Velkomin aftur enska deild!

Eftir leiki dagsins langaði mig aðeins að “fabúlera” pínulítið um augljósar breytingar á ensku deildinni nú í vetur frá því sem verið hefur síðustu ca. 10 – 15 ár. Sú breyting er nefnilega orðin á að nú í vetur er skyndilega komin upp sú staða að það eru fleiri en 2 – 3 góð lið af þeim 20 sem taka þátt í keppninni þetta árið!

Í dag eru búnar 14 umferðir af deildinni og liðið í efsta sæti er komið með 28 stig. Það er einfalt stærðfræðidæmi, semsagt 2/3 árangur mögulegur sem toppliðið býr við.

Með sama áframhaldi vinnst enska deildin á 76 stigum!!!

Ef við rýnum svo enn frekar í efstu 4 liðin þá hefur Chelsea nú þegar tapað 4 leikjum, United bara unnið 1 útileik af 7 og Arsenal búnir að tapa 3 heimaleikjum af 7. Hvaða útgerð er þetta eiginlega???

Ég ákvað því að kíkja aðeins á undanfarin ár, og skoða hvernig þessi stigatala, 76 stig hjá meisturum kemur út í samanburði síðustu ca. 20 ára og með vísun í okkar titla.

Til að stytta söguna þá vannst deildin síðast á slíkum stigafjölda árið 1996 – 1997 þegar United urðu meistarar og Newcastle urðu í 2.sæti. Svipað gekk á næstu tímabil en frá árinu 1999 – 2000 hefur deildin aldrei unnist á minna en 80 stigum og aðeins einu sinni á stigatölu milli 81 og 85 stig. Frá þessu tímabili (1999 – 2000) hefur meistaraliðið hins vegar sex sinnum fengið 90 stig eða meira, mest 95 stig. Það er sigurhlutfall sem er á bilinu 79 – 83% sem er í rauninni með ólíkindum í knattspyrnumóti.

Við urðum síðast meistarar á 79 stigum (segjum ekki hvenær) í 38 leikja móti sem er 69% vinningshlutfall sem var það sama og árið þegar við unnum tvennuna (´86) en þá reyndar í 42ja leikja móti (fengum 88 stig).

Enda var það þannig á gullöldinni okkar að aðeins metárið 1987 – 1988 fór maður inn í helgina fullur sjálfstrausts í alla leiki. Það var ekki þessi staða þá sem hefur verið uppi undanfarin ár að hver tapleikur risaliðs sé stórslys. Við töpuðum alveg hrikalega oft fyrir Leicester og Ipswich þessi árin, reglulega vorum við í ströggli í Norwich og við skulum sem minnst ræða Wimbledon!

Síðustu meistaraleiktíðina töpuðum við 1-4 fyrir Southampton úti og síðan fyrir Coventry (heima) og QPR og Sheffield Wednesday (úti) á 4ra vikna tímabili í október og nóvember.

The point is???

Eftir undanfarin ár þar sem talið var klárt að mest mætti tapa 2 – 3 leikjum allt tímabilið er nú raunin orðin sú að flest allir leikir á útivelli í ensku deildinni eru hunderfiðir og var nú kominn tími til. Birmingham sönnuðu það enn um helgina með sigri sínum á Chelsea sem hefur nú tapað 3 deildarleikjum í röð án þess að skora!

Ekki þarf nema bara horfa á árangur Scum United á útivöllum í vetur, eða líta á árangur Arsenal á Emirates til að sjá að það er að molna úr gullstalli “risaliðanna”, allavega núna á haustmánuðum tímabilsins.

Maður hreinlega horfir á það að ekkert lið er að skera sig úr og alveg er ég sannfærður að draumur er farinn að kvikna í brjóstum Tottenham og City manna um titil, í rifjahólfi Stoke og Sunderland dreymir mönnum um Evrópusæti, jafnvel CL!

Svo er væntanleg breytingin hjá UEFA sem mun banna skuldsetningu í rekstri félaganna og þá er viðbúið að enn dragi saman, mér finnst augljós merki sjást hjá Chelsea að minna er tekið upp úr buddunni þetta tímabilið og jafnvel farið að reka lykilfólk til að draga úr launakostnaði!

Ég er því farinn að vona að kaup NESV á Liverpool hafi orðið á hárréttum tíma. Það var alltaf nær vonlaust að koma inn á markaðinn fyrir 5 árum þegar Chelsea hafði safnað saman ofurliði til að keppa við ofurlið United sem hafði verið sett saman til að setja niður ofurlið Arsenal (sem muniði tapaði ekki leik heilt tímabil), því munurinn á leikmannahópunum var gígantískur.

Í dag finnst manni það bara ekki svo fjarlægt að með góðum innkaupum getum við staðið jafnfætis Arsenal, Chelsea og United.

Allavega miðað við það sem ég hef séð af þeim í vetur.

95 Comments

 1. Ég get ekki sagt annað en þessi pistill lyftir manni á hærra plan, einnig eftir leik helgarinnar hjá okkar mönnum.

  Stöndum með okkar mönnum í blíðu og stríðu!

  YNWA – COME ON REDS!!!

 2. Mjög góður pistill. Þessi deild er gjörbreytt. Ótrúlega opin og engan veginn hægt að gefa sér úrslit fyrirfram. Fyrir nokkrum vikum hélt maður að Chelsea væri í sérflokki. Síðan hafa þeir dottið hressilega niður og allt galopnast. Þetta gefur okkur klárlega von. Þrátt fyrir hrikalega erfiða byrjun erum við ekki ,,nema” 3 stigum frá flottu liði Tottenham og 6 stigum frá eyðsluseggjunum í Man City t.a.m. Það er eiginlega magnað miðað við spilamennsku liðsins. Smá ,,run” hjá okkar mönnum gætu þess vegna skotið okkur uppí topp-pakkann sem væri ansi magnað…

 3. Skemmtilegar staðreyndir, einnig má benda á það að Liverpool hefur tapað aðeins einum fleiri leikjum en topplið Chelsea og Liverpool hefur unnið jafnmarga útileiki og man utd og við höfum tapað 2 færri leikjum á heimavelli en Arsenal. Við erum ekki jafn illa staddir og mörgum finnst, en miðaða við síðustu ár er þetta lélegur árangur, en deildin er opnara, það er ekki lengur hægt að fara á t.d. Reebook og búast við sigri, deildin er einfaldlega orðin jafnari, sem er frábært !

 4. Chelsea hefur reyndar tapað 3 af síðustu 4, þeir sigruðu Fulham heima eftir tap fyrir okkar mönum. En flott grein annars.

 5. held að Liverpool sé með 3. besta árangurinn á heimavelli það sem af er, aftur á mót er árangurinn á útivelli ekkert sérstakur…. Liverpool væri ekkert í svo slæmum málum ef þeir hefðu bara drullast til að klára Blackpool heima…. en já Man Utd og Chelsea hafa ekki verið svona veik á pappírnum í háa herrans tíð, Tottenham og City eru jafnvel með stærri og breiðari leikmannahópa ef eitthvað er

 6. Mér finnst Liverpool bara í mjög góðri stöðu miðað við hversu skítlélegt liðið hefur verið. Ef allt væri eðlilegt þá ættum við að vera 20 stigum frá toppnum. Það er ennþá tími til að “redda” þessu tímabili fyrir horn, en hvort að Hodgson geti gert það verður tíminn að leiða í ljós. Við skulum þó vona að hann sé að minnsta kosti búinn að átta sig á því að leikir vinnast með því að skora fleiri mörk en andstæðingurinn og lykillinn að því er að vera meira í sókn en hitt liðið, þetta eru nú engin geimvísindi.

 7. Það er með úrvalsdeildina, eins og íslenska stjórnmálaumhverfið, að fjórflokkurinn stendur höllum fæti 🙂

 8. Góður pistill. Ég er sammála þessum pælingum, deildin er að jafnast. Að mínu mati myndi ég nefna eftirfarandi lykilástæður:

  01: Evrópuleikir taka sinn toll á toppliðin, bæði Meistaradeildin og Evrópudeildin hjá okkur og Man City. Þannig er það bara.

  02: Deildin er loksins, loksins LOKSINS komin með nýliða sem spila til sigurs. Blackpool hafa skellt okkur á Anfield og fleiri liðum heima og úti, bæði Newcastle og W.B.A. hafa unnið á Emirates-vellinum og ég man bara ekki hvenær það gerðist síðast að öll þrjú nýliðin voru svona öflug.

  03: Önnur lið á borð við Sunderland, Birmingham, Aston Villa og Everton, og auðvitað Tottenham og Man City, eru farin að spila sóknarbolta í flest öllum leikjum líka og það skilar sér í fleiri sigrum.

  Og já, ég er sammála með NESV og kaupin. Ég held að næstu tveir leikmannagluggar séu crucial í að bæta gæðin í liðinu með peningum, eftir það verði að treysta á að eyða því sem klúbburinn skilar í hagnaði eftir að UEFA-reglurnar taka gildi. Sama má segja að gildi um önnur lið, menn segja t.a.m. að þess vegna sé Wenger svona sparsamur á leikmannamarkaði því fyrir vikið sé Arsenal að skila methagnaði ár eftir ár og geti eytt mest allra liða þegar nýju reglurnar taki gildi.

  Þetta er allavega jafnara. Okkar mönnum hefur gengið mjög illa í vetur en hluta af því má rekja til þess að við erum að horfa upp á mjög óútreiknanlega deild. Heimatap gegn Blackpool er ömurleg niðurstaða en aðeins minna ömurleg þegar maður sér Chelsea, Arsenal og Tottenham steinliggja fyrir lakari liðum á heimavelli líka (gegn Sunderland, W.B.A./Newcastle og Wigan).

 9. Mjög fínn pistill og erfitt að mótmæla því sem fram kemur, sem er nokkuð sérstakt vegna þess að ég var líka algjörlega sammála nýlegum pistli undir heitinu Áhugaleysi þar sem kvað við allt annan tón.

  Það sýnir kannski hvað staðan getur verið fljót að breytast, allt í einu eru Chelsea farnir að tapa fyrir “kúkaliðum” á borð við Birmingham og Sunderland, jafnvel á heimavelli og jafnvel tveimur leikjum í röð, þannig að árangur okkar liðs virðist skyndilega ekki eins hundlélegur í samanburði. Vonandi að þessi þróun haldi áfram og að sjaldnar verði hægt að gefa sér úrslit fyrir fram hjá stórliðunum.

  Af stöðutöflunni að dæma virðist allt opið enn fyrir LFC. Vonandi eru Hodgson og leikmennirnir sama sinnis.

 10. Flottur pistill þó ég búist ekki við að lokastaðan í deildinni komi til með að vera eitthvað afskaplega óvænt þetta tímabil frekar en þau síðustu. Ríkustu liðin með bestu og stærstu hópana koma til með að raða sér í efstu sætin og litlu liðin í botnsætin. Það er auðvitað fagnaðarefni að allir geti unnið alla og deildin vinnist (líklega) á færri stigum en ég efa stórlega að það breyti nokkru um að þetta verða áfram sömu lið í aðalhlutverkum á toppi og botni.

  Hvað toppbaráttuna varðar þá hafa City og Spurs klárlega komið sér inn í þann hóp sem væri fagnaðarefni ef þau hefðu ekki gert það nánast algjörlega á kostnað okkar manna (fer nú seint að fagna því;) og hvað minni liðin varðar þá eru fleiri farinn að leggja upp sem sóknarleik sbr. Blackpool, WBA og (af öllum liðum) Bolton sem er fagnaðarefni.

  Ef taflan verður eitthvað óvænt í lok þessa tímabils skal ég fagna “endurkomu” enska boltans en ég óttast að þegar upp er staðið verði ekki mjög margt óvænt nema þá helst lélegur árangur okkar manna.

  Það er þó næstum því uppörvandi að þrátt fyrir að okkar menn hafi ekkert getað í vetur, hvorki í stigasöfnun eða spilamennsku þá erum við “bara” níu stigum á eftir toppliðinu. En á móti kemur þá er of stutt síðan við skitum upp á hnakka gegn Stoke og Wigan til að maður geti farið að gera sér væntingar um að jafnari deild sé eitthvað sem komi Liverpool til góða í ár…eiginlega sýnist manni það bara vera þvert á móti enda við það topplið sem var hvað verst í stakk búið til að takast á við aukna samkeppni.

 11. Mjög svo ánægjulegur pistill hjá þér, og gefur okkur smá sjálfstraust í þessari erviðu deilt, það er ekkert lið sem er að skara frammúr og ekkert lið sem er það lélegt að það geti ekki unnið Chelsea 😉 nema kannski West Ham :o)

  Ef RH setur sér það markmið fyrir restina af hann ætli ekki að tapa leik, þá er það alveg hægt, en ef hann ætlar að setja sér það heimskulega markmið að “það sé ekki hægt að fara í gegnum deildina án þess að tapa leik” – sem er kannski mjög rökrétt, en samt finnst mér það ekki vera rétt.

  Við eigum alveg smá séns 🙂

  You’ll Never Walk Alone! Áfram Liverpool!

 12. Flottur pistill og nálvæmlega það sem maður hefur tekið eftir og verið að spá í undanfarið. Það er alltaf þetta EF og HEFÐI en bara ef okkar menn hefðu mætt í leikinn gegn Blackpool á heimavelli, unnið hann og klárað Arsenal þá værum við með 24 stig í toppmálum þrátt fyrir að hafa verið afleitir í vetur, reyndar er liðið okkar ótrúlega nálægt topp 4 miðað við alllt sem á undan hefur gengið. Næsti leikur er gríðarlega erfiður en mikið væri gaman að ná einum kraftaverka sigri þar vegna þess að næstu tíu leikir á eftir Tottenham leiknum eru að mig minnir 6 heima og 4 úti og allt leikir þar sem við getum farið fram á 3 stig í hverjum einasta þeirra. Ef liðið okkar dettur í gírinn núna þá er það ekki ólíklegt að liðið gæti verið í 3-4 sæti um miðjan Janúar mjög nálægt efstu 2-3 liðunum. Enn megum augljóslega ekki við því að vinna ekki útileik og alls ekki taka uppá Blackpool rugli á Anfield aftur…

  Fyndið svo með Chelsea að öll þau 9 mörk sem þeir hafa fengið á sig í vetur hafa komið í þessu 4 tapleikjum þeirra, í hinum 10 leikjunum hafa þeir ekki fengið á sig mark.

 13. Já það er annaðhvort ökkli eða eyra í þessu. Góður pistill, skemmtilegra að lesa svona heldur en áhugaleysisgrátinn sem var hérna um daginn.

  Ég held að stærsta atriðið í þessu sé að Man Utd, Chelsea, Arsenal og Liverpool hafa mjög litlu eytt í síðustu gluggum, kannski má tala um hrunið að þessu leyti? Er enska deildin ekki í fullkomnu samræmi við breskan viðskiptaheim? Með hruninu fá félögin minni pening til að eyða því að auður ofurríku eigendanna var kannski að hluta loftbólupeningar? Og þegar þrengir um á lánamarkaði og auður þeirra minnkar þá þrengist um leikföngin þeirra.

  Man. City og Tottenham eru þau lið sem helst hafa styrkt sig og svo koma Bolton og Stoke sem hafa verið á jafnri og þéttri uppleið síðan núverandi stjórar tóku við liðunum. Everton, ásamt okkur, eru kannski þeir sem hafa spilað mest undir væntingum.

  Það er alveg rétt sem kemur fram hérna að deildin er jafnari og hún er líkari því sem maður þekkti hérna áður fyrr.

 14. Sælir félagar.

  Ég ætlaði ekki að eyða mörgum orðum í þennan pistil, hann talar fyrir sjálfan sig. Mér finnst það mjög áhugavert hvernig deildin er að spilast og sérstaklega hvernig þessi minni lið eru farin að taka stig af þessum 4 stóru. Eins og kom fram hér að ofan þá verður einnig fróðlegt að sjá hvernig þetta þróast svo eftir að nýju UEFA reglurnar taka gildi árið 2012.

  En annars vildi ég benda ykkur á þátt sem ég fann á youtube.
  http://www.youtube.com/watch?v=dzYJp0kXYso

  Hann kallast Informe Robinson. Þetta er þáttur sem ég horfði mikið á þegar ég bjó út á Spáni í fyrra og er viðtalsþáttur í anda Sjálfstætt Fólk nema að stjórnandinn er ekki frá Spáni þó hann sé altalandi á tungu innfæddra. Stjórnandinn heitir Michael Robinson og er frá Englandi, Robinson þessi spilaði með Liverpool tímabilið ´83-84 undir stjórn Joe Fagan og vann þrennunna með Liverpool árið 1984 og skoraði 6 mörk. Undir lok ferilsins spilaði hann svo með Osasuna á Spáni og eftir að hann hætti knattspyrnuiðkun settist hann að á Spáni og hóf feril í fjölmiðlum.

  Í þessum þætti fjallar hann um Liverpool og þá sérstaklega um Fernando Torres. Ég mæli sterklega með að þið horfið á þennan þátt, hann er reyndar á spænsku en það er ágætis enskur texti undir. Það er magnað að hlusta á sýn Torres á klúbbinn og einnig gaman í lok þáttar þegar þeir Reina, Torres og Arbeloa setjast niður til snæðings með Sammy Lee, Souness og Kenny Dalglish. Þar kemur skemmtilega á óvart spænskuhæfni Sammy Lee.

  Partur 1: http://www.youtube.com/watch?v=dzYJp0kXYso

  Partur 2: http://www.youtube.com/watch?v=XES-roeqd8U&feature=related

  Partur 3: http://www.youtube.com/watch?v=VNpeaYLcL20&feature=related

 15. Heilir & sælir kæru liverpool bræður, ein hugdetta, hvernig líst mönnum á að skella á öðru svona l´pool pubquiz á players um jólin ????

 16. Kubbur# 19.
  Sorry ljúfur, þumlaði þig óvart niður en ætlaði að geta gert upp.
  Þyrfti eiginlega að vera hægt að taka til baka, þar sem þetta er augljóslega eftir IP tölum.

 17. Er núna semsagt tíminn þar sem að ofurtrúin á Liverpool kemur fram aftur….Langar ekkert að hljóma leiðinlega en Liverpool spilar næst á útivelli og við vitum ósköp vel hvernig það endar…Allt liðið að verjast og lítum hrikalega illa út. Sorry en þannig er það bara…

  Það gerist ekkert gott hjá okkar mönnum fyrr en að Hogdson er farinn burt!

  • Er núna semsagt tíminn þar sem að ofurtrúin á Liverpool kemur fram aftur

  Við höfum hana að sjálfsögðu alltaf. En hvað er annars point-ið hjá þér? Við viljum öll (nánast) fá Hodgson sem lengst frá þessum klúbbi en það breytir því ekki að það er í lagi að velta sér upp úr stöðunni hverju sinni og sjá hvaða möguleikar eru fyrir hendi. Það er ekki eins og Maggi væri að segja að við munum vinna titilinn í ár. Bara benda á að klúbburinn gæti náð þeim liðum sem eru komnir uppfyrir okkar menn mjög fljótlega og það er ekkert svo fjarri lagi.

 18. Hér er Balague að ræða Liverpool og skort á framtíðarsýn sem NESV þarf að laga í hvelli. Eins hintar hann að þessu sem hefur verið nefnt áður að ákveðnar stjörnur (Torres/Reina?) hafi fengið exit-klásúlur í samningana sína, sem hefur áður komið í umræðuna án þess að vera staðfest… http://www.guillembalague.com/blog_desp.php?titulo=Liverpool%20must%20recover%20sense%20of%20direction&id=526 Líka athyglisvert að hann segir lækni hjá Liverpool hafa meiri áhrif á valið í liðið en almennt tíðkist hjá fótboltaliðum.

 19. Flottur pistill og gríðarlega hressandi að lesa jákvæðan pistil hérna inni loksins, hrós til þín Maggi.

  Þó vissulega séu þetta áhugaverðar tölu þá breytir það því ekki að við erum alls ekki að spila nógu vel til að eiga erindi í toppsætin. Nálgun leikja verður að breytast svo við eigum raunhæfan séns, en eins og pistillinn sýnir þá er sénsinn alls ekki svo fjarlægur. Þó önnur lið séu að misstíga sig þá er okkar árangur hingað til jafn lélegur og það þarf að bæta asap. Vonum það besta.

 20. Mikið er ég ánægður með að menn einsog Stebbi #14 láta ekki deigan síga.

  Flottur pistill og alveg rétt að deildin er mun opnari en maður man eftir síðustu árin. Chelsea eru þó líklega með sterkasta liðið ef við miðum við að allir séu heilir, en það er magnað hversu mikið fjarvera Lampard og Terry veikir liðið.

  Ég myndi vilja bæta einum punkti við kommentið hans Kristjáns #12, sem gefur til kynna hversu mikið hlutirnar hafa breyst:

  1. BOLTON er með eitt skæðasta sóknarpar deildarinnar, þeir Elmander og Davies eru komnir með 14 mörk samanlagt. Hvað er í gangi?
 21. Elsku besti jólasveinn gefðu united mönnum Roy Hodgson og hans hyski í skóinn.

 22. Ég vil þakka Magga fyrir skemmtilegar pælingar um deildina og svo fær Höddi nr.19 plús fyrir youtupe klippurnar af Miceal Robbinson sem kom einu sinn til Reykjavíkur með Liverpool og lék við KR en hann var samt aldrei nema varaskeifa í Liverpool og hann gerði heldur ekki mikið eftir að koma inná á móti KR. Það voru reyndar sagðar kjaftasögur af kvenhylli mannsins í Hollywood eftir leikinn sem ég get því miður ekki stað fest þar sem ég hafði ekki aldur til að komast inn í Hollywodd á þeim tíma. En mig minnir svo að Sammy Lee hafi leikið í nokkur ár á Spáni með Real Saragossa eftir að hann hætti að spila með okkar liði og þar hefur hann sennilega lært að tala
  spænsku. En Maggi haltu áfram að koma með meira af svona skemmtilegum fróðleik,þú ert nefnilega fjandi góður penni ef neikvæðnin er ekki allt of mikil,en því miður höfum við þurft að horfa á svo leiðinlegann fíotbolta í haust að ég skil það svo sem að menn geti verið fúlir.

 23. Þetta hefði sennilega orðið árið hans Rafa með Liverpool.

 24. Eitt sem ég var að spá í, nú er Benitez ótrúlega elskaður af fólkinu í Liverpool borg og eigendur Liverpool hafa sagt að þeir ætli að hlusta á aðdáendurna, gæti verið að þeir séu að bíða með brottrekstur Hodgson þangað til að Benitez verður rekinn frá Inter ?

  Gæti Benitez ekki gert betri hluti með þetta lið og með vinnufrið frá eigendum heldur en Hodgson er að gera, og gæti Benitez unnið með Comolli ?
  Ég sjálfur er ekki mjög hrifinn af þessari hugdettu en hann er ekki verri en Hodgson það er á hreinu.

 25. Hvernig líst ykkur á þetta
  http://en.wikipedia.org/wiki/Antoine_Griezmann

  Ég veit að það er hægt að breyta vikipedia síðum að vissu leyti en ef þið skoðið síðana þá er búið að breyta henni allri.

  Current club Liverpool
  Number ?
  2010- Liverpool 0 (0

  Liverpool

  On Monday 22nd November 2010, Real Sociedad chairman Jokin Aperribay announced that the club had agreed to sell Griezmann to Liverpool F.C. for an undisclosed fee. The deal is yet to be announced by Liverpool.

 26. Ég held að Greizzmann sé ekki kominn eða að koma, ” he said in an interview on sunday 14th, that? he doesnt matter to do all his professional career in real sociedad, and if he has to go to another team, he said that prefers a team from spanish league or french league, because the premier league is too much strong phisically for him. ” svo skrifaði hann nýlega undir nýjan samning við Sociedad sem er 30 mill euro virði.. svo er hann auðvitað ánægður þarsem hann er, en frábært ef svo væri, okkur hefur vantað góðan kantmann alveg síðan ég man ekki hvenar, Kewell var á sýnu fyrsta og eina góðatimabili? jafnvel fyrir það.

 27. Hver er þessi Griezmann ? getur einhver frætt mig um hann?

  Annars lýst mér ansi vel á 17 ára gutta frá Anderlecht Romelu Lukaku, skoraði 19 mörk í deildinni í fyrra og búin að skora 5-6 í ár að ég held, ekki nema 17 ára og ef það er ekki leikmaður sem fellur inní hugmyndafræði nýju eigendanna og Comolli þá veit ég ekki hvað, þetta virðist vera svona Drogba týpa, nautsterkur andskoti…

 28. Þess má til gamans geta að bæði sigurmörk Chelsea í fyrra gegn United voru kolólögleg sem þýðir að United eru englandsmeistarar ef að réttir dómar hefðu verið dæmdir.

 29. Til að bæta við þetta fáránlega dæmi hjá þér þá hefðu Scum united ekki átt að fá 3 stig heldur 1 á móti ManCity….það er að segja ef dómarinn hefði ekki bætt það miklu við að þær gætu unnið 😉 Það er ábyggilega hægt að segja líka að ef að dómarinn hefði dæmt innkastið rétt þá hefði þetta farið öðruvísi 😉 …. en góð tilraun samt.

 30. Flott pæling á þessum pistli. Ég held samt að það sé frekar það að United og Chelsea séu ekki jafn góð og þau voru sem útskýrir jafnari deild. Við og Arsenal erum höfum líka dalað síðustu tvö ár.

 31. Hérna smá þráðrán en hafið þið keypt ykkur Liverpool treyjur á treyjur.com ? ég keypti eina barnatreyju í fyrra og var hún nákvæmlega eins og orginalinn en hafið þið reynslu af treyjunum sem komu í haust eins og hvítu eða svörtu ??

  Verðin þarna eru náttúrulega bara grín …

 32. Ég hef ennþá trölla trú á Chelsea og held að þeir eigi eftir að rúlla yfir þetta í vetur. Margir United menn sem tala um að þeir eigi svo mikið inni vegna meiðsla en það er bara nákvæmlega það sama með Chelsea. Held að td hann Lambard hafi varla spilað leik í vetur.

 33. “42” hversu mikið fær klúbburinn af sölu á plattreyjum og hversu mikið af því fer í leikmannakaup…smá pæling

 34. Hérna smá þráðrán en hafið þið keypt ykkur Liverpool treyjur á treyjur.com ?

  Nei, og það myndi ég einfaldlega aldrei nokkurn tíman gera. Af hverju að púkka undir hagnað af sjóræningjastarfsemi?

 35. “Hérna smá þráðrán en hafið þið keypt ykkur Liverpool treyjur á treyjur.com ?
  Nei, og það myndi ég einfaldlega aldrei nokkurn tíman gera. Af hverju að púkka undir hagnað af sjóræningjastarfsemi?”- Ég verð bara að viðurkenna það að ég er farinn að hugsa mig um og veit varla hvort er meiri sjóræningjastarfsemi svindl á vöru vs. svindl á verði. Ef ég sjálfur er að kaupa búning á mig þegar ég kaupi þann nýja þá býst ég við að ég myndi kaupa official treyju, en þegar ég kaupi á krílið mitt til þess að tryggja Liverpool uppeldi og það stækkar ört þá held ég að ég myndi kaupa B-vöruna.

 36. Deildin er jafnari nu en oft adur…en Sorry…LFC er ekki ad fara ad blanda ser i topp barattu thetta arid..

 37. West Ham hafa alltaf verið góður við okkur, nema þegar þeir seldu okkur Julian Dicks, þvílikur viðbjóður!!

 38. Sammála þér Bjammi, enda var ég að tala um fyrir barn, ég á fullt af Original treyjum og reyndar sé eg eftir að hafa stutt Gillett og Hicks með því að kaupa þær nokkrar á þeirra tíma. Þessar treyjur eru orðnar alltof dýrar í íslenskum krónum og ég veit ekki hvort sé gáfulegt að hafa lítil börn í 10-12 þúsund króna treyjum leikandi sér úti um allt og líklega reglulega að lenda í að rífa þær óvart og annað slíkt.

  Getum líka litið á það þannig að sem dæmi, Siggi frændi er fátækur maður og hefur ekki efni á að kaupa 10 þúsund króna treyju á barnið sitt en hann á 5 þúsund kallinn fyrir sjóræningja treyjunni, Hvort er betra fyrir félagið okkar að hafa barnið í engri treyju eða Liverpool merktri sjóræningja treyju í skólanum sem er alveg eins og originalinn??? Auglýsingin sem barnið hans sigga er með gæti nú hugsanlega selt nokkrar original treyjur ( önnur börn í skólanum vilja treyju og hafa ekki hugmynd um að þetta sé sjóræningja treyja og mamma og pabbi þeirra fara og kaupa original treyjuna og svo er líka fólk sem sér barnið í treyjunni skoppandi um í kringlunni og áttar sig á að Nýji Liverpool búninurinn sé kominn og fer og kaupir eina original…

  Ég á eina 1 árs dóttur og langar nú ekki að kaupa á hana sett á 7-8 þúsund kall og fengi aldrei leyfi frá konunn fyrir slíku en næði kannski leyfi fyrir helmingi ódyrara dressi til þess að geta sett hana í alvöru treyju á leikskólann, bara pæling …..

  Ef hins vegar nýju eigendurnir ætla að fara ausa peningum í leimannakaup, sem ég reyndar hef enga trú á að þeir muni gera þá skal ég glaður skera einhversstaðar niður og senda dóttur mína í þó það væri 20 þúsund króna Liverpool dressi á leikskólann, en vil fyrst sjá þá standa við að styrkja klúbbinn almennilega og byrja á nýja vellinum eða stækkun á Anfield, ætla ekki í sömu gryfju og ég gerði í með hin bandarísku fíflin

 39. Bara það að barna búningur kosti 10.000 er auðvitað bara geðveiki, barnið vex uppúr gallanum á einu ári og hvað þá? Auðvitað ættu félögin að sjá sóma sinn í að bjóða barna gallann mikið ódýrari enda verið að búa til framtíðar aðdáanda sem mun svo þegar fram líður eyða fé í klúbbinn.

  Á meðan að okrið er eins og það er í dag þá mun ég ekki kaupa official framleiðslu á mín börn.

 40. Já, þetta er bara misjafnt hjá mönnum. Frekar kaupi ég rauðan bol og læt merkja hann sjálfur, heldur en að púkka undir sjóræningjastarfsemina, en skil svo sem að menn fari í hitt dæmið. Fátt reyndar sem fer meira í taugarnar á mér heldur en svona starfsemi eins og treyjur.com eru með, ég líki þessu alveg við að versla með þýfi.

 41. Síðan má náttúrulega ekki gleyma því að ef einhver okkar horfir á leikina í gegnum sjóræningjastöðvar á netinu erum við í raun að samþykkja álíka starfsemi.

 42. Ef þetta er það sama og að versla með þýfi þá má segja það sama um þær vefsíður sem bjóða uppá enska/spænska/ítalska boltann með streami sem og Torrent síður sem stór hluti landsmanna notar.

  Ég persónulega myndi vilja lítinn liverpool-kit á minn erfingja en væri hikandi að greiða 10þkr fyrir búning sem barnið myndi vaxa úr á mánuði.

  En eins og SSteinn segir þá sjá menn þetta hver á sinn hátt – en verðið á búningum nú til dags (official) er löngu löngu komið út fyrir öll velsæmismörk.

 43. 54 kristinn, það er reyndar rangt hjá þér. Ég veit ekki betur en að stöð2 sé þegar búið að borga fyrir sjónvarpsréttinn fyrir enska þannig að tap Liverpool og annarra liða er ekkert ef ég ákveð að horfa á leikinn í gegnum sopcast eða álika miðil. Og ef þú tekur þetta lengra þá græða liðin frekar en tapa á því að fólk noti stream, margir hafa ekki efni á því að borga fyrir enska boltann (ég er einn þeirra) og því hef ég þurft að horfa á leikina í misgóðum gæðum í gegnum stream á netinu. Aftur á móti þá horfi ég á sömu útsendingu og þú þannig að ég sé sömu auglýsingar á vellinum og þú og ég geri ráð fyrir því að þeir sem auglýsa hjá Liverpool geri sér grein fyrir því að fleiri en sjónvarpsáhorfendur sjái þessar útsendingar. Ergo, sá eini sem tapar á því að ég horfi á leiki í gegnum stream er Jón Ásgeir 😛

  Hvað sjóræningjastarfsemi almennt varðar þá tel ég hana ekki vera af hinum góða, þ.e. að einstaklingar græði fjárhagslega á því að selja svikna vöru. Þetta á við um fatnað, rafmagnstæki, heimilistæki og margt annað. En þegar kemur að afþreyingarefni svosem tónlist, bíómyndum og íþróttaviðburðum eru hlutirnir ekki eins kliptir og skornir og þegar verslað er með vörur. Ég stórefast um að einstaklingar græði einhvern pening á því að stream-a í gengum t.d. just.tv eða aðra miðla, þetta er gert til að fleiri einstaklingar njóti skemmtunarinnar (hér er ég að tala um íþróttaleiki). Félögin sem eru að spila græða á þessu þar sem þeir sem horfa á sjá auglýsingarnar sem eru á vellinum auk þess sem ég er ekki í vafa um að þessi markaðshópur kaupi sér vörur klúbbsins (í þessu tilviki Liverpool). Þegar kemur að þáttum og bíómyndum þá vil ég prófa vöruna áður en ég kaupi hana. Ef ég sé góða ræmu á torrenti (CAM gæði eða TeleSync) þá fer ég oftar en ekki á þá mynd í Bíó vegna þess að þá hef ég sannreynt að myndin er góð og er tilbúinn til að borga fyrir þá vöru. Hvað þáttaraðir varðar tek ég til sömu rök og fyrir bíómyndum upp að vissu marki. Á Íslandi eru ekki nándar því allir þættir sýndir sem ég hef áhuga á að horfa, Ugly Americans, Stargate: Universe og Sons of Anarchy svo dæmi sé tekið. Vegna þess að ég get hvergi nálgast þessa þætti á Íslandi næ ég í þá á netinu. Þær þáttaseríur sem ég fylgist með og hef gaman af kaupi ég þegar ég get þarsem ég veit að þar er um gæðavöru að ræða og ég vil styrkja þáttagerðina því ekki vil ég að þættirnir hætti.

  Að mínu mati er stór munur á deilingu efnis og sölu á sviknum vörumerkjum. Sú tækni sem notuð er í dag til að selja vörur á stafrænu formi beinir notendum meir og meir í þá átt að kaupa beint af framleiðendunum á netinum sbr. nýji football manager sem hægt er að fá í gegnum steam á mun betra verði en fæst útí búð hérna á Íslandi. Þessi þróun mun ábyggilega leiða af sér að milliliðir (búðir) muni hætta starfsemi enda er það ekki hagur neytenda að kaupa vöru dýrari þegar hægt er að fá sömu vöru ódýrara á netinu og borga peninginn beint til framleiðandans.

  En að efni pistilsins hans Magga; það sem hann bendir á eru frábærar fréttir fyrir okkur að við erum ekki í verri málum en raun ber vitni. við eigum enn möguleika á því að ná markmiðum okkar þetta árið (top 4) þrátt fyrir hörmulegt gengir framanaf vetri en til að gera það verður liðið að stíga upp og spila fótbolta en ekki bíða eftir því að hitt liðið komi allt á okkar vallarhelming og bomba boltanum fram á Torres í von um að hann töfri eitthvað fram.

 44. Alltaf jafn magnað þegar Torrent liðar fara að réttlæta fyrir sér og öðrum að það sé í lagi að horfa á efni sem bundið er réttindaeigu af hinum og þessum ástæðum. Ef allir taka þá ákvörðun að hætta að borga fyrir Stöð 2 Sport (Sky sport etc) þá að lokum fellur rekstrargundvöllur þessara stöðva níður, ergo þeir hætta að geta keypt réttinn. Það þýðir svo lægri tekjur fyrir ensku úrvalsdeildina og þar með liðin.
  Nákvæmlega sama gildir um annað höfundaréttarvarið efni (hugverk) sem stolið er á netinu í gegnum Torrent eða aðrar síður.
  Það er einnig vafasamt að tala um kostnað við official vörur sem okur þar sem þær eru farnar að kosta 10.000kr. í íslenskum gjaldmiðli. Það er algerlega non grada í umræðunni þar sem þessar vörur hafa ekki hækkað mikið í upprunalegum gjaldmiðli. Þetta er ekki framleitt á Íslandi úr íslenskum hráefnum og þess vegna kemur gengismunurinn inní dæmið við innflutning sem gerir það mjög ófýsilegt að kaupa vörur erlendis frá. Það svo á móti réttlætir ekki að versla af fyrirtæki eins og Treyjur.com.

 45. 56, Síðan geturður tekið dæmið lengra. Því fleiri sem nota netið til að horfa á leiki í gegnum sjóræningjarstöðvar því minni verður hagnaður sjónvarpsstöðva sem leiðir til minna fjármagns sem þær hafa bolmagn til að greiða fyrir sjónvarpsrétt sem leiðir þá til minni hagnaðar fyrir liðin vegna sölu á sjónvarpssrétti í framtíðinni. Það verður síðan náttúrulega að vega upp á móti þeirri auknu kynningu á liðinu þar sem fleiri geta horft á það spila. En þá erum við kominn með sömu rök og #51 notar sem leiðir þá til þess að slík sjóræningjarstarfsemi hlýtur að vera af hinu góða fyrir liðin. Ég er ekki fær um að dæma að það sé endilega rétt niðurstaða.

 46. Liverpool búnir að staðfesta sumarferð til Asíu í sumar sem ætti að auka vinsældir liðsins til muna og einnig er talað um að Hodgson sé spenntur fyrir Eden Hazard sem að ég myndi setja efstan á óskalistann minn í janúar en spurning hvort að Liverpool nái að sannfæra hann um að koma frekar en að fara til annara liða sem bjóða uppá CL.

 47. Þulirnir á Sky sögðu í gær að báðir þessir leikmenn hefðu gert þetta á síðasta tímabili til að ná örugglega leiknum við Barca, þannig að það er nú ekki hægt að kenna Móra um þetta.

 48. Hvað kemur leikurinn við Barcelona meistaradeildinni við ?
  Ef þeir fá spjald í CL þá fá þeir ekki bann í Spænsku deildinni.

 49. ÉG var ekki að segja það, ég var bara að benda á að þessir leikmenn gerðu þetta á síðasta tímabili, í spænsku deildinni, til að vera búnir að taka út bann áður en þeir spiluðu við Barca.

  Þannig að það er hæpið að kenna Mourinho um að þeir gerðu þetta.

 50. 57 og 58, þið komið með góða punkta og það er vert að hugsa útí þá. Ég hef gert það aðeins og ég held hreinlega að á næstu árum og áratugum muni þróunin vera í þá átt að flestar stærri sjónvarpsstöðvar muni hefja útsendingar á netinu og þannig mun sjónvarp færast frá því sem við þekkjum núna og meira inn í netheima.

  Einsog ég sagði hér áður þá nota ég torrenta til að meta efni sem ég kaupi mér. Ef ég sé góða mynd þá fer ég á hana í bíó eða kaupi hana, en ef myndin er algjör steypa þá sé ég ekki nokkra ástæðu til að borga fyrir hana. Ég er ekki ríkur og því þarf ég að velja vel það efni sem ég kaupi því ekki get ég keypt allt sem mig langar í, en þegar ég sé gott verk hvort heldur sem það er bíómynd eða sjónvarpsþáttur þá tel ég það eðlilegan hlut að greiða fyrir það, enda mun það efni hætta að vera í boði ef enginn kaupir það (kapítalisminn sko 😉 ).

  Ég er samt með eina hugsun sem ég hef verið að velta fyrir mér í smá tíma, hver er munurinn á því ef ég fer á t.d. Players og horfi á Liverpool leiki þar eða ég geri það heima hjá mér í gegnum netið? Fljótt á litið er munurinn enginn, í hvorugu tilfellinu rennur peningur úr mínum vasa til sjónvarpstöðvanna, má því ekki segja að íþróttabarir séu að sama skapi ábyrgir fyrir minni fjárstreymi til sjónvarpsstöðva?

 51. Það á að taka þetta fyrir og dæma þá í tvo leiki í bann til viðbótar.

  Annars verð ég að játa að ég hafði ekki hugmynd um að það væri spilað í CL í ár. Sú keppni hefur einhvern veginn alveg farið framhjá mér.

 52. Ég er samt með eina hugsun sem ég hef verið að velta fyrir mér í smá tíma, hver er munurinn á því ef ég fer á t.d. Players og horfi á Liverpool leiki þar eða ég geri það heima hjá mér í gegnum netið? Fljótt á litið er munurinn enginn, í hvorugu tilfellinu rennur peningur úr mínum vasa til sjónvarpstöðvanna, má því ekki segja að íþróttabarir séu að sama skapi ábyrgir fyrir minni fjárstreymi til sjónvarpsstöðva?

  Reyndar ekki alveg, barirnir borga sínar áskriftir, þó svo að um “hefðbundna” áskrift sé að ræða að Sky og því um líku, þá borga þeir mun hærri áskrift að S2S2 heldur en almúginn, þó svo að það sé reyndar ekki í hlutfalli við það hversu margir mæta til að horfa.

 53. Annars verð ég að játa að ég hafði ekki hugmynd um að það væri spilað í CL í ár. Sú keppni hefur einhvern veginn alveg farið framhjá mér.

  Rosalega 2005 eitthvað þessi keppni!

 54. Svona til að byrja aftur að tala um Liverpool.

  Er bara alls ekkert pláss fyrir þennan strák? Svona án alls gríns.
  http://www.youtube.com/watch?v=sq9TVswlWSU&feature=player_embedded#!

  var að skora þetta geðveika mark á móti Everton í varaliðsleik um daginn. Hvernig væri bara að henda honum inn í þetta og láta hann blómstra. T.a.m í holunni bakvið Torres. Það gerist ekkert öðruvísi en að láta hann spila með sterku liði með sér. Þá værum við kannski að spara okkur pening sem við gætum nýtt í önnur leikmannakaup.

 55. Drengurinn er aaaalger snillingur! Hann hlítur að fara detta inn aftur!….getur ekki annað verið!

 56. 68 SSteinn, mig grunaði það þó ég væri ekki með það 100% á hreinu (að barir borguðu meira fyrir áskriftina en almúgurinn). En skipta þær upphæðir einhverju máli? Svo ég taki jafn drastískt dæmi og einn skrifaði áðan, hvað ef allir hættu að borga af stöð tvö og sky sport og allt það og færu á barinn í staðinn??? Ég veit af því (man ekki hvar ég sá þetta og nenni ekki að leita) að kona í UK, bareigandi, kærði SKY vegna þess að henni var gert að borga meira fyrir áskrift vegna þess að hún sýndi leiki á barnum sínum. Konan vann málið og þurfa barir í UK ekki lengur að greiða stórar fjárhæðir fyrir að sýna leikina. Það er hægt að tala um þetta fram og til baka og ég efast um að fólk verði nokkurntíman sammála um þetta málefni, en það sem ég legg áherslu á hjá mér er að ef mér líkar vara sem ég hef notað (náð í mynd eða þátt) þá kaupi ég vöruna þegar ég hef pening því ef ég geri það ekki þá fæ ég ekki þetta efni lengur þar sem enginn borgar fyrir það.

 57. Eiginlega bottom line-ið er varðandi barina, að það er löglegt, uppi á borðinu (eins og gagnvart S2S2) og því telst ekki til “sjóræningjastarfsemi”.

 58. Hvaða mali skipti það þó klúbbarnir fengu minni pening? Myndu þá laun leikmanna og annara starfsmann bara lækka í hlutfalli við minni inkomu allra liða? Ekki myndi ég vorkenna þessum köllum að fá bara 150 þús pund í vikulaun…

 59. Ég horfi á fótbolta, körfubolta, NFL og Hafnarbolta yfir netið og skammast mín ekkert fyrir það. Þessir peningar sem sjónvarpsstöðvarnar og deildirnar eru að velta eru bara grín.

  Reyndar mætti fótboltaheimurinn alveg fara að reyna að ná í hælana á NBA hvað varðar sölu leikja yfir netið, og almenna umfjöllun.

 60. Til hvers er þetta þumlakerfi annars?

  Er það til þess að hækka planið á umræðunni, eða til þess að gera óæskilegar skoðanir ósýnilegar?

 61. Mikið er ég sammála þér Siggi. Oft er þetta notað bara því menn eru ekki sammála sem er auðvitað fáránlegt. Ég gef mönnum oft þumal upp ef ég er sammála þeim en ég reyni nú að halda aftur af mér að gefa þumal niður nema að innleggið sé bara einhver steypa.

 62. Varðandi þumlakerfið þá finnst mér að það ætti að aftengja “fela óvinsæl comment” enda eiga allar skoðanir rétt á sér finnst mér, en auðvitað ráða síðuhaldarar þessu. Það er fínt að sjá litbrygðin á kommentum eftir því hversu sammála menn eru eða ósammála.

 63. 74 SSteinn, það er alveg rétt hjá þér og í raun fáu við það að bæta. Ef ég gæti breytt einum hlut hjá Stöð2 þá væri það að þeir myndu bjóða uppá pay per view, ég held að það væri öllum til góða þar sem einstaklingar gætu valið sér þá leiki sem þeir vilja horfa á og þannig stjórnað eigin eyðslu.

 64. Hvað finnst mönnum svo um rauðu spjöldin hjá Alonso og Ramos? Á að refsa þeim?

 65. Ég er sammála Hafliða með þumlakerfið. Þumall niður er algerlega óþarfi. Þumall upp segir mér að þetta sé sniðugt og vert að lesa.

 66. Já eru menn nú að verja stöð2 og tala um sjóræningja. Þeir eru kannski ekki sjóræningjar, en ég held að það sjái það allir sem sjá vilja að þetta 365 model síðasta áratug er virkilega undarlegt. Keyra verðið af enska boltanum upp í algjört rugl til að losna við samkeppnisaðila (Skjársport) af markaðnum, eru svo reknir með tapi ár eftir ár eftir ár eftir ár, borga það tap með lánum sem þeir svo hafa margoft fengið afskrifað og færa þetta á milli kennitalna, en alltaf skulu sömu aðilar í raun stjórna þessu.

  Og svo mismuna þeir fólki eftir landshlutum, selja á sama verði aðgang að einni íþróttastöð án aukastöðva eins og kostar að hafa aðalstöðina + aukastöðvarnar þar sem það er í boði. Og í vetur þegar Liverpool er ansi oft á aukastöð, þá er það eitthvað sem skiptir hellings máli.

 67. Held að þú þurfir að lesa ansi skakkt í þetta Pétur til að finna það út að við séum að verja Stöð 2 og þeirra kerfi. Fyrst og fremst spannst þessi umræða út frá sölu á sjóræningjavarningi, sem er klárlega ólöglegur. Stöð 2 fer eftir lögum (allavega ekki reynt á neitt annað) þó menn geti svo sannarlega rökrætt um siðferði viðskipta þeirra.

 68. 70 GHG

  Sem partur af uppeldiskerfi Sammy Lee þá á að kýla niður hæfileikaríka unga leikmenn og/eða refsa þeim svo þeir skilji hversu mikils virði það er að klæðast rauðu treyjunni á Merseyside og Anfield.
  Þetta hefur hann stundað síðan hann byrjaði sem aðstoðar og á því að vera rekinn.
  Pacheco ásamt Dalla Valle eru 2 efnilegustu menn sem komið hafa síðan Owen, Carra og Gerrard og mér sýnist á öllu að það eigi að bola Pacheco út eins og þeir gerðu með Dalla Valle (til að fá Konchesky).
  Guð blessi Liverpool.

 69. barir þurfa borga 25 þúsund á mánuði fyrir s2s2….. veit það af eigin raun…… held að gervihnötturinn sé eitthvað svipað…. veit það samt ekki alveg

 70. Segðu mér nú eitt kæri Kennedy, hvað er málið með þig gagnvart Sammy Lee? Þú ert búinn að ræpa gjörsamlega yfir hann hérna fram og tilbaka, hefur þú eitthvað fyrir þér í þessu? Þekkir þú gaurinn eitthvað og veistu upp á hár hvert hans hlutverk er hjá Liverpool FC? Var Sammy að refsa Pacheco, var það Sammy sem seldi Dalla Valle? Heldur þú að framkvæmdastjórinn sjálfur ráði engu hjá Liverpool FC?

  Kannski er það bara allt misskilningur og þú hafir rétt fyrir þér, Roy Hodgson hefur ekkert með hræðilegan árangur að gera hjá Liverpool, hann kemur bara ekki nálægt þessu öllu saman, það er SAMMY LEE sem er rót alls ills, er það málið?

 71. En eitt hérna með R. madrid í gær. eru það ekki bara rauð spjöld sem færast yfir í 16 liða úrslitin? og þurkast ekki gulu spjöldin út?? eða er það 8 liða. Man það einhver

 72. Ég horfi á klám, íþróttir og margt fleira ólöglega í gegnum netið. Svo kaupi ég ógrynni af fölsuðum varningi á borð við íþróttatreyjur. Hef ekki vott af samviskubiti.

 73. Svo ég haldi upp uppteknum hætti þá held ég að þessu maður, Roy Hodgson, er fífl! Ef að það er eitthvað til í þessum sögusögnum þá veit eég ekki alveg hvað maður á að halda….á að brjóta allt sem Liverpool hefur verið að byggja upp í unglingastarfinu niður, mesta efnið sem hefur komið upp síðan Owen, Gerrard og Cara komu!
  http://www.liverpoolfc.tv/news/transfer-gossip/pacheco-faces-anfield-exit-after-missed-opportunity

  YNWA – RH you are an ass!

 74. Umræðan um sjóræningja eða ekki er mjög góð og þörf. En þegar öllu er á botnin hvolft hvar sem er í heiminum, þá er þetta alltaf spurning um krónur og aura. Maður leitar að leiðum til að veita sér og sínum það sem hægt er miðað við þann fjárhag sem maður hefur úr að spila. Ef stöð 2 fer á hausinn, þá kemur bara einhver annar og væntanlega kaupir réttinn á minna og getur þar af leiðandi boðið áskriftir ódýrari. Ef treyjur.com lokar, þá kemur bara einhver annar og byrjar að selja. Það er samt þannig að eftir hrun, þá hafa þessir búningar verið allt of dýrir og af því að munurinn á feik og orginal er orðin svona mikill, þá er markaður fyrir feik. Þegar krónan var sterk, þá var munurinn svo sára lítill að maður keypti bara orginal. Það er bara ótrúlega óskiljanlegt að Adidas og Nike og allir þessir skuli ekki skoða markaðsaðstæður í hverju landi og verðleggja í samræmi við það. Bílaframleiðendur gera þetta alltaf til að tryggja að verkstæðisþjónusta og annað sé eins nálægt viðskiptavini og hægt er. Þegar vörugjöld eru hækkuð einhverstaðar í Evrópu á bílum, lækka framleiðendur verðið til að reyna að halda viðskiptum innan þess lands sem í hlut á til að viðhalda orðspori. Svona er þetta bara.

Liverpool – West Ham 3-0

Tom Werner nýr stjórnarformaður Liverpool FC