Miðar á leik LFC – Fulham 18. desember

Einn lesenda síðunnar, Jóhannes, bað mig um að hjálpa sér að auglýsa miða sem hann er með fyrir leik Liverpool og Fulham laugardaginn 18. desember n.k. Þetta er síðdegisleikur á laugardegi, kl. 17:30. Þetta eru þrír miðar saman í Lower Centenary Stand, röð 2, sæti nr. 207-209. Þá er fjögurra rétta máltíð í Reds Suite inni í pakkanum. Þetta er alls um fjögurra klukkutíma prógramm sem lofar góðu.

Verð í kringum 40.000 krónur per miða eða eftir samkomulagi.

Ef þið getið hugsað ykkur að skella ykkur á þennan leik getið þið haft samband við Jóhannes á netfanginu eiriksson (hjá) simnet.is varðandi kaup.

3 Comments

Vinnubrögð á réttri leið

Newcastle á morgun