;-). Eiður er örugglega komin í form eftir 4 mánuði hjá Stoke, annars veit þetta framkvæmdastjórF… ekki hvað hann er að gera.

  YNWA

 34. Það kemur fram í fréttum í dag að ekki er skylda að hafa upphitaða velli í PL og að Blackpool ætlar sér að vera með svoleiðis völl næsta vetur, sama hvaða deild þeir spila í. Það er pínu fyndið að setja þetta í samræmi við þetta hörku leyfis kerfi hér á landi,, þar sem ÍBV verður rekið niður um deild að því að stúkan þeirra tekur ekki meira en 10% af íbúafjölda Vestmanneyja. 🙂

  Mér fannst reyndar mun grátlegra að Fulham leiknum væri frestað, þar var völlurinn þó í lagi. Og Fulham í skítnum þessa dagana, með “vin okkar” Mark Hughes enn “vinsælli” meðal stuðningsmanna en nokkurn tíma Hodgson meðal stuðningsmanna LFC.

  Við fáum þó vonandi að spila þennan Wúlfs leik….fjandinn hafi það!

 35. Þeir sýna alvöru vilja til árangurs þessir eigendur ef þeir myndu ná í Edin Dzeko og Eden Hazard í janúar :), er nú verið að bendla okkur við Dzeko og þá hefur Hazard áður verið nefndur.

  How good would that be ?

 36. Gerrard 46. Dzeko vill spila i championslige og Manchester UTD vilja fá hann svo að hann kemur ekki til LFC sem virðist ekki heldur hafa fjármagnið til að keppa um svona leikmenn. Svo erum við líka um miðja deild og ef ekki hefði verið frestað leiknum á móti Blackpool værum við sennilega stjóralausir í dag. Nei drengir okkar lið þarf að byggja upp frá grunni og það er á þessari stundu alveg óljóst hvernig sú uppbygging tekst til,við gætum þess vegna endað eins og Nottingham Forrest eftir nokkur ár,það gæti alveg skeð og er bara alls ekki svo ólíklegt þegar maður horfir hlutlaust á liðið sem við höfum í dag. Gerrard,Charrager og Kauyt allir á ferrtugs aldri , Torres virðist ekki nenna þessu lengur,Glenn Jhonsson á leiðinni í burtu og Fergusson að bjóða í Reina,þarf ég að segja meira? Já það eru ekkert skemmtilegir tímar framundan og þeir ykkar sem lifið enþá í fortíðinni og haldið að titillinn sé bara rétt handan við hornið vil ég bara segja .Vaknið upp við lyktina af Kaffinu!!!!!!

 37. Nr. 47 Tommi

  Getur verið að þú hafir farið veggmegin framúr og óvart dýft nefinu í sjóðandi heitt kaffið þegar þú varst að reyna að finna lyktina af því?

  Dzeko vill spila i championslige og Manchester UTD vilja fá hann svo að hann kemur ekki til LFC sem virðist ekki heldur hafa fjármagnið til að keppa um svona leikmenn.

  Varstu að tala við hann persónulega? Það vilja allir leikmenn spila í meistaradeildinni en það er ekki þar með sagt að það sé útilokað fyrir Liverpool að kaupa sterka leikmenn þó við séum ekki í þeirri deild akkurat í augnablikinu.

  Hvað fjármagið varðar þá bendir nú bara mjög margt til að við höfum bara alveg efni á RÉTTU leikmönnunum. Það er ekki þar með sagt að ED á uppsprengdu verði sé endilega rétti leikmaðurinn en ég hef fulla trú á að NESV hafi alveg efni á honum sé viljinn fyrir hendi…sem ég held að sé ekki.

  Svo erum við líka um miðja deild og ef ekki hefði verið frestað leiknum á móti Blackpool værum við sennilega stjóralausir í dag.

  Það væri nú mun meira heillandi heldur en núverandi staða enda Hodgson handbremsan þ.a.l. farin´af klúbbnum. Það er ekki eins og það yrði vesen að fá nýjan stjóra til liðsins.

  Nei drengir okkar lið þarf að byggja upp frá grunni og það er á þessari stundu alveg óljóst hvernig sú uppbygging tekst til,við gætum þess vegna endað eins og Nottingham Forrest eftir nokkur ár,það gæti alveg skeð og er bara alls ekki svo ólíklegt þegar maður horfir hlutlaust á liðið sem við höfum í dag.

  Jáhá, ég spyr aftur, fórstu veggmegin frammúr? Við vorum að losna við Gillett og Hicks, klúbburinn ætti að standa þokkalega og rekstur félagsins er nokkuð góður og tækifærin sannarlega til staðar. Gefum NESV a.m.k. 1-2 leikmannaglugga áður en við töpum okkur í svona heimskulegu þunglyndisröfli.

  Gerrard, Charrager og Kauyt allir á ferrtugs aldri , Torres virðist ekki nenna þessu lengur,Glenn Jhonsson á leiðinni í burtu og Fergusson að bjóða í Reina,þarf ég að segja meira?

  Gerrard á 2-3 ár eftir og öll lið myndu eiga í basli með að fylla hans skarð. Liverpool hefur samt gert það ótal sinnum í gegnum tíðina og eins og máltækið segir, það kemur maður í manns stað. Carragher fer að spila minna á næstu árum og ég efa ekki að við fáum annan miðvörð í staðin fyrir hann. Kuyt er leikmaður sem svo sannarlega er alveg hægt að fylla í skarðið á, með fullri virðingu fyrir honum.

  Er Torres ekki að nenna þessu nei? Hverjum er ekki sama þótt Ferguson langi í Reina og er Glen Johnson eini bakvörðurinn í heiminum…hvað þá farinn frá klúbbnum?

  Já það eru ekkert skemmtilegir tímar framundan og þeir ykkar sem lifið enþá í fortíðinni og haldið að titillinn sé bara rétt handan við hornið vil ég bara segja .Vaknið upp við lyktina af Kaffinu!!!!!!

  Frekar held ég áfram að vera temmilega bjartsýnn á framhaldið, sérstaklega í ljósi þess að Gillett og Hicks eru horfnir á braut heldur en að hlusta á röfl eins og þetta.

 38. “Getur verið að þú hafir farið veggmegin framúr og óvart dýft nefinu í sjóðandi heitt kaffið þegar þú varst að reyna að finna lyktina af því?”

  Babu, ég geri ráð fyrir að þetta hafi einhvern tíman komið fyrir þig 😉

 39. Babu 48. Ég nefndi þessa leikmenn af því að þetta er hryggurinn í liðinu, ég hefði svo sem alveg getað nefnt v/ bakkinn Konsetsky eða hvað hann nú heitir,Paulsen,Cole,Skertl,Babel,listinn er langur af miðlungsmönnonum sem við höfum. En þú hefur rétt fyrir þér með það að oftast er betra að sjá glasið hálfullt frekar en hálftómt . En þessir nýju eigendur hafa ekkert gert enþá sem segir mér að framtíðin sé eitthvað sérlega björt,common við sitjum enþá uppi með Roy Fuckking Hodgson sem stjóra og höfum unnið einn útileik á tímabilinu sem er hálfnað. Bolton er að stinga okkur af í baráttunni um evrópusæti . það sem ég hef heyrt um þessa eigendur er að þeir segjast ekkert vita um fótbolta og vilja gefa sér tíma til að læra fótbolta? Þeir fá engann tíma til að ná Man city, Chelsea,Ferguson og Arsenal sem í dag hafa öll úr meiri peningum að moða en við og það sem verra er að það bil mun bara aukast á meðan við erum ekki í champions lige. Svo máttu bara alveg segja mig svartsýnann, ég tel mig nú bara sjá hlutina eins og þeir eru,en hef samt vonandi rangt fyrir mér.

 40. þú verður að sýna aðgát, hann er pínu viðkvæmur og á það til að taka hlutina persónulega… og finnst fátt skemmtilegra en að copy-paste-a

  • þú verður að sýna aðgát, hann er pínu viðkvæmur og á það til að taka hlutina persónulega… og finnst fátt skemmtilegra en að copy-paste-a

  Humm, geri ráð fyrir að þú sért að tala um mig dúlli.

  Þetta er nú að ég held það eina sem ég hef tekið persónulega í þessum þræði! Veit reyndar ekki alveg hvernig ég átti að taka ummæli Tomma eitthvað persónulega þó ég hafi svarað þeim? En vissulega er geðveikt að copy/paste-a

  Nr. 49 Gylfi

  Nei reyndar ekki, allavega ekki kaffi parturinn þar sem ég drekk ekki slíkt 🙂

 41. Skemmtileg pæling hér http://www.liverpool.vitalfootball.co.uk/article.asp?a=225802
  Væri alveg til í að fá þennan dreng á Anfield og þá gæti Torres líka aðeins farið að brosa í annað.

  Fer reyndar vaxandi í taugarnar á mér þetta andleysi í Torres. Frábær leikmaður þegar hann er í stuði en fjandanum verri þegar hann er ekki í stuði þar sem allir eru að bíða eftir að hann geri eitthvað stórkostlegt, búi eitthvað til, en svo þegar leiknum lýkur þá segja menn “ojæja hann var víst ekki í stuði í dag”

  Ef hann fer ekki að hysja upp um sig buxurnar og standa sig eins og atvinnumaður í hans flokki á að gera þá væri betra að selja hann fyrir trilljónir núna.

  Hélt aldrei að ég myndi láta svona út úr mér….úff hvað þetta tímabil er farið að gera manni

 42. Mér sýnist þessi Dzeko nú bara vera hægur spilari. Sérstaklega í endursýningunum.

 43. Ef að ég sé og heyri einu sinni enn þessa auglýsingu frá símanum og Hjörvari Hafliða um að það sé styttra síðan Leeds vann deildina en Liverpool þá kveiki ég í helv sjónvarpinu og segi upp þessu helvítis drasli frá símanum, þvílikur viðbjóður þessi helv augls……

 44. En vissulega er geðveikt að copy/paste-a Sammála 🙂

  En hvað er að frétta !!!
  Nokkrir dagar í gluggan og ekkert djúsi að ske á markaðinum? Og ekki eins og maður geti drepið tíman yfir leikjum með þessu liði… tja þeir hafa þó ekki tapað síðan 11.des 🙂

 45. Ég er viss um að LFC á eftir að landa einhverjum “alvöru” nöfnum í janúar, kæmi mér ekkert á óvart ef Aguero væri einn af þeim. Lífið væri nú ósköp ömurlegt ef maður leyfði sér ekki að dreyma eilítið.

 46. Fáum við aldrei að sjá okkar ástæla lið spila aftur ??? þetta lengir bara hryllingin okkar með RH.

 47. Jæja eru ekki allir örugglega orðnir spenntir fyrir stórleiknum gegn Wolves á morgun?

  Ef liðið tekur ekki örugg 9 stig í næstu 3 leikjum þá held ég barasta að maður geti snúið sér að því að fylgjast með norska kvenna handboltanum hérna í Noregi eða eitthvað…

  Ætlast til þess að liðið rúlli yfir Wolves á morgun….

 48. Já Viðar ef maður lítur á töfluna þá lítur þetta ekki vel út. Liðið má bara ekki klikka mikið núna og karlinn má varla við að tapa stigum í þessum næstu þrem leikjum. Ef hann tapar einum af þessum leikjum þá kæmi mér ekkert á óvart að hann yrði látinn fara enda “árangurinn” hjá þeim gamla vægast sagt slakur.

 49. Við eigum nú einhverja 7 eða 8 leiki í jan og menn verða að fara að hala inn stig.
  En hvar er upphitun ?

 50. Þetta verður skemmtilegur janúar með fullt Liverpoolleikjum. Spái því að liðið fari á svaka run og G&T verði óstöðvandi.

  Jóla- og áramótakveðja frá einum bjartsýnum og ótrúlega jákvæðum

Gleðileg jól

Wolves á morgun