Stoke er ekkert djók

Á morgun eigum við laugardagsleik sem er frétt útaf fyrir sig. Auðvitað hittir það engu að síður þannig á að það hentar okkur ekkert sérstaklega þar sem við spiluðum leik á miðvikudaginn síðast og virkuðum þá svo þreyttir að við létum WIGAN líða eins og Barcelona í 70.mínútur.
Stoke eins og Wigan hefur núna fengið einn dag meira í hvíld og meðan við spilum að mestu á sama liðinu er þetta eitthvað sem í alvörunni skiptir máli.

Það breytir því þó ekki að þarna erum við að tala um afsakanir fyrirfram og Liverpool FC á bara ekkert að þurfa að afsaka sig fyrir leik gegn Stoke og hvað þá eftir leik gegn Wigan. Við eigum að keyra á þetta lið af hörku og sækja, sækja, sækja og sækja.

Ef við dettum í sama hörmungarfarið og við fórum í megnið af leiknum gegn Wigan þar sem við sitjum, bíðum og sjáum hvað þeir ætla að gera þá kaffærir Stoke okkur. Bæði með kantspili, baráttu, háloftaboltum og jafnvel innköstum. Ef við hinsvegar ákveðum að leggja leikinn ekki upp eins og aumingjar og sækja á þetta lið og pressum eins og við gerðum við Chelsea í fyrri hálfleik efa ég ekki að Liverpool með Gerrard og Torres fremsta í flokki eigi að jarða Stoke.

Eitthvað efast ég þó um að þessi ósk mín rætist, til þess þarf liðið að geta haldið boltanum og eins og liðið sýndi gegn Wigan getur það tekið upp á því að klikka bókstaflega á öllum sendingunum! Það er þeirra að afsanna þetta hjá mér því ég efast stórkostlega um að Damien Comolli nenni að horfa lengi á þennan fótbolta sem við sýndum gegn Wigan og glætan að hann vilji á einhvern hátt teljast ábyrgur fyrir svona knattspyrnu.

Nei Stoke er ekkert djók lengur og við þurfum að hafa heilmikið fyrir því að ná í stigin þrjú á Brittania. Reyndar þurfum við fyrir það fyrsta að sýna það í verki að við viljum öll stigin þarna og þ.a.l. ekki spila upp á jafntefli.

Hvað liðið varðar þá efast ég um að við breytum miklu fyrir þennan leik, samt einhverju:

Reina

Carragher – Kyrgiakos – Skrtel – Konchesky

Johnson – Lucas – Gerrard – Maxi
Kuyt

Torres

Tippa á að Kyrgiakos komi inn fyrir Kelly og Glen Johnson fari á hægri kantinn fyrir Meireles (veit reyndar ekki stöðuna á honum). Dirk Kuyt heldur áfram fyrir aftan Torres þó ég taki nú fram að það er alls ekki eitthvað sem ég fagna enda flokkast ég alls ekki í þann hóp sem fagnar því gríðarlega að sjá Kuyt “loksins” sem sóknarmann í 4-4-2 og hvað þá sem playmaker og mannsins sem á að taka við boltanum. Hann er gríðarlega góður í að pressa og fínn slúttari og nýtist nákvæmlega ekki neitt í liði sem situr aftarlega og pressar sama og ekkert nema á eigin vallarhelmingi. Þegar við spilum þannig vantar frekar heyfanlegan mann sem er 3,18m á hæð og lunkinn með boltann og hæfur til að koma honum á fljóta manninn sem spilar fremst.

Lið Stoke er byggt upp á gríðarlega líkamlega sterkum leikmönnum sem skýrir alls ekki út hvað Eiður Smári er að gera þarna. Þeir eru erfiðir í loftinu og hafa ennþá Rory Delap sem hættulegt vopn þegar kemur að innköstum. Sóknarlína þeirra er furðu sterk og svei mér ef þeir eiga ekki meiri breidd þar heldur en við, Jones er mjög sterkur, Fuller er líka hættulegur og Sanli Tuncay stefndi nú einu sinni í að verða leikmaður sem myndi gera eitthvað merkilegra en að vera á bekknum hjá Stoke…eins og reyndar Eiður Smári.

Það er þegar uppselt á Brittania völlinn og þar er alveg rosaleg stemming allajafna og alveg ljóst að við erum að tala um allt annan leik heldur en við sáum á miðvikudaginn og ef við spilum eins og þá er alveg morgunljóst að við eigum ekki séns í Stoke.

Spá: Við eigum þó ennþá a.m.k. þrjá leikmenn sem þeir geta einungis látið sig dreyma um og þeir klára leikinn fyrir okkur. Reina heldur hreinu, Torres kemur okkur yfir og fyrirliði draumaliðsins míns…og Liverpool klárar þetta úr víti á 46.mínútu.

Opinbera síðan heldur allavega áfram að sýna okkur “smá kjánahrolls” myndir af Melwood þar sem allir eru ofsalega hamingjusamir:


Gaman af þessu.

Sjáumst á Players, bæði í kvöld og á morgun.
Babú

p.s. Já og þegar það kemur neikvæð frétt um leikmenn okkar í Daly Mail, takið því sem gleðiefni enda fínt að miða bara við að þeir hafi alltaf rangt fyrir sér.

Kudos samt á Reina að skjóta þessar sögur samt strax niður (af LFC.TV):

“I have not told the manager that I wish to leave in January, or at any other time. It is important our fans know this.

“I have a long-term contract at Liverpool and I am fully committed to the club.

“Our new owner met me and some of the other players last week and I was very happy with what he told me.”

51 Comments

 1. Þetta verður fáááránlega erfiður leikur, kjánalegt að segja þetta þar sem við erum nú að fara spila á móti Stoke en þetta eru engar ýkjur. Leikmennirnir augljóslega líkamlega þreyttir á miðvikudag og eitthvað segir mér að þeir verða ekkert mikið ferskari á laugardaginn. Væri til í að sjá liðið svona:

  Reina
  Johnson – Kyrgiakos – Carragher – Konchesky
  Kuyt – Lucas – Shelvey – Maxi
  Gerrard
  Torres

  En eins og ég sagði, mjög erfiður leikur á móti liði sem byggist aðalega upp á líkamlegum styrk en held samt að við náum að setja 1 frá Torres að sjálfsögðu ! 0-1 !

  YNWA

 2. Stoke út. Liverpool hefur en ekki unnið útileik í deildinni við vonum að á morgun verði breyting á!

  Reina er flottur og fer hvergi..

  Nú er bara að von að RH noti ekki Pulsuna og Torres haldi áfram að skora.
  Vonandi þurfum við ekki að prirrast mikið yfir þessum leik.

  lEiður verður á bekknum og við fáum 3 stig!

  “The hard work starts now” var haft eftir RH í miðlum í morgun.

  Með temmilegri bjartsýni
  YNWA

  • “The hard work starts now” var haft eftir RH í miðlum í morgun.

  Hvað voru þeir þá að gera fram til nú?

 3. Liverpool var reyndar að landa sigri gegn Bolton á útivelli fyrir sirka 2 vikum. Vona samt að annar útisigurinn komi á morgun.

 4. Það eru bjartir tímar framundan – Meira að segja Poulsen telur að hann geti bætt sig !

  Ég ætla að segja 1-2 sigur okkar manna, Gerrard með mark úr vítaspyrnu og Johnson með hitt.

  Þetta verður virkilega erfiður leikur, bið bara til guðs að við spulum eitthvað annað en 8-1-0-1 með Torres einan frammi.

 5. Ég vona að Kyrgiakos detti inn í liðið, því hann er ákkúrat týpan af varnarmanni sem við þurfum á móti Stoke. Að öðru leiti vona ég að liðinu verði ekki mikið breytt, þó það sé viss hætta á því enda virðast menn vera mjög þreyttir.

 6. Ætla ekki að missa mig í væntingunum eins og fyrir Wigan leikinn, sagði reyndar fyrir hann að Stoke leikurinn yrði miklu erfiðari og stend enn við þau orð, getum hins vegar vel unnið á morgun ef liðið ákveður að mæta til leiks en það gleymdist gegn Wigan.

  Mín Spá 1-1 og Torres skorar.

 7. Verður enn eitt jafnteflið, nema að menn fara að sína einhvern metnað á móti lélegri lium!!!!!!!!!!!!

  ÁFRAM LIVERPOOL!!!!!!!!!!!!!!!!!

 8. RH er búinn að segja að Cola, Johnson og Agger muni ekki taka þátt í þessum leik en Soto gæti mögulega komið inn í liðið.
  Ég myndi segja að liðið yrði nánast óbreitt:

  Reina – Kelly – Carra – Skrtel – Konshecky – Kuyt – Lucas – Gerrard – Maxi – Meireles – Torres.

  Líklegt eða ekki??

  YNWA!

 9. Pepe Reina er maðurinn en þetta verður erfitt verkefni.

  Hallast að jafntefli en vonast eftir sigri.

  Players!!!

 10. Held það sé líklegra að Hodgson taki Kelly út frekar en Konchesky fyrir gríska guðinn. Að öðru leyti verður þetta væntanlega bara sama lið og síðast. Þetta endar þetta 0-1, Kyrgiakos verður maður leiksins enda klæðskerasniðinn að leikstíl Stoke. Mér segir sá hugur að hann muni skora eins og í fyrra á Britannia.

 11. Smá þráðrán
  En varðandi nýjan framherja er þá ekki Antonio Cassana eitthvað sem vert er að skoða vel?
  Þó hann hafi verið til vandræða hjá Sampdoria þá hlítur að vera hægt að temja hann svo skilst mér að hann fari frítt frá þeim.
  Hann og Torres ættu að geta sett inn nokkuð af mörkum saman

  http://www.givemefootball.com/premier-league/new-torres-partner-could-be-available-on-a-free?
  Hér er myndband af ótemjunni http://www.youtube.com/watch?v=3–8s5PTC4M

 12. Það er ekki mikil bjartsýni á mínum bæ.

  Þetta verður gríðarlega erfitt prógram og miðað við skelfilegan árangur okkar á útivöllum undanfarna mánuði og taktíska hugsun RH þá held ég að við komum til með að liggja aftarlega á vellinum og bjóða Stoke í heim(stór)sókn og reyna að finna Torres einan á toppnum sem kann ekki góðri lukku að stýra og Stoke tuddast yfir okkur 2-0.

 13. Þó hann hafi verið til vandræða hjá Sampdoria þá hlítur að vera hægt að temja hann

  Temja Antonio Cassano? Í alvöru?

 14. Ööööööö Cassano, nei takk!!!!!

  Væri frekar til í að fá Lee Boweyr og Joey Barton á miðjuna :), má vel vera að Cassano sér fínn leikmaður en það er blaut tuska í hausnum á þessum dreng og hann hefur verið til vandræða hjá öllum liðum sem hann hefur verið hjá.

 15. Það sem ég hef mest áhyggur af fyrir þennan leik er hvort Einar Örn muni sjá um leikskýrsluna, gæti verið málið að hann fái frí frá þeirri skyldu það sem eftir lifir tímabils ; )

  Reina er þvílíkur snillingur og alveg hans stíll að skjóta þetta bull niður strax, algerlega frábær markvörður og persóna.

 16. Ég vona að við fáum að sjá Babel ( ef hann er klár) eða Milan Jovanovic á kantinum á morgun.
  Liðið verður svo ótrúlega bitlaust framávið þegar við erum ekki með hraða leikmenn á köntunum.
  Ég vonast til þess að Hodgson komi á óvart á morgun og spili 4-4-2 með Torres og N’Gog frammi og Kuyt á hægri og Babel eða Milan á vinstri kantinum. Svo verða Gerrard og Lucas saman á miðjunni. Veit það einhver hvort að Meirales sé klár í þennan leik, var hann ekki veikur ?
  En það sem þetta er útileikur þá er ákaflega erfitt að spá sigri en verður maður ekki að segja 1-2 sigur.

 17. Ég er bjartsýnn fyrir þennan leik þótt örli á kvíðahnúti í maganum. Leikurinn við Stoke er prófsteinn á hvort liðið sé hrokkið í gang eða ekki. Að mínum dómi meik eða breik leikur í vissum skilningi.

  Tek undir að Reina er ekki aðeins einn besti markvörður heims heldur afburða maður og félagi. Allt sem ég hef lesið um Reina er á sömu lund; hér er á ferðinni heilsteyptur og klár náungi með báða fætur á jörðinni. Íþróttamaður af bestu gerð.

  Hitt er annað mál að LFC lifir að vissu leyti á lánuðum tíma hvaða varðar sína lykilmenn. Það er morgunljóst að nú verða nýju eigendurnir að sýna hvers þeir eru megnugir. Strax í janúar verður að kaupa minnst eitt stórt nafn til að sýna leikmönnum, aðdáendum og keppinautum að LFC er back to business. Þá þarf að fá fram ákvörðun um framtíð Anfield og vonandi verður þess ekki langt að bíða að við fáum nýjan stjóra.

  Annars fara stjörnurnar okkar – svo einfalt er það. Þessir menn eru alvöru íþróttamenn; þeir vilja berjast um titla og við bestu liðin.

 18. “Hey! af hverju kaupum við ekki þennan”

  Hvað ætli það séu margir sem fá kjánahroll við lestur svona setninga hérna.

 19. Vil sjá okkur pressa þetta Stoke lið alveg í klessu.
  Það mun allavega ekki virka að spila eitthvað “kick & run” vegna þess að þeir kunna það hvað best af öllum liðunum í deildinni. Með griðarlega sterkt lið líkamlega og stóra leikmenn.

  Væri líka alveg til í að sjá Babel og Pacheco í hóp svona til tilbreytingar.

 20. Þetta verður erfiður leikur. Vonandi verður Meireles með og Carra og Soto miðverðir. Wigan leikurinn náði manni niður á jörðina en samt finnst mér stemningin vera góð í liðinu. Hef trú á að við merjum 0-1 sigur í miklum baráttuleik. Kæmi mér ekki á óvart að amk eitt rautt spjald færi á loft. Held að fyrirliðinn okkar landi þessum sigri fyrir okkur. Já, og svo góða skemmtum í kvöld!

 21. Hodgson var svona drullu ánægður með að hafa sett Poulsen inn á á móti Wigan og hann er þess fullviss að þeir hefðu ekki tryggt sér stig ef þessi skipting hefði ekki komið…
  Og eru menn ennþá bara að hugsa um að styðja á fullu við bakið á þjálfaranum????
  Guð minn almáttugur!

 22. Nú ætla ég að vera jákvæður. Flott upphitun.

  Ég held að liðsmenn séu mjög svekktir yfir því að hafa ekki klárað leikinn s.l. miðvikudag og enn skvekktari yfir því að hafa spilað ömurlega. Á því von á betri leik okkar manna. Hvort það dugi til sigurs er stór spurning. Annað hvort jafntefli eða sigur okkar manna.

 23. 25#

  Hahaha mikið svakalega hló ég að mynd 4, “Fernando Torres apparently isn’t a fan of sharing”.

 24. Það er þá eitthvað í kollinum á Wayne Rooney. Í Draumaliði hans er Pepe Reina í markinu….

 25. Finnst engum að skrtel ætti að detta úr liðinu ef kyrgi er klár. kelly-carra-kyrgi-konch.
  Skrtel búinn að vera mjög óöruggur og klaufskur oft á tíðum.

 26. Strákar og stelpur við TÖKUM þennan leik eða þannig. Gerrard segir að hann hafi átt að skora á móti Wigan og að stuðningsmenn geti kennt sér um og sagði að leikmenn hafi eitt miklu púðri í Chel#”#$#” leikinn, þannig að menn voru ansi þreyttir í síðasta leik eins og ég hef bent á. Tökum þetta 3-1 jess jess.

 27. RH heldur áfram að byggja menn og liðið upp:

  http://www.dailymail.co.uk/sport/football/article-1329267/Liverpool-boss-Roy-Hodgson-impressed-defender-Glen-Johnson.html

  drullar sem sagt yfir Glen Johnson, nánast segir honum bara að fara í janúar og svo reynir hann að benda okkur á hvað Poulsen er nú flottur:

  ‘When I sent on Poulsen for the last 15 minutes or so against Wigan, it enabled Steven to push forward more and add a bit to our attacking endeavours,’ said Hodgson. ‘It almost won the game for us, because Steven was very unlucky with a shot that came back off the underside of the bar.’

  Við þurfum alvöru stjóra ekki seinna en í gær ! RH er ekki að höndla þetta.

  John Henry og félagar eru að byrja vel en þeir þurfa að átta sig á því að við þurfum nýjan stjóra. Comolli ætti að geta beint þeim á það.

 28. Eiginlega nausynlegt að Kyrgiakos detti inní dag og er mér eigilega alveg sama fyrir hvaða varnarmann, þurfum verulega á honum að halda til þess að skalla frá löng innköst Delap. Það er eins gott að Hodgson ætli ekki að láta liðið liggja til baka og bjóða Stoke 2800 löng innköst á vallarhelmingi okkar því þá er leikurinn pottþétt tapaður. Bara pressa á þá og setja 2-3 mörk.

 29. nr 33. Mér finnst ummæli Roy í garð Glen Johnson fullkomlega réttmæt. Bullið í Hodgson þegar hann prísar og lofar liðið þegar frammistaðan er hrein hörmung fer mun meira í taugarnar á mér en réttmæt gagnrýni á latan stofukött eins og Glendu.

  Johnson er enskur landsliðsmaður for crying out loud en spilar algjöru metnaðar- og áhugaleysi. Bara að láta helvítið heyra það!

 30. Ég væri alveg til í að hafa þetta lið en Gerrard fer í holuna og Meireles fer sem Gerrard var. Og Cole verður kanski til fyrir leikinn, og hann fer fyrir Maxi Kuyt fer út af

 31. Vá veistu ég gæti ekki verið meira sammála þér Þórður Víkingur (#35). Hodgson er alls ekki að hraun eitthvað yfir Glen Johnson heldur meira að benda á hið augljósa. Johnson hefur alls ekki og þá meina ég alls ekki spilað á sinni raunverulegu getu og eiginlega þá varpar hann bara ábyrgðinni algjörlega yfir á hann. Þetta er í raun rétt hjá RH þar sem hann segir að GJ geti klárlega spilað betur heldur en hann hefur gert í ár. Þetta finnst mér vera meira “pep up” heldur en eitthvað diss á GJ og nú er það bara undir hægri bakverðinum komið að sanna að hann sé betri en hann hefur sýnt í ár.

  Vonandi kemur sigur í dag ég held að leikurinn fari 1-2 fyrir LFC.
  Forza Liverpool.

 32. Johnson kom þokkalegur inn í Napoli leikinn um daginn og vonandi fer hann að hressast eins og margir aðrir, hann var eigilega bara jafn slakur og aðrir í liðinu í upphafi tímabilsins og vonandi nær hann að rífa sig upp eins og Gerrard og Torres eru að gera núna.

 33. Er Meireles meiddur? Er nefnilega ekkert búinn að sjá frétt um það…
  Vonandi að Pacheco verði í hópnum á eftir, ömurlegt að sjá að RH hafi bara útilokað hann eftir þarna bikarleikinn, skemmir bara sjálfstraust hans með að rífa hann svona alveg úr hópnum eftir að hann var búinn að standa sig mjög vel þegar hann fékk a koma inná.

  En mín spá 1-2 Torres með 1 og Gerrard 1.

  YNWA!!

 34. Þórður víkingur og maður að austan, Sjálfsagt er gagnrýnin á Johnson réttmæt, en tímasetningin er fáránleg, Johnson er ekki í hópnum í dag og því hefur gagnrýni á leikmenn utan hópsins bara slæm áhrif á móralinn í liðinu.

 35. Mér finnst að það eigi að halda svona málum innanbúðar. Roy á að lesa yfir Johnson á æfingum eða kalla hann inn á skrifstofu ef hann er ósáttur við hann. Skil samt alveg að Roy sé ekki sáttur með frammistöðu Johnson á tímbilinu því hún hefur ekki verið nægilega góð. Johnson er samt frábær leikmaður og besti sóknarbakvörðurinn í deildinni, og ég hef fulla trú á að hann taki við sér.

  Annars má búast við hundleiðinlegum leik á eftir. Stoke spilar einn leiðinlegasta fótbolta sögunnar og svo eru Liverpool ekki beint þekktir fyrir mikla skemmtun á útivelli. Mæli með að menn helli uppá sterkt kaffi fyrir leik.

 36. Mér finnst alltilæ að láta menn heyra það innan veggja liðsins…. en að gagrýna þá í blöðunum er í raun tvíeggjað sverð!

  getur haft þau áhrif að hann girði sig í brók eða að hann drullar feitt uppá bak……

  en jákvæða við þetta er að hann er kominn með harða samkeppni um stöðuna sína þar sem kelly er byrjaður að sanna sig vel í bakvarðastöðunni og samanber að hann er að spila sinn annan leik í röð með u21 liðinu á móti þýskalandi….. og það er alveg klárlega ekki sjálfgefið að GJ er með öruggt sæti í byrjunarliðinu sem er jákvætt að menn berjist svolítið um sæti sín í liðinu….

  þessi leikur verður miðjumoð og við setjum hann í seinnihálfleik…… 0-1 kóngurinn með markið

 37. Eru komnar einhverjar fréttir af byrjunarliðinu ?

  Mér líst ekkert á að Hodgson hafi gefið í skyn að Poulsen yrði í liðinu í þessu viðtali…. þá vil ég frekar að Meireles detti inn á miðjuna og Gerrard færi sig framar…

 38. Ég verð að segja það að ég er fullkomlega sammála Roy varðandi Glen, og ef fólk les það sem hann sagði þá er ansi erfitt að halda því fram að Roy hafi “drullað yfir” Glen.

  Einnig er ég sammála því að það að setja Poulsen inná í síðasta leik hafi verið rétt ákvörðun. Wigan voru að valta yfir miðjuna hjá okkur og við þurftum að þétta hana svo menn eins og Gerrard gætu farið lengra fram og linkað við Torres. Og það er það sem gerðist. Okkar bestu mínútur í leiknum fyrir utan fyrstu 10 mín. var þegar Poulsen var kominn inná.

 39. Grétar, Roy á þá að gera þetta, ef hann telur sig knúinn til þess, þegar Glen spilar en ekki þegar hann er frá vegna meiðsla.

 40. hvað er málið með Pacheco??? afhverju fær hann ekki einu sinni að vera í hópnum? minnir að hann hafi verið valinn besti maður á u19 í sumar

 41. Það verður gaman að heyra afsakanir Hogdson eftir tapið á eftir.

  Hann hefur notað þær allar í vetur og á bara eftir að viðurkenna að hann ræður ekkert við verkefnið og segja upp

 42. Er ekkert að frétta af byrjunarliði? Hvar hefa menn verið að pikka svoleiðis fréttir upp?

KOP QUIZ / BJÓRKVÖLD FÖS. 20:00

Liðið gegn Stoke: