Áhugaleysi

Ég hef stundum skrifað á þetta blogg hugleiðingar um það hversu erfitt/gaman það að er að vera Liverpool aðdáandi. Síðustu mánuði hefur það þó nánast bara verið leiðinlegt og erfitt. Ég hef síðustu daga velt því fyrir mér hvort það hafi einhvern tímann verið jafn leiðinlegt að vera Liverpool aðdáandi og núna – og ég hreinlega man ekki eftir tímabili á minni 33 ára ævi þar sem ég hef haft jafn litla ánægju af því að fylgjast með Liverpool. Ég las áðan þessa grein hjá Paul Tomkins og ég er sammála hverju orði.

Sennilega hef ég síðustu 20 ár fylgst með öllum Liverpool leikjum, sem mér hafa staðið til boða. Þegar ég var minni þá horfði á alla þá fáu leiki, sem voru í beinni útsendingu og þegar ég bjó í Bandaríkjunum þá mætti ég á bar niðrí miðbæ Chicago klukkan 7 á laugardagsmorgnum til að eiga sjens á að sjá liðið.

Þegar ég og Kristján Atli byrjuðum með þessa síðu var svo ástandið orðið þannig að maður hafði aðgang að nánast öllum leikjum Liverpool. Og fyrsta tímabil okkar með bloggið var þetta nánast alltaf svo að Kristján Atli tók upphitun og ég leikskýrslu. Einfaldlega vegna þess að við misstum aldrei mínútu úr.


Á síðasta tímabili byrjaði ég að missa af einhverjum leikjum. Aðallega var það til að hlífa kærustunni minni. Úrslitin voru farin að verða það leiðinleg trekk í trekk að ég átti bágt með mig og varð alltaf fúll í kjölfarið á tap/jafnteflisleikjum. Ég rembdist því við að taka mér stuttar pásur frá Liverpool, en ég klikkaði alltaf og einsog dópisti var ég mættur fyrir framan sjónvarpið í næsta leik, spenntur einsog vanalega.

Á þessu tímabili hef ég hins vegar tekið eftir mikilli breytingu í þessum áhuga mínum. Ég hef einfaldlega ekki lengur neitt sérstakan áhuga á Liverpool. Ég tók áðan saman hversu marga leiki ég hef horft á. Þessa leiki hef ég horft á á þessu tímabili: Chelsea, Bolton, Blackburn, Blackpool, Wigan, Everton, United, Steua, Birmingham, WBA, City, Arsenal. Þetta eru 12 leikir, sem ég hef horft á. Af þeim hef ég slökkt á sjónvarpinu í nokkrum þeirra eða verið einfaldlega áhugalaus og eytt meiri tíma á Twitter í að pirra mig en að horfa á leikinn. Þessum leikjum hef ég svo sleppt: Stoke, Napoli úti, Napoli, Utrecht, Sunderland, Trabzonspor, Rabotnicki, Rabotnicki, Northampton. Þetta eru 9 leikir – vissulega margir í Evrópudeildinni, en samt.

Semsagt, ég hef horft á 57% af leikjum Liverpool á þessu tímabili. Það er með ólíkindum lítið. Slíkt hefur aldrei gerst á minni ævi. Og ég hreinlega get ekki bent á margar ánægjustundir, sem ég hef átt sem Liverpool aðdáandi á þessu tímabili. Ég get eiginlega talið þær upp allar: Að vera yfir gegn Arsenal á Anfield (40 mín), að ná að jafna gegn Man U (10 mín), að vinna Blackburn (90 mín) og að vinna Chelsea (90 mín). Þetta er allt og sumt. Semsagt, um 20% af tímanum sem ég hef horft á Liverpool í vetur hef ég actually verið spenntur eða skemmt mér vel.

Hinar stundirnar hafa verið hrein leiðindi.


Það fór alltaf í taugarnar á mér þegar að menn kölluðu boltann undir stjórn Rafa leiðinlegan. Víst var Liverpool ekki mest spennandi lið í Evrópu á tíðum, en gagnrýnin var oft fáránlega mikil. Mér fannst nánast alltaf gaman af því að horfa á Liverpool. Ég trúi því vel að hlutlausir aðdáendur hafi ekki skemmt sér yfir Chelsea leikjunum í CL, en ég hefði ekki fyrir mitt litla líf viljað sleppa þeim. Þetta voru það spennandi leikir að ég skemmti mér stórkostlega.

Núna er það farið. Liðið leikur ömurlega og ég sé ekki alveg hvenær hlutirnir eiga að batna. Þegar að liðinu gekk illa undir stjórn Evans, þá gat maður huggað sig við að við vorum að spila oft á tíðum frábæran fótbolta. Núna er það nákvæmlega ekkert sem maður getur fundið jákvætt við liðið undir stjórn Hodgson.

– Það eru engir leikmenn að koma aftur úr meiðslum, sem munu hressa uppá liðið
– Hann er ekki að spila nýjum og spennandi leikmönnum sem munu eiga framtíð fyrir sér (einsog Arsenal menn hafa sennilega getað huggað sig við síðustu ár).
– Liðið er alls alls alls ekki að spila skemmtilegan bolta. Ég væri alveg til í að sætta mig við einhver 3-4 töp. En að tapa fyrir leiðinlegum liðum og spila um leið ömurlegan bolta er einfaldlega hræðilegt. Það er nákvæmlega ekkert jákvætt við það.
– Hodgson er ekki ungur og efnilegur þjálfari, sem á eftir að styrkja sig með fleiri leikjum. Nei, hann er búinn að gera þetta allt 100 sinnum áður. Hann er að láta liðið spila ömurlegan varnarbolta og ná engum árangri. Gætum við ekki beðið um annaðhvort skemmtilegan bolta eða árangur? Er það ekki hámarkið að spila ömurlega leiðinlegan bolta og SAMT tapa?

Það er kannski þetta sem veldur þessu áhugaleysi. Það er ekkert spennandi við Liverpool – ekki nokkur hlutur. Því er ég ekkert voðalega spenntur fyrir leiknum á laugardaginn. Ég væri alveg til í að gera eitthvað skemmtilegt í stað þess að þola 90 mínútur af Liverpool fótbolta. Því ég veit að það verður ekki skemmtilegt.

Það eina, sem maður getur gert er bara að bíða og vona að John Henry og Comolli átti sig á að við Liverpool aðdáendur erum þolinmóðir – en við höfum enga þolinmæði fyrir þeim leiðindum og ömurlega árangri, sem að Roy Hodgson býður okkur uppá í hverri viku. Við sjáum nákvæmlega ekkert sem bendir til þess að það að gefa Hodgson meiri tíma muni hjálpa okkar liði. Við verðum að sjá annaðhvort skemmtilegan fótbolta eða árangur. Helst bæði. En hvorugt munum við fá undir stjórn Roy Hodgson.

Hodgson verður að fara.

93 Comments

  1. Nákvæmlega svona hefur mér liðið síðustu vikur. Ég missti ekki af leik í mörg, mörg ár og ef ég gerði það var hugurinn við leikinn sem var í gangi. Ég hef ekki horft á nema 3 heila leiki á þessari leiktíð og kalla þig bara góðan Einar að vera þó búinn að sjá þetta hátt hlutfall leikja með liðinu. Ég er ekkert minni stuðningsmaður Liverpool þó að ég geti ekki hugsað mér að fylgjast með þessum hörmungum. Þessum leiðindum verður að ljúka!

  2. Amen.

    Hef verið að hugsa nákvæmlega það sama síðustu daga – þú hefur meira að segja náð fleiri leikjum en ég. Í fyrsta skipti á ævinni labbaði ég í vetur útí hálfleik eftir að hafa haft fyrir því að mæta á Players til að horfa á leik.

    Maður þorði bara ekki að viðurkenna það – en áhuginn í vetur hefur verið enginn.

    Og ég sé þetta ekki breytast ef Hodgson fer ekki annað hvort að finna á sér punginn eða koma sér í burtu.

  3. Vá, ég er búinn að vera með pistilinn þinn í hausnum seinustu daga. Segi það sama. Er kannski með leikina í gangi og lít á þetta endrum eins, en þegar Liverpool er að kúka á sig á móti Stoke, þá slekk ég.

  4. 100% sammála þessu. Og nú vill Pacheco fara skv. nýjustu fréttum. Lái honum hver sem vill.

  5. Tek undir þetta allt. Liverpool leikir vekja mér enga gleði lengur og mér er sama þó ég missi af þeim. Það hefur ekki gerst síðan ég fór að fylgjast með Liverpool 1972 (!!!!) hjá Bjarna Fel og síðan í beinum útsendingum. Ég þoldi Souness þó ég skildi hann alls ekki og Houllier líka þó allt færi niður á við undir lokin. Þetta hins vegar þoli ég bara alls ekki þó ég geri ráð fyrir að Hodgeson verði til vors. Jakkk!

  6. Sammála, sama hér, hef rétt eins og þú Einar Örn legið yfir hverri mínútu af Liverpool sem ég hef komist yfir (og hef því horft meir en þú þar sem ég er eitthvað eldri) en nú er áhuginn bara mjög lítill, nálægt því að vera búinn.

    Það væri óskandi að eigendur liðsins fari að átta sig á stemmingunni hjá aðdáendum liðsins – og leikmönnum, sem virðast keppast við að missa áhugann !

    Please, Mr. Henry, losaðu okkur við Hodgson.

  7. Sammála hverju orði, held að ég sé með eitthvað svipað áhorfshlutfall. Nokkrir leikir sem ég hef hreinlega slökkt á útsendingu í miðjum leik þar sem ógleðin var hreinlega orðinn alltof mikil.

    Maður var mjög skeptískur á þessa ráðningu í byrjuna enda minnir mig að 3% lesenda þessarar síðu vildu fá hann sem þjálfara liðsins þegar Benitez fór. Hann vann sér inn nokkur prik með ágætum kommentum í byrjun en um leið og pressan byrjaði fór heldur betur að fjara undir fæti. Kommentin sem hafa komið frá honum undanfarið hafa verið hreinlega útí hött og hreinlega ekki uppbyggjandi, hvorki fyrir leikmenn né aðdáendur. Ekki hjálpuðu kaupin á Poulsen og Koncheski til við að fá trú á kallinn, hvað þá útlánin á Aquilani og Insua.

    Í dag fer með reglulega inná miðla í þeirri von að búið sé að sparka kallinum en svo virðist sem eigendurnir ætli að sýna honum einhverja þolinmæði. Þó heldur maður í þá barnalegu trú að menn séu eitthvað farnir að vinna á bakvið tjöldin að finna eftirmann Hodgson.

    Í dag er Hodgson með 45,4% vinningshlutfall sem er hans besti árangur hans með félagsliði síðan hann náði 51% vinningshlutfalli með Kopenhagen árið 2000…þar kemur skýringin á Poulsen kaupunum. Það þarf að fara aftur til 1985-9 til þess að hann nái að toppa það hlutfall með stórlið Malmö. Ekki skrítið að hann sé hissa á þessum látum í aðdáendum Liverpool þegar hann er að ná sínum besta árangri í heilan áratug.

    Framundan eru áframhaldandi erfiðir tímar. Maður vonaði að þeir væru yfirstaðnir þegar G&H fóru með látum frá Anfield en því miður þá virðist ástandið inná vellinum lítið hafa skánað og jafnvel vernsað ef eitthvað er. Vissulega kemur fyrir að lið tapa leikjum en það er ekki sama hvernig það er gert. Það að spila í 90 mín gegn Stoke og með landsliðsmenn í flestum stöðum án þess að skapa sér eitt marktækifæri segir manni að það er eitthvað verulega mikið að.

    Niðurstaðan er einföld.

    Hodgson verður að fara.

  8. Fullkomlega sammála og svona hefur þetta einmitt verið hjá mér líka.

    Síðustu 3-4 tímabil hef ég nánast ekki misst af leik með Liverpool. Núna aftur á móti, þá er það frekar undantekning ef ég sé heilan leik. Það er bara ekki nægilega gaman að fylgjast með liðinu núna og áður. Maður er bara orðinn hálf áhugalaus yfir þessu öllu saman.

  9. Þetta er óþolandi. Við eigum ekki að þurfa að skrifa svona pistla. Þegar Liverpool er að spila illa OG tapa á að vera augljóst hvað þarf að gera.

    Frábær pistill. Harma það að þú hafir þurft að skrifa hann. Vona að þú getir skrifað bjartsýnni pistil innan skamms um hvað er spennandi að horfa á Liverpool aftur.

  10. Fyrst kom haust svo vetur, síðan vor og að endingu sumarið. Best að nota þessa líkingu til að lýsa hvernig maður upplifir ástandið hjá Liverpool. Við erum einfaldlega staddir á snjóþungum og leiðinlegum vetri. Það byrjar ekki að vora fyrr en Roy Hodson yfirgefur svæðið.

  11. Frábær pistill þó þetta sé kannski ekki eitthvað sem maður vill þurfa að lesa/skrifa/upplifa! 😉

    En annars smá þráðrán en Danny Wilson lék sinn fyrsta leik með skoska landsliðinu og skoraði í frumraun sinni. Frábært hjá stráknum!

  12. Ég er alveg sammála þessu,ég hef farið á pöbba hér í keflavík og horfa á liverpool leiki en gafst upp á því og keypti mér áskrift hjá stöð 2,ég hef alltaf gaman af liverpool leikjum og þá finnst mér ekki skipta máli hvort það gangi ílla eða vel þó svo maður sé orðinn nett pirraður á þessu ástandi en þegar allt kemur til alls þá er Liverpool jú mitt lið….LIVERPOOL FOREVER….Í BLÍÐU OG STRÍÐU.

  13. Sælir félagar

    Sú líðan sem EÖ lýsir í frábærum pistli sínum er ekki bara hans. Því miður. Hún er mín og ansi margra annarra eftir því sem mér sýnist. Það er sorglegt að okkur stuðningsmönnum þessa liðs, með svo glæsta sögu, skuli líða svona.

    Breytingar þurfa og verða að verða á þessu ástandi. Því er það spurningin hvað getum við gert og aðrir stuðningsmenn Liverpool um England og allan heim? Er hægt að skapa þrýsting stuðningmanna á eigendur að reka RH og ráða KD strax (eða sem fyrst) til að skapa frið og andrými til að þróa liðið frá þessu ástandi?

    Ég er viss um að King Kenny fengi meiri frið og þolinmæði en nú er til staðar hjá stuðningmönnum. Það er ekki víst að hann geti breytt miklu á næstu vikum. En hitt er öruggt að liðið mun ekki leika verr (er það hægt) undir hans stjórn og stuðningmenn yrðu ánægðari með að gegnheill Liverpool maður væri við stjórnvölinn. Maður sem hefur sögu og hefð að baki sér og nýtur mikils álits allra Liverpoolmanna. Þá fengju eigendur líka aðstæður til að byggja upp hernaðaráætlun til langframa án þess að hafa allan stuðningmannaherinn á bakinu næstu vikur og mánuði.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  14. HEY ! hérna er líka einn góður punktur, halló síðan hvenær hafa liverpool aðdáendur verið svona svartsýnir , alveg sammála um að þetta sé hörmulegt tímabil ég meina liverpool hafa alltaf átt bestu aðdáendur við sungum YNWA þegar við vorum að tapa 0-6 á móti arsenal, YNWA

  15. Þetta er akkúrat það sem flestir eru að upplifa. Það var morgunljóst að með ráðningu afdalaþjálfarans Hodgson var ekki verið að hugsa um hag Liverpool. Það var ljóst frá upphafi að hann myndi ekki gera kröfur um að auka gæði Liverpools í leikmannamálum heldur vera strengjabrúða eigendanna. Engar faglegar kröfur gerðar. Ráðningin var gerð til þess að lengja í hengingaról fyrrum eigenda og lengja þann farsa sem söluferlið var. Hodgson hefur fengið sínar 15 mínútur af frægð. Það er engin von …….. með Hodgson.

    Það sem meira er umhugsunarvert er að Henry og Comolli tala nú tungum tveim, út og suður. Þeir skora ekki hátt með síðustu ummælum sínum. Vonandi er Henry rétti eigandinn en hann getur ekki tekið sér tíma til þess í sumar til þess að læra. Aðgerða er þörf strax. Annars fer allt í upplausn og endalaus farsi í janúar og sumar.

  16. Hrikalega góður pistill, ótrúlegt hvað ég er sammála hverju einasta orði og “gaman” að sjá hvað margir eru með manni í sama ástandi. Ég var farinn að efast um Liverpool áhuga minn, en það er greinilega bara einn maður sem ber 99% ábyrgð á öllu þessu.
    -og hann verður að fara

  17. Þessi pistill hefði mátt vera á ensku og þ.a.l. sendanlegur á John W Henry.

  18. Roy Hodgson er bara ekki með nógu stóran pung fyrir Liverpool, hann er með lítinn pung og hefði átt að vera áfram með Fulham, þar mega menn vera með lítinn pung….

    Hann hefur ekki þor í það að spila sóknarbolta og pressa framar á vellinum, þessi maður er alveg glataður, burt með þennan litla pung strax

  19. Já ég verð nú að segja að ég hef ekki mikla trú á þessum nýju eigendum þeir hafa greinilega engar hreðjar og nákvæmnlega ekkert vit á fótbolta ætli við séum ekki bara að stefna inn í annað ömurlegt HogG tímabil með óhæfa eigendur sem eru bara að reyna að kríja aura út úr klúbbnum og hafa ekki minnstu áhyggjur af gengi liðsins.

  20. Alveg sammála. Ég er farinn að fylgjast meira með leikjum annarra liða til að sjá skemmtilega knattspyrnu. Hef fylgst með okkar mönnum ansi lengi. Skemmtilegast þótti mér liðið undir stjórn Evans. Núverandi leikmannahópur Liverpool er ekki beint spennandi sjónvarpsefni – B-mynda leikarar í flestum hlutverkum.

  21. Nákvæmlega. Var einmitt að pæla í þessu um daginn. Er vanur að sjá gjörsamlega alla Liverpool leiki, en í ár hef ég misst af þeim nokkrum. Og þegar ég horfi á liðið sit ég dofinn og þögull fyrir framan skjáinn í stað þess að öskra á sjónvarpið eins og ég er vanur (kærastan er reyndar sátt).

    Og ég er hræddur um að svona verði þetta áfram ef Roy Hodgson heldur áfram. Fínn gaur, en í algjöru rugli í augnablikinu. Hann virðist ekki hafa trú á þessu liði sjálfur, er alltaf talandi um að hópurinn sé ekki sterkari en þetta, og að hann geti ekki unnið alla leiki o.s.frv. Allavega virðist hann hvorki hafa hugarfar né eistu í að rífa þetta upp. Við þurfum nýjan mann til þess. Helst í dag.

  22. 25 komment komin og enginn sem mótmælir pistlahöfundi heldur eru allir sammála. Segir allt sem segja þarf um ástandið.

    Góður pistill Einar sem lýsir tilfinningum lang flestra Liverpool aðdáenda í dag

  23. The opposite of love isn’t hate. It’s indiffernce… (Stephen Fry)

  24. Sama hér…

    Mér er samt ekki viðbjargandi, búinn að horfa á alla leikina – slökkti reyndar á Stoke og er enn með smá sammara.

  25. Þegar símtöl félaganna um einn kaldan og leik eru hætt að detta inn þá er þetta orðin útbreidd veira. Gott að vita að maður er ekki einn….

  26. AMEN AMEN AMEN AMEN AMEN

    Djöfull er ég sammála þér Einar og hef reyndar yfirleitt alltaf verið síðustu 5 árin, er að upplifa það nákvæmlega sama og þú sem er að hlakka ekki lengur til að horfa á leiki liðsins. Ég hef í allan vetur alls ekki verið spenntur yfir enska boltanum, kannski 2 undantekningar á því auðvitað þegar fyrsti leikurinn í deildinni fór fram og maður vissi ekkert hverju maður ætti von á og bjóst auðvitað við því að liðið mundi vinna fyrstu 10 leikina og tróna langefst á toppnum og svo fann ég næst þessa spennu eftir Chelsea leikinn þegar ég bjóst við því að liðið væri að fara á eitthvað mesta skrið sem enskt úrvalsdeildarlið hefur tekið en þessi bjartsýni auðvitað entist í heila 3 daga. Munurinn á mér og þér Einar er sá að ég er enn að sjá alla leiki eða eins og ég hef einhverntímann sagt hér að pína mig í Það, núna er 17 nóvember og maður þarf svo á því að halda í skammdeginu að geta hlakkað til næsta Liverpool leiks en þvi miður er það alls ekki þannig þessa dagana, langar alls ekki til þess að sjá Liverpool-West Ham á laugardaginn.

    Ég spyr sjálfan mig að því oft á dag hvernig menn geta verið svona blindir þarna úti í Liverpool og leyft þessum hörmungum bara að halda áfram. Váá hvað væri gaman að fá svar við þeirri spurningu, það sjá ALLIR og líka Hodgson að það er eitthvað sem alls ekki er í lagi þarna.

    Mér finnst í raun og veru að þessir nýju eigendur séu byrjaðir að svíkja okkur, þeir gáfu eitt loforð sem var að hlusta á stuðningsmennina og þeir geta ekki einu sinni staðið við þetta eina loforð sitt. Það fer ekki framhjá þessum mönnum hver krafa stuðningsmanna liðsins er og þótt þeir væru grafnir inní helli með Osama Bin Laden í Afghanistan þá er krafan bara svo hávær á að kallinn verði látinn fara að þeir myndu verða varir við hana alla leið þangað.

    Svo ég hef bara eitt að segja við Henry og félaga, DRULLIST TIL AÐ REKA MANNINN því það er ekki langt í það að fleiri og fleiri gefast upp á að eyða tíma sínum í þessa vitlausu sem skilar bara tapi á fé til félagsins og það vilja þessir menn varla.

  27. Eins og þið allir sem hafið kommentað hér á undan mér þá er ég algerlega sammála pistli Einars.
    Að vera Liverpool aðdáandi (aðdáandi er bara ekki nógu gott orð yfir samband mín og Liverpool) er bara þreytandi og nánast alltaf orðið leiðinlegt.

    Og það sem tekur þessa angist manns alveg over the top, er þeir sem eru hærra settir hjá klúbbnum en Roy Hodgeson virðast bara ekkert vera að gefast upp á kallinum, hvernig er það hægt?

    Þetta er bara orðin ein helvítis martröð sem ég vil vakna uppúr núna!

  28. frábær pistill….. var með það nákvæmlega í huga og babu þegar hann sagði að senda þetta á henry….. og nú talar henry um að kaupa jafnvel ekkert í janúar….. kannski er hann að lýsa smá vantrausti á roy og VONANDI er þetta byrjunin á endinum hjá hodgeson……..
    með von um gullna skýið í sjónarmáli……..YNWA!!

  29. ORÐ Í TÍMA TÖLUÐ!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

    ÁFRAM LIVERPOOL!!!!!!!!!!!!!!

  30. Þið eruð bara orðnir gamlir!!!!!!
    Ég er alltaf spenntur að horfa á þetta lið, sama hversu lélegir, ljótir og leiðinlegir þeir eru.

  31. Ég reyni að horfa á leikina með Því hugarfari að þegar hlutirnir fara loksins að ganga upp hjá Liverpool þá var ég samt að horfa á leikina þegar illa gekk og mig grunar að tilfinningin að vinna stóran bikar verði enn ljúfari fyrir vikið.

    Að lýsa knattspyrnunni sem við erum að spila núna er svipað og að lýsa gerpinu honum Völu Grand, Flöt, óþolandi og með einhverja pussu sem á ekki að vera þarna í aðalhlutverki.

  32. Það er ótrúlegt að á nokkrum mánuðum hefur statusinn farið úr að vera mjög spennandi tímar framundan (þegar nýjir eigendur voru á leiðinni ínn og kana aumingjarnir á leiðinni út og nýr stjóri að taka við liðinu) þá er statusinn núna þannig að maður hefur nákvæmlega engan áhuga á að horfa á liðið sitt spila.

    Sorglegt í einu orði sagt!

    Er ekki með nákvæma tölu á leikjunum sem ég hef horft á í vetur en þeir eru ekki margir, í mesta lagi 6-7 leikir sem er af sem áður var.

    Roy Hodgson má fara fjandans til!!!!!!

  33. Það er til leið til að losna við framkvæmdastjórann en það er ekki leið sem aðdáendur Liverpool geta hugsað sér. Hún er að mæta ekki á Anfield = Engin innkoma.

  34. Er það ekki málið að Einar þýði pistilinn yfir á ensku og við hinir skrifum okkar nafn á undirskriftalista sem myndi fylgja með pistlinum. Taka svo og senda listann á einhvern sem getur komið honum á framfæri þarna úti. Það er allt í lagi að prófa, oft veltir lítil þúfa þungu hlassi!

  35. Takk fyrir þetta Einar Örn. Afar nákvæm lýsing á voru Liverpool-sálarástandi þessi dægrin! 🙂
    Þú og Paul Tomkins eru með þetta fyrir mig.

    YNWA

  36. Þýða þennan pistil yfir á Ensku og henda þessu í hausinn á þeim…allt svo satt og allt svo rétt!
    Og undirskriftarlisti frá stuðningsmönnum um að RH sé ekki að gera góða hluti og verði að fara má fylgja með…ég skal skrifa undir það.

    Það er frekar ömurlegt að vera með þá skoðun á leikjum Liverpool að manni er alveg sama hvort maður horfi eða fer í IKEA….andsk…sjálfur!

  37. Sammála mörgu (ef ekki öllu) hjá þér. Ræddi einhvern tímann við þig þar sem ég sagði að Liverpool þyrfti að spila leiðinlegan fótbolta til þess að ná árangri. Ég tek þau orð mín til baka, þar sem liðið ræður ekki einu sinni við það.

    Ég vil frekar að liðið standi í ljósum logum og taki áhættu með því að spila blússandi sóknarbolta heldur en að horfa á steingelda knattspyrnu sem byggist á kick and hope taktík með einn framherja og 9 varnarmenn. Lið sem stólar á overalap frá Carra og Konchesky tvo menn sem gætu ekki gefið fyrir þótt lífið þeirra lægi við það mun því miður aldrei ná árangri.

    Barry Glendenning hjá Guardian komst skemmtilega að orði um ástandið hjá City sem dæmi og er ég sammála honum. Hann talaði um að hvort vildu aðdáendur sjá liðið sitt spila ömurlega fótbolta og slefa í 4 sætið eða sjá það taka áhættur og spila skemmtilega (svipað og Blackpool) og auka (mjög líklega) þar með líkurnar á að enda neðar. Ég myndi alltaf kjósa að horfa á skemmtilegan fótbolta. Það er ástæða þess að maður eyðir öllum þessum mínútum í þetta.

  38. Langar að bæta við að leikur Liverpool liðsins lætur Stoke líta út eins og Barcalona miðað við síðasta leik.

  39. Góðan daginn!
    Það hefur verið mikið talað um Rafa vs Roy að undanförnu. Er hægt að bera þessa 2 saman? Veit ekki alveg. Hvor tók við betra liðið? Rafa eftir Houllier eða Roy eftir Rafa. Rafa var með Carra og Gerard upp á sitt besta. Ekki slæmt það. Roy er með Torres og Gerard hvorugir að sýna sitt rétta andlit. Svo ég segi að Rafa hafi tekið við betra liði og þegar hann tók við var ekki allt í fucki í sambandi við eigendur og peninga. Ekki halda að ég haldi með Roy því ég geri það alls ekki. Ég vill hann burt. Skoðum meirri samanburð:
    Rafa vs Roy
    Reyna vinna vs reyna að ná í jafntefli. —-> Rafa
    Skemmtilegur fótbolti vs glataður fótbolti —-> Rafa
    Spila boltanum vs kick and run—-> Rafa
    jafntefli=tap vs jafntefli=sigur —-> Rafa
    halda boltanum innan liðs vs verjast og leyfa hinum að hafa boltan —-> Rafa

    Ég get haldið áfram og áfram það sem Roy er að gera er bara ekki nógu gott og þess vegna vil ég hann burt. This is LIVERPOOL og við eigum að gera betur en þetta. Roy getur ekki gefið okkur það sem við þurfum.
    Áfram LIVERPOOl!!
    Þetta er LIVERPOOL og við erum

  40. Þessi pistill er eins og sagður frá mínu hjarta ! Ég hef meira segja misst af fleiri leikjum en Einar og áhugaleysi mitt er í algeru hámarki. Roy Hodgson er að drepa áhuga minn á enska boltanum smátt og smátt og ef hann verður út þetta tímabil með Liverpool verða ekki fleiri Liverpool treyjur keyptar!

    Roy Hodgson gengur aleinn um götur Liverpool þessa dagana og ekki nema smátt hálmstrá milli hans og John Henry sem heldur honum á floti !

    Burt Burt Burt Roy Hodgson !

  41. Flottur pistill Einar Örn!

    En maður vonar að þetta síist til eigendanna, því allar bloggsíður um félagið garga þetta sama og það er líka ljóst að Henry og co. hlusta á menn eins og Tomkins, sem var kallaður sérstaklega til fundar við hann fljótlega eftir að kaupin gengu í gegn.

    Það var ekki uppselt á Anfield gegn Blackburn og það verður gaman að sjá hvað verður með West Ham – leikinn og hversu margir munu “kjósa með fótunum”.

    En þetta er lægsti punkturinn í manns stuðningsmannaferli. Ég held bara án gríns með allt undir, Souness og dimmu dagana hjá Evans, Houllier og Benitez.

    Og því miður eru eigendurnir ekki mikið fyrir það að rétta okkur vonarneista í vonleysinu….

  42. Palli nr # 43.

    Carra uppá sitt besta þegar Rafa tók við, kanntu annan ? Rafa gerði Carra að heimsklassaMIÐVERÐI eftir mögur ár sem bakvörður.

    Gerrard var klassamiðjumaður þegar Rafa tók við – sem breytti honum í besta framliggjandi sóknarmann í heimi. Houllier spilaði Gerrard mun aftar á vellinum og var m.a. hrifin af honum sem afturliggjandi miðjumaður í fjarveru Hamans.

    Er það ekki m.a. hlutverk stjórans að ná því besta fram úr leikmönnum með einum eða öðrum hætti ? Að Lucas undanskyldum, bentu mér á einn leikmann sem hefur spilað betur undir stjórn RH en undir RB. Mér dettur bara Aqualani í hug, af augljósum ástæðum…

  43. framliggjandi sóknarmaður er auðvitað rangt, framliggjandi miðjumaður á þetta víst að vera – menn sjá hvert ég er að fara 😉

  44. 47 Eyþór
    Kyrgiakos er búinn að spila betur núna td.
    já eins og ég sagði þá var carra að spila vel eins og gerard þegar Rafa tók við en eitthvað sem þeir eru ekki mikið að gera núna.

  45. Þessi grein frá Tomkins er frábær og í raun er mér létt. Ég hef hreinlega haldið að ég væri að tapa trúnni, missa áhuga á liðinu mínu og knattspyrnu yfir höfuð, væri að verða gamall kall sem hefði meiri áhuga á að spegla sig í bjórglasinu sínu en að horfa á Liverpool á skjánum. Eftir leikinn gegn Stoke var ég alvarlega að spá í að vaða í testosteronmælingu, slíkt var ástand sálar og líkama eftir ömurlegan leik. Þetta er þó greinilega almenn og bráðsmitandi veiki sem er að leggja hraustustu menn um allar jarðir. Nýjir eigendur liðsins hljóta að sjá þetta, hver vill reka kompaní sem veldur slíkum verkjum, aukaverkunum og leiðindum? Slíkt getur seint skilað arði. Hodgson verður að fara.

  46. Sælir félagar

    Ég spurði eftir farandi spurningar “Er hægt að skapa þrýsting stuðningmanna á eigendur að reka RH” í kommenti#16. Því miður hefur hún ekki fengið neina efnislega umfjöllun. Ég ítreka spurninguna og vona að þeir sem best vit hafa á og tengsl útí hinn stóra heim (les. Liverpool og víðar) manni kálið.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  47. Liverpool er stórkostlegur klúbbur þó svo að það sé ekki hægt að segja það sama um liðið. Ég hef hinsvegar gaman af hverjum einasta leik og hlakka til að sjá West Ham leikinn og fá mér 2 öllara með honum. Mig minnir einhvernveginn í fyrra að það hafi verið svipaðar umræður í gangi og eru núna nema að þá var allt eigendunum að kenna að liðið var ekki að standa sig og núna er ALLT Roy Hodgson að kenna. Jú öll þurfum við óvini til að afsaka slæmt ástand og það er fínt að geta tekið út alla reiðina á einum manni.
    Það eru hinsvegar nokkrir aðrir hlutir sem eru að trufla þetta lið.
    1. T&G ástin er of sterk og umræðan um að þeir tveir séu þeir einu sem geti spilað fótbolta hjá klúbbnum skekkir alla mynd fyrir leikmenn og þjálfara og rífur liðið í sundur. þ.e.a.s. liðsheildin hverfur.
    2. Sammy Lee er með of sterk ítök varðandi leikmannahópinn og ábyrgð hans hefur að mér hefur sýnst aukist eftir að Hodgson kom inn. Sammy Lee er nefnilega mikill fylgismaður dugnaðar og hlaupa en er ekkert endilega kært um tækni og útsjónarsemi.
    3. Hugmyndir klúbbsins um reynslu fram yfir getu og vilja eru úreltar. Það er nauðsynlegt að nýta sér reynda leikmenn á réttum stöðum og unga og klára stráka á réttum stöðum. Reyndir leikmenn eiga heima á miðjunni, þar sem þeir eru hjarta liðsins en á meðan við höfum eytt 2 árum í að gera efnilegan leikmann að reyndum leikmanni (Lucas) þá hefur liðið verð í bypass mode. þ.e.a.s. spilið fram hefur þurft að fara beint úr vörn og fram og miðjunni sleppt.
    4. KANTMENN, við höfum enga. Enska deildin byggir á góðu kantspili í dag og flottum fyrirsendingum en við höfum hvorki menn á köntunum né menn inni í teignum.
    5. Breidd. Leikmenn þurfa að geta spilað sínar stöður en ekki þurfa að hoppa úr sinn stöðu til að bjarga annari á kostnað þeirrar þriðju. t.d. notkun Mereiles á kanti, sem myndi svo´miklu betur nýtast liðinu í stöðu Lucasar. t.d. Carra í bakverði svo´ekki þurfi að nota nýliða (Kelly). T.d. notkun MaXI á kanti, sem hefur ekki getuna, viljan eða hraðann sem þarf til þess að sinna starfi kantmanns.
    6. síðastliðin 3 ár (líka undir stjórn Benitez) hafa öll lið í deildinni pressað okkur á miðjunni. sökum breiddarleysis okkar á vellinum dugar það gegn Liverpool. Það þarf ekki að pressa á kantana eða loka þeim. í Evrópuleikjum hefur þetta ekki verið gert og því höfum við fengið meira pláss til að vinna með boltann í þeim leikjum, það þýðir að Rafa og Roy eru jafn sekir um að spila evrópubolta en ekki enskan bolta og það dugar ekki í PL.
    Svo er það náttúrulega hárrétt að leikstíll Roy er viðbjóður og á ekki að líðast hvort sem hann nær árangri með honum eða ekki. þVí Liverpool menn sætta sig alveg við fallegan fótbolta og tap en þeir sætta sig aldrei við ljótan og leiðinlegan fótbolta þó hann leiði til sigurs.

  48. Frábær pistill, að mínu mati er Einar Örn yfirburðarpenni hér á Kop.is. Dópista líkingin á einnig við í mínu tilfelli, ætla samt að reyna að taka þetta í smærri skrefum núna og reyna að halda mig frá útileikjum liðsins.

  49. Þetta er maðurinn sem Hodgson er að refsa burt frá Liverpool
    http://www.youtube.com/watch?v=JUEzHFlwHl4
    Þetta er maðurinn sem Hodgson setti uppí til að hafa efni á Konchesky
    http://www.youtube.com/watch?v=yNF2WHzZu9g
    Þetta er maðurinn sem Hodgson lánaði til Juventus af því að hann var með of breiðan hóp.
    http://www.youtube.com/watch?v=eeIW6-gRB6M
    http://www.youtube.com/watch?v=zklgnhA6x_E
    Þetta er gæinn sem Hodgson ákvað að vantaði á miðjuna hjá Liverpool
    http://www.youtube.com/watch?v=tjne4HOKokI
    Þetta er maðurinn sem Rafa og Sammy Lee vildu ekki nota nema í neyð
    http://www.youtube.com/watch?v=86BG9HLbPjo&feature=related
    Þetta er maðurinn sem Hodgson vil ekki nota því hann er með of sóknarþenkjandi leikstíl
    http://www.youtube.com/watch?v=V7myn0ZiG30&feature=related
    Þetta er gæinn sem Rafa tókst að eyðileggja og Sammy Lees segir að sé of hraður og of sóknarþenkjandi fyrir Liverpool, Hodgson er sammála.
    http://www.youtube.com/watch?v=tGw6lgmYrzo

    Guð blessi Liverpool

  50. Mikið er ég sammála og geri orð Donnu Summer að mínum/okkar niðurdreginna púllara (ekki að ég fíli hana og skal þetta alls alls ekki tekið þannig 🙂 ) og beini þeim til eiganda okkar ástsæla klúbbs.

    Enough is enough

    “If you’ve had enough,
    don’t put up with his stuff,
    don’t you do it
    If you’ve had your fill,
    get the check pay the bill,
    you can do it

    Tell him to just get out
    nothing left to talk about
    pack his raincoat show him out
    just look him in the eyes and simply shout

    Enough is enough is enough
    I can’t go on, I can’t go on, no more no
    enough is enough is enough
    I want him out, I want him out that door now”

  51. Ja mikil eru leiðindin og ég gæti ekki verið meira samála Einari sem skrifar þennann pistil og ég get heldur ekki lengur boðið konunni minni sem skilur ekki fótbolta lengur upp á að horfa á þessa leiki ,því að ég er ekki fólki sinnandi í nokkra tíma eftir tapleiki. En mér datt nú í hug þegar ég las þetta að kanske væri bara best ef svo fer að Daglish taki við hvort ekki væri möguleiki á því að Roy Evans yrði hans aðstoðarmaður,þó ekki hafi honum tekist að vinna titil þá var boðið upp á alvöru fótbolta og hann gaf mönnum eins og Owen og Gerrard séjnsinn og þó hann sé orðinn gamall þá held ég samt að hann sé töluvert yngri en fittnesþjálfarinn hans Hodgson.

  52. Bara ef það væri jafn auðvelt að skipta um lið og nærbuxur, þá væri maður löngu búinn að því. En ætli Liverpool fylgi manni ekki til æviloka… eins slæmt og það er í dag.

  53. Fáránlega “spot on” grein hjá bæði þér Einar Örn og svo Tomkins. Kann alltaf að meta Tomkins betur og betur með hverri grein sem ég les! Vonandi biður Henry um annan fund með honum og fær þetta beint í æð!

  54. Full mikill væll hérna, var í þunglyndi en nú er það bara snaran !!

    Annars er það nú alveg pottþétt að Hodgson hleypir Aurelio ekki í liðið á kostnað síns manns.

    Það væri nú kannski hægt að byggja upp smá spil hjá liðinu með Aurelio, Agger og Johnson í vörninni ásamt Kyrgi en þessa tel ég vera okkar besta kost í dag þegar allir eru heilir.

  55. Ég er svo sammála.
    Ég hef verið stuðningsmaður Liverpool frá unga aldri, alveg síðan að foreldrarnir gáfu mér búning þegar ég var 4ja ára. Hef ávallt verið stoltur Poolari. Síðustu ár hef ég verið áskrifandi af Sportrásunum og verið sáttur við að borga 12000 kr. fyrir boltann. Í október ákvað ég að segja upp boltanum þar sem að ég neita að borga fyrir áhorf á bolta sem er leiðinlegur á að horfa. Maður lætur sig hafa það að horfa á leikina á netinu.

    Mér finnst meinið að stórum hluta vera Roy Hodgson. Leikstíll og hugsjón mannsins er ekki Liverpool sæmandi. Metnaðarleysið er augljóst, spila upp á jafntefli á móti miðlungsliðum er óásættanlegt og viðurkenna að jafntefli á heimavelli hafi verið ásættanleg úrslit eru fyrir neðan allar hellur. Því er ljóst að maðurinn verður að fara og nýtt blóð krúsjal, maður sem fær mann til að trúa á ný!!!!

  56. Johnson – carra – agger – insua
    Meireles – lucas – aqua – jovanovic
    gerrard torres

    bekkur: Kuyt, maxi, babel, pacheco, aurelio, skrtel, kelly,ngog.

    Hodgson hefði þurft að fá einn á free transfer og kaupa meireles og láta liðið bara spila sinn venjulega fótbolta. Ekkert annað. Flott Hodgson.

  57. Ef Hodgson mundi tala eins og sannur leiðtogi með hreðjar og væri með mikla kænsku í taktík þá myndi ég styðja hann. En hann hefur ekki kúlið, hann má þó eiga það að hann er fyndinn kall.

  58. Algjörlega sammála EÖE.

    Þvílík móðgun við okkur LFC aðdáendur af Hodgson hálfu að bjóða okkur upp á svona knattspyrnu, veit hann ekkert um söguna?

    Það þarf þó að fara varlega í að henda upp youtube myndböndum og gráta þá leikmenn sem eru ekki hér lengur, það geta allir litið vel út á youtube. Gremst einnig að fjöldinn allur sér nú Aquilani í hillingum þótt hann hafi ekki gert nokkurn skapaðan hlut á meðan hann var hjá LFC.

  59. Er ekki aðeins verið að ofmeta Aquaman með þessu Youtube myndbandi? Ansi þunnt efni þar á ferð þykir mér.

  60. Liverpool er STÓRVELDI, verður , er og hefur verið ..það Á að spila vandaðan sóknarbolta þar sem hver einasti útileikmaður spilar til sóknar. Í dag spilum við skelfilega leiðinlegan fótbolta sem er ekkert í áttina við sóknarbolta , og svo erum svo á töflunni í 11 sæti eftir 13 umferðir með 16 stig og svo höfum við stjóra sem er með minni hreðjar en Justin Bieber.Vill losna við karlræksnið eins strax og kostur er og fá karl við stjórnvölin eins og til að mynda Didier Deschamps eða Guus Hiddink.
    YNWA

  61. Amen!

    Minn áhugi dvínaði allverulega síðasta tímabil, einfaldlega vegna þess hversu leiðinlegur fótboltinn var. En þetta tímabil hefur verið hrikalegt! Mér finnst allt í lagi að horfa á jafntefli sem innihalda nokkur mörk eða þessvegna tapleiki sem bjóða a.m.k. uppá góðan sóknarbolta.

    Ástandið í dag er bara hörmung, það er nákvæmlega ekkert jákvætt hægt að taka útúr spilamennskunni og áherslunum hjá Hodgson og öll skemmtun er farin úr því að horfa á liðið.

    Nýjan stjóra helst í gær.

  62. Af fréttum að dæma þá er Benitez orðinn valtur í sessi hjá Inter líkt og Hodgson hjá Liverpool. Hodgson skilst mér er vinsæll hjá Inter aðdáendum og Benitez hjá mörgum Liverpool aðdáendum. Geta félögin ekki komið sér saman um að skipta á stjórum 😉 ……það er nú þekkt að innan skólakerfisins nemenda og kennaraskipti milli landa e.t.v. mætti taka upp svona stjóraskipti

  63. Að allt öðru, Steven Gerrard er eini maðurinn með viti í leik Englands og Frakklands.

  64. Gerrard að meiðast í landsleiknum á móti Frökkum. Hversvegna er Gerrard látinn spila í 90 mín í einhverjum fáránlegum vináttulandsleik.

    By the way, hvaða bull tímasetning er á þessum vináttuleikjum og hvervegna er ísl landsliðið að flækjast yfir hálfan hnöttinn til að spila vináttuleik við ísrael.

  65. Djöfulsins rugl er þetta, Gerrard “varafyrirliði” er látinn spila 90 mín og meiðist í andskotans æfingaleik!! Meðan Ferdinand (fyrirliði enska, en ekki Man utd), spilar 45!!

  66. Af hverju er ekki hægt að láta menn bara spila í 45 í þessum fjandans vináttuleikjum.
    djöfulsins helvíti og þá verður miðjan í næsta leik Aurelio Poulsen Spearing Meirales.

  67. Darren Burgess, einn úr læknaliði Liverpool er alveg bandbrjálaður á Twitter:

    Completely amateurish and now we pay for their incompetence. Absolutely disgraceful

    Unbelievable from all associated with England and English FA with regard to SGs injury. Completely ignored agreement and past history.

  68. FA = Fjandans Asnar.

    Ótrúlega flott landsleikjavika marklausra leikja skilar Gerrard, Skrtel og Kuyt meiddum. Fara að finna þessa galdrakerlingu takk!!!

  69. Frábært líka að önnur “stóru nöfnin” sem spiluðu í kvöld, Rio Ferdinand, Gareth Barry, Ashley Young og Theo Walcott fengu bara 45 mínútur í spilatíma í kvöld. Hverjir aðrir voru í liðinu? Jú, Ben Foster, Joleon Lescott, Kieran Gibbs, Phil Jagielka, Jordan Henderson, Steven Gerrard, James Milner, Andrew Carroll. Af hverju í helvítinu var Gerrard látinn spila fram á 84. mínútu þangað til hann meiddist?!?

  70. Nei Ingimar, ég sakna Riera mjög mikið og það var mjög illa farið með hann hjá Liverpool eins og marga aðra efnilega leikmenn undir stjórn Benitez og það versta er að Hodgson er að halda áfram á sömu braut, núna vill hann losa sig við 2 fljótustu leikmenn liðsins. Babel og Jovanovics því að hann leggur ekki upp með að leikinn sé hraður bolti. Og #70 og 71, þá vil ég minna þá menn sem eru búnir að gleyma árinu í fyrra að Aquilani var kosinn maður leiksins í 5 af þeim 9 leikjum sem hann fékk að spila meira en korter. Og hann lagði upp fleiri mörk en Lucas hafði gert í 2000 mínútur, auk þess sem hann skoraði. En hann var ekki nógu “duglegur” og harður fyrir Benitez og Sammy Lee.

  71. 91

    Riera var nú allt annað en efnilegur…

    Hann er 28 ára.

    Þú bara ræðst ekki á varaliðsleikmann á æfingu.. Sama hver þú ert..

    Eina rétta var að láta hann fara.

  72. Það var Hodgson sem losaði sig við Aquilani og Insúa og var alveg til í að selja Lucas vegna þess að honum þótti AA, Lucas og Insúa latir á æfingum.

That’s it for me

Meiðsli: afsökun eða tækifæri?