Blackburn í dag – liðið komið

Það eru enn þrír tímar í leik en byrjunarliðið er víst lekið á Twitter og því um að gera að henda því upp og hefja umræðurnar fyrir leikdag. Hodgson gamli kemur eilítið á óvart í dag og hefur tvo af „sínum“ leikmönnum á bekknum, þá Paul Konchesky og Christian Poulsen. Liðið er sem hér segir:

(uppfært – Konchesky er í liðinu, ekki Aurelio)

Reina

Carragher – Kyrgiakos – Skrtel – Konchesky

Meireles – Lucas Leiva
Maxi – Gerrard – Cole
Torres

**BEKKUR:** Jones, Kelly, Poulsen, Shelvey, Babel, Jovanovic, Ngog.

Þetta er samt ekki langt frá því sem Hodgson er vanur að stilla upp. Þetta er sennilega A-liðið hans svona að flestu leyti, fyrir utan þá Kuyt og Johnson sem eru meiddir (Agger er líka meiddur en Hodgson notar hann ekki).

Höfum það í huga að þótt Hodgson sé óvinsæll er það samt alltaf besta niðurstaða fyrir Liverpool að hann snúi dæminu við og byrji að vinna sem flesta leiki. Það er ekki háttur Liverpool-manna að vonast eftir tapi til að losna við stjórann og á meðan hann er Liverpool-maður styðjum við hann. Vonum að hann landi sigri með þetta lið í dag – ef ekki, þá tökum við á því þegar þar að kemur.

Áfram Liverpool! YNWA!

74 Comments

 1. Alveg ótrúlegt að Kelly skuli þurfa að safna flísum í rassinn á meðan Johnson er meiddur.

  En núna þurfa Liverpool að mæta á Anfield og spila af leikgleði ég vaknaði bjartsýnn í dag og segi 3-0 fyrir Liverpool. Torres, og Gerrard með tvo.

 2. Það er vonandi að rh sé búinn að læra af reynslunni og fari með liðið ofar upp völlin og pressi andstæðinginn. Ef ekki þá er ég ansi hræddur um að við töpum þessum leik. Hann hlítur að sjá að þessi leikaðferð hans sé ekki að virka! 🙁

 3. Midad vid mannskapinn sem hann hefur tha er thetta bara nokkud sterkt lid. Thetta lid a natturlega ad vinna Blackburn, en thad gerir thad klarlega ekki med thvi ad liggja til baka og leyfa Blackburn ad spila sinn haloftabolta. Eg er skithraeddur um ad vid naum ekki hagstaedum urslitum i thessum leik, en vona ad sjalfsogdu ad vid vinnum storsigur. Eg spai 0-1.

 4. Jæja þá er komið að enn einum leiknum sem maður þarf að kvíða fyrir og það er stórliðið blackburn með ofurstjóranum big sam og ég hef miklar áhyggjur af leiknum þó hann sé á Anfield.
  Ég vonast auðvitað eftir Liverpool sigri enda væri annað óhugsandi en miðað við spilamennskuna þá get ég ekki verið mjög bjartsýnn á ástandið.
  Þó svo að Liverpool vinni í dag þá vil ég samt fá Hodgson í burtu og það sem allra fyrst en það væri auðvitað langbest ef liðið og hann myndu nú fara að vakna og ná loksins góðum leik svona fyrir okkur stuðningsmennina.
  Ég ætla að reyna að vera ofurbjartsýnn samt og spá þessu 2-0 sigri Liverpool.

 5. Hvernig Maxi Rodriguez kemst í byrjunarlið Liverpool, og reyndar Argentínu líka, er með ólíkindum. Ég hefði haldið að markahæsti leikmaður liðins ætti eitthvað tilkall, en svo virðist ekki vera.

  Ég spái því að leikurinn fari 1-0 fyrir Liverpool, þar sem við skorum snemma leiks og bökkum enn frekar.

 6. liv tapar 1-0 þeir geta ekki ráðið við blackburn né neitt annað lið eins og er

 7. mín spá er 2-1 … hef trú á að við rétt merjum þetta en hef aftur á móti einga trú á að við náum að halda hreinu…..

 8. Maður er nú bara að velta því fyrir sér hvernig stendur á því hversu lítið leikmenn liðsins hafa komið fram til að verja Hodgeson. Carra og Gerrard hafa reyndar látið hafa eithvað eftir sér en það er ekki mikið sem þeir hafa svo sem sagt. Oft er það þannig þegar stjórar eru undir pressu koma vel flestir leikmenn liðsins fram og reyna að taka á sig í það minnsta hluta af ábyrgðinni, en svo er ekki komið hjá okkur.

 9. Þetta er svona fínt lið, svona fyrir utan það að Carra er í bakverðinum en annars er þetta fínt. Vantar kannski hraðann á vængina en vonandi taka Cole og Maxi sig saman í andlitinu og standi sig. Spái ekki Liverpool tapi og hvað þá gegn Blackburn. 2-0 fyrir Liverpool.

 10. Það eru virkilega slæmar fréttir ef þær eru sannar með að Torres, Reina og Johnosn vilji allir fara frá Liverpool vegna Hodgson.
  http://www.dailymail.co.uk/sport/football/article-1323260/Fernando-Torres-Pepe-Reina-Glen-Johnson-seek-Anfield-exit.html

  Ef þetta er málið þá verður að reka kallinn strax eftir leikinn á eftir.
  Ég trúi ekki öðru en að Henry og félagar muni hlusta á stuðningsmennina og láta hann fara þó svo að kóngarnir 2 segjast treysta honum 100%

 11. R H fer ef þessi leikur vinnst ekki og þessir leikmenn sem vilja fara eru að setja pressu að R H fari og mér hefur fyndist að leikmenn séu að mótmæla einhverju sem að ég hef talað um en ég veit núna hverju þeir hafa verið að mótmæla( R H burt) sem skylar sér í lélegri spilamensku

 12. http://fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=99180 Skil ekki karlinn… Hann talar um að það væri rangt að setja Kelly í liðið útaf því hann er ekki með mikla reynslu.. Hvernig hafa þessir reynsluboltar staðið fyrir okkur í þessu tímabili.. Bara að láta Kelly spila , hann fær reynslu þannig.

  YNWA og vona nú að leikurinn fer 2-0 Torres og Gerrard setjann

 13. Ég vil fara að sjá J.Cole taka mann á og annan! Hann hefur alveg hraðan og tæknina í það að sóla menn á köntunum og koma boltanum beint í ennið á Torres!

 14. “Höfum það í huga að þótt Hodgson sé óvinsæll er það samt alltaf besta niðurstaða fyrir Liverpool að hann snúi dæminu við og byrji að vinna sem flesta leiki. Það er ekki háttur Liverpool-manna að vonast eftir tapi til að losna við stjórann og á meðan hann er Liverpool-maður styðjum við hann. “- Ég get bara ekki tekið undir þetta, eins og staðan er núna styð ég liðið en ekki stjórann (ef það er hægt). Hodgson er bara maður sem ég vill fá í burtu sem fyrst, hann er ekki að ná til leikmanna liðsins og síðast en ekki síst er hann að klúðra viðtölum með svörum sem sæma ekki stjóra liðs með þessa sögu.
  Ég ætla að láta það ráðast hvort ég horfi á leikinn með því að kikja á komment hér á síðunni eða textalýsingar frá leiknum. 8 mann varnarlína og týndur Torres á toppnum finnst mér ekki ástæða til þess að kíkja upp úr skólabókum. En vonandi bregst liðið við öllum gagnrýnisröddum og spilar glimrandi bolta og ég læri ekki neitt, það væri vel þess virði.

 15. Þeir tilkynna nú eftirfarandi lið á official síðunni

  The team in full is: Reina, Konchesky, Carragher, Kyrgiakos, Skrtel, Lucas, Meireles, Maxi, Cole, Gerrard, Torres. Subs: Jones, Jovanovic, Babel, Ngog, Poulsen, Shelvey, Kelly.

 16. Það er ótrúlegt til þess að hugsa að ef ekki vinnst þriggja marka sigur í dag þá situr liðið í fallsæti eftir fjórðung af tímabilinu! Liðið getur efst náð í 16. sætið en til þess þarf 5 marka sigur… sem er ekki nokkur einasti möguleiki með Hodgson við stjórnvölinn.

  Hodgson þarf að fara, það sér það hver einasti maður og úrslit leiksins í dag koma ekki til með að breyta neinu þar um. En það breytir þó ekki því að ég mun alltaf vonast eftir sigri liðsins og með þetta lið sem við eigum á ekki að skipta neinu máli hvernig leikurinn er settur upp, liðið á að vinna þetta blackburn lið. 2-1 líkleg úrslit í leik sem ég mun sennilega hætta að horfa á í hálfleik, ég hef einfaldlega ekki þolinmæði í að horfa á 90 mínútur af þessarri skelfilegu spilamennsku sem liðið er að bjóða upp á þessa dagana.

 17. LFC vinnur lágmark 9 af næstu 10 í deild. Sá fyrsti í þeirri hrinu kemur í dag.

  Gerrard og Torres skora

 18. Ætli Aurelio hafi meiðst í upphitun? Frábært að endurnýja samninginn við hann en hann var auðvitað í svo góðu formi að mati þjálfarateymisins! Sé mikið eftir Insua.

 19. Rooney bara með tóm leiðindi : Wayne Rooney told Manchester United boss Sir Alex Ferguson he didn’t want to end up like Liverpool captain Steven Gerrard – carrying a team with a great history but no future.

  Fyrir hönd United manna biðst ég velvirðingar á þessum ummælum.

 20. Undanfarin ár hef ég fylgst æ meir með þessari frábæru síðu. Maður er nánast orðinn eins og fíkill og í dag fer ég oft á dag inn á síðuna, spenntur að heyra nýjustu fréttir, enda hafa fréttirnar verið með ólíkindum spennandi þó ekki hafi þær snúist mikið um fótbolta. Nota þá símann meira til að fylgjast með. Er orðinn soldið forvitinn um eitt sem síðuhaldarar gætu kanski tekið upp. En það er að setja svona heimsóknarmæli inn á síðuna. Hversu margir hafa komið inn í dag, per viku og þ.h. Þessi síða fer örugglega að slaga í að vera með mest sóttu vefsíðum á íslandi í dag….kanski ekki eins og mbl eða þannig síður en örugglega með svakalega mörg hit.

  Getið þið nokkuð græja svona strákar, fyrir forvitnis sakir?
  Er annars bara stoltur af því að vera Liverpool maður í dag þrátt fyrir öll vandræðin. Upplifi mig sem hluta af risastórri fjölskyldu sem er að ganga í gegnum fjölskylduharmleik en við stöndum svo þétt saman í þessu að það er bara notalegt í öllu ruglinu !!!

 21. MW: hvað er að þessum ummælum? Þetta hittir eiginlega beint í mark :/

 22. Ég er búinn að uppfæra færsluna hér að ofan með Konchesky inn, Aurelio út. Það virðist ekki alveg ljóst hvers vegna Aurelio dettur út en hann hlýtur að hafa meiðst fyrst hann er ekki einu sinni á bekknum.

  islogi (#25) – Við vorum lengi með teljara en hann virðist hafa týnst þegar við uppfærðum útlitið í sumar. Við kíkjum á þetta.

 23. Ég sé að Shelvey er kominn á bekkinn en hvað hefur orðið um Pacheco??

  <

  p>
  Er algjörlega búið að henda honum í burtu? Var hann gerður ábyrgur fyrir nortphampton slysinu??

  <

  p>
  Eða þurfum við að bíða eftir hinum hvað 15 ára Suso sem er víst að brillera með varaliðinu…

 24. Hér er hlekkur http://atdhe.net/

  Er alveg sannfærður um að ég sé að horfa á eitthvað allt annað en leik minna manna…..funny… Er orðinn fráhverfur svona pressuleik.

 25. Besti fótbolti á tímabilinu fyrstu 20 mín. Óheppnir að vera ekki búnir að skora.

 26. Þetta er það langbesta sem ég hef séð á þessu tímabili. HÖldum boltanum vel og pressum. Lucas búinn að eiga nokkrar góðar sendingar.

 27. Hvað er með þetta að miðlungsmarkmenn ná að spila sinn lang besta leik á æfi sinni á móti liverpool??

  Robinson gjörsamlega að halda Blackburn á floti.

  Held við höfum ekki spilað svona sóknarbolta áður á þessari leiktíð…

 28. Okei, ég elska GERRARD !!! Hann er farinn að strauja Blá/hvítar skyrtur !

 29. Við værum amk 2 mörkum yfir ef ekki væri fyrir markvörslur Robinson. Einu vonbrigði mín hingað til er Fernando Torres, sem hreinlega sést ekki og gerir allt mjög hægt þegar hann fær boltann. Annars er þetta óþekkjanlegt lið.

 30. Eru þetta orðin jafnmörg færi í þessum hálfleik og á öllu tímabilinu?

 31. Held að liðið sé búið að fá fleiri færi í fyrri hálfleik en samanlagt í öllum leikjum tímabilsins.

 32. Liðið er bara að spila vel og koma sér í færi, menn eru grimmir og ég fýla sérstaklega Gerrard og Meireles, þeir eru búnir að vera mjög góðir.

  Þetta er framistaða sem maður hefur ekkert séð í vetur en maður er samt hræddur um að Blackburn nái inn marki, Pulsan kemur inná og þetta endar illa. En við vonum ekki =).

 33. Nú loks þegar menn fá færi í kippum vita menn ekki hvernig þeir eiga að bera sig að líta út eins og trúðar, ekki hægt að kenna Hodgson um það.

 34. Liverpool hefur haft alburði í fyrri hálfleik en ég spái ennþá 0-0 jafnteli, vona að ég hafi rangt fyrir mér

 35. @ 26…(ekki ) ég sjálfur :).

  Já kannski en Rooney á bara að hugsa um að koma sjálfum sér í form í stað þess að vera með misgáfulegar yfirlýsngar um önnur lið eða aðra leikmenn. Hann hefur ekki getað blautan skít síðan í mars….

 36. svei mér þá……. maður getur eiginlega bara ekki kvartað……. nema markaleysi…. langt síðan að liverpool fær 11 hornspyrnur á 45 mín
  2-0 torres stillir miðið og hercules setur hann með massaskalla
  YNWA!!!

 37. Alveg hreint magnaður taktíker hann Sam.

  Liverpool hefur verið í stökustu vandræðum á móti liðum sem að pressa á okkur og þora að sækja,
  þá velur hann að draga liðið til baka og verjast djúpt og sækja á fáum mönnum.

 38. Fótbolti er einföld íþrótt:
  1. Senda boltann á næsta lausa mann og hreyfa sig.
  2. Skora fleiri mörk en andstæðingurinn 🙂

 39. Maður getur ekki annað en vorkennt Carra, enn eitt sjálfsmarkið og það var nákvæmlega ekkert sem hann gat gert.

 40. Er Hercules hinn nýi Hyypia? Gnæfir yfir mótherja sína í sköllum og bara hörku varnarmaður!

 41. Hvað er að gerast!!!!! ég hef ekki séð svona massíva frammistöðu frá Liverpool í mjjöööög langan tíma….váááááá

 42. Mikið væri nú gaman ef Liverpool spilaði alla sína leiki svona,pressa hátt og bverjast um allan völl

 43. Við erum aðeins að missa það niður núna….eftir svakalega pressu áðan. Nú er bara að setja eitt í viðbót og tryggja 3 stig. Andsoti er Diuf sprækur núna, helvítis fávitinn. Carra þarf að strauja hann duglega og senda hann í sturtu…

 44. Leikmennirnir hafa greinilega tekið málin í sínar hendur og ákveðið að hlusta ekkert á Woy 🙂

 45. Blackburn að komast inní leikinn, fá bara ngog eða babel inn hægra megin,þó maxi sé búinn að vera mjög góður þá þurfum við aðeins að teygja á vörninni meira hjá blackburn og setja eitt mark í viðbót.

 46. Skrtel þarf að hætta að glíma við mótherja sína, hann á eftir að gefa nokkur víti ef þetta heldur svona áfram.

 47. Fer að verða hálfsmeykur, finnst við vera að draga okkur allt of mikið til baka!!!!!!!!!!!!

 48. Torres er eitthvað voðalega þreyttur á þessu lífi. Klappar aldrei fyrir góðum tilraunum varðandi sendingar til sín, horfir stanslaust niður í grasið og aldrei á félagana og er fljótur að gefast upp. Það var þó smá líf í honum áðan eftir markið (eins og hann hafi gleymt að hann væri í einhverri fílu) en nú er hann bara kominn aftur í fíluna.

  Kyrgiagos er klárlega maður leiksins !

Blackburn á morgun

Liverpool 2 – Blackburn 1