Fernando Torres

Mér var bent á þetta í dag og mér þótti þetta frekar áhugaverð tölfræði, þannig að ég ákvað að deila þessu með ykkur.

Hér er listi yfir þau stig sem Liverpool hafa unnið sér inn í Úrvalsdeildinni í vetur, og hvernig þau voru unnin:

* 1-1 jafntefli gegn Arsenal: Torres fer útaf snemma, meiddur. Ngog skorar markið.
* 0-0 jafntefli gegn Birmingham: markalaust.
* 1-0 sigur gegn W.B.A.: Torres skorar sigurmarkið.
* 2-2 jafntefli gegn Sunderland: Torres leggur upp bæði mörkin, fyrir Kuyt og Gerrard.
* 2-1 sigur gegn Blackburn: Torres skorar sigurmarkið.
* 1-0 sigur gegn Bolton: Torres leggur upp sigurmarkið, fyrir Maxi.

Fernando Torres er búinn að skora tvö mörk og leggja upp þrjú mörk í deildinni hingað til. Hann ber ábyrgð á 10 af þeim 12 stigum sem Liverpool hafa unnið sér inn í deildinni hingað til.

Og okkur finnst hann hafa verið að spila illa. Tvö mörk í tíu deildarleikjum er slappt hjá Torres og hann glímir við ýmis vandamál (skortur á leikæfingu, þrálát meiðsli, einangraður í framlínunni) en hann nær samt að vera það sem skilur þetta lið frá því að vera um miðja deild eða … langneðstir í deildinni.

Við ættum kannski að vera aðeins þolinmóðari við Torres og horfa á aðra leikmenn í þessu liði. Hm?

49 Comments

 1. Málið er bara að þetta er allt Torres að kenna, hann setti sjálfur þennan standard á sig að við gerum ósjálfrátt kröfu á að hann skori allavega eitt eða tvö mörk í leik annars finnst manni hann vera að spila illa.
  En ef Hodgson heldur áfram að láta liðið spila svona ofarlega og láta liðið pressa hátt þá munum við sjá Torres raða inn mörkum innan skamms með hjálp frá Gerrard, Maxi og Meirales.
  Torres er ennþá einn albesti sóknarmaður heims enda er formið tímabundið en hæfileikarnir gufa ekki upp.

 2. rosa góður punktur…. og líka mjög ánægjulegt að henry tilkynnti það að engir leikmenn yrðu seldir í janúar glugganum….. en það stuðar mann reyndar soldið hvað leikgleðin virðist vera lítil hjá honum þessa dagana….. reyndar hjá fleirum einsog j.cole…… en kannski er þetta bara aðlögunartími að nyrri taktík
  YNWA

 3. Þetta finnst mér ansi vafasöm greining. Það er eitthvað bogið við tölfræðina. Svona eins og ef hnefaleikari væri barinn í kássu og managerinn kæmi fram og segði að þetta væri ekki hnefunum á honum að kenna, því að í þau fáu skipti sem hann hafi hitt andstæðinginn hafi það einmitt verið þeir sem börðu andstæðinginn. Auðvitað er Torres í þeim mörkum sem liðið þó skorar. Staða hans á vellinum og leikfyrirkomulagið næstum tryggir að hann hefur einhverja aðkomu. Það merkir ekki að hann sé ekki lélegur, latur og andlaus.

  Þvert á móti mætti snúa út úr og benda á að það séu yfirleitt aðrir menn en markaskorarinn sem þurfi að drulla sér inn í teig til að klára það sem Torres ætti að klára.

 4. Já, þetta er áhugavert. Ég hafði ekki pælt í þessu.

  Þetta sýnir okkur samt bara svart á hvítu að þó að hann sé ekki að “gera rassgat” stundum eins og undanfarið, þá er hann einfaldlega það góður að hlutirnir gerast í kringum hann, hvort það sé svo endilega hann sjálfur sem skorar svo sjálft markið eður ei.

 5. Ég ætla vera ósammála sumum sem hér commenta. Tölfræðin segir allt sem segja þarf um hversu mikilvægur hann er fyrir liðið. Ef tekið er hvern leik og skoðað aðeins betur má sjá að það er alls ekki víst að við hefðum náð í stigi út úr sumum leikjum.

  Hann átti lítinn þátt í leiknum gegn Arsenal þar sem hann fór snemma útaf.
  Gegn Birmingham fékk hann úr voðalega litlu að moða. Það má búast við að hann skori í hvert skipti sem boltinn fer yfir miðju (og hann fór nú ekki oft þar yfir í þeim leik).
  Gegn West Brom var hann ekkert sérstakur en gerði það sem þurfi til að tryggja þrjú stig og verð ég að segja að ég sé ekki fyrir mér að einhver annar leikmaður Liverpool hefði geta klárað færið sem hann skoraði úr þar.
  Við megum þakka honum fyrir mörkin gegn Sunderland. Hann var snöggur að átta sig í fyrsta markinu og bjó það til sjálfur. Sama má segja um seinna markið þar sem hann átti mjög góða sendingu sem rataði á kollinn á Gerrard!
  Hann var á réttum stað á réttum tíma gegn Blackburn og kláraði færið vel.
  Í gær átti hann fína stoðsendingu (mjög heppinn samt) en hún skilaði góðu færi fyrir Maxi.
  Gegn Man Utd fékk hann vítið sem skilaði einu marki en fékk annars ekki mörg færi.
  Gegn City og Everton var liðið í annari íþrótt en fótbolta og hann þar með talinn.

  Það sést því svart á hvítu að ef hann hefði ekki verið með í þessum leikjum værum við kannski enn neðar og jafnvel í mun verri málum.
  Þegar þið talið um að hann hafi búið sér til sinn eigin standard þá er það rétt. En það er ekki þar með sagt að það sé sanngjarnt að hann fái jafn mikla gagnrýni og hann hefur fengið frá sumum aðdáendum og fjölmiðlum. Hann hefur sýnt það og sannað að hann er gífurlega góður leikmaður og hefur gert margt mjög gott fyrir liðið. Hann sýndi okkur meira fyrst þegar hann kom en eftir 2 mjög góð ár með Liverpool og eitt allt í lagi ár er hann orðinn einn allra hættulegasti sóknarmaður deildarinnar og Evrópu. Í dag er eðlilegt að hann sé tvídekkaður og að um leið og hann fær boltann eru oft 2-3 leikmenn komnir strax á hann. Þetta var ekki svona fyrst þegar hann kom.
  Ef einhver á skilið smá þolinmæði miðað við þá vinnu sem hann hefur lagt á sig fyrir liðið er Torres einn af þeim!

  Ég vil þó taka fram eitt. Hann hefur fengið mörg færi í ár og í fyrra sem fóru inn fyrir nokkrum árum síðan. Fyrir það má gagnrýna hann að vissu marki. Ég hef rökrætt þetta við nokkra félaga sem eru Liverpool menn og gæti ég haldið lengri ræðu um þetta en er að hugsa um að sleppa því þetta skiptið 🙂

 6. Það eru hægðir og lægðir hjá öllum fótboltamönnum. Torres er búinn að vera í lægð undanfarið og oft tekur tíma að komast úr lægðinni. Ég trúi því að Torres er alveg að fara að komast út úr henni og fari að skora reglulega. Ég styð Torres og aðra í liðinu fram í rauðann á meðan þeir eru hliðhollir klúbbnum. Ég vona að allir aðrir púlarar geri slíkt hið sama.

 7. já,ég ætla rétt að vona að það séu “hægðir” hjá öllum fótboltamönnum……….smá útúrsnúningur-)

 8. Ég hef sagt þetta áður í vetur og ég segi það enn. Þrátt fyrir að Torres hafi alls ekki litið út fyrir að vera að spila á öllum stimplum í vetur, þá hefur gagnrýnin á hann oft verið ósanngjörn. Ef það eru 30 metrar milli hans og miðjunnar þá er ekki hægt að ætlast til þess að hann geri mikið. Sóknarmenn verða að fá góðar sendingar, og möguleika til þess að koma boltanum frá sér geti þeir ekki komið sér í færi. Ef ekki þá eru menn einir og glata alltaf boltanum. Og það er kannski engin furða að hann fyllist vonleysi og hengi haus ef allt liðið spilar þannig að hann eigi að sjá um allt, en úr algerlega vonlausum stöðum. Það sýndi sig svo á móti Blackburn, og aðeins á móti Bolton (þó hann hafi virkað klúðurslegur á köflum) að þegar hann fær þjónustu, þá eru ennþá töfrar í fótunum á honum.

 9. Gerrard og Torres hafa átt þátt í öllum mörkum okkar í Úrvalsdeildinni í vetur, annað hvort með stoðsendingu eða mark.

 10. Svo fékk Torres aukaspyrnuna gegn United líka, reyndar átti O’Shea að fá rautt líka en við ráðum ekki við mátt rauðnefs!

 11. Enn á ný talar Benites því máli sem við aðdáaendur höfum verið að tala.

  En þetta hérna er rétt rúmlega vafasamt hjá Maxi kallinum 🙂
  http://www.youtube.com/watch?v=ywX9QJARlCQ&feature=player_embedded

  Já og með Torres þá segir maður eins og oft áður, guð hjálpi hinum liðunum þegar hann þá fer í gang!! Ég segi ennþá staðfastlega að helsta ástæðan fyrir meintu formleysi Torres sé ömurlegt upplag leikja og á því ber Roy Hodgson alla ábyrgð. Meðan við spilum aðallega á okkar eigin vallarhelmingi þá skorar enginn framherji í hverjum leik, ekki einu sinni Torres.

 12. Er ekki gay, en ég fokking elska Torres!! Liverpool væri voða lítið án hanns(og grétu)

  Ef við værum ekki með Torres, hver væri þá að skora öll þessi mörk og hver væri þá aðal Strikerinn? Heskey? Morientes eða Cisse? kannski Hadji fífl diouf? 😀 Viggo Morthensen eða Andrei Voronin

  YNWA!

 13. Sóknarleikur Hodgsons byggist að mörgu leyti á því að fremsti maður taki á móti erfiðum boltum með bakið í markið, og það er bara sóun á hæfileikum Torres. Enda var augljós munur á Torres eftir að N’gog kom inn á gegn Bolton og varð sá target maður. Í allri hreinskilni er N’gog líklegast betri í því hlutverki en Torres, sem átti alla sína bestu spretti með þann franska við hliðina á sér.

  Þegar stjörnulið Miami Heat töpuðu gegn Boston Celtics í opnunarleik NBA um daginn, hófst sóknarleikur Heat á því að LeBron fékk boltann mikið í “postinu” til að Dwyane Wade fengi að njóta sín fyrir utan. Wade fann sig ekki og Heat skoruðu heil 9 stig í fyrsta leikhluta. Í seinni hálfleik fékk LeBron svo leyfi til að leika sér fyrir utan og þá skoraði hann 23 af sínum 30 stigum, og stal næstum því sigrinum í lokin.
  Ergo: Þú lætur ekki manninn með mesta sprengikraftinn í liðinu snúa bakinu í átt að körfunni/markinu. LeBron og Torres eiga að hlaupa á, eða hlaupa með bolta. Með Hodgson við stjórnvölinn hjá Miami væri LeBron að spila center alla leiki (og Poulsen point guard).

  Að lokum langar mig að benda á að Torres meiddist aldrei í Arsenal leiknum. N’gog var í byrjunarliðinu – Torres kom inn á fyrir hann eftir ca. 70-80 mínútur. Annars mjög áhugaverð tölfræði.

 14. Það er svona þegar liðið er broke þá er ekki hægt að hafa þetta eins og menn vilja. Gomez var víst næstum kominn en það fékkst enginn til að fjármagna það mál. Ngog og Torres eru einu hreinræktuðu strikerarnir og maður sá munin um helgina þegar þeir voru tveir að vinna á toppnum eftir að Cole meiddist.

  Ég átti ekki von á Torres góðum fyrr en um þetta leiti og hann á eftir að batna með því að hann verði “servicaður” betur. Það skortir klárlega mikið á það. Vonandi kemur meiri áhugi hjá honum eftir því sem líða fer á sísonið og þá kemur þetta allt saman. Kannski verður CL ekki fjarlægur draumur á næsta ári, hver veit.

 15. Þrátt fyrir lélegt gengi í fyrra, vildi ég ávallt halda Benitez. Og þessi ummæli hans eru snilld, og hann er bara snillingur – hann hafði ekki úr miklu að moða fjárhagslega.

  En Hodgson……, á ekkert að fara að losa okkur við hann ? Hann gerir allt vitlaust og það er varla stuðningsmaður sem vill halda honum – eftir hverju eru nesv-menn að bíða??????

  Út með Hodgson, STRAX.

 16. Nákvæmlega Gerrard maðurinn er snillingur, en maður veit víst ekki hvað maður á fyrr en maður missir það 🙁

 17. Ég spilaði sjálfur frammi eitt sinn í liði sem ég var með betri mönnum. Þar vorum við að spila við sterkari andstæðing og ég var ekki inní neinu spili í þeim leik… gerði ekkert nema að elta langa bolta upp völlinn móti 2 varnarmönnum. Gafst upp í hálfleik og bað um að fara á miðjuna. Endaði með stórleik og lagði upp bæði mörkin okkar. Þannig ég get alveg fundið til með Torres okkar, við vitum allir að sóknir byrja ekki í fremstu víglínu og það er ekki hans að leggja upp færin heldur klára þau.

 18. Þegar Rafa var með liðið spilaði hann yfirleitt 4-2-3-1, þar sem fremri miðjan sá um það að mata Torres, vegna þess að menn vissu að hann myndi klára í 80-90% færanna. En eftir að Woy kom hefur taktíkin verið 4-4-1———–1 (þar til í Blackburn leiknum) og það er mjög auðvelt að sjá það að það er erfitt að skora þegar maður er eini maðurinn sem má stíga fæti út fyrir eigin vítateig.

 19. Ok gaman að þessu en það þarf aðeins að passa sig í tölfræðiályktunum. Til dæmis er þetta ansi gróf fullyrðing: “En hann nær samt að vera það sem skilur þetta lið frá því að vera um miðja deild eða … langneðstir í deildinni.”
  Torres er að spila sem aðalframherji í Liverpool sem er lið með topp 6 mannskap í þessari deild. Hann mun augljóslega koma við sögu í stórum hluta marka liðsins. Engu að síður bendir þetta á þá staðreynd að hann er langt frá því að vera einhver sandpoki fremst á vellinum.

 20. Ég gleymdi að telja með stoðsendingarnar hans tvær gegn Man Utd. Það var tapleikur en við náðum næstum því jafntefli og það var honum og Gerrard að þakka. Hann fiskaði vítið og aukaspyrnuna sem Gerrard skoraði mörkin sín úr.

  Annars fékk ég bara kipp við að horfa á viðtalið við Benítez. Hann skilur þetta. Þessi setning hér er t.a.m. killer:

  “Maybe he hasn’t been in Liverpool too long. We gave the fans their pride again. We fought for the fans, we fought for the club and we fought for our players.

  So maybe he cannot understand this.”

  Nákvæmlega! Hodgson hefur verið svo upptekinn við að básúna eigið ágæti, verja feril sinn og hæfileika sem stjóri og beina sökinni fyrir gengi liðsins annað (Rafa, eigendurnir, leikmennirnir, vefsíður o.sv.frv.) að hann hefur farið algjörlega á mis við það sem á að einkenna stjóra Liverpool: hann berst fyrir sína menn. Það inniheldur leikmennina og stuðningsmennina. Ekki gagnrýna þá, ekki gera lítið úr þeim, verðu þá!

  En nei. Hodgson talar um að leikmannahópurinn sé lélegur, mikið af floppum í liðinu (jafnvel þótt það sé satt á stjórinn ekki að viðurkenna það opinberlega, hann á að byggja mannskapinn upp og styðja sína menn). Talaði Rafa nokkurn tímann svona um liðið sem hann erfði, menn eins og Traoré, Biscan, Smicer, Baros og Diao, og fleiri sem honum fannst greinilega ekki nógu góðir og losaði sig við eins fljótt og hægt er? Nei, hann byggði mannskapinn upp, jók í þeim sjálfstraustið og framkvæmdi kraftaverk með þessum lélegu leikmönnum í Istanbúl.

  Líkurnar á því að Hodgson geti gert svipaða hluti með mannskap sem hann er margbúinn að segja að sé lélegur? Ekki miklar. Þess í stað skiptir það hann meira máli að hrósa liðinu eftir tapleik gegn Everton og taka brosandi í höndina á Sir Alex eftir tapleik gegn Man Utd. Það er forgangsatriði hjá Hodgson.

  Það er ömurlegt að maður skuli fá söknuð þegar maður horfir á fyrrverandi stjóra liðsins skjóta á núverandi stjórann. Rafa þurfti að fara í sumar, ég er orðinn alveg sannfærður um það, en hann skildi LFC, aðdáendurna og hefðirnar betur en Hodgson mun nokkurn tímann gera.

  /pirringur

 21. Það er rétt Kristján að Rafa þurfti að fara í sumar. Því miður því ég er sannfærður um að með því vinnuumhverfi sem nú er að verða til hjá Liverpool með eigendaskiptunum gæti hann haldið áfram með það sem þurfti vorið 2009.

 22. Jamm þetta er athyglisvert með Torres þótt hann sé ekki að spila neitt sérstaklega vel þá er hann samt að gera hluti sem hafa skilað þessum fáu stigum í hús. Fyrst það er verið að tala um mörk þá held ég að Tomkins hafi bent á að liðið sé bara búið að skora 1 mark í fyrri hálfleik í fyrstu 10 deildarleikjunum, sem er ótrúleg tölfræði.

  Þá að Rafa vs. Roy. Ég kvíði eiginlega fyrir að heyra Hodgson svara Benitez með einhverju bulli, hann mun þá væntanlega sanna endanlega fullyrðingu Benitez um að hver blaðmannafundur Roy sé verri en sá síðasti. Annars finnst mér þessi setning priceless: And some people cannot see a priest on a mountain of sugar.

 23. Amen KAR, tek undir allt í þessu hjá þér nema að ég nenni ekki að reyna friða menn lengur og ljúga að sjálfum mér með því að halda því fram að Rafa hafi þurft að fara í sumar. Það er kjaftæði, sérstaklega ef við þurftum að borga fyrir það og Roy Hodgson var lausnin í staðin. Hreint brjálaði segi ég frekar og allt að því glæpsamlegt.

 24. Held að Torres hafi dottið niður út af heimsmeistarakeppninni þar sem hann og allir vilja brillera en svo gat hann lítið spilað og bognaði við það en sem betur fer er hann að koma uppréttur núna held ég og þá mega mótherjar passa sig.
  En R B getur talað og verið vitur eftir á en það verður bara að viðurkenast að hann var allsekki að gera alltaf rétta hluti td, með skiptingar og uppstilligu á liðinu sem mjög margir voru ekki sáttir með hér á KOP og ég held að samskipti við suma leikmenn sb, Yossi B og fl hafi ekk verið gott mál og ætti hann að skoða sjálfan sig aðeins líka og ekki voru margir titlar sem kallinn fékk og tel ég hann vera í sama flokki og Gerard H núverandi stjóra Aston Villa

 25. Skemmtileg tölfræði KAR, hún sýnir að Torres er meira en lítið mikilvægur en held að allir séu sammála um að hann getur gert miklu meira. Ástæða þess að Torres er hins vegar ekki að standa sig enn betur finnst mér vera Hodgson og leikskipulagið. Torres fær nánast aldrei boltann í þeim svæðum eða með þeim hætti sem hann getur best nýtt hæfileikana sína. Það þarf ekki nema horfa á nokkur youtube myndbönd til að geta séð í hverju maðurinn er lang sterkastur og hvernig búa skal til þær aðstæður sem hann er magnaður í og líklegastur til að skora.

 26. Torres er ótrúlegur. Hann getur unnið leiki gjörsamlega upp á eigin spýtur, jafnvel þegar hann er að strögla við meiðsli og lélegt form eins og núna. Þessi tölfræði segir allt sem segja þarf. Ég hlakka til að sjá hann í formi aftur, er handviss um að Liverpool fer að ganga betur þá.

  En ég tók eftir því á móti Bolton hversu illa Joe Cole og Torres voru að ná saman. Lásu hlaupin hjá hvor öðrum illa og voru engan veginn á sömu bylgjulengd, sem er synd enda báðir topp fótboltamenn. Vonandi þurfa þeir bara fleiri leiki saman..

 27. Verð að segja að þetta minnir mig óneitanlega mikið á þá gagnrýni sem Owen fékk á sínum tíma hjá Liverpool, oftast var hann lang markahæsti maður liðsins en samt sat hann oft undir mikilli gagnrýni þegar illa gekk. Menn kenndu honum um töp jafnvel þó hann hafi skorað í leiknum.
  Þetta er það sem fylgir því að vera hetja og fylgir þeim háa standard sem leikmenn hafa sjálfir sett.

  Auðvitað er þetta að mörgu leiti ósanngjörn gagnrýni og þetta kemur frá mér sem hef sjálfur gagnrýnt hann aðeins undanfarið.
  Ég bið Fernando Torres hér með afsökunar! 😉

 28. Siggi, það er enginn að reyna að halda því fram að Torres hafi verið að leika samkvæmt getu. Þetta hefur verið mjög brösugt haust hjá honum. Það er hins vegar verið að benda á það, innan um alla umræðuna um að Torres beri stærstan hluta ábyrgðarinnar á gengi liðsins inná vellinum, að hann er samt búinn að bera ábyrgð á 10 af 12 stigum liðsins.

  Það er allt og sumt. Torres þarf að gera betur en það eru margir aðrir að bregðast verr en hann, svo mikið er ljóst.

 29. Ég er bara að segja að hann er búinn að vera andlaus.
  Framherjar eiga að vera ábyrgir fyrir flestum stigum síns félags, þess vegna fá þeir mest borgað.

  Það er svona í öllum liðum, Darren Bent ber ábyrgð á flestu því sem sunderland gerir í deildinni Það gerir hann samt ekki ónæman fyrir gagnrýni.

  Fyrir utan það að tölfræðin hjá Torres er ekki eins góð og hjá D. Bent. Og bakkar hann lítið upp.

 30. Mér finnst mestu vonbrigðin vera Gerrard. Fyrir utan United leikinn er fyrirliðinn okkar alltaf einn af þeim fyrstu til að hengja haus.

 31. Ég var nú kannski ekki að segja að hann væri búinn að vera góður,en finnst samt ekki réttlætanlegt að draga hann úr hópnum og gagnrýna hann framyfir hina. Maður verður líka að átta sig á því að Liverpool hefur vart komist yfir miðju í nokkrum leikjum og því hefur Torres ekki fengið úr miklu að moða í sumum leikjum. Síðustu leikir benda þó til þess að þetta sé að lagast.

 32. Frammistaða Torres gæti skýrst að mörgu leyti af því hvernig liðið er að spila öðruvísi í ár, eins og margir hafa bent á. Í ár er hann mun meira að taka við háum boltum með bakið í markið eða einfaldlega að spila aftar. Hér er athyglisverður samanburður á leiknum á móti Bolton í ár og leiknum á móti Bolton í fyrra. Þar sést vel hvernig Reina er núna að dæla mörgum misheppnuðum boltum fram yfir miðju – og Torres er núna að senda mun fleiri sendingar við miðju eða á eigin vallarhelmingi: http://kunaldua.posterous.com/chalkboards-how-liverpool-are-playing-differe

 33. Ási36
  “Mér finnst mestu vonbrigðin vera Gerrard. Fyrir utan United leikinn er fyrirliðinn okkar alltaf einn af þeim fyrstu til að hengja haus.”

  Ég hreinlega gæti ekki verið meira ÓSAMMÁLA þessu!!! Hann hefur að mínu mati borið höfuð og herðar afleikmönnum Liverpool í mörgum leikjum á þessu tímabili, T.D. gegn Man Utd þar sem hann bjargaði okkur frá niðurlægingu og var nálægt því að ná í stig! þar var hann yfirburðar maður í Liverpool liðinu í SKELFILEGUM leik gegn Everton. Gegn Sunderland bjargaði hann síðan því sem bjargað varð.. Tölfræðin hjá honum á tímabilinu 10 leikir 4 mörk.

  Ég held að menn verði að leita af öðrum sökudólgi heldur en Gerrard!

 34. Sælir félagar

  Það er rétt að Torres hefur ekki verið svipur hjá sjón en samt er hann besti sóknarmaður liðsins. Ég er sammála því að hann á eftir að koma til baka og ekki síst ef skipt verður um stjóra og inn kemur maður (Dalglish) sem skilur fótbolta.

  Sú ótrúlega staða er komin upp í innréttingunum í hausnum á mér að þegar RH opnar kjaft þá sakna ég Rafa.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 35. Sagði fyrir utan United leikinn. En Gerrard sem ég hef séð undanfarið getur ekki borið höfuð hátt, nema þið teljið Liverpool vera á þeim stað sem það eigi að vera á. Bestu leikmenn þessa tímabils eru búnir að vera Reina og Kyrgiakos virðist líka vera bæta sig meir og meir frá hverjum leik. Reina er eini maðurinn sem getur borið höfuðið hátt. Og jú það má alveg kenna Gerrard um sitthvað, ef þjálfarinn er ekki að blása eldmóði í leikmenn þá á fyrirliðinn að gera það. En farinn í Fm2011 bara til að sjá Liverpool ganga vel í einhverju 🙂

 36. Jæja

  Alltaf jafn ömurlegt að horfa á meistaradeildina og enginn Liverpool leikur, en svona verður þetta víst næstu tvö ár, allavega.

  Það sem stingur mann hinsvegar er fjöldi ungra leikmanna sem er að slá í gegn hjá öðrum liðum. Getum horft á Gareth Bale sem fær mesta athygli en svo er fjöldinn allur af leikmönnum hjá Man.utd. t.d sem eru að koma sterkir inn, Bebe og Obertan að skora í meistaradeildarleik og Chicarito að slá í gegn (reyndar orðinn 22 ára en telst samt ungur myndi ég halda)

  Af hverju erum við ekki að gefa svona mönnum séns? Hvar er Pacheco? Shelvey?

  Eru þeir í sama klassa? Eigum við bara ekki nógu góða unga menn?

  Óþolandi að erkifjendur okkar virðast ekki bara vera betri í að kaupa dýra leikmenn, og fá meiri pening til þess, heldur virðist þeim líka takast betur upp með yngri og ódýrari leikmenn.

  Og það er pláss hjá Manutd til að gefa þessum mönnum séns og tíma, en samt vinna þeir titla. Við vinnum enga titla og erum fyrstu 9 leiki ársins í fallsæti, en virðumst samt ekki hafa pláss til að prófa nýja hluti.

  Meistaradeildarþunglyndið fær mann til að íhuga margt, þetta voru mín 2 cent.

 37. Daníel, við erum alveg heilum 5 stigum frá CL sæti í byrjun Nóvember, ekki nokkur ástæða til að gefast upp strax 😉

  Sammála þér með restina 🙂

 38. Jæja, hvaða afsakanir ætlar Rafa núna að koma með? Varnarlega var inter í ruglinu. Bale lét vörnina líta út eins og byrjendur. En samt gott að Rafa geti sagt RH hvernig hann eigi að gera hlutina. Spái honum ekki langlífi hjá Inter. Get ekki séð að hann hafi mikið efni á því að segja öðrum til…

  • Jæja, hvaða afsakanir ætlar Rafa núna að koma með? Varnarlega var inter í ruglinu. Bale lét vörnina líta út eins og byrjendur. En samt gott að Rafa geti sagt RH hvernig hann eigi að gera hlutina. Spái honum ekki langlífi hjá Inter. Get ekki séð að hann hafi mikið efni á því að segja öðrum til…

  Sé ekki alveg hvað gengi Inter á útivelli kemur nokkrum sköpuðum hlut við. Rafa var að svara spurningum fjölmiðla þegar hann skaut á Hodgson fyrir leik enda hefur Hodgson lítið gert annað en að tala um alla aðra en sjálfan sig, þar á meðal síðasta stjóra. Nefndu nú hvað það var sem Benitez sagði rangt í viðtalinu fyrir leik?

 39. R B var kanski ekki að segja eitthvað rangt og ekki rétt heldur en ég held því fram að R B sé melló þjálfari eða tók hann ekki við ágætis búi svo að hann ætti að gefa sjálfum sér góð ráð og svo skil ég alveg hvert LP er að fara.

 40. Aðeins smá viðbót við þessa Rafa umræðu.
  Á vef liverpool ecko er viðhorfskönnun, þar er spurt hvort lesendur séu sammála ummælum Rafa um Roy Hodgeson, svörin hafa ekki látið á sér standa:

  Almost 1,500 Reds fans have filled in our online poll so far – and the vast majority of them agree with Rafael Benitez’s comments on Roy Hodgson.

  Asked whether the Inter Milan manager’s criticisms of Hodgson were correct, 88 per cent of fans – or 1,286 out of 1,461 – believed they were.

  Read More http://www.liverpoolecho.co.uk/everton-fc/everton-fc-news/2010/11/02/liverpool-fc-fans-give-their-reaction-to-rafael-benitez-s-comments-poll-results-100252-27585770/#ixzz14FJIu2Ue

 41. Kristján Atli hefurðu kíkt á þá tölfræði að Pepe Reina hefur verið í markinu í öllum þeim mörkum sem Liverpool hefur fengið á sig í deildinni…… finnst ósköp eðlilegt að eini framherjinn í liðinu sé eitthvað viðrininn þegar mörk eru skoruð hjá Liverpool annað væri slakt…. og ef Torres væri eitthvað líkur þem Torres sem sást fyrir nokkrum árum þá hefði hann klárlega átt að setja 3 gegn Blackpool til dæmis.

Bolton 0 – Liverpool 1

Kop-gjörið eftir 10 vikur