Hodgson áfram – í bili

Þetta hefur verið aldeilis góð vika hjá Roy Hodgson. Við skulum fara yfir afrek hans síðustu daga:

  • Hrósaði liðinu fyrir góða frammistöðu … eftir tapleik gegn Everton.
  • Móðgaði Dani og Norðmenn á blaðamannafundi.
  • Gaf í skyn að það væri séns að Torres færi til Man Utd.
  • Hékk (rétt svo) á jafntefli á útivelli gegn Napoli og kallaði það svo \”mjög jákvæða frammistöðu\”.
  • Móðgaði aðdáendasíður Liverpool FC fyrir að birta orðróma um framtíð hans.
  • Sagðist aldrei myndu segja af sér sem stjóri Liverpool.

Fyrir hann hefur þessi vika verið frábær. Fyrir okkur hin liggur aðeins ein niðurstaða fyrir þegar staðreyndirnar hér að ofan eru skoðaðar: það þarf að reka manninn. Sem fyrst. Ef hann hefur ekki vit á að móðgast út í þá sem gefa í skyn að Torres gæti farið til United, og móðgast svo út í aðdáendasíður sem eru (réttilega) að ræða framtíð hans í ljósi ömurlegs gengis hefur hann ekkert með að stýra þessu liði.

HINS VEGAR … þá er ekki séns að ég geti vonast eftir tapi á sunnudag. Jafnvel þótt sigur framlengi starfsaldur hans hjá Liverpool er tap, á heimavelli, gegn þessum mönnum …

\"\"

\"\"

… of sársaukafull tilhugsun til að ég geti leyft mér að hugsa svoleiðis.

Þannig að ég vona að Hodgson og Liverpool vinni stórsigur á sunnudag. Og að hann verði svo bara samt látinn fara.

122 Comments

  1. Lítur allt út fyrir að þetta sé nokkuð nærri lagi:

    Tor-Kristian Karlsen
    Hodgson’s slowly turning into the kind of man he’s remembered as in scandinavia & switzerland: arrogant, touchy, patronising, unpleasant

    Það er gott að vera vinur bresku pressunnar, það er ljóst.

  2. Svo ætti að dæma þig (KAR) til helgarferðar í Hveragerði fyrir að setja myndir af þessum mönnum í sömu færsluna!

  3. Þessar myndir urðu að vera með til að fá rétt viðbrögð. Það er mikilvægt, þótt menn séu á móti Hodgson, að við munum hvers konar illsku er við að etja á sunnudaginn. Myndirnar eru mikilvægar, þótt þær séu erfiðar og sjokkerandi.

  4. Þið á Kop-blogginu þurfið að fara að setja “Varúð: MYNDIR” í fyrirsagnirnar á greinunum ykkar þessa dagana 🙂

  5. Það er hræðileg tilhugsun að tapa fyrir BIG FAT Sam.
    Þoli ekki að sjá þennan mann fagna sigri á Anfield.

  6. Verður fróðlegt að sjá þá vinina Big Mouth og Roy faðmast inn á Anfield á sunnudaginn, heyra frá Roy hvað hann beri nú mikla virðingu fyrir honum, svo fara þeir allir saman og skála með fröken Fergie eftir “magnaðan” leik.

    Ég hreinlega trúi því ekki lengur að við séum að eiga við þetta í raunveruleikanum, þetta hlýtur að vera bara afar vondur draumur, someone wake me up please. Er ekki bara júní ennþá og við í leit að stjóra, þetta Roy dæmi er bara of vont til að vera satt.

  7. “Stjórinn sagði að við hefðum spilað vel sem lið og að við áttum jafnteflið skilið.”

    Þetta sagði Shelvey í viðtali eftir leikinn. Hodgson hitti þarna naglann á höfuðið og datt einnig á það um leið. “spiluðum vel sem lið” (þarna datt hann á hausinn) og “áttum jafnteflið skilið” (og þarna hitti naglann á höfuðið). Eftir svona spilamennsku er jafntefli… AKKURAT það sem við áttum skilið og ekki stigi meira!

  8. SSteinn mér skilst reyndar að Hodgson eigi einn óvin í klíku Ferguson: Big Sam. Þeir eru víst engir vinir þannig að við gætum (aldrei þessu vant) séð Hodgson svara andstæðingum fullum hálsi (þið vitið, eins og hann svarar stuðningsmönnum LFC fullum hálsi).

  9. Nei Nei Nei neinei nei nei nei nei. Átti hann ekki að vera farinn í dag hver dagur er hörmung og kvöl. hvenær í helvítinu varð það þannig að ná 0-0 jafntefli við slakt lið í evrópu deildinni (NB ekki meistaradeildinni) væri nóg til þess að halda starfi sínu. Ekki voru Chelsea menn neitt að hika við að reka sína stjóna um leið og þeim fannst liðinu ekki ganga nógu vel, hvar eru þeir nú?

  10. Hvað er að frétta af Twitter ?
    Er allt slúður um að Hodgson sé að fara búið að kólna niður eftir glæsilegan 0-0 leik okkar manna í gær eða er ennþá verið að tala um að losa okkur við hann.
    Ég trúi ekki að Henry og félagar ætli að láta manninn stjórna liðinu í öðrum leik.
    Ef að Henry og hans félagar hafa ekki haft mikinn áhuga á fótbolta áður þá mun spilamennska Liverpool ekki gera þá að fótboltafíklum.

  11. Ja, put it this way, ef Henry og félagar standa við sitt eina loforð, þá hverfur Roy á braut í næstu viku. Skilst að þá fyrst verði komin ný stjórn yfir félagið og hægt að fara að bretta upp ermar og byrja að moka.

  12. Ég held að við sjáum þá RH og BS í sleik á miðjum Anfield eftir leik á sunnudaginn

  13. Það er eitt sem mér finnst alveg magnað en það er að það er nánast allir spjallarar sammála um að það þurfi að losna við Hodgson sem fyrst. Ég man eftir umræðunni um Houllier og síðan Benitez þá skiptust menn oftast í tvær fylkingar en núna er held ég bara allir sammála um að maðurinn þurfi að fara, verst að það vistðist enginn vera að hlusta á okkur og það sem verra er, það er enginn starfandi framkvædarstjóri til að hlusta á okkur.

    Sá reyndar í slúðrinu á BBC að þar er ennþá verið að orða okkur við Rijkard.

    0-0 á sunnudaginn er örugglega bara sigur í augum Roy enda spila hann og Big Sam svipað skemmtilegan fótbolta þannig maður á eftir að taka þennan leik upp svo maður geti horft á hann aftur og aftur sér til skemmtunar.

  14. Eins og Steini sagði þá var gefið eitt loforð af NESV.

    Þeir ætla að hlusta á aðdáendur liðsins og þeir bara gætu ekki verið mikið skýrari! Það vill ekki nokkur maður hafa þennan gamla skarf áfram og flestir vildu hann aldrei til að byrja með. Hodgson hefur verið klúbbnum til skammar með viðtölum og leikstíl og upplagi liðsins og dagar hans eru klárlega taldir hjá klúbbnum. Ef ekki hef ég gríðarlegar áhyggjur af NESV, þeir hafa viku til að losa okkur við hann.

  15. Það verður fróðlegt að sjá hvað gerist í næstu viku hjá Hodgson. Ef hann vinnur leikinn á sunnudag þá er spurning um hvort að hann haldi starfinu eitthvað lengur (efast þó um það) Ef hann tapar og verður auðvitað nokkuð sáttur með það þá erum við að tala um að við fáum nýjan karl (konu) í brúnna.

    Hinsvegar skilur maður alveg að hinir nýju eigendur vilja taka sinn tíma að skipta um stjóra því þetta er eitthvað sem verður að fara vel yfir og vanda val til frambúðar. Vil ekki bara fá “einhvern” bara til að skipta. Þá vil ég frekar gefa Hodgson nokkra leiki í viðbót þótt sárt sé að horfa uppá hann eyðileggja þetta lið. (ef það er þá hægt)

  16. Mér finnst flestir Liverpool leikirnir hafa verið mjög hraðir leikir, en það er nú kannski vegna þess að ég tek þá alltaf upp og horfi á þá 2x eða 6x hraða 🙂
    Er þetta ekki bara lausnin fyrir þá sem vilja að Liverpool spili hraðari og skemmtilegri bolta, þá þarf ekkert að vera að leita að og ráða nýjan stjóra því það er svo mikið bras og þá þarf heldur ekki að reka greyjið Hodgson?

  17. Verum svolítið jákvæðari, strákar! Hér logaði allt af illsku og hatri út í gömlu mennina fyrir viku síðan. Stór orð og sum ekkert sérstaklega falleg. Nú eru þeir farnir og þá snúa menn sér að öðrum gömlum manni. Er ykkur svona illa við eldra fólk? Maður er nú að komast á þennan hættulega aldur og ætti kannski að halda sig heimavið. En það er þó pínulítil ástæða til að gleðjast. Leikurinn í gærkveldi var þó sá skásti í vetur. Ekki góður en sá skásti. Hodgson ræður ekki við þetta starf en hann er greinilega ekki á förum næstu daga svo við sitjum uppi með hann. Reynum að gera gott úr þessu á meðan annað býðst ekki.

  18. ef NESV reka hann innan 28 daga (ca. 12-13. nóv m.v. að yfirtakan sé 15.okt) frá yfirtöku þurfa þeir “bara” að borga launin hans út þetta tímabil sem ég veit ekki hver eru…. ætli þeir þurfi ekki annars að borga upp allan 3ja ára samninginn, þó ég sé nú ekki með það á tæru

  19. það er talað um að það sé klausa í samningi hans um að það þurfi að borga 3 millur handa honum að benda honum á útganginn og vona að hann rati frá Anfield og til búmpalúma þar sem þeim vantar víst landsliðsþjálfara þar.

  20. Nr.# 18

    Það kostar árslaun, það er klásúla í samningi RH sem nýjir eigendur geta nýtt sér innan við XX daga frá yfirtöku (30 dagar ef ég man rétt) – sú klásúla gerir ráð fyrir 12 mánaða launum í stað út samningstímans.

  21. Roy er algjörlega að missa það, þetta tal um Torres til Scums fór alveg með það, þvílikur vitleysingur er þessi maður…

    Hverjum datt í hug að ráða þennan gamla tilla ? , Inn með Dalglish og ekki seinna en í dag!!

  22. Ég kom með líkingu fyrir nokkrum vikum þar sem ég líkti tíma Roy Hodgson við tíma Brian Clough hjá Leeds. Nú er trackrecordið orðið enn verra. Vá.

  23. Þetta er í raun alveg merkilegt hvernig samningar við svona stjóra eru.

    þarna er maður sem fær tækifæri lífs síns. Hann tekur vissulega séns en engu að síður er þetta stórt skref á hans ferli og mikil viðurkenning og heiður að vera boðið að stjórna Liverpool. (það eitt og sér ætti að vera nóg ; )

    Kallinn stekkur auðvitað á þetta helsáttur en að hann nái að semja í leðinni að það þurfi að borga honum tæpann hálfann milljarð ef við viljum losna við hann því hann stendur sig ömurlega í jobbinu er út úr öllu korti. Karlinn er ekki að ráða við jobbið og því verður honum sagt upp eins og öllum öðrum sem ekki standa sig í starfi. En að það kosti hálfann milljarð ! jamm og já já…

  24. HAHA þetta er hræðilegt! var að horfa á þetta viðtal við hann eftir leikinn í gær áðan á Sky og ég ældi á gólfið. sjá þetta fífl talandi um að hann sé sko ekki að fara að seigja upp hann sé kominn til að bjarga Liverpool og kominn til að byggja upp.. OJJJ sjá svipinn á honum. ég held að hann sé í leynifélagi með Hicks.. Hann er svona njósnari eða krabbamein sem þeir náðu að skilja eftir í klúbbnum því Hicks mistókst að láta Liverpool í gjaldþrot og -9 stig og hann ætlar þess vegna að nota Hodgson sem er verra en -9 stig..

    Þið lásuð þetta hér. Hringið í lögguna

  25. Rooney að amþykkja nýjan samning við United til 5 ára !!!

    Ha HA HA ÞVÍLIK GARGANDI SNILLD !! Flestir ef ekki allir ManU menn búnir að hakka hann í sig, kalla hann aumyngja, viðbjóð osfr osfr osfr osfr osfr osfr !!

  26. Þetta minnir aðeins á Gerrard um árið.
    Spurning hvort Rooney hafi orðið svona hræddur við stuðningsmennina í gær, héldu uppi skilti sem á stóð eitthvað á þessa leið “if you go to City youre dead!”
    Eða hvort Man Urinals hafi hækkað launin hans meira en þeir voru tilbúnir að gera um helgina og það hafi verið ætlunin hjá honum

  27. Líklegast er nú samt að umboðsmaðurinn hans hafi samið um þetta sem málamyndagjörning við klúbbinn, fær vafalítið góða prósentu svo af söluverði Rooney í sumar þegar hann fer á fullu verði.

  28. Paul Tomkins hefur hingað til neitað að kalla eftir því að Hodgson verði rekinn, einfaldlega af því að það sé hefðin að styðja stjóra Liverpool. Hann hefur skrifað greinar þar sem hann rýnir í tölfræðina og sýnir hvernig Hodgson er að byrja tímabilið fáránlega illa, tölfræðilega séð, en nú hefur hann fengið nóg og skrifar í dag grein þar sem hann fer fram á að Hodgson verði rekinn: End of an Error – Why Roy has to go:

    “This season, Liverpool only intercepted one single pass in the Everton half, a massive difference from last year when, despite not playing that well, the Reds won 2-0, largely as a result of pressing Everton in the way Everton were now pressing us, and forcing mistakes. This year, like Spurs in the San Siro, the Reds only got into the game when the home team was easing off; an almost token-like gesture when it’s too late. Roy seems to think that makes it okay.”

    Mæli með að menn lesi þessa grein, og aðrar fríar greinar á síðu Tomkins síðustu vikuna eða svo. Það er ekki hægt að álykta annað eftir að lesa tölfræðigreiningar Tomkins á störfum Hodgson en að hann sé 100,00% rangur maður fyrir Liverpool.

  29. Nýjasta slúðrið úr Twitter heimi @SiClancy #FrankRijkard has joined the Saudi team Al-Hilal according to Al-Dounnia Syrian channel #LFC

  30. Ánægður með þessar fréttir ef sannar eru , þá verður Riijkard amk ekki líklegur sem næsti þjálfari LFC.

  31. ég ætla bara láta ykkur vita að Wayne Rooney er búin að skrifa undir 5 ára samning við United! Svo allir sem drulluðu yfir United í blogginu fyrir neðan sem hét Rooney á förum frá United mega bara éta sína drullu aftur upp í sig. United hefur Rooney , Liverpool hefur Hodgson , Liverpool í skít og í 19 sæti. Getur lífið verið betra ??

  32. Er í alvöru hægt að nota tölfræði til að réttlæta það að reka Roy? Deildin hófst í síðasta mánuði og fáir leikir búnir. Er sanngjarnt að dæma manninn og taka hann af lífi svona fljótt? Ég bara spyr. Er möguleiki að Roy sé ekki aðal meinið í þessu öllu saman? Ég er ekki viss. Ég er sammála að maðurinn virðist ekki valda starfinu sínu og það er ,,skemmtilegra” að hlusta á kerlinguna tuða en horfa á Liverpool á þessu hausti en það verður samt að skoða málin vel og greina vandamálin með faglegum hætti. Nýjir eigendur gera það vonandi hið fyrsta og ana vonandi ekki að neinu. Mér er alveg skítsama þó við spilum illa og töpum nokkrum leikjum ef framtíðin verður björt. Það er framtíðin sem skiptir máli. Roy verður örugglega ekki stór hluti af henni en ég er ekki viss um að það að sparka kallinum í dag og henda öllum þessum milljónum í hann leysi málin.

  33. Best að segja mitt álit. Ég studdi ráðningu Roy´s aðallega vegna þess að ég trúði því að hann gæti lyft liðsandanum á hærra plan. Hann sagði réttu hlutina og náði í Joe Cole. En á nokkrum vikum þá sannfærðist ég á mettíma að hann væri rangur maður fyrir LFC. Fótboltinn hefur verið ömurlegur og ekki samboðinn stuðningsmönnum liðsins og sögu félagsins. Það hefur einnig farið í taugarnar á mér fáránleg ummæli hans fyrir og eftir leiki. Er maðurinn í starfskynningu á Anfield? Veit hann ekkert um fótbolta? Síðasta tímabil Rafa var slæmt en samanborið við þetta, himnaríki. Það er enginn tilhlökkun lengur eftir leikjum liðsins. Þetta versnar með hverjum leik. Boston mennirnir verða að láta hann fara eftir Blackburn leikinn sama hvernig hann fer. Þetta gengur ekki lengur. Með þessu áframhaldi verður liðið í fallbaráttu í vetur.

  34. Diddinn (#37) – Það er ekki hægt að segja að það eigi að gefa honum tíma bara tímans vegna. Ef starfsmaður er ómögulegur læturðu hann fara strax, þú bíður ekki í hálft ár bara af því að það er til siðs að bíða í hálft ár. Slík hugsun er kolvitlaus og þar sem Hodgson virðist hafa nær algjöra andstöðu meðal stuðningsmanna Liverpool á mettíma, eins og Höddi Magg orðar það, er langbest að sleppa honum lausum sem fyrst.

    Höddi Magg segist hafa verið einn þeirra sem studdu ráðningu Hodgson í sumar. Það voru margir með þessari ráðningu og margir á móti líka. Í dag er hins vegar nánast enginn sem styður Hodgson áfram í starfi. Það segir sitt.

  35. Það er rétt diddinn… við skulum ekki hálshöggva manninn útfrá tölfræði. Það er nóg að horfa á liðið spila viku eftir viku til að komast að þeirri niðurstöðu.

    Annars verð ég að segja varðandi pistla Tomkins – hann notast alveg gríðarlega mikið við tölfræði, og það er hægt að láta alla líta vel/illa út með einhverri tölfræði… eftir því hvaða niðurstöðu þú vilt komast að. Þá er ég ekki bara að tala um skrif hans síðustu vikurnar, hann gerði þetta einnig í Rafa umræðunni s.l. tímabil.

    Það þarf ekki að kafa svona djúpt ofaní hlutina til að sjá að RH er ekki að virka. Allir sem hafa gengið í gegnum þann hrylling að horfa á eins og nokkra leiki þetta tímabilið hafa komist að sömu niðurstöðu, ásamt því að hafa glatað u.þ.b. þúsund mínútum sem þeir fá aldrei aftur.

    Flottur Garðar! Þið getið þá bætt Rooney inní söngin ykkar um Gerrard … Kisses the badge on his shirt, then issues a transfer request … Og já … “meiga éta sína drullu aftur upp í sig” , vel að orði komist… eða þannig. Gæti lífið s.s. ekki orðið betra ? Það væri ekki betra ef City og Chelsea væru neðar en þið í töflunni … öll ljós kveikt en engin heima ?

  36. Og varðandi þessar myndir af official síðunni … getum við fengið að vita hvernig þessar spyrnur Carra komu út með bundið fyrir augun ? Ég leyfist mér að efast um að þær séu jafn slæmar og á leikdegi 😉

  37. 42# Allavega sparkaði Torres í myndatökumanninn úr vítaspyrnu og maðurinn stóð marga metra frá markinu. En ætli Carra hafi getað sparkað eitthvað verr þótt blindur væri.

  38. Úff. Hodgson tjáði sig við fjölmiðla í dag um Blackburn-leikinn. Þetta hafði hann að segja:

    “What I am hoping for is a little bit luck so the result (against Blackburn) goes our way whether we play well or play badly.”

    Vonandi verðum við heppnir, hvort sem við spilum vel eða illa.

    Svona orð fylla mann sjálfstrausti, ekki satt?

  39. Fyrirgefðið orðbragðið – en er maðurinn gjörsamlega heiladauður? Heimaleikur á móti Blackburn og hann segir við fréttamenn að hann vonist eftir heppni?

  40. Nr. 46

    Mann andskotinn gæti bara ekkert verið mikið heimskari og lengra frá því að skilja stuðingsmenn Liverpool. Frekar vill ég fá Souness til að klára tímabilið heldur en Hodgson. EF VIÐ ERUM HEPPNIR ÞÁ KANNSKI VINNUM VIÐ BLACKBURN Á HEIMAVELLI!!

    Takið ykkur smá tíma og reynið að meðtaka þessi skilaboð ÞJÁLFARA LIVERPOOL FC.

    Þvílíkur grasasni.

  41. Maður veit ekki lengur hvernig maður á að vera þegar maður les viðtöl um hann.

    Reyndi eins og ég gat að vera jákvæður eftir leik gærkvöldsins en þessi blaðamannafundur sýnir okkur auðvitað bara það algerlega að maðurinn ræður ekkert við að vera að vinna fyrir klúbb sem ætlar sér að vinna alla sína leiki! Vikan er búin að vera PR-stórslys og ég vorkenni þeim sem glöddust yfir hreinskilni mannsins hingað til. Jesús minn, hvað ég myndi borga mikið fyrir að fá einhvern sem þorir í þessi viðtöl og sýnir klúbbnum þá virðingu sem hann á skilinn!

    Ég ætla ekki að tala um neina gamla stjóra en síðustu vikurnar hljóta að sýna mönnum muninn á heimsklassastjórnanda og ágætum stjóra.

    Og mikið vona ég að meðalpésinn Frank Rijkaard hafi fengið starf í Arabíu!!! Maður er farinn að kvíða leikjum félagsins síns, vísunin í Clough og Leeds passar fullkomlega!!!

  42. úpppss…ældi yfir lyklaborðið…..

    Hodgson, Big Sam og Diouf í sömu andrá á skjánum. Alltof mikið.

  43. Nú fer þetta að hætta að vera sniðugt…

    Hrútanir mínir tveir (Rafa og Nando) eru farnir að bryðja 200 mg. af Valíum á dag. Ef mér tekst ekki að fela nýjustu ummæli Hodgsons frá þeim þarf ég líklega að auka skammtinn í 350 mg. og bæta einum viskípela í mixið.

    Núna eru 7 vikur í fengitíman og hrútar án lífslöngunar eru afar ólíklegir til nokkurs brúks…

    Vill plís einhver segja RH þetta frá mér. Geðheilsa hrútanna minna er mín geðheilsa!!!

    kv.
    Ósáttur Tungnamaður

  44. En aftur að umræðunni um Big Sam, maður gæti haldið langann fyrirlestur um hvað sá maður er leiðinlegur en ef það er eitthvað gott við Big Sam og það er þessi Twitter acount : http://twitter.com/TheBig_Sam

    “Gonna get the Opta boys to take some readings of me during my afternoon wank. I wanna see how much fuel Big Sam burns when he’s in the zone”

    “On Skype with Sir Alex there. He didn’t want to talk about Rooney. Or anything else. We just sat there in silence. Naked, awkward silence.
    Then Sir Alex grabs his cock, waves it about & shouts “Use the force, Sammy!” In an instant, the tension is gone completely. Man’s a genius.”

  45. Hodgson er sem sagt á þeirri skoðun að liðið sé svo vonlaust að eini möguleikinn á að vinna Blackburn, á heimavelli nota bene, er sá að heppnin verði með okkur í liði.

    Maðurinn er algjör meistari í því að lækka væntingastuðulinn með hverri vikunni sem líður. Hann er bara meðalmennskumaður og virðist vera að reyna að smita því viðhorfi inn í klúbbinn. Mikið vona ég að það verði kominn nýr kall í brúnna á mánudaginn.

  46. Liverpool Football Club á ekki að þurfa heppni til að vinna Blackburn á heimavelli !! Blackburn á að þurfa heppni til að tapa ekki stórt ! og Liverpool Football Club á ekki að þurfa að hvíla leikmenn fyrir Blackburn leik á heimavelli.. Þeir eiga að geta hvíllt í Blacburn leik eða allavega tekið lykilmenn snemma útaf !

    nennir einhver að drulla þessum kallskarf í burtu frá klúbbnum okkar AAAAAAAAAAAAA ég er fáranlega reiður.. það er ekkert betra að vera ríkir og drullulélegir heldur en að vera fátækir og samkeppnishæfir

    • Ein setning fyrir ykkur sem skammist ykkar fyrir Liverpool og þjálfarann: Hodgson er nýr þjálfari og þarf tíma til að koma reglu á liðið.

    Eins staðreynd til þín á móti, við viljum ekki sjá það að hann nái reglu á liðið og allra síst að hann nái að smita sinni hugmyndafræði inn í klúbbinn. Þetta er einhver versta sending sem komið hefur til borgarinnar og þá eru allar sendingar Momo Sissoko taldar með.

  47. Babu: ertu viss um að þú haldir með Liverpool? Þú segir að þú viljir ekki að þjálfari Liverpool nái reglu á liðið.
    Það eru stuðningsmenn 19 annara liða í deildinni sem vilja ekki heldur að hann nái reglu á liðið.

  48. Eina “reglan” sem hann er að ná á liðið er að það er neðar á töflunni eftir hverja vikuna sem hann stjórnar því. Persónulega er ég ekkert sérstaklega sáttur við þá reglu.

  49. Ég horfði á Napoli leikinn í gær með litlu systur minni sem er 11 ára. Hún hefur ekki mikinn áhuga á fótbolta en sagði við mig eftir að hafa horft í ca. 20 min.

    “Rosalega eru þessir í rauða góðir í því að sparka boltanum fram. En svo eru þeir ekki mjög góðir í neinu öðru”

    Ég sat þarna gáttaður yfir að systir mín litla með hnitmiðaðri setningu náði að skjóta fast á mitt heittelskaða lið og ég gat lítið sagt til að svara fyrir þá

  50. Er hún á lausu? Gætum við fengið hana til að þjálfa frekar en RH? Myndi ábyggilega ganga betur…

  51. Coke Zero þú ættir að lesa greinina hans Tomkins ef þú skilur ensku ,hann útskýrir nokkuð vel hverrsu mikill meðalmaður Hogson og hann hefði aldrei átt að komast nálægt Anfield nema sem þjálfari Fulham.

  52. Ef eitthvað var, þá var Rafa virkilega óheppinn á siðasta tímabili, með strandboltann og allt það. RH er ekkert buinn að hafa óheppnina með sér þetta tímabil, bara lélegur og árangurslitill bolti, dugar ekkert að væla um heppni.

  53. Ég væri til í að sjá samanburð á fyrsta derby eika Benitez og fyrsta derby leiks Hodgson. Bara til að taka þátt í þessum skrítna samanburði. Það er eins og að þessir leikir eigi dragi saman getu þjálfaranna sem er í sjálfu sér rangt.

    Það er hægt að greina getu þjálfara út frá sumum leikjum. T.d. úrslitaleikjum í stórkeppnum því þar hefur þjálfari þurft að vinna marga leiki til að komast í úrslita leikinn. Derby leikir eru skv. skilgreiningu óútreiknanlegir og geta farið allavegu. Það er því ósanngjarnt að meta þjálfara út frá þeim leik.
    Ef þið vijið vera með samanburði þá finnið hrynu ósigra hjá Benitez og berið það saman við Hodgson. Svo þegar Hodgson nær röð sigra þá getið þið borið þá saman.
    En slíkur samburður er langt frá því að vera fullkominn. Það eru mismunandi lið, mismunandi þjálfarar, mismunandi leikmenn og margt annað mismunandi sem gerir samanburðin erfiðan.

  54. Ég segi fyrir mitt leyti að þó að Hodgson fari að vinna leiki með þessari leikaðferð þá verð ég aldrei ánægður, ég vil ekki að Liverpool spili svona leiðinda “fótbolta” þ.e. kick-and-run.

  55. þetta er ótrúlegt, að hodgson skuli fá að vera áfram, þegar liverpool er á þessum stað í deildinni. Þetta er eins og forstjóri fyrirtækis sé að að reka fyrirtæki í gríðarlegu tapi og ekkert virðist breytast um stöðu þess og hann fái að halda áfram.

    Nákvæmlega það sem hodsgon gerir. Hann er að tapa leikjum, fá á sig mörk, skora engin mörk, ná að halda í jafntefli o.s.frv. og hann breytir ekki neinu. Leik eftir leik með sömu taktíkina og sömu mennina sem standa sig ekki, í staðin fyrir breytingar og leyfa þessum “efnilegu” mönnum okkar að sýna hvað í þá er spunnið.

    Ég man nú bara eftir því síðast að leiktímabilið 08/09 þegar Juande Ramos var rekinn frá Tottenham rétt fyrir landleikjahléð í október minnir mig og þá tók redknapp við og allt hefur blómstrað, það þarf ekki meira, stjórnin þarf að fatta það og reka hodgson við fyrsta tækifæri, þetta gengur ekki lengur, stuðningsmennirnar hafa þurft að þola nóg !!!!

    • Ég segi fyrir mitt leyti að þó að Hodgson fari að vinna leiki með þessari leikaðferð þá verð ég aldrei ánægður, ég vil ekki að Liverpool spili svona leiðinda “fótbolta” þ.e. kick-and-run.

    Held að það sé nákvæmlega það sem flestir stuðningsmenn Liverpool eru að hugsa, nema kannski Coke Zero, enda virðist hann vita álíka mikið um Liverpool og hann veit um kók.

  56. “Svo þegar Hodgson nær röð sigra”…. Gæti orðið langt að bíða. Átta leikir, einn sigur. Sjö mörk skoruð, þrettán fengin á sig. Vonlaus – gjörsamlega VONLAUS frammistaða. Og ekkert sem bendir til þess að þetta sé að skána. Nema – kannski – er smávon ef við erum HEPPNIR á heimavelli gegn Blackburn. Samkvæmt þjálfara Liverpool.

  57. Coke Zero. Ég held að engin hérna skammist sín fyrir LFC, það geri ég amk ekki og mun aldrei gera. Er stolltur af því að vera Liverpool stuðningsmaður.

    Hvað varðar að gefa þjálfaranum tíma, menn hafa mismunandi skoðanir – menn eru ekkert minni stuðningsmenn fyrir vikið þó þeir vilji RH í burtu, ekki frekar en þeir sem vildu RB í burtu. Flestir styðjum við jú Liverpool en erum ekki alltaf sammála um bestu leiðina til að koma liðinu þar sem það á heima, á toppinn.

    Þegar við sitjum í næst neðsta sæti eftir 8 leiki. Höfum verið heppnir að ná þeim stigum sem hafa komið í hús, að undanskyldum Arsenal leiknum. Slegnir út gegn þriðju deildarliði í bikarnum. Lið eins og S´land, WBA og Blackpool pressa okkur og yfirspila lengi vel á Anfield og það er ekki eitt merki um að spilamennska liðsins fari batnandi, þá er ekkert skrítið við það að maður hugsi hvort að RH sé rétti maðurinn. Ef við skoðum bara úrslitin.

    Það sem verra er, og má segja að sé kornið sem fylli mælinn. Er annarsvegar sú staðreynd að við höfum ekki átt meira en einn góðan hálfleik það sem af er leiktíðar og hinsvegar þau ummæli sem RH lætur frá sér. Við spilum meira varnarsinnaðann fótbolta en undir Houllier, sóknarleikur liðsins (ef sóknarleik skal kalla) er ekki bara tilviljunarkenndur – heldur er hann hægur, hugmyndasnauður og óárangursríkur. Við pressum ekki nýliða WBA og Blackpool á Anfield, heldur liggjum við í vörn og erum síðri aðilinn …. í alvöru. Þetta er ekki einn eða tveir slakir leikir. Allt tímabilið er búið að vera eins og að horfa á alkahólista í frjálsu falli, þetta er botnlaus pittur – eftir hvern einasta leik síðustu vikurnar hefur maður hugsað: “Nei andskotinn, þetta getur ekki orðið jafn slæmt og í síðasta leik” , 90 mínútum og einu leikhléi síðar stendur maður með opinn munn, gapandi á sjónvarpið og hugsar “Hvað í andskotanum var þetta”. Ekki tekur svo betra við þegar maður sér RH reyna að búa til ýmundað sjálfstraust hjá leikmönnum, reynir að telja þeim trú um að við séum betri í leikjum sem við sáum ekki til sólar í og talar um góð úrslit þegar last line of defence bjargar stigi gegn Birmingham. Og honum finnst það bara allt í lagi … hann má eiga það hann RH að hjá honum er glasið hálffullt – nice guy, wrong job.

    Ef liðið væri í næst neðsta sæti, en við værum búnir að lenda í miklu mótlæti … meiðslum, sundboltum, dómaraskandölum og svo mætti áfram telja, þá væri maður til í að gefa RH séns. Staðreyndin er hinsvegar sú að við erum búnir að vera lausir við meiðsli allt tímabilið (svo gott sem), búnir að skapa okkur svipað mikið af færum í leikjum haustsins og Chelsea skapaði sér í fyrsta leik deildarinnar og verið slakari aðilinn í öllum okkar leikjum að undanskyldum kanski 45 mínútum gegn Arsenal.

    Ég væri tilbúin að spila leiðinlegan fótbolta ef að hann væri árangursríkur – þó svo að draumurinn sé auðvitað alltaf “total football” og titlar í bílförmum. En þegar fótboltinn jaðrar við að vera vanvirðing við leikinn og úrslitin svo slæm að við verðum að leita í sögubækurnar… nota bene, fyrir stríð…. þá verður eitthvað undan að láta.

    Hve lengi viltu bíða ? Er það eitthvað í leik okkar manna, í umgjörð liðsins eða í framkomu/viðtölum RH sem gefur tilefni til bjartsýni eða ætti að styrkja menn í þeirri trú að RH sé á rétti leið með liðið ? Við höfum nú tæpar 3 vikur til að nýta okkur ákvæðið í samningi RH, það verður mikill viðsnúningur að verða á nánast öllum þáttum sem snúa að liðinu og stjórnun þess til þess að réttlæta það að núverandi eigendur nýta sér ekki þessa klásúlu og sparka RH.

  58. Ég man enn eftir því í hitt í fyrra þegar við unnum blackburn 5-0 og hefðum vel geta unnið stærra.
    Hodgson er bara með betra lið síðan þá fyrir utan Alonso.

  59. FRÁBÆR grein KAR í #62!!!

    Það er líka ákaflega augljóst þegar þú horfir á Internazionale í vetur að hugmyndafræði Benitez um að pressa á völlinn hátt er að hríslast út í liðið, ég hlakka til að sjá hvernig það þróast hjá þeim suðurfrá.

    Hápressan var í vanda í fyrra þegar Torres meiddist því N’Gog og aðrir hinir fremstu voru slakir í því, auk þess sem meiðsli Gerrard spiluðu inní. Hvað ætli Gerrard, Kuyt og Torres hafi unnið marga bolta leiktímabilið 2008 – 2009 á vallarhelmingi andstæðinganna! Ótal marga og þegar Gerrard lá svo framarlega var stutt í Torres.

    Því miður hafa klassískir breskir þjálfarar átt erfitt með að læra pressuna, Moyes klárlega náð lengst af þeim, en Wenger og Mourinho hafa beitt henni, Mourinho reyndar lét svo liðin sín oft detta aftur um leið og þau höfðu skorað og treysti þá á mikla líkamsburði varnarmannanna.

    Hodgson hefur tekið liðið fáránlega aftarlega og m.a. tekið Gerrard lengra frá pressunni. Gerrard er bara alls ekki góður varnarlega á miðjunni og þeir sem hafa leyst hann af í holunni, t.d. Cole hafa alls ekki náð því marki og smátt og smátt færumst við alltaf aftar.

    Ég missti trú á Hodgson í Northamptonleiknum því það var svo augljóst að hann var að láta “B-liðið” spila kerfið sitt alveg þangað til við lentum undir og hann varð að taka sénsa. 15 mínútur af hárri pressu skiluðu jöfnunarmarki og nærri sigurmarki.

    En hingað til slær hann bara haus í stein. Við liggjum aftarlega, sama hvort það er heima gegn Blackpool eða úti gegn Scum. Gleymdi reyndar, við gerðum það ekki Á ÚTIVELLI GEGN MANCHESTER CITY!!!

    Hodgson sýnir svo um verður ekki villst síðustu daga að vantrú okkar á manninum er fullkomlega rökrétt og ég treysti því að Kop-stúkan syngi nafn Dalglish allan leikinn og allt þangað til John Henry og félagar fatta að ráðning hans voru ein af stærstu mistökunum í stjórnartíð Knoll og Tott!

  60. Coke Zero, þú hefur rétt fyrir þér þegar þú segir að vanda skyldi valið þegar farið er í samanburð leikja.

    En er ekki jafnvel hallað á Benítez þegar bezti leikur haustsins (að mati Roys) er tekinn fyrir?

  61. Sést líka strax á liðum hvort þau séu eitthvað að fönkera með hugmyndum nýs þjálfara.

    Mér dettur í hug t.d Þegar Redknapp tók við spurs þá fóru þeir strax í gang. Guardiola við Barca unnu allt það tímabilið. Benitez með Liverpool á fyrstatímabili vann fyrstu 4 leikina sína á heimavelli meðan Meðan Hodgson er búin að tapa 1 og gera 3 jafntefli þannig að það er morgunljóst að maðurinn veit ekkert hvað hann er að gera.

    og ekki gleyma því að hann er með frábært starting 11 lið allavega sem ætti að ná meistaradeildar sæti.

  62. Þessi bið eftir nýjum stjóra er farin að krefjast óþægilega mikillar þolinmæði af manni. Ekki getur maður stytt stundirnar með því að horfa á leiki Liverpool því þá kvelst maður meira. Ég get a.m.k. ekki hugsað mér að horfa á eina mínútu í viðbót af þessum hroðbjóðsfótbolta sem Hodgson býður upp á.

  63. Afhverju eru allir pirraðir út í RH? Er það honum að kenna að leikmennirnir spili illa?

  64. Ef það er klásúla í samningnum við Hodgson þá efa ég ekki að hún verði nýtt, afhverju annars að setja slíka klásúlu? Hann bað um 10 leiki áður en hann yrði dæmdur (gefum okkur að hann hafi átt við deildina), hvað getur hann mögulega sagt þá? Hann er að brenna á tíma og ef hann er eins frábær þjálfari og all… hann segir sjálfur, þá vil ég sjá það núna.

    Nice job, wrong guy.

  65. Larsen: Það er frekar augljóst að aðferðinar hans og boltinn sem hann lætur liði spila kallar ekki það besta útur leikmönnunum, þá er það væntanlega honum að kenna. Myndir sjá það ef þú værir eitthvað buinn að fylgjast með liðinu af viti þetta tímabil.

    1. Larsen says:
      “Afhverju eru allir pirraðir út í RH? Er það honum að kenna að leikmennirnir spili illa?”

    uuu… JÁ! Ef þú lest greinina sem Kristján Atli sendi inn í cm. 62 þá sérðu það svart á hvítu hvað er að hjá liðinu í dag. Munurinn á liðinu undir stjórn RH og RB er sú að þegar boltinn vannst hjá RB þá höfðu leikmenn möguleika. Ef varnarmenn unnu boltann þá gátu þeir sent boltann upp völlinn á miðjumenn eða kantmenn, en ekki 2 metra til hliðar eða 3 metra áfram á næstu menn.

    Gríðarlega góð grein og vel rökstudd. Leiðir mann í allan sannleikann um af hverju RH þarf að fara og það helst í kvöld !

  66. Einhverjir segja “Ekki rýna bara í tölfræði og gefum RH tíma til koma sínum áherslum inní liðið”. Í þessu samhengi vill ég benda á tölfræði hjá Ólafi með Íslenska landslið. Tölfræðin er mjög slæm og sérstaklega ef við tökum leikina í undankeppni HM. En við sjáum að Íslanska liðið er að bæta sig í hverjum leik og við sjáum að framtíðin er bjartari. Við semsagt sjáum að liðið er að spila miklu betur entölfræðin segir til um. Þetta sjáum við alls ekki þegar við horfum á leik Liverpool. Meira að segja RH er búinn að sætta sig við að Liverpool sé lélegt lið og er farinn að treysta á heppni.

  67. Ef Hodgson verður rekinn þá getur hann tekið við íslenska landsliðinu eða þá að hann og Óli Jó geta stýrt því saman. Þeir eru með svipaða taktík.

  68. Birgir Þór: Leikmennirnir voru líka vandræðalega lélegir á síðustu leiktíð, þá var annar stjóri. Þetta er leikmönnunum að kenna, við getum ekki rekið stjóra eftir stjóra!

  69. Fyrri hluti þessa mýtu um RH “nice man, wrong job” er farinn að pirra mig allsvakalega.

    Ég man ekki að hafa séð neitt sem bendir til þess að RH sé eitthvað sérstaklega viðkunnanlegur maður. Síðustu vikur hef ég þvert á móti verið að komast á þá skoðun að um djöfulinn sjálfan sé að ræða.

  70. Larsen hefur þú séð eitthvað í spilamennsku liðsins sem réttlætir það að hann verði ekki rekinn.
    Ef svo er þá máttu gjarnan deila því með okkur hinum, þar sem að þú virðist vera sá eini sem að sérð ljósið.
    Ekki koma með gamlar klisjur um The Liverpool way

  71. Feitt like á comment 84, er búinn að vera að hugsa nákvæmlega það sama í 3-4 vikur cirka. Alveg í byrjun virkaði hann nice en hefur versnað með hverju einasta viðtali sem hann hefur gefið.

  72. KAR#68

    Ég held að gaurinn sem skrifar heiti Tim Hill, sbr. bannerinn á síðunni “A blog from Tim Hill”

  73. Svona smá LFC og United húmor :
    Rafael Benitez: “Our new Winger cost five million. I call him our wonder player”
    Sir Alex Ferguson: “Why’s that?”
    Rafael Benitez: “Everytime he plays I wonder why I bothered to buy him!”

    Q: Did you hear that the British Post Office has just recalled their latest stamps?
    A: Well, they had photos of Manchester United players on them – folk couldn’t figure out which side to spit on.

  74. 86#
    Carlito, ég sé nákvæmlega ekkert gott eða jákvætt í spilamennsku liðsins í dag. En var það Rafa Benitez að kenna að leikmennirnir spiluðu hræðilega á síðustu leiktíð og er það Hodgson að kenna að Gerrard virðist ekki nenna þessu lengur (einn af mönunum sem heimtuðu að Rafa yrði rekinn og enskur stjóri ráðinn í staðinn)?

    Hvað ætlum við að gera? Ráða Rijkaard og vona það besta? Og ef hann stendur sig ekki þá reka hann og fá einhvern annan? Kommon, ef leikmennirnir spila eins og blautar tuskur, þá getiði ekki kennt þjálfaranum um.

    Persónulega vill ég selja Gerrard næsta sumar á meðan það fæst ennþá einhver peningur fyrir hann, og henda Shelvey útí djúpu laugina!

  75. Nr. 89

    Ég tek undir með þér að leikmenn geta ekki falið sig á bak við þjálfarann í þessu máli, þeir verða að bera einhverja ábyrgð eins og aðrir þegar illa fer.

    En kommon ….. losa okkur við manninn sem hefur beisiklí dregið klúbbinn áfram síðustu 10 ár… komið okkur í meistaradeildina svo gott sem eins síns liðs, komið okkur til bjargar ótal sinnum, uppalinn og Liverpool maður í gegn – til þess að fá nokkur pund fyrir hann ? Svo til að toppa þetta allt saman viltu henda unglingaliðsmanni í djúpu lögina í stað eins besta leikmanns í sögu Liverpool FC ? Leikmanni sem hefur byrjað einn leik í treyjunni góðu. Leikmanni sem er alveg óskrifað blað ?

    Þegar sagan hefur kennt öllum sem fylgjast með fótbolta að munurinn á milli efnilegs leikmanns og heimsklassa leikmanns er GRÍÐARLEGUR. Við þurfum ekki að horfa lengra en innan okkar klúbbs …. John Welsh, spilaði með öllum unglingaliðum englands, fyrirliði U21 Englendinga, spilar nú með Tranmere ef ég man rétt. Já eða gulldrengirnir sjálfir …. þú mannst, þessir sem slógu markamet Pele og voru bestu leikmenn HM U19. Þvílíkir demantar sem það reyndust nú vera.

    Víst við erum að fara þá slóð, afhverju ekki að losa okkur við Torres og nota Neil nokkur Mellor … eða er hann kanski að rotna í fyrstu deildinni í englandi eftir að hafa slegið markamet í varaliðinu og vera enn einn “næsti Fowler” ? Ég er ekki að segja að ungu leikmennirnir eigi ekki að fá séns, ég er bara að segja að við skulum ekki selja okkar bestu leikmenn og notast við krakka sem hafa ekki náð þriggja stafa tölu er leiktími í Liverpool treyju er skoðaður. Það sem Gerrard hefur gert fyrir þennan klúbb verður ekki metið til fjár, hann á meira inni hjá klúbbnum að mínu mati en að henda honum út “til að fá pening fyrir hann meðan eitthvað fæst fyrir hann”.

  76. *Laugina átti þetta að sjálfsögðu að vera. Vantar eitt stk edit takka !

  77. Í einum af síðustu leikjum Liverpool tímabilið 2008-2009 lentu Arbeloa og Carrager saman. Eftir leikinn sást hvar Alonso var að reyna að ræða málin við Carra en Carra vildi ekkert við Alonso tala.
    Um sumarið fóru Arbeloa og Alonso frá Liverpool.
    Nú heyrast sögur um að Torres og Carra séu að deila.
    Er Carra að skemma móralinn hjá Liverpool.
    Mér finnst Carra vera stanslaust í leikjum að skamma meðspilara sína.
    Ég fæ kannski þúsund þumla niður fyrir þetta ég held Carra sé ekki góður fyrir móralinn í liðinu.

    Hann geri menn stressaða í kringum sig.
    Í leiknum á Andfield gegn Steua Bukarest (4-1) var enginn Carra, Gerrard né Torres.
    Hvernig var lðið að spila. Jú, leikgleði,barátta og hungur.
    Er nærvera þessara þriggja að kaffæra hina leikmennina í leikjum.
    Bara smá hugleiðing

  78. Afsakið.Greinaskilin fóru dáldið út og suður.

  79. Guðjón Halldór Óskarsson #93 ég hló dálítið að þessu hjá þér. Eins og allir vita þá fór Alonso frá Liverpool af því að Rafa reyndi að selja hann sumarið áður. Alonso hefur sagt það sjálfur og það er búið að margræða þetta. Góð tilraun samt til þess að búa til slúðursögur. Daily Mail myndu örugglega vera mjög hrifnir af þessum vinnubrögðum hjá þér.

  80. Ég las hjá Babu við færslu í sumar að hann væri ánægður með Hodgson vegna þess að hann spilar 442. Babu má skipta um skoðun og vilja reka Hodgson núna en það er ekki skynsamlegt að mínu máti. Kem að því síðar. En varðandi það að Hodgson spili 442 þá var það þannig að Hodgson var að reyna að kaupa Striker væntanlega til að bakka upp Torres.
    Torres hefur verið að spila einn frammi og í þokkabót búinn að vera meiddur lengi og átti lélega Heimsmeistarakeppni. Ef Hodgson hefði fengið að kaupa striker þá væri við búnir að skora fleiri mörk.
    Poulsen er gríðarlega sterkur leikmaður en hann er ekki eins góður og Marcherano sem fór óvænt til Barcelona gegn vilja Hodgson í lok leikmannagluggans.
    Keyptur var portúgali sem lítur vel út en hann þarf tíma til að aðlagast deildinni ef hann getur eitthvað þar að segja.
    Konchelskys var keytur ekki af því að hann er besti vinstri bakvörður í heimi helduur vegna þess að hann er enskur,þekkir ensku deildina og Hodgson þekkir hann. Hodgson gat ekki eðli málsins samkvæmt keypt fyrir peninga NESV vegna þess að það var ekki útséð um það fyrr en á allra síðustu metrunum að þeir fengjust.
    Hodgson hefur kannski fengið skilaboð frá Chelsea manninum sem er stjórnarformaður Liverpool að eitthvað væri að gerast í eigendamálum og peningar mundu verða lausir til að kaupa leikmenn. Það hefur hugsanlega haft áhrif á ákvarðnir Hodgson.
    Cole er leikmaður sem margir bundu vonir við en hann missti af þremur leikjum í deildinni vegna tæklingar sem var ekki rautt og hann misnotaði vítaspyrnu. Hann er í ruglinu en ég er ekki tilbúinn að setja hann á free transfer strax.
    Agger er meiddur, vörnin að riðlast trekk í trekk. Þetta hefur ekki veri dans á rósum hjá Hodgson.

    Núna kem ég að því að reka þjálfara eftir svona stuttan tíma. Hverjar eru væntingar okkar til Liverpool.? Ég get talað fyrir mig og ég vil að Liverpool vinni ensku deildina. Það tekur tíma, minnist fimm ár. Hinsvegar ef hlustað væri á skammsýna stuðningsmenn sem krefjast of mikils of snemma. Þá þegar er þjálfari sem endar í 7. sæti rekinnn með Benitez(meira segja eftir fimm ár vegna 2. sætis árangursins átti ekki að reka hann). Ef Hodgson er í 11. sæti þá á að reka hann.
    Ef hann er í 19. sæti þá á að reka hann.
    Menn standa og æpa alltaf reka Houllier, reka Benitez og reka Hodgson en hugsa einungis til skamms tíma. 8 leikir er stuttur tími.
    Það munar engu að við séum í 11. sæti og 19. sæti í október. Benitez hefur verið á toppnum þá en það skilaði okkur ekki því sem við þráum, enskum titli.
    Menn æpa á nýjan þjálfara en hvaða? Einn segir þjáfara A en hinn segir þjálfara B. Það drukknar í ópum stuðningsmannan hvern á að ráða en aðalvandamálið er að við vitum ekki hvort það skilar okkur betri árangri.

    Hodgson er enginn aukvissi og hann mun ná að snúa tapi í sigra og eftir nokkur ár verðum við farnir að gera alvarlega atlögu að titlinum.

    Menn eru að kvarta yfir því sem Hodgson er að segja á blaðamannafundum. Ég er sammála því að það voru mikil mistök að viðurkenna að Torres gæti farið til Man utd en þetta er eins og hann hefur talað í allt haust. Sagt sannleikann. Mér finnst eins og mörgum að þetta hafi mátt kyrrt liggja.

    Svo eru menn óánægðir með að Hodgson tali um að það þurfi heppni gegn Blackburn til að vinna? Ég trúi ekki á heppni þannig ég tek ekki mark á Hodgson þegar hann talar um heppni. Það er þó betra að tala um heppni heldur að leikmenn liverpool séu lélegir.
    Menn eru líka óánægðir með að Hodgson hafi talað um góða spilamennsku eftir Everton leikinn.
    Hvað átti að hann að segja að leikmenn Liverpool hafi verið ömurlegir? Öskra á Torres sem er heims og evrópumeistari og segja að hann sé lélegur eða segja við Gerrard að hann sé lélegur og þurfi að griða sig í brók. Þetta er kannski einhver aðferð sem virkar á lið í bullandi siglingu og tekur feilspor en þetta virkar ekki á lið sem er með sjálfstraustið í molum.
    Þetta er eins og að öskra á börnin manns og segja við þau þið eru ömurleg. Skilja svo ekkert í því af hverju þau séu hálfbæld og skortir sjálfstraust.

    Það er hægt að horfa á þetta vandamál með tvennum hætti. Við getum sagt að Liverpool sé besta lið í heimi og að Hodgson sé að halda því niðri með vanhæfni sinni.
    Eða við getum sagt að aðstæður(eigendiaskipti, sterk deild, skortur á stuðning stuðningsmanna)Liverpool séu erfiðar og Hodgson þurfi tíma til að tækla þær.

    Þetta verða mín lokaorð þangað til að Hodgson hefur komið okkur í betri stöðu í deildinni og farinn að spila betur. Þá ætla ég að koma og skrifa skýrum stöfum: I told you so. Babu: þetta þýðir sagði þér það.

  81. Sæll Halli.
    En samt er Carra dáldið mikið að æpa á liðsfélaga sína og er sjálfur ekki sá mest traustvekjandi í Liverpool liðinu. Dáldið leiðingjarnar þessar háloftaspyrnur hans upp í röð Z.

  82. Afsakið en ég er ekki að búa til slúðursögur.
    Mér finnst bara Carra vera of mikið að öskra og skamma liðsfélaga sína í leikjum.
    Finnst hann ekki lengur hafa efni á því.

  83. Óvart fór færslan mín í tvær færslur.
    Tölvukunnáttan er að koma til.

  84. Ég held að það sárasta við að fylgjast með Hodgson og Liverpool í dag er ekki endilega staðan í deildinni heldur miklu frekar holningin á liðinu og taktíkin. Kick and Run fær nýja merkingu hjá Hodgson enda maður hér á ferð sem hefur þjálfað í 35 ár og er ekkert að fara breyta einu né neinu í sínum stíl og uppsetningu á liðinu sínu. (hvort sem hann er að stjórna Liverpool eða Hudderfield)

    Ég held að við getum alveg andað rólega yfir Hodgson. Hans dagar eru taldir, þetta er bara spurning um tíma og þá hvern við fáum í staðinn.

  85. Nr. 102, þetta er upphaflega fréttin: http://www.dailymail.co.uk/sport/football/article-1323009/Jamie-Carragher-Steven-Gerrard-lead-fight-save-boss-Roy-Hodgson.html

    Einhverra hluta vegna trúi ég ekki orði af þessum ummælum Hodgson um Daniel Agger.
    Hodgson added: “Daniel had the calf problem and then felt sick so he has no chance of featuring on Sunday.”

    Þá er mér fyrirmunað að skilja þessi ummæli, Carra verður semsagt í bakverðinum á sunnudaginn á HEIMAVELLI þrátt fyrir að Kelly sé heill og ljósárum betri að sóknarbakvörður heldur en Carra nokkurn tíman.
    “If Glen doesn’t play then Jamie will play at right-back. Carragher will play anywhere you ask him and he is just a marvellous Liverpool player and club servant. He and Steven Gerrard are what Liverpool is all about.

    “Jamie is a centre back and that is where I think he should be playing. I don’t like having to move him to full-back but it would be wrong to put young Kelly into the team and leave someone like Kyrgiakos or Skrtel out. We need the experience.”

  86. Auðvitað styðja Gerrard og Carra við bakið á stjóranum sínum á opinberum vettvangi. Það er þeirra starf sem fyrirliðar liðsins að standa við bakið á sínum mönnum…opinberlega. Það þarf enginn að segja mér að þeir séu þeirrar skoðunar að þeir vilji Hodgson áfram. Ég bara trúí því ekki!

  87. Ætli Blackburn menn væru nokkuð til í að útkljá bara þennan leik í réttarsalnum í staðinn fyrir á knattspyrnuvellinum ? Við værum líklegri til að vinna þann slag 🙂

  88. Jónsi ég held að þessi ummæli hans sýni bara að við erum ekki að fara að spila upp á neitt annað en að halda hreinu og ná einu stigi á morgun á hemavelli á móti feita Sam.
    Maður bíður bara spenntur eftir því að hann komi með yfirlýsingar um það hversu mikið að hann virði
    Sam og að jafnvel með smá heppni þá gætum við jafnvel náð öllum stigunum á móti þessu frábæra Blackburn liði. En til þess verðum við að verjast vel og hætta okkur ekki of oft framfyrir miðju með fleiri en tvo menn í einu.

  89. Það er mjög fræðandi að hlusta á Sky Sports umræðurnar núna í kringum Tottenham-Everton leikinn. Þar voru sérfræðingar eins og Phil Thompson, Jamie Redknapp og Paul Merson að tjá sig um Liverpool-stöðuna og Roy Hodgson og þeir voru 100% sammála um það að núverandi staða Liverpool væri algjörlega Rafa Benítez og fyrrverandi eigendum að kenna.

    Í alvöru. Roy Hodgson er með þetta lið í 19. sæti og tapaði heima fyrir Northampton Town í deildarbikarnum … og hann hefur ekki gert neitt rangt samkvæmt sérfræðingum Sky Sports.

    Að mínu mati er þetta stórhættuleg umræða. Það er enginn að segja að Rafa hafi verið fullkominn eða ekki gert mistök en það er algjört brjálæði að halda því fram að núverandi ástand sé honum að kenna og engum öðrum. Hann var rekinn fyrir að ná 7. sæti með lið sem átti að geta náð betra en 7. sæti. Nú er Hodgson með sama lið í 19. sæti … og það er enn Rafa að kenna og Roy hefur ekkert gert rang?!?

    Hvað ef NESV eru að ráðfæra sig við sérfræðinga í enskri knattspyrnu og fá svipuð álit? Ef Phil Thompson Liverpool-maður er á þessari skoðun (reyndar hlutdrægur þar sem hann og Houllier voru látnir fara til að rýma fyrir Rafa) … er þá svo óhugsandi að Dalglish eða aðrir sérfræðingar sem NESV ráðfæra sig við séu að segja svipaða hluti? Að þetta sé allt Rafa að kenna og Roy verði að fá tíma til að lagfæra ruglið í Rafa?

    Maður bara spyr. Kannski eru NESV ekkert að hugsa um þjálfaraskipti strax því það er búið að ráðleggja þeim að þetta verði allt í lagi og að Hodgson sé ekkert að gera rangt.

  90. það er hugsanlegt að þjóðerni þessara tveggja þjálfara hafi eitthvað með afstöðu þessara sparksepkinga að gera…. Benitez ber náttúrulega einhverja ábyrgð en eins og hefur verið margrætt þá ber hann ekki ábyrgð á að liðið sé í fallsæti, ef liðið væri í kringum 10. sæti þá væri kannski hægt að réttlæta betur að benda á Benitez

  91. Sælir félagar

    Alltaf gaman að fylgjast með hérna. Ég ætla að koma með spádóm… Liverpool mun vinna lágmark 9 af næstu 10 leikjum (í deild).

    Áfram Liverpool

  92. Deildin stefnir í að verða virkilega skemmtileg í ár. Tottenham að “ná” jafntefli við Everton og það á heimavelli ! Maður heldur enn í vonina að við gætum verið að berjast við Tottenham um 5 sætið í vor !!

    Það væri draumur eins og staðan er í dag !!

  93. það sem mer fannst eiginlega fyndnast í þessum link nr# 102 er þetta “Steven Defour leikmaður Standard Liege gæti líka verið á óskalista Manchester United sem vill bjóða 12 milljónir punda í hann til að leysa Owen Hargreaves af hólmi. (TalkSport)”

    Frétt frá Fótbolta.net. Sjá alla fréttina: http://fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=99147#ixzz13Bv78Jdp

    leysa Owen hargreaves af hólmi af hverju kaupir hann þá ekki bara einhvern fótbrotinn gaur.. eyða tólf milljónum í mann sem á að halda sjúkrateyminu á tánum..

  94. Kristján Atli #108

    Þap kemur mér á óvart að heyra Phil Thompson segja þetta þar sem hann var duglegur að verja Rafa.

    Kemur reyndar ekki á óvart með dagdrykkjumanninn Merson og vitleysinginn hann Jamie enda er hann sama fíflið og faðir sinn.

    En annars þá eru nokkur ár síðan ég hætti að hlusta á kjaftæðið í Sky og þeirra mönnum. Drullan sem vellur þaðan er ótrúleg og nú er það þannig að það má ekki gagnrýna enska þjálfara hjá þeim af þvi að útlendingarnir hafa skemmt leikinn fyrir þeim.

    Það þarf bara einhver að segja þeim að Englendingar geta ekki neitt í fótbolta. Hversu margir heimsklassa leikmenn eru enskir og hversu margir heimsklassa þjálfarar eru enskir?

  95. http://www.mirrorfootball.co.uk/news/Liverpool-appoint-senior-NESV-officials-David-Ginsberg-and-Michael-Gordon-as-directors-article611309.html

    Two senior officials of New England Sports Ventures have been appointed as members of the Liverpool board and will be at Anfield tomorrow for the Reds’ match against Blackburn.

    David Ginsberg, one of NESV’s two vice-chairmen, and investor Michael Gordon have been appointed as club directors and will be at the match alongside new co-owner Tom Werner.

    John W Henry, the principal owner of NESV, is unable to travel to the UK this weekend due to illness.

    Henry said however: “Sunday promises to be a special day at Anfield in more ways than one. I’ll be watching the game from home and although I have only been here for a few days, I already miss Anfield.

    “We are hard at work setting a course for the future including the search for a chief executive officer.

    “I wish the club and the fans all the best for the match against Blackburn.”

    Boston Red Sox chief operating officer Sam Kennedy will also be part of the NESV delegation at Anfield tomorrow.

    “We are hard at work setting a course for the future including the search for a chief executive officer.

    “I wish the club and the fans all the best for the match against Blackburn.”

    Boston Red Sox chief operating officer Sam Kennedy will also be part of the NESV delegation at Anfield tomorrow.

  96. Flestir sjá að Roy er í tómu tjóni með þetta lið. So far, er einn hálfleikur sem einhvers konar sómi er af. En fyrr í vikunni myndaðist hérna mikil umræða um ágæti Rafa Benitez í samanburði við Roy. Þrátt fyrir ömurlegt gengi á síðustu leiktíð hefur ástandið einungis versnað. Að mínu mati grunar mig að stór hluti af sökinni liggi í að Roy er að spila taktík sem leikmennirnir eru ekki vanir og engan veginn sáttir við. Einhæfni RH birtist líka inná vellinum, þar sem hann virðist ekki hafa nýjar hugmyndir um hvernig hann eigi að snúa við slæmri stöðu, þar sem hugmyndirnar sem hann er vanur að nota, eru nú ekki að virka. Auk þess virðist hann ekki höndla álagið sem fylgir þessu slæma gengi, sbr. frekar undarleg ummæli við blaðamenn síðustu vikur.

    Hins vegar get ég ekki litið framhjá því að í flestum leikjum liðsins undir stjórn Roy eru 7-9 leikmenn inná vellinum frá stjóratíð Bentez (allir að standa sig illa nema Reina). Af þeim leikmönnum sem Benitez KEYPTI eru einugis þrír (Agger, Torres, Reina) sem ég hef áhuga á að halda í. Svo ekki sakna ég hans. Það er mikil einföldun að halda því fram að þetta slæma gengi sé einungis Roy að kenna, þó hann sé óumdeilanlega hluti af því, verður að hafa í huga að víðast sem hann hefur komið við hefur hann gert góða hluti og oft greitt meistaralega úr erfiðum flækum. En nú eru lausnir Roy einungis að flækja stöðuna enn frekar, svo ástandið er líklega verra og vandamálin alvarlegri en mann grunaði.

    Rafa Bentez er fjórði stjóri okkar í röð sem skilur við okkur með mölbrotið lið, og enn og aftur fer í hönd uppbyggingarstarf á Anfield. En ég vona að því verði stýrt af öðrum en Roy Hodgson.

  97. Mölbrotið lið sem átti flesta landsliðsmenn á HM í sumar ásamt Barcelona.

  98. 116

    Já þú segir nokkuð. T.d. áttu Liverpool og Barcelona báða kantmenn/playmeikera Argentínumanna. Við Maxi, þeir Messi.

  99. Kenny Dalglish og Roy Hodgson sitja saman á Wigan – Bolton í dag. Væntanlega að skoða annað hvort leikmann eða andstæðinga næstu helgar (Bolton). Hvort heldur sem er, þá bendir þetta ekki beint til þess að Hodgson sé valtur í sessi.

  100. 118

    Ég gæti alveg trúað að það sé að hitna undir honum en afar ólíklegt að hann fari núna á næstu dögum, ef hann á annað borð gerir það, þar sem að nýja stjórnin er ekki enn fullskipuð og eitthvað í þeim dúr. Hvort heldur sem hann er valtur í sessi eða ekki þá er hann auðvitað enn stjóri Liverpool og á auðvitað að sinna sinni vinnu þar til hann verður það ekki – hvort það verði fyrir eða eftir Bolton leikinn þá verður hann nú að undirbúa sig fyrir hann.

    Hver veit svo nema hann sé að skoða aðstæður hjá Wigan eða Bolton og Kenny er bara að veita honum félagsskap? ;P

    Það er eins gott að ef hann er ekki valtur í sessi að hann fari þá að endurgjalda stjórninni traustið og rífa liðið upp töfluna. Sýna það og sanna af hverju hann var valinn sem stjóri Liverpool og að hann hafi verið rétti maðurinn í stöðuna – so far þá hefur hann ekki sýnt það en hann fær líklega nokkra daga/vikur/mánuði til að sanna sig.

  101. Chelsea var að vinna Wolves 2-0. Úlfarnir því komnir niður fyrir okkur á markatölu. Við erum komnir upp í 18. sæti!!! Yesss!!!

  102. 121 HAHAHA ! þá hlítur stefnan hjá Hodgson að vera 2-3 jafntefli í röð til að ná okkur upp um eitt sæti og koma okkur úr fallsæti

Napoli 0 – Liverpool 0

Twitter