Dómsmálið: Tom Hicks tapar! (staðfest)

Það er komið að því. Klukkan er níu og eftir örfá andartök mun Justice Floyd dómari kynna úrskurð sinn í máli RBS gegn Tom Hicks varðandi gildi sölu LFC til NESV.

Hægt er að fylgjast með textalýsingu í beinni útsendingu á Guardian-blogginu og This Is Anfield. Við munum svo uppfæra þessa færslu um leið og úrskurðurinn er ljós.

UPPFÆRT: Rétturinn úrskurðaði RBS í hag! Tom Hicks hefur tapað! Dómurinn þýðir í raun að upprunalegi mannskapur stjórnarinnar (Broughton, Purslow, Ayre vs Hicks, Gillett) stendur og þeir máttu samþykkja söluna til NESV. Búist er við að salan muni nú verða staðfest og ganga í gegn.

Við erum enn að bíða eftir fregnum af því hvort Hicks og co. áfrýja dómnum, sem er talið næsta öruggt. Dómarinn gæti bannað áfrýjanir, þannig að kannski er þetta endanlegt í dag. Þó er næsta ljóst að eftir eiga að fylgja málsóknir frá Hicks/Gillett og/eða Mill Financial til RBS, stjórnarinnar eða NESV og eitthvað af lagaflækjum á næstu vikum en ef áfrýjun Hicks mistekst munu aðrar málsóknir ekki hafa áhrif á eigendaskiptin heldur frekar snúast um skaðabætur.

Bíðum frétta af áfrýjun. Ef Hicks áfrýjar ekki, eða ef hann áfrýjar og dómarinn bannar áfrýjun, þá eru NESV orðnir eigendur Liverpool og níu stiga vítið er úr sögunni.

UPPFÆRT (2): Dómarinn neitar Hicks um áfrýjunarrétt og dæmir jafnframt að allur kostnaður vegna málsflutnings skal greiddur af hálfu sækjanda (þ.e. Hicks og co.)! Málinu verður ekki áfrýjað, það er búið!

ÞAÐ ER BÚIÐ AÐ HIRÐA KLÚBBINN AF TOM HICKS OG GEORGE GILLETT!!!

Ef menn voru að geyma vínflöskur fyrir sérstakt tilefni held ég að það sé óhætt að taka úr þeim tappana og fá sér sopa. Það gætu orðið málsóknir manna á milli áfram en þau varða bara skaðabætur, það er búið að ákveða framtíð Liverpool FC! 🙂

UPPFÆRT (3)

Fagnaðarlæti þegar fulltrúar Liverpool komu út úr dómshúsinu og í restina sést þegar menn þakka Broughton fyrir. Ég held að stjórn klúbbsins detti hrikalega í´ða í kvöld eftir stjórnarfund 🙂

Til hamingju!

327 Comments

 1. Er alveg viss um að þetta falli með okkur. Hinsvegar er talað um að það sé enganveginn endir á þessu máli öllu. Framundan hin og þessi málaferli aðdáendum Liverpool til mikillar armæði.

  Vona bara að þetta komist á hreint sem allra fyrst og við getum farið að einbeita okkur að fótbolta á nýjan leik.

 2. Nei Rúnar það er núna. Floyd dómari er víst mættur í salinn miðað við nýjustu fregnir af Twitter. Menn eru sennilega að hlusta á hann tala akkúrat núna og um leið og dómurinn fellur fréttum við af því.

  Tom Hicks og George Gillett gætu verið orðnir fyrrverandi eigendur LFC eftir nokkrar mínútur. Úff…

 3. Ókei fyrsta verk dómarans var víst að fara fram á að það yrðu engar ‘live’ fréttauppfærslur og að menn myndu ekki segja frá dómnum fyrr en hann hefði allur verið lesinn upp. Þannig að Twitter og liveblog-síður Guardian og TIA verða væntanlega hljóðar þangað til búið er að lesa uppskurðinn. Hvað það tekur langan tíma veit ég ekki.

 4. Eins og einn orðaði þetta svo skemmtilega, þetta er eins og að vita ekki hvað dómarinn bætti við miklum uppbótartíma og leikurinn heldur bara áfram og áfram…

 5. Er búið að kanna með hvaða liði þessi dómari heldur með !! Er þetta kannski Everton maður ; )

 6. og ekki bætir það fyrir okkur að kuyt gæti verið frá út tímabilið og agger er meiddur ennþá og ég held að torres sé ekki orðin leikfær, það er ekki hægt að hugsa sér verri byrjun á tímabili, vonandi að dómarinn dæmi rétt í dag og að þessir óheppnismánuðir verði að baki okkar og nýjir tímar LFC geti byrjað strax í dag !

 7. Ömurlegt að vera Liverpool maður í dag. Maður fylgist miklu spenntari með Liverpool réttarhaldi en Liverpool leikjum!! eitthvað verulega rangt við það.

 8. 10.43am: Judge rules against H&G, which means NESV deal can proceed. We will try and flesh out the details and ramifications…

  10.42am: JUDGE RULES MANDATORY INJUNCTION WANTED BY RBS AGAINST OWNERS IS GRANTED: SALE CAN GO AHEAD

  YEEEEEEEEEEEEESSSSSSS :D:D:D:D

 9. Frábært. Nú á samt eftir að koma í ljós hvernig tekið verður á því þegar fávitarnir áfrýja. Mig minnir að Broughton hafi sagt að áfrýjun yrði einnig tekin fljótt fyrir. Vona að þetta hafi ekki áhrif á dílinn.

 10. YYYYYYEEEEEEESSSSSSS!!!!!!

  Þvílík snilld sem þessi dómari er!

  Til Hamingju Liverpool menn allir sem einn, nær og fjær.

  AT THE END OF THE STORM THERE´S A GOLDEN SKY!

 11. Stórkostlegar fréttir, en þetta er væntanlega ekki búið enn, en stór áfangi, við skoruðum mark í uppbótartíma. Einn orðaði þetta svona: “You know that moment? When the ball’s hit the back of the net but the ref’s not blown the whistle yet? That’s how this feels.”

 12. Það er svo fallegt veður sólin skín og fuglarnir singja, blóm teygja sig til himins þetta er yndislegur dagur…alla vega í kringum mig

 13. Fuck Yeah!!!

  Nú þarf bara að losa okkur við Roy Hodgson þá þá fara hlutirnir að gerast!

 14. Vá hvað þetta eru sennilega bestu fréttir í langan langan tíma. Loksins verður hægt að byggja þetta félag aftur upp.

 15. 10.54am: Judge throws out attempt by owners to have interim injunction put on board.

  Mér sýnist að þetta sé búið, þýðir þetta ekki annars að dómarinn hafi neitað H&G um áfrýjun???

 16. VÚHÚÚ!!

  við unnum, þeir töpuðu, við unnum, þeir töpuðu.

  NANANAPÚPÚþ

  🙂 osfrv

 17. 33 “interim injunction” þýðir tímabundið lögbann, held það vísi ekki í afrýjun (en ég er svo sem ekki lögfræðingur)

 18. “Petition to rename the Kop “The Justice Floyd Stand”.” Tekið af RAWK.

 19. Yndislegt!!

  11.01am: RBS want the owners to cover their court costs. Wonder how much they are?

  11.02am: Broughton wants a board meeting by 8pm today to sort out the sale and there is a dispute over whether the owners will be able to communicate via phone. The owners’ QC is asking for the meeting to take place at ten o’clock tomorrow. Judge rules that it should be at 8 today.

  11.04am: Judge rules that owners should pay RBS costs.

 20. Maður er orðinn svo brenndur að maður þorir varla að fagna þessu strax. Nú er bara að vona að þessir nýju eigendur komi til með að haga sér eins og menn, huga að fjárfestingu sinni, leggja fé til kupa á nýjum leikmönnum osfr

  Hodgson aftur á móti fær svona 2-3 leiki til viðbótar. Ef ekkert fer að gerast hjá liðinu verður hann látinn taka poka sinn. Spái því svo að Daglish taki fyrir tímabundið og ef honum gengur ekki þeim mun betur þá verður nýr framtíðar þjálfari ráðinn næsta sumar. The only way is UP !!

 21. stjónarfundur kl 8 í kvöld. Gin og tonic þurfa lika að borga málkostnaðinn. hehehe

 22. Broughton wants a board meeting by 8pm today to sort out the sale and there is a dispute over whether the owners will be able to communicate via phone. The owners’ QC is asking for the meeting to take place at ten o’clock tomorrow. Judge rules that it should be at 8 today.

 23. Það er til Guð. Held að Jóhannes Páll Páfi II sé þarna uppi líka að skipta sér af. Þið munið tengsl hans við Liverpool. Pólskur eins og Dudek :o)

  Erum að raða inn mörkum á Knoll og Tott enda er öllum ljóst að þeir kunna ekkert í knattspyrnu. Annars er þetta ekki búið fyrr en feita kellingin springur en staðan er betri núna en hún var.

  Til hamingju Púlarar nær og fjær.

 24. Og þeir fá ekki að áfrýja

  hahaha djöfull er verið að skíta yfir þá. Mikil snilld

 25. Þetta eru frábærar fréttir, mikill léttir innan í manni…. ÚFFFF….

  Má þá búast við frekari yfirlýsingum frá NESV jafnvel í dag eða næstu daga um þeirra áform? Var það eitthvað staðfest frá þeim að þeir vildu halda Hodgson? hafa einhverjar tölur nokkuð heyrst frá þeim varðandi hversu mikinn pening þeir vilja setja í leikmannakaup?

  Ég held að ég þurfi engar jólagjafir í ár þessi er alveg hreint frábær, eina sem maður vill er þá kannski að liðið okkar fari að spila eins og menn og skila eins og nokkrum titlum í hús…

 26. Ef við hugsum hversu þungt þetta mál hefur hvílt á okkur hérna á klakanum þá getum við rétt ýmindað okkur hvernig þetta hefur verið fyrir leikmenn liverpool og þjálfarann, þannig að núna fáum við kannski aðeins glaðari leikmenn á völlinn á móti Everton og menn sjái kannski smá birta til hjá Liverpool FC.

 27. Loksins, godar frettir. I fyrsta skipti i langan tima sem eg er gladur sem Liverpool madur 🙂 Nu getur uppbyggingin hafist !

  Nakvæmlega Asmundur. Tetta markar vonandi endalok heildadaudans sem hefur hrjad leikmenn og tjalfara Liverpool FC tad sem af er timabili. Jafnvel ad vid førum ad sja leikgledi aftur ?

 28. Það var stiginn nettur dans, hérna á skrifstofunni þegar fréttirnar bárust…. Því miður þá deili ég opinni skrifstofu með fleira fólki, sem núna heldur að ég sé geðveikur !! – En mér er slétt sama !!!

  YNWA ….Til hamingju allir púllarar ..

  Insjallah..
  Carl Berg

 29. Þetta segir John W Henry (NESV) á Twitter ..

  “Well done Martin, Christian & Ian. Well done RBS. Well done supporters!”

 30. Kommentaði áðan um að það væri ömurlegt að vera Liverpool maður í dag. Tek það til baka, ÞAÐ ER YNDISLEGT AÐ VERA LIVERPOOL MAÐUR Í DAG !!!!!!!!!!!!!!!

 31. Hmmm, verður ekki kampavín og læti á Players á sunnudaginn kemur? Varla betri endir á vikunni en að slátra Everton á Goodison Park 🙂

 32. Vitiði hvernig það er, eru NESV að taka lán til að borga upp skuldir félagsins?

 33. Bestu fréttir sem maður hefur fengið í LANGAN tíma! Til hamingju allir Liverpool félagar!

 34. “Mr Justice Floyd has declined to grant an appeal. The judge said it would be inappropriate in the circumstances for him to grant leave. He said that if Hicks and Gillett are determined to appeal, they would have to apply to the appeal court for permission.”

  Gott mál. Þeir geta þó enn áfrýjað, en bara fyrir áfrýjunardómstól. Maður sér samt ekki tilganginn með því ef haldinn verður stjórnarfundur í kvöld. Kannski er líklegra að þeir fari í skaðabótamál?

 35. Ég keypti í lok sept, kamapvín útaf fótboltatengdu atviki, en hún var ekki opnuð þar sem það klikkaði í það skiptið. Held ég hafi fundið ástæðu til að opna flöskuna í kvöld!

 36. Sit hér inni á skrifstofunni minni og tárast af gleði!

  Missti af fréttunum út af fundum, en fékk þó SMS sem að virkilega “made my day” og í fyrsta sinn í u.þ.b. ár leyfi ég mér óhindraða gleði. Ég held að það sé algerlega pottþétt að H & G eru í okkar fortíð og það sem þeir kreista út úr RBS í skaðabætur skiptir mig ekki nokkru máli.

  LIVERPOOL ER LAUST ÚR PRÍSUNDINNI SEM ÞESSIR VONLAUSU MENN HAFA HALDIÐ OKKUR Í!

  Eg veit það er miðvikudagskvöld en eftir kvöldmatinn minn í kvöld ætla ég að skála í drykk sem ég geymi alltaf til jólanna, því nú komu jólin snemma.

  Síðustu 36 klukkustundir hef ég sko heldur betur áttað mig á því hversu innilega heitt ég elska þetta fótboltalið, langt út fyrir allan veruleika og tilfinningin við það að lesa þessa frétt og athugasemdirnar jafnast á við alla sigra félagsins frá því ég fór að fylgjast með.

  Þessi sigur í dómsalnum í dag er meistaratitill nr. 19 og Evróputitill nr. 6 samanlagt!

  “At the end of the storm there’s a golden sky”

  TIL HAMINGJU ÍSLAND (höfundaréttur Sylvía Nótt)

 37. Ef þetta er besta fjárfestingin sem hann hefur gert þá held ég það sé kominn tími til að snúa sér að einhverju öðru… mr. hicks

 38. Frábærar fregnir. Til hamingju félagar. Þetta hefur legið þungt á okkur og vonandi liggur nú leiðin upp á við. Ég var án gríns farinn að búa mig undir að lenda í svipuðu og Leeds en það virðist ekki ætla að gerast. Það tekur þó tíma fyrir klúbbinn að ná flugi aftur en nýir eigendur ættu að ráða nýjan þjálfara sem fyrst og gera leikmannahreinsun strax næsta sumar. Við getum vonandi bráðum farið að horfa á pass-and-move-the-liverpool-way-successful-football.

 39. Það er til guð, og hann er greinilega Liverpool aðdáandi. Til hamingju Liverpool menn nær og fjær. Megi þessi sigur verða sá fyrsti í langri sigurgöngu okkar manna!
  You’ll never walk alone

 40. Babú: klárlega með stutt hár fyrst hann er að verða fastamaður í brasilíska landsliðinu:-)

 41. Ætli maður splæsi nú ekki í 2 auka Liverpool treyjur, með Purslow og Broughton á bakinu! Djöfull er ég ánægður!

 42. Sá þetta á Twitter, varð að deila þessu með ykkur;

  “Breaking News – Gerard Houllier has just taken full responsibility for RBS winning the LFC court case!”

  Mjög gott!!!

 43. Ég held að það sé allt í lagi að Þakka öllum á bakvið þessa snilldar síðu (www.kop.is) fyrir vel unnin störf og að halda öllum vel við efnið!

  Og um leið Óska öllum Liverpool aðdáendum til hamingju og byrja að hugsa til framtíðar!

 44. Þetta er frábær tilfinning, brösótt gengi síðustu mánuði og atburðir síðustu daga hafa bara styrkt mann sem stuðningsmann liðsins, nú sér maður fram á bjartari tíma!

  Þakka kop.is mönnum sömuleiðis fyrir frábæra síðu með framúrskarandi pennum 😉

 45. Geta þessar rottur ekki bara gefist upp?

  12.01pm: An appeal is not being ruled out yet by Hicks and Gillett, says Keith Oliver, a senior partner with solicitors Peters & Peters, who are acting for the Liverpool owners.

 46. Eigum við samt eitthvað að ræða Martin Broughton?

  Losaði okkur við kanana og það án þess að þeir græddu grænan eyri á klúbbnum og skildi þá raunar eftir á kúpunni!

  Besta sem komið hefur frá Chelsea síðan Zola var leikmaður þar. Jafnvel betri.
  Núna er maður bara hlutlaus gagnvart nýjum eigendum, þeir þurfa að sanna sig, en ég treysti vel að Broghton og co hafi fundið rétta eigendur fyrir okkur.

  Þeirra bíður allavega ekki of erfitt verk, standa sig betur en Gillett og Hick! Ég og SSteinn gætum það!

 47. KAR fann hugsanlega eina manninn sem actually yrði verri en H&G !

  Vel gert

 48. Sonur minn er 5 ára í dag, ég held að það verður party fram á kvöld, þetta er yndislegur dagur, ég er farinn í búðina, mun kaupa Liverpool treyju á guttann í tilefni dagsins 🙂

  Til hamingju allir Liverpool menn
  YNWA

 49. Mér finnst Lucas ömurlegur með sítt hár og litlu skárri stuttklipptur!

 50. Frábærar fréttir – happy times – happy day – … djö er maður kátur!!!

  Áfram Liverpool ávallt!

 51. Hjartanlega til hamingju allir sem einn!

  Matin Broughton er maðurinn, gæinn var svo innilega með þetta á hreinu í öllum viðtölum í aðdragandanum. Fáránlega breskur og cool and calculated. Vissi allan tímann nákvæmlega hvað hann var að gera.

  Nú er ekki lítil pressa á tilvonandi eigendum en ég trúi því einlægt að Pursloe og Broughton hafi virkilega vandað valið. Við það tækifæri er hægt að velta því fyrir sér hvort Rick Parry og David Moores séu yfirhöfuð læsir (Corinthians, Halló! warning bells anyone?). Við enda stormsins er himnagull og maður er hálf meir yfir því hvað það eru margir hérna sem elska klúbbinn eins og maður sjálfur. (tár)

 52. Liverpool FC statement

  Liverpool Football Club have issued this statement following the court hearing in London this morning:

  We are delighted that the court has clarified the issue of board composition and has removed the uncertainty around the sale process.

  We will now be consulting with our lawyers and planning for a board meeting tonight. A further statement will be made in due course.

  Tengill

 53. Broughton er klárlega topp maður og flottur business maður og stjórnandi enda verða menn ekkert stjórnarformenn hjá British Airways án þess að hafa eitthvað vit í kollinum. Spuning um að þessi maður starfi áfram fyrir félagið ?

  Nú bíður maður bara spenntur eftir næstu pistlum og umræðum sem fjalla væntanlega um liðið, fótboltann sem það spilar og stjórann alveg eins og þetta á að vera !

 54. Djíses! Mér líður svona eins og þungu fargi sé létt af mér – núna þarf ég ekki að fylgjast með textalýsingum af réttarhöldum erlendis! Þetta er eitt af því furðulegasta sem ég hef nokkurn tíman gert en eitthvað sem ég bara gat ekki fyrir mitt litla líf sleppt. Mikill hausverkur, ringulreið og hugsanir voru að gera útaf við mann í gær eftir allan þennan lestur, óvissu og tilfinningarússíbana en loksins er þetta að klárast!

  Þetta eru búnir að vera agalega erfiðir tímar fyrir félagið og stuðningsmenn en loksins, loksins er óveðurskýin að hverfa af Anfield. Fyrir föstudag verður Liverpool vonandi svo gott sem skuldlaust, komið í hendur nýrra eigenda sem mér lýst bara mjög vel á. Forsprakki þeirra Henry kemur afar vel við sjónir og lúkkar mun meira traustvekjandi heldur en H&G þegar þeir komu, ég hef t.d. mjög gaman af þessum Twitter-færslum hans og svo virðist sem að hann ætli að tengjast stuðningsmönnum félagsins sem er frábært.

  Ég rétt vona að stjórnin og NESV klári þessi mál í kvöld, Liverpool verður komið í eigu NESV fyrir föstudag og vonandi verður þá bara einblýtt á innan vallar mál Liverpool (sem vonandi verða orðin betri eftir sunnudaginn). Ég hlakka til nýrra tíma og nýs kafla í sögu Liverpool, NESV hafa leikið þennan leik áður með því að koma Red Sox aftur á toppinn og vonandi leggja þeir allt í sölurnar til að það sama verði upp á teningnum hjá Liverpool.

  Þeir hafa staðið við öll þau loforð sem þeir gáfu stuðningsmönnum Red Sox á sínum tíma: þeir markaðsettu félagið betur svo það skilaði meiri hagnaði, gerðu liðið verðugt stuðningi aðdáenda, héldu öllu því góða sem var gott við völl félagsins, liðið varð virkara í góðgerðamálum og síðast en ekki síst þeir lofuðu stuðningsmönnunum Heimsmeistaratitil – sem liðið hefur tvisvar sinnum gert. Svo við þessa skoðun þá má alveg, að ég held, leyfa sér að búast við því að þetta eru menn sem standa við orð sín og vonandi mun Liverpool rísa jafn hátt og Red Sox hafa gert undir stjórn NESV.

  Ég er mjög bjartsýnn á framhaldið enda extra jákvæður í dag; Liverpool fer aftur á toppinn fyrr en varir, verður stöðugt í fjármálum sínum, stærri og flottari auglýsingasamningar munu vonandi fylgja og lífið verður gott!

  Mikið agalega er þetta jákvætt!

  1. Vonandi að Joe Cole muni koma til með að hafa sömu áhrif á framtíð Liverpool og árangur þess í erfiðum baráttum líkt og Broughton!

  Þó að stjórnin, Broughton og Purslow þá sérstaklega, hefur verið gagnrýnd fyrir ýmis atvik þá leynir það sér ekki að mikil gleði var hjá þeim þegar málið vannst. Þeir virðist báðir, og þá alveg sérstaklega Purslow, hafa haft velferð félagsins í fyrirrúmi. Flottur leikur hjá þeim og vonandi klára þeir þetta mál í kvöld.

 55. Viðtal við Broughton á Liverpoolfc.tv.

  Kom m.a. fram …

  And your intention is to continue with the sale to NESV?
  We will continue with the sale process.

 56. There is a GOD.
  Er að fagna 5 ára afmæli dóttur minnar (sem kann by the way flest nöfnin á Liverpool leikmönnum). Það verður opnaðir nokkrir ískaldir í kvöld til að fagna yndislegum degi 🙂
  HEf hreinlega ekki getað tjáð mig um eitt né neitt gangvart klúbbnum vegna þunglyndis en þeir dagar eru taldir.
  ÁFRAM LIVERPOOL UNTIL DEATH ………..
  We never walk alone boys :);)

 57. Manni er létt!

  Ég á að vísu engin börn sem eiga afmæli í dag en það skiptir engu, þetta er klárlega stærsti dagur Púllara síðan 25. maí 2005 og til hamingju allir.

  Og takk fyrir allar uppfærslur á fréttum, frábært að fá þetta allt beint í æð frá síðustjórnendum og gestum.

 58. Það ætti að verða ansi skemmtilegur silly season janúar mánuður framundan hjá okkur.

 59. Frábærar fréttir 🙂

  Þungu fargi létt af okkur öllum en þó sérstaklega Liverpool, nú eru vonandi bjartir tímar framundan.

 60. 94
  Ójá það má sko búast við því; spurning hvort að Liverpool verði orðað við stórnöfn eins og t.d. Kaka eða hvort að það verði enn talað um meinta “meðalmenn”, það verður afar forvitnilegt og spennandi að sjá.

 61. Mig langar strax, þó ég kannski leyfi mér að skrifa um það pistil seinna, að biðja Martin Broughton og Christian Purslow afsökunar á neikvæðni minni í þeirra garð frá því í sumar.

  Það er stórkostlegri frammistöðu þessara manna að þakka að eigendurnir voru FLÆMDIR burt með stóru tapi á fjárfestingu á félagi sem þeir sviku og sveltu. Frábær frammistaða.

  Og svo er maður svo stoltur af því að fylgjast með baráttu aðdáenda fyrir þessu félagi, ég er algerlega handviss að mótmælin öll og aðgerðir hafa orðið til þess að margs konar pappakassar hafa ákveðið að bjóða ekki í klúbbinn, því það verður ekki labbað á honum svo glatt. Það kláruðu Purslow, Broughton og Ayre fyrir okkur í dómstólnum í dag.

  NESV vita algerlega hvað bíður þeirra.

  Félag sem hefur ástríðufyllstu aðdáendur í evrópskum fótbolta, ef ekki alheimsfótbolta, ef ekki alheimsíþróttum.

  Nú er að sjá hvað gerist á stjórnarfundi í kvöld, spá því að bæði LIM og Mill Financial dragi sín tilboð til baka og sanni þá hverjar ástæður þeirra voru fyrir tilboðunum, einfaldlega að reyna að hjálpa Beavis og Butthead að fá pening út úr rústunum.

 62. Af hverju á maður að vera ánægður með að losna við Hicks og Gillet?
  Það væri gott að fá góða grein um það.

  Mér dettur í hug eftirfarandi í fljótu bragði.
  1. Vafasöm fjármálaverkfræði til að skuldsetja klúbbinn um of.
  2. Svikinn loforð um byggingu leikvangs.
  3. Peningar teknir út úr félaginu til að borga skuldir og neyða þannig Benitez til að selja til að fjármagna neysluna.
  4. Standa ekki við bakið á Benitez og fara til þýskalands og ræða við Klinsmann
  5. Tala illa um Liverpool aðdáendur
  6. Vita lítið eða ekkert um fótbolta þrátt fyrir að hafa átt eitt þekktasta nafnið í bransanum.
  7. Líta á Liverpool sem tækifæri til að græða og gera allt til að ná því fram. Greed is good og allt það en það verður að taka með í reikninginn aðdáendur félagsins sem búa til tekjurnar sem hægt er að græða á ef vel gengur.

 63. Gillett and Hicks,
  showed theire dirty tricks.
  The fans at the Kop,
  demanded they’d stop.
  Hoping we’d give’m the kicks.

  With the club at it’s low,
  the Yanks suffered a blow.
  Broughton did well,
  the clowns have to sell.
  They’ll be gone before we know.

  Now Gillett is broke,
  and Hicks is a joke.
  Justice at last,
  let’s kick’em out fast,
  light a fat Cuban and smoke.

  We’ll be coming, we’ll be coming,
  we’ll be coming down the road.
  When you hear the noise of the Billy Shankly boys,
  we’ll be coming down the road.

  Walk on, walk on, with hope in your heart
  And you’ll never walk alone.
  You’ll never walk alone!

 64. Humm, þetta átti nú að líta svona út…

  Gillett and Hicks,
  showed theire dirty tricks.
  The fans at the Kop,
  demanded they’d stop.
  Hoping we’d give’m the kicks.

  With the club at it’s low,
  the Yanks suffered a blow.
  Broughton did well,
  the clowns have to sell.
  They’ll be gone before we know.

  Now Gillett is broke,
  and Hicks is a joke.
  Justice at last,
  let’s kick’em out fast,
  light a fat Cuban and smoke.

  We’ll be coming, we’ll be coming,
  we’ll be coming down the road.
  When you hear the noise of the Billy Shankly boys,
  we’ll be coming down the road.

  Walk on, walk on, with hope in your heart
  And you’ll never walk alone.
  You’ll never walk alone!

 65. “There will come a time when you believe everything is finished. That will be the beginning.”

 66. Snilldarfréttir að þetta sé búið´!!! Lausir úr hlekkjum trúðana frá US. Nú getum við fókuserað á það sem skiptir máli, fótboltinn!!! Mikil vinna framundan, en þessi niðurstaða mun eingöngu auðvelda okkur að komast þar sem við eigum heima, á toppnum 🙂

 67. Margur verður að aurum api…þetta á mjög vel við fyrveradi eigendur Liverpool,og legg til að nöfnin þeirra verði bönnuð.

 68. Guðbjörn, var það ekki á endanum auraleysið sem gerði þá að öpum?

  En annars legg ég til að þetta lögfræðiteymi verði fengið til að sjá um ræðuna fyrir Everton leikinn

 69. Góðar fréttir og nú getum við einbeitt okkur að því að vera bara í fýlu yfir liðinu og fótboltanum 🙂

  Roy Hodgsson hlýtur að hafa blendnar tilfinningar yfir því að lending sé komin á þetta mál þar sem það hefur alveg tekið alla athyglina af honum og frammistöðu liðsins.

  Ef að hann og liðið gerir aftur í brók á Sunnudaginn gegn Everton þá tel ég að mótmælastaða áhangenda liðsins muni færast frá dómshúsinu að höfuðstöðvum klúbbsins og Roy muni eiga erfiða daga og jafnvel vera látin taka sinn lítilfjörlega poka og yfirgefa bítlaborgina.

 70. Nr. 98 Zero

  • Af hverju á maður að vera ánægður með að losna við Hicks og Gillet? Það væri gott að fá góða grein um það.

  Í alvöru þarf þess? Hef enga löngun til að tala meira um Gillett og Hicks og þú þarft ekki einu sinni að vera frá þessari plánetu til að vita afhverju við vildum losna við Hicks og Gillett.

 71. 106# Þeir hafa fengið mörg tækifæri til að selja klúbbinn,þeir voru svo gráðugir og vildu alltaf meira og meira,,sem endaði eins og það endaði…fengu ekki neitt og fara út með skömm og með allt niðrum sig,minnir kannski aðeins á íslensku útrásina og þess vegna segi ég ” margur verður að aurum api ”

 72. ” og þú þarft ekki einu sinni að vera frá þessari plánetu til að vita afhverju við vildum losna við Hicks og Gillett.”

  Einmitt, sá sem veit ekki hvers vegna við viljum losna við G&H hlýtur að vera frá plánetunni Zong.

 73. Þar sem ég fylgist ekki nema 20 % með þessu máli þá ein spurning : Er ekki einhver áfrýjunar process eftir ? Er málinu endalega lokið ? Ef svo..til hamingju LFC fans !

 74. Svakalega er gott að eiga frí á svona degi…… það þýðir að maður geti fagnað, sit með einfaldan viskí og klaka hlustandi á You’ll Never Walk Alone… Til hamingju pollarar nær og fjær

 75. Hér er það sem er eftir: á fimmtudag í næstu viku (21. október) munu dómstólar ákveða hvort það eigi að veita einhvers konar Staðfestingu á dómnum sem þýðir að það er ekkert hægt að lögsækja eftir það. Ef þeir veita það verða Hicks og Gillett algjörlega búnir með kostina sína og geta ekkert eyðilagt lengur.

  En já, dómurinn í dag stendur og mun væntanlega fá þessa Staðfestingu segja mér vitrari menn. Ef þeir ákveða að fara fyrir áfrýjunardómstól yrði það þá nær eingöngu upp á skaðabætur frá RBS (sem höfðaði málið í dag) en ekki upp á stjórn LFC.

  Með öðrum orðum, það eina sem H&G geta fengið úr dómstólum úr þessu eru skaðabætur (fé). Þeir eru búnir að missa klúbbinn og fá hann ekki aftur.

 76. Gaman að sjá menn hér gefa tilfinningunum lausan tauminn!
  Hljótum að setja nýtt met í fjölda athugasemda.

 77. eins og stella sem skrapp í orlof sagði fyrir einhverjum árum :

  “ef nú er ekki tími til að skála salómon”

 78. Úff þeir Tom Hicks & George Gillett fá víst að halda KOP_stúkuni ……………………………
  neiiiiiiiiiiiii smá djók þetta er besti dagur sínað humm 2005 😉

 79. Til hamingju með daginn bræður og systur! Miðað við fréttir dagsins er ekki ástæða til annars en bjartsýni, sérstaklega ef við miðum við skuldastöðu liðsins í framhaldinu, og hvernig öðrum liðum á toppi deildarinnar er ekki að takast að leysa það vandamál.

  …og fyrst menn eru farnir að takast á um bestu útgáfuna, þá á enginn séns í þennan!

  Njóðið heil,

  http://www.youtube.com/watch?v=dSeZdqSsyRI

 80. Persónulega þá vill ég frekar að NESV verði nýju eigendurnir frekar en þessi Lim hann hefur bara enga reynslu í svona og NESV er búi að byggja upp alveg þvílikt mikið og munu gera það líka hjá Liverpool

 81. Þessi Peter Lim er líka enginn tycoon. Mark Broughton er til dæmis ríkari en hann. Hann á svipað mikinn pening og Gillett og Hicks áttu þegar hann tók við.

 82. Mér líst fáranlega vel á þessa eigendur!
  Vonandi að þeir leiði okkur aftur á stallinn sem Liverpool á að vera á!

 83. Eftir að hafa horft á videoið sem Babu linkar á vil ég segja þetta:

  Jafnvel þrátt fyrir að videóið segi eflaust ekki alla sögu NESV þá er greinilega stórt og búsældarlegt samansem merki milli NESV og árangurs.

  Liverpool + árangur er saga sem alltof langt er síðan var sögð.

 84. Ég er svo kátur og mig langar að segja svooo margt….. Til hamingju ALLIR
  Nú verður sko Party,vona bara innilega að þetta verði ekki úr öskunni í eldinn…
  YNWA

 85. Ég á 12 ára gamalt víski sem ég var að spá í að geyma fyrir sérstakt tilefni. Það er kannski komin tími á að opna það :=)

  Er sáttur !

 86. Líst svo sannarlega vel á þetta.. Bara bjartir tímar framundan hjá okkur

 87. Ég hélt upp á þetta í dag með því að versla í Broughton shopping park sem er vel við hæfi!


 88. Höldum þessum þræði nokkurnvegin við efnið enda einn sá ánægjulegasti síðan við jörðuðum Real, United og Villa í sömu vikunni.

  (m.ö.o. Það er öllum sama hvað gerist hjá United á næstu árum og þetta er ekki þráðurinn til að spá í því og því bara fjarlægt slíka umræðu núna)

 89. Til hamingju allir. Sat sveittur og límdur við tölvuna, eins og líkast til fleiri, í morgun og dansaði regndans og húllumhæ. Magnað! Á sem betur fer mjög skilningsríka konu.

  En mætti ég koma með ábendingu fyrir síðuhaldara þess efnis að tenglar opnist í nýjum glugga? Það er mér með öllu ómögulegt að muna að þeir opnist í sama glugga hérna og þegar síður eru orðnar svona þungar með svona mörgum kommentum getur manni sortnað fyrir augum (en þó ekki mjög lengi) þegar maður fer tilbaka. 🙂

 90. Nú er helmingurinn af krabbameini Liverpool farið. Nú þurfa nýjir eigendur bara að fara í aðgerð og losa okkur hinn helmingin aka Roy Hodgeson

 91. Babu ég ætla bara rétt að vona að Liverpool verði aldrei notað í svona sjálfsánægju video,ég þoli ekki svona amerískt mont og það er í rauninni andstætt öllu sem LFC hefur staðið fyrir í gegnum tíðina. En mikið er nú gott að Liverpool sé endanlega búið að losna við Gillett og Hicks og vonandi að slíkir menn komi aldrei nálægt neinu fótboltaliði aftur. Vonandi kemur þessi Henry til með að lesa vel sögu liðsins okkar og virða hefðirnar með því t.d að tala við menn eins og Daglish,Thomson, Rush, Evans og Gerrard svo fáir séu nefndir,þá mun leiðin liggja upp á við ef hann verður örlátur á dollarana sína í upphafi áður en peningarnir byrja að rúlla inn í genum nýja völlinn sem hann verður að standa við að verði byggður sem allra fyrst. Og svo er ég ekki viss um að Broughton haldi lengur með Chealsa,maðurinn ætti að vera gerður að heiðursfélaga í Liverpool FC. Gleðin sem skein af honum þegar hann kom út úr dómshúsinu í morgun var ekta. Ég ætla alla vega ekki að hata Chealsa í nokkra daga bara út af Broughton.

 92. Jæja, stjórnarfundurinn byrjaður. Það markverðasta kannski að John W Henry er viðstaddur! Ef það er ekki vísbending ét ég hattinn hans Kristjáns Atla.

  • Babu ég ætla bara rétt að vona að Liverpool verði aldrei notað í svona sjálfsánægju video,ég þoli ekki svona amerískt mont og það er í rauninni andstætt öllu sem LFC hefur staðið fyrir í gegnum tíðina.

  Þar er ég reyndar sammála þér. Það er engu að síður alls ekki bara þarna sem þeim hefur verið hampað.

 93. Af einhverjum undarlegum ástæðum án þess að vita nokkuð um NESV eða Liminn, þá lýst mér betur á Liminn. Ég efast samt ekki um kynhneigð mína og á konu.
  Á fréttum utan úr heimi þá virðist vera minni ólga í Asíu peningalega séð heldur en í USA og það er eitthvað sem segir mér að Broughton og co. séu meira fyrir Liminn.
  Sá fjarfestir sem að er tilbúinn að fara í framkvæmdir á Anfield eða byggja nýjan völl er sá sem er kominn til að vera. Hvers vegna – því það er langtíma fjárfesting en ekki skyndi gróði.

  Vona að stjórninn taki rétta ákvörðun, hvort sem það er Limurinn eða Kanarnir
  YNWA

 94. Talandi um það Nr. 148

  LFC – Anfield Online

  LFC set to make an announcement about 10pm. The NESV deal appears to be getting the seal of approval as we speak.

 95. Er Lim ekki United maður ?
  Einhver sagði mér að hann ætti nokkra United krár …

  Sel það ekki dýrara en ég keypti

 96. 148 Limurinn getur alveg verið ágætiskall, en af einhverjum ástæðum er mér frekar í nöp við menn sem komast til álna á því að reka ManUtd-krár. Bendir ekki beint til þess að áhugi hans á Liverpool sé einlægur (i.e. hann langar að leika stóran kall). En menn sögðu svosem ýmislegt um Broughton þegar hann kom fyrst inn.

 97. Þetta er ótrúlega magnað þetta mál allt saman. Að ímynda sér að á þremur árum hafi þeim Hicks og Gillett tekist að klúðra málum svo svakalega að þeir fái lokasvar í réttarsal um að liðið sé ekki lengur þeirra og þá fagna stjórnendur liðsins og aðdáendur um allan heim.

  Ég hlustaði einmitt á podcast áðan þar sem að Buster Olney var í viðtali, en hann er einn helsti baseball sérfræðingur ESPN. Hann sagðist hafa fengið slatta af símtölum frá Englandi útaf nýjum eigendum og að hann hafi sagt þeim ölllum það sama – að hann héldi að Henry myndi standa sig frábærlega sem nýr eigandi Liverpool.

  Kannski verð ég kominn niðrá jörðina á sunnudaginn, en þessi ákvörðun í dag snýst ekki um næstu daga eða vikur eða úrslit í nokkrum leikjum. Þetta var grundvallarsigur fyrir framtíð þessa knattspyrnuliðs sem við elskum. Núna er liðið komið í hendur á mönnum, sem ég hef trú á að muni gera umtalsvert betur en trúðarnir G&H.

 98. Ég er mun hrifnari af hugmyndum NESV heldur en Lim.

  Er alls ekki hrifinn af þvi að Liverpool yrði eins og Man City eyðandi eins og vitleysingar.

  Ég vil sjá Liverpool sem vel rekið félag sem hefur efni á því að kaupa menn sem liðinu vantar. Ekki bara kaupa menn á svimandi háar fjárhæðir og borga honum rugl laun bara af því að sá leikmaður var góður á HM eða eitthvað álíka.

  Og þó að Lim lofi nýjum velli osfrv þá munum við nú hvernig loforð H&G voru. Maður var gríðarlega spenntur fyrir öllu bullinu í þeim.

  Finnst bara fínt að NESV eru ekkert að lofa upp í ermina á sér heldur vilja skoða alla möguleika sem í boði eru. Þeir útilokuðu aldrei að byggja nýjan völl. Sögðust bara ætla að skoða hvort það væri sniðugara að stækka Anfield eða hvort það væri hægt yfir höfuð.

  Þess má einnig geta að fyrrum stjórnarformaður Arsenal, Keith Edelman, er á stjórnarfundinum sem er í gangi en hann sá meðal annars um það að Arsenal fengi nýjan völl á sínum tíma.

 99. When you walk through a storm
  Hold your head up high
  And don’t be afraid of the dark
  At the end of the storm
  There’s a golden star (sky)
  And the sweet silver song of a lark

  Walk on…
  Through the rain…
  Walk on…
  Through the rain
  Walk through the wind
  And your dreams be tossed and blown…

  Walk on… (walk on)
  Walk on… (walk on)
  With hope (with hope)
  In your heart…
  And you’ll never walk alone
  You’ll never walk alone.
  Alone…

  Hefur átt svo innilega við undafarnar vikur og daga , En..
  YNWA

 100. Djöfull eru þessir gaurar að gera góða hluti í USA. Vita hvað þeir eru að gera og hafa HUGSJÓN sem er fyrir öllu, ekki sálarlausir viðskiptabólukallar. Vona bara að þetta verði að veruleika vill ekki sjá neinn LIM(i)

  Er að fara til Boston í næsta mánuði og kem klifjaður af Boston Red Sox drasli til baka. Takk fyrir mig 🙂

 101. 156

  lélegt að gleðjast yfir meiðslum manna þótt þeir séu í öðrum liðum

 102. Tóti (a.k.a. Fan #156) – þú fyrirgefur en ég verð að hrauna yfir þig. Hvers konar maður ert þú að gleðjast yfir því að Benayoun meiðist og verði frá í hálft ár? Hann var hjá Liverpool í þrjú ár, var einn af betri mönnum liðsins á þeim tíma og gaf okkur margar góðar minningar. Það er ekki eins og hann hafi svikið liðið, við fengum gott verð fyrir hann og hann var einn af þeim sem þögðu þrátt fyrir óánægju á meðan hann var hjá félaginu (ólíkt t.a.m. Voronin og Riera). Atvinnumaður í alla staði sem á betra en þetta skilið frá Liverpool-stuðningsmanni.

  Það er ekki eins og Chelsea hafi verið að missa lykilmann úr sínu liði. Slepptu því að gleðjast yfir þessu, það lítur bara verst út fyrir þig sjálfan.

  Jæja, aftur að eigendaumræðunni…

 103. Þið eruð að fokking jóka í mér … en Hicks er búið að höfða mál á hendur stjórninni í Dallas!!!

  9.58pm: Are Hicks and Gillett making life difficult? Are they ever. News reaches us that a Texas court has issued a restraining order on the sale of the club, calling it an “epic swindle”.

 104. 9.58pm: Are Hicks and Gillett making life difficult? Are they ever. News reaches us that a Texas court has issued a restraining order on the sale of the club, calling it an “epic swindle”.

 105. 10pm: Further to this story about a Texas court issuing an injunction on the sale of the club, Owen Gibson writes that Hicks and Gillett are claiming £1bn in damages.

 106. Hicks er fáviti, örvæntingarfullt fífl sem er að gera sig hlægilegan með þessu. Á einhver að trúa að hann hafi fengið þetta lögbann í Texas með eðlilegum hætti? Að hann sé ekki með einhvern dómara þar í vasanum? Og svo fer hann fram á 1.6 billjón punda skaðabætur? EINA KOMMA SEX BILLJÓN PUNDA!?!?

  Þetta gerir ekkert nema tefja söluna ögn lengur. Stöðvar ekkert. Ég stórefa líka að Texas hafi einhverja lögsögu í þessu máli. Jú, Hicks er frá Texas en Gillett/Mill Financial eru það ekki, Liverpool eru það ekki, RBS eru það ekki. Eini sénsinn að þetta hafi einhver áhrif sýnist mér í fljótu bragði vera ef Kop Holdings er skráð í Texas. Ég vona að stjórnin hafi ekki leyft því að gerast á sínum tíma.

 107. Bíddu, er eitthvað hægt fyrir hann að tapa máli í heimalandi Liverpool og snúa sér þá að réttarkerfi í öðru landi til að fá annan úrskurð? Mætti RBS/Liverpool þá leita í eitthvað allt annað réttarkerfi ef að úrslitin hefðu ekki fallið þeim í hag?

  Og einn milljarður punda?? For what? Mikið er þetta eitthvað desperate…

 108. ég ætla rétt að vona að þessi viðrini hafi ekki fundið einhverja smugu í samningnum sem gerir þeim kleyft að sækja málið í Texas.

  Það er ekki til heilbrigður einstaklingur sem kemur frá Texas.

 109. Það er komið langt fram í uppbótartíma, við erum marki yfir. Sóknarmaður andstæðinganna kastar sér í jörðina inni í vítateig – það var engin snerting. Sjitt. Við grípum andann á lofti, horfum á dómarann… Lætur hann gabbast – blæs hann í flautuna?

 110. Maggi Bjögg (#164) segir:

  „Hvar finnið þið þessar fréttir?“

  Twitter. Þetta gerist allt í beinni þar. Ég mæli með að þú skoðir Kop.is á Twitter eða mig á Twitter, skoðir hverja Kop og ég erum að fylgjast með, skráir þig og fylgist með þeim líka. Besti staður í heimi til að fá fréttauppfærslur af boltanum um leið og þau gerast. Blaðamenn senda tístin sín inn á síðurnar sínar áður en þeir skrifa blaðagreinarnar/fréttirnar.

 111. Liverpool og NESV ættu bara að sækja mál á hendur G&H fyrir að haga sér eins og börn, tefja þetta að óþörfu og fyrir að sækja fáranlegt mál á alla sem eru á móti sér, fara svo fram á svipaða háa fjárhæð frá þessum fíflum …

  Vá, hvað ég nenni ekki einhverju meira svona kjaftæði!

 112. Mér líst ekkert sérstaklega vel á þessi nýju eigendur. Það sem fólk nefnir sem þeirra helstu kostir er að þeir hafi gert Boston Red Sox að meisturum. Ég hef ekki mikla trú á því að þeir geti nýtt sína þekkingu þar og gert Liverpool að meisturum.
  Það helgast að því að fótbolti er ekki hafnarbolti og að ég held að Red Sox hafi verið leyft að vinna. Major league Baseball eru samtök einokunar fyrirtækja þar sem eigendur koma saman og ákveða verð á öllum varningi. Ég tel að NESV hafi ítök í Bandaríkjunum og þannig getað fengið óeðlilegan meðbyr til að vinna. New York Times er stór félag og þeir sem tengjast því stjórna miklu þar um. New York Times er stór og mikið blað en það dugar ekki nýjum eigendum að vinna ensku deildina.

  Vona að þetta hugboð mitt sé ekki á rökum reist.

 113. Er Hicks bara ekki í dauðateygjunum og er algjörlega orðinn deperate ! Hann er væntanlega nánast gjaldþrota ef hann er búinn að tapa Liverpool FC. Hann verðmat klúbbinn á einhverjar 6-800 milljónir punda og er örugglega með allt undir ! Hvað gerir maður ekki sem hefur engu að tapa lengur !!

 114. Eru bandarísk lög yfir Bresk hafin?? Meiri fávitinn sem þessi maður er, og allir þessir texasbúar með sínar byssur, mig undrar að hann hafi eki óvart skotið sig í hausinn blessaður verandi svona thickheaded……
  Treysti Broughton að þetta sé skothelt.

 115. Þetta mál fer auðvitað aldrei fyrir dómstóla í USA og hvað þá í Texas af öllum stöðum. Frekar myndi maður treysta dómstól í Afganhistan en í þessu snarklikkaða ríki !

 116. ég skil ekki hvernig hann getur ákveðið hvernig klúbburinn er verðmetinn. þeir keyptu hann á einhverjar rúmlega 200 mills en vilja svo fá 6-800 fyrir hann! hvernig í anskotanum þegar liðið skuldar einhverjar 240 sem þeir gerðu ekki áður og ekki hafa titlar verið að skila sér í hús. og hvernig í anskotanum getur einhver í texas stoppað þetta???

 117. Helvítis rottan hann Hicks minnir mann sífellt meira á Ástþór Magnússon; ráfandi um í jólasveinabúningnum, veifandi pappírum:

  “Víst, það stendur hérna að klúbburinn eigi að kosta 800 milljónir! Víst eru miklu betri tilboð komin, t.d. þetta hérna frá góðum manni í Nígeríu! Þetta er ekkert nema samsæri gegn mér persónulega og mínum góðu fyrirætlunum! Þið skiljið mig ekki! Þetta fer fyrir mannréttindadómstólinn!” osfrv…

 118. Hvað gengur manninum til? Maður bíður eftir frekari fregnum af þessu, en ég get ekki séð hvað í anskotanum einhver dómstóll í Texas hefur eitthvað um þessa sölu að segja.

 119. LFC Tube ?0012146537273 TEXAS JUDGES FONE NUMBER FONE THE BASTARD!!
  0012146537273 TEXAS JUDGES FONE NUMBER FONE THE BASTARD!!
  Hahahaha
  Gerum þá vitlausa:)

 120. en hvað er hann nákvæmlega að setja lögbann á????
  söluna???
  hvaða heimildir hefur dómarinn að setja lögbann á sölu sem á sér stað í öðru landi, þar sem rbs er ekki með fulltrúa sem geta rökstutt sína hlið í ameíku ……… maður er einsog skopparabolti hérna og skilur ekki neitt í neinu!!!!

 121. getur einhver útskýrt ??? er semsagt verið að fara að fresta sölunni og liðið að fara í greiðslustöðvun og mínus 9 stig ??????

 122. Að angra dómara frá Texas er ekkert slæm hugmynd.
  Ég er kominn með nóg af því að það taki einhver þátt í þessum skrípaleik með þeim.
  Pottþétt týpískur texasdómari sem þiggur mútur,hvað ætla þeir að gera banna mig frá USA?
  Skoða bara myndir það er nóg!

  1. Þetta ætti að koma betur í ljós á næstu 2 klukkutímum hvað er í gangi
 123. 187

  það eru ekki allir á þessari síðu.. endilega segðu frá því sem er þarna

 124. Bjössik

  Ég er ekki að tala um þig. EF að svo ótrúlega vill til að Texas hefur eitthvað um málið að segja þá er ekki gott að vera búinn að úthúða dómaranum ef þú vilt að hann mögulega gæti dæmt þér í hag.

  Dómarinn hefur ekki gert neitt rangt. Þetta er standard framkvæmd á kærum.

  Einhver kærir, dómarinn tekur á móti kærunni, setur dagsetningu þar sem þetta fer fyrir réttinn og í kjölfarið setur hann tímabundið lögbann á samninginn þar til þetta fer fyrir réttinn.

  Hvað heldur þú að hann fái skilaboð frá Liverpool stuðningsmönnum sem hrauna yfir hann og dragi þetta þá tilbaka??

 125. Texas fylki er samansafn af einhverju vitlausasta liði í heiminum, þannig ímynd hefur maður allavega á þeim og hefur haft lengi og þeirra frægustu menn hafa EKKERT gert til að draga úr þeirri skoðun minni. (Bush, Hicks…)

  Texas á aldrei að fá að vera nefnt í sömu settningu og fótbolti ekki nema verið sé að tala um ofbeldisfullu útgáfuna af handbolta og ég hef afskaplega litla trú á að dómari í einu af fylkjum BNA (og hvað þá fylkinu með ruglaðasta réttarkerfið) hafi nokkra einustu lögsögu yfir hæstarétt Bretlands. Sérstaklega þar sem málið fór fram í UK, liðið sem um ræðir er frá UK og bankinn sem verið er að eiga við er frá UK. Þetta er breskt mál og HÆSTIRÉTTUR þar í landi er búinn að kveða upp sinn dóm.

  Trúi ekki að þetta verði tekið alvarlega og því síðu að við þurfum að bíða til 25.okt eins og farið er fram á með þessum “dómi”.

  Djöfull hata ég Tom Hicks og mikið svakalega hef ég illan bifur af Texasbúnum.

  Að maður sem setur Liverpool FC á hausinn fari svo fram á 1.billjóm punda sannar svo bara að hann er klárlega geðveikur.

 126. Þessi farsi er farinn að minna á leiðinlega hryllingsmynd þar sem vondi karlinn drepst aldrei. Vonandi að myndin sé komin á lokakaflan og vondi karlinn falli í lokin.

 127. “If Royal Bank of Scotland does business dealings in Texas, courts there would certainly have personal jurisdiction over the bank,”

 128. Helgi F

  Ef stuðningsmennirnir væru ekki búnir að úthúða þessu liði hvað þá,og það bakkabræðrum
  og allt sem þeim tengist,ég berst fyrir félagið mitt fram í rauðan dauðann-einfalt!
  Biðst reyndar afsökunar því númerin eru í ekki í réttri deild.
  Áskil mér rétt á að bögga það fólk sem reynir að koma höggi á það sem ég elska,
  dropi hefur kannski ekki áhrif en flóð gerir það svo sannarlega.

 129. Er þetta þá alveg öruggt að þetta verði ekki tekið upp fyrr en 25 okt ?
  Og hvað þá fyrir dómstólum í Texas ?
  Hvað græðir Hicks á þessu, mun ekki RBS taka Liverpool yfir á föstudaginn en það verður ekki búið að selja ?

 130. Það fer alltaf svolítið í augun á mér þegar menn beinþýða billion sem billjón en ekki milljarð, munurinn eru alveg heil þrjú 0

  1 Billjón pund = £1.000.000.000.000
  1 Milljarður punda = £1.000.000.000

  🙂

 131. Opinbera tilkynningin komin. Stjórnin staðfestir að NESV muni kaupa félagið en að fyrst verði að láta vísa frá kröfu Hicks fyrir rétti í Texas-fylki, því miður. Það mál verður tekið fyrir 25. október, mánudag eftir tæplega tvær vikur, og þurfum við því að bíða þangað til eftir að allt verði opinbert.

  Hicks er víst að leika nákvæmlega sama leik núna og með Texas Rangers í sumar. Þar gjaldféll $500m lán hans fyrir eigandahlut í liðinu og hann fór með það alla leið í dómstólum til að reyna að halda í hlutinn en tapaði honum. Í kjölfarið hefur Rangers-liðið rétt úr kútnum og er sem stendur að spila í úrslitakeppni bandarísku hafnaboltadeildarinnar núna, í fyrsta skipti í 14 ár.

  Hicks er eins og krabbamein. Fyrst Corinthians í Brasilíu, svo Texas Rangers og nú Liverpool. Hann sleppir ekki fyrr en í andaslitrunum og dregur fyrirtækin frekar niður með sér en að haga sér sómasamlega og ganga í burtu. Ef ég væri Weetabix-starfsmaður myndi ég fara að gera aðrar áætlanir. Það hlýtur að vera næsta fyrirtæki sem hann vill eyðileggja.

 132. Þetta þýðir semsagt að þeir (stjórn Lfc) ætli að láta dómara í englandi skera úr um hvort lögbannið frá Texas standist lög og haldi gildi. Það eru sára litlar líkur á að þetta haldi en þeir ganga úr skugga um það með dómara til þess að allt sé tiptop!! No worries!!

 133. Kristján ég skil þetta ekki svona, LFC fer líklega í það strax klukkan 8 í fyrramálið að fá þennan úrskurð frá Texas dæmdan ógildan. Það er ekkert talað um 25.okt í tilkynningu klúbbsins en ef þetta heldur vatni og fer fyrir dóm í Texas, eins djöfulli fáránlega og það hljómar þá erum við að tala um 25.okt og verulega hættu á að ég verði jafn geðveikur og Tom Hicks.

  og þetta með billjón var klárlega fljótfærni í mér 😉

 134. Svo hefur það heldur betur komið á daginn undanfarið að Rick Parry og David Moores voru með öllu gjörsamlega óhæfir til að sjá um sölu á klúbbnum á sínum tíma því þeir voru komnir með hörmulegt orðspor löngu áður en þeir keyptu Liverpool, sérstaklega þetta krabbamein sem kallað er Tom Hicks.

 135. Babu, það gæti verið. Ég vona að það sé málið, að þeir ætli að láta breskan dómstól úrskurða að Texas-lögbannið sé bull. Hef meiri áhyggjur ef þeir ætla sér í málaflutning í Texas.

  Sjáum hvort verður. Ég vona að þú hafir rétt fyrir þér.

 136. Af Guardian

  “It seems that NESV and RBS are respecting the TRO in order to protect their investments in the US”

 137. EVERYONE POSTING ABUSIVE MESSAGES ON THE JUDGE JIM JORDANS FB PAGE ARE FACING PUBLIC ORDER OFFENCES WHICH INCLUDE JAIL TIME AND FINES THIS WILL NOT SHINE WELL ON THE BOARD CALM DOWN

  Menn að leggja dómarann í einelti.

 138. Ásmundur – skiptir engu máli í þessu ef þetta átti fullan rétt á sér og að dómarinn átti þetta skilið?

  Verð ÁKAFLEGA HISSA ef einhver fær svo mikið sem símtal fyrir að hafa drullað yfir dómara í Texas á facebook.

 139. Babu það fer auðvitað eftir því hvort að það séu hótanir í facebook.
  það sem ég sá voru nokkrar hótanir og talað um að ”abuse” dóttir dómarans og miðað við dauðadóms ríkið Texas þá kæmi mér ekkert á óvart ef það kæmu kærur þaðan.

 140. Ég vona að þetta leysist hratt og örugglega því maður eldist um mörg ár ef þetta heldur svona áfram….. Hvað eru þessi gaur að spá ??? Þetta er eins og maður færi og kveikti í bílnum sínum til að bankinn fengi hann ekki, en samt sæti maður uppi með fjárans lánið !!!!!

 141. Babu: Átti þetta rétt á sér? Dómarinn er að vinna vinnuna sína, gerir maður ráð fyrir. Jafnvel í Texas ber að fara eftir lögum, og hér er t.d. skýring á Guardian: “The Texas judge who issued the injunction has not made an decision on the merits of the case. The injunction just halts everything until there is a hearing. The grounds for granting an emergency TRO are that the actions will create irreparable harm that cannot be adequately compensated for through monetary damages. I suspect that once Judge Jordan actually has a hearing on the issue, he will dismiss it and remove the injunction. The Texas courts probably do have jurisdiction, but they will be hesitant to take it when it will put them in conflict with English courts that are better able to adjudicate the issue. Hopefully, this has only temporarily delayed the sale and Liverpool will avoid administration, but H&G have probably bought themselves a couple more days.”

  Þessi fúkyrðaflaumur á facebook-síðu dómarans ber bara vitni um barnaskap og vanþroska.

 142. Já það er auðvitað of langt gengið, yrði samt frekar hissa ef þeir fara að eltast við þetta. Án þess þó að ég vilji vanmeta Texasbúa, þeir eru til alls líklegir greinilega.

  Dreg það hreinlega í efa að dómarinn hafi fattað hverslags risa hann var að skapa sér “vinsældir” hjá með þessu. (þó það megi auðvitað vera að hann hafi ekki getað neitað þessari beiðni frá H&G skv. lögum Texas)

 143. Held að Hicks ætti að fara að halda sig innandyra á næstunni. Sumir Lfc aðdáendur eru til ALLS líklegir.

 144. Já Babu, það er nokkuð ljóst að þeir félagar Parry og Moores eiga skilið martraðir í nótt. Ef ég hef skilið eignarhaldið rétt, þá eiga þeir trúðar G&T saman (móður)félag í Dallas, sem á svo 100% hlut í félagi á Cayman eyjum sem á svo aftur félag í UK sem á Liverpool FC. Það mætti halda að Hannes Smára og Jón Ásgeir hafi verið ráðgjafar við þessi kaup á sínum tíma.

 145. Hvernig komst LFC í öll þessi vandræði. Jú…þegar fíflið hann David Moores seldi Gillett og Hicks.
  Vinsamlega beinið reiði ykkar þangað. David Moores er stóri sökudólgurinn hér. Ef fíflið hefði snefil af sjálfsvirðingu þá myndi hann halda kjafti og afsala sér þeirri stöðu sem hann hefur til lífstíðar hjá LFC.

 146. Þeir fara fyrir dómstól í Texas í fyrramálið.

  Dómarinn felldi úr lið C á blaðsíðu 5 í lögbannskröfunni sem gerir þeim Broughton og co að reyna að fá þessu hnekkt strax í fyrramálið. Dómarinn tók líka fram að hann hefði aðeins séð aðra hlið málsins og fallist var á lögbannskröfuna þar sem ef að salan hefði gengið í gegn væri ekki hægt að afturkalla hana.

  Kæran snýr ekki að Liverpool heldur RBS, Broughton og NESV. Þeir eiga allir hagsmuna að gæta í Texas og verða því að hlýta úrskurðinum.

  Dómarinn er demókrati sem er gott þar sem Hicks er hinum megin í pólitíkinni.

  Þannig á morgun (vonandi) fer dómarinn yfir áfrýjun lögfræðinga RBS, Broughton og NESV og fellst á að þessi úrskurður er bull og fellir lögbannið úr gildi.

  Ef ekki þá fer þetta fyrir dóm 25. október og RBS, Broughton og NESV verða að hlýða því.

 147. Ertu með link á þetta Helgi F ?

  Góðar fréttir samt og afar eðlilegar. Nú er bara að vona að þetta verði síðasta óvissunóttin

 148. Babu

  Það sem ég skrifaði kom frá mörgum stöðum m.a. Sky Sports News þannig að ég er ekki með beinan link á það en hér eru nokkrir linkar.

  BBC Business Editor Robert Peston reported:
  “Although the Texas court has no direct jurisdiction in the UK, both New England Sports Ventures and Liverpool’s bankers, Royal Bank of Scotland, would not wish to be seen to be wilfully defying that court, because that could cause harm to their substantial US operations.

  That is why RBS and New England Sports Ventures will attempt to have the restraining order lifted on Thursday. If that’s achieved, Liverpool could then be sold from under Mr Hicks and Mr Gillett within a matter of hours.”

  http://news.bbc.co.uk/sport2/hi/football/teams/l/liverpool/9080946.stm

  Það að dómarinn er demókrati sá ég nú bara á þessari umræddu Facebook síðu hans, þ.e. í prófílnum hans. Og Hicks er gallharður repúblikani eins og besti vinur hans Bush http://www.nndb.com/people/529/000052373/

  Greinin sem var strikuð út af dómaranum má sjá hér á bls 5 http://www.guardian.co.uk/football/2010/oct/13/liverpool-sale-texas-court-restraining-order

  Annað man ég bara ekki hvar ég las og heyrði. Er orðinn svo ringlaður í þessu öllu saman og er að ég held að verða helvítis lögfræðingur eftir þetta bull 🙂

 149. Þetta er að verða frekar mikið óþolandi en það sem ég er að spá er þetta.

  1 Ef þetta fer á versta veg og við þurfum að bíða til 25 okt þarf þá ekki Hicks að borga þessar 200 og eitthvað mills á föstudag sem hann á ekki fyrir og í kjölfarið missti hann hvorteðer klúbbinn?

  2 er einhver séns á að við missum þessi 9 stig ef þetta þarf að frestast til 25 október eða getur bankinn beðið með að gjaldfella lánið þar til þetta er yfirstaðið og þar af leiðandi þurfum við ekki að missa þessi stig?

  Þetta mál og þetta krabbamein hann Hicks er að gera mann brjálaðan, ég vil endi á þetta STRAX en ekki eftir 11 daga….

 150. Ég hefði nú sleppt því að hrauna yfir dómarann á Facebook ! Menn hafa verið lögsóttir fyrir minna þó það hafi verið í öðru landi ! Eins er þetta varla til að hjálpa okkar málstað.

  Hinsvegar er þetta hið ömurlegasta mál og því lengur sem þetta dregst því verra verður það fyrir klúbbinn. Maður er farinn að velta því fyrir sér hvort RBS nenni þessu veseni mikið lengur og taki hreinlega klúbbinn yfir. Þeir ættu alltaf að fá sinn aur þó klúbburinn tapi 9 stigum myndi maður halda.

 151. En af hverju eru þessi fáránlegu lög við lýði (-9 stig)? ef að félög eru í vandræðum þá eru þessi mínusstig ekki að hjálpa. Og það er ekki eins og þetta sé félaginu að kenna.

  Ég fæ ælu upp í háls af því að sjá þennan mannaskít Tom Hicks. Skilur eftir sig sviðna jörð hvert sem hann fer, helvítis ódó.

  með von um betri stundir.

 152. American attorney Tom Cruise explains to BBC 5 live’s Wake up to Money the intricacies of the temporary restraining order stopping the sale of Liverpool Football Club.
  BBC News

 153. Ég held að þessi fyrirsögn sé eitthvað villandi enda er Hicks ekki að tapa þessu eins og er, það er LiverpoolFC sem er að tapa þessu máli.

 154. NESV prepared to wait to buy Liverpool

  Liverpool’s prospective new owner NESV is prepared to wait to conclude its £300m takeover of the club.

  The purchase was delayed on Wednesday after the club’s current owners – Tom Hicks and George Gillett – gained an injunction in a Texas court.

  But the delay will not make NESV’s leader John Henry call off the deal.

  “He is prepared to wait for the order to be lifted. Sources tell me he has binding agreements,” BBC sports editor David Bond said.

  More to follow.

 155. Þetta var á RAWK, kemur reyndar annars staðar frá en … þetta útskýrir ýmislegt.

  “This is an explanation as to what is going on with the RO issued today (for me still today as I am in Iowa, US):

  As a practicing attorney and a partner at a good size firm in the US, in Iowa, I can tell you the following:
  Getting a restraining order is not that difficult.
  If you are a member of your bar in good standing getting any order from a judge (as long as you prepared it yourself and the judge just needs to sign) is also not very difficult. I take my job seriously but I can tell you from experience, I have had 100s of orders signed by judges in the courts I practice and not once has one been denied or actually read in any detail by any judge who signed it. As long as you are in a reputable firm and your reputation is good judges sign no questions asked.
  The judge in TX signed the order but he also apparently read the order in detail that was prepared by Hicks’ attorney. Read the order that many have now linked to. Judge everywhere hand wrote the word “solely”, meaning that he wanted everyone to be clear that he is basing this only on the info given to him by Hicks’ attorney. This also means that the judge was as uncomfortable as heck doing this. However, if I came to a district court judge here in Iowa (one I knew) I could get it signed as well, and I know the judge would be sweating doing that.
  These judges are not legal geniuses. As soon as a reputable attorney for RBS, LFC, NESV makes a good legal argument that this case should not be heard in Texas or anywhere else in the US (for reasons in my previous post #1338) the judge will drop this case like a hot potato. He may have even indicated so to Hicks’ lawyer. I’ve heard judges say to lawyers, “You better not get me in trouble with this!” There is no reason any judge in TX state court would want to sit and listen to arguments or a trial over an English club, being bought by someone from New England, in danger of administration by Royal Bank of Scotland where all contracts, loans and undertakings were done in England with English laws.
  Then there’s the choice of forum (and perhaps choice of law as well) in the loan documents signed initially by H&G, and extension docs signed recently as well as undertakings signed apparently in April of this year. They all seemed iron clad to the High Court Judge yesterday in England. It would be royally stupid to think that those same documents do not state that all disputes arising out of these documents, transactions and contemplated dealings and transactions are to be heard only in England in XYZ court by applying laws of ABC. RBS would never be so stupid as not to include those. Any RBS lawyer would be guilty of malpractice if he did not include choice of forum and law terms.
  SO RELAX, this can be likely promptly removed and dismissed by a competent local counsel hired by RBS, NESV, LFC so that NESV and LFC board have no uneasy feelings signing the documents and tendering over money to RBS to wipe out l”

 156. 226, Hvar kemur Tom Cruise eiginlega inn í þessa hringavitleysu alla saman ?

  • 226, Hvar kemur Tom Cruise eiginlega inn í þessa hringavitleysu alla saman ?

  Það er nú vel hægt að færa rök fyrir því að það vantaði bara hann í þetta mál!

  Annars vona ég að þetta sé rétt hjá gaurnum sem Mummi bendir á og mikið djöfull vona ég að þetta verði klárað í dag.

 157. Mummi, þú ert að bjarga deginum!

  Djöfull vona ég að þetta sé rétt, en ég er mest sammála því af öllu að David Moores og Rick Parry eiga ekki að koma á Anfield aftur.

  Það er ljóst að því meira sem maður les um Tom Hicks er að þar fer maður sem lætur flesta okkar kóna blikna, skítaslóðin leggur eftir hann alls staðar og algerlega ljóst að allt bakgrunnstékk þeirra á þeim skíthæl hefur verið hið minnsta allt of lítið.

  Sennilega hefur málið einfaldlega verið það að Arabarnir ætluðu að skipta þeim út fyrir sitt fólk en fjárglæfravitleysingarnir lofuðu þeim áfram áhrifastöðum.

  Rick Parry er í mínum huga núna sá almesti d*sokkur sem komið hefur nálægt félaginu, ekki bara útaf þessu máli heldur líka því að það var hann sem réð kaupum og sölum og klúðraði meiru þar en hann kláraði.

  Eftir þetta allt þarf að skipta um F5 takkann minn!!!

 158. 230, Tom Cruise er lögmaður í USA. Hefurðu ekki séð heimildarmyndirnar A few good men eða The Firm?

 159. Fínir punktar hér hjá Maddock..

  http://www.mirrorfootball.co.uk/news/Liverpool-takeover-latest-Reds-appoint-lawyers-in-Dallas-to-overturn-injunction-Martin-Broughton-tells-fans-Keep-the-faith-and-John-W-Henry-pledges-not-to-walk-away-from-deal-article600701.html

  Þeir bara bíða eftir að skrifstofur opni í USA og þá verður þessu máli svarað kröftuglega. Hicks skrifaði undir pappíra hjá RBS um að hann gæti einungis farið í mál í gegnum enska dómskerfið. Það plús dómurinn í gær ætti að klára málið okkur í hag.

 160. Held að Broughton og félagar hafi gert ráð fyrir því að þessi staða kæmi upp og væri þá með “plan b” uppi í erminni.

 161. Þetta er að koma núna … ný þróun í málinu!

  Twitter frá AnfieldOnline … According to Radio 5 Mill Financial now own both Tom Hicks and George Gillett’s shares in Liverpool Football Club.

  Sama frá Liv Echo
  Hearing reports that Mill Financial may have bought Tom Hicks and George Gillett’s shares in LFC – more to follow soon

 162. Tretsti bara á þetta

  tariq panja

  LFC and #RBS in High Court to injunct against Hicks’s restraining order. They claim a Texas court has no jurisdiction over UK company law

 163. 11.06am: Liverpool and Royal Bank of Scotland are to return to the High Court at 2pm this afternoon.

 164. Royal Bank of Scotland tells me that if it’s true that Mill has taken the Hicks/Gillett shares and if Mill repays the £200m long-term debt owed by Liverpool FC (plus penalty fees) to RBS and Wachovia, then Mill is in the driving seat.

  Once the debt is repaid, RBS’s power ends.

  At that point, the deal with New England Sports Ventures collapses.

  Liverpool would have a new owner, Mill. And Mill will do with Liverpool what it pleases.
  http://www.bbc.co.uk/blogs/thereporters/robertpeston/2010/10/liverpool_it_could_be_all_over.html

 165. Bíddu getur Hicks, sem á að hafa afsalað Broughton æðsta valdið í söluferlum félagsins, stöðvað söluna til NESV með frystingu á málinu og farið svo bara rétt á eftir og selt liðið? Þetta finnst mér nú vera alveg anskoti rotið.

  Ef þetta er löglegt þá er þetta viðbjóðsleg aðgerð sem íslenskir útrásarvíkingar yrðu ekki einu sinni stoltir yfir. Djöfull hata ég þennan mann!

 166. Það er farið að fara um mig…. Hver og Hvað er Mill Financial…. Er það einhver leppur fyrir Hicks? Fnykinn af þessu öllu saman leggur alla leið yfir Atlantshafið hingað upp á Klakann.

  YNWA

 167. Okei hvað er að gerast? Mill who the f**k? Og hvað þýðir þetta eiginlega, er Liverpool að fá nýjann eiganda? ..er þetta á vegum G&H?

 168. Ef við lítum á “jákvæðu” hliðina á þessu máli og flækjum þess, þá hefur þetta nú heldur betur stytt manni stundir í landsleikjfríinu en nú er því lokið og vonandi klárast þetta anskotans mál þá bara í leiðinni!

 169. Og já Echo nefnir að Kenny Huang gæti verið bak við þessi mál hjá Mill Financial, spurning hvort það sé eitthvað til í því en mér líst nú lang best á NESV af öllum þeim sem hafa verið nefndir til sögunnar á síðustu mánuðum og árum.

 170. Djöfulsins rugl…þvílík sápa er þetta að verða, söguþráður í heila bíómynd!
  Nú eru vangaveltur um að hinn kínverski Kenny Huang sé mögulega á bak við nýjasta útspilið…

  Held að ég hafi ekki taugar í þetta lengur…ætla að hætta að uppfæra síðuna í ca. 4-5 klst. og sjá síðan hver staðan verður!

  Annars fer maður að enda á geðdeild!

 171. Þvílíkt og annað eins… Þetta Mills Financial dæmi er einhver Vogunarsjóðs (Hedge fund) viðbjóður .. ég er með óbragð í munninum núna. Eins og mér leið vel í gærkvöldi! Leist vel á þennan Henry og það sem hann og félagið sem hann leiðir er búið að gera fyrir Red Sox. Ömurlegt að horfa upp á klúbbinn sinn á þessum vígvelli græðgishyggjunar. Hvar endar þetta allt saman. 🙁

  YNWA

 172. Getur einhver sagt mér hvernig Hicks gat/getur selt sinn hlut án þess að fá samþykki frá stjórninni?
  Er ekki málið búið að snúast um það að hluta til. Hver stjórnin er og að hún ræður?

  Ég skil þetta ekki.

  Stundum langar manni bara einfaldlega að gráta.

 173. Freysi, þú sem hluthafi í fyrirtæki getur að sjálfsögðu selt þinn hlut án þess að stjórnin viðkomandi félags samþykki það sérstaklega.

 174. Þetta er gjörsamlega að eyðileggja fyrir manni daginn, og sem éghelt að þetta væri búið, fokkin gillet og fokkin hicks tussusnúðar.

  En það er talað um að Liverpool og RBS komi aftur fyrir rétt í dag kl 14, vonandi verður þetta rugl á bara slegið af borðinu og NESV eignast félagið, váá hvað mig dreymir um að sjá (STAÐFEST) Á ÖLLU ÞESSU RUGLI

 175. Takk fyrir það Mummi

  Ég verð nú samt að viðurkenna að mér finnst það bara ekkert sjálfsagður hlutur, eins og þú segir, miðað við allt síðustu daga

 176. Ætli það sé ekki bara best að anda með nefinu og hætta að refresha, maður verður bara vangefin á að fylgjast með þessu. (með fullri virðingu)

 177. Skoðum þetta mál án tilfininga. 300 millur eru ótrúlega lágt verð fyrir LFC , getum við verið sammála um það ? 3,8 x CR7 fyrir LFC er fyrir mér fáranlegt. Torres , Gerrard og Reina eru 80 -90 milljóna virði þanning að allir aðrir leikmenn + Anfield + Öll æfinga aðstaða og aðrar eigur eru 210 – 220 milljóna virði ???? Bull !!!
  Að fyrirtæki sé selt í andstöðu við eigendur hljómar undarlega ! Að eigendur geti ekki borgað skuldir sínar eða endurfjármagnað þær er allt annað mál. Þá taka lánadrottnar yfir eigur á því verði sem nemur skuldinni , sem eru hvað 235 millur í dag ??? Mér persónulega finnst skítalykt af þessu máli. Ekki eru menn sem skrifa á þessa (frábæru ) síðu svo skyni skroppnir að þeir halda að G&H séu ástæðan fyrir slæmri stöðu LFC í dag ??? Ég veit ekki betur en ansi miklum peningum hafi verið varið til leikmannakaupa síðustu 3 ár. Ekki er hægt að kenna þeim um að þeir leikmenn hafa alls ekki staðið sig !!! Framkvæmdastjórar og stjórn LFC síðustu 3 ára hafa brugðist. Menn hafa eytt miklum peningum í að kaupa miðlungs góða leikmenn í örvæntingarfullri leit að árangri inn á vellinum. Lykilmenn eins og S.Gerrard eru búnir að gefast upp á þessu og hann veit að hann vinnur aldrei EPL. með LFC…sorry…Á andliti Torres má sjá að hann spyr sjálfan sig : út í hvaða vitleysu er ég komin ???

  • Ekki eru menn sem skrifa á þessa (frábæru ) síðu svo skyni skroppnir að þeir halda að G&H séu ástæðan fyrir slæmri stöðu LFC í dag ???

  Ertu að grínast eða? Jú auðvitað.

 178. MW : Ég held að þú ættir ekkert að vera tala út um rassgatið á þér, um hluti sem þú hefur augljóslega ekki hundsvit á !!

  Ég held að það nenni enginn að fara með þessa umræðu inná þá braut sem þú ert að reyna að fara með hana á…. Þú ert að gaspra einhverja steypu á viðkvæmum tíma, og ættir bara að hafa þessar skoðanir fyrir sjálfan þig. – Það eru mikilvægari hlutir í gangi núna, en hvað þú heldur að Torres sé að spyrja sig að …

  Carl Berg

 179. Áhugaverð þróun mála í upphafi dags. Maður hélt að þetta yrði búið við dómsmálið í gær en það var bara upphafið á mikilli sápuóperu.

  Eftirfarandi vitum við núna: Mill Financial eiga bæði hlut Gillett og Hicks í félaginu. Það þýðir að Hicks og Gillett eru ekki lengur eigendur heldur Mill Financial. Þeirra bíður samt sama áskorun og beið H&G – borgið RBS upp lánið fyrir morgundaginn eða látið hirða af ykkur klúbbinn. Mill Financial eru bara núverandi haldhafar eignarhlutsins en þangað til skuldin við RBS hefur verið gerð upp eiga þeir ekki klúbbinn.

  Mér finnst ólíklegt að fjárfestingasjóður ætli að eiga félagið áfram. Frekar finnst mér líklegt, eins og einhverjir eru að gefa í skyn, að þeir séu að þessu fyrir hönd einhvers aðila sem ætlar að eignast LFC og að Mill Financial ætli sér að selja eignarhlutinn strax áfram til viðkomandi aðila, sem myndi þá þurfa að greiða upp lánið við RBS og standast kröfur Úrvalsdeildarinnar um eigendur áður en hann yrði staðfestur eigandi.

  Þetta myndi náttúrulega þýða að NESV-salan er búin að vera.

  Sjáum hvað gerist. Við fáum fleiri fréttir í dag, það er alveg á hreinu. Maður treystir engu en það þarf ekkert endilega að vera að Mill Financial séu slæmar fréttir. Þeir eru allavega búnir að kaupa Hicks og Gillett út.

 180. MW ég skil ekki afhverju þú lest þessa síðu og hvað þá heldur commentir hér. Það er eins og þú fáir kick út úr því að espa menn upp og að sem flestir þoli þig ekki.

  Þetta eru viðkvæmir tímar og klárlega viðkvæmari en þú gerir þér grein fyrir, reyndu að sína smá virðingu

 181. Sleppið því bara að svara honum. Sagðist MW ekki vera Man Utd aðdáandi? Svo kemur hann hér inn og reynir að espa menn upp þegar mikið er í gangi hjá LFC? Hunsið hann bara.

 182. Eitt samt Kristján Atli.

  Eins og ég skil þetta þá er NESV salan bindandi til 1. nóvember.

  MF er að eignast félagið í dag.

  Þannig að ef að dómarinn vísar málinu frá þá má Liverpool ganga frá sölunni.

  Kannski er það bull hjá mér en þótt að nýir eigendur hafi tekið við í dag þá mega þeir ekki afturkalla hluti sem nú þegar er búið að gera.

  Einnig kemur fram í lögbannskröfunni að eigendur Liverpool séu þeir Tom Hicks og George Gillett. MF eru ekki nefndir á nafn þar.

  Þetta er allavega eins og ég sé málið núna. Kannski getur einhver leiðrétt mig í þessu ef þetta er rangt hjá mér.

 183. 258 MW

  Menn eru alls ekki sammála um verðmatið og mér finnst fjarri lagi að horfa bara til upplausnarvirðið. Þú munt aldrei leysa upp knattspyrnufélag, það er lítið mál að leysa upp flest fyrirtæki en annað mál gildir um íþróttafélög.
  Að mínu mati er mun réttara að horfa til þess hversu háar arðgreiðslur er hægt að vænta úr félaginu án þess að það bitni á rekstri þess (leikmannakaupum o.s.fr.). Það þarf því horfa á hverju reksturinn er raunverulega að skila.
  Þegar maður horfir á málin þannig finnst mér 300m GBP ekki lágt verð, jafnvel frekar hátt. Kannski er það þess vegna sem kaupendur hafi ekki verið á hverju strái.

  Annars sammála öðrum hér að það er ekki viðeigandi að ræða þetta sem stendur.

 184. Það er að stefna í það að þetta ætti að kallast Hicks vann staðfest.
  djöfulsins drullusokkur þessi eiturnaðra sem Hicks er en vonandi mun dómarinn frá því í gær hafa eitthvað um þetta að segja.

 185. Vonandi fer þessu leiðindarmáli að ljúka.

  Ég skil ekki að nokkur maður vilji eiga og reka þennan klúbb. Stuðningsmenn liðsins eru gjörsamlega heilaþvegnir og ofstækistrúar og stökkva í hótanir á næsta mann án þess að hafa nokkur rök fyrir sbr þennan dómara, sem er 100% saklaus að vinna vinnu sína. Mér sýnist það vera ansi margt annað en eignarhaldið sem er í lamasessi hjá þessum áður sigursæla klúbbi. Það er allt sem bendir til þess að félög í iðnaðarborgum komi til með eiga erfitt uppdráttar á næstu árum, og Liverpool þar með talið einfaldlega vegna peningaskorts.

 186. Hvort sem að það verði NESV, Lim, Mills, Huang eða hvað þetta nú allt heitir þá er það alveg á tæru að þeir þurfa heldur betur að vinna sér inn traust stuðningsmannana og það er alveg bókað að eftir þessa hringavitleysu þá eru eflaust all margir stuðningsmenn sem að eiga eftir að vera agalega sceptical þegar nýjir menn koma inn.

  Brennt barn forðast eldinn og þetta á að mér finnst mjög vel um stöðuna sem stuðningsmenn Liverpool eru í þessa stundina. Það er allavega gífurlega mikil vinna framundan hjá stjórninni og verðandi nýjum eigendum (ef að þetta klárast þá einhvern tíman)!

 187. Both the Liverpool board and NESV believed a deal could be reached last night but the last ditch intervention by the American owners meant more court action is necessary. The case will go before Mr Justice Floyd again this afternoon, at approximately 2pm.

 188. From PA:

  Liverpool co-owner Tom Hicks remains in control of his share of the club and has not sold out to Mill Financial, Press Association Sport has been told.

  Reports this morning suggested the hedge fund, a branch of Washington-based Springfield Financial, had acquired the Texan’s 50% share having already taken ownership of his fellow co-owner George Gillett’s half.

  However, a UK-based spokesman for Tom Hicks told Press Association Sport Mill Financial had not acquired Hicks’ shares.

 189. OK….Skil að þetta er tilfiningamál en ég fæ engin svör.
  1. Ég er United maður og almennur fótbolta áhugamaður..aldrei farið í felur með það.
  2. Hafa Stjórar LFC ekki fengið nægt fé til leikmanna kaupa síðustu ár ?
  3. LFC er fyrirtæki og í raun er ekkert mál að leysa það upp og selja allar eigur ef það er hagkvæmt. Allir samingsbundnir leikmenn eru x milljóna virði , Anfield er fasteign á besta stað , æfingaaðstaða osf.
  4. Ég óska LFC alls hins besta svo lengi sem þið eruð amk einu sæti neðar en United í deildinni ár hvert. Ekkert er skemmtilegra en að horfa á leiki okkar liða.
  5. Ég óska þess að öll lið á Englandi séu í eiga aðdáenda félaganna , hlutafélög sem eru rekin með árangur inn á vellinum að leiðarljósi fremur en gróðravon. Ég held að sama hvernig þessi mál með LFC þróast næstu daga að þá ættu aðdáendur LFC á heims vísu að fara að safna hlutafjárloforðum til að kaupa liðið sem þeir elska..
  6. Fótboltinn í heiminum er komin í algjört bull , laun leikmanna eru orðin vægast sagt heimskuleg ( Y.Toure – 220.000 pund á viku ! ).

 190. LIVERPOOL – WORTH FIGHTING FOR
  18 League titles
  5 European Cups
  7 FA Cups
  7 League Cups
  3 Uefa Cups
  Turnover: £159.1m (2008)
  TV revenue £74.5m (08-09)
  Debt: £280m
  Club valued at £300m-600m
  Tekið af BBC…..Þetta er liðið ykkar og þið eigið að eiga það og velja stjórn þess !!

 191. MW – Víst var þér svarað og annars er þetta bara umræða sem ég efa að nokkur maður nenni að taka akkurat núna, ættir held ég að skilja það. Ef þú lest eitthvað í þessum þræði ættir þú jafnvel að sjá að það er helvíti mikið í gangi núna og framtíð klúbbsins afar mikið í húfi. Sama hvað þér finnst eigendur okkar sl. 3 ár hafa verið góðir og hvað þér finnst við vanþakklátir þeim þá nennum við ekki að ræða þetta núna.

  En þetta er annars snilldar grein
  http://www.guardian.co.uk/football/blog/2010/oct/14/tom-hicks-george-gillett-liverpool

 192. Voðalega taka menn nærri sér þessi comment frá MW. Er bara ekki ágætt að fá sjónarhorn fleiri fótboltaaðdáenda? Sýnist hann reyna að færa rök fyrir sínu máli af sannfæringu. Það er bara ágætis mál, þó menn séu ekki endilega sammála.

 193. Ég held að menn nenni bara ekki í þessa umræðu að sinni sem MW er að reyna að fara í. Ekkert annað en það í raun.

 194. 274 MW

  Það nennir enginn að standa í að svara öllum þessum spurningum í löngu máli. Það er margbúið að ræða þessa hluti fram og til baka. Ég skal samt svara örlitlu eins og þetta horfir við mér.

  Fé til leikmannakaupa. Nei ekki verið nægjanlegt og margt rangt sagt um eyðslu Rafa t.d. Þetta snýst heldur ekki bara um upphæðir sem slíkar heldur hversu lengu menn hafa verið að klára samninga. Dæmi um það er Vidic, Rafa vildi fá hann en Parry hikaði. Við fengum Skertl í staðinn. Þónokkur svona dæmi um að Rafa þurfti að sætta sig við annað eða þriðja kost.

  Upplausn fótboltafélags. Við skulum bara vera ósammála þar. Ég held að virði leikmanna hrapi í verði um leið og það fréttist að leggja á félagið niður. Sama gildir um aðrar eignir. Anfield á besta stað – veit ekki með það en svo sem ekki á versta stað sem hægt er að hugsa sér.

  Sleppum svo þessari umræðu endanlega í þessum þræði. Nú skiptir bara máli hver mun eignast Liverpool.

 195. Hvaða helvítis kjaftæði er í gangi? Maður er orðinn sjóðandi illur að sitja við tölvutussuna og reyna ð botna eitthvað í þessu rugli. Er enginn hér sem kommentar inná þessa síðu sem er að skilj 100% hvernig staðan er??? Menn benda á hina og þessa linka sem enginn virðist tala um það sama einu sinni. Það er alltof mikið af EF, ÞETTA, HITT eða BLABLABLA í gangi. Það virðist ekki einu sinni vera á hreinu hver er eigandi af liðinu okkar í dag.

  Er málið að fara aftur fyrir dóm á eftir í London og menn að reyna að fá þessu lögbanni hnekkt?

  Koma -9 stig ef enginn borgar þessar 200 og eitthvað milljónir punda á morgun eða er það bankinn einn sem stjórnar því og getur sleppt því að gjaldfella lánið þar til lausn er komin ef hann vill???

  Svo eru menn farnir að tala um þennan kínverja aftur núna til þess að flækja þetta ennþá meira, þetta er það allra flóknasta bull sem maður hefur lent í að fylgjast með og ef það var ekki hætt að vera fyndið í gær hvað er það þá í dag…

  Er ekki einhver af ykkur snillingunum sem kannski áttar sig meira á þessu en ég og greinilega flestir sem ég hef talað við sem væri tilbúin að taka það helsta saman og segja okkur hinum áður en maður fer að rústa hlutum inní íbúðinni hjá sér???

  Mér er orðið skítsama þó þessi 9 stiga mínus kæmi ef það þýddi að helvítið hann Hicks drullaði sér útúr mínum hugsunum og helst eitthvað lengra en það og að félagið okkar fengi nýja og frábæra eigendur…

 196. Viðar Skjóldal – það virðist enginn vita nákvæmlega hver staðan er, eins og er, sérstaklega af því að upplýsingarnar leka mishratt út. Í morgun héldu menn að Mill Financial hefði keypt Hicks út, nú hafa menn Hicks neitað því.

  Við getum lítið annað en fylgst með fréttum af málinu og reynt að púsla því saman smá og smá í einu. Það sem við vitum er að næsta mál á dagskrá er dómsmálið núna kl. 13 að ísl. tíma þar sem Broughton og stjórnin reyna að hnekkja lögbanni Hicks frá Texas. Takist það segja sumir að salan til NESV verði frágengin í dag en þetta er örugglega ekki svo einfalt.

  Andaðu rólega. Það veit enginn neitt, það er ómögulegt að spá í framtíðina varðandi 9-stiga víti eða annað. Við verðum bara að bíða eftir að hlutirnir skýrist aðeins.

 197. Þegar lögfræðingarnir úti á Bretlandi vita ekki hvernig í málunum liggur Viðar, hvernig í ósköpunum ættum við hérna á Íslandi að vita það? Til að súmmera þetta algjörlega upp fyrir þig, þá er eignarhald Liverpool FC einfaldlega algjörlega í lausu lofti.

 198. Er samt ekki hægt að hafa þennan þráð bara um það sem er að gerast NÚNA. Er ekki að meika lesa e-ð spjall um hvað er búið að eyða í leikmenn og blabla. Bara ekki akkúrat NÚNA.

 199. Þó svo að maður ætti nú ekki að vera að standa í því rugli á þessum örlaga tímum, þá ætla ég samt að svara MW aðeins hérna:

  1. OK
  2. Nei, þú talaðir um síðustu 3 ár í fyrri pósti þínum, LFC er í plús þegar kemur að kaupum og sölum fyrir þann tíma
  3. Er það svona einfalt já? Hvaða kaupandi heldur þú að sé t.d. að Anfield? Heldur þú kannski að Everton myndi kaupa hann ef félaginu yrði splittað upp? Er ekki verðmat á fyrirtækjum fyrst og fremst það sem einhver er tilbúinn að borga fyrir það? Trúðarnir eru búnir að vera að reyna að selja hlut í því eða það allt í rúm 2 ár, en enginn greitt þessa upphæð sem þeir segja að félagið sé virði. Það getur vel verið að þér finnist skítalykt af málinu, en á meðan enginn borgar uppsett verð og lánin eru að falla, þá getur varla verið að það sé þess virði, eða hvað?
  4. Gott og vel, vil reyndar sjálfur að Man.Utd séu c.a. 15 sætum neðar en Liverpool, en hef ekki verið að fá þá ósk mína uppfyllta.
  5. In theory held ég að allir stuðningsmenn knattspyrnuliða séu sammála þér, en hægara sagt en gert því miður og það hefur verið gerð tilraun til þessa hjá stuðningshópum Liverpool, en það hefur aldrei verið nálægt því að takast.
  6. Sammála

  G&H hafa dregið þetta lið niður í svaðið á þessum stutta tíma sem þeir hafa átt það, það eru nánast allir sammála um og hrein blindni að halda öðru fram. Það hefur allt logað stafnanna á milli síðan þeir komu og þeir hafa þverbrotið allt sem þeir hafa getað þverbrotið, hvort sem það eru loforð þeirra sjálfra eða gildi félagsins. Nú er svo komið að (svipað og hjá þínu liði) nánast allur hagnaður fer í að greiða af skuldum sem þeir hafa sett á félagið, í stað þess að það renni áfram í reksturinn. Þeir keyptu félagið á 220 milljónir punda fyrir tæpum 4 árum síðan, þá var liðið tiltölulega ný búið að hampa Evróputitlinum, sáralitlar skuldir og alltaf að berjast á toppi deildarinnar. Núna tæpum fjórum árum seinna á það að vera orðið 600 milljón punda virði, ekki lengur í Meistaradeildinni, enn lengra frá því að berjast um alvöru titla og sokkið í skuldir. Veistu MW, ég bara fær ekki þetta dæmi þitt um verðmat á “fyrirtækinu” til að ganga upp. You tell me…

 200. Takk strákar, átti svo sem ekki von á því að fá nákvæmar upplýsingar þar sem einmitt enginn virðist vita hvernig málin standa en vildi nú aðallega vita hvort það væri rétt að menn væru að fara aftur fyrir dómara á eftir og reyna að fá þessu lögbanni hnekkt. vonum bara að það fari allt á besta veg….

  Ætli Broughton hafi aldrei átt von á þessu útspili frá Hicks og sé með eitthvað trop á hendi?

 201. Hvað sem þessu öllu líður þá er ljóst að Kop.is hefur aldrei verið vinsælli

 202. Viðar, samkv. því sem ég las í morgun þá áttu menn von á því að Hicks myndi reyna eitthvað ….

 203. Broughton virðist allaveganna allan tímann hafa verið með þetta alt á hreinu og ætli við verðu ekki bara að halda áfram að treyst honum…

 204. Takk SStein ofl.
  Það var ekki meningin að vera með leiðindi eða móðga nokkurn mann. Mér fannst bara umræðan vera ansi einsleit , þetta var orðið eins og landsfundur hjá Sjálfstæðisflokknum þegar Daddi réð ríkjum 🙂 Upton Park var að mig minnir 80 milljóna virði fyrir nokkrum árum , ég er ekki með á hreinu hvert var ástandið á fasteigna markaði í London þá frekar enn ég veit hver er staðan í Liverpool borg núna…en lóðin er einhvers virði !!! Trúðu mér að ég er ekki ánægður eða stöðuna á Old Trafford þessa dagana en þú mátt ekki gleyma að eftir að G&H keyptu LFC varð hrun í efnahagskerfi heimsins og við það dóu draumar um nýjan völl osf. Varðandi verðmat á fyrirtækjum þá er þetta ekki flókið : 1) raunverulegt söluvirði eigna 2) Ebita ( veltufjármagn ) 3) Viðskiptavild (vörumerki ) , Íslenska útrásin 🙂 Varðandi númer 4 þá er munurinn á okkur sá að þú ert fullur af hatri og minnimáttarkennd ( sorry )

 205. Dan Roan var að twitta að hann hafi yfirlýsingu frá Peter Lim þar sem hann segist vera búinn að draga tilboð sitt til baka:

  @danroan Just received statement from Peyer Lim – he is pulling out of bidding!

  Þetta hefur eflaust engin áhrif á dómsmálið, en af hverju hættir hann við núna? Er hann búinn að fá sínu framgengt, þ.e. að vekja athygli á sjálfum sér án þess að hafa nokkru sinni ætlað að kaupa Liverpool í alvöru? Fer svo kannski og kaupir Everton eða Newcastle í staðinn?

 206. Það var alltaf eitthvað gruggugt við þetta tilboð frá Lim fannst mér. Sérstaklega miðað við tímasetningarnar á tilboðinu og þegar hann dregur það tilbaka

 207. Af því að hann er klárlega á mála hjá H&G.

  Fyrst kemur hann með tilboðið í blálokin og býður hærra en NESV. Gott fyrir málið hjá H&G

  Síðan dregur hann sig út á þessum tímapunkti með setningunni: not able to proceed with intention to acquire club after “ignored” by board. – aftur gott fyrir mál H&G

  Þetta eru hlutir sem H&G munu reyna að nota til að styrkja mál sitt.

 208. Ef mér skjátlast ekki þá voru tilboðin jöfn á sínum tíma, hann hækkaði sitt EFTIR að þeir búnir að taka tilboðinu frá NESV. … og að sjálfsögðu var hann þar af leiðandi ignore-aður.

 209. Úff, þetta er að verða efni í nokkrar þáttaraðir í einhverju lögmannadrama í TV, svei mér þá ef maður er ekki að verða endanlega ga ga af þessu öllu saman.

 210. RBS lawyer Snowden says Texas lawsuit is the ‘most outrageous abuse of process’ and ‘in defiance of a High Court judgement’

 211. Court proceedings interrupted: it seems H&G are currently in court in Dallas arguing Lfc board were in contempt of US court y’day!

 212. Rumours coming out of Court 18 suggest Justice Floyd is unimpressed by H&G’s actions.

  Úff, held að þetta hérna sé hreint málið: ” Are we sure this whole situation has just not been made up by the writers of Dallas?”

 213. Þetta rugl ætlar bara ekki að hætta…. þetta verður meiri steypa með hverri mínutu. Maður er gjörsamlega að missa vitið.

 214. Hér kemur einn og segir þetta:
  “Wow drama! H&G are apparently in Texas court right now (it’s 9am there) arguing High Court case can’t continue.”

  Annar kom svo með þetta:
  “Hicks and Gilletts lawyers currently in Texas Court on another plan. Their injunction last night looks flawed.”

 215. Tekið af Twitter;
  “H&G rapidly losing the microscopically small amount of credibility they have left. Let’s not count our chickens, but things look promising.”

 216. Þetta er stórkostlega skrýtið upp á að horfa. Þurfti að gera hlé á réttarhöldum í London til að fylgjast með í Texas þar sem lögfræðingar Hicks eru að halda því fram að réttarhöldin í London séu vanvirðing við réttinn í Texas?

  What. The. FUCK?

  Þetta mál er stórkostlega, ótrúlega mikið rugl. Frá A til Ö. Mikið hlakka ég til þegar þessu kjaftæði lýkur.

 217. Lord Grabiner QC now speaking for Liverpool: “simply incredible” that facts of this case were not revealed in Dallas court

  Grabiner qc wading in to H&G: action “grotesque parody..preposterous, unfair, unjust”. They are incorrigible”

  Grabiner sem þjálfara!!!

 218. Frasi nær enganveginn að lýsa ástandinu, þessu helvíti óska ég engum stuðningmanni fótboltaliðs, þ.m.t. Everton og Man Utd.

 219. Grabiner er gjörsamlega að fara á kostum í réttinum í London. Kannski verður þetta málið í Liverpool Megastore: The club have started printing Grabiner Shirts with #1 on the back

 220. Ef satt reynist eru þeir gjörsamlega að sýna fram á að þeir eru virkilegar smásálir og leggjast í nýjar lægðir hvað manndóm varðar. Það þarf einhver að segja mönnunum í hvítu sloppunum hvar þessir menn halda sig.

 221. Og enn kárnar gamanið:

  “Hicks and Gillett’s Dallas case calls for those at #LFC board meeting to be ‘jailed until they purge themselves of any contempt'”

 222. Grabiner virðist vera með þetta allt á hreinu og þessi quote sem að koma frá honum eru oftar nær mjög góð og sum þeirra bara nokkuð skemmtileg miðað við aðstæður. Maður hefur heyrt að þessi sé einn sá besti á sínu sviði og virðist sem að Liverpool/RBS/NESV hliðin á málinu séu með mikinn baráttuhund og sigurvegara á sínum snærum.

  Go Grabiner!

 223. SSteinn.
  Og enn kárnar gamanið:

  “Hicks and Gillett’s Dallas case calls for those at #LFC board meeting to be ‘jailed until they purge themselves of any contempt’”

  haha, hvers konar fávitar eru þetta, fyrst þeir eru nú í Texas, er ekki hægt að fara bara fram á dauðarefsingu fyrir þá, fyrir það eitt að eiða tíma aðdáenda Liverpool, og fyrir það að eiða tíma dómarans og réttarins í Texas.

 224. Ég átta mig vel á hversu alvarlegt þetta mál er en þetta er á mörkum þess að fara að vera fyndið. Maður er búinn að halda lengi að þetta mál getur ekki flækst meir en alltaf kemur eitthvað nýtt. Eru Hicks & Co. ekki bara að kasta öllu fram sem þeim dettur í hug einungis til þess að tefja?

 225. Lord Grabiner QC for the board: describes Dallas court as that “world famous jurisdiction” to much laughter <<< AS RAFA WOULD SAY KWALITY

 226. More twitter:

  dkaplanSBJ
  Macquarie’s interest in Liverpool means funding is there for Mill Financial, and potentially even Hicks; more in SBD later
  less than a minute ago via web

  BREAKING NEWS ON LFC: Australia’s Macquarie Bank has interest in lending to and investing with existing shareholders of team,key source says

 227. Ef dómurinn í London heldur, þá skiptir þetta Macquarie dæmi engu máli, því stjórnin þarf að samþykkja endurfjármögnun, og ef þetta heldur, þá heldur stjórnin og þetta því blásið af borðinu. Here’s for hoping.

 228. Ætli bíómyndin um þetta bull allt saman komi á undan myndinni um námumennina í Chile.

 229. Það er ekki hægt að gera bíómynd um LFC-eigendamálin. Tæknin sem þarf til að lýsa svona fáránlegri sögu er ekki enn til…

 230. Break in proceedings at the High Court. Mr Justice Floyd will reveal in a few minutes if he will make a decision today. Or tomorrow!

 231. Djöfullinn hafi það bara, ég hreinlega meika það ekki að bíða fram á morgun eftir úrskurði…

 232. Jæja, komin pása í dómssalnum í London. Justice Floyd farinn afsíðis í nokkrar mínútur til að ákveða hvort hann úskurðar í dag eða á morgun. Menn segja líklegt að hann úrskurði strax, og þá LFC/RBS í hag gegn Hicks og dæmi lögbannið frá Texas ómerkt. Það er þó óljóst hvaða áhrif það hefur á söluna til NESV.

 233. @danroan Anti suit injunction granted.

  Held að þetta þýði að stjórnin/RBS hafi unnið og fengið lögbann á lögbannið í Texas. Eða eitthvað.

 234. 5.21pm: Judge rules that anti-suit injunction wanted by RBS and other parties (board) against owners action in Texas is granted. “This case has nothing to do with Texas.”

 235. In the area of conflict of laws, anti-suit injunction is an order issued by a court or arbitral tribunal[1] that prevents an opposing party from commencing or continuing a proceeding in another jurisdiction or forum.

  Wikipedia: http://en.wikipedia.org/wiki/Anti-suit_injunction

  Semsagt, þeir máttu ekkert gera þetta í gegnum Texas.

  En hvað næst??????

Málið…. (uppfært x5 – búið í dag)

Fimmtudagur í dómsal – Uppfært (19:35)