Byrjunarliðið í dag

Eins og Steini sagði, búinn að lesa Hodgson fullkomlega strákurinn!!!

Reina

Johnson – Kyrgiakos – Skrtel – Konchesky

Kuyt – Lucas – Meireles – Maxi

Torres – N’gog

Bekkurinn: Jones, Kelly, Aurelio, Poulsen, Cole, Babel og Jovanovic.

KOMA SVO!!!!

83 Comments

 1. Mér líst geðveikt vel á þetta!!! 1-4 Kuyt Lukas Maxi og torres góð dreifing á leikminnina og þeir fá súper sjálstraust fyrir komandi leiki 😉

 2. Það verður bara hneyksli ef við vinnum ekki þennan leik!!!

  KOMA SVO

 3. Ég vil sjá Meireles skora amk eitt, svo Torres líka fyrir það nýfædda

 4. Kevin Nolan (7 mörk) og Andy Carrol (9mörk) eru komnir með samtals 16 mörk í deild meðan að ALLT Liverpool liðið er komið með 20 mörk í deildinni…..Verðum að verjast þeim vel.

  Ég er persónulega skíthræddur fyrir þennan leik sökum þess að hann er a útivelli, við vitum allir hversu vel hefur gengið hjá okkar mönnum þar…

  En line up-ið lýtur vel út og vonandi tökum við þetta. 🙂

 5. Okkar eigin leikmenn að henda sér í jörðina barca stæl, ég þoli þetta ekki.

 6. meira ruglið. djöfulsins útivallaformið virðist ætla að halda áfram. gungur og ræflar a útivelli en flottir á heimavelli!!!

 7. Sammála Dude, maður lætur ekki Skrtel dekka Carroll í föstum leikatriðum.

 8. Klúðurslegt mark – algjör óþarfi. Hef samt engar áhyggjur af þessum leik. Við erum að spila miklu betur en þeir og það sem meira er (og mikilvægara), við erum farnir að spila e-ð sem líkist fótbolta.

 9. Skrtel og Konchesky með uppá bak í markinu… bull að hafa Kyrgi ekki allavega á öðrum þeirra, helst báðum 😉

 10. Þ.e.a.s. öðrum hvortum Carrol eða Nolan… tveir þeirra hættulegustu!

 11. TORRES þarf að standa í lappirnar, þetta er enska deildin, ekki spánn á HM.

 12. Það mætti halda að sumir í þessari vörn væru með IQ á við pappakassa. Barton eyðir s.a. 30-40 sec í að segja Carrol hvar hann ætlar að setja boltann og hvar hann vill að Carrol sé (með augljósum bendingum) – ef að það væri ekki nægjanlega augljóst merki um fyriráætlanir hans, hvernig væri þá bara að passa þeirra: a) stærsta mann, b) hættulegasta mann í loftinu.

  Nei, sleppum því bara – Barton er nefnilega svo vanur að setjann af 30 metrunum, og það gegn Reina. Var þetta ekki annars heimsklassamiðvörðurinn hann Skrtel sem var að horfa á boltann með Carrol og gerði lélega tilraun til að hafa hann í loftinu ? Einhvertímann gerði ég þá vitleysu að kalla hann algjöran meðalmann, skaut all svakalega yfir markið þar.

  Er Hyypia ekki enn að spila ?

 13. Eini maðurinn sem er að spila af eðlilegri getu er Meireles.

  Torres er eins og liðleskja þarna frammi, hvorki heldur bolta né vinnur skallaeinvígi.

  Annars er allt liðið að spila mun verr en í síðasta leik.

 14. Torres má fara í fæðingarorlof mín vegna, þetta er ekki boðleg frammistaða hjá drengnum!

  Virkar með hugann allt annarstaðar.

 15. fokk my life. þoli ekki þegar hlutirnir detta svona með hinu liðinu! fyrst rangstaða í markinu sem er samt lítið hægt að kvarta yfir því þetta var rosalega tæpt. En svo í aukaspyrnunni gat ég ekki seð betur en að hann hafi gripið boltan? er það ekki víti !

 16. Miðjan er svoleiðis út að skíta að það er ekki fyndið. Lucas, Raul, Maxi og Kuyt hjálpa sóknarmönnunum nákvæmlega ekki neitt og svo loks þegar að þeim tekst að senda á þá þa geta Torres og Ngog nákvæmlega ekki neitt gert með helvítis tuðruna!!!

 17. Hahaha… aukaspyrna á svipuðum stað og í markinu og allt í einu var Kyrgiakor kominn á Carrol! Roy lærði allavega af þessum mistökum!

 18. Það er ekki þess virði að eyða meiri tíma í þennan leik. Spái 3-1 lokatölur. Ekkert að gerast þegar komið er yfir miðju.

 19. Sorglega frammistaða í fyrri hálfleik, 2-3 menn að gera vinnuna sína almennilega. Eins gott að þeir fái góða hálfleiksræðu.

 20. finnst samt ósanngjarnt að vera undir í hálfleik ! Mögulega 2 víti ! bjargað á línu ! Klikk á dauðafæri hjá kirgiakos þarna í restina ! svo skora þeir rangstæðumark í sínu eina færi !! SHIT hvað ég er pirraður

 21. Það er nú alveg til e-h af sóknarkrafti á bekknum!
  Vonandi að roy þori að breyta fljótlega ef ekki er neitt að gerast í seinni hálffleik.

 22. Ég væri alveg til í að fá Cole og mögulega Babel eða Jova inná. Mér finnst liðið vera að spila ágætan bolta, og búið að vera talsvert betra en NU, en það vantar smá creativity fram á við.

 23. Er fólk virkilega að kvarta yfir svona tæpri rangstöðu ? Línuvörðurinn Fær bara að sjá þetta einu sinni, skrtel er með hendina beina út sem truflar líklega línuvörðinn að sjá Nolan fyrir innan, þeir nýttu sitt færi, ekki við.

 24. Roa sig…Leikurinn er ekki buinn !

  A einni viku breytast menn ur hetjum i halfvita….Her eru ansi margir sem thurfa ad lata skoda hvort their seu med klofinn personuleika 🙂

 25. 33 ég er persónulega ekki beint að kvarta yfir rangstöðunni hún var jú voða tæp (eins og t.d. hja babel í síðasta leik) en það er pirrandi að sjá hlutina falla með mótherjunum. finnst eins og við ættum að vera búnir að skora líka

 26. @40. Já er bara að meina svona menn yfir höfuð, en jú það er rétt, það er pirrandi að sjá það fara þannig, allveg sammála.

 27. 1-1. Bíðið bara. Ngog með tvö og leikurinn endar 1-3 eins og ég sagði.

 28. jááááá og svo Neiiiiii Torres !! ánægður samt með stuðningsmenn Liverpool birja strax að syngja um hann ! fallegir stuðningsmenn

 29. sagdi tad yfir sidasta leik og segi aftur nuna en heldur Skrtel alltaf ad hann se i hinu lidinu tegar hann sendir tudruna. Einn mesti retard sem eg hef sed spila knattspyrnu en erum ad vada i faerum og hljotum ad klara tetta

 30. Maður gerir einfaldlega sjálfrkrafa ráð fyrir marki þegar Torres kemst í svona færi.

 31. Torres er augljóslega með hugann einhverstaðar annarstaðar, Babel inná!

 32. Hey Skrtel, Josemi hringdi og vill fá varnarhæfileikana sína aftur. Í alvöru samt, Skrtel er ekki góður fram á við en ef hann ætlar að spila svona lélega vörn er alveg eins gott að vera einum færri

 33. Ætlar leppalúði að bíða með skiptingarnar enn einu sinni framm á 84 mínútu?

 34. 19 ára gutti að koma inná hjá Newcastle og hann sýnir meira á 10 mín en Torres og N’gog hafa gert allan leikinn… fer ekki að koma að skiptingu Roy?

 35. Skil stundum ekki þessa vörn, og stundum skil ég ekki hvað Reina er að gera svona langt út í færi sem er ekki hættulegt fyrren hann fer of langt út..

 36. Afhverju skiptir maðurinn ekki mönnum inn á ? er hann bara sáttur með þetta?

 37. Alltaf gaman að sjá hvað Roy Hodgson er fljótur að bregðast við og koma með plan b og c

 38. ég spyr hvað með Paul Konchesky ?? hann er á jogginu á vítateigslínunni þegar Barton kemur á straujinu og fer einn inn í teig

 39. Kannski eru leikmennirnir bara ekkert að virka á útivallarkerfinu hjá fuglahræðunni,allt vitlaust í herbúðum Newcastle vegna þjálfaraskiptanna og við getum ekki nýtt okkur það.
  Einfalt mál að mínu mati, Liverpool á að geta unnið á útivelli líka og þetta er bara ekki ásættanlegt.

 40. hvaða helvítis ræpa komi útúr liðleskjunni sem á að kalla þjálfara

  ” vorum óheppnir á erfiðum útivelli”!!!!

  helvítis fokkingfokk

 41. Lucas hefði alveg eins getað borgað sig inn á völlinn, horfir bara á Carroll og nennir ekki að setja pressu á hann

 42. 72 – Ekki get ég það. Sama hversu góður Lucas hefði verið í leiknum þá hefði hann alltaf fengið falleinkun frá mér fyrir þetta! 2-1 undir, 3 mínútur eftir og pressa ekki mann 5 metrum fyrir utan teig. Það á bara ekki að sjást!!!

 43. Ef kanarnir fara ekki að reka Hodgson þá er stutt í að ég snúist gegn þeim.

 44. 1-3…. nú erum við að drulla uppá bak á móti liði sem kom upp úr 1 deild, og það eina sem ég get sagt um þessa snillinga í Newcastle er að þeir vita hvenær á að skipta um stjóra….. það á að gera það þegar illa gengur… hárrétt hjá þeim… ég nenni ekki að hugsa um þetta lengur, mér er slétt sama um marktilraunir og posession horn og allt það…. við erum að skora minnna en andstæðingurinn og það er það helvíti sem er að skilja topplið frá okkur

 45. Það er ekki hægt að vera með stjóra sem á ekki séns nema í helming leikja í tímabilinu. BURT MEÐ HODGESON!!!!

 46. Miðlungs stjóri – Miðlungs leikmenn – Miðlungs árangur! Sem betur fer horfði ég ekki á þetta!

 47. Yndislegt. Ég vann aftur í Lengjunni með því að tippa á mótherjanna.

 48. Ókei nú erum við búnir að keppa á móti öllum þeim liðum sem komu upp búnir að vinna einn og tapa tveim.
  Af þessum leikjum var þessi sá eini sem var á útivelli en við rétt mörðum sigur á West brom heima og töpuðum fyrir Blackpool.

  Ég er orðinn ótrúlega pirraður á því að eina ástæðan fyrir því að við séum um miðja deild sé að við klúðrum alltaf á móti litlu liðunum sem hin stóru liðin vinna alltaf.

  Ef við tökum dæmi um hvaða lið hafa komið upp á undarförnum árum og eru enn í deildinni þá eru það Stoke, Wolves og Birmingham en í ár töpuðum við 2-0 á móti Stoke og gerðum 0-0 á óti Birmingham enn við erum ekki búnir að keppa við úlfana.

  Og þetta er bara það sem er að Liverpool í dag. Eigum oft klassa leiki á móti liðum eins og Chelsea og áttum skilið meira en tapa á móti united en svo þegar það er búið gerum við jafntefli á móti Wigan og töpum á móti Stoke.

  Og á meðan þetta er ennþá svona þá eigum við ekki séns í að enda ofar en lið eins og Tottenham og City þó ég vilja meina að við séum ekki með mikið lakara byrjunarlið þó svo að við höfum ekki mikla breidd.

  Það sem verður núna að gerast er að í Jan kaupum við klassa striker og allavega einn góðan kantmann. Réttum úr kútnum eftir jól náum 4 sætinu sem við erum ekki ýkja langt frá þrátt fyrir slakt tímabil og svo tímbilið 2011-12 verðum við Englandsmeistarar.

Newcastle á morgun

Newcastle 3 – Liverpool 1