Byrjunarliðið komið

Lucas inn fyrir Poulsen og við erum að spila 4-4-2.

Reina

Johnson – Carragher – Skrtel – Konchesky

Kuyt – Meireles – Lucas- Maxi

Torres – N´Gog

Bekkur: Jones, Cole Shelvey, Kyrgiakos, Aurelio, Babel, Poulsen, Jovanovic.

Það er klárlega verið að færa liðið framar á völlinn og ég er sáttur við uppleggið, eina spurningin væri að setja Cole fyrir aftan Torres og vera með einn uppi á topp, en við verðum að gleðjast yfir því þegar Hodgson er “positive” í uppstillingunni.

Uppfært

Af einhverjum ástæðum er Joe Cole ekki á bekknum þó hann hafi verið settur þar á official síðunni, Jonjo Shelvey er kominn í stað hans á bekkinn.

KOMA SVO!!!

78 Comments

 1. cole var að snúa sig á ökkla í upphituninni, shelvey komin inn í staðinn!!!
  Meira ruglið alltaf með Cole…eins gott að menn voru ekki að kaupa hann dýrum dómum í sumar.

 2. Hérna er byrjunarliðið hjá spurs, þetta er rosalega sókndjarft og vonandi náum við að nýta okkur þetta.
  Tottenham á örugglega eftir að skora þannig að ég vona að Hodgson komi á óvart og blási bara til sóknar í dag.

  Gomes; Hutton, Gallas, Kaboul, Assou-Ekotto; Lennon, Modric, Palacios, Bale; Van der Vaart; Crouch. SUBS – Cudicini, Bassong, Corluka, Kranjcar, Sandro, Defoe, Pavlyuchenko.

 3. Mikið er ég feginn að sjá hann nota 2 sóknarmenn. Enn það er slæmt að geta ekki notað Cole….

 4. Það er Kewellbragur á Cole – en líst þokkalega á liðið við eigum vel að geta fengið eitthvað út úr þessu miðað við liðið hjá Spurs.

  1-2 Maxi og N’Gog með mörkin.

  Komaso.

 5. Liverpool keypti ekki Joe Cole en borga honum í staðinn virkilega góð laun.

 6. Einmitt Eiríkur, það var það sem ég átti við. Það var eins gott að hann var ekki keyptur til liðsins því þá hefðu mínúturnar sem hann hefur spilað so far verið ansi dýrar

 7. Liverpool manager Roy Hodgson: “Let’s hope we can cause them as many problems as they cause us. He [Joe Cole] would’ve made the 18 but slightly injured his ankle in training [on Saturday]. We decided it was better not to risk him.”

  Af BBC.

 8. Er einhver hér inni sem getur skýrt út fyrir mér, hvað Skrtel hefur gert til að verðskulda sæti í byrjunarliðinu? Eini miðvörðurinn sem á sjens í Crouch í loftinu er á bekknum:-/

 9. Djöfull er ég sammála þér Jói V. Væri flott að hafa Grykkjann þarna í dag.

  KOMA SVO LIVERPOOL !!!!!!!

 10. liðið lítur vel út, en sammála síðustu ræðumönnum. ég vildi sjá grikkjann þarna inni fyrst að vélmennið er í liði spursara…

  GAME ON !

 11. Góð byrjun, Kátur er samt í ruglinu og kemur ekki bolta fyrir.

 12. Kuyt hefur ekki verið í sambandi í dag, hver feilsendingin á fætur annarri

 13. Er maxi að reyna að hlaupa inn í markið með boltann? Djíses bara skjóta.

 14. Maxi og Torres að hnulla uppá bak í staðinn fyrir að klára leikinn nánast… djöfulsins synd!!

 15. vá hvað Taxi er lélegur…. það er löngu ljóst að hann ræður ekki við að sóla markverði, hann ætti nú að vita það og skjóta frekar….

 16. Maxi gerði þetta líka þegar hann var dæmdur rangstæður í byrjun leiksins. Reynir að hlaupa með boltann í markið í stað þess að skjóta. En annars mjög jákvæður fyrri hálfleikur, nú reynir á að falla ekki of aftarlega í seinni hálfleik.

 17. Shit…. Torres og Maxi…. algjört klúður, hefðu getað verið komin 3 mörk…

 18. Miðað við þennan fyrri hálfleik er ég ósáttur að vera ekki 2-0 yfir í hálfleik. Maxi ætti að vera búinn að setja mark og jafnvel Torres líka.

  Vill sjá Liverpool halda áfram sömu spilamennsku í seinni hálfleik. Þeir eru ekki að fara vinna ef Hodgson lætur þá detta tilbaka og reyna halda þessu… !

 19. Rólegir í garð Maxi, þetta er góður leikmaður og er að spila vel, átti að gera betur í markinu, en að dæma hann lélegan vegna þessa er bara rugl. Er þá Torres þá lélegur vegna þess að hann klúðraði sínu færi, held ekki, frekar en Maxi

  IPJ

 20. Veðja á að einhver í okkar liði fái rautt spjald í þessum leik. Þá finnst mér Carragher og Konchesky líkegastir þar sem þeir hafa ekkert í hraðann flestum í Spurs liðinu.

  • Er einhver hér inni sem getur skýrt út fyrir mér, hvað Skrtel hefur gert til að verðskulda sæti í byrjunarliðinu?

  🙂

 21. Ætli Hodgson sé sáttur með þetta og pakki bara í vörn einsog hann gerði gegn West Ham?
  Það yrði nú alveg dæmigert fyrir hann.

 22. Skrtel markamaskína.
  Þetta er frábær leikur hjá okkur og allt annað að sjá liðið

 23. Búinn að vera mjög jákvæður fyrri hálfleikur. Menn eru óhræddir að sækja og eru bara að standa sig þokkalega. Það er helst finnst mér að nokkrar ónákvæmar sendingar séu að fara í taugarnar á mér. Fyrir utan sjálfsögðu þessi tvö dauðafæri í lokin. Fyrir utan þetta klúður hjá Maxi í færinu finnst mér hann búinn að vera mjög frískur í leiknum. Líka sáttur að fá að sjá tána tekna reglulega, mjög fallegt að sjá.

  Nú þarf bara að halda áfram í seinni hálfleik, en þetta er tricky því Tottenham eru búnir að fá þónokkur opin færi í fyrri hálfleik eftir að við höfum verið að sækja stíft – þeir eru fljótir fram.

 24. Er einhver hér inni sem getur skýrt út fyrir mér, hvað Skrtel hefur gert til að verðskulda sæti í byrjunarliðinu?

  Held að hann hafi svarað þessu sjálfur 😉

  Ættum klárlega að vera búnir að skora tvö mörk, en hinsvegar má ekki gleyma því að Tottenham áttu dauðafæri í byrjun leiks þar sem Carra bjargaði frábærlega á línu…
  Liverpool verðskuldar að vera yfir…

 25. viðurkenni það að ég er ekki hrifinn af Taxi sem leikmanni, en ég gef honum það að hann er búinn að vera fínn í fyrri hálfleik hreyfanlegur og klókur… en það fer mjög í taugarnar á mér þegar menn eru að reyna eitthvað sem þeir ráða ekki við, hefði miklu frekar fyrirgefið honum ef hann hefði skotið á markið og klúðrað heldur en að reyna að sóla sem verður seint talin hans sterkasta hlið

  annars fínn fyrri hálfleikur og vonandi heldur Reina Liverpool-búrinu hreinu í 100. skipti 🙂

 26. Þett þumlakerfi hér er orðið eitt stórt djók og gerir þessa síðu verri fyrir vikið.
  Finnst að það ætti að endurskoða þetta eitthvað.

 27. væri til í að sjá Aurelio í stað Konna í v.bakvörðin. er skíthræddur um að hann fái annað gult í seinni

 28. Skithraeddur um ad einhver fai rautt hja okkur, komnir med 3 gul. Synd ad komast ekki i 2-0 en svona er lifid… nu er bara ad klara tetta

 29. Hvað er Torres að hugsa alltaf … hann ætlar alltaf með boltann alla leið í markið!

 30. JÆja…. ætla okkar menn ekkert að fara að skjóta á markið. Ég meina Hilarious Gomes er í markinu!!

 31. Ég held að þeir sem telja Gomes lélegan markmann séu eitthvað að mis…

 32. Með hvaða liði heldur þessi dómari? það er klárt mál að hann stiður Spurs!!!
  Þoli ekki svona kjaftæði!!!! Það er brotið og brotið á Torres og ekkert dæmt, svo má ekki snerta þessar pjöllur þarna þá dæmir hann!

 33. Skrtel óheppinn, ég kenni frekar varnarmönnum um sem Modric stakk af.

 34. Bíddu er í lagi að sparka Torres niður aftan frá?? Ekkert spjald og bara burtu með þig…

 35. Okkur virðist alveg gjörsamlega fyrirmunað að halda boltanum innan liðsins og byggja upp spil !!!

 36. tad var ljost ad tetta yrdi erfitt en ad hafa domarann nanast i hinu lidinu lika er ekki ad gera sig. oll vafaatridi lenda teirra megin. verdur enn saetara ef vid setjum sigurmark

 37. Mig hefur lengi langað til að setjast yfir og rannsaka Martin Atkinson… hvernig honum tekst alltaf að dæma Liverpool í óhag… og ManU í hag, getur ekki verið bara tilviljun.

 38. Alveg furðuleg skipting að taka sóknarmann útaf og setja varnarmann inná.

 39. Ekkert furðulegt við þessa skiptingu… fór ekki Ngog meiddur útaf, besta skiptingin í stöðunni… Aurelio á kantinn, Maxi skipti um Kant og Kuyt fram fyrir Ngog.

 40. Svona er þetta bara, ef okkar menn geta ekki klárað færin sín, þá þýðir ekkert að væla yfir tapi..

 41. Á skalanum 0-10 er Maxi er með 0 í finish og Hodgson með 0 í leikskilning

 42. Er þessi maður ekki með hreðjar!
  Þorðu að setja sóknarmann inná til að reyna jafna eða vinna leikinn jesús kristur.,,

 43. Lélegir og hæfileikalausir kantmenn kostuðu okkur þennan leik, já og Atkins dómari.
  5 gul spjöld á okkur og ekkert á spurs… nú ekki eins og við höfum verið svakalega grófir í þessum leik.
  En vandamálið er að við erum einhæfir, og tottenham var með fljóta kantmenn sem keyrðu bara hratt á þunga vörnina…

 44. Skemmtilegur leikur. Afskaplega súr úrslit. Og dálítið ósanngjörn. Maður leiksins – ATKINSON. Maður er hreinræktaður vitleysingur.

 45. Griðalega svekkjandi og bæði mörk Spurs eftir að leikmaður Spurs snýtti leikmanni/leikmönnum Liverpool á sprettinum.

  P.S. Er ekki kominn tími til að skipta um stjóra?

 46. Hörkuleikur hjá okkar mönnum. Áttu skilið að vinna þennan leik og taktík var í fínu lagi. Mjög svekkjandi en við vorum þó að reyna að vinna þennan leik.

 47. Fari það í grámyglaðar dragúldnar, forljótar, flóbitnar og bólugrafnar húsköngulær. 🙁
  Við getum ekki blautan skít.

  YNWA

 48. tad gjorsamlega fellur ekkert med okkur …sjaldan verid reidari . fengum svo sannarlega faerin i dag en hlutirnir bara ganga ekki upp. otrulegt helvitis fokking fokk ARGGGG

 49. Alls ekkert við Hodgson að sakast í þessum leik. Ekkert óeðlilegt við þessa skiptingu og liðið stóð sig ágætlega í dag svona heilt yfir. Frekar sárt að tapa þessum leik og ég held að jafntefli hefði verið sanngjörn úrslit.

  Það ber líka að ath að við erum að spila á útivelli og leikir síðustu tveggja ára hafa einmitt farið 2 – 1 fyrir Tottenham á þessum velli.

  Með smá heppni hefðum við getað stolið þessum leik en jafntefli hefði þetta átt að vera.

 50. Höfum það alveg á hreinu að Skrtel átti engan valkost en að fara í boltann sem kom fyrir markið…ekkert nema óheppni. Það á frekar að kenna þeim 3 leikmönnum sem Modric fór fram hjá eins og ekkert væri!

  Annars þá skil ég engan vegin hvernig tækling Glen Johnson á Bale var aukaspyrna og gult spjald en tækling Assou Ekotto á Kuyt er ekkert!

  Skemmtilegasti leikur sem ég hef séð í langan tíma þó svo úrslitin séu ömurleg…hefðum átt að klára þennan leik fyrir löngu síðan!

 51. Býst við þumlum niður….

  Djöfull er mikið af snarþroskaheftum þöngulhausum sem skrifa comment á þessa síðu.

  1. Þetta var bráðskemmtilegur leikur.

  2. Skittles var flottur í vörninni og gat lítið gert í því að Carra og Johnson misstu saur í fyrra sogskinnkumarkinu.

  3. Maxi var sennilega, að Meireles utanskildum, sprækasti maður Pool í dag.

  4. Það var óheppni að klára ekki þessi færi

  5. Ef Pool spilar svona það sem eftir er leiktíðar langar mig að hafa Hodgson þjálfara um ókomna tíð.

  Djöfull er það þreytt að lesa comment eftir blábjána sem hafa sennilega bara horft á leikinn með öðru auganu meðan þeir voru að gera heimavinnuna sem sett var fyrir mánudaginn hjá 4. bekk. Röflandi um lélegar skiptingar og lélegt spil.

  Sjálfsagt að röfla um hluti sem meika sens, en að blaðra svona út í bláinn sýnir bara að viðkomandi er með greindartölu undir 80.

  Bitte

Tottenham á morgun

Tottenham 2 – Liverpool 1