Steaua Bucharest á morgun

Evrópukvöld á Anfield á morgun, og mér líður klárlega ekki þannig. Ég var mjög sáttur með það að við kæmumst inn í riðlakeppni Europa League á sínum tíma, fyrst og fremst vegna þess að ég var að vonast til að þá myndi opnast frábært tækifæri fyrir þá leikmenn liðsins sem ekki eru alla jafna að byrja leikina, til að sýna sig og sanna og komast nær byrjunarliðinu. Ég varð því bara ansi svekktur þegar ég sá að þeir Jonjo Shelvey og Danny Wilson byrjuðu inná í leik með varaliðinu í gær, þetta eru akkúrat strákarnir sem ég hefði viljað sjá hefja leik á morgun fyrir okkur.

Það er stór leikur framundan næsta sunnudag, helst hefði ég viljað hvíla gjörsamlega allar okkar kanónur annað kvöld, því ekki er nú of mikið til af þeim verður að segjast. Við erum búnir að tryggja okkur heila 6 leiki í þessari riðlakeppni og þetta ætti að vera sviðið fyrir þessa Kelly-a, Pacheco-a, Jonjo-a og Amoo-a okkar. Því miður er ég ekki viss um að svo verði raunin. Mótherjar okkar á sunnudaginn hvíldu flesta lykilmenn sína í Meistaradeildinni í gærkvöldi og samt eiga þeir 2 auka daga á okkar menn til að hvíla “lúin” bein. Auðvitað eiga atvinnumenn að þola þetta álag, en við vitum hvernig þetta hefur verið hjá okkur undanfarin ár. Löng tímabil eiga eftir að taka sinn toll og því vil ég umfram allt nota þessa deild til tilraunastarfsemi.

Mér finnst hreinlega í lagi að Roy Hodgson fari út í tilraunir í svona leikjum, ekki í útileikjum eins og gegn Man.City. Ég get ennþá engan veginn skilið hvernig hann fór út í það að spila plain 4-4-2 tveir á erfiðum útivelli gegn City og koma svo inn með tvo djúpa miðjumenn í leik á heimavelli gegn WBA og svo gegn Birmingham, bara næ þessu ekki. Tími til tilrauna er í leikjum gegn liðum eins og Steaua Bucharest, í keppni sem skiptir miklu, miklu minna máli. Í mínum huga á að höndla Europa League á sama hátt og deildabikarinn, með því að gefa leikmönnum sénsinn.

Ég verð að viðurkenna það að ég veit minna en akkúrat ekki neitt um þetta Steaua lið, enda leikir þeirra alla jafna ekki í beinni á klakanum. Ég man þó eftir alveg stórskemmtilegu liði þeirra fyrir ansi mörgum árum síðan, þeim tókst meira að segja að vinna sjálfan Evrópubikarinn ef minnið er ekki að svíkja mig. En það hafa mörg fljótin runnið út í sjó síðan þá og þeir eru engan veginn á sama status og áður. Engu að síður þá er þetta stórlið í sínu landi og við erum sko ekkert að tala um Neista frá Djúpavogi hérna. Því væri það gjörsamlega frábært tækifæri fyrir minni spámenn okkar að fá að stíga inn á stóra svið Anfield annað kvöld. En svo verður ekki, um það er ég algjörlega viss.

Liðið mitt hefði orðið svona:

Jones

Kelly – Kyrgiakos – Wilson – Aurelio

Spearing – Shelvey
Amoo – Pacheco – Babel
Ngog

En það er ljóst að svona verður þetta ekki, ég reikna með að Roy komi til með að nota einhverja usual suspects í leiknum. Ég er þó að vona að hann verði með Torres og Gerrard á bekknum og allavega gefi þar yngri mönnum sénsinn en hafi þá til taks ef á þarf að halda. Spáin mín verður því svona:

Jones

Kelly – Carragher – Kyrgiakos – Agger

Lucas – Meireles
Maxi – Cole – Babel
Ngog

Bekkurinn: Reina, Skrtel, Johnson, Poulsen/Jovanovic, Gerrard, Pacheco og Torres

Já, held að hann fari svona mitt á milli í þetta, sem sagt hvíli nokkra leikmenn en stilli samt upp einhverjum af fastamönnunum. Eins og áður sagði, þá er bara hreint út sagt óvenju lítill spenningur fyrir Evrópukvöldi hjá mér, bæði er það vegna þess að þetta er fyrsti leikur í riðlakeppni Europa League og svo er fókusinn hjá manni hreinlega kominn á sunnudaginn og þessi leikur er bara hreinlega fyrir. En það þýðir enga svartsýni á þessum bæ, segjum að við náum 2-1 sigri á Anfield. Ngog og Cole með mörkin.

41 Comments

 1. Jones

  Kelly – Carragher – Kyrgiakos – Agger

  poulsen – Meireles
  Maxi – Cole – Babel
  Ngog

  vonast til að birjunarliðið verði svona gaman að sja þá meraleis og poulsen saman á miðjuni og ég spái 5-0 sigri

 2. Sammála þér Steini með Shelvey og Wilson.

  Kannski vildi karlinn sjá þá í 90 mínútur í gær frekar en að setja þá í minna hlutverk. Því sennilega ætlar hann að spila Meireles og Cole á miðjunni og ég væri ekki svikinn að sjá Kyrgiakos og Agger spila hafsentana á morgun.

  En ég heimta að sjá allavega annan á bekknum á morgun.

  Hins vegar vona ég að karlinn spili Glen Johnson í þessum leik. Er á því að hann þurfi að fá fleiri mínútur eftir frekar ótrausta frammistöðu hingað til, láta hann þá taka t.d. 60 mínútur og Kelly í hinum bakverðinum.

  En ég er sammála því að þessi keppni á ekki að vera aðal, hins vegar er þetta Evrópukeppni með úrslitaleik stutt undan Íslandi (Dublin), sem gaman væri að kíkja á…..

  En ég felli þó engin tár þó svo yrði ekki!

 3. Kannski fá Wilson, Jonjo og Amoo að spila í næstu viku gegn Northampton

 4. Federico # 3
  Þetta er borið fram Sto ja Búkarest : )

  Ég hef annars tröllatrú á Meireles, ef hann verður í byrjunarliðinu þá verður hann allt í öllu hjá okkur.
  Hann kom svo ákveðinn inná í Birmingham leiknum að ég held (vona) að hann eigi eftir að verða uppáhald okkar allra fljótlega : )

 5. Hvað er málið með að kaupa Jonjo Shelvey, bráðefnilegan miðjumann sem er heilum tveimur árum eldri en Rooney var þegar hann byrjaði og spilaði fullt með Charlton yngri að árum og stóð sig vel.

  Er planið að láta hann rotna í varaliðinu þangað til hann verður 23. Er það ennþá aldur fyrir efnilega leikmenn að koma upp. Ég vill fara að sjá Pacheco, Wilson og Shelvey í byrjunarliðinu í alvöru leikjum sem og leikjum spilaðir við lið frá Bucharest.

  Væri til í þetta lið gegn Steuea:

  Jones
  Kelly Wilson Skrtel Aurelio
  Babel Shelvey Meireles Jovanovic
  Pacheco Ngog

 6. Jonjo og Wilson spiliðu 90 mín í gær í varaliðsleik svo það er útilokað að þeir spili á morgun.

 7. ,,LFC Tube: Hi All, I have had it confirmed this evening that Tom Hicks and his son
  have been scouring London today looking for refinance. We must do
  everything we can to prevent this from happening. There are also rumours of RBS buying a share in the club to enable us to pay back the loan gradually whilst they look for a buyer – this being checked out over the next 24 hours.”

  Sá þetta frá LFC Tube á facebook (ekki hugmynd hversu áreiðanlegir þeir eru). En já fatta ekki aalveg skilaboðin í þessu, einhver sem skilur þetta betur en ég?

  Og já afsakið þráðarrán..
  En góð upphitun og mig hlakkar bara til að sjá Liverpool á morgun, eins og alla daga. Þetta fer 4-0 fyrir okkur, Meireles 1, Babel 1 og Ngog 2!

 8. Hafliði # þetta er borið fram Stjáa bukarest. Þetta Stoja dæmi var bara komið frá Bjarna Fel 😛

  Steaua er gamalt stórveldi í Rúmeníu. Sigursælasta lið þess lands. Hefur þó farið heldur dalandi á seinni árum, peningar hafa breitt stöðu liða þar rétt eins og annar staðar. Þeim hefur þó alltaf tekist að halda sig í námunda við toppinn.

  Hvað um það, ég vona bara að þetta tilraunalið hans Hodgson skili sínu og við vinnum þennann leik. Ég hlakka mikið til að sjá Meireles spila, klassa leikmaður þar á ferð.

  YNWA

 9. ef brynjunaliðið er svona er það bara finasta mál en spering ég vill miklu frekar sjá shelvey eða javnvel poulsen sem þarf að aðlagast liðinnu en fínt lið annars

 10. mig langaði samt soldið sjá Gerrard og Meireles byrja á miðjunni með Cole og Torres frammi og svo Babel og Pacheco á köntunum. kippa svo Gerrard og Torres útaf í halfleik. því þessir menn (fjórir fyrst nefndu) hafa aldrei spilað saman og mer finnst ekkert of sniðugt að láta þá gera það í allra fyrsta skipti á old trafford ! smá upphitun í einn hálfleik á morgun væri ekki of vitlaust!. þó svo að ég skilji mjög vel að þeir verði hvíldir á morgun.

 11. Það er alveg ljóst að Hodgson er bara enn að prófa leikmenn, sem er svosem skiljanlegt eftir stutt og lélegt undirbúningstímabil.

  Ef þetta er rétt lið verður gaman að sjá hvort Jay Spearing standi undir hrósi RH frá í haust og Maxi Rodriguez þarf að sanna það að hann sé skapandi leikmaður…..

 12. Ég er sammála pistla höfundi að það eigi að nota meira af ungu strákonum í þessa keppni.
  Ef þetta lið er rétt sem er verið að tala um þá er ég nokkuð sáttur með það en hefði viljað sjá annað hvort Lucas eða Poulsen svo þeir verði ekki saman á miðjunni á móti man u og svo hefði ég hvílt Agger vona að Skrtel og Carra verði ekki saman á móti man u og svo hefði ég viljað sjá Pacheco í staðin fyrir Cole svo hann byrji á sunnudaginn.

 13. Cole og Meireles eru væntanlegir kandídatar í byrjunarliðið á sunnudaginn þannig að þeir spila varla mikið meira en 60-70 mín. Fínt að láta þá byrja þennan leik og fá aðeins fílingin á að spila með liðinu. Hefði þó viljað sjá Pacheco byrja fyrir Maxi. Skil síðan ekki hvað er verið að láta Spearing byrja þennan leik, held að það sé morgunljóst að hann eigi ekki mikla framtíð fyrir sér hjá klúbbnum.

 14. Ja…ég velti fyrir mér hvort Spearing geti verið mikið slakari en Lucas og Poulsen. Hann virðist allavega vera fyrir framan hinn efnilega Shelvey í goggunarröðinni og sá á að þykja mjög efnilegur. Sammála hér að ofan að Cole, Gerrard, Meireles og Torres ættu allir að spila þennan leik til að fá touchið saman fyrir leikinn á Old Trafford. Ég hef þó einhvern veginn á tilfinningunni að við munum fá að sjá Agger í vinstri bakverði, Lucas og Poulsen á miðjunni, Gerrard hægri, Cole í holu og Jovanovic vinstra megin í þeim leik. Hef líka grun um að við eigum ekkert eftir að fá að sjá mjög oft í vetur það sem flestum virðist vera besta liðið, með Gerrard og Meireles djúpa á miðjunni, Cole í holu og Jova og Kuyt/Maxi á köntunum og Torres frammi. En þetta lið á að landa þremur stigum í þessum leik.

 15. Mér finnst nú vanta í þennan pistil “með fullri virðingu fyrir Neista Djúpavogi” Enda er Neisti stórveldi í Berufirði !

 16. Ég vona að Hodgson stilli upp sínu sterkasta liði. Við þurfum miklu frekar á því að halda að leikmenn komist í spilform heldur en að hvíla leikmenn. Þá veitir nú ekkert af því að okkar sterkasta lið fái að spila saman sem oftast þannig að liðsheildin komi fram.

  Fótbolti verður að vera skemmtilegur til að árangur náist og það hefur ekki beinlínist lekið af leikmönnum Liverpool ánægja af því að spila fótbolta í fyrstu leikjum tímabilsins.

  Svo verð ég að viðurkenna að ég hef litla trú á varaliðsmönnunum fyrir utan kannski Wilson, Kelly og Pacheco og engin ástæða til að leyfa öðrum að spila sem munu ekki komast í liðið í vetur. Þessir þrír gætu hugsanlega orðið heimsklassa leikmenn og ef þú ætlar að spila með Liverpool þarftu einfaldlega að vera í þeim klassa.

  Ég vil svo taka fram að ég var ánægður með Hodgson þegar hann benti á að Liverpool ætti frekar að eyða peningum í heimsklassa leikmenn og svo unga leikmenn sem hafa burði til að verða það í stað þess að vera með miðlungs leikmenn á launaskrá.

  Áfram svo Liverpool!

  1. Óli.

  Leikurinn er sýndur á Stöð2 Sport og er ekki í HD. HD útsendingar hjá Stöð 2 eru alltaf á Sport 2.

 17. Skil ekki af hverju númerið kemur alltaf vitlaust? Þetta átti að vera # 25 óli : )

 18. Hafliði (#26), þú mátt ekki setja punkt á eftir númeri. Þá byrjar kerfið sjálfkrafa að setja það upp í númeraðan lista og byrjar á tölunni 1 alveg sama hvaða tölu þú setur fyrir framan punkt. Þess vegna er fínt að nota bara # eða – þegar þú ávarpar ummæli með númeri.

 19. Sbr komment 11 þá eru tveir úr varaliðinu sem fá tækifærið; Spearing og Kelly. Vissulega væri maður mun spenntari fyrir Shelvey heldur en Spearing en mikilvægast finnst mér að Cole, Meireles og Konchesky fái fleiri leiki.

  En fyrst við erum í þessari keppni á annað borð þá sé ég ekki ástæðu til annars en að taka hana af fullri alvöru og Steaua er lið sem enginn getur vanmetið. Við erum auk þess besta liðið í þessari keppni og það eru liðin 4 ár síðan við unnum til verðlauna.

  Vissulega spyr maður sig hvort Amoo og Pacheco ættu frekar að fá tækifæri, heldur en Babel og Maxi? Allir þessir leikmenn þurfa leiki, og þeir síðar nefndu eru í mikilli hættu á að vera seldir í janúar, svo það er eins gott að þeir sýni eitthvað í kvöld.

 20. Ég held það sé gott að Roy Hodgson still nokkuð sterkt lið í Evrópudeildina þarsem það er hluti af hans starfi ná 1-4.sæti og landa einum bikar hvort það er fa cup, carling cup eða Evrópudeildina.

 21. Er ekki bara málið með Shelvey og Spearing að Spearing er búinn að vera svo miklu lengur hjá LFC, ef hann fær ekki laun erfiðissins núna, hvenær þá?

 22. Skemmtileg skoðanakönnun inná síðunni sem Riise #32 bendir á… Erum við að tala um að stórliðið Emile Heskey er að fara að vinna meistaradeildina í ár eða?

 23. Hver er þessi leikmaður Stephen sem höfundur greinar tönglast við að minnast á?

 24. 33 Hafliði

  “Er ekki bara málið með Shelvey og Spearing að Spearing er búinn að vera svo miklu lengur hjá LFC, ef hann fær ekki laun erfiðissins núna, hvenær þá?”

  En er ekki Lucas búinn að vera mikið lengur hjá Liverpool heldur en Joe Cole, eigum við þá ekki að frysta Joe Cole?

 25. Það verður að viðurkennast að mér líst ekkert á leið Liverpool þessa dagana með vægast sagt slæmum kaupum, lélegri taktík Hodgson, uppgjöf að því er virðist hjá Torres þessa stundina og andleysi flestra Liverpool leikmanna hingað til.

  Afsakið “þráðarrán”!

  En ég verð að segja að ég er frekar bjartsýnn fyrir leikinn á móti Manchester United næstkomandi sunnudag þótt ótrúlegt sé! Aðalástæðan er að united eru líka að spila illa og ef áfram heldur sem horfir hjá þeim klúbbi þá verða þeir komnir á sama stað og Liverpool innan örfárra ára! Þeir eru með skulduga eigendur sem reyna hvað þeir geta að nýta manchester til að borga upp sínar skuldir með því kaupa sem minnst og selja eins og þeir mögulega þora, þegar Scholes, Giggs og ég tala nú ekki um þegar Ferguson hættir með liðið og ameríkanarnir halda áfram sömu leið og þeir eru að gera verður ekki langt þangað til leikmenn liðsins vilja fara annað og þeir munu fá fáa leikmenn inn í staðinn!

  Það er mín von og ósk að Liverpool verði komið meðal topp liða eftir nokkur tímabil, það mun ekki gerast undir stjórn Hodgson samt sem áður og á sama tíma verður Manchester spjallborðið eins og það er hjá liverpool þessa stundina !!

  En að leiknum í kvöld að þá held ég að þetta verði 1-0 eða 2-1 sigur Liverpool og vonandi förum við langt á yngri leikmönnum og lélegri leikmönnum liðsins í þessari keppni og betri leikmenn liverpool fá að einbeita sér að FA CUP og ensku deildinni!

  YNWA

 26. Loftur # 36

  Þú ert að misskilja mig, þetta var spurning (spurningarmerkið átti að gefa þetta til kynna).
  Ég var að spekúlega með þá Shelvey og Spearing, en ekki að segja að þetta sé svona , enda er ég ekki alvitur.

 27. Annars finnst mér gaman að sjá hvernig Viktor sveiflast frá bölsýni yfir í bjartsýni í kommenti # 37.

  “Það verður að viðurkennast að mér líst ekkert á leið Liverpool þessa dagana”

  “En ég verð að segja að ég er frekar bjartsýnn fyrir leikinn á móti Manchester United”

  Og er ég alveg sammála varðandi Man Utd, við eigum alveg að geta unnið þá á sunnudag.

  Gaman að þessu : )

 28. 37

  Vægast sagt slæmum kaupum?
  Joe Cole
  Danny Wilson
  Christian Poulsen
  Brad Jones
  Raul Meireles
  Paul Konchesky

  þeir eru færri en fingurnir á mér, leikirnir sem allir þessir hafa spilað samanlagt og innkoman fyrir Macherano og Benayoun var meiri en allir þessir kostuðu.

  Vissulega hefur liðið hingað til ekki verið að heilla mann undir Roy, en ég ætla ekki að leggja mat mitt fyrr en í janúar. Liðið hefur verið að leika álika illa og í fyrra, og að mörgu leyti erum við með svipaðan mannskap. Maður minnist líka margra stjóra sem hafa byrjað með látum og á skömmum tíma hefur liðið spurngið framan í þá eins og vatnsblaðra.

  Það er greinilegt að breytingar Roy verða ekki byltingakenndar í upphafi amk en amk ætlast ég til þess að liðið verði meðal topp 5 í janúar og hver veit nema liðið styrkist þá umtalsvert.

  Krafan er engu að síður meistaradeildarsæti og sigur í einni af bikarkeppnunum.

Þriðjudagur 14.september

Byrjunarliðið komið