Opinn þráður: Lokadagur gluggans!

Við verðum á fréttavaktinni fram á miðnætti í kvöld. Þessi færsla verður uppfærð með vísunum á fréttir um leið og eitthvað solid gerist. Þið hjálpið okkur svo með fréttavaktina í ummælunum.


17:00 Tíminn er liðinn og ekkert enn að frétta. Héðan í frá uppfæri ég bara ef eitthvað fréttist en þar sem það virðist ekki neitt vera í gangi segi ég vaktinni hér með lokið. Kaup og sölur sumarsins verða svo gerð upp fljótlega á þessari síðu.
16:19: Fréttamaður Guardian segir nú á Twitter-síðu sinni að þar sem Babel sé ekki að fara til West Ham sé nánast enginn séns á að Cole komi til okkar. Þessu virðist því vera að ljúka án þess að við náum að tryggja okkur framherja fyrir veturinn.
15:40: Ryan Babel á Twitter-síðunni sinni: LFC all the way! YNWA. Við getum hætt að hlusta á ruglið í fjölmiðlum. Ætli það sé yfirhöfuð nokkuð í gangi annað en uppspuni? Babel er allavega ekki að fara. Og alveg örugglega ekki í þyrlu.
15:39: ESPN heldur því fram núna að Babel sé á leið til London til að klára 10m punda félagsskipti yfir til Tottenham. Þetta gæti því alveg verið möguleiki. Hvað við gerum við þessar 10m verður hins vegar alveg að koma í ljós … 80 mínútur eftir.
15:28: Greyið Ryan Babel. Hann er sennilega enn í þyrluflugi yfir London því nýjustu slúðurfréttirnar segja að við höfum boðið West Ham 12m punda plús Babel fyrir Carlton Cole. Slúðrið segir líka að Tottenham hafi boðið okkur 10m punda fyrir Babel. Ég trúi hvorugri af þessum tveimur fréttum. Ég trúi því hins vegar fullkomlega að Babel sé búinn að hringsóla í þyrlu yfir London síðustu þrjá tímana…
14:03: STAÐFEST! Liverpool hafa keypt Paul Konchesky frá Fulham. Lauri Dalla Valle og Alexander Kakaniclic fara til Fulham í staðinn. Hlutirnir gerast hratt núna.
14:00: Sky Sports halda því núna fram að West Ham séu að íhuga tilboð í Carlton Cole. Þrír tímar eftir af glugganum og Cole var ljósmyndaður á æfingu með enska landsliðinu fyrir hádegið. Ætli þyrlan skutli Babel þangað og pikki Cole upp í staðinn? Þetta skýrist allt á næstu 180 mínútum. Svo getum við farið að hugsa um fótbolta aftur. Þvílíkt sumar…
13:57: Opinbera síðan staðfestir að við höfum keypt tvo leikmenn – Suso hinn unga sem hefur verið hjá okkur í ár en skrifar nú loks undir fullorðinssamning og svo enn einn ungverska unglinginn. Á meðan segja slúðurhundarnir á Sky að Ryan Babel sé í þyrlu yfir London en vita ekki hvort hann stefnir til Tottenham eða West Ham. Erfitt að lesa í ferðir þyrlunnar. Silly season er yndislegt.
12:00 Daily Mail segja að Stoke City hafi reynt að kaupa Lucas Leiva en hann hafi neitað að fara. Fimm tímar eftir af glugganum.
11:02: Miðlar í Hollandi segja að Ajax séu að reyna að kaupa Ryan Babel til baka. Þá er Damien Plessis víst farinn til Panathinaikos í Grikklandi.
10:15: Sky Sports segja að Insúa fari á láni til Galatasaray. Er það slæmt að fá ekki fé fyrir hann til að eyða í leikmenn, eða gott að láta hann ekki alveg frá okkur ef hann skyldi geta komið að notum í framtíðinni? Ég er ekki viss. En hann er allavega farinn. Við bíðum eftir staðfestingu af Paul Konchesky sem er víst í læknisskoðun á Melwood akkúrat núna.
10:08: Roy Hodgson segir á opinberu síðunni að það sé „ólíklegt“ að Mario Gomez, Carlton Cole, David Trezeguet eða Arda Turan komi til Liverpool.
08:37: Litlar fréttir enn, en fregnir frá Melwood segja að leikmenn hafi fengið frí frá æfingum í dag svo að Hodgson geti unnið óáreittur að leikmannamarkaðnum. Þannig að eitthvað hlýtur að gerast í dag.
07:10: Telegraph segir að Liverpool hafi spurst fyrir um Bobby Zamora en Fulham hafi neitað, vilji ekki selja.
06:49: LFC Globe segir að Insúa sé á leið til Galatasaray fyrir 4.5m punda. Insúa staðfesti þetta sjálfur á Twitter í gær.
06:33: Ekkert að frétta enn.

267 Comments

 1. Þetta með Insua kemur ekki á óvart. Greinilegt að hann er ekki að hrífa Hodgson og því ekkert annað í stöðunni en að láta hann fara. Þetta þýðir væntanlega að Paul Konchesky skrifi undir í dag. Stóra spurningin hins vegar er hvort að félaginu takist að landa framherja. Af þeim sem nefndir hafa verið til félagsins undanfarið þá er ég spenntastur fyrir Mario Gomes frá Bayern M. Er lítið spenntur fyrir Zamora eða C. Cole. Tel þó Cole skárri kost miðað við síðustu tvær leiktíðir en að mínu mati eru báðir tveir algjörir miðlungsleikmenn og báðir eflaust verðlagðir langt umfram getu fyrir það eitt að vera enskir. Ég hefði líka verið spenntur að fá Huntelaar til liðsins en því miður þá fór hann til Schalke fyrir rétt rúmar 10 milljónir punda.

 2. Fínt að vera í fríi í dag því getur maður kíkt hér inn reglulega til að sjá hvað er að gerast og gott mál ef við fáum nokkrar millur fyrir Insua, hefði mátt gerast aðeins fyrr samt.

 3. Hvar fær Schalke alla þessa peninga ?? Þeir hafa undanfarin 7 – 8 ár eytt og eytt í leikmenn með engum árángri en samt halda áfram að eyða og eyða ! Ég er fúll að missa af Huntelaar, hefði verið snilld að fá hann í Liverpool. En vonandi er RH að plotta eitthvað sniðugt ! Það verður ekki mikið unnið í dag greinilega haha

 4. Lokar ekki leikmannaglugginn á miðnætti ?
  Á fótbolti.net segir að hann loki kl 17:00 á Ísl tíma.

 5. Ásmundur, ég held að það sé alveg örugglega miðnætti í mið-Evrópu, sem ætti að vera kl. 10 í kvöld að okkar tíma.

  En já, af öllum þeim framherjum sem eru orðaðir við okkur er maður spenntastur fyrir Gomez. Ég er að krossleggja fingur, tær og rasskinnar fyrir því að við fáum Gomez að láni í eitt ár í dag. Þá sofna ég skælbrosandi í kvöld.

 6. Það er nú alveg kominn tíma á að við fáum inn eitt stórt nafn á lokadegi gluggans.
  Hefur það gerst áður hjá Liverpool svo þið munið eftir.
  Alltaf bíður maður og ýtir á F5 allan daginn og ekkert gerist svo.

 7. Mér sýnist líka að glugginn loki klukkan 18:00 að breskum tíma, sem sagt 17:00 að íslenskum. Það hljóta því að fara að detta inn einhverjar fréttir!

 8. Breski glugginn lokar kl. 17:00 í dag.

  Sá í gær á spjallþræði skemmtilega kjaftasögu um að Liverpool FC hafi beðið um að láta loka gangi í hóteli þar í borg svo að leikmenn sem þeir væru að fá í dag í læknisskoðun/samningaviðræður væru lausir við ágang fjölmiðla.

  Auðvitað bara skemmtilegt slúður, en ég vonast enn eftir að við fáum þrjá leikmenn í dag. Konchesky, Carlton Cole og sóknarvængmann, alvöru!

 9. Þó svo að ég væri svo sannarlega til í þetta Maggi (þ.e. að þrír leikmenn kæmu inn í dag, vinstri bakk, framherji og sóknarvængmaður) þá held ég að þetta sé bara draumalandið sem maður kemst ekki til. Konchesky kemur pottþétt (ekki spenntur) og ég er bara með fingers crossed með að fá einn framherja. Það er því miður það mesta sem hægt er að búast við, er meira að segja ekkert að kafna út bjartsýni með að fá framherja.

  Chris Bascombe er svo búinn að greina frá því að Plessis sé farinn til Panathinaikos

 10. sjitt hvað ég er ánægður með þennan þráð!! maður á eftir að vera á F5 takkanum í dag 😉 svo bara að vona að stjórinn okkar hafi eitthvert snildarbragðið í erminni

 11. David Trezeguet búinn að skrifa undir hjá stórliðinu Hercules á Spáni og ætlar sér að verða næsti Pétur Pétursson þar.

 12. Ghukha, það er ekki pláss fyrir nema einn leikmann sem ekki er “homegrown” í 25 manna leikmannahópnum okkar.

 13. Ég er ekki alveg að skilja þessa löngun sumra hérna í Gomez, hann átti eitt ágætt tímabil með Stuttgart, þaðan sem hann fór til Bæjara, og þar hefur hann verið að valda mönnum skelfingar vonbrigðum út í eitt?? Hann lak inn í þýskalandsliðið fyrir HM í sumar, mörgum til mikillar gremju þar sem aðrir sóknarmenn þýskir höfðu verið að skila mun fleiri mörkum og hvað þá mínútum en Gomez! Hann á ekkert erindi til Liverpool, nema þá til að skoða Bítlaminjar.

 14. Roque Santa Cruz orðaður við Fulham. Mér finnst nú að við ættum að reyna að fá hann, en spurning hvort Man City vilji selja hann til okkar.

 15. Nýjasti orðrómurinn er að Liverpool sé langt komið með því að tryggja sér Bojan að láni frá Barca, haft eftir fréttamanni hjá Echo.

 16. Ég væri mjög til í Bojan! ekki stríða mér svona með orðrómum SSteinn!

 17. Ef Wayne Bridge er til sölu þá vona ég að við fáum hann frekar en Konchesky. Held þó að Bridge sé með miklu hærri laun, en hann er klassa ofar en Konchesky.

 18. Þetta var Michael Da Silva á Soccernet transfer deadline umfjölluninni að segja rétt í þessu:
  “The Mirror’s Liverpool correspondent David Maddock: “Liverpool have 4 or 5 strikers that they’re working flat out with agents on. However, a club source said they have ‘more chance of signing Cheryl Cole than Carlton Cole’ today.””

 19. Djöfull væri ég miklu meira til í Wayne Bridge heldur en Konchesky ef ég á að segja alveg eins og er. En líkurnar á því að City selji hann til okkar eru…ENGAR.

  Væri líka til í Cheryl Cole 🙂

 20. ekki svo hrifinn af Bojan, finnst hann vera svona barnastjarna eins og Saviola…

 21. Wayne Bridge er að mínu mati vonlaus varnarlega og í það mesta “average” sóknarlega. Var blásinn upp eftir eitt gott tímabil hjá Southampton og hefur ekki átt þrjá góða leiki í röð síðan.

  Hann er stærra nafn en Konchesky vissulega, en að mínu mati af völdum blaðamanna sem horfa á markaskorun og tæknibrellur sem mikilvægasta element leikmanns.

  Ég tel okkur þurfa solid leikmann sem getur varist. Það er ekki Bridge í minum huga.

 22. Maggi, ég er ekkert ósammála því að Bridge er dálítið útblásinn, en hann er samt miklu betri varnarmaður en Insúa verður nokkurn tímann. Svo er Bridge með virkilega góðar fyrirgjafir.

 23. Sá orðrómur gengur núna að bæði Mario Gomez og Bryan Ruiz hafi verið að lenda í Liverpool. Hljómar mjög ólíklegt.

 24. [quote]10:08: Roy Hodgson segir á opinberu síðunni að það sé „ólíklegt“ að Mario Gomez, Carlton Cole, David Trezeguet eða Arda Turan komi til Liverpool.[/quote]

  Hverjir eru þá líklegir ?? enginn ?? 🙁

 25. Vissulega er Bridge betri en Insúa, en ég efast um að þeir sem hafa efasemdir um kaupin á Konchesky hafi séð hann spila marga leiki með Fulham. Hann er að mínu mati betri varnarlega en Bridge, og er þess utan með sérlega öflugan vinstri fót og fínar fyrirgjafir. Hef trú á að hann eigi eftir að reynast okkur álíka vel og Finnan. Ef Insua verður seldur a sama pening og við borgum fyrir Konchesky þá er það mikil styrking.

 26. Það er eins gott að commentin er ekki númerið lengur, fjöldinn á eftir að verða slíkur í dag að kerfið myndi springa!

  ViktorEB: ég segi NEI TAKK við þessum Lucas orðrómi. Við eigum ekki að fækka í hópnum, verðum að hafa einhverja smá breidd.

 27. Þetta viðtal við Hodgson er tekið 26 ágúst. líklegast margt breyst síðan þá.

 28. Væri til í að sjá Benzema með Liverpool treyju í höndunum seinna í dag !!

 29. @ Gummi Daða. Það er einmitt þegar kommentin eru orðin svona mörg þar sem númering kæmi að góðu gagni!

 30. Ég ætla ekki að refresha aftur fyrr en eftir hádegi! Ég er ekki að koma neinu í verk…

 31. Sammála Grétar!
  Ghukha: Ég ætla hins vegar að fá mér kaffi og kex og hamast á F5 takkanum í allan dag. Er fáránlega spenntur!

 32. ég er einn af þeim sem er að farast úr spenningi og kýs að lesa það út úr því að ef kallinn (RH) hefur gefið leikmönnum frí í dag að hann sé með einhver tromp upp í erminni sem eiga eftir að hrista vel upp í okkur í dag !!!!

 33. rúmir sex tímar til stefnu og ekki eykst bjartsýnin neitt með hverjm klukkutímanum en maður er samt einhvernveginn meira spenntur en að vera einn í þúsund mann bíósal að horfa á einhverja svaðalega hrollvekju…

  Bojan yrði skemmtilegur kostur en alls ekki þessi stóra og sterka týpa sem Hodgson virðist vera að leita af…

  Einhvernveginn held ég að við séum alls ekki að fá Cole eða Gomez… Hvað skyldi okkar maður þá eiga uppí erminni???

  Djöfull er ég spenntur og váá hvað þetta verður langur dagur á f5 takkanum….

 34. Er ekkert spenntur fyrir deginum, meira kvíðinn. Hvað ef það kemur enginn striker??? Hef mestar áhyggjur af því að ekkert gerist

 35. Það hefði verið sterkur leikur að næla sér í Gyan, leist afburðar vel á hann á HM! Ég er ágætlega spenntur fyrir Konchensky!

  Vill endilega að við náum að landa einum Framherja og Konchensky, ekki meira hægt að ætlast til, ekki nema að Roy hafi eitthvað uppí erminni sem heufr verið að ske alfarið bakvið tjöldin!

  YNWAL!

 36. Ástæðan fyrir dráttinum á kaupum á Paul Konchesky er víst sú að hann stenst (eða þeir sjá eitthvað athugavert sem er verið að skoða) ekki lækniskoðun. Frábært ef að verður að félagið sé að kaupa enn einn meiddan (meðal)leikmanninn sem verður á sjúkralista allan sinn tíma hjá LFC.

 37. LS: ég heyrði að málið snerist um unga Finnan okkar, Dalle Valla og læknisskoðun hans.

 38. Hádegismaturinn var tekinn inn á skrifstofu í dag. Er með ca. 10 “tabs” í gangi með helstu vefsíðunum. Þetta er spennandi dagur og ég bið hér með vinnuveitanda minn afsökunar. Ég skal bæta fyrir þetta.

  Annars trúi ég varla að þetta með Bojan sé satt. Hann hefur vissulega hæfileika en jarðýturnar í PL myndu tækla úr honum nefhárin.

 39. Já var það ekki að Dalla Valla sé ekki að komast í gegnum læknisskoðun hjá Fulham ?

 40. Konchesky er svo gott sem kominn, við þurfum ekki að pæla meira í því. Ég væri bara svakalega til í að sjá framherja skrifa undir í dag. Mér er eiginlega slétt sama hvort að þá yrði stór target center eða eldfljótur striker. Mér myndi finnast mjög sniðugt að fá stóran stæðilegan framherja sbr. Gomez eða Cole. Hann myndi létta allsvakalega á Torres og opna svæði fyrir hann. Ég var samt að lesa að Gomez mætti ekki fara neitt, þ.e Bayern vildi alls ekki selja hann.

 41. Hef nákvæmlega enga trú á að Bojan sé að koma. Þá hafa Barca einungis Villa. Fréttin á Liverpool síðunni er frá 26.ágúst svo það hefur vonandi margt breyst síðan þá.

  Minn draumakostur er Mario Gomez á lánsdíl. Hef enn trú á því þó að einhver þjóðverji hafi verið með morgunógleðina, það getur margt gerst í hamaganginum á 31.ágúst.

 42. Harry alltaf góður

  12.08pm: Harry Redknapp has just spoken to Sky’s Man Outside Tottenham’s Training Ground: “Not close to signing anyone. Some loans leaving. Lionel doesn’t want to leave Barcelona.”

 43. Ég held að við verðum sjokkeraðir illa í dag með einhverjum óvæntum kaupum sem enginn átti vona á! Sannið til, þið lásuð það fyrst hér !

 44. Mer synist allt vera dottid upp fyrir og okkar eina von er hinn gedthekki ungi Hollendingur med storkostlega nafnid. Ricky van Wolfswinkel. Hann var ad taka hatttrikk um daginn a moti Celtic
  http://www.youtube.com/watch?v=mJpooyvVf70
  Thad er samt eitthvad undarlegt vid ad Toivonen se ekki madur sem hentar okkur en thessi strakur er se thad?

 45. maður er orðin svo noijaður hérna að þó það komi bara einhver framherji sem maður hefur aldrei heyrt nefndan á nafn þá er maður sáttur… vona samt að það komi eitthvað nafn en bjartsýnin eykst ekkert hérna sko

 46. Mikið væri ég til í að fá Arda Turan til Liverpool !! Mjög skapandi leikmaður og mjög fljótur.

 47. Er ég bara svona svartsýnn eða eru það fleiri ?

  Ég hef nákvæmlega enga trú á því að neitt spennandi gerist. Það hefur ekki verið vani Liverpool að krækja í leikmenn í lok glugganna og það síðasta sem ég man eftir var þegar Emile nokkur Heskey kom til okkar í lok janúargluggans árið 2000 !

  Ég vona svo innilega að ég hafi rangt fyrir mér en ég sé EKKERT gerast.

 48. Ég skil ekki afhverju við fengum ekki Hleb á láni. Hann var að ganga til liðs við Birmingham á eins árs lánsdíl. Flottur leikmaður sem hefur sannað sig í ensku deildinni.

 49. Skrítið að sjá að skv. kjaftasögunum eru flestir klúbbar alveg háðir því að selja menn til að geta keypt. Það er af sem áður var. Milan er að reyna að kaupa Robinho en verður að selja Borriello til að eiga fyrir honum. Er Berlusconi hættur að geta tekið pening út úr einhverju skattaskjólinu og reddað málunum? Roselega hefur það kostað að græða þessi hár á hausinn á honum.

 50. hvaða síða er best til að sjá hvaða dílar eru búnir að ganga í gegn í dag og hvað helsta slúðrið er ?

 51. Öhhh afhverju er eina slúðrið um að það séu leikmenn að fara frá okkur ? á það ekki að vera öfugt ?

 52. Nafni:
  “Ef Insua verður seldur a sama pening og við borgum fyrir Konchesky þá er það mikil styrking.” Ég er þér ósammála. Gamall miðlungs bakvörður seldur fyrir ungan efnilegan (homegrown) og nokkuð sambærilegan í getu. Held það sé bara engin styrking.

  Af öllum þessum fréttum finnst mér áhyggjuefni að öll teikn um að menn fari frá okkur virðast vera lengra komin heldur en þau að menn séu að koma til okkar. Ég ætla skoða þessa síðu aftur kl. 17. Það er ekki hægt að vinna útaf þessu.

 53. 1:20

  Football Editor:
  Our Rumour Room gives you the chance to send in any bits of gossip you’ve heard and Josh Matthews believes Fulham could sign Russian goalkeeper Vyacheslav Malafeev and Shaun Crookes feels Liverpool could be the club to sign AC Milan’s Marco Borriello. You can rate these rumours by clicking here.

 54. 9 milljonir og Babel med fyrir Carlton Cole er skelfilegur Dill.
  Vill einhver hringja i Hodgson og segja honum ad vid viljum naturally born striker, ekki enn eitt “einhvern daginn verd eg godur” striker.

 55. Vona að þetta sé bara rumour. Mér líst ekkert á að fá Marco Borriello. Hann er með “the Italian curse” sem þýðir að ef þú varst góður í ítölsku deildinni þá áttu eftir að drulla á þig í ensku. Dæmi: Shevchenko, Crespo, Verón, Aquilaini, Dossena, Massimo Taibi, miklu frekar að fá leikmenn sem hafa sýnt sig og sannað í ensku deildinni.

 56. 1:29 The Editor: Skysports.com understands Tottenham and West Ham have made last-ditch moves for Liverpool’s Ryan Babel.

 57. 13,49: Liverpool are “dotting the i’s and crossing the t’s” on the Paul Konchesky deal, but are keeping their lips sealed on Roy Hodgson’s pursuit of a striker to support Fernando Torres.

 58. það er einhvern veginn farið að verða erfitt að sjá þetta enda vel !

  en raul birtist reyndar alveg uppúr þurru og allt í einu, kannski tekst það í dag. En ekki er ég bjarstýnn.

  Svo er það náttúrulega grín ef…., babel yrði síðan lánaður frá okkur og enginn kæmi í staðinn, ég vona að stjórnendur hjá klúbbnum taki ekki svoleiðis ruglákvarðanir !

 59. Eru menn að grínast með Mario Gomez, ég trúi varla að þið sem vonist eftir að hann komi séuð búnir að sjá hann spila. Hann er hægur, þungur og lélegur klárari, hefur ekki komist nálægt byrjunarliði Munchen eða Þýskalands í einhver ár núna.

  Vona að það komi eitthvað svona hressandi surprise eins og með Meireles.

 60. Palli: Gomez var fyrsti varamaður Klose hjá Þýskalandi á HM í sumar og svo var hann á undan Klose hjá BM í vetur.

 61. Vá hvernig væri að hætta þessu endalausa væli um að ekkert gerist, Babel verði lánaður, þetta endi ekki vel og bla bla bla. Þið eruð eins og bunch of old ladies að væla í saumaklúbbi! Það er engin leið til að vita hvað er að marka allar þessar sögur í fjölmiðlunum fyrr en kl. 5 þegar í ljós kemur hvaða dílar gengu í gegn og hvað var bull og vitleysa. Hvernig væri þá að passa bara uppá legvatnið og fylgjast rólegar með fréttunum í dag, dömur?? Þið getið svo byrjað að væla yfir öllu kl. 5.

  Áfram Liverpool!!

 62. Djöfull ertu harður, Gummi. Frábært að fylgjast með þér sýna hinum Púllurunum hvar Davíð keypti Ölið.

  Vert’annars staðar.

 63. Palli: Gomez er búinn að skora 49 mörk á síðustu tveimur tímabilum, með Bayern og Stuttgart, í 89 leikjum.

  Skoðun sumra á Gomez litast af því að hann var ekki að gera mjög gott mót á HM og í meistaradeildinni. En góður er hann og hörku slúttari. Vandinn við hann er touchið og tæknin. Hann er svolítið klossaður.

 64. Það hefur ekki heyrst mikið hérna um slúðrið um að við séum að fá Fernando Llorente frá spáni,
  63 mörk í 216 leikjum, stæðilegur strákur sem væri alveg allt í lagi að sjá frammi með Torres ????

 65. Michael Da Silva á soccernet virðist hafa einhverjar nýjar upplýsingar um að Babel sé að fara til Spurs fyrir 9 milljónir punda.

 66. Ég trúi því ekki að Hodgson muni láta Babel fara á seinustu klukktímum gluggans.

 67. ætli fléttan sé að selja Babel til Spurs fyrir 9 milljónir punda og kaupa C. Cole frá West Ham ?

 68. 2:21

  Football Editor:
  Carlton Cole has been the subject of speculation in recent weeks and Sky Sports sources understand West Ham are now considering a bid from Liverpool for the England striker.

 69. Sky Sports source segir að West Ham sé að íhuga boð frá Liverpool í C.Cole. Er þetta áreiðanlegur “source”? eða bara einhver að senda “rubish” póst út frá pælingum fjölmiðla er spurning.

 70. Það er klárlega hægt að grafa upp flott stats um Gomez og það er rétt hjá þér að hann hefur fallið í áliti hjá mörgum bara síðasta árið.

  Mín skoðun á honum hefur hins vegar verið óbreytt í 3 ár. Ég held að Jóhannes fangi þetta frábærlega með orðinu “klossaður”. Ég trúi því alltént að C.Cole yrði margfalt betri kaup en Gomez sem nota bene kostaði FC Bayern rúmar 30 milljónir evra fyrir rúmu ári. Ég hef bara rosalega litla trú á að hann geti fótað sig í ensku deildinni. Erfitt að skýra það….

  Ótrúlega svipaður leikmaður með mjög svipaðan feril fór nýlega aftur til Þýskalands eftir sneypuför til Englands: Claudio Pizzarro.

 71. Hann er ekki að láta Babel fara nema að hafa eitthvað annað í hendinni.
  Maggi talaði um að það væri eitt laust pláss fyrir not homegrown, en eru þá tvö ef Babel fer?
  Spurning hvort eitthvað sé að ske?
  Eins og ég hef áður sagt hef ég ekki trú á því að Babel verði notaður sem striker, á meðan við höfum mjög flotta miðju. Þannig að það væri money well spent ef hann fer og við fáum góðan striker í staðinn.

 72. Football Editor: Carlton Cole has been the subject of speculation in recent weeks and Sky Sports sources understand West Ham are now considering a bid from Liverpool for the England striker. Tuesday August 31, 2010 2:21 Football Editor

 73. Já Árni Jón.

  Einmitt það sem ég hugsaði, kannski er bara karlinn að fá tvo “erlendinga” og þá þarf hann að selja einn slíkan. Sé nú ekki marga betri sölukosti í stöðunni en Babel.

  Spái því að LFC bíði til 16:45 og kynni þá eitthvað til sögunnar.

 74. 1419: Sky Sports report that Liverpool striker Ryan Babel is in a helicopter heading to Tottenham as we speak

  9 mill punda væri góður peningur fyrir mann sem er ekki að fara að standa sig hjá okkur. Hefði þó viljað sjá hann í West Ham frekar en Tottenham þar sem Tottenham er svona direct competition fyrir okkur.

  En RH setur þau skilyrði fram að hann selur ekki Babel nema hann sé búinn að tryggja sér annan framherja.

 75. Ef einhver hefði sagt við mig eftir leiktíðina 2009 þegar liðið endaði í 2. sæti, að rúmi ári seinna ætti liðið eftir að kaupa Carlton Cole og Paul Konchesky hefði ég farið að gráta……sorgleg þróun :s

 76. Enginn fer, en Carlton Cole kemur. Þannig fer dagurinn í dag. Hefði nú frekar viljað fá Gomez

 77. Mér líst nú ekki vel á að selja Babel, og hvað þá til Tottenham sem verða líklega keppinautar okkar um fjórða sætið á ásamt City. Algjör óþarfi að vera að styrkja keppinauta okkar. Auk þess líst mér ekki vel á að hafa Jovanovic eina möguleikann á vinstri kantinum. Jovanovic virðist vera “Kuyt týpa” af kantmanni. okkur vantar fleiri kantmenn sem eru svipaðir Babel.

 78. 1447: Gilardino at Liverpool, Llorente, Iaquinta and Carlton Cole too (at least according to rumours). Wouldn’t it be great if they were all having an X-factor style audition, with the normally erudite Roy sat behind a desk barking at them like that Cowell character.

 79. einare: Af því að fyrir leiktíðana sem við lentum í 2.sæti gerðum við svo mikil klassakaup sem bentu öll til þess að liðið myndi enda í 2.sæti?
  Veit ekki hvort að það þarf að minna þig á það en fyrir 2008/2009 tímabilið, tímabilið sem við lentum í 2.sæti fengum við engin smáræðis nöfn til okkar ber þar hæst að nefna Phillip Degen, Andrea Dossena, Diego Cavalieri og Robbie Keane!

 80. Hvar er metnaðurinn?
  Góðir menn eru að fara á slikk og við erum að elta um B leikmenn!

  http://www.liverpoolfc.tv/news/transfer-gossip/liverpool-negotiating-with-at-least-five-clubs

  carlton cole , mario gomez , ola toivonen , peter crouch , roque santa cruz

  Jújú við gætum notað þessa menn mér finnst við ættum að geta gert betur og vera búinn að gera betur.
  Í dag líður manni eins og Liverpool sé taugaveikluð kona að leita sér af nýjum brúðkaupskjól í góða hriðinum.

 81. 1507: DONE DEAL: Paul Konchesky has completed his move to Liverpool, signing a four-year deal with the Premier League club. Lauri Dalla Valle and Alex Kacaniklic have moved in the other direction, joining Fulham.

 82. 1507: DONE DEAL: Paul Konchesky has completed his move to Liverpool, signing a four-year deal with the Premier League club. Lauri Dalla Valle and Alex Kacaniklic have moved in the other direction, joining Fulham.

 83. Hver er Alexander Kakaniclic og af hverju vissi ég ekki að hann var í Liverpool? Er einhver ástæða fyrir því að maður hefur aldrei heyrt á hann minnst áður? Er þetta samsæri?

 84. Guð minn góður. 4 ára samningur fyrir Paul Konchesky.

  Og það eru til menn sem eru virkilega ánægðir með það.

  Ég myndi hlæja ef þetta væri ekki svona sorglegt.

 85. Var ekki alltaf sagt in Rafa we trust svo núna er það in Roy we trust 🙂

 86. Betting update: Talk of Liverpool’s official offer for West Ham’s Carlton Cole has prompted his price to move to Anfield to come in to 1/10 on. It looks like the deal is almost done.

  Þetta virðist fara að verða staðfest!

 87. Nýjustu fréttir :

  Ég get staðfest að Liverpool er EKKI búið að hafa samband við mig um að leika með félaginu í sumar !!!

  Mér finnst þetta bara lélegt…. en við sjáum til… glugginn er ennþá opinn !!
  (ég treysti því að það verði haft samband við mig á síðustu metrunum… ég er allavega búinn að segja upp í vinnunni og svona…)

  Insjallah.. Carl Berg

 88. eitt er alla vega víst að við þurfum líkast til ekki að hafa áhyggjur af því að þurfa að sjá Eið í Liverpool treyju í vetur (eins og það hefði einhvern tíman gerst)

  1533: Eidur Gudjohnsen looks like he’s landed at Stoke City – the Monaco striker on the brink of signing a one-year loan deal. Busy ol’ day at the Britannia Stadium isn’t it?

 89. Loksins eitthvað staðfest

  Breaking News: Stöð 2 signs Spaugsstofan

  Eftir að hafa hlustað á ráðgjafa sína Jón Ásgeir og Ingibjörgu Pálma hefur Ari Edwld ákveðið að kaupa menn með reynslu og borgaði því metfé fyrir Spaugstofumeðlimina.

  Ari segir að þrátt fyrir þessi kaup muni verðið á enska boltanum og Stöð 2 ekki hækka…..svo fólk taki eftir.

  Það verður því enn ódýrara að horfa á Paul Konchesky og félaga heima.

 90. Það er frábært að fá Paul Konchesky….
  Þá kemur kannski stöðuleiki í þessa stöðu hjá okkur, en hann er búinn að vera enginn !

 91. Enginn búin að taka eftir hvað allir þessir menn sem skrifuðu undir í sumar eiga sameiginlegt? Konchesky, Auerlio, J. Cole, Shelvey, Aurelio og Jovanovic? 😀

 92. 1543: DONE DEAL: Birmingham are on fire. The Blues have just confirmed to BBC Sport the signing of Alexander Hleb on a one-year international loan deal from Barcelona. Top signing.

  Er þetta ekki eitthvað sem hefði átt að vera hjá Liverpool?

 93. 1550: A bit more on that Aleksander Hleb signing by Birmingham, according to ITV Football the Belarusian turned down offers from Liverpool, Tottenham and Benfica because the Blues “wanted to do the deal more”. Blimey.

  Talaði of fljótt hann greinilega vildi ekki koma til okkar, ég hefði alveg viljað fá hann á hægri kantinn.

 94. Jæja heilir 2 tímar til stefnu, endar þetta á að Babel fari og Cole komi? ég er ekkert ósáttur við það en það virðist vera hressilega mikið að gerast þessar mínúturnar og ég er farin að hugleiða það hvort við sjáum kannski eitthvað annað detta líka?

  Virðist alla vega lýta út fyrir að við drullumst til að landa einum senter og það var jú það sem maður bað um fyrir daginn í dag en ekki væri verra ef einher óvæntur glaðningur laumaðist með svona á síðustu metrunum….

 95. Sindri, ertu þá að segja mér að Ryan Giggs sé að fara að skrifa undir?

 96. Ég veit ekki með ykkur en mér líst ekkert á það að gefa Lauri Dalle Valle með Konchesky – ég hef horft á hann á LFC tv og hann lítur út fyrir að eiga eftir að verða klassa striker. Annað – mér líst miklu betur á Gomez en C.Cole – ég er rosalega hræddur um að Cole eigi eftir að vera meiddur og latur og í sama gír og Robbie Keane á sínum tíma – ég vona að ég hafi rangt fyrir mér. En mér finnst Cole aldrei hafa spilað marga góða leiki í röð – hann er alltaf að taka bara 5. hvern leik með klassa, annars sést hann ekki. Mér líst miklu betur á að fá Gomez inn á láni og síðan ef það gengur vel að kaupa hann en ef það gengur ekki vel þá að kaupa nýjan striker(ekki korteri fyrir lokun gluggans).

 97. “It’s all Birmigham and Stoke so far today but Liverpool will end up with three signings today – Konchesky, Turan and Carlton Cole (if he passes medical)!!

 98. GH. Þú veist að þetta sem þú ert að vitna í er sms frá einhverjum útí-bæ sem veit ekki neitt meira en ég og þú

 99. karlar með með skalla eru víst betri í samförum heldur en við þessir hærðu,en Reina er líka sköllóttur og góður í marki og mikill brandarakall.

 100. Já ég veit, þetta er reyndar e-h Tweet.. Það er bara gaman að pæla í þessu, ég er nefnilega vongóður að það verði e-h surprise dæmi í lok dags. Það væri geðveikt að fá Cole og Arda Turan

 101. Daily Telegraph’s deputy football correspondent Jason Burt on Twitter: “Tottenham have offered Liverpool £10m for Ryan Babel.”

 102. Ég held að það hafi enginn útsýrt þennan dag betur (af Twitter)

  MattLawExpress – As one agent put it to me about today’s transfer deadline day – ‘plenty of farting but not much shitting’. Poetry.

 103. Pierre van Gild via text: “Hello, I am good friends with Ryan Babel and he wants to reassure the Anfield faithful that he is not on a helicopter and definitely isn’t going to sign for anyone.”

  áreiðanlegt ? hmmm

 104. Kaup og sölur í sumar eru farin að minna mig óþægilega mikið á Souness tímabilið hjá Liverpool.
  Vonandi er sú tilfinning röng:-(

 105. Jean Pierre Depardieu via Twitter. “Babel not on a helicopter, he was on a boat and will then go to a Focker 50”

  Þar hafiði það gott fólk

 106. Meikar ekki sens að láta Babel án þess að fá vængmann/striker í staðinn. Það hlýtur einhver góður að koma inn fyrir Babelinn.

 107. Trúi ekki að við séum að selja Babel án þess að fá alvöru leikmann í staðinn

 108. Babel + 12 milljónir punda fyrir Carlton Cole myndu líklegast vera verstu skipti/kaup í sögu Liverpool.

 109. Babel á Twitter: I’m going no where…. 2 minutes ago via ÜberTwitter

 110. Babel er ekki að fara neitt, segir það allavega á Twitterinu. Hann er gjörsamlega ofvirkur twitter notandi.

  RyanBabel

  LFC all The Way …#ynwa !!!

  5 minutes ago via ÜberTwitter
  Reply Retweet

  RyanBabel
  I’m going no where….
  6 minutes ago via ÜberTwitter

  RyanBabel
  Guys guys guys …
  6 minutes ago via ÜberTwitter

 111. Diddi, ég er handviss á því að 12 MP + Babel hafi aldrei verið í myndinni, heldur frekar að það væri Babel + peningur uppí 12 MP.

 112. er ég sá eini sem tekur ekki mark á twittersíðum og er með efasemdir um að þetta sé í raun Babel sjálfur sem er að twitta þetta :S

 113. klukkutími eftir, neglurnar búnar og svitinn farinn að kólna á mér, þetta er búinn að vera rosalegur dagur og á einungis eftir að verða meira stress núna síðasta klukkutímann.

 114. úfff er farinn að búa mig undir að ekkert gerist fyrr en í fyrstalagi janúar 🙁

 115. Ég er ansi hræddur um að viðskiptum LFC á leikmannamarkaðnum sé lokið í dag. 🙁 Því miður, en vona svo innilega að ég hafi rangt fyrir mér.

 116. Sammála Hödda B. Það er nákvæmnlega ekki neitt í kortunum að það verði frekari viðskipti. Væri líka týpískt Liverpool að það muni ekkert neitt klárast núna

 117. Ég held að það þurfi nú ekki að koma neinum á óvart að Liverpool sé ekki að gera stórkaup í dag,
  fyrir utan Konchesky auðvitað.
  Okkar vantar sárlega sóknarmann en ætli Babel og N’gog verði ekki að duga í fjarveru Torres.

 118. Fyrir mér eru það skelfileg tíðindi ef það kemur ekki annar framherji inn. Ngog er meiddur núna, Torres verður aldrei heill í allan vetur og Babel er engan veginn lausnin frammi. Hvað sem mönnum finnst um Cole, Zamora, Gomez eða hina sem hafa verið orðaðir við okkur þá er einn þeirra betri kostur en að fá engan þeirra. Ég sé fyrir mér nákvæmlega sömu vandræði og í fyrra ef við reddum ekki framherja, þ.e. að liðið verði fáránlega bitlaust í vítateig andstæðinganna í hvert sinn sem Torres missir af leik.

  Ég vona að það séu einhverjar fréttir á leiðinni. Mér er nánast sama hver það er sem kemur, okkur bráðvantar framherja. Svo einfalt er það bara.

 119. Ég bara trúi því ekki að við ætlum að spila enn einn veturinn með Ngog sem bakkupp fyrir Torres !!

 120. @Kristján Atli – Vel orðað, verðum að fá framherja !!!!! það er svo einfalt

 121. keane til west ham á láni, babel til spurs og cole til liverpool – steinliggur !

  þið sáuð það fyrst hér !

 122. Bíddu – erum við ekki með tvo reynda landsliðsmenn sem backup fyrir Torres sem af einhverjum ástæðum eru geymdir á sitthvorum kantinum? Jovanovic og Kuyt! Ég er hræddur um að ef þeir hefðu verið keyptir í dag væru menn yfir sig fullnægðir með með þessa stöðu …

 123. Insua farinn á lán til Galatasaray blessaður drengurinn.

  Ef við bætum ekki sóknartýpu við í dag er sumarglugginn ekki nægilega vel nýttur. Það er bara svoleiðis…

 124. Enn einn leikmaðurinn farinn !! Ekki það sem maður vill á síðasta degi

  1728: DONE DEAL: Liverpool defender Emiliano Insua has joined Turkish giants Galatsarray on a season-long loan

 125. Á sky kemur fram að glugginn loki eftir 7 tíma? en ekki 30min

 126. Pete Fraser: Liverpool defender Emiliano Insua has joined Galatasaray in a season-long loan deal, the Turkish club have announced.

 127. Hvað eru menn að kvarta þó INsua fari?? Við erum með Aurelio og Konchesky, ef við máttum við því að selja úr einhverri stöðu þá er það left back…

 128. Ég vil fá Arda Turan og þá strax…. spurning þá með Babel.?

 129. Mér sýnist að þetta sé ekki að fara að gerast. Seldum fleiri en við keyptum í þessum sumarglugga. Ég er sammála Magga, það að fá engann senter í sumarglugganum er mjög illa nýttur sumargluggi.

 130. Ég held að lang flest liðin í efri kanntinum hafi selt meira en þau keyptu. Sá lista yfir þetta í gær og Liverpool voru næst því að vera með svipað mikið selt og keypt !

 131. You’ve got to love Tottenham on days like this, you just have to. They have five minutes to wrap it up, but get a load of this. Sky Sports News are claiming a deal could – COULD – be done for the Londoners to sign Netherlands international Rafael van der Vaart from Real Madrid. Unbelievable.

 132. Og þetta kemur á óvart afhverju!!!!!!
  Þessu gluggi er bara eins og allir aðrir, flestir alveg að missa sig á f5 takkanum frá 8 um morgunin en svo rennur gluggin út og HVA ekkert í gangi. Nákvæmlega ekkert sem kemur á óvart þegar Liverpool á í hlut.

 133. Þetta er alveg óþolandi. Hvernig haldið þið að Gerrard og Torres verði þegar þeir mæta á æfingu í fyrramálið? Ekki beint skælbrosandi. Þá fyrst átta þeir sig á að þeir eru í meðalklúbb sem getur ekki einu sinni landað Carlton Cole.
  Þessi neikvæða bylgja mun hafa áhrif á allt liðið og ég spái neikvæðum úrslitum í næstu leikjum, því miður.

 134. Af hverju segiði að glugginn sé bara opinn til kl 17.00?

  Ef að mér skilst rétt hafa liðin morgundaginn til þess að klára sín viðskipti. Endanlegur hópur þarf ekki að vera tilbúinn fyrr en þá!

 135. Viddi: Hvað eru menn að kvarta þó INsua fari?? Við erum með Aurelio og Konchesky, ef við máttum við því að selja úr einhverri stöðu þá er það left back…

  við misstum sterkasta og mest promising manninn af þessum þrem að margra mati. Óþörf eyðsla á 3,5 m punda að mínu mati. Styrkingin lítil sem engin.

 136. núna eru nokkrar mín síðan glugginn lokaði er þá 100% öruggt að það komi engin eða hafa liðin eitthvað svigrúm til þess að klára einhverja díla???’

 137. Fór Insua ekki bara að láni ? Hefur bara gott að því drengurinn, ef þessi reynsla drepur hann ekki þá mun hún einunkis herða hann !

  Ég myndi nú segja að það væri ekki alveg end of the world þó við fáum ekki nýjan striker fyrr en um áramót þó það hefði verið æskilegt. Ngog er búinn að vera ansi flottur á undirbúningtímabilinu og við erum að fara að spila með Torres Cole frammi til að byrja með. (þar til þeir meiðast)

 138. Mér finnst væntingarnar um að fá einhvern í dag hafa verið of miklar… Roy Hodgson ber ábyrgð á því, ég er svekktur en mér líður einsog það hefði verið hægt að koma í veg fyrir svekkelsið þó að enginn hefði verið keyptur eða verið fengin að láni.

  En svo er ég ekkert alveg með þetta á hreinu… getur ennþá ekkert gerst?!?

 139. Biggi, ég er alls ekki sammála að Insua sé sterkastur af þessum 3. Hjá mér er Aurelio mun betri leikmaður og Konchesky er ekki verri en Insua, ég skil ekki hvað Insua gerði sem heillaði menn svona rosalega á síðasta tímabili! En það er bara ég

 140. Jæja, þannig að þegar Torres meiðist, sem verður örugglega ekki seinna en í október, þá erum við sem sagt “up shit creek” sóknarlega, a.m.k. ef miðað er við síðasta vetur. Þótt Ngog hafi klárlega bætt sig þá er hann enn ekki nógu sterkur. Nú verður Babel hreinlega að fá hausinn til að virka (með annars ágætum fótum), Joe Cole verður að vera í toppklassa og Jovanovich/Kuyt verða að pota inn nokkrum mörkum öðru hvoru. Þetta má bara ekki verða jafn steindautt og það var án Torres í fyrra.

 141. jújú það á örugglega ýmislegt eftir að koma í ljóst…. það fréttist ekki allt strax, minnir að t.d. þegar glugganum var lokað á miðnætti hér áður fyrr þá fréttist stundum ekki af kaupum/sölum, sem komu til á lokamínútunum, fyrr en á hádegi daginn eftir…. m.v. það þá á örugglega e-ð eftir að koma í ljós í kvöld

 142. Þessu lauk þegar Carlton Cole var okkar líklegasti möguleiki. Sá maður hefur ekkert til Liverpool að gera nema vera tekinn af Carra. Babel tekur strikerinn á móti Torres og mun sanna sig í vetur. Stóri munurinn er sá að C. Cole er undir meðallagi en Babel er þannig séð óskrifað blað ennþá, hann var allavega talent áður en Benitez braut hann niður. Því bið ég Sammy Lee um að fá sér aðra vinnu og leyfa Hodgson að koma ferskum að teikniborðinu og mynda gullfallegt lið með þessum köllum sem við eigum.
  Það sem er hinsvegar stórhættulegt við þennan vetur er að við erum búnir að losa okkur við 3 skorara, Benayoun, Aquilani og Dalla Valle. og engan tekið í staðinn. Ég segi það og skrifa það að Konchesky/Dalla Valle díllinn er hræðilegur. Missum ungan efnilegan framtíðar striker í skiptum fyrir homegrown vinstri bakvörð á síðasta söludegi. Þannig að guð sé lof að Babel fór ekki.

 143. Ótrúlegt að við séum aftur að fara inn í season með einungis Torres frammi, Ngog og Babel eru alls ekki nógu öflugir til að leysa hann af þegar hann meiðist…… úfffffffff

 144. Við kaupum Konchesky og Tottenham kaupir Van Der Vart.

  Og það eru til menn sem halda að það sé allt í himnalagi hjá félaginu.

 145. birkir.is, væntingarnar hafa þvert á móti ekki verið of miklar. Menn hafa haft tærnar á jörðinni og vitað að við vorum ekki að fara að berjast um leikmenn eins og David Silva eða Zlatan Ibrahimovic í ár. En Roy Hodgson sagði við fjölmiðla um helgina að hann vildi fá annan framherja í hópinn og að hann hefði peninginn sem fékkst fyrir Mascherano til að eyða (sennilega svona 9-10m punda eftir af því eftir að Meireles kom). Og það gerðist ekkert fyrir það fé.

  Hodgson talaði sjálfur um annan striker. Hann hefði getað sagt að þetta væri í lagi, við hefðum Jovanovic og Kuyt í harðindum en hann sagði það ekki og er því ekki að hugsa þá sem framherja í dag. Framherjarnir okkar í dag eru því Torres, Ngog og Babel. Babel hefur verið gríðarlega óstöðugur í þrjú ár og Hodgson virðist ekki hafa neitt meiri trú á honum en Benítez hafði, Ngog er efnilegur en enn of óreyndur og skortir meiri líkamsstyrk til að geta talist af hæsta gæðaflokki og Torres verður aldrei heill í allan vetur.

  Hafið það bara í huga þegar þið vælið yfir Ngog, Babel eða jafnvel Kuyt frammi í fjarveru Torres í vetur að stjórn klúbbsins hafði heilt sumar til að redda fjórða manninum en gat það ekki. Á sama tíma kaupa Sunderland HM-stjörnu fyrir 13m punda. Þörfin á að koma þessu knattspyrnufélagi í hendur nýrra eigenda hefur aldrei verið jafn augljós.

  Það er að segja ef ekkert gerist. Dreg þetta glaður til baka ef menn náðu að redda einhverjum framherja. Þótt glugginn sé lokaður núna í Englandi er hann opinn til miðnættis í Evrópu og svo getur vel verið að það sé búið að ganga frá einhverju þótt ekki sé búið að tilkynna það. Fjölmiðlar grípa ekki alltaf félagaskipti áður en þau eru staðfest, eins og kaupin á Meireles sönnuðu.

 146. Guð minn almáttugur, ég er ánægðari með engann framherja heldur en ef Liverpool hefði keypt Gyan Asamoah á 13 milljónir punda.

  Diouf var líka HM stjarna þegar hann kom til Liverpool…

 147. það sorglega við þetta allt saman er að fokking kanarnir eru enþa að drulla yfir klubbinn enn einn glugginn þar sem ekkert gerist og hvað er fokking malið þarf allt að gerast a siðustu minutinni i glugganum er alveg kominn með nog af þessu verðum meðalið i ár endum um miðja deild torres og gerrard fara báðir eftir timabilið djöfull er eg svartsyn fyrir timabillið vá og þetta a bara eftir að versna meðan við erum með þessa gyðinga við stjornvoldinn :/

 148. Ingi, ég var ekki að segja að ég hefði viljað fá Asamoah Gyan heldur benda á muninn á kaupmætti stórliðsins Liverpool og miðlungsliðsins Sunderland. Það er erfitt að sjá hvort er stórliðið þessa dagana.

 149. Er það þá útrætt að við fáum ekki annan striker, þótt að Hodgeson var búinn að segja að við myndum fá backup striker. Ég get ekki lýst því hversu mikil vonbrigði þetta eru. Það að kaupa miðlungs bakvörð er ekki nóg til þess að lækna það sem amar að félaginu.

  Afhverju reyndum við ekki að fá van der vaart?
  Afhverju fengum við ekki striker?
  Afhverju reyndum við ekki að fá einhvern góðan kantara sem gæti mögulega komið með einhvern hraða, er Hodgeson sem sagt bara ánægður með hraðan sem jovanovic og kuyt búa yfir?

  Ég verð því miður að viðurkenna að mér lýst ekkert á þetta, ég sem var svo fullur af væntingum og bjartsýni í gær, því að ég var svo viss um að Hodgeson hefði einhvern striker tilbúinn til þess að semja við en það virðist ekki hafa gegnið upp. Hvað gerum við þá þegar Torres meiðist sem er því miður óumflýgjanlegt miðað við hvað hann hefur verið mikið meiddur á síðastliðnum leiktíðum.

  En ég vona að ég hafi rangt fyrir mér og allt verði í himnalagi og okkur eigi eftir að ganga vel í vetur, en til þess að það gangi eftir þá má torres ekki meiðast í vetur.

  YNWA

 150. Þetta fór sem sagt nákvæmlega eins og bjóst við og skrifaði kl 11:56 í morgun.

  Það gerðist EKKERT ! Maður er nú löngu orðinn vanur þessu sem Púllari. Ég er eiginlega hissa hvað menn eru að æsa sig yfir þessu. Það er alveg vitað að það er nánast enginn peningur til leikmannakaupa.

 151. Hehehe……ég held ég hafi aldrei verið jafn ósammála neinum hérna eins og kommentinu hans Kidda Keegan hér fyrir ofan.

 152. Þetta er fúlt….fáum 29 ára miðlungsbakvörð en missum eina fimm leikmenn frá félaginu síðasta sólarhringinn þ.e. Mascherano, Insua, Plessis, Dalla Valle og Alexander Kakaniclic

 153. : West Ham manager Avram Grant has just been on Sky Sports News and confirmed that Carlton Cole did attract interest from Liverpool and that Ryan Babel going in the opposite direction to Upton Park was mooted, but neither came off. He added that the club “worked very hard to try to do a few things, but they did not come off”.

 154. Hjalti ég skal svara þínum spurningum á mjög einfaldan hátt…. ÞAÐ ERU BARA EKKI TIL PENINGAR…. Hodgson hefði örugglega viljað eiga 2 betri kantmenn og 2 aðra frábæra sentera en þökk sé þessum kana fíflum þá var engin möguleiki á neinu slíku. Held samt að Liverpool hafi átt pening í dag til þess að fá inn einn senter en einfaldlega náðu ekki að klára það mál fyrir lokun gluggans sem er svo aftur á móti óendanlega léleg frammistaða.

 155. Sammála Kanil með að hafa aldrei verið jafn ósammála neinum eins og Kidda Keegan.
  Babel óskrifað blað? Það er aldeilis hvað menn fá að vera lengi óskrifað blað, er að hefja fjórða tímabilið hjá okkur. Carlton Cole hefði nú ekki verið draumaleikmaðurinn minn en hefði alveg tekið því að skipta á þeim tveimur.

  Benayoun var nú búinn að ákveða að fara áður en Hodgson tók við og fengum Cole í staðinn sem ég held að flestir séu ánægðir með. Aquilani mundi ég frekar tala um sem meiðslahrúgu, a.m.k. er ekki réttnefni að kalla hann skorara. Svo rekur mig ekki minni til þess að Dalla Valle hafi skorað fyrir aðalliðið. Mellor og Nemeth áttu nú að vera mesta efni síðan Owen þannig að það er ekki samasem merki milli þess að vera ungur og efnilegur og slá í gegn. Hefur verið talað um að hann hafi viljað fá að spila og litlar líkur að hann hefði fengið tækifæri með aðalliðinu nú í ár, líka rætt um að hann hefði svo sem ekki verið jafn impressive hjá varaliðinu og youth liðinu.

  Konchesky er svo yngri en Gerrard og Kuyt t.d. og heyri fáa ræða um að þeir séu á síðasta söludegi. Annars leiðinlegt að vera enn eitt árið með gríðarlega þunnan framherjahóp. Án Torres erum við með álíka breidd þar og gæði og botnlið.

 156. Þetta er bara efnilegt, vinstri bak sem veit hvar hann á vera og Babel Twitter fær síðasta sjéns….kjúklingar með gogg af launaskrá. Við erum á leið í Meistaradeildina aftur.

 157. Fokk Plessis og so what að Insua hafi farið. Plessis á enga framtíð hjá klúbbnum, vona að það sé líka rétt að El Zhar hafi farið með honum til Grikklands. Hrikalega slakir leikmenn.

  Svo skil ég heldur ekki hvað menn eru að gráta Insua, það að vera um tvítugt og spila er ekki sama að vera gríðarlegt efni. Hann var án nokkurs vafa okkar veikasti hlekkur í fyrra, slakur varnarlega, hræðilegar staðsetningar, slakar tæklingar og lítinn hraða. Það að hann hafi spilað tvo leiki hjá Argentínu skiptir engu máli, Maradonna notaði yfir 100 leikmenn. Stundum eins og menn meti menn út frá því hvort þeir ættu að hafa verið efnilegir og hvaðan þeir koma (Argentínu, Hollandi) frekar en hvernig þeir spila í raun og veru.

 158. Segið mér eitt. Nú er Eiður að fara á láni til Stoke sem þurfa væntanlega að borga launin hans eða hluta þeirra. Hvers vegna er Eiður ekki að fara til Liverpool? Hann myndi grínlaust styrkja framlínuna helling.

 159. hvaða helvítis anskotans aumingja skapur er þetta ?? okkur vantaði sárlega senter allt síðasta tímabil og það kostaði okkur líklega þetta meistaradeildar sæti ! hodgson er búinn að hafa allt sumarið til að finna sér striker og er svo að reyna að negla einhvað niður núna á síðustu tímunum. algjört kæruleysi og léleg vinnubrögð hja liverpool football club !! er mjög fúll því þetta pirraði mig mjög mikið á síðasta tímabili.. við verðum þá bara að vona að torres meiðist ekkert út þetta ár !

 160. Í fyrrasumar þurftum við að gera þrennt: auka breidd liðsins, kaupa alvöru miðjumann í staðinn fyrir Xabi Alonso og kaupa framherja í stað Keane sem fór í janúar. Við jukum ekki breiddina, enginn kom framherjinn og í stað Alonso kom Ítali sem eyddi 70% tímabilsins meiddur og er núna farinn.

  Í sumar var okkur lofað stórum hlutum. Tom Hicks, sem hefur aldrei logið á ævi sinni áður eða hitt þó heldur, sagði að þetta yrði mjög stórt sumar. Við skiptum um stjóra, höfðum ekki einu sinni efni á að borga Benítez upp fulla þóknun fyrir starfslok og hann varð að samþykkja minna fé útborgað. Réðum svo Hodgson en ekki fyrr en að Deschamps, Hiddink og Rijkaard voru allir búnir að segja nei við okkur (og jafnvel Pellegrini líka, það er ekki á hreinu). Það er sama hvað hver segir, Hodgson var ekki einu sinni annar valkostur í stöðuna.

  Svo hófust leikmannakaupin. Eins og í fyrra þurfti að afreka nokkra hluti: endurnýja hópinn aðeins, auka breiddina, kaupa miðjumann í stað Mascherano sem var klárlega að fara og kaupa fokking framherja.

  Hér eru leikmannaviðskipti sumarsins, svart á hvítu (raðað eftir stöðum):

  • Yossi Benayoun út, Joe Cole inn (hagnaður)
  • Albert Riera út, Milan Jovanovic inn (hagnaður)
  • Diego Cavalieri út, Brad Jones inn (u.þ.b. á sléttu)
  • Javier Mascherano út, Christian Poulsen inn (hagnaður)
  • Alberto Aquilani út, Raul Meireles inn (tap)
  • Emiliano Insúa út, Paul Konchesky inn (tap)

  Sem sagt, fyrir hvern leikmann sem hefur yfirgefið félagið í sumar hefur annar komið inn. Breiddin hefur því nákvæmlega ekkert aukist, og við erum að mér skilst einhverjar 9m punda í plús eftir sumarið. Ef við stillum þessu upp eftir stöðum erum við bara að borga meira fyrir Konchesky og Meireles en þá sem viku í þeim stöðum.

  Og enginn kemur framherjinn.

  Svo eru það unglingarnir. Í sumar létum við Nabil El-Zhar (væntanlega, ekki staðfest), Damien Plessis, Krisztián Németh, Lauri Dalla Valle og Alexander Kakaniclic fara og fengum í staðinn Danny Wilson, Jonjo Shelvey og í dag Adam Hajdu inn. Það kann að vera að Wilson og Shelvey séu betri en þeir ungu leikmenn sem fóru en þetta minnkar samt breidd aðalhópsins enn, og í raun fækkaði um tvo framherja í viðbót í hópnum (Németh og Dalla Valle). Fimm ungir leikmenn fóru, þrír komu í staðinn.

  Þannig að ekki aðeins tókst okkur ekki að kaupa framherja heldur fækkuðum við neyðarkostunum, kjúllunum sem kunna að spila þessa stöðu.

  Lesist: minni breidd, enginn framherji og að mínu mati aðeins Meireles í stað Aquilani einhver klár styrking á aðalliðinu okkar. Auðvitað gætu menn eins og Jovanovic, Cole og Konchesky reynst betri kostir en forverar sínir en það er engan veginn öruggt eins og staðan er í dag.

  Hvað heppnaðist þá í sumar? Jú, menn náðu að endurnýja hópinn aðeins og halda Gerrard & Torres. Í bili. Við verðum að vona að góði mórallinn sem kemur með nýjum leikmönnum og undraverð heilsa Torres og Gerrard næstu níu mánuðina muni fleyta okkur ofar en í fyrra. Miðað við pirringinn sem ég sá á vellinum gegn W.B.A. á sunnudaginn, og þá staðreynd að Gerrard er þegar búinn að meiðast í baki í fokking ágústmánuði, þá er ég ekki beint bjartsýnn.

  Engu að síður er ástæða til að óska Purslow og stjórninni til hamingju. Þeim hefur tekist að lækka launakostnaðinn, losna við framkvæmdarstjórann sem gat sagt nei við þá og skila gróða í fjórða félagaskiptaglugganum í röð. Lánadrottnar Kop Holdings hljóta að vera hæstfokkingánægðir.

 161. Hodgson sagði að Toivonen væri ekki sú týpa af senter sem þeir væru að leita að, samt er hann hár, góður í loftinu, leikinn og sterkur. Það hlýtur að vera betra en enginn. Svo sagðist hann ekkert vita um Babel og Dalle Valle en var samt tílbúinn að láta þá fara. Hann kaupir Poulsen og Konchesky, tvo harðahausa með litla tækni kunnáttu, hann lánar Aquilani sem var þriðji besti leikmaður Liverpool á síðasta ári og var eini maðurinn líklegur til að búa til sóknir í lok tímabils. Ég verð nú að viðurkenna að þetta finnst mér allt mjög vitlaus move og það er eins og verið sé að tjalda einu harðgerðu tjaldi til einnar nætur þarna á Merseyside
  Ég er hinsvegar mjög ánægður með Cole og Mereiles dílana og yfir mig hrifinn af Insúa láninu. Fyrir mitt leyti þá segi ég að við séum komnir með betra byrjunarlið en í fyrra en slakari hóp. Þá skulum við bara vona að það verði lítið um meiðsli.

 162. Rafael van der Vaart á leið til Tottenham fyrir 8 milljónir punda, sem á ekki að vera peningur nú til dags! Til samanburðar keypti Hoffenheim Gylfa Sigurðsson á 6. milljónir punda samkvæmt fjölmiðlum. Hvernig getur það verið að leikmaður eins og van der Vaart fari óáreittur fyrir smáaura til Lundúna án þess að Liverpool, sem bráðvantar leikmann til að bæta sóknarleikinn, geri minnstu tilraun til að fá hann!?

 163. Fróðlegt að sjá þarna (goa) hvað “miðlungs” klúbbarnir eru að eyða miklum peningum í leikmannakaup. Lið eins og WBA, Wigan, Birmingham og Wolves að eyða ágætis summum. Þá sýnir nettó tala okkar nákvæmlega þá stöðu sem klúbburinn er í. Enn einn glugginn þar sem við komum út í plús.

  Getur svo einhver sagt mér af hverju leikmaður (Tosic) sem komst nánast aldrei í aðallið Manchester United er seldur á 9,5 milljónir punda?

 164. Til að bæta aðeins við, þá skulum við skoða breiddina í leikmannahópnum. Notum 4-4-1-1 eins og Hodgson hefur oftast gert og stillum leikmannahópnum upp í lið. Okkar sterkasta lið gæti litið svona út:

  Reina

  Johnson – Carra – Agger – Konchesky

  Kuyt – Gerrard – Meireles – Jovanovic
  Joe Cole
  Torres

  Sterkt lið á pappír. En meiðist einhver af þeim, hver er þá í liði tvö?

  Jones

  Kelly – Kyrgiakos – Skrtel – Aurelio

  Maxi – Lucas – Poulsen – Babel
  Pacheco
  Ngog

  Ókei, sterk vörn og fín miðja. En er framlínan ekki talsvert yngri og lakari en í liði eitt? Sjáiði strax hvar breiddarskorturinn veldur vandræðum? Skoðum hverjir eru eftir í liði þrjú:

  Gulacsi

  Darby – Ayala – Wilson – Irwin

  Eccleston – Spearing – Shelvey – Amoo
  ________
  Babel

  Þrjú heil lið af varnarmönnum, þrjú heil lið af miðjumönnum … Pacheco og nokkrir af miðjumönnunum geta leyst Joe Cole af í holunni (eða Gerrard framar og miðjumenn inn). En ef Torres meiðist eigum við … Ngog og Babel. Ef Drogba meiðist eiga Chelsea enn Anelka, Kalou og Sturridge, ef Van Persie meiðist eiga Arsenal Chamakh, Bendtner, Vela og Walcott, ef Rooney meiðist eiga United Berbatov, Chicarito og Macheda, ef Defoe meiðist eiga Tottenham Crouch, Bendtner og Keane og ef Tévez meiðist eiga Man City Adebayor, Jó og Caicedo.

  Ef ykkur finnst ekki stór munur á breidd um þessara fimm liða og okkar liðs í framlínunni eruð þið í afneitun. Það er svo einfalt að ef Torres meiðist náum við aldrei betri árangri en þessi lið en þau geta öll bjargað sér án Drogba, Van Persie, Rooney, Defoe og Tévez.

  Fokk.

 165. Það sækist að manni hrollur að ekki skuli hafa tekist að kaupa framherja í þessum glugga ! Seldum einn framherja sem maður hafði trú á, Nemeth, en fáum ekkert í staðinn. Ekki einu sinni Zamora eða C. Cole.

  Svo spyr ég einnig, hvernig getur Van Der Vaart verið á leið til Tottenham fyrir 8 millur og Liverpool ekki að skoða hann ??

 166. Ég hlakka til að heyra Roy tjá sig um það að hafa ekki fengið striker eftir að vera ný búinn að segja að hann vantaði einn slíkan. Það ætti ekki að vera erfitt að bæta leikmannahóp Liverpool og algjörlega eigendunum að kenna hvernig þessi félagaskiptagluggi fór – þ.e. peningaleysið. Það væri meiriháttar ef einhver ykkar gæti grúskað í tölum varðandi félagið þannig að við vitum þá hvernig staðan er því ég óttast, m.v. leikmannamál, að staðan sé jafnvel verri en maður heldur. M.a. er talað um 60 mp sekt ef félagið greiðir ekki skuldina við RBS fyrir 6. okt. o.fl. o.fl.

  Ég keypti mér e-season ticket sem ég ætla ekki að endurnýja og ég ætla heldur ekki að kaupa mér nýja aðal- eða varabúninginn né neinn varning frá félaginu fyrr en kúrekarnir selja, því miður er það bara þannig… peningarnir mínir munu ekki fara í vasa tom og george.

 167. Okkur hefði frekar vantað alvöru kantmann eins og Ashley young t.d.
  Hvernig væri að nota Jovanovic frammi, hann er stór, sterkur og fljótur. Voru menn ekki að óska eftir þannig framherja.

 168. Kristján Atli, það er nóg að bera okkur saman við Tottenham til þessa að sjá hver staða okkar verður í deildinni í ár.
  Defoe, Keane, Crouch, Vaan der Vaart, Pavlychenko, Santos vs. Torres, Ngog, (Babel)
  Guð hjálpi okkur.

 169. hvernig er það síðustjórnendur? erum við að detta í athugasemdamet við þessari færslu? það væri gaman að sjá?

 170. Þetta verður langur vetur. En ég hélt að allir hefðu verið meðvitaðir um það strax í vor en svo virðist sem sumir séu fyrst núna að fá sjokkið.

  Kaup og sölur, fyrir utan Cole og Meireles, eru neikvæðar og ég hef efasemdir um hæfileika Hodgson sem knattspyrnustjóra. Hann er tímabundin lausn á umrótstímum í sögu klúbbsins.

  Það breytist ekkert til batnaðar hjá Liverpool FC fyrr en amerísku drullusokkarnir eru á bak og burt!

 171. Er vitað að Roy hafi ekki athugað Van der Vaart, kannski vildi hann ekki koma.

 172. Afhverju hélt ég að glugginn lokaði 1 sept (31 ágúst kl 00.00) ? Hvaða mann api setti 17.00 ?

  HVAR ER STRIKERINN ????

  YNWA

 173. Guðmundur Ingi, fyrst þú spyrð þá er gaman að nefna það að þessi færsla hefur einmitt í dag fengið flest ummæli í sögu Kop.is. Þetta er aðeins í annað sinn sem við förum yfir 200 ummæli við staka færslu en það hafði áður bara gerst í janúar 2009 þegar við fylgdumst með lokadegi þess félagaskiptaglugga (og sölunni á Robbie Keane).

  Þá komu inn 213 ummæli. Þau eru orðin 226 þegar þetta er skrifað á þessa færslu.

 174. Ég fæ ekki með nokkru móti skilið þennan spenning fyrir Rafael Van Der Vaart. Þessi strákur var talin hrikalegt efni þegar hann var að koma upp úr unglingadeildinni hjá Ajax uppúr 2000. Síðan hefur lítið til hans spurst, fór til Hamburger SV og svo til Real Madrid án þess að kveikja einhverja elda. Fyrir mér erum við með þessa tegund af leikmanni í Joe Cole og höfum ekkert við hann að gera.

 175. Hájájá.

  Svartur er maður í dag. Ég reyndar hef haft það á tilfinningunni lengi að í raun væri ekki líklegt að við eyddum miklum peningum en hvergi í mínum dýpstu hjartarótum datt mér í hug að ekki yrði meiri styrking á liðinu en þetta!

  Ætla að ná andanum af pirringnum sem dagurinn vakti með mér, en ég verð að halda áfram að hamast í því sem ég hef áður sagt að brottrekstur Rafa Benitez leysti lítinn vanda, vissulega einhvern, en skapaði kannski annan.

  ALDREI í lífinu hefði hann upplifað enn einn leikmannagluggann þar sem liðið græddi peninga, nokkuð sem Roy Hodgson verður bara að kyngja að hann lét ganga yfir sig. Hann getur að mínu mati ekki grenjað yfir stjórn félagsins, hann hlýtur að hafa lesið ýmislegt um klúbbinn áður en hann tók við og átti bara að standa klár í lappirnar.

  Vissulega hélt hann í Torres og Gerrard og fær plús fyrir það en stóran mínus fá allir í stjórn félagsins að auka ekki breidd í framlínunni.

  Vissulega væri hægt að prófa Jovanovic og jafnvel Babel (PLEASE – ekki Kuyt) en þá hefði auðvitað þurft að kaupa alvöru kantmann.

  Ég fer ekkert ofan af því að Konchesky og Mereiles styrkja liðið frá í fyrravor, en þá vorum við sjöunda besta lið deildarinnar. Ég sé ekki alveg í spilunum að við séum að fara slást um eitt eða neitt.

  Treysti því að Hodgson útskýri málið fyrir okkur og segi satt. Ef Broughton og Purslow var um að kenna á hann að vera maður til að segja svo. Einnig ef hann fór of seint af stað.

  Paul Konchesky hefur verið klár í viku sennilega, hvernig tókst að kaupa EKKI sóknarmann til klúbbsins er fáránlegt!

  Miðað við daginn í dag tók El Zhar sæti nr. 17 hjá “erlendum” leikmönnum og Darby sæti nr. 8 hjá “heimalningum”.

  Það segir ALLT um leikmannakaup okkar í sumar. Hodgson mun minnst fá þrjá leikmenn í heimsókn á morgun. Gerrard, Torres og Joe Cole. Man ennþá orð Cole um “the exciting players we are looking to sign” þegar hann skrifaði undir.

  Í mínum huga er það bara einn auk Cole. Mereiles. Aðrir eru vissulega ágætir leikmenn, en ekki í “exciting” klassa.

  Nóg í bili. Verulega brjálaður!!!

 176. Kristinn J : En ef Real vill losna við hann á 8 m.punda eins og harry redknapp segir, væriru þá til í hann?
  Ég persónulega mundi taka það á nóinu sko!

  Cole á hægri, Jova á vinsti, Vaart og Meireles á miðjunni, gerrard í holunni og torres frammi

 177. Ætli Roy ætli ekki bara að nota kjúkling í back-up frammi…? Tel ekki skynsamlegt að skutla peningum í allar áttir í einhverju stressi. Babel og Kátur eru ágætis framherjar, ekkert verri en C. Cole.
  Nú er allavega glugginn lokaður og Roy getur farið að vinna í liðinu sem hefur að mínu mati mannskap í topp fjögur.

 178. Ég myndi ekki vilja koma til Liverpool ef ég væri Van Der Vaart. Tottenham í meistaradeildinni og því miður mikið vonleysi í herbúðum Liverpool. Að geta ekki landað striker er í besta falli vandræðalegt. Hefði Huang fengið að kaupa liðið værum við ekki hérna svakalega pirraðir yfir leikmannamálum.

 179. Ég er bara svona þokkalega sáttur með hvaða leikmenn voru fengnir fyrir þetta tímabil svona miðað við að það eru ekki til eða litlir peningar til leikmannakaupa og því voru væntingarnar ekki mikklar þegar glugginn opnaði,auðvitað hefði maður viljað fá framherja en það tókst ekki og við það verðum við að lifa,að mínu áliti erum við samt með betri hóp en á síðasta tímabili og er ég mátulega bjartsýnn ættla samt ekki að byggja upp neinar skýjaborgir fyrir þetta tímabil,við skulum bara sjá til hvert þetta skilar okkur þegar mótið verður gert upp í maí.

 180. Ég er ánægður með sumarkaupinn. J. Cole, Meireles, Jovanovic og Poulsen eru allt klassa leikmenn sem gætur allir stigið inní topp liðinn (Cole og Meireles í top4, Jova og Poulsen sleppa í hin). Hefði verið gaman að landa striker en Babel hefur alla burði til að skora mörk, snöggur, harður og með þeim skotfastari. Ef hann ær t.d. nokkra leiki í röð er ég í engum vafa að hann muni blómstra.

  Með komu Meireles verður miðjan ekki jafn heft í löppunum og mun sóknarsinnaðari og við eigum eftir að sjá það besta frá þríeykinu okkar (Gerrard, Torres, Cole) með blöndu af hágæða leikmönnum á milli (Jova, Kuyt, Meire, Babel, Maxi). Sé enga ástæðu afhverju ég ætti að vera svartsýnn og ekki er ég það.

  Er það kannski ekki betra að sjá hverning Babel og N’gog og jafnvel Pacheco munu spjara sig fram í janúar gluggan og ef ekkert gengur með engan Torres sé ég alveg ástæðu til að kaupa framherja. Hvernig veit nema þessi nýji læknir sé ekki að gera einhverja töfra á Anfield?

  Áfram Liverpool!

 181. Og já, svo held ég að með komu Konchesky verði vörnin meira Stabíl. Hef það á tilfinninguni að hann sé svona Finnan týpa, þegar leikurinn er búin hugsar maður “já, Konchesky var inná”. Meira og minna enginn misstök og lítið áberandi en solid leikir. Held hann sé mun betri varnarbakvörður en Aurelio.

  Reina
  Glen Carra Agger Konchesky
  Kuyt Meireles Gerrard Jova
  Cole
  Torres

  sub: Babel, Maxi, Pacheco, Skrtel, Lucas, Poulsen, Aurelio, Kyri, Jones, Kelly, N’gog.

  Finnst þetta flottur hópur.

 182. Leikmannahópur LFC væntanlega sendur inn á morgun:

  “Heimalningar”

  Carragher, Cole, Darby, Gerrard, Johnson, Jones, Konchesky, Spearing.

  Semsagt 8 talsins.

  (Þarna eru væntanlega einungis 5 leikmenn sem hægt er að segja að eigi erindi í toppslag á Englandi, Darby fær ekki mínútu, Spearing fáar og Jones bara ef Reina meiðist)

  “Erlendingar”

  Agger, Aurelio, Babel, Itandje, Jovanovic, Kyrgiakos, Kuyt, Lucas, Maxi, Meireles, N´Gog, Poulsen, Reina, Skrtel, Torres.

  Samtals 15 leikmenn eftir að El Zhar og Plessis fóru frá félaginu til Grikklands í kvöld.

  Itandje er ekki að fara að leika með okkur eina mínútu í vetur. Ótrúlegt að við borgum honum ennþá laun!

  Við skilum því inn 23ja leikmanna hóp til Premier League á morgun, notum 2 af þeim alveg pottþétt lítið sem ekki neitt.

  Staðreyndin er því sú að LIVERPOOL FOOTBALL CLUB FYLLIR EKKI UPP 25 LEIKMANNA KVÓTA Í ENSKU DEILDINNI FRAM Í JANÚAR ALLAVEGA!!!

  Við erum svo með unga menn sem augljóslega hafa nú meiri möguleika á að spila fyrir okkur í vetur. Samkvæmt opinberu síðunni eru þessir leikmenn í þeim flokki.

  Amoo, Ayala (fer sennilega til Hull, má enn lána til neðrideildarliða), Bouzanis, Bruna, Ecclestone, Gulacsi, Hansen, Ince, Irwin, Kelly (fær mínútur í vetur), Mavinga, Pacheco (fær mínútur í vetur), Palsson, Robinson, Shelvey (þarf að fá hlutverk), Wilson (þarf að fá hlutverk).

  Við erum semsagt að fara að byggja á fámennari hóp en ÖLL toppliðin og förum í að vinna með ungu mennina. Vonum það allra besta…..

 183. Ég get tekið undir margt hjá ykkur á þessu fína spjalli. Ég er þokkalega sáttur við þá leikmenn sem komu inn í liðið og held að þeir sem fóru hafi ekkert endilega verið mikið betri og ég bind til að mynda miklar vonir við þennan Meireles. Hins vegar er það eitthvað svo aulalegt af þjálfaranum að vera búinn að tala um það að okkur vanti striker í nokkrar vikur og ná svo ekki að klára það! Líka að við séum að reyna að græja þetta korter í lokin fer svakalega í taugarnar á mér. Þetta er búið að liggja fyrir lengi og það er mjög dapurt að þetta hafi ekki bara verið frágengið fyrir viku. Ég tek undir með ykkur að Ngog er ekki tilbúinn sem er áhyggjuefni því að hann er ekki lengur það ungur og Babel blessaður hefur aldrei fengið þann séns sem að hann á skilið að mínu mati. Skil reyndar ekki commentið frá Roy að hann þekki hann ekki nógu vel til að vita hvort hann sé góður senter. En af hverju þurftum við að skipta honum uppí annan? Af hverju máttum við ekki hafa Babel og fá annan inn? Babel getur leyst kantana af þegar þarf og kemur þar inn með mikinn styrk og hraða og í ákveðnum tilfellum hefði ég haldið að það væri kostur. Ég fíla Kuyt en hann er ekki hraður og stundum gæti verið betra að hafa aðra möguleika ekki satt. Ég er gríðarlega vonsvikinn yfir því að það skuli enn og aftur klúðrast að kaupa senter til að bakka upp Torres. Hann hefur sjálfur kvartað yfir leikjaálagi og hann þarf því að fá hvíld annað slagið. Til að súmmera þetta upp þá held ég að liðið hafi ekki veikst við þessa leikmenn út og inn en enn vantar annan sóknarmann.

 184. Veit ekki hvern andskotann maður á að segja eftir að þessi bévítans gluggi lokaði. Margir búnir að bíða eftir því að þetta rugl kláraðist en auðvitað vonaðist maður eftir senter. Þetta lyktar langar leiðir af fingraförum helvítis eigenda félagsins. Þeir eru að koma í plús út úr einum leikmannaglugganum enn, hvað, sá fimmti í röðinni? Ég man þá tíð þegar Moores var eigandi og setti 10-15 milljónir punda á ári í félagið og maður var óánægður með hvað Liverpool var að spila ójafnan leik við Man U og Chelsea.

  Eins og nokkrir hafa rakið hér að ofan er þessi gluggi að mestu leyti veiking á hópnum. Veikleikar eru ekki lagaðir, leikmannaskipti eru ekki til að bæta liðið og alls ekki hugsuð sem uppbygging á liði til margra ára. Flestir þeir keyptu eru gamlir meðaljónar sem eiga eftir að skila okkur í Europa League og ekki sentimeter lengra. Ég sagði í vor hérna á spjallinu að við gætum búið okkur undir langa eyðimerkurgöngu, a.m.k. meðan bévítans kanarnir ættu félagið og það virðist vera að koma í ljós. Ekkert verður úr kaupum á félaginu og allt er í tómu helvítis rugli.

  Ég minni á síðasta leik, ef við hefðum ekki haft mann að nafni Fernando Torres í þeim leik hefðum við gert SANNGJARNT JAFNTEFLI Á HEIMAVELLI GEGN WEST BROMWICH ALBION!

  Djöfull.

 185. Fréttir herma að West Ham hafi hafnað 9 milljóna punda tilboði í Cole í dag vegna þess að þeir höfðu ekki tíma til að redda sér manni í staðinn. Óneitanlega vakna nokkrar spurningar yfir þessum ævintýralegu vinnubrögðum Liverpool FC, eiginlega bara spurningaflóð! Af hverju í ósköpunum var ekki búið að bjóða í Cole fyrr? Þó það hefði ekki verið nema í gær eða fyrradag? Af hverju eru forráðamenn Liverpool búnir að láta 4 félagsskiptaglugga lokast án þess að kaupa framherja til að bakka upp Torres? Af hverju biðu menn fram á lokasekúnduna með að reyna að styrkja stöðuna sem er mikilvægast fyrir Liverpool styrkja? Hvernig dettur mönnum þetta í hug? Af hverju er ekki byrjað á því að kaupa menn í þá stöður þar sem mikilvægast er að auka breiddina? Hvar læra menn svona vinnubrögð?

 186. Mikið innilega er ég sammála honum nafna mínum Magga. Þetta verður langt og erfitt season.

 187. ótrúlegt hvað menn eru eitthvað spenntir fyrir Cole … hefði samt verið til í að sjá hann frekar en engan, viðurkenni það alveg en ég verð að segja að ég er spenntur fyrir meireles á miðjunni og munum að glugginn lokar á miðnætti í evrópu

  YNWA

 188. nú er bara að vera bjartsýnn og vona að liðið verði selt, vonum að þetta gerist ekki aftur! að treysta Torres verði alltaf heill, svo verður honum flýtt úr meiðslum eins og alltaf til að rífa liðið upp, hlakka til þegar við getum keypt framherja sem getur leyst hann af…

  Vísu er ég bara nokkuð ánæður með hodson so far, heldur í bestu leikmennina (mascherano var aldrei með hausinn í lagi eftir síðasta sumar) fær fína leikmenn til sín, allavega finnst mér fín bæting í hópnum.

  vonandi verður þetta góður vetur og liverpool menn geta verið ánægðir með þetta tímabil
  burt með kanana og einhver góðan eiganda í staðinn

 189. Maður getur endalaust haldið áfram að spyrja sig, því maður er bara gapandi. Hvað ætli það hafi farið mikill tími í að offloada Insúa eitthvað í burtu til að reyna að troða inn Konchesky? Heldur einhver því fram að þessi bakvarðaskipti muni hafa teljandi áhrif á Liverpool? Töldu forráðamenn Liverpool að það væri mikilvægara að eyða tímanum í þessi bakvarðaskipti í stað þess að reyna að finna nýjan framherja til að bakka upp Torres?

 190. Enski glugginn er lokaður fyrir leikmenn að koma til Bretlands.

  Plessis og El Zhar máttu fara til Evrópu sem lokaði fyrir kortéri, en við máttum ekki fá leikmenn inn eftir kl. 17 að íslenskum tíma í dag.

 191. Var að lesa um það að það sé enn möguleiki að fá leikmenn á láni, en það verður að gerast áður en við skráum 25 manna hópinn á morgun. Er eitthvað til í þessu?

 192. þannig að við náðum ekki að losa okkur við hann Lucas til evrópu helvítis óheppni þar á ferð

 193. Ég hef aldrei skilið alla þessa örvæntingu í liðum fáeinum klukkutímum fyrir lokun markaðar. Það skýrir sig best í 12m + Babel fyrir Carlton Cole sem þið talið um hér að ofan sem hafi verið boðið West Ham. Roy Hodgson hefði fengið Cole ef hann hefði boðið þessa upphæð í Cole 2-3 dögum fyrir lokun, það sér það hver vitfirringur!
  Ég samt held því áfram fram að við þurfum öðruvísi leikmann en Cole þar sem Ngog er svipaður leikmaður að mínu mati nema yngri. Það er allavega ekki skemmtilegt fyrir Babel né Lucas að vita til þess að Liverpool reyndi að losa sig við þá rétt fyrir lokun sem er í mesta fallið skrýtin ákvörðun þar sem hópurinn er ennþá þunnur.

 194. Já, súrt og sætt.
  Hefði verið fínt að fá klassa stiker inn með Torres en það sem bauðst var greinilega ekki nógu gott. Held að það hafi verið meira í gangi á bak við tjöldin en okkur grunar.
  Minnist kommenta frá Roy um að það sé ekki sjens að hann láti frá sér góða leikmenn rétt fyrir gluggalokun og það sama hefur væntanlega átt við hina stjóranna svosem. Reglan um heimalinga þvælist þó fyrir. Spurning er hvort hann spili Kuyt og Babel meira sem strikerum og minna sem köntum, er vangaveltan eftir þurrt season af góðum strikerum. Jova var svosem striker ef ég man það rétt hjá Standard en hvað veit maður.
  Allavega, vörnin og miðjan er að verða fín. Eigum heimsklassa markmann og einn ógeðslega góðan striker. Hinir eru ekki eins góðir.
  Við vissum alltaf að seasonið yrði erfitt en þetta er brekka sem hægt er að hlaupa upp.
  Koma svo drengir, YNWA !

 195. Joe Cole, Meireles, Poulsen, Jovanovic, Konchesky eru komnir inn og verða líklega allir í byrjunarliði eða við byrjunarliðið. Í staðinn fóru Insua, Aquilani, Macherano, Riera, Benayoun og einhverjir ótal óefnilegir menn. Ég myndi segja að töluvert meiri harka og styrkur hafi komið inn í liðið sem er líklegra að ná árangri heldur en þeir sem fóru. Svo að byggt á þessu verðum við ofar en 7.sæti.

 196. Ég reikna ekki með að horfa á einn einasta leik með Liverpool næstu misseri. Meðalmennska var undirstrikuð með því að ráða Hodgson (sem á ekkert sérstakan feril að baki – þó hann sé ekki alslæmur heldur), og tvíundirstrikaður með kaupum á Poulsen og Konchesky (þó Benitez hafi verið kominn á endastöð með liðið þá hafði hann allavega unnið tvo meistaratitla með Valencia á Spáni og komist í úrslitaleik meistaradeildarinnar tvisvar). Meireles lofar ágætu en þó er ekki hægt að vera viss því sá leikmaður er orðinn 27 ára og lék enn með Porto þangað til í sumar. Það að auki höfum við síðan verið að elstast við Carlton Cole – nei ég ætla ekki að fara út í það.

  Ofan á allt hafa leikir Liverpool það sem af er þessu leiktímabili einkennst af sama andleysi og í fyrra – fyrir kannski utan seinni hálfleikinn á móti Arsenal.

  Geri fastlega ráð fyrir að Torres biðji um sölu í janúar eða í síðasta lagi næsta sumar – og væri það bara mjög skiljanlegt.

  Þetta lið þarfnast nýrra eiganda ekki seinna en í dag!

 197. Hreinlega ekki að goodera það að Tottenham skuli e.t.v. vera landa Van der Vart á 8 mills. Það að Real skuli lækka sig út 18 í 8 á síðustu stundu er eitthvað bogið,,,,ábyggilegt að hinu útsmögnu andskotar Mourinho og Redknapp hafa eitthvað verið búnir að plotta…..

 198. Eftir óvænta komu Meireles frá Porto, sem allir bera vel söguna og “lookar” vel, var maður jafnvel farinn að vonast eftir stiker á pari við hann. Einhvern sexý frá Þýskalandi eða Úrugvæ á 20 millur… Miðað við það sem var logið að manni um peninga til leikmannakaupa reiknaðist manni til að félagið ætti aur fyrir því. Núna reiknast mér til að Roy þurfi að kreista lítið kraftaverk út úr liðinu.

  Ég trúi á Liverpool.
  Amen.

 199. Mér finnst ótrúlegt að það séu einhver lið tilbúin að borga 10 millz fyrir Babel. Hvað hefur Babel eiginlega getað eftir hann kom til okkar ? Ég hefði þokkalega verið til í að skipta á honum og Carlton Cole.

  Annars er ég sammála mönnum sem eru áhyggjufullir, ef Torres meiðist þá er fróðlegt að vita hvað Ngog og Babel eru seigir frammi.

 200. Eins gott að við fáum nýja eigendur sem fyrst og það verði verslað í janúar

 201. ég held nú að ngog se betri frammi en babel.. og svo vil ég líka sjá hann prufa að keyra á babel soldið á köntunum í staðin fyrir jova. serstaklega á anfield því hann hefur meiri hraða en allir aðrir í þessu liði og ég meika ekki að hafa hæga kantmenn báðu meigin alltaf. held að það lúkki betur að hafa jova frammi og babel á vinsti heldur en babel frammi og jova á vinstri (miðað við ef torres meiðist) en við þurfum bara að vona að torres spili sem flesta leiki út þetta ár. þeir hljóta að kaupa senter 1.jan sérstaklega ef eigandamálin klárast á þessu ári

 202. Jæja, eftir þennan félagaskiptaglugga er maður í pínu vonbrigðum, aðallega útaf því það vantar backup striker. En því meira sem ég hugsa um það þá meikar það bara enn meiri sens. Liverpool þarf leikmenn sem eru tilbúnir að “deyja” fyrir félagið , á vellinum. Fórna sér 120% í vinnu sína, fyrir aðdáendur Liverpool og fyrir orðspor félagsins. Ég verð að segja það fyrir mína parta að ég vildi frekar hafa 5 millj punda leikmann sem gæfi sig 120% í hvern einasta leik, heldur en 10 millj punda leikmann sem kemur inn í liðið á nafninu einu, og skilar ekki miklu nema aukinni treyjusölu. Það er kannski þess vegna sem ég sé svo mikið á eftir leikmönnum sem ólust upp sem aðdáendur Liverpool , eins og R. Keane, og Bellamy. Þeir eru Breskir og vita hvað það þýðir að spila fyrir félag eins og Liverpool. Við þurfum leikmenn eins og þeir eru, ekki einhverja leikmenn sem nota Liverpool sem stökkpall í annað og “minna” félag.

  LEIKMENN sem hafa LIVERPOOL HJARTA takk fyrir,

  YNWA

 203. Við skulum bara vona að þetta sé tímabilið sem Babel fær sénsinn sem maður er búin að bíða svo lengi eftir og þá þarf drengurinn líka að nýta hann! væri til í að sjá Cole á hægri og Babel á vinstri og láta þá rótera vel í leikjum á milli kanta svo gerrard og porto gæjan á miðri miðju torres og jova frammi, þar geta svo kuyt og ngog skipst á að leysa þá af.
  Þetta er ekki alslæmt þótt að við höfum ekki fengið einhvern super striker í þessum glugga þótt það hefði vissulega verið kostur.
  Verum bjartsýnir því við höldum nú einu sinni með flottasta klúbb í heimi!

 204. Þetta er nú bara viðbjóður í alla staði.

  Við missum einn besta varnarmiðjumann í heiminum til skítaklúbbs á spáni fyrir klínk, svona miðað við aðrar sölur og þær tölur sem að hafa sést í fjölmiðlum. Fáum úthnjaskaðan danskan böðul í staðinn sem er ekki að fara bæta liðið neitt og 27 ára miðlungsleikmann sem að hefur aldrei verið neitt gríðarlega eftirsóttur og er búin að fá að spila í heimalandinu í friði með sæmilegu liði í 6 ár eða svo. Þessir tveir félagar eiga nú eftir að taka þessa týpísku 2-4 mánuði í aðlögun og það er ekki hægt að ætlast til þess að það komi mikið útúr þeim fyrir liðið fram að áramótum.

  Ég bara spyr! Afhverju er verið að eyða peningum í leikmenn eins og poulsen og konchesky þegar að það eru leikmenn í liðinu til að bakka upp byrjunarliðsmennina í þessum stöðum og þörfin fyrir sóknarbakköpp er mun meiri, það hefur ekki verið keyptur sóknarmaður síðan Torres var keyptur árið 2007 og hann er eini sóknarmaðurinn í liðinu í dag sem getur eitthvað, æji mér verður óglatt á að hugsa um þetta……

  Ég hef aldrei verið eins svartsýnn og núna, þessi vetur á eftir að vera gríðarlega erfiður og ekki eru kana helvítin að hverfa á braut eins og maður hafði vonast til.
  Átti ekki að leggja allt kapp á að selja klúbbinn fyrir 1 sept?!
  Eins og hvað maður var nú bjarsýnn í byrjun sumars, nokkuð margir aðilar að sýna því áhuga að kaupa Liverpool og allt að gerast en hvað…………..
  nokkrum mánuðum seinna hefur nánast ekkert gerst og liðið bara veikst ef eitthvað er!!!
  Er ansi hræddur um að það lagist ekki neitt fyrr en kanarnir verða farnir frá Liverpool.

  Ég ætla að fara inní rúm, æla á koddan minn og sofa á honum í nótt.
  Vakna örugglega ferskari og hressari í fyrramálið en ég er núna.

 205. Ég hef engar áhyggjur af þessari stöðu. Já það voru mistök að ráða Roy Hodgson* en það frestar einungis því umflýjanlega. Sem er að Liverpool mun vinna ensku deildina fyrr eða síðar.

  Ég elska þennan klúbb, sagan sigrarnir gera þetta að verkum. Svo eru það hræðulegu atburðirnir sem sameina okkur.
  Liverpool hef ég stutt í langan tíma og á hverju ári tvo áratugi hefur tímabilið endað með vonbrigðum. Það breytir því ekki að þetta hefur verið frábær tími.

  Alltaf trúi ég því að Liverpool vinni og trúin mun tryggja okkur titilinn. Það tryggir líka ergelsi United stuðningsmanna, hvað við trúm heitt og innilega.

  YNWA

  *Roy á annars góða möguleika á að landa titli eftir að hann hefur komið sínu skipulagi á Liverpool. Það mun hinsvegar taka tíma.

 206. Torres fer í síðasta lagi næsta sumar. 🙁 Metnaðarleysi stjórnarmanna LFC algjört. Vona bara að það sé hægt að bæta fyrir þetta í Janúar, ef það verður ekki of seint þá.

 207. Undanfarin svona fimmtán ár hef ég yfirleitt verið hógvær og spáð mínu liði svona 3-4 sæti. Innst inni hef ég samt alltaf vonað og trúað að titillinn gæti vel unnist. Þó staðan væri ekki svo góð hef ég litið í textavarpið, spáð hvernig úrslit þyrftu að fara til að liðið endaði á toppnum og hugsað já þetta er bara allt opið. Í fyrsta sinn núna í sem sagt 15 ár eða svo hef ég ekki þessa tilfinningu. Innst inni trúi ég ekki að liðið eigi séns á toppbaráttu og sé það alveg eins lenda í sjöfunda sæti aftur. Það sorglega er að það getur ekkert bjargað félaginu nema nýir eigendur sem gjörsamlega sturta fjármagni í það. Það verður að segjast að það er allt á afturfótunum. Ömurlegt unglingastarf, þörf á nýjum velli, ömurlegir eigendur og N’gog er sóknarmaður númer tvö. Jamm og já.

 208. Menn verða bara að vera raunæir hérna. Hlutirnir í fótboltanum hafa breyst og þeir sem eiga peninga þeir eiga góða möguleika að berjast um titilinn, hinir ekki. Það eru engar undantekningar á þessu í dag ! Þýðir ekkert að væla hér út í eitt að við séum ekki að kaupa einhverjar stórstjörnur osfr.

  Launapakkinn er einn besti mælikvarðinn á liðið. Held alveg örugglega að við séum með launapakka sem er sá 4-6 dýrasti í deildinni og þar eigum við heima eins og stendur. Þegar við náðum öðru sætinu með Benitez þá vorum við í raun að standa okkur betur en var hægt að ætlast til af félaginu. Við verðum að horfa á hlutina eins og þeir eru.

  Held að við megum bara þakka fyrir að Torres, Gerrard, Cole, Reina og Kuyt eru enn hjá félaginu sem er í raun ótrúlegt. Ef við fáum ekki aðra eigendur í vetur eða okkur gengur eitthvað “óeðlilega” vel þá munu menn eins og Torres einfaldlega hverfa á braut og þá er stutt í kúkinn.

Kop – gjörið eftir leikviku 3

Opinn þráður – glugginn lokaður