Opinn þráður / Könnun Rafa vs. Roy?

Það er ekkert sérstaklega mikið að frétta af okkar mönnum þessa dagana enda var heimaleiknum gegn Fulham frestað síðasta laugardag og líklegt er að útileiknum gegn Blackpool verði líka frestað. Reyndar er afar stutt núna í að janúarglugginn opni og óhætt að fullyrða að stuðningsmenn Liverpool fylgjast afar spenntir með því hvað kemur til með að gerast í honum. Engu að síður hefur ennþá ekki lekið út neitt slúður sem mark er takandi á og því um að gera bíða rólegur a.m.k. þar til glugginn opnar.

Heitasta umræðuefnið í dag er auðvitað Rafa Benitez sem er svo sem ekkert nýtt á þessari síðu, en núna herma fréttir að Massimo Moratti hafi rekið Benitez eða sé alveg við það að gera það. Benitez er allavega farinn til Liverpool borgar þar sem hann á ennþá heimili þar sem hann hyggst halda jólin (ath: ítalska deildin fer í frí á þessum árstíma).

Af þessu tilefni hendum við inn könnun sem er á svipuðum nótum og margir eru að spyrja um þessar mundir. Ef við gefum okkur að Rafa Benitez sé á lausu, búsettur í Liverpool og tilbúinn að koma aftur og vinna eftir hugmyndafræði NESV:

Hvort viltu fá Benitez aftur eða gefa Hodgson séns áfram út tímabilið?

 • Ekki viss / Hvorugan (50%, 712 Atkvæði)
 • Rafa Benitez aftur strax (40%, 571 Atkvæði)
 • Roy Hodgson áfram (9%, 133 Atkvæði)

Fjöldi atkvæða: 1,417

Loading ... Loading ...
Benitez aftur eða Hodgson áfram?

191 Comments

 1. Samkvæmt Sky sport er búið að reka Benites. Í guðana bænum er ekki hægt að horfa fram á veginn í staðinn fyrir að horfa endlaust í baksýnisspegilinn. Benites var kominn á endastöð með þetta. Svona uppfyllingarefni á annar góðri síðu er frekar dapurt…

 2. það er rosalega umdeilt að fá rafa aftur þar sem greinilegt er að hann á erfitt með að vinna með stjórninni hjá félagi sem hann er að vinna hjá en eitt er allavega á hreinu……
  hann stendur alltaf með leikmönnum sínum sem roy virðist ekki gera þegar hann gagnrýnir þá alltaf opinberlega og á fáránlegum tímum………

  satt best að segja væri ég miklu meira til í að hafa rafa frekar en roy……..

  rafa hefur t.d. sagt það oftar en einusinni að hann myndi koma aftur í fjölmiðlum og gefið fúlgur í hillsborough sjóðinn og annað……..

 3. ég kaus Benitez frekar en að hafa Roy áfram. Vildi miklu frekar einhvern annan en Benitez, en þegar valið er á milli Roy og Benitez þá vel Benitez alla daga vikunar

 4. Come on Jón, þetta er heitasta umræðuefnið núna og bara alveg kostur í stöðunni fyrir NESV þó ekki sé hann líklegur. Umræða síðasta þráðar var að snúast upp í einmitt þessar vangaveltur og því sé ég ekki alveg hvað er svona dapurt við þetta?

  Þar fyrir utan er þetta eins og áður segir alveg kostur í stöðunni fyrir NESV enda Liverpool er með vonlausan stjóra núna sem þeir erfðu og vantar reyndan og góðan stjóra með gott track record. Ef Benitez er ekki einn af þeim kostum sem þeir a.m.k. velta fyrir sér verð ég mjög hissa enda þekkir hann liðið betur en allir aðrir og er mun vinsælli t.d. í Liverpool borg heldur en að því er virðist hér á landi.

 5. Tekið af heimasíðu Inter 21 December 2010 22:24:42
  MILAN – Just a short while ago, as he left the Saras offices, Inter president Massimo Moratti answered a few questions from the waiting journalists.

  Here are his comments in full:
  Mr Moratti, what was the outcome of your marathon meeting?
  “There was no marathon meeting. I had my own business to attend to and other people met among themselves. I certainly didn’t have a marathon meeting.”

  Is Rafa Benitez still the Inter coach?
  “Yes, he is. In this precise moment he’s the Inter coach, unless I’m mistaken.”

  Have you got anyone else in mind?
  “No, there’s no one else. I’ve heard and read about the supposed contact we’ve had with other coaches but the Club hasn’t contacted anyone and won’t until the current situation is cleared up.”

  So you haven’t spoken to Leonardo?
  “And when exactly, this evening?” (he smiles)

  A few months ago…
  “Come off it.”

  Bara svona til að upplýsa hvernig staðan er á Benites vs Inter.

 6. Hvort viltu fá Benitez aftur eða gefa Hodgson séns áfram út tímabilið?

  ekki mikið val í þessari spurningu……. hvorugur góður kostur…….

 7. Skipta vonlausum stjóra út fyrir annan vonlausan stjóra???….vantar “hvorugan” valmöguleika þarna.

 8. það ætti kannski koma með fjórða spurningu um að reka Roy og fá einhvern annan en Rafa

 9. Nei aldrei vil ég sjá Benitez aftur. Eru menn búnir að gleyma síðasta tímabili. Maðurinn var búinn á því hjá okkur. Oft á tíðum alveg glórulaust byrjunarlið, skiptingarnar eins og þær voru og stemning í hópnum var engin. Ótrúlega leiðinlegur á hliðarlínunni, alltaf að teikna og engin viðbrögð við mörkum.

  Talandi um viötöl, hver man ekki eftir listanum fræga sem var frekar neyðarlegt atriði vægt til orða tekið og svo svaraði hann oftar en ekki bara útí hött þegar hann var spurður að einhverju varðandi liðið.

  Tek það skýrt fram samt að ég vil endilega losna við Roy kallinn en ekki bara til að losna við hann. Við hinkrum eftir rétta manninum sem verður svo hjá okkur næstu árin.

 10. Ég var aldrei stuðningsmaður Benitez þegar hann var hjá Liverpool,en það er alveg á hreinu ég vill fá hann aftur til starfa,frekar en þessar hörmung sem er núna.

 11. Jú jú.. eflaust hefði verið skynsamlegra að hafa fleir valkosti við þessa spurningu, ef menn voru að leita mannfræðilegum réttum niðurstöðum. Aðferðafræðin var þá kanski ekki alveg marktæk, uppá það að gera.
  En það læðist bara að mér sá grunur, að könnunnarstjóri hafi ekkert verið að bretta upp skálmarnar og vaða í einhverja fræðilega greiningu á þessu… heldur bara að velta fyrir sér, hvorn kostinn menn tækju frekar ; Rafa eða Roy, í akkúrat núverandi ástandi. Burt séð frá því hvort báðir kostirnir hafi verið slæmir, eða góðir…

  Þið getið þá bara umorðað spurninguna í kollinum á ykkur : af tvennu illu, hvorn stjórann mynduð þið vilja sjá stýra liðinu, út maí ? !!

  Ég held að þetta hafi nú meira verið til gamans gert, frekar en að fá fræðilega niðurstöðu í þetta mál….. þó ég viti auðvitað ekkert hvað Babu var að hugsa þegar hann smellti þessari könnun hérna inn… enda veit það yfirleitt ekki nokkur maður !!

  En ég kaus Rafa frekar, á þessum forsendum sem ég minntist á að ofan…
  Ég myndi frekar vilja sjá Rafa stýra liðinu út maí, en RH… en þó vildi ég helst sjá einhvern allt annan…

  Insjallah…
  Carl Berg

 12. Nei aldrei vil ég sjá Benitez aftur. Eru menn búnir að gleyma síðasta tímabili.

  Eru menn búnir að gleyma þarsíðasta tímabili?

 13. Babú, geturðu sýnt mér einhverjar tölur sem segja að Benitez sé vinsælli í Liverpool borg en virðist hér á klakanum? Hlítur að hafa þær fyrst þú getur hent þessu svona fram eins og þetta sé einhver sannleikur.

  Nú hef ég farið á leik í vetur, meira að segja tvo, og ég get nú bara sagt þér af því fólki sem ég talaði við eða heyrði tala, þar á meðal inná Park, að fólk var almennt mjög ánægt að losna við Rafa þó Roy hafi kannski ekki verið á óskalistanum.

 14. Vantar valmöguleika, vil ekki benítez, en vil samt benítez frekar en Hodgson

 15. Uppfærði Ekki viss möguleikan í Ekki viss / hvorugan.

  Það er annars verið að spyrja hvort menn vilji Benitez aftur eða Roy áfram í ljósi þess að hann virðist aftur vera á lausu (og margir voru ekki sáttir við að hann var látinn fara).

  Annars les ég ekki mjög mikið í þennan brottrekstur, Inter liðið hefur verið í tómu meiðslaveseni í ár sem gerir það ekki léttara að fylla skarð Mótormouth. Svo hefur maðurinn sem öllu ræður hjá Inter tvisvar sinnum ráðið Roy Hodgson sem stjóra!!! Þarf að ræða það frekar? 🙂

 16. Það eru tveir þjálfarar sem hef haft huga sem framtíðar þjálfari Liverpool það eru André Villas Boas og Dider DEschamps enda er þeir ein af eftirsóknustu þjálfarar í bransanum og ungir og spila góðan fótbolta en fá Rafa til baka bara til þess Reka Roy mynd nú ekki breyta neinu og svo myndi hann ekki passa sem framtíðarþjálfari NESV sem þeir væri elta eftir enda þjálfari sem er stjórna klassalið einsog Inter með leikmenn einsog Julio Cesar , Lucio svo fara spyrja eigandann um að kaupa fimm leikmenn er bara úti hött og segja útaf því að þjálfari sem var búinn að kaupa 5 leikmenn seinasta season að geta það sama enda var Mourinho ekki kannski búinn að vinna eitthvað fyrir þeim leikmönnum sem hann keypti með því að vinna 2 sinnum deildina og halda san siro ótaplaust. Ein önnur ástæða að Roy verður ekki rekinn fyrir en eftir desember er að hefur respect hjá mörgum ungu leikmönnum Liverpool einsog þetta viðtal sannar hjá Jay Spearing:
  http://www.goal.com/en-gb/news/2896/premier-league/2010/12/21/2271020/liverpool-midfielder-jay-spearing-pleased-to-be-given-chances-to-

 17. ATH!!

  ég er ekki að verja rafa en það ætti kannski að horfa aðeins í hvaða aðsæður síðasta tímabil var spilað…..það var fengið frekjuhundinn purslow inn sem managing direktor sem var klárlega með puttana í öllu sem gerðist bæði inná vellinum sem utan…..t.d var hann að reyna segja hogdson hverja hann ætti að losna við á þessu tímabili…… það er eitthvað sem segir manni að rafa myndi nú allavega losa reina við “enska” markvarðastílinn og torres fengi endurnýjun lífdaga með smá stuðning uppá topp……. hann fékk inn marga vonlausa en einnig fékka hann inn mikið af þessum strákum sem eiga að taka við keflinu einsog amoo, shelvey, bruna guðlaug og fleiri

 18. Ég vil Rafa aftur, umfram flesta aðra kosti.
  Það hafa fáir stjórar í PL sem náð hafa eins mikilli tengingu við stuðningsmenn síns liðs og fáir stjórar skilið fólkið sitt jafn vel og Rafa. Hann fattaði um hvað Liverpool snérist og elskaði fólkið frá fyrstu mínútu, og fólkið elskaði hann. Hann náði góðum árangri með leikmannahóp sem var í sínu versta ástandi lélegur, og í sínu besta ástandi samkeppnishæfur. Hann þurfti að glíma endalaust við stjórn og eigendur sem skildu ekki fótbolta, skildu ekki Rafa og umfram allt, skildu ekki Liverpool.

  Talað er um að menn eins og Jamie Carragher hafi verið búnir að fá nóg af honum og viljað hann burt. Ef ég þyrfti að velja í dag um hvort Rafa kæmi heim og Carra legði skónna á hilluna, þá þyrfti ég ekki að hugsa mig um. “Player Power” er ömurlegt dæmi um hversu súr fótboltinn er orðinn og ég vil ekki sjá það hjá Liverpool. Það er einn sem ræður og það er Stjórinn. Því miður er þetta þó staðreynd hjá LFC og menn eins og Stevie og Carra eru bara einfaldlega allt of valdamiklir hjá félaginu.

  Þetta með að vera leiðinlegur á hliðarlínunni er líka eins fjarri því að skipta máli og hægt er.

 19. Svo hefur maðurinn sem öllu ræður hjá Inter tvisvar sinnum ráðið Roy Hodgson sem stjóra!!! Þarf að ræða það frekar? 🙂
  það sýnir liverpool á bjarta framtíð eftir Roy Hodgson verður rekinn hvenær það mun gerast en ég er ekki vissi hvort mundi fá Rafa sem þjálfara heldur myndi velja annan kost:
  þessi vegna valdi ég ekki viss

 20. 2 doddijr: Stendur Rafa alltaf með sínum leikmönnum? Er það þess vegna sem Benayoun er ennþá að brillera í Liverpool borg og Keane fékk alltaf að spila næsta leik eftir að hann skoraði og gríðarlegur fjöldi ungra leikmanna hafa blómstrað í hans stjórnartíð?

 21. Magnað hvað hinn frábæri Benitez entist þarna. Fljótlega eftir að hann tók við hóf hann að drulla yfir Jose Mourinho og rífa niður hans starf. Sagði að breyta þyrfti öllu sem Jose hafði gert. Hverju skilaði það fyrir þennan snilling?

  Jose vann allt á seinasta tímabili, Rafael var rekinn fyrir jól.

  Merkilegt hvað sumir geta alltaf fengið menn upp á móti sér og hvað þessi Benitez er svo frábær eftir allt saman. Náði engu út úr stjörnuprýddu liði Inter eða liði sem var yfirburðarlið í Evrópu þegar hann kom til liðsins.

  Segir allt sem segja þarf um það sem LFC missti.

 22. Já það hefur lítið breyst hjá sumum sé ég. Rafa tók við þreföldu meistaraliði Inter Milan og tókst að koma þeim í miðjumoðið á mettíma, en að sjálfsögðu er það ekki honum að kenna!

 23. Er það þess vegna sem Benayoun er ennþá að brillera í Liverpool borg

  Benayoun var enn hjá Liverpool eftir að Rafa hætti. Rafa vildi losna við hann, en af hverju fór Benayoun fyrst Rafa var ekki enn á staðnum? Vildi hann kanski fara?

  Keane fékk alltaf að spila næsta leik eftir að hann skoraði

  Fannst þér Keane standa sig vel hjá Liverpool?

 24. Rafa tók við þreföldu meistaraliði Inter Milan og tókst að koma þeim í miðjumoðið á mettíma

  Hefurðu fylgst með ástandinu hjá Inter á þessu tímabili?

 25. Ég hef ekki fylgst með Inter í vetur Matti en ég leyfi mér að fullyrða að staðan á liðinu er ekki með nokkru móti Benitez að kenna….ekki frekar en hvernig staðan á Liverpool undir hans stjórn var í fyrravetur.

 26. Auðvitað er svarið augljóst við þessu – hvorugan. Skil reyndar ekkert í því að stilla þessu svona upp. Rafa gerði langt uppá herðablöð með liðið síðasta vetur og var kominn á endastöð með það. Má ég minná Lucas-Masch miðjuna ,,sókndjörfu” sem hann stillti upp leik eftir leik. Guð minn góður, hann má fara til Abu Dabi eða þess vegna lengra. Ef hann kemur aftur til Liverpool borgar má hann enda hjá Everton.

 27. Myndu NESV í huga að Fá Rafa ef hann væri laus þegar myndu byrja að leita af eftirmann Roy Hodgson það tel ég nú ólíklegt vegna hans samskipti við aðrar eiganda svo annað myndi Rafa vera ráðin sem care-taker manager svipað og fólk er hugsa um King Kenny þá umræðu þegar það var heitast talað um að reka Hogdson nei ég held Rafa myndi aldrei hugsa sig taka það starf sem care-taker manager svo ef Roy verður rekinn verður það einhver annar en Rafa sem verður ráðinn sem annað hvort care-taker manager eða hann fær fastan samning ef maður væri leita þjálfara sem er lausir myndi ég frekar Martin O’neill eða Chris Hughton

 28. Ég hef ekki fylgst með Inter í vetur Matti en ég leyfi mér að fullyrða að staðan á liðinu er ekki með nokkru móti Benitez að kenna…

  Vissulega ber Benitez einhverja sök á stöðunni – en Inter liðið fjárfesti ekki í einum leikmanni fyrir tímabilið (þvert á loforð) og seldi sterkan leikmann. Hópurinn þeirra er orðinn gamall og meiðsli hafa verið afar mikil.

  ekki frekar en hvernig staðan á Liverpool undir hans stjórn var í fyrravetur.

  Ertu nokkuð að gleyma síðustu eigendum Liverpool?

 29. Hér eru einhverjir að nota það gegn Benitez að hann lenti upp á kant við eigendur liðsins! Eru menn búnir að gleyma fávitunum sem áttu Liverpool og Benitez þurfti að berjast við síðust ár.

  Benitez var ekki vandamál Liverpool heldur Gillet og Hicks.

 30. Það var búið að ganga frá sölunni á Benayoun áður en Benitez var látinn fara, þó það hafi ekki verið orðið opinbert. Minnir að Benayoun hafi sjálfur upplýst það. Man-management hæfileikar Rafa í hnotskurn, svona á að kveðja mann sem hafði skilað fínu starfi fyrir klúbbinn henda honum út úr hópnum í síðasta heimaleiknum. Gefum Yossi orðið:

  “On the day before the final game of last season at Hull, Benitez pulled me to one side after training and said: ‘You will not be in the squad for this game. Thank you for your three years of service, now you can call your agent to do a deal with another club.’

  “That’s when Chelsea made an offer and the deal was done before Benitez left.”

 31. úbbs.. misritaði… átti að vera í síðasta leik tímabilsins (en ekki síðasta heimaleiknum)… biðst forláts

 32. vilhjálmur#24

  lastu einhverntímann um það að benayoun væri ekki í náðinni eða keane????

  meira að segja bellamy buffaði riise með gólfkylfu uppá hótelherbergi og benitez commentaði ekki á það……..

  svo er ég nú ekkert viss um að rafa hafði mikið með það að segja þegar keane kom….. eitthvað rámar mig nú í það að hann hefði ekki verið fyrsti kostur hjá honum í þeim glugga….. samt man það ekki alveg

 33. Matti: Tekið af Guardian úr viðtali við Benayoun:
  …Benítez pulled him aside in training and said: “You will not be in the squad for this game. Thank you for your three years of service, now you can call your agent to do a deal with another club.”
  “That’s when Chelsea made an offer,” said Benayoun, “and the deal was done before Benítez left.”

  Og ekki að Keane hafi verið uppáhalds leikmaður minn en hann fékk aldrei tækifæri til þess að verða það. Hann skoraði og var tekinn úr liðinu. Hér er ég sjálfsögðu einungis að tala um stuðning Benítez við leikmenn sína, ekkert annað.

 34. Mér finnst nú menn ofmeta Inter liðið undir stjórn Mourinho. Vissulega unnu þeir þrefalt en seint verður sagt að sigurinn í meistaradeildinni hafi verið sanngjarn. Til að mynda nauðguðu Barcelona Inter liðinu í leikjunum í riðlunum þó Mourinho hafi náð að skipuleggja varnarleikinn betur í útsláttarkeppninni. Svo unnu þeir deildina á Ítalíu rétt svo á lokasprettinum. Þetta lið var þar að auki langt frá því að spila einhvern sambabolta frekar en önnur lið Mourinho.

  Myndi velja Benitez fram yfir Hodgson hundrað sinnum en að sjálfsögðu væri maður til í að gefa einhverjum öðrum almennilegum þjálfara tækifærið frekar.

 35. Úps, Jónsi var kominn með þetta.. ekki nógu aktívur að refresha greinilega 🙂

 36. “En ég kaus Rafa frekar, á þessum forsendum sem ég minntist á að ofan… Ég myndi frekar vilja sjá Rafa stýra liðinu út maí, en RH… en þó vildi ég helst sjá einhvern allt annan…”

  Ég tók Carl Berg á þetta, ef ég horfi á þetta blákalt þá vil ég frekar Rafa en Roy anytime.

  Og Jónsi nr 35, var þetta enskur miðill sem “hafði þetta eftir Yossi” ?
  Kaupi þetta bara ekki, sorrý.

  Vil þó ítreka það ég vil helst finna nýjan og spennandi kost fyrir Liverpool, en eins og áður sagði, Rafa frekar en Roy.

 37. Hér kemur ein spurning hvor myndu þið velja sem eftirmann Roy Hodgson til klára þetta tímabil

  1. Rafa

  2. Kenny Daglish

  3. Einhver annar

 38. Til hvers að ræða þetta, Benitez verður aldrei aftur stjóri hjá Liverpool…
  Eina spurningin er : hversu lengi verður Roy stjóri , hinsvegar voru Gerrard, Torres og félgar sem stóðu með því að Benitez var rekinn, ég held að ætti enginn að vona það að Benitez taki aftur við Liverpool

 39. Þetta finnst mér frábær setning hehe

  “Vissulega ber Benitez einhverja sök á stöðunni “

  Nú jæja, þú ert allavega kominn það langt að skilja það að knattspyrnustjórninn beri “einhverja sök” á stöðu knattspyrnuliðsins. Snilld 🙂

  Fyrir þá sem eru að reyna að nota meiðsli sem afsökun fyrir hörmulegu gengi Inter Milan í vetur þá vil ég benda á að nánast allt tímabilið hefur Rafa Benites getað notað menn eins og Walter Samuel, Lúcio, Cristian Chivu, Maicon, Dejan Stankovic, Javier Zanetti, Samuel Eto’o, og Wesley Sneijder. Hluta af tímabilinu hefur hann svo getað notað Cambiasso, Goran Pandev og Milito. Þetta er lið sem varð þrefaldur meistari í fyrra og ætti að vera með bullandi sjálfstraust. Það er með ævintýralegum ólíknum að Rafa hafa tekist að koma þessu liði niður í miðja deild á 4 mánuðum.

 40. Þetta finnst mér frábær setning hehe
  “Vissulega ber Benitez einhverja sök á stöðunni “

  Hvað er svona frábært við að ég taki undir að Benitez beri einhverja sök á stöðunni? Átti ég að neita því. Hann bera ábyrgð. Stjórnarformaður liðsins ber líka ábyrgð á því að hafa ekki styrkt hópinn.

  að nánast allt tímabilið hefur Rafa Benitez getað notað menn eins og Walter Samuel, Lúcio, Cristian Chivu, Maicon, Dejan Stankovic, Javier Zanetti, Samuel Eto’o, og Wesley Sneijder

  Þetta er einfaldlega rangt hjá þér.

 41. Ég trúi bara ekki því sem ég er að lesa hérna… Hvar er METNAÐURINN??? Benitez aftur? Ætla vona að þetta sé djók elsku strákar mínir… Væri meira til í að hafa Gumma ben en að fá benitez aftur takk fyrir 🙂

 42. Rafa til baka ? Gæti verið góður kostur.
  Ég hef fylgst með Liverpool í mörg ár og alltaf trúað því fyrir hvert tímabil að nú kæmi stóri titillinn. En einhvernveginn fyrir þetta tímabil þá var ekki alveg sama trúin til staðar, fannst Roy ekki alveg vera rétti maðurinn í djobbið. Nú tek ég bara einn leik fyrir í einu og vona það besta.
  Minni á að Ferguson var talinn vera kominn á endastöð með sitt lið (nefni liðið ekki á nafn) en hvað gerðist ?
  Hvort Rafa sé treystandi í verkefnið eður ei veit ég ekki en hann er klárlega skárri kostur en Roy.

 43. Ég grandskoðaði þetta ekki Matti en ég fór inn á soccernet og valdi slatta af leikjum yfir tímabilið, og þessi nöfn komu nánast alltaf fyrir, sjá hér

  http://soccernet.espn.go.com/report/_/id/304773?cc=5739

  Menn geta skoðað þetta og séð hversu gríðarlega sterkan hóp Rafa var með. Þetta er ALLTOF sterkt lið til að vera með í miðjumoðinu. Rafa bara stóð sig ekki þarna. Þeir sem geta ekki viðurkennt það eru með hausinn á bólakafi í sandinum.

 44. Opinbera sidan liggur nidri. Djofull vona eg ad thad se af thvi ad thad er verid ad setja stora frett inn um ad Roy se farinn!

 45. Ég bara trui ekki að menn vilja Benitez aftur, meðað við hvað allt var á halanum hérna i fyrra útaf honum. En RH er ekki að gera góðahluti, en aldrei myndi maður vilja Benitez aftur meðað við að hann gat ekkert með jafn fáranlega góðan hóp og Inter er með. Klár kall er enginn vafi um, en ekki rétti maðurinn fyrir Liverpool, ekki Roy heldur sama hversu mikið hann biður um ‘þolinmæði’.

  • Opinbera sidan liggur nidri. Djofull vona eg ad thad se af thvi ad thad er verid ad setja stora frett inn um ad Roy se farinn

  Fór hún ekki bara að sofa? Það er komin nótt og svona…

 46. Afhverju get ég ekki kosið,sé bara niðurstöðurnar,get ekki klikkað á neitt

 47. Það eina sem ég hræðist er að það séu leikmenn í Liverpool sem vildu Benítez burt og gætu því varla starfað undir honum. En ef þeir gætu það, þá þætti mér frábært að fá Benitez á samningi sem væri ekki of langur, þannig að ef það gengur ekki allt að óskum mætti rifta honum eftir þetta tímabil.

  Það er í það minnsta alveg ljóst að Rafa er betri kostur en Hodgson, þó svo að Pep Guardiola, Didier Deschamps, José Mourinho og fullt fullt af öðrum stjórum sem ekki eru á lausu sé enn betri kostir.

 48. Halldór Bragi, hér: http://www.ynwa.tv/forum/index.php?showtopic=151261&st=500 er Rafa með 76.1% atkvæði sem já við viljum hann aftur

  ég er eins og Eisi – ég vill aftur Rafa sem þorði að standa í öllum, sama hvað Ferguson, Mourinho sagði þá svaraði Rafa fyrir sig og var ekki að koma með sleggjur eins og ,, já hann var bara góður því hitt liðið var þreytt(RH eftir leik sem Shelvey kom inn).
  Fólk talar um að hann hafi verið ömurlegur í fyrra miðað við væntingar, það eru væntingar byggðar á hans hæfileikum. Hann tók við liði sem var í baráttu um meistaradeildarsæti og var bara í meistaradeild annað hvert ár og gerði liðið af Evrópumeisturum, svo nokkrum árum seinna jafnbesta lið deildarinnar þrátt fyrir að United hafi haft titlinn af Liverpool vegna jafntefla.

  Brostnar væntingar síðasta tímabils er aðeins vegna liðs sem HANN skapaði, fullt af leikmönnum sem hann fékk til sín. Við skulum heldur ekki gleyma sirkusnum sem var að gerast behind the scenes í fyrra, það hafði eflaust áhrif á hópinn og ruglaði í hausnum á konungunum 2 í Liverpool, annar sem er orðinn of gamall til að vera lykilmaður(JC)

 49. Roy var i viðtali á ESPN

  On ESPN now. He’s talking so much s*** I want to kick the TV in. I hate him so much I find it hard to type.

  He keeps talking about how our poor results in the first 7 games ruined our season as if he wasn’t the manager. He also fails to point out that our record in the last 7 games is almost as pathetic as our record in the first 7

  First 7 games – 6 points
  Last 7 games – 10 points

  Trying to compare himself to Shankly now!!!! “People must remember it took Bill some time to build his team, he was working hard for some time before the results came”

 50. Mér finnst menn vera að rangtúlka þessa könnun, það er spurt um hvort vildi maður frekar hafa Roy eða Rafa.

  Þó svo að margir vilji frekar Rafa en Roy þýðir það ekkert að menn séu að missa sig af þrá í að fá Rafa afur, heldur ætti að lesa sem svo útúr þessari könnun að vonleysi manna með Roy sé svo mikið að frekar vilji menn hafa Rafa við stjórnvölinn.

  Þannig túlka ég þetta alavega.

 51. Einhver annar, Pep Guardiola, Didier Deschamps og José Mourinho. Hvaða tegund af steik eruð þið?

 52. Já einmitt, það hlýtur að vera grín ársins að láta Benitez fara og fá hann aftur. Ég segi nei og horfum fram á veginn ef það yrði niðurstaðan að skipta um stjóra. Annars væri alveg hægt að eltast við Owen, Fowler, og jafnvel Patric Berger aftur er það ekki.

 53. Nenni því miður ekki að rita langan pistil um af hverju ég vil fá Rafa aftur. Sú staðreynd að maðurinn fékk leikmenn sem geta ekki blautann skít til þess að spila tvo úrslitaleiki í CL (fyrir utan nokkrar undantekningar) ætti að vera nóg. Maðurinn náði besta árangri sem liðið hefur náð seinustu tvo áratugi með hóp sem hann taldi sjálfur geta bætt þó nokkuð og það var óheppni að við unnum ekki EPL á því tímabili. Eftir það tímabil fékk hann ekkert budget til þess að bæta þann hóp, tölur og tölfræði yfir raunverulegt ráðstöfunarfé sýna og tala sínu máli, hann eyddi 10.000 pundum nettó í leikmenn eftir það tímabil, þ.e. þurfti að selja til að kaupa. Allir hans kraftar fóru í það að berjast við versta krabbamein sem herjað hefur á klúbbinn frá því að klúbburinn var stofnaður, þ.e. G&H. Það er mjög líklegt að margir af okkar bestu leikmenn hefðu löngu verið farnir (seldir fyrir skuldum) ef maðurinn hefði gefist upp í baráttunni við G&H.

  Að mínu mati er maðurinn hetja, hann fékk ekki að klára sitt verk hjá félaginu. Ég efa það hins vegar að hann sé að koma til baka. Staðreyndin er hins vegar sú að Roy Hodgson er versti þjálfari sem klúbburinn hefur haft og það þarf að henda þeim manni út um bakdyrnar sem fyrst.

 54. Aldrei aldrei aftur Rafa. Fyrir utan leiðinlegan bolta og ekki nógu góðan árangur síðustu ár er maðurinn gjörsamlega óþolandi. Kosturinn við Roy fram yfir að fá Rafa er að við munum losna við Roy á næstu mánuðum, ef við fáum Rafa aftur munum við sitja uppi með hann um ókomna framtíð og það mun ég ekki geta sætt mig við.
  En verandi fylgjandi Valencia, Liverpool og Inter óttast ég mest að hann fari í Bayern eða KR (guð hjálpi okkur)

 55. Skil ekki hvaða leiðinlega fótbolta menn eru að tala um ? Og að menn hafi ekki fengið séns hjá honum og öll þessi flopp!

  Ef boltinn hans Benitez sem skilaði okkur 86 stigum og 77 mörkum í deildinn og veislu á old trafford og á móti Real Madrid fyrir 2 tímabilum er leiðinlegur bolti þá veit ég ekki hvað á að kalla þessa hörmung sem Hodgson býður upp á núna ?

  Þegar við vorum svo heppnir að hafa Benitez þá höfðum við fáránlega góðan framherja sem maður gat ekki hætt að dásema en núna sitjum við uppi með mann sem er annahvort áhugalaus eða latur man ekki hvort menn hérna tala oftar um….

  Og svo þessi flopp og ungu leikmenn sem fá ekki tækifæri þá man ég ekki betur en að maður sá fyrst til Kelly ,Gogga og Insua undir stjórn Benitez og hver keypti þá aftur? Síðan eru leikmenn eins og Reina,Torres,Agger,Mongóranó ,Xabi og flr allir ungir að árum og ekkert þekkt nöfn kanski fyrir utan Torres þegar þeir eru keyptir og hann breytti þeim úr efnilegum í heimsklasssa.

  Ekki skil ég í þessum mönnum sem myndu slá hendi á móti honum nema afþví að ég er nánast öruggur að þetta eru sömu “Snillingarnir ” og kepptust um að dásama Woy Hodgson í sumar!

 56. Ég einfaldlega skil ekki afhverju það er ekki búið að reka Hodgson. Ömurlegt að þurfa að burðast með þennan mann í brúnni.

  En ég er ekki viss um að Rafa sé rétti kosturinn. Þó svo að hann sé miklu betri en Hodgson á öllum sviðum hvað þjálfun varðar. Þá held að hans tími hafi einfaldlega verið liðinn.
  En ef ég þyrfti nauðsynlega að velja á milli þeirra. Þá þyrfti ég ekki að hugsa mig tvisvar um.
  Svipað aðuvelt og að velja á milli eðalkerru frá Mercedez Benz eða Lödu sem er ryðguð og úr sér gengin.

  Það er auðvitað erfitt að finna stjóra á þessum tímapunkti. En nöfn sem poppa upp í kollinn á mér í fljótu bragði eru Unai Emery (Valencia) og Andre Villas-Boas (Porto). Ungir og efnilegir þjálfarar sem eiga eftir að gera það gott.

 57. hahaha þetta er alveg frábært ! Ég hefði viljað að einn svarmöguleikinn hefði verið ´´ ertu ekki að grínast með Benitez??, vil hvorugan sem stjóra Liverpool. Klárt´´ Rafa Benitez er aldrei að koma aftur á Anfield nema sem áhorfandi og það er alger fásinna að vera að velta öðru fyrir sér. Burt með Hodgson og Rafa í stúkuna að fylgjast með hvernig menn eiga að vinna saman og Pep Guardiola í stjórastöðuna takk !!!!!

 58. Ég sagði hvorugan. Vil ekki sjá Rafa aftur.

  @15. Gott dæmi um metnaðarleysi. 2 sæti gefur ekkert, markamet gefur ekkert. Það er 1 sæti og dollur sem gefa eitthvað. Svo yndislega sorglegt að horfa upp á menn fagna öðru sæti. Svo ef það dugar ekki benda menn á Istanbúl sem var já fyrir 5 og 1/2 ári og fa cup sem var fyrir 4 1/2 ári. Enginn dolla síðan þá, enginn og ef það er árangur þá er eitthvað alvarlegt að.

  @21. Þetta eru nú einmitt aðal varnir Rafa manna. Alltaf komið svo illa fram við hann. Hvernig stendur þá á því að Rafa fær eigendur alltaf uppá móti sér útaf peningamálum? Ekki einu sinni, ekki tvisvar heldur 3 sinnum er hann að lenda í þessu.
  Vissulega voru eigendur Liverpool ekki þeir sem maður vildi en það þarf enginn að segja mér það að þetta sé einhver tilviljun. Ég held að Rafa sé mjög erfiður við að eiga og einnig held ég að að þetta muni ekki hætta hjá honum og það er enn ein ástæðan fyrir því að ég vil hann ekki aftur.

  @34. Í alvöru Matti? Þú sérð ekki sólina fyrir Rafa og bendir nánast fingrum endalaust annað. Allir svíkja Rafa, vinnuaðstæður ekki góðar o.sfrv. Rosalega hlýtur Rafa að hafa það ömurlegt allsstaðar þar sem að hann er, greyið karlinn. Lendir uppá kant við eigendur Valencia,Liverpool og Inter. Farið að leggja saman 2+2 og sjá að það hlýtur að vera eitthvað vandamál með Rafa sjálfan. Þú segir okkur hina nota það sem afsökun að hann hafi lent upp á kant við eigendur en þú gerir ekkert annað en að verja hann sama hvað málið er og notar allt sem afsökun honum til varnar og segir okkur svo nota það sem afsökun að hann lendir uppá kant við alla vinnuveitendur. Þetta er bara hlægilegt.

  Ég eins og margir skil ekki af hverju Hodgson heldur starfinu en Rafa er enginn lausn. Það eru alltof mörg vandamál í kringum hann og það sér hvert mannsbarn.
  @69 fór að ræða um 86 stig, æji 2 sætið, svo 77 mörk, æji enginn titill, rúst á Utd, æji skilaði engu, rúst á Real, skilaði engu. Já allt þetta frábæra dót skilaði engu og er ótrúlega sorglegt að lesa menn hefja svona upp til skýja.

  Roy spilar ótrúlega leiðinlegan bolta en eru menn búnir að gleyma öllum hundleiðinlegu leikjunum undir stjórn Rafa? Muna menn bara 2 úrslitaleiki og svo leikina gegn Real og Utd? Já og auðvitað stigametið fræga sem skilaði ENGU og markametið fræga sem skilaði ENGU. Stórkostlegur árangur á 6 árum.

  Mér finnst hreint metnaðarleysi að vilja fá Rafa aftur. Drullaði aftur á hnakka á síðasta tímabili, ekkert unnið í 4 ár og spilar hundleiðinlegan fótbolta. Hann hafði 6 ár til að móta liðið og það skánaði lítið þótt að einhverjir góðir hefðu komið inn. Hann sólundaði fullt af upphæðum á bilinu 1-5 milljónir punda í leikmenn í stað þess að nurla þessu saman í sterkari leikmann og nota svo eitthvað úr þessu frábæra unglingastarfi sem hann hrósaði sjálfum sér svo mikið fyrir.

  Nei takk, ekki þessa hörmung aftur á Anfield. Maðurinn er einn stór vandamála pakki.

 59. Ég henti seinni ummælunum út Júlli og lagaði þau fyrri fyrir þig. Til að fá nýja málsgrein í ummælum ýtirðu tvisvar á ENTER.

  Ég kaus hvorugt. Hef álit á Benítez eins og hefur komið fram á þessari síðu en við þurfum á því að halda að byrja á nýjum grunni með nýjum stjóra sem hreinsar til í leikmannaliðinu okkar. Benítez var rétti maðurinn fyrir okkur fyrir þremur árum og jafnvel einu og hálfu ári, en hann er ekki rétti maðurinn núna.

  Myndi samt klárlega skipta á honum og Hodgson ef það væru einu kostirnir í boði. Jafnvel hörðustu Benítez-hatarar hljóta að viðurkenna að hann er betri en Hodgson.

  Annars er þessi umræða ekki mikilvægt að mínu mati því allt sem ég hef lesið/heyrt frá NESV segir mér að þeir hafi þá skoðun (væntanlega frá Christian Purslow og fleiri ráðgjöfum) að Benítez hafi skemmt liðið mjög mikið og því munu þeir aldrei ráða hann. Ráðning Damien Comolli kemur svo endanlega í veg fyrir það því Benítez fengi aldrei sömu völd hér og hann barðist fyrir á sínum sex árum, yrði „bara þjálfari“ eins og honum virtist líka svo illa hjá Inter.

  Við þurfum nýja byrjun. Komnir með nýja eigendur, nýjan yfirmann knattspyrnumála og nýja sýn á framtíðina. Þurfum nýjan knattspyrnustjóra og talsvert mikla endurnýjun í leikmannahópi.

 60. Einfalt mál, reka Hodgson strax í dag og gefa Benitez samning út tímabilið með ákvæðum um áframhaldandi samning og verður þá að skila ákveðnu sæti í deildinni.
  Benitez þekkir nánast alla leikmennina og hann myndi henda Poulsen og Koncheskey beint út í janúar.
  Það væri margt vitlausara en að fá mann sem þekkir til liðsins, en ég væri ekki til í að láta hann fá langtímasamning en munurinn á Benitez og Hodgson er gríðarlegur.

 61. Takk fyrir þetta Kristján, ég notaði HTML < br > x 2 í síðara skiptið og það virkaði ekki. :o(

  Bæta við einu hérna sem ég las á einu bloggi og fannst nokkuð góður punktur:

  “Það sem mér persónulega finnst allra skondnast við þetta er sá punktur sem ég las í World Soccer um daginn þar sem vitnað var í Benitez og hann sagði eitthvað á þá leið að það væri nú eitthvað annað að sitja og ræða fótbolta við Massimo Moratti eignada Internazionale heldur en Hicks og co sem áttu Liverpool því Moratti hefði vit á fótbolta. Ætli það að Moratti hafi vit á fótbolta sé þá ekki ástæðan fyrir því að Benitez er núna atvinnulaus? “

 62. Fannst þetta nú ekki spurning og valdi hvorugan. Ef ég þyrfti að velja þá hefði ég valið Benitez að sjálfsögðu því hann hefur alla vega unnið eitthvað á ferlinum annað en Hodgson.

  Síðan finnst mér bara fyndið að menn segja að ástandið hjá Liverpool er allt Hodgson að kenna en ástandið hjá Inter er meiðslum og einhverju öðru að kenna. Eru þið ekki að grínast!!! Inter vann allt sem hægt var að vinna á síðasta tímabili en er núna í 7. sæti með tvo leiki til góða og þó þeir vinni þá báða þá ná þeir aðeins upp í 5. sæti. Þeir náðu síðan ekki einu sinni að vinna sinn riðil í CL sem var nú einn léttasti riðillinn í CL, heldur létu Tottenham vera fyrir ofan sig!!! Ég get bara ómögulega tekið undir það að vilja fá Benitez aftur bara af því að hann var svo duglegur að gefa til góðgerðamála. Hann var ekki búinn að skila neinum titli í 4 ár og síðasta tímabil var bara hrein hörmung.

  Varðandi það að Hicks og Gilliet hafi verið stæðsta krabbamein Liverpool þá er ég ekki alveg sammála því held einmitt að það hafi verið forveri þeirra Rick Parry Maðurinn sem tók við 1990, og hvað Liverpool ekki unnið titil síðan. Maðurinn sem ræður Graham Souness sem stjóra og selur síðan klúbbin til einhverja jólasveina frá USA hlýtur að teljast eitt stæðsta krabbamein Liverpool fyrr og síðar.

 63. svo er líka spurning ef Roy verður rekinn mun stjórnin ráða Care-taker manager til sjá um liðið meðan þeir eru leita af sínum þjálfari og myndi Rafa vilja vera hjá Liverpool bara til hálfs árs ég held ekki svo þeir gætu skipt honum fyrir þjálfara sem þeir væru búinn velja en skrítið þessi umræða hefur ekki nefnt neint um King Kenny enda var hann orðaður sem næsti eftirmaður Roys.
  Eitt er það víst að allir vita Roy er ekki okkar framtíðar þjálfari svo hann mun verðar skiptir hvenær það mun gerast.
  Eitt má þakkað um Roy er að hann notar er gefa ungu leikmönnum séns í Evrópu

 64. Rafa tók við Liverpooll í meistaradeildarsæti. Og endaði í 5 sæti að loknu því tímabili.

  Roy tekur við Liverpool í hvað 7 sæti. Og deildin er sterkari á toppnum núna að mínu mati. Gefið manninum breik.

  Veit Rafa vann Meistaradeildina, en kannski vinnur Roy UEFA (keppninni sem honum var úthlutað) og skilar Liverpool sæti ofar í deildinni. Hann stóð sig vel í Evrópu mep Fulham.

 65. RH veður látinn fara í vor ( 20 % líkur í byrjun janúar ) og það eru að mínu mati engar líkur á að RB verði ráðinn aftur til LFC !
  Annars óska ég ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
  Ég þakka fyrir skoðana skiptin á liðnu ári og vonast eftir áframhaldani málefnalegri umræðu um enska boltann 🙂

 66. Hvað sem öllu líður þá er það augljóst að Rafa er ljósárum á undan Roy í flestu sem viðkemur stjórn á knattspyrnuliði. Þeir sem halda öðru fram eru kjánar eða með lokuð augun.
  Tími Rafa hjá Liverpool er samt sem áður liðinn og ljóst er að nauðsynlegt er að fá ferskan og efnilegan stjóra með góða framtíðarsýn.

 67. Rafa tók við Liverpooll í meistaradeildarsæti. Og endaði í 5 sæti að loknu því tímabili.

  Þetta er það besta sem ég hef lesið á Liverpool blogginu. Já uss, Benitez er nú meiri aulinn að enda bara í fimmta sæti á sínu fyrsta tímabili. Menn hefðu átt að reka hann strax 🙂

  Í alvöru Matti? Þú sérð ekki sólina fyrir Rafa og bendir nánast fingrum endalaust annað. Allir svíkja Rafa, vinnuaðstæður ekki góðar o.sfrv. Rosalega hlýtur Rafa að hafa það ömurlegt allsstaðar þar sem að hann er, greyið karlinn. Lendir uppá kant við eigendur Valencia,Liverpool og Inter.

  Stjórnendur Valencia hafa talað um að það hafi verið mistök að leyfa Benitez að fara – hafa sagt að þeir hefðu gert allt til að fá hann aftur. Klúbburinn var í tómu rugli. Eigendur Liverpool voru blóðsugur sem voru að drepa liðið, Benitez barðist gegn þeim. Þeir sem nota það gegn Benitez að hann hafi lent upp á kant við Gillet og Hicks eru að mínu mati ekki umræðuhæfir um Liverpool liðið.

 68. Það er engin spurning í mínum huga að Rafa er miklu betri þjálfari en Roy. Það er eins og að bera saman Miss World við Miss Stoke on Trent.

  Hitt er annað mál að ég er ekki viss um að Rafa sé rétti maðurinn fyrir LFC. Það er eins og karlinn hafi hreinlega brunnið út síðasta árið. Hann gat ekkert hjá Inter og Rafa þarf að taka sér gott frí eftir átökin undanfarin ár að mínum dómi og ná vopnum sínum aftur.

  Það er líka erfitt að taka við eftir Hoddarann verandi Rafa Benitez. Væntingarnar yrðu of miklar og gengu þær ekki eftir færi mikil neikvæð orka af stað.

  Minn draumur er að þarna úti sé að finna náunga eins og Jurgen Klopp sem þjálfar Dortmund. Ungur, graður og til í allt nema leggjast í kýlingar fram og 10 manna vörn.

 69. Þú er magnaður Matti. Talar um að menn séu ekki viðræðuhæfir þó að það sé bent á staðreyndir eins og þær að hann lendi almennt upp á kant við yfirmenn sína, allsstaðar.

  Ef einhver er ekki umræðuhæfur þá ert það þú Matti enda réttlætir þú nánast allt þegar það kemur að Rafa og virðist ekki sjá neitt neikvætt við hann eins og enginn titill í 4 ár, hundleiðinleg knattpyrna o.sfrv.
  Minnir óneitanlega á Tomkins nokkurn sem réttlæti hvað sem er þegar það kom að Rafa.

 70. Mynd af girðingunni á móti Kop núna í morgun… http://twitpic.com/3ibt2f

  Greinilega einhverjir eru harðir á því að fá Rafa aftur. Ég kaus það í könnuninni, en í raun bara af því að af þessum tveimur er Rafa ljósárum framar. Hins vegar held ég að það sé ekki raunhæft, síðasta tímabilið hjá Rafa var of mikið bull til að hann geti komið inn núna sem einhver Messías. Best að byrja aftur með hreint borð.

 71. “40. baski says:
  21.12.2010 at 23:23
  Mér finnst nú menn ofmeta Inter liðið undir stjórn Mourinho. Vissulega unnu þeir þrefalt en seint verður sagt að sigurinn í meistaradeildinni hafi verið sanngjarn. Til að mynda nauðguðu Barcelona Inter liðinu í leikjunum í riðlunum þó Mourinho hafi náð að skipuleggja varnarleikinn betur í útsláttarkeppninni. Svo unnu þeir deildina á Ítalíu rétt svo á lokasprettinum. Þetta lið var þar að auki langt frá því að spila einhvern sambabolta frekar en önnur lið Mourinho.

  Myndi velja Benitez fram yfir Hodgson hundrað sinnum en að sjálfsögðu væri maður til í að gefa einhverjum öðrum almennilegum þjálfara tækifærið frekar.”
  Ég kann ekki að quota en ég vil minna á þetta hér:http://www.youtube.com/watch?v=fwfZwdP66og

 72. 84: Mér sýnist þetta vera sama rithöndin svo einhver hefur haft það rólegt við jólaundirbúninginn 😉

 73. 84 er þetta ekki sama fólk sem bað um King Kenny myndi skipta út fyrir Roy Hodgson

 74. Hehe – einmitt, þessi mynd hefur svo sem ekkert yfirbragð fjöldahreyfingar yfir sér 🙂 En það er þá allavega einhver sem er mjög harður á þessu…

 75. Verð að taka undir með Hafliða #59 að menn séu kannski pínku pons að misskilja eða rangtúlka þessa viðhorfskönnun. Ef að valið stæði milli þessara tveggja manna þá myndu held ég allir vilja Rafa umfram Roy án þess að láta bjóða sér það tvisvar. Þriðji valmöguleikinn hefði strax þurft að vera með frá byrjun en því var kippt í axlarliðinn fljótt og vel greinilega og þá erum við komnir með áhugaverða könnun. Maður sér hvernig sá valmöguleiki hefur rokið upp vs. Benitez síðustu 12 tímana eða svo.

  Aðeins að Roy kallinum. Það að Roy hafi tekið við liðinu í sumar, þótt tíminn sem hann fékk hafi verið af skornum skammti, þá er þetta lið sem hann fékk í arf ekki þess verðugt að verma fallsæti fram eftir byrjun tímabils. Það að hann sé núna að koma og biðja um þolinbæði við að “byggja upp liðið” finnst mér grátlega fáránlega gert af honum. Hann er með mikið betra lið heldur en hann heldur þótt liðið sé langt frá því að vera eitthvað fullkomið. Held að varkárni hans jaðri við metnaðarleysi sem nær inn fyrir skinn hjá okkur áhangendum. Af því sögðu þá er nánast betra að fá hvern sem er annan en Roy, bara að það sé einhver snefill af metnaði hjá viðkomandi. Jafnvel Guðjón Þórða, svei mér þá! Seint verður hægt að saka hann um metnaðarleysi þótt það megi skrifa heila bók um sakarefni á hann með aðra hluti 🙂

  Varðandi Rafa. Var ósáttur við hans brotthvarf en hann er farinn og lítið um það að segja. Ef hann væri sem kostur í stöðuna aftur þá held ég að það þyrfti að vera svo kistal tær samningur um hlutskipti milli hans og annars starfsmanna klúbbsins því það nennir ekki nokkur maður að lesa svona blaður um liðið sitt að stjóri sé í deilum við félagið sitt. Við sáum það með Rafa hjá Valencia. Síðan hjá okkur og loks hjá Inter. Félögin þurfa ekki á svona deilum að halda. Þær skemma allt útfrá sér.

  Ef það væri þriðji kosturinn í stöðinni að fá einhvern annan en þá tvo þá er ég ekkert hissa á að menn skiptist í tvær fylkingar, Rafa eða annan. Þurfum ekki að ræða Roy sem valmöguleika í því sambandi. Held að all flestir séu sammála því 🙂

  Núna verður maður bara að vona að það sé feit inneign fyrir ummælum NESV varðandi það hvernig þeir vilja reka klúbbinn okkar. Gera þetta pro þar sem ákvarðanir ertu teknar á pro forsendum en ekki einhverju bulli úr liðið sem veit ekkert um sportið að neinu viti sbr. fréttirnar af brotthvarfi Rafa og sölulistann sem Roy fékk í hendur.

  Gleðilega hátíð annars ágætu púlarar nær og fjær.

 76. Ef einhver er ekki umræðuhæfur þá ert það þú Matti enda réttlætir þú nánast allt þegar það kemur að Rafa og virðist ekki sjá neitt neikvætt við hann eins og enginn titill í 4 ár, hundleiðinleg knattpyrna o.sfrv. Minnir óneitanlega á Tomkins nokkurn sem réttlæti hvað sem er þegar það kom að Rafa.

  Vildi óska þess að ég hefði tíma eða nennu til að svara þessu almennilega en það er líklega jafn gott að spjalla við vegg um þetta enda ÖLLUM ljóst hver skoðun þín er á Rafa Benitez. Hatur þitt á Benitez er mikið nær þráhyggju heldur en “ást” þeirra sem vilja fá hann (amk ef valið stendur milli hans og Hodgson) aftur á honum.

  Benitez náði besta árangri sem stjóri Liverpool sem nokkur maður hefur náð sl. 20 ár og jafnvel þú átt andskoti erfitt með að mótmæla því. Hann náði gríðarlega góðum tengslum við stuðningsmenn og hefur alltaf talað þeirra máli, jafnvel sem stjóri Inter Milan og var okkar langmikilvægasti bandamaður í herferðinni gegn versta krabbameini sem klúbburinn hefur barist við í sögu sinni, fyrri eigendum. Sem hann er núna gagnrýndur fyrir að hafa lent upp á kant við!!!

  Við vorum að keppa að einhverju flest öll tímabil hans hjá klúbbnum þó sumir (eins og t.d. Júlli) vildu gera minna úr meistaradeildinni þar sem Benitez er með mjög gott record og tönglast endalaust á að hann skilur ekki enska boltann og gæti aldrei unnið deildina, hlæjilegt í raun þar sem við erum þarna t.d. að tala um manninn sem náði að koma Valencia upp á milli Real og Barca…tvisvar. Þá var auðvitað passað sig á að líta alveg framhjá því að Liverpool var að keppa við United og Chelsea sem hafa allajafna mikið meiri fjármuni milli handana og stærri og dýrari hópa en Benitez gat nokkurntíma boðið uppá. Þó var hann ótrúlega nálægt þessu takmarki sem hann getur “aldrei” unnið á sínu næst síðasta tímabili hjá klúbbnum og um leið spilaði liðið besta fótbolta sem sést hefur hjá Liverpool síðan Kenny Dalglish var með liðið.

  2005 unnum við meistaradeildina þrátt fyrir að hafa spilað úrslitaleikinn með Djimi Traore og á liði sem var í meiðslaveseni mest allt tímabilið.

  2006 var ekki svo gott ár en við fengum annan frábæran dag í maí þar sem bikarinn var tryggður ásamt sæti í meistaradeildinni að ári.

  2007 fórum aftur í úrslit meistaradeildarinnar og vorum óheppnir að vinna ekki og tryggðum okkur sæti að ári þó deildin hafi verið vonbrigði (eitthvað sem enginn hefði spáð í með sigri í Aþenu).

  2008 Undanúrslit að mig minnir í meistaradeildinni (eitthvað sem við vorum farnir að líta á sem sjálfsagðan hlut) og enn sæti að ári.

  2009 Besta stigaskor sl. 20 ár og gott ef ekki rúmlega það og duttum úr meistaradeildinni eftir framlengingu í leik gegn Chelsea. Eftir áramót sáum við besta bolta sem Liverpool hefur boðið uppá síðan Dalgislh var hjá okkur.

  2010 Ömurlegt ár innan vallar og jafnvel ennþá verra utanvallar hjá Liverpool. Fyrsta mjög slæma árið hjá Benitez sem reyndar hafði ekki fengið að styrkja liðið eins og hann vildi og átti í stöðugu stríði við sína yfirmenn.

  Maðurinn er enginn guð en sýnum honum allavega þá virðingu sem hann á skilið.

  Ég kaus Rafa strax aftur í þessari könnun enda miðaði ég við Roy Hodgson sem hinn kostinn. Þetta er eins augljós no brainer fyrir mér og mögulegt er að hafa það. Ég er engu að síður sammála t.d. Kidda og KAR að ég er ekki alveg 100% viss hvort það sé rétt move að fá hann strax aftur til félagsins. Einmitt vegna þessa áreingins sem hann virðist skapa meðal stuðningmanna (ath myndi sætta mig við þetta eftir ca. 1-2 útisigra samt).

  Á móti langar mig alls alls ekki að sjá hann lenda hjá öðru ensku liði. Það er í fínu lagi að sjá Houllier hjá öðru liði með sinn steingelda bolta (hann er meira að segja aftur kominn með Heskey). En ég yrði mjög smeykur við t.d. Man City lið með Benitez sem stjóra og nokkuð ótakmörkuð fjárráð. Þá vill ég frekar hafa hann hjá Liverpool.

  Ætli niðurstaðan hjá mér sé ekki að mig langar að sjá hvaða kostir eru í stöðunni. Það eru ekkert mjög margir sem ég sé sem betri kosti en Benitez og ennþá færri af þeim eru á lausu núna. Benitez vs. Hodgson er engin spurning en t.d. Benitez vs. Dechamps sem ég tel að ætti alveg að vera möguleiki á að fá til sín er allt annað mál.

  p.s. Júlíus, þú ættir bara að fá þér áskrift af Tomkins Times, einn besti Liverpool vefur á netinu, aðallega vegna þess að þar er allajafna reynt að horfa yfirvegað í staðreyndir og forðast innantómar og oft ósannar blammeringar þar sem sannleikanum er hagrætt eftir hentugleika. Það er t.d ekkert tilviljun að bæði Benitez og John W Henry vildu fá að spjalla við hann persónulega.

 77. 85.Jon

  þá viltu varla fá Rafa aftur, því að leikur Rafa snýst að mjög miklu leyti um að koma boltanum hátt á völlinn og pressa, sækja hratt og skila sér svo aftur fyrir aftan bolta. Rafa spilar ótrúlega leiðinlegan fótbolta, það er staðreynd og það fannst mér einnig með Liverpool. Svo þegar það kemur þjálfari sem vill reyna að spila fótbolta gengur það illa, því að gæðin eru ekki til staðar í leikmannahópnum.

  Ég kaus að hafa hvorugann áfram, einfaldlega af því að mig langar líka að sjá næsta þjálfara tekinn af lífi af stuðningsmönnum liðsins.

 78. Þú er magnaður Matti. Talar um að menn séu ekki viðræðuhæfir þó að það sé bent á staðreyndir eins og þær að hann lendi almennt upp á kant við yfirmenn sína, allsstaðar.

  Hvað var það sem ég sagði:

  Þeir sem nota það gegn Benitez að hann hafi lent upp á kant við Gillet og Hicks eru að mínu mati ekki umræðuhæfir um Liverpool liðið.

  Ég skal endurorða þetta. Þeir sem nota það gegn Benitez og telja það sem löst hjá honum að hann lenti upp á kant við Gillet og Hicks eru að mínu mati fábjánar. Í alvöru talað, við erum að tala um menninga sem mergsugu Liverpool klúbbinn og voru næstum því búnir að setja hann í gjaldþrot. Það er fátt sem ég get hrósað Benitez meira fyrir en að hann barðist gegn þessum rottum.

  Ef einhver er ekki umræðuhæfur þá ert það þú Matti enda réttlætir þú nánast allt þegar það kemur að Rafa og virðist ekki sjá neitt neikvætt við hann eins og enginn titill í 4 ár, hundleiðinleg knattpyrna o.sfrv. Minnir óneitanlega á Tomkins nokkurn sem réttlæti hvað sem er þegar það kom að Rafa.

  Ég tel það mikið hrós ef þú líkir mér við Tomkins, einhvern allra besta pennann sem skrifar um Liverpool. Tomkins heldur sig nefnilega við staðreyndir.

 79. Ég vill burtu með Sammy Lee það hefur ekkert gengið síðan hann tók við sem aðstoðarmaður. Hvorki hjá Evans, Rafa eða Roy. Ég held að hluti vandans er hjá honum.

  King Kenny inn og hjartað af stað!

 80. @91 Babu:

  Ég hata ekki Rafa en mér er rosalega illa við hann. Finnst hann óhugnarlega leiðinlegur karakter, hann spilar alls ekki skemmtilegan bolta og svo eru alltaf einhver peninga/eigenda vandamál sem fylgja honum. Það er staðreynd og þú veist það.

  Ég hef aldrei tekið af honum árangurinn í Istanbúl eða í fa cup. Fannst það virkilega vel gert hjá honum og liðinu öllu.

  Margt gott sem kom frá Rafa en svo fór að halla undan fæti. Hann byrjaði vel, gerði nokkur góð kaup en mér finnst hann líka hafa sólundað því fé sem að hann fékk oft á tíðum.

  Það að þú sért sáttur við 2 sætið, marka og stigamet segir mér það eitt að þú hefur ekki mikinn metnað og lofar eitthvað sem er í raun ekki árangur sem slíkur því að ef þú færð ekki dollu þá ertu ekki sigurvegari og meistari Shankly orðaði þetta manna best; If you´re first, you´re first, if you´re second you´re nothing. Svo satt og rétt hjá honum og eitthvað sem sumir eiga mjög bágt með að skilja.

  Þú segir hann engan guð og það er svo sannarlega rétt og ég sýni honum þá virðingu sem hann á skilið með því að hrósa honum fyrir Meistaradeildartitilinn 2005 og fa cup titilinn 2006 og þá leiki sem voru góðir undir hans stjórn. Ég hef stundað liverpool.is mun meira en þessa síðu og ég gat alveg hrósað honum þegar að hann gerði vel. Ef hann gerði illa þá gagnrýndi ég það enda fásinna að hrósa honum þegar vel gengur og kenna síðan fyrrum eigendum um tapleikina eins og sumir stuðningsmenn hans gerðu mjög reglulega.

  Besta stigaskor eða ekki, 2 sætið var staðreynd var það ekki og enginn titill í hús. Gott að eitthvað stigamet sé nóg til að kæta þig en ég get bara ekki tekið undir þetta enda 2 sætið ekki 1 sætið, ekki flókið. Undanúrslit, tap í úrslitum er enginn dolla og ég skil ekki ánægjuna á bakvið að sigra ekki. Fáránlegt.

  Jájá það er gott og blessaða hvaða árangri hann náði með Valencia en hvernig endaði það? Já alveg rétt, fékk eigendur upp á móti sér.

  Liverpool, sama náði fínum árangri í byrjun, hallaði undan fæti og lenti upp á kant við eigendur.

  Inter, já það kemur svei mér á óvart, lendir aftur, ekki í 1, ekki í 2, heldur í 3 sinn upp á kant við eigendur.

  Svo getur þú gleymt því að ég muni gerast áskrifandi af Tomkins. Hann á vissulega góða pistla inná milli en allar hans greinar eru um eitt og það eru varnir gegn Rafa sama hversu mikið bull var í kringum hann sjálfan.

  Ég er bara þeirrar skoðunar að það sé ákkúrat enginn lausn að fá hann aftur enda tel ég að það fylgi honum alltaf vandamál með sína vinnuveitendur og það gengur ekki til lengdar.

 81. Matti þú ert vægt til orða tekið sorgleg persóna. Kallar menn fábjána fyrir að sjá ekki að Rafa átti líka sök á máli. Kanarni voru vitleysingar það er staðreynd en Rafa átti líka sína sök, ég trúi því ekki að þú sért svona illa gefinn að þú sjáir það ekki.

  Ég líki þér við Tomkins þegar það kemur að Rafa enda eru þið báðir tveir óttalegir vitleysingar og það er alls ekki rétt að Tomkins hafi alltaf staðreyndir á hreinu og margoft var hægt að reka ofaní kjaftæðið á honum þegar hann varði Rafa. Hann gerði allt til að fegra Rafa sama hversu vitlaust það var. Þannig að ég líki þér við það, þú ferð í kringum hlutina og fegrar Rafa endalaust.

  Ég mundi aldrei geta haft svona mikið skítabragð í munninum á að sleikja upp einhverja eina persónu svona endalaust.

 82. Það sem ég þrái mest er að sjá Benitez taka við hjá Man.City þar sem hann getur eytt 200 milljónum punda í hverjum leikmannaglugga. Það mun þá sanna sig sem ég hef alltaf sagt um þennan mann að allir peningar í heiminum myndu ekki breyta honum sem þjálfara. Peningar breyta ekki hugarfari þjálfara og er besta dæmið Inter Milan þar sem hann hefur mjög sterkan hóp leikmanna sem hann samt ætlar að fara að breyta mikið. Því að breyta einhverju sem er gott? Þarna hefur Mourinho vinninginn en hann virðist vera í sátt við alla leikmenn sem hann þjálfara ólíkt Benitez, sem virðist hafa allt á hornum sér sérstaklega þegar einhver er ekki sammála honum. Bölvaður vælukjói!

  Ég kaus hvorugan þar sem að ég get ekki heldur treyst á mann sem veit ekki hvað skiptingar eru! Ég trúi ekki að metnaður 50% lesenda þessarar síðu vilji Benitez aftur. Eru menn að taka inn einhver efni??

 83. Eikifr – ég er ekki viss hvað er að marka þessar tölur. Held að margir kjósi Benítez af því að þeir vilji frekar sjá hann en Hodgson, ekki af því að Benítez sé endilega óskaþjálfarinn þeirra á þessum punkti, og eins að margir kjósi Hodgson af því að þeir vilja alls ekki fá Benítez aftur. Ég átti eiginlega von á að þriðji kosturinn, “Ekki viss / hvorugur” yrði langefstur.

  Matti og Júlíus – endilega rökræðið málin en slakið á skítkasti eða persónuárásum. Við fylgjum reglum hér inni og þið getið alveg rætt pro/con-Benítez án þess að kalla hvorn annan nöfnum. Höldum þessu á jólanótunum. 🙂

 84. United álitið 🙂

  RB náði viðunandi árangri með LFC og aðeins betur sbr. sigur í meistaradeildinni. Ég var persónulega sáttur við að hafa RB sem framkv.st LFC þar sem ég sá ekki fram á að LFC myndi skáka United í ensku deildinni á meðan. Þegar RB var látinn fara óttaðist maður að LFC myndi fá einhvern topp stjóra og LFC yrði mér og mínum mönnum til vandræða 🙂

  Ég skal játa að ég glotti þegar fréttist af ráðningu RH þar sem mér var það ljóst að RH myndi aldrei gera betur en RB ! Hinsvegar fylgdu í kjölfarið óvissutími og eigandaskipti sem hafa ekki gert LFC auðvelt fyrir. Það er eðlilegt að nýju eigendurnir fari sér hægt þar sem þeir koma úr allt öðru umhverfi og þeir þurfa tíma til að átta sig. Það er ekki eins og NESV hafi 10 ára reynslu af PL. Mér finnst ekkert óeðlilegt að þetta tímabil og líklega það næsta verði LFC erfitt en hinsvegar eiga LFC aðdáendur kröfu um að tímabilið 12/13 verði LFC komið í fremstu röð á ný.

  Annars sýnist mér að LFC ætti að geta náð góðum árangri úr næstu 6 til 7 leikjum miðað við prógrammið ( ég vona bara að LFC gangi ekki vel í bikarnum 🙂 ).

 85. Ég er í minnihlutanum sem kaus Hodgson áfram. Það gerði ég ekki vegna ánægju með hann og ég viðurkenni vel að Rafa er mun betri knattspyrnustjóri. Það getur vel verið að Rafa hefði með tímanum náð sér á strik aftur með nýjum eigendum. Í mínum huga er Rafa einfaldlega hluti af fortíðinni en núna ríður á að horfa eingöngu til framtíðarinnar.

  Talandi um framtíðina þá er augljóst að Hodgson kemur ekki til með að leiða okkur þangað, nema í mjög stuttan tíma. Verkefnið er að finna rétta knattspyrnustjórann en þangað til er það mitt mat að illskást sé að þrauka með Hodgson. Ég sé enga lausn í annarri tímabundinni reddingu, hvort sem það yrði Rafa, Kenny eða einhver annar. Það myndi aðeins kalla from los á öllum hlutum og áframhaldandi óvissu um framtíðina. Eina vitið er að ráða framtíðarknattspyrnustjóra eins fljótt og auðið er. Þangað til þurfum við að þrauka með Hodgson. Vonandi verður það bara til vors.

 86. Ég hata ekki Rafa en mér er rosalega illa við hann. Finnst hann óhugnarlega leiðinlegur karakter, hann spilar alls ekki skemmtilegan bolta og svo eru alltaf einhver peninga/eigenda vandamál sem fylgja honum. Það er staðreynd og þú veist það.

  Hjá Valencia stóð stjórn klúbbsins ekki við neitt af því sem honum var lofað og það varð til þess að þeir misstu hann frá klúbbnum. Þeir sáu eftir því innan við ári seinna og hafa að ég held ekki unnið neitt síðan hann fór.

  Hann lenti upp á kant við Gillett og Hicks og ég lít á það sem hrós til Benitez.

  Hann fékk ekki einn einasta leikmann hjá Inter, þvert á loforð um slíkt og lenti í miklu meiðslaveseni með liðið. Inter er mjög gott en ekkert ósigrandi lið neitt og ræður ekki við svona mikil meiðsli lykilmanna, ekki frekar en önnur lið. Það er samt ekki eins og þeir hafi ekki unnið HM félgasliða eða komist áfram í meistaradeildinni. (ath ég ætla samt ekkert að verja Benitez frekar hjá Inter, hann er ekki Morinho eins og þeir virtust vilja að hann væri).

  Margt gott sem kom frá Rafa en svo fór að halla undan fæti. Hann byrjaði vel, gerði nokkur góð kaup en mér finnst hann líka hafa sólundað því fé sem að hann fékk oft á tíðum.

  Eins og allir aðrir gerði hann mistök á markaðnum en ef þú skoðar ferilinn hans vel þá var hann allajafna að fara vel með pening félagsins, skipta leikmönnum út til að geta keypt betri leikmenn og flest öll floppin voru selt fljótlega aftur í gróða (eitthvað sem t.d. Houllier gerði nánast aldrei). Þá erum við ekki farnir að ræða þá menn sem hann óskaði eftir en fékk ekki vegna þess að þeir voru aðeins of dýrir. Nefni Pato sem dæmi eða Simao.

  Það að þú sért sáttur við 2 sætið, marka og stigamet segir mér það eitt að þú hefur ekki mikinn metnað og lofar eitthvað sem er í raun ekki árangur sem slíkur því að ef þú færð ekki dollu þá ertu ekki sigurvegari og meistari Shankly orðaði þetta manna best; If you´re first, you´re first, if you´re second you´re nothing. Svo satt og rétt hjá honum og eitthvað sem sumir eiga mjög bágt með að skilja.

  Núna ertu að grínast er það ekki? Þvílíkt innantómt loft maður vá! Auðvitað vill maður ekki annað sætið og ég var alveg hundfúll með 2.sætið þar sem titillinn var svona mögulegur. En það er mikið skárra en 7.sæti og þetta lið sem lenti í öðru sæti var lið sem maður gerði sér miklar vonir um að gæti alveg náð þessu 1.sæti einn daginn. Hafði mikið meiri trú á því heldur en t.d. því liði sem við erum að horfa upp á dag. Svipaður hópur, annar stjóri.

  Ef hann gerði illa þá gagnrýndi ég það enda fásinna að hrósa honum þegar vel gengur og kenna síðan fyrrum eigendum um tapleikina eins og sumir stuðningsmenn hans gerðu mjög reglulega.

  Efa ekki að þú hafir ekki klikkað á því að gagnrýna Benitez eftir hvert tapað stig. Það var að ég held enginn að hrósa stjóranum fyrir töpuð stig, en margir vildu horfa á heildarmyndina og sýndu með því fram á að hann var að vinna við ansi erfiðar aðstæður með fyrri eigendur. Þetta veist þú og ferð varla að mótmæla er það?

  Besta stigaskor eða ekki, 2 sætið var staðreynd var það ekki og enginn titill í hús. Gott að eitthvað stigamet sé nóg til að kæta þig en ég get bara ekki tekið undir þetta enda 2 sætið ekki 1 sætið, ekki flókið. Undanúrslit, tap í úrslitum er enginn dolla og ég skil ekki ánægjuna á bakvið að sigra ekki. Fáránlegt.

  Vertu ekki að reyna að snúa útúr. Hann var það lang gáfulegasta sem við höfum séð í stjórastólnum hjá félaginu, vann titla og var að spila til úrslita. Það er annað en aðrir stjórar Liverpool hafa gert sl. 20 ár og maður hefur þá tilfinningu að hans verki var langt frá því lokið er honum var sagt upp störfum.

  Jájá það er gott og blessaða hvaða árangri hann náði með Valencia en hvernig endaði það? Já alveg rétt, fékk eigendur upp á móti sér.

  Búinn að svara þessu en já þeir stóðu ekki við sín loforð og misstu hann í kjölfarið. Hafa að ég held ekkert unnið síðan og sáu mikið á eftir honum.

  Inter, já það kemur svei mér á óvart, lendir aftur, ekki í 1, ekki í 2, heldur í 3 sinn upp á kant við eigendur.

  Morinho var ekki einu sinni aðdáandi Moratti og sá maður hefur nú rekið þá nokkra í gegnum tíðina og m.a. réð hann Roy Hodgson tvisvar. En þeir stóðu heldur ekki við það sem þeir lofuðu Benitez og hafa ekki beint verið að lýsa yfir stuðningi við hann.

  Svo getur þú gleymt því að ég muni gerast áskrifandi af Tomkins. Hann á vissulega góða pistla inná milli en allar hans greinar eru um eitt og það eru varnir gegn Rafa sama hversu mikið bull var í kringum hann sjálfan.

  Eitthvað grunar mig að það séu þessar bölvuðu staðreyndir sem Tomkins tönglast á sem fari helst í taugarnar á þér.

  Ég er bara þeirrar skoðunar að það sé ákkúrat enginn lausn að fá hann aftur enda tel ég að það fylgi honum alltaf vandamál með sína vinnuveitendur og það gengur ekki til lengdar.

  Ég held að þessu séu nú flest allir búnir að ná.

 87. 96.Júlíus

  Það að kalla það metnaðarleysi að vera ánægður með 2.sæti og undanúrslit í meistaradeild sýnir að mínu mati skilninsleysi á ensku knattspyrnunni í heild sinni. Eiga eigendur Liverpool að reka þjálfara strax eftir fyrsta ár ef að deildin eða meistaradeild vinnst ekki ? Áttu eigendur Man Utd að láta Ferguson fara eftir að hafa bara unnið Carling Cup á síðustu leiktíð ? Ég vona svo sannarlega að nýju eigendur Liverpool séu ekki eins “metnaðarfullir” og þú heldur að þú sért. Hvaða heilvita maður sér að þetta gengur alls ekki upp en það heitir varla metnaður að horfa ekki á málið með raunsæum augum.

  Ég held ég komi til með að vorkenna hverjum þeim sem tekur við Liverpool á meðan ég lifi. Kröfur margra en þó ekki allra stuðninsmanna eru svo óraunhæfar að þær eru bara ekki í takt við raunveruleikann.

 88. Benitez tók við þreföldum meisturum Inter og þurfti samt að kaupa 4 til 5 leikmenn til að styrkja liðið.

  Ég vill ekki sjá Benitez aftur á Anfield. Ég stóð með honum nánast þar til hann var rekinn og hans tími er búinn hjá okkur.

 89. ´Það er frekar erfitt að bera Benitez saman við Mourinho eins og svo oft er gert, ég tek ekkert af Mourinho en lítum aðeins á eyðsluna hans.
  Þegar hann kom til Chelsea þá fékk hann að versla fyrir 70 miljónir til þess að koma liðinu af stað.
  Tiago (£10 million) from Benfica, Michael Essien (£24.4 million) from Olympique Lyonnais, Didier Drogba (£24 million) from Olympique de Marseille, Mateja Kežman (£5.4 million) from PSV, and Porto pair Ricardo Carvalho (£19.8 million) and Paulo Ferreira (£13.3 million).

  Sem gera 96,9 miljónir á fyrsta tímabili.

  Hann fer svo til Inter sem voru með gott lið en kannski orðið ansi gamalt og hann fær að versla 3 leikmenn þar á sínu fyrsta tímabili.
  Mancini (€13 million),[32][33] Ghanaian midfielder Sulley Muntari for reported €14 million,[34] and Portuguese winger Ricardo Quaresma for a cash/player exchange fee of €18.6 million plus young Portuguese midfielder Pelé
  Sem gera 46 miljónir á hans fyrsta tímabili.

  Þaðan fer hann til Real Madrid og þar fær hann að versla helling og allir hérna vita hvaða menn eru komnir þangað og nenni ég ekki að telja þá upp hér.

  En málið er að Mourinho hefur ALLTAF fengið að versla eins og hann hefur viljað og keypt sér sitt lið og sýna leikmenn.
  Benitez fékk smáaura miðað við eyðsluna hjá Mourinho auk þess sem hann hefur verið að berjast við Gillet og Hicks. En af hverju það gekk ekki hjá Inter veit ég ekki, kannski er hluti af því að Milan fékk til sín Zlatan og Robinho og svo eru öll hin liðin búinn að styrkja sig en Inter seldu Balotelli og fengu engan.

  En ef valið væri Benitez vs Boas eða Dechamps þá myndi Benitez tapa hjá mér, kannski er maður bara orðinn svo örvæntangarfullur að maður er farinn að sjá Benitez fyrir sér aftur í stjórasætið hjá okkur þrátt fyrir að hafa verið sáttur að losna við hann á sínum tíma.

 90. Á ekkert að ræða um Babel, Kuyt og Lucas í þessum þræði?

 91. Ég skil ekki alltaf þessa röksemdarfærslu um að það sé enginn annar á lausu. Ef Liverpool hefði nú bara haft vit á því að ná í stjóra á lausu í sumar þá hefðum við aldrei endað með Roy Hodgson. Ef eitthvað þá ætti nú Liverpool að vera mjög spennandi kostur að fá að stýra um þessar mundir. Nýir eigendur sem stefna á toppinn, einn stæðsti klúbbur í evrópu sem er sofandi risi. Það er alla vega töluvert meira spennandi að fá að stýra Liverpool núna en það var fyrir 6 mánuðum síðan.

  Menn eru búnir að nefna magar unga og áhugaverða stjóra hér á þessari síðu og ég get bara ekki séð afhverju þessir menn ættu ekki að hafa áhuga á að þjálfa eitt sögufrægasta lið í evrópu.

 92. Miðað við prófilemyndina finnst mér Biskupstungnamaðurinn (Sigurjón) og Ryan Babel ansi líkir og ég hef aldrei séð þá á sama stað á sama tíma!:)

 93. Matti þú ert vægt til orða tekið sorgleg persóna. Kallar menn fábjána fyrir að sjá ekki að Rafa átti líka sök á máli. Kanarni voru vitleysingar það er staðreynd en Rafa átti líka sína sök, ég trúi því ekki að þú sért svona illa gefinn að þú sjáir það ekki.

  Já, ég er afar sorgleg persóna 🙂 Nú ertu í tvígang búinn að snúa út úr þessu. Átti Rafa “líka sök á máli”! Ég sagði síðast:

  Þeir sem nota það gegn Benitez og telja það sem löst hjá honum að hann lenti upp á kant við Gillet og Hicks eru að mínu mati fábjánar.

  Ég ætla að endurtaka það. Benitez á hrós skilið fyrir að hafa barist gegn síðustu eigendum liðsins. Stuðningsmenn Liverpool eiga að setja hann á stall fyrir að hafa nánast fórnað sér fyrir liðið.

  Júlíus, þú mátt kalla mig sorglega persónu en slepptu því að snúa út úr því sem ég skrifa. Það liggur fyrir að þú byggir skrif þín ekki á staðreyndum heldur fordómum. Það er þinn réttur.

 94. Alltaf gaman að lesa viðtöl við Reina, þvílikur leikmaður og karakter þessi maður.
  http://www.liverpoolfc.tv/news/latest-news/reina-targets-title-tilt

  Og svo hérna, http://www.liverpoolfc.tv/news/latest-news/gerrard-and-agger-to-return

  Agger loksins orðin leikfær og vonandi þýðir það að Skrtel þarf að taka sér sæti á bekknum þangað til hann verður seldur.
  Og Gerrard er líka tilbúinn í næsta leik þannig að núna er bara að bíða eftir fréttum hvort að Liverpool fái nokkuð að spila í jólatörninni.

 95. Ég kaus Rafa frekar en að hafa Roy áfram. Að mínu mati er það ekki spurning. En að sjálfsögðu myndi maður vilja sjá ungan og upprennandi stjóra taka við og vinna að góðu liði til framtíðar með stjórnina, Comolli og vonandi fleiri góða menn sér við hlið.

  Talandi um unga upprennandi stjóra þá er ég með ansi róttæka hugmynd. Hvernig væri að fá Carragher til að leggja skóna á hilluna og taka við liðinu? Ég veit að þetta er frekar róttæk hugmynd og eðlilegast væri að láta hann taka við vara- eða unglingaliði fyrs en ég held að þetta gæti alveg virkað með reyndan og góðan mann sér við hlið. Hann hefur allavega eldmóðinn, hjartað, fótboltavitið og gríðarlegan áhuga á þessu og nú hefur England spottað hann sem hugsanlegan framtíðarþjálfara landsliðsins. Við gætum allavega örugglega gert verr… sbr. Roy!

 96. @ #112 Bjöddn

  Þyrfti ekki að byrja að kenna Carragher ensku fyrst?

 97. Mér finnst að Liverpool eigi að ráða Glenn Hoddle 🙂 og spila gamla 3 5 2 kerfið hans.

  Gleðileg jól

 98. Ég hef alltaf haft efasemdir þegar menn snúa tilbaka í eldri störf. Það er mín skoðun að Benitez er búinn að skila sínu til klúbbsins og hans verður hlýlega minnst. Hodgson er ekkert að fara hætta á morgun eða hinn, hann verður stjóri amk út þetta tímabil. Hvað gerist eftir það er ómögulegt að segja. Persónulega myndi ég vilja sjá einhvern þriðja aðila koma að liðinu til þess að fá ferska strauma um Anfield á nýjan leik.

 99. @ #113 – Ryan Babel

  Hahahaha… virkilega góð athugasemd. Best væri kannski að aðstoðarmaður hans gæti þýtt yfir á sem flest tungumál!

 100. @99. Rétt, halda þessu á jólanótunum. Óþarfi að maður hagi sér eins og ofdekrað barn og ég hafði ekki rétt á að kalla Matta það sem ég kallaði hann og bið hann hér með afsökunar á illa vönduðu málfari mínu í hans garð.

  Sumir vilja Rafa aftur, aðrir ekki og svo erum við nokkrir sem ekki skiljum hina sama hvað þeir segja með eða á móti.

  Til Babu. Nei það eru ekki staðreyndir Tomkins sem þú og Matti talið um að ég tel. Ég hef oft lesið pistla hjá honum til varnar Rafa sem voru einfaldlega ekki réttir og þá á ég aðallega við þar sem hann reiknaði út eyðslu og innkomu. BBC, Skysports og fleiri mjög áreiðanlegir miðlar voru með mjög svipaðar tölur á sínum tíma á meðan Tomkins var með allt aðrar tölur til að reyna að fegra Rafa. Það var mjög oft þannig í pistlum Tomkins að þegar það snéri að Rafa þá fegraði hann allt í kringum hann og allir aðrir voru vondir, þetta vitið þið ef þið hafið lesið þetta sem ég efa ekki.
  Ég kýs einfaldlega frekar að trúa miðlum eins og BBC og Skysports. Mun hlutlausari og þ.a.l. mun ábyrgari aðilar til að byggja sína heimavinnu á réttari tölum að mínu mati.

  Annað er það að þú Babu getur ekki kennt Valencia, Liverpool og Inter stjórnunum um allt saman. Það er ekkert eðlilegt við það að einn og sami maðurinn lendi uppá kant við alla sína yfirmenn. Þetta er langt frá því að vera eðlilegt og veit ég ekki um neinn annan sem er alltaf í sama stappi við sína yfirmenn. Já og alltaf útaf sömu málum. Sökin hlýtur bara að liggja að einhverju leyti hjá Rafa og ég neita að trúa öðru.

  Annars þurfum við ekkert að halda þessu til streitu þ.e.a.s. ég, Babu og Matti því við munum aldrei verða sammála um Tomkins og Rafa, enginn hætta á því enda finnst mér Tomkins hagræða sannleikanum eftir sinni hentusemi og tel ég hann óáreiðanlegan þó hann skrifi vel og ég tel Rafa vera erfiðan í vinnu. Það er mín skoðun og ekkert sem getur breytt henni miðað við það sem ég hef skoðað, lesið og kynnt mér í sambandi við þessi mál.

  Þannig að ég held að það sé fínt að láta hér staðar numið, reyna að finna jólaskapið og gera skötuna klára fyrir morgundaginn. :o)

 101. Er einhver af þessum 71 sem kusu að vilja halda Roy áfram til í að rökstyðja á hverju þeir byggja þá skoðun sína, það væri allavegana fróðlegt að vita 🙂

 102. @111

  Skipta á sléttu á honum og Skrtel, getur ekki versnað að ég mundi halda :o)

 103. Ég gæfi ansi mikið fyrir það að henda Hodgson út og fá Benitez inní staðinn ef að valið stæði bara á milli þeirra tveggja. Ég hefði gaman af því að sjá Benitez og NESV vinna saman.

  Ég er hins vegar sammála Kristjáni Atla að það sé hæpið að fá Benitez aftur inn. Best væri að fá nýjan stjóra. Ég tek þó fram að ég myndi velja Benitez fram fyrir Hodgson, O’Neill, Dalglish, alla aðra breska stjóra og Capello.

 104. Júlíus #117 ég ætla að vera ósammála þér um að Sky og BBC séu hlutlausir í sinni umfjöllun á Liverpool. Berðu saman fréttaflutning frá tíma Benitez og þá silkihanska meðferð sem Hodgson fær. Breskir fjölmiðlar hata þá staðreynd að engin enskur stjóri er hjá toppliði. Tottenham er nú á tímum að gera einhverjar rósir og þar er maður við völd sem að mínu viti ætti að vera búinn að missa þjálfaréttindi sín sökum greiðsla sem hann þiggur frá umboðsmönnum fyrir að kaupa leikmenn. Alveg hreint með ólíkindum “hlutlausa” umfjölluninn sem hann fékk á sínum tíma.

  Það gat nú verið að met væru sleginn þegar umræðan snýst um Benitez.

  Gleðileg jól.

  • Er einhver af þessum 71 sem kusu að vilja halda Roy áfram til í að rökstyðja á hverju þeir byggja þá skoðun sína, það væri allavegana fróðlegt að vita 🙂

  Þetta er ekkert flókið. Það hafa 71 stuðningsmenn annara liða litið hér við 🙂

 105. Menn tala um að Benitez hafi oft spreðað, eins og áður var tekið fram var hann í góðu hlutfalli síðustu ár, náði oft að selja menn á svipuðu verði

  Hann líka eins og Mourinho virðist ekki fá first choice, Mourinho fer þangað sem hann fær það sem hann vill, eins og Ásmundur tekur fram hér fyrir ofan hefur hann þrisvar farið til liða og alltaf eitt risa summum í að skapa sitt lið(Talandi um að kaupa flopp .. hann keypti quaresma á nálægt 20m) á meðan Rafa þurfti oft að sætta sig við second- jafnvel third choice
  (sbr. Pennant – þriðji kostur eftir að R. Parry vildi ekki borga auka milljón fyrir Daniel Alves og Simao Sambrosa
  Kyrgiakos – hefur reynst vel en var alls ekki fyrsti kostur, ekki annar heldur eflaust neðarlega í röðinni)

  Ég er einnig eins og Babu í þessu, ég lít á það í góðu nótunum að hann hafi átt í útistöðum við H&G, ástæðan afhverju hann fór frá Valencia voru þau sömu og hann virðist vera að fara frá Inter, ekki stuðningur frá stjórninni(þrátt fyrir að liðið hafi verið í ~50m gróða í sumar fékk hann að kaupa einn markmann, ekki meir)

 106. Smá umræðubreyting, allir eru að segja að Reina sé án efa besti markmaðurinn í deildinni. Petr Chech er bæði yngri en hann og þurfti færri leiki til að halda hreinu í 100. skiptið. BAM!

 107. Ef að Rafa hefði ekki verið stjóri Liverpool þessi sex ár sem að hann var og þessi staða kæmi upp, þá myndi ég án nokkurs vafa velja Rafa í stað Roy. Að mínu mati er Rafa færari maður til að stjórna liði af þessari stærðargráðu en Roy. Þeir hafa þó báðir einhverja kosti sem að hinn hefur ekki og allt það en mitt atkvæði færi til Rafa.

  Hins vegar þá held ég að tíminn fyrir Rafa til að koma aftur til Liverpool sé ekki endilega núna, ef hann verður það þá einhvern tíman. Rafa gaf okkur stuðningsmönnunum nokkur frábær ár, náði fínum árangri að einu ári undanskyldnu og byggði upp samhelt lið með nokkrum skemmtilegum leikmönnum. Hann er í miklum metum hjá flestum stuðningsmönnum félagsins og réttilega svo að mínu mati.

  Þegar ég hugsa til þessarar stefnu NESV og Liverpool, ráðningu Comolli og allt það þá er ég bara ekki alveg viss um að Rafa sé rétti maðurinn í þessa stöðu, maður veit það þó aldrei fyrir víst en ef að hugsjónir hans og Comolli færu ekki saman þá held ég að voðinn væri vís. Rafa á mjög erfitt með að kyngja stolti sínu og vill fá sínu framfært. Hann er frábær stjóri en ég held að þetta sé ekki hans tími. Ég var ekkert alltof hrifinn af því að fá Kenny aftur sem stjóra og ég er ekki viss um að ég sé heldur hrifinn af því að fá Rafa aftur sem stjóra, a.m.k. ekki þessa stundina.

 108. @124

  Enda er hann í betra liði með betri vörn fyrir framan sig

  BAM

 109. Viðtal við Guillem Balague á Sky Sports um stöðuna hjá Benítez. Hann segir að Rafa sé að yfirgefa Inter, spurningin sé bara hvort hann verður rekinn eða hann hætti og hvernig formlegheitin verða frágengin, greiðslur og annað.

  Balague á Sky Sports

  Hann segir einnig að hann muni flytja til Liverpool og myndi helst vilja klára það sem hann byrjaði á hjá Liverpool. Nú veit ég ekki hversu upplýstur hann er en ég myndi ekki slá hendinni á móti þessu, að því gefnu að hann, Comolli og NESV nái góðu samkomulagi um hvernig á að vinna saman.

  Svo er hér viðtal við Moratti um ástandið. “The situation is a mess.”

  Moratti admits Rafa confusion

 110. 124

  Þú veist það vonandi að “unglambið” Cech er 2-3 mánuðum ELDRI en Reina.
  Cech: 20.maí ’82
  Reina: 31.ágúst ’82

 111. Kona Rafa á að hafa tjáð sig um það á facebook síðu sinni að Rafa hafi verið sagt upp með tölvupósti. Ef það er rétt þá eru þetta gífurlega ófagmannleg vinnubrögð hjá Moratti og hinum sauðunum hjá Inter.

 112. Stórskemtileg umræða 😉 Rafa klárlega inn STRAX og sópa gamla í rusladallinn … en hvort Rafa sé framtíðin veit ég ekki en anskoti er hann nú betri kostur í augnablikinu!!!

 113. @ 122 Babu

  Þú hittir naglann á höfuðið. Ég myndi örugglega brosa út í annað ef fréttist að RH hefði skrifað undir 10 ára samning við LFC 🙂 RH er óskastjóri LFC ef þú heldur með öðrum liðum 🙂

 114. Ég ætla að laga aðeins kommentið mitt #120 – eini breski stjórinn, sem ég væri til í að skoða væri Owen Coyle. Aðrir ekki.

 115. Ef hann fær ekki gamla starfið sitt aftur þá held ég að hann hafi þann möguleika að fara til Blackburn eða City þar sem eigendurnir eiga sand af seðlum. Ég persónulega myndi ekki vilja sjá það gerast. Blackburn eða City með Benitez á meðan við sitjum uppi með Hodgson. Hvor er líklegri til árangurs?

 116. Liverpool er í stöðu núna sem maður heldur að maður sjái aðeins í rómantískum gamanmyndum. Parið (Rafa&LFC) slíta sambandinu, báðir aðilar leita á önnur mið og fara í samband með öðrum (LFC&RH/Inter&RB), svo kemur babb í bátinn og það slitnar úr öðru sambandinu (Inter&RB). Það eru enn tilfinningar á milli upprunalega parsins og því er sá sem er enn í sambandi (LFC) að taka erfiða ákvörðun um það hvort hann ætli að taka upp við gömlu ástina (Rafa) eða lifa af erfiðleikana sem eru með núverandi maka (RH).

  Iss, Notebook hvað. Þessi saga gæti eflaust grætt marga!

 117. það er ekkert smá gaman að sjá hvað ALLIR hafa sterkar skoðanir á þessu máli………

  óska öllum liverpool aðdáendum nær og fjær gleðilegrar hátíðar……..

  jólagjöfin í ár verður nýr stjóri!!!!!

  YNWA!!!!

 118. okei vá, augun á mér eru brunnin eftir allan þessan lestur á commentum… Og ég er staðráðinn í því að ég ætla ALDREI! að horfa á Liverpool leik aftur ef Benitez kemur aftur… Guð blessi Ísland… Og má hann einnig blessa það að Benitez taki aldrei við Liverpool aftur…

  Gleðilega hátíð gott fólk

  (Allir eiga rétt á sínum skoðunum, en sú skoðun að vilja Benitez aftur telst varla mannleg, eða hvað)

 119. Eigendurnir hafa gefið í skyn að Roy muni sitja áfram þannig að við getum verið róleg fram á vor, pælingar um stjóraskipti að svo stöddu eru því tímaskekkja – nema auðvitað að liðið verði í fallsæti í febrúar og mars, sem væri kannski það besta.

 120. Eru allir búnir að gleyma fótboltanum sem Rafa lét liðið spila, og öllum þeim skiptum sem hann lét menn spila úr stöðu? Fýlunni, róteringunum og varnaráráttunni á útivöllum? Það er gjörsamlega fokhelt að menn vilji í alvörunni Rafa aftur.
  Vissulega er hann skárri en RH, en það setur enginn alvöru stjórin það á ferilskránna, svo losnum hvort eð er við RH í vetur.

 121. Verð bara að forvitnast. Hvað eru menn að reykja sem halda að Guardiola taki við Liverpool????

 122. Boris hittir naglan á höfuðið án þess að hafa einhverja 1000 orða grein um það. Hverju orði sannara.

 123. Ég kaus Rafa

  Maðurinn á skilið að klára þetta tímabil… sýna öllum að hann kann þetta ennþá og fá síðan alvöru leikmannaglugga í sumar og veita toppliðunum harða keppni á næsta tímabili.

  Fjölmiðlar fóru ílla með Rafa þegar hann var á sínu síðasta tímabili og líkuðu eflaust aldrei vel við kauða… er hræddur um að allt of margir stuðningsmenn voru blekktir til að snúa baki við honum.

  Það var svo margt annað að en bara Rafa á síðasta tímabili… man ekki betur en að Torres var lengi frá og Gerrard eitthvað líka… Nýi tilvonandi lykilmaðurinn á miðjunni, Aquilani meiddur… En í staðinn þá nýtti Rafa tímann í að gera Lucas að frábærum leikmanni 🙂 … Of mikil neikvæð umræða hafði auk þess líklega mikil áhrif á bæði leikmenn og stjóran.

  Held að Rafa hafi í flestum tilfellum tekið góðar ákvarðanir með liðsuppstillingu, skiptingar o.s.frv. Hann var bara ekki nógu góður að útskýra þessar ákvarðanir fyrir stuðningsmenni sem töldu þær vondar…

  Í dag stillir Hodgson nær alltaf upp liðinu sem allir aðdáendur myndu vilja sjá en samt gengur ekkert upp?

  Burt með Hodgson – YNWA 😉

 124. Vil losna við Roy en vil heldur ekki fá Rafa aftur (þó var ég á móti því að reka hann á þeim tímapunkti sem hann var rekinn).
  Veit ekki hvort búið er að posta þessu hérna en hér kemur allavega góð ástæða fyrir því að það ætti að reka Roy:
  http://www.mbl.is/sport/enski/2010/12/21/tveir_fra_liverpool_i_versta_lidinu/?ref=fpmestlesid
  Svo held ég að það megi alveg færa rök fyrir því að Joe Cole eigi sæti í þessu liði og við athugum að þetta eru allt saman menn keyptir af honum elskulega Roy.

 125. Babu, þú veist ég vil ekki vera leiðinlegur við þig en þessi grein sem þú bendir á er reyndar ekki beint viðmið frá Ítalíu því hún er skrifuð af breskum Liverpool aðdáanda búsettum á Englandi sem elskar Benítez jafn mikið og Balague, Tomkins og þú. Ég segi þetta að sjálfsögðu með fullri virðingu fyrir ykkur ástmönnum Rafa.

  Annað sem ég vil segja við ykkur er að þó að þið hættið með feitu ljótu kærustunni sem þið eruð löngu komnir með leið á og farið síðan að hitta aðra stelpu sem þið fattið síðan að er ennþá feitari, ljótari og leiðinlegri en sú gamla, þá þýðir það ekki að þið þurfið að hætta að hitta hana og byrja aftur með fyrrverandi kærustunni. Það er nefnilega alltaf allt miklu fallegra í minningunni en grafið djúpt í minni ykkar þá munið þig örugglega hversu ógeðslega pirrandi fyrrverandi kærastan gat verið!

  Það er jú þriðji möguleikinn, að hætta að hitta nýja ógeðið og finna einhverja ennþá betri en þær báðar. Einhverja klára, fallega, sjarmerandi, sjóðheita og skemmtilega sem er í þokkabót hrikalega góð í rúminu!

  Þið eigið nefnilega miklu betra skilið en að fara aftur í eitthvað steindautt samband þó að þið hafið óvart farið að hitta eitthvað skass í millitíðinni. Þið þurfið bara að muna hversu hrikalega flottir og heillandi þið eruð. Þið eigið skilið að fá einhverja sem er unun að horfa á í hvert skipti sem þið hittist!

  Kveðja, Dr. Love.

 126. Það er ekki nóg að vera góður stjóri… maður verður að hafa hjarta fyrir liðinu og vilja til að vera lengi með langtíma markmið… Svoleiðis stjóri er ekki einfalt að finna.

  Er ekki málið að Liverpool (og stuðningsmenn þess) sé bara feita ljóta fyrrverandi kærastan sem Rafa Benitez er tilbúin að gefa annan séns eftir að hún lagaði nokkur persónuleg vandamál.

  Ég endurtek… vil Rafa út tímabilið og svo er hægt að kveða upp dóm um framtíð hans

 127. Hvar finnst ykkur að Liverpool eigi heima í deildinni miðað við núverandi hóp ? Eigum við að vera ofar en ManU eða Chelsea ? Erum við með svipað lið og Arsenal og City eða erum við með jafnann hóp á við Tottenham ?

  Mér persónulega finnst við ekki vera með nægilega sterkann hóp miðað við topp 5 liðin í dag. 6 sætið raunhæft en 5 sætið væri sigur. Til að ná hinu merkilega 4 sæti þurfum við að skáka 2 af þeim liðum sem sitja núna í topp 5 og eru nefnd hér að ofan. Hvaða lið ættu það að vera, City og Tottenham kannski ?

  Hodgson hefur setið undir gríðarlegri pressu um árángur og oft á tíðum mjög svo óréttlátri gagnrýni að mér finnst. Liðið hefur unnið á undanfarið og er orðið mjög svo solid á heimavelli en útivallar árángurinn er lélgur. Ég held að með tveim þrem sigrum á útivelli þá geti þetta litið ágætlega út fyrir Hodgson gamla.

  Við erum í 9 sæti í dag fimm stigum frá 6 sæti og við eigum leik inni. Held að við ættum að hætta þessu röfli, stiðja liðið okkar og sjá hvað setur. Hef smá trú á kallinum og vil frekar sjá hvað hann gerir á næstu mánuðum frekar en að rjúka til og reka hann bara til að fá einhvern annan til að taka við skútunni.

  YNWA

 128. Menn hljóta að vera að grínast ef þeir eru að spá í Rafa aftur.

  Ég segi það í fullri alvöru að þá myndi ég gera hlé á áhorfi mínu á Liverpool. S.s. þangað til að hann yrði rekinn aftur.

  Ég held að maðurinn eigi að taka sér tímabundið hlé frá fótboltaþjálfun.

 129. Ef það að þjálfa Liverpool er svona eftirsóknarvert afhverju erum við ekki með röð af heimsklassaþjálfurum sem eru á eftir starfinu? Afhverju vildi enginn klár þjálfari taka við liðinu okkar í sumar? Einhver myndi segja vegna það vera óvissu um framtíð klúbbsins á sínum tíma en það var vitað mál að klúbburinn yrði seldur að lokum þannig að það er ekki gild afsökun.þ Getið þið nefnt a.m.k. 3 mjög færa þjálfara sem eru að bíða eftir að þjálfarastarfið verði laust svo þeir geti slegist um það?

 130. @150
  Er svo hjartanlega sammála þér en auðvitað ertu strax kominn með þrjá þumla niður því sumir eru svo blindir að þeir sjá í raun ekki ósköpinn sem þetta lið er. Voru rústir fyrir þetta tímabil og núverandi stjóri hefur ekki gert vel á markaðnum það sem af er.

  Það er enginn leikmaður í Liverpool í dag miðað við spilamennskuna s.l. 18 mánuði nema kannski Reina. Liðið sem við búum yfir í dag er einfaldlega ekki meistaradeildar lið og það sjá nú flestir að ég held. Mér finnst Liverpool ekki hafa betri hóp en Utd, Chelsea, Arsenal, City eða Tottenham og tel okkar lið það 6 sterkasta á Englandi í dag.

  Kannski sorglegt og menn fussandi og sveia sennilega yfir þessu en skoðið bara leikmennina sem við höfum sem hafa lítið sem ekkert getað og kæmust ekki í neitt af þessum liðum.
  Carra, Konchesky, Aurelio,Skrtel, Lucas, N´gog, Maxi, Kuyt, Babel,Poulsen, Cole svo eitthvað sé nefnt og ég gæti sennilega bætt Johnson þarna inn líka enda ekki verið góður. Má auðvitað deila um það að hann sé ekki notaður rétt en það hefur þá aldrei verið gert hjá Liverpool.

  Ekki misskilja mig, mér finnst Lucas góður leikmaður eða öllu heldur leikmaður sem hefur tekið miklum framförum. Kuyt finnst mér algjör vinnuhestur en er hann nægilega góður? Babel fær fáa sénsa og það veit enginn hversu góður hann er virkilega.
  Johnson getur átt rosalega góða leiki en heilt yfir hefur hann ekki staðið sig að mínu mati.

  Ég meina horfið bara yfir hópinn og þetta er því miður ansi þunnt og menn hljóta bara að sjá það.

  Við vorum ekki með og erum ekki með stjóra sem getur púslað saman lakari mönnum með þeim betri og allt spil snýst í kringum 2 leikmenn, þá Torres og Gerrard. Það vita þetta allir stjórar og Torres er hreinlega tekinn úr umferð enda vita menn ekkert hvað á að gera við tuðruna þegar hann er dekkaður. Reyna samt að senda á hann í stað þess að nota lausa menn.

  Roy er um að kenna, ekki spurning og væri ég vel til í nýtt andlit á Anfield bara svo lengi sem það er ekki Rafa.

 131. Hef lítið náð að sitja við tölvuna síðustu daga og mikið var nú gaman að fá bara alvöru þráð til að lesa loksins þegar maður komst í það!

  Ég kaus ekki í könnuninni því ég er svo nýbúinn að segja hér í pistli að ég held að næsti stjóri LFC verði “head coach” en ekki framkvæmdastjóri. Það þýðir að Mourinho, O’Neill og Capello detta sjálfkrafa út. Og senor Benitez líka held ég. ´

  Rafa er auðvitað dáður í Liverpoolborg helst fyrir það sem Eisi sagði. Hann varð strax Scouser og hefur marglýst hvað hann elski borgina og liðið. Það vita allir að hann vildi halda áfram með klúbbinn og gafst upp eftir stórkostlega frammistöðu í baráttunni gegn sauðunum sem eru gengnir frá klúbbnum nú, blessunarlega. Hann var maður fólksins og það er eitthvað sem íbúar Liverpoolborg elska. Og það er líka ein aðalástæða þess að Hodgson virðist ekki eiga séns. Hann er Cockneymaður sem er ergilegur og fúll út í fólk og hefur á nokkrum mánuðum náð að verða óvinur um 95% aðdáenda klúbbsins okkar. Bara það eitt að Rafa sagðist vera að fara “heim” til Wirral í jólafríinu sínu jók enn á miklar vinsældir hans sem Scouser-persónu!

  Sem er meira en t.d. G og H tókst.

  En það er ekkert endilega sanngjarnt. Ég held ennþá að Hodgson verði sjálfur að stíga frá til að annar fái starfið. NESV er enn að stíga rólega til jarðar og horfa til þarnæsta vetrar sem aðalmálsins. Þeir munu ekki reka Roy um sinn og ég held að ef að hann verði rekinn leiti þeir að minni karakter til að stjórna þjálfun og leikuppsetningunni en Rafa Benitez.

  Ég er algerlega sammála Einari Erni að eini spennandi kosturinn í enska boltanum er Owen Coyle, en mér finnst hann þurfa minnst einn vetur í viðbót til að sanna sig. Sama er með Porto og Dortmundþjálfarana. King Kenny væri besti kosturinn í bili, en ég er sannfærður um það að eigendurnir ætla honum annað starf innan klúbbsins.

  Ef ég ætti að velja núna milli þess að Rafa eða Roy stjórni félaginu er það fullkominn no-brainer.

  Rafa er 1000% betri kostur fyrir liðið Liverpool FC. En ég er sannfærður um það að slíkt er ekki inni í myndinni hjá nýjum eigendum og ætla að halda áfram að “sitja í rússibananum” í vetur, því ég held að engar afdrifaríkar ákvarðanir fyrr en í sumar.

  Nema að RH gefist upp. Hann hlýtur sjálfur að átta sig á því að þetta dæmi er svo vita vonlaust að það hálfa væri nóg. Verst finnst mér að nú er búið að draga átrúnaðargoðið mitt Carragher inn í jöfnuna og sagt að með brotthvarfi Hodgson sé viðbúið að Carra verði látinn fara þar sem hann var víst mikill Hodgson-maður og vill alls ekki vera undir stjórn “útlensks” þjálfara.

  Þá erum við í miklum, miklum vanda hvað ég á að velja, því ég “dream of a team of Carraghers”

  Skemmtileg umræða.

 132. Svo við höldum áfram með myndlíkinguna um kærustur hvaða þjálfari í heiminum myndi flokkast undir fallega konu eða jafnvel bara skít sæmileg ef Rafa er feit og ljót?

  Bara svona til viðmiðunar þá eru þetta tiltlar sem hann hefur unnið á seinustu 10 árum:
  2 Domestic League, 1 Domestic Cup, 2 Domestic Super Cup, 1 Domestic Second Division, 2 Promotions, 1 UEFA Champions League, 1 UEFA Cup, 1 UEFA Super Cup, 1 FIFA Club World Cup.

  Hann er með yfir 50% vinningshlutfall yfir ferilinn sinn hjá öllum liðum skv. Wikipedia (ekki áræðanlegasta heimildin http://en.wikipedia.org/wiki/Rafael_Ben%C3%ADtez#Manager).

  Ég vil fá hann aftur en ég viðurkenni fúslega að hann er langt frá því að vera fullkominn en hann var við stjórnvölin þegar við unnum Evrópukeppnina sem er besta kvöld mitt sem stuðningsmaður Liverpool. Liðið sýndi stöðuga framför undir hans stjórn þangað til að hann þurfti að berjast á tveimur vígstöðum, á vellinum og í stjórnarherberginu og því vil ég gefa honum annan séns með almennilega menn við stjórnvölinn.

  Ég var oft mjög hissa á skiptingum hans og uppstyllingum en það er sjálfsagt þess vegna sem ég skrifa á internetsíðu en hann hefur þjálfað meðal annars Valencia, Liverpool og Inter sem ég mun aldrei fá að gera nema í FM.

  Ég ætlast ekki til þess að allir elski hann en eitt finnst mér og það er að hann á skilið að við tölum um hann af lágmarks virðingu og reynum að vera málefnalegir og tölum ekki með rassgatinu um ljótar og feitar kærustur.

 133. @ 111

  Samba og Kyrgiakos trítlandi saman fram í hornspyrnum = þvagtaumar rennandi niður buxurnar hjá andstæðingunum.

 134. Búi, ég var bara að ráðleggja Babu vini mínum í kvennamálum. Voðalega virðistu samt hafa lítið álit á feitum og ljótum stelpum. Þú veist að þær geta verið með alveg frábæran persónuleika.

 135. Ég hef enga trú á öðru en að stjórnendur Liverpool opni skype-ið og setji sig í samband við Benitez yfir hátíðirnar eða allaveganna fljótlega… Kannski ekki endilega með það að markmiði að fá hann sem þjálfara…

  Væri allaveganna ekki vont múv að fá að heyra hans hlið og skoðanir enda líklega sá sem þekkir hvað best til í málum Liverpool síðustu ára 🙂

 136. Hahaha vissulega geta þær verið hressar og skemmtilegar en mér skildist á póstinum þínum að feita og ljóta kærastan væri það ekki þar sem viðkomandi er kominn með leið á henni :Þ

 137. Ef roy verður rekinn sem mun gerst einhvern tímann er rafa virkilega þjálfari sem Liverpool ættu leita af sem eftirmann Roy og myndi Rafa vilja bara 6 mánuði til sýna nýju eigundum að hann væri sá sé rétti það held ég ekki og svo eitthvað sem maggi sagði er að rafa er þjálfari sem vil stjórna öllu mun hann fá að gera það ef myndi verða þjálfari Liverpool og eitt sem ég er sama mála magga er væri til skoða Owen Coyle, Jurgen Klopp,Andre Villas-Boas

  Gleðileg Jól til alla stuðningsmenn Liverpool

 138. Hér hefur verið kallað eftir rökstuðningi fyrir að kjósa Roy frekar en Rafa. Ég ætla að gera tilraun til að verða við því.

  Í fyrsta lagi kaus ég snemma og túlkaði spurninguna eingöngu sem val á milli þeirra tveggja. Að velja hvorugan eða einhvern annan fannst mér vera útúrsnúningur. Þetta var bara já eða nei spurning, spurning um hvor kláraði tímabilið. Ekki hvort Rafa gæti verið framtíðarstjóri á ný.

  Ég hef alltaf verið Rafa maður. Hann fékk oft ósanngjarna gagnrýni, eiginlega úr öllum áttum. Hann byrjaði á réttum enda að mér fannst, þétti vörnina og svo batnaði sóknarleikurinn smám saman. Titlarnir sem hann skilaði í hús voru afrek en urðu honum kannski fjötur um fót þegar uppi var staðið. Komu of snemma. Hann fékk í raun engan pening til leikmannakaupa. Vissulega var fjárfest í Torres en að lokum kom í ljós að þau kaup voru í raun skuldsett. Eftir Torres þurfti Rafa alltaf að selja fyrst og kaupa svo. Nema undir lokin þegar hann fékk varla að kaupa heldur.

  Rafa gerði hins vega ýmis mistök sem fékk mig til að efast um að hann væri sá eini rétti. Innáskiptingar of oft sérkennilegar. Hann átti greinilega erfitt með að fá alla leikmenn til að fylgja sér og allt að því skemmdi suma leikmenn. Babel og Keane t.d. þó leikmennirnir hafi vissulega átt sína sök. Stærstu mistökin voru svo aðdragandinn að brotthvarfi Alonso. Sami fór sama sumar og ég held að það hafi bara verið of stór móralskur biti fyrir hópinn að missa þá báða. Meiddur Ítali var keyptur í rándýru panik kasti. Af hverju ekki Meireles bara strax þá?

  Síðasta tímabil einkenndist af stríði Rafa við yfirmennina. Hann var eiginlega hættur að geta sinnt starfi sínu sem knattspyrnustjóri. Uppsögn hans fannst mér síðan algerlega fáránleg. Það lá fyrir að leitað væri að nýjum eigendum og mér fannst eina vitið að þeir eigendur myndu svo ákveða framtíð Rafa. Mér hefur því alltaf fundist að Rafa hafa ekki notið sannmælis og það hefði verið mjög fróðlegt að sjá hverju hann hefði skilað ef rekstur félagsins hefði verið í lagi. Og eigendurnir heilir á geði. Uppbygging tekur tíma, var ekki Ferguson næstum því rekinn eftir 6 ár í starfi?

  En hvað fáum við ef Rafa kemur aftur út tímabilið? Mun hæfari knattspyrnustjóra, án vafa í mínum huga. Hins vegar erum við farnir að spila mun betur núna á heimavelli og einstaka útileiki líka. Þó við séum allir brjálaðir út í Roy er heilt yfir skítsæmileg ró yfir félaginu. A.m.k. myndi Rafa ekki færa meiri ró yfir okkur. Við myndum aftur fá samanburð við Mourinho og meiri hnýting almennt við aðra knattspyrnustjóra. Fjölmiðlar myndu búa endalaust til lognar æsifréttir. Við myndu rífast um frammistöðu Rafa, núna erum við þó sammála um getuleysi Roy. Það væru eilífar spurningar um hvort Rafa ætti að vera lengur eða fá enn nýjan stjóra. Mikil hætta á enn meira losi á leikmönnum. Ég held að innst inni viti leikmenn að Roy er bara tímabundið. Hvað gerist ef það kemur inn annar tímabundinn stjóri? Hversu lengi nenna leikmenn að standa í slíku?

  Að reka Roy strax og fá bara einhvern tímabundið í staðinn, er skammtímalausn. Þeir sem það vilja eru fastir í skammdegisþunglundinu og hafa gleymt sér í stundaræðinu. Það er nauðsynlegt að anda rólega og horfa á heildar-framtíðar-myndina. Framtíðin stendur ekki og fellur með árangri okkar í ár. Þó við vinnum engan titil og lendum í 16. sæti, gætum við eftir sem áður átt keppt um titilinn eftir nokkur ár. Og árlega þaðan í frá.

  Ég minni á að spurningin snerist bara um Rafa og Roy, hvor ætti að klára þetta tímabil. Þrátt fyrir að Rafa sé mun hæfari finnst mér, Rafa manninum, hann ekki koma til greina þar sem of mikil ólga og órói myndi fylgja honum. Rafa er fortíðin en ekki framtíðin.

  Og þar sem þið voruð lang flestir ósammála mér í kosningunni megið þið byrja að þumla þetta innlegg niður!
  Gleðilega hátíð – YNWA.

 139. Váááááá…tekið frá SkySports: “Sam Allardyce has just been confirmed as the new Liverpool manager as Roy Hodgson has accepted to step down from the post!”

 140. En hvað finnst mönnum um Roberto di Matteo, head coach hjá W.B.A. ? Er hann að gera áhugaverða hluti með sitt lið ? Er hann hugsanlegur framtíðarþjálfari í “stærra liði” ?

 141. Di Matteo er vissulega mjög áhugaverður kostur, hvað mig varðar alla vega. Hann er að ná flottum hlutum með WBA og á eflaust eftir að fara í stærra félag á einhverjum tímapunkti ferilsins. Hins vegar, líkt og með Coyle, Klopp, Boas og fleiri “nýjar” stjörnur í stjóraheiminum, þá myndi maður nú helst vilja sjá hvort hann geti haldið uppteknum hætti annað árið í röð. Hann hefur vissulega mikinn potential og verður eflaust mjög góður, kannski ekki heimskulegt hjá Liverpool að byggja upp með svona efnilegum stjóra og byggja hann upp með liðinu á næstu árum.

 142. Rotnustu kartöflu ársins fær Gylfi. Gylfi er sálsjúkur og þarf greinilega mikla hjálp 🙂 🙂 🙂 🙂

 143. Var á báðum áttum en las svo alla póstana frá Júlíusi og hann hefur algjörlega sannfært mig, Rafa verður að koma strax aftur.

  Hvernig er hægt að koma reglulega og skrifa samhengislaust röfl, fá það allt í andlitið með staðreyndum og skynsömum skrifum. Til þess eins að gera það aftur nokkrum dögum seinna, með nákvæmlega sama röflinu og fá annað sett af aðilum til að svara þér. Gleymist þetta bara í millitíðinni? Það hlítur að vera, því augljóslega hefuru gleymt öllu því jákvæða sem gerðist undir stjórn Rafa. Einstrengingshátturinn er slíkur að það er engu líkar en menn hafi farið að sofa í fílu 0-3 undir í hálfleik í úrslitaleik CL 2005. Vaknað einhvertíman á þessu tímabili rétt til að hlusta á Hodgeson eða einhvern annan segja að Liverpool sé við botninn því Rafa skildi eftir svo lélega leikmenn og lepja það upp, koma hingað á kop.is og skrifa þessi pósta þína.

  Að skrifa svona um besta stjóra Liverpool í tvo áratugi sínir að ÞÚ hefur engan metnað.

  Ég vil augljóslega Rafa aftur (nú eða seinna) og ef einhverjir núverandi leikmenn Liverpool hafi átt þátt í því að bola honum burt þá meiga þeir einfaldlega drulla sér, sama hver eða hverjir það eru.

 144. Ég sá viðtal við ‘biographerinn’ hans Benítez og sagði hann að Inter liðið væri í miklum meiðslum og væri bara samansafn af gömlum gaurum sem eiga fáa dropa eftir og alltof ungum leikmönnum, en ekkert í miðjunni á 23-27 árunum. Ég var alveg sammála honum enda ef þú horfir á Inter leik núna þá er þetta þreytt lið. 1 ár er mikið þegar þú ert kominn á fertugsaldurinn í fótbolta og þeir eru bara búnir.

 145. Svona aðeins um leikmennina sem Rafa “eyðilagði”.

  Það sem ég hef heyrt kvittuðu bæði Keane og Benayoun undir uppsagnarbréfið sitt sjálfir. Keane kom með miklum hroka til klúbbsins og fannst öll vinnubrögð félagsins “gamaldags” og ekki sér boðleg. Leit afar stórt á sig og var mjög óvinsæll á meðal starfsfólks klúbbsins og síðan leikmanna og þjálfara. Alls ekki bara Rafa. Enda sjáum við núna hversu mikil snilld það var að losna við þennan mann með lágmarkstapi. Hann hefur verið arfaslakur með Tottenham og pakkar enn á ný niður í töskurnar í janúar. Grafskrift Rick Parry.

  Yossi Benayoun tók svo að mér skilst afar skrýtna beygju í febrúar á þessu ári, var í tómu rugli á æfingasvæðinu og í kringum leikina. Allir tóku eftir þessu og mikið var reynt til að kveikja í neistanum hjá honum. Í lok apríl frétti svo klúbburinn af því að umbinn hans (sem er alræmdur skíthæll) væri búinn að vera að sveifla nafni hans víða og væri langt kominn með að finna honum nýtt félag, þrátt fyrir að Yossi væri á góðum samningi á Anfield. Um leið og þetta fréttist var framtíð Benayoun ráðin en þar sem lítið var um snillinga á bekknum eða í stúkunni var hann nýttur út tímabilið, þó sumir lykilleikmenn hefðu helst viljað fá hann út úr hóp. Þetta er bara byggt á spjalli við fólk úti, en ekki neitt staðfest, tek það kýrskýrt fram.

  Það er aftur á móti það sem Purslow sagði sem ég hef svolítið horft á. Hann vildi losna við Babel, Skrtel, Insua, Aquilani, Lucas og Kyrgiakos skilst manni. En var til í að re-signa Aurelio og kvittaði upp á kaupin á Poulsen og Konchesky. Ég held enn að Purslow hafi þar með kvittað undir það að NESV vildu ekki hafa hann sem starfsmann og létu hann því fara.

  Ummæli Hodgson um Rafa í gær fannst mér klárlega benda til þess að umræðan væri komin inn í félagið og hann teldi sig þurfa að kommenta gegn RB. Það kom mér á óvart, en svo þegar ég fór að hugsa í gær að ENGINN yfirmannanna sem ráku Rafa vinna enn fyrir félagið (Nema Ian Ayre sem sér um sölu varnings og gerð auglýsingasamninga) og svo þess að liðið sem nú er að spila er allt leikmenn sem Rafa hefur stjórnað (utan Meireles og Konchesky) fór ég að spá í það í alvörunni hvort NESV væru að skoða þetta mál eitthvað.

  Ég er enn á því að svo sé ekki, en kannski eru líkurnar meiri á því en 0% sem ég gaf mér í gær.

  En í guðs bænum ekki tala um Keane og Yossi sem flopp Rafa, þeir voru ekki LFC-leikmenn eins og ég heyrði allavega.

  Hugsanlega má nefna Babel sem dæmi sem gæti staðið sig betur eftir brotthvarf Rafa, en þó skulum við sjá hann spila vel í einhvern langan tíma áður en við kvittum upp á það. Hann er líka þessa dagana mikið að tala um að fá að vera senter, en svakalega kæmi mér það á óvart ef að ekki bættist senter í leikmannahóp okkar og þá yrði Babel í mesta lagi þriðji kostur í senterinn, sennilega fjórði!

 146. Ef þetta væru alþingiskosningar þá væri Ekki viss / Hvorugan flokkurinn með meirihluta á Alþingi. Ég segi það slegið að meirihlutinn vill engan Benitez og engan Hodgson heldur !!

 147. Nr164. Gylfi, sumt bara grínast maður ekki með!!! Sláðu þig nú þéttingsfast utanundir fyrir mig. 🙂

 148. Þess frétt hér http://www.liverpool.is/News/Item/14022 sýnir manni afhverju Hodgson á ekki að vera stjóri hjá stóruliði. Hvað er að manninum?

  Og kikkar síðan út með þessu hér “Ég tek hinsvegar fulla ábyrgð á öðrum leikmönnum sem ég hef fengið til liðsins. Meireles, Poulsen og Konchesky, sem ég er mjög ánægður með að hafa fengið”, segir Hodgson að lokum.

 149. Ósigur er oftast tímabundið ástand, uppgjöf er það sem gerir hann oftast endanlegan – Marylin Vos Savant.

  Gleðileg jól félagar

 150. Biðst innilegrar velvirðingar á að hafa farið yfir strikið…en Babu, sjálfsmeiðingar stunda ég ekki…tek armbeygjur í staðinn!

 151. Það er svo sannarlega ofar á píningalistanum hjá mér heldur en smá klapp á kinn 🙂

  Annars talandi um Allardyce þá held ég að bara hann og líklega Morinho séu neðar á listanum yfir menn sem ég vill sjá stjórna Liverpool heldur en núverandi stjóra.

 152. Í mínum augum væri það fáránlegt að fá Rafa aftur núna. Hann er vissulega betri þjálfari, en ef við leifum honum að koma aftur, þá losnum við ekki við hann í nokkur ár. Frekar að láta Roy vera restina af tímabilinu og svo fá einhvern annan í sumar. Helst einhvern gjörólíkan Þeim báðum!

 153. Annars byrjaði ég að lesa ævisögu Kenny Dalgliesh, My Liverppol home, í gær. Ég spólaði beint á þar sem hann talar um stöðuna í dag. Að sjálfsögðu eru engir skandalar þar. En milli línanna má lesa að hann sótti það nokkuð stíft í sumar að vera næsti stjóri. Og hann segir beint út að hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum með að fá ekki starfið.

  Auðvitað tekur hann það skýrt fram (nokkrum sinnum meir að segja) að hans staða innann klúbbsins setji ekki neina pressu á Roy Hodgson. En maður hlýtur að spyrja sig hvort það sé yfir höfuð mögulegt? Einnig ef maður les það sem hann skrifar um gömlu stjórana (Shanks, Paisley et al…) hvaða kosti hann telji að góður stjóri eigi að búa yfir. Það er allt að æpandi að lesa að þegar hann talar vel um Roy, sem hann að sjálfsögðu gerir, þá telur hann ekki upp neinn af þeim kostum!!! t.d. ódrepandi sigurvilja, ákveðið eccentrency, og precense.

  Eftir að hafa lesið þetta smáræði er ég enn sannfærðari um hversu tröllaukin þau mistök voru að láta Benitez fara. Rafa var að verða það sem gömlu hetjurnar voru líka. Scouse í gegn. Rafa skilur hvaða gildi það eru sem gerir Liverpool FC. að því sem Liverpool FC. er.

  Liverpool er ekki bara eitthvað lið sem menn halda með. Liverpool er svo miklu meira en það. Liverpool er fjölskylda. Frá Biskupstungum til Jóhannesarborgar tölum við allir sama tungumálið. Við erum allir Scouse.

  Hvað svo sem má segja um Rafa Benitez. Þá skilur hann þetta. Rafa er Scouse!

  YNWA

 154. 183 Sigurjón Njarðarson

  Pantaðiru bókina að utan eða fæst hún einhverstaðar hérlendis?

 155. 183.
  “… þá telur hann ekki upp neinn af þeim kostum!!! t.d. ódrepandi sigurvilja, ákveðið eccentrency, og precense…” Benitez, einhver? 3-0 yfir en Benitez ekki sáttur á bekknum? – Þetta er nákvæmlega það sem ég sá við RB og hafði því svo mikla trú á honum.

  Ég veit að það eru margir sem vilja alls ekki sjá RB aftur en fyrir mitt leyti þá vil ég gefa honum séns með NESV – svo er bara enginn annnar á markaðinum sem ég hef áhuga á.

 156. Mér finnst þessi spurning allsekki eiga rétt á sér og svolítið kjánaleg. Hvað á Liverpool að gera með hrokagikk, meðalþjálfara, mann á endastöð, mann sem kann ekki að umgangast leikmenn og mann sem gerði lítið fyrir Liv. Þessi titill sem hann vann á sínu fyrsta ári var allsekki honum að þakka, þetta var heppnis sigur og vegna kæruleysi mótherja, en samt gott hjá leikmönnum Liverpool. Semsagt RB hefur ekkert að gera til LIVERPOOL nema sem ferðamaður…

 157. Ég hef nú áður látið koma fram að ég hef enga trú á RH, hreinlega þoli hann ekki. Held ég myndi ekki einu sinni vilja hann til að þjálfa mitt lið á Íslandi ! Rafa eða RH, veit ekki, sennilega væri erfitt að ráða Rafa aftur. Deschamps, Magath eða Dortmundarþjálfarinn væru sennilega betri kostir en þá þyrfti það að gerast sem fyrst, við getum ekki haft RH mínútu lengur. En þessi umræða um Rafa vs. RH er víða og mjög misjöfn skoðun manna á Rafa, eins og sést í þessum þræði. Sjá t.d. þennan ágæta pistil á BBC:

  http://www.bbc.co.uk/blogs/philmcnulty/2010/12/where_next_for_benitez.html

  Persónulega er ég nokkuð sammála þeim sem mælir í #57 (þó ég segi ekki endilega að Rafa eigi að koma til baka, sbr. áðurnefnda managera):
  As a Liverpool fan I would welcome Rafa back to Anfield with open arms. Despite what the Media portray the majority of Liverpool fans would also want him back, look at the polls. Hodgson is miles out of his depth at Liverpool, every time he opens his mouth it is to change foot! The sooner he is replaced (please with Rafa) the better.

  So why do we want Rafa back?

  1. He loves the club, he understands what been a Liverpool manager is about. He doesn’t snuggle up to Ferguson (Hodgson). He donated part of his pay-off to the Hillsborough fund. He sits down with fans and talks with them. Most importantly he fought for the club against Hicks and Gilette.

  2. His record. League winner in Spain with Valencia twice. Champions league winner with Liverpool, and beaten finalist. Fa Cup winner. Made Liverpool number 1 ranked club in Europe. The 4-1 win at OT. The thrashing of Real Madrid. Achieved Liverpool’s highest Premier League point tally. The man has a fantastic pedigree. Compare this record to Uncle Woy!

  3. Fernando Torres. Look at his career, who has got him scoring and turned him into the best striker in Europe? The answer Rafa Benitez.

  Now people question Rafa’s transfer record, but ask any Liverpool fan who the first players would be that they would like to see out of Anfield and they will probably answer Konchesky and Poulson (both woy signings £11 million worth!!!!). Rafa brought in Torres, Alonso (sold for huge profit) Mascherano, Luis Garcia, Arbeloa (sold for profit) Reina (best keeper in the world). Yes he did make some mistakes, but this was mainly due to lack of backing from Liverpool board for example having to settle for Pennant when he wanted Simao.

  So some people criticise Rafa’s youth policy. Insua, Ngog, Pacheco, Ecclestone, Della Valle (Sold by Hodgson to get Konchesky!!!!!) Alonso (brought in as a 22 year old) Nemeth, Kelly, Ayala are all players that came or are coming through the revitalised youth policy that Rafa implemented. I mean Woy Hodgson is doing his best to destroy it but there are a few gems still there!

  Some people say ‘Rafa won the Champions League but with Houlliers squad’. That only makes it more of an achievement. Rafa managed a squad left to him which included Traore, Biscan etc and managed them to beat Juventus, Chelsea and Milan and win the Champions league! It was an unbelievable achievement.

  I’m not sure that the new owners have the bottle to get rid of Woy and bring Rafa back, but to me it would be the best Christmas present possible.

  En gleðileg jól poolarar, og megi leikurinn fara fram á morgun, það er hluti jólanna…..

 158. Nr 188 Már Gunnars:

  Mér finnst þessi spurning allsekki eiga rétt á sér og svolítið kjánaleg.

  Held að þetta komment þitt sé nær því að eiga alls ekki rétt á sér og vera rétt rúmlega svolítið kjánalegt.

 159. Babu: Ekki vera sár, þó að mér finnist kjánalegt að tala um endurkomu RB, vonandi allt í góðu. 🙂

Milan á sölulista & fleira

Gleðileg jól