FC Utrecht – Lið í Liverpool búning 0-0

Agreiðum þennan leik strax, Liverpool FC er svo lélegt eins og staðan er í dag að liðið fór með svo gott sem besta lið sitt til Utrecht í Hollandi og marði jafntefli með smá heppni gegn heimamönnum. Það versta er að þetta var vitað fyrir leikinn og því til staðfestingar bendi ég á upphitun mína fyrir leik. Þar sagði ég reyndar í bjartsýniskasti að við næðum að skora í leiknum, en þar sem heimamenn voru ekki að ná að skora var fullkomlega óþarfi að vera eitthvað að reyna það. Liverpool hefur ekki sótt í eina mínútu það sem af er þessu tímabili nema að vera a.m.k. einu ef ekki tveimur mörkum undir.

Aðal barattan í þessum leik og það er ekki í fyrsta skipti var að halda sér vakandi yfir leiknum, okkar menn vita ekkert hvernig þeir ætla sér upp völlinn og litlu minna vita þeir um það hvernig verjast á sóknaraðgerðum andstæðinganna og úr verður leikur þar sem maður hefur svo gott sem enga trú á sínum mönnum, skiptir þar litlu hvort við séum að tala um leik gegn United, Northamton eða Utrecht.

Ég er samt ekki alveg að segja að ég hafi enga trú á Liverpool í ár, ég held að við getum ekki annað en bætt okkur og það tekur vanalega tíma fyrir Hodgson að koma sínum hugmyndum inn í kollinn á leikmönnum. Liðið hlítur að fara ná að skora af og til bráðum og vinna einhverja leiki. En ég er engu að síður nú þegar alveg við það að gefast upp á að fela fýla mína með þá staðreynd að Roy Hodgson sé stjóri Liverpool FC. Þetta er fínn kall það vantar ekki en ég hef ekki ennþá séð að hann sé nærri því nógu góður til að stýra liðinu og jafnvel þó hann fengi tíma til að koma öllum sínum hugmyndum að og hans upplegi verði fylgt út í hið óendanlega þá held ég að við myndum samt ekki verða sátt við hann enda um að ræða hundleiðinlegan bolta. Hvað þá meðan staða klúbbsins er eins og hún er núna og hópurinn alls ekki sá besti sem boðið hefur verið uppá í sögu Liverpool.

Ein mýtan segir að það taki Hodgson yfirleitt langan tíma að koma sínum hugmyndum að en þegar það er komið séu hans lið afar erfið viðureignar og fáir fara að neita því. En eins og Liverpool núna þá spila þessi lið vörn, ekki svona lélega vörn reyndar en varnarbolta og bíða átekta og láta andstæðingin koma á sig. Ef við gefum okkur að svona típísk Hodgson aðlögun taki um 6-9 mánuði þá er það bara allt of langur tíma enda Hodgson yfirleitt búinn að yfirgefa svæðið eða láta reka sig eftir 2-3 ár á hverjum stað.

Það var talað um að fá Hodgson til að rétta skipið af, það er ALLS EKKI að gerast, skipið var þar fyrir utan ekkert svo skakkt, bara í smá brælu. Síðan í fyrra hefur liðið versnað alveg skelfilega og með hverjum svona leiknum á fætur öðrum missir maður trúna og áhugann á þessu. Það þurfti að bæta liðið frá því í fyrra enda óánægja töluverð, hvernig þetta á að gera með því að ráða varnarstjóra sem ekkert hefur unnið og er með mikið mun minna profile heldur en stjórinn sem hann tók við af veit ég ekki. Hvað þá þegar við seljum eða lánum háklassa miðjumenn og fáum í staðin skapvondan dana sem hefur verið varamaður sl. ár á ítalíu til að spila með Lucas.

Liverpool mun hrökkva í gang bráðum, í þeim skilningi að við förum að hala inn stig og vonandi skora smá. En því fyrr sem við kveðjum þetta Hodgson era því betra er ég hræddur um. Honum er því guðvelkomið að reka þetta ofan í mig.

Liðið í dag var með því sterkara sem við leggjum upp með fyrir tímabilið, aftur var það bara á einum vinstri bakverði sem er jafnvel verri en sá sem við áttum fyrir (Aurelio er auðvitað ekki talinn með). Núna er þessi bakvörður meiddur og þá þurfum við að nota efnilegan miðvörð sem getur spilað hægri bak í vinstri bakverði!!! Það er ekki annað hægt en að spyrja, var svona mikilvægt að lána Insúa?
Eins þá spilum við á þremur nýjum miðjumönnum með Lucas sem var nú ekki að gera sig fyrir! Enginn þeirra hefur getað nokkurn skapaðan hlut það sem af er og í dag hefði alveg verið ágætt að geta hent Aquilani inná fyrir Joe Cole, Meireles eða Poulsen. Raunar hefðum við líklega verið betri með 10 manns inná heldur en Poulsen eins og hann var í dag.

Liverpool var annars að ströggla það illa í þessum leik að Hodgson gerði skiptingu mjög snemma í leiknum, þó ekki sé útilokað að meiðsli hafi spilað þarna inn í! Enda voru heilar 8 mínútur eftir þegar fyrsta skipting kom og eins og liðið spilaði allann leikinn var auðvitað ekki neinn tilgangur í að brjóta leik liðsins upp!!

Ég nenni ekki að röfla yfir þessu meira eins og er, geri mér fullkomlega grein fyrir því að staðan er fín ennþá í UFEA Cup og jafntefli þarna er alls engin heimsendir, en það er frammistaðan, uppleggið og allir leikir okkar það sem af er sem eru að gera mig alveg snar.

74 Comments

 1. Ég hélt að leikurinn byrjaði korter í 7 og sá hann bara enda. Var það heppni eða óheppni?

 2. Það er augljóst að leikmennirnir hafa ekki hugmynd um hvernig þeir eiga að spila og það er þjálfarans!!!!

 3. ógeð!
  80 % leikmanna sem þarna voru inná eiga ekki skilið að vera í liverpool búningi
  eintóm meðalmennska, heppnir að tapa ekki

 4. Hvað segði ég? Flottur skokkkkkbolti 🙂 Moðast á miðju í skemmtiskokki og senda svo til baka, já og Carra dúndrar fram. Og áfram skokka okkar menn, skokki,skokki skokkkkkkkkkkkkk….

  Þvílík hörmung, eins og ég hef áður sagt, PÍNLEGT fyrir okkar klúbb. Pínlegir leikmenn, pínlegur þjálfari og pínlegar innáskiftingar. Þetta er jafn pínlegur andskoti og síðasta vetur…..

  Þegar að menn reyna ekki meira, er það mér algerlega ofviða að lyfta hendinni til að kveikja á sjónvarpinu, það er mér ofviða að lesa fréttir af mínu ástkæra liði og það er mér ofviða að ræða um þessa pínlegu jólasveina sem að fá milljónir fyrir að SKOKKA sér og mögulega öðrum sér til skemmtunar…

  Það þarf enga skýrslu að skrifa, það er bara ein setning: PÍNLEG FRAMISTAÐA

  Með vinsemd og virðingu/3XG

 5. þetta var mjög slök frammistaða svo ekki sé meira sagt. Reina maður leiksins eins og venjulega

 6. Er þetta ekki komið gott? Ég á bara ekki til eitt aukatekið orð. Hann heldur að hann sé ennþá að þjálfa Fulham, það er alveg á hreinu

 7. Ég verð ekkert oft pirraður yfir Liverpool, oftast svekktur.

  En núna er ég algerlega brjálaður. Hvers vegna gerir maðurinn ekki skiptingar?!!!??!

  Hvers vegna verst liverpool með alla leikmenn langt fyrir aftan miðju á mót iFC Utrecht, sem er síður en svo með menn mikið frammi.

  djöfulsins fokking bull.

  Ég ætla ekki einu sinni að reyna að komast yfir það hversu mikið Lucas og Kuyt fóru í taugarnar ámér.

 8. Ég hélt að spilamennskan gæti ekki versnað eftir sl. tímabil. En því miður er þetta verra. Ég er farinn að örvænta og eina ljósið sem ég sé er líkur eru á að seinna í mánuðnum gæti klúbburinn verið í höndum nýrra eigenda sem tilbúnir eru til að kaupa amk 3 sterka leikmenn í janúar.

 9. Mér fannst magnað að sjá Danny Murphy eftir leikinn í spjalli þar sem hann var spurður útí Mark Hughs og hvernig það væri að vera spila fyrir hann og hann sagði að Mark væri að pressa lið hærra uppi og leyfði fleiri leikmönnum að koma ofar á völlin í sóknum og að hann væri ekki eins conservative og cautious eins og Roy Hodgson.

  Þetta finnst mér segja allt sem segja þarf um Hodgson, hann spilar leiðinnlegan fótbolta og tekur ENGA sénsa.

  Ég er því ver og fjandans miður að þetta verður sennilega skelfilega leiðinnlegur vetur.

 10. fokk. fokk fokk. Ömurlegt.

  EN hvað ég hlakka til tímana þegar liverpool liðið verður gott aftur, það verður enginn með hausinn niðri í 90min og kemst upp með það. Hvað ég hlakka til þegar liverpool á pening til að kaupa gæða leikmenn! Þá vonandi hættir maður að sjá leikmenn eins paulsen og lucas á miðjunni í mörgum leikum í röð. Hvað mér hlakkar til þegar liverpool er komið með stjóra sem spilar SÓKNARBOLTA eitthvað sem maður saknar og vill sá. Það á að vera gaman að sjá uppáhaldsliðið sitt spila! ekki kvöl og pína. Hvað ég hlakka til þegar liverpool spilar með fljóta og flinka kanntmenn. Hætta að fara rólega upp miðjuna með allt liðið (of auðvelt að verjast því). Hvað ég hlakka til þegar allir liverpool menn gleðjast þegar við erum búnir að spila við lið. Í staðinn að vera brjálaður og hundfúll í nokkra tíma jafnvel daga.

  En vonandi þar ég ekki að bíða í meira en 4ár. því þá verð ég búinn að horfa á alltof alltof marga leiðinlega leiðinlega leiki.

 11. Tel það ljóst að Hodgson var fenginn þarna inn til að halda skútunni á floti þar til að nýjir eigendur tækju við stjórnartaumunum. Örugglega ekki auðvelt að fá nýjann mann í brúnna þegar ljóst var að klúbburinn væri til sölu. Held að með nýjum eigendum muni RH kveðja klúbbinn og falla í kjölfarið fljótt í gleymskunnar dá.

  Nú er bara að vona að við sökkvum ekki of djúpt á næstu vikum og náum að hala inn nokkur stig til að halda okkur um miðja deild. (sorglegt að þurfa að segja þetta en svona er þetta bara)

 12. Ég held að í rauninni sé ekki réttlætanlegt að gagnrýna einhverja ákveðna leikmenn fyrir að hafa ekki spilað nógu vel í kvöld, né á þessu season’i. Ég tel að það sjáist mjög bersýnilega að Roy Hodgson er ekki í þeim standard til að þjálfa Liverpool FC og hann hefur engin tök á þessu liði.
  Leikmenn LFC eru alveg nógu góðir en leikskipulagið virðist vera ekkert, það er ekkert plan um hvernig skal vinna leikinn og leikmennirnir hlaupa þarna um eins og hauslausar hænur. Þeir líta út eins og meðalfótboltamenn.
  Ég er kominn með gott

 13. Aðeins að öðru hérna, hvað er að frétta af Aqualini ? Er hann ekki heill hjá Juventus, hefur hann eitthvað spilað eða er verið að spara kallinn enn eina ferðina ??

 14. Og við kvörtuðum þegar Rafa skipti ekki fyrr en á sjötugustu mínútu.

  Ég efast um að nokkurt lið í ensku deildinni, og þó víðar væri leitað, spili eins leiðinlegan bolta og Liverpool, þetta er hræðilegt, ekki eitt einasta færi í fyrri hálfleik, og ég man ekki eftir skoti.

  Þunglyndi

 15. Ég er strax farinn að hlakka til þegar að þetta tímabil er búið…og það er varla byrjað…

 16. Hvaða reglur gilda um comment hér inni? Mín hafa sumhver horfið án skýringa!!!

 17. En hvað ég er feginn að hafa tekið þá ákvörðun í haust að borga ekki rúmar 10þús krónur á mánuði til að sjá alla leiki með Liverpool.

 18. The manager said: “It was a good point.” Hahahahahahah…..HVAÐ SAGÐI ÉG Á PLAYERS????? Að hann myndi pottþétt segja þetta, að þetta væri gott stig á útivell!!!
  Þessi maður verður bara að átta sig á því að hann er með lið sem Á að vera meðal þeirra betu, þetta er ekki Fulham! Rankaðu við þér fáráður!!!!!

  Er það þess virði að fara og horfa á Blackpool leikinn fyrst við getum ekki unnið þetta lið með nánast okkar sterkasta liði????
  Eini maðurinn sem skorar fyrir okkur kemur ekki einu sinni inná, hitar upp allan seinnihálfleikinn + uppbótartímann á meðan að við erum teknir í þurrt röven!

  YNWA!!!!!

 19. Í hvaða liði var Lucas í þessum leik???

  Annars er maður að horfa á Man C. vs. Júve núna þar sem Sissoko nokkur er að eiga stjörnuleik. Datt engum í hug að reyna fá hann í staðin fyrir Aq grínið???

 20. Kannski var Benitez ekkert það slæmur eftir allt saman!
  Ef Roy Hodgson heldur áfram á þessari Fulham braut þá held ég að það verði að segja manninum upp áður en hann kemur okkur í Coca Cola flöskuna!

 21. Ég er kannski sá eini en mér fannst spil Liverpool alveg ágætt á köflum. Boltinn fór hratt á milli manna á tímabili og oftar en ekki var þetta einna til tveggja snertingabolti. Það sem angrar mig hinsvegar er hvað liðið er bitlaust fram á við. Við sköpum okkur ekkert og þegar það er komið á síðasta þriðjunginn þá vita menn varla hvað þeir eiga að gera. Það er eins og enginn hafi farið í æfingarprógramm um hvernig á að sækja. Jú jú þetta er gott stig á útivelli en við áttum klárlega að vinna þetta lið. Torres er eitthvað óánægður. Hann er seinn af stað, les leikinn illa og svo lætur hann einhverja pjakka hlaupa sig upp og ná af sér boltanum.

  Ég verð væntanlega skotinn fyrir þetta en mínir bestu menn í kvöld voru Reina, Kuyt og Skrölti.

  Hey við héldum þó hreinu

 22. Hrikalega stoltur af sjálfum mér að hafa loksins haft mig í það að sleppa því að horfa á Liverpool leik. Langt síðan mér hefur liðið svona vel að kveldi leikdags…..

 23. Liðið var skelfilegt i dag og mattum þakka fyrir að tapa ekki með 2-3 mörkum. Kelly var skelfilegur i vinstri bak og aðrir litlu skarri. Andinn var enginn og morallinn virkar ekki nægjanlega goður. Hef hingað til stutt Hodgson en eftir þennan leik a eg mjog erfitt með það. Það er alveg ljost að hann er ekki að na til leikmanna og það skin ut ur leikmönnum að þeir vildu helst vera að spila annarsstaðar og þeir sem komu i sumar sja sjalfsagt eftir þvi að hafa mætt.

 24. Mikið var gaman að horfa á þennan leik. Sjá og upplifa aðferðir Hodgson, þvílík fegurð knattspyrnu. Annarskonar. Kraftaverkamaður þar á ferð. Maður getur ekki annað en samglaðst þeim mönnum sem hafa trú, von og bjartsýni á svona fótbolta. 1 stig í hús enda erfitt ferðalag og svo er alltaf hægt að vonast eftir sigri á Anfield. Maður á aldrei að missa vonina. Afhverju? Hápúnktur leiksins fannst mér vera þegar Poulsen gaf á Lucas og Lucas sendi á Meireles og Meireles gerði sér lítið fyrir og krossaði yfir á Poulsen. Ekki feilsending þar á ferð. Þvílík snilld. Þökk sé Hodgeson.

 25. Hrikalega leiðinlegt og sárt að horfa á liðið sitt spila svona bolta.

 26. Þetta er í annað skiptið á nokkrum dögum sem að mér hryllir við metnaðarleysi stjóra liðsins okkar og hann viðurkennir að honum er bara nokkuð létt eftir að hafa “náð” jafntefli við Utrecht (eða Birmingham). Mér er alveg sama hversu sterkan heimavöll þessi lið hafa, stjórinn okkar á að fara með liðið á þessa velli til þess eins að vinna…ekki sætta sig við stig því þessi lið pakka svo vel í vörn.

  Halda menn virkilega að svona hugsunarháttur hafi ekki áhrif á leikmennina? Hverjum dettur í hug að Ancelotti voni innilega að Chel$ki nái að halda jöfnu við Zilina af því að það er svo kalt þarna fyrir austan?

  Haldið þið að Essien, Drogba, Malouda, Mikel, Cole eða Terry heyri eitthvað annað en: “Förum út á völlinn og SLÁTRUM ÞEIM!!!” áður en þeim er hleypt út á völlinn…sama í hvaða keppni það er?

  Það sést svo rosalegur munur á andlega formi leikmanna þessara tveggja liða að það hálfa væri nóg!

  Ég man ekki eftir jafn metnaðarlausum stjóra Liverpool síðan ég byrjaði að horfa á þá fyrir 25 árum síðan. Ég veit að margir hafa kommentað á þetta í reiði á meðan að leik stendur en það lítur í alvöru út fyrir að RH spili Liverpool eins og hann sé enn að stýra Fulham! ÞAÐ GETUR HREINLEGA EKKI VERIÐ AÐ HANN SÉ HUGSAÐUR SEM FRAMTÍÐARSTJÓRI LIVERPOOL!!!!!!!!!!!!!!!!!

  Afsakið hvernig ég veð úr einu í annað en ég get ekki hætt án þess að minnast á skiptingar RH í undanförnum leikjum! Í dag var ekkert sem réttlætti að skipta ekki mönnum inn fyrr (nema að við séum viljandi að spila upp á jafntefli við f#%#ing Utrecht) en hann gerði í dag.

  Á 72. mínútu sást greinilega að Kuyt var orðinn þreyttur og alveg hættur að hlaupa menn uppi og pressa (kannski ekki skrýtið því við spilum ekki sama pressukerfi og RB spilaði). Allir fótboltaþenkjandi menn hljóta að skilja að leikmenn eins og Kuyt breytast í algjöra óþarfa munaðarvöru, sem við höfum hreinlega ekki efni á, þegar þeir hætta að vinna vinnuna sína. Það er ekki eins og hann sé eins og Torres eða Cole sem reglulega geta skapað eitthvað úr engu.

  Þar fyrir utan þá sást Cole lítið þar sem Utrecht setti greinilega mann honum til höfuðs þar sem enginn var Gerrard til að hafa áhyggjur af. Eins sást Meireles lítið í leiknum þó hann hafi gert vel það sem hann gerði.

  Þjálfari með alvöru sigurlöngun hefði rifið Poulsen út af fyrir Ngog leyft honum að hlaupa Utrecht af sér. Ég ákvað fyrir tímabilið að gefa Poulsen tíma til að sanna sig (hann var hreint út sagt slappur á HM) en hann hefur nákvæmlega ekkert sýnt! Það sýndi sig best í dag að flestar sendingar hans voru til þess að drepa niður sóknartilburði okkar. Annað hvort voru þær misheppnaðar og enduðu hjá mótherjunun eða þá að þær enduðu fyrir aftan leikmanninn sem þær áttu að finna, svo allur hraði fór úr sókninni.

  Glen Johnson er svo skugginn af sjálfum sér og þarf sennilega ekkert meir en að sitja á bekknum í nokkra leiki, enda fannst mér Kelly komast sæmilega frá erfiðu vinstri bakvarðarstöðunni þar sem verulega reyndi á hann í leiknum.

  Það þarf margt að breytast!

 27. þoli ekki hvað maður getur ekki gert neitt til að laga þetta, maður hefur nákvæmlega mínus100% áhrif á stjórn Liverpool 🙁

  ynwa

 28. Sælir félagar

  Sem sagt ömurlegt. Sem sagt fótbolti í boði RH. Eins og ég hefi áður sagt þá er hann ekki stjóri, ekki í munum huga. Hann er dragbítur. Ég segi eins og JS #17 DALGLISH!!!!!!!!

  Það er nú þannig.

  YNWA

 29. úff hvað ég sé eftir bensínu sem fór í það að keyra á Players og horfa á……þetta!
  Langar að senda Liverpool fc reikninginn en þeir hafa varla efni á því bölvaðir eigendurnir!!!!

 30. Þetta var HÖRMUNG! Trúi þessu ekki hvernig liðið er að spila, eða hvað sem þeir eru að gera inná vellinum.. Það hefur gjörsamlega ENGINN áhuga á að reyna á sig, allir hægir, hugmynda snauðir og með ENGANN baráttuvilja! Hvað varð um Liverpool liðið sem barðist sama hvað dynur á? Hvað varð um hjartað í liðinu?

  Það þarf eitthvað mikið að gerast til að þessir menn sem kalla sig atvinnumenn í fótbolta fari að opna augun og REYNA allavega.. Kommon ef þú ert atvinnumaður í fótbolta, alveg sama þótt það sé í 3.deild þá áttu að geta sent boltann á samherja! Átt að hlaupa úr þér lungun, þeir eru að fá ég veit ekki hvað margar milljónir á viku og að geta ekki einu sinni reynt að spretta og ná boltanum eða senda 1 góða sendingu á samherja!

  Þyrftum helst að selja alla leikmenn nema kannski 2-3 til að byggja liðið upp frá grunni, gengur allavega greinilega ekki þegar menn eru með hangandi haus inná vellinum.. Sjaldan verið eins sár Liverpool aðdáandi.

 31. Þegar Roy Hodgson var ráðin framkvæmdarstjóri klúbbsins þá lækkaði ég fljótlega hjá mér væntingarstuðulinn niður í sirka miðja deild. Þegar hann fór svo að kaupa leikmenn (fyrir utan Joe Cole) þá var ég enn sannfærðari að framundan væri líklega eitthað miðlungs basl hjá klúbbnum mínum. Því miður virðist það nú ætla að vera reyndin.

  Sem betur fer hafði ég vit á að lækka hjá mér stuðulinn.

 32. Annar leikurinn í röð sem ég sé ekki með Liverpool og missi af leiknum næstu helgi líka, er samt að borga fyrir Stöð 2 Sport.

  Mér gæti ekki verið meira sama.

 33. Shit hvað ég vona eftir tycoon kaupum á næstunni. Selja alla og kaupa allt nýtt fyrir utan Reina,Gerrard,J.Cole og Torres. Byggja síðan sterk lið í kringum þetta, ef við ætlum okkur að geta eitthvað eftir áramót þar sem við erum langt frá því að vera líklegir núna. Þarf bara nýtt blóð í nánast allt. Nýjan þjálfara sem spilar sóknarbolta, ég meina við erum Liverpool með Torres og aðra góða leikmenn. Við eigum ekki einu sinni að hræðast að spila sóknarbolta á móti Barcelona. Við erum eins og enskt lið í deildinni sem spilar Kick and Run fótbolta, allt svo gjörsamlega hugmyndasnautt, ég meina það að hafa einn frammi hefur ekki verið að gera sig síðan 08/09, en það ætlar enginn að sjá það. Menn í 3 deild eru búnir að lesa það í DV hvað við ætum okkur að gera þegar við byggjum okkur upp sókn og þá enginn vandi fyrir þá að leysa úr því. Skammarlegt gefa Roy Hodgson 5-8 leiki til viðbótar og ef þetta verður í sama farinu þá bara láta hann fara. Menn verða að skilja að það eiga ekki að vera gefin nein grið, venjulega vill ég láta menn fá tíma til að koma jafnvægi aftur á, en Roy kallinn er að gera akkurat andstæðinu við það, hann er að drepa allan kraft sem eftir var í þessu blessaða liði. Fá F. Riikjard til að stýra þessu liði yrði okkar langbesti möguleiki. Veit hvernig á að spila góðan sóknarbolta. Ætlar enginn að segja mér að Guardiola hafi náð þessum árangri án Rijkaards. æji þetta er óþolandi að vera Liverpool maður og hefur verur síðastliðin 2 ár. Hata þessa helvítis stjórnarformenn hjá þessum klúbb… hvar eru pottarnir og pönnurnar hjá þessum bretum? Engin mótmæli?

 34. Já…………það er bara svona. Hvað er í gangi með menn hér? Spurning um að slaka aðeins á í dramatíkinni. Horfði á endursýningu á leiknum á LFC.tv og þetta var alls ekki svona slæmt. Ég varð svakalega hissa þegar ég las þessa leikskýrslu, og hvað þá kommentin hér á eftir. Liverpool voru að spila gegn þokkalega sterku liði á útivelli og stóðu sig ekki það illa. Hélt einhver að Liverpool myndi stjórna leiknum frá A-Ö og skapa ógrynni af færum? Menn eru að breytast í harkalega þreytandi tuðara.

 35. http://www.goal.com/en-india/match/50824/utrecht-vs-liverpool/player-ratings
  gaman af þessu.

  Christian Poulsen
  5.5

  Midfield anchor, or a deadweight holding Liverpool back? The jury is still out on the Dane, who neither did anything to help his cause or harm it in a instantly forgotten performance.

  Dirk Kuyt
  7.5

  Industrious and intelligent, which should be a given but are increasingly qualities that Liverpool’s players seem bereft of. Sometimes, just not making mistakes is enough to make you a stand-out performer, and that is what Kuyt is at present.

 36. Henda þessu ógeði í burtu og já ég er tala um Roy Hodgson.

  Ömurlegasti manager í sögu Liverpool og það er staðreynd.

 37. Ég er mikill Benitez maður og sagði við alla sem vildu heyra að Benitez ætti að vera áfram.
  Eitt af því sem ég gerði mér grein fyrir að það tekur alltaf tíma fyrir nýjan þjálfara að koma sér í startgírinn.
  Það sem þarf er að menn þurfa að sýna þolinmæði. Ef við sýnum Hodgson ekki þolinmæði þá mun þetta verða ennþá verra. Ef þið trúið mér ekki þá hugsið þetta eftirfarandi: þið misstuð þolinmæðina gagnvar Benitez og það endi því sem við höfum í dag.
  Verið svalir og talið um hvað ykkur finnst Liverpool vera frábært lið.
  Ef þið eruð að ræða við united menn, talið um mikilvægi giftingarheitanna. Ef þið eruð að tala við Chelsea, spurjið hvað þeir hafa unnið marga titla.
  Ef þið eru að tala við Arsenal mann, talið þá um Fabregas og þá staðreynd að hann hafi klæðst Barcelona treyju í sumar.
  Svo ef þið hafið ekkert gaman að af því að æsa upp vitleysinga. Munið þá bara að You will never walk alone.

 38. Við getum ekki endalaust kennt þjálfara um gengi liðs. Þessir sem voru inná í kvöld kunna fótbolta hélt ég en það er bara ekki að ganga það sem þessir menn eru að gera. Miðjan er ekki að drífa sig að gefa boltann og allt er fyrirsjáanlegt + fyrirgjafir ómarkvissar og of oft gefið á þrældekkaðann mann s,b á Torres. Lucas??? hvað sjá bæði RB og RH við þennan leikmann sem klúðrar flestu sem hann gerir og J Cole liggur á bolanum og lítið verður úr því sem hann er að gera (eða ekki að gera). Andskotinn hafi það, menn verða að girða sína brók og sýna að þeir kunni að spila fótbolta betur en konurnar þeirra. FOKK FOKKING FOKK.

 39. Þegar mann langar frekar að fara með konuna í Kringluna en í stað þess að horfa á svona leik. Það segir allt!!

  Aftur var maður öskrandi á skjáinn!! hvað ertu að pæla!! Spilið var útúr kú! Ég skil ekki leikstíll liðsins!
  Kick and run vörn ?? Kantspil með sóli?? stungusendingar á hornfánann?

  Getur einhver sagt mér hvaða leikstíll við erum að spila og hvað klikkar aðalega???

  WTF. YNWA

 40. Hingað og ekki lengra. Þetta verður að stöðva ! Liverpool er að sökkva lengra og lengra niður með hverjum leiknum og ég er farinn að hallast að því að Roy gamli er ekki rétti maðurinn til að koma okkur upp úr þessu kviksyndi. Auðvitað má ekki kenna honum um allt en hvað er hann að hugsa ein skipting og þegar hann gerir fleiri þá gerir hann þær þegar 10 min eru eftir. Og þegar hann segist vera sáttur með stig á erfiðum útivelli ……. Þetta á ekki að vera erfiður útivöllur fyrir lið eins og Liverpool Stamford Bridge,White Hart Lane og old trafford það eru erfiðir útivellir !
  Svo vantar þetta lið alvöru kanntmenn, maxi ( hann er búinn að vera í feluleik alveg síðan hann kom til liverpool), Babel (alltaf sama sagan með hann) ,jovanovic ( fínn leikmaður en ekki í liverpool klassa ), að mínu mati er það eina sem getur komið okkur aftur í titilbaráttuna er nýr þjálfari égmæli með martin oneill hvernig sem þetta nafn er skrifað , selja nokkra leikmenn til að fjárfesta í alvöru kantmanni ( babel , maxi , jovanovic) svo má lucas alveg fara mín vegna skil ekki hvernig þessi leikmaður geti verið fastamaður í okkar liði er alltaf að brjóta af sér , spilar alltaf til baka og er með hræðilega sendingargetu. eiganda málin verða svo að fara leysast sem fyrst. Þetta verðum við að gera helst í næsta leikmanna markaði þó það sé nokkuð hæpið. ÞVí ef ekkert verður gert fer torres og jafnvel gerrard sem hafa verið að halda þessu liði á floti seinustu ár.
  Takk fyrir mig Y.N.W.A ……

 41. Misreiknaði mig í gær og hélt að leikurinn væri kl 19 og missti því af honum. Ég er samt feginn í dag að það gerðist og segi það þrátt fyrir að ég sé gegnheill stuðningsmaður Liverpool sem horfi á alla leiki. Spilamennska þessa liðs í dag er bara orðin fokking óþolandi leiðinleg.

  Ég segi að búa ætti til eitt massíft pep-up video fyrir leikmenn þessa liðs, sýna fögn af börum og heimahúsum þegar liverpool skorar, sýna beint klippur af stuðningsmönnum útúm allan heim sem lifa og hrærast í kringum þennan klúbb osfrv., menn átti sig á því að þeir geti ekki boðið fólki upp á svona lélega spilamennsku. Eitthvað drastískt þarf að gera. Ég vil ekki að við verðum næsta Leeds.

 42. Merkilegt að sömu menn sem vildu RH eða MO´Neil á sínum tíma vilji núna skipta og fá M. O´Neil. Sagði það á einhverju spjallinu í sumar að það væri enginn verulegur munur á þessum mönnum. Stend við það í dag og tel hann ekki rétta mannin í brúnna. O´Neil er kannski aðeins nær nútímanum en hann hefur verið að stýra mun betra liði með mun meira fjármagn á milli handanna á hverju ári.

  Það þarf gamla hetju til að hressa upp í liðinu, gamlan púllara sem þekkir það hvernig er að vinna titla. Mann sem flestir ef ekki allir bera virðingu fyrir. Ég er auðvitað að tala um King Kenny. Hann gæti sparkað í rassgatið á mönnum og sagt þeim hvað það er að bera merkið í barminum.

 43. Af hverju get ég svo ekki “like-að” það sem ég sagði fyrir ofan? Líkaði mjög vel við það sem ég skrifaði.

 44. Er svo ánægður að ég hafi þurft að horfa á þennan leik í hlaupabretti þannig ég entist bara fyrstu 10 mínútur leiksins…

 45. Það er eins og leikmenn og þjálfarar LFC séu í einhverjum öðrum heimi en stuðningsmenn sem að hafa fyrir því að horfa og styðja liðið í hverri viku. Menn er bara í einhverju móki og neita að trúa því að það sé eitthvað krabbamein í liðinu ! Carra er seinastur til að tjá sig eins og asni. RH er bara mjög ánægður með jafntefli eins og venjulega, jafntefli er greinilega alveg eins og unninn leikur hjá honum meðan flestir líta á það sem tvö töpuð stig. Þetta er í fáum orðum sagt hræðilegt ástand og ef menn fara ekki að drullast í smá veruileika check þá á þetta bara eftir að versna enn meira. Ég segi eins og svo margir hérna að ofan, fáum Daglish aftur í starfið og bara helst í gær takk fyrir. Losum okkur við Sammy Lee og allt backroom staffið eins og það leggur sig. Fáum Daglish í stjórastöðuna, Paco sem aðstoðarmann hans og svo nýja sjúkra og þolþjálfara. Ég vil fá nýja útsendara og svo síðast en fyrst af öllu og númer 1 – 10 NÝJA FOKKING EIGENDUR !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

 46. Endalaust nenna menn að kenna eigendum um allt.

  Það er ekki eigendum að kenna þegar menn hvorki nenna né geta spilað eins og menn. Er Hodgson með betri hóp í höndunum en hjá Fulham ? Er hann með betri eigendur en hjá Fulham ? Hefur hann meiri resourca en hjá Fulham ? Verður þá LFC ekki að sýna results á móti WBA, Sunderland og Utrecht ? Eða er það eigendum að kenna að liðið spilar verr en Blackpool ?

 47. Metnaðarleysið algjört hjá þessum klúbb. Sáttir við jafntefli gegn Utrecht!! Fáránlegt. Maður er algjörlega búinn að missa áhugann á þessu liði. RH verður að átta sig á því að aðdáendur Liverpool munu aldrei sætta sig við eitthvað miðjumoð og meðalmennsku. Aldrei.

 48. Tölfræði sem sýnir hversu mikil (og neikvæð) breyting hefur orðið milli leiktíða:

  This season, Liverpool have allowed opponents 92 shots at their goal in their first six league games, in contrast to just 46 in the corresponding fixtures last season. In 2009/10, 72 crosses were delivered into Liverpool’s box in those same games; this year, it’s 126. Nine goals have been conceded this time, to four last year.

  Það er alveg ljóst að það þarf eitthvað mikið að gerast til að þetta lið fari að virka almennilega aftur… 🙁

 49. Erfitt ! ! Ég vildi M´O´neil eða Kenny, en það þýðir ekki að tala um það núna. Fíflin tvö sem stjórna, celski og hitt fíflið eru ruglaðir

Liðið gegn Utrecht

Blackpool á morgun!