Bolton á morgun

Svei mér þá, ég hélt ég ætti skrifa svona upphitun í lok október, en svona er staðan nú engu að síður. Við erum að fara að spila afar mikilvægan leik á morgun á útivelli gegn Bolton. Þessi leikur er ekki bara mikilvægur, heldur HRIKALEGA mikilvægur. Í dag munar aðeins 8 stigum á okkur (18. sæti) og liðinu í 2. sæti. Það er í rauninni alveg ótrúlegt bara, miðað við allt og allt. En ætli menn sér að gera eitthvað smá úr þessu tímabili, þá verða menn að fara að hala inn stig, og það á útivelli.

Mér skilst að Roy Hodgson hafi ekki unnið á útivelli í einhverjum 23 leikjum í röð í deildinni, það verður bara að fara að breytast. Það eru heil 3 stig í 7. sæti í deildinni eins og staðan er núna. Gullna tækifærið er á morgun, við getum sent út statement um það að það sem búið er sé bara einn stór misskilningur, liðið sé ekki svona slakt og að við getum spilað fótbolta. Þetta lið okkar á hvergi annars staðar heima en í toppbaráttunni, um það eru flestir sammála, nema kannski Roy Hodgson:

“I’m not believing naively we are going to win seven out of nine and fly up to the top of the table but I do want us to move from of the relegation zone.”

Sjáum nú til, næstu 9 leikir okkar eru:

Bolton (Ú)
Chelsea (H)
Wigan (Ú)
Stoke (Ú)
West Ham (H)
Tottenham (Ú)
Aston Villa (H)
Newcastle (Ú)
Fulham H

Leikirnir þar á eftir eru svo:

Blackpool (Ú)
Wolves (H)
Bolton (H)
Blackburn (Ú)
Everton (H)
Wolves (Ú)
Stoke (H)

Ætlar einhver að segja mér að þetta program ætti ekki að skila okkur upp í toppbaráttuna, ef allt væri eðlilegt og miðað við núverandi leikmannahóp sem inniheldur allan þennann fjölda af landsliðsmönnum? Ef ekki núna, hvenær þá? Akkúrat vegna þessa er þessi útileikur gegn Bolton á morgun svona fáránlega mikilvægur. Nú er kominn tími til að sýna að menn séu með hreðjar, það þarf að byrja á toppnum, Roy Hodgson. Er einhver bara sáttur við að komast úr fallbaráttunni? Ef þú stefnir lágt, þá ferðu ekki mjög hátt, simple. Nú verður kallinn að fara að breyta sínu hugarfari, sér í lagi ef hann ætlast til þess að leikmennirnir breyti sínu og komi gargandi vitlausir til leiks.

Mótherjar okkar á morgun hafa byrjað mótið vel, og þeir eru meira að segja farnir að spila fótbolta annað slagið, eitthvað sem hefur ekki sést á þeim bænum afar lengi. Owen Coyle er skemmtilegur stjóri og hefur breytt þessu liði til hins betra, um það efast enginn. Það eru nokkrir góðir spilarar þarna og hefur Kevin Davies verið leiðtogi þeirra á vellinum, fer fram með flottu fordæmi og fádæma baráttu. Ég held að það þurfi eitt stykki in form Grikkja til að berja á þeim jaxli. En hvað um það, að okkar mönnum.

Glen Johnson er víst ansi tæpur á að ná leiknum, reikna nú ekki með honum. Aurelio er að komast í spilaform, en Agger er víst ennþá frá vegna meiðsla. Sömu sögu er að segja af Dirk Kuyt, en hann er samt sagður 4 árum á undan áætlun með meiðslin sín og ætti að fara að detta inn í slaginn að nýju. Babel meiddist eitthvað lítillega í varaliðsleik í vikunni, og veit ég ekki hvort hann sé leikfær. Ég hreinlega vona að Roy stilli upp sambærilegu liði og gegn Blackburn, þ.e. að hafa Meireles á miðjunni með Lucas, Cole og Maxi á köntunum og svo Stevie fyrir aftan Torres. Persónulega væri ég til í að setja Aurelio í bakvörðinn í staðinn fyrir Konchesky, en ég stórefast um að svo verði. Svo liggur maður á bæn með það að Poulsen fái að verma bekkinn áfram, hann á ekkert erindi inn í þetta lið á kostnað Lucas eða Meireles, svo einfalt er það. Er samt skíthræddur um að hann verði í byrjunarliðinu. Ég ætla því að giska á að liðið verði bara nákvæmlega eins og gegn Blackburn:

Reina

Carra – Kyrgiakos – Skrtel – Konchesky

Lucas – Meireles
Maxi – Gerrard – Cole
Torres

Bekkurinn: Jones, Kelly, Aurelio, Poulsen, Spearing, Jovanovic og Ngog

Sigur og ekkert nema sigur kemur til greina. Þetta er ekkert “gott stig á erfiðum útivelli” dæmi, það verður bara að breyta þeim hugsunarhætti. Við sýndum það á sunnudaginn að liðið getur vel spilað fótbolta, sé sá gállinn á þeim, og ég ætlast til þess að áframhald á því verði á morgun. Ég hreinlega neita að trúa því að menn grípi ekki þetta tækifæri og stimpli sig ærlega inn í þetta tímabil sem er því miður löööööngu byrjað. Kominn tími til að menn bara hreinlega átti sig á því. Ég ætla að spá okkur 1-2 sigri á morgun. Meireles kemur með sitt fyrsta mark og Torres er kominn með blóðbragð í kjaftinn eftir síðustu helgi.

Get in there…

64 Comments

 1. Poulsen byrjar, Liðið spilar kick and hope bolta og við “náum í gott stig á erfiðum útivelli” og Roy verður blússandi hamingjusamur í lok leiks og faðmar góðvin sinn hann Owen Coyle…….

 2. Hef ekki tök á að horfa á leikinn á morgun, nema ef einhver snillingur gæti bent mér á vefsíðu þar sem hægt væri að horfa á netinu… Er ekki stöðugur straumur af svoleiðis snillingum hérna á KOP.is ? :O) Hjálp væri virkilega vel þegin…

 3. Glæsilegt… Takk fyrir þetta Steini :O)
  Það er satt sem LFC segir… YNWA ;o)

 4. Miðað við hvað Roy sagði eftir síðasta leik þá er ég alveg sannfærður að við fáum sama lið og á móti Blackburn og sömu háu pressu. Ég ætla rétt að vona það allavega.

  Að öðru. Er það bara ég eða höfum við verið að spila óvenju marga sunnudagsleiki á þessu tímabili?

 5. Var að láta reyna á þetta… en við dapran árangur… Mikið af því sem er sett upp þarna eru auglýsingar á aðra linka til að horfa… Ætlaði svo að sjá hvort að ég gæti horft á Arsenal vs Westham og þar var gamall Liv. vs. Che. í gangi… sama gildir um þegar ég kíkti á Che. vs. Bla…. þar var gamall City vs. Arsenal leikur í gangi… Er þetta alltaf svona???

 6. Andsk… Chelsea og Arsenal að tryggja sér sigur á lokamínutunum…. Helvítis fokk!

 7. Lífsnauðsynlegt fyrir LFC að vinna á morgun , halda momentinu frá síðustu helgi gangandi….Annars dettur þetta í sama farið

 8. Geri, viltu frekar að Chelsea verði meistari?
  Gretar Amazen, við spilum miklu fleiri sunnudagsleiki núna vegna þess að við erum í Evrópudeildinni. Leikirnir þar eru á fimmtudegi, á meðan Meistaradeildin er á þriðjudegi og miðvikudegi.

 9. Afsakið, ætlaði að skrifa:
  Geri, viltu frekar að Manchester United verði meistari?

 10. Nei Federico Smith það er nóg eftir af þessu tímabili og ég ætlast nú til þess að Liverpool nái að saxa á þessi lið í toppbaráttunni! Eins og kom fram í upphituninni hjá SSteini þá munaði ekki nema 8 stigum á Liverpool og liðinu í öðru sæti…

 11. Er algjörlega gáttaður á ummælum Roy, af hverju í andskotanum á liðið ekki að geta unnið sjö af níu næstu leikjum? Þetta metnaðarleysi stjórans er að smita út frá sér. Ótrúleg ummæli.

  Ekki erum við í baráttu við Arsenal og Chelsea, fagna því bara að þau vinni. Vona svo að United og Tottenham skilji jöfn.

 12. Flott upphitun, En aldrei í lífinu hefði ég trúað því að ég myndi óska þess að Lucas mundi byrja inná frekar en einhver annar.(Pulsa).

  Tökum þennan leik 3-0 og ekkert kjaftæði!

  YNWA!

 13. Frábær upphitun að vanda.

  Ég hef aðeins eina spurningu.

  “I’m not believing naively we are going to win seven out of nine and fly up to the top of the table but I do want us to move from of the relegation zone.”

  Getur einhver veitt mér link á þessi ummæli? Ég neita hreinlega að trúa því að maðurinn hafi látið þetta út úr sér. Hversu langt á minnimáttarkenndin að ganga?

 14. mín spá er 1-3 ætla leyfa mér að vera óvenju bjartsýn þennan sunnudag 🙂

 15. miðað við núverandi leikmannahóp sem inniheldur allan þennann fjölda af landsliðsmönnum? Ef ekki núna, hvenær þá?

  Erum menn að aðeins að ofmeta sína menn ???

 16. Sælir félagar.

  Ef RH stillir ekki upp til sigurs en lætur okkar menn sitja aftarlega í sparka – hlaupa bolta þá vil ég að hann verði rekinn á hvernig sem leikurinn fer. Reyndar vil ég að hann verði rekinn hvernig sem fer og hvernig sem menn spila þennan leik á morgunn. Ég bara get ekki að því gert.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 17. Verðum bara að vinna en auðvitað verður þetta mjög erfiður leikur og ef Hodgson ætlar að láta liðið verjast aftarlega á vellinum og bjóða Bolton fullt af hornspyrnum og aukaspyrnum þá töpum við þessum leik svo einfalt er það.

  Held samt að við fáum sömu spilamennsku og gegn Blacburn og keyrum yfir Bolton liðið á morgun.
  spá 1-4 og Torres setur 3 og Gerrard 1.

 18. Fáum flottan fyrri hálfleik á morgun. Kraft og leikgleði, hápressu og tvö mörk.
  Sitjum í skotgröfum í seinni hálfleik, Bolton skorar en Torres setur svo eitt á 80 mín eftir hraðaupphlaup. 1 – 3.

 19. Sammála Herði – er hægt að fá link á þessi ummæli, ég bara get ekki trúað því að maðurinn myndi láta þetta útúr sér – fyrr en ég sé það með eigin augum..

 20. Sammála SSteinn(i) góð upphitun en fréttabl, og dagskrá s2 segja leikurinn sé kl 13,20 en annað er hér og hjá mogganum=KL16. Tökum þennan leik.

 21. United er að spila 4-4-2 og þeim gengur betur en við. Afhverju spilum við ekki 4-4-2?

 22. 22 – Ég persónulega held að munurinn á því að Man Utd geti spilað svona “betur” en Liverpool er það að þeir virðast hafa hraðan á köntunum og plús það að þeir eru ekki það aftarlega á vellinum svo þeir geta nýtt leikmennina á þennan veg.

  Liverpool hefur nú oft á tíðum verið að spila hálfgert 4-4-2 kerfi undir stjórn Roy Hodgson.

 23. Þessi ummæli Hodgson, ef sönn eru, sýna manni svart á hvítu að við erum ekki að fara að gera rósir á morgun. Hárrétt hjá SSteini að með því að tala niður væntingar þá er RH um leið að gera það í hverjum einasta leik.

  Töpum 2-1 eða í mesta lagi 1-1 jafntefli

 24. Erum menn að aðeins að ofmeta sína menn ???

  Uhh, ertu að halda því fram að það séu ekki margir landsliðsmenn innan raða liðsins? Veit ekki betur en að Liverpool hafi átt flesta leikmenn allra liða á HM í sumar. Og leikjaprógrammið framundan, gegn liðum sem eru ekki með nærri jafn sterkan mannskap (á pappírnum N.B.) eða landsliðmenn. Hvað er ég að ofmeta? Ég er svo sannarlega ekki að halda því fram að liðið hafi verið að spila vel, er eingöngu að vísa í leikmannahópinn í samanburði við þau lið sem við erum að fara að spila við á næstunni.

 25. það er að breytast tíminn á morgunn í bretlandi þannig að það eru allir miðlar með þetta í rugli… en á sky stendur að hann byrji 16:00.. en ég veit ekki hvort að klukkan breytist í kvöld eða á morgun

 26. “I’m not believing naively we are going to win seven out of nine and fly up to the top of the table but I do want us to move from of the relegation zone.

  Magnað að við erum komnir niður í þann skít að vera með stjóra sem er með það helsta markmið að falla ekki!!

 27. Hodgson heldur áfram að tjá sig:

  Hodgson was also critical of his predecessor Rafa Benitez’s dealings in the transfer market: ‘I think you can pay an awful lot of money for poor players and you can pay not very much money for very good ones – it is all to do with how good your scouting and your eye is,’ he added.

  Read more: http://www.dailymail.co.uk/sport/football/article-1324800/Roy-Hodgson-says-Liverpool-compete-Real-Madrid-Barcelona-worlds-best-players.html#ixzz13sjz64oC

  http://www.dailymail.co.uk/sport/football/article-1324800/Roy-Hodgson-says-Liverpool-compete-Real-Madrid-Barcelona-worlds-best-players.html

  og hann búinn að kaupa kons og pulsuna og meira að segja fékk ekki pulsuna frítt, aldeilis ekki ! Það er ótrúlegt hvað maðurinn lætur útúr sér !

 28. Eftir að hafa lesið greinina í DailyMail (og reyndar nokkrar aðrar) er ég endanlega kominn á þá skoðun að Hodgeson sé hættulegur framkvæmdastjóri fyrir Liverpool. Hann gerir sér enga grein fyrir aðstæðum klúbbsins frá 2007 og þeirri nauðsyn sem var á að fá inn mjög góða leikmenn fyrir helst ekki neitt í hverjum félagaskiptaglugganum á fætur öðrum. Hann hefur sýnt þá hagsýni í innkaupum að kaupa þá Poulsen og Konchesky sem Real, Barca og Inter slógust um að fá! Stórkostlegur árangur fyrir 10 milljónir punda. En endursöluverðið er örugglega meira en kaupverðið!!

 29. “I’m not believing naively we are going to win seven out of nine and fly up to the top of the table but I do want us to move from of the relegation zone.”

  Hörmungans metnaðarleysi í manninum. Burt með hann núna.

  YNWA

 30. Með þennan leik og í samhengi við greinina í gær þá er í sjálfu sér bara eitt sem gefur Hodgson meiri tíma, og það eru stig (í fleirtölu) gegn liðum sem við teljum okkur vera betri en. Ég tek undir með Ssteini að við erum með fjölda landsliðsmanna, heimsmeistara og flesta leikmenn sem náðu langt á HM í sumar og ættum að klára prógrammið framundan með fjölda stiga. Ef hann heldur áfram að underperformera með liðið þá fýkur hann. Sama hvað hann hefur sagt og ekki sagt. Ef hann hins vegar vinnur á morgun með liðið sitt og heldur svo áfram að hala inn stig þá verður hann áfram. Svo einfalt er þetta nú. Þetta gæti jafnvel gengið svo langt að hann klári tímabilið. Allt annað en sigur á morgun kemur honum í sama stall og fyrir Blackburn leikinn.

 31. Ef þið ætlið að horfa á netinu, þá er líka geðveikt að horfa í gegnum Sopcast og ef þið eigið hdmi snúru og sjónvarp sem tekur hdmi, þá getiði tengt tölvuna við sjónvarpið og horft í gegnum það, það er mjög þægilegt 😉

 32. Metnaðarleysi RH hræðir mig dálítið og þessi klausa hans með litlum væntingum segir bara svo ansi mikið. Ég ætla hins vegar að vona að leikmennirnir verðir brjálaðir á morgun, vitandi það að betri tímar séu í vændum undir stjórn annars þjálfara – hvernig sosum leikurinn fer eða næstu leikir. Aðalatriðið er að vinna – ekkert annað kemur til greina!

  Ég ætla því að halda bjartsýniskastinu mínu áfram og þriðja leikinn í röð spá sigri okkar manna … 1:2 fer hann jú og Torres skorar bæði.

  Áfram Liverpool ávallt!

  • “Svei mér þá, ég hélt ég ætti skrifa svona upphitun í lok október, en svona er staðan nú engu að síður “

   Bíddu.. ertu ekki að skrifa þessa upphitun í lok október ??? Eða er ég að misskilja eitthvað ?

  Eníhú… ég segi að þarna skilji á milli búks og höfuðs hjá þessum stjóra okkar.. tap í þessum leik, þýðir einfaldlega fyrir mitt leyti að sveðjan þurfi að fara á loft..!

  Sigur þýðir að það sé verið að byggja ofan á Blackburn leikinn, og það væri vel. Sigur í þessum leik er það eina sem kemur til greina, ef ég er spurður, en það væri gaman að heyra fyrirfram hvort að mister Roy Hodgson sé sammála mér… er sigur það eina sem kemur til greina, eða sættir hann sig við eitt stig, fyrirfram ?

  það kemur fljótlega í ljós á morgunn, hvernig hann myndi svara þeirri spurningu, þegar við sjáum byrjunnarliðið og leikaðferðina…

  Áfram Liverpool

  YNWA …

 33. Ég held að menn séu að missa sig í sambandi við R H. Auðvita hefði maður viljað að við hefðum gert betur í undanförnum leikjum en munum við nokkuð eftir síðustu leikjum með R B? Stjóri Arsenal (A Wenger: ) segir að Liv, muni vera með í baráttu og hann segir að við ásamt Aston Villa geti verið í TOPP baráttu. Gaman að A Wenger sé á jákvæðum nótum já meira en sumir stuðningsmenn LIVERPOOL. 🙂 Wenger: Liverpool getur orðið meistari sjá MBL.is enski boltinn.

 34. Auðvitað segja aðrir stjórar þetta um gamla góða woy.

  Hann er ekkert að fara vera þeim óþægilegur, að fara berjast um eitthvert 4 sæti í deildinni eða meir!
  Ef að þeir losna við sterkan keppinaut úr baráttunni, er það bara til að gera þeim lífið auðveldara.

  Það þarf að fá mann meða metnað og getu í þetta job!

 35. Þetta hlýtur að vera crucial leikur ef hann tapast verður kominn nýr þjálfari eftir 2vkur en hver það er málið ég held að Roy fái ekki lengri sjens karlanginn tekur enga sjensa og nær engu

 36. Þetta var svo mikil óvissa að leikmenn voru að spila eins og Raggi Bjarna= með hangandi hendi en nýjir eigndur eru eftilvill að koma mannskapnum í Rallýgír en leikurinn verður erfiður hjá Liv í dag en auðvita vill maður sigur en verður þetta ekki jafnteflisleikur og varnarsinnað lið hjá RH

 37. Ég er varla að trúa því að Roy hafi sagt þetta. Það er eitt að segjast vilja komast af fallsvæðinu, hver vill það ekki? En að segja að hann sé ekki það barnalegur að trúa því að hann vinni 7 af næstu 9 leikjum… hvað er að þessum manni? Hefur hann skoðað leikjaplanið?

  Bolton (Ú)
  Chelsea (H)
  Wigan (Ú)
  Stoke (Ú)
  West Ham (H)
  Tottenham (Ú)
  Aston Villa (H)
  Newcastle (Ú)
  Fulham (H)

  Ég veit ekki með ykkur en ef að allt er eðlilegt þá finnst mér að einu leikirnir sem ættu ekki að vera “öruggir sigrar” eru Chelsea, Tottenham og Aston Villa… ef við náum sigri úr einum af þeim þá er að mínu mati slakt að ná ekki 7 sigrum úr þessum 9 leikjum.

  Þetta miðjumoðs, undirlægju, aumingja, drullu hugarfar þarf að hverfa… með Roy og það sem fyrst!

  • er ekkert búið að leka út byrjunarliðinnu fyrir leikinn ??????

  Poulsen er líklega í byrjunarliðinu og því ákveðið að leka því ekki út 😉

  En leikurinn er kl: 16.

 38. Liverpool XI: Reina; Carragher, Skrtel, Kyrgiakos, Konchesky; Leiva, Meireles; Rodriguez, Gerrard, Cole; Torres
  Subs: Jones, Jovanovic, Babel, Poulsen, Kelly, Ngog, Shelvey
  samkvæmt LFC Transfer Speculations á FB

 39. Byrjar kl 4 en af hverju i fjandanum byrjar þá útsending frá stöð 2 port 2 kl 13:20 :O

 40. Stöð 2 Sport var í einhverju rugli. Þeir víxluðu Bolton-Liverpool og Newcastle-Sunderland í dagskránni sinni. Þannig að Newcastle-Sunderland er að byrja núna 13:30.

 41. Getið þið sagt aðeins meir um sopcast ? Hvað er það og hvað er betra við að nota það ? Eru gæðin meiri ?, t.d. ef maður tengir hdmi snúru við sjónvarpið ?, er það t.d. betra en ef maður horfir á atdhe.net – sem kostar ekkert og ekkert þarf að downloada ?

  Ef þið vitið meira um málið og getið sagt í stuttu máli eru allar upplýsingar vel þegar.

 42. Downloadaðu bara sopcast og athugaðu það :F svo fer það allt bara eftir hvaða rásir það eru
  😀 Finnst þetta ver i finum gæðum a sopcast a ákveðnum rásum og lika með ensku commentary

 43. Og ég hef ekki hugmynd um hvort gæðin verða betri með HDMI snúru hef ekki prufað það :F

 44. ef þú ert t.d. hér http://myp2p.eu/broadcast.php?matchid=91325&part=sports þá færðu svo margar stöðvar og finnur alltaf leikinn í fínum gæðum og með góðu streami ! mer finnst persónulega betra að nota “veetle” frekar en sopcast. finnst það hraðara og betra.. nú er ég t.d að horfa á newcastle-sunderland og mer líður eins og ég sé á vellinum 🙂

 45. Sopcast eða Weetle, svo er um að gera að tengja sig við sjónvarp með HDMI snúru ef gott stream finnst, við það uppskalast myndgæðin.

 46. Ef við ætlum að eiga einhvern séns í Chelsea ( er ekki að segja að hann sé mikill ) verðum við að vinna þennan leik uppá móralinn.

  Annars spái ég 3-1 sigri, Torres, Gerrard og Kyrgiakos með mörkin 😛

  YNWA

Roy, hvert skal halda?

John W Henry svarar spurningum lesenda RAWK