Myndband sem útskýrir sig sjálft

Horfum á vídjó. Það er lítið annað að frétta hvort eð er, og síst af öllu þær fréttir sem við vildum helst heyra.

33 Comments

 1. Þessi Hitler video eru að verða svipað mörg og Dallas þættirnir voru margir! Orðin frekar þreytt fyrir löngu (sko video-in, ekki Dalls þættirnir auðvitað) en þetta var þó betra en þau flest 🙂

 2. Mér fannst þetta mjög skemmtilegt, mun betra að horfa á þetta en þessa Liverpool leiki sem ég horfi alltaf á, reyndar var Blackburn leikurinn fínn….

  Það er sorglegt að hugsa til þess að fyrir stuttu gátuð við boðið uppá miðju sem hafði innanborðs þessa menn : Gerrard, Mascherano og Alonso….
  Með þessa miðju í dag og síðan skynsamleg kaup í kringum þetta hjarta þá væri staðan önnur í dag að mínu mati….

 3. Það er meira sem þið getið drullað yfir þjálfara Liverpool.

  Það getur vel verið að þið takið svona kosti/galla analýsu á Hodgson og komist að þeirri niðurstöðu að hann sé ómögulegur. Og af því að hann er ómögulegur þá má drulla yfir hann og heimta að hann verði rekinn.

  Í mínum huga er ekki leyfilegt að taka svona greiningu á þjálfara Liverpool. Maður á að styðja þjálfara Liverpool hvað sem gengur á.

 4. Ég er alvarlega að hugsa um að hætta að koma inn á kop.is vegna þess hve ósanngjarnir þið eruð í garð Hodgson.
  Ætli ég fari ekki í staðinn á blogsíður fjölskyldu Hogdson.

 5. Ég ætla mér nú ekki að vera leiðinlegur, en það myndi litlu skipta þó þú hættir að heimsækja og skrifa á http://www.kop.is , skrif þín sjást ekki vegna þumlakerfisins (dæmi nú hver um sig hvort það sé gott eða slæmt 😉

 6. Ég verð bara að vera ósammála þér babú, já þessi Hitler video eru að verða æ mörg en á einhvern barnalega hátt kannski hef ég alltaf jafn gaman að þessu. Gæti verið skýring, hve einfaldur maður ég er.

 7. Þvílika snilldin henda medalíu í manninn sem bjó þetta til, eða bikar.

 8. Er Maggi alveg hættur að koma með Kop-gjörið (uppgjörið úr Kop-deildinni í fantasy league)?

  Var svo virkilega skemmtilegur liður á þessu bloggi. Sérstaklega þegar maður er að nálgast toppinn. 🙂

 9. Er það ástæðan fyrir að Yossi Benyon vildi fara frá LFC….lol….og þá til Chelski……Nú meikar þetta allt perfect sens !!!!

 10. Svo maður tali nú ekki um Waffen SS klippinguna á Joe Cole…Klár beint á austur vígstöðvarnar…
  Ég held að ég verði að auka stuðning minn við LFC !!!

 11. Var þetta ekki tekið upp rétt áður en hann framdi sjálfsmorð? ( þá veit maður ástæðuna fyrir því loksins) 🙂

 12. Eyþór: Þú ert ekkert leiðinlegur. Ég geri mér fyllilega grein fyrir minni stöðu á þessari síðu og átti von á því að ég fengi þetta svar.
  Kom mér samt óvart að það væri þú sem kæmir með svona comment.

 13. Í þessu samhengi má nú minnast á að liðið okkar er að breytast í skinheads virðist vera:

  Skrtel, Konchesky, Meireles, Shelvey og svo mætti kannski henda Cole og Reina í þennan hóp ? 🙂

 14. Kop-gjörið kemur í næstu viku.

  Viðurkenni það að ég var í nettum depression að gera upp viku eftir viku af slælegum árangri Liverpooooool og um leið þeirra sem þá studdu í leiknum.

  Sparka í mig í næstu viku og kem með stöðuna….

 15. Coke Zero ertu alveg viss um að þú sért Liverpool aðdáendi en ekki Man Utd aðdáendi í því að reyna vera leiðinlegur. Heitir Coke Zero, Coke Zero = Man Utd , Coca Cola = Liverpool. I Prefer the real thing. En að öðru alvöru Liverpool stuðningsmenn s.s þeir sem eru á Anfield viku eftir viku og borga sig inn á leiki, og eru semsagt í þessari fótbolta menningu í Englandi eru allir hundfúlir að fá ellismellinn í brúnna og hefðu þeir allir viljað fá einhvern annan sem fyrsta kost. Enda hefur enginn þjálfari í 52 ár átt verri byrjun hjá Liverpool og með menn eins og Torres,Gerrard,Reina,Agger ofl. á að vera berjast um 1-5 sæti ekki að vera húka í 19 sæti eftir 8-9 leiki. Sér það hver helvíta maður að þetta er gjörsamlega ósættanlegt, sama þótt deildin sé frekar jöfn þá eigum við ekki heima þarna.

 16. Ég held að coke zero sé bara að fá þessa anti like því hann heytir coke zero, sem er náttúrulega ostur

 17. Coke Zero (#19) segir:

  „Eyþór: Þú ert ekkert leiðinlegur. Ég geri mér fyllilega grein fyrir minni stöðu á þessari síðu og átti von á því að ég fengi þetta svar.“

  Af hverju þarftu að persónugera þetta svona? Þú átt enga „stöðu“ á síðunni frekar en við hinir. Þetta er bara hópur af Púllurum að ræða hlutina, sumir undir dulnefni, aðrir ekki. Þú virðist vera ósammála (allri) gagnrýninni sem Hodgson hefur fengið að undanförnu en ég skil ekki af hverju það þýðir að þú þurfir að hætta að lesa síðuna eða láta eins og verið sé að leggja þig í einelti. Stundum er maður með óvinsælar skoðanir og verður að geta staðið við það. Fólk þumlar þig niður ef það er ósammála þér, svoleiðis er það bara.

  Endilega haltu áfram að lesa og taka þátt í umræðunum. Og endilega haltu áfram að vera ósammála meirihlutanum þegar þér finnst ástæða til. Það er það sem gerir þessa síðu skemmtilega. Við þurfum ekki öll að vera sammála. Þetta er ekki kóræfing, þetta er umræða.

 18. Þetta hatur ykkar á Hodgson er orðið þreyttara en Benitez/Kuyt/Lucas umræðan hefur verið síðustu ár….

  Ég er sammála ykkur að Hodgson er ekki að standa sig, en á meðan hann stýrir liðinu mínu styð ég hann í gegnum súrt og sætt…eitthvað sem ALVÖRU stuðnignsmenn gera!

 19. Ef það er flokkunin á alvöru stuðningsmanni nr # 25 , þá á LFC ekki marga í dag.

  Þú getur ekki sett fram þessa fullyrðingu, að þú sért alvöru stuðningsmaður af því að þú styður stjórann í gegnum súrt og sætt. Allir sem taka sér tíma til að horfa á LFC leiki og skrifa á bloggsíður eru Liverpool stuðningsmenn, ég sé ekki hvernig er hægt að fara í einhverja typpamælinga keppni til þess að sjá hver styður Liverpool mest.

  Með sömu rökum hefðum við alveg eins getað sagt að allir þeir sem settu sig upp á móti eignarhaldi Gillet og Hickes á Liverpool FC væru ekki ALVÖRU stuðningsmenn, þeir voru jú einu sinni eigendur okkar liðs. Það er engin glóra í þessu hjá þér

 20. Ég held að kannski point-ið sem #25 er að reyna að koma sé að umræðan sem slík um vanhæfni Hodgson er í raun og veru orðinn ofboðslega þreytt því hún er afskaplega einsleit. Yfir 90% stuðningsmanna (virðist vera “norm-ið í könnunum) eru sammála um þetta.

  Langflestir umræður um kallinn eru eins, það eru langflestir á móti, einn og einn maldar í móinn án þess þó að ná einhverju fram því mótrökin eru í raun enginn.

  Þetta er ekki eins og í Rafa/Kuyt/Lucas umræðunum þar sem menn hafa verið að skiptast á skoðunum fram og tilbaka.

  Þannig að þetta er kannski spurning um að hvíla þessa umræðu dálítið, svona bara til þess að drepa okkur ekki endanlega úr leiðindum.

 21. Finnst þetta vera merki um rökþrot þegar það er farið að tala um alvöru stuðningsmenn sem fylgja leiðtoganum í blindin og það má ekki gagnrýna hann af því að hann er að stýra Liverpool. Þessi umræða kom upp þegar Houllier var hjá liðinu og líka hjá Benitez og reyndar minnir mig að sumir hér sem eru mikið á móti Hodgson hafi einmitt verið að nota þessi rök. Málið er hins vegar að við erum Liverpool stuðnings menn og viljum það besta fyrir Liverpool. Það ætti hver maður að sjá það að vera með Liverpool í 18 sæti eftir 8 leiki er eitthvað sem er ekki ásætanlegt og þá er eðlilegt að stjóranum sé kennt um. Sérstaklega þegar hann er með leikmenn á borði við Reina, Agger, Gerrard, Cole, Torres í liðinu.
  Við erum heldur ekki að tapa þessum leikjum með óheppni heldur eru við í flestum þessum leikjum lélegra liði og þá er alveg sama hvort liðið heitir Blackpool, Northamton eða Man U. Er þá ekki bara mjög eðlilegt að menn leifi sér að efast um hæfni stjórans sem flestir voru með efasemdir um áður en hann tók á móti Liverpool.
  Svo í guðanabænum hættið þessari fáránlegu umræðu um sannan stuðningsmann. Ég er nokkuð viss um að allir hér inni (fyrir utan kannski 2) styðja lið sitt á leik degi og mynd öskra úr sér lungun ef þeir væru á vellinum og það fyrir mér eru sannir stuðningsmenn. Sannur stuðningsmaður þykir vænt um sitt félag og er því ekki sama þegar liðið er í fallbaráttu og vill því fá úrbætur.

 22. Svolítið sammála því að umræðan um Hodgson sé smá þreytt en fokkings come on, við erum í fallsæti og hann er að stýra liðinu!! Hvað héldu menn að umræðan myndi aðallega snúast um?

  Annars held ég reyndar að þetta sé ekki Hodgson að kenna og í raun ekki heldur Gillett og Hicks….þetta er allt Magga að kenna!!

  Kop-gjörið kemur í næstu viku.
  Viðurkenni það að ég var í nettum depression að gera upp viku eftir viku af slælegum árangri Liverpooooool og um leið þeirra sem þá studdu í leiknum.

  Það hljóta fleiri að hafa tekið eftir því að árangur Liverpool hresstist til muna eftir að Maggi fór að hvíla Kop uppgjörið! Ergo, það er augljóslega Maggi sem er óhappa 🙂

  Btw. gleðilegan föstudag.

 23. Sammála Babu. Ef Liverpool vinnur aftur á sunnudag verður Magga bannað að taka Kop-gjörið á mánudag. Þá verða líka allir lesendur að ganga í sömu fötunum og greiða sér eins og síðustu tvær vikur. Það má engu breyta. 😉

 24. “Signing Christian was one of the easiest decisions I have ever made,” said Hodgson. “I remember he had to take time off work to come and do the trial; the plan was that Christian would spend a week training with us but after the first day, I told the Sporting Director to sign him.

  “His talent was far, far above the standard he was playing. He made his debut against Rosenborg in a friendly as a right-back but when he got his chance in midfield, he stepped straight in and never looked back. It’s been onwards and upwards since then.”

 25. Mummi hittir naglan á höfuðið. Þessi umræða er svo leiðinleg. Ég er alveg sammála mönnum um að Hodgson er ekki að standa sig, hélt að ég hefði tekið það skýrt fram, en á meðan hann er stjóri liðsins míns þá mun ég styðja hann, og það ættuð þið líka að gera!

  My Kop pledge
  Always support the team, no matter how bad they are playing.
  If the team is doing badly, cheer even louder as they need your support more.
  If a player/manager is struggling, sing his name louder and more often as he needs it..YNWA !

 26. Kristján Atli: Er að sjá þetta svar frá þér fyrst núna.

  Ég á enga “stöðu” eins og þú skilgreinir það. Hinsvegar geri ég mér grein fyrir stöðu minni þegar kemur að Hodgson. Mikill meirihluti aðdáenda vill losna við Hodgson og mín skoðun er í miklum minnihluta. Þegar ég setti inn þetta komment um að ég væri alvarlega að hugsa um að hætta að koma á kop.is þá var það ekki vegna þess að ég ætlaðist til þess að þið hættuð þessari neikvæðu umræðu. Heldur einungis að ég væri kominn með nóg af henni og mundi leita fanga annars staðar. Margir hafa sagt svipað og það sem ég er að segja. Man eftir einum sem sagðist ætla að taka sér frí frá því að fylgjast með Liverpool með ástandið væri sem verst. Málið er bara með mig að ég hef komið oftast inn á þessa síðu þegar ég er að fylgjast með Liverpool. Það kemur ekki á óvart þegar maður hugsar um þá frábæru umfjöllun um eigendaskiptin og það mál allt saman.

  Ég stend við mínar skoðanir og er tilbúinn að ræða þær. Ég sé að þú og Eyþór Guðj. misskiljið að ég sé ósáttur við þumlanna sem ég fæ. Ég hef fengið bæði góð og slæm viðbrögð við því sem ég skrifa. Ekki er ég ósáttur við þetta kerfi.

  Ég var ekki að hugsa um að hætta að lesa síðuna vegna þess að ég teldi að ég væri lagður í einelti heldur vegna þeirra neikvæðu umfjöllun sem Hodgson fær. Ég fæ nóg af henni frá vinum mínum sem halda með Manchester United.

  Að lokum vil ég segja að þessi síða er náttúrulega frábær og margir hér sem rita hér eru snillingar. T.d. er þetta komment hjá þér, Kristján Atli, númer 24 mjög gott og ég er mjög þakklátur fyrir það.

  E.s. skrítinn heimur þegar að einhver heldur að maður sé lagður í einelti fyrir að styðja þjálfara Liverpool á síðu sem heitir eftir Kop stúkunni.

Opinn þráður – slúður?

Roy, hvert skal halda?