Dómsmál – Föstudagur

Þá hefst þriðji dagur rússíbanareiðarinnar…

9:05: Nýjustu fréttir herma að Hicks & Gillett hafi dregið til baka lögbannið í Texas og ætli sér að freista þess að semja um endurfjármögnun af láninu sínu við Mill Financial fyrir ‘deadline’-ið kl. 15:30 í dag. Ef þetta er rétt þá erum við að tala um bókstaflegt kapphlaup í dag milli Mill Financial og NESV um að borga skuldina til Royal Bank of Scotland. Vonum að þetta endi vel, ég veit það verður allt vitlaust ef Mill borgar skuldina og Hicks á klúbbinn áfram með þeim.

9:45: Klúbburinn sendir frá sér yfirlýsingu sem er svo hljóðandi:

“We are delighted that the court has clarified the issue of board composition and has removed the uncertainty around the sale process.

We will now be consulting with our lawyers and planning for a board meeting tonight. A further statement will be made in due course.”

Þetta virðist líta nokkuð vel út. Menn hljóma allavega nokkuð rólegir um að salan verði kláruð í kvöld fyrst lögbanninu hefur verið létt.

11:55: Nýjustu fréttir eru þær að John W. Henry, forsprakki NESV, er mættur á skrifstofur Slaughter&May í London, þriðja daginn í röð, til að klára kaupin á LFC með stjórninni. Tom Hicks lagði inn beiðni um að leggja niður lögbannið kl. 1 í nótt að Texas-tíma (6 í morgun ísl. tíma) og sú beiðni verður væntanlega samþykkt nú upp úr kl. 12 (ísl. tíma) í rétti í Texas. Mill Financial sóttu um staðfestingu frá Úrvalsdeildinni í gær sem eigendur LFC en Úrvalsdeildin neitaði þeim um þá skoðun þar sem stjórn LFC samþykkti það ekki.

Það virðist sem sagt vera ljóst að tveir aðilar eru að berjast um kaupin – NESV og Mill Financial – en NESV hefur flest tromp á hendi þar sem þeir hafa þegar verið samþykktir af Úrvalsdeildinni, eru með bindandi samkomulag við stjórnina og stjórnin virðist geta blokkerað söluna til Mill Financial. Allt virðist því benda til þess að um leið og dómarinn í Texas fjarlægir lögbannið muni stjórnin og John Henry/NESV stimpla og innsigla söluna til NESV á skrifstofum Slaughter&May í London. Að því gefnu að það gerist og að NESV leggi inn sönnun um borgun til Royal Bank of Scotland fyrir kl. 16 í dag (lok viðskipta hjá RBS þessa vikuna) að þá ætti ekkert að vera til fyrirstöðu að kynna NESV sem nýja, löggilta og LOKSINS fullgilda eigendur Liverpool FC í dagslok…

…það er að segja, ef Tom Hicks er ekki með eitt tromp í viðbót uppí erminni. Maður fagnar allavega engu fyrr en þetta er orðið skothelt. Vonandi gerist það í dag. Við fylgjumst með.

12:47: Við erum að fá fréttir af því núna að dómarinn sé búinn að fella niður lögbannið, stjórnin sé búin að ganga frá og skjalfesta söluna til NESV og að Hicks ætli ekki að berjast meira gegn því heldur ætli að lögsækja RBS og stjórnina upp á 1,6 milljarða punda í skaðabætur eins og hann talaði um á miðvikudag. Þannig að svo virðist sem NESV séu orðnir nýir eigendur Liverpool FC og Hicks muni héðan í frá ekki ógna félaginu heldur bara einstaklingum með skaðabótamálum.

14:59: Sky Sports og fleiri miðlar hafa staðfest það að NESV hefur lokið yfirtöku á Liverpool FC! Þetta er komið í höfn! Til hamingju Púllarar! Ég ætla að taka mér eilítið frí frá fréttavaktinni og svo gerum við þetta aðeins upp þegar líður á daginn.

17:30:

Sjón sem við höfum beðið eftir í allt of langan tíma. Hver sagði skál? (Babú)

198 Comments

  1. Mér finnst líklegast að þetta sé Hicks og Mill Financial í hag. Ég stórefa að hann hefði lyft lögbanninu í Texas til að gefa NESV séns á að klára söluna frá sinni hlið. Hann hefur örugglega beðið með að lyfta lögbanninu þangað til hann væri reiðubúinn, ásamt Mill Financial, til að borga skuldina og klára það að fá að eiga klúbbinn áfram ásamt Mill. Þannig að ég les þessa afléttingu lögbannsins sem mjög slæmar fréttir fyrir NESV.

    Hins vegar skilst mér að RBS gæti enn neitað peningum Mill Financial og samþykkt frá NESV, sem myndi gera NESV að eigendum. En slík aðgerð af hálfu RBS myndi nær örugglega þýða massífa lögsókn frá Hicks og/eða MF upp á stórar skaðabætur fyrir mismunun.

    Þetta er svo spennandi að það er óbærilegt. Hugsa að derby-leikurinn á sunnudag verði eins og létt skotæfing í samanburði við þessa spennu.

  2. Kaldur bjór í ískápnum heima, búinn að vera þar ansi lengi. Þetta mætti fara að klárast, í morgun var verið að tala um það á Bylgjunni að það ætti að gera kvikmynd um Liverpool og söluferlið, svipað og Social Network myndina. Mæli með eftirfarandi leikurum í þetta:

    hicks…….. Larry Hagman
    gillet…….. Goldie Hawn
    Brougton.. Mel Gibson (lemur Goldie í lykilsenu myndarinnar)

    datt ekki fleira í hug, enda taugarnar þandar.

  3. Liverpool FC … enskt fótboltalið bestu bloggsíðu í heimi !! …

    Er að setja mig í gírinn fyrir föstudagshasarinn…. þúsund þakkir til tunglsins og til baka fyrir fréttaflutning og uppfærslur á þessarri síðu undanfarna daga !! …… Þið eruð bestir !

  4. Ég er nú ekki svona stressaður yfir þessu. Stjórnin var löglega skipuð til að selja klúbbinn sem hún er búinn að gera. Sé ekki hvernig hægt sé að bakka með söluna til NESV nema þeir dragi sig sjálfir til baka. Það er búið að dönna dílinn!

    Hicks er líklega bara að fatta að hann hefur ekkert keis og mun líklega lenda í fangelsi ef hann dregur ekki Texas málið til baka.

  5. Auðvitað er maður ekki lögfróður maður, hvað þá um ensk lög en…. Eins og komment #5 segir þá efa ég að ákvörðun stjórnar um að selja Liverppol til NESV verði gerð afturreka. Það er búið að dæma hana löglega svo um munar. Sá gjörningur ætti því að standa óháð því hvort að Hickup nær að útvega féð til RBS. Það væri þá bara til að borga RBS og þá þyrfti NESV að greiða Hickup fyrir söluna og nota bene, það er búið að ákveða verðið.

    Sé fram á bjarta helgi með nýjum eigendum og okkar leikmenn ættu því að druslast inn á völlinn á sunnudaginn og sýna litla liðinu í Bítlaborginni hver á þessa borg. Og hana nú!

  6. er einhver sem getur sagt mér hver staða Hicks verður hjá klúbbnum ef hann selur sinn hlut til Mill Financial? Las í gær að RBS segjast ekki getað stöðvað þá í að borga lánið ef þeir ákveða að gera það.

  7. Mill Financial þurfa væntanlega að fá samþykki FA sem hæfir eigendur er það ekki?

  8. Já maður er efins um þetta. Hicks aflétti lögbanninu og hvað þýðir það eiginlega, maður myndi halda að þá ætti stjórnin að geta gengið strax frá sölunni til NESV og borgað RBS ! Hinsvegar er Hicks ekki að aflétta lögbanninu bara sí svona og er alveg pottþétt með eitthvað ráðabrugg í gangi.

    Manni finnst einnnig skrítið að hann geti selt hlutinn sinn til B þegar lögleg stjórn er búinn að samþykkja að selja hann til A !!

    Æji helv fokking fokk get ekki meir…..

  9. Nýjustu fréttir af Twitter…

    Ben Smith hjá The Times segir að Úrvalsdeildin hafi staðfest við hann í gær að bara NESV og Peter Lim hafi staðist eigendapróf Úrvalsdeildarinnar. Þannig að Mill Financial þurfa það samþykki væntanlega áður en þeir geta eignast klúbbinn.

    Þá eru einhverjir að halda því fram að stjórnin þurfi alltaf að samþykkja sölu hlutar Hicks til Mill Financial sem þýðir að Broughton, Purslow og Ayre geta stoppað þá sölu. Þá eru aðrir að segja að Hicks hafi aflétt banninu í morgun því hann hafi séð fram á að dómstóllinn í Texas myndi taka hart á honum í dag þegar í ljós kæmi að hann sagði ekki satt og rétt frá þegar hann sótti um lögbannið á miðvikudagskvöld. Ef annað hvort af þessum fregnum, eða báðar, eru réttar þá eru það góðar fréttir fyrir NESV.

  10. Þetta er alveg pottþétt á áætlun hjá Hicks, hann var bara að tefja málið. En það er búið að dæma ákvörðun stjórnar Liverpool þann 6.okt löglega og því skil ég ekki hvernig þetta ætti að skipta máli.

    Þar fyrir utan þá er þetta of óraunverulegt miðað við að við höfum reynt í nokkur ár að selja klúbbinn, áratug í raun því við vildum mjög fljótlega selja aftur eftir að H&G komu inn í klúbbinn. Að það komi “björgun” til þeirra á bókstaflega síðustu sekúndunni sem setur allt í uppnám bara get ég ekki trúað!

    En vá hvað þú þarft að vera snarklikkaður og nautheimskur ef þú ætlar að eiga viðskipti við Tom Hicks eða nokkur með þessu eftirnafni í framtíðinni.

  11. Dan Roan
    I’m told deal between Hicks and Mill is done -it’s whether the transaction’s technical paperwork and legal details can be processed in time

    Ég held að maður láti leggja sig inn þegar og ef þetta tekur einhverntíma enda.

  12. Liverpool football club, stofnaður 1882. Eigandi Tom Hicks……

    ÉG FYLLIST BARA VIÐBJÓÐI VIÐ ÞESSA TILHUGSUN!

  13. Af hverju hljómar klúbburinn svona rólegur í yfirlýsingu sinni ef þeir eru í kapphlaupi við tímann skv. Dan Roan? Ætli þeir viti að þeir geti blokkað dílinn milli Hicks og Mill? Annars hefði maður haldið að þeir myndu halda stjórnarfund núna fokking strax ef þeir væru í einhverju kapphlaupi, í stað þess að setja hann á í kvöld.

  14. Stjórnarfundur áætlaður í kvöld!!! Afhverju í fjárandum ekki eftir svona hálfa mínútu frekar!

    Ef ekki til að keppa við Mill eða H&G heldur þá bara mín vegna!

  15. Dan Roan hjá BBC var að koma með þessar hörmulegu fréttir:

    “I’m told deal between Hicks and Mill is done -it’s whether the transaction’s technical paperwork and legal details can be processed in time”

  16. Það hlýtur að vera alveg bókað að enginn nenni að standa í að kaupa þennan klúbb ef þessi dramatík tekur ekki enda fljótlega. NESV eiga lof skilið fyrir þolinmæði gagnvart hálvitunum tveim

  17. Vá hvað það verður samt skemmtilegt að sjá upphitun fyrir leik loksins á kop.is í stað þessarar lagaflækju

  18. Þetta er allt of mikið fyrir littla sál sem elskar klubbin. Þvílík sorgarsaga sem þessir ílllu kanar eru búnir að fara með okkur í. Ég mun aldrei skilja hvernig þessir hriðjuverkamenn fóru að því að eignast klúbbin okkar fyrir nokkrum árum, hvar voru hriðjuverkalög breta þegar maður þarf á þeim að halda.

  19. Ég er skíthræddur….

    En það eru nokkrir hlutir sem hljóta að vinna með NESV. Verður meirihlut stjórnarinnar ekki að samþykkja söluna ? PL hefur aðeins farið yfir eitt tilboð og samþykkt einn nýjan eiganda LFC, það er NESV. Þeir þurfa að fara yfr málin með Mills ef af þeim deal ætti að verða, ekki satt ?

  20. SSN: Broughton arrives at Slaughter and May. “Are you confident?” “Very confident” (gives thumbs up).

  21. LFCTV er í ruglinu.

    Nú voru þeir að birta yfirlýsingu frá miðvikudeginum.

    eru allir að fara yfirum þarna?

  22. Nú er búið að umorða þessa tilkynningu frá LFC.tv

    Liverpool Football Club have tonight (October 14) issued a statement following today’s court hearing in London:

    The Independent Directors of Liverpool Football Club are delighted with the verdict of Mr. Justice Floyd in the High Court this afternoon which now requires Mr. Hicks and Mr. Gillett to withdraw their Texas Restraining Order by 4pm tomorrow.

    We are glad to have taken another important step towards completing the sale process.

  23. Þetta er fréttatilkynningin frá því í gær Mummi.

    Hvaða rugl er þetta eiginlega? Geta þeir ekki birt rétta yfirlýsingu?

  24. … Ein spurning …
    Af hverju er menn svona vissir um að NESV séu frekar með hagsmuni Liverpool í farabroddi heldur en Hicks & Gillett.
    Ég meina nú lofuðu þeir gulli og grænum skógum þegar þeir keyptu klúbbinn og allir urðu voða glaðir… sumir sögðu meira að segja að þeir væru miklu betri kaupendur heldur en t.d. Glazer sem keypti UTD.
    Og nú eru NESV að lofa gulli og grænum skógum… … hmmm.. þetta eru bara svona smá vangaveltur hjá mér.

    Ekki það að ég á enga ósk heitari en þá að Hicks & Gillett verði gerðir gjaldþrota og útlýstir aumingar og að það verði sett lögbann á þá í UK… og á Íslandi líka … úr því við erum byrjaðir í lögbanns stríði.

    YNWA.

  25. NESV eru reyndar ekkert að lofa gulli og grænum skógum en hyggjast byggja upp gott lið. Við höfum enga tryggingu fyrir því að þeir verið góðir eða ekki en við viljum losna við H&G og allt sem þeim tengist, (Mill þ.m.t) og við viljum alls ekki að klúbburinn verði gjaldþrota! Simples

    Eins vonar maður að Broughton, Purlow og co hafi a.m.k. kveikt á tölvu þegar þeir voru að rannsaka þá.

  26. John W. Henry twittaði þetta í morgun: “We have a binding contract. Will fight Mill Hicks Gillett attempt to keep club today. Their last desperate attempt to entrench their regime.”

    Mér finnst afar furðulegt ef þeir geta aflétt lögbanninu mörgum klukkutímum áður en rétturinn opnar í USA!

    En here we go again, verður eflaust enn einn spennuþrungni dagurinn

  27. Eg verð að viðurkenna að ég er mjög órólegur. Hicks er pottþétt að malla eitthvað svakalegt plott saman á lokasprettinum, þessi maður svífst einskis.

  28. There is one more significant factor that should prevent Hicks’ one final desperate roll of the dice this morning, as he scrambles around like a pantomime villain, intent on wringing more money out of his Liverpool investment.

    Hicks himself must repay the loans to the RBS under his contract with them, and must therefore borrow the money from Mill Financial to do that.

    But he must also get approval from his club’s board of directors to make the repayment, and the board are legally obliged to consider the impact of such an action on the club.

  29. A lawyer for Liverpool’s owners says they will drop their court order in Texas blocking the sale of the club.
    The move does not mean current owners Tom Hicks and George Gillett have given up their fight to stop the £300 million sale to the owners of the Boston Red Sox.
    Lawyer Keith Oliver, who represents Hicks and Gillett, tells The Associated Press they are applying to withdraw the temporary restraining order when the Dallas court convenes at 7 a.m. local time (1200 GMT) Friday.

  30. Hvernig sem málin fara í dag, þá er allavega eitt algjörlega ljóst. Við erum ekki búin að heyra síðustu fréttir af réttarfarsmálum, það á allt eftir að loga í málaferlum, alveg sama hvernig fer í dag. Þannig að … undirbúið ykkur undir frekari sambærilegar fréttir, þó þær munu líklega aldrei komast í hálfkvist við það sem við höfum upplifað undanfarna daga.

  31. Svo framarlega að G&H verði farnir frá félaginu og helst gjaldþrota þá skiptir það mig engu máli hvort einhver skaðabótamál verði í gangi.
    Þessir menn eiga ekkert inni hjá þessum klúbb og þeir verða saltaðir.

  32. Úffff, þetta er nú meira ruglið allt saman. Ég hef verið taugahrúa síðustu daga, hef engu komið í verk og gert vart annað en að lesa mér til um hvað hefur verið í gangi. Þetta hefur náttúrulega lent á fjölskyldunni að einhverju leyti (skammast mín reyndar mjög fyrir það) og ég held hreinlega að ég sé ekki einn um það. Því datt mér í hug ef það væri ekki þjóðráð að stofna hagsmunasamtök aðstandenda forfallinna Liverpool manna? Ég efast ekki um að makar okkar myndu þiggja stuðning hvors annars þegar jafn erfiður tími er einsog hefur verið síðustu misseri. Einhver komment á þessa hugmynd?

    Ég held að Ssteinn hitti naglann “dead on” á höfuðið í kommenti 38, sama hvernig fer í dag þá munu næstu mánuðir og jafnvel ár fara í málaferli vegna sölunnar.

  33. Kannski í lagi að benda mönnum á eitt að eins og SSteinn bendir á hér að ofan mun rétturinn í Dallas ekki aflétta lögbanninu fyrr en í fyrsta lagi kl. 7 að þeirra tíma. Það er ekki hægt að ganga frá sölunni formlega fyrr en það er klárt. Formlega er lögbannið því enn í gildi og ekkert hægt að gera.

    Bara slaka aðeins á og þetta mun enda farsællega í dag!

  34. Fyrir þá sem vilja þá er verið að senda þetta mail á Mill Financial.

    Munið bara að setja í subject eitthvað sem þeir geta ekki eytt strax án þess að lesa. Getið beðið um meeting eða request eða eitthvað álíka.

    Engan kjaft bara þetta mail fyrir neðan.

    atsiamis@springfieldfinancialco.com

    rdevine@springfieldfinancialco.com

    Dear Mill Financial,

    Reports are reaching us in the UK this morning that you are about to take over the shares of George Gillett and Tom Hicks, thus owning Liverpool Football Club.

    Just to ensure you are aware of our position, you are not welcome in any way, shape or form. You have shown us what sort of company you are by initially lending money to George Gillett, who is nothing more than an asset stripping parasite.

    This is the sort of association you have, and the sort of association Liverpool fans have with you.

    If you get involved with our club, we will take action against you at every turn. Hedge funds are not welcome in any walk of life; they most certainly are not in football. There has been an exhaustive, and now ongoing legal process, to determine who the best bidder for Liverpool Football Club is. And it is not Mill Financial.

    We will target every one of your business interests, and specifically Liverpool Football Club, if your attempts to take control of the club are successful.

    Mill Financial are not, and will never be fit and proper owners. Your association with George Gillett and now Tom Hicks means that by default.

    Take your hedge funds back to Wall Street, where they belong, and get away from our football club.

    KOP FAITHFUL

  35. Þetta er að heyrast frá Echo:

    Sheik Makthoum has just arrived on an easyjet flight

    Enn eitt twist-ið komið í þetta ævintýri?

  36. Óli þetta var nú að ég held bara létt grín hjá einum sem póstaði þar inn. Held reyndar að hann sé að kaupa 30% hlut í öðrum klúbbi samt.

  37. 45 já sá bara þetta quote en mikið afsakplega er ég feginn að það komi ekki enn eitt twistið í þetta, hefði svona alveg mögulega getað verið gæinn á bakvið Mills eða eitthvað.

  38. Ég held að það séu aðeins tveir möguleikar í stöðunni, að H&G nái að endurgreiða skuldina við RBS eða að NESV muni kaupa liðið. RBS hefur að ég held gefið það út að þeir muni ekki gefa frest á lánið til H&G og að dagurinn í dag sé síðasti dagurinn til að greiða lánið upp. Það þýðir að kaupin verða að ganga í gegn í dag annars mun liðið fara í administration. Þar sem að kaupin þurfa að ganga í gegn í dag þurfa þeir aðilar sem vilja kaupa liðið að vera með allt sitt á hreinu, þar á meðal “fit and propper” pappíra frá FA. Þar sem að Lim og NESV eru einu aðilarnir fyrir utan H&G sem hafa þennan pappír stendur kapphlaupið á milli þessara þriggja. Lim hefur hætt við kaupin þannig að eingöngu tveir aðilar geta “keypt” klúbbinn. Hvað Mill Financing varðar þá efast ég um að þeir muni kaupa hlut Hicks, aftur á móti gætu þeir veitt honum lán fyrir skuldinni, en þar sem að það þarf samþykki stjórnarinnar til að nota klúbbinn sem tryggingu fyrir láninu getur Hicks ekki leikið þann leik aftur. Þvi verður Hicks að notast við annað veð hvert svo sem það gæti verið.

    Ég efast ekki um að þegar klukkan slær fjögur mun NESV verða tilkynntir nýjir eigendur Liverpool FC. Hvernig eigendur þeir verða munum við komast að eftir nokkur ár, en ég geri þá grundvallarkröfu á þá að þeir sýni gildum Liverpool VIRÐINGU og geri sitt besta til að liðið nái árangri…meira get ég ekki farið fram á.

  39. úff ég veit ekki hvort maður höndlar annan svona dag. Vonandi verður þetta bara rólegt. En einhvernvegin kæmi ekki á óvart að um leið og við tilkynnum sölu til NESV þá tilkynnir Hicks á sama tíma sölu til MILL Financial eða þá að þeir hafi lánað honum fyrir skuldinni. Og nýtt mál þar af leiðandi um eignarhaldið.

  40. Hefur NESV sagt eitthvað um hver verða þeirra fyrstu verk ef af kaupum verður ?
    Verða einhverjar millur settar strax í leikmannakaup ? Las ég ekki einhversstaðar að NESV ætli að byggja nýjan völl ? Annars er ég sammála því sem einhver sagði hér að ofan , það mun allt loga í misgáfulegum málaferlum alveg sama hverning þetta allt fer.

  41. “Sheik Makthoum has just arrived on an easyjet flight”

    Ha ha ha alveg dæmigerður breskur húmor. Easyjet !!

  42. 49
    Nei þeir hafa ekki gefið neinar yfirlýsingar um neitt þannig, ekki allavega “við ætlum að byggja nýjan völl eða gera hitt og þetta” en maður hefur heyrt að þeir ætli að greiða niður skuldirnar, skoða stöðuna á vallarmálum og byggja stöðugt umhverfi í reksti félagsins. Ég stórefa að þeir myndu koma fram áður en þeir fengu félagið og segjast ætla að setja X mikinn pening í leikmannakaup eða koma með einhver svona loforð áður en þeir fá félagið í hendurna.

    Kannski þeir munu koma með framtíðarplön sínar og drauma eftir að þetta gengur í gegn en þeir munu aldrei koma fram og segja að þeir ætli að kaupa leikmenn fyrir mikinn pening eða hvað þeir ætli að nota mikla peninga því þá væri nú hægt fyrir önnur lið að notfæra sér þær aðstæður.

  43. Varðandi NESV þá er hér góður póstur frá einum netverjanum á RAWK:

    “In amongst all the emotion and confusion, I take one positive for our future.

    John Henry and NESV have stuck by us through this awful time. If they were just chancers, there are much easier ways of making money. He could have bailed as others have done, waiting for administration or a fire sale. Yet Mr Henry has been supportive, committed and behaved with real dignity in the face of the nastiest campaign of lies and wickedness. He has stood alongside the board when others would have cut and run. NESV have been threatened, and he knows that Hicks and the Orc Horde will continue to snap at his heels some time yet.

    That tells me something about this man; as the lies, boasting and machinations of others reveal their true characters. I know, there’s an awfully long way to go yet, but he’s behaved in a way that makes me proud he’s on our side – he seems to care, and stay steadfast. God, do we need someone like that at the helm and so far, he’s the only prospective owner that has shown he will struggle with us to be the best again.”

  44. Það eitt að ekki sé búið að lofa gulli og grænum skógum fellur mjög vel í mig. Ekki það að ég vilji ekki að Liverpool fái betri völl og góða leikmenn, en án loforða geta þeir skoða stöðuna og aðlagað rekstur með hana í huga. Persónulega vill ég frekar sjá stöðugan rekstur sem skilar hagnað og kannski leikmannakaup á 1-2 mönnum sem virkilega styrkja leikmannahópinn frekar en e-ð spendingspree sem lætur okkur enda á sama stað og við erum í dag!!

    Það er e-ð við þessa gaura sem mér lýst bara fanta vel á. Þeir hafa gert góða hluti við Red Sox og ég held að þetta verði allt allt annað en G&H! Eins og margir hér þá vona ég það besta og það er bjór í Ísskápnum tilbúinn ef allt fer á besta veg.

  45. Ég lærði einu sinni mikla speki af miklum vitringi sem er gott að nota í þessum aðstæðum. Spekin hljómar svona:
    “HAKÚNA MATATA”!

    En ef málið frestast frameftir helgi, ætli Carra, Gerrard, Torres og Aurelio verði á vellinum að tweeta í gegnum Blackberryana sína. Ekki mikil spenna að standa í einhverju tuðrusparki þegar lúxus Boston Legal spenna stendur sem hæst í Liverpool borg.

  46. »
    Paul Kelso
    pkelso Paul Kelso
    by JimBoardman
    Mill Financial approached Premier League yesterday seeking approval under owners’ and directors test.
    3 minutes ago Favorite Retweet Reply

  47. Og svo kom

    pkelso Paul Kelso
    by JimBoardman
    Prem declined to put Mill through O&D test without direction from #LFC board. “We will continue to take direction from board”

  48. tekið af YNWA

    Hick’s CAN NOT sell his shares without board approval.

    Yes he can. He cannot sell LFC without board approval but he can sell his own shares in a higher holding company, just like Gillett was able to secure a loan from Mill against his shares without board approval.

    Think of it this way, if Hicks sells his shares to Mill then Mill are in the same position as Hicks now in that they cannot obstruct the sale to NESV, except for one crucial detail. The only reason Hicks is powerless vs the board is because of the legal assurances given to RBS. If Hicks was able to repay RBS he would be in control. Now if Hicks sells is shares in Kop Delaware (the ultimate parent company) to Mill, then Mill can repay RBS and thus the legal assurances regarding Broughton, the board and the sale on which our High Court injunctions are based cease to exist.

    Mill would own us and there’s nothing we could do.

    I’ve been saying this all along. All Hicks’ ridiculous legal action was never designed to win, nor were they irrational acts of spite. He has always been playing for time, the time to find someone to pay off RBS for him. This is how he does it – by selling his shares to Mill who already own Gillett’s, thus making a small profit himself, and leaving Mill with the club and its debt which they can then pay off.

    You may say RBS could refuse Mill’s money, but they won’t. There’s no legal grounds on which they can. A bank cannot make a loan and then refuse repayment in order to be able to seize the asset and sell it itself. That would be an epic swindle

  49. Glæsilegt !! Þetta gengur ekkert hjá þessum mönnum. Spái því að NESV verði eigandi Liverpool í kvöld en svo verða endalaus málaferli fram og til baka. Vona bara að það trufli okkur ekki of mikið á næstunni og við getum loksins einbeitt okkur að því sem við erum “góðir” í og það er víst að spila fótbolta : )

  50. FA eru búnir að hafna beiðni Mill Financial á þeim forsendum að stjórnin neitaði að sammþykja

  51. Langar að biðja lesendur sem kommenta, eins og í #62 hér að ofan, að endilega vísa í heimildir fyrir orðum sínum.

    Það eykur bara á stressið hjá okkur að vita ekkert hverjir eru að spinna hvað.

  52. 63
    @pkelso said: Prem approached last night by Mill but rebuffed because they only deal with board.

  53. Af Guardian:

    “Mill Financial approached Premier League yesterday seeking approval under owners’ and directors test,” tweets Telegraph’s Paul Kelso. “Prem declined to put Mill through O&D test without direction from #LFC board. “We will continue to take direction from board”

  54. Númer 63 og 65

    12.54pm: It is understood that Mill Financial approached the Premier League last night and asked to undertake its various tests regarding fit and proper persons and future financial info, writes Owen Gibson.

    But the Premier League is believed to have rebuffed the request on the basis that it will only deal with the boards of its clubs.

    The Liverpool board had previously put both Peter Lim and NESV forward. That is why both Lim, who was the preferred bidder until near the end of the process but has now left the scene, and NESV, which has a binding agreement it is currently trying to push through,
    are at various stages of the process.

    NESV are close to being passed – they have passed the directors test but have not yet been signed off on the future financial information part. That won’t be confirmed unless and until the takeover goes through.

    A Premier League spokesman said: “We will continue to deal with the legally constituted board of Liverpool Football Club.”

    Tekið af Guardian

  55. Þetta er víst mynd sem var tekin fyrir utan skrifstofur S&G í hádeginu. Þarna eiga að sitja fyrir innan stjórn LFC og stjórn NESV, eflaust bíðandi eftir að geta stimplað skjölin sín. (mynd frá Guardian)

  56. Þetta er orðinn æsilegasti póker allra tíma þar sem menn spila út sínum spilum í gríð og erg á síðustu metrunum. Hér er teflt um líf eða dauða eða öllu heldur damage management hjá Hicks sem ætlar að kreista eitthvað út úr þessu hvað sem það kostar. Þetta er því alls ekki búið og heldur betur flókið.

    Vogunarsjóður að nafni Mills vill lána Hicks til að borga RBS. Af hverju vill Mills lána Hicks? Af því að þeir keyptu hlut Gillets og munu stórtapa fari svo að NESV eignist Liverpool. EN stjórn Liverpool mun aldrei samþykkja að Hicks setji hlut sinn í félaginu að veði. Sem þýðir að annað hvort þarf Hicks að finna annað veð eða að selja sinn hlut til Mills sem myndi þá eignast Liverpool. Mun þá Mills bara ekki borga RBS sem eigandi og skipa nýja stjórn. Nei og nei. Málið flækist bara enn frekar því Premier deildin hefur hafnað Mills sem mögulegum eigendum! Ertu ruglaður á þessu flækjustigi? Ég líka!!

    Í þessum töluðu orðum eru allir fokkings lögfræðingar allra að lesa smáa letrið um hugsanlega eftirmála verði Mills hafnað endanlega og NESV dílnum slúttað. Málið er að G&H eru búir að bjóðast til að borga bankanum og spurningin er vitanlega hvort hægt að neita því? Mun bankinn geta sagt nei án þess að taka um leið áhættuna á skaðabótamáli. Hvað með stjórn Liverpool sem sniðgengur óskir eigandanna um að borga skuldina? Vá – ég ætla að ná mér í græna teið og róa mig niður.

    Það blasir við að þessir gaurar eru að kasta öllu inn í þeirri von um að einhver geri mistök sem þeir geta síðan hugsanlega kassað á inn með því að efna til málsókna út og suður missi þeir félagið. Þetta er alls ekki búið sjá annars hér:
    http://www.thisisanfield.com/2010/10/hicks-gillett-lift-restraining-order-lfc-takeover-live/

  57. Didi Hamann: “These people (G & T) were only ever in it for the money”. You can take the man out of the Kop but not the Kop out of the man.

    Klassík!!!

  58. Var að koma erlendis frá. Er því ekki alveg inní umræðunni. Hef þó heyrt upp og ofan. Spurningar sem mér eru ofarlega í huga:
    1. hvað hafa nýir eigendur NESV lofað miklum fjármunum í næsta glugga?
    2. Treysta þeir sér í að halda í Torres og Gerrard?
    3. Ætla þeir sér að halda áfram með núverandi þjálfara og með sama ruglið?
    4. Ætla þeir sér að halda sömu stefnu um að kaupa meðalljón?
    5. Ætla þeir sér þá stefnu að það sé hægt að hlægja endalaust að manni sem elskar Liverpool?
    6. Anfield hvað?

    Veit ekki svörin

  59. Steingrímur … varðandi 1-6 nákvæmlega ekki neitt. Þeir eru ekki búnir að taka við og vilja því ekki kommenta á neitt slíkt fyrr en þeir hafa tekið yfir.

  60. Hicks/Mill deal has failed – although he will now sue for $1.6bn in damages segir Ben Smith hjá Times!

  61. “NESV are going to announce they are the new owners of #lfc very shortly”

    Þetta er að gerast …

  62. shit shit shit shit shit
    ég bara get ekki meyra ég ætla að slökkva á tölvunni fara í sturtu og tékka bara aftur í kvöld
    þetta er bara of mikið

  63. Held að fyrirætlanir Hicks úr þessu séu einfaldari en marga grunar úr því sem komið er. Einfaldlega að koma í veg fyrir að stjórnin fari sínu fram hvað sem það kostar hvort sem hann græðir á því eða ekki.

    Þetta er bara illgirni og ekkert annað – ætlar bara ekki að láta „vaða yfir sig“ og sýna „hver ræður“

    Vonandi fer þetta samt allt á besta veg.

  64. 5live confirming H+G have withdrawn action blocking sale – will pusue $1.6bn dollar claim for “epic swindle” claim they offered to pay debt but RBS wouldn’t listen…

    Stuð stuð … tilkynning frá stjórninni & John Henry á leiðinni

  65. Bara til að hafa eitt á hreinu varðandi þetta skaðabótamál.

    Eru þeir að krefja RBS um skaðabætur eða klúbbinn sjálfan?

  66. Hicks: “We tried to buy the club through Mill Financial but it didn’t work. LFC board have acted illegally.”

    Whatever. Reyndu við skaðabótamálið. Láttu LFC í friði.

  67. Þetta kemur frá lögfræðingum Hicks.

    LFC owners to pursue $1.6 billion from “epic swindle”

    Hicks and Gillett withdraw TRO blocking sale of Liverpool Football Club. Action prevents RBS from needlessly putting Club into administration. RBS rejected owners’ pledge to pay off all debts by October 15. Attorneys say ludicrous, self-serving and illegal behavior from directors and outsiders to hinder Club for years.

    “It’s an extraordinary swindle and it will result in exactly the wrong thing for the Club and the fans.”

    Those were the words used by attorneys representing Liverpool Football Club owners this morning when they announced they would apply all of their legal energies toward securing at least $1.6 billion in damages they expect will result from the proposed illegal sale of the Liverpool Football Club.

    Attorneys also stated that protracted litigation concerning the Liverpool transaction will now cause even more uncertainty for the LFC.

    “This outcome not only devalues the Club but it also will result in long-term uncertainty for the fans, players and everyone who loves this sport because all legal recourses will be pursued,” said Steve Stodghill, the Texas attorney representing the Liverpool owners. “Mr. Hicks and Mr. Gillett pledged to pay the debt to RBS so that the Club could avoid administration that was threatened by RBS. That offer was rejected. It is a tragic development that others will claim as a victory. This means it won’t be resolved the way it should be resolved. My clients worked tirelessly to resolve these issues but RBS would not listen to any reasonable solution and the Directors acted selfishly and illegally.”

    Stodghill said the owners have no choice but to pursue every legal avenue possible, and they will.

    “Mr. Hicks and Mr. Gillett wanted to position this club for the future, but others have a different agenda,” said Stodghill. “In truth, there is nothing positive from these events for Liverpool Football. That is exactly the opposite of what my clients wanted to achieve.

  68. Á maður virkilega að þurfa að upplifa enn einn daginn í þessu rugli… Ohh hvað þetta er orðið viðbjóðslga pirrandi.

    Eitt sem ég ekki skil og það er það að þó að Hicks gæti borgað lánið við RBS liggur samt ekki fyrir salan á félaginu til NESV? er eittvað hægt að stoppa hana þegar stjórn félagsins er búin að samþykkja hana?

  69. þetta er allt að gerast, sky news lofa live útsendingu um leið og eitthvað gerist og allt beint á this is anfield.

    koma svo

  70. Þetta er ameríska módelið holdi klætt.

    If you can´t win the sue them! Líklega verður RBS og stjórn stefnt en ómögulegt er að giska á hvar þessir ambulance chasers bera niður.

  71. Það er bara beðið eftir því að RBS staðfesti að 200M séu mættar á réttan stað … og þá er það done

  72. Ég held að við höfum gert mistök.

    Tom Hicks segir að þetta sé það versta sem gat komið fyrir klúbbinn og virkilega vont fyrir aðdáendur liðsins að missa Hicks.

    Hvað höfum við eiginlega gert??

  73. 1,6 bn í skaðabætur ætluðu þeir sér að selja klúbbinn þrisvar ?

    Þetta virðist vera að komast á hreint – halelúja!

  74. Helgi F … ef sagan hefur kennt okkur eitthvað, þá er það að trúa ekki alveg öllu sem Hicks segir.

  75. Æi, nei, svo var Hicks bara að hugsa um aðdáendurna allan tímann! Við höfum verið svo blind!

  76. verður ekki sett upp stytta af Hicks fyrir utan Anfield þó það væri ekki nema bara til þess að aðdáendur Liverpool geti hrækt á hana allir sem einn á leikdegi???

  77. Ok, er þetta komið eða er þetta ekki komið ég er hreinlega ekki viss?
    Eftir það sem hefur gengið á undanfarna 7 mánuðina þá verð eg ekki viss fyrr en að ég sé nýja eigendur í stúkunni á Anfield.

  78. Það verður varla hægt að lögsækja NESV sem gera í raun bara samning við sjórnina sem er löglega skipuð. Félagarnir verða því annaðhvort að fara í skaðabótamál við RBS eða stjórnina sjálfa sem eins og fyrr segir sat alveg löglega og með nýjan útskurð frá dómara um að svo sé.

    Bara bjartara framundan held ég og mikið er maður sáttur að vera laus við þessa vitleysinga. Þessi Henry gaur lítur vel úr og kemur vel fyrir . Rétt að vona að hann sé það sem hann þykist vera.

    PS: er ekki einhver leikur á sunnudaginn

  79. Vita menn um einhverja síðu sem er með flott live update á gangi mála? ThisisAnfield virðist hafa slökkt á sýnu.

  80. Klárlega einn erfiðasti leikur tímabilsins að baki og án efa einn sætasti sigurinn í langan tíma innan seilingar. Vonandi að baráttugleði og eljusemi stjórnarmanna og lögfræðinga félagsins smiti frá sér inná völlinn. 3 stig gegn Neverton myndi kóróna vikuna….

  81. Dómsmál, Carragher endurnýjar samning, leikur við Everton…hvað vilja menn eiginlega meira….Hicks burt !

  82. Ég vil Rafa aftur og Torres segist ekkert hafa verið meiddur þetta hafi bara verið mótmæli gegn Hicks og hann ætli að skrifa undir nýjan 10 ára samning við Liverpool.

    annars bara fínn sko.

  83. Man aldrei eftir landsleikjahléi sem hefur liðið jafn fljótt og það án þess að hafa verið BEINT að hugsa um fótbolta.. Núna er bara risaleikur eftir 2 daga og maður hefur EKKERT hugsað útí hann.

  84. Ég hugsa um leikinn þegar ég sé að blekið er þornað á pappírunum.

    • Níu mínútur og ekkert update?? HVAÐ ER Í GANGI!!!

    Síðunni dalar hratt 🙂

    En KOMA SVO, farið að tilkynna NESV sem ALGJÖRLEGA POTTÞÉTT NÝJA EIGENDUR, sama hvað Hicks reynir að gera. Hann má kæra RSB til eilífðar fyrir mér svo lengi sem LFC er laust við Hicks.

    Svo hefur RBS nú ekkert fengið neinar ákúrur fyrir að hafa lánað Hicks til að byrja með!! Ég hefði ekki viljað vera ábyrgur fyrir því lánamati.

  85. “The delay is probably due to fact they have Christian Poulsen carrying it over – he will be there about 6.30!” emails Paul Davies.

  86. 111 – Ég sprakk úr hlátri en á sama tíma finnst mér þetta sorglegt því það er svo mikill sannleikur í þessu

  87. Verið nú ekki að blanda einhverjum andskotans fótbolta inn í umræðuna á þessari síðu. Annars get ég ómögulega skilið að LFC eigi að vera í vondum málum vegna þessa væntanlegu lögsókna trúðanna. Það hlýtur að vera RBS sem þeir fara í mál við.

  88. Varðandi nýjustu uppfærsluna á síðunni hér að ofan. Er þetta ekki 1.6 milljarður dollara sem samsvarar einum milljarði punda sem þeir eru að fara fram á?

  89. @111 > ég gjörsamlega dó úr hlátri. Ummæli dagsins klárlega!

    En er vondi kallinn í þessari lélegu spennumynd loksins dauður? Er það víst?

  90. BREAKING NEWS: Tom Hicks has announced his intentions to sue the Chilean Government because they refused to get him out of a hole.

  91. Eitt er víst að aldrei hefur landsleikjahlé verið jafn kærkomið og nú og aldrei hefur það liðið jafn fljótt

  92. “Poulsen is well aware of how slow he is and has tried to make amends. He’s given it to Lucas several times already but Lucas just keeps passing it back…” emails Gareth Sheerin.

  93. AnfieldOnline segir … We’re outside the lawyers building, 5mins til they come out we’ve been told. kom kl. 14:44…

  94. @tariqpanja: Almost there. Hear just waiting for Wells Fargo to sign off and NESV will be new #LFC owners.

    Þeir eru væntanlegir út þá og þegar til að tilkynna eigendaskiptin. Shjibbí!

  95. Þessi tariqpanja virðist vera inni í öllum fundarherbergjum stjórnarinnar þessa dagana. Hann lýsir þessu öllu svo nákvæmlega, jaðrar við að fara út í svona nákvæmni: “Purslow hnerrar og þurkar sér í ermina, kinkar svo kolli til samþykkis orðum Broughton.”

  96. Thanks for your patience. If our sources are correct we should be getting confirmation of the deal through imminently. Stay tuned, it seems like we’re on the brink of an update. þetta er frá Sky

  97. Bryan Swanson just informed Sky Sports News the deal is finally done and NESV are the new owners of Liverpool FC. frá Sky

  98. Ekki myndi ég vilja vera bjórinn minn núna !

    Skil samt ekki hvaða stress þetta var í okkur, tók ekki nema þrjú ár og núna hefur klúbburinn bara verið í söluferli mera og minna í 8-9 !

    VONUM að ró færist yfir þetta núna og fréttir fari að snúast um liðið og fótbolta, ekki eigendur !

  99. Eins svona til að róa liðið höfum við ákveðið að SSteinn fær ekki að gera frábæran pistil um nýja eigendur 🙂

  100. 3.58pm: LIVERPOOL FC HAVE BEEN BOUGHT BY NEW ENGLAND SPORTS VENTURES, Owen Gibson confirms that the deal is done.

  101. Kannski að koma með einhverja linka inn á þetta.
    En annars til hamingju allir…

  102. 3:57

    Rachel Griffiths:
    Bryan Swanson just informed Sky Sports News the deal is finally done and NESV are the new owners of Liverpool FC.

  103. Liverpool sale – live (10/15/2010)

    Bein lýsing af Sky Sports.com
    3:59 The Editor: We are awaiting a full statement on the deal shortly but it looks like the deal is finally done Friday October 15, 2010 3:59 The Editor
    3:57 Rachel Griffiths: Bryan Swanson just informed Sky Sports News the deal is finally done and NESV are the new owners of Liverpool FC. Friday October 15, 2010 3:57 Rachel Griffiths
    ÞETTA ER BÚIÐ: LIVERPOOL ER LAUST VIÐ HICKS OG GILLETT
    YEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEAH!

  104. Til hamingju með þetta púllarar og vonandi förum við að sjá fram á betri tíma og svo verð ég að hrósa ykkur sem standið að þessari síðu en þið hafið tæklað þennan tíma hrikalega vel og það sýnir bara hvað það er nauðsynlegt að hafa svona flotta tappa við lyklaborðið.

  105. Snilldin ein. Nú kemur maður við í ríkinu á leiðinni heim og kaupir nokkra kalda.

    Til hamingju púllarar nær og fjær

  106. LIVERPOOL FC HAVE BEEN BOUGHT BY NEW ENGLAND SPORTS VENTURES, Owen Gibson confirms that the deal is done.

  107. Frábærar fréttir nú er bara að vona að þessir kanar geri allt rétt ég er ánægður með að fávitarnir séu búnir að missa eignarhaldið á klúbbnum hefði viljað fá aðra eigendur en aðra kana en þeir geta varla verið verri en jólasveinarnir frá Texas.

    Er að horfa á Sky News sem eru að sýna beint frá lögmannastofunni í London.

    En annars bara til hamingju allir poolarar.

  108. Loksins, bjórinn var á mörkum þess að verða orðinn of kaldur.

    Og þá er hægt að ræða fótbolta aftur, menn verða vonandi léttstígari á goodison á sunnudaginn og vinna 5-0 – Carra með tvö, Gerrard, Torres og Poulsen (af öllum mönnum) með eitt hver.

  109. Vill þakka KOP.is fyrir að halda uppi þessari frábæru síðu og leyfa fólki að fylgjast VEL með því hvað er búið að vera í gangi!

    Og til hamingju ALLIR Púllarar! nú verður skálað!

  110. Til hamingju með þetta allir saman! Loksins, loksins! Það er bara leið upp á við eftir síðustu mánuði! 🙂

  111. “this is not a leveraged buyout, I can guarantee that” – John Henry

    Snilld!

  112. “reducing the Club’s debt servicing obligations from £25m-£30m a year to £2m-£3m.”
    Vá það mun koma til með að muna alveg heilum helling!

  113. Er að horfa á Sky news og þeir eru að fylgjast ansi vel með þessu.

    Díllinn er í höfn allaveganna og Henry og Broughton voru að koma niður og tóku nokkrar spurningar og Henry var spurður hvað þeir ætluðu sér og hann sagði, í hreinskilni erum við hér til að sigra og munum gera það sem við þurfum til þess…

    Til hamingju allir..

  114. Jóhanna Siguraðdóttir var að labba út úr stjórnarráðinu með Liverpool trefil, kreppan er búin!!!

  115. Mikill gleðidagur fyrir okkur alla. Til hamingju
    Kop.is stóð sig frábærlega, takk fyrir

  116. Djöfulsins snillingur er Henry.

    Blaðamaður: “How will you be paying for the club?”

    Henry: “With pounds”

  117. Opinbera síðan búin að staðfesta þetta : )

    Djöfulsins snilld, til lukku öll !

  118. Af lfc.tv

    John Henry:

    On behalf of the entire NESV partnership, I want to express how incredibly proud and humbled we are to be confirmed as the new owners of Liverpool FC. We regard our role as that of stewards for the Club with a primary focus on returning the Club to greatness on and off the field for the long-term. We are committed first and foremost to winning. We have a history of winning, and today we want LFC supporters to know that this approach is what we intend to bring to this great Club.

    Hann veit hvað maður vill heyra kallinn : )

  119. Vil svona í lokin þakka síðuhöldurum fyrir frábæran fréttafluttning í þessu máli sem og öðrum sem voru duglegir að henda inn linkum af þessu máli. Það verður seint hægt að þakka nógsamlega fyrir svona Óeigingjarnt starf sem þetta.

    YNWA

  120. Það er nú snillingnum Carragher líkt að skrifa undir samning á sama degi og við losnum við kvikindin G&H

  121. Til hamingju kæru félagar…. Er með góða tilfinningu fyrir þessu!! Vonandi er það ekki bara blekking ein… 🙂

    Takk kæru Kop pennar og ötulir kommentarar fyrir frábæra umfjöllun síðustu daga á bestu Liverpool síðu í heimi…. 🙂

    YNWA

  122. Góður dagur, til hamingju púlarar nær og fjær 🙂

    Skíthælarnir farnir. Carra með tveggja ára samning. Nú opna ég bjór.

  123. Já og takk kop.is fyrir að halda manni með á nótunum, þið eruð snillingar. Hafið staðið ykkur frábærlega vel síðustu daga

  124. Hvað sagði ég í morgun? Bara slaka á, þetta mun enda vel.

    Takk fyrir kop-arar að fylgjast svona vel með. Asskoti smakkast bjórinn vel enda búinn að vera góðan tíma í kæli!

  125. Hicks og Gillet eru bara fjárfestingavitleysingar eins og allir þessir Íslensku banka, stjórnmála, og fjárfestinga menn voru, tóku lán fyrir öllu og urðu þannig ríkir nema það að það sem H&G gera vitlaust er að taka lán fyrir klúbbnum í royal bank of scotland en ekki á Íslandi.. ef þeir hefðu bara verið sniðugir og tekið lán fyrir liðinu hjá Landsbankanum og tekið svo 100% lán og byggt völlinn hjá Glitni þá hefðu getað fengið þetta allt afskrifað og Liverpool væri skuldlaust, ætti nýjan völl og H&G ættu en liðið. Þannig að þeir geta bara sjálfum ser um kennt !! og ég vorkenni þeim ekkert !!!!

  126. Vill einhver kippa Albert Riera upp úr sjónum, hann nefnilega stökk frá sökkvandi skipi.

  127. Takk kop.is fyrir frábæran fréttaflutning og dugnað við uppfærslur á þessari síðu. Með ykkur í liði þá gengur maður aldrei einn!

  128. Snilld og ekkert annað.

    Legg til að við sendum fjöldapóst á forsetann og förum fram á að síðuhaldarar fái fálkaorðuna við fyrsta tækifæri! Þvílík snilld sem þessi síða er;)

  129. Til hamingju Púllarar nær og fjær! Ég vil þakka síðuhöldurum jafnt sem áhangendum LFC sem hafa verið ötulir við að birta updates hér á síðunni síðustu daga.
    Árni

  130. Til hamingju allir Púllarar nær og fjær. Takk drengir á Kop.is fyrir frábæra vinnu síðustu daga í þessu máli.

  131. Alveg rétt Bjarki Már 165. Skella Fálkaorðu á þá. Alltaf sama frábæra þjónustan á þessari síðu.

  132. Held það sé alveg við hæfi að óska öllum Poolurum til hamingju með þennan frábæra dag!

    ..Og vá hvað ég hlakka til að fara í tölvuna á morgun og lesa bara upphitunn fyrir derby-leikinn á sunnudaginn en ekki eitthvað um Hicks dicks!

    YNWA!

  133. Til hamingju Poolarar nær og fjær ! Nú liggur leiðin ekkert annað en upp á við 😉

    Næst á dagskrá: Slátra Everton á sunnudag 🙂 og komast úr fallsætinu. Ekki verið jafn spenntur fyrir Liverpool leik síðan í fyrstu umferð 2010.

    Áfram LFC !!!

  134. Kop That
    RT @LFCKirstyLFC ?
    They just cared about money!

    They never cared about fans!

    Liverpool Football Club!
    Has found some new hands!? #LFC

  135. Innilega til hamingju Liverpool stuðningsmenn nær og fjær, þvílíkur dýrðardagur hjá okkur, langþráður og sætt var það núna í lokin. Hef bara aldrei upplifað aðra eins rússíbanareið fyrir framan tölvuskjá, Gvöðmundur góður.

    Ég skal algjörlega lofa ykkur einu, ég ætla ekki að skrifa neinn pistil um þessi skipti, það kom ekki upp neinn smá kjánahrollur þegar Hjalti gróf upp þennann pistil (takk fyrir það Hjalti, grrrr). Ég fór meira að segja, fann penna og henti honum upp á hillu í algjöru kasti. Þarf líklega að brölta og ná í hann aftur þar sem ég víst að gera upphitun sem kemur inn á morgun. Mikið verður nú samt gaman að geta farið að röfla sig hásan yfir fótboltanum sjálfum aftur.

  136. Mjög góður punktur hjá Broughton á opinberu síðunni:

    How confident are you that NESV are the right people to take this club forward?

    I’m very confident and the reaction from the fans is we’ve been bitten once and we don’t want to get too excited. That’s quite right. Watch what they do rather than what they say and I think you’ll be very impressed with what they do. I am convinced that having seen what they have done at Boston, they will do the right thing. Be patient, be supportive, shout them on, watch what they do and you’ll be fine.

  137. Er ekki málið að koma saman einhver staðar í kvöld, skála og fagna þessari niðurstöðu!

  138. Hey hvar eiga Púlarar að hittast til að fagna þessu? Við getum litið á þetta sem undirbúningur fyrir það þegar við hittumst innan fárra ára til að fagna næsta deildartitli Liverpool.

  139. John Henry „Við ætlum að hlusta og við vonum að aðgerðir okkar muni tala sínu máli. Við erum hingað komnir til að vinna sigra”.

    Broughton „I’m very confident and the reaction from the fans is we’ve been bitten once and we don’t want to get too excited. That’s quite right. Watch what they do rather than what they say and I think you’ll be very impressed with what they do”.

    Nákvæmlega svona líður mér í dag. – We don´t want to get too ecxited.

    Mun bíða og sjá hvað þeir munu gera og vonandi fylgja athafnir stóru orðunum.

    Mikill léttir annars að losna við Hicks og Gillette.

    Áfram Liverpool!

  140. Á meðan sitja Man U menn uppi með Glazer feðga og ansi vænan skuldahala. Ég ætla allaveganna að geyma alla fimmaurabrandarana sem maður hefur þurft að þola síðustu daga. Aldrey að vita nema maður fái tilefni tili að nota þá sjáflur von bráðar 😉

  141. Lifi Liverpool, ég elska ykkur alla, er þó bara búinn með 3 sopa.

  142. Stór dagur í dag og rík ástæða til að fagna vel og innilega, semsagt drekka sig sauðfullan. Manchester maður kom færandi hendi til mín og bauð upp á bjór og þakkaði Liverpool mönnum fyrir að sýna enn og aftur að þeir eru stórveldi og láta ekki einhverja kana valta yfir sig. Eins og hann sagði þá verða þeir í þessari stöðu eftir svona eitt ár og þá er gott að vera komin með fordæmi

  143. Hef undafarna mánuði spurt mig spurningarinnar hvað skuldar Liverpool ?
    Hef oftast fengið töluna 300 milljónir punda upp , hvar sem ég leita á vafranum

    Spurði sjálfan mig í dag sömu spurningar ósjálfrátt , hugsaði mig lengi um og svaraði
    -ekki pund

  144. Fyrst þetta er frágengið þá langar mig að spurja að einu og kannski líklegast að Einar Örn geti svarað því, Hversu miklir peningar eru í gangi í bandaríska hafnarboltanum? eru menn ekki aðallega að skipta á mönnum þar eins og í NBA eða eru menn líka að kaupa menn fyrir háar fjárhæðir og ef svo er fyrir hversu háar fjárhæðir? Henry hefur sagt að þeir í Boston Red Socks eyði næst mestu í þeirri deild ef ég skildi hann rétt en hversu miklu er eitthvað sem ég er að reyna að skilja. Eru þetta menn sem væru til í að kaupa einn leikmann á tildæmi 40-50 milljónir punda ef stjórinn bæði um það og það væri ljóst að hann myndi styrkj liðið verulega??? hafa þei gert eitthvað sambærilegt þessu í bandaríkjunum??? þetta eru allt bara pælingar en ég eins og fleiri langar auðvitað í svör við þessu eins og mörgu öðru…

    Annars hefur þessi dagur verið frábær og vonandi rétt sem Broughton segir um að þessir eigendur séu sannarlega biðarinnar virði….

  145. Ég vill frekar að Liverpool kaupi menn eins og Alonso. Koma engar stórstjörnur en með tíma verða að slíkum.

  146. Ætlaði að skrifa stutta grein um yfirtökuna en úr varð enn ein langlokan. Ég kann ekki að skrifa stutta pistla. Nýjasta færslan er komin inn á síðuna – ég ætla að hugsa um eitthvað allt annað en LFC í kvöld og fram að Everton-leiknum.

    Bleh.

  147. Sjáið Útsvar núna, stórt KUDOS á Plóla, þið sjáið fyrir hvað.

  148. Viðar #191

    Munurinn á NBA og MLB er að í MLB er ekkert launaþak.

    Yankees eru að borga mest en Red Sox koma þar á eftir.

    Þannig að þó að þeir kaupi ekki menn beint þá eru þeir duglegir að fá góða leikmenn til sín með því að borga þeim mun meira en önnur lið eru tilbúin til eða einfaldlega geta.

Fimmtudagur í dómsal – Uppfært (19:35)

Heimaliðið og NESV