Umfjöllun í Echo

Hann minnist ekki einu orði á kop.is bölvaður en hérna má finna skemmtilegt viðtal við Svein Waage í sjálfu Liverpool Echo. Hann er þarna fyrir hönd Liverpool klúbbsins og er óhætt að fullyrða að svona greinar skemma nákvæmlega ekkert fyrir orðspori íslendinga í Liverpool borg.

9 Comments

  1. Fín lesning.

    Að öðru. Er Steven Gerrard alveg sveittur af þreytu þessa dagana? Var að lesa að RH ætli að hvíla hann á morgun. Þessi hvíldarstefna fer dálítið í mínar fínustu sérstaklega þegar verið er að aðlaga leikmenn liðsins að hvorum öðrum eftir sumarkaupin. Það allavega flýtir ekki fyrir með “Ramos-veikinni”.

  2. 3 eikifr, mig minnir að Gerrard hafi verið að spila meiddur stóran hluta síðasta tímabils. Sé tekið mið af því og að hann var að spila á fullu í sumar þá er ekki óvitlaust að stjórna álaginu á honum með þessum hætti. Gerrard er leikmaður sem við hreinlega meigum ekki missa í langvarandi meiðsl sérstaklega núna þegar það er sunnan stormur og slydda yfir Anfield.

  3. Svo framarlega að Gerrard spili sem allra flesta deildarleiki þá er mér nokk sama um restina af leikjunum.

  4. Bjarni, það er örugglega vegna þess að þú settir punkt á undan broskallinum, þ.a. hann lítur út fyrir að vera þríeygður.

  5. Bjarni, það er örugglega vegna þess að þú settir punkt á undan broskallinum, þ.a. hann lítur út fyrir að vera þríeygður.

    Fordómar eru þetta! Kannski er þetta bara þríeygður broskall!

  6. Bara gaman af þessu.Þú ert eins og hetja í þessu viðtali Svenni 🙂

Opinn þráður

Utrecht á morgun