Milan á sölulista & fleira

Það var sett Milan Jovanovic á sölulista fyrir janúarið! 🙂

Greyið Jova fær Robbie Keane-verðlaun ársins. Það undarlegasta við þetta allt er að hann er í rauninni búinn að spila svo lítið að við höfum ekkert getað dæmt hann. Getum ekki rifist um hvort menn eru sammála eða ósammála því að láta hann fara því menn vita enn varla hvað hann getur í búningi Liverpool. Skoraði eitt mark gegn Northampton, annað gegn Steua. Skaut í slá gegn Utrecht í síðustu viku. Byrjaði inná gegn Arsenal í ágúst. Hefur annars bara verið duglegur að mæta á æfingar.

Eitthvað hlýtur það að hafa verið samt fyrst Roy Hodgson er reiðubúinn að losa sig strax við hann. Fréttin hér að ofan nefnir að launin hans gætu verið vandamál (hver samþykkti að borga honum 50 þúsund pund á viku?!?) en annars verður að teljast líklegt að Jova fari frá okkur strax í janúar.

Það talar Roy Hodgson um að sig þurfi að kaupa fleiri leikmenn handa liðinu sem það á í janúar! 🙂

Hodgson talar um það við blaðamenn að hann verði að fá að setja meira mark á leikmannahópinn áður en hann geti farið að taka fulla ábyrgð á gengi liðsins. Bendir á að hann sé bara að vinna með Meireles, Poulsen og Konchesky, og svo leikmenn sem hann erfði. Vill væntanlega meina að gengið hingað til sé ekki honum að kenna. Eflaust er það rétt að einhverju leyti, við vitum að leikmannahópurinn var ekki nógu góður þegar hann tók við og að lítið var af fé til að styrkja liðið sl. sumar en þótt hægt sé að kenna fleiru en bara Hodgson um ber hann líka mikla ábyrgð, sama hvað hann segir.

En ókei, það virðist næsta ljóst að hann fær allavega út þetta tímabil. Við skulum leyfa honum að versla í janúar og fylgjast svo með því þegar liðið byrjar allt í einu að spila blússandi jákvæðan sóknarbolta eins og þeir Konchesky, Poulsen og Meireles hafa verið að reyna en hinir leikmenn liðsins hafa ekki viljað styðja…

Það eru tæpar tvær vikur í áramótin og enn merkilega lítið um slúður. Frá því að við skrifuðum síðast um slúðrið hefur lítið annað verið að frétta af leikmönnum sem eru orðaðir við Liverpool. Einna helst hefur maður heyrt því fleygt að við ætlum að bjóða í Daniel Sturridge hjá Chelsea en ég sé það ekki gerast, hvað þá að þeir selji þar sem hann er einn fárra heimalninga hjá Chelsea.

Það er einfaldlega lítið að frétta. Vonandi er það góðs viti, vonandi eru menn að vinna í hlutum og hafa lært á nýjan leik að gera það fyrir huldum tjöldum. Ég hefði ekkert á móti því að láta koma mér þægilega á óvart á nýju ári. Vonum það allavega.

103 Comments

  1. Þetta kemur mér í raun ekkert á óvart svo sem. Svo eins og þú segir 50.000 pund á viku, mér finnst það bara alltof mikið.
    Roy að tala um að hann þurfi að kaupa til að bera ábyrgð á gengi liðsins, jæja, hann er nú ekki á góðri leið með að sanna sig í leikmannakaupum haldi hann áfram að fjárfesta í mönnum á borð við Poulsen og Konchesky, þeir 2 mættu líka fara ásam Jova.

    Ég er alveg sammála því að það þarf að styrkja liðið og það yrði ákveðinn styrkur að losna við Poulsen og Konchesky og fá Insúa heim úr láni sé það hægt.
    Einnig væri fínt að losna við Agger af launaskrá enda er hann með Kewell syndrom og svo hefur Skrtel ekkert að gera í þessu liði lengur.

    Svo vantar klárlega að fá öflugan sóknarmann sem veitir Torres keppni frammi og svo vantar líka vinstri bakvörð, miðvörð og kantmenn í þetta lið.

  2. Styð það að selja Agger, hann er þyngdar sinnar virði í plasti

  3. Ég vil nú ekki vera nein málfarslögga en “Það var sett Milan Jank á sölulista” er mjög leiðinleg setning.

    “Milan Jank var settur á sölulista…” er aðeins skárra svona í morgunsárið.

  4. Agger-málið er eilítið flókið því við höfum séð hvað hann getur og hann er mjög vinsæll meðal stuðningsmanna, ég þar með talinn. Hins vegar talar meiðslasagan hans sínu máli og ég held í alvöru að það gæti verið best fyrir hann að reyna fyrir sér annars staðar, mögulega í heitara landi þar sem veðráttan og harkan í spilamennskunni eru aðeins minna krefjandi. Spánn, Þýskaland, Frakkland gætu hentað honum betur en England upp á meiðslin að gera.

    Að sama skapi getur Liverpool ekki lengur treyst á hann. Þegar menn meta leikmannahópinn er hann í besta lagi bónus ef/þegar hann er heill, eins og Aurelio, eins og Kewell var og fleiri slíkir. Góðir leikmenn, fantagóðir en bara allt of sjaldan heilir.

    Miðverðirnir okkar í dag eru Carra, Kyrgiakos, Skrtel og Agger. Getum ekki treyst á Agger, Kyrgiakos er fínn en ekki sem annar af tveimur aðal, Carra er að eldast hratt og Skrtel hefur að mínu mati ekki gert nóg til að sannfæra menn um að hann geti verið annar af tveimur aðal.

    Niðurstaða: í næstu þremur gluggum (Carra verður 34ra ára janúar 2012, eftir rúmt ár, Kyrgiakos verður 32ja á sama tíma) þurfum við a.m.k. tvo miðverði sem eru reiðbúnir til að leiða vörnina okkar strax. Efnilegir strákar eins og Kelly og Ayala gætu þurft meiri tíma en það áður en þeir eru reiðubúnir.

    Við erum því líklega að tala um 2 heimsklassa miðverði, kannski ekki strax í janúar (sóknin hefur forgang til að byrja með) en þá pottþétt næsta sumar og/eða janúar 2012. Stefnan ætti að vera að hafa eftirfarandi miðverði hjá okkur eftir tvö ár: Nýr Miðvörður 1, Nýr Miðvörður 2, Martin Kelly, Daniel Ayala, háaldraður Jamie Carragher.

    Mitt mat. Hefst á því að losa um Agger til að rýma fyrir fyrsta aðalmanni og svo á næstu 18 mánuðunum fá Kyrgiakos og Skrtel að fara með þökkum fyrir veitta þjónustu.

  5. Jón Bö (#3) segir:

    „Ég vil nú ekki vera nein málfarslögga en “Það var sett Milan Jank á sölulista” er mjög leiðinleg setning.“

    Ja hérna. Þetta var húmor með vísun í umræður síðustu færslu, Jón. Relax. 🙂

  6. Ég er nú bara nokkuð afslappaður þakka þér fyrir.

    Annars finnst mér eiginlega frekar sérstakt að selja manninn, maður hefur varla séð hann spila, og því lítill tími fyrir hann að sanna sig. En ég ætla rétt að vona að eitthvað slúður um Ronaldinho sé grín því maðurinn getur ekkert þessa dagana.

  7. Alveg sammála með Agger. Góður leikmaður og hef ég ekkert á móti honum og finnst hann feyki sterkur þegar að hann er heill. Hins vegar held ég að eina vitið sé að casha inn á honum enda er alltof dýrt að hafa svona mann á sjúkralista endalaust.

  8. Flottir á BBC !

    Bayern Munich have joined the race to sign Liverpool’s unsettled striker Glen Johnson.
    Full story: imscouting

  9. Þessi meiðsli hjá Agger eru nú frekar sérstök enda fékk hann spark í sig og það myndaðist einhver bólga eða eitthvað í vöðvunum (endilega leiðréttið það) sem er mjög óalgengt hjá fótboltamönnum en Agger lenti í þessu.
    Mitt mat er að á meðan að við eigum Soto, Carra og Skrtle þá megi alls ekki selja Agger enda eini miðvörðurinn sem kann að spila fótbolta í þessu liði og okkar langbesti miðvörður.
    Ég væri til í að gefa honum séns fram að sumri til þess að koma sér í form og halda sér heilum.

    En með Milan þá hefði ég vilja sjá meira af honum, mér finnst hann alls ekki hafa verið okkar versti leikmaður á tímabilinu og nýtt sín tækifæri bara nokkuð vel, svona miðað við marga aðra.
    En kannski með 50 þús pund á viku frekar mikið miðað við spilatíma og gæði.
    Og eigendur liðsins væntanlega ekki sáttir með launin og það að hann sé 29 ára.
    Og ef það er málið þá ætti J.Cole að byrja að hafa áhyggjur enda maðurinn búinn að vera hrikalega lélegur í vetur og klárlega vonbrigði tímabilsins enda átti ég von á svo miklu miklu meira frá honum en ég vil líka halda honum fram á sumar.

    En Skrtel má fara núna strax í janúar enda er ég kominn með alveg nóg af því hversu vandræðalega lélegur maðurinn er, hann er líklegur til að gefa 2-3 vítaspyrnur í hverjum leik og getur ekki neitt, í burtu með hann.

  10. Já við þurfum klárlega að gera eitthvað með þessa vörn okkar. Verðum að fá ekki seinna en næsta sumar einn virkilega heimsklassa miðvörð sem er helst ekki mikið eldri en 25 ára. Ég myndi vilja fá Insua til baka, ungur og efnilegur. (Hvert fór hann annars á lán og hvernig stendur hann sig þar ?)

    Topp miðvörð, bakvörð, kanntara og sóknarmann !! Þetta vantar okkur í næstu tveim gluggum.

  11. Laun Milan verður að skoða í samhengi við að hann kostaði félagið ekki neitt. Joe Cole er með tvöfalt hærri laun og ekki sé ég að hann sé þess virði.

  12. Samþykkt. Joe Cole ætti að vera jafn mikið á leiðinni út og Milan Jovanovic, ef við eigum að dæma framlag þeirra það sem af er tímabilinu.

  13. 10# Stjáiblái.
    Insua var lánaður til 2010– ? Galatasaray (loan) 9 (0). Hann hefur bara fengið að spila 9 leiki og ég las einhversstaðar að nýji þjálfarinn vildi losna við hann í janúar en hvort það sé rétt veit ég ekki.

  14. Þið verðið að fyrirgefa en menn tala hér um Milan, Cole, Skrtel og fleiri en ég verð að benda á aðra leikmenn líka. Torres sennilega búið að vera það lélegasta sem ég hef séð frá honum lengi, Glen Johnson eins það lélegasta sem ég hef séð frá honum lengi, Kuyt….hvert fór duglegi fjárhundurinn sem var tilbúinn til að fórna sér fyrir allt.

    Byrjum bara á réttum enda áður en við förum að tala um að okkur vanti miðvörð, bakvörð, kantmann og framherja. Okkur sárlega vantar nýjan STJÓRA!!!!!!!!!

  15. @ #1

    • “Svo vantar klárlega að fá öflugan sóknarmann sem veitir Torres keppni frammi…”

    Jahá. Hvern nákvæmlega hefur þú í huga?

    Annars hefði ég viljað vera á skrifstofunni þegar Comolli og co. heyrðu af laununum hans Jova. Og já, Joe Cole er að stefna mjög hratt í að vera flopp tímabilsins, ef hann er ekki orðinn það ennþá.

    Innkaupalistinn minn: Brede Hangeland, Ashley Young, Adam Johnsson, Peter Crouch, Andy Carrol. Og svo mackintosh-dós.

  16. Verð að segja að það er bara sorglegt að henda Milan Jovanovic út í kuldann án þess að hann hafi fengið raunhæfan séns á að sanna sig, hann dró sig meira að segja út út landsliðinu til að geta einbeitt sér að Liverpool.

    Hversu margir leikmenn sem eiga fast sæti í landsliðum sínum gera það?

    Joe Cole er svo bara kapítuli útaf fyrir sig, alveg búinn að vera sorglegur blessaður drengurinn, en hann virðist vera meðvitaður um það svo maður vonar að hann nái að bæta sig.

    Ég verð bara að viðurkenna að ég hef aldrei verið eins áhugalaus varðandi Liverpool eins og ég er akkúrat núna, án gríns, með þennan stjóra og leikmannahóp sem virðist ekki nenna að legga sig fram fyrir félagið, þetta er bara niðurdrepandi.

    Vona að eitthvað spennandi gerist í Janúar, ég hef nefnilega trú á Comolli og vona að RH sé nógu klár til að treysta honum.

    • Torres sennilega búið að vera það lélegasta sem ég hef séð frá honum lengi, Glen Johnson eins það lélegasta sem ég hef séð frá honum lengi, Kuyt….hvert fór duglegi fjárhundurinn sem var tilbúinn til að fórna sér fyrir allt.

    Vel rúmlega helming af þessu má skrifa beint á Roy Hodgson og þær hugmyndir sem hann hefur um það hvernig lið eiga að spila fótbolta. Hann finnur það út einn daginn að Torres er ekki Bobby Zamora og sama dag kemur Torres úr þessari “lægð”. Eins finnur hann vonandi fljótlega út að Kuyt hefur engin áhrif á kantinum en er stórhættulegur sem sóknarvængmaður í liði sem pressar og Glen Johnson er mjög flottur í liði sem pressar andstæðingana og leggur upp með að sækja á bakvörðunum.

  17. Það er nú alveg ljóst að nýr stjóri er því miður ekki að koma til okkar núna næstu mánuðina og því eðlilegt að reyna þá alla vega að fá inn góða leikmenn þó ég hafir reyndar enga trú á því að þeir leikmenn sem Hodgson komi til með að fá til sín eigi eftir að bæta gengið. Vandamálið núna er greinilega að leikmenninir vilja spila meiri hápressu og sóknarbolta og því ekki nógu góðir fyrir Hodgson því það virðist vera alveg stórhættulegt að sækja í hans huga.

    Varðandi Milan þá hefur maður svo sem ekki séð mikið af honum en ég get heldur ekki sagt að ég eigi eftir að sakna hans eitthvað en hann hefur þó sýnt meira en Joe Cole í töluvert minni spilatíma.
    Ég hef bara mestar áhyggjur að Hodgson eigi eftir skemma þetta lið enn meira.

    • Það er nú alveg ljóst að nýr stjóri er því miður ekki að koma til okkar núna næstu mánuðina

    Það er svo sannarlega alls ekkert alveg ljóst. Hann getur ekki átt mikið fleiri slæm úrslit uppá að hlaupa áður en hann verður látinn fara, sama hvað hann er að röfla um í fjölmiðlum. Hann er jafnvel orðinn óvinsælli en Souness var sem stjóri og það er afrek útaf fyrir sig.

  18. Nú er ég ekki beittasti hnífurinn í skúffunni þegar ræða skal getu einstakra leikmanna og leiktaktíkina. Ég er með alvarlega minnimáttarkennd gagnvart 99% þeirra sem skrifa á þessa síðu og ætti að halda kjafti um eitthvað sem ég hef ekki hundsvit á.

    En jafnvel sauðir eins og ég sjá að eitthvað stórkostlegt er að hjá LFC. Hvernig stendur á því að um leið og landsliðsmenn, úr sumum af sterkustu landsliðum heims, klæðast rauðu treyjunni breytast þeir í rétta og slétta miðlungsmenn eða þaðan af verra? Geta hvorki sent eða tekið á móti bolta, nenna ekki að hlaupa fyrir félaga sína eða halda einbeitingu í 90 mínútur? Það má einnig spyrja af hverju eru leikmenn LFC endalaust meiddir?

    Með þeim fyrirvara að ég hef ekkert vit á fótbolta, en hef töluvert unnið með tölfræði, tel ég að útilokað sé tölfræðilega að þetta sé leikmönnunum að kenna. Nú dugir heldur ekki að kenna eigendunum um enda eru NESV líklega afbragðs eigendur þegar allt kemur til alls. Ástæðan fyrir því að LFC ná ekki máli sem liðsheild er þjálfarinn. Hann á að kunna að setja upp almennilegt leikskipulag sem vinnur á veikleikum andstæðingana með styrleikum LFC. Hann á að rífa upp stemminguna og fá menn til að selja sig dýrt fyrir liðið sitt. Hann á að fylgjast með heilsu leikmanna og tryggja að álagið ofbjóði þeim ekki. Maður hlýtur að ætlast til að þessi þjálfari kunni sitt fag!

    Þegar LFC spilar í dag er sáralítið í gangi. Meira að segja ég sé að Hoddarinn hefur ekki hugmynd um hvernig hann á að láta liðið spila; hvað þá að fá menn, sem eru í grunninn frábærir knattspyrnumenn á ofurlaunum, til að leggja sig fram. LFC er með afbragðs mannskap sem undirpeformerar undir Hodgson!¨Hann er eins og Alzheimer sjúklingur á Viagra. Með allt í fulla stöng en hefur ekki hugmynd hvað á að gera við standpínuna.

    Rausið í Hodgson um leikmennina og að hann þurfi nýja leikmenn í janúar er að mínum dómi barnaskapur. Af hverju ætti hann að ná einhverjum árangri með aðra leikmenn? Munu 4 nýjir leikmenn bæta leikskipulagið? Munu nýjir leikmenn koma með meiri baráttuanda í liðið? Þetta er afneitun af sama toga og fyllbyttur nota til að útskýra af hverju allt er upp á baki.

  19. Hiklaust selja dúddann en veit ekki með Agger… Skrtel má fara líka. Vil svo fá Arda Turan og Hulk í liðið og einhvern feitann Neil Ruddock í vörnina 😉

  20. Varðandi laun Jova að það er nú oft þannig að leikmenn sem koma á “frjálsri sölu” fá hærri laun en ella…

  21. http://www.mirrorfootball.co.uk/news/Rafa-Benitez-sacked-rumours-Inter-Milan-president-Massimo-Moratti-refuses-to-comment-article654587.html?utm_source=twitterfeed&utm_medium=twitter

    Nú er ég ekki að segja að ég vilji fá Benitez aftur enda vil ég það ekki en nú er sennilega verið að fara að reka kallinn, gæti verið að Henry og félagar séu að bíða eftir því að hann verði rekinn ?
    Benitez er mjög dáður og dýrkaður af mjög stórum hluta af fólkinu í Liverpool eftir því sem mér skilst og sást of á pöllunum í Anfield.
    Gæti hann unnið með Comolli og myndi hann vera lausnin á vandmálum Liverpool ?
    Hvað segiði ?

  22. Mér finnst að við eigum að halda öllum leikmönnum og setja stjórann á sölulista….
    (þó að það séu ekki mörg lið sem myndu vilja enda með skarfinn hjá sér)

  23. @21 Góður !

    Það er stórkostlega ofmetið hvað það þýðir fyrir LFC að hafa átt 14 eða hvað það nú var marga landsliðsmenn á HM. Af öllum sem voru þarna og hafa eitthvað getað eitthvað í rauða búningum eru Gerrard, Kuyt, Mascherano og Torres. Aðrir eru annað hvort squad playerar eða skásti kosturinn í sinni stöðu, s.b.r. Johnson. Að vísu er Reyna greinilega óheppinn að Iker nokkur skuli vera uppi á sama tíma og hann … en nóg um það. Þannig að eiga svona marga landsliðsmenn mun ekki hjálpa okkur, frekar vinna á móti okkur á köflum.

    Jova og Cole hafa hvorugur gert nokkuð fyrir klúbbinn. Það er eðililegt að losa sig við þá frekar en að láta þá taka pláss frá betri mönnum. Hef að vísu trú á því að Cole kunni að reynast okkur dýrmætur en fjandinn hafi það, hann var og hefur verið að leika sömu stöðu og Gerrard. Og það er ekki fræðilegur að hann slái út Gerrard úr liðinu … M.v. núverandi mannskap virðist miðjan vera Kuyt, Meireles, Gerrard og Maxi hjá okkur í dag. Cole er ekki kantur þannig að … Og hann fellur of djúpt ef hann á að vera “striker” með Torres.
    Ergo: miðað við stefnu nýrra eigenda hafa hvorki Jova eða Cole nokkurt framtíðarhlutverk þarna.

    Horfði í gær á þáttinn: Gott silfur gulli betra ….[Handboltalandsliðið á OL í peking 2008] og mæli með því að þið gerið það líka. Það skein í gegn að þáttur þjálfarans er að fá menn til að vaða eld og breinnistein, trúa því að þeir séu 120% góðir ….. Þetta vantar Roy algjörlega …. Benitez var búinn að tapa klefanum þannig að okkur vantar nýjan þjálfara. Þá er e.t.v. hægt að byggja upp aftur. Það er nú bara þannig.

  24. @25: Ég sé engan hag í því að fá mann sem skildi eftir sig rústi, lenti í 7 sæti á síðustu leiktíð og er núna á góðri leið með að rúsa meistara liði Inter. Skil ekki að nokkur maður vilji sjá svona mann aftur eða að bara nokkurt lið vilji svona mann.

  25. Menn tala iðulega um aldur Roy, er ekki Harry Redknapp jafngamall Roy hinum eldgamla?

  26. Sælir félagar

    Sigurjón #15 Mackintosh-dós??? Nei og aftur nei. Má ég þá frekar biðja um vænan kassa af belgísku gæðakonfekti. En í alvöru – Vikingurinn er alveg með þetta #21 og ekki neinu við það að bæt svo sem.

    Að lokum legg ég til að RH verði rekinn.

    Það er nú þannig

    YNWA

  27. Howard Webb will referee Manchester United v Liverpool in the FA Cup.<– theres a surprise!

    Þá eru úrslitin ráðin í þeim leik

  28. Howard Webb er frábær dómari… ef allir dómarar væru eins og Howard Webb þá væri töluvert skemmtilegra að horfa á fótbolta.

  29. Davíð, útileikur gegn Man Utd, Liverpool með Roy Hodgeson sem þjálfara, Utd eru alltaf að fara að vinna þennan leik hvort sem Coward Plebb dæmir eða einhver annar 🙁

  30. Hodgson bara búinn að velja Meirels, Konchesky og Poulsen og restina erfði hann. Vel valið. Erfitt líka að þurfa að erfa lið með Torres, Gerrard, Reina, Johnson, Kuyt, Carragher, Agger, Lucas, ótrúlegt að ætlast til þess að hann geti stillt upp góðu liði með slíka leikmenn sem hann hefur ekki sjálfur valið.

    Hann má frekar prísa sig sælan að hafa ekki fengið tækifæri til að velja fleiri menn, guð hjálpi okkur ef það hefði orðið raunin fyrir tímabilið. Hefðum eflaust misst eitthvað af ofangreindum aðilum til að fjármagna kaup á miðlungs leikmönnum annarra liða í ensku deildinni sem flestir væru komnir á síðasta snúning.

  31. Guð minn góður hvað ég þoli það ógeðslega illa að RH sé að skrifa slæmt gengi á lélegan hóp!! Ömurlegt hvernig hann reynir að gera lítið úr arfleifð Rafa! Roy Hodgson… drullastu til að vinna eins og einn titil áður en þú vinnur þér inn réttinn að ata fyrrverandi stjóra aur. Urrrrr….. 🙁

    Burt með manninn eins og skot. Held ég komi aldrei til með að skipta um skoðun héðan í frá.. til þess er hann búinn að gera einum of oft upp á bak í viðtölum.

    YNWA

  32. Nr.31 Júlíus

    Eins og áður þá neglir Gerry þetta vel í sínum pistli

    I just can’t take anymore of this clown Hodgson, the guy is so old most of his memories are in black and white! It’s not so much old in terms of years, I mean I’m no spring chicken myself anymore in fact I’m so old I can remember back to a time when the Simpsons were funny and I’m so out of touch that I thought a Wiki Leak was some kind of bed-wetting problem! It’s just the football and the “tactics” Hodgson employs seems to me to be old, dull and boring, a bit like the Christmas TV listings!

  33. Mér finnst að það megi gefa Poulsen smá séns, hann hefur aðeins verið að koma til. Ég nefnilega man þá tíð að hann gat helling í fótbolta og gæti verið ágætis varaskeifa. Öfugt er nefnilega farið með Koncesky, óskiljanleg kaup, hann hefur aldrei getað neitt og bætir sig örugglega ekki úr þessu. Selja svo Skrtl í hvelli, allavegana hætta að láta hann spila og setja Wilson í liðið í staðinn. Þar erum við með mun betri leikmann miðað við það litla sem maður hefur séð af honum. Gleðileg jól.

  34. Vil ekki að Hodgson fái að eyða pening í janúar. Síðustu gluggar hjá okkur hafa verið mikið fliopp og við höfum ekki efni á öðrum slíkum.
    Við vitum á endanum muni koma nýr stjóri og einsog hópurinn er núna þá þarf að hreinsa nógu mikið til. Óþarfi að bæta við þann hóp. Sérstaklega þar sem Hodgson mun leitast eftir leikmönnum sem henta í hans drepleiðinlega fótbolta.
    Best væri auðvitað að reka hann fyrir janúarmánuð.

  35. Sigkarl #32

    Ef ég fæ tvo leikmenn af þeim sem ég nefndi, skal ég éta hvaða stökkbreytta chernobyl-súkkulaði sem er. Svo framarlega sem ég fæ að setja tómatsósu út á auðvitað…

  36. Hvað segja menn hérna um að fá Rafa aftur ef hann verður rekinn á morgun?
    Hann virðist alveg búinn að mála sig út í horn hjá Inter eftir að hann tileinkaði okkur stuðningsmönnum Liverpool heimsmeistaratitilinn og leikmenn Inter tileinka titilinn svo Mhorinio svo að honum er varla stætt þarna lengur. Ég held samt að hann ætti ekki að koma aftur. það myndi varla ganga upp þvi að það virðast ekki vera mikið meiri peningar til í leikmannakaup núna en þegar vinirnir Hicks og Gillet “áttu” klúbbinn.

  37. 43

    Hvernig í ósköpunum færðu út að það séu ekki til meiri peningar en þegar G&H áttu félagið ?
    Í fyrsta lagi er búið að borga niður skuldina sem félagið borgaði rúmlega 40m punda á ári í vexti af.

    Hvernig væri að bíða þangað til að þeir eru búnir að fá tækifæri til þess að kaupa leikmenn með að drulla yfir þá ?

    1. UU þjálfaranámskeið já til hvers. Asni breytist ekki hest þó það farið á reiðnámskeið
  38. Að hafa þennan mann við stjórnvölinn er ÖMURLEGT! að lesa þetta viðtal við hann, manni langar bara til að leggjast undir kodda og öskra! hvað er í gangi hérna !? KONCHESKY! getur einhver réttlæt þessi skítakaup? Mér líður bara illa með hverjum deginum sem þessi maður er þjálfari liverpool. En auðvitað styð ég mitt lið en hvernig er hægt að horfa framhjá þeirri staðreynd að maðurinn er að gjörsamlega að draga úr framþróun klúbbsins. Burt með þig Hodgson, manni leið allavega ekki svona illa þegar benitez var við stjórnvölin þó það hafi ekkert verið til að hrópa húrra fyrir en ég meina hey unnum við ekki meistaradeildina einhvern tíman þá!

  39. Ég er svolítið forvitinn að vita hvað fólk hefur á móti Howard Webb… Mér finnst hann einmitt vera með eindæmum góður dómari… Mér finnst hann taka á leikaraskap, leyfa leiknum að fljóta vel og dæmir nær aldrei vítaspyrnur í umdeildum atvikum þar sem boltinn fer í hönd.

    í leik Tottenham – ManU um daginn fékk Nani vítaspyrnu eftir að hann renndi boltanum í hendur á liggjandi andstæðingi… Howard Webb sem var að dæma hefði undir venjulegum kringumstæðum (að ég held) aldrei dæmt vítaspyrnu enda var það línuvörðurinn sem flaggaði og vildi meina að um brot væri að ræða.

  40. ég er forvitinn um hvort einhver hérna hefði séð Arda Turan spila og viti hversu góður hann er í raun og veru

  41. 49#
    Samkvæmt http://www.soccerbase.com/refs2.sd?refid=434 höfum við tapað 2 af 3 leikjum á þessu tímabili með hann sem dómara.
    2009-2010 töpum við 3 af 4 leikjum undir hans dómgæslu
    2008-2009 töpum við 0 af 6 leikjum þar sem 3 eru jafntefli
    2007-2008 töpum við 0 af 3 leikjum þar af 2 jafntefli

    En svo fann ég smá samantekt yfir fáránlegum dómum Webb gegn Liverpool, ENJOY:

    “December 2009: William Gallas blatantly takes out Steven Gerrard in the Arsenal penalty area. Everybody stops, waiting for the whistle to be blown. To the amazement of all those in the stadium and on the pitch including Gallas, the penalty is not awarded

    February 2010: Liverpool find themselves deep into injury time attempting to get something out of the game away to Arsenal. Liverpool are awarded a free kick outside the Arsenal box, Gerrard sends the ball over the wall only for Fabregas on the edge of the penalty area to deliberately handle it and Howard Webb, a few yards away, dismisses an obvious penalty and Liverpool lose the game.
    We’ll take the Manchester United v Liverpool game on March 21st 2010 again as an example.

    The contentious penalty decision has already been discussed. Let us analyse some other key flashpoints:

    1. Fletcher kicks out at Kuyt and pushes him.

    Expected decision: Red card for Fletcher

    Webb’s decision: Fletcher isn’t even booked

    1. Gary Neville high leg making contact with the head of Maxi Rodriguez.

    Expected decision: Yellow card to Neville and stoppage of play for treatment of head injury to Maxi Rodriguez

    Webb’s decision: High leg not deemed even a foul and no stoppage of play even though Maxi Rodriguez had a head injury

    1. No Liverpool player makes contact with Wayne Rooney but he falls over by the sideline. He holds his hand up as if to apologise and to acknowledge the dive in the hope he isn’t booked

    Expected decision: Yellow card for Rooney

    Webb’s decision: He awards Manchester United a free kick even though Rooney had already acknowledged that he hadn’t been fouled.

    Takk fyrir mig

  42. Frábær comment #21 🙂 Viðurkenni að ég er með kvíðahnút í maganum. Ég vill helst að janúar 2011 komi ekki heldur bara strax febrúar 2011. Vill ekki að Hodgson versli fleiri stórkanónur eins og hann gerði síðasta sumar :/ Eftir ellefu daga opnar glugginn aftur og hvað ætli verði boðið upp á a la Hodgson? Einhverjar óspennandi breskar beljur. Vonandi að NESV og Commoli séu með þetta á hreinu.

    Reka prupmuþef takk fyrir 🙂

    Áfram LFC

  43. Viktor það munu aldrei koma menn eins og Koncheskey og Poulsen á meðan að Comolli og Henry sjá um þetta.
    Öll kaup munu fara í gegnum Comolli, Hodgson, Dalgslish og stjórnina hjá LFC.

  44. Það sem við þurfum í janúar er nýjann stjóra, 1-2 heimsklassa framherja, 1 alvuru kanntmann, 1 heimsklassa miðvörð, fá Aquialini og Insua úr láninu, selja Pulsuna og fleirri sauði..

  45. 49# hann dæmir bara alltaf united leiki á Old trafford og er einn mesti heigull sem ég veit um !!! Hann þorði ekki að gefa O-shea rautt í síðasta leik okkar á old trafford. Og í fyrra dæmdi hann t.d. víti á Mascherano fyrir brot á Valencia sem var valla snerting og klárlega fyrir utan teig ! Svo man ég eftir leika Arsenal og Liverpool á Emirates í fyrra sem fór 1-0 en Liverpool fekk aukaspyrnu rétt fyrir utan teig og spyrnan frá Gerrard var góð en fíflið Fabregas teigði höndina upp í veggnum og sló í boltan! Webb stóð hliðina á Gerrard en þorði ekki að dæma víti ! Svo þarf lítið að minnast á heigulsskap hans á úrslitaleiknum á HM.. Þetta er bara það sem ég man í fljótu bragði. Hann virðist ekki höndka pressuna frá heimaliðinu og sérstaklega frá Ferguson. ‘Eg man líka eftir drullu dómgæslu frá honum á San siro á síðustu leiktíð.. En þetta er bara mitt mat á honum !

    Ég sagði eimmit við felaga minn sem er united maður þegar þessi lið drógust saman “ætli United fái ekki Webb settan á þennan leik”. en já trúðu mer það mun koma mjög vafasöm ákvörðun frá honum í þessum leik ! vona bara að hún detti okkar megin !

  46. Ein hugmynd. Hvernig væri það að þið kop menn mynduð kjósa innbyrðis um besta markmann, varnarmann, miðjumann og sóknarmann Liverpool sl. 10 ár og búa svo til flotta grein um kosninguna og kannski draumalið Liverpool síðustu 10 ár, flottustu mörkin o.fl o.fl ?

    Alltaf gaman að taka saman svona lista og sérstaklega núna þar sem við erum að ganga inní nýjan áratug

  47. Persónulega finnst mér að allir þeir leikmenn fyrir utan meireles megi fara. Skil ekki þessa joe cole dýrkun maðurinn vildi eingöngu spila fyrir þjálfara sem að elskar sig og vill eingöngu spila inn á miðjunni. Ekki er þetta maður sem að tilbúinn í það að leggja allt á sig sem hann getur fyrir liðið sitt. Hann var buinn að vera í chealse og ef að chealse getur ekki notað hann hvern fjandann höfum við þá að gera við hann, rest þarf ekki að minnast á.

  48. Sælir félagar

    Ég sé ekki betur en að Benni sé á heimleið frá ítalíu. Og vitið hvað…ég er bara sáttur við það. Spáið aðeins í það áður en þið þumlið þetta niður. síðasta árið sem hann var hjá Liverpool þá hafði hann ekki fengið að kaupa neitt umfram það sem náðist að selja fyrir og gott ef félagið var ekki bara í plús. Hann gerði samt sitt besta með þetta lið og náði því besta út úr mörgum sem voru áður bara miðlungs leikmenn. Hvernig getum við bara gleymt tveimur úrslitaleikjum í CL, frábærum sigrum á Real Madrid og Manutd síðasta árið hans. Auðvitað er hann umdeildur en við vitum ekkert hvað gekk á bak við tjöldin og það vinnuumhverfi sem hann þurfti að búa við, en við vitum að hann fékk ekki krónu til leikmannakaupa umfram það sem hann seldi. Það fyrst og fremst er ástæðan fyrir stöðunni í dag ásamt snilldartöktum hjá prumpuþef gamla.

    Spáiði líka í hversu vel hans úthugsaða tölfræðitaktík á vel við hugsanagang NESV.
    Þetta er bara fullkomið ef hann kæmi aftur, og þó ég viti að ca. 30-40 % af stuðningsmönnum yrðu brjálaðir þá þyrfti kallinn ekki að vinna marga (úti)leiki í röð til að vera hafinn til skýjanna aftur og fánar með “In Rafa We Trust” færu á loft aftur.

    Ég meina við erum allir sammála um að Benitez er alltaf margfalt betri kostur en Woy og hefur feril sem bakkar það upp. Ef hann fær að vinna í umhverfi þar sem alvöru eigendur styðja við bakið á honum og commolli og hann ná saman þá gætum við verið búnir að snúa skútunni við á no time.

    Einn góður united vinur minn tuðaði alltaf um að við myndum aldrei vinna deildina með Benitez sem stjóra og það sveið helling þegar hann virtist hafa rétt fyrir sér. Núna vona ég að stund hefndarinnnar sá að renna upp og við náum að skeina okkur á United scums og öðlast smá virðingu aftur.

    Benitez á enn húsið sitt í Liverpool og er kominn “heim” í jólafrí.
    Hann er á góðri leið með að vera rekinn frá Inter, ætla svo sem ekkert að verja það…
    Við tækjum í dag við Ronaldo í þong með naglaðar táneglur sem manager frekar en krumpufeis, og því ekki að gríða Benitez ef tækifæri gefst.

    Það eru bara ekki það margir góðir á lausu í dag!

  49. “grípa” Benitez átti þetta að vera.
    Maður þorir ekki öðru en að leiðrétta sig, þar sem síðan er bara lesin af íslenskufræðingum á túr 🙂

  50. Amen # 54. Howard webb er einhver mesti united maður sem maður hefur séð af dómara algjör fáviti þegar kemur að dómgæslu

  51. Afsakið þráðrán.

    Ég bý ekki á Íslandi en verð heima um jólin. Hvaða bar er bestur til að glápa á leikinn á öðrum í jólum, einhver miðsvæðis í Reykjavík?

    Síðan er ég með viðbjóðslegt þráðrán og biðst afsökunar. Fyrir tveimur mánuðum var einhver sem kallar sig Kanill sem mælti með plötu, Brothers með The Black Keys, á þessari síðu. Í stuttu máli, hún er stórkostleg og ég vil fá aðra ábendingu. Ten Cent Pistol er mitt uppáhald á plötunni en ef þú ert ósammála þá er það allt í lagi. Þið sem ekki eruð tónlistarnirðir, bara gleymið þessu. Kanill, ég vil aðra plötu og hugsaðu vel.

  52. @54 – Takk fyrir Svarið…

    Án þess að vera eitthvað sérstaklega að verja Howard Webb þá hefði mér fundist O’shea -> rautt spjald of harður dómur, eins vil ég meina að vítið sem ManU fékk fyrir brot Mascherano hafa verið aulaskapur í vörn Liverpool og hefði jafnvel verið umdeildara hefði það ekki verið víti… Finnst allaveganna lítið hægt að stimpla það sem eitthvað klúður hjá dómaranum.

    Fannst hann líka standa sig frábærlega í úrslitaleik HM… Mér finnst miklu algengara með aðra dómara að þeir taki ákvarðanir sem eru það umdeildar að þær skemma gang leiksins… (rauð spjöld og vítaspyrnur)

  53. Þið kvartið yfir launum Jovanovic en hvað með launin hjá joe Cole eru þau ekki helmingi hærri eða hvernig er það?

  54. Smá svona info um dómgæslu Webb í leikjum Liverpool:

    2010-2011 2 tapaðir af 3 undir hans dómgæslu
    2009-2010 3 tapaðir af 4 undir hans dómgæslu
    2008-2009 0 tapaðir af 6 þar af 3 jafntefli
    2007-2008 0 tapaðir af 3 þar af 2 jafntefli
    2006-2007 0 tapaðir af 3 engin jafntefli

    Svo þessi tölfræði segir okkur að Það er byrjað að halla undir fæti hjá okkur varðandi dómgæslu hans í okkar leikjum.
    Svo fann ég smá textalýsingu:
    December 2009: William Gallas blatantly takes out Steven Gerrard in the Arsenal penalty area. Everybody stops, waiting for the whistle to be blown. To the amazement of all those in the stadium and on the pitch including Gallas, the penalty is not awarded

    February 2010: Liverpool find themselves deep into injury time attempting to get something out of the game away to Arsenal. Liverpool are awarded a free kick outside the Arsenal box, Gerrard sends the ball over the wall only for Fabregas on the edge of the penalty area to deliberately handle it and Howard Webb, a few yards away, dismisses an obvious penalty and Liverpool lose the game.
    We’ll take the Manchester United v Liverpool game on March 21st 2010 again as an example.

    The contentious penalty decision has already been discussed. Let us analyse some other key flashpoints:

    1. Fletcher kicks out at Kuyt and pushes him.

    Expected decision: Red card for Fletcher

    Webb’s decision: Fletcher isn’t even booked

    1. Gary Neville high leg making contact with the head of Maxi Rodriguez.

    Expected decision: Yellow card to Neville and stoppage of play for treatment of head injury to Maxi Rodriguez

    Webb’s decision: High leg not deemed even a foul and no stoppage of play even though Maxi Rodriguez had a head injury

    1. No Liverpool player makes contact with Wayne Rooney but he falls over by the sideline. He holds his hand up as if to apologise and to acknowledge the dive in the hope he isn’t booked

    Expected decision: Yellow card for Rooney

    Webb’s decision: He awards Manchester United a free kick even though Rooney had already acknowledged that he hadn’t been fouled.

    I want to believe that the reason for Webb’s incredible incompetence is not due to corruption or favouritism or being intimidated by influential figures in the game. I just don’t know.

  55. Er ekki full djúpt tekið í árinni að segja að hann hafi verið settur á sölulista?

    Í þessari frétt segir í.þ.m. :
    “He has not been placed on the transfer list but Liverpool would not stand in his way if the right offer came along.”

    Þá má nefna að þetta er frétt frá daily mail og hún jafngildir varla official tilkynningu. Það er þó í öllu falli ljóst að Jovanovic er ekki heitasti maðurinn á Anfield þessa dagana og spurning hvort framtíðin ber í skauti sér. Það verður seint sagt að hann hafi fengið mikið af tækifærum, en launin eru vissulega há (9 milljónir ISK á viku Ef hann verður seldur þá er algjört skilyrði að annar sóknarmaður verði keyptur í staðinn, hugsanlega ungur með svipaða eiginleika og Jovanovic, en með minni launakröfur.

  56. Núna er farið að tala um að leikurinn gegn Blackpool geti jafnvel ekki farið fram á annan í jólum þar sem Blackpool er ekki með hita undir vellinum sínum, veit ekki hvort það sé gott eða vont en spáiði í því að ef leikurinn fer ekki fram þá hafa okkar menn ekki tapað í heilar 2 helgar i röð.

  57. Pínu vandræðalegt hvað menn eru byrjaðir að undirbúa afsakanir fyrir tap á móti Utd með því að velta sér svona mikið upp úr dómaranum. Myndi skilja það ef það væri dagurinn eftir leikinn og eitthvað dramatískt hefði átt sér stað en það eru tæpar 3 vikur í leikinn fyrir úthrópandi grátur!

    Burtséð frá því hvernig Howard Webb hefur dæmt í leikjum Liverpool (þar sem hann hefur vissulega gert mistök, eins og í leikjum annara liða) er hann með yfirburðum langbesti dómarinn á Englandi og þó víðar væri leitað. Fæ eflaust mikið af níðþumlum en það verður að hafa það, þetta er bara skelfilegt að horfa upp á þessa umræðu.

  58. Var á leiknum á Emirates þegar Webb sleppti mjög svo augljósri hendi á Fabregas. Veit ekki hvort það sást í sjónvarpinu en þegar Arsenal fékk aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig Liverpool í fyrr hálfleik þá gerði Webb sér séstaka ferð að varnarveggnum og sýndi það mjög greinilega með látbragði að það væri bannað að lyfta upp höndunum þegar spyrnan yrðri tekin. Eitt að það sé ósamræmi í áherslum milli dómara, jafnvel hjá sama dómaranum milli leikja en að sjá það svona skýrt í sama leiknum er bara fáranlegt. Þetta er nú bara eitt atvik af mörgum og sorglegt fyrir þessa miklu knattspyrnuþjóð að Webb teljist einn besti dómarinn þar í landi.

  59. *Liverpool ætlar að gera nýjan langtíma samning við Jay Spearing. (Daily Mirror)
    *Birmingham ætlar að halda varnarmanninum Scott Dann þrátt fyrir áhuga Liverpool. (Daily Mirror)
    *Everton ætlar að berjast við Liverpool um að fá Matt Jarvis kantmann Wolves en hann kostar fjórar milljónir punda. (Daily Mirror)
    *Liverpool mun fjármagna kaup á Shaun Wright-Phillips með því að selja Glen Johnson. (Metro)
    Frétt frá Fótbolta.net. Sjá alla fréttina: http://fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=101681#ixzz18k7dsrir

    Ég geri mér fulla grein fyrir því að þetta er bara slúður á slúðursíðum…. en ég vill bara ekki vera að lesa svona slúður. Þetta er það sem ég hef áhyggjur af með Roy sem stjóra. Maður var aðeins uppveðraður um daginn þegar var verið að orða við okkur Ashley Young, Benzema og Suarez. En núna er það komið niður í Scott Dann, Matt Jarvis og SWP já og langtímasamningur við Spearing. BURTU með Roy áður en við förum að enda sem algjört miðlungslið…

  60. Tel ekkert að orðrómi um Scott Dann, þetta er strákur frá Liverpool, 23 ára og búinn að spila 2 heil ár í efstu deild – 1 í næstefstu sem stór miðvörður sem gæti verið langtímalausn við miðvarðarvandamálum Liverpool, hinsvegar er vandamál ef Roy fær að gera þetta að liði að sínum hætti – alvöru enskt með menn eins og konchesky, SWP

  61. já…….
    svo náttúrulega kemur ein sleggjan frá þessari lélegu afsökun sem við köllum þjálfara sem lætur hafa eftir sér í fjölmiðlum að hann hafi fengið þetta lið í arf frá rafa…….

    ROSALEGA gott fyrir sjálfstraustið hjá liðinu sem á að vera í topp baráttu að heyra frá þjálfaranum að þeir séu beinlínis ömurlegur fótboltamenn………

    og í staðinn koma með svona rosalega hæfileikaríka menn einsog konchesky( sem á staurblinda mömmu) og poulsen( sem reyndar eru báðir með einstaklingsverðlaun)

    Ef Hogdeson væri indjáni myndi hann heit LAFANDI RASSGAT!!!!!!

  62. Að Howard Webb sé talinn besti dómari Englands sýnir einfaldlega hversu lélegir dómararnir eru orðnir þar í landi.

  63. Hvað er að frétta af Keisuke Honda ? Á ekkert að kaupa hann ?

  64. Poulsen og Konchesky valdir í lélega lið ársins í ensku úrvalsdeildinni. Ég treysti Hodgson alls ekki fyrir að kaupa leikmenn í janúar. Allt af mikið meðalmenni til að kaupa leikmenn fyrir Liverpool.

  65. Ég hef alltaf hatað Howard Webb, ég man eftir mörgum atriðum sem hann klúðraði í leikjum Liverpool. Þessi maður er fáviti

  66. Hodgson búinn að klára fyrstu kaupa janúar mánaðar og fékk efnilegan markvörð að nafni Yusuf Mersin.

    Liverpool have completed the signing of teenage goalkeeper Yusuf Mersin from Millwall.

    The 16-year-old has represented Turkey at U16 and U17 level and will join the Academy in the New Year.

    He follows in the footsteps of David Amoo, who moved to Anfield from Millwall in 2007.

    http://www.liverpoolfc.tv/news/latest-news/reds-complete-starlet-deal

  67. Ég verð nú að játa að ég hef ekki fylgst með fótbolta jafn lengi og flestir hérna inni… reyndar bara síðan í upphafi síðasta tímabils (allt verið á niðurleið síðan ég bættist í stuðningsmannahópinn)…

    En nær undantekningalaust þegar ég sé til Howard Webb þá finnst mér hann standa sig lang best í samanburði við aðra dómara.

    Það gerist varla hjá honum að hann bætir við fleiri fleiri mínútum í framlengingu sem breytir úrslitum leiksins (Martin Atkinson Utd – City 09/10)
    Eða gerir þveröfugt þegar hann flautar af leik í hraðaupphlaupi 5 metrum fyrir utan teig (Martin Atkinson Everton – Utd 10/11)
    Dæmir hendi/vítaspyrnu þegar boltin er á leið útúr teignum og varnarmaður rekur boltanum af löppinni sinni og upp í hendina (Martin Atkinson Fulham – Utd 10/11)
    Gefur manni sem hafði aldrei áður fengið beint rautt, rautt spjald fyrir tæklingu sem hann sér ekki (Joe Cole – Martin Atkinson Liverpool – Arsenal 10/11)
    … Mér líkar ílla við Martin Atkinson :/

    Annars þá dæmdi Howard Webb hendi/vítaspyrnu á fabregas fyrir að lyfta höndum í aukaspyrnu í leik Arsenal – Tottenham núna fyrir stuttu.

    Ég þekki ekki dæmið í þessum Liverpool leik gegn Arsenal, en miðað við það sem ég hef séð af Howard Webb þá finnst mér líklegast að maðurinn hafi bara ekki séð hendina í boltan (Fabregas) eða ekki verið 100% viss og því ekki tekið þessa erfiðu ákvörðun, enda væri það hálfvitaskapur ef hann væri ekki alveg pottþéttur á að brot hefði átt sér stað.
    Ámælisvert samt að hann hafi ekki séð það.

    Howard Webb má þó eiga það að hann er mjög fit og nær alltaf mjög vel staðsettur á leikvellinum.

    Ef Howard Webb er svona alslæmur þá er samt ekki hægt að segja að það sé sorglegt fyrir þessa miklu knattspyrnuþjóð (England)… Það er frekar sorglegt fyrir knattspyrnuheiminn svo ég vísi í wikipedia: “He is counted amongst the top referees of all time by the International Federation of Football History and Statistics (IFFHS)”

  68. Sælir

    Veit einhver hvað gerist þegar leikur í ensku deildinni er frestað á aðra dagsetningu hvað Sýn varðar.

    Nú fékk ég mér áskrift að enska boltanum því það voru 50 leikir á dagskrá (þar af 5 Liverpool leikir) en nú virðast leikirnir ætla að vera 41 (þar af 3 Liverpool leikir) og forsenda þess að ég gerðist áskrifandi í desember horfinn. Fær maður að sjá leikina í opinni dagskrá þegar þeir munu fara fram þar sem ég er búinn að greiða fyrir að geta horft á umrædda leiki.

    Ekki það að mig langi sérstaklega að horfa meira á Liverpool frekar en Birmingham þessa dagana en maður vill samt fá það sem maður er búinn að borga fyrir.

  69. Man einhver eftir því þegar við vorum á hælunum á man utd í barátunni um titilinn 2008/2009 og man utd voru að tapa heima fyrir tottenham 0-2 og það var komið í seinni hálfleik og howard webb gefur man utd víti þegar Gomez markvörður fer í boltann og Carrick lætur sig detta. eftir það töpuðu tottenham 5-2 þegar uppi var staðið. Ég var svo reiður út í Webb þá og skil ekki enþá hvað hann var að hugsa enda er hann man utd maður það er bara þannig..

    En annars var ánægjulegt að sjá að konchesky og poulsen voru í rusli liði vetrarins ætla rétt að vona að NESV hafi séð þá frétt og þeir hljóta að vera að íhuga það hvort RH sé treystandi fyrir þeirra peningum enda hefur hann aðeins eytt peningum í rusl fyrir utan meireles..

  70. já nr. 83…er ekki Hodgson ruslþjálfari nr. 1?
    Ætli það sé ekkert kosið um það?

  71. Atvikið sem hinn spræki Sölvi Gylfason talar um í kommenti nr 82 má sjá á þessu klippi hér :
    http://www.youtube.com/watch?v=7ZQ05lW6zu0
    Leikurinn var spilaður þann 25. apríl 2009, þegar 5 leikir voru eftir hjá okkar mönnum.
    Þarna er staðan í deildinni þannig að Liverpool er á toppnum með 74 stig og Man Utd í öðru sem sömu stigatölu en lakara markahlutfall og tvo leiki til góða.

    Í fyrri hálfleik kemst Tottenham í 2-0 á Old Trafford en á 56 mínútu dæmir títtnefndur HW víti á Gomes fyrir brot á Michael Carrick, brotið sést í myndbrotinu hér að ofan á c.a. 1:15.
    Dæmi nú hver fyrir sig.

    Ronaldo skorar úr vítinu og startar comebacki og leikurinn endar 5-2 og Man Utd kemst á toppinn með 3 stiga forystu og leik til góða.

    Ef og hefði og allt það.

  72. http://www.fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=101693

    Veit ekki betur en að Hodgson sé einn af þeim sem hefur fengið ranga leikmenn til sín líka. Það er ekki einsog að leikmennirnir sem hann hefur fengið séu að bæta liðið. Þar sem tveir af þeim eru í lélgasta liði ársins.
    Hann hefur fengið Cole, Poulsen, Konchesky og Meireles. Og sá síðastnefndi er sá eini sem hefur staðið undir væntingum.

  73. Ég skil ekki Meireles kaupin. Hvað sá Hodgson eigilega við hann? Ég hefði haldið að hann væri of flinkur fyrir Roy, svona eins og Van der Vaart og Aquilani… Líklega var þetta bara vanhugsað af karlinum, hann var að missa Masch og þurfti að kaupa einhvern miðjumann.

    Ef fréttin um brottför Jovanovic er frá Daily Mail, þá er hún mjög líklega uppspuni frá rótum. A.m.k. virðist alltaf hið gagnstæða við “fréttirnar” þeirra verða að veruleika. Ég myndi ekkert gráta það að hann færi, ef það þýðir að menn eru þá að endurskoða fleiri leikmenn. Poulsen til West Ham væri náttúrulega snilld, fyrir alla bara… frítt eða ódýrari. Hann er löngu dottin úr Liverpool eða Juventus “klassa”, ef hann var það einhvern tímann, en gæti alveg plummað sig í botnbaráttunni og svo 1. deildinni.

    Maður fær aulahroll í hvert sinn sem Hodgson tjáir sig í fjölmiðlum, sem honum þykir greinilega ekkert leiðinlegt. Berum þau saman við viðtöl við Shankley, sem var ekki að stýra 18-földum Englandsmeisturum. Það er komið nóg af honum og það verður einhver alvöru maður að koma NESV í skilning um það. Það er bara uppgjöf ef hann heldur lengur áfram. Er einhver sem hefur ekki trú á Dalglish í starfið? Mér finnst þetta svo augljós lausn.

  74. Daily Mail er orðið verra en The Sun hvað varðar krapp fréttir að leikmanna og eigendamálum hjá Liverpool.

    Ég ásaka Hodgson ekki fyrir að hafa fengið Cole til liðsins, ég fagnaði því gífurlega þegar hann kom til Liverpool eftir hverja neikvæðu fréttina á fætur annarri í sumar. Hef enn trú á Cole en hann þarfnast klárlega sjálfstraust, slæm byrjun (rautt spjald og klúðrað víti) í fyrstu leikjum kappans hjálpuðu klárlega ekki til.

    Meireles eru góð kaup. Það þurfti í sjálfu sér ekki að koma á óvart, margreyndur byrjunarliðsmaður í portúgalska landsliðinu, á aðeins eftir að verða betri þegar hann aðlagast betur enska boltanum.

    Það var vitað að Poulsen og Konchesky væru slakfærir miðlungsleikmenn þegar þeir komu til liðsins. Sú ákvörðun að hafa eytt milljónum punda er algjörlega óskiljanleg og Hodgson einn situr uppi með þá ábyrgð. Sjaldan hafa önnur eins kaup hríðfallið jafnhratt í verði nema hlutbréf í íslenskum bönkum í september árið 2008. Það blasir við að þessa tvo pésa þarf að afskrifa hratt og fljótt enda borin von að einhverjir kröfuhafar vilji taka við þeim.

    Það eru nokkrir leikmenn sem ég hefði viljað sjá klæðast Liverpool búningnum fyrir tímabilið, hvort sem það hafi verið raunhæfar vonir eða ekki. Van der Vaart hefði án efa getað hjálpað til í þeim bitlausa sóknarleik sem liðið hefur spilað. Mario Gomez hefur verið funheitur með Bayern M. í vetur, hefði verið mikill fengur í sóknarleikinn, stór og sterkur. Ég er ekki í nokkrum vafa að Gylfi Sigurðsson væri búinn að margfalda verðmiðann á sér líkt og hann hefur gert á nokkrum mánuðum í Þýskalandi, klárlega með margföld meiri gæði en margir þeir leikmenn sem klæðst hafa rauðu treyjunni í vetur.

    Ég verð að játa að ég er skíthræddur við janúargluggann einfaldlega vegna þess að ég treysti Hodgson engan veginn til þess að kaupa réttu leikmennina. Það verður hins vegar bara að koma í ljós hvað verður og lítið annað en vona það besta.

  75. Rafa laus…. ansskotinn mann langar miklu frekar í hann núna heldur en Woy sem stjóra,karlinn hvort eð er í Liverpool í jólafríi…

  76. Eins og ég var óánægður með hann eftir árið í fyrra þá þætti mér ekki erfitt að velja á milli roy eða Rafa í dag! Ég veit, ég veit, Margir segja að hann hafi verið kominn á endastöð með liðið en núverandi stjóri er bara svo f%&%$# ömurlegur í alla staði að ég get bara ekki hamið mig!
    Ég mun láta mig dreyma um hodgson með skófar á rassinum og Rafa rölta inn á völlinn í nótt!

  77. Sammála #91
    Þetta yrði bara allt annað dæmi,nýjir eigendur og nýtt samstarf.
    Finnst líka á öllum sem á annað borð búa í Liverpool að Rafa njóti enn trausts (in Rafa we trust)
    og þó að þetta hafi að mínu mati verið orðið svolítið þreytt síðasta sumar þá eru ekki
    margir þjálfarar sem Elska Liverpool jafnmikið á lausu þarna úti.

  78. In Istanbul AC Milan did everything that they had to do, but the problem for them and Ancelotti was they were playing against Liverpool and we never give up – Rafa Benitez

  79. Það væri nú bara í takt við þennan farsa sem hefur verið í kringum Liverpool FC á árinu að Rafa snéri aftur.

    2010 sökkaði.

  80. Get bara ekki með nokkru móti skilið metnaðarleysið í sumum hérna að vilja Rafa aftur. Ath. Er ekki að segja að Roy sé eitthvað frábær og ég er meira en til í annan stjóra en aldrei Rafa. Jújú frábært hann lifir á 2005 og 2006 hjá nokkrum og ég held að það séu menn sem lifa ennþá á 10 áratug SÍÐUSTU aldar.
    Sorglegt að lesa endalaust komment um eitthvað sem er löngu, löngu liðið og liðið vann ekki dollu á síðustu 4 árum hans hjá klúbbnum.
    Það er ekkert annað en vesen í kringum þennan mann og núna er það rætt á skysports að þetta sé tilkomið útaf því að Rafa missti sig yfir peningaleysi fyrir leikmönnum. Þvílíkt suprice hjá honum.
    Þetta kom fram á skysports: “Benitez was understood to be on borrowed time after his outburst in the wake of the Club World Cup success when he called on club president Massimo Moratti to back him in the transfer market if they wanted him to stay as coach.
    Ég heyrði að hann hefði viljað 5 menn til að geta náð árangri………öööööö 3 faldir meistarar og hann þarf 5 menn?? En annars er þetta bara eitthvað sem ég heyrði og er ég ekki með neina heimild fyrir þessu.

    Fyrst Valencia, svo Liverpool og nú Inter. Hann er að því að virðist illa haldin þegar það kemur að peningamálum og finnst bara sjálfsagt að það sé mokað endalaust undir hann.
    Það er ekkert skrýtið við það að forseti Inter vilji ekki moka í hann peningum, hann þarf ekki nema að renna yfir c.a. 77 kaup hjá Liverpool þar sem stærsti hlutinn var flopp. Ekki allir vissulega en mjög, mjög margir.
    Skiljanlega vilja því Inter fara varlega með að dæla inn peningum og vilja sjá árangur með þennan hóp sem hann hefur.

    Allavegana mér finnst bull að fá þennan mann aftur og sé engan hag í því fyrir klúbbinn. Rafa virðist lenda uppá kant við alla eigendur og það er ekkert sem bendir til þess að hann lagist þannig að nei takk aldrei aftur.

    En ég tek samt fram að verði hann ráðinn þá mun ég styðja enda nýr stjóri og ég hef sagt það áður að allir eiga að fá sinn séns en það breytir því ekki að ég vil hann alls ekki til klúbbsins.

  81. skil ekki þetta mál um vilja fá Rafa aftur ég meina mun hann breyta eitthvað meira en Roy er gera nú er hann ekki búinn sanna að geti ekki stjórnað stórlið á borð við Inter með leikmenn einsog Diego Milito og Snejder ef það eru þjálfara sem liverpool ætti að leita væri að Dider Deschamps og ungi þjálfari Porto André Villas Boas sem fólk er nú fara sama bera hann við José Mourinho ég held þessi þjálfari gæti verið sá sem NESV séu að leita eftir:
    Hér flott grein um hann André Villas Boas.
    http://www.bbc.co.uk/blogs/philminshull/2010/12/villas-boas_makes_porto_the_to.html

  82. “Last year Moratti spent €80 million [£67m] on five players, all [Mourinho’s] first choice, but this year with a new coach he’s spent nothing.” – RAFA Halló er nú alveg galinn hefur ekki séð hvað leikmenn komu 2009-2010 t.d. Snejder, Diego Milito, Lucio svo fleira og hann vill fá fimm aðra það er nú skrítið að hann sé ekki rekinn að geta ekki minnsta kosti nota þá leikmenn sem hann hefur enda er þessi hópur nú fimmfaldir meistarar.
    til skoða betur þessa grein:
    http://www.goal.com/en-gb/news/3276/serie-a/2010/12/19/2268729/rafa-benitez-issues-ultimatum-to-inter-back-me-or-sack-me

  83. Við Púllarar vitum það alveg örugglega manna best þessa dagana að þó að einn stjóri erfi góðan hóp (það má svo sem alltaf deila um hópinn hjá Liverpool) frá fyrri stjóra þá þarf það ekki alltaf að þýða það að árangur náist. Stjórar eru ólíkir, með ólíkar leikaðferðir og þurfa að fá að setja sinn stimpil á liðið ef að árangur á að nást. Mourinho fékk að eyða einhverjum 60-70 milljónum punda í leikmenn á síðustu leiktíð sinni með Inter, c.a. 50 milljónir evra á fyrsta árinu sínu þar og hjá Real fékk hann að kaupa fyrir 85 milljónir evra, svo hann hefur nú heldur betur fengið að setja sinn stimpil á bæði þessi lið.

    Vissulega fær Rafa gott lið í hendurnar en kannski ekki lið sem hentar hans hugsunum, leikaðferð eða eitthvað þannig. Hann hefur ekkert fengið að setja sitt mark á liðið, hann fær bara liðið og þau skilaboð að hann fái hér Evrópumeistarana og hann skuli bara halda áfram þar sem frá var horfið. Þeir selja leikmenn, þar á meðal Balotelli á hellings pening en Rafa virðist ekki fá krónu til að styrkja liðið í staðinn. Alls ekki skrítið að menn séu ósáttir með þetta og við höfum nú séð það í nokkur ár að Rafa lætur ekki vaða yfir sig hvort sem um er að ræða Ferguson, Moratti eða G&H.

    Að mínu mati var hann í mjög leiðinlegu og erfiðu starfi. Þurfa að lifa undir stórum væntingum en ekkert fengið þann stuðning og styrk sem hann þyrfti til þess. Inter vann deildina á síðustu leiktíð en á meðan þeir styrkja sig ekkert, veikja sig ef eitthvað er, og á meðan styrkja liðin í kring; AC, Napoli, Roma og Juve, öll styrkt sig svo að Inter skuli vera í basli kemur mér ekki á óvart.

    Ég ætla að taka hlið Rafa í þessu máli enda hef ég ekkert álit á Moratti og finnst hann vera skíthæll, afsakið orðbragðið, og vona innilega að Inter ströggli á þessari leiktíð. Ég veit samt ekki hvort ég vilji sjá Rafa aftur til Liverpool þessa stundina, ég væri alveg til í að sjá nýjan mann fyrir Hodgson en hvort að Rafa sé svarið er ég bara ekki viss um.

Fulham á morgun (UPPFÆRT: LEIK FRESTAÐ)

Opinn þráður / Könnun Rafa vs. Roy?