Þriðjudagur 14.september

Svei mér þá, við bara getum ekki haft leikskýrsluna lengur sem aðalfréttina á síðunni okkar, til þess var þetta allt of dapurlegt!

Þó er kannski erfitt að finna margt merkilegt annað en afrakstur leiksins í fréttum dagsins. Mark Lawraenson öskrar á Glen Johnson að bæta sig, mannvitsbrekkan og mótormunnurinn Jamie Redknapp stendur við árásina sína á Torres og John Aldridge heimtar það að við sækjum á OT, setjum Meireles og Gerrard saman á miðjuna með J.Cole fyrir framan. Þetta allt getið þið fundið með því að smella á NewsNow hlekkinn hér hægra megin.

Auðvitað geta menn haldið áfram að velta ýmsu fyrir sér, á meðan svona gengur verða alltaf til raddir um hvað má betur fara, sem mér finnst nú bara vera flest.

En í kvöld kl. 17:55 að íslenskum tíma leikur varaliðið okkar við Úlfana á heimavelli. Liðið er búið að gera tvö jafntefli í fyrstu tveimur leikjunum sínum og það er vel þess virði að kíkja á leikinn. Hann verður í beinni á netinu og svo er hann sýndur á Liverpool TV stöðinni kl. 21:00 fyrir þá sem eru með aðgang að henni í gegnum fjölvarpið á Ísa köldu landi.

Stjóri liðsins, John McMahon, er búinn að gefa sterkar vísbendingar um liðsskipan kvöldsins. Hann ætlar að nota Jonjo Shelvey, Danny Wilson og Nathan Ecclestone sem hafa að mestu verið með aðalliðinu að undanförnu, auk þess sem að ungstirnismöguleikinn Suso verður væntanlega með.

Mæli alveg með því að menn líti á þennan leik, drengirnir hafa að töluverðu að keppa þar sem reikna má fastlega með því að þeir sem standa sig vel í kvöld fái leik á Anfield með aðalliðinu gegn Northampton í næstu viku. Það sem ég hef horft á af varaliðinu í vetur er töluvert skemmtilegra en það sem aðalliðið hefur sýnt og vonandi verður svo í kvöld einnig. Ég held nefnilega að stutt sé í að við fáum einhverja þaðan í að verða leikmenn í góðum klassa.

34 Comments

 1. Við höfum engu að tapa með því að láta Gerrard og Meireles byrja á miðjunni með J.Cole fyrir aftan Torres! Spurning líka um að leyfa Babel að prófa hægri kantinn, held að það henti honum betur heldur en sá vinstri.

 2. Babel-Meireles-Gerrard-Jovanovic
  ———–Cole
  ———-Torres

  Þetta lítur alls ekki illa út, og vil ég prufukeyra þessa miðju á fimmtudaginn. Alls ekki hvíla neina leikmenn. Okkar bestu menn þurfa fleiri leiki til að hrökkva í gang.

 3. ég held að liverpool ætti að spila 4-1-2-2-1
  Johnson-Carragher-Agger-Konchensky Varamenn: Jones-Skrtel-Kyriagos-Ngog-pacheco-
  Poulsen Jovanovic-Aurelio-Maxi
  Gerrard-Meireles
  Kuyt Cole
  Torres

 4. úps þetta kom úr vitlaust 🙂 Johnson-Carragher-Agger-Konchensky Poulsen Gerrard-Meireles Kuyt Cole Torres

 5. @Liverpool4life Kuyt er ennþá meiddur
  Annars vil ég sjá Kelly spila í hægri bakverðinum á fimmtudaginn. Glen Johnson er alls ekki heillað mig sem af er á tímabilinu. Meireles á að fá að byrja þennan leik gegn Steaua og gegn Man Utd, finnst þessi Poulsen – Lucas miðja vera gera jafnlítið og Mascherano – Lucas miðjan sem gekk aldrei neitt upp á síðasta tímabili.

 6. Áhugaverður leikmaður hann Xherdan Shaqiri sem er orðaður við okkur. Fyrir utan að vera þúsund stiga virði í Skrabbli þá er þetta fanta skotmaður eins og við KR-ingar þekkjum of vel síðan við kepptum við Basel í fyrra.

 7. geri mér grein fyrir því að kuyt sé meiddur bara svona vil ég sjá leikskipulagið :9

 8. @liverpool4life Poulsen á ekki skilið að vera í byrjunarliðinu

 9. 1-0 Amoo 2′ Suso átti sendingu út á kantinn á Ince sem sendi fína sendingu inn í teig niðri með jörðinni og Amoo skorar 🙂

 10. Djöfull vildi ég að það væri Liverpool sem væri að keppa við Werder Bremen í kvöld… Þvílíkur missir, maður finnur það núna!

 11. Já þegar maður er orðinn vanur Meistaradeildinni þá er hennar sárt saknað.

  Alex gamli er bara með Fletcher í byrjunarliðinu frá Everton leiknum á móti Rangers í kvöld. Greinilega gríðarlega pirraður yfir þessum tveim mörkum sem Everton skoraði í lok leiksins á móti ManU. Býst við að þetta komi ekki aftur fyrir á þeim bænum. Hefur greinilega ekki miklar áhyggjur af riðalkeppninni samt.

  Hinsvegar þýðir þetta líka að Manchester liðið verður vel úthvílt fyrir leikinn næstu helgi. Við hinsvegar erum að spila á fimt kvöldið og höfum því tvo daga til að jafna okkur og úndirbúa okkur undir sunnudagsleikinn !

 12. Ef einhver gæti komið með link á varaliðsleikinn yrði ég mjög þakklátur

 13. Ég held að það sé aðeins hægt að sjá hann á liverpoolfc.tv

  Annars er 2-0, Amoo skoraði aftur

 14. Gaman að segja frá því að D. Ayala var að skora fyrir Hull 🙂

  Og reyndar líka sú staðreynd að Man Utd er ekki að geta blautan á móti Rangers.

 15. Einhvern veginn finnst mér að ég hafi verið síðustu 10 árin að fylgjast með umræðu um að nú væru að koma upp ungir gæða leikmenn. En ég man bara ekki eftir neinum í fljótu bragði. Nöfn eins Melnor, Warnock, Partrige, Nemeth voru nefnd í því sambandi. Eins má minnast á allan þann fjölda af ungunm og efnilegum leikmönnum, sem ekki er beint hægt að segja að séu aldir upp hjá klúbbnum, heldur fengnir ungir í von um að þeir myndu skila einhverjum gæðum upp í aðalliðið. Þar má nefna Plessis, El-Zhar, Pongolle, leTallec og fleiri og fleiri og fl…. Hvað er langt síðan við höfum fengið einhver gæði upp úr ungliðastarfinu? Er Gerrard sá síðasti ? spyr sá sem ekki veit.

  Áfram Liverpool

 16. Sammála þér Sverrir, ég er alveg hættur að pæla í þessum “vonastjörnum”.
  Lauri Dalla Valle var t.d. einn sem átti að gera gott mót hjá okkur 🙁

  Ætla bara að bíða og láta koma mér á óvart þega alltíeinu poppar upp ungur snillingur 🙂

 17. Okey í sambandi við Torres og þennan birmingham leik! þetta var einn að þessum dögum, það hafa allir lent í þessu sem hafa spilað fótbolta, stundum bara gengur ekkert upp sem þú gerir. Þú missir boltan auðveldlega frá þér og firsta snerting er ekki góð. ég er ekki að verja torres, hlaupin hann voru ekki góð, var pirraður fékk lítið boltan og náði aldrei að koma sér inní leikinn, rétta í stöðunni að taka svona leikmann útaf, koma haunum í lag en þegar þú ert svona góður eins og hann getur verið þarf bara 1/4 af færi til að klára leiki.

  En ég ætla að tala um fleiri leikmenn er Torres í þessum leik, skal viðurkenn strax að fáum sem áttu lélegan leik verður sleppt.

  En þegar þú spilar fótbolta með tvo miðjumenn sem bara eru ekki betri en þetta, vissulega eru þeir líkir, báðir varnarsinaðir og eiga bara að brjóta sóknir upp og koma honum auðveldlega frá sér á mann sem getur það, kannski er það bara ég en ég ætlast að leikmenn sem eru á fá milljónir á viku og spila með mín uppáhalds liði geti sent auðveldar sendingar, geti skipt um kannt, brotið niður sóknir og séu tilbúnir að berjast uppá síðasta blóðdropa. Sorry lucas! er búinn að sjá marga leiki með þér, jújú hefur átt leiki sem þú er ágætur en því miður verður þú aldrei nema kannski meðalleikmaður ef þú bætir þig, þú er 23ára! þú átt erfitt með að send innarfótar bolta lengra en 15 metra, tapa meira en helming öxl en að vísu er staðsetningin fín hjá þér. En lucas værir fínn í spænsku deildina þar sem þú hefur tíma á miðjunni til að hugsa, tíma til að vanda sendingar og harkan er ekki jafn mikil. Vona að þurfa að éta orð mín til baka. en þetta er ég bara búinn að sjá aftur og aftur, leik eftir leik. Ég veit alveg að lucas var alls ekki jafn lélegur eins og allir segja. en við erum að tala um liverpool en KR eða ÍBV.

  Paulsen var ekkert skárri en ég er bara ekki búinn að sjá nógu marga leiki til að drulla jafn mikið yfir hann. en vonandi átti hann mjög slæman dag. En kannski sannast það enn og aftur tveir miðjumenn sem eiga erfitt að koma bolta frá sér og firsta snerting léleg, eiga aldrei að vera saman á miðjunni. man utd var með 2miðjumenn áðan á móti rangers sem eiga erfitt með þetta hvað gerist, rooney sést ekki allan leikinn.

  Glen nokkur johnson ég veit ekki hvort að tvíbura bróðir þinn fór í staðin fyrir þig eða eitthvað, hann varst miklu VERRI en lucas, þetta var án efa þinn verst leikur ever. allavega erum til með Kelly og hann sparkar þér útúr liðinu ef þetta er það sem koma skal. skelfilegur varnarlega og jafn lélegur sóknarlega. Ég veit að hann er góður skotmaður á vinstri en common farðu niður í átt að hornfána og drullastu til að koma með allvega einn kross í leik í staðin fyrir að fara alltaf á vinstri, mjög auðvelt að lesa það. Allavega færð þú versti leikmaðurinn á móti birmingham og þar rústar þú lucas og paulsen í þeim málum.

  En fljótlega á eftir Johnson í þessum leik var maxi, ég nenni að tala mikið um það, hann gerði ekkert í þessu leik, klárlega fyrsti maðurinn útaf í staðin fyrir babel eða bara einhvern. hvað kyut er góður sást vel í þessum leik fyrir menn sem drulla alltaf yfir hann, hann er bara góður, ég nenni ekki að ræða hluti sem eru svona augljósir.

  Skertel og carra voru ömurlegir, ég veit að þeir eru báðir betri en þetta. kannski er það skortur á talaanda í þeim báðum, kannski þarf okkar besti maður reina að öskra meira en þetta eru spyrnur sem koma frá kanntinum og 3sinnum fer enginn í mannin sem er inní en um leið og agger kom inná kom ró í vörnina. þetta er eitthvað sem þarf að laga.

  Gerrard var líka sorglegur en hann reyndi þó var með baráttuna, var að peppa menn upp og reyndi.

  En allavega þetta var svona sem mig langaði að segja um þennan leik, veit að ég fæ örugglega full af neikvæðum röddum, sem eru alls ekki sammála mér en mig langaði bara að koma þessu inn. Vonandi spila aldrei 2vararsinnaðir menn á miðjunni aftur, allt í lagi að hafa einn.

 18. Þegar allir eru heilir tel ég þetta okkar sterkasta lið: Markið-Pepe Reina, Vörnin: Kelly,Carra,Agger,Aurelio, Miðjan: Johnson,Gerrard-Meireles,Jovanovic, Í holunni Joe Cole og Torres uppá topp.

 19. Ég verð að taka undir nokkur atriði með greinarhöfundi í þessum stutta pistli.

  http://www.teamtalk.com/blog/16129/6373213/Roy-must-put-his-stamp-on-Reds

  þarna er greinarhöfundur að benda á að Hodgson verði að sýna aðdáendum Liverpool að það sé kominn nýr stjóri hjá Liverpool og skorar á hann að stíga útúr skugganum á Benitez. Hodgson var þekktur fyrir 4-4-2 uppstillingu en virðist halda sig við sömu taktík og Benitez með tvo hæga varnartengiliði.

  Hodgson hins vegar til varnar þá er ég reyndar á þeirri skoðun að 4-2-3-1 taktíkin er alls ekki slæm og alveg nothæf. Hins vegar tel ég að Lucas og Poulsen funkera ekki saman. Leikbann Joe Cole og stutt vera Meireles hafa eflaust gert það að verkum að L&P hafa þurft að taka miðjuna saman. Persónulega hefði ég viljað sjá Pacheco í stöðu Gerrard og þann síðarnefnda í stað L eða P á miðjunni í síðasta leik, allavega í seinni hálfleiknum þegar liðið var farið að sækja.

  Því miður er sóknarleikurinn alveg steingeldur og Torres til varnar þá er hann ekki öfundsverður í þeirri stöðu sem hann er í. Hann klára amk leikinn á móti WBA þegar enginn annar gerði sig líklegan til að geta skorað. Það jákvæða við tímabilið núna er að liðið er ekki að fá á sig mikið af mörkum enn sem komið er. Á meðan það heldur þá þarf liðið ekki mikið til þess að fara vinna leiki og um leið og liðið fer að vinna leiki þá eykst sjálfstraustið og liðið verður líklegra til þess að þora að fara framar á völlinn og sækja meira. Þetta er einfaldlega keðjuverkandi. Það er e.t.v. markmiðið hjá Hodgson að vera varkárir og byggja upp sjálfstraustið hægt og rólega, það eru jú jafnmörg stig fyrir 1-0 sigur 4-1.

 20. Strákar mínir þið sem eruð að biðja um linka á leikina Bookmarkiði þessa slóð hér http://www.atdhe.net þarna getiði horft á alla leiki í hvaða keppni sem er.

 21. Varaliðsleikurinn var fín skemmtun, sérstaklega fyrri hálfleikur þar sem við áttum að skora miklu fleiri mörk.

  Amoo auðvitað greip augað, en ég verð stöðugt spenntari fyrir Jonjo Shelvey, treysti því að við fáum að sjá hann gegn Northampton.

  Ekki langt þar á eftir var 17 ára hafsent, Andre Wisdom, leikmaður sem ég bind vonir við.

  Vona virkilega að þeir fylgi í kjölfar Martin Kelly, Jay Spearing og Dani Pacheco og fái aðkomu að aðalliðinu í vetur.

 22. Ég vona nú reyndar að Jay Spearing komi sem minnst að aðalliðinu í vetur, ef ég á að segja alveg eins og er !!

  Insjallah..
  Carl Berg

 23. Alveg er ég hjartanlega samála Carl Berg um Spearing og ég fatta ekki hvernig maður eins og Maggi sem er víst gamall þjálfari skuli halda svona löguðu fram. Ég hef annars oft lesið hans ummæli og fundist margt af því sem hann segir athyglisvert,en þarnaq skaut hann langt yfir markið og það af tveggja metra færi.

 24. Sem stuðningsmaður Liverpool frá blautu barns beini.

  Er bara númer eitt að halda með sínu liði í gengum súrt og sætt.
  Það sem heilaði mig þegar ég var ungur var spilamennska og sigurvilji.
  King Kenny D, Ian Rush, Barnes, Molby
  Svo kom Fowler, Steve McManaman, owen
  Svo var það franska og Tékklenska byltingin með Stevie G
  Istanbúl… Frábært og Super Cup

  En eftir að H og G tóku við hefur ekkert gerst? Jú Torres en hvar eru Dollurnar? Hvar er hjartað? Reina sagði Liverpool aðdáðendum að gera ekki of miklar væntingar ??? wtf væntingar??
  Við eru með hjartlausan Chelsea mann sem stjórnarformann???

 25. Tommi ( 31 ) :

  Ég ætla nú ekkert að fara að svara fyrir Magga, enda er hann fullfær um það sjálfur, en ég er nú ekkert sammála því að hann hafi skotið yfir markið, enda var hann ekkert að lýsa því yfir að hann vildi sjá Spearing mikið í þessu liði í vetur.

  Hann var bara að segja að hann vildi sjá menn eins og Shelvey fylgja í kjölfarið á mönnum eins og Spearing inní aðalliðið, en eins og við vitum hefur Spearing verið viðloðandi aðalliðið um tíma, og RH hefur sagt að hann verði það áfram, og líklega í meira mæli.

  Þannig að þó maður voni að einhver fylgi í fótspor Spearing og verði viðloðandi aðalliðið, þá er ekki þar með sagt að maður sé endilega að hrósa spearing eitthvað, eða vona að hann verði mikið í aðalliðinu… Það er einfaldlega staðreynd, hvort sem manni líkar betur eða verr…

  En eins og ég segi, þá getur Maggi nú alveg svarað fyrir sig hérna, en menn þurfa samt að passa sig á því að slíta ekki ummæli úr samhengi, eða mistúlka þau.

  Annars veit ég andskotann ekkert hvaða skoðun Maggi hefur á Spearing 😉

  Insjallah..
  Carl Berg

Birmingham 0 – Liverpool 0

Steaua Bucharest á morgun