Chelsea er víst að mæta á Anfield – upphitun

Á morgun er sunnudagurinn 7.nóvember 2010.

Fyrir 11.umferðina í ensku deildinni eru okkar menn búnir að vera að þvælast í neðri helmingin deildarinnar og þess vegna auðvitað erum við að drepast úr neikvæðni og pirringi, sannfærð um að allt sé ömurlegt, frá framkvæmdastjóranum á toppi trésins niður í tedömurnar í rótum þess.

Á morgun gæti það breyst!

Mótherjarnir eru Chelsea, besta liðið í deildinni hingað til, og með því að sýna góða frammistöðu gegn þeim og hvað þá ef/þegar stigin þrjú detta í hús þá verður upplitið á okkur annað. Sigur mundi færa okkur í efri hluta deildarinnar og góð frammistaða gegn toppliði er nokkuð sem við þurfum, enda ekki sést síðan gegn Arsenal í fyrsta leik. Liðin tvö úr “borginni illu” fóru illa með okkur um allan völl og nú er komið að næsta verkefni á móti liði sem við viljum vera að keppa við.

Eftir síðustu fjóra leiki liðsins er maður farinn að gefa sér vonir sem maður gerði ekki fyrir 3 vikum. Liðið er farið að sýna glefsur í leikjum sem gefa til kynna að það sé fært um að skora mörk og verjast vel. Fyrirliðinn er að vakna, Maxi, Lucas, Reina, Kyrgiakos og Meireles hafa verið að leika vel, Torres, Johnson og Konchesky að finna gírana sína. Svo ég leyfi mér að vonast eftir almennilegum leik og skemmtun á morgun!!!

Byrjunarliðið okkar á morgun held ég að verði svona:

Reina

Johnson – Carragher – Kyrgiakos – Konchesky

Lucas – Poulsen
Meireles – Gerrard – Maxi
Torres

Bekkurinn Hansen, Spearing, Shelvey, Kuyt, Kelly, Skrtel, N´Gog.

Ég tek það skýrt fram að þetta er ekki það lið sem ég myndi vilja stilla upp, en ég held að Hodgson hafi enga trú á Jovanovic eftir frammistöðuna á fimmtudaginn og hann vilji vera varkár gegn Chelsea. Get látið fljóta með það lið sem ég vildi sjá, en ég held að verði alls ekki:

Reina

Kelly – Carragher – Kyrgiakos – Konchesky

Lucas – Meireles
Johnson – Gerrard – Maxi
Torres

En óháð öllum pælingum um taktík og leikmenn þá finnst mér ég hafa séð ákveðinn neista í augum leikmanna og stemmingin er að koma aftur á Anfield. Eigendurnir eru að lyfta skítaskýinu yfir klúbbnum og mér finnst ég sjá það á fagnaðarlátum okkar drengja þegar við skorum og baráttunni þegar við verjumst. Chelsea munu fá að heyra gríðarlegan hávaða frá The Kop og við fáum alvöru leik. Ég hef ekkert verið að gleðjast yfir öllu sem Hodgson hefur gert, en myndin hér að neðan er kannski táknræn fyrir það sem gengið hefur á, þegar hann fagnaði í rigningunni gegn Northampton, á “low-point” ferilsins hingað til þegar við jöfnuðum.

Nú er hætt að rigna neikvæðni og vonandi sjáum við karlinn fagna almennilega í uppstyttunni. Ég vona auðvitað að hann nái árangri því hann er viðkunnanlegur náungi að öllu leyti, óháð árangrinum hingað til sem ekki er enn ásættanlegur. En það gæti breyst á morgun!

Mótherjana þarf ekki að ræða um, Chelsea eru með besta leikmannahópinn í deildinni og á liðinu er ekki veikleik, þó að vissulega sé gott að Malouda sé meiddur og verði ekki með. Við þurfum einfaldlega að eiga toppleik til að vinna þennan hóp fótboltamanna sem koma úr efnaðri hluta Lundúnaborgar og ætla sér klárlega sigur.

En okkar menn hafa öðlast trú á verkefnið og hvattir dyggilega af bestu stuðningsmönnum í heimi munum við vinna þennan leik, 2-1 með mörkum frá Kyrgiakos eftir horn og Torres í uppbótartíma!

KOMA SVO!!!!!

61 Comments

 1. fuck off chelsea fc
  You aint got no history,
  5 european cups,
  18 leagues
  thats wat we call history!

  fuck off chelsea fc
  You aint got no history,
  5 european cups,
  18 leagues
  thats wat we call history!

 2. Poulsen verður ekki með á morgun, hann bara verður ekki með á morgun….

  Við vinnum 2 – 1, andskotinn hafi það.

 3. Held að þetta verði “make it or brake it” leikur.

  Slæmt tap gæti kippt fótunum algerlega undan leikmönnum. Sigur myndi lyfta mönnum upp til skýjanna og gefið gott búst fyrir það sem koma skal. Jafntefli myndi svo sýna mönnum að þeir væru á réttu róli en ekkert meira en það.

  Vona innilega að við vinnum þennan leik en er skíthræddur við hann. Er líka hræddur við hvað Hodgeson gerir á móti Chelsea, að hann pakki bara í vörn og fari aftur í “Fulham mode” og verði sáttur við að tapa ekki of stórt.

  Koma svo Liverpool
  YNWA

 4. Góð upphitun en ég er mikið ósammála þér með að Skrtel detti út úr liðinu. Hann og Kyrgiakos eiga bara að fá að halda áfram í miðri vörninni. Það er hreinlega spurning hvort Carra verður áfram í bakverðinum og Johnson á vængnum, þar sem ég efa að Hodgson treysti Kelly í svona stórleik.

  Myndi vilja sjá þetta lið:

  Reina

  Carra – Kyrgiakos – Skrtel – Konchesky

  Lucas – Meireles
  Johnson – Gerrard – Rodriguez
  Torres

  Já, og Grétar Rafn var að koma Bolton í 2-0 gegn Tottenham. Við getum rennt okkur alveg í rassgatið á Spurs með sigri á morgun. Koma svo!

 5. Það er nú betra að njóta velgengni dagsins í dag heldur en að lifa á velgengni gærdagsins.

 6. Ég vona það að liðið verði eins og Kristján setti það upp.
  Carra á að vera í bakverðinum á morgun enda treysti ég ekki Johnson þarna en hann er frábær framar á vellinum.
  Ég ætla að vera bjartsýnn á þetta og segi 2-1 sigur og við náum Tottenham að stigum

 7. sammála Kristján Atla með liðið sem hann setur upp nr 7.. þetta er okkar sterkasta lið en hvað var superman (kuyt) ekki líklegur til að ná leiknum. þá held ég að Skrtl detti út johnson niður og Kuyt á H,kantinn.. en ef ekki vil ég sjá liðið hjá Kristján Atla !

  sigur á morgunn væri fáranlega sterkt við færum upp í 15 stig hliðina á tottenham (sem eru að tapa núna fyrir Bolton) og Bolton fer þá líka í 15 stig. WBA er líka með 15 en spila á heimavelli gegn Man City á morgun sem eru með 17 stig. flott ef það færi jafntefli og við vinnum !! þá erum við komnir uppí súpu af liðum með 16 og 15 stig svo eigum við leik á miðvikudag gegn Wigan sem á að vera öruggur sigur.. sigur á morgun og miðvikudag gætu breytt svo fáranlega miklu ! er að deyja úr spenningi

 8. Bolton í 3-0 á Reebok á móti Tottenham. Sigurinn okkar þar virðist núna þeim mun betri!

 9. Má benda á þá skemmtilegu staðreynd eftir Bolton – Tottenham leikinn að Tottenham hefur aldrei unnið á Reebok Stadium.

 10. Algjörlega sammála uppstillingu Kristjáns Atla, mikilvægt að hafa varnarlínuna sterka í þessum leik og þess vegna mundi ég líka vilja Carra í bakvörðinn. Johnson hefur því miður verið út á þekju í vörninni það sem af er, held að hann gæti nýst ágætlega á vængnum á morgun. Tel samt litlar líkur á því að liðið verði þannig, er pínu smeykur um að Maggi hafi rétt fyrir sér og Poulsen verði á miðjunni og Meireles á kantinum.

 11. Fan #14

  Þó svo að Hargreaves sé leikmaður Man Utd, þá er bara ekkert fyndið við það að hann sé að meiðast. Þó að þeir séu erkiféndur okkar, þá sýnir það bara vanvirðingu hjá þér að gera grín að manni sem hefur unun að því að spila fótbolta og getur það ekki vegna eilífra meiðsla.

 12. Sammála Kristjáni Atla með byrjunarliðið. Ekki rétt að hrófla við vörninni sem haldið hefur bara býsna vel undanfarið. Jafnvel þótt það þýði Carra í bakverðinum. Johnson gæti virkað mjög vel á hægri kant og svo verður Maxi að halda stöðu sinni í byrjunarliðinu þar sem hann hefur stigið upp undanfarið. Ætla rétt að vona að RH nái þessu og detti ekki í þá vitleysu að henda Poulsen þarna inn. Þetta er leikurinn. Núna er tækifærið að hætta meðalmennskunni og senda skýr skilaboð. Ég hef trú á að okkar menn geri það. 2-1 og G&T sjá um þetta. Skál.

 13. Mér finnst ekkert fyndið við meiðsli Hargreaves, nákvæmlega ekki neitt. Bara sorglegt að þessi ágæti knattspyrnumaður muni að öllum líkindum þurfa að leggja skóna á hilluna alltof snemma.

 14. Eftir daginn i dag mun lida einhver timi thar til United menn setja ut a Ji Sung Park aftur !

 15. @ 6 Styrmir…

  Sammala…thessi leikur hefur mikid ad segja um hvernig framhaldid verdur…..Eg tel tho ad jafntefli seu god urslit fyrir LFC.

 16. því miður er ég ekki að sjá liverpool halda í meistaranna á morgun 1-3, draumur væri að liverpool vinni þennan leik og að paulsen, konchesky og Carra skora fyrir liverpool, nei .
  En Torres og Gerrard þurfa að vera í fantaformi og liðið þarf að pressa Chelsea um allan völl, Liverpool þarf að eiga mjög góðan leik frá markverði til frammherja til að vinna þetta lið.
  Óskin er að liverpool vinni en raunhæft mat mitt er að sjálfstraust liverpool leikmanna er of lítið til að vinna Chelsea.

 17. Ég veit ekki, finnst einhvernvegin eins og við séum ekkert ólíklegir að taka Chelsea á morgun, enda liðið á heimavelli og á sæmilegu run-i.

  Lýst ágætlega á þessa uppstillingu hjá KAR þó ég vilji reyndar eins og áður ekki sjá Carra í bakverði. Ef Johnson er heill þá vill ég fá hann þanngað og ef hann er ekki þá Kelly í bakvörðinn. Carra er miðvörður fyrir mér og ef hann slær ekki Skrtel eða Kyrgiakos út úr þeim stöðum ætti hann að fara hugsa sinn gang. Spái að Carra og Skrtel verði saman á morgun ef nota á Johnson frá byrjun (sem ég efa reyndar).

  Við vinnum þetta 1-0 á morgun.

 18. Því miður hef ég ekki trú á að við gerum neinar rósir á morgun. Spái 0-2 fyrir Chelsea þó ég voni nú að það verði á hinn veginn. Mér finnst bara svo margt vera happa glappa hjá Liverpool þessa dagana. Það vantar allt skipulag og lipurt spil og vörnin hefur ekki beint verið traustvekjandi. Man síðan ekki betur en Chelsea hafi verið okkur erfiðir þó við höfum líka unnið stórkostlega sigra gegn þeim:-) Muniði ákveðinn leik tímabilið 2004-2005?!!!:-)

 19. Hvernig er það, hafa liðsuppstillingarnar ekkert lekið út á netið ?
  chelsea hefur oftast auglýst byrjunarliðið hjá sér degi eða tveim fyrir leikina og hjá Liverpool degi fyrir leik.

 20. Ég væri til í að hafa liðið eins og var postað það (neðri). En hafa Glen Johnson inn á og taka Konchesky út af og setja Martin Kellly inn á í staðinn.

 21. Reina

  Johnson – Carragher – Soto – Konchesky

  Maxi – Lucas – Gerrard – Jovanovic
  Mereiles
  Torres

  Líka hægt að henda Ngog fram og mereiles á kantinn

 22. Ég vona að Kuyt verði klár í þennan leik en ég held að hann sé bara ekki í nægilegri æfingu til þess að spila eins og hann er vanur og því vona ég að hann byrji á bekknum.

  Ég væri til í að sjá liðið svona á morgun.

            Torres
  

  Maxi Gerrard Johnson
  Meirales Lucas
  Konchesky Skrtel Soto Carragher
  Reina

  Ef að Malouda verður með á morgun þá mun Johnson verða í vandræðum með hann og því vil ég hafa Carragher þarna og Johnson í að aðstoða hann.
  Svo eru chelsea menn hrikalega sterkir í föstum leikatriðum og því er nauðsynlegt að hafa bæði Soto og Skrtel inná vellinum.
  Poulsen má vera á bekknum en ALLS ekki á vellinum því þar mun hann ekki hjálpa til.
  Lucas og Meirales á miðjunni með Johnson og Maxi á köntunum og Gerrard að hjálpa til á miðjunni.
  Menn eins og Torres og Gerrard VERÐA að eiga stórleik ef við eigum að fá 3 stig, þessi leikur er hrikalega mikilvægur uppá framhaldið á tímabilinu og með sigri þá fær liðið þann meðbyr sem þarf til að komast á topp 4 og þangað verðum við að komast sem fyrst.

  Við erum á heimavelli og þar eigum við bara ekki að óttast nein lið og við eigum að sækja á öll lið sem þangað koma og láta þau fara heim stiglaus.

 23. Æji voðalega fer þessi uppstilling í skapið á mér.
  Hvernig fer ég að því að setja liðið á síðuna án þess að allt fari í steik ?

 24. Jæja ég fann byrjunarliðið hjá chelsea eða nánast allt liðið.

  Ancelotti hefur verið óhræddur við að tilkynna byrjunarlið sín á blaðamannafundum. „Ég get gefið ykkur níu nöfn,” sagði hann þegar hann var spurður um byrjunarliðið en óvíst er hvort Michael Essien geti spilað.

  „Cech, Ivanovic, Alex, Terry, Cole, Mikel, Zhirkov, Anelka og Drogba. Svo Malouda eða Kalou, Essien eða Ramires.”

 25. Get bara ekki verið sammála því að jafntefli séu góð úrslit fyrir okkur, ég fer fram á 3 stig í hverjum einasta leik og færi klárlega fram á fleiri en 3 væri það í boði.

 26. Já.

  Enn er liðið ekki lekið á netið svo ég hendi inn mínum fimmeyringi. Skrtel er að mínu mati ekki nógu klókur í kollinum og ég vel því Carra fram yfir hann. Carra er að eldast og á erfiða daga en hann er maður toppleikjanna frá A-Z og svo er Kyrgiakos orðinn svakalega mikilvægur í set-piece atriðunum okkar svo ég vel þá saman fyrir minn smekk.

  Svo held ég pottþétt að við munum þurfa vængmenn báðu megin til að krossa og þess vegna held ég að Johnson fái sénsinn til að skella nokkrum inní, hins vegar gæti vel verið að Carra væri settur þarna til að verjast.

  En ef svo verður og svo Lucas og Poulsen taka svo miðjuna munum við tapa, því við megum ekki leggjast aftarlega gegn Chelsea, þá stúta þeir okkur.

 27. Engan Poulsen, engan Ngog.
  stillum upp því liði sem Maggi vill sjá, setjum Lucas á Mikel og leikurinn verður jafn.

 28. 33: Góður pistill, mjög skemmtileg lesning.

  Ég hef annars litla trú á að leikurinn á morgun verði eitthvað skemmtiefni fyrir okkur Liverpoolmenn, þetta CFC lið er hrikalega sterkt og í öðrum klassa en við, þannig er þetta bara. Væri mikið til í að fara aftur til pre-Roman tíma þegar CFC var ‘bara’ svona Aston Villa eða Tottenham í mesta lagi. En NESV vonandi gera e-ð svipað fyrir okkur og koma okkur aftur þar sem við eigum heima.

 29. Ef maður hefur eitthvað lært öll þessi ár sem maður hefur verið að fylgjast með fótboltanum þá er það sú staðreynd að það getur allt gerst. Chelsea eru án nokkurs vafa besta liðið á Englandi í dag, með samansafn frábærra knattspyrnumanna auk frábærs þjálfara, eeeen þrátt fyrir það eru þeir ekki ósigrandi frekar en önnur lið, og á Anfield innan um aðdáendur Liverpool sem eru komnir með blóð á tennurnar (eða ætti ég frekar að segja komnir með tennur aftur) eru bara nokkrar líkur á að meistararnir gæti misstigið sig.

  Chelsea eru bara búnir að spila 2 leiki á tímabilinu sem geta talist “erfiðir”, heimaleik gegn Arsenal sem Chelsea vann 2-0, og svo útileik gegn Man City sem City vann 1-0.

  Leikurinn á morgun er alveg fáránlega mikilvægur fyrir Liverpool, með sigri ásamt hagstæðum úrslitum úr öðrum leikjum gætum við skotist uppí efrihluta deildarinnar, en ekki síður mikilvægt yrði það mikla móralsbúst sem sigur myndi framkalla.

  Markahæðsti maður deildarinnar er leikmaður Chelsea, Florent Malouda nokkur sem var um tíma á leiðinn að verða leikmaður Liverpool, og man ég vel eftir þónokkuri spennu á meðal Púllara um að fá hann til okkar, en svo fór því miður ekki, litlar líkur eru á að hann verði að angra okkur á morgun vegna axlarmeiðsla en hann gæti auðvitað poppað upp óvænt, vona auðvitað samt ekki. Auðvitað má ekki gleyma fyrrum leikmanni Liverpool, Anelka sem stórhættulegur en ég held að hann muni ekki eiga góðan leik á morgun, vona ekki í það minnsta : )

  Í tippkeppni sem ég er í ásamt öðrum byrjaði ég á að setja táknið “2” á þennan leik, með skítabragð í munninum auðvitað, svo þegar ég hafði hugsað minn gang eilítið breytti ég tákninu í “X” og lét þar við sitja og skilaði inn spánni minni í gær. Það fyndna er að ég er enn með skítabragð í munninum, og ef ég mætti breyta þá myndi ég í dag setja “1” á leikinn : )

  Svona er maður búinn að fara hringinn með þennan leik, við vitum að þetta verður erfitt á morgun, og 1 stig úr leiknum væri svona fyrirfram ágætis niðurstaða en nei………. ég vil fá 3 stig úr leiknum hversu ólíklegt sem það kann að virðast, enda þegar öllu er á botnin hvolft, þá getur allt gerst í fótbolta.

 30. Skemmtileg hugleiðing, að eftir leiki dagsins í dag þá með 2-1 sigri á morgun færum við í 8 sætið!

 31. Flottur pistill Sigurjón. En ég verð að vera ósammála þér í einu. Þú segir að miðjan verði Lucas, Meireles og Gerrard og þar af leiðandi fái Torres litla aðstoð. Mér hefur einmitt fundist þetta vera sú miðja sem gefur Torres lang mesta aðstoð nú í vetur. Það var ekki fyrr en þessi miðja fór að ná saman að við fórum að sjá betri bolta hjá okkar mönnum, og einhver tækifæri fyrir Torres að moða úr.

  En allavega, ég hef góða tilfinningu fyrir þessum leik á morgun, þó hann verði svakalega erfiður. En eitt er víst, þetta er stórt próf. Ég vil að sjálfsögðu ekki sjá neitt annað en sigur, en ég get fyrirgefið tap ef við spilum góðan bolta, pressum hátt og látum Chelsea menn vinna fyrir hlutunum. Það væri kannski tap í leiknum, en sigur svona in the long run.

 32. Ég hef ekki séð byrjunarlið morgundagsins staðfest en hef lesið hinsvegar einhverja orðróma um að það sé svo hljóðandi:

  Reina – Konchesky, Kyrgiakos, Carragher, Johnson – Lucas, Meireles – Maxi, Gerrard, Kuyt – Torres

 33. 33 með flottan pistil þarna. Af hverju er þessi maður ekki orðinn opinber kop.is penni ? Annars gaman að því hvað það eru margir góðir pennar að skrifa á þessa stórgóðu síðu og ekki síður hvað okkur tekst svona oftast að halda okkur málefnalegum hérna.

  En þess fyrir utan þá vinnur Liverpool þennan leik í dag, annað kemur ekki til greina. Drogba dettur einu sinni í markið og Gerrard og Torres setja svo tvö.

 34. Flott upphitun og ég er nokkurnveginn sammála liðinu nema eins og Kristján Atli þá myndi ég hafa Carra í bakverði… en þó aðeins í þessum leik. Það eru þó engar líkur á því að Johnson spili kant, ég er hissa á því að Benitez hafi ekki prófað Johnson á kantinum í fyrra þegar hann dalaði. Oft á tíðum spilaði hann Aurelio eða Dossena á vinstri kanti þegar það vantaði lausnir, ógnun og fyrirgjafir frá vinstri. Það hefði verið fínt ef Benni hefði prófað það með Johnson því ég held að Hodgson hafi ekki það frumkvæði en hann má endilega afsanna þá skoðun mína! Annars er allt hægt í þessum leik ef Gerrard finnur sig eins og í Napolí leiknum, maðurinn getur gert miðlungslið að stórgóðu, einbeittu knattspyrnuliði með markmið ef hann spilar vel og sýnir ákefð. Svo einfalt er það að mínu mati!

  (33#) Mjög góður pistill og skemmtileg lesning Sigurjón. Það sem kemur mér hinsvegar á óvart er að hann hefur bara fengið 2 komment frá Chelsea mönnum. Ég leyfi mér að fullyrða að þessi ágæta síða myndi sennilega hrynja ef svona pistill yrði skrifaður hér af Chelsea eða Manchester United manni. Sérstaklega nokkrum dögum fyrir svona stórleik!

  Þori samt engan veginn að spá fyrir leikinn í dag. Vona það besta!

 35. Það hefur gengið þokkalega síðustu dagana en því miður er engin ástæða til að ætla að við vinnum Chelsea, best að gera sér ekki of miklar væntingar en vera raunsær. Ég spái því jafntefli 2-2 og að Lucas og Meireles skori mörkin okkar.

  Varðandi pistil Sigurjóns (vel gert) á Chelsea síðunni þá verð ég að segja að Kop.is-síðuhaldarar mega vera stoltir af sínu verki þegar þessar tvær síður eru bornar saman, vefsíða Chelsea klúbbsins (sem n.b. eiga lið í efsta sæti deildarinnar) hafði að geyma tvö comment þegar ég las greinina en Kop.is (sem er ekki einu sinni síða Liverpool-klúbbsins heldur nokkurra aðdáenda) hefur að geyma tugi og jafnvel hundruð commenta í hvert skipti. Og Liverpool er um miðja deild. Ég þori líka að veðja að heimsóknir inn á þennan Chelsea vef hafa rokið upp úr öllu valdi síðustu klukkutímana og að ca. 97% þeirra heimsókna eru Liverpool manna (vegna pistils Sigurjóns).

  Enn ein rós í hnappagat Kop.is.

 36. Flottur pistill Sigurjón!

  Chelsea er auðvitað lið sem tiltölulega nýlega vakti athygli hér, fyrst almennt þegar Gudjohnsen fór þangað og auðvitað duttu þar inn skemmtileg nöfn, Zola, Gullit, Vialli og félagar svo auðvitað er ekki að reikna með að þar sér mikill haugur aðdáenda. Enda bendir Sigurjón snyrtilega á það í sínum pistli.

  Einu sinni fannst mér gaman að Chelsea, með Kerry Dixon og Pat Nevin á fullri ferð, en það var fyrir ansi löngu. Styð t.d. Sigurjón algerlega með Didier Drogba og vill eiginlega útiloka öll þau lið í Kop.is deildinni sem er með hann innanborðs!

  Ennþá nokkuð bjartur fyrir daginn og bíð spenntur eftir upphafsspyrnunni….

 37. skv. RAWK er liðið svona:
  Reina, Carra, Skrtel, Soto, Konchesky, Lucas, Meireles, Johnson, Maxi, Gerrard, Torres

 38. Vonandi rétt lið hjá RAWK, beðið lengi eftir því að sjá Johnson á kantinum.

 39. Tad væri bara snilld ef lidid væri svona eins og RAWK hafa sett tad upp og frabært ad sja Johnson a kanntinum.

 40. Vonandi er þetta rétt lið, held að Johnson geti sprungið út á kantinum, hann er miklu nær því að vera kantmaður heldur en Kuyt tildæmis. En er þetta áræðanlegt lið? eru það þessir sem hafa alltaf verið að leka liðinu og haft það rétt?

 41. Líst vel á þetta eins og RAWK er með og svo verða 3 stig í hús. 😉

 42. sama dæmið með Bale hann er einn efnilegasti í bransanum allt eftir að hann kom á kantinn..
  vona mikið að johnson sé á kantinum ef það er rétt gef ég Hodgson smá props í 1skipti !!

 43. Nauj, liðinu lekið á RAWK eins og kemur fram í ummælum #47 og það er nákvæmlega eins og ég sagðist vilja sjá það í ummælum #7 í gær!

  Johnson verður sem sagt á kantinum, fyrir framan Carra:

  Reina

  Carragher – Kyrgiakos – Skrtel – Konchesky

  Lucas – Meireles
  Johnson – Gerrard – Maxi
  Torres

  Það er ekki hægt annað en að vera spenntur þegar maður horfir á þetta byrjunarlið. Við erum að mæta besta liði Englands í dag og það verður að teljast nokkuð líklegt að við töpum en samt … þetta er Anfield, þetta er sókndjarft lið og Gerrard er í stuði. Það getur allt gerst.

  Come on you Reds!

 44. Sigurjón, frábær pistill hjá þér. Algjörlega eins og talað úr mínu hjarta og skemmtilega skrifaður einnig, mjög litríkur penni þar á ferðinni. Eitt sem þú mættir kannski breyta ef þú hefur tök á og enginn hefur minnst á hér að ofan, þú ruglast ítrekað á árunum 2008 og 2009. Þetta eru auðvitað bara smámunir og trufla eflaust ekki neinn nema smámunasaman fullkomnunarsinna eins og mig. Þú segir t.d. að 4-4 leikurinn gegn Chelsea hafi verið í CL 2008 og að Liverpool hafi endað í öðru sæti með 86 stig vorið 2008. Þetta var bæði vorið 2009 og tímabilið á eftir þegar við byrjuðum gegn Tottenham var þá 2009-2010.

  Smámunir.

  En frábær pistill.

  Hörður

 45. Hver verður “play-makerinn” okkar í dag? Ætlum við kannski bara að reyna skyndisóknir og langa bolta úr varnarlínunni? Vona ekki. Það væri frábært ef Johnson gæti tekið Bale á þetta og Liverpool fengi þá e-ð sem væri 17 milljón punda virði fyrir félagið.

  Það er mikil pressa á Liverpool fyrir leikinn, enda hættum við ekki að gera kröfur um titla fyrr en slökknar á sólinni eða félagið verður lagt niður, hvort sem verður á undan nema samtímis sé. Chelsea koma ekkert óhræddir til leiks heldur og það er engin ástæða til að vera með einhverja minnimáttarkennd, sérstaklega ekki á Anfield þar sem við erum venjulega manni fleiri.

  Þetta eru laaang skemmtilegustu og mest spennandi leikirnir, Chelsea, ManU og svo önnur stórlið á meginlandinu. Glætan að maður sætti sig við jafntefli, það ætti að útrýma þeim úr fótboltanum (ég er að tala um jafnteflin hérna, ekki Chelsea… og þó). Ég get alveg lifað með tapi, svo lengi sem það er í lagi með stemminguna í liðinu, þannig að leikurinn sé ekki tapaður fyrirfram. Ef menn ætla að reyna að “ná” jafntefli þá verður þetta of erfitt, bæði fyrir liðið og mig og minn blóðþrýsting – það þýðir ekkert annað en sókn til sigurs.

  Góða skemmtun í dag gott fólk.

 46. Flott lið og vonandi skemmtilegur leikur framundan en ítreka það að ég myndi vilja skipta á Mereiles og Gerrard þannig að hann yrði playmaker á miðju en týnist ekki undir toppnum!

 47. Carol búinn að skora á móti Arsenal ,væri hann ekki góður kostur í Janúar?

 48. Þetta lið sem gengur um netið núna, eins flott og það lítur nú út fyrir að vera, er víst langt frá því að vera rétt samkvæmt Jimmy Rice, ritara á LFC.tv.

  JimmyRiceWriter
  Can’t tell you the team until an hour before kick off BUT I can tell you the line-up doing the rounds on here is way off.

  1. Andy Carrol var að skrifa undir 5 ára samning við Newcastle og ættum við að virða það, þýðir ekki alltaf að um leið og einhver einstaklingur slær í gegn hjá minna liði þá verða öll stóru liðini að kaupa hann í næsta glugga, leiðinleg hugmyndafræði.
 49. nr.58
  Ætli það verði ekki búið að setja hann inn í fangelsi í janúar 🙁

Viðtal við John W. Henry og Tom Werner

Liðið gegn Chelsea