Byrjunarliðið komið

Þá er lið kvöldsins komið.

Hér er það:

Reina

Kelly – Kyrgiakos – Agger – Konchesky

Maxi – Spearing – Meireles – Babel
Cole
N´Gog

**BEKKUR:** Jones, Johnson, Lucas, Carragher, Pacheco, Shelvey, Eccleston.

Algerlega sama lið og RAWK töluðu um í gær, ljóst að þeir fá alltaf réttar upplýsingar um liðið, hvort sem það er nú gott eða slæmt.

Enginn Gerrard, Torres og Skrtel að sjá í kvöld. Ætli Pepe Reina sé ekki að fara bera fyrirliðabandið í fyrsta sinn!

Verulega sáttur að sjá þá Shelvey og Eccleston á bekknum í kvöld og vona innilega að þeir fái mínútur.

Koma svo!!!

64 Comments

 1. Jú jú svo sem alveg ágætis lið. Ég er ánægður með að sjá Mereiles í byrjunarliðinu og mjög spenntur að sjá hvað hann getur í kvöld. Enginn Torres og enginn Gerrard er gott en samt líka slæmt. Hefði verið fínt að fá þá inn í kvöld ef leikurinn væri ekki að spilast eftir okkar höfði.

  Þýðir þessi miðja ekki bara að Poulsen og Lucas verða saman á miðjunni gegn Utd á sunnudaginn ??

  Maður spyr sig

 2. Þokkalega gott lið og þetta ætti að fara 2-0.

  Ef að Lucas og Poulsen verða saman á miðjunni á móti Utd. þá horfi ég ekki á þann leik, skelfileg samsettning og vonandi verða þeir félagar ekki mikið saman í vetur. (no pun intended!)

 3. Jæja verður gaman að sjá hvernig þetta spilast í kvöld. Flott að fá Cole aftur í liðið en einnig verður gaman að sjá Babel á kanntinum.

  Varðandi leikinn á sunnudaginn þá ætla ég að tippa á að Gerrard verði á miðjunni ásamt Poulsen.

 4. ánægður að sjá lucas ekki í byrjunarliði sjáið til… þegar hann er ekki inná þá spilar liverpool skemmtilegan fótbolta !

 5. Meireles-Babel- Cole verða mennirnir sem maður mun fylgjast með í kvöld. Vonandi kemur Meireles með það sem hefur vantað í liðið….jafnvægi. Fer 2-1.

 6. well, Hodgson stillir upp sigurlidi, bara ad taka Maxi og Spearing sem fyrst ut af og fa Shelvey og Pacheco i stadinn, tha er thetta flottasta lidid til thessa hja Hodgson. Ad visu maetti Amoo eda Suso vera a bekknum lika og koma inna sem fyrst fyrir Gogginn.

 7. Ja hérna….Nú er Steaua farið að yfirspila þá rauðu…Allt komið í gamla góða farið.

 8. sem er nú alveg magnað þar sem að lucas er ekki inná og því hlýtur liverpool að vera að spila betur………

 9. Ætli Roy gamli fari ekki að þreytast á að öskra sig hásan í hverjum hálfleik.

 10. Hvað er málið með að stöð 2 segir leikinn “í beinni” þegar staðreyndin er sú að það er verið að sýna hann með 10 mín seinkun?

 11. fæ alltaf á tilfinninguna að liverpool sé að spila varnarbolta á móti hvaða liði sem er á hvaða velli sem er, er það kanski bara ég?

 12. Það er eins og þeir eigi fá eða engin svör við þessari hápressu.

 13. Frábær fyrsta 1 mín, ömurlegar síðustu 44 mín. Heppnir að vera ekki undir í hálfleik. Takk enn og aftur Reina.

 14. Það er eins og að liðið sé bara ekki undirbúið undir einn einasta leik og viti ekki hverning eigi að bregðast taktískt við aðstæðum.
  Vona í litla liverpool hjartanu mínu að þeir eigi stjörnu seinni hálfleik með amk 2 mörkum til að klára þetta 3-1.

 15. Gallinn við uppstillinguna núna er sú að Mereiles er skipað að fara helst ekki fram fyrir miðju sem gerir það að verkum að Spearing þarf að koma boltanum til skila. Cole getur hinsvegar ekki notað hann sem batta og reynir því að treysta á Babel, Babel er hinsvegar með 3 kalla á sér því það þarf hvorki að dekka Maxi né Ngog. Var ég einhverntíman búinn að segja ykkur að sú staðreynd að Ngog sé center hjá Liverpool er jafn fáránleg og að Hemmi Gunn væri bassaleikari í Muse.

 16. Maxi og Konchesky aukaspyrnusérfræðingar dagsins… er virkilega enginn skárri þarna? bara til að vernda áhorfendur í efstu röð

 17. Pacherco á kantinn og Babel í strikerinn Spearing út af, Maxi út af og Shelvey inná.

 18. Flottir,2-1 nu er bara ad halda afram. Sumir ad spila saman I fyrsta sinn I alvoru leik. Tekur tima ad laera inna hvern annan

 19. 2-1 Klassi Ngog….

  Einhversstaðar las ég að Meireles væri öflugur skotmaður og aukaspyrnusérfræðingur. Myndi frekar vilja sjá hann reyna sig í aukaspyrnunum en Konchesky eða Maxi.

 20. Jæja hvort skiptir kallinn á 75 eða 83 mín?? og inná koma lucas, carra og johnson 🙂

 21. Einhvernveginn er ég stressaður um að liðið nái að halda þessu.

 22. Okei mark úr víti og mark úr mistökum andstæðingana er slæmt, getum við ekki skorað lengur almennileg mörk?

 23. Rosalega geta menn vælt mikið! Við erum að vinna og þið eruð að grenja :/

 24. 26 Skil ekki þetta nöldur yfir Ngog. Hér er stöðugt vælt yfir að ungir leikmenn fái ekki sénsa en ég held að Ngog telijst nú ungur ennþá. Hann er enginn Torres en hver veit hvað gerist;-)

 25. Sammála þessu með N’gog og ,ég er ekki að bera þá saman, en ákveðinn Thierry Henry var afskrifaður 22 ára frá Juventus.
  Á þá ekki allavegana að gefa leikmönnum smá séns að þroskast fram yfir þann aldur áður en þeir eru dæmdir gangslausir.

 26. Kortér eftir og kallinn ekki enn búinn að skipta. Annars ágætt að vera að vinna þennan leik. Ngog heldur áfram að skora þegar hann spilar, kominn með 5 mörk í öllum keppnum sem gerir hann að markahæsta leikmanni Englands í dag. Er það ekki annars hlutverk framherja, að skora mörk?

  Vona að okkar menn haldi þetta út. Vona líka að Hodgson fari að gefa Konchesky, Meireles og Agger frí frá þessum leik þar sem ég vona að þeir eigi að spila á sunnudag.

 27. Og það er útaf svona feilum hjá leikmönnum okkar sem ég er að “grenja” um að við náum ekki að halda þessu, hársbreidd frá því að missa þetta í 2-2.

 28. 1-0 🙂 lucas kominn nú vantar bara carra og johnson til að ég hafi rétt fyrir mér 🙂

 29. Mjög góður seinni hálfleikur. Meireles að koma sterkur inn og Cole hefur verið frábær.

 30. úfff Lucas haters. Maðurinn spilar sinn fyrsta leik í sinni réttu stöðu og skorar.

 31. þið vitið hvað þetta mark hjá Lucas þýðir…..

  annars gott mark sko…

 32. Virkilega flottur seinni hálfleikur. Váá, hvað það er orðið langt síðan að maður sá Liverpool skora svona mörg mörk í einum leik.

 33. Ég vill að Pacheco spili meira. Drengurinn hefur flotta stjórn á boltanum og er með fínt sjálfstraust. Er að fíla hann vel. Hann þarf að spila til að verða betri og tíminn hans er alls ekki seinna en núna.

  En djöf hvað Lucas stóð sig illa í að fagna markinu. Kom honum í opna skjöldu að hann fór að sjúga útlim sinn 🙂

 34. Fínn leikur hjá okkar mönnum, allavegana í seinni hálfleik.

 35. skulum ekki missa okkur yfir Lucas hérna. Ömurlegt lið, hefði viljað fá stærri sigur ef eitthvað væri. Var líka að vona að þetta skiptingarugl hjá LFC væri hætt efti Benitez. En Hodgson heldur greinilega í gamlar hefðir.

 36. Það er alltaf hitt liðið sem getur ekkert þegar Liverpool vinnur og við skorum bara heppnis mörk, erum að spila röngum mönnum og getum ekkert í vörn . KOMON LFC Stuðningsmenn og hættið þessari minnimáttar kennd og verið stoltir.
  Áfram LIVERPOOL

Steaua Bucharest á morgun

Liverpool 4 – Steua 1