Man U á sunnudaginn

Fyrir 18 mánuðum var öðruvísi að vera Liverpool stuðningsmaður. Okkar menn voru í toppbaráttu og mér og eflaust fleiri stuðningsmönnum leið einsog núna væri þetta að koma. Ég var sannfærður að þótt að Liverpool myndi kannski ekki ná titlinum á því tímabili, þá myndi það klárlega gerast tímabili seinna.

Ég var sannfærður um að við værum með einn besta þjálfara í Evrópu, sem myndi á endanum fara með okkur alla leið. Það vantaði bara herslumuninn.

Undir þessum kringumstæðum mættu okkar menn á Old Trafford í mars í fyrra og tóku þar Ferguson og félaga með þá Tevez, Rooney og Ronaldo í fararbroddi og pökkuðu þeim saman 1-4. Torres niðurlægði Vidic, Gerrard kyssti myndavélina, Dossena skoraði mark. Mikið ofboðslega var þá gaman og mikið ofboðslega virðist vera langur tími liðinn síðan þá.

Hvernig leit þetta stórkostlega Liverpool lið út þá? Voru ekki örugglega Daglish og Rush frammi og Barnes á kantinum?

Nei, liðið leit svona út:

Reina

Carragher – Skrtel – Hyypiä – Aurelio

Lucas – Mascherano
Kuyt – Gerrard – Riera
Torres

**Bekkur:** Cavalieri, Arbeloa, Dossena, El Zhar, Babel, Ngog, Insúa.

Semsagt: Carra í bakverðinum, Lucas á miðjunni. Kuyt og Riera á köntunum. Á bekknum voru Dossena og El Zhar. Í Manchester liðinu voru Ronaldo, Rooney og Tevez!

Berum þetta lið saman við það lið, sem mætir líklega til leiks á sunnudaginn:

Reina

Johnson – Skrtel – Carragher – Konchesky

Lucas – Mereiles
Jovanovic – Gerrard – Cole
Torres

Á bekknum gætu svo verið: Jones, Agger, Kyrgiakos, Poulsen, N’Gog, Babel, Pacheco

Á pappírnum er þetta langt frá því að vera lakara lið en fyrir 18 mánuðum. Af hverju líður mér þá einsog þetta sé allt ómögulegt? Það er auðvitað sú lífsreynsla að hafa núna horft á 13 hræðilega mánuði hjá Liverpool. Það virðist allt vera ómögulegt og allir leikmenn virðast oft ómögulegir. Þessi byrjun á tímabilinu hefur svo ekki verið nægilega góð, þótt vissulega hafi leikjaprógrammið raðast ótrúlega leiðinlega niður. En það má ekki gleymast í öllu þess að við erum ennþá með frábæran mannskap, sem á að geta á góðum degi unnið hvaða lið sem er.

Ég er með smá bjartsýni varðandi þetta liðsval. Aðalspennan verður sennilega hvort að Mereiles verði á miðjunni. Ég sé ekki af hverju í ósköpunum hann ætti ekki að spila. Það gæti vel verið að hann yrði þarna með Poulsen í staðinn fyrir Lucas. Á köntunum trúi ég ekki öðru en að Joe Cole komi inní liðið og ég hef mesta trú á að Jovanovics sé á hinum kantinum, þótt að Babel og Maxi komi svo sem líklega til greina.

Í vörninni vildi ég heldur sjá Agger en Skrtel, en Hodgson virðist hafa ögn meiri trú á Skrtel. Það er svo vonandi að Konchesky verði orðinn heill fyrir sunnudaginn.

Af United er það helst að frétta að Valencia er frá og sama má segja um Carrick. Man United hafa alls ekki verið sannfærandi og eru bara með 8 stig úr fyrstu fjórum leikjunum, sem dugar þeim þó í þriðja sæti deildarinnar (ég þurfti actually að kíkja á töfluna til að sjá það – því ég hef ekki skoðað töfluna á þessu tímabili). Ég spái því að Ferguson stilli liðinu upp svona:

Van der Sar – Evra, Vidic, Rio, Neville – Giggs, Scholes, Nani, Fletcher, Park – Rooney

En hvað veit ég svo sem um þetta United lið.

Við megum ekki tapa þessum leik á sunnudaginn. Sigur væri stórkostleg úrslit, sem gætu virkilega komið þessu tímabili af stað. En takmarkið á Old Trafford að ná jafntefli og það væru að mínu mati fín úrslit. Okkar menn eiga klárlega að geta unnið þennan leik. En jafntefli væru samt sem áður mjög góð úrslit.

Ég ætla því að spá þessu 1-1.

77 Comments

 1. Ég er ekki bjartsýnn á góð úrslit en ætla að spá þessu 0-0. Þar sem Manshitti mun vera betri aðilinn og Rooney klikkar á víti

 2. Ánægður með þessa upphitun. Staðreyndin er að við eigum ekkert að vera með minnimáttarkennd og bara ráðast á þá. “Taka leikinn til þeirra” eins og einhver sagði. Er bjartsýnn eftir þennan lestur.

 3. Einhvernvegnin efast ég um að Ferguson hafi Berbatov á bekknum.
  Hann hvíldi hann gegn Rangers.
  Hef frekar trú á því að hann hafi Rooney á bekknum!

 4. Leikurinn fer 1-0 fyrir Liverpool og við verðum kominn við Hlið Man utd eftir þessa umferð.

  Svo áfram Liverpool

 5. Ég er rosalega hræddur um að Lucas og Cristian Poulsen verði á miðjunni og það verði reynt að halda dauðahaldi í stigið.

 6. Ég vil sjá Agger og Carragher í vörnin. Svo væri gaman að sjá hvernig það væri að hafa Gerrard og Lucas á miðjunni og Meireles í holunni. Mér finnst að Gerrard sé betri á miðjunni en holunni.

 7. já.. ég mun því miður halda það sama og gísli að hann seti poulsen og lucas á miðjuna en mikið svakalega yrði ég svekktur… og ég bara einfaldlega trúi því ekki að RH geri það ! vona svo sannaralega að meireles fái að spila leikinn og hafi lucas þarna við hliðina á sér frekar en poulsen.. finnst hann einfaldlega ekki vera tilbúin í svona stórnan leik en í síðasta leik frekarr en þeim þar seinasta á móti United fannst mér lucas vera einn besti maður vallarins og svo kæmi hann fullur sjálftrausts eftir þetta gullfallega mark á móti Steua.

  Svo er ég sammála þér einar með vörnina.. vil að agger fái að spila leikinn en er nokkuð viss um að skrtel spili þó ég skilji það engann veginn. og ef að hann jonhson verður jafn lélegur og í undanförnum leikjum vil ég einfaldlega fara að sjá kelly fá sjénsinn í deildinni líka..

  með kantmenn og holuna er ég sammála.. fyrir utan að ég er ekki viss hvor fái holuna cole eða Gerrard og svo torres náttúrulega frammi. og vona svo að N’gog fái síðan að spila .. ef að torres er ekki að meika það.. ekki endilega inná fyrir torres því ég vona að hann klári 90 mín á sunnud.

  ég trúi því eins og allar aðrar helgar að þetta verði okkar helgi og við vinnum 2-1, Torres setur eitt.. og ef að N’gog kemur inná tryggir hann okkur sigurinn, annars gerrard !
  koma svo ! áfram liverpool ! ynwa

 8. Ég Gleymdi Því að ég vil alls ekki sjá Maxi þarna. Hann er alltaf í feluleik og gerir ekki neitt.

 9. Úff maður er alveg farinn að iða af spenningi strax! Og vá hvað ég var ekki búinn að átta mig á liðið sem vann 1-4 er nánast sama lið, jafnvel betra lið (fyrir utan Hr. Hyypia auðvitað)

  En ég vona að liðið verði eins og þú sagðir að væri líklegt, nema vill frekar Agger í stað Skrtel..
  Ég spái þessu 2-2 eða 1-2 ef við eigum góðann dag! Torres og Gerrard með mörkin fyrir okkar menn og einhverjir sauðir fyrir þá 🙂

  Bring it on! YNWA!!

  (Og já frábær pistill eins og alltaf hjá ykkur drengir)

 10. Held við fáum skell 2-0. Rooney og Park skora mörk manchester united og okkar heitelskaði Skrtel fær rautt spjald.

  Annars væri frábært að ná jafntefli og byrja svo kannski mótið. Arsenal, City (ú), United (ú), Birmingham (ú), þetta er ekki eðileg byrjun.

 11. Svo aðeins til að kvarta meira yfir leikjadagskránni okkar. Veit þetta er langsótt en síðustu 3 leikirnir okkar þá sækjum við Fulham út, fáum Tottenham í heimsókn og endum á Villa Park. Voðalega gaman.

 12. Hann verður því miður mjög líklega með Poulsen og Lucas eina ferðina enn saman á miðjunni á sunnudag, þeir voru báðir hvíldir í gærkvöldi en Meireles spilaði. Djöfull vona ég samt að Meireles spili á sunnudag á kostnað Poulsen og þá er ég þokkalega bjartsýnn á þetta, vera svo með Joe Cole hægra megin á kostnað Maxi því ekki höfum við efni á að vera einum færri á Old Trafford, Gerrard í holuna og Torres fremstur, gæti svo sem líka alveg virkað að setja Meireles í holuna og Gerrard á miðjuna með Lucas. Skrtel virðist svo ætla að’ halda sæti sínu a kostnað Aggers sem er reyndar ótrúlegt en þýðir ekki að tuða um það. Maður er allavega mjög spenntur að sjá liðsuppstillinguna sem ætti að vera klár á morgun þar sem Hodgson virðisrt vera klár með liðið degi fyrir leik.

  Ég er þokkalega bjartsýnn og veit ekki af hverju.
  Spái jafntefli 0-0 eða 1-1 ef Lucas og Poulsen taka miðjuna saman og þá verður leikurinn einnig mjög leiðinlegur fyrir okkur púllara þar sem það verður þá bara sókt á 3-4 mönnum sem væru Cole, Gerrerad, Torres og kannski Jovanovich.

  En ef kallinn setur Meireles inn á kostnað Poulsen eða Lucas þá hef ég töluvert meiri trú á þessu og spái 1-2 fyrir okkar menn.

  Núna er bara spurningin er Hodgson maður eða mús???

 13. ég held að hann verði með þetta lið:
  Reina
  Jonson carragher skrtel Konchesky
  Maxi GERRARD Lucas(því miður) Jovanovic
  J.Cole
  F.TORRES
  held að þetta fari 1-2 fyrir okkur. Torres og J.cole skora
  ÁFRAM LIVERPOOL !

 14. Það kemur vonandi einhverjum á óvart en ég ætla að halda með United á sunnudaginn. Þetta eru yndælir strákar og eiga að skilið að vinna.

 15. Ætla ekki að vera leiðinlegur en þetta lið fyrir 18 mánuðum er munn sterkara.
  Við vorum með Gerrard og Torres í fullu fjöri, vörnin hjá okkur var mjög traust og Mascerano var snilld á miðjuni um þetta leiti.

  Núna lítur vörnin ekki svakalega vel út, Torres og Gerrard í ruglinu, miðjan ekkert spes og eina sem maður getur hlakkað til er að sjá J.Cole spila og vona að Reina eigi góðan leik.
  Getum við unnið? Já ekki spurning
  En þetta verður virkilega erfitt og það er ekki nóg að bera saman leikmenn, stemningin og formið á liðinu var allt annað fyrir 18 mánuðum.

 16. hahaha Babel fær fullt hús prika frá mér fyrir þetta! svona á maður að byggja upp fight’inn fyrir rival match!

 17. Ég er á því að við eigum alveg fínan séns á móti Man Utd á sunnudaginn. Það fer reyndar eftir Roy kallinum. Ég meina við getum alveg náð í stig með bæði Lucas og Poulsen á miðjunni en það er meira langsótt en ef við værum t.d. með Mereiles á miðjunni. Ef við mætum mótiveraðir á sunnudaginn þá er í raun ekkert lið sem við getum ekki unnið. Roy Hodgson hefur ekki fengið langan tíma til að slípa saman liðið og það mun taka tíma, jafnvel meira en bara þetta tímabil. Þess vegna yrði jafntefli eða sigur alveg svakalega góð úrslit fyrir okkur miðað við spilamennskuna í síðustu leikjum. Man Utd eru sterkir heima en það hjálpar okkur að þeir hafa ekki verið að spila neitt sérstaklega vel í síðustu leikjum. Annars þarf lítið að mótivera menn fyrir svona risaleiki. Það kemur af sjálfu sér.

  Spái 1-1 á sunnudaginn en vonast eftir sigri okkar manna.

 18. Ég verð víst að færa ykkur þær sorgar fréttir að textinn við rappið hjá Babel er ekki réttur. Fáið 0 í fatt einkunn.

 19. Það var augljóst held ég Reynir.

  Margiir sem stilla upp liðinu eins og það sé sjálfsagt að Cole verði á kanntinum. Þessa leiki sem hann hefur spilað fyrir Liverpool hingað til hefur hann að ég held alltaf spilað í holunni. Vona innilega að svo verði áfram og Gerrard verði á miðjunni til að stjórna spilinu.

  Mér líst reyndar bara ekkert á Poulsen en RH gæti þrjóskast að nota hann þar sem hann er “hans” maður. Skil heldur ekki þetta með að nota Skirtle í staðinn fyrir Agger, karlinn enn í gamla Fulham gírnum.

  Annars er ég sæmilega bjartsýnn fyrir þennan leik, held við séum ekki alveg nógu sterkir varnarlega og nokkuð ljóst að við verðum að setja mark á morgunn ætlum við að fá eitthvað útúr þessu.

 20. Hlutu allir að sjá að Ryan karlinn hefði nú toppað sig í bullinu með svona texta. Þó ég sé enn ekki hrifinn af spilamennsku hans í vetur virkar hann mun fókuseraðri en áður á að ná árangri á Anfield og það vitlausasta í heimi væri að búa til eitthvað bull við mótherja.

  En ég er sammála mörgum hér, vona að við sjáum Meireles á miðjunni með Lucas og þá Cole með Gerrard og Jovanovic þar fyrir framan. En er ekki viss um það verði svo, því RH hefur lagt mikið upp með að loka inni á miðsvæðinu og á OT verður málið að loka á Scholes og Berbatov svo þeir komi boltanum ekki á Shrek.

  En ég virkilega vona að liðið sé á uppleið og spái 0-1 sigri og Danny Murphy skori sigurmarkið!

 21. Það fer eftir liðsuppstillingu á morgun hvort ég ætli að verða bjartsýnn eða svartsýnn. Ef að Poulsen-Lucas miðjan verður þá er ekki von á að liðið afkasti miklu. Ef að Lucas-Mereiles miðjan eða jafnvel Gerrard-Mereiles miðjan er við líði þá er ég bara nokkuð bjartsýnn. Hef alltaf talið miðjumann eins og Darren Fletcher vera ofmetinn leikmann og Gerrard-Mereiles miðja ætti að éta Scholes-Fletcher miðju. Ég vona bara að kallinn sé farinn að kalka verulega og noti Giggs, Scholes og Neville systurina alla saman inn á í einu. Sáu allir sem að horfðu á United gera jafntefli við Rangers í CL að þá er spil United frekar hægt ! En eins og ég segi þá fer þetta eftir liðsuppstillingu hversu bjartsýnn eða svartsýnn maður er. United eru alltaf sterkir sama hvaða lið þeir stilla upp og miðað við andann í Liverpool þessa dagana þá sé ég það alveg fyrir mér að við töpum þessum leik.

  Og eitt að lokum, afhverju eru þessir kanar ennþá eigendur ?? Getur einhver upplýst mig um það ?

  YNWA

 22. Einhverra hluta vegna er ég búinn að sætta mig við 3-0 tap á morgun. MU stígur alltaf upp, nánast alltaf a.m.k., þegar mikið er undir og þó svo við séum sterkir á pappírnum þá er bara eitthvert andleysi yfir liðinu. Torres er svo greinilega ekki kominn í gott form og þá er hópurinn það mikið breyttur að við munum þurfa allt tímabilið til að slípa liðið vel saman.

  Ég vona bara að leikmennirnir sýni loksins á morgun að hjörtu þeirra slá í takt við félagið. Berjist, sýni grimmd og sigurvilja. Mér finnst hafa skort talsvert upp á það undanfarið.

 23. Ferguson að tjá sig um fjárhagsstöðu Liverpool og skýtur m.a. á eyðslu Rafa. Ef þessar tölur eru réttar er ljóst að vandamál Rafa að byggja upp nógu gott lið var ekki peningaskortur.

  “Benitez spent £240m during his Liverpool reign and recouped £152m, with a net spend of £88m. Ferguson’s outlay on players during the same period was £223m, recouping £165m, with a net spend of £58m.”

  http://www.skysports.com/story/0,19528,11667_6384215,00.html

  Ég er annars svartsýnn fyrir morgundaginn. Ég held þetta verði svakalega erfitt og endi 3-1. Hef ekki nokkra trúa á miðju sem samanstendur af Poulsen og Lucas en það virðist vera líklegt miðað við leikina hingað til og hverja Roy hvíldi í síðasta leik.

 24. ég skil ekki alveg þegar menn eru að segja að liverpool sé að fara að tapa leiknum vegna stemmingsleysis .. því ef við lítum á fyrri úrslit hjá manchester united þá skil ég ekki eftir hvað þeir ættu að ver fullir sjálftrausts og stemmingu.. þeir eru búnir að vera að missa niður leiki á loooka mínutunum (fulham, everton) og gera o-o við rangers í vikuni þar sem sterkur leikmaður fótbrotnar..

  en s.s. eins og áður er þetta líklega ekki að fara að telja á morgun..
  koma svo ! áfram LIVERPOOOL!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
  YNWA

 25. Er byrjunarliðið fyrir morgundaginn ekkert búið að leka út eins og venjulega ?

 26. Það gerist fljótlega. Ryan Babel var að twitta að hann væri farinn heim eftir æfingu. Ef æfingin í dag er búin hjá liðinu er stutt í að liðið komi á netið, miðað við það sem hefur verið í síðustu leikjum. Hodgson stillir liðinu upp á síðustu æfingunni og í kjölfarið lekur það á netið.

 27. Ég verð ánægður með jafntefli á morgun. Vil sjá Meireles á miðjunni með Lucas, Gerrard á hægri og Cole í holunni. Gerrard-Evra gæti orðið massa skemmtilegur slagur og svo verður gaman að sjá Torres snýta fyrirliða Man U eina ferðina enn.

 28. Afsakið off-topicið, en ég bara gat ekki setið á mér þótt uplýsingarnar komi frá hálf ónýtum miðlum – m.a. tribalfootball. Ég sá að Marko Mirin er orðaður við okkur á litlar 15mp., það væri algjör draumur. Hodgson veit a.m.k. af þýsku deildinni þannig að kannski er e-ð til í þessu. Sjaldan sem maður sér einhvern sem maður bara veit að myndi styrkja liðið. Núna er Schweinsteiger í öðru sæti hjá mér yfir þá leikmenn sem ég vil sjá hjá Liverpool.

 29. Hvað er með liðið, ekkert lekið út í dag. Kannski kallinn sé farinn að átta sig á því að það er ekkert sérstaklega sniðugt að stilla liðinu upp daginn fyrir leik fyrir allra augum.

  Ég sé akkúrat ekkert point í því að hafa Gerrard í holunni ef Poulsen og Luca eiga að vera saman á miðjunni ! Ef aftur á móti Maireles kæmi þarna inn með Luca td þá gæti Gerrard farið upp í holuna og Cole á kanntinn. Það væri auðvitað þrusu uppstilling. Þokkalegur sóknarþungi á hægri kannti með Cole og Johnson saman þar.

 30. Já hvað er að frétta af byrjunarliði.

  Svo vil ég koma því að Þór var að bursta Fjarðarbyggð 9 – 1 og er komið í úrvalsdeild að ári !! Uppeldisklubburinn klikkar ekki !! Hlakka til að fara á leiki hérna sunnan heiða næsta sumar ef það eru einhverir KR ingar, Valsarar og fleiri að skrifa hérna !!

 31. Ég trúi ekki öðru að Cole spili áfram í sinni uppáhaldsstöðu miðað við frammistöðuna á fimmtudag. Mér þykir líklegast að Gerrard spili á miðjunni með varnartengilið með sér, annað hvort Meireles eða Poulsen. Ég veit nú ekki hversu mikill varnartengiliður Meireles er, en ég er alls ekki búinn að afskrifa Pousen þrátt fyrir frekar dapra leiki hingað til. Við vitum allir hvað hann getur.

 32. Ég ætla að vera herra bjartsýnn í dag og giska á sigur okkar manna 1 – 2.
  Liðið sem ég myndi vilja sjá er:
  Reina
  Johnson Carragher Agger Konchesky
  Gerrard Lucas
  Babel Cole Jovanovic
  Torres

  Bekkur: Jones, Skrtel, Kelly, Meireles, Maxi, Pacheco, N’gog

  Ekkert að því að vera smá bjartsýnn 😉 YNWA

 33. ég vil sja liðið spila 433 !!!!! Jhonson Carra Agger Konschesky. Poulsen eða Lucas djúpur, fyrir neðan Gerrard og Meireles svo 3 frammi Cole vinstra meigin Torres fyrir miðju og N’gog hædra meigin !!! þetta er lang besta liðið sem við höfum uppá að bjóða Ngog er sá leikmaður sem getur unnið Evra, hann er stór og fljótur ! ég væri til í að sjá þetta lið !!!

  en ég gæti trúað að hann spili 451 og láti Carra spila í hægri bak með Agger og Skrtl í miðverði og láti Johnson á hægri kannt hafi Gerrard á miðjunni með ????? einhverjum. setji Cole í holuna og Jova á vinstri kannt.. svo gæti hann nátturulega sett Lucas og Poulsen djúpa og vonast eftir 0-0 eða 1-0 tapi og seigist vera stolltur. þá slekk ég á sjónvarpinu !

 34. Nei Birgir ég veit ekkert hvað Poulsen getur nemaa það em ég hef séð með Liverpool og þar virðist hann vera arfaslakur, horfi ekki á ítalska boltann eða danska landsliðið, vil ekki sjá hann í liðinu…

  Væri gaman að fara fá fréttir af liðinu sem spilar á morgun, á ekkert að fara að leka þessu út???

 35. var að spá.. er veit einhver um síðu þar sem ég gæti horft á leikinn ?:D

 36. Jæja…Tha er thad United sjonarhornid a thennan leik 🙂 Eg lifi i theirri von ad vid vinnum leikinn en likleg urslit eru 1-1 eda 0-0…thvi midur. Stadreyndin er su ad thad eina sem kannski mun gledja United studningsmenn thetta arid er ad liklega verdum vid fyrir ofan Liverpool. United eru frekar slakir thetta arid og ekki bætir ur skak ad Valencia er fra i langan tima. Vissulega hefur verid skemmtilegar ad vera Liverpool madur fyrir 20 arum en eg ottast ad United eigi erfid ar framundan , vid eigum thad sameiginlegt med LFC ad fjarhagsstadan er virkilega døpur tho ekki meira se sagt. Thessi lid eru ekki ad keppa um bestu leikmenn heims og thad er ekki ad fara ad breytast a næstu arum !! Ein spurning ad lokum : Ferguson , hefdi ekki verid gafulegara ad kaupa Van der Vaart en Bebe ?????

 37. Hvað er í gangi þessa helgina, eina skiptið sem maður virkilega vill sjá liðið degi fyrir leik og búin að bíða í allan dag þá er það ekki komið. Er það alveg klárt að liðið hafi ekki lekið á netið neinnsstaðar???

 38. Gaman þegar andstæðingarnir geta komið inn á Liverpool síður að talað af viti og talað málefnalega. Þá er bara ánægjulegt að fá þeirra sjónarmið líka. Því miður er það allt of oft þannig að andstæðingarnir (þ.e. stuðningsmenn helstu keppinauta) koma hingað inn með barnalegt skíkast sem er fjarri allri málefnalegri umræðu. Gaf MW thumb UP fyrir hans komment og vildi alveg sjá fleiri andstæðinga koma hér inn með sínar skoðanir svo lengi sem þeir eru málefnalegir.
  En að leiknum. Hræðist svolítið, eins og svo margir hérna, að miðjunni verði still leiðinlega upp, þ.e. Lucas og Paulsen saman. Er nokkuð bjartur fyrir leikinn ef við teflum aðeins öðrum þeirra fram með Meireles og svo Gerrard fyrir framan þá og setja Cole á kantinn,, er samt frekar svartsýnn á að það gerist. En vonum það besta.
  KOMA SVO LIVERPOOL!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

 39. Ferguson vs. Benitez stríðið fyrir Man.utd vs Liverpool heldur áfram þrátt fyrir að spænski er ekki stjóri Liverpool enn þá . http://visir.is/lelegt-gengi-liverpool-var-benitez-ad-kenna/article/2010376749067

  Annars er ég bjartsýnn fyrir leikinn, við eigum að geta skorað, við eigum að geta unnið, spurningin er bara að ef við komumst yfir, að ná að halda því, ég geri nefnilega fastlega ráð fyrir því að torres setji 1-2 mörk á morgun !

 40. það er eins gott að varnarmenn okkar selji sig ekki eins og ódýrar mellur,þá er ég hræddur um að Rooney verði fljótur ganga á lagið!!!!! ok þessi var slakur.Ég spái því miður tapi á morgun strákar.2-0.Er reyndar alltaf svartsýnn.

 41. Leitum að rétta eintakinu drengir! Svo það er fáránlegt að ég vilji vera stjórnmálamaður? Ég hata þig nú þegar.

 42. Liðið virðist hafa lekið eftir allt saman. Á RAWK (staðfest af SkySports):

  Reina

  Johnson – Carragher – Skrtel – Konchesky

  Gerrard – Lucas
  Maxi – Cole – Jovanovic
  Torres

  Hvorki Poulsen né Meireles í liðinu og Agger ekki heldur. Þeir væntanlega á bekknum ásamt Jones varamarkverði, Babel, Ngog og einum öðrum (sennilega einn af Kyrgiakos, Kelly eða Pacheco).

  Þetta er ekki 100% jafn örugglega staðfest og í undanförnum leikjum en menn virðast samt nógu vissir til að birta þetta á Sky. Kemur í ljós.

  Sem sagt, sama lið og EÖE spáði í upphitun nema Maxi er inni og Meireles ekki. Þetta er ágætt lið, gott jafnvægi í þessu, frekar sókndjarfara en hitt. Nú mæðir mikið á Lucas að loka á Paul Scholes og svo held ég að velgengni okkar í þessum leik velti á því hversu mikið Gerrard, Cole og Maxi komast í boltann. Ef okkur gengur illa að halda bolta munu Jovanovic og Torres ekkert sjást í leiknum, ef við hins vegar vinnum miðjubaráttuna getur allt gerst.

  Er svartsýnn, sé ekki hvernig við eigum að vinna á Old Trafford í ár þegar litið er á styrk og form liðanna en þetta er samt sem áður alltaf styrjöld og þetta byrjunarlið okkar getur á réttum degi alveg gert einhvern óskunda á OT.

 43. Það er nú bara þannig að þessir leikir geta farið í allar áttir, við vorum ekki að ríða feitum hestum frá viðureignum okkar gegn Man Utd í stjórnartíð R.B. að undanskyldu síðasta tímabili auðvitað, annað en þegar Houllier var við stjórn ef minnið svíkur mig ekki.

  Hvað um það, ef þetta er liðið eins og lekinn segir til um þá er ég strax öllu bjartari en með Lucas – Paulsen uppstillingunni, held samt að dagurinn á morgun verði ekki okkar dagur því miður. Liðið hefur virkað áhugalaust undanfarið og alls ekki sannfærandi þrátt fyrir flottan sigur í Evrópudeildinni. Á móti kemur að Man Utd hafa heldur ekki verið sannfærandi í deildinni, en eitthvað segir mér að þeir hafi þetta “extra” til að taka 3 stig á morgun.

  Auðvitað vona ég að ég muni hafa rangt fyrir mér, og vona að Torres noti tækifærið á morgun og láti aula eins og Jamie Rednapp svelgjast á te sopanum í myndveri Sky með því að sýna honum hvað þarf til að gera það sem Jamie Rednapp tókst aldrei, þ.e. að vinna Man Utd.

  YNWA !

 44. Ef þetta er rétt byrjunarlið er ég mjög hissa á að Agger skuli ekki vera þarna. En vonandi virkar þetta hjá RH. Að öðru leiti held ég að þetta sé nokkuð skynsamleg uppstilling hjá Hodgson. Trúi ekki öðru en hann sé hættur að hugsa um Lucas-Paulsen miðjuna, ólíkt forvera sínum með Lucas-Masch syndromið. Við erum með fína pósta af bekknum sem geta alveg valdið usla. Babel og Mereiles geta t.a.m. alveg komið inn og gert góða hluti. Jafntefli væru flott úrslit en sigur gæti fært okkar lið yfir á töluvert hærra plan. Koma svo! Áfram Liverpool!

 45. Glaður ef að Lucas og Gerrard verða saman en veit ekki eins með Maxi….

  Svo blæs ég á áhugaleysi. Fótbolti snýst um getu og getuleysi, þekki ansi fáa leikmenn sem hafa ekki áhuga á að spila fótbolta og ef að leikmenn Liverpool sýna áhugaleysi á að setja þá á frjálsa sölu og láta þá borga klúbbnum skaðabætur.

  Við höfum verið óöruggir í 14 mánuði vegna veikleika í liðinu og ójafnvægi í leik þess. Miðað við liðið sem er þarna hjá Kristjáni eru færri lélegir leikmenn í því en oft að undanförnu, en ég hef áhyggjur af getulitlum Maxi, reynslulausum Jovanovic, mistækum Skrtel og Johnson og litlu leikformi Torres.

  Þetta verða þeir þættir sem gætu kostað okkur á morgun. Ef hins vegar Neville verður í liði United, hvað þá O’Shea líka gætum við líka grætt á getuleysi andstæðinganna…

  Og þó mótormunnurinn Jamie Redknapp sé að setjast á botninn með Souness og Collymore í ummælum vann hann vissulega leik gegn óvininum. Skulum ekki ganga of langt á greyið….

  Y.N.W.A.

 46. ég veit ekki alveg með þetta byrjunarlið. hefði frekar viljað meireles inn og Cole á kantinn fyrir Maxi eða Ngog á kantinn í 433 kerfi eða einhvað annað bara mer finnst allavega Maxi ekki vera búinn að sýna að hann eigi séns í Evra þarna vinstra meigin, miðað við hvernig hann hefur verið að spila finnst mer eins og við séum að fara að byrja þennan leik einum færri ! kantspilið verður að mínu mati 0 í þessum leik og þá fær Torres ekki úr mjög miklu að moða nema að Cole komi með stórleik !

 47. “Svo blæs ég á áhugaleysi. Fótbolti snýst um getu og getuleysi”

  Ok Maggi, þá hafa þeir virkað getulausir : )

  Varðandi Jamie Rednapp þá vann aldrei leik á Old Trafford vildi ég segja ; )

  Skál : )

 48. Ég held að Liverpool vinni á morgun.
  Það er búið að bera saman lið Liverpool núna og fyrir átján mánuðum, þegar Liverpool lagði United 1-4 á OT. Mér finnst liðið heldur sterkara, mann fyrir mann en það var fyrir átján mánuðum. En það mætti líka bera saman lið united nú og fyrir átján mánuðum.
  Á morgun segir greinahöfundur að líklegt lið verði:
  Van der Sar – Evra, Vidic, Rio, Neville – Giggs, Scholes, Nani, Fletcher, Park – Rooney.
  til samanburðar var lið þeirra fyrir átján mánuðum:
  Van der Sar – Evra, Vidic, Rio, O’Shea – Ronaldo, Anderson , Carrick, Park – Tevez, Rooney
  – Berbatov, scholes og Giggs komu af bekknum.
  Ef Dossena gat skorað hjá United fyrir 18 mánuðum þá sé ég bara ekki hvernig við getum tapað á morgun.

  YNWA!

 49. það er verið að naga LFC niður í svaðið jan-sala lukas út til að versla annan ……..hvað með aurana úr sölu Masc????????????? það er vísvitandi verið aðð merg-sjúga félagið sem er á hraðri leið í gjaldþrot

 50. 60 komment og leikurinn ekki byrjaður.
  Hvað verða þau mörg ef við vinnum – hvað þá töpum !!

  YNWA

 51. Góðan dag: Auðvita ætti m u að taka þetta, það er að sega, þetta er þeirra heimavöllur en Liv er að komast á skrið og Cole kominn og þýrstir í að spila og menn búnir að laga sendingar og stilla miðið að markinu, tökum þetta 2-1, Torres með bæði

 52. Er alveg svakalega sammála Magga, Lóka og fleirum varðandi Maxi. Verð að segja að mér hefur fundist hann einn lélegasti leikmaður liðsins frá því hann kom. Man ekki eftir honum taka menn á, léleg skot hjá honum, þungur á velli….. æi bara ferlega lélegur í alla staði. Væri alveg til í að sjá Cole taka stöðuna á kantinum með Gerrard í holunni og Meireles með Lucas á miðjunni,, og svo má ekki gleyma Agger,, vill sjá hann með Carra. Tel samt nokkuð ljóst að mér verði ekki að ósk minni. Verð að segja að ég er frekar svartur á leikinn, sérstaklega það sem ég er að fara að horfa á mann með Utd manni.

  KOMA SVO LIVERPOOOL!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

 53. Góðu fréttirnar eru þessar. Ferguson var að tapa niður leik eftir 90 mínútu á móti Everton og Ferguson var að viðurkenna að hann hafi gert mistök á móti Rangers.
  1. Utd. hefur verið liðið sem klárar leikina eftir 90. mínútu en ekki öfugt
  2. Ferguson gerir aldrei mistök (samkvæmt honum sjálfum)
  Þannig að gamli kallinn er að verða meir.
  Slæmu fréttirnar eru þær að okkar stjóri er búinn að tapa þessum leik fyrirfram í eigin huga http://www.mbl.is/mm/enski/frettir/2010/09/19/hodgson_veturinn_raedst_ekki_af_thessum_leik/
  Nema þetta sé sálræn fjölmiðla taktík hjá honum.
  LIVERPOOL tekur þetta 3-4 í rosalegum leik.

 54. Dear All,

  The events of the past three years have taught us that words seem to have different meanings when used by Tom Hicks and George Gillett. Words like ‘custodians’, ‘promises’ and ‘trust’. Another word which belongs on that list is ‘deadline’. Hicks and Gillett have already proved that they have no qualms about ignoring deadlines, as Gillett’s oft-denied “spade in the ground in 60 days” pledge about the new stadium proved.

  In a statement made in April 2010, Hicks and Gillett said,

  “We have now decided together to look to sell the Club to owners committed to take the Club through its next level of growth and development.”

  yet a few months later, it became clear that Hicks had approached several US based banks to try to arrange financing which would allow him to retain control of the club. Yet again, a promise made by hicks and Gillett turned out not to be worth the paper it was printed on. They have lied, lied and lied again.

  In July, RBS Chief Executive Stephen Hester said,

  “With hindsight, I think there are some businesses which borrowed too much money and Liverpool FC was one of them. It seems to me that it is in everyone’s interest to have an early resolution… but it has to be the right resolution. I think obviously the club needs to have stability for the future and that is not just a question of ownership. It is not just about who owns the club, but also about what their plans are.”

  We know who owns the club at the moment and we know what their plans are; to sell an asset which they bought for less than £200m and subsequently loaded with toxic debt for a price between £600m and £800m and to retain control of that asset by any means necessary until they are able to leave with a profit over and above the interest they will earn from loans made to the club by their subsidiary holding company.

  In the current economic climate, these plans fall somewhere between ludicrous and impossible. Any buyer willing to meet those terms would have to answer several questions about their commercial sense, especially in view of the projected £300m that would be required in addition to the purchase cost to complete work on the much-needed and long-anticipated new stadium. It seems absolutely certain that Hicks and Gillett wouldn’t consider investing in a business under such terms, which begs the question why do they assume anyone else would?

  Hicks and Gillett have run Liverpool Football club into the ground since they took charge. Unlike the club’s owners, the accounts do not lie. £54.9m pre-tax losses. £40.1m in interest payments. No net spending on players for two years. No new stadium, despite millions being spent on the project. These are the facts of Hick’s and Gillett’s time in charge of English football’s most successful club.

  As a fan, I believe that the club cannot afford to have this toxic duo with their toxic debts in charge for a day longer than is necessary. If no acceptable deal is on the table by 6th October, the Royal Bank of Scotland cannot and must not allow these parasites to extend their stay by one additional day.

  The only course of action which would be acceptable if new owners are not in place by the October 6th deadline is for the Royal Bank of Scotland to take the sale process out of the hands of the owners and their appointed representatives and focus on selling the club to owners able to bring stability to the boardroom, investment to the club and most critically, to finally deliver the new stadium on which the future prosperity of the club depends.

  The Royal Bank of Scotland have previously noted that they wish to act in the best interests of Liverpool Football Club and that the long-term future of the club will be at the centre of any decisions. The best interests of the club cannot be served by providing further extensions to the current financing arrangements, or by enabling Hicks and Gillett to remain in charge by any other means.

  RBS have done well out of their association with the club, receiving interest and penalty payments which could have been far better spent on improving the playing squad or contributing to the costs of the new stadium.

  It’s time for RBS to make good on their promise to the fans. We’ve been lied to enough.

  NO TO REFINANCING HICKS’ AND GILLETT’S DEBTS.

  Yours faithfully,

 55. Ef Gerrard, Cole og Torres ná sér á strik getur allt gerst. Reina þarf að vera í stuði líka.
  Verst að vængmennirnir okkar Jovanovic og Maxi eru ekki líklegir til stórafreka í þessum leik. Maxi hlýtur samt að eiga meira inni og er alls ekki lélegur fótboltamaður. Jovanovic svolítið óskrifað blað.
  Spái því að Torres setji 2 og fái rautt 🙂

 56. Enginn Lucas í byrjunarliðinu, Meireles byrjar með Poulsen. Maxi og Cole á köntunum Gerrard í holu og Torres frammi……… Frábært

 57. Ég er frekar ánægður með þetta lið fyrir utan að ég hefði viljað sjá Agger þarna inni í staðinn fyrir Skrtel. Nú reynir á Poulsen frænda okkar því hann er eini varnarsinnaði miðjumaðurinn í hópnum. Hinsvegar er ég drullu ánægður með Roy Hodgson að stilla upp frekar sókndjörfu liði. Það má búast við því að Lucas verði fyrsti varamaður inn ef Liverpool leiðir þegar stutt er eftir að leiknum. Samt flott að sjá líka að við erum góð vopn á bekknum til að sækja ef til þess þarf.

  Let the game begin

 58. The Liverpool team in full: Reina, Johnson, Konchesky, Carragher, Skrtel, Poulsen, Meireles, Maxi, Cole, Gerrard, Torres. Subs: Jones, Agger, Jovanovic, Kyrgiakos, Babel, Lucas, Ngog.

  Svona lítur þetta út. Skil ekki að Maxi sé inni, vona að hann eigi leik lífsins í dag. Grunar að Gerrard verði á miðjunni og Meireles fyrir framan. Ljóst að uppspil frá hafsentum verður slakt í dag þar sem enginn Agger er, hefði viljað sjá hann inni. Hef áhyggjur af föstum leikatriðum í dag, Ferdinand og Vidic fá mörg færi ef dekkning verður eins og í síðustu leikjum. En nóg af svartsýni, við eigum vel að geta unnið United og við gerum það ef menn leggja sig fram, lokum á Scholes og Nani, dekkum eins og menn og berjumst. YNWA 2-1 fyrir Pool, Cole og Meireles

 59. Já hefði viljað sjá Agger inni, annars nokkuð sáttur og ánægður með Hodgson. Vörnin er helsta áhyggjuefnið í dag, mér finnst Skirtle og Carra bara ekki alveg nógu öflugir og nægilega snöggir. Spái því að Carra gefi eitt víti í dag en við vinnum þetta 3-2

 60. Flottur dagur fyrir vonandi flottan fótbolta hjá okkar mönnum. Ánægður með Roy og uppstillinguna Meireles beint í blóðuga baráttu.
  Er ég einn um að vilja Kelly í stað Glennt Klofssons þarna?
  Agger hefði verið flottur þarna líka en allt eru þetta Liverpoolmenn svo ég öskra ekkert minna!!
  YNWA

 61. Lýst ekki nógu vel á þetta byrjunarlið, eingöngu vegna þess að 3 miðvallarleikmenn eru splunkunýir. Meireles og Poulsen er ekki það sem virkar á miðjunni, annað hvort Gerrard eða Lucas hefðu þurft að vera með Meireles. Líka Maxi, hann þarf allavega að sýna verulega betri leik en upp á síðkastið.

Liverpool 4 – Steua 1

Liðið gegn United