Utrecht á morgun

Á meðan maður horfir á leik Rússnsku útgáfunar af Man City (Rubin) í hinni sálarlausu, leiðinlegu og stórlega ofmetnu meistaradeild er ekki úr vegi að kíkja aðeins á hvert í fjáranum okkar menn eru að fara annað kvöld. Mig minnir að ég hafi einmitt einhverntíma heyrt um þetta lið sem við erum að fara spila við og með æfingu get ég jafnvel næstum því lært að bera nafnið á því rétt fram.

Utrecht er næsti viðkomustaður en öfugt við það sem maður hefði kannski haldið þá er það fjórða stærsta borg Hollands með langa og merkilega sögu sem allir ættu að kynna sér ítarlega, einhverntíma seinna. Ef stiklað er á stóru yfir sögu borgarinnar þá er Utrecht höfuðborg Utrecht héraðsins sem eitt sinn var eitt af héruðum Niðurlanda. Niðurlönd voru í raun samansett af 12 héröðum (tvö þeirra bera nafnið Holland). Seinna var farið að tala um allt landið sem Holland. Þetta er svona svipað eins og að kalla Bretland bara England og myndi það líklega verðskulda vænt högg á bar í Skotlandi.

Hér má sjá betur skiptinguna á þessum héruðum og að Utrecht héraðið gæti ekki verið mikið  meira miðsvæðis.

Borgin er enda helsta samgöngumiðstöð Hollands og aðal tengistöð lestakerfisins. Eins er í borginni stærsti háskóli Hollands og er þetta svolítil háskólaborg og er meðalaldurinn t.a.m. frekar lágur í Utrecht. Eins var kynjaskiptingin síðast þegar athugað var 52% – 48% stelpunum í vil og því ljóst að maður á að taka háskólanámið í Utrecht sé þess einhver kostur!

Hér má sjá háskólagarða í Utrecht og í kjölfarið þarf líklega ekki að taka það fram að borgin er næst mesta djammborg landsins á eftir Amsterdam og hippamenningin fór klárlega ekki framhjá þeim.

Utrecht er annars þekkt borg í sögu kaþólsku kirkjunnar og var lengi vel miðstöð trúarmála í Hollandi og er því mígrútur af kirkjum á svæðinu. Þegar Jóhannes Páll Páfi annar vinur Jerzy Dudek varð páfi á sínum tíma höfðu allir páfar komið frá Ítalíu síðan 1522, sá biskup kom frá Utrecht.

En þegar við erum farinn að tala um páfann og kaþólsku kirkjuna er ljóst að borgin er takmarkað spennandi, höfum bara í huga að það búa fleiri stelpur þarna heldur en strákar og meðalaldur er lágur.

Snúum okkur svo að fótbolta.

Saga FC Utrecht nær aftur alveg til ársins 1970 er liðið var myndað með sameiningu þriggja liða DOS, Elinkwijk og Velox. DOS liðið var merkilegast af þessum þremur og urðu m.a. meistarar 1957 og tóku þátt í evrópukeppnum í kringum 1960. Þetta voru allt lið sem voru að spila á svipuðu svæði og því lá beinast við að sameina klúbbana, en svona sameiningar hafa víst ekki verið óalgengar í sögu Hollenska boltans.

Saga félagsins er ekki svo ýkja merkileg á alþjóðamælikvarða þannig séð utan þess að hafa aldrei fallið um deild. Það var reyndar ekki tekið upp atvinnumannadeild í Hollandi fyrr en árið 1954 og síðan þá hefur DOS og seinna FC Utrecht aldrei fallið um deild. Eina liðið fyrir utan risana þrjá í Hollenskum fótbolta, Ajax, Feyenoord og PSV til að afreka það.

Þeir hafa engu að síður ekki verið að gera miklar rósir í Hollandi, þrisvar hafa þeir unnið bikarinn, 1985, 2003 og 2004. Í evrópu hafa þeir aldrei náð lengra en í riðlakeppni UFEA Cup.

Til að komast í riðlakeppnia í ár þurfti liðið að leggja Tirana frá Albaníu og FC Luzern frá Sviss áður en þeir mættu vinum okkar í Celtic. Eftir leikinn á Parkhead virtust skotarnir ætla að sigla nokkuð auðveldlega í gegn eftir 2-0 sigur Celtic. En með mögnuðum 4-0 sigri á heimavelli var Celtic skilið eftir heima í ár. Maður leiksins í þessum leik og raunar besti leikmaður liðsins heitir, alveg án þess að ég sé að grínast, Ricky van Wolfswinkel og skoraði hann þrennu í þessum leik gegn Celtic og hefur gert 6 mörk í heildina í UFEA Cup nú þegar. Þessi strákur var orðaður við Liverpool fyrir tímabilið og þó ekki væri nema bara fyrir nafnið vona ég að þessi kappi mæti á Anfield.

Heiti maður Ricky van Wolfswinkel er ekki annað hægt en að vera maðurinn!

Liðið er um miðja deild heimafyrir eins og staðan er núna, sem er nú betra en okkar menn geta sagt. Liðið hefur spilað sjö leiki það sem af er, unnið alla þrjá heimaleikina gegn NAC Breda, Venlo og Willem II en tapað öllum 4 útileikjunum, gegn AZ Alkmaar, Feyenoord, Groningen og Twente

Heimavöllurinn sterki heitir Stadion Galgenwaard. Seinna orðið merkir vörður gálgans eða eitthvað í þeim dúr en það fylgir ekki sögunni að þarna hafi aftökur farið fram, ekki fyrr en á morgun auðvitað þegar Liverpool slátrar Utrecht. Þetta hefur verið heimavöllum Utrect frá stofnun (1970) og var þar áður heimavöllur DOS síðan 1936. Galgenwaard var tekinn í gegn í byrjun aldarinnar og opnaður mikið endurbættur árið 2004 og tekur nú tæplega 25.þúsund manns.

Stadion Galgenwaard

Ég legg ekki í að fara mikið út í líklegt byrjunarlið Utrecht og líklega skiptir það ekki miklu máli þar sem fæstir hafa líklega heyrt um nokkurn mann liðsins áður. Þeir hafa heldur ekki átt miklar kempur í gegnum tíðina þó ein þeirra sé okkur púllurum afar vel kunn, sjálfur Dirk Kuyt hóf ferilinn þarna og lék í fimm ár frá 1998 – 2003. Auk hans hafa þeir haft menn á borð við Dick Advocaat, Hans van Breukelen og Jan Wouters á sínum snærum. Vouters þjálfaði liðið 1997 og er í dag aðstoðarþjálfari liðsins.

Framtíðin gæti verið spennandi hjá Utrecht því árið 2008 keyptu fjárfestar 51% hlut í liðinu og hafa verið að setja smá pening í klúbbinn undanfarið og stefna hátt með liðið. Utrecht er aðeins annað liðið í Hollenska boltanum til að vera í eigu fjárfestingahópa, á eftir AZ. og ætla að byggja upp topp lið á um 5 árum með hjálp góðs unglingastarfs og njósnanets.

Ef við vindum okkur síðan aðeins að okkar mönnum þá er ljóst að Steven Gerrard verður ekki með og fór ekki með til Hollands og sama á við um Daniel Agger. Hópurinn sem fór er annars svona: Reina, Jones, Johnson, Kelly, Kyrgiakos, Skrtel, Carragher, Shelvey, Poulsen, Lucas, Rodriguez, Spearing, Babel, Meireles, Jovanovic, Cole, Kuyt, Eccleston, Ngog, Torres.

Flestir okkar sterkustu manna með þó afar erfitt sé að skjóta á líklegt byrjunarlið. Torres verður líklega með frá byrjun í þessum leik og eins er líklegt að Dirk Kuyt fái að spila gegn sínum gömlu félögum.

Mikið út í loftið tippa ég á þetta lið:

Reina

Johnson – Sktrel – Carragher – Kelly

Kuyt – Poulsen – Meireles – Jovanovic
Cole
Torres

Kuyt var annars í viðtali á opinberu síðunni í tilefni af því að hann væri að fara mæta sínu gamla liði þar sem hann kom inná að hann þekkti ekki marga leikmenn liðsins í dag enda flestir hættir eða farnir annað síðan hann var hjá liðinu. Hann þekkir þó mikið af fólki í kringum klúbbinn. Kuyt segir þetta vera ungt lið sem berst gríðarlega vel og er afar erfitt heima að sækja eins og úrslitin gefa til kynna.

Svona leit Dirk Kuyt úr er hann var hjá Utrecht

Öllu meira nenni ég ekki að velta mér upp úr liði Liverpool á morgun, spilamennskan og gleðin í kringum klúbbin undanfarið hefur verið þannig að mér finnst hálf ósanngjarnt að ég þurfi að horfa á þennan leik (er með skýrslu líka). Það er ekki oft sem ég hef sagt þetta um Liverpool leik, aldrei raunar.

Við eigum alltaf að vinna Utrecht liðið, líkt og við höfum nánast alltaf gert gegn öðrum Hollenskum liðum síðan Bill Shankly tapaði ósanngjarnt 5-0 í Amsterdam, vegna þoku. En það er eitthvað mikið myglað hjá Liverpool þessa dagana og ef Hodgson bregst við þessu jafntefli sem við rétt merjum á morgun með þeim orðum að jafntefli á þessum velli séu góð úrslit á ég eftir að raka mig sköllóttan með berum höndum.

Spá: Eins og ég sagði þá er þetta ekki mikið spá heldur staðreynd, 1-1 og eigum við ekki að segja að Kuyt setji markið fyrir okkur.

43 Comments

  1. Fínn fróðleikur hjá þér,
    Ég heimta að Hodgson spili sóknarleik á morgun og við fáum að sjá 4-3-3 eða 4-4-2, það er engann vegin að virka að láta Torres vera þarna einan frammi á meðan hann er ekki kominn í betra form.
    Cole, Torres og Kuyt frammi og Meirales, Lucas og Shelvey á miðjunni.

  2. það liggur við að það væri þess virði að þessi leikur fari 1-1, til að maður eigi möguleika á því að sjá Babu raka sig sköllóttan með berum höndum. En það liggur bara við, það er ekki alveg þannig.

    Við eigum að vinna þennan leik, og ég skal dreyra mig inni í húsakynnum mínum ef við klárum ekki þennan leik !!!

    YNWA

    Carl Berg

  3. Skemmtileg lesning!

    En ég ætla að láta það kjurt að spá fyrir um þennan leik, kannski þá okkar menn vinni leik sannfærandi..

    YNWA!!

  4. meirelles 1 og cole 2 fer 1-3 fyrir okkar mönnum… reynum nú allavegana að reyna vera smá bjarstsýnir þó að það gengur ekki allt í haginn ein og stendur 🙂

  5. stórskemtileg upphitun !! hef alltaf jafn gaman að lesa þessa snild frá Babu !!

    vinnum 1-2. torres og cole

  6. Stórskemmtilegur pistill og fræðandi mjög eins og alltaf hjá þér Babu 🙂

    Ég sé nákvæmlega enga ástæðu til bjartsýni, erfiðir útivöllur og okkar menn andlausir og lélegir.
    Við töpum þessum leik plain and simple.

    Proove me wrong pleeease!

  7. Býst fastlega við tapi. Missi af öðrum leiknum í röð og veit ég ekki hvort það boðar gott. Skítlélegir síðast þegar ég horfði ekki og býst við því sama núna. Enginn Gerrard, enginn góð úrslit. Vona það Torres vegna að hann hvíli bara með Gerrard. Þetta verður erfiður leikur fyrir hann ef hann byrjar, hver á að mata hann ? Vill sjá liðið svona

    Jones – Kelly – Kyri – Skrtel – Aurelio – Lucas – Poulsen – Babel – Maxi – N’gog – Milan

    Hljótum að geta unnið með þessa gæja inná. Sigur í þessum leik gefur okkur ágætis auga fyrir framhald EUROCup þannig ég bið um sigur í september lok, þó ég hafi litla trú á því.

    Áfram Liverpool.

  8. alveg hreint frábær lesning, virkilega skemmtilegir fróðleiksmolar! En eins og flestir aðrir þá er þessi mikli spenningur fyrir leiki að mestu farinn.. en ég er sammála spánni um að hann endi í jafntefli. Vona að meireles verði góður og ég verð ánægður ef ég sé Torres berjast á fullu gasi.

    Áfram Liverpool!

  9. Sælir félagar

    Þetta leggst illa í mig einhverra hluta vegna??? Ég ætla ekki að spá neinu um úrslit og hefi miklar áhyggjur en vona hið besta.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  10. Sindri #7 það er nú óþarfi að vera að spila Aurelio þegar hann er meiddur.

  11. Bjó um tíma í Utrecht og mæli alveg með því að koma við í borginni fyrir þá sem leið eiga um Holland. Það má bæta við umfjöllunina hér að ofan að liðið er hvað þekktast fyrir það í Hollandi að eiga allra verstu knattspurnubullurnar í öllu Hollandi.

  12. Við töpum þessu sannfærandi 3-0. Vinkel von Úlfasvinkler með öll mörkin.

  13. Var smá tíma að átta mig á því að ég væri að lesa fótboltasíðu… en góður pistill engu að síður.
    3-1 tap þar sem þeir eru á betra run-i í sinni deild.

  14. Leifur #12

    Góður linkur en mér leist best á lagið hjá Eintract Frankfurt, alltaf verið hrifinn af Línu Langsokk.

    En áhugavert að lesa pistilinn hjá Babu, tel að svona sé komið fyrir mörgum okkar Liverpoolaðdáenda að okkur er orðið nokk sama hvort við missum af leik eða ekki, við allavega leggjum ekki mjög mikið á okkur til þess eins og oftast áður.

    En YNWA, thats for sure.

  15. Frábær pistill mjög gaman að lesa þetta 🙂

    Mín spá 2-2 því miður verðum að fara nota 2 frami öðruvísi vinnum við ekki

  16. Snilldar lesning. “Eins var kynjaskiptingin síðast þegar athugað var 52% – 48% stelpunum í vil og því næsta fyrst að maður á að taka háskólanámið í Utrecht sé þess einhver kostur!” ; )

    Maður er eitthvað óvenju áhugalaus þessa dagana og vona ég því bara að annaðhvort vinnist stórsigur á Utrecht og leikgleðinn tekur völdin eða við hreinlega skítum á okkur og snaran þrengist um Hodgson. Vil ekki þurfa að horfa uppá lélegt jafntefli eða 1-0 sigur og Hodgson voða sáttur, talar um lengri tíma, þetta sé allt að koma og eitthvað kjaftæði.

  17. Vinnum þennan leik örugglega segi ég þangað til annað kemur í ljós

    • og því næsta fyrst að maður á að taka háskólanámið

    Talandi um þetta, er sía á orðið “víst” eða? Ég bara gat með engu móti sagt “næsta v í s t ”
    Þetta væru agalegar fréttir ef Bjarni Fel yrði allt í einu gestapenni hérna!

  18. Tekið af vef Echo “ROY HODGSON today delivered the news every Liverpool fan has been waiting to hear – Fernando Torres is fully fit and ready to start firing”

    Mér finnst þetta einkennileg tilkynning, svolítið eins og að tilkynna að glasið sem vatni hefur rólega verið helt í sé nú loksins orðið fullt.

    Vona auðvitað að þetta sé komið frá Torres sjálfum um að honum finnist hann vera kominn í topp form, en ekki einhver panik tilkynning frá stjóra sem farið er að hitna verulega undir.

  19. Er hættur að spá en vill auðvita að Liverpool vinni, já alla leiki og nú verða menn að fara að sýna gott samspil og hnitmiðuð skot að marki. KOMA SVO LIVERPOOOOOOOL OG EKKERT KJAFTÆÐI ÞETTA ER ALLT AÐ SMELLA SAMAN.

  20. Fúff of púff það er ekki hægt að segja að maður sé bjartsýnn, en það er eitthvað sem er að hvísla að manni að nú er komið að því. Winning streak uppá allavega 2 leiki byrjar í kvöld. En krafa um fallega og skemtilegan fótbolta NEI ÞAÐ HELD ÉG EKKI. það væri nú barasta argasta frekja að fara fram á það, varnarbolti skal það vera væni minn og treyst á það að læða inn einu og halda svo hreinu.

  21. það eina sem ég get spáð um þennan leik er að Liverpool vinni leikinn þarsem verða nú minnsta kosti vinna einn bikar þetta tímabil

  22. LOL…skemmtilegt komment um meistaradeildina 🙂 Utrecht á ofbeildisfyllstu aðdáendur í Hollandi , þeir eru Millwall þar í landi. Vonandi að LFC fans sleppi þokklega heilir heim.

  23. Samkvæmt http://lfcglobe.com/lucas-and-poulsen-to-start-against-fc-utrecht/
    Þá er þetta byrjunarliðið í kvöld.
    Byrjunarlið: Reina; Johnson, Carragher, Skrtel, Kelly; Poulsen, Lucas; Kuyt, Cole, Jovanovic; Torres.

    Reina

    Johnson – Sktrel – Carragher – Kelly

    Poulsen – Lucas
    Kuyt – Cole- Jovanovic
    Torres

    Bekkurinn: Jones, Kyrgiakos, Rodriguez, Meireles, Ngog, Babel, Shelvey (not yet confirmed).

    Það á ekkert að læra með þessa miðju, Lucas og Poulsen er EKKI að virka en hann ætlar samt að halda þessu áfram og spila gjörsamlega glataðri miðju.

  24. skítsæmilegt lið… hefði náttúrulega viljað sjá Meireles byrja á kostnað Lucas/Poulsen

  25. Þar sem ég er búsettur í Noregi og boltinn sýndur á fullt af rásum og alltaf jafn erfitt að finna hvar leikirnir eru sýndir þá spyr ég veit einhver á hvaða rás þessi leikur er sýndur í Noregi???’

  26. Það hefur orðið breyting á liðinu og Meirales kemur í liðið og Milan Jovanovic fer á bekkinn, þetta er nokkuð staðfest lið.
    Vonandi er þetta 4-3-3 uppstilling.

  27. Ertu í Noregi? Ertu til í að þakka norsku þjóðinni fyrir Kvarme fyrir mig.

  28. Takk fyrir fróðleikinn Babú. Ég ætla ekki að spá neinu um þennan leik,en ef það er rétt að Paulsen og Lucas eiga að spila þá á greinilega að spila upp á jafnteflið sem hefur nú ekki verið að gera sig. En ég dundaði mér í gærkvöldi við að flakka á milli leikja í champions lige á fjarstýringunni og það sló mig að það var hvergi uppselt nema kanski hjá Tottenham,hvað er að ske, er áhuginn ekki meiri á þessari deild eða flestir bara komnir með nóg af fótbolta? Ég hef reyndar líka tekið eftir þessu í ensku deildinni núna í haust og það hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir klúbbana og þá líka fyrir væntanlega kaupendur af Liverpool sem virðast reyndar ekki finnast þrátt fyrir mikla leit. Kanske að fótboltinn sé búinn að toppa sínar vinsældir út af allri græðginni sem hefur tröllriðið honum undanfarin ár.

  29. Már#32
    Gerrard er ekki meiddur en hann fær hvíld þar sem að Hodgson vill vernda hann þar sem að hann er tæpur í bakinu, hann gæti spilað en Hodgson vill ekki taka neina áhættu með hann en hann mun spila um helgina.

  30. The Liverpool team in full: Reina, Johnson, Kelly, Skrtel, Carragher, Lucas, Poulsen, Kuyt, Cole, Meireles,Torres. Subs: Jones, Jovanovic, Kyrgiakos, Maxi, Spearing, Babel, Ngog.

  31. “sálarlausu, leiðinlegu og stórlega ofmetnu meistaradeild” uss léleg ummæli.. þetta myndiru aldrei segja ef lfc væri i meistaradeildinni… ekki nógu gott, gagnrýndu liðið frekar

  32. “sálarlausu, leiðinlegu og stórlega ofmetnu meistaradeild” uss léleg ummæli.. þetta myndiru aldrei segja ef lfc væri i meistaradeildinni… ekki nógu gott, gagnrýndu liðið frekar

    Ertu virkilega ekki að fatta djókið hjá Babú?

  33. Ég hata liverpool, þeir eru svo lélegir!! Gerard ætti að fara í janúarglugannum! hann sígur manU typpi!!!!

Umfjöllun í Echo

Liðið gegn Utrecht