Eigendamálin og við

Við höfum ansi lítið fjallað um eigendamálin á þessari síðu. Það er engin yfirlýst ritstjórnarstefna hjá okkur, þetta hefur bara gerst – annaðhvort höfum við ekki áhuga á að skrifa, eða erum of fullir af örvæntingu um að hlutirnir lagist til þess að nenna því. Það eru takmörk fyrir því hvað maður hefur þolinmæði til að tala um þessa leiðinlegu hluti.

Ég viðurkenni það fúslega að ég geri svo sem ekki mikið sem Liverpool stuðningsmaður til að fá Hicks og Gillett frá félaginu – enda get ég kannski takmarkað gert. Maður gerir lítið í því nema að röfla við nærstadda um H&G og kannski kvarta á netinu líka.

Ég þakka því fyrir að það sé fólk þarna úti, sem elskar þennan klúbb ennþá meira en ég – og er virkilega að gera eitthvað í málunum til að þrýsta þessum eigendum frá félaginu. Dave Maddock fjallar um einn þátt í því um síðustu helgi. Oft fyllist maður hálfgerðu vonleysi yfir því að maður geti ekkert gert gagnvart þessu liði, sem manni þykir svona vænt um og hefur svona mikil áhrif á skap manns.

Það er því gott að hugsa að það séu stuðningsmenn í Liverpool borg og um allan heim sem sýna andstöðu sína í verki. Þeim er ég þakklátur.

34 Comments

 1. Þetta er mjög góð grein og þar er m.a. tengill á bréf sem hægt er að afrita og senda á RBS. Ég tók mig til og sendi póst á þennan Stephen Hester með subjectinu: “Dear Mr Hester, please save Liverpool FC”

  Við eigum ekki að sitja lengur hjá og röfla hvert í öðru. Gerum eitthvað í málinu!
  Ég skora á alla, ALLA sem koma hingað á bloggið að gera það sama!

  Vér mótmælum öll!

 2. Aðdáendur sem vinna í þessu í Liverpool kvarta mikið yfir andleysi og áhugaleysi aðdáenda sem koma annars staðar frá. Til að mynda átti að boycotta leik um daginn í mótmælaskyni við eigendur en “erlendir”aðdáendur eyðulögðu það með því að kaupa upp miðanna.

  Í raun er mjög auðvelt að mótmæla. Ekki kaupa LFC varning, það þrýstir á RBS til þess að koma klúbbnum úr höndum G&H. Með því að kaupa varning ertu ekki að styðja félagið, peningarnir fara í skuldir og restinn í vasa G&H, þeir fara allavega ekki í leikmannakaup. Settar hafa verið upp síður þar sem hægt er að kaupa LFC varning og fer allur ágóði í sjóð sem stefnir á það að áhagendur eignist félagið.

  Mæli m.a. með http://www.spiritofshankly.com/

 3. Frábær grein og sú tillfinning sem maður hefur haft í smá tíma núna varðandi þennan október gjalddaga RBS. Mælirinn er einfaldlega fullur og fylltist fyrir löngu. Aðdáendur eru farnir að sjá raunverulegan séns á að losna við Gillett og Hicks og það (og þetta er mikilvægt) án þess að þeir græði grænan eyri á þessum viðskiptum.

  Það fyrirtæki sem ætlar að eyðileggja þessar vonir stuðningsmanna Liverpool með því að lengja í hengingarólinni fyrir “eigendur” klúbbsins þarf að vera byggt á ansi traustum grunni og vera til í helvíti slæma og neikvæða umfjöllun og jafnvel stórt áhlaup. Breskur banki gæti þetta líklega ekki enda stuðningsmenn Liverpool of margir til að þeir þori að taka sénsinn á að missa þá flesta á einu bretti, og það er mjög raunverulegur séns á að stemming myndist fyrir slíku.

  Eflaust ekki draumastaða fyrir RBS en klárlega eitthvað sem þeir koma líklega til með að láta vega þungt þegar þeir taka endanlega ákvörðun um hvort H&G fái lengri frest. Lengi þeir frestinn um svo mikið sem einn dag efa ég ekki að eins og Maddock segir að ansi margir reikningar og viðskiptavinir muni hverfa. Sama má segja um svona boycott herferðir, ef allt er óbreytt eftir 6.okt gætu þær farið að ná flugi mjög hratt.

  Reiðin er að magnast svo gríðarlega að ég verð MJÖG hissa ef ég sé annaðhvort Gillett eða Hicks þora að láta sjá sig á Anfield aftur, eða bara í borginni.

 4. Flott grein Einar Örn!

  10,5 fyrir að finna hana, er búinn að senda e-mail á Stephen Hester hjá RBS og skora á fleiri að gera það.

  Á sama hátt skora ég á ykkur öll að hemja ykkur í innkaupum á Liverpoolvarningi fram yfir það að H & G missa völdin í klúbbnum.

  Þeir hafa fengið nóg af peningum.

  Við fáum vonandi bráðum eigendur sem verða verðugir okkar peninga!

 5. Persónulega hef ég mótmælt í yfir 2 ár. Hef hvorki keypt varning frá Liverpool né áskrift til að horfa á leiki.
  Mun ekki eyða krónu fyrr en þeir fara, þá mun ég byrja að versla varning á nýjan leik.
  Á mínar gömlu treyjur, trefla, krúsir o.sfrv og það eru mín mótmæli á eigendur að eyða ekki krónu í klúbbinn fyrr en þeir fara.

 6. Smá off topic, en systir mín í 15 manna lokahóp í októberfest leik Ring, leikurinn endar á morgun og hún er búin að vera vinna síðan þetta byrjaði… en tapaði niður forskoti í morgun

  Ef þið nennið og eigið facebook þá megiði endilega fara inná http://www.oktober.is/like/ og Like-a hana.
  Hún heitir Helga Lind Mar og er númer 2

 7. Flott grein hjá Maddock. Ég sendi minn tölvupóst, skora á alla sem lesa þessa síðu að gera slíkt hið sama. Fjöldinn skiptir máli, það er alveg klárt.

  En já, annars hefur maður minna skrifað um eigendamálin undanfarið af því að mér fallast bara hendur þegar ég reyni að ná utan um þetta. Atburðarásin í sumar var of pirrandi og ég átti erfitt með að brjóta ekki lyklaborðið þegar ég las að þeir myndu ekki ná að selja klúbbinn í sumar. Fyrir mér var brottför Hicks og Gillett mikilvægari en nokkur leikmannakaup eða sölur í sumar og fyrst það tókst ekki að losa þá út varð ég strax talsvert svartsýnni á veturinn.

  Við erum að reyna að hanga á sæmilega góðu liði í sæmilega góðri stöðu í deildinni þangað til þessir andskotar eru á brott. Klúbburinn mun ekki taka stefnu upp á við aftur fyrr en þeir selja.

 8. Tek heilshugar undir þetta. Sendi endilega póst á RBS og stoppum öll kaup á varningi þangað til nýir alvöru eigendur hafa tekið við.
  Þessari eigendavitleysu hlýtur að vera að ljúka – henni verður að ljúka.

 9. ég er búinn að senda póst!! og mæli með því að allir geri það ! og mig langar ýktaslega mikið kaupa mer nýja treyju en maður verður að bíða aðeins með það ! 🙂

 10. Flott grein!

  Og hér er e-mailið hjá RBS gaurnum: stephen.hester@rbs.co.uk

  Mæli líka með þessari ‘groupu’, meðal annars hægt að kaupa Liverpool treyju sem stuðningsmenn eiga: http://www.facebook.com/photo.php?pid=117679&id=120269518013719&ref=fbx_album&fbid=121755584531779#!/helpsaveliverpoolfc?ref=ts

  Og síðast en ekki síst linkur á e-mail hjá að mér sýnist tvem bönkum sem eru að íhuga að lána G&H: http://www.redandwhitekop.com/forum/index.php?topic=263469.0

 11. Búinn að senda póst á Hester kallinn. Gott að geta gert eitthvað smá til að koma málum á hreyfingu 🙂

 12. Sendi úr 2 netföngum. Ég get samt ekki bara hætt að horfa á liðið mitt eins og t.d. Júlli (7). Það væri fyrir mér eins og að fara í hungurverkfall út af Icesafe málinu eða eitthvað …

 13. Búinn að senda.

  Frábær grein sem Babu linkar á, góð lesning og mögnuð statistík um þýska boltann m.a.

 14. Þetta er pósturinn sem á að senda á nokkra aðila. email þeirra koma í næsta kommenti.
  Copy paste myfriends.

  Dear All,

  The events of the past three years have taught us that words seem to have different meanings when used by Tom Hicks and George Gillett. Words like ‘custodians’, ‘promises’ and ‘trust’. Another word which belongs on that list is ‘deadline’. Hicks and Gillett have already proved that they have no qualms about ignoring deadlines, as Gillett’s oft-denied “spade in the ground in 60 days” pledge about the new stadium proved.

  In a statement made in April 2010, Hicks and Gillett said,

  “We have now decided together to look to sell the Club to owners committed to take the Club through its next level of growth and development.”

  yet a few months later, it became clear that Hicks had approached several US based banks to try to arrange financing which would allow him to retain control of the club. Yet again, a promise made by hicks and Gillett turned out not to be worth the paper it was printed on. They have lied, lied and lied again.

  In July, RBS Chief Executive Stephen Hester said,

  “With hindsight, I think there are some businesses which borrowed too much money and Liverpool FC was one of them. It seems to me that it is in everyone’s interest to have an early resolution… but it has to be the right resolution. I think obviously the club needs to have stability for the future and that is not just a question of ownership. It is not just about who owns the club, but also about what their plans are.”

  We know who owns the club at the moment and we know what their plans are; to sell an asset which they bought for less than £200m and subsequently loaded with toxic debt for a price between £600m and £800m and to retain control of that asset by any means necessary until they are able to leave with a profit over and above the interest they will earn from loans made to the club by their subsidiary holding company.

  In the current economic climate, these plans fall somewhere between ludicrous and impossible. Any buyer willing to meet those terms would have to answer several questions about their commercial sense, especially in view of the projected £300m that would be required in addition to the purchase cost to complete work on the much-needed and long-anticipated new stadium. It seems absolutely certain that Hicks and Gillett wouldn’t consider investing in a business under such terms, which begs the question why do they assume anyone else would?

  Hicks and Gillett have run Liverpool Football club into the ground since they took charge. Unlike the club’s owners, the accounts do not lie. £54.9m pre-tax losses. £40.1m in interest payments. No net spending on players for two years. No new stadium, despite millions being spent on the project. These are the facts of Hick’s and Gillett’s time in charge of English football’s most successful club.

  As a fan, I believe that the club cannot afford to have this toxic duo with their toxic debts in charge for a day longer than is necessary. If no acceptable deal is on the table by 6th October, the Royal Bank of Scotland cannot and must not allow these parasites to extend their stay by one additional day.

  The only course of action which would be acceptable if new owners are not in place by the October 6th deadline is for the Royal Bank of Scotland to take the sale process out of the hands of the owners and their appointed representatives and focus on selling the club to owners able to bring stability to the boardroom, investment to the club and most critically, to finally deliver the new stadium on which the future prosperity of the club depends.

  The Royal Bank of Scotland have previously noted that they wish to act in the best interests of Liverpool Football Club and that the long-term future of the club will be at the centre of any decisions. The best interests of the club cannot be served by providing further extensions to the current financing arrangements, or by enabling Hicks and Gillett to remain in charge by any other means.

  RBS have done well out of their association with the club, receiving interest and penalty payments which could have been far better spent on improving the playing squad or contributing to the costs of the new stadium.

  It’s time for RBS to make good on their promise to the fans. We’ve been lied to enough.

  NO TO REFINANCING HICKS’ AND GILLETT’S DEBTS.

  Yours faithfully,

 15. Það er svosem lítið að fjalla um hér á síðunni, þegar það er ekkert að frétta. Ekkert hefur breyst. Stundum er það fréttnæmt að ekkert sé að frétta, en það á ekki við núna.

  Eins og Purslow segir í viðtalinu á opinberu síðunni, þá er sjaldan að marka það ef fréttir leka út.

  Hann staðfestir að due diligance sé í gangi hjá nokkrum aðilum, sem kemur ekki á óvart. Það þýðir að þeir eru að fara yfir gögn félagsins og ef þeim lýst á þetta kemur tilboð.

  Ég væri þó til í að vita nákvæmlega hvað gerist 6. október…

 16. Hjalti það var reyndar eitthvað talað um það á Twitter í gær að þessi dagsetning sé hugsanlega 15.okt.

Northampton á morgun

Liðið gegn Northampton