Opinn þráður

Jæja, landsleikjavikan er á fullu og við erum latir við að setja inn nýtt efni á þessa síðu, þannig að ég hendi inn opnum þráð, þar sem menn geta rætt hvað sem er.

114 Comments

 1. Ég er með eina spurningu sem ég vona að einhver geti svarað og það á málefnalegan hátt. Þó svo að glugginn sé lokaður er einhver séns að fá einhvern leikmanni að láni núna ?? Maður hefur séð leikmenn hoppa á milli liða á “lánssamningum”. Hvernig er staðan á því ?

 2. Bara til að svara fyrirspurninni frá manninum að austan, þá er það ekki hægt í Úrvalsdeildinni. Lið úr neðri deildunum geta fengið menn að láni eftir 8. september en sú regla gildir ekki milli landa né í Úrvalsdeildina. Eini sénsinn á að bæta við leikmannahópa Úrvalsdeildarfélaganna er að hirða upp leikmenn sem eru samningslausir eða munu verða leystir undan samningi á næstunni.

 3. Eftir landsleikina í gær veltir maður fyrir sér:
  Er Fernando að nálgast sitt gamla form? 🙂
  Hvaða liðsuppstillingu mynduði vilja sjá Hodgson stilla upp, s.s. hvert teljið þig sterkasta lfc liðið?

 4. Hvað haldiði með Torres er hann að finna sitt gamla form?
  Hvert teljið þið sterkasta byrjunarlið liverpool með þann leikmannhóp sem þeir eru með?

 5. Reina

  Johnson – Carra – Agger – Konchesky

  Kuyt – Gerrard – Meireles – Jovanovic
  Joe Cole
  Torres

  Sterkasta liðið að mínu mati.

 6. Brandur þetta er allavega mjög sterkt lið og líklegt til að vinna hvaða lið sem er í PL

 7. Persónulega finnst mér þetta Júdasar dæmi alveg til skammar. Hér er verið að tala um leikmann sem var hylltur sem gull drengurinn okkar í mörg ár en bara útaf því að hann gekk til liðs við erkifjéndurna (við vildum hann ekki aftur, nota bene) þá er hann uppnefndur sem mesti svikari sem kristnin á nafn yfir.

  Stundum á maður ekki orð yfir hversu sorglega einhliða menn geta verið.

 8. @ Haflidi.

  Get ekki verid meira sammala..Adal astædan fyrir ad hann for til United var su
  ad LFC vildu hann ekki. Eg er ekki i nokkrum vafa um ad ef hann hefdi att tækifæri
  til ad fara til LFC. tha hefdi hann gert thad. Owen er drengur godur og thad hefur aldrei
  fallid neinn blettur a hans mannord. Eg er stoltur yfir thvi ad hann skuli vera leikmadur United !

 9. Ég held að það væri nú ekki svo slæmt aqð hafa Owen í dag, það var bara út af því að Rafa vildi hann ekki að hann endaði hjá UTD og hann verðskuldar því ekki að vera uppnefndur hér. En Torres er smá saman að ná sér og yfir því skulum við gleðjast. Það gengur víst mjög illa að selja miða í Parken fyrir lanndsleikinn gegn dönum sem er mjög óvenjulegt og það segir mér að danskir reikna ekki með mikilli mótspyrnu. Kanski að maður skelli sér og sjái hvernig Agger og nýji fyrirliðinn hann Poulsen standa sig. Ég þekki ekki einn einasta leikmann í íslenska liðinu, ég hef búið í útlöndum í mörg ár og veit því ekki við hverju maður á að reikna með af Ílsands hálfu , þeir töpuðu fyrir norðmönnum sem eru talsvert slakari en danir svo þetta getur endað illa.

 10. Vandræðalegt að 75% miða seljist í þessum Carragher leik.
  Uppselt hjá Keane og Giggs þegar þeir fengu svona leiki

 11. Guðmundur góður Hafliði, ekki segja mér að þér finnist bara allt í gúddi hvernig Owen hefur komið fram við Liverpool FC? Vísa bæði ummælum númer 11 og 12 beint til föðurhúsanna. Júdas er hann og Júdas skal hann heita, á akkúrat ekkert annað skilið og búið að þurrka hann réttilega út úr bókum Liverpool FC hjá mörgum, þar á meðal mér og skammast ég mín sko akkúrat ekkert fyrir það.

 12. Hann má heita hvað sem er í mínum huga, bara það að hann skuli hafa farið til Scum Utd er það lægsta sem hann gat gert.

 13. Owen er einn besti leikmaður sem Liverpool hefur alið og hefur gert meira fyrir þetta lið en ansi margir aðrir sem hafa klætt sig í Liverpool treyjuna. Hann er Liverpool maður og verður það ávallt, hann veit það og allir sannir Liverpool menn vita það líka. Því bið ég menn sem vilja baktala hann að gera það á United síðunni takk.

 14. Tak 100% undir með þér SSteinn.

  Ótrúlegt að menn séu að reyna að verja þetta kvikindi.

  Og Hafliði – Liverpool vildi ekki Owen aftur þegar hann fór til Manchester af því að Rafa reyndi að fá hann aftur frá Real þegar þeir gáfust upp á honum en þá valdi hann frekar að fara til Newcastle. Það segir allt sem segja þarf um Michael Owen.

 15. Owen fór illa með Liverpool á sínum tíma með því að fara til Real Madrid þegar lítið var eftir af samningnum hans sem þýddi að Liverpool fékk ekki mikið fyrir hann. Owen lýsti því svo yfir að hann hefði ekki þurft að hugsa sig um í eina sekúndu þegar honum bauðst að fara til Manutd. Fótboltalega séð er það nú líklega töluvert gáfulegra að spila með Manutd í úrvalsdeildinni í staðinn fyrir að spila með Newcastle í fyrstu deildinni, en Owen sýni það samt með þessu að honum er nákvæmlega um Liverpool og feril sinn þar. Það er því mjög skiljanlegt að Liverpool aðdáendum sé illa við hann.

  En nóg um útbrunna meiðslapésa og að framherja sem getur eitthvað. Torres með tvö mörk fyrir Spán í gær. Hann er að komast í sitt besta form. Liverpool liðið með Torres í formi er til alls líklegt.

 16. Vafalítið er Owen drengur góður en hann kaus að fara og valdi síðan Newcastle þegar hann gat komið til Liverpool aftur. Meiðslasaga hans er ekki betri en hjá Kewell og því hefði hann ekki gagnast okkur eins og áður, því miður. Gaman samt að sjá hann aftur í fallegum búningi:-)

 17. Ég veit það ekki. Ég hataði Owen fyrir að fara til United og taldi ekkert réttlæta það. En ef að goðsögnin Carra lítur fram hjá því þá hlýt ég að geta það líka. Eins og Carra bendir á þá gerði hann nú askoti mikið fyrir klúbbinn á sínum tíma.

 18. Ég tek undir með Hafliða# 11 og öðrum sem hvetja til að menn gæti aðeins að orðavali þegar rætt er um Owen. Eitt er að skammast duglega út í karlinn annað að kalla hann Júdas, kvisling, svikara eða hvaða gífuryrði sem menn eru að velja leikmanni sem skoraði 118 kvikindi í 216 leikjum fyrir Liverpool.

  Ég skil ekki þetta hatur út í Owen. Muni ég rétt var það frekar Liverpool sem vildi losna við Owen á sínum tíma frekar en öfugt. Benitez hafði enga trú á Owen og losaði sig við hann um leið og hann gat. Þegar Benitez bauðst Owen síðar vildi hann ekki leikmanninn. Nú má vera að mér skjátlist og bið ég fróðari menn um að leiðrétta mig en svona man ég þetta.

  Hvað sem því líður geta þeir sem þola ekki Owen glaðst yfir að ferill hans hefur verið samfelld raunasaga síðan hann fór frá Anfield. Ég minnist hins vegar Owen með virðingu og þakklæti fyrir hans framlag til Liverpool og óska honum góðra daga í bráð og lengd.

 19. Greinilegar skiptar skodanir um M.Owen 🙂 Eg hef aldrei getad sed neitt oedlilegt vid thad ad menni vilji a einhverjum timapunkti ferils sins spila fyrir lid eins og R.Madrid eda Barcelona.
  Mer er sama hver a i hlut. Menn sem hafa ferdast um heiminn skilja ad thad er mun ahugaverdara ad bua a Spani eda Italiu heldur en i rigningunni i Manchester eda eymdinni i Liverpool.

 20. Var að sjá Highlights úr leiknum áðan. Verð að segja, Carragher þessi maður er meistari. Fyndið þegar hann tók vítið fyrir Everton og mjög fyndið þegar Everton maðurinn henti sér niður og dómarinn dæmdi á það í gleðinni þarna 😀 Einnig var gaman að sjá Luis Litla Garcia skora frábært mark og Nathan lofar mjög góðu, átti frábært touch í markinu sínu.

  4-1

  Garica
  Carragher
  Cole
  Carragher Own Goal
  Natan E.

  Gaman að því. 🙂

 21. Ég skil ekki þetta hatur út í Owen. Muni ég rétt var það frekar Liverpool sem vildi losna við Owen á sínum tíma frekar en öfugt. Benitez hafði enga trú á Owen og losaði sig við hann um leið og hann gat. Þegar Benitez bauðst Owen síðar vildi hann ekki leikmanninn. Nú má vera að mér skjátlist og bið ég fróðari menn um að leiðrétta mig en svona man ég þetta.

  Hér með leiðrétt, gjörsamlega þver öfugt við staðreyndir málsins. Og MW talar um að ekkert sé eðlilegra en að vilja fara til Spánar, OK, gott og vel, kynntu þér þá aðeins hvaða aðferðir menn nota, persónulega finnst mér þær skipta máli.

 22. Ótrúlegt að íþróttafréttamenn mbl.is nenni ekki einu sinni að horfa á leiki sem þeir fjalla um. Þetta er tekið beint af þessari frétt:

  http://www.mbl.is/mm/enski/frettir/2010/09/04/carragher_skoradi_sjalfsmark_ur_vitaspyrnu/

  “Carragher, sem var stuðningsmaður Everton á sínum yngri árum, bauðst til að taka spyrnuna fyrir þá bláklæddu og skoraði af öryggi!”

  Þeir sem horfðu á leikinn sáu greinilega að Carragher stalst fram fyrir Yakubu og tók spyrnuna í staðinn fyrir hann. Grátlegt að þeir sem kalla sig íþróttafréttamenn skuli fjalla um leiki út frá því sem þeir lesa á öðrum íþróttafréttamiðlum!

 23. Getur einhver sett linkinn með highlightunum frá Carragher leiknum í dag hérna inn

 24. Mbl er og hefur alltaf verið grátleg íþróttafréttasíða, tek voðalega lítið mark á henni.

 25. @ SSteinn.

  Ast thin a LFC er virdingarverd en hun tharf ekki ad blinda menn.
  Eg veit ekki betur en ad oll topp 10 felogin i Evropu hafi verid stadin ad ansi undarlegum vinnubrogdum thegar kemur ad leikmanna malum. Eg veit ad minir menn i United eru engir englar. Thetta er business og thad er mikid i hufi.
  Lifi fotboltinn

 26. Owen var ekki búinn að vera leikmaður Liverpool í 5 ár þegar hann gekk í raðir Man Utd. Ég er honum ævinlega þakklátur fyrir það sem hann gerði fyrir félagið meðan hann lék með því og sem gamall stuðningsmaður hans þá hefði ég ekki viljað sjá feril hans deyja út í 1.deildinni í ensku. Hann verður aldrei júdas í mínum augum.

 27. Hvar hafið þið heimildir fyrir því að Benitez vildi losna við Owen?

 28. Ég skil ekki þetta hatur út í Owen. Muni ég rétt var það frekar Liverpool sem vildi losna við Owen á sínum tíma frekar en öfugt. Benitez hafði enga trú á Owen og losaði sig við hann um leið og hann gat.

  Auðvitað vildi Liverpool alls ekki missa Owen þegar hann fór til Real Madrid, Benitez byrjaði feril sinn hjá klúbbnum á því að reyna að sannfæra Gerrard og Owen um að vera áfram og þar að auki var klúbburinn búinn að reyna að semja við Owen allt árið þar á undan. Þetta kemur m.a. ef ég man rétt fram í ævisögu Owen sem er ein sú leiðinlegasta bók sem ég hef lesið. En það er alveg hægt að skilja það smá að hann vildi fá að prufa sig á bekknum hjá Real í smá tíma. En það fór afar illa í púllara að hann skildi draga klúbbinn á “asnaeyrunum” þar til mjög stutt var eftir af samningnum hans og fara þá á skitnar 8 m.p. til Real.

  8 millur fyrir mann sem skoraði 118 mörk í 216 leikjum og var á besta aldri er HRÆÐILEGT og það var þetta sem fyrst og fremst hóf þessa andúð sem honum hefur verið sýnd æ síðan af púllurum. En flestir slepptu því nú að kalla hann Júdas og fordæma hann fyrir þetta enda var þetta mjög líklega mjög lélegri stjórn klúbbsins að kenna líka og við fengum þó allavega smá aur fyrir hann (annað en t.d. Macca sem fór sömu leið á Bosman nokkrum árum áður).

  Þannig að Owen var ekkert voðalega vinsæll fyrir þó við hefðum viljað fá hann þegar hann fór til Newcastle. En þegar hann, óskabarn klúbbsins fer til United, sama hverjar kringumstæðurnar eru og sama hvað besti vinur hans reynir að réttlæta það þá kostar svona ákvörðun útskúfun frá Liverpool, þetta er ekkert flókið, þú ferð ekkert til Man United ef þú vilt halda orðspori þínu hjá Liverpool.

  Owen hefur eflaust gert sér grein fyrir þessu og er líklega nokkuð sama, en af þessum sökum er hann Júdas fyrir mér. Ég er ákaflega lítið trúaður svo vægt sé til orða tekið og orðið Júdas hefur þannig séð ekkert mikla merkingu fyrir mér aðra en þá að með því að kalla hann Júdas er verið að kalla hann svikara og þegar maður er uppalinn hjá Liverpool FC og vinsæll þar og fer svo til United þá er maður einfaldlega svikari í augum Púllara.

 29. 100% sammála Ssteini og babú í þessu máli og var búinn að þurrka Owen útúr hausnum á mér fyrir löngu, en þarf að pirra mig á honum aftur núna þökk sé ykkur.

 30. Owen er dottinn út úr mínum bókum.

  Babú lýsir algerlega hvað gekk á og hann skrifaði undir brotthvarf úr bókum með að skrifa undir hjá United, hvað þá þegar hann fór að tala um það lið í samanburði við önnur. Hann á fullt af peningum og einhverjar medalíur, en þegar hann hættir að spila verður hann fljótt gleymdur, enda ferillinn hans arfaslakur eftir að hann fór frá Anfield.

  Ákaflega glaður að hann skoraði ekki í dag, ákaflega!

  En enn og einu sinni sýndi Carra-dona hversu mikil snillingur hann er!

 31. Skil ekki þetta hatur á Owen, það sem hann gerði fyrir LFC er alveg frábært og það á svona ungum aldri. Skil hann alveg vel í að vilja fara, enda þegar hann fór var Liverpool bara djók miðað við Arsenal,Chelsea og Man utd. Vorum aldrei samkeppnishæfir, hans metnaður náði lengra en það en að vera einfaldlega bara legend hjá klúbbnum sínum. Hann vildi bikara, svo hann fór.

 32. Og mér fannst virkilega gaman að sjá Owen í Liverpool treyjunni aftur. Eina treyjan sem virkilega hentaði honum 🙂

 33. Maggi, Ssteinn og Babú, þið semsagt metið þetta sem svo að þessi 118 mörk vegi minna en 8 milljónirnar sem hann var seldur fyrir?

 34. Þetta varðandi bikarana þá hefur Michael Owen unnið einn bikar frá því hann fór frá Liverpool, deildarbikarinn í fyrra. Það eru færri bikarar en vinur hans Gerrard hefur unnið á sama tíma….

  Michael Owen beygði sínum ferli í ranga átt – það hlýtur að vera ljóst. Varaskeifa hjá Real, svo arfaslakt Newcastle lið og í að verða squad player í Scum. Ég vorkenndi honum bara í gær í raun, það var svo augljóst að fólkið vildi ekki sjá hann þarna inná í treyjunni og vinur hans Carra meira að segja hætti við að láta hann taka vítið í gær, því hann hræddist viðbrögðin ef Owen hefði skorað!

  Hann fór á erfiðum tíma, því hann treysti ekki klúbbnum, OK. Þegar hann fór til Newcastle fékk hann marga mínusa, þ.á.m. hjá vinum sínum Gerrard og Carra sem reyndu mikið að snúa honum frá vitleysunni og síðasta sumar valdi hann það að skilja feril sinn hjá Liverpool eftir. Það er bara svoleiðis, því hatrið þaðan til Scum og til baka er á þann hátt að sú ákvörðun hans mundi alltaf skilja feril hans á Anfield eftir. Það vissi Owen, við skulum hafa það á hreinu!

  Síðan yfirlýsingar hans varðandi núverandi klúbb sinn sem ég ætla ekki einu sinni að endurtaka eru líka til þess fallnar að hann verði viðurkenndur á núverandi stað, sem hann hefur í raun alls ekki fengið, sökum þess hvaðan hann kemur. Ég veit ekki hvort hann vonaðist til þess að það að Carra valdi hann í gær hefði eitthvað lagað tilfinningar LFC gagnvart honum, en það gerðist heldur betur ekki í gær og því spái ég að hann haldi bara áfram að breiða yfir sinn feril hjá okkur til að reyna að kreista eitthvað út úr síðustu leiktímabilum sínum.

  Það er bara hans val…

 35. væri til í að sjá liðið svona.

  reina-

  glen_carra-agger-konchesky.

  maxi- meireles- gerrard-jova/babel.

  torres.

  😉

 36. Annars að leiknum frá í gær, svei mér þá ég held að Jonjo Shelvey gæti átt hlutverk í vetur, er afar spenntur fyrir honum og Ecclestone á ekki að lána fyrr en í janúar hið fyrsta.

 37. Er rétt það sem kemur fram á fótbolta.net að Carragher hafi spilað sitt hvorn hálfleikinn með báðum liðum ?

 38. Hefði verið gaman að sjá Roy Evans á bekknum líka en djöfull væri ég til í að fá Luis Garcia aftur, er hann ennþá hjá Alectico Madrid ?

 39. Hef aldrei skilið þennan barnaskap með Michael Owen. Held að menn séu að taka lífinu aðeins of alvarlega.

 40. …. og sama ár og hann fór ti Real þá vinnur LFC meistaradeildina og hann ekkert með Real. Newcastle fer niður um deild og svo síðast vinnur liðið hans minnsta bikarinn í boði, voru búnir að raða inn titlum áður. Það eru álög á kappanum.

 41. Hef aldrei skilið þennan barnaskap með Michael Owen. Held að menn séu að taka lífinu aðeins of alvarlega.

  Gott að fá inn dómara hérna sem getur komið fram með hvað skuli kallast barnaskapur og hvað ekki, fá svona fullorðins inn í umræðuna. Hélt að ég ætti einkarétt á léninu hroki.is.

  En segðu mér þá eitt Toggi, ef besti vinur minn myndi byrja að halda við konuna mína, það kæmist upp einhverjum mánuðum síðan, hún myndi skilja við mig og hefja sambúð með honum, væri það þá barnaskapur af mér að halda ekki sama sambandinu við hann og vera ekki inni á gafli hjá þeim annað slagið. Væri ég þá að taka lífinu aðeins of alvarlega? Væri gaman að fá að vita hvar barnaskaps mörkin liggja.

 42. SSteinn, ert þú að segja að þér þyki jafn vænt um fótbolta og konuna þína?

 43. Mikið er ég sammála Togga hér að ofan. Barnalegt í meira lagi að vera væla yfir því í hvaða liði Owen spilar. Eins og menn sögðu her að ofan þá var það ekki aðal málið að hann fór á sínum tíma til Real því menn byrjuðu ekki að rakka manninn niður fyrr en hann fór til ManU !

  Hann er semsagt að spila fyrir Newcastle og ManU býður honum samning ! Það væri einfaldlega skelfilega heimskulegt að hafna slíkum samningi verandi í hans stöðu og er það bara staðreynd. Held að menn ættu aðeins að slaka á í lífinu og kannski að líta í eiginn barm því Liverpool hefðu getað fengið hann frá Newcastle ef þeir hefðu haft áhuga á því.

 44. “En segðu mér þá eitt Toggi, ef besti vinur minn myndi byrja að halda við konuna mína, það kæmist upp einhverjum mánuðum síðan, hún myndi skilja við mig og hefja sambúð með honum, væri það þá barnaskapur af mér að halda ekki sama sambandinu við hann og vera ekki inni á gafli hjá þeim annað slagið. Væri ég þá að taka lífinu aðeins of alvarlega? Væri gaman að fá að vita hvar barnaskaps mörkin liggja.”

  Ertu að skrifa þetta í fullri alvöru? Ef svo er, þá er kannski eðlilegt að ég bendi á að barnaskaps mörkin liggja þar sem þú lítur jafn dramatískum augum á félagaskipti erlends fótboltamanns og framhjáhald konunnar þinnar. Í öðru tilfellinu er um að ræða þitt allra nánasta umhverfi, fjölskyldumynstur og vinasambönd. Í hinu tilfellinu er um að ræða ókunnugan mann sem tekur ákvarðanir sem hafa engin raunveruleg áhrif á þig eða þitt líf. Að gera ekki greinarmun á þessu tvennu ber ekki bara vott um barnaskap, heldur hreinlega veruleikafirringu.

  En þetta er góð leið til að lúkka kúl, henda fram einhverjum helbjánalegum samanburði í von um að hér leynist nógu margir bjánar til að þú getir litið gáfulega út.

 45. Sælir kæru Liverpool stuðningsmenn

  Owen málið snýst um að láta ekki draga sig niður á plan heimsku fótboltabullunnar heldur sýna smá klassa og virðingu fyrir því sem menn hafa þó afrekað í gegnum tíðina fyrir Liverpool. Með því að kalla Owen öllum illum nöfnum þá eru menn bara að draga sjálfan sig og Liverpool niður á lægra stig. Carra nær að orða þetta alveg svakalega vel hér fyrir neðan með því að segja að “need to get back to behaving in a way that wins respect” og er þá að tala um klúbbinn og stuðningsmennina.

  The shamefully hostile reception given to former Liverpool pin up boy Michael Owen at Anfield on Saturday proves beyond doubt that legend Jaime Carragher was right on the money when he lamented that his club “need to get back to behaving in a way that wins respect.” Owen went out of his way to pay tribute to a close friend by agreeing to appear in his testimonial knowing full well that his efforts were unlikely to be appreciated by a section of bitter Liverpool fans – and his apprehension was not misplaced.

  Blint “hatur” á einum fótboltamann sem áður spilaði fyrir Liverpool en spilar núna fyrir okkar helsta andstæðing er bara heimskulegt og niðurdrepandi fyrir alla.

  Legg því til að við reynum að klassa okkur upp og öðlast virðingu andstæðinga okkar með fyrirmyndar hegðun innan vallar, sem áhorfendur og stuðningsmenn og einnig á bloggsíðum sem þessari.

  Góðar stundir

 46. 20 mín video frá Carragher leiknum. http://www.101greatgoals.com/videos-carragher-scores-for-liverpool-everton-in-testimonial/64148/ Gerrard spilaði 10 mínútur. Cole spilaði mjög lengi, greinilegt að Hodgson þykir hann skorta upp á leikæfingu og jafnvel sjálfstraust. Konchesky spilaði og lagði upp mark. Carragher skoraði sitt 50. sjálfsmark fyrir Liverpool 🙂

  Gaman að sjá flesta þessa leikmenn, McAllister, Warnock, Murphy og fl. aftur í Liverpool treyjunni. McAllister virðist bara ennþá geta spilað á þokkalegu leveli. Finnst nú gott hjá júdas að taka þátt í þessum leik fyrir Carragher og að sama skapi gott hjá Manc****** U***** að leyfa honum að spila. Væri nú ekki beint leiðinlegt að hafa Warnock í vinstri bakverðinum núna. Houllier og Hodgson voru á bekknum og virtist fara vel á með þeim. Fannst pínu athyglisvert að Hyypia og Didi Hamann voru ekki sjáanlegir en kannski eðlilegar skýringar á því.

  Shelvey spilaði líka og sýndi að hann hefur mjög góða tækni. Ég er sammála Magga að ég er rosalega spenntur fyrir þessum strák. Held að hann verði stórstjarna. Hann hefur allan pakkann, persónuleikann, tæknina, sendingarnar og hann er yfirvegaður á boltanum.

 47. Sammála Togga. Skil ekki hvað SSteinn er að röfla um “hvernig Owen hefur komið fram við Liverpool” og síðasta samlíking hjá honum er í einu orði sagt fáránleg.

 48. Islogi, þú veist þú ert að vitna í heimasíðu Scum-ara er það ekki?

  Það held ég að sé sögulegt og ekki í góðri merkingu!!!

 49. Þetta er flott hjá Owen, hann er að eyðileggja Manchester United innan frá.

 50. Auðvitað eigum við að vera góðir við Owen. Eitt sem ég skil samt ekki varðandi stuðning Liverpool manna við félagsskipti Owen frá Liverpool til Real Madrid, Newcastle og svo til höfuðóvinar Liverpool Manchester United er hvað menn meta hollustu lítils.

  Gerrard hefði getað farið til Real Madrídar en gerði það ekki. Með því að vera jákvæður við Owen erum við um leið að gefa skít í Gerrard og hollustu hans við Liverpool.

 51. Hjónaband og stuðningur við knattspyrnufélag er ekki sami hluturinn. Hjónabandið er hornsteinn samfélagsins. Það að styðja fótbolta félag er dægradvöl og viðbót við samfélagið. Ekki undirstaða.

  Hins vegar er traust líka hornsteinn samfélagsins. Sem dæmi þá hrundi næstum íslensk samfélag þegar fólk missti trúnna á stofnunum samfélagsins. Bönkum, embættismönnum og ríkisstjórn Íslands.

  Þess vegna skil ég gremju manna í garð Owen vegna þess að þeim finnst þeir hafa svikið þá. Owen veit hvað okkur finnst um United, hann var Liverool leikmaður. Hann hlýtur að skilja afstöðu stuðningsmanna til United, annars hefur hann bara verið málaliði í búningi Liverpool.

  Traust er undirstaða mannlegra samskipta. Það þarf allstaðar í samfélaginu í hjónabandi og félagsstöfum og viðskiptum eins og Owen lítur á að spila fótbolta.

 52. Mín stefna varðandi Owen er að benda á hversu lélegur hann er og reyna að auka úlfúð milli United manna. Þeir sem styðja United eru ekki allir sammála um hvort þeir séu ánægðir með Owen.

  Það er ekkert bull þegar ég segi Owen getur ekkert, því hann er meira og minna alltaf meiddur.

 53. Ohh þessi umræða er öll Carragher að kenna… afhverju var hann að velja Owen í liðið. Carragher er kannski búinn að fyrirgefa Owen en skilur hann ekki að við getum það ekki?

 54. Er þessi opni þráður í alvörunni bara að fara í það að helmingur spjallverja ætlar að segja að Owen sé Júdas og hinn helmingurinn í að segja að hann sé það ekki og að menn eigi að þroskast…..mjög líklega leiðinlegasta spjall sem hefur komið á þessa góðu síðu. Það hlýtur eitthvað að vera að gerast sem menn geta talað um sem er skemmtilegra en þetta.

 55. Sammála þér Einar. Hálf þreytt umræða sem menn verða seint sammála um.

  Torres er að hitna all verulega, fyrra markið í leik spánverjanna var ótrúlega vel gert hjá kallinum. Með hinum nýja sjúkraþjálfara sem Liverpool er búið að fá til sín þá vona maður bara að Torres haldist ágætlega heill í svona eins og eitt tímabil.

  Annars átti Babel nokkur skemmtileg move í leiknum í gær og markið hjá Cole var virkilega flott og vel gert hjá honum og glæsileg sending frá Babel.

  Helsta von vetrarins er að við getum barist um 4 sætið og náum langtí FA cup sem og UEFA keppninni.

 56. Ég ætla ekki að setja mig í dómarasæti um hvaða meðferð Owen á skilið eða ekki. Ég held að það sé ekki hægt að segja einhverjum hvernig þeir eiga að líta á Michael Owen og hvaða virðingu þeir eigi að bera fyrir honum. Hver og einn verður að finna þá tilfinningu hjá sjálfum sér.

  Persónulega var ég hundsvekktur útí Owen að hafa farið til Madrid en skildi ákvörðun hans, þá var ég enn svekktari að hans skildi hafa valið Newcastle fram yfir Liverpool. Þegar Benitez hafnaði honum var ég svekktur útí Benitez því ég taldi að Owen hefði verið fínn back up leikmaður fyrir Torres og aukið breiddina í hópnum. Þegar hann valdi Utd. þá fannst mér Owen ömurlegur og hafa svikið Liverpool aðdáendur illilega.

  Ég get svosem skilið ákvörðun hans persónulega þ.e. að keppa með liði í fremstu röð í öllum keppnum og eiga raunhæfan titil á meistaratitli. En þessi ákvörðun sýnir einfaldlega hvaða mann hann hefur að geyma. Hann var tilbúinn að fórna orðspori sýnu hjá Liverpool aðdáendum fyrir persónulega hagsmuni. Þar getur hann bara sjálfum sér um kennt, engum öðrum. Meðan Owen er í Utd. þá mun hann fara óendanlega í taugarnar á mér. Kannski á tíminn eftir að lækna þau sár en það verður bara að koma í ljós.

  Fowler orðaði þetta smekklega “Ég virði ákvörðun hans en þetta er ákvörðun sem ég hefði aldrei tekið”……

 57. Er verið að reyna að setja met í taka þessi ummæli SSteins úr samhengi?

  Hefði verið gaman að sjá Roy Evans á bekknum líka

  Hann var upptekinn, ég sá það á e-season um daginn, held með landsliði Wales eða eitthvað.

 58. Mér finnst hluti af því að halda með Liverpool vera að hata Manchester United og Everton af ástríðu. Þess vegna skil ég ekki að sumir hérna geti fyrirgefið M. Owen.

 59. Ég var fúll þegar Owen fór til Real á brunaútsölu, þá var Owen baneitraður framherji. Ég var líka hrikalega fúll þegar McManaman fór til Real ókeypis. En eftir að leikmenn eru farnir þá er mér eiginlega skítsama hvað þeir gera eftir það. Hvort sem þeir skrifa undir hjá United eða ganga í krossinn.

 60. Það er allvega ljóst að blóðið rennur í Púlurum samanber þessa Owen umræðu. Ég held að enginn sé að tala um að fyrirgefa Owen. Það er í það minnsta ekki mín afstaða og for the record; Owen má fara norður og niður mín vegna.

  Það er einnig merkilegt þetta karma lífsins. Menn fá yfirleitt það sem þeir eiga skilið þótt réttlætið fari oft Fjallabaksleiðir til að refsa mönnum. Owen er á algjöru einskis manns landi í dag. ManU aðdáendur ýmist hata eða er skítsama um Owen. Það eina jákvæða sem þeir sjá við Owen er að hann æsir okkur Púlara upp eins og umræðan á þessari síðu ber gott vitni um. Afstaða okkar Púlara er frá því að vera slétt sama um Owen í dag til þess að kalla hann öllum illum nöfnum. En þegar menn eru farnir að draga Owen karlinn inn í sitt nánasta einkalíf væri kannski ráð að fá sér tesopa í rólegheitunum.

  Owen hefur fengið það sem hann á skilið og er hægt að hlakka yfir því. Hvað hefði gerst ef hann hefði haldið áfram í Liverpool verður aldrei svarað fremur en öðrum spurningum í viðtengingarhætti. Við vitum hins vegar hvað hann gerði fyrir okkar elskaða félag á sínum blómatíma sem knattspyrnumaður og það verður ekki tekið frá Owen þótt skíthæll sé að öðru leyti.

 61. Hugleiðing: Houllier á bekknum. Evans komst ekki. Hvar var Benitez? Var honum kannski ekki boðið? Undirstrikar það e.t.v. óánægju, sem hugsanlega var orðin á meðal leikmanna, gagnvart RB?

 62. GOTTI alveg með allt á hreinu.

  Benitez var boðið en komst ekki vegna skuldbindinga með nýja liðið sitt sem heitir Inter Milan og spilar á Ítalíu. Hann sendi sérstaka kveðju til Carra rétt eins og Roy Evans sem komst ekki af því að hann var með landsliði Wales, Xabi Alonso sem komst ekki af því að hann þurfti að mæta á æfingar hjá Real Madrid og Alvaro Arbeloa sem spilar einnig með Real Madrid en hann sagðist meðal annars sakna öskranna hans Carra.

  Síðan má nefna það sérstaklega að Carragher var í viðtali á sjónvarpsstöð okkar Púllara sem heitir LFCTV og þar skammaði Carra fréttamann stöðvarinnarinnar sem reyndi að gagnrýna Benitez. Þannig að ekki er Carra mjög fúll út í Benitez.

  En góð samsæriskenning annars.

 63. Islogi mælir að viti.
  En það sem ég var mest ánægður með, fyrir utan allt annað í testimonial leiknum var hversu ferskur Babel var. hann var að skapa helling og finna lausnir og holur fram á við. Ég held þetta verði vetur þeirra Babel, Mereila og Torres.
  Það mætti kannski setja inn spádóma umræðu varðandi hverjir komi á óvart, hverjir geti ekki blautan og hverjir verði bestir í vetur???

 64. Kristinn, er ekki líklegt að þeir sem komust ekki í leikinn hjá Carra hafi verið að leika með landsliðum sínum.

 65. Takk fyrir Helgi #73. Mjög greinagóð svör (með smá kaldhæðni), ég vissi bara ekki betur, alveg farið framhjá mér 🙂

 66. Fyrst Hodgson gat endurlífgað Damian Duff og Bobby Zamora (ásamt fleirum) þá er aldrei að vita nema hann nái því besta út úr Babel. Babel hefur amk virkað mjög frískur í þau skipti sem hann hefur komið inná. Miðað við mannskapinn sem við höfum þá fær Babel væntanlega fjölmörg tækifæri til að sanna sig sem framherja.

 67. Að gera ekki greinarmun á þessu tvennu ber ekki bara vott um barnaskap, heldur hreinlega veruleikafirringu.

  Vil bara þakka hlý orð í minn garð, flott að vera kominn með einhver sem sker endanlega úr um það hvaða tilfinningar teljast til barnaskapar og veruleikafirringar, enn betra ef þessi dómari getur setið í þessum háa turni beina.

  Bara svona fyrir þá sem ekki skyldu það, þá var þetta dæmi sem ég setti upp ekki eitthvað sem á sér stoð í raunveruleikanum, heldur átti að útskýra (kannski ekki góð leið til þess) það að menn geti tekið svikum við sig á misjafnan hátt.

  En enn og aftur, takk Toggi, vonandi að þú verðir vel vakandi yfir ummælakerfinu hérna svo við getum fengið skorið úr svona hlutum strax.

 68. Þetta er nú bráðfyndin og skemmtileg umræða um Michael okkar Owen. Hvort menn hati hann eða sé sama um hann er eðlilegur stigsmunur. Mér finnst þetta snúast um þrennt:
  – Hann vann fyrir okkur allavega einn mjög eftirminnilegan titil
  – Hann fór frá okkur með lúalegum hætti
  – Hann spilar með erkifjendunum

  Spurningin er hvort þetta fyrsta vegi hærra en hitt, mitt svar er bæði og, ég gleðst frekar yfir óförum hans núna. Hversu illgjarnt sem það nú er og hversu slæmt karma ég fæ til baka fyrir það…

  En hinar fréttirnar eru betri, Torres heitur gegn Lichtenstein og kannski að hann komi heill út úr seinni leik Spánverja líka? Það væri allavega nýtt og kannski að hann komi funheitur úr landsleikjahléinu í deildina á næstu helgi.

 69. Það er nú kannski heldur ekki fallegt að gleðjast yfir óförum Wayne Rooney í einkalífinu – sem hefur síðan áhrif á vinnuna hans…en maður gerir það nú samt:/

 70. held að við getum ekki dæmt um hvort insua eða Konchesky sé betri fyrr en sá síðnefndi hefur spilað nokkra leiki fyrir rauða herinn!

 71. Já Ívar það er alltaf leiðinlegt að lenda í framhjáhaldi…

  Nei djók (orðalagið) hann kom sér auðvitað sjálfur í þessi vandræði. Hann Rooney er kannski góður knattspyrnumaður, en hann er langt frá því að vera einhver mannvitsbrekka. Því má auðvitað benda á hann og hlægja.

 72. 81

  Miðað við dæmið sem þú settir fram, þá þurfti ég hvorki að setja mig í sérstakt dómarasæti né að koma mér fyrir í turni, til að skera úr um hvað væri barnaskapur og veruleikafirring. Þörungur hefði getað skorið úr um það án mikillar fyrirhafnar. Ég benti bara á hið augljósa.

  Ef þú vilt að fólk skilji það sem þú skrifar á ákveðinn hátt, væri þá ekki ráð að skrifa texta í samræmi við það í stað þess að skrifa bara eitthvað bull og reikna með því að menn geti í eyðurnar, þér í hag?

  Ef eindreginn vilji er fyrir hendi, þá skal ég glaður taka það að mér að sinna eftirliti með kjánaskap í kommentakerfi. Hingað til hafa menn þó brugðist misvel við slíkum ábendingum, þannig að ég fer fram á einkennisbúning og skjöld svo ég geti sýnt vald mitt almennilega þegar svo ber undir.

 73. Owen til Scums. Aðeins eitt við því að segja: Svona gera menn ekki.

 74. 84

  Athyglisvert að sjá svona samanburð. En það er erfitt að bera saman bakverði í Liverpool og Fulham. Það er ósköp eðlilegt að tölfræðin líti betur út hjá Insúa. Hann er að crossa fyrir á fleiri menn og það er miklu meira pláss á boltanum hjá leikmönnum Liverpool. Þetta er nú samt mun meira afgerandi en mig hefði órað fyrir.

  Ég hef látið Insúa fara mikið í taugarnar á mér, full mikið kannski, en hann er mjög slakur varnarmaður.

 75. Það væri líka athyglisvert að sjá hversu há prósenta af mörkum sem liðin fá á sig koma eftir upphlaup andstæðinganna þeirra megin. En ég hef verið mjög á móti þessum skiptum, held við séum að fá sambærilegan leikmann, mun eldri, sem á ekki eftir að bæta sig, fyrir yngri, efnilegri leikmann sem á töluvert eftir að bæta sig, sérstaklega hvað varnarleik, leikskilning og staðsetningar varðar. Einu efasemdirnar sem ég hef gagnvart Insúa er að hann er ekki nógu hraður. Spurning hvort hann nái að laga það.

 76. Ég hefði talið það verið mun gáfulegri lausn í þessu vinstri bakvarðamáli að hafa t.d. bæði Konchesky & Insúa. Þar með værum við komnir með aktíva samkeppni um stöðuna.

  Insúa hefði getað haldið áfram að læra og vonandi lagað sinn stærsta veikleika sem eru staðsetningar.

 77. Ég er alveg sammála því Mummi. Insúa og Koncheskey hefði verið gott combo. Með einn solid bakvörð sem kann á deildina og annan efnilegan sem þarf að bæta ýmislegt.

  Í mínum huga átti ekki að fá Aurelio aftur, enda vitað mál með meiðslavandræði hans. Sérstakt einnig að hann hefur lítið sem ekkert spilað og Agger tekinn framyfir hann.

 78. Alveg sammála mönnum með það að Aurelio átti ekki að fá annan samning og betra hefði verið að hafa Insua með Konchesky, beinlínis skil hitt ekki!

  En svo er Van der Vaart búinn að láta vita af því að hann valdi Tottenham framyfir Liverpool á “deadline-day” vegna “feel good factor” sem hann fékk við að ræða við Harry Redknapp.

  http://www.skysports.com/story/0,19528,11661_6361836,00.html

  Svo ekki getur nokkur pirrað sig á því lengur að ekki var reynt að kaupa þann ágæta mann. Ég reyndar tel hann ekki það sem okkur vantar.

  En það pirrar mig þegar menn velja Tottenham framyfir Liverpool. Viðurkenni það….

 79. Stærsti veikleiki Insua var ekki hvernig hann staðsetti sig. Það var ósköp einfaldlega hæðin og hversu lélegur hann var í loftinu. Í fyrra var Fulham eitt af mörgum liðum sem beittu “Flo-pasning” gegn Liverpool, sendu háa bolta inn í boxið hægra megin á framherja sem tók Insua í nefið í loftinu og skallaði inn í teig. Maður sá þetta mörgum sinnum og þetta kostaði nær alltaf hættu eða mörk. Það kom mér ekki á óvart að Roy Hodgson mæti það svo að framtíð Insua væri ekki hjá Liverpool.

 80. Insua var nú bara lánaður. Kemur vonandi aftur með meiri reynslu.

 81. Maggi, ef Cole hefði ekki verið til staðar þá hefði Vartarinn valið Liverpool. Líka þá eru þeir í CL en ekki við.

  Hinsvegar, rakst ég á grein um Gomez málið. Svosem ekki áreiðanlegasti miðillinn en here it goes:
  http://www.caughtoffside.com/2010/09/05/liverpool-to-sign-16m-striker-in-january-transfer-window/?

  Og ef satt er þá skil ég af hverju menn voru ekki með neinn annan kláran á kantinum. Eins og maður segir, það er oft meira í gangi en maður heldur.

 82. 98

  Í mínum huga er Insúa ekkert að fara að koma aftur. Hann er farinn frá liðinu á láni út tímabilið og var nánast farinn til Fiorentina en náði ekki samkomulagi um kjör við þá. Galatasaray hefur möguleika á að kaupa hann í lok tímabilsins og ég hef trú á því að þeir notfæri sér það. Þrátt fyrir mína skoðun á Insúa, þá var nú ekki liðinu til bóta að losna við Insúa, Dalla Valle og unga Svíann sem ég man ekki hvað heitir og fá eingöngu Konchesky í staðinn.

 83. Þarsem margir tala hér um svik Owen hvernig haldið þið að Carra líði þegar hann tók Vítaspyrnu Everton í Tribute leiknum sínum:
  http://www.youtube.com/watch?v=LM3oJVBZSyg&feature=popular
  Reynt snilld hvað þessi leikur sýnir hvað Fótboltinn er fallegur og það var gaman að gerrard gæti verið með líka flott að ungu strákarnir gerðu flotta hluti og gæti alveg séð marga leik með Jonjo og Nathan Ec.
  og hér flott viðtal við Carra:
  http://www.skysports.com/story/0,19528,11669_6358005,00.html

 84. Er alveg eðlilegt að menn eru farnir að velja Tottenham fram yfir Liverpool? Maður spyr sig að því hvort liðið sé stórveldi …

 85. Nú er að koma í ljós að Liverpool reyndi virkilega að styrkja hópinn frekar, t.a.m. var reynt að fá V.D.V. og Gomez. Það er ekki gott að segja hvort það hafi verið reynt nóg, eða staðið hafi verið nægilega vel að málum. Hinsvegar, er jákvætt að sjá að Roy og co voru með plön í gangi því það sýnir okkur að til hafi verið peningur til að bæta við hópinn. Nú er að vona að liðið hangi í toppliðunum fram að áramótum og þá verði hópurinn styrktur í næsta transfer glugga.

 86. maður spyr sig af hverju velur VDV að fara til Tottenham frekar?
  Sýndu þeir meiri áhuga eða var þetta bara meistaradeildarsætið?
  Hefði verið frábær viðbót við okkar fáliðaða hóp

 87. Hleb valdi Birmingham fram yfir bæði Liverpool og Tottenham einfaldlega því þeir lofuðu honum miklu meiri spilatíma sem var eitthvað sem hin liðin gátu ekki gert.

 88. Vá ef við hefðum fengið bæði VDV og Gomez á lokasprettinum. Staðan væri töluvert önnur. Gerrard, Torres, Joe Cole, Gomes og VDV? Þetta hefði verið líklegt til árangurs.

 89. Verð aðeins að koma inn á þessa Owen umræðu. Owen á svo sannarlega skilið að vera kallaður Júdas. Afhverju? Jú Júdas sveik Jesú fyrir peninga og það er nákvæmlega það sem Owen hefur gert 2 sinnum við Liverpool. Hann ákvað að fara til Real afþví að þeir voru tilbúnir að borga honum meiri pening en Liverpool gat. Hann fór líka til Newcastle frekar en Liverpool af því að þeir voru tilbúnir að borga honum meira síðan til að kóróna framkomu sína gagnvart Liverpool aðdáendum þá gengur hann til liðs við Man U.
  Hann hafði möguleika á því að fara til annarra liða en valdi United þrátt fyrir að líklega fengi hann ekki eins mikið að spila þar eins og hjá öðrum “lakari” liðum og það þrátt fyrir að Hm væri á næsta leiti. Þannig að í öll þessi 3 skipti hefur hann valið peninga fram yfir annað.

  Síðan má svona til gamans taka póstinn hans SSteina og minnast á að í rannsóknum hefur það nú komið ansi sterkt fram að fótbolta unnendur eru frekar tilbúnir að skipta út konunni en að skipta um uppáhaldslið (nenni ekki að leita af heimildinni getið sjálfsagt fundið þetta á Google) þannig að hversu barnalegt mönnum finnst kommentið hans SSteina þá á það nú bara töluvert við rök að styðjast og tilfinnigar margra til fótbolta félaga ekkert minni en til sinnar heitt elskuðu:)

Leikmannaglugginn: Góður? Vondur?

Hodgson tjáir sig og Carra líka…