Opinn þráður – slúður?

Svo virðist sem Roy Hodgson hafi (því miður) náð að kaupa sér a.m.k. viku í viðbót með sannfærandi leik liðsins gegn Blackburn. Eins sleppur Poulsen ágætlega enda átti hann sinn besta leik fyrir liðið gegn Blackburn og því er umræðan að því er virðist að færast í nokkuð eðlilegt horf aftur eftir nokkra mánuði af eigenda og/eða þjálfara umræðu. Jú það ernefninlega byrjað að orða flesta leikmenn sem hugsanlega gætu verið fáanlegir í janúar við liðið og eins eru af og til að poppa upp fáránlegir orðrómar um að okkar bestu leikmenn séu á leið í burtu og það sem ótrúlegast er af öllu, til United!!

En meðan ekkert er að gerast þá höfum við hér opna umræðu þar sem hægt að er að velta þessum leikmannamálum og slúðri fyrir sér, en í guðana bænum reynum að halda aðeins takti við raunveruleikann.

113 Comments

 1. Svo virðist sem að eigendum Liverpool hafi verið gefnir 6 mánuðir til að taka ákvörðun um nýjan völl.
  http://news.bbc.co.uk/cbbcnews/hi/newsid_9120000/newsid_9128400/9128437.stm
  A new stadium in Anfield would help to improve the area for the people who live there.

  It’s not yet known whether new owner John Henry plans to build a brand new stadium or renovate the old one

  Þó svo að Anfield sé frábær leikvangur þá myndi nýr völlur vera glæsileg byrjun á uppbyggingu stærsta og besta liðs heims.

 2. Ég held að þrátt fyrir allt þá sé RH ekki heimskur, hann eins og allir aðrir sáu greinilega munin á liðinu þegar það fær að spila eins og gegn Blackburn og svo í leikjunum þar á undan. Ég er viss um að þessi spilamennska er það sem koma skal og liðið okkar mun í leiðinni fara hratt upp töfluna.

  Þetta breitir þó ekki því að ég tel RH ekki vera manninn sem muni taka Liverpool í toppbaráttu, en hann fær líklega (ef hann heldur áfram á réttri leið) að vera með liðið a.m.k. fram í janúar, jafnvel lengur.

 3. Reina á víst að vilja komast frá Liverpool vegna þess að hann er með sjötugan markmannsþjálfara.

  lol

 4. Sammála Hafliði. Ef maður skoðar töfluna þá eru ekki nema 8 stig upp í 2. sætið. Segir okkur bara hve deildin er jöfn. Það ætti (vonandi) öllum að vera það ljóst hvaða nálgun á leik okkar manna virkar best. Vona að Roy kallinn hafi séð skæra ljósið á sunnudaginn með það. Ef við gætum náð góðu run-i þá fjúkum við upp töfluna. Enda þíðir ekkert væl eða vol hjá Púlurum. Maður á eftir að fylgjast með næstu leikjum með nánast fyrirtíðarspennu og naglanagi af bestu sort. Vonandi er þetta allt að koma.

  ES. Finnst alltaf jafn fyndið þegar maður sér slúður um að litla liðið í Manchester ætli sér okkar bestu leikmenn eins og að það eigi bara að vera sjálfsagt mál….Gabriel Henze einhver???

 5. Ef við náum 5 sigrum í næstu 6 leikjum gæti það alveg eins gerst að við náum inn á topp 4. Hins vegar finnst mér afar ólíklegt að svo gerist, hef ekki mikla ástæðu til bjartsýni núna.

  Hins vegar varðandi leikmannaslúður þá vil ég gjarnan fá Afellay frá PSV í Janúar eða í sumar. Hann verður skær stjarna hjá réttu liði. Finnst hann líkur Nasri á vellinum. Svo er algjört möst að fá einn sóknarmann og einn öflugan kantmann sem getur tekið menn á.

 6. Þessir Spánverjar eru aldrei að fara til Man Utd. Ef þeir fara einhvert þá fara þeir heim eða heim til Benitez.

  Og það sem #4 kallar litla liðið.
  “United have had a higher average attendance than City EVERY SINGLE SEASON since 1947.”

  Manchester er rauð borg

 7. Ég bara neita að trúa því að Hodgson verði maðurinn til að versla í næsta glugga. Hann verður að fara. Það þarf að byggja liðið upp og það geriru ekki með mann á þessum aldri.

 8. Og eins og ég hef sagt áður ….. þó svo að liðið fari að vinna leiki þá er ég bara svo ótrúlega ósáttur með viðhorfið hjá honum. Hvernig að hann svarar fyrir sig í viðtölum. Bara það, fyrir mig, er nóg. Hann gerir lítið úr Liverpool liðinu við hvert tækifæri, hvort sem hann ætlar sér það eða ekki.

 9. Góður Babu, Poulsen átti góðan leik á móti blackburn 🙂 á bekknum þá?

  • Poulsen átti góðan leik á móti blackburn 🙂 á bekknum þá?

  Það er hægt að færa rök fyrir því að hann hafi ekki gert nein mistök í leiknum 😉

 10. Mikið hlakka ég til janúar. Ég held að við munum ekki eyða háum fjárhæðum en það væri óskandi að amk fá tvo spennandi leikmenn. Forlan og Ashley Young myndu styrkja liðið okkar, en einn vinstri bakvörður væri líka ídeal.

  Poulsen má fara sem fyrst, það liggur við að maður væri tilbúinn að borga með honum.

 11. Mikið er ég sammála þeim sem tala um að okkar hugsanlegu kaup í Janúar verði lítil en samt stór þeas 1-2 eðal leikmenn. Vil frekar taka þessu hægt og kaupa gæði en að vera eitthvað að flýta sér og kaupa einhverjar Pulsur og enda svo með remúlaði útá kinn !!

 12. Ég held að þrátt fyrir allt þá sé RH ekki heimskur

  Ja, miðað við það sem maður hefur séð af honum í viðtölum undanfarnar vikur og mánuði, þá verður maður nú reyndar að draga aðra ályktun á því en þú hér að ofan. Hegðun hans hefur gert honum algjörlega ógerlegt að halda áfram sem knattspyrnustjóri Liverpool FC.

 13. Er ég einn um það sem finnst að okkur vanti alvöru miðvörð. Kyrgiakos 31 árs gamall grikki er besti kosturinn okkar í miðvörðin. Ég mundi vilja sjá liðið kaupa alvöru miðvörð á góðum aldri, svo væri alveg fínt að fá affelay á útsöluverði og svo Striker.

 14. Eitt orð sem bæði tekur undir orð SSteins um að Roy sé heimskur og svarar spurningu þinni Guðmundur Ingi.

  “AGGER”

 15. Skil ekki hvað menn eru að væla um að vilja Forlan þegar yngri bitar eru á markaðnum. Jú hann má nú eiga það að hann var frábær á HM í sumar og hann má líka eiga það að þegar hann spilaði með besta liði Englands á þeim tíma þá bara small hann ekki inn í enska boltann. EF hann fann sig ekki hjá skotanum þá er ekki ekki að fara að finna sig hjá Roy Hodgson. Það besta sem hann gerði var að skella sér til Spánar enda fór ferillinn þá upp á við. En annars þá er ég mjög spenntur fyrir Ashley Young. Hann er þessi týpiski enski kantmaður og mjög góður sem slíkur, enda hef ég aldrei skilið hversu fá tækifæri hann hefur fengið að spreyta sig með landsliðinu. Ef hann væri í betra liði en Aston Villa, þá tel ég að hann væri í þeim klassa sem hann á að vera í, semsagt byrjunarliðsmaður í topp4 baráttu. En já okkur bráðvantar vinstri bakvörð sömuleiðis og sömuleiðis framherja svarið við vinstri bakverðinum tel ég vera Fabip Coentrao ungur lykilmaður hjá sterku liði Benfica og var einnig flottur á HM síðastliðið sumar. En varðandi framherja þá yrði það nátturlega draumur í dós að sjá mann eins og Aguero en spurning hvort það er raunhæft en þá eru nátturlega menn eins og Dzeko og fleiri í þeim dúr, en einhvernveginn er ég spenntastur fyrir Darren Bent, hlutirnir sem hann er að gera hjá Sunderland eru alveg frábærir. Með hann með flotta leikmenn aftan sig eins og Gerrard og Cole þá skil ég ekki af hverju hann myndi ekki pota sér sem aðalframherji enska landsliðsins stór og sterkur og baneitraður.

  Ég myndi semsagt vilja fá þessa menn í janúar sem eru raunsæileg takmörk : Ashley Young ( 15m pund ), Darren Bent ( 12-15m pund ) og Fabio en hann er með samning við Benfica til 2016 sem myndi þýða að Liverpool þyrfti að púnga út 25m punda fyrir hann. En við verðum að fara að taka sénsa og hætta að kaupa ágætan kauða á 7 mill punda sem skilar ágætri vinnu og kaupa einhvern á hærri sem gæti skilað mjög góðri vinnu.Þá yrði neyslan líklega um 55 mill punda og síðan yrðu einhverjir seldir. Vona og bið til guðs að þetta gerist en sjáum hvað setur.

 16. Það er verið að segja að Liverpool sé þegar byrjað að semja við Fernando Llorente sem hefur verið að gera góða hluti.
  En ég væri spenntur fyrir þessum í jan.

  1 Hangeland
  2. A Young
  3. Ibrahim Affelay
  4. Fernando Llorente
  5. Fábio Coentrão

  Svona lítur jólagjafalistinn minn út.

 17. Ég vil stinga upp á því að allir blaðamenn sem skrifa um það að Reina sé að fara til Utd eða Arsenal á 10-15 millj. punda verði flengdir og steiktir á teini. Gæinn er með samning til 2016!

 18. Áður en ég fer að skrifa upp draumalista varðandi leikmenn þá vil ég fá stjóra sem veit hvað hann er að gera og hefur metnað og getu til að koma liðinu á toppinn. Hodgson er gjörsamlega vanhæfur þegar kemur að þeim þáttum enda hefur maðurinn hugarfar sem hentar smáliði í Svíþjóð en ekki stórveldi Liverpool. Hann var ráðinn sem léleg bráðabirgðalausn í sumar og það hefur ekkert breyst nema að hann hefur reynst enn lélegri en svartsýnustu menn spáðu.

  NESV er alveg örugglega ekki að hugsa um hvaða vinstri bakvörð Hodgson þarf að kaupa eða hvort að það vantar nýjan miðvörð í hópinn. Þeir eru örugglega að fara yfir aðra hluti, eins og t.d. hvort þeir ætli að bæta Anfield eða byggja nýjan völl. Skilgreina fjármagn til rekstursins og innspýtingu á fjármagni í leikmannakaupa. Skipa stjórn og ráða framkvæmdarstjóra og svo hvort að þeir treysta “einum virtasta þjálfara Evrópu” til verksins eða hvort þeir ráða ekki bara alvöru mann sem kemur til með að sjá um leikmannakaup og búa til sinn leikmannahóp. Ég veit ekki af hverju í ósköpunum menn með metnað fyrir árangri og sæmilegt fjármálavit ættu að treysta Hodgson fyrir svo mikið sem einu pundi til leikmannakaupa því að sporin hræða svo sannarlega!

 19. @ # 6..

  Manchester er ljós blá…Hinsvegar eru öll nágranna bæjarfélögin eldrauð og þar liggur munurinn.
  Það er í raun bara Stretford hverfið í Manchester sem er rautt. Ég á fullt af vinum frá Manchester og þeir eru allflestir City menn…nema þeir séu ættaðir frá Írlandi 🙂

 20. Af hverju ætti Torres ekki að geta farið til United? Tímarnir eru breyttir. Þessi umræða í þræðinum fyrir neðan að Fabregas gæti aldrei farið til Liverpool, Rooney til City o.s.frv. er bara úrelt. Þýðir ekki að nefna Heinze sem eitthvað dæmi, hann gat ekki rassgat og var peð í þessu sambandi. Auk þess hefur allt breyst síðan þá, þótt stutt sé. Ef City hefði slengt 80M á borðið fyrir Rooney (og hann viljað fara), þá væri því tekið. Væri líklega verst fyrir hann sjálfan því það væri ekki líft fyrir hann í miðborg Manchester. Ef United myndi bjóða ásættanlegt verð í Torres og hann vilja fara, þá tel ég Liverpool ekki standa í vegi fyrir því. Hitt er annað mál að ég sé ekki United eiga 60M punda eða eitthvað á lager. Segja margir að fáránleikinn í boltanum verði ekki afhjúpaður fyrr en United fari á hausinn.

 21. Manni finnst það bara alveg kostulegt að sjá fyrirsagnir um að Reina eða Torres séu orðaðir við Manchester United. Ég myndi allavega ekki vilja vera stjóri Liverpool sem selur nokkurn leikmann til United. Ég meina ég myndi ekki einu sinni selja Poulsen til United ! Það yrði allt vitlaust.

  Annars er ég mjög spenntur fyrir Ashley Young, hann myndi koma með mjög góða vídd í liðið. Afelley hef ég séð of lítið af til að mynda mér skoðun en miðað við liðin sem ásælast hann þá hlytur hann að vera góður. Rouqe Santa Cruz er svo víst á förum frá City og hann er vissulega góður leikmaður og ég væri alveg til í að sjá hann í Liverpool treyju. Annars er drauma leikmaðurinn minn Aguero og hann vil ég sjá sem fyrst á Anfield !!!

 22. @ Haukur

  ÉG mydni selja Poulesn til Manyoo, án þess að hugsa um það einu sinni!

 23. p.s. Fóru svo ekki Adebayor og Toure frá Arsenal til City? Það voru stórir bitar í liði Arsenal en málið er bara að allt er metið til fjár og fyrir þessa leikmenn fékkst jafnvel yfirverð. Einnig er hægt að setja verðmiða á Torres og Reina þó þeir séu auðvitað svimandi háir.

 24. hahaha já JónMB það er kannski réttast að selja Poulsen til United !

 25. Ragga Hauks í strækerinn og málið er dautt.

  Annars er A.Young fínn leikmaður en hef heyrt að hann sé frekar mikill skíthaus og sé ekki vinsæll innan hópsins hjá Villa. Veit ekki hvort ég nenni svoleiðis mönnum eftir Pennant/Babel/Diouf/Voronin/Riera bullið.

  Það sem mig langar mest af öllu að sjá í væntanlegum Liverpool leikmönnum, burt séð frá því hvað þeir heita, er vilji til þess að spila fyrir treyjuna, fyrir aðdáendurna og fyrir liðsfélagana. Ekki einhverja eiginhagsmunaseggi sem spá meira í stöðuna á reikningnum en stöðuna í deildinni. Ég er eiginlega búinn að fá mig full saddann af svoleiðis vitleysingum.

  Eat, sleep, breath Liverpool. Þannig leikmenn langar mig að sjá í treyjunni, restin getur farið eitthvað annað.

 26. Ég er ekki að fara gera mér neinar rósir um stór leikmannakaup í janúar, sérstaklega ekki þar sem við erum í fallbaráttu og hinsvegar vegna þess að það er janúar 🙂

  Langar þó mjög að fá einhvern varnarjaxl, sóknarmann og hægri kanntmann…
  Hefði ekkert á móti því að fá Micah Richards eða einhvern svipaðan.. Stevan Jovetic á kantinn og kannski Santa Cruz eða Adebayore 😉

  Veit ekki hvort þetta sé raunhæft, en ég yrði sáttur við 1 af þessum til að byrja með 😉

 27. Væri alveg til í einhverja af þessum dúddum en “raunhæfi” jólaóskalistinn minn er:
  Vinstri bak: Taye Taiwo, Contraoe
  Miðvörður: Hangeland eða jafnvel Samba
  Kanntmenn: A.Young, Afalley, Marko Marin?, Eljero Elia, Mata mun mata Torres, get it?,
  Miðja: Aquailani aftur úr láni, G. Inler
  Og svo að sjálfsögðu
  Sókn: Llorente, D.Bent, Suarez, A.Sanchez, Carlton Cole?

 28. Palli # 21…… og ekki gleyma að hann er á besta aldri sem markmaður og er einnn besti markmaður í öllum heiminum í dag þannig að hann myndi aldrei fara til þeirra á 10-15M..

  menn sem ég vil sjá í liverpool treyju á næsta ári sammála um að fá aqualiani aftur úr láni og kaupa : A.young llorente inler og fabio contreao hja benfica 😀

 29. Fullt af leikmönnum sem hægt væri að næla sér í, City leikmenn sem fá ekki að spila, Santa Cruz(ef menn vilja annan meiðslapésa í frammlínuna), Wright Philips og fleiri. Svo eru leikmenn eins og Niko Krancjar sem fær ekki að spila með tottenham, Diarra vill komast frá Real sem og Kaka( Það væri snilld að fá hann á miðjuna). Svo er hægt að fá Affeley og vonandi að Gomez vilji ennþá fara frá Bayern.
  Það þarf bara að fá nóg af pening því það er víst það sem fótboltinn er farinn að snúast um, ekki fær Liverpool góðan leikmann uppúr þessari blessuðu akademíu sinni, engin komið síðan Gerrard og Owen komu.

 30. Væri ekki sniðugt að skoða Brassann Bastos í vinstri bakvörðinn? leit mjög vel út í sumar.

  Væri líka til í að fá Shweinsteiger og hafa hann á miðjunni með Gerrard og Meireles. Young væri frábær á kantinn og Joe Cole þá á hinum kantinum, Cole getur alveg spilað hægra megin með Young á þeim vinstri. Eiga svo Torres fremstan og kaupa mann eins og Fabiano til þess annaðhvort að leysa Torres af eða spila með honum þegar menn ætluðu sér að spila 4-4-2..

 31. Þurfum greinilega sterkan miðvörð t.a.m. Cahill eða Richards Kantmenn á borð við Mata. Einhvern til að veita Meireles samkeppni eins og Steven Defour. Aquaman heim og svo eitt skrímsli á borð við Óscar Cardozo!!!!!

 32. Hvorki Torres né Reina verða aldrei seldir til United. Það mun aldrei gerast. Ég held hreinilega að þeir séu ekki að fara kaupa Torres á morðfé þegar þeir fá gutta einsog þennan Javier Hernandez á 7M. Mér líst skuggalega illa á hann :/ alveg fáranlega lethal.

 33. Engir stórir kallar í janúar, skv. Independent: http://www.independent.co.uk/sport/football/premier-league/hodgson-to-be-denied-big-signing-in-january-2117523.html Verð reyndar að segja að ég er ekkert sérstaklega ósáttur við það að Hodgson fái ekki að spreða að vild EF hann verður enn í janúar – fyrsta kauptímabilið hans í sumar sýndi svo sem ekki fram á að hann væri sérstaklega skynsamur eða glúrinn í sínum kaupum.

  Manni sýnist á helstu fréttum að stefna nýju eigendanna sé að leggja mikið upp úr skynsemi í leikmannakaupum, sem þarf í sjálfu sér ekki að þýða meðalmennsku ef rétt er að staðið (sjá t.d. Arsenal). Hins vegar krefst það verulega góðs scouting-kerfis og unglingastarfs, sem hefur verið svona upp og ofan hjá okkur í gegnum tíðina. Þá er bara að vona að NESV geti komið með endurbætur á því öllu saman sem allra fyrst!

 34. @ 39
  Hvað meinaru að Arsenal séu ekki í meðalmennsku? Þeir unnu titil síðast í maí 2005! Get ekki séð að þeir hafi verið að kaupa einhverjar stjörnur á síðustu árum, hafa alltaf verið í einhverjum 50/50 sénsum með leikmenn. Frægasta nafn sem Arsenal hefur keypt á undanförnum árum er Arshavin, ef það væri ekki fyrir EM 2008 þá vissi enginn okkar hver sá maður er.

  • ef það væri ekki fyrir EM 2008 þá vissi enginn okkar hver sá maður er.

  Það er nú ekki alveg satt og sjálfur vildi ég griðarlega fá hann til LFC áður en hann viltist til London, en hitt er hinsvegar rétt að Arsenal hefur ekki eytt miklu nema í unga leikmenn og raunar hafa þeir meira verið að styrkja keppinautana með sölu á t.d. Toure og Ade til City (og hugsanlega Gallas til Spurs).

  Á hinn bóginn held ég að Camkah sé leikmaður sem sé 20 mp virði og að fá hann á frjálsri sölu var hreinn og klár þjófnaður.

 35. eru ekki Diarra og Kaka á útsölu?
  Svo væri gaman að fá 2 sem slógu í gegn á HM. Vinstri bakkin hjá portúgal (er það kanski áðurnefndur contreau?) og svo chile kantarann Sanches.

 36. Út: Babel, maxi, jovanovic, kuyt, skrtl.
  Inn: mata, affellay, Llorente, hangeland, Fábio Coentrão
  Já takk.

 37. Það er rétt að Chamakh sé góður núna og má deila um hvort að hann sé 20 milljón punda virði í dag, en tölfræði seinustu ára hjá honum er ekki merkileg. Einn af ljósu punktunum hjá honum er að hann skoraði vel í meistardeildinni. Það er samt svo erfitt að meta leikmenn út frá árangri í þessum “minni” deildum samanber Frakkland og Holland. Það er náttúrulega aldrei að vita hvað Hodgson hefði gert við hann er hann hefði komið til okkar, kanski hefði Hodgson ekkert þurft að kaupa Konchesky ef Chamakh hefði komið! 😉

 38. Ég heyrði í fréttum í morgun að Lukas hefði verið vinsælasta strákanafnið (við skírn) í Svíþjóð og Noregi á síðasta ári. Hvort ætli það séu knattspyrnuhæfileikar kappans eða hárgreiðslan sem veldur?

 39. Ef Kaka verður seldur er ég nokkuð viss um að það verði aftur til Ítalíu. Annars myndi Mori selja hann vini sínum Fergie

 40. Það lítur ekki út fyrir að Hodgson eða einhver annar þjálfari hjá Liverpool sé að fara að kaupa einhverjar stór stjörnur. Samkvæmt þessu http://www.telegraph.co.uk/sport/football/teams/liverpool/8088587/Liverpool-to-stay-clear-of-big-money-signings-in-January-transfer-window.html
  Þá vilja þeir fara í sömu átt og Arsenal (sem hefur ekkert unnið í 5 ár) kaupa unga leikmenn. Ég get ekki sagt að ég hafi hoppað hæð mína af gleði þegar ég las þetta. Ekki nema af þeirri staðreynda að ef NESV hefðu átt Liverpool í sumar þá hefðu leikmenn á borð við Poulsen og Konchesky

 41. Nr. 49 og fleiri

  Eigum við samt ekki að gefa þeim a.m.k. næstu tvo leikmannaglugga og sjá hvað kemur út úr þeim. Það er vanalega nákvæmlega EKKERT að marka það sem breska pressan er að tala um á þessum tíma árs. Fyrir viku var Rooney t.d. á leið til Man City !

 42. Nákvæmlega Babu,
  Það væri frekar heimskulegt af svona klárum mönnum að vera að fara að tala um að eyða einhverjum 50-100 mp í leikmenn því slíkt myndi eingöngu hækka verðið á mönnum eins og gerðist með City.
  En vonandi að þeir muni samt standa við orðin og byggja upp félagið með klassamönnum.

 43. Þessi breska pressa er alveg ótrúlegt. Það virðist bara vera að menn mæti til vinnu á morgnanna og byrji bara að semja eitthvað bull. Humm hvað ætli selji blaðið okkar í dag !!! Og svo bara vellur uppúr þeim steypan. Þetta er eiginlega farið að virka öfugt því ef það er aldrei neitt að marka neitt þá hljóta þeir á endanum að verða algjörlega marklausir og hver kaupir þá blaðið ?

  Fatta þetta bara ekki….og það versta er að reglulega birtast þessar fréttir á fjölmiðlum á íslandi eins og hver önnur sannindi. ‘Óþolandi helvíti !

 44. Oh fokk, afhverju gátum við ekki fengið Javier Hernandez? Hann er of góður! Nú er United óstöðvandi…

 45. Roy Hodgson, stjóri Liverpool, fær ekki að eyða háum fjárhæðum í leikmenn í janúar þar sem NESV nýju eigendur félagsins vilja minnka eyðsluna sem hefur verið í gangi. (Daily Telegraph)

 46. Ég er búinn að vera að íhuga mikið hvað það er sem vantar í liðið okkar.

  Okkur vantar 1 stykki varnarmann, yngri leikmann sem er tilbúinn til að taka við leiðtogahlutverkinu í vörninni. Skallagetu Kyrgiakos og ástríðu carragher (Hyypia Jr. ?)

  Annað sem er búið að vanta í þetta blessaða lið er kanntmaður sem tekur menn á. Væri til í að sjá successful dribbles hjá kanntmönnum Liverpool síðustu leiktíðir. En okkur vantar allavega mann sem getur tekið bakvörð á og ógnað hafsentinum nær og býr þar af leiðandi til meira pláss í miðjum teig/fjærstöng. Við vorum orðaðir við Arda Turan og án þess að hafa fylgst með deildarleikjum með honum þá virðist hann allavega vera óhræddur við að taka menn á. Hann er með fínustu tölfræði og við höfum verið orðaðir við hann. Þar að auki er hann fæddur ’87 og á nóg inni.

  Í guðanna bænum hættum að tala um vinstri bakvörð. Emanuel Insua er frábær leikmaður sem á nóg inni að mínu mati. Ég var spenntur fyrir honum síðasta tímabil og skildi aldrei þá pælingu að menn voru fegnir að hann væri mögulega að fara. Fáum hann til baka og þá erum við góðir í þeirri stöðu.

 47. Ég sé ekkert að því að Liverpool eyði peningum í leikmannakaup skynsamlega. Mér þætti t.d. mjög heimskulegt að kaupa Forlán á 15m+, við eigum að kaupa menn sem geta átt 7-10 frábær ár hjá félaginu.

 48. Merkilegt að formaður Liverpool klúbbsins á Íslandi skuli kalla stjóra liðsins heimskan.
  (ekki að ég sé að verja árangur liðsins hingað til eða telja hann góðan)

 49. Roy kaupir bara menn sem eru um 30 ára og gerir við þá 5 ára samning stoltur.

 50. Menn eru byrjaðir að missa sig yfir hugsanlegum, væntanlegum (Eða ekki), mögulegum og ómögulegum fjárhæðum sem stjóri LFC fær til að styrkja hópinn í næsta glugga.

  Ég stór efast um að NESV hafi nú þegar, note bene leikmannaglugginn er lokaður næstu rúmlega tvo mánuðina, sagt hve mikið RH fái til að eyða í næsta glugga. Það á sama tíma og þeir eru að manna stjórn liðsins, eiga upphafsfundi varðandi framtíð Anfield, kynna sér sögu, stöðu og framtíð liðsins. Er ekki beint forgangsatriði þegar það eru meira en 9 vikur þar til við getum farið að eyða peningum.

  Einnig er mun erfiðara að fá klassa leikmenn (sbr nöfnin sem eru nefnd hér að ofan) til liðsins á miðju tímabili heldur en á vorin/sumrin.

  Stb: Með fullri virðingu fyrir RH, er hægt að útskýra ummæli hans síðustu vikurnar á einhvern annan hátt ? Þau eru ekki beint gerð til að fá áðdáendur liðsins á sitt band (já eða leikmenn).

 51. Hafa þessir eigendur okkar einhversstaðar komið í viðtal og talað um hversu miklu þeir ætli að eyða í leikmannakaup??? Ég hef stórar áhyggjur af málunum ef þessir menn eru ekki til í að eyða töluvert miklum peningum í leikmenn, eina sem þeir hafa sagt er það að þeir séu komnir til þess að sigra og þá verða þeir náttúrulega að eyða slatta af peningum og vonandi standa þeir við það.

  Finnst þetta samt allt eitthvað hálf vafasamt þegar mennirnir gefa engin loforð og GÆTI það mögulega verið ástæða fyrir því að þessir menn séu bara hreinlega ekkert að fara að gera okkur hina neitt ánægða. Ætla samt ekkert að fara að rakka þessa menn niður neitt alveg strax en get þó sagt Það að ég er með nettan kvíðahnút í mallanum yfir þeim fréttum sem heyrast þessa dagana um það að þeir ætli ekki að eyða neinum fjárhæðum af viti og blablabla. Þessir menn verða komnir með einhvern dóm á sig eftir janúar mánuð og svo lokadóm eftir sumargluggann á næsta ári það er alveg á hreinu.

  • Merkilegt að formaður Liverpool klúbbsins á Íslandi skuli kalla stjóra liðsins heimskan. (ekki að ég sé að verja árangur liðsins hingað til eða telja hann góðan)

  Hann gerir það nú mjög óbeint og það er ákaflega erfitt að taka ekki undir þetta með honum! Liverpool bloggið er vettvangur fyrir fólk að segja sínar skoðanir og SSteinn var held ég bara að því. Ekki formaður Liverpool klúbbsins heldur SSteinn, þar fyrir utan var þetta nú ekki mjög alvarleg ummæli nema menn langi að búa til pólitík úr þessu og mála þetta sem eitthvað meira en það er. En ef einhverjum langar að taka þessa umræðu lengra langar mig að biðja um að öðrum spjallverjum verði sýnd sú virðing að sú umræða fari ekki fram hér. Það er til síða sem heitir barnaland.is sem væri alveg kjörinn vettvangur fyrir slíkt og eflaust hægt að fá stóran meðklappkór til að taka undir þetta. 🙂

 52. Má nú ekki segja NESV það til hróss að vera ekki að nefna einhverjar upphæðir sem þeir hafa kannski hugsað sér sem verða svo kannski ekki. Það er betra að hafa hljótt og vera ekki að lofa upp í ermina á sér, þeir geta nú lært það af fyrri eigendum.

  Eins og sagt er hér að ofan eru þeir varla byrjaðir að reka félagið, þeir eiga væntanlega eftir ákveða þetta síðar.

 53. Elsewhere, Hodgson confirmed Daniel Agger was still some way short of full fitness.

  Það er einhver skítalykt af þessu Agger máli finnst mér !

 54. Er það virkilega Kiddi ? Skítalyktin nær þá langt aftur í tímann, Agger hefur verið meira eða minna meiddur síðustu 2 tímabil.

 55. 44 Aron skrifaði: Út: Babel, maxi, jovanovic, kuyt, skrtl. Inn: mata, affellay, Llorente, hangeland, Fábio Coentrão Já takk

  það er nú kanski allt í lagi að gefa mönnum eins og jovanovic séns ég meina hann hefur nú ekki spilað marga leiki og maxi spilaði mjög vel í síðasta leik en hefur reyndar ekki gert það að undanförnu en hann á skilið séns fyrir síðasta leik og þetta með kuyt hann er einn af okkar bestu leikmönnum!

 56. Það er bara talað um að Agger hafi verið veikur, sögur segja að hann hafi neitað að spila undir stjórn RH…..

 57. @gummi sæm

  bara svona … NESV hefur ekkert endilega verið að læra af fyrri eigendum LFC, þeirra policy er, and i quote “to under-promise and over-deliver” …. shit made me cawm þegar ég heyrði þetta fyrst

  annars er það mál manna að Kenny Dalglish sé tekinn yfir leikmannamálum f. janúar gluggann, þannig að Roy hefur þannig séð lækkað í tign niður í óbreyttann þjálfara … upphafið að endanum fyrir kallgarminn vona ég sjálfur og svo Guus Hiddink inn … já eða bara þann sem stjórnin velur, þeir eru þekktir fyrir að vilja unga menn í lykilstöður til að byggja um almennilega framtíð.

 58. Merkilegt að formaður Liverpool klúbbsins á Íslandi skuli kalla stjóra liðsins heimskan

  Reyndar skrifa ég ekki hérna inni á Kop.is sem formaður Liverpoolklúbbsins á Íslandi, ekki frekar en þú skrifar hérna inni sem handboltaþjálfari. Þetta er blogg og ég hef skrifað eins hérna inni og þegar ég gegndi ekki stöðu formanns klúbbsins, sé bara ekki alveg af hverju ég geti ekki tjáð mig um hlutina þrátt fyrir að vinna ákveðin störf fyrir Liverpoolklúbbinn.

  En ég kallaði hann heldur ekki beint heimskan, heldur talaði ég um að ef tekið væri mið af viðtölum hans undanfarið, þá yrði maður að álykta gegn þessu sem Hafliði kom fram með.

  • Krítiserar stuðningsmenn sem voru að mótmæla gömlu eigendunum
  • Neitar að verja Torres fyrir árásum fröken Fergie
  • Kallar leikmenn sem hann setti út á völl B-lið
  • Neitar ekki möguleika á sölu Torres til Man.Utd
  • Segir það Útópíu að hugsa sér sigur á Goodison
  • Tæki stig fyrirfram á útivelli gegn Birmingham
  • Almennt downgrade

  Það að gera sér ekki grein fyrir því hvernig svona hlutir fari í heita stuðningsmenn Liverpool FC, fær mann til að álykta það að það sem var sagt í kvótinu sem ég vitnaði í, sé fjarri lagi.

 59. Arda Turan takk!
  Hann hefur lýst því yfir að hans draumur væri að spila fyrir Liverpool. Skapandi leikmaður og væntanlega ekki of dýr. Ætti að vera með bestu sénsunum okkar að fá almennilegan mann í janúar.

  Svo Llorente, væri geggjað að fá hann en spurning hvort hann sé ekki of líkur Torres. Bæði í spilamennsku og sérstaklega þar sem hann heitir Fernando Llorente Torres 🙂
  Þarf þó ekki að vera slæmt…

 60. Þið hugsið of mikið um framherja og sóknarmenn. Það er vörnin sem er það allra lélegasta hjá Liverpool. Carra er ömurlegur, Skrtel er ömurlegur, Agger fær ekki að spila en er geðveikur, konchesky er hörmulegur og johnson þarf einhvern eins og macherano til að geta bakkað niður fyrir hann. Sú hjálp hefur ekki komið frá poulsen. Kyrgiakos okkar lang besti varnarmaður og okkar lang mesta hætta í föstum leikatriðum. Kaupa miðvörð er klárlega það sem verður að vera efst á lista. Torres mun alltaf spila einn þarna frammi á meðan hann er með gerrard, cole og meireles í liði. Ngog er því alveg frábært back up fyrir hann enda búinn að vera besti leikmaður lpool á þessu seasoni. Er ekki að sjá það fyrir mér að mennirnir sem þið eruð að nefna sem eru all flestir byrjunarliðsmenn á spáni séu að fara koma til liverpool að sitja á bekknum. Væri sumsé miklu meira til í að önnur kaupin væru kantmaður, a young væri snilld! En þetta eru allt draumórar, spái að við munum ekki kaupa neinn í Janúar.

 61. Hvaða helvítis máli skiptir það hvort SSteinn formaður Liverpool klúbbsins kalli stjóra Liverpool heimskan? hann mætti mín vegna kalla hann öllum illum nöfnum ef honum sýndist og væri ekki betri eða verri formaður klúbbsins fyrir vikið, eru einhverjar reglur til um það að formaður Liverpool klúbbsins á Íslandi megi ekki hafa skoðanir eins og aðrir og verði að dásama allt og alla hjá Liverpool??? þetta er ekkert nema barnaleg og heimskuleg umræða…

 62. Ævar 72, ég er bara ekki samála þér um að það vanti mest af öllu varnarmann, það er alveg klárt mál að okkur vantar langmest af öllu sóknarmann og jafnvel 2 og hefur vantað síðustu 3 leikmannaglugga enda liðið búið að skora hvað ein 9 mörk í 9 leikjum í deildinni í vetur. Eigum 4 þokkalega miðverði sem eiga að geta leyst þessar 2 stöður og farið að spila eins og menn því þeir geta allir spilað betur, eigum hins vegar ekki nema 1 og kannski hálfan sóknarmann í Torres og N Gog.

 63. Flottur Babu. Ég sagði þetta bara merkilegt. En því er ég alfarið sammála, að umræða um hvort stjóri LFC sé heimskur eða ekki eigi ekki að vera tekinn á jafn góðri síðu og kop.is. Sjálfur sé ég ekki tilgang í að taka þátt í slíkum umræðum

 64. Ég hef heyrt það frá stuðningsmönnum Bröndby í Danmörku að Daniel Agger hefur verið að glíma við önnur vandræði en meiðsli. Vandamálið er það að hann hefur verið að berjast við fíkniefnadjöfulinn í langan tíma og þegar hann var “meiddur” fyrir ári þá var hann í meðferð. Hann er hrikalega hæfileikaríkur og vona ég bara innilega að þetta sé ekki að hrjá hann ennþá. En málið er bara einfaldlega að hann vantar sjálfstraust og hann er augljóslega CB ekki LB. Það vita allir.
  Læt mynd fylgja með

  http://sphotos.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-snc4/hs766.snc4/66657_446126302491_779977491_5183793_6931338_n.jpg

 65. En Viðar 75. Ég held að pointið hjá Ævari 72 er að þó við höfum bara skorað 9 mörk í 9 leikjum þá er Torres heill núna og nánast bókað að þó við værum með topp sóknarmann í liðinu í dag þá væri hann samt á bekknum.

  Torres er aftur á móti meiðslahrúga og bara tímabspursmál hvenær hann dettur aftur út. Ég er hinsvegar sammála Ævari að það væri forgangur að fá almennilegann framtíðar varnarmann í þetta lið okkar. Næst kanntmann og svo loks backup fyrir Torres. (Ngog í dag og stendur sig nokkuð vel)

  Það er nú samt svoldið merkilegt til þess að hugsa að undanfarin ár höfum við yfirleitt alltaf haft mjög öfluga og vel mannaða miðju og einhvernveginn hefur sú staða háð okkur minnst. (þá er ég ekki að tala um kanntmenn)
  Við höfum samt ekki verið að gera neinar rósir á vellinum á þessum árum. Ef við lítum á lið eins og ManU þá virðist Ferguson leggja ansi mikið uppúr því að hafa allavegana einn mjög öflugann og hraðann kanntmann í sínu liði, sérstaklega hin seinni ár enda hraðinn í fótboltanum aukist til muna.
  Þetta er eitthvað sem við höfum alls ekki haft……

 66. ef agger er í dópinu þá er ekki hægt að stóla hann sem fyrsta kost, best að seljan sem fyrst bara

 67. Ok fyrst þessi samanburður á strikerum hjá Man Utd og Liverpool er kominn hérna þá verð ég að segja að ég er sammála því að okkur sárvantar annan topp striker.

  Man Utd er með: Berbatov, Rooney, Hernandes, Owen, Obertan, Macheda og auðvitað Bébé.

  Liverpool hefur: Torres, Kuyt, Babel, N’Gog, og Jovanovi?

  Ef Torres og N’Gog eru frátaldir þá hafa hinir allir verið að spila sem kantmenn.

  Þarf eitthvað að ræða þetta frekar?

 68. Gleymdi Pacheco, en það skiptir ekki máli þar sem hann fær aldrei sénsinn.

  • að umræða um hvort stjóri LFC sé heimskur eða ekki

  Ég var nú augljóslega að meina umræðan um það hvað sé við hæfi að SSteinn megi segja og ekki segja. Annars held ég að enginn okkar viti mikið um gáfnafar Hodgson en til að vera stjóri svona lengi þarf maður líklega að hafa eitthvað milli eyrnana. En hann hefur að margra mati tekið heimskulegar ákvarðanir sem stjóri Liverpool og fyrir umræðu um það getur Kop.is verið fínn vettvangur, upp að vissu marki auðvitað.

  En varðandi Agger þá vona ég innilega að þessi orðrómur sé ekki réttur með dópið! Stuðningsmenn Brönby eru reyndar upp til hópa snarklikkaðir og mikið líklegri til að vita meira um þessi efni heldur en Agger. Neita allavegaað trúa þeim (það þarf líka að fara koma þessu fólki í skilning um að FCK er auðvitað málið í Köben : )

 69. Mér synist þetta vera allt komið frá þessum flúrum á gæjanum, var aldrei að buast við að þau væru svona svakaleg! en hrikalega töff i þokkabót. En auðvitað væri buið að bösta hann ef hann ætti í eh fikniefna vandamalum. Leikmenn eru settir í lyfjapróf oft og mörgum sinnum, og Liverpool væri aldrei að nenna að hafa einhvern junkie hjá sér. Það eru ekki allir jafn heimskir og Adrian Mutu, sjáið hvar hann er í dag, skuldar margar miljonir punda og er í leikbanni.

 70. Hvað sagði Hodgson um hugsanlega sölu á Torres til United?
  Að hann mundi taka á því þegar þar að kemur.

  Er það heimskulegt?

 71. Það er naumast hvað sumir geta flækt brækurnar sínar yfir smávægilegum hlutum, hér koma þrjár staðreyndir.

  Grasið er grænt
  *Himininn er blár

  *Roy Hodgson er búinn að standa sig skít ömurlega síðan hann tók við starfinu.

  Eflaust eiga einhverjir hérna eftir að komast lang leiðina með það að hengja sig óvart í sinni eigin brók yfir þessum ummælum en mér bara gæti ekki verið meira sama um það.

 72. Las einhver staðar að liverpool sé á eftir n’zogbia young og afellay=Nice

  Piennar=LOL

 73. Maður er einhvern veginn hálf feginn þessa dagana að það er pínu logn í kringum klúbbinn, ég hef enn alls ekki tekið þá skoðun mína til baka að RH hefur gert margt heimskulegt frá því hann hóf störf, sér í lagi í viðtölum síðustu 14 daga og því gleðst ég bara yfir því að hann skuli nú ekki vera að fá mikinn vettvang í viðtölum heldur sé á æfingavellinum að vinna með mönnunum.

  Ég treysti því að hann finni lyktina af sínu blóði og skilji það að hann á bara inni fyrir einum leik í einu. Næst er það Reebok og þá er kominn tími á fyrsta útisigur hans fyrir Liverpool. Öll önnur úrslit munu blása storminn upp aftur.

  Annars varðandi ensku blöðin þá finnst mér augljóst að Wenger er næstur á “hitlistanum”. Þeir náðu Mourinho í burtu, svo Scolari og Benitez. Þeim tekst ekki að ná Capello en nú eru þeir búnir að fatta það að Wenger þarf að vinna titil svo að Arsenal fari nú ekki að gefast upp á honum. Verður gaman að sjá hvað verður úr því blaðamáli öllu.

  Þessi Agger-saga hefur alltaf skotið upp kollinum annað slagið, sennilega bara vegna þess að Agger kom upp sem “rough diamond” á sínum tíma, er heltattúaður og er í barbransa. Held einfaldlega að langvarandi bakmeiðsl og slakari frammistaða hafi dregið hann neðar.

  Ef við erum sanngjörn munum við það að hann var dapur í fyrravetur og afleitur á HM í sumar gegn þeim bestu. Eins og mér sýnast mál vera að þróast held ég að við séum komnir á tíma með hafsentana okkar, þar eru ekki nein alvöru heimsklassanöfn á ferð….

 74. Þarf ekkert svo marga leikmenn. Vandamálið liggur í taktík.
  Þegar liðið liggur svona aftarlega detta margar fyrirgjafir inní boxið okkar og þar líta miðverðir okkar ekkert sérlega vel út, svo virkar Torres líka svo einmanna að það hrópa allir á að kaupa annan senter (sem má þó vel gera). Cole, Gerrard, Meireles er alls ekkert svo slæm miðja til að bakka upp Torres, en svo kemur á móti að samkeppni um stöður með fleiri góðum leikmönnum er alls ekki svo slæmt. Hvernig er með skoska strákinn í vörninni, kemst hann ekki einu sinni í “B” liðið?

 75. LFC eyðir ekki miklum peningum í janúar enda varla gáfulegt…Leyfa kjúklingunum að spila.

 76. United mun eyða einhverju í janúar….til að eiga séns í 4ja sætið 🙂

 77. Arsenal og Chelski berjast um titilinn. United , City og Spurs berjast um 3 – 5 sæti. Everton gæti blandað sér í þá baráttu.
  Ég spái LFC 6 – 9 sæti. 6 ef RH verður rekinn fyrir Jól annars 9.

 78. MW #92 – Ég er of þunglyndur til að hlægja að þeirri staðreynd að United sé að fá pening til að styrkja liðið í janúar, því ég myndi endilega vilja skipta við þeirra stöðu.. 2-4 sæti í deild, efstir í sínum riðli í meistardeildinni og enn með í báðum bikardeildum. Hvað höfum við, niðurbrotið lið í fallsæti og þjálfara sem hefur mis-háleit (eða niðurleit) markmið. Gah, ég er farinn í háttinn

 79. Já og svo er allt vaðandi í slúðri um Pepe og Torres. ‘Oþolandi orðrómur og svoldið einkennilegt eftir að við virðumst vera komnir með “solid” eigendur sem varla hafa áhuga á að hanga um miðja deild ! Æji maður verður bara geðveikur að vera að pæla í þessu kjaftæði !

 80. Breska slúðurpressan virðist sitja um leikmenn Liverpool þessa dagana og mér sýnist það bara vera ljóst á öllum þeim ´´miðlum´´ að Reina og Torres eru að fara í janúar, Liverpool er ekki að fara að versla neitt og 1. deildin er bara það sem bíður. Maður hefur stundum á tilfinningunni að miðlar í Englandi hati Liverpool eins og pestina !

  Ég ætla að gefa NESV séns að sýna hvað þeir geta og ef að Torres og Reina eða fleiri leikmenn hafa ekki þolinmæði í það þá mega þeir bara fara !

  Og ég er hjartanlega sammála SStein í stóra heimska málinu !!

 81. Það er held ég býsna mikið undirliggjandi hatur á Liverpool á englandi, þrátt fyrir að gengið er búið að vera frekar lélegt undanfarin 20 ár eða svo. Ég var í lest á leið frá leik með Arsenal og Chelsea í fyrra og heyrði á tal nokkurra stuðningmanna þessa félaga. Þau virtust flest vera sammála um að þola ekki Liverpool einhverra hluta vegna !?
  ‘Eg myndi nú ekki bjóða í það ef við færum nú að vinna eitthvað : )

  PS: magnað að vera stuðningsmaður Liverpool. Þráður hér um ekki neitt og hann er kominn í 100 innlegg. Ég held að önnur félög myndu ekki ná í 100 innlegg þó þau væru að fara að spila úrslitaleikinn í Meistardeildinni hvað þá á þræði um ekki neitt ! KOP.IS á heiður skilinn fyrir að halda út þessari frábæru síðu.

 82. 101, pffff….. ætli King Kenny hafi ekki skipað honum að segja þetta?!? Frú Hodgson hefur sennilega farið að pæla hvort hann gæti gert svipaðan díl við united og hann gerði við Juve.

  Aquaman og pening og við skulum kaupa Poulsen!! Juve hljóta að hafa skellt á hann í fyrstu, haldið að þetta hafi verið símahrekkur!
  Hann bjallar í madame ferguson og spyr hvort við getum ekki fengið Kuchak og hann fær Reina og 5 millur!

 83. En hvað er maður að heyra að Reina & Torres séu með einhverja helvítis klásúlu að þeir megi fara í jan. fokíng fokk

 84. vááá strákar gefum þessu smá séns.
  Það er rétt að koma novenber síðan kemur desember og sííííðan kemur januar. Ég get lofað því að það eru 90% líkur á því að enginn af þessum leykmönum koma til Liverpool í januar. Sumir af þeim fara bara alls ekki neitt því þetta er allt fokking slúður !!
  Sumir eru brjálaðir út í NESV út af því að þeyr ættla að eyða skynsamlega (ekki 300 mill í aumingja)
  sé ekki hvað er að því að vera skynsamur.
  Skynsemi og stöðuleiki er það sem okkur hefur sárlega vanntað í málum utan vallarins og í leykmannamálum.
  nú er kanksi tími alvöru uppbygingar að hefjast, reyst á traustum grunni ekki á sandi eins og þessi apakettir gerðu.
  Okey stór vinnur minn Roy Hogdson 😀 hann er búinn að byrja hræðilega,verr heldur en maður gat ímindað sér. Maður túir því varla þegar að maður rennir yfir töfluna að liverpool sé í fallsæti og ég veit ekkert um gang mála efst í deildinni því að ég er bara ekkert að horfa þangað.en í síðasta
  leik sáust mikil bata merki á liðinu og ef að hann heldur áframm svona þá sé ég ekki afkverju við ættum að reka hann. Ég meina maður tók við erfiðasta jobbinu í fótboltanum á englandi að rífa upp Liverpool liðið görsamlega vængbrotið, ekkert sjálfstraust og málinn utanvallar í öllum fjölmiðlum og rétarsölum heimsins.

  Ég held að það sé best að bíða framm að áramótum áður en við förum að grafa eitthvern lifandi
  NESV bað okkur um að dæma þá af gjörðum þeyrra, geðum þeim þá kanski aðeins meyra en 2 vikur.

  hvað hélduð þið að myndi gerast ?
  vilduð þið verða eins og man city ?
  eða hélduð þið að þeyr væru galdrakallar?

  allvega mín niður staða
  leyfum hogdon að vera framm að áramótum
  lokum þessum þræði pg förum að spá í leykmönnum í desember
  og hættið þessu fokking væli alltaf !

 85. LOL…Það sem skeður í janúar er því miður eitthvað sem allir die hard fans geta lítið við gert.
  Við bíðum bara og vonum það besta fyrir hönd okkar liða…Annars er ég alls ekki samála því að stuðingsmenn annara liða hati LFC…. Skal viðukenna að fyrir 20 árum fór LFC frekar mikið í taugarnar á mér enda búnir að vinna allt…alltaf og mínir menn áttu aldrei break….Síðustu árin hef ég frekar kennt í brjósti með LFC….. Það eina sem fer í taugarnar á mér í enska boltanum eru eigenda málin og þá sérstaklega City og Chelski……Alveg óþolandi þegar glæpamenn og þjófar dæla peningum í lið og kaupa þannig titilinn….Þó Wenger fari í taugarnar á mér sem persóna þá ber ég mikla virðingu fyrir hans starfi hjá Arsenal….

  Sýnið mér stórmennsku ykkar og seljið Torres og Reina til United……Eða gerið mér þann stóra greiða að kaupa Johnny Evans…nei ég skal borga 4 millur með honum 🙂

 86. Af hverju harðneitar Hodgson að selja Reina til Man Utd en neitaði engu um Torres? Og af hverju hafa hvorugir neitað því í fjölmiðlum til að róa stuðningsmenn?

 87. Hvað halda menn með Agger. Hann er sagður veikur og það er ekkert return date? Hljómar mjög svo dubious myndi ég segja. Er einhver með nánari fréttir af þessu?

  • Af hverju harðneitar Hodgson að selja Reina til Manchester United en neitaði engu um Torres? Og af hverju hafa hvorugir neitað því í fjölmiðlum til að róa stuðningsmenn?

  Ég gæti nú best trúað því að Hodgson sjái aðeins eftir því að hafa ekki neitað þessu með Torres á skýrari hátt, hann í raun neitaði að tala um þetta sem er kannski í lagi þar sem Napoli leikurinn var á dagskrá þá, ekki slúður um Torres. Hann hefði auðvitað átt að segja afdráttarlaust að Torres færi hvergi og allra síst til United. Það virðist hann hafa lært sem er góðs viti og því harðneitað sögusögnum um Reina.

  Svo held ég að leikmenn myndu gera lítið annað en að svara svona orðrómum tækju þeir upp á því. LFC hefur raunar bara staðið sig mjög vel í að svara öllum svona orðrómum hratt undarnfarið með opinberu síðuna gríðarlega vel uppfærða og með puttann á púlsinum.

  Svo loks þegar leikmenn svara svona orðrómi er aldrei að vita hvernig sá blaðamaður sem tekur við skilaboðunum túlkar þau enda virðist sannleikurinn ansi oft síast hressilega út á þeim tíma sem það tekur heilann (er hann fær upplýsingar) að senda boð til handanna (er hann túlkar þessar upplýsingar).

 88. Nr 108 – meiddist hann ekki í landsleik f. uþb 2 vikum síðan ?

 89. 110 Phsyio room segir að hann sé veikur og það var skýringin hjá klúbbnum líka. Veit ekki meir.

 90. Sneijder búinn að skrifa undir nýjan samning hjá Inter. Góðar fréttir þá geta United menn hvatt hann í bili.

Liverpool 2 – Blackburn 1

Myndband sem útskýrir sig sjálft