Byrjunarlið kvöldsins gegn Napólí

Liðið er það sem lekið var í gær:

Reina

Johnson – Carragher – Kyrgiakos – Konchesky

Poulsen – Spearing
Shelvey – Meireles – Jovanovic
Ngog

Bekkur: Hansen, Gerrard, Lucas, Wilson, Kelly, Skrtel, Eccleston

Enginn Torres eða Kyrgiakos í hópnum, hugsanlega er Meireles inni á miðju og Shelvey á kantinum. Fullkomið rugl á mér!!! Sorry…

Koma svo!!!!

151 Comments

 1. Hefði viljað sjá Wilson byrja.. finnst vera kominn timi a byrjunarleik hja honum

 2. Þetta verður erfiður leikur enda er Napoli ekki lélegt lið. Ég óska mér þess þó heitast að liðið eigi góðan leik og sýni að þeir vilja vinna leiki.

 3. hvað er málið með að Pacheco er ekki einu sinni í hópnum (og hefur ekki verið í hóp síðan gegn Northampton) ???

 4. Er ekki einhver sniðugur sem getur hent inn link á leikinn á netinu? Er að vinna og væri fínt að hafa hann í bakrunni 🙂

 5. mér fynst alveg óþolandi að vera með Pacheco og nota dreinginn ekkert!!!! hann hefur ekki sést síðan gegn Northamton .. og ekki einu sinni á bekknum…. hér með aulýsi ég eftir uppl.. um kaðuð ef einhver veit hvar hann er og hvað sé að? þetta átti að vera eitt flottasta efni sem við höfum keipt og er að standa sig eins og hetja með U 19 spáni en fær ekki einusinni að verma bekkin hjá okkur!!! ef hann væri hjá Arsenal þá veri hann búinn með 2-3 góð ár í liðinu…. eða hvað

 6. skv uppstillingunni her að ofan er skrtel bæði í byrjunarliðinu og á bekknum, en rett virðist vera að grikkinn byrji og skrtel er á bekknum

 7. Afhverju eiginlega þarf Poulsen að vera í liðinu, ég veit ekki um ykkur mér finnst hann bara lélegur í shit

 8. Líst ágætlega á liðið utan við Poulsen. Það væri óskandi að Jovanovic færi að sýna eitthvað aftur, mér fannst hann öflugur í fyrstu leikjunum en svo hefur hann lítið gert. Er sammála mönnum um Pacheco, þetta er að verða í besta falli stórundarlegt! Það væri til dæmis afskaplega gott að geta sett Mereiles niður á miðju, Pacheco á kantinn og Poulsen útaf ef þetta er ekki að ganga um miðjan leik!!!

 9. sop://broker.sopcast.com:3912/82153
  Þetta er ágætur sopcast linkur….það fyndna við það eru amerískir þulir sem eru einhvern veginn svo ótrúverðugir að það er bara fyndið 🙂

 10. Liverpool byrjaði ágætlega en Napoli menn eru að komast meira inn í þetta, liðin eru að skiptast á að sækja. Ágætlega líflegt fyrsta korterið.

 11. Fjandi er þetta flottur galli sem Reina er í, fyrsta skipti sem mig langar í markmannstreyju : )

 12. Vá hvað Johnson á samt að vera á kantinum. Hann er búinn að taka fleiri á í þessum leik en allir kantmenn okkar til samans á þessu tímabili. Þ.e.a.s. miðjumenn sem er spilað á köntunum!

 13. Ekkert pláss fyrir Pacheco .
  en MANNFÝLAN er með 3. varnarmenn á bekknum

 14. POULSEN MEÐ FLOTTA STOÐSENDINGU !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

 15. sá ekki betur en það væri misheppnaður skalli frá Pulsunni sem kom þessu marki af stað hjá Napoli….

 16. Hvað er með Poulsen! Hvernig er hægt að vera svona lélegur en vera samt í byrjunarliði Liverpool?

 17. Ég held að Poulsen hljóti bara að vera búinn sálfræðilega. Hann er bara stressaður á bolta og gerir alvarlega mistök trekk í trekk. Held að þessi maður ætti að sleppa því að klæðast treyjunni framar.

  Góð kaup Hodgson !

 18. Ég leyfi mér að fullyrða það að kaupin á Poulsen séu þau verstu sem stjóri Liverpool hefur gert. Maðurinn er ömurlegur fótboltamaður!

 19. Þetta var yndislega andfúlt hjá Poulsen. Boltinn dettur niður úr loftinu á hann, enginn nálægt honum og hann hefur tíma til að laga te og drekka það áður en hann skallar … og hann misreiknar boltann svo svakalega að í stað þess að senda hann fram á völlinn skallar hann aftur fyrir sig á framherja Napoli í stöðunni 2 á 1. Cavani rennir boltanum á Lavezzi, einn innfyrir, skorar.

  Yfirleitt segir maður að það sé of snemmt að dæma nýjan leikmann í nóvember en vá … Poulsen. Hann er ekki að gera manni auðvelt að sýna þolinmæði. Þvílík skinka.

  Lavezzi á diskinn minn í janúar, takk. Hann er eins og Tévez mínus heimþráin. Yrði stórkostlegur hjá Liverpool.

 20. jæja…hann áttu nú þessa fínu stoðsendingu á ngog sem skilaði næstum því marki….crowdið farið að kalla á Gerrard

 21. Ég ætla að kaupa markmannsgallann sem Reina er í og skó eins og Konsjélsskí uppá stílinn : )

 22. @ 13. Lýsendurnir á þessum link eru gjörsamlega að hakka Shelvey í sig. Þeir virðast ekki vita að það er verið að spila honum útúr stöðu eins og venjan er með miðjumenn Liverpool!

 23. Ég vil sjá Gerrard kom inn fyrir Poulsen og setja Kelly í bakvörðinn og Johnson á hægri kantinn.

 24. Bjöddn (#41) – ég trúi varla að menn séu að hakka Shelvey í sig í kvöld. Hann er mjög grimmur, virkar mjög vel á mig og er að spila fínan bolta. Hann er hins vegar að spila sem hægri kantmaður sem er klárlega ekki hans staða. Það er einhverjum öðrum að kenna en honum. /hóst/hodgson/hóst/

 25. Sammála því Ásmundur, svo vil ég að Paulsen fari í 3 vikna frí og komi svo aldrei aftur.

 26. Er að velta fyrir mér hvort eitthver sé með link?
  Nr 7 Óli spyr –
  nr 11 Addi bendir á link
  nr 13 islogi kemur link
  nr 15 Elli spyr um link
  nr 16 Egill kemur með link
  nr 18 Elli kvartar undan linki

  Niðurstaða hjá mér er: leikurinn hjá LIVERPOOL orðin leiðinlegur aftur og er farinn að velta fyrir mér hvort einhver hér á spjallinu hafi kunnátu að kenna hvernig á kenna fólki að festa linka á favorites.
  p.s
  Poulsen er að eyðileggja fyrir AGGER og HERRA JAN MOLBY að vera Danir

 27. Það eina sem hefur fengið mig til að brosa yfir þessum leik er að einn lýsirinn heitir Ray Hudgson 😛

 28. Ferlegt að vita til þess að það er öruggt að Hodgson hefur engin svör við þessari stöðu :-(…
  Nokkrir góðir þó í dag….Johnson, Kirgiakos, Ngog, konseski(stafs?) ágætir so far, shelvey vaxandi

 29. Burt með Poulsen eins fljótt og hægt er, ég er ekki frá því að það séu 4 – 5 leikmenn í þessar stöðu sem spila á Íslandi! sem eru betri en hann, ég get allaveg nefnt 4 sem mér finnst vera betri leikmenn.

  Liðið gjörsamlega gelt. Napoli halda boltanum vel.
  Ngog ljósið í myrkrinu á Anfield í kvöld, feikilega góður í að halda bolta og ef Gerrard væri inná að matann þá væri hann örugglega kominn með 1 – 2 mörk. =)

  Og að öðru, þeir sem biðja alltaf um link á leikinn, endilega hendið http://www.atdhe.net í Taskbarinn hjá ykkur. Alltaf 1 – 5 linkar á Liverpool leiki.!

 30. Mikil skelfing er að horfa á þetta lið á sjálfum Anfield. Einu mennirnir með einhverjar hreðjar eru fastir í miðverðinum.

 31. http://www.vipcanals.org/ch1.html þetta er mjög góður linkur og hefur ekkert klikkað, ennþá!

  Þetta var allt að koma en við erum nú nánast dauðadæmdir þegar að við erum með bæði Spearing og Hárbandið inná…Spearing að taka góða pressu og reynir en Hárbandið er bara þarna, því miður!

 32. Já.

  Ég skil ekki. Ég skil alls ekki. Ég skil fullkomlega alls ekki……

  …….hvað þjálfari er að hugsa með að stilla upp Spearing og Poulsen upp saman á miðju í heimaleik í Evrópu. Það er HRYLLLLLLLLILEGT að horfa upp á sköpunarleysið í gegnum miðjuna okkar þessar fyrstu 45 mínútur.

  Jesús!

 33. Ánægður með John Henry, hann hefur verið á öllum leikjum Liverpool til þessa.

 34. Ég held að ég meiki ekki að horfa à þessa hõrmung, hvað á kerlingarherfan að fá að skemma mikið áður en hún verður rekin ?

 35. Mikið er nú gott að vera með svona sterkan varamannabekk,
  Bekkur: Hansen, Gerrard, Lucas, Wilson, Kelly, Skrtel, Eccleston
  Ég vona þó að hann setji Poulsen út fyrir völlinn og helst fyrir utan völlinn, ,mer skilst að það séu slagsmál fyrir utan völlinn.

 36. Ég held að Hodgson sé 45 mínótum frá því að vera Drekinn og að taka pokann sinn með sér og þá meina ég Paulsen.
  Það er greinilega verið að spila Hodgson taktík í kvöld engin pressa og lítill hraði með bolta svo að þetta getur endað illa,en Jhonson góður en greinilega nokkrum númerum of stór fyrir þetta lið.
  En konan hans Henry er Babe!!!!

 37. Kristján Atli (#45) Það er nú samt niðurstaðan hjá þessum tveimur vitleysingum. Ég er nú líka búinn að skrúfa niður í þeim eftir að þeir töluðu um varnarvinnu Carragher í markinu en ekki skallann hjá Poulsen. Svo eru þeir gjörsamlega með búðing yfir Napolí liðinu, gríðarlega hlutdrægir. Kæmi mér ekki á óvart ef þeir eru báðir 200 kg + og að háma í sig eina 16″ með Napoli skinku hvor í hljóðverinu!

 38. JimmyRiceWriter segir að Gerrard sé á fullu að hita á vellinum í hálfleik. Vona það innilega og treysti því að það sé mr. Poulsen sem er að kveðja!!

 39. Glenda klikkaði líka illa í markinu, alveg staður í staðinn fyrir að hleupa inn fyrir í svæðið sem Carra skildi eftir.

 40. Ekki hægt að horfa á þennan leik. Nokkuð gott er að lesa fréttir meðan Hodgson er við stjórn t.d. er 5ti sigur Akureyringa í röð í handboltanum. Er þó engin Akureyringur en bara gott að lesa eitthvað bull, einhverja frétt um einhverja sem eru með sigurvilja. Sýndist þó í leiknum að það eru breytt auglýsingaskilti fyrir miðju frá því síðast, er það ekki? Sýndist líka að bætt hefur við einum ljóskastara vinstra megin í KOP. Hvernig er staðan í hléi?

 41. Gvöð minn almáttugur. Gerrard kemur inná enda brýn þörf á … en það er JOVANOVIC sem fer út af!

  Einn af tveimur vængmönnum eða framherjum í liðinu! Lausn Hodgson á tapinu er að taka sóknarmann út af fyrir miðjumann … og halda Poulsen/Spearing báðum áfram inná vellinum.

  Je dú da mí a.

 42. Ohh….afsakið…Hélt að Roy hefði gert það eina gáfulega og sett Poulen út !!!!!!!

 43. Kallinn er búinn að tapa því núna !!! Algjör vanviti og vitleysingur. Út með þessa karl uglu og það strax !

 44. Vaaaaaaaá… núna er Hodgson kominn með 5 miðjumenn í liðið! Hvað er í gangi??? Jovanovic var alls ekki slakur í fyrrihálfleik, ég bara trúi ekki öðru en að hann hafi verið meiddur! Ekki misskilja mig samt… frábært að fá Gerrard inná!

 45. Er einhver hér sem getur komið með rökrétta skýringu á að taka Jovanovic út af ?

 46. Þetta er liðið sem byrjar seinni hálfleik:

  Reina
  Johnson – Carra – Kyrgiakos – Konchesky
  Shelvey – Poulsen – Spearing
  Gerrard – Meireles

  Ngog

  ENGIR vængir. Bara miðja. Og einn framherji. Ja hérna …

 47. Maður sér það samt á fyrstu 3 mín að hann er mætir snarruglaður í þennann leik. Vonandi sjáum við gamla góða Stevie G. aftur í kvöld.

 48. Scouse House Mafia on 606: “Jovanovic off?! Now we have five central midfielders on… brilliant!”

 49. Hrikalega flott spil hjá Shelvey og Mereiles… Ngog hefði átt að skora!

 50. Hahaha (#74) Það lítur út fyrir að Hodgson sé að reyna að búa til jólatrés uppstillingu. Gamli kominn í jólaskap?

 51. ég vil vitna í comment mitt í síðustu færslu um að poulsen kallinn skuli hafa verið settur í byrjunarliðið ! uppstillingin 10 leikmenn + 1 að skemma !

 52. Fimm central miðjumenn inn á, þetta hlýtur að vera eitthvað herbragð sem svínvirkaði hjá Woy í sænsku deildinni á 9. áratugnum

 53. Eccelstone að græja sig! Kemur pottþétt inná fyrir Ngog! það mun kóróna allt!!!!

 54. Nú jæja. Eccleston inn á fyrir Poulsen núna ættu allir að geta tekið ró sína og hætt að öskra á internetið.

 55. Það var nú mikið, ég hélt samt að þegar stjóri segist ætla að stilla upp sterku liði, að þá myndi hann nú hvíla Poulsen heilann leik..

 56. Henry vor, verði þinn vilji…. Viltu vera svo vænn og reka Roy Hodgson eftir 30 mínútur. Amen.

 57. Gaman að sjá þetta fífi í markinu fá spjald. Snarlega hættur að haltra.

 58. Wow ítalinn heppinn að fjúka ekki útaf þarna. Hefði hæglega geta brotið legginn á Ngog þarna.

 59. Ngog hoppaði eftir að kvikindi fór með löbbina ákveðið og fast í löbbina í stað þess að stíga á kvikindið. Dæma eftir á svona brot

 60. Hahaha ég veit að það eru meiðsli Ngog eftir hryllingstæklinguna áðan en Lucas er að koma inn í staðinn. Við endum leikinn með 4 varnarmenn og 6 miðjumenn. 0 sóknarmenn.

  Dásamlegt.

 61. hvað er spearing ennþá að gera í liverpool gaurinn er löngu kominn yfir það að geta talist efnilegur svo er hann bara alls ekki nógu góður ! búinn að eiga margar slæmar sendingar ! enn það er enginn verri enn danska pulsan

 62. Það er enginn striker á bekknum, maðurinn er fífl, Pacheco er í jakkafötunum uppí stúku við hliðina á Torres

 63. Maggi: hvern vildirðu fá inná?? Kelly, Wilson, Skrtel eða Hansen??

  Þrír varnarmenn og markmaður, varla hefðirðu verið ánægðari með það…

 64. Fyrir utan að kall uglan er auðvitað kominn með glampa í augun yfir frábæru stigi á heimavelli : )

 65. Karmað sér um sína, sá sem tæklaði N´gog fékk hnéð af Glen beint í klofið 😉

 66. RH er sannarlega a rettri leid med lidid…Hver sannfærandi storsigurinn rekur annan !!!!

 67. Credit where its due , frábær pressa & tækling frá Lucas í þriðja markinu!

  Captein Fantastic to the rescue 🙂

 68. Uss hlustið, gæsir og gæsahúðirrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrr

 69. Djöfull er leiðinlegt að koma á Kop.is
  Er að horfa á leikinn á Sopcast og ég frétti það tveim mínútum áður að Gerrard hafi skorað síðustu tvö mörkin.

 70. Ég endurtek bara það sem ég sagði áðan Steven Gerrard one man battleship

 71. Ef að þetta kveikir ekki í Captain Fantastic fyrir leikinn gegn Chelsea þá veit ég ekki hvað !

 72. OddurSig (#144) – Tja, framherji eða útherji. Ég gleymdi því þegar ég var að skrifa ummælin (#114) að hann var kominn inná fyrir Poulsen. 🙂

  En já, mikið er Steven Gerrard góður leikmaður. Stundum þurfum við að slaka á, anda rólega og pæla í þeirri staðreynd að við erum búin að hafa svona once-in-a-lifetime leikmann í liðinu okkar síðasta áratuginn. Það gæti orðið langt í næsta Steven Gerrard hjá Liverpool.

  Já, og svo er þetta vel tímasett þrenna hjá honum. Eins og köld vatnsgusa í fésið á öllum þeim sem týndu sér í hæpinu og vilja meina að Bale sé núna besti leikmaður Úrvalsdeildarinnar. Ullum á það bara hreinlega. Þegar hann er kominn með ferilskrá eins og þá sem Gerrard er með má hann rífa kjaft. :p

 73. Það er ekki að spyrja að því kapteininn…. undirstrika bara komment mitt nr.68!! 🙂
  Til hamingju með sigurinn poolarar!!

 74. Lucas er búinn að standa sig vel í síðustu leikjum………………………PUNKTUR!!!!!!!!!!!!!

 75. Gerrard á þetta skuldlaust. Hodgson má eftir sem áður drulla sér í burtu!

Napoli á morgun

Liverpool 3 – Napoli 1