Houllier snýr aftur á mánudagskvöld

Annað kvöld mætir Gerard Houllier með Aston Villa á Anfield.

Þetta er í fyrsta skipti, sem að Houllier kemur tilbaka á Anfield, sem andstæðingur Liverpool eftir að honum var sagt upp störfum árið 2004. Houllier byrjaði auðvitað feril sinn hjá Liverpool glæsilega og hápunkturinn var fyrir 9 árum þegar að hann vann 5 titla á einu tímabili.

En hann náði aldrei að fylgja þeim árangri almennilega eftir og árið 2004 tók Rafa Benitez við og stýrði liðinu fram á síðasta sumar.

Houllier tók við hjá Aston Villa af Martin O’Neill í september eftir að hann var rekinn frá liðinu. Það hefur hins vegar ekki gengið vel hjá Houllier – liðið tapaði fyrir Birmingham í deildarbikarnum og í deildinni hefur gengið ekki verið gott og þeir eru núna í 16. sæti deildarinnar með 17 stig.

Okkar menn eru nú ekkert mikið skárri því þeir eru í 11. sæti deildarinnar með heilum tveim stigum meira en Aston Villa. Liverpool gæti komist alla leið uppí 7. sæti í deildinni með sigri (jibbí!).

Villa menn töpuðu einsog ég sagði síðasta leik fyrir Birmingham í deildarbikarnum og þar áður höfðu þeir tapað fyrir Arsenal heima og Blackburn úti. Þeir hafa bara unnið einn af síðustu 9 leikjum í deildinni og eru með slakasta árangur liðanna í deildinni gegn liðum í efri hluta deildarinnar. Bætum við það þeirri staðreynd að þeim gengur illa á útivell og þá hljótum við að krefjast sigurs annað kvöld.

Hjá okkur eru Carragher og Agger klárlega úti og enn er óvíst hvort að Gerrard geti spilað. Okkar menn léku vel gegn Tottenham um síðustu helgi og ég býst ekki við stórum breytingum frá því liði. Ég ætla því að tippa að Roy stilli þessu svona upp:

Reina

Johnson – Kyrgiakos – Skrtel – Konchesky

Kuyt – Meireles – Lucas- Maxi

Torres – N’Gog

Semsagt, Kyrgiakos kemur inn fyrir Carragher, en annars óbreytt lið. Ég vildi auðvitað einsog 99,8% af Liverpool stuðningsmönnum sjá Aurelio þarna inn fyrir Konchesky, en ég efast um að það gerist.

Villa stilltu upp þessu liði gegn Arsenal:

Friedel; L Young, Dunne, Collins, Warnock, A Young, Clark, Bannan, Downing, Pires, Carew.

Þarna eru engin nöfn, sem fá mann til að skjálfa, sérstaklega vegna þess að Ashley Young er í leikbanni og spilar því ekki annað kvöld. Heskey, Petrov, Reo-Coker, Sidwell og einhverjir fleiri eru meiddir.

Það hafa einhverjir miðlar reynt að slá því upp að Hodgson hafi svo og svo marga leiki til að bjarga starfi sínu. Ég efast um að það sé satt, en ef það er satt, þá er hann alveg lygilega heppinn maður, því að leikjaprógrammið á næstu vikum er létt.

Ef hann ætlar að halda starfinu, þá vil ég sjá 100% árangur í desember – og það er alls ekki óraunhæf krafa. Góður staður til að byrja á er á morgun gegn Houllier og félögum. Og ég ætla að spá okkur 3-1 sigri.

66 Comments

  1. Við verðum að vinna þennan leik, nú er fínasta tækifæri fyrir Liverpool að klifra upp töfluna út þennan mánuð, allt lekir sem við getum unnið.

  2. Tökum Villa í bakaríð(sveinsbakarí) !
    Tippa á stórsigur 5-0 og Torres setur þrennu takk fyrir.

  3. Sammála Drésa, komi tími á almennilegan sigur og segi 5-0 þar semTorres gerir 3 og Meireles og Maxi hin 2. Ef liðið er í lagi þá er raunhæfur möguleiki á að vinna næstu 10 leiki og væri frábært að sjá það gerast, ef svo færi væri liðið komið algjörlega inní topp 3-4 pakkann þar sem hin liðin munu tapa eitthvað af stigum í næsti tíu leikjum. Núna er bara spurningin hvort menn séu tilbúnir að nýta sér létt prógramm sem framundan er eða sýna okkur það að liðið ætli sér bókstaflega ekkert í vetur.

    En byrjum á öruggum sigri á morgun og setjum sjálfstraustið hressilega uppá við fyrir jólatörnina. Ég er svo til í að afsala mér öllum jólagjöfum í ár í skiptum fyrir 30 stig í næstu 10 leikjum.

  4. Þá er það klár!! þú færð eingar gjafir frá mér og systur þinni um jólinn Viðar!! því þessi 30 stig munu detta í hús.!!!
    það eina sem getur breit því er hræðslan og púnleisið sem Hodgson verðu fyrir á útivöllum!!

  5. Houllier stýrði Lyon frá 2005-2007 þannig að hann var farinn þegar LFC mætti Lyon í Meistaradeildinni. Ég vona að kallinn fái góða móttökur á Anfield og á ekki von á öðru. Leikinn verðum við að vinna og gerum það vonandi. Ég spái 2-0 sigri.

  6. Af hverju eru númer athugasemda dottin út? Það er nú betra að hafa þau.

  7. Algjört must að ná þremur stigum í hús á morgun, held að Einar Örn sé spot on með þetta byrjunarlið. Ætla að tippa á heimasigur 2-0, N’Gog með bæði.

    HOU LET THE REDS OUT ? 🙂

  8. Ég held að eftir leikinn á fimmtudaginn fái Babel sénsinn í fremstu víglínu með Torres en annars verður liðið alveg óbreitt.
    Skildusigur og ekki væri verra ef að það kæmu svona 5 mörk eða svo. Held að við munum eiga þennan leik frá a-ö og Meireles sýni okkur af hverju hann var keyptur, hann mun eiga miðjuna eins og hún leggur sig, á meðan að Lucas leggur sig 😉

    YNWA – COME ON REDS!!!!!!

  9. Ég vill sjá Jovanovic frammi með Torres, þetta er framherji en ekki kantmaður. Stóð sig vel sem framherji hjá fyrra liði og skil ekki af hverju hann er ekki notaður með Torres.

  10. Það má nú alveg fara að láta babel og torres saman frammi N’Gog getur ekki neitt komin með heilt mark í deildinni bara handónýtur leikmaður

  11. Hodgson var býsna ánægður með babel í síðasta leik og því kæmi nú ekkert á óvart að hann myndi verða frammi með Torres. Babel er nú nokkuð stór og hraustur leikmaður, tæknilega flínkur, þannig að hann væri kannski bara fínn þarna frammi með Torres. Reyndar kom all flest frá honum í síðasta leik er hann var dottinn niður á annan hvorn kanntinn.

    Við verðum hinsvegar að vinna þennann leik, allt annað er bara rugl og ég myndi segja að ef ekki vinnst sigur í þessum leik þá verður Hodgson að fara að líta í kringum sig í leit að öðru starfi.

    Taflan lýgur ekki og eins og staðan er í dag eru 4 stig í fallsæti en heil 10 í topp 4 þannig að það er bara ekkert sem heitir.

    Spái þessu 2 0. Torres setur eitt og Kuyt hitt.

  12. Já, Babel er kannski stór, en það að skalla boltann virðist erfitt fyrir hann og það að halda boltanum þegar aðrir í liðinu eru að koma sér upp völlinn. N’Gog hentar betur í þann bolta sem Roy spilar, en Babel í þann bolta sem við viljum að Liverpool spili.

    Ég vil sjá Babel spila því hann hefur hæfileikana en hefur ekki sýnt nægjanlega mikið.

  13. Afsakið þráðrán en vantar smá upplýsingar. Hver er sirka frægasti leikmaðurinn sem er enn spilandi sem gefur ekki kost á sér í landslið sitt( þá er ég ekki að meina menn sem hafa spilað í mörg ár með liðinu en eru hættir núna)

  14. Sigur og ekkert annað. Maxi og Tores nýta færin ykkar heyriðiþað. 😉

  15. Þar sem Babel var góður í síðasta leik er ekki séns að hann spili þennan. (Eins asnalega og það hljómar)
    En ég er guðslifandifeginn því að A. Young verður ekki með, það er leikmaður sem væri líklegur til að valda okkur vandræðum.

    Annars spái ég 2-0. Raul með stórleik á miðjunni, skorar einn “screamer” af 25-30 metrum og leggur svo upp annað markið með hnitmiðaðri fyrirgjöf úr föstu leikatriði, beint á makkann á Herkúlesi!

  16. Smá þráðrán en, þvílíkt sjokk, Viggó Sig, einn leiðinlegasti maður landsins er United maður!

  17. @Binni.

    Er svo akkúrat búin að vera hugsa það sama og þú sagðir. Er buin að vera með þessa mynd í hausnum að Meireles setur einn, kannski ekki screamer en fallegt mark og að það sé kominn tími á eina þrumu frá Kyriagos (Auðvitað með hausnum, hann getur skallað fastar en flestir í Liverpol skjóta)

    Ætla svo að skjóta á eitt Aston Villa mark. 2-1 Meire Kyri og Carew!

    YNWA

  18. Það er ekki fyrr en 5. Febrúar sem okkar næsti leikur sem ekki er hægt að búast við sigri en þá förum við á Stamford Bridge, að mínu mati er næst erfiðasti leikurinn þangað til útileikur gegn Newcastle í þarnæstu umferð, sem á auðvitað að vinnast. Það væri ekki leiðinlegt að sjá 100% árangur í Desember og Janúar í deildinni, hvað ætli sé langt síðan það gerðist?

  19. Það væri fróðlegt að sjá Babel byrja frammi með Torres. Miðað við frammistöðu hans í síðasta leik væri það rökrétt. Annars trúi ég ekki öðru en við tökum þennan leik. Villa virðast slakari núna en undanfarin ár og við ættum að klára þá heima. Spái 3-0. Babel, Torres og Meireles með mörkin.

  20. Einar af hverju heldur að Joe Cole byrji ekki inná hann var með síðasta leik

  21. Ábyggilega vegna framistöðu kappans í síðasta leik…veit að hann hefur verið meiddur en hann stóð ekki undir væntingum (allavega hjá mér) í síðasta leik, því miður.

  22. Ég vona svo innilega að við vinnum á morgun og að þeir gætu nú drattast til að vinna alla desember leikina og fara að skora einhvað af mörkum. Liverpool er búið að skora 17 mörk í deildinni! ég endurtek 17 mörk !!!! það eru aðeins 3 lið búinn að skora færri mörk en Liverpool ! þetta eru hræðilegar tölur. Sýnir hversu MIKILVÆGT það er að kaupa kantmenn og sóknarmenn í janúarglugganum og ráða kannski AÐEINS sóknarsinnaðri þjálfara en Hodgson

  23. Léttir leikir í Desember segja menn.

    Það þýðir að Hodgson mun drulla uppá bak og ná í nokkur jafntefli á Anfield en tapa öllum útileikjum. Fer svo á Old Trafford og vinnur óvæntan stórsigur þar og fær þar með meiri séns.

  24. Mig dreymdi að Liverpool tapaði þessum leik 0-4 og leikmenn og stuðningsmenn Liverpool fögnuðu tapinu, vegna þess að það þýddi endalok Roy Hodgson. Ég er á báðum áttum hvort þetta var draumur eða martröð.

  25. Væri alveg til í að sjá Babel eða Jova fá sensinn með Torres þarna frammi í stað N Gog en reyndar er engin af þeim leikaður sem ég kysi að hafa þarna, okkur vntar einfaldlega mann þarna fremst á völlinn sem er miklu betri en þessir 3 leikmenn. Engin þessara 3 er nógu góður fyrir Liverpool að mínu mati. Vona að þetta vandamál verði lagað í Janúar.

  26. Einar af hverju heldur að Joe Cole byrji ekki inná hann var með síðasta leik

    Ég hef svo sem ekki merkilegar upplýsingar. Það var alveg spurning hvort að Babel og Cole yrðu þarna í staðinn fyrir Maxi og Ngog (og ég væri sjálfur alveg fylgjandi því). Mér fannst það þó aðeins ólíklegra og því sleppti ég því.

  27. 3-0 fyrir Pool. Torres 3. Menn koma á spjallið í kvöld, reikna út möguleikana á að vinna deildina og hvað sé langt í CL sætið og fl. Menn gefa RH sénsinn og segja að hann sé maðurinn.

    Tapa síðan stigum í næsta leik og menn vilja RH burt.

    Púl er með of mikið af lélegum miðlungsmönnum. PUNKTUR

  28. er liðið ekkert búð að leka út…?

    en 3-1 fyrir okkur torres með 2 og cole 1

  29. Það myndi ylja manni um hjartarætur að sjá framherjana okkar detta í gang og smella saman í kvöld, 4-0 fyrir okkar mönnum og Torres og Ngog með 2 hvor !!!!!

    COME ON U REDS !!!!! 🙂

  30. Það er mjög gott að sjá hvað menn eru bjartsýnir og jákvæðir gagnvart leiknum í kvöld. Ég vildi að ég gæti deilt með ykkur þessari jákvæðni.. Vona bara það besta 🙂

  31. Newcastle búnir að reka stjórann sinn og við eigum þá í næsta leik á eftir Villa. Oft vinna liðin fyrsta leikinn með nýjan stjóra og spurning hvort Newcastle ráði tildæmis Martin O Neil í vikunni og komi ferskir í leikinn gegn okkur, maður veit ekki. Bara pæling. Vona nú frekar að þeir verði þjálfaralausir gegn okkur og í ruglinu. Liverpool hefur auðvitað gengið fáránlega vel með Newcastle bæði heima og úti og vonandi verður engin breyting á því.

    En byrjum á sigri í kvöld.

  32. Já gaman að því að Newcastle sé búið að reka sinn þjálfara með liðið í 11 deildarinnar og þeir eru nýliðar í deildinni en Hodgson situr fastur hjá Liverpool með liðið í 12 sæti.
    Hvar er metnaðurinn.

  33. hehe ætlaði að skrifa nokkurn veginn sama komment og Ásmundur…. 🙂 Greinilega margir að hugsa það sama núna…

  34. Ég verð nú að segja að þetta kemur mér mjög á óvart að þeir hafi rekið stjóra sinn, þeir vilja reynslumeiri stjóra, þeim er velkomið að fá Hodgson.

  35. vona eiginlega að við töpum for the greater good. Aldrei leiðst jafnmikið að vera liverpool aðdáendi eins og flestum hér.

  36. Svon ef útí þessa umráðu er farið þá mundi ég reyndar frekar vilja hafa Chris Hughton sem stjóra Liverpool heldur en Roy Hodgson.

    Liverpool hlýtur að vera aðhlátursefni hjá stærstu liðum evrópu sem væru reyndar ÖLL löngu búin að losa sig við stjórann sinn ef þeirra lið væru í sama skít og Liverool er búið að vera í vetur. Vonandi hreyfir þessi brottrekstur Newcastle manna eitthvað við Henry og félögum hjá Liverpool.

    Besta jólagjöf sem ég gæti fengið væri brottrekstur Hodgson og þá helst á aðfangadag sjálfan en ekki mundi skemma fyrir ef það væri bara fyrir jól sko.

  37. Inter og Bayern eru nú ekkert í ósvipuðum málum í deildinni og Liverpool. Hvorugt liðið er búið að reka stjórann.

  38. Það var nú vitað fyrirfram að Inter væri ekki að fara gera einhvað að viti með Benitez í stjórn! hahaha….

    Enn djöfull er ég sáttur með metnaðinn hjá Newcastle!

  39. Ég horfi í kvöld sem endranær. Býst ekki við neinu góðu stöffi. Vil ekki láta reka Woy. Það er ekki gerandi að láta einhvern sem á að leiða Liverpool inn í framtíðina, taka við þessu afspyrnuslaka liði sem við eigum núna. Janúarglugginn gerir engin kraftaverk, hærra verð á misgóðum mönnum.

    Ég trúi því að það sé verið að styrkja undirstöðurnar og smátt og smátt munu þær bera endurvakið stórveldi. Woy tekur pokann sinn eftir síðasta leik í vor og röð atburða sem skipulagðir verða í vetur fara í gang.

    Þangað til ætla ég að horfa á mína menn gera stundum góða hluti, oftar slæma hluti og syngja YNWA.

  40. 1-1 l í svona ekta RH leik kirgyakos skorar á 38 eftir fínan fyrrir hálfleik biður hodgson okkar menn um að bakka PIRES mun skora ég ætla að spá þessu þetta er bara ekki eins og þetta var fyrir 2 árum þá vorum við ennþá taplausir á þessum tíma. en núna erum við með 6 töp ! það er aðeins of mikið fyrir liverpool!… Reka hodgson, ég held að Rikjaard muni koma seint í janúar …
    ég meina Hodgson er snillingur í að vinna sér tíma, anskotinn hafi hann

  41. Óstaðfest byrjunarlið.

    Reina, Johnson, Skrtel, Kyrgiakos, Konchesky, Kuyt, Lucas, Meireles, Maxi, Torres, Ngog

  42. Þetta lið lúkkar ágætlega, væri samt til í að taka Konchesky út og setja Aurelio í staðinn…

    TÖKUM ÞETTA !!! (Torres setur 3)

  43. Merklilegt að nýliðarnir í Newcastle láta stjórann sinn fara fyrir lélegan árangur í vetur, sem er eins og staðan er núna, samt betri árangur en LFC er með á tímabilinu.

  44. Var ekki búinn að sjá sama frábæra komment frá honum Ásmundi sem ég er auðvitað fullkomlega sammála.

  45. http://www.studs-up.com/comics/2010-12-06.jpg

    Bara svona rétt til að létta mönnum biðina… þ.e.a.s. ef einhverjir bíða spenntir við skjáinn/tölvuna 🙂

    Annars líst mér ágætlega á þetta lið. Hefði eins og margir kosið Aurelio í vinstri bak. Svo þætti mér gaman að sjá Babel fá séns þegar líður á leikinn til að sjá hvort hann haldi því áfram sem hann var að gera í síðasta leik!

    Áfram Liverpool

  46. Babel hefur nú oftar en ekki staðið sig bara betur þegar hann kemur inná. Hann er frekar snöggur og fínt að fá hann ferskan inn á móti þreyttum varnarmönnum.

    EF þetta er liðið þá er nú magnað hvað hann heldur sig við sama hópinn, Maxi og Kuyt á könntunum og Torres Ngog frammi.

  47. Gaman að þessu, Gerard Houllier kemur á Anfield í kvöld og núna var Newcastle að staðfesta það að Peter Beardsley muni stýra Newcastle á móti Liverpool í næsta leik, en hann er núna þjálfari varaliðsins hjá þeim.

  48. Skrítin ákvörðun hjá Newcastle en kannski bara í takt við rekstur þess ágæta klúbbs. Ég furða mig á því að klúbburinn ætli hugsanlega að ráða Alan Pardew í staðinn því hann mun örugglega ekki bæta stöðu liðsins nokkurn skapaðan hlut.

  49. Já, ég veit þetta með kommentanúmerin. Það fór eitthvað í fokk þegar ég uppfærði WordPress í gær. Ég skoða þetta.

  50. Newcastle hafa skipt um þjálfara eins og nærfatnað undanfarin ár og hefur árangur þeirra verið eftir því. Það kann seint góðri lukku að stýra að fara að apa eftir stjórnunarháttum þar á bæ.

  51. Ef að Ngog byrjar frammi með Torres þá verður drengurinn að fara að skora eitthvað eða leggja upp, finnst eins og hann þurfi að gera minna en margir aðrir til að halda sér í liðinu.

    Í deildinni hefur Ngog verið 4 sinnum í byrjunarliðinu og 8 sinnum komið inn á sem varamaður, skorað 1 mark og ekki lagt upp neitt. Hann hefur ekki skorað í síðustu 12 leikjum (allar keppnir)!

  52. Ngog gerir það vel sem af honum er ætlast að mínu mati. Hann er settur fram með Torres til þess að spila “target mann” sem er eitthvað sem hann er búinn að sinna ágætlega vel að mínu mati. Fær boltann tekur hann niður á meðan restin af liðinu að færir sig upp. Vissulega má hann skora og leggja upp, en þetta virðist samt vera það sem er ætlast til af honum.

  53. 3-1 fyrir Liverpool. Torres með fyrsta markið, Villa jafnar og síðan skora Kyrgiakos og Babel.

  54. No Torres tonight. Babel comes in as the Spaniard’s wife has gone into labour (PH at Anfield)

  55. Jahá… einhverntíman sagði ágætur þjálfari mér að það væri ekki til nein afsökun fyrir að mæta ekki í leiki önnur en jarðarfarir nákominna ættingja! Ágætt að Roy er ekki sama sinnis! Óska Torres og konu góðs gengis á fæðingardeildinni… og Babel að fylla í hans skó!

  56. Þar fór spennan fyrir kvöldinu að heyra að Torres sé ekki með… GLATAÐ

  57. Og Babel af öllum mönnum… Nú er bara að halda áfram of detta ekki í 8-1-1

  58. Mér sýnist Torres ver óhætt að fara að leggja í þriðja barnið…

Slúður – stutt í janúargluggann

Byrjunarliðið komið