Liðið gegn Utrecht

Brad Jones í marki og Torres á bekknum, svona er liðið í kvöld:

Jones

Kelly – Skrtel – Wilson – Aurellio

Poulsen – Shelvey
Eccelston – Cole – Jovanovic
Babel

Bekkur: Hansen, Johnson, Kyrgiakos, Pacheco, Torres, Kuyt, Meireles.

Set þetta svona upp þar sem ég býst við að Poulsen og Shelvey verði aðeins djúpir á miðjunni og Cole, Jova og Eccelston þar fyrir framan og róteri nokkuð mikið sín á milli og styðji mikið við Babel upp á toppi. Skemmtilega við þetta er að þarna eru allavega þrír frammi með góðan hraða.
Persónulega er ég þó einna mest spenntur fyrir því að sjá Wilson í miðverðinum.

49 Comments

 1. Þó ég hafi engan tíma í þetta vegna prófa, og þó ég svekki mig eftir nánast hvern einasta leik þá er ég alltaf mættur vel fyrir leik á kop.is, lfc.tv og víðar til að fá nýjustu fregnir af liðinu okkar. Og mun örugglega kíkja á leikinn. Þyrfti að lengja sólarhringinn í prófatörn. Andskotinn hvað maður er harður Liverpool maður!

 2. Það er alveg óþolandi hvað það er aldrei neitt að marka hvað þessi Hodgson segir í viðtölum.

  Will Pepe Reina feature in this game?

  He prefers to play than not. He wants to play and I’m not going to be the one to say you can’t play, so he’ll be starting the game and Brad Jones will be the second ‘keeper.

  Roy Hodgson has revealed Fernando Torres will figure against FC Utrecht on Wednesday evening – while Pepe Reina will start the clash with the Dutch side.

  Ég er alveg sáttur að Torres sé ekki í byrjunarliðinu en það væri frekar fínt ef það væri hægt að taka mark á þjálfaranum í viðtölum.

 3. ég tel það nú bara jákvætt að það sé ekki 100% að marka það sem þjálfarinn segir um liðsval sitt í eh viðtölum úti í bæ…

  Mönnum kemur ekkert við hvað hann velur fyrr en klukkutíma fyrir leik. Einnig getur vel verið að AÐRAR ástæður séu fyrir þessu sem við höfum ekki hugmynd um. Kannski fékk Torres högg á æfingu í gær? kannski á Reina eftir að bóna á sér skallann…..

  Það er hægt að láta margt í fari Hodgson pirra mann en mér dettur ekki í hug að pirra mig á þessu!

 4. ég er sammála babu með wilson!!!!
  ég hef tröllatrú á þessum leikmanni og líka gaman að sjá eccleston….. það verður vonandi barist einsog grenjandi ljón til að sanna sig!!!
  og er þá ekki við hæfi að vera samkvæmur sjálfum sér og segja að eccleston setji hann 🙂

 5. Hingað til hefur nú flest allt staðist sem hann hefur gefið upp um liðsskipanina. Honum hlýtur að vera fullkomlega frjálst að skipta um skoðun, og hvað vitum við nema Pepe hafi meiðst lítillega á æfingu eða eitthvað slíkt.

  Að liðinu. Ég er mjög ánægður með þetta lið. Þarna fá nokkrir leikmenn tækifæri á að spreyta sig gegn sterku liði og vonandi grípa einhverjir eins og Wilson, Shelvey, Eccelston og Babel tækifærið og láta ljós sitt skína. Úrslitin í kvöld skipta í raun engu máli, svo ég vona bara að við fáum skemmtilegan leik þar sem einhver ‘fringe player’ gerir alvarlega atlögu að fastasæti í byrjunarliðinu.

 6. Skrtel hinn magnaði er fyrirliði í kvöld enda sennilega Hodgsons favorite leikmaður miðað við spilatímaog gæði.
  En ég er sáttur við það að fá inn Kelly, Wilson, Aurelio, Shelvey, Jovanovic, Cole, Babel og Eccleston.

  Svo hefur Skrtel kannski gott af því að fá að spila þennan leik enda hefur sjálfstraustið á manninum verið hrikalegt undanfarið og hann ekki getað neitt.
  Ég vona að Wilson sýni það í kvöld að hann eigi að vera á undan Skrtel í röðinni í liðið.

  Ég spái því að við fáum að sjá nokkur mörk í kvöld, ég held að Jovanovic, Eccleston, Babel og Cole eigi eftir að verða erfiðir fyrir andstæðingana í kvöld.

 7. Finnst ömurleg ákvörðun að hafa Skrtel sem fyrirliða, hann á ekki skilið að vera í byrjunarliðinu miðað við frammistöðu sína, sérstaklega í síðasta leik!

  Hefði frekar viljað sjá bandið á Aurelio sem er bæði reyndari og getur mjög líklega gefið meira af sér heldur en Skrtel.. Skemmtilegra að sjá hann bera fyrirliðabandið heldur en sjúkrabandið allavega!

 8. Þegar ég sé þetta byrjunarlið þá held ég að erfiðast af öllu fyrir þennan leik hafi verið að finna mann sem verðskuldaði að bera fyrirliðabandið.

 9. Sammála #9 og #10. Af öllum þessum mönnum á Aurelio mest skilið að vera fyrirliði, en samt á hann það bara ekkert skilið, búin að verma sjúkrabekkinn meira en ég skólabekkinn. Var búin að spá 5-1 og N’Gog og Lucas meðal markaskorara. Held mig við 5-1 en set Skrtel (Bara útaf hann á ekki skilið að vera fyrirliði og það verður týpískt að hann eigi “stjörnuleik” í kvöld) og Nathan Eccelston setur eitt. Babel skorar svo pottétt.

  YNWA KOMA SVO!

 10. Auðvitað horfum við öll á leikinn og styðjum okkar lið þótt Skrtel sé fyrirliði, varaliðið spili og Roy sé enn stjórinn.

  Spái 2-1 sigri, Cole og Jovanovic skora mörkin okkar.

 11. Torres á að byrja til að fæ tækifæri til að sanna sig fyrir fulham leikinn

 12. Hodgson virðist elska Skrtel. Vona svo að Pacheco komi inn fyrir Cole snemma í seinni hálfeik og kannski Torres fyrir Babel. Væri gaman að sjá Torres og Pacheco spila saman kannski síðasta halftimann eða svo

 13. af goal.com:

  30′ : “Greg Stobart at Anfield reports: It’s been dreadfully dull here at Anfield so far, where the atmosphere is as flat as the game. Roy Hodgson has just been out of his seat to get a message to his players. He’s probably asking if anyone has seen Joe Cole tonight. “

 14. HAHAHA!! Gummi Ben er að bjarga leiknum

  “Þarna er ein með öllu,þ.e.a.s pylsan” 😀

  (fyrir ykkur sem ekki eruð að horfa á stöð2 sport,þá sagði gummi en þetta þegar kona kom í mynd og var hún að gæða sér á pylsu)

 15. Hvernig var það, keyptum við ekki einhvern flinkan miðjuspilara frá tvöföldum meisturum Chelsea í sumar? Einhvern Joe Cole? Flinkan og skapandi miðjumann með auga fyrir marktækifærum? Einhvern sem Gerrard sagði að væri í sama gæðaflokki og Leo Messi?

  Ég gæti alveg eins hafa leikið ágúst-desember fyrir Liverpool og Joe Cole. Á sömu launum. Hefði skilað svipað miklu, ef ekki meiru. Christian Poulsen er nefnilega ekki lélegustu kaup ársins hjá okkur, við höfum allavega tekið eftir honum í vetur. Það sama verður ekki sagt um Cole.

 16. ætla að sleppa seinni hálfleik, búinn að skella málningu á vegginn og ætla að fylgjast með henni þorna

 17. Ég ætla allavega að horfa á seinni hálfleik, leikurinn er búinn á akkúrat sama tíma og ég er búinn að vinna, fínt að klára leikinn og fara svo heim að hvíla sig eftir erfiðann vinnudag.

 18. Jæja bara 146 dagar eftir af þessu tímabili. Ég trúi ekki að ég þurfi að horfa upp á það að Roy Hodgson verði við stjórn þangað til..

 19. Tengdi tölvuskjáinn við sjónvarpið og er með leikinn i finum gæðum á 47 tommunni og get þá verið á netinu á meðan sem betur fer, hefði ekki meikað að hafa allan hugann bara á leiknu i fyrri hálfleik, þvílík leiðindi þessi leikur

 20. Jæja Pacheco – sýndu okkur það sem við vitum að þú kannt. Rífðu þennan leik upp.

 21. veit einhver af hverju er verið að baula á Babel og fagna þegar hann missir boltann??

 22. Djöfulsins kraftur í Pacheco og hann er greinilega með gríðarlegan hraða

 23. Einar B #30, því hann var hjá Ajax. Jú þetta eru stuðningsmenn Utrecht sem eru að baula.

 24. uuusss slappt menn eru ekki beint að nota tækifærið vantar allan pung í þessa gæja.

 25. Pacheco greinilega að rífa sóknarleikinn upp… og það þarf að skifta Babel út núna!!

 26. Þá ætti nú Babel að rífa upp um sig og sýna löndum sýnum úr hverju hann er gerður!!

 27. Hehehe
  Þá er Woy byrjaður að nudda á sér andlitið.
  Eitt það skemmtilegasta sem ég hef séð í þessum leik,… ja, fyrir utan stillimyndina sem var á skjánum í 1-2 sekúndur :o)

 28. Ef síðasta korterið verður jafn leiðinlegt þá stytti ég mér aldur í kvöld…

  Góðar stundir

 29. Pacheco er bara býsna sprækur sem og Kelly.

  Annað er nú frekar slakt enda kannski ekket hægt að búast við öðru. Mikið að ungum strákum sem eru að reyna að sanna sig og ætla að gera of mikið sjálfir.

 30. Shit augunn eru farinn að renna hættulega mikið á sjónvarpið hjá konunni sem er að horfa á gossip girl svo hörmulega leiðinlegur er þessi leikur.

 31. Það á að refsa Liverpool fyrir þessa spilamennsku. Finnst að Kristinn Jakobs eigi að heimta að dæma annan LFC leik vegna þess hve þessi leikur var leiðinlegur og tíðindalaus.

 32. Ég heyrði ekki betur en það væri úað á liðið í leikslok.
  Annað sætið í riðlinum er uppskeran.

 33. Ég held að ég og allir aðrir liverpool menn varða að fara átta sig á því hvað þetta lið er í raun mikið drasl.

FC Utrecht á morgun

Liverpool 0 Utrecht 0