Opinn þráður

Ein besta ljósmynd sem hefur verið tekin af þjálfarateymi á Anfield, það þori ég að fullyrða.

Það er mánudagur, tími til að ræða framtíðina eftir ömurlega síðustu viku. Hvað er í fréttum?

61 Comments

 1. Ég skal byrja: Paul Konchesky er tognaður og missir af næstu tveimur leikjum liðsins.

  Ef þið lesið aðeins eina leikskýrslu frá laugardeginum, hafið það þá þessa. Ég er sammála hverju orði.

  Paul Tomkins ritar einnig góða grein um ástandið, bæði innan og utan vallar. Það kostar nokkrar krónur á mánuði að vera áskrifandi að Tomkins Times og ef einhver þarna úti er efins um að það borgi sig mæli ég hiklaust með því. Hann er einfaldlega langbesti Liverpool-penninn þarna úti, hvort sem menn eru sammála honum eða ekki.

  Já, og FC Utrecht, mótherjar okkar á fimmtudag, töpuðu um helgina gegn AZ Alkmaar í hollensku Eredevisie. Hvað á Hodgson að gera á fimmtudag, hvíla lykilmenn enn einu sinni eða láta þá spila? Dominic King hjá Echo vill meina að Hodgson eigi að spila sínu sterkasta liði og ég verð að segja að ég er sammála honum.

 2. Það ætti að stilla upp sterkasta liði sem völ er á, ekki bara á fimmtudaginn heldur alltaf. Meðan að liðið er að standa sig svona illa, þá hefur það ekki efni á að hvíla einhverja “lykilmenn” fyrir mikilvægari leiki. Liðið þarf að komast á sigurbraut og það gerist allaveganna ekki meðan það er verið að spara einhverja leikmenn.
  Svo má reyndar deila um það hvort að ákveðnir leikmenn þurfa ekki að fara að eyða smá tíma á bekknum og hugsa sinn gang eftir arfaslaka frammistöðu.

 3. Eitthvað misfórust linkarnir – hér sést vel hvernig liðið færist allt til á vellinum til að dekka svæðið hans JC.

 4. Frábær mynd 🙂 Já það er kannski best að spila sem mest á sama liðinu til að byrja með. Nóg er af leikjum í vetur (vonandi). Það er eitt aðtriði sem ég hef ekki getað hætt að hugsa um og það var þegar Gerrard jafnaði. Torres gefur á hann enn Gerrard hleypur framhjá honum og rennir sér útí horn. Sá ekki Torres samfagna honum einsog þeir gera venjulega. Kannski er þetta ekkert enn fannst þetta skrítið.

 5. Þetta er allt saman vandræði á miðjunni, arfslakur kantur, og skelfileg miðja með Meirales og svo Pulsuna sem er lélegasti gaur í heimi og Hodgson á að fá verðlaun fyrir lélegustu kaup allra tíma í atvinnumanna fótbolta.

  Hodgson: Sæll hr. Juve þjálfari, þetta er Hodgson og ég er með díl, Aquilani lánaður til ykkar og við borgum ykkur 5 milljónir fyrir Pulsuna.

  Juve þjálfari: Hver er þetta????? ef þú hættir ekki að gera at í mér þá kæri ég þig!!!!!
  Hodgson: Nei þetta er ég í alvuru, ég er bara svona heimskur og lélegur þjálfari.
  Juve þjálfari: Okey þetta er þá tekið.

 6. Árni #4 ég tók líka eftir þessu. Líklega var þetta ekki neitt, en þetta var samt frekar furðulegt því þeir eru vanir að fagna mörkum saman. Þeir litu ekki á hvorn annan, heldur hljóp Gerrard framhjá honum og renndi sér í átt að áhorfendum. Torres brosti ekki einu sinni. En eins og ég segi, líklega var þetta þó ekki neitt. Torres var líklega bara einbeittur að því að reyna að vinna leikinn.

 7. Hvenær í næsta mánuði munu eigendurnir missa klúbbinn til RBS. Veit einhver dagsetninguna á því?

 8. Frábær pistill hjá Tomkins og hárrétt margt held ég.

  Staðreyndin er einfaldlega sú að þjálfaraskiptin í sumar líta afar illa út í dag, þar sem þau virðast hafa þýtt það að nýr þjálfari gaf leikmönnum séns sem áttu að vera búnir með sína sénsa og hann er klárlega ekki að ná að breyta mótiveringunni á réttan hátt.

  Ég hef rætt það lengi að það breyttist allt hjá Liverpool í ágúst 2009 þegar Benitez var svikinn um þá peninga sem honum var lofað sumarið 2009, þegar hann var búinn að ganga frá leikmannadílum en varð að draga til baka og kaupa Kyrgiakos einan. Er sannfærður um að fréttir af uppsögn hans á Stokeleikdaginn voru réttar.

  Þaðan frá hefur liðið verið í skrúfstykki og við skulum ekkert fela það neitt að það var ekki Benitez og ekki Hodgson sem mestu ráða innan félagsins. Valdamestir eru Purslow og Broughton og þjálfaraskipti sumarsins þarf að skoða í því ljósi. Benitez var í rugli með margt en það var öllum ljóst að hann var að berjast fyrir klúbbinn, því hann gerði sér grein fyrir að vandinn væri mikill. Með því að skipta honum út losnuðu stjórnargaurarnir og eigendurnir við þann sem mest var að rífast við þá um ástandið.

  Þess vegna og af þeirri einu ástæðu vildi ég ekki skipta um þjálfara, því ég taldi og tel líklegast að með því gætu peningamennirnir fengið meiri frið til að draga félagið neðar.

  Ég er líka sannfærður um það að Hodgson var svikinn strax núna í ágúst, því hann var pottþétt búinn að lofa Joe Cole, Torres, Gerrard og Reina öðru í leikmannamálum en þar kom í ljós. Reina var augljóslega ósáttur við að við náðum ekki að halda Mascherano og í fyrsta viðtalinu við Cole talaði hann um “exciting players we are looking to sign”.

  Svo þess vegna vorkenni ég Hodgson að hluta til, ég held að hann sé bara peð í því heildarrugli sem gilt hefur nú í 13 mánuði. Ef hann var svikinn frá Fulham í þá ormagryfju sem ég held að sé í Liverpool FC þá skil ég hann vel að leita annarra leiða í viðtölum en viðurkenna það að allt sé ótryggt.

  Leikmennirnir hins vegar eiga að leggja sig eins mikið fram og hægt er, ég hef áhyggjur af því að þeir sem leggja sig mest fram eru í mörgum tilvikum þeir sem styst hafa verið, ég er hræddur um að margir lykilmenn séu búnir að fá nóg….

  En fótboltinn er fljótur að breytast og vonandi fer nú eitthvað að líta upp! Maður getur ekki lagt þetta á sig svona endalaust….

 9. Já ég held það sé 6 október. En ef bankinn tekur yfir klúbbnum er það þá mínus 9 stig ? Veit einhver hvernig þetta virkar fyrir sig ? Það hlýtur að vera hægt að komast einhvern veginn hjá því.

 10. bankinn eignast Kop holdings (minnir mig að það heiti) sem er skráður eigandi Liverpool, þannig mun klúbburinn komast hjá 9 stiga refsingu, eða þetta las ég einhversstaðar. Svo með þessa dagsetningu er ég búinn að heyra 15. október, ekki nema að eitthvað annað sé að gerast þá.

 11. Á meðan að liðið er að spila svona ógeðslega illa þá eiga þessir pappakassar ekki skilið að fá frí, menn verða að vinna sér það inn og það hefur ENGINN hjá Liverpool gert í vetur.
  Það verður núna að nota alla bikarleiki og uefa leiki til þess að slípa liðið saman til þess að verða tilbúnir fyrr í að koma sér frá niðurlægingu í deildinni aftur.

 12. Varðandi yfirtöku á okkur og mínus 9 stig.

  þá því miður sem stuðningsmaður Liverpools í tugi ára myndi ég glaður taka þeim og þakka pent fyrir.

 13. veit ekki með Tomkins… ef þetta hefði verið slow start hjá Benitez þá hefði Tomkins fókusað miklu meira á andstæðingana heldur en hann gerir í þessum pistli sínum (afgreiðir það í einni setningu). Venjulega voru rökin hjá honum þau að þegar Liverpool náði slæmum úrslitum undir stjórn Benitez gegn “lakari” liðum að þau þetta væri nú ekki alslæmt því viðkomandi lið hafi nú náð góðum úrslitum gegn hinu og þessu liði auk smá tölfræði-leikfimi.

  Síðan minnist hann ekkert á að Hodgson fékk ekkert undirbúningstímabil með aðalliðsleikmönnunum vegna HM, sem er sérstaklega bagalegt þar sem þetta er fyrsta tímabilið hans með liðið. Í raun og veru hefur hann ekki verið með þann hóp sem hann er með núna nema síðan frá 1. sept þ.a. það er ekki einu sinni kominn mánaðar reynsla á þetta. Vissulega hefur árangurinn verið slæmur og lítil ástæða til þess að vera bjartsýnn m.v. spilamennskuna hingað til, engu að síður er allt of snemmt að dæma Hodgson.

  Mér finnst kjánalegt af Tomkins að nefna FA Cup tapið gegn Burnley 2005 í þessu samhengi, enda er það elsta og virtasta bikarkeppni heims. Benitez spilaði þá með kjúllalið, með örfáum undantekningum þó, eins og um deildarbikarinn væri að ræða.

  Eitt af því fáa sem ég er sammála PT með er að Daniel Agger á að vera fyrsti kostur í hafsent og Poulsen má missa sín.

 14. Ég verð að segja að ég bara nenni ekki lengur að lesa Tomkins, tek undir flest með Jónsa hér að ofan. Mér finnst meira vit í greininni sem Dalglish skrifaði um ástand mála og rætt er um í öðrum þræði hér. Leikmenn verða að spila og vinna sitt starf þó eigendur séu ómögulegir. Síðan er fáránlegt að dæma störf Roy núna strax eftir þenna stutta tíma. September er ekki einu sinni liðinn! Ég verð að segja að mér líst ekki vel á spilamennskuna en kommon, við verðum að gefa Roy meiri tíma. En ég spái því hinsvegar að hann fái stuttan tíma til að slípa liðið saman þannig að ef hann ætlar að hanga í stjórastólnum framyfir áramót þá þarf að hann að fá mannskapinn til að spila saman eins og ,,lið” áður en fyrstu snjókornin falla…

  Ps. Er ekki magnað að spila svona illa og Babel og Lucas komu þar hvergi nærri;)

 15. Hodgson hefur allavega ekki hrifið mann mikið hingað til !

  fyrst pirraðist maður þegar hann lánaði Aqulani sem er frábær fótbolta maður og gulls ígildi að hafa í liðinu eða á bekk á móti þessum litlu liðum sem verjast með 9 inn í teig og 1 frammi eins og t.d Fulham spilaði og Liverpool eru farnir að spila núna notabene á Anfield og á móti liðum eins og sunderland og W.B.A!

  Hann skipti á Aqulani og Poulsen sem á ekkert erindi í lið eins og ég vil meina að Liverpool sé væri kanski fínn í Aston villa og þessum liðum sem eru að berjast um 5-7 sæti.

  Liðið skeit í sig á móti Birmingham og sunderland og hann sagði bara ” ah bjóst ekki við að fá stig hérna þannig ég er bara sáttur “

  Sama sagan er á móti Man utd og gerpið hann Ferguson hann segir að við værum ömurlegt lið og þeir hefðu átt að vinna okkur 10-20 – 0 og tætir svo Torres í sig og kallar hann svindlara og ræfil fyrir að reyna að láta senda O’shea útaf á meðan þessi hryllingur Nani var eins og gúmmíslanga þarna inná bara í því að henda sér niður og reyna að fiska víti eða spjöld eða bara láta dómaran flauta á eitthvað !

  Hvað segir Hodgson eftir leikinn sem hann nánast leiddi ferguson inná ?
  ” Æi við ferguson er svo miklir vinir að hann má bara eiga sínar skoðanir mér er sko alveg sama ég vil ekkert vera svara þessu honum má bara finnast það sem honum finnst”

  í fyrsta lagi þá eiga stjórar þessara klúbba aldrei að vera svona miklir vinir og ef einhver stjóri annara liða er að gagnrýna einstaka leikmenn Liverpool eða að seiga að vit getum ekkert og ættum að vera tapa 20 – 0 þá á hann að svara þeim fullum hálsi og verja minn heit elskaða klúbb.

  Sakna Benitez mikið ! Get nánast hengt mig uppá á það að við hefðum aldrey tapað 0-3 á móti Chitty og ef ferguson hefði sagt þetta um Liverpool og Torres þá hefði Benitez látið hann og stuðnings menn man utd heyra það !

  Svo er það nýjasta hjá þessum snilling að hann hefur áhyggjur af því að stuðnings menn liverpool væru með alltof miklar væntingar fyrir þetta lið !

  Fer nú springa af pirringi af því að hlusta á þennan trúð ! Hann væri eflast fínn með Fulham þar það hefði þótt fínt að ná þessum úrslitum sem hann hefur náð en hann er bara ” Way over his head” með þetta lið ! Vonandi að þessi kallar sem gerðu ekkert nema drulla yfir rafa og heimtuðu að hann yrði rekinn ánægðir með hlutina eins og þeir eru núna ?

  Og þeir sem seigja að hann þurfi meira tíma þá hefur hann fengið 10 leiki til að sýna það að hann viti e-ð hvað hann er að gera og hann hefur kolfallið á því prófi ! Menn verð líka að átta sig á því að hann hefur verið að þjálfa lið í þessari deild og spilað á móti þeim öllum síðustu 10-20 árin og þetta er hans heimaland og hans móðurmál , Það er ekki eins og hann sé í nýju landi sem talar tungumál sem hann skilur ekki í deild sem hann þekkir ekki hvernig önnur lið spila.

 16. Eins og Maggi benti 100 milljón sinnum á á síðasta tímabili þá var Stjórinn alls ekki eina vandamálið, ef hann var þá vandamál yfir höfuð…

  Það er allt umhverfið og yfirstjórnin sem verður að breytast. Við sjáum bara brottvikningu RB og allt í kringum það.
  Annað hvort var Rafa rekinn og það var ekkert plan um framhaldið eða Rafa var rekinn og stefnan sett á RH! Hvor kosturinn er eiginlega verri?

  Svo eru náttúrulega öll málin í kringum söluna á klúbbnum með hreinum ólíkindum. Hvað er þessi Broughton(ársmiðahafi á Stamford Bridge) eiginlega að gera þarna? Þetta er Liverpool Fotball Club!!!!! 18 englandsmeistaratitlar, 5 evróputitlar!!!! Fan-base um allan heim, tugir áhugasamra kaupanda. Hvernig er hægt að klúðra þessu?????

  Fyrst það þarf að fara vel peningana, hvernig stendur á því að það eru settar 5 milljónir punda í bekkjarsetumann frá Juventus en svo er sama liði lánaður leikmaður án gjalds sem kostaði okkur 15 milljónir punda. Sjá menn ekki hvað þetta er galið????

  Það er alveg laukrétt hjá King Kenny að þessi eigendasirkus á ekkert að hafa áhrif á leikmennina. Raunveruleikinn er bara sá að það gerist bara samt. Af hverju? Jú af því að stjórinn talar um framtíðarhorfur hér, peningavandræði þar etc etc… RH, alveg eins og RB á undan honum, er ekki fókusaður á það sem hann er með höndunum. Hann, alveg eins og RB á undan honum, eyðir alltof mikilli orku í það sem hann er ekki með!!!

  Og það skelfilegasta er, að það breytir sáralitlu að reka RH (sem btw veit ekkert hvað hann er að gera þarna, maðurinn er gjörsamlega clueless). Guð má vita hvað þeir Purslow og Broughton myndu koma með næst. Þeir hafa allavega örugglega ekki kjark til að fá Kenny inn.

  Að lokum…
  Það er algerlega fráleitt að tala um einhvern stigafrádrátt í október. Slíkt er ekki gert nema kröfuhafanir sjái til þess. Að draga stig frá LFC þýðir einfaldlega að kröfuhafanir tapa enn meiri peningum og það gera þeir aldrei viljandi!!!

  Áfram veginn

 17. Kom það ekki fram einhverstaðar að það væri nú þannig að hugsanlegir kaupendur vilja helst bíða eftir að RBS taki klúbbinn yfir því þá geta þeir einfaldlega verslað hann á mun betra verði. Bankinn vill alls ekki eiga fótboltaklúbb og mun því snarlega selja ef þeir þurfa að taka hann yfir.

  Við gætum verið að horfa á allt aðra hluti um áramótin. Við gætum verið að horfa uppá nýja eigendur, nýjan þjálfara, nýja leikmenn og breytt og betra andrúmsloft. Það þurfa einfaldlega að koma inn nýjir og metnaðarfullir eigendur til að þessi klúbbbur rísi upp á afturlappirnar á nýjan leik ! Ég einhvernveginn sé ekki Hodgson fyrir mér sem manninn sem mun leiða þá upprisu ! Liverpool er einfaldlega allt of stórt nafn í nútíma fótbolta til að vera að berjat um miðja deild á englandi með Hodgson við stjórnvölinn.

 18. Á maður að trúa þvi að menn séu að segjast sakna Benitez ? slæmt ástand, vonumst bara eftir nýjum eigendum og Martin O’Neil, það er það eina sem gæti bjargað okkur. RH er enganveginn nógu sniðugur kall sýnist mér, að geta ekki notfært sér Joe Cole, Gerrard, Torres og Meireles betur en þetta. Hvað þá taktiklega séð, Hefur feilað hvað ? 3? svo áberandi að við tökum vel eftir því.

 19. Kostuleg mynd. Hvað segið þið? Ætlar Liverpool ekki að girða sig í brók?

 20. Hvað pæingar er Hodgson með?

  Benitez pressaði leikmenn andstæðingana framarlega á vellinm. Hann hafði leikmennina í það. Torres er fljótur og getur pressað andstæðingana, kuyt getur hlaupið endalaust og Gerrard er góður í tæklingunu. Þó Gerrard eigi það til að gleyma sér í sókninni þá er það allt í lagi ef hann er einn af þremur fremstu með Alonso og Marcherano til að bakka sig upp.

  Núna er Hodgson að spila til baka. Það hentar Kypt enganveginn. Hann er góður leikmaður gegn varnarmönnum sem eru að hefjast sóknir. Hinvegar getur hann ekki byrjað að verjast á eigin vallarhelmingi. Svo þegar Liverpool vinur boltann aftarlega á vellinum þá getur kuyt búið til sóknir né tekið boltann hratt með sér. Þarna erum við með leikmann sem getur ekkert í skipulaginu hans Roy.

  Hinsvega erum við með Joe Cole, Gerrard og Torres sem geta legið til baka og sótt hratt fram. Jovanavic er hægur leikmaður sem getur ekki spilað counter attack og er ekki komin í takt við hraða enskudeildarinnar.

  Poulsen getur ekki snúið vörn í sókn hratt og því passar hann ekki í þetta skipulag. Johnson er lélegu varnarmaður en fínn sóknarbakvörður. Hinsvegar getur Kuyt ekkert í vörn í þessu skipulagi og því verður Johnson ennþá berskjaldari en hann þarf að vera.

  Svo eru það aumingja Skirtel og Carragher. Þeir lenda í því að bakverðirnir geta ekkert því verða þeir að covera það. Lucas og Poulsen geta ekki varið þá og því verða þeir líka að covera það. Sem þýðir að þeir eru útum allt og geta ekki sinnt sínum hlutverkum hundrað prósent.

  Meirels er ennþá að aðlagast, eðlilega en ég veit ekki hvar hann passar inn í samhengi liðsins.

  Hvernig mundi ég stilla upp liði Liverool. Veit það ekki hef ekki hugsað um það.

  Ætli það yrði ekki 5 – 3 – 2. Með Torres og Kuyt frammi. Cole sem suporter. Gerrad sóknarlega þenkjandi miðjumann og svo meirles sem varnaðarsinnaðan miðjumann. Svo væri það Johnson og Aurelio í bakvörðunum. Rendar hef ég engar væntingar til vinstri bakvarða félagsins. Kannski ég mundi frekar hafa Insua. þar. Svo væri það rúsínan í pysluendanum og það væri Carragher, Agger og Skritel í miðverðinum.

  Hvernig væri hugsunargangurinn. Hann væri sækja fram með stuttum sendingum. Áhersla á Liverpool style eins og hann gerðist best í gamla daga. Mikið skorað, sénsar teknir. Móttóið mitt væri skemmtilegur leikur frekar en steindauð tilraun til að ná leiðinlegum 1 – 0 sigrum. Jafntefli bönnuð.

  Einu leikmennirnir fá að taka long ball væri reina á Torres og Killer sendingar frá Gerrard.

  ég mundi jafnvel kalla Aquliani frá Juve og auka á sóknar þungan og treysta á Carra, Agger og Skirtel til að verja reina í markinu.

 21. Hvað pælingar er Roy Hodgson með?

  Benitez pressaði leikmenn andstæðinganna framarlega á vellinum. Hann hafði leikmennina í það. Torres er fljótur og getur pressað andstæðingana, Kuyt getur hlaupið endalaust og Gerrard er góður í tæklingunum. Þó Gerrard eigi það til að gleyma sér í sókninni þá er það allt í lagi ef hann er einn af þremur fremstu með Alonso og Marcherano til að bakka sig upp. Hinsvegar er Gerrard aftar á vellinum undir stjórn Roy Hodgson og hann á erfitt með að sinnar varnarhlutverki sínu.

  Núna er Hodgson að spila til baka. Það hentar Kuyt engan veginn. Hann er góður leikmaður gegn varnarmönnum sem eru að hefja sóknir og lítið í að hefja sóknar. Hinvegar getur hann ekki byrjað að verjast á sínum eigin vallarhelmingi gegn sóknarmönnum andstæðinganna. Svo þegar Liverpool vinnur boltann aftarlega á vellinum þá getur Kuyt hvorki búið til sóknir né tekið boltann hratt með sér. Þarna erum við með leikmann sem getur ekkert í leikskipulaginu hans Roy Hodgson.

  Við erum reyndar með Joe Cole, Gerrard og Torres sem geta legið til baka og sótt hratt fram. Jovanovic er hægur leikmaður sem getur ekki spilað counter attack og er ekki komin í takt við hraða ensku deildarinnar.

  Poulsen getur ekki snúið vörn í sókn hratt og því passar hann ekki í þetta skipulag. Johnson er lélegur varnarmaður en fínn sóknarbakvörður. Hinsvegar getur Kuyt ekkert í vörn í þessu skipulagi og því verður Johnson ennþá berskjaldari en hann þarf að vera.

  Svo eru það aumingja Skrtel og Carragher. Þeir lenda í því að bakverðirnir geta ekkert því verða þeir að covera það. Lucas og Poulsen geta ekki varið þá og því verða þeir líka að covera það. Sem þýðir að miðverðirnir eru útum allt og geta ekki sinnt sínum hlutverkum hundrað prósent.

  Meireles er ennþá að aðlagast, eðlilega, en ég veit ekki hvar hann passar inn í samhengi liðsins.

  Hvernig mundi ég stilla upp liði Liverool? Veit það ekki því ég hef ekki hugsað um það.

  Ætli það yrði ekki 5 – 3 – 2. Með Torres og Kuyt frammi. Cole sem supporter. Gerrad sóknarlega þenkjandi miðjumaður með litla varnarskyldu og svo Meireles sem varnaðarsinnaðan miðjumann. Svo væri það Johnson og Aurelio í bakvörðunum. Rendar hef ég engar væntingar til vinstri bakvarða félagsins. Kannski ég mundi frekar hafa Insua þar. Svo væri það rúsínan í pysluendanum og það væri Carragher, Agger og Skritel í miðverðinum.

  Hvernig væri hugsunargangurinn? Hann væri sækja fram með stuttum sendingum. Áhersla á Liverpool style eins og hann gerðist best í gamla daga. Mikið skorað, sénsar teknir. Móttóið mitt væri skemmtilegur leikur frekar en steindauð tilraun til að ná leiðinlegum 1 – 0 sigri. Jafntefli væri bannað

  Einu leikmennirnir sem fá að taka long ball væri Reina á Torres og killer sendingar frá Gerrard.
  Ég mundi jafnvel kalla Aquliani frá Juve og auka á sóknarþungan og treysta á Carra, Agger og Skirtel til að verja Reina í markinu.

 22. 29

  Jovanovic heitir hann nú víst og er með hraðari leikmönnum liðsins, ef ekki sá hraðasti.

 23. Er þetta ekki málið? Ég hef aldrei skilið að hafa Glen Johnson í bakverði.

  John Aldridge would like to see young defender Martin Kelly selected at right-back in the coming weeks – with Glen Johnson moved up field to play on the wing. But what do you think?

  The former Kop favourite said: “Personally I’d like to see Johnson pushed forward with Kelly behind him at right-back, as I think that would improve us as an attacking force and bolster the defence.

  “We have conceded too many goals from wide areas in the last couple of league games and that is something that needs to be rectified. You have got to stop the ball coming in to the box at all times and a couple of clean sheets would do wonders for the confidence.

  “If you had Kelly and Johnson on the right, Dirk Kuyt could slot in behind Fernando Torres and have Joe Cole on the left with Steven Gerrard and Raul Meireles in the middle – a winning combination?”

  Með vinsemd og virðingu/3XG

 24. Johnson er bara búinn að vera svo lélegur það sem af er tímabilinu bæði í vörn og sókn að hann verðskuldar alveg að vera settur á bekkinn á kostnað Kelly. En þegar hann nær sér aftur á strik þá er alveg til margt vitlausara en þessi pæling að setja hann á hægri kantinn enda frábær að fara upp kantinn þegar sá gállinn er á honum.

 25. 32 Held einmitt að það eigi að prufa þetta, Glen Johnson getur verið stórhættulegur frammi með eitruðum krossum og þrumuskotum, að vísu hefur lítið borið að slíku nýlega en við vitum að hann getur þetta. Svo er þetta líka flott leið til að koma ungum og upprennandi Kelly á stóra sviðið.

 26. Houllier byrjar vel hjá Villa. Tveir sigrar strax í fyrstu 2 leikjunum. Kunni alltaf vel við Húlla. Hann skilaði okkur helling af bikurum þó hann hafi ekki náð að landa þeim stóra. Það munaði bara einu sæti…mér fannst leiðinlegi fótboltinn hjá honum í raun ekki koma fyrr en eftir að hann veiktist og gerði þessi svaðalegu kaup í Diao, Diouf og Bruno (ekki þeim austurríska, hann hefði samt örugglega staðið sig betur en sá franski). Síðan má ekki gleyma því að Rafa vann í raun CL með squadið hans Húlla. Ég spái því að Villa muni gera góða hluti í vetur og t.d. þá er Downing að hrósa honum. Punkturinn er, þó hann sé ekki lengur á Anfield er gaman að sjá Houllier kominn aftur á kreik…svo framarlega að hann fari ekki að reita stig af okkur!

  http://www.visir.is/heilbrigd-samkeppni-um-saeti-i-lidinu-hja-houllier/article/2010761480211

 27. Er þetta með Johnson ekki einmitt það sem gerðist hjá Gareth Bale hjá Tottenham? Aldrei nógu góður í vörn, frábær í sókn (með magnaðar fyrirgjafir oft) og nú er hann færður framar þar sem hann blómstrar. Alveg þess virði að reyna þetta, finnst Maxi afskaplega ofmetinn en það má ekki gleyma því að Kelly þarf aðeins að sanna sig betur. Það er vel þess virði að reyna þetta!

 28. Vann með liðið hans Houllier og nú er gengi RH líka Rafa að kenna því hann er með liðið hans RB?!! Þetta eru svo þreytt rök að það hálfa væri nóg. Hann tók þetta handónýta lið og gerði kraftaverk með því, hvaða kraftaverk er verið að vinna núna? Hvaða Luis Garcia var þetta sem skoraði hvert mikilvæga markið á fætur öðru í nánast hverri umferð í meistaradeildinni? Hvaða miðjumaður var þetta sem var kjölfesta liðsins í erfiðu leikjunum gegn Chelsea og skoraði í úrslitaleiknum, Alonso eitthvað? Hver kenndi Carragher að spila miðvörð að einhverju viti (orð Carra sjálfs, spilaði vinstri bakk hjá Houllier í tíma og ótíma)? Tími til kominn að taka sig til í andlitinu og sleppa hendinni á þessu hatri á Benitez. Hans stærstu mistök voru að einbeita sér algerlega að fótboltanum og sleppa því að sleikja anusinn á pressunni. Níðherferðin hófst þá um leið og hreif alla áhrifagjarna áhangendur með sér um leið of fyrsta bakslag kom. Þetta er enn í gangi…..skv. Vísi má skilja það að Benitez sé algerlega að skíta í ræpuna á sér í Ítalíu, sé ekki betur en hann sitji í efsta sæti eftir fyrstu 5 umferðir. Þvílíki asninn að vera ekki búinn að vinna alla leiki þar?

 29. 37 ég var ekki að setja út á Rafa! shit hvað Rafa menn hér inni geta verið viðkvæmir:) Ég tel að Rafa hafi gert margt frábært en hann stóð sig ekki nógu vel þegar uppi var staðið og reyndar tel ég að ef hann hefði ekki rekið Alonso í burtu þá værum við í annarri stöðu í dag og Rafa væri enn á Anfield…þetta fór allt í vaskinn þegar við misstum okkar besta leikstjórnanda af miðjunni…og Rafa náði aldrei að fylla í þetta skarð. Það fór allt til andskotans með því að nota Lucas og Mascherano saman á miðjunni meira og minna…m.a. enginn hraði, ekkert creativity og léleg sendirgeta. En, komið nóg af því að ræða um Rafa! Ég er hlynntur því að setja Glen á kantinn. En er hann til í það? Það gæti kostað hann landsliðssæti.

 30. Rak Alonso í burtu my ass. Hann leit á aðra kosti, skiljanlega, eftir tvö meðaltímabil hjá Alonso. Það að Alonso hafi ekki skeint sér fyrr en hann varð sár út í Benitez verður til þess að maður setji spurningamerki við áhugahvötina hjá honum almennt. Eftir síðasta tímbil Alonso, sem var frábært, var planið að halda honum og bæta Barry við en hvorugt gekk eftir. Benitez var klaufalegur á þeim tímapunkti í því að enda með Robbie Keane en hann rak Alonso ekkert í burtu.

 31. Þessi hugmynd með Johnson á kantinn er ekki svo galinn ef Liverpool ætlar að spila 4-4-2. Spurningamerkið þá væri Kelly er hann orðin nógu góður til að spila sem fyrsti kostur í hægri bakverði? ég er ekki viss.

  En varðandi liðið þá er ég með nokkrar pælingar um uppstillingu liðsins. Að mínu mati er best lið Liverpool í dag á þessa leið, Mark: Reina – Vörn: Johnson-Carra-Agger-Konchesky – Miðja: Lucas-Meireles-Gerrard – Kantar: Kuyt-Cole og Torres femstur. Uppstillingin væri því 4-3-3.

  Að mínu mati er besta staða Kuyt út á hægri kanti í 3 manna sókn, eins og hann spilar hjá Hollandi. Þetta er hans sterkasta staða og með því að spila honum í þeirri stöðu nærðu því besta út úr honum. Með Kuyt út á hægri kanti getur Johnson líka leyft sér að vera sókndjarfari, hans sterkasta hlið er að sækja ekki verjast eins og allir vita. Því tel ég þá tvo geta byggt upp mjög góða samvinnu á hægri kantinum og þannig spilað uppá styrkleika sína og bakkað hvorn annan upp í veikleikunum.

  Með Cole á vinstri kanti er liðið komið með snöggan og leikin leikmann sem getur búið til hættu upp úr engu, hann er vinnusamur en varnartilburðir hans eru ekki þeir bestu, þess vegna er mikilvægt að hafa sterkan varnarmann í vinstri bakvarðarstöðunni og eflaust er Konchesky sá leikmaður. Þannig náum við því besta út úr báðum leikmönnum (set reyndar spurningarmerki við Konchesky so far).

  Gerrard á svo auðvitað að vera fyrir aftan Torres, þeir eru LANG hættulegustu leikmenn liðsins og leggja upp eða skora meirihluta marka þess. Með því að hafa Gerrard fyrir aftan Torres nærðu því besta út úr honum, hann á ekki að vera fastur í varnarskildu á miðjunni. Gerrard nýtur sín best í holunni með frjálst hlutverk og gæti þar myndar frábært þríeiki með Cole og Torres. Auk þess myndi við sjá allt það besta frá Torres ef hann hefði Gerrard fyrir aftan sig þar sem leikskilningurinn á milli þeirra er frábær.

  Meireiles á að vera á miðjunni eins og hann var keyptur til, eftir að Alonso fór hefur þessi staða verið vandamál en með tilkomu Meireiles ætti liðið að geta byggt upp flottar sóknir frá miðjunni. Hann er öruggur á boltan með góðar sendingar og líka mjög hreifanlegur án bolta. Hann hefur náð frábærum árangri á miðjunni með Porto og Portúgal, það gefur því auga leið að þetta er hans sterkasta staða og í henni nær stjórinn því besta út úr honum. Með honum gæti Lucas spilað sem djúpur miðjumaður enda hentar sú staða honum mun betur en að þurfa að sækja og bera upp spilið frá miðjunni. Með þessu nær stjórinn því besta út úr báðum leikmönnum.

  Auðvitað á Agger að vera miðvörður nr 1, hann er sterkur varnarlega og mjög góður á boltann. Með hann í miðverðinum gæti liðið byrjað að byggja upp sóknir frá vörninni og jafnvel fengið eina og eina stungusendinu á Torres (ekki háa fallhlífarbolta). Carra verður að vera með Agger því engin liðinu les leikin eins vel og hann auk þess stjórnar Carra öllu liðinu með sínum frábæru öskrum (þetta þekkja þeir sem hafa farið á Anfield). Það er alltaf hægt að stólað á það að Carra leggur sig 120% fram í hverjum leik.

  Já og Reina er besti markvörðurinn á Englandi.

  Svona sé ég þetta fyrir mér, að mínu mati er þetta leiðin til að ná því besta út úr leikmönnum og koma liðinu aftur á sigurbraut. Hodgson verður að fara að spila inn á styrkleika leikmanna í þeirra bestu stöðum. Liverpool liðið er helvíti sterk og á að geta unnið hvaða lið sem er, en ef stjórinn hefur ekki trú á liðinu hver hefur það þá.

  Krizzi

 32. Sammála Krissi. Ég vil sjá liðið spila 4-3-3 en auðvitað mega þessi heita hvað sem er, liðið hefur spilað 4-2-3-1 sem er svipað kerfi, eða það sama… Það er bara í Football Manager sem það skiptir máli hvort kerfið heitir 🙂 Gerrard væri fremstur á miðjunni fyrir framan tvo miðjumenn í 4-2-3-1 og í sömu stöðu í 4-3-3.

 33. Martin kelly er klárlega tilbúinn í aðalliðið, hann er svo margfalt betri varnarlega en Johnson. Kelly leggur sig svo 110% fram, fórnar sér fyrir alla bolta.

  Eins og einn minnist á, það er nú ekkert langt síðan Gareth Bale var eins og Johnson, í bakverðinum, glataður í vörn en frábær í sókn. Var því í raun ekkert sérstakur bakvörður, en núna er hann einn besti vinstri kantmaðurinn í deildinni.

  Ég segi bara, við höfum engu að tapa, afhverju ekki að prófa þetta.

 34. Sammála þér Maggi nefdi þetta í síðustu viku og var skotinn niður fyrir vikið, fyrir mér er þetta borðliggjandi. Kelly í bakvörðinn og Johnson á kantinn.

 35. “Maður skipti ekki um trú þegar byrjar að rigna, maður fer bara í regngallan og heldur trúnni!”

  Sem stuðningsmaður LFC er bara eitt að segja: Áfram Liverpool!

 36. 31

  Bolt er líka fljótur að hlaupa en ef hann er lengi að koma boltanum frá sér þá dugar hann ekki í ensku deildinni.

 37. Tekið af LFC Tube á Facebook(í dag 28.sept).

  LFC Tube: Hicks and Gillett in last desperate attempt to seal Liverpool FC takeover http://www.sportingo.comWith the clock ticking and RBS waiting in the wings, the American owners make one last throw of the dice.

  CITI BANK E-MAILS ADDRESSES PLEASE E-MAIL THESE AND STOP THEM GIVING HICKS MONEY alberto.j.verme@citi.com; gustavo.marin@citi.com; mary.mcdowell@citi.com; vikram.pandit@citi.com; michael.l.corbat@citi.com; james.a.forese@citi.com; jane.fraser@citi.com; john.c.gerspach@citi.com; douglas.peterson@citi.com; charles.d.johnston@citi.com; mark.rufeh@citi.com

  Hvet alla til að senda e-mail, gogog!

 38. Í sambandi við söluna þá er hugsanleg ástæða þess að illa gengur selja sú, að öll vinna við nýja leikvanginn er metin sem eign í bókhaldi félagsins. Mér skilst að sú vinna sé metin á allt að 45 mp. Ef væntanlegur kaupandi vill ekki eða getur ekki byggt þennan völl þurfa kanarnir/félagið að afskrifa þessa peninga við söluna og selja félagið þeim mun ódýrara. Verðmæti félagsins er á þennan hátt tengt því að nýr völlur verði byggður. Nokkuð einfaldað, og með ríflegum vikmörkum, lítur þetta þá þannig út fyrir væntanlegan kaupanda: að borga 400 mp. plús skuldbinda sig fyrir öðrum 400 mp (eða hvað sem það kostar að byggja nýja völlinn) eða borga 355 og sleppa vellinum.

  Ég hafði blendnar tilfinningar gagnvart því að Liverpool yfirgæfi Anfield Road – þið vitið, öll sagan og það (this is Stanley Park ?), þ.e. þangað til að ég mætti á staðinn. Það þarf klárlega að byggja nýjan völl frá grunni, en þetta hefur verið að þvælast fyrir félaginu í allt of langan tíma. Ef það er inn í myndinni að fresta nýja vellinum þá held ég að það ætti að gera það.

  Í sambandi við þessi níu mínusstig sem menn eru iðulega að velta fyrir sér, þá getur enginn svarað því endanlega núna. Hins vegar hafa allir þeir sem mark er takandi á og hafa tjáð sig um málið sagt að það sé enginn áhugi á því að láta það gerast. Að sögn, m.a. Ayre, gengur rekstur félagsins vel nema hvað allur hagnaður fer í að borga loft.

 39. Menn eru búnir að vera að tala um þetta og fara með rangt mál langar einfaldlega bara að enda þessa umræðu um þetta mál. Það hafa komið viðtöl sem segja nákvæmlega af hverju alonso fór(sem og Benayoun) þeir fóru vegna lélegra samkiptahæfileika benitez, hann einfaldlega án sinnar vitundar hrak þá í burtu!

 40. á liverpool.is http://www.liverpool.is/News/Item/13824 talar Roy hodgson um að það séu of miklar væntingar gerðar í garð liðsins af okkur stuðningsmönnum. Hann talar um að liðið þurfi að fá meiri tíma til að smella saman. Ég er búin að vera þolinmóður gagnvart honum hingað til en þar sem þessi opni þráður er um seinustu viku ákvað ég að deila skoðunum mínum.

  Seinasta vika var einhver mesta hörmung sem ég hef upplifað sem Liverpool aðdáandi. Liðið tapaði gegn 4.deildar liði í líklega eina bikarnum sem ég taldi okkur eiga möguleika á að vinna og ná upp stemmningu aftur. Af hverju töpuðu þeir gegn Northampton? Allir þessir hæfileikaríku fótboltamenn sem spila fyrir Liverpool? Stjórinn á að ná að búa til stemmningu og miðað við það að liðið hefur aðeins unnið 1 leik í deildinni og tapað fyrir 4.deildar liði í bikarnum þá spyr maður sig hvað sé að? Af hverju þurfa þessar hörmungar að halda áfram?

  Mér finnst það vera of einfalt að segja ,,Liverpool er ekki Fulham hvað erum við að ráða þennan stjóra?,, en aftur á móti þá er það staðreynd að Liverpool að mínu mati er stærsti klúbbur Englands með mest unna titla og hvernig karakter þarftu til þess að vinna út úr þessu rugli sem klúbburinn er í ? Er Roy Hodgson rétti kosturinn fyrir okkar klúbb? Ég er reiðubúinn til að gefa honum meiri tíma vissulega en maður hefur áhyggjur og er nú þegar búin að spyrja sig skrýtna spurninga eins og t.d. aquilani farinn á lán? Poulsen keyptur? Konchesky? Hinsvegar er ekki allt slæmt ég meina Joe Cole er komin, Meireles. En við erum bara búnir að vinna 1 leik og hversu mikla þolinmæði getum við haft miðað við allt sem gengur á? Sérstaklega þar sem við erum líka að spila mjög illa að mínu mati.

  Ég er alls ekki bjartsýnn og vona það innilega að eitthvað gott gerist fljótlega en Roy Hodgson er aðeins búin að vinna 1 af leik af fyrstu 6 og sammy lee aðstoðarþjálfari okkar var t.d. rekinn eftir 1 sigurleik í fyrstu 11 leikjum með Bolton. Ég vil ekki sjá það gerast að það verði einhver leiðindi og að menn séu reknir sérstaklega ekki hjá Liverpool því það er ekki hefðin en úrslitin tala ávallt sínu máli og það eru meiri leiðindi að sjá Liverpool tapa stigum helgi eftir helgi. En vonandi skánar þetta en mér finnst rangt af Roy hodgson að segja að við séum með of miklar væntingar gagnvart þessu liði því kröfurnar eru einfaldlega sigur í hverjum leik

  áfram Liverpool

 41. Roy Hodgson has refused to put a timescale on Fabio Aurelio’s return from injury.

  Af opinberu síðunni.

  Þetta er einmitt ástæðan fyrir því að Rafa framlengdi ekki samninginn hans. Kemur væntanlega engum á óvart, nema kannski RH. Leiðinlegt þar sem Aurelio er góður leikmaður, í þau fáu skipti sem hann er heill.

 42. Menn farnir að tala um hvernig þeir vilja stilla upp liðinu þá langar mig að koma með mitt óska lið LFC.

  Mark: Reina er í topp3 bestu markmenn í heimi og á þetta sæti alltaf.

  Vörn:
  Hægribakvörður: Kelly (Næsti besti bakvörður og sá besti ef við tölum um formið á mönnum núna.)
  Miðverðir: Agger og Kyrgiagos. Agger besti “fótboltamaðurinn” í vörninni. Getur spilað boltanum og getur borið boltann upp þegar lið loka á miðjumennina. Kyrgi finnst mér bara betri en Carrah uppá síðkastið og getur tæklað og skallað ( eitthvað sem hefur vantað í hornum undarnfarið).
  Vinstribakvörður: Úff… :S Aurelio>Konchesky

  Miðja: Gerrard og Meieles. Gerrard er bestur í þessu liði og Meireles finnst mér bara koma vel út.
  Cole svo fyrir framan þá, finnst hann ekki nýtast eins vel útá kanti og hann gerir í holunni. Hann hefur sendingar og er ótrúlega góður í að finna svæði sem hentar vel með Torres frammi.

  Vinstrikantur: Jova/Babel. Mér finnst Babel góður leikmaður. RB eyðilagði hann dáldið en ég held að ef Babel fengi nokkra leiki í röð gæti hann vel sannað sig.

  Hægrikantur: Á móti lakari liðum þá finnst mér Johnson eiga að spila, hann getur sótt og átt krossa og skot til að skjóta þessi lakari lið niður. Á móti stórliðunum hinsvegar sem hafa góða sóknar bakverði einsog Evra og Cole finnst mér Kuyt nýtast betur.

  Framherji: Torres – Top3 í heiminum. Þegar hann er ekki með hausinn lengst uppí ra****** þá er hann bestur í heimi

  Semsagt:
  Reina
  Kelly – Agger – Kyrgi – Aurelio
  – Gerrard – Meireles –
  Johnson – Cole – Babel/Jova
  — Torres —

  Lið sem á að geta unnið 15 lið í ensku án mikilla vandræða og gert hinum 4 erfitt fyrir og átt jafnan séns. Og þetta lið á líka að geta unnuð Europa League. Og unnið/náð langt í FA.

  Auðvitað er allt í bulli varðandi eigendamál en á þetta lið ekki að vinna Birmingham úti og Sunderland heima?

 43. Já maður en langt frá því að vera sáttur og menn velta fyrir sér hverjum slæmt gengi sé um að kenna, þann leik er hægt að stunda endalaust. Staðreyndin er hinsvegar sú að við fengum alveg gríðalega erfiða byrjunarleiki, en það afsakar ekki hvað við erum búnir að vera ömurlega lélegir. Mér finnst RH bara ekki vera með taktíkina á hreinu, við föllum alltof aftarlega með vörnina, pressan er ekki rétt hjá liðinu, mikið svæði á milli varnar og miðju og Torres einangraður upp á topp. Rh hefur líka farið í man marking í föstum og mér finnst það alls ekki virka. Undir stjórn RB pressuðum við miklu ofar og liðið spilaði mun hærra, sem er í fínu lagi þegar þú ert með besta mark/sweeper í deildinni fyrir aftan. Þegar pressan er ekki rétt, þá er auðvelt að sækja hratt á okkur, mikið um opin svæði og hafsentarnir líta illa út þegar þeir eru illa coveraðir. Nú Agger á að sjálfsögðu að vera í miðverði, ef ekki þar, þá mætti prófa hann í DM, þar sem danska undrið er alls ekki að virka. Það væri líka alveg tilraunarinnar virði að setja Johnson á kantinn og henda Maxi. Liðið er ekki það mikið breytt að það afsaki ömurlega spilamennsku á köflum, ég kenni taktíkinni um að mestu , þó vissulega hafi margir spilað undir pari. RH verður að gera betur, mun betur.

 44. veit einhver á hvaða síðu leikurinn verður síndur mig vantar linka á fótboltasíður sem sína leiki beint, ég týndi þeim þegar talvan mín krassaði.

 45. Jaahá.. Það er verið að búa til stuttmynd um Hicks & Gillete, fullt af Hollywood stjörnum sem eru Liverpool aðdáendur eru ‘involved’. Á víst að vera einhver protest mynd og til að reyna að fá þá út, verður þessi mynd svo sett á Youtube til að reyna að fá sem flesta ‘hits’. Snild…

  “So what should we say in reply? ENOUGH! The only way we can get him to change his arrogant mindset is to give him a bloody nose and embarrass him in front of his family, friends, business associates, investors etc.,,

  Linkur: http://www.mirrorfootball.co.uk/news/Liverpool-FC-crisis-Hollywood-superstars-Mike-Myers-and-Samuel-L-Jackson-rumoured-to-be-involved-in-anti-Tom-Hicks-…film-by-Mike-Jefferies-and-Dan-Hubbard-article590963.html

Kop-gjörið í leikviku 6

Umfjöllun í Echo