Liðið gegn Northampton

Roy Hodgson mun stilla upp eftirfarandi liði gegn Northampton í Deildarbikarnum í kvöld:

Jones

Kelly – Kyrgiakos – Agger – Wilson

Spearing – Lucas
Babel – Pacheco – Jovanovic
Ngog

**BEKKUR:** Hansen, Wisdom, Robinson, Ince, Amoo, Shelvey, Eccleston.

Þetta er sterkara lið en ég átti von á. Agger, Lucas, Jovanovic, Babel og Ngog spila allir þar sem þeir voru ekki í byrjunarliðinu gegn Man U á sunnudaginn. Hefði viljað sjá fleiri unga stráka spila þennan leik, og þá sérstaklega Jonjo Shelvey, en ég held að þetta byrjunarlið sanni þá kenningu að Hodgson ætli að leggja áherslu á að komast með liðið á Wembley í öðrum hvorum bikarnum í vetur. Það á ekki að taka neina sénsa, ekki einu sinni gegn liði eins og Northampton (með fullri virðingu).

Leikurinn hefst kl. 19:00 að íslenskum tíma en mér sýnist á öllu að hann sé einfaldlega hvergi sýndur í beinni, ekki einu sinni með ólöglegum hætti á netinu. LFCTV mun sýna hann óbeint kl. 21:30 að íslenskum tíma í kvöld og ef ég næ ekki að horfa á hann í beinni ætla ég að forðast fregnir af leiknum og horfa á hann þá. Leikskýrslan gæti því komið inn seint í kvöld ef það gerist.

Ég uppfæri þessa færslu ef ég finn beina útsendingu frá leiknum fyrir kl. 19:00. Fer annars af netinu þegar leikur hefst til að spilla engu.

Áfram Liverpool!

131 Comments

 1. “ekki einu sinni með ólöglegum hætti á netinu”. Hvað áttu við með ólöglega? Getur þú sagt mér hvar þú hefur séð leiki á ólöglegan hátt á netinu?

 2. Þessi 4. deildar lið hafa oftar en einu sinni sýnt að þau eru til alls líkleg í bikarkeppnunum. Hugsa samt að við ættum að þola að gefa Amoo og Shelvey tækifærið, en á móti er þetta tækifæri fyrir Babel og Jovanovic að sýna eitthvað.

 3. Kárinn, nei Hodgson var búin að gefa það út að Wilson myndi spila í bakverðinum og Agger í miðverðinum.

 4. Ég er ekki alveg nægilega sáttur að Shelvey og Amoo hafi ekki fengið tækifæri í byrjunarliðinu.
  Það hefði alveg mátt hafa hann inná í staðinn fyrir Lucas.

 5. Klukkan er að detta í sjö og ég finn hvergi streymi sem virkar eða neitt því líkt. Sýnist á öllu að leikurinn verði hvergi sýndur.

  Farinn af netinu. Leikskýrslan kemur inn seint í kvöld.

 6. Kristján Atli, samkvæmt íslenskum lögum er ólöglegt að deila réttindavörðu efni á netinu en það er ekki bannað að sækja það þaðan. Þar af leiðir er það EKKI ólöglegt að horfa á leiki af netinu. Ég veit til að mynda um eina íþróttastreamsíðu sem var kærð (á spáni) fyrir að streama leikjum. Síðan var sýknuð af öllum ákærum þar sem rekstraraðilar síðunnar högnuðust ekki á því persónulega að reka hana. Síðan heitir rojadirecta.com

  Hvað leikinn varðar geri ég ráð fyrir því að við munum vinna þennan leik 4-1. Amoo mun koma við sögu í leiknum og ég er sannfærður um að N´gog fái ekki að klára leikinn.

 7. Milan að skora sitt fyrsta mark fyrir Liverpool og engin til að sjá það.
  Fáranlegt að geta ekki séð liðið sitt spila.

 8. NOrth búnir að eiga 2 hættulegar sóknir og Snákurinn búinn að skora sitt fyrsta í rauðu.

 9. Dóri Stóri. Þetta er alrangt hjá þér. Aftur á móti er langsótt að höfundaréttarsamtök eltist við einstaka aðila sem eru að hala niður efni en það væri hægt skv. lögum.

 10. Jóhann 14, þú hefur rangt fyrir þér (smá sandkassafílingur 😛 ). Ég las þessi lög fyrir nokkru síðan og eftir þá lesningu komst ég að þessari niðurstöðu. En spáðu í einu, af hverju borgum við 4% af öllum raftækjum og vörum til smáís?

 11. Dóri Stóri já og svo borgarðu þjófkenningargjald af hverjum og einum tómum geisladisk og dvd disk, jafnvel þó þú ætlir bara að taka backup af fjölskyldualbúminu… það gjald fer beint til smáís…

 12. Ég veit að Stöð 2 sport getur lítið gert að því að geta ekki sýnt þennan leik.

  En hvað finnst fólki um að Liverpool-Sunderland verði ekki sýndur á Sport 2 á laugardaginn út af Pepsi-deildinni? Og af hverju í ósköpunum er þá ekki íslenski boltinn líka sýndur á Sport 2 þegar svona gerist? Svona til þess að bjóða áskrifendum upp á einhverja sárabót.

 13. Ef Stöð 2 sport sýnir ekki Liverpool – Sunderland þá þýðir það að ég fæ tvo Liverpool leiki í september (gegn Birmingham og manutd), stórkostleg þjónusta við áskrifendur og kostar aðeins kr. 2850 leikurinn

 14. Ég held reyndar að þeir sýni leikinn, en ekki í beinni.

  Beinar útsendingar eru það sem ég er að borga fyrir, en samt greinilega ekki.

 15. Svo er Liverpoolleikurinn um þar næstu helgi gegn Blackpool sýndur á aukastöð sem næst alls ekki allstaðar á landinu, samt borga menn sama verð fyrir þjónustuna.

 16. Þetta er ekki gott, það er hálfleikur og við eigum í töluverðum vandræðum með þetta lið. Pacheco er að gera góða hluti og Lucas átti ágætis skot. En annars er staðan bara 1-0 í nokkuð jöfnum leik. Ef það heldur áfram svona í seinni hálfleik þá væri jafntefli bara nokkuð fair.

 17. Hefur það ekki komið skýrt fram að það er ekki Stöð 2 sport að kenna að þeir mega ekki sýna enska boltann á sama tíma og lokaumferð íslensku deildarinnar fer fram? Þetta er gert að beiðni/kröfu KSÍ. Þeir verða bara að hlýta því. Eru ekki að gera þetta að gamni sínu.

 18. Ef ég skil þetta rétt eru 80min búnar gegn Northampton og Babel og Ngog samtals með 0skot í leiknum, hummmm.

 19. Erum við að tala um að Northamton sé betri aðilinn á Andfield!! Ég er að verða vitlaus á þessu!!

 20. er hægt að vera trúverðugur stjóri ef maður er að stjórna liði eins og Liverpool, er með fullt af byrjunarköllum inn á, á heimavelli á móti Northampton, staðan er 1-1 og engin skipting hefur verið gerð?????
  svarið er nei.

 21. Northampton er með fleiri skot á markið og 7 hornspyrnur á móti 1!!! Hr. Hodgson er ekki einu sinni að gera breytingar á liðinu, enginn kominn inná og það eru liðnar 84 mínútur. Ekki að meika þetta lengur

 22. Hann má taka helvítis poka sinn ef við töpum þessu! Ótrúlegt að maður sé búinn að fá nóg eftir nokkra leiki!!

 23. Ja hérna….eru þetta gæðin á þeim leikmönnum sem eru varamannabekknum hjá Liverpool…..ef svo er þá má hreinlega skipta þeim öllum út, kaupa byrjunarlið Bournemouth og hafa á bekknum með 10% af launakostnaði þessara manna.

 24. Kannski er þetta bara planað hjá Roy, fáum við ekki annan leik ef þessi fer jafntefli? Koma öllum í sem besta leikæfingu, ungu strákarnir fá að spila leik og svo aðrir sem eru “fringe players” í aðalliðinu…

  Burtséð frá þessari samsæriskenningu þá er þetta sorglegt og alveg hreint ótrúlegt að hafa ekki skipt neitt þegar svona illa gengur…lýsir einnig mikilli vantrú á þá sem sitja á bekknum, sem allir eru ungir og væntanlega graðir strákar sem hafa áhuga á að sanna sig og einhverjir þeirra myndu mögulega labba inn í byrjunarliðið hjá Northampton.

  Ef þú treystir mönnunum sem eru á bekknum hjá þér ekki til að koma inn á slepptu því að taka þá með…

 25. Það er nú óþarfi að fara á taugum. 🙂 Þegar Hodgson var ráðinn vissu menn að hann státaði að arfaslökum árangri á útivöllum en alltaf væri von á heimavelli. Það er því enn von í framlengingu!

 26. Það er allt að gerast, allt að gerast, taktísk skipting hjá Hodgson á 91. mínútu. Eccleston fyrir Jova. Ætli hann hafi sætt sig við jafntefli í leiknum en svo allt í einu fattað að hann getur ekki farið jafntefli.

 27. 1-1 á móti 4 deildarliði á heimavelli. Glæsilegur árangur. Var að rýna í orð RH eftir fréttir um að hann hafi verið orðaður við LFC:

  “First an agent rings you up and asks you if you want to sign Rafael van der Vaart, you say ‘no’ and the next minute you are one of the ones trying to sign him.

  “I apologise to van der Vaart if his agent gave him another story. I think he is a very good player, but he is not the profile of the player we were looking for, so when it came up I made it clear we had players in van der Vaart’s position.”

  ,,Not the proile of the player we were looking for” svo fer hann og kaupir Paul Konchesky!

  Góð grein um RH í þessum tengli:
  http://www.caughtoffside.com/2010/09/14/did-liverpool-really-appoint-roy-hodgson/

  Sjálfu sér ætti frammistaðan hingað til að vera nóg til þess að heimta mannin burtu, jafntefli heima gegn liði úr 4 efstu deild er skandall hvernig sem frammlengingin fer.

 28. Ef geymt að mynda mér skoðun á Roy en ef áframhald veður á þessu má hann fjúka fljótlega

 29. Sammála Kennedy. Maðurinn er búinn að sanna það að hann er bara miðlungsliðs þjálfari.

 30. Jæja að vera að tapa á móti þessu liði á heimavelli er brotrekstarsök mér er alvega sama þó hann sé ný kominn og allt það þetta er fáránlegt og til skammar mér er alveg sama hvaða menn voru að spila í þessum leik við eigum alltaf að vinna þetta lið og ég hef bara ekkert séð til Liverpool sem segir mér að Hodgson sé rétti maðurinn fyrir Liverpool.

 31. Liverpool að tapa fyrir neðrideildar liði, alltaf gaman af því :/ Viðrist vera orðin hefð fyrir því !!!!

 32. Ég er í verulegum vanda, er búinn að bögga Everton menn harkalega fyrir að detta út fyrir Brentford. Ég fer ekki út í eitt ár frá deginum í dag.

  Takk fyrir Roy fokking Hodgson!

 33. Sem betur fer hafði ég vit á því að halda aftur að mér að hrauna yfir Everton aðdáendur eftir leikinn í gær……

 34. Hvernig í ósköpunum ætlar maðurinn að svara fyrir þetta ef þeir tapa – þetta er óafsakanlegt

 35. Hodgson var bara ráðinn þjálfari vegna þess að hann gerði ekki kröfur um að eyða meiri peningum í leikmenn en þeir sem fengust við sölu leikmanna. Þvílíkt gæfu- gæða- og framfaraspor sem það var. Fuck the owners. Kenny Daglish tekur líklega ekki við fyrr en í desember.

 36. Þetta er aumingjaskapur og ekkert annað!! Eftir leikinn á hann að koma á nærbuxunum og skila jakkafötunum á ekki heim sem þjálfari Liverpool. Þetta er óþolandi!!!

 37. Kelly að bjarga á línu…
  Jonjo breytti leiknum eftir að hann kom inná, ótrúlegur strákur!

 38. Það versta við þetta að ég er ekkert svo hneykslaður. Þetta er bara áframhald af martröðinni sem maður er búinn að vera lifa í svo langan tíma.

  Ég vildi aldrei fá Hodgson en eftir að hann kom er ég búinn að standa við hann. Hann segir réttu hlutina í viðtölum (fyrir utan eftir leikinn við man utd) en það er bara ekki nóg.

  Í þessum töluðu var liverpool að jafna en það breytir ekki nokkru.
  Hodgson er búinn að tapa taktísktlega séð í öllum leikjum sem við erum búin að spila undir hans stjórn.

  Það er búið að taka allt of stuttan tíma fyrir hodgon að tapa aðdáendum

  Þetta gengur ekki lengur…. Ég þarf að fara að vakna af þessari martröð

 39. Ronnó, þeir eru að hlusta. Annars eru líka minute to minute síður út um allt.

 40. Það er svo mikið rugl að vera að hvíla menn eins og gerrard og torres fyrir svona leiki! eru þeir of góðir til þess að nota þá. Í kvöld mættum við ofjarli okkar og við verðum bara að sætta okkur við þetta tap. YNWA… ps. áfram roy!

 41. Náðum ekki að klára Northampton á heimavelli með Agger, Lucas, Jova, Babel og N´gog í byrjunarliðinu. Úff…

 42. Jæja vonandi er botninum náð og það á heimavelli!!! Roy farðu í burtu…………helvítis fokking fokking!!

 43. Verstu úrslit í sögu Liverpool frá 1892 og óvæntustu úrslit í Deildarbikarkeppninni frá upphafi.

  Þetta versnar!

 44. við skulum ekki vera að svekkja okkur útaf svona úrslitum YNWA! Þetta hefði gerst fyrir benitez líka YNWA! Koma svo Liverpool! halda áfram! Áfram roy!

 45. Það sem Hodgson ætti að átta sig á eftir þennan leik.

  • Kelly er miklu betri varnarlega en Johnson.
  • Babel er lélegur
  • Skiptingar geta skilað einhverju, ef þær eru gerðar nógu snemma.
  • Það ætti að gefa Shelvey frekar fleiri sjénsa en Babel.
 46. arg. þetta sýnir bara hversu slakan leikmannahóip við erum með

 47. Koma svo! Ekki vera svona neikvæðir alltaf! Má besta lið í evrópu ekki eiga einn slakan leik?

 48. BBC Radio 5 live’s Jan Molby: “This was Northampton’s night, it was in the stars for this to happen. But for Liverpool to lose, it was absolutely unthinkable before. They were surely always going to make sure they would win this game, weren’t they? I think we are seeing the legacy of the Rafael Benitez reign right here, and it’s going to take Liverpool a long time to challenge for the top four again.”

  Nokkuð til í þessu hjá kallinum held ég, það á bara eftir að taka tíma að taka til eftir Rafa!!!

 49. Ef það er eitthvað jákvætt við þetta þá er það að enginn sá leikinn.

 50. Kannski sýnir þetta bara hversu slakur Hodgson er.
  Hann var svo sáttur við liðið að hann gerði enga skiptingu fyrr en á 90 mín.
  Hefði ekki verið nær að koma með ferska stráka inná þegar ekkert er að ganga í 90 mín.

 51. Þórhallur.

  Nei þetta sýnir að við erum með gjörsamlega óhæfan mann í brúnni.

  Mann sem kann ekki annað en að pakka í vörn og getur ekki brugðist við þegar illa gengur.

  Það að menn héldu að maður sem hefur allan sinn þjálfaraferil pakkað með liðunum sínum í vörn myndi fara að spila einhvern sóknarbolta er einhver mesta veruleikafirring sem ég hef orðið vitni af.

  Burtu með hann strax áður en skaðinn verður meiri.

 52. Northampton er í 85 sæti í deildarkeppninni á Englandi ÁTTATÍU OG FIMM.

 53. Skelli ekki allri skuldinni á RH þó svo að hann hefði væntanlega mátt gera breytingar fyrr. Held hreinlega að hugarfar hjá leikmönnum LFC hafi verið ábótavant í lengri tíma…….er gersamlega orðlaus…..og get ekki beðið að sjá hvernig RH útskýrir þetta…!!!

 54. Hrikalega vorkenni ég KAR og fleirum sem ætluðu að horfa á þennan leik í óbeinni og koma svo með leikskýrslu 😀
  Vonandi sigla þessir kanar líka núna frá þessu sökkvandi skipi og við fáum nýja eigendur og þjálfara ASAP til að snúa þessu við, því eitthvað róttækt þarf að gerast !

 55. Frábært að kenna Benítez bara um þetta. Maðurinn fór fyrir mörgum mánuðum síðan. Hópurinn sem Hodgson tók við er svona 3 sinnum betri en hann hafði úr að moða hjá Fulham. RH hefur enga afsökun. Ef hann ætlar ekki að vinna Evrópudeildina eða úrvalsdeildina hefur hann örugglega verið að stefna af því að taka þennan titil og FA cup. Það er ekki að fara þannig.

  Ég man ekki eftir svona slæmum úrslitum hjá LFC. Burtu með hann strax og King Kenny inn.

 56. Menn verða nú að sjá björtu hliðarnar og vera jákvæðir. Enn einn leikurinn spilaðist eins og Roy lagði upp með. Það er svo ánægjulegt. Agger fór ekki alveg eftir skipunum og vildi spila knattspyrnu eins og Liverpool er þekkt fyrir. Þó svo hann hafi lagt upp fyrsta markið þá verður hann bara á bekknum næstu leiki. Leikmennirnir skilja ekki alveg Hodgson strax. Það verður að gefa Roy séns í næstu 100 leikjum. Hann hefur selt og lánað afar vel spilandi leikmenn sem hafa ekki sama leikskilning og hann. Keypt aðra honum að skapi. Hodgson er hugsjónamaður.

 57. Ég vissi að Benitez yrði kennt um, sagði það í símann við vin minn um leið og við klikkuðum á síðasta vítinu!

  Það er hlægilegt, nú ætla ég að láta það yfir mig ganga að horfa á þessa hörmung í kvöld sem eru verstu úrslit í sögu félagsins. Ég myndi nú vilja fá að vita hjá Mölby hvað hann á við þarna?

  Í kvöld byrjuðu inná nokkrir leikmenn sem voru á HM í sumar (Alls fimm sýnist mér, Jones, Agger, Kyrgiakos, Jovanovic og Babel), auk leikmanna sem hafa spilað töluvert fyrir klúbbinn (Lucas, Kelly og N’Gog) auk efnilegasta leikmanns Skota (Wilson) og besta leikmann U19 Evrópumótsins (Pacheco) og síðast en ekki síst leikmanns sem RH ætlar stóra framtíð hjá liðinu (Spearing).

  Engar afsakanir takk. Northampton Town í 17.sæti D-deildar felldi okkur út úr þessari keppni í kvöld, átti fleiri tilraunir að marki og fleiri horn. Við skulum horfa á leikinn en miðað við lýsinguna urðum við eins og hræddar mýs þegar Northampton skoraði og allan þennan leik vorum við með tvo afar varnarsinnaða miðjumenn allan leikinn og grátlegast af öllu er að við skiptum engum leikmanni fyrr en á 90.mínútu.

  Horfum á leikinn, við sem getum og metum þetta svo.

  En áður en ég horfi á leikinn ætla ég að FULLYRÐA að lið undir stjórn Kenny Dalglish í kvöld hefði ekki tapað þessum leik. Skítt með Benitez, ég get ekki betur séð en við séum komnir með Houllier aftur við stjórnvölinn og ég tel nær ENGAR líkur á því að þegar loksins við fáum nýja eigendur muni RH halda starfinu.

  Hann er algerlega kominn með bakið upp við vegg og alveg morgunljóst að hann er búinn með allt umburðarlyndi mitt.

  Nýja eigendur og Dalglish í stólinn. RH er ekki sá sem mótiverar þetta lið okkar upp á nýtt…

 58. Manchester United rústaði sínum leik, en það er afþví að þeir eru betri en við:)

 59. Það er gott að menn brosa á æfingum hjá Hodgson:-( Kannski er ekkert verra að brosa minna og leggja harðar að sér:-)

 60. hahahahaha ég bara veit ekki hvort ég eigi að hlæja eða gráta. Kýs þá að hlæja að þessu !! Þvílíkt bullið sem hefur átt sér stað hjá LFC. Ég gæti alveg hrópað rekum R. Hodgson en mér finnst það ekki vera tímabært að gera slíkt. Hinsvegar varð maður ekkert himinlifandi með ráðningu hans. Frábærir blaðamannafundir hans eru allavega ekki að halda honum uppi í vinsældum lengur svo mikið er víst !! Hveitibrauðsdagarnir eru liðnir. Erum við að horfa upp á styðstu stjóratíð í sögu Liverpool kannski ?? :=)

 61. Í algerlega óskyldum fréttum, þá komst Inter á topp ítölsku deildarinnar í kvöld með 4 – 0 sigri.

 62. @107 – ég sendi Kristjáni sms og sagði honum að horfa ekki á leikinn. Ég get ekki látið fólk horfa á svona í yfir tvo klukkutíma.

 63. Ættli maður ætti ekki að fara á næstu tattoo stofu og láta skrapa liverpool tattoo-in af…það liggur við að maður skammist sín fyrir að halda með liverpool.

 64. Hversu andskoti slæmur sem einhver leikur hjá varaliði okkar er, þá biðja menn ekki um nýjan þjálfara eftir sex fokking leiki.

  Já, það hefur nákvæmlega ekkert á þessu tímabili glatt mann, en Liverpool byggði ekki upp stórveldi með því að skipta um þjálfara um leið og nokkrir leikir gengu illa.

  Ég var fúll yfir brottrekstri Benitez og ráðningu Hodgson, en andskotinn hafi það – ég ætla að gefa manninum allavegana 10-15 leiki áður en ég fer að krefjast þess að hann fari aftur til London.

 65. Sælir félagar.

  Auðvitað er þetta eigendunum að kenna. Það sjá allir menn. Og ef ekki þeim þá Rafael Benitez!!!

  Nei ágætu félagar, ég var búinn að ákveða að gefa RH séns í nokkra leiki og var eiginlega kominn með uppí kok eftir fyrri hálfleik á móti MU. Núna er ég ekki með í kokinu. Ég er búinn að æla eins og múkki. Og æli enn og aftur. Þessi niðurstaða er óásættanleg með öllu.

  Kæru félagar. Vonandi koma nýjir eigendur strax á morgun og reka RH á staðnum. Síðan á að ráða Dalglish strax á sömu mínútu. Reyndar var ég hissa á sínum tíma að hann skyldi ekki ráðinn en það er auðvitað tími til að gera það ennþá.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 66. Einar! eftir svona frammistöðu er ekki eftir neinu að bíða því miður.

 67. Auðvitað á að krefjast brottrekstur STRAX. Orðspor Liverpool hefur stórskaddast. Það var augljóst að ef maðurinn skilaði þvílíkum árangri eftir 5 deildarleiki þá átti að vera inni í samningi að hann færi. Allir vissu að það væri brekka framundan. Spilamennskan er bara þvílík hörmung og ekki ásættanleg Liverpool. Leyfum honum að stjórna varaliðinu og fá Kenny Daglish strax.

 68. Svona , svona… Thetta getur alltaf sked…Litlu lidin hafa engu ad tapa og berjast fram i raudan daudan. Thad sem kanski kemur a ovart ad thetta skildi vera a heimavelli. United hefur lent i thessu og eflaust flest af hinum svokølludu storlidum. Menn mæta til leiks sigurvissir med halfgert varalid og tha getur nidurstadan verid thessi. RH hefur ekki ur neinum aurum ad moda og gerdi vel fannst mer ad tryggja ad F.Torres skildi vera afram. Thad er ekki raunhæft ad skella skuldinni a kallinn fyrir thvi hvernig stadan er i dag hja Liverpool , thetta er margara ara uppsafnadur vandi. En thad er allavegna ljost ad hvorki LFC ne Chelski taka fernuna thetta arid.

 69. @ 128 …Nei en thad eru seldar United treyjur i flestum betri ithrottabudum 🙂

 70. (Afsakid utlenskuna)……
  Eg verd ad segja ad eg vorkenni theim einstaklingum sem vilja reka RH a thessum timapunkti. Svo vil eg einnig minna Magga og co. sem enn eru ad dasama Benitez og hans 6 ara nidurbrotsstarfsemi ad thessi eydilegging verdur ekki logud a einu undirbuningstimabili.

  Molby og Hansen mæla rett tegar teir tala um “Benitez legacy” og ad tad taki umtalsverdan tima ad komi skipinu a rettan kjol a nyjan leik, serstakleg tegar allir peningar aflogu fara i ad borga nidur vexti ameriskra fjarglæframann.

  Lidis sem stillt var i kvold hafdi sterk nofn innanbords en engan vegin lid sem stillt er upp til storræda. Eg ætladi mer ekki ut i nafnabirtingar en get vart setid a mer ad nefna hina “creatifu” midju med Lucas og Spearing i fararbroddi og Kyrgiagos i hjarta varnarinnar og eilifdar efnividinn Babel sem allir spiludu i kvold. Nu vil eg ad tid, verjendur “Benitez legacy”, segid mer hvort ekki se hægt ad hafa betra varalid en tetta eftir 6 ara “uppbyggingu”! Thau 6 ar sem Benitez var hja Liverpool eyddi hann um £85m (kaup-solur), a medan Ferguson spredadi um £45m yfir sama timabil (las tetta fyrir helgi). Hvernig ma tad vera ad hopurinn hja LFC se svona hrikalega stor en uppistadan er akkurat engin?! Tessi afburda snilld hja Benitez a leikmannamarkadnum greinilega ekki ad skila ser. RH hefur verid tharna sidan i juli og nad ad gera betri kaup en Benitez gerdi arum og thad a mjog takmarkadri buddu. (Jovanovic var keyptur af Rafa).

  Tad er annar madur i brunni nuna og hann verdur, eins og allir stjorar LFC, dæmdur a urslitunum en ekki litid sanngjarnt a stoduna eins og hun er. Tapid i kvold kemur svo sem mer alveg a ovart eins og ekki tvi vid hofum ekki breiddina til ad senda varalidid i svona keppni. Tap er stadreynd. Til
  hamingju Northampton………næsti leikur!

 71. Strákar förum ekki að skipta um þjálfara eins og nærbuxur! Skilar aldrei áranagri. Veturinn verður erfiður og ekki hægt að ætlast til mikils af liðinu. Held að menn séu í afneitun.

Eigendamálin og við

Liverpool 2 Northampton 2 (2-4 í vító)