Steua 1 – Liverpool 1

Okkar menn gerðu ágætis jafntefli í miklum varnarleik í kvöld í Búkarest. Hinn leikur riðilsins fór einnig jafntefli og því er ljóst að okkar menn eru komnir áfram í næstu umferð með sigri í riðlinum, þar sem eina liðið sem getur náð okkur að stigum í lokaumferðinni er Steua og við erum með betri innbyrðis viðureignir gegn þeim. Mission: Accomplished.

Hodgson stillti upp eftirfarandi liði í kvöld:

Reina (c)

Kelly – Kyrgiakos – Wilson – Aurelio

Shelvey – Poulsen
Pacheco – Cole – Jovanovic
Babel

**Bekkur:** Jones, Skrtel, Flanagan, Robinson, Lucas (inn f. Pacheco), Eccleston (inn f. Jovanovic), Ngog (inn f. Cole).

Þetta var tíðindalítill leikur fyrir okkar menn. Liðið lék aftarlega og varðist löngum stundum í þessum leik, Steua-menn meira með boltann og reyndu að sækja en með litlum árangri. **Milan Jovanovic** kom okkar mönnum yfir um miðjan fyrri hálfleik með góðum skalla eftir fína fyrirgjöf Ryan Babel utan af kanti og nokkrum mínútum síðar átti Babel að fá aðra stoðsendingu þegar hann spilaði Joe Cole innfyrir en Cole klúðraði því mjög klaufalega.

Í síðari hálfleik héldu Steua-menn áfram að pressa og fengu loks jöfnunarmark þegar Pepe Reina missti auðveldan skallabolta á milli fóta sér og innfyrir marklínuna, en þó er það honum til varnar að einn sóknarmaður Steua stóð beint fyrir framan hann og byrgði honum sýn. Samt klaufalegt hjá honum. Lokatölur 1-1.

**MAÐUR LEIKSINS:** Joe Cole og Dani Pacheco voru afgerandi slakastir hjá okkur í kvöld, því miður. Cole vantar leikæfingu og allt það en hann bara verður að fara að sýna meira en þetta með Liverpool, á meðan Pacheco hefur valdið miklum pirringi meðal stuðningsmanna undanfarið en við bara höfum ekki rétt á að æsa okkur yfir því að hann fái enga sénsa þegar hann nýtir þá jafn illa og í kvöld og gegn Northampton í september.

Vörnin var ágæt fyrir utan stök atriði og Pepe stóð sig vel utan jöfnunarmarksins. Á miðjunni voru Shelvey og Poulsen mjög góðir og stýrðu öllu af öryggi á meðan Jovanovic var ógnandi vinstra megin og skoraði gott mark sem tryggir honum vonandi fleiri spilamínútur með liðinu. Frammi var svo Ryan Babel okkar besti maður í kvöld, lagði upp markið og hefði átt að fá aðra stoðsendingu eins og áður sagði. Kannski á Ryan séns í þetta lið þrátt fyrir allt, sjáum hvernig hann fylgir þessu eftir.

Næsti leikur er gegn Aston Villa á Anfield í Úrvalsdeildinni á mánudag og svo spilum við eftir tvær vikur lokaumferð Evrópudeildarinnar gegn Utrecht á Anfield. Sá leikur er aðeins formsatriði þar sem okkar menn eru þegar öruggir áfram, en auðvitað viljum við sjá sigur í þeim leik.

39 Comments

 1. Ekki beint mikil skemmtun þessi leikur en ágætt að vera búnir að klára riðillinn samt sem áður

 2. Jæja ég er bara sáttur við þessi úrslit.

  Komnir áfram uppúr riðlinum og fínt að ná jafntefli með algjört varalið á útivelli í 10 stiga frosti úfff!

  Það voru í raun bara Reina og Kyrgi sem að eru X11 og hinir að fá fína hreyfingu og séns til að sanna sig, hitt er svo annað mál hvort að menn hafi nýtt þennan séns. Það voru nú ekkert alltof margir sem voru eitthvað að sýna snilldartakta.

  Fannst Stója fá alltof mikin frið í seinnihálfleik til að spila boltanum inná okkar vallarhelming og menn þurfa að sýna smá pung og pressa og vilja vinna boltan, sumir leikmenn voru bara eins og keilur á tímabili bæði í sókn og vörn en eins og ég sagði….. ég er sáttur.

 3. Fínt að komast nokkuð auðveldlega upp úr þessum riðli með “fringe-players” og kjúllum…. ágætt að þeir hafi fengið að spreyta sig þó frammistaða þeirra hafi verið misjöfn….

 4. Bara mjög sáttur eftir þennan leik. Satt að segja bjóst ég við mun erfiðari frammistöðu en það sem ég sá í kvöld.

  Þarna fannst mér mjög margir ungir menn sýna á sér agahliðina, þó vissulega hafi þeir ekki allir náð öllum 90 mínútum með einkunnina 10. Jonjo og Poulsen voru að leika vel og mér fannst liðið alltaf vera líklegt til að taka hið minnsta það stig sem við þurftum.

  Joe Cole hefði vissulega mátt hrífa mig meira og Danny Wilson átti erfitt með að spila boltanum frá sér, en mér fannst varnarlínan ekki gefa á sér mörg færi í opnu spili sem mér finnst jákvætt.

  Dani Pacheco hefur því miður fengið á sig stimpil “bjargvættarins” en mér fannst hann í kvöld gera einfalda hluti vel, hann tapaði ekki mörgum boltum og vann vel til baka. Auðvitað ekki silkihreyfingarnar sem hann getur sýnt, en í þessum leik þurfti að spila agað og leggja sig fram. Hef enga trú á því að þar með sé hans ferli lokið.

  Babel flottur og bara vonandi að hann haldi sig á brautinni ef hann fær meiri séns. Jovanovic byrjaði flott en “fade-aði” svo eilítið út. Eins og svo oft áður í vetur.

  En ég er verulega sáttur við það að við séum búnir að vinna Evrópudeildarriðilinn með einn leik eftir í honum. Þessi keppni er að gefa mörgum ungum mönnum fullt af mínútum og það er ekki spurning að þessi leikur og nú síðan sá næsti gegn Utrecht skiptir töluverðu máli í þeirri þróun að ungu mennirnir læri að spila með merkið á brjóstinu.

  Bara fínt og svo er það þrjú stig á mánudaginn.

 5. sammála þér með Joe cole, en mér fannst pacheco ekki eins hræðilegur og Kristján Atli, ekki miskilja mig hann var ekki góður en mér finnst ekki rétt að dæma leikmenn sem eru 165 á hæð og hann þarf að vinna skallabolta allt kvöldið. Liverpool þarf að spila fótbolta en ekki loftleikarbolta til að menn eins og Babel, Cole og Pacheco notist rétt.
  Pacheco var þá allavega að reyna að spila boltanum á jörðinni, mætti klappa boltanum minna en ef liverpool notar hann rétt held ég að hann eigi eftir að blómstra.
  Cole var ömurlegur, hann sást ekki og reyndi ekkert til að koma sér inní leikinn. En mér fannst Pacheco allavega að hlaupa í opið svæði, þegar hann ákvað að spila boltanum tókst það vel hjá honum.

  En að mínu mati var Shelvey besti leikmaður liverpool, það var barátta í honum og hann stóð sig með príði

  En vissulega erum við komnir áfram til hamingju með það. En Hodson kann ekki að stjórna liði sem kemst yfir.

 6. Joe Cole virðist ekki vera neitt að skána og spurning hvort hann sé á leiðinni niður brekkuna eins og varð raunin með Harry Kewell sem var hæpaður mikið upp þegar hann kom um árið en sýndi aldrei neitt fyrir Liverpool. Um leikinn er svo sem ekki mikið hægt að segja en Roy var samkvæmur sjálfum sér og vann ekki útileik enda taktíkin greinilega að halda stiginu og það tókst.

 7. Kaupin á Joe Cole stór mistök eftir allt saman?
  Hann hefur enganveginn staðið sig miðað við hvað hann er dýr í rekstri. Er að fá um 100 þúsund pund á viku og fékk auk þess 5 milljónir punda fyrir að skrifa undir.

  Það er ekki nóg að heita bara Jole Cole, þú verður að sanna þig drengur!

 8. Ég held að Joe Cole passi einfaldlega ekki í þetta þunga kerfi sem RH er að spila….. eða ég er að vona það a.m.k.

 9. Var Poulsen góður? Mér sýndist hann varla gera nokkurn skapaðan hlut! Hvorki með bolta eða án, leikmenn Steua skokkuðu bara framhjá honum þegar þeir vildu.

  Pacheco verður svo seint talinn sterkur afturliggjandi (varnarsinnaður) hægri kantmaður.

 10. Sá á LFC tv áðan að Kelly var valinn maður leiksins hjá okkur með nokkrum yfirburðum fékk rúmlega 50% atkvæða og næstur var Jovanovic með 30% Poulsen komst á blað.
  Vil svo bara lýsa yfir skandali – eins og Bubbi myndi segja – að England fékk ekki HM 2018, skammarlegt helvíti en kemur kannski ekki á óvart þar sem vitleysingurinn hann Blatter er ekki þekktasti aðdáandi Englendinga.

 11. Mér finnst nú að Babel ætti að fá oftar tækifæri. Fínn leikmaður nema hvað að honum er alltaf haldið ísköldum…

  X – Russia

 12. Það að menn séu ánægðir með framistöðu Liverpool í kvöld segir meira en mörg orð um það hvað félagið er í frjálsu falli. Ömurleg frammistaða í alla staði. Steaua spilaði fyrirsjáanlegan fótbolta og náðu með því að koma Liverpool í vandræði!! Við höfum ekkert að gera í meistaradeildina með svona spilamennsku og verðum hvort eð er ekki í topp fjórum á meðan Hodgson er við stjórnvöldin. Það er ekkert að koma upp úr unglingastarfinu. Kelly er þokkalegur ekkert meira en það en hefur þó væntingar með sér. Er Reina með sama þjálfara og áður? Þvílík breyting á einum manni til hins verra. Hodgson má ekki fá að eyða pening í janúar, við verðum að fá annan til starfa. Mér er drullusama þótt margir á vellinum í kvöld teljast ungir. Liverpool er stórveldi og á að geta farið með reserves team á móti Steaua og samt vinna.

 13. ÞHS – Við höfum ekki haft yfir miklu að gleðjast í haust, núna vorum við að tryggja okkur áfram í Evrópudeildinni, ættum við ekki við það tækifæri að staldra aðeins við, brosa aðeins og hætta að hugsa um hvað við höldum með ömurlegu liði(?)

 14. Afhverju eigum við að vera rosa ánægðir þó við séum að komast uppúr hlægilega auðveldum riðli í b-evrópukeppni? Jújú, auðvitað er þetta betra en að detta út en þetta er samt bara svo sjálfsagt að menn geta varla verið að telja þetta sem einhvern svaka árangur. Framistaðan í þessari keppni er skammarlega léleg so far, eins og framistaðan í deildinni. Bæði árangur og spilamennska. Ég bara trúi ekki að Hodgson sé enn þjálfari liðsins, hvað er í gangi eiginlega? Riikjard(eða bara hver sem er nema Benitez og Souness) endilega komið og hjálpið okkur…

 15. Flott að vera öruggir áfram og það ætti að tryggja ungu leikmönnunum annan leik í Evrópudeildinni, og í þetta sinn á Anfield.

  @ jonp nr 13

  Af hverju er það skandall að Englendingar fái ekki HM? Sepp Blatter er ekki einráður hjá FIFA þó hann ráði miklu, það er nefnd sem ræður þessu (líklega gjörspillt þó). Mér finnst bara fínt að Rússar og Qatar verði með næstu mót, gaman að þessi mikli viðburður fari sem víðast um heiminn og sé haldinn á nýjum stöðum.

 16. Það er nú enginn tilviljun að Chelsea létu Cole bara labba jafnvel þó hann geti haldið golfkúlu á lofti…

 17. Mér fannst Kelly bestur okkar manna í kvöld. Sennilega hefði ég sagt Reina mann kvöldsins ef ekki hefði verið fyrir þessi leiðinda mistök.

 18. Nei #15 Helgi J. ég ætla ekki að hætta að gera kröfu um að klúbburinn fari að rífa sig upp úr þeim skít sem hann er í. Mér er bara alveg sama þótt Liverpool standi undir þeirri lágmarkskröfu að komast áfram í þessari B-Evrópukeppni. Ég geri bara meiri kröfur enn þetta. Hodgson er ekki maðurinn til að leiða klúbbinn áfram og því fyrr sem hann fer því betra. Það er alveg óþolandi að upplifa hvern lágpunkt, í háa herrans tíð, á fætur öðrum nú um þessar mundir sem rekja má beint til spilamennsku liðsins. Það sem hefur vikað fyrir Hodgson í 35 ár (að hans sögn) sannar hversu aftarlega á merinni hann situr. Það er pínlegt að sjá leikmenn Liverpool reyna að framkvæma knattspyrnulega hugmyndafræði sem ekki hefur virkað til árangurs hjá toppliði í 20-30 ár. Hodgson hefur aldrei unnið stóran titil og lið hans hafa aldrei spilað skemmtilega knattspyrnu. Eitt heppnis tímabil í fyrra réttlætir ekki ráðningu hans til Liverpool. Það hæfir ekki þeim leikmönnum sem skipa Liverpool að liggja til baka án bolta og dæla háum boltum á Torres þegar þeir ná boltanum. Jú fyrirgefið það hentar Poulsen og Konchesky ágætlega en þeir eru bara ekki þess háttar leikmenn sem ég vil að spili fyrir Liverpool. Komum okkur inn í nútíðina svo hægt verði að byggja til framtíðar.

 19. Hafliði það sem mér finnst skandall er að síðan 66 þegar HM var í Englandi þá hefur mótið td verið tvisvar í Mexico og tvisvar í þýskalandi líka. Hef ekkert á móti því að mótið sé haldið í Rússlandi eða Qatar en það hlýtur að vera löngu komið að heimalandi fótboltans.
  Og með Blatter kallinn hann ræður klárlega miklu – var td á honum að heyra að það væri óþarfi að setja þessa tvo náunga útúr nefndinni sem voru staðnir að því að selja atkvæði sinna þjóða.
  Það er eitthvað skrítið við það að England fékk einungis 2 atkvæði í dag, reyndar var Bekcham þarna gæti hafa dregið þá eitthvað niður en samt..

 20. Reina, who captained the side in the absence of Steven Gerrard and Jamie Carragher, was also quick to praise the performance of the youngsters like Danny Wilson and Martin Kelly who came into the back four.

  “They did well and we must give them some credit,” he added.

  “We had a lot of players with not much experience but they showed great character and we defended really well.”

  Mér finnst Reina frábær karakter og á að vera framtíðar fyrirliði Liverpool, Þetta hrós um fleyta Wilson og Kelly áfram og líklega frábært fyrir þá að hafa mann eins og Reina fyrir aftan sig að segja þeim til, leiðbeina, hvetja og hrósa!

 21. Komnir áfram sem er hið besta mál og kjúklingarnir fá einn Evrópuleik til að setja í reynslubunkan.
  Nú verða menn að fara koma sér í gang í deildinni og fara ná einhverjum stigum en menn ættu að hafa fínan tíma til þess að undirbúa sig undir þann leik sem verður á mánudag. Hef trú á að Birmingham vinni Tottenham, þannig að Liverpool fær kjörið tækifæri að bæta upp fyrir sárt tap á sunnudaginn.

 22. held að benayoun sé meddur nánast út leiktíðina þannig að við þurfum hann held ég ekki.. Reyndar á cole örugglega eftir að meiðast á æfingu á morgun hann er búinn að vera heill í næstum því heila viku

 23. Mætti ég biðja um Lech Poznan frá Póllandi í 32-liða úrslitum. Bara svona til að fá landafræðikennslu, sem er mun meira spennandi en þeir leikir sem við fáum, allavega svona fyrri hluta keppninnar.
  Auðvitað á að vera skylda fyrir Liverpool að fara áfram í svona keppni. Það má samt alveg gleðjast yfir því, sérstaklega þegar það er gert meira og minna með b-liðinu.

 24. Mér finnst gott að Liverpool sé kominn áfram gegnum þessa keppni þarsem markmið þetta season er vinna minnsta kosti ein bikar og það líka gott fyrir endurreisn með því vinna þessi smá bikar sem stóri liðin hunsa maður getur bara séð Tottenham þegar þeir unnu bikarinn eftir það er þeir nú kominn í meistaradeild og eru standa sig vel þarna.

  Ástæða þess að England var ekki valið var útaf hvað breska pressann eða (BBC) gjörsamlega eyðilagði möguleika Englands með því koma með risa stórt skandall undir nafninu Panorama sem er um vonduhilið FIFA og nefndina.
  Og sé ekki af hverju þar er rangt að halda HM í Rússlandi og Katar.
  Hér er líka góð grein af hverju þeir voru ekki valdnir:
  http://www.goal.com/en/news/9/england/2010/12/02/2242984/what-was-the-primary-reason-behind-england-failing-to-win

 25. Ég er ennþá á því að ég er ekki hrifinn af Hodgson sem þjálfara LFC. Aftur á móti gef ég kallinum 10 af 10 mögulegum að gefa ungliðunum tækifæri öðruvísi fá þessir strákar ekki að þroskast og þótt þeir gera mistök þá eru þau bara til að læra af þeim.

  Wenger felur sig ávallt á bakvið það síðustu 6 ár að hann sé að byggja upp lið og (ungu leikmennirnir hans sem margir eru komnir um og rétt yfir 25 ára aldursmúrinn) og allir Nallarar eru bara sáttir og bíða á meðan liðið tekur út þroskann endalausa.

  Sjáum til í kvöld voru til staðar Wilson 18 ára, Pasheco 19 ára, Babel 23 ára, Kelly 20 ára, Shelvy 18 ára, Ecclestone 19, Ngog 21 ára, Leiva 23 ára í knattspyrnulegum skilningi eru sumir af þessum strákum guttar, fyrir þetta fær Hodgson hrós hjá mér að gefa þeim séns.
  Að leiknum sjálfum þá var Babel klárlega maður kvöldsins og sýndi grettu og einbeitningu sem honum virðist oft vanta , Joe Cole var slakur ekkert meira um það að seigja enda nýkominn úr meiðslum….finnst að við verðum að vera rólegir hann kemur í lið þar sem mikill olgusjór hefur riðið yfir utan sem innan vallar og hann hefur hreinlega ekki sýnt úr hverju hann er, er samt viss um að hann eigi eftir að stíga upp.

  Mér dettur ekki í hug að fara setja eitthvað útá hinn unga Pasheco þótt hann hafi verið sístur af ungviðinu í kvöld, svona leikir fara bara inná reynslubankann og við erum ekki Real Madrid né Man City, við þurfum að gefa ungu strákaunum séns þegar færi gefst og vonast til að einhverjir af þeim komi sér uppí það að verða fastmenn í byrjunarliði LFC.

 26. Talandi um England það er nú ein leið sem gæta kæt Fifa sem England gæti hugsað um er kannski koma með HM til Bretlands eyju þarsem HM væri ekki bara í ENGLANDI HELDUR LÍKA SKOTLANDI OG WALES það myndi kæta Fifa þarsem Scotland og Wales hafa aldrei haft HM það myndi líka sína sameinað Bretland en Eru Skotar reiðbúinn til gera samning við England fyrir HM veit ekki ?

 27. Þetta HM mál stinkar mjöööög af mútugreiðslum. England hefði ekkert þurft að fá HM mín vegna, frekar Spánn og Portúgal en það er eins og FIFA hafi þörf fyrir að halda HM ekki í þróuðu Evrópulandi. Og í sjálfu sér er verið að gera HM óaðgengilegt fyrir aðra en moldríka bissnessmenn og klíkumeðlimi innan knattspyrnuhreyfingarinnar. Ég meina, ef ég eða þú ætlar á HM næstu þrjú skiptin kostar það ekki undir milljón hver keppni. Og Qatar, kommonn, það er enn verra en Rússland þótt það sé enn hálfgert anarkí í Rússlandi og glæpaklíkur stjórni borgunum. Þótt vellirnir í Qatar verði loftkældir þá verður algjörlega ólíft fyrir áhorfendur utan vallar í 45°hita. Og svo er þetta múslímskt land þar sem ekki má drekka bjór. Gangi þeim vel með það. Þannig að nú safnar maður milljóninni fyrir Brazil 2014…

 28. Þannig að nú safnar maður milljóninni fyrir Brazil 2014…

  Eða bara láta þessi blessuðu landsliðamót bara alveg eiga sig og fara 4-5 sinnum í flottar ferðir á Anfield fyrir sama pening!

 29. Keppnin var á spáni 82 þannig að það er óþarfi að halda hana þar aftur strax. Þeir eru auðvitað að hugsa um dreifingu fótboltans til sem flestra staða. Þetta quatar dæmi er nú reyndar magnað. Þeir ætla að byggja einhverja 20 velli, rífa þá svo eftir keppnina og gefa til þróunarlanda !! Alveg rólegir í peningana og ekki mikið mál að henda nokkrum aurum í Fifa menn.

  Er ekki annars bara kominn timi á hann Blatter, þetta er algjör mafía.

 30. Ekki alveg sammála með Poulsen, bresku lýsendurnir höfðu orð á því svona um 65 mínútu að hann hefði eiginlega varla komið við boltann allan leikinn. Hann átti tvær þrjár sendingar fram á við uppfrá því en mér fannst lítið til hans sjást í þessum leik. Gerði hins vegar fá mistök og ekki hægt að kenna honum um neitt, ég veit ekki hvort menni túlki það sem góðan leik 🙂

  Annars er þetta ágætt stig sem dugar fyrir það sem stefnt er að, gaman að sjá Babel og Jovanovich gera einhverja hluti, verið undir mikilli gagnrýni, vonandi fara þeir að sýna meira í kjölfarið.

 31. Alltaf þegar HM hefur verið haldið í Evrópu hefur það verið í Vestur-Evrópu (nú síðast í Þýskalandi, Frakklandi og Ítalíu) er þá ekki kominn tími á að Austur-Evrópa fái keppnina? Rússland hefur aldrei haldið HM, og er ágætis fótboltaþjóð, sé ekkert að því að þeir halda HM ef þeir hafa bolmagn til þess. Samt sem áður er náttúrulega alvarlegt mál ef múturþægni hafi ráðið því hvar keppnin endaði, viðurkenni það þó að ég fékk óbragð í munninn við að sjá Abramovic fagna þessu.

  Hins vegar finnst mér þetta Qatar dæmi undarlegt, enda hefur sú þjóð ekki látið mikið til sín taka á knattspyrnuvellinum.

 32. Babu: Bæði betra. Annars vantar nú alveg brazzabikíníbeibin á Anfield…StjániBlái: Árið 2022 verða 40 ár frá HM á Spáni, þannig að rólegur með “alveg strax”. Hérna áður fyrr skiptust Evrópa og S-Ameríka á að halda þetta en nú hafa alls kyns skrýtnar þjóðir komið inn í dæmið. Tek það fram að mér finnst Qatar dæmið mun skrýtnara og undarlegra heldur en Rússland.

 33. Held að fæstir séu mikið að gagnrýna það að Rússland haldi HM, alveg land í það, bæði hvað varðar stærð og hefð í boltanum. En Qatar er alveg út úr kortinu og sérstaklega á þessum árstíma.Mútulykt af því og þeir eru ekki einu sinni að reyna að fela það, svei mér þá.

 34. Aðalgagnrýnin er auðvitað sú að þeir kusu löndin tvö sem komu verst út úr reviewinu hjá nefndunum. Tvö boð fengu 100% og það voru England 2018 og USA 2022. Rússar komu verst út úr 2018 og Qatar 2022. Það að besta boðið hafi bara fengið 2 atkvæði er auðvitað bara rugl og FIFA sýnir sig í réttu ljósi.

 35. Þetta HM val er bara grín og mútur, hversu mikið af fólki vilja fara til Rússlands og Qatar til að horfa á HM

Liðið komið – Pacheco og Shelvey byrja

Slúður – stutt í janúargluggann