Opinn þráður – El Clasico

Horfðu ekki örugglega allir á sjónvarpið í kvöld?

Guardiola er búinn að stýra Barcelona í tæp tvö og hálft tímabil núna. Ég held ég geti óhræddur lýst því yfir að Barcelona hefur á þeim tíma leikið bestu knattspyrnu sem ég hef á ævinni séð. Punktur.

92 Comments

 1. Fótboltinn hjá Barca í kvöld var eins og þessi síða: framúrskarandi.

 2. Þetta var bara eitthvað miklu meira en fótbolti eins og maður þekkir hann. Það er bara mikill heiður að fá að sjá svona knattspyrnu og ég þakka fyrir mig.

 3. Vá. Frábært lið þarna á ferð og þá er ég ekki að tala um RM 🙂

  Djö… væri nú gaman ef okkar menn í rauðu spiluðu svona bolta, en miðað við síðasta leik þá er spilamennskan öll að koma til.

  ÁFRAM LIVERPOOL

 4. Tek undir þetta, fullkomið lið í alla staði. Sé ekki hvernig það á að vera hægt að gera þetta lið betra þegar það er í þessum gír!

 5. Fín tilbreyting að sjá alvöru fótbolta eftir að hafa þurft að þola leiki Liverpool undanfarna mánuði.
  Þvílíkur unaður að horfa á þetta Barcelona spila. Þeir gera knattspyrnuna svo sannarlega að list!

 6. þessar póstulínsdúkkur hjá real gátu ekki rass á móti besta knattspyrnuliði í heimi !

 7. Gjööööðveikur leikur að hálfu Barcelona manna, því miður fyrir vin okkar Móra þá gat Real bara ekki skít í þetta ógnarsterka lið… jú nema sparka í lappirnar á þeim og reina meiða! – eins íþróttamannslegt og það hljómar nú EKKI 🙂

  Sætur sigur og Barca átti þetta svo sannarlega skilið

  5 stjörnur af 5 mögulegum fyrir fallegan og skemmtielgan fótbolta…

 8. „Fótboltinn hjá Barca í kvöld var eins og þessi síða: framúrskarandi.“

  Ég þakka hrósið en ef við værum jafn einstakir pennar og Barca er einstakt lið þá væri ég byrjaður að æfa þakkarræðuna fyrir næstu Pulitzer-verðlaun. 🙂

  Knattspyrnan sem við urðum vitni að í kvöld er ekki á færi margra. Jafnvel þótt allt gengi upp hjá félagi er ekkert víst að það gæti náð að spila svona bolta. Real voru ekki lélegir í kvöld og þetta var ekki Mourinho að kenna – þeir gátu einfaldlega ekkert gert við þessu. Barcelona, þegar þeir eiga góða leiki, eru einfaldlega á öðru plani en önnur fótboltalið í heiminum í dag. Eina liðið sem getur stoppað þá í vetur eru þeir sjálfir. Þannig er það bara.

 9. Þetta lið er bara ekki hægt! Þvíííílíkir yfirburðir á dýrasta liði heims! Gladdi mig svooooo að sjá Ronaldo með tárin í augunum í 70min..!

 10. Heyrst hefur að Roy Hodgson var á meðal áhorfenda á þessum leik og hafi litist svo asskoti vel á heimamenn að hann hyggst innleiða þessa spilamennsku í Liverpool-borg!

 11. Ég er ekki hissa á því að Fabregas sé enn í London, hvernig ætti hann að komast í þetta lið?

 12. Þetta er án efa besta og flottasta fótbolta lið sögunar, fyrir utan gullaldar lið Liverpool að sjálfsögðu:)

 13. Þetta hefði farið svo á allt annan veg ef að Valdés hefði réttilega verið rekinn útaf og Ronaldo hefði minnkað muninn í 2-1 með vítaspyrnunni.

 14. Til nr. 13…þetta hefði farið öðruvísi ef Carvalio hefði fengið réttilega rautt fyrir að taka hann með hendinni + það að vera aftasti maður, spurning? Það er ekkert hægt að segja svona, það átti ekki einn maður í Real séns í Barcelona, þeir spiluðu á alsoddi og sýndu okkur í kvöld hvað alvöru fótbolti er (fyrir utan að henda sér niður, sem er skammarlegt)!

  Ekkert nema SNILD! Eins og ÓliPrik segir ,,þetta lið er bara ekki hægt!”

 15. Total Football hjá Barca í kvöld – Knattspyrna í sinni fallegustu mynd! Frábær auglýsing fyrir knattspyrnuna í kvöld. Það ætti að gefa þennan leik út sem kennsluefni fyrir alla sem vilja læra hvernig á að spila hinn einfalda leik sem við köllum knattspyrnu. Eitt er víst að Mourinho mun liggja yfir þessum leik en hér er hans álit á leiknum:
  Mourinho: “I have never been beaten 5-0 before. But it’s easy to take because we deserved it. We played very badly. They were fantastic”

  Ég vildi óska að LFC spilaði eitthvað í líkingu við þann stíl sem Cruyff kom með til Bacelona og Guardiola er búinn að mastera með leikmönnum sínum! Bravo Barca!!!

  YNWA

 16. nr 13 HAhahahaha. þetta var jú vissulega víti að mínu mati en rautt spjald var þetta aldrei !! Ronaldo er að hlaupa frá markinu og nær að sparka bolltanum í átt að hliðarlínunni ALDREI spjald ! en já rétt þá er þá hefði þetta kannski farið á annan veg semsagt 5-1. Ronaldo tók samt víti í El classico í fyrra og klúðraði því

 17. Það er bara eitt lið sem getur stöðvað Barca í svona ham… og það er Stoke! 🙂 (Myndu spila trukka-skallatennis á móti þeim).

  Að þetta lið sem var fyrir “alveg ágætt” hafi bætt David Villa við er bara svindl! Þá er ég ekki einu sinni búinn að nefna Macherano sem líklega skemmti sér vel á bekknum.

  5-0 og það eru tölur sem fegra leikinn fyrir Real.

 18. Það slæma við þennan leik er að núna verða allir leikir Liverpool það leiðinlegasta sem maður hefur séð. Það er ekki einu sinni hægt að bera þennan leik saman við einn einasta leik Liverpool manna í 2-3 ár! Nema þá að við erum að bera Liverpool saman við Madrid.

  • Það er ekki einu sinni hægt að bera þennan leik saman við einn einasta leik Liverpool manna í 2-3 ár!

  Er mikið meira en 2-3 ár síðan við unnum Real Madríd 4-0 og 5-0 samanlagt? 🙂

 19. Samt, miðað við hvernig Barcelona spilaði. 67% með boltann og Real áttu ekki skot á mark í seinni hálfleik. Þá er 4-0 leikurinn ekki samanburðarhæfur að mínu mati.

 20. Ég bjóst nú ekki við því menn myndu taka þessu hrósi mínu svona literally, ég meinti nú ekki að þessi síða væri holdgervingur knattspyrnuliðs Barcelona á ritformi, en góð er hún samt 🙂

 21. Ég er farinn að efast um að það sé hægt að ná boltanum af Xavi

 22. Ætla að kaupa DVD diskinn af þessum leik. Hef aldrei á ævinni séð lið leika aðra eins knattspyrnu, nema nátturlega í FIFA en varla :D. Messi þessi drengur er ekkert grín.

 23. Stórkostlegt knattspyrnulið og æðisleg knattspyrna sem boðið er upp á hjá þeim. 2:0 markið kom eftir 22 sendingar … þetta er ótrúlegt lið! Og þó svo að ég hafi ekki séð það, þá finnst mér það vera merki um lélega sjálfsímynd og þjálfun þegar Sergio Ramos sparkar niður Messi og fær rautt og hrindir Puyol í leiðinni niður… svona atriði eiga ekki að sjást í fótbolta.

  Spurning hvort umræðan um viljandi rauðu spjöldin hafi eitthvað haft að segja…? Neh, varla… þetta voru bara sanngjarnir yfirburðir og sanngjörn úrslit!

 24. Fannst ykkur ekkert pirrandi Guardiola, í stöðunni 2-0, heldur boltanum frá Ronaldo og kastaði honum svo frá sér þegar hann nálgaðist? Fannst þetta eitthvað svo ömurlegt og úr takti við snilldina sem þarna var í gangi.

 25. Já fótboltinn gerist vart betri en sá sem Barca sýndi okkur í gær. Maður varfarinn að vorkenna leikmönnum Real. Messi er án efa sá besti í dag , ótrúleg boltatækni á fullri ferð. Það er eins og boltinn sé límur við tærnar á gæjanum !

 26. Boltinn sem Barca bauð upp á í þessum leik er ástæða þess að fótboltamenn á Spáni borga ekki nema listamannaskatt … Svona sýningu á að verðlauna fyrir !!!

 27. Ég varð fyrir sjónrænni fullnægingu við að sjá þennan leik.

 28. Nr. 29: Jú, það var leiðindaatvik, og kannski það eina slæma sem hægt er að segja um Barcelona (og virðist frekar landlægt á Spáni og á alveg eins við Real M.) að kúltúrinn getur orðið svolítið leiðinlegur, reynt mikið að fiska brot og tuðað í dómaranum. En það er líka það eina sem mögulegt er að kvarta yfir, að öðru leyti er þetta fullkomið fótboltalið.

 29. Ég sé bara eitt lið sigra þetta Barca lið þegar það er í svona ham og það er okkar lið á góðum degi;)

 30. Vona að Carragher fái skjótan bata, Kyrgiakos fær þá sénsinn, reikna ég allavega með, og hugsanlegt að ef við fáum horn eigum við séns á að skora!
  Þetta er mikið högg á liðið en þetta gæti mögulega haft góð áhrif, allavega vonar maður það.

  YNWA – Jamie Carragher!

 31. Já og Mascherano átti náttlega stórleik í gær ….

  Eins og honum lá á að fara þessum “bjána”. Skoðaði statið á honum í morgun á soccernet. Barsa hefur spilað 13 leiki, hann hefur byrjað 4 leiki af því. Greinilega gott á bekknum hjá honum karlinum. Meira hvað honum lá á að fara blessuðum.

  P.s. Sakna hans ekki.

 32. Carra hefur aldrei verið í sérstöku uppáhaldi hjá mér (lesist: mér finnst hann ekkert sérstakur knattspyrnumaður en mikilvægur liðinu sem leiðtogi).
  Hinsvegar hef ég töluverðar áhyggjur af því ef Skrtl og Kyriakos verði miðvarðaparið næstu tvo mánuði, báðir frekar hægir og keimlíkir leikmenn.

  Gengur líkalega ágætlega upp á móti Villa en á móti hröðum liðum verður þetta erfitt, er vitað hvort að það sé langt í Agger?

  Væri líka gaman að sjá kelly í miðverðinum sem er hans staða (eða wilson).

 33. Ætli Skrtel og Kyriagos verði ekki aðalparið núna. Wilson fær vonandi einhvern sjéns og e.t.v. síðan Kelly líka. Agger er náttlega alltaf meiddur þannig að ekki er hægt að stóla á hann. Spurning bara hvort þeir tveir Skrtel og Kyriagos nái að tala saman …. eða skilja hvorn annann. Ekki þar fyrir að það er ekki sjens að skilja enskuna hans Carragers svosem nema með texta ….

 34. “Real voru ekki lélegir í kvöld og þetta var ekki Mourinho að kenna”

  Verð að vera ósammála Kristjáni Atla með þetta. Ekki misskilja, Barcelona voru ótrúlegir og Guardiola veit augljóslega hvað hann er að gera, þeir eru bestir í heimi í augnablikinu. En Real voru hræðilegir, vörðust illa, Marcelo átti versta leik ferilsins og Özil var sömuleiðis afleitur. Mourinho ákvað að spila með vörnina hátt uppi, og ef þú vilt gera einhverjar gloríur á Nou Camp þá ertu einfaldlega að bjóða hættunni heim með slíkri taktík, Barca opna slíkar varnir uppá gátt.

  Ég bið menn að missa sig samt ekki í Barca-hype. Fer að minna á 2008. Og áður en down-votein á mig byrja, þá má athuga að ég er ekkert sérstakur Mourinho eða Madrid aðdáandi, þeirra innkaupastefna er lítt skárri en hjá liðum eins og Chelsea eða Man City, og slíkt sugar-daddy skipulag er eitthvað sem ég myndi ekki vilja í minn klúbb. Maður fær bara smá kjánahroll þegar menn segja að enginn geti stoppað þetta Barcelona lið þegar þeir töpuðu gegn Hercules um daginn, og að Mourinho hefði ekkert getað gert né leikmenn andstæðinganna. Barcelona eru á meðal bestu liða ef ekki besta lið heims, en andstæðingurinn spilar líka eins og maður leyfir honum, sjá leiki Inter í fyrra gegn Barca, þar sem þeir unnu fyrri leikinn 2-0 og vörðust svo í 90 min á Nou Camp, varla með neitt ball possesion en fengu aðeins eitt mark á sig.

  Það þarf ekki alltaf að detta í öfgarnar, menn eru eins og uppvakningar þegar Barcelona dáleiðslan byrjar. Ef einhver bendir á einhver leiðindi hjá börsungum í gær þá er hann nánast vote-aður niður í skítinn, eins og sá sem benti á atvikið milli Guardiola og Ronaldo í gær. Það hjálpar líka alveg að halda sér hlutlausum þessu clasico stríði þegar bæði lið eru með menn sem dýfa sér hægri vinstri. Ronaldo er þekktur fyrir þetta, Busquets hjá Barca er skítakarakter eins og hann sýndi í fyrra og Messi er verri í þessum málum en menn halda, enda henti hann sér niður eins og hann hefði verið skotin þegar hann var uppí hnakkanum á Carvalho fíflinu í gær.

  Já það eru skítakarakter í báðum liðum, líka Barca. Látið niður-þumlunina hefjast.

 35. snilldar komment af bbc vefnum
  “If you get to watch this game ever, have a look at 24:14. Andres Iniesta’s touch is heavy and the ball goes out of play.”

 36. Þetta Barcelona lið hlýtur að vera eitt af bestu liðum sögunnar, ótrúlegt að sjá þá í gær með sínar 600 og eitthvað sendingar og rétt tæp 90% af þeim hittu samherja, vonaði að leikurinn myndi aldrei enda þvílík var skemmtunin.

  Fór strax að hugsa eftir þennan leik í gær hvort það væri nokkur raunhæfur möguleiki á því að okkar menn þyrftu nokkuð að mæta þessu liði í vetur, eftir stutta stund komst ég að því að svo er ekki og andaði svo sannarlega léttar. Þó Houiller og Benitez hafi báðir slegið Barca út úr evrópukeppni þá væri bara of pínlegt að horfa á Hodgson reina það held ég.

 37. Þetta var ansi átakanlegt hjá Real og ég tek undir með MGS#41, Real lagði þetta kolvitlaust upp. Fyrir það fyrsta spiluðu þeir mjöööög hátt með öftustu línu þar sem þeir voru oftar en ekki 5 manns, svo náðu Börsungar að draga menn sundur og saman út úr þeirri línu. Síðan náðu þeir engan veginn að pressa boltamanninn, sem var yfirleitt 10-15 metra frá þessari öftustu línu, hann hafði oftast fjölda sendingarmöguleika (vegna hreyfanleika liðsins og óhreyfanleika Madrídinga) og þeir gátu auðveldlega tekið mjög góðar úrslitasendingar.

  Það sem gerði svo endanlega útslagið og gerði þetta að stórtapi en ekki tapi var að flestir leikmenn Real áttu mjög slæman dag. Ramos og Marcelo, Alonso, Özil, Di Maria, Benzema og Ronaldo sáust ekki/réðu engan veginn við hraða Barcelona. Casillas var nú samt sennilega lélegasti leikmaðurinn þeirra, alltaf þegar hann fékk boltan dúndraði hann honum beint á Börsunga og sóknin hélt áfram. Eini séns Real hefði verið að halda boltanum og reyna að opna á pressuvörn Barca og falla svo djúpt aftur og loka svæðum á villi varnar og marks.

 38. Carra frá til loka febrúar, nú verður gaman að sjá hvort einhver af ungu strákunum fái sénsinn.

 39. Það góðar fréttir berast af Joe Cole sem er tilbúinn í næsta leik og svo er Gerrard væntanlegur í leikinn á móti Newcastle.

  Daniel Agger er svo væntanlegur fyrir jólatörnina sem betur fer enda þurfum við virkilega á honum að halda núna.

  Hérna er viðtal við lækni Liverpool liðsins.
  En góðar fréttir berast af Joe Cole sem er tilbúinn í næsta leik og svo er Gerrard væntanlegur í leikinn á móti Newcastle.

  Daniel Agger er svo væntanlegur fyrir jólatörnina sem betur fer enda þurfum við virkilega á honum að halda núna.

  Hérna er viðtal við lækni Liverpool liðsins.
  En góðar fréttir berast af Joe Cole sem er tilbúinn í næsta leik og svo er Gerrard væntanlegur í leikinn á móti Newcastle.
  http://www.liverpoolfc.tv/news/latest-news/gerrard-set-for-toon-return

  Daniel Agger er svo væntanlegur fyrir jólatörnina sem betur fer enda þurfum við virkilega á honum að halda núna.

  Hérna er viðtal við lækni Liverpool liðsins.
  http://www.liverpoolfc.tv/news/latest-news/brukner-explains-surgery-decision

  http://www.liverpoolfc.tv/news/latest-news/brukner-explains-surgery-decision

 40. Vá þetta fór í frekar mikið rugl hjá mér, en ætti samt að komast til skila.

 41. Þvílíkt augnakonfekt þessi leikur !
  Mig langar að benda á eitt atriði sem gerir þessa frammistöðu enn merkilegri:

  8 af 11 byrjunarliðsmönnum Barca í gær eru uppaldir/komu upp í gegnum akademíuna hjá þeim (Valdes, Pique, Puyol, Iniesta, Xavi, Busquets, Messi, Pedro). Aðeins Abidal, Alves og David Villa eru ekki uppaldir Barca menn. Svo komu Bojan og Jeffren inn á sem varamenn (báðir uppaldir).

  1 af 11 byrjunarliðsmönnum Real eru uppaldir þar – Iker Casillas. Restin var keypt – Flestir fyrir fáránlegar upphæðir!

  Endilega leiðréttið mig ef þetta er ekki 100% rétt hjá mér en það er klárt mál að mínu mati að þetta atriði hefur áhrif á frammistöðu og mótiveringu leikmanna í svona Rival leik.

 42. Tvær vikur í Agger er talað um. Svo er bara að vona að hann haldist heill í meira en eina viku. Hann er að mínu mati okkar besti miðvörður þegar hann er í formi.

  En burtséð frá því hvað mönnum finnst um Carragher, eru þetta ömurleg tíðindi. Hann er óumdeilanlega leiðtoginn í vörn Liverpool, öskrandi allan leikinn og færi með hausinn á undan í tæklingu ef þess þyrfti. Á erfitt með að sjá Skrtel eða Herkúles í því hlutverki, þá frekar Agger.

  Á fastlega von á því að Roy fjárfesti í miðverði í janúar. Verður áhugavert að sjá hvort hann fái peninga í það.

 43. Alveg er þetta dæmigert. Núna fer allur janúarglugginn í að finna einhverja skammtímalausn í miðvörðinn sem verður til þess að það “gleymist” að kaupa framherja í 3-4 glugganum í röð.

  Miðverðirnir okkar hafa verið langt frá því að vera sannfærandi í vetur.
  Finnst Skrtel og Carra hafa verið að gefa vel eftir og síðan er Agger meira og minna á börunum.
  Þá hefur Kyrgiakos verið okkar skársti maður þarna í vörninni og nú er óskandi að Wilson sé klár í slaginn!

 44. Er einhver leið til að sjá leikinn án þess að panta hann á DVD? Ég er ekki með neinar fótboltastöðvar eða neitt þannig, bara netið? Hjálp?

 45. kyrkiagos leysir þetta og svo má alveg henda mr. Wilson í djúpu laugina. Óþarfi eð eyða pening þegar efni sitja á bekknum

 46. Opinn þráður:
  Hvernig lýst kop-mönnum á FA bikardráttinn? Ég sé þetta svona; ef menn ætla að taka dolluna, þurfa þeir að sigra þá bestu (þetta virkar í báðar áttir).

  Leikurinn í janúar á OT og vonandi fáum við að sjá gæðaknattspyrnu frá báðum liðum.

 47. Hodgson told Liverpoolfc.tv: “Martin Kelly and Danny Wilson will start against Steaua Bucharest and it’s a great opportunity for them to stake a claim to be in the first team. Aurelio og Kyrgiakos byrja líklega með þeim í vörninni.

  Torres verður hvíldur og sjálfsagt einhverjir fleiri.

  “It means on paper I’m taking a weakened team, but I believe people like Joe Cole, Ryan Babel, Milan Jovanovic, Danny Wilson, Christian Poulsen and Jonjo Shelvey are more than capable of doing a good job for Liverpool Football Club.”

  Dani Pacheco is also expected to feature in Bucharest, where a point would ensure we progress to the knockout stages.

 48. 1) Á facebook eru einhverjir Tottenham gaurar að drulla yfir SG fyrir að segja að Joe Cole sé betri en Messi. Legg til að lagið “Allir eru að fá sér” verði nýtt í “Joe Cole er betri en Messi”…just to annoy people….

  2) Ég get ekki orða bundist yfir því að hér skuli ekki vera kominn STÓR færsla um yfirvofandi Carra-leysi næstu 3 mánuði með ítarlegri greiningu á hver á að leysa hann af….þó svo að ég skilji að menn velji að velta sér upp úr óförum knattspyrnustjóra málaliða Francos heitins.

 49. til að svara #49.

  Arbeloa er uppalinn Madrídingur en fór snemma til Deportivo og svo Liverpool áður en hann sneri aftur til Real í fyrra

 50. @53,
  Það eru komnar nokkrar útgáfur af leiknum á Torrent síðurnar.
  Svo er það spurning hvort þú vilt, hva rúmneskt tal eða spænskt….
  Leysir málið í bili.

 51. Háværar raddir segja að viðræður við Keisuke Honda séu komnar langt á leið!
  Svakalega skemmtilegur leikmaður.

 52. Hvaða bull er það að Liverpool vanti miðvörð þó vo Carra sé frá í 3 mánuði? erum líklega best settir í þessari stöðu á vellinum. Er ekki Skrtel, Kyrgiakos, Agger, Wilon og Kelly nóg eða??? Vil ekki sjá neina penigaeyðslu í miðvörð nema að Liverpool hefði sirka 300 milljónir punda til þess að eyða. Eigum við ekki að byrja á að kaupa 2 kantmenn, 1-2 framherja og ef á að fara styrkja vörnina þá héldi ég nú að gáfulegra væri að kaupa nýjan vinstri bakvörð….

 53. Daniel Ayala kemur líka úr láni 1. janúar. Voru nýju eigendurnir ekki að tala um að byggja liðið upp á ungum leikmönnum? Kelly, Wilson og Ayala ættu að passa ágætlega inn í þau áform. Vonandi að félagið geri einhver skynsamlegri kaup í janúar en að kaupa áttunda miðvörðinn.

 54. jæja gaman að sjá Joe cole skora einhver á móti man utd. veit að þetta er rugl en samt fyndiðhttp://www.mbl.is/mm/enski/frettir/2010/11/30/west_ham_man_utd_3_0_arsenal_wigan_1_0/

 55. Nú er staðan 3-0 í leik West Ham og man utd. í deildarbikarnum þegar hálftími er eftir. Ef West Ham geta unnið united í bikarkeppni, þá getum við það líka.

 56. Smá gullmoli af goal.com:

  76′
  Wayne Veysey brings us up to date with the latest from Upton Park: ‘Fergie, what’s the score?’ and ‘There’s only one Carlos Tevez’ crow the West Ham fans. The home side are almost toying with their gilded visitors and Sir Alex is looking the grumpiest Santa’s helper ever to step off a sledge

 57. Þetta hefur ekkert að gera með el clasico en það lítur út fyrir að byrjunarlið Liverpool sé nokkuð klárt fyrir leikinn í Bucharest: http://www.liverpoolfc.tv/news/latest-news/torres-out-but-scot-starts

  Tvær tilvitnanir úr greininni:

  “Martin Kelly and Danny Wilson will start against Steaua Bucharest…”
  “…I believe people like Joe Cole, Ryan Babel, Milan Jovanovic, Danny Wilson, Christian Poulsen and Jonjo Shelvey are more than capable of doing a good job for Liverpool Football Club.”

 58. Athyglisvert að Wenger virðist vera alveg að verða fjólublár af stressi vegna titlaleysis.

  Nú segist hann bara leggja mikla áherslu á deildarbikarinn og vill vinna þá keppni. Veit ekki hvort það rói mannskapinn þarna nokkuð en það virðis nú vera að styttast í að þolimæðin sé á þrotum í norður London.

 59. Ef Hodgson eyðir krónu í miðvörð í janúar þá mun ég persónulega fljúga út og reka hann.

 60. Held það sé ágætis reynsla fyrir menn að vinna deildarbikarinn og Wenger hefði átt að gera það fyrir löngu. Held að sigur í deildarbikarnum hafi t.d. verið ákveðinn undanfari United-liðsins með Ronaldo og félögum.

 61. Ef að Muriniho varð ekki fyrir niðurlægingu úr þessum leik, þá er niðurlæging ekki til 😉

 62. Ég veit að menn eru e-h á móti því að fá Rijkaard til þess að taka við liðinu. Ég veit þannig séð mjög lítið um hann en því sem ég kem næst (wikipedia) þá er þetta maðurinn sem gerði Barcelona að mjög skemmtilegu liði og að miklu leyti skapaði þennan kjarna sem er í liðinu í dag.

  Liðið hampaði sínum fyrsta spænska meistaratitli síðan 98/99 undir hans stjórn og gerði þá einnig að Evrópumeisturum en það hafði ekki gerst síðan 1992. Hans fyrsta super-signing var Ronaldinho, sem að mínu mati er einn sá besti frá upphafi og þá sérstaklega þegar hann spilaði fyrir Barcelona. Hann gaf leikmönnum eins og Puyol, Xavi og Valdes aukið hlutverk í liðinu og ábyrgð sem þeir höfðu ekki axlað áður þar sem þeir höfðu ekki verið byrjunarliðsmenn fram að því að hann tók við og það hefur heldur betur borgað sig. Andrés Iniesta var einnig bara lítið nafn í stórum klúbbi þegar hann tók við og hann gaf honum sénsinn. Eins og allir vita þá er Iniesta einn albesti leikmaður heims í dag. Hann keypti einnig lítið þekktan striker frá Mallorca sem heitir Samuel Etoo og átti hann heldur betur eftir að standa sig undir hans stjórn.

  Það sem er merkilegast að mínu mati við störf hans hjá Barcelona er það að árið 2004 kom hann öllum að óvörum og setti 17 ára pilt í byrjunarliðið hjá Barcelona. Hann hafði trú á því að þessi drengur gæti orðið stórstjarna og fór því þá leið að henda honum beint í djúpu laugina. Þessi drengur heitir Lionel Messi og það þarf ekkert að kynna neinum hérna fyrir honum.
  Þetta hefur Messi sagt um Rijkaard.
  Messi said about his ex-coach Rijkaard: “I’ll never forget the fact that he launched my career, that he had confidence in me while I was only sixteen or seventeen.”

  Rijkaard hefur einnig verið gjarn á það að gefa fleiri ungum sénsinn sem hefur stundum borgað sig. T.d Bojan, Pedro og fleiri.

  Eins og þið kannski lesið úr þessari wikipedia þýðingu hjá mér þá á Frank Rijkaard mjög stóran hluta í velgengni Barcelona í dag. Hans tími leið á lok sem stjóri Barcelona eins og gengur og gerist í boltanum en Pep Guardiola tók við ansi góðu búi þegar hann tók við liðinu. Ekki það að ég sé að taka e-h af Guardiola þar sem hann er frábær stjóri, augljóslega.

  Persónulega væri ég alveg til í að fá þennan mann til að stýra Liverpool. Hann er á besta aldri og er með gott track record sem stjóri. Hann er mikill sigurvegari, bæði sem leikmaður og stjóri, hjá stórum og sögufrægum klúbbi og veit hvað þarf til þess að vinna. Hann tók Barca upp úr ákveðinni lægð sem hafði verið hjá klúbbnum í smá tíma og var snjall á leikmannamarkaðinum í bland við það að gefa ungviðinum tækifæri.

  Ég vona að hann komi til Liverpool en það má vel vera að það séu ekki allir sammála mér.

 63. GHG, ég gef þér thumb up fyrir þessa færslu. Persónulega sé ég ekkert að því að losa okkur við RH og setja þennan mann inn….áherslurnar eru allt aðrar og jafnvel sókndjarfar, JAFNVEL!

  FH inn og RH ÚT!

  YNWA – Pacheco FTW!

 64. Það er augljóslega ekki forgangsatriði að kaupa miðvörð, en það er að mínu mati ljóst að það þarf að taka til í þessari stöðu áður en langt um líður. Carra er að eldast og fer að verða frábær sem gaurinn sem spilar ekki alla leiki en er frábær sem þriðji kostur (og auk þess mikilvægur utan vallar), Skrtel er ekki nógu áreiðanlegur og Agger er að verða næsti Aurelio, góður leikmaður og sá besti í sinni stöðu hjá Liverpool en of mikið meiddur.

 65. @GHG. Ég er mjög sammála þér og ég vona að Rijkaard verði stjórinn hjá LFC í mjög náinni framtíð. Ég er enginn sérfræðingur, en eftir því sem ég best veit þá var það Rijkaard sem gerði Barca svona rosalega vel spilandi og skemmtilega, en það má ekki taka það af Guardiola að hann innleiddi það í Barcelona að pressa svakalega hátt og vel. Eins og sást í el clasico þá var það það sem gjörsamlega gerði útslagið. Í hvert skipti sem Madrid fékk boltann þá voru komnir 2-3 Börsungar í kringum leikmanninn sem gerði það að verkum að Madrid missti boltann.

 66. 78 Gerrard

  Ég velti því fyrir mér hvort þú hafir lesið alla fréttina en ekki bara fyrirsögnina?

  According to the Mail on Sunday, Arsenal will launch a £10 million bid for the Liverpool and Manchester United target, but Bolton manager Owen Coyle has slapped a £25 million price-tag on his prized asset.

 67. Hvernig er það á ekkert að fara detta inn upphitun fyrir morgundaginn? Djöfull er maður farinn að verða kröfuharður!

 68. Biggi, góður.

  Skelltu bara upphitun hérna í spjallkerfið sjálfur 🙂

 69. Ég vona að Rijkaard komi sem fyrst til Liverpool.

  En ég vona meira (það er þó ekki að fara að gerast) að Felix Magath komi til Liverpool. Það er fáránlega svalur gæi sem er í smá vandræðum með lið sitt þessa dagana og gæti orðið á lausu fljótlega.

  Hér er svo hlekkur á frétt á þýzku ef menn eru í stuði

  http://fussball.zdf.de/ZDFsport/inhalt/15/0,5676,8159855,00.html?dr=1

  en það stendur fátt merkilegt í henni. Bara að sagan segi að það eigi að reka hann.

 70. Upphitunin er á leiðinni. Babú er að vinna að einum af sínum legendary Evrópuupphitunum, gefum honum tíma til að borða kvöldmat og svo dembir hann þessu á okkur. 🙂

 71. Maður er orðinn spenntur á að fá upphitanirnar fyrir hvern leik, þetta er svo frábærlega sett upp og fræðslan er alveg gríðarleg!
  Hlakkar til að sjá hvernig þetta verður sett upp í upphitun og fá upplýsingar um Steaua. Skóflaðu í þig maður!

 72. Ég er svolítið hissa á þessari Riijkard “dýrkun” hjá sumum. Ég vil, eins og svo margir aðrir, losna við RH sem fyrst – en ef það verður ekki Daglish sem tekur við til bráðabirgða þá vil ég að menn séu í alvöru búnir að vega og meta þá kosti sem eru þarna úti og sá stjóri sem verður fyrir valinu (og fær þá peninga og tíma sem þarf til að koma okkur í hóp þeirra bestu aftur) sé actually betri kostur en RH. Ekki bara skipta til að skipta…

  Riijkard hefur þjálfað þrjú félagslið:

  Sparta Rotterdam 2001 – 2002:

  Liðið féll í fyrsta sinn í sögu sinni undir stjórn hans.

  Barcelona 2003-2008:

  Allir vita hvernig tími hans hjá Barca var – vann deildina og CL og fær hann kredit fyrir það. Aftur á móti er ekki hægt að horfa framhjá þeirri staðreynd að hann tók við liði þar sem: Puyol, Xavi & Iniesta voru nú þegar að spila. Ásamt því að hafa keypt Ronaldinho sem annan kost þegar Beckham valdi RM í stað Barca. Liðið sem hann tók við var með uþb 50% af því byrjunarliðið er spilar með Barca í dag. Ég leyfi mér að segja sem svo að það hefði verið nokkuð erfitt að vinna ekkert með þann hóp.

  Galatasaray 2009-2010: Var rekinn eftir hörmulegt gengi í deild og evrópud.

  Sem sagt, þjálfara ferill Riijkard er langt langt langt frá því að vera eins glæstur og ferill hans sem leikmaður. Hann hefur aldrei verið í uppbyggingarstarfi og valdið miklum vonbrigðum í meiri hluta starfa sinna (2/3 hið minnsta).

  Ég sé ekkert í CV-inu hjá Riijkard sem ég er spenntur fyrir, þvert á móti.

 73. Er ekki leikur á morgun? hvar er upphitunin 😉
  Er orðinn þreyttur á prófalestri og vantar einhvað krassandi… 😉

Tottenham 2 – Liverpool 1

FC Steaua á morgun í Búkarest.