Rooney vill fara frá Man U

Eigum við ekki að taka okkur smá frí frá þjálfaraumræðu Liverpool og ræða þess í stað um þá mögnuðu stöðu að Wayne Rooney, besti leikmaður Man U hefur beðið um að vera seldur frá liðinu?

Þetta eru magnaðar fréttir. Ég hélt alltaf að Rooney myndi klára allan sinn feril hjá Man U, en hann er greinilega skynsamari en ég hélt.

72 Comments

  1. ég vil rooney til liverpool, okkur vantar framherja ekki satt, og það eru ekki margir betri en hann, þar að auki ef hann myndi koma til liverpool, þá myndum við reita stuðningsmenn man utd og everton til reiði og þess stundina getum við ekki gert það á vellinum, þannig við skulum gera það með því að kaupa rooney !

    Wayne Rooney til Liverpool (Staðfest!)

  2. Ég ætla að gerast svo bölsýnn að spá því að Rooney og Torres muni báðir skipta um lið í Janúar.

  3. Ég ætla að gerast enn bölsýnni og spá því að Hodgson muni hætta með liðið fljótlega 🙁

    Ef hægr er að fá Rooney fyrir 5 milljónir pund þá vill ég endilega fá hann en við gerum MU engan grikk með því að kaupa hann á 40 milljónir plús.

  4. Þetta er sennilega ljótasta mynd sem birst hefur á þessu bloggi. skyrp

  5. Spurning um að taka myndina út, hafa fréttina allavega þannig að myndin birtist ekki fyrr en maður smellir á að lesa fréttina 🙂

    Alveg ómögulegt að hafa ógeðið hann Rooney á forsíðunni… En það væri fínt að fá hann til lfc, eins og nr. 2 segir þá væri það gott face á suckerton og scum utd.

  6. Ég sem Liverpool maður hreinlega veit ekki hvernig maður á að taka þessum fréttum. Jú, fínt að Utd. sé að missa sinn aðalmann (þó hann hafi verið að spila á pari við Poulsen vin okkar undanfarið) en ég get samt ekki litið framhjá þeirri viðbjóðslegu staðreynd að peningamennirnir eru að rústa þessari íþrótt hægt og rólega. Hvernig stendur eiginlega á því maður eins og Rooney þurfi eitthvað “team of advisors” til að segja sér hvað hann á gera? Hann hittir og vinnur með mönnum eins og Scholes og Giggs (ekki verið með umboðsmenn í háa herrans tíð) og Ferguson (segið það sem viljið um hann, en hann er klárlega besti stjóri allra tíma og veit greinilega hitt og þetta) á hverjum einasta degi. Þeir gætu amk. sagt honum hversu mikill bjáni hann er.

    Og það versta er að þetta er ekki bara að gerast hjá Utd. Maður man nú bara hvernig t.d. Micheal Owen fór með Liverpool á sínum tíma, Ashley Cole hjá Arsenal og ég gleymi seint þegar umbinn hans Gerrard tókst næstum því að rugla hann í ríminu þangað til pabbi hans greip inn í. Eigendur eins og Hicks og Glazier sem skemma félög eru bara hálf sagan í þessu krabbameini sem fótboltinn þarf að glíma við þessa dagana. Umboðsmenn og ráðgjafar þyrftu líka að skella sér fram af næstu brú …

  7. Hann kemur aldrei til LFC svo mikið er víst, lýsti því einhvern tíman yfir að hann hataði LFC.

    Enn það verður athyglisvert að fylgjast með því hvert hann fer, Chelsea og City eru líklegustu klúbbarnir á Englandi mundi maður halda m.v. fjárhagslegt bolmagn nema svo ólíklega vilji til að honum sé drullusama um peninga og fari bara aftur til síns heima í Everton. Einhverra hluta vegna hefur maður ekki mikla trú á að hann muni spila fyrir lið á meginlandi Evrópu en þá hljóta spænsku risarnir að vera líklegastir og þar á eftir stórveldin í Milan.

  8. Ég held að við eigum ekkert að vera hlægja að óförum annara liða efast um að torres vilji vera í botn liði deildarinar….

    • Ég held að við eigum ekkert að vera hlægja að óförum annara liða efast um að torres vilji vera í botn liði deildarinar….

    Veit ekki hvort menn séu endilega að hlæja að óförum annara, þetta er bara stærsta fréttin í boltanum í dag og til tilbreytingar er ágætt að hún er ekki um utanvallarvandræði LFC.

    En þessi mynd hvetur mann alveg gríðarlega til að rumpa af upphitun fyrir Napolí!

  9. Hvað ertu að bulla Babu? Auðvitað hlægjum við að óförum United..

  10. Ég er viss um að hann fer til Man city, fimmtugar og fökk ljótar breskar vændiskonur eru ekki ókeypis.

  11. Kannski bara mín skoðun en mér finnst fáránlegt að stinga upp á því að þessi maður spili með Liverpool. Hann hefur leikið með EVERTON og MAN UTD!!! Það þarf ekki að segja meira.

  12. Þetta er bara byrjunin drengir mínir, ef óskabarn manu er að fara fram á sölu, hvernig helduru að stemmingin sé á botninum í bítlaborginni. Þetta eru atvinnumenn sem vilja vinna allvöru titla, og þeir eru ekki að fara gera það með liverpool á þeim 5-6 árum sem þeir eiga eftir af sínum ferli.
    Mark my words, ef ekki í janúar þá í sumar verður einn mest flótti frá félagi sem sést hefur í sögu fótboltans, og það verður ekki frá manchester, það verður frá Liverpool.
    Þótt við séum að nálgast botninn á deildinni þá er enn langt þangað til virkilegum botni verður náð hjá liverpool

  13. Ef það þarf flótta yfirborgaðra prímadonna frá Liverpool til að endurreisnin geti hafist þá verður svo að vera. Mér er slétt sama hvað leikmennirnir heita sem koma til með að mynda liðið svo fremi að það standi sig vel og verður okkur öllum til sóma. Fari þeir sem vilja fara en á réttu verði!

  14. Já það verður gaman að sjá þann áratug eða áratugi sem fer í það að reisa þennan kylli fallna risa á ný.
    Ef að þetta er attitude-ið að bara já selja þessar fáu prinsessur sem eitthvað geta í liðinu okkar, og byrja upp á nýtt. Þannig að í janúar verðum við liklegast með brágðabyrgða þjálfara fáa sem enga samkeppnishæfa leikmenn en frábæra eigendur.. Þetta er lost cause eins og beck hansen vinur minn sagði svo fallega i laginu góða..
    Ég stend ábyggilega einn á þeirri skoðun að ég er buinn að bíða og gefa houllier sénsinn á uppbyggingu, það mistókst herfilega, svo gaf ég önnur 6 ár á benitez sem var að gera flotta hluti og var með 10 til 15 ára plan fyrir liðið, en nu er hann farinn. Eg er bara buinn að fá mig full fokking saddan af vonbrygðum á fótbolta allt mitt líf, en frábært að sjá hvað það kætir ykkur að rooney sé að fara.. Verður fróðlegt að sjá hvað manchester pennarnir eiga eftir að kætasti í januar þega liverpool dettur í endanlega Leeds style lægð

  15. Er þetta eitthvað grín? Mér finnst þetta vera sögulega lágt moment í sögu þessarar annars ágætu síðu.
    Eins mikið og man-utd menn eru búnir að vera að bögga mann mikið síðast liðið ár eða svo gat ég alltaf hugsað með mér með stolti að ég myndi ekki níðast á stuðningsmönnum annara liða þegar illa gengi eða þeir ættu við vandamál að stríða, vitandi hvað það er leiðinlegt, sárt og pirrandi.
    Ég ætla ekki styðja við þessa færslu og myndi helst vilja fá að gefa henni þumal niður.

  16. gat ég alltaf hugsað með mér með stolti að ég myndi ekki níðast á stuðningsmönnum annara liða þegar illa gengi eða þeir ættu við vandamál að stríða, vitandi hvað það er leiðinlegt, sárt og pirrandi. Ég ætla ekki styðja við þessa færslu og myndi helst vilja fá að gefa henni þumal niður.

    Ertu ekki að grínast?

    Það er ekki einsog nákominn ættingi hafi dáið. Rooney bað um sölu og það er skemmtilegt að ræða það og gera grín að Man U mönnum fyrir.

    Fyrir það fyrsta var ekkert diss í þessari færslu. Í öðru lagi er það fullkomlega í lagi að gera grín að Man U stuðningsmönnum. Það er sem gerir þetta allt svo skemmtilegt. Ég veit ekki til þess að Man U menn hafi mikið haldið aftur af sér að undanförnu í að gera grín að okkar vandamálum.

    Svo mega menn aðeins slaka á dramatíkinni hérna inni. Það er í fínu lagi að gleðjast aðeins yfir vandræðum hjá Man U og sleppa því í smástund að hugsa um okkar lið og koma með einhverjar dómsdagsspár um að allir séu að fara frá okkur í janúar.

  17. Er í alvöru ekkert annað að skrifa um en Manchester United slúður?

    Ef þú hefur ekki áhuga á að ræða um þetta þá geturðu spjallað um Roy Hodgson í öðrum þráðum á þessari síðu. Ég get ekki séð að það hafi mikið breyst í þeim málum í þann sólarhring, sem er liðinn síðan ég skrifaði síðast um gengi Liverpool.

    Það er nákvæmlega ekkert nýtt eða spennandi að frétta af Liverpool og þetta er sennilega stærsta frétt ársins í enska boltanum fyrir utan eigendamál Liverpool.

  18. Ég, Man Utd maður tók þessari færslu bara alls ekki sem skoti eða gríni í mína átt. Og í raun og veru þegar maður les viðbrögð United manna, þá segja þeir bara good riddance. Ef hann vill elta peninga og hefur ekki áhuga á að vera hjá klúbbnum þá má hann fokka sér. Aðal málið er bara hversu óvænt þetta er.

    en ef maður getur ekki treyst mönnum sem halda framhjá óléttri konunni sinni með mellu, hverjum þá ?

  19. Ert þú ekki að grínast?? “Ég hélt alltaf að Rooney myndi klára allan sinn feril hjá Man U, en hann er greinilega skynsamari en ég hélt.” Ef þetta er ekki diss, hvað þá????

    “Ég veit ekki til þess að Man U menn hafi mikið haldið aftur af sér að undanförnu í að gera grín að okkar vandamálum.”

    Það plan sem man-utd menn hafa verið á (sérstaklega undanfarið) er bara ekki plan sem ég kæri mig um að vera á. Hingað til hef ég haldið því fram að Liverpool eigi bestu stuðningsmenn í heimi og svona rugl er ekki til þess að styðja það. Ekkert drama, er bara öðruvísi innrættur en þú kæri Einar.
    P.S ég hef engann áhuga á að sleppa því í “smástund” að hafa áhyggjur eða áhuga á málum Liverpool. Ég kýs að einbeita mér að mínu liði, áhyggjum þess, góðu hlutunum, gleðinni og sorginni. Ekki að man-utd.

  20. Ég hata Rooney! en smá offtopic strákar: Vitiði um góðan link á Milan – Madrid leikinn?

  21. Það verður ekki jafngaman þegar Torres fer fram á að fara sem verður ef ekki í janúar þá næsta sumar. Það hefur a.m.k. minni áhrif á Man. Utd. að missa Rooney en ef við mundum missa Torres. Það yrði upphafið að endalokum þess í bili að við getum trekkt að okkur stærri nöfn og látið okkur dreyma um að vera í toppbaráttu.

    Sé enga ástæðu til að gleðjast yfir þessu, ættum frekar að kætast ef lykilmenn hjá liðum í kringum okkur í deildinni væru að fara.

  22. Sælir snilligar, hef lengi fylgst með þessari flottu síðu en aldrei kommentað.En nú verð ég að tjá mig , HVERJUM er ekki skítsama um Rúní ræfilinn meðan stórveldið okkar er í fallsæti. Ég bara spyr ?

  23. Finnst Owen gat farið í man u þá sé ég ekkert að því að rooney komi til liverpool….þó svo ég telji það afar ólíklegt.

  24. Já það gæti alveg reynst Man Utd vel ef hann er kominn með hugann eitthvað annað, og sama má segja um Liverpool og Torres, Fabregas og Arsenal eða einhverjar slíkar aðstæður. Eins og staðan er í dag þá spilar Man Utd betur án hans að mínu mati, auðvitað mikill missir fyrir þá en það kemur alltaf maður í manns stað og satt að segja þá myndi liðið líta mun betur/verr út ef Real gæfu þeim Benzema og L.Diarra í skiptum.

    Þó maður geri sér alveg einhverja grein fyrir því að möguleikarnir á því að Liverpool næði að freista Rooney í sínar raðir eru virkilega litlar þá er þetta engu að síður eitthvað sem ég myndi alveg vilja sjá forráðamenn Liverpool reyna. Ef að góðir leikmenn eru á lausu þá á Liverpool auðvitað að vera í hóp þeirra liða sem reynir við þá og þeir gerast nú ekki mikið betri en Rooney (þó hann sé nú uppalinn hjá Everton og spili nú með Man Utd. Ég vil gjarnan sjá Liverpool reyna og ef hann segir nei, sem er afar líklegt þá er það bara þannig og allavega hægt að segjast hafa reynt.

    Nú er alls ekki ólíklegt að menn eins og Rooney, Kaka, L.Diarra og kannsi Benzema verði á markaðnum í janúar og kjörið tækifæri þá fyrir NESV að sýna það og sanna að þeir ætli að koma Liverpool aftur á toppinn. Ólíklegt kannski eins og staðan er í dag en ég vil þó allavega sjá Liverpool reyna.

    Mikið myndi ég nú samt vilja sjá Rooney kaupa upp samning sinn við Man Utd, skella 5-7 milljóna punda ávísun á borðið og labba út. Afar langsótt en yrði nú helvíti hardcore hjá honum!

  25. Já þetta eru vissulega stórtíðindi og maður getur ekkert leynt því að það hlakkar pínu í manni við það að United sé að missa sinn besta mann. Annars ætla ég ekki að slá neinu sem föstu fyrr en það verður búið að ganga frá sölu á Rooney. Gamli rauðnefur er líklegur til að tala hann til ! Annað mál er að hann kemur ALDREI til Liverpool. Hann hvorki hefur áhuga á því enda hatar hann Liverpool og svo held ég að áhugi Liverpool á honum sé ekki neinn.

    Ég segi bara farið vel með það tangarhald sem við erum nú komnir með á United í ridrildinu endalausa því að þetta getur allt komið aftan að okkur aftur ! Hver veit hvað er að fara í gegnum hugann á Torres og Gerrard þessa dagana sem dæmi !!

  26. Rooney væri velkomin í Liverpool fyrir mitt leiti einfaldlega vegna þess að hann er frábær knattspyrnumaður en hitt er svo annað mál að líkurnar eru litlar sem engar á að það gerist.

    Vona hins vegar að Man Utd fái lítið sem ekkert fyrir hann Þegar upp er staðið, best væri ef hann gæti keypt upp samninginn sinn fyrir 5 milljónir eins og menn eru að tala um og látið sig svo hverfa, langar ekki að sjá Man Utd fá aðra risaupphæð eins og þeir fengu fyrir Ronaldo…

  27. Þið megið fá hann á 25 – 30 millur…bara byrja að safna…Æ sorry …það eru allir svo fátækir í Liverpool…. 🙂 En svona grínlaust þá syrgi ég ekki brottför kappans..ekki geta rassgat síðan í mars og bara verið truflandi í leik liðsins……Gaman verður samt að fylgjast með hvað skeður næstu daga

  28. MW:
    allir svo fátækir í Liverpool?
    fylgist þú ekkert með fréttum, Liverpool er skuldlaust og þ.a.l. ný búið að losa 40 mill. punda sem fóru í vaxtargreiðslur árlega.

    Persónulega myndi ég reyndar frekar vilja nota peninginn í eitthvað allt annað en Rooney.
    Kanski Benzem og Diarra, greiða upp samninga Poulsen og Konchesky o.fl.

  29. Dæmigert komment hjá united manni,í gær var hann besti spilari í heiminum,í dag má hann éta það sem úti frýs.

  30. Tel engar líkur á því að Rooney fari til liðs sem er í þessum vandræðum og liverpool er í, sérstaklega ekki ef hann vill vinna titla á næstunni, svo held ég að maðurinn HATI liverpool. Man eftir því í viðtali eftir að Lpool vann CL 2005 að hann hefði næstum ælt þegar hann sá Gerrard lyfta bikarnum. Hann fer frá engalndi til þess að fá frið frá pressunni. Vill byrja nýtt líf með konu og barni í öðru landi. Svo held ég að Liverpool hafi einfaldelga ekki efni á honum ,Vel yfir 100.000 pund í vikulaun. Dæmið hér að ofan með Owen er ekki gott til samanburðar. Owen var að missa ferilinn í einhverja vitleysu þegar Utd bjargar honum. Rooney er 25 ára og það munu eflaust mörg lið vilja fá hann í sínar raðir. En eins og ég segi þá held eg að spánn eða ítalía verði næsti áfangastaður hjá Rooney og svo líka hjá Torres. Torres greyjið stórsér örugglega eftir því að hafa ákveðið að vera þarna áfram. Eitt ömurlegt : Sama hvernig þetta fer á næstu árum þá er öruggt að John ‘O shea á fleiri gull fyrir premier league heldur en Gerrard þegar ferli þeirra líkur, hversu svekkjandi er það fyrir einn besta leikmann í heimi.

  31. Ég er nú United maður og verð að segja fyrir mitt leiti að ef hann vill fara þá á bara að leyfa honum það. Verst þykir mér að hann er nógu vitlaus greyið til að láta glepjast af peningunum hjá City, en það er náttúrulega ótrúlegt að maður geti sagt í mars að hann vilji lífstíðarsamning en 14. ágúst vill hann í burt.
    Það er sorgleg staðreynd að menn eins og Giggs, Scholes, G.Nev, Carragher og Gerrard, eins klúbbs menn, er deyjandi sort, en á móti kemur er hægt að ætlast til tryggðar frá “starfsmönnum” þegar þeir vita að þeir geti fengið meira borgað hjá öðru fyrirtæki.

  32. Ég held að United menn þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur því að þeir eru með Owen.

  33. Máser: Fór Rooney ekki frá Everton fyrir peningana? Það þýðir ekki að vera sár þegar hann fer frá litla liðinu í manchester united til man city.

  34. Maður veltir samt fyrir sér hvernig framtíðin lítur út fyrir Man Utd. Stutt síðan Ronaldo var seldur (á metfé, sem ekki var látið í leikmannakaup). Rooney virðist vera á útleið (og Man Utd virðist bara eiga eftir að fá 7 mill fyrir hann). Rio Ferdinand virðist vera búin sem toppklassa leikmaður. Sir Alex á 1 til 2 leiktíðir eftir (verður erfitt fyrir hvern sem er að koma þar inn) og það virðist ekkert farasnið vera á Glazer-unum.
    Það er kannski vont fyrir Poolara að horfa á töfluna núna en það getur verið fljótt að snúast við þegar við fáum almennilegan stjóra í stað Hodgson og þá er klúbbnum allir vegir færir.

  35. Þar sem mér finnst nú skemmtilegra að ræða Liverpool þá ætla ég að henda inn smá slúðri en eins og flesir vita þá er mikið verið að ræða um Frank Riijkaard en núna er sagt að Txiki Begiristain gæti kannski komið með honum en hann gerði frábæra hluti með Riijkaard hjá Barcelona og ég verð að segja að hann væri ansi gott upgrate frá Sammy Lee.

    The Galatasaray board called an emergency meeting following the 4-2 loss and are reportedly ready to axe the former Barcelona boss which would then pave the way for an offer from the Anfield club who are set to sack Roy Hodgson in the coming weeks unless there is a marked improvement.

    There are also rumours that former Barcelona Director of Football Txiki Begiristain could also be on his way to the Merseyside club which would lead many to believe that he would be reunited with Rijkaard who worked alongside Begiristain during his five year stint at the Nou Camp.

    Þetta kemur í sjálfu sér ekki frá merkilegri síðu en samt gaman að láta sig dreyma um þetta…

  36. Hvernig er það tók eftir því þegar ég las spjallið á Liverpool.is að nánast helmingur skrifara þar héldu með öðrum liðum en Liverpool, hérna virðist svo ekki vera en alltaf er ég að sjá fleiri og fleiri pósta frá þeim!

    Hafa stuðningsmenn manjú ekkert annað að gera en að hanga á Liverpool spjallborðum eða?

    Guð veit það að aldrey myndi mér detta í hug að fara inn á manjú spjallborð og hvað þá að lesa það! Er ég einn um þetta eða eru menn almennt á spjallborðum annara liða?

  37. Okkur vantar striker, en okkur sárvantar líka góða stemingu í liðið. Væri frekar til í Erik Mejer aftur.

  38. Rooney er ekki að koma mér á óvart. Ég hef einhvern veginn haft trú á því að Rooney og Gerrard eigi eftir að spila saman að lokum, hvort sem það verður hjá Man. City, Inter eða Liverpool.

    Hins vegar held ég að við séum að byrja að sjá ákveðið “trend” frá Englandi, og þeirri fréttamennsku eða lífstíl sem er þar í gangi. Á undanförnum árum hafa ansi hreint stór nöfn yfirgefið enska knattspyrnu fyrir þá spænsku eða ítölsku og ég held að það sé ekki langt í að rússnesku risaliðin fari að sveifla rúbblum í andlit leikmanna og lokka þá í austurátt.

    Spænsku, þýsku og ítölsku deildirnar hafa verið að styrkjast og nú er svo komið að breskir leikmenn horfa út fyrir sinn ramma og þá til landa með lægri skatta, betra veður og færri “papparassa” og neikvæðni heldur en býðst á Englandi.

    Svo að Rooney er að fara segir hann og þó ég mundi nú hrista hausinn brosandi ef hann elti Tevez til “Moneymancs City” þá hef ég frekar trú á því að við sjáum hann undir stjórn Rafael Benitez eða hjá hinu Milan-liðinu næsta haust.

    Og ég myndi ekkert veðja frá því að einn hans besti vinur, SG, horfi þá í svipaðar áttir…..

  39. Er algjörlega sammála því að það megi ræða um þetta mál. Ég hálfpartinn trúi þessu varla … finnst eins og þetta sé eitthvað leikrit og hann endi svo að lokum hjá Manure … en svo er leikritið að verða ansi raunverulegt. Og ég get ekki að því gert, af einhverjum orsökum flýgur nafn Paul Cascoigne upp í hugann á mér. Af hverju? Veit ekki! Man ekki hvernig hann fór með þau lið sem hann spilaði hjá og hvort hann elti algjörlega peninga. En ég losna illa við þetta nafn úr huganum þessar stundirnir… eða mínúturnar… æi, ég er farinn að sofa. Góða nótt. Áfram Liverpool!

  40. Roy Hodgson, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að hann muni stokka aðeins upp í byrjunarliði sínu sem mætir Napoli í Evrópudeildinni næstkomandi fimmtudag.

    ,,Þetta snýst ekki bara um að spila þrjá leiki í viku, heldur líka um meiðsli. Liðið okkar er ekki það sterkt að ég geti tekið áhættuna.”

    Sé núna hvaðan leikmenn fá sjálfstraustið.

  41. Það eru þrjár ástæður fyrir því að Wayne Rooney er (sem betur fer) ekki á leið til Liverpool. Í fyrsta lagi hefur hann lýst því yfir að hann hati félagið, ekki það að hann hélt því nú reyndar fram fyrir nokkrum mánuðum að hann ætlaði að spila fyrir Scum út ferilinn. Í öðru lagi getur Liverpool nær örugglega ekki keppt við lið eins og Real Madrid og Man City peningalega séð og í þriðja lagi sé ég ekki af hverju hann ætti að vilja fara frá Scum til liðs sem er að ströggla við botn deildarinnar og er að ganga í gegnum sitt mesta niðurlægingarskeið í rúmlega hálfa öld.

  42. Og ég myndi ekkert veðja frá því að einn hans besti vinur, SG, horfi þá í svipaðar áttir…

    Ég skrifa nú hreinlega engan veginn undir þetta Maggi. Það er eitt að vera félagar í ensku landsliði og ná vel saman þar og þegar það kemur saman, eða flokka þetta (allavega eins og ég flokka bestu vini) sem einn besta vin hans. Stevie tók Shrek undir sinn verndarvæng á sínum tíma þegar hann kom ungur inn í landsliðið, en hef heyrt það frá afar mörgum vígstöðvum frá ábyggilegum aðilum að þetta “bestu vinir” dæmi þeirra á milli sé gjörsamlega ofmetið.

    Og btw. vil ekki sjá þennan mann í Liverpool treyjunni, hefur staðið fyrir afar margt sem ég þoli ekki hjá fóboltamönnum í dag, þrátt fyrir gæði.

    Einnig magnað að sjá (hef séð nokkrar Rooney fréttir í dag með kommentum við) hvernig þessir “snillingar” hjá ManYoo gjörsamlega umturnast úr því að vera bestir í heimi og yfir því að “getahvortsemerekkineittlengur”.

  43. Auðvitað kitlar það að Rooney fari frá manutd og helst fyrir 5 mill, en að því slepptu var ég einmitt að vona að Kop.is myndi ekki slá þessu upp sem sérstaklegri frétt. Sé ekki ástæðu til þess að birta fréttir annarra liða nema þau tengist Liverpool beint.

  44. Jæja G&T skildir eftir heima fyrir Napoli-leikinn ásamt Lucas og Meireles, síðan eru náttúrulega Johnson, Agger og Kuyt meiddir. En hinir fjölmörgu aðdáendur Poulsen geta andað léttar því kallinn er mættur aftur og mun væntanlega stjórna traffíkinni á miðjunni ásamt Spearing.

    Liverpool squad: Reina, Jones, Hansen, Konchesky, Aurelio, Kyrgiakos, Skrtel, Wilson, Carragher, Kelly, Spearing, Poulsen, Shelvey, Maxi, Babel, Jovanovic, Pacheco, Eccleston, Cole, Ngog.

  45. Eigum við ekki bara að leyfa EÖE og KAR að ritstýra þessu? Sé ekki hvað saklaust innslag um stærstu frétt dagsins sakar hér inni, hvað þá þegar þetta er um leikmann sem bæði hefur spilað með Everton og United og lýst yfir að hann hati Liverpool heitt og innilega! Svo er saga hans utanvallar að verða efni í klukkutíma stand up og er ég smá hissa á að þessi þráður innihaldi ekki meira af “fréttum” um að Rooney sé að fara til Juve eftir að hann frétti að klúbburinn væri kallaður “Old lady” og fleira í þessum dúr 🙂 Ég ætlaði reyndar að henda inn upphitun í gær en var netlaus (sem er ekkert pirrandi!!).

    • Hafa stuðningsmenn manjú ekkert annað að gera en að hanga á Liverpool spjallborðum eða?

    Meðan það er innan marka þá sé ég nú lítið að því og frekar ættum við að taka það sem hrós held ég! Við getum þó lítið gert í mönnum sem kíkja hér inn bara þegar illa gengur hjá Liverpool og koma til að gleðjast yfir því, við sjáum reyndar ekki mikið um þær litlu sálir á þessari síðu finnst mér.

    Ef ég man rétt var spjallborð Liverpool.is alltaf lang öflugast á landinu hér áður fyrr og síður en svo bara með Liverpool menn þar inni, gott ef Leedsari og Everton maður voru ekki að ritstýra því ásamt öðrum á tímabili).

  46. Vissulega eru þetta góðar fréttir en ég bara skil ekki hvernig menn geta verið svo bjartsýnir að orða Rooney við Liverpool. Fyrir utan að Man Utd myndu aldrei selja hann til okkar, þá sé ég ekki þann möguleika í stöðunni að hann vilji sjálfur koma þegar City bíða á hliðarlínunni með 300.000 punda launapakka, og Chelsea og spænsku risarnir munu líka bjóða sitt besta.

    Því miður erum við ekki með í samkeppninni,, ekki eins og staðan er núna.

    Engu að síður þá treysti ég því nýju eigendurnir verði tilbúnir með þessar 40 milljónir punda í janúar.

    1. Hjartanlega sammála. Voðalega eru menn með lítið hjarta ef það má ekki ræða hluti sem gerast utan veggja Anfield!
  47. Kop.is er frábær síða og ber af á Ísland þegar kemur að enska boltanum…..Maður heldur samt stundum að maður hafi dottið inn á spjallborð hjá Krossinum !! Engin skynsemi , bara trúarbrögð og hatur

    Og hvað skildi ég fá marga þumla niður á þetta ???

  48. Um leið og Ferguson staðfesti Rooney-fréttirnar í hádeginu í gær flæddu inn ummæli við síðustu færslu. Það var greinilegt að lesendur síðunnar vildu ræða þetta mál og því fullkomlega eðlilegt að Einar Örn setti inn færslu svo menn gætu rætt þetta á viðeigandi stað. Ef þið viljið væla yfir því þótt hér séu endrum og sinnum settar inn færslur um stærstu ótengdu-Liverpool mál ársins í boltanum verðið þið að eiga það við ykkur sjálf.

    Það er greinilega fullt af fólki sem vill ræða þessa hluti og mér finnst í sannleika sagt óþolandi þegar menn koma hér inn og setja sig á háan hest út af því að þeim líkar ekki umfjöllunarefni einnar færslu á síðunni. Það vill fullt af fólki ræða Rooney-málið. Þið sem viljið það ekki getið rætt önnur mál á öðrum færslum síðunnar, en látið það vera að koma inn í Rooney-færsluna og skamma þá sem vilja ræða stærstu frétt ársins í Englandi í þeirri færslu.

    Annars eru áhugaverðar fréttir af Liverpool-liðinu sem fór til Napolí. Hodgson skildi Gerrard, Torres, Meireles og Lucas Leiva eftir heima auk þeirra Kuyt, Agger og Johnson sem eru meiddir. Hann ætlar sem sagt að leggja alla áherslu á Blackburn-leikinn um helgina og notar ‘B-liðið’ sitt frekar á morgun. Ætli liðið spili ekki bara betur á morgun með Ngog, Spearing, Kelly og co. inná vellinum í stað fýlupokanna sem voru skildir eftir heima? (Já, ég er að tala um Gerrard og Torres. Carra hefði mátt fá frí líka mín vegna og skella sér í hláturjóga með hinum tveimur, þeir þurfa á því að halda.)

    Annars kemur upphitun fyrir leikinn síðdegis. Mig grunar að Babú sé að hlaða í allsvakalega landafræðistund . 🙂

  49. Hlakka meira til að lesa um sögufrægu borgina Napoli heldur en leik kvöldsins !

  50. Jæja, nú sér gula pressan sér að því að leggja United í einelti, og þar með fáum við LFC menn langþráð frí. Þangað til næst.

    Andlit þeirra verða því rúnum rist yfir tilhugsuninni að verða rúnir inn að skinni þegar Rooney fer fer lítinn pening eða án greiðslu.

  51. According to Andrew Heaton on Twitter there’s a rumour Kenny is not on flight to Naples – at Hodgsons request.

    hmm, hann er aldeilis að færa sig upp á skaftið

  52. Að öðru óviðkomandi, Joe Cole segir á lfc.tv:

    “We’ve got to do what the manager wants, keep buying into how he wants us to play, keep learning from what the staff are saying to us and apply it on the pitch as much as we can.”

    Vona innilega að þetta verði ekki gert, þ.e. að hlusta á það hvernig Hodgson vill að menn spili.

  53. Síðan hvenær varð kop.is umræðusíða um Man. Utd fyrir stuðningsmenn Man. Utd? Hvernig væri að stuðningmenn Liverpool færu að hætta að hegða sér eins og klúbburinn gerði í tíð HG! Hví förum við ekki með þetta í fjölmiðla? Við skulum draga hausinn á okkur út úr rass&%#&#% á okkur og byrja að hegða okkur eins og Liverpool-mönnum sæmir! Eyðum nú þessu krabbameini sem HG plöntuðu í Liverpool.

  54. Já Steini, ég svosem er ekkert 100% að trúa því að SG elski Shrek mikið út af lífinu, ég bara hef einhverja slæma tilfinningu fyrir þessu “trendi” leikmanna stóru ensku liðanna að láta snúa höfðinu annað.

    Fyrir nokkrum árum voru menn ekki að horfa til Barcelona, Real, ítalskra liða eðá nýríkra enskra. Ég veit ekki hvað það er í karakter SG sem fær mig til að hræðast það að hann horfi til annarra átta núna annað en það að síðasta rúma árið hefur hann ekki verið líkur sjálfum sér í treyju LFC á meðan landsliðsframmistaða hans hefur verið betri en oftast áður.

    Auðvitað vona ég að hann sé 100% í því að vera eins liðs maður á ferlinum en mér finnst einhvernveginn trendið núna vera að fara suður í sólina og borga lága skatta. Þess vegna held ég ennþá að Rooney fari suður á bóginn en ekki til City. Hann er vissulega Evertonmaður og Scouser sem fór til United svo að hann gæti alveg tekið dauðasyndina og orðið ljósblár en einhvern veginn hef ég meiri trú á því að Bretland sé eilítið að fara halloka svona á næstunni…

  55. Víst að Carra fór með ætli hann sé ekki í liðinu á móti Blackburn næstu helgi ? Bara vonlaust að nota þann mann í bakverði, verra en ekkert. Og ef það er ekki pláss fyrir hann í miðverði þá á bekkinn með kallinn. En kannski Poulsen fári nú tækifæri í kvöld ; )

    Verður gaman að sjá uppstillinguna á fimtudaginn og það gæti bara hugsanlega líka verið gaman að sjá þann leik til tilbreytingar.

    • Hafa stuðningsmenn manjú ekkert annað að gera en að hanga á Liverpool spjallborðum eða?

    Ég fór nú að skoða þessa síðu eftir að Babú byrjaði að skrifa á hana og hef haft mjög gaman af því að skoða hana enda umræðan í 85% tilvika mjög málefnalega og skemmtileg og um fótbolta, þótt það sé Liverpool. Ég er líka þeirrar gæfu aðnjótandi að þurfa ekki að hata eitt lið afþví að ég styð annað. Eina liðið í heiminum sem ég virkilega hata er Valur.
    En það er orðið nokkuð ljóst að Rooney kallinn fer. Enska deildinn getur ekki lengur keppt við hinar stóru deildirnar, City er eina liðið sem getur keppt við Real, Barca og Milan liðin þegar kemur að því að borga laun, Chelsea er að draga saman seglinn og gott ef það er ekki á stefnuskránni hjá þeim að standa undir skuldum á þessari öld.
    Ég eins og SSteinn er búinn að vera að hlæja að þessum united mönnum sem eiga líklega 10-20 búninga merkta Rooney og hafa dásamað hann og hugsanlega verið farnir að spá í því hvort það væri ekki hægt að fallbeygja Wayne Rooney að íslenskum sið svo hægt væri að skíra synina í höfuðið á honum allt í einu vera komna á þá skoðun að hann geti ekki neitt og hafi verið ofmetinn. Frábær leikmaður líkast til að fara frá klúbbnum og ekki margt sem bendir til þess að peningar séu til staðar til að fá annan.

  56. Þetta Rooney dæmi var bara reykbomba til að hækka laun Rooney. Þetta tók alveg þrumuna frá Liverpool og umfjölluninn um nýja eiganda þess NESV.

  57. Þetta sagði ég (nr. 48) fyrir þremur dögum: “Er algjörlega sammála því að það megi ræða um þetta mál. Ég hálfpartinn trúi þessu varla … finnst eins og þetta sé eitthvað leikrit og hann endi svo að lokum hjá Manure…”

    Mér fannst að vísu leikritið raunverulegt en þessar nýjustu fréttir sannfæra mig bara frekar um það allt hafi þetta bara verið eitt drama-leiðinlegt-blöff-leikrit.

    FÁRÁNLEG orðin sum launin þarna úti í enska boltanum! Ætli Manure græði eitthvað á þessari umfjöllun?

Tölfræði

Napolí – Liverpool